*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Huginn og muninn
27. maí 2018 11:01

Þetta með tímasetningarnar

Til að vera samkvæmt sjálfu sér setti Icelandair hótelin sölu rétt eftir að fyrstu fréttirnar af fækkun ferðamanna bárust.

Haraldur Guðjónsson

Lykilatriði í rekstri flugfélaga er að vera á réttum tíma. Þetta á ekki bara við þegar komur og brottfarir flugvéla eru undir.

Þannig er til dæmis afar óheppilegt að tala um hvað unga kynslóðin hefur takmarkaðan skilning á hvernig gömlu flugfélögin eru miklu betri en lággjaldaflugfélög á sama tíma og lággjaldaflugfélagið sem þú átt í samkeppni við fjölgar farþegum og nær betri sætanýtingu. Það er líka frekar óskynsamlegt að segja að svört afkomuviðvörun sé ekki dauði fyrir félagið með þeim afleiðingum að hlutabréfin taka snarpa dýfu. Svo ekki sé minnst á hvað það er óheppilegt að fruminnherji selji hlutabréf til að laga sumarbústað örstuttu áður en uppgjörstímabili lauk. En til að vera samkvæmt sjálfu sér hefur Icelandair nú ákveðið að setja hótelin sín á sölu rétt eftir að fyrstu fréttirnar af fækkun ferðamanna í mörg ár berast. 

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.