*

mánudagur, 28. maí 2018
Huginn og muninn
18. mars 2017 10:10

Vænisýki í kjölfar hruns

Hátt í áratugur er liðinn frá falli bankanna. Vænisýkin, sem hruninu fylgdi, virðist þó ekki vera á leiðinni út.

Haraldur Guðjónsson

Ein af leiðinlegri afleiðingum fjárkreppunnar 2008 er sú að vænisýki hefur skotið rótum í huga allt of margra Íslendinga. Þetta sást berlega þegar forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar kynntu á sunnudaginn fullt afnám hafta (eða því sem næst).

Fjöldi fólks sá ekki ástæðu til að fagna því að Ísland væri nú loksins að koma aftur inn úr kulda fjármagnshafta sem fullgildur meðlimur í samfélagi þjóðanna, heldur viðruðu alls kyns undarlegar samsæriskenningar um að afnám hafta væri í raun plott til að fella krónuna, útgerðinni til hagsbóta.

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur féll í þessa gildru, en í pistli á Pressunni sagði hann: „Er málið kannski þannig að hér er um dulda gengisfellingu að ræða á kostnað almennings?“

Tæpur áratugur er frá falli bankanna. Er ekki kominn tími til að losa sig við vænisýkina?

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.