*

föstudagur, 24. maí 2019
Huginn og muninn
24. nóvember 2018 10:39

Þögn Más

Lítið hefur heyrst í seðlabankastjóra eftir að dómur var kveðinn upp í Samherjamálinu.

Haraldur Guðjónsson

Mörgum þykir þögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna Samherjamálsins nokkuð æpandi. Komið hefur í ljós að ekki stóð steinn yfir steini í málatilbúnaði Seðlabankans, máli sem hófst fyrir rúmum sex árum.

Már hefur með ótrúlegum hætti náð að víkja sér undan því að svara spurningum fjölmiðla um málið, ýmist með því að vera í útlöndum eða þá ekki verið til taks í viðtöl eins og Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, hefur orðað það. Stefán Jóhann er einmitt fyrrverandi varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þar situr í oddvitasæti maður sem hefur verið ansi lunkinn við að koma sér undan óþægilegum málum, sjálfur borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson.

Aðeins meira um Seðlabankann og Má. Út spurðist að meðal lagabreytinga, sem gera þyrfti til þess að afnema ákvæði um uppreist æru sakamanna, væri að ekki yrðu jafnströng skilyrði og áður til þess að fá að sitja í stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME). Í bandormsfrumvarpi dómsmálaráðherra er því gert ráð fyrir að hafi menn gerst sekir um alvarleg lögbrot geti þeir tekið sæti í stjórn eftirlitsins tíu árum eftir dóm sinn, en tillaga um þá tilhögun kom frá starfshópi, sem Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttalögmaður veitti forstöðu.

Af því tilefni ráku margir virkir í athugasemdunum upp gól á samfélagsmiðlum um þar lægi ljóslega dragúldinn fiskur undir steini. Erfitt er þó að sjá að það skipti nokkru minnsta máli í ljósi þess að í liðnum mánuði staðfesti forsætisráðuneytið að unnið væri að frumvarpi um sameiningu FME og Seðlabanka Íslands, sem liggja á fyrir í lok febrúar næstkomandi. Gárungarnir segja hins vegar dagljóst að þetta ákvæði miði að því að Már Guðmundsson geti tekið sæti í stjórninni hvað sem líður yfirvofandi Samherjamálum hans.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim