*

mánudagur, 25. mars 2019
Huginn og muninn
29. nóvember 2013 08:26

Tveir kunningar vinna á skuldavandanum

Sigurður Hannesson stýrir hópnum sem smíðar tillögur um skuldaniðurfellingar. Benedikt Gíslason hjálpar til við afnám hafta.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í fréttum um síðastliðna helgi að tuttugu manns hefðu komið að því að smíða tillögur um skuldaniðurfellingar. Sú vinna hefur verið undir stjórn Sigurðar Hannessonar, sem er doktor í stærðfræði frá Oxford (og Excel eins og frægt er).

Hann var í hópi manna sem gagnrýndu útreikninga Seðlabankans á skuldastöðu þjóðarinnar þegar Icesave-umræðan stóð sem hæst. Sigurður var framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Júpíters en var síðast framkvæmdastjóri hjá MP banka.

Nú hefur annar framkvæmdastjóri MP banka gengið til liðs við ríkisstjórnina. Benedikt Gíslason á að aðstoða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við afnám gjaldeyrishafta.

Sigurður og Benedikt þekkjast vel, unnu saman að útreikningum á skuldastöðunni og síðar í MP banka. Þeir mynda því öflugt teymi þvert á flokkana.

Huginn & Muninn birtist í Viðskiptablaðinu 28. nóvember 2013.

Stikkorð: Huginn & Muninn
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.