*

sunnudagur, 26. maí 2019
Týr
15. nóvember 2018 15:37

Valdníðslan óátalin

Upp úr bankahruni gerðist eitt og annað í íslensku samfélagi, sem reyndi mjög á innviði þess.

Seðlabanki Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Í liðinni viku staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Seðlabankanum hefði ekki verið heimilt að leggja stjórnvaldssekt á Samherja. Þar með lýkur loks þessari fáránlegu hneisuför Seðlabankans gegn Samherja, sem gengið hefur ofsóknum næst. Málið hefur verið Seðlabankanum til skammar á öllum stigum, bæði hvað varðar almenn vinnubrögð, hófsemd í meðferð valdsins og dramb stjórnenda bankans.

                                                             ***

Upp úr bankahruni gerðist eitt og annað í íslensku samfélagi, sem reyndi mjög á innviði þess. Sumir reyndust traustir, aðrir síður. Varla þarf að rifja upp ólguna í samfélaginu og háværar kröfur um uppgjör, aðgerðir og refsingar. Þær voru um margt réttmætar, en hins vegar var kappið við að verða við þeim iðulega til frekara tjóns. Gott dæmi um það er einmitt fátið við endurskipulagningu yfirstjórnar Seðlabankans og hvernig honum voru færð margvísleg völd í hendur, sem hann hefur reynst fara mjög misvel með.

                                                             ***

Annað dæmi er hvernig Fjármálaeftirlitið var sett undir stjórn manns, sem síðan var ber að spillingu í starfi. Nokkuð refsilaust. Það er vel þekkt að allt vald spillir og einmitt þess vegna ríður á að völdin séu ekki án ábyrgðar og eftirlits. Það ætti svo sannarlega ekki síður að eiga við í Seðlabankanum en annars staðar, eins og nú er komið á daginn.

                                                             ***

Í því ljósi eru ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um stjórn Seðlabankans ekkert minna en furðuleg. Telur hún þessa framgöngu bankans og stjórnenda hans virkilega verjandi? Finnst henni viðeigandi að forsætisráðherra sé með þessum hætti að gera lítið úr dómi Hæstaréttar? Er það í hennar verkahring að gefa út slík aflátsbréf? Og við hvaða verði?

                                                             ***

Þetta er ekki minna mikilvægt fyrir það að til stendur að sameina Seðlabanka og Fjármálaeftirlit. Það er vissulega löngu tímabært, en við blasir að þá er ekki heldur seinna vænna að hreinsa til í yfirstjórninni og hagræða í bankanum, en báðar hafa stofnanirnar belgst út án þess að vinnubrögðin hafi batnað. Öðru nær, eins og dæmin sanna. Það er óhæfa að seðlabankastjóri, sem uppvís hefur orðið að valdníðslu með þessum hætti, sitji áfram praktuglega, eins og ekkert hafi í skorist. Og nú á ábyrgð Katrínar Jakobsdóttur.

Týr er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim