*

mánudagur, 27. maí 2019
Huginn og muninn
17. nóvember 2018 10:39

Vandamálinu eytt?

Þegar Jón Gnarr er búinn að jafna sig getur hann látið prenta Banksy-myndina aftur út og rammað hana inn.

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri.
Aðsend mynd

Stóra Banksy-málið hefur undið upp á sig síðustu daga. Upphafið má rekja til fréttar er Fréttablaðið birti á laugardaginn. Í henni kom fram að Jón hefði fengið mynd frá listamanninum Banksy að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur en tekið hana með sér heim þegar hann hætti störfum.

Í fréttinni er vitnað í viðtal við Jón Gnarr á vefnum The Rumpus þar sem hann upplýsir að hann hafi sent Banksy skilaboð og óskað eftir mynd. Talskona listamannsins hafi gefið jákvætt svar gegn því skilyrði að myndin myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa en þegar Jón var spurður að því hvers vegna hann hefði tekið myndina mér sér heim sagðist hann hafa litið á hana sem persónulega gjöf.

Í kjölfarið á þessari frétt sköpuðust miklar umræður. Snæbjörn Brynjarsson, listgagnrýnandi og varaþingmaður Pírata, sagði Jón lítinn sóma hafa af málinu og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagðist ekki deila þeirri skoðun Jóns að um persónulega gjöf hefði verið að ræða. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stóð með Jóni og sagði að um vandlætingu væri að ræða, magnaða upp af óvildarmönnum Jóns.

Málið tók sérstaka stefnu á miðvikudaginn þegar Jón upplýsti að myndin hefði verið send honum á tölvutæku formi. Hann sjálfur hafi síðan greitt kostnað við prentun og innrömmun. Sagði hann málið hafa ollið sér miklu hugarangri, svo miklu að hann hefði enga ánægju af plakatinu lengur og ætlaði að farga því. Sjaldan hefur vandamáli verið eytt á jafn áþreifanlegan hátt. Hrafnarnir sjá því reyndar ekkert til fyrirstöðu að Jón geti, þegar hann er búinn jafna sig, látið prenta myndina aftur út og rammað hana inn. Eftir stendur samt prinsipp-spurningin. Var tölvumyndin gjöf til Jóns eða borgarstjóra Reykjavíkur?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim