*

laugardagur, 20. október 2018
Huginn og muninn
14. janúar 2018 11:17

Tilviljun?

Nýherji nefnist nú Origo en unverski þjóðlagarapparinn Joci Pápai flutti einmitt lag með sama nafni í Eurovison.

Joci Pápai söng lagið Origo í Eurovision á síðasta ári.
epa

Fyrirtæki skipta sum um nöfn. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, kynnti sem dæmi fyrir nokkrum dögum nýtt nafn á fyrirtækinu. Nú nefnist Nýherji, áður IBM, Origo.

Orðið origo kemur úr latínu og merkir uppruni, upphaf eða uppspretta. Hrafnarnir, sem vitaskuld tala latínu reiprennandi, eru einkar ánægðir með þetta nýja. Ánægjan er samt aðallega tilkomin vegna þess að uppáhaldslag hrafnanna í Eurovision í fyrra hét Origo. Það var flutt af hinum magnaða ungverska söngvara og þjóðlagarappara Joci Pápai, sem skartaði forláta hársnúði á sviðinu í Kænugarði. Lagið átti frábæran lokasprett á úrslitakvöldinu og endaði í 8. sæti með 200 stig eða réttum 558 stigum á eftir portúgalska hjartaknúsaranum Salvador Sobral.

Hrafnarnir vilja benda Opnum kerfum á að Pápai, átti annan slagara í fyrra. Það var lagið Özönvíz. Ungverska orðið Özönvíz þýðir flóð á íslensku.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.    

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.