Í umræðum um málefni HB Granda hefur komið fram að frjálslyndir stjórnmálamenn á Alþingi hafa sterkar skoðanir á því hvar og með hvaða hætti útgerðarfélög vinna úr afla sínum. Hafa menn jafnvel rætt um að setja lög um úr hvorri Keflavíkinni einstaka útgerð rær. Enn sem komið er virðast stjórnmálamenn fyrst og fremst hafa áhuga á stað­ setningu útgerða og svokallaðra lundabúða

Þeir sem mæla fyrir þessu verða aftur á móti að hafa í huga að á degi hverjum eru teknar ákvarð­ anir í rekstri útgerða um hvar eigi að vinna aflann. Markaðsaðstæður breytast frá degi til dags og ráða til að mynda því hvort aflinn er seldur á íslenskum fiskmarkaði eða erlendum eða þá unninn í eigin vinnslu viðkomandi útgerðarfélags. Stjórnmálamenn hafa til þessa ekki haft miklar skoðanir á þessum ákvörðunum.

Langtíma efnahagsþróun stærða á borð við raungengi krónunnar ræður líka miklu um vinnslu aflans. Þegar gengi íslensku krónunnar var sterkt á árunum fyrir fjármálakreppuna færðist vinnslan að miklu leyti út á haf um borð í frystiskip.

Frá árinu 2009 hefur þessi þró­ un snúist við og útgerðir hafa fjárfest í landvinnslu og ísfisktogurum svo dæmi sé tekið.

Þessi þróun hefur átt sér stað án allrar skírskotunar til „samfélagslegrar ábyrgðar“. Erfitt er að sjá rökin fyrir því að það eigi að breytast nú. Enn fremur er erfitt að sjá réttmæti þess að stjórnmálamenn hafi sterkar skoðanir á staðsetningu fyrirtækja frekar en þeir láti sig ekki varða hvort afli skipa er unninn í landi eða sjó eða þá fluttur ferskur á erlenda markaði.

Höfundur er sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja.