*

sunnudagur, 26. maí 2019
Týr
9. nóvember 2018 15:00

Við skegg spámannsins!

Það vakti heimsathygli í liðinni viku þegar Hæstiréttur Pakistan felldi úr gildi dóm lægra dómstigs þar í landi.

Fjallgarður í Norður-Pakistan.

Það vakti heimsathygli í liðinni viku þegar Hæstiréttur Pakistan felldi úr gildi dóm lægra dómstigs þar í landi um að lífláta skyldi kristnu konuna Asia Bibi fyrir guðlast. Hún hafði árið 2009, að sögn vitna, látið í ljós efasemdir um ágæti Múhameðs spámanns í nágrannakrytum við vatnsbólið í þorpinu þar sem hún býr og var á góðri leið til fundar við almættið þegar Hæstiréttur í Islamabad skarst í leikinn.

                                                              ***

Um svipað leyti var Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hins vegar að kveða upp annan dóm og skrýtnari, þar sem staðfest var að austurrískur dómstóll hefði dæmt rétt um það að svigurmæli um Múhameð spámann væru handan leyfilegra marka hlutlægrar umræðu og gæti stefnt trúarfrið í hættu. Málið varðaði konu þar í landi, sem hneigist til þjóðernisöfga að hætti annars náunga sem einnig var þekktur fyrir skegg sitt, en hún hélt námskeið þar sem hún sagði spámanninn hafa verið barnaníðing. Sem var meira en dómstólarnir þoldu.

                                                              ***

Það væri auðvelt að minna á að á þessari öld er mikil eining um það að kynferðisglæpir megi ekki liggja í þagnargildi, hvað þá barnaníð, jafnvel þó langt sé um liðið. Þegar í hlut á löngu látið fólk ætti það varla að vera til umræðu. Nú er það svo að heimildirnar fyrir þessum orðum konunnar eru trúarrit múslima, þar sem þess er skilmerkilega getið að þegar Múhameð var 53 ára gamall hafi hann kvænst Aishu, 6 ára gamalli telpu, og haft við hana samræði frá 9 ára aldri til 18 ára aldurs, þegar hann lést. Gildi þeirrar heimildar er tæplega minna en annars þess, sem menn kjósa að hafa fyrir satt úr trúarritum (og munum að ekki er það allt fallegt sem greint er frá um helstu söguhetjur Biblíunnar).

                                                              ***

En hvað á þá að gera við þessi trúarrit, þar sem þetta stendur svart á hvítu? Á að afmá þau eða banna? Eða láta eins og þau séu ekki til eða að þar ræði um eitthvað annað en barnaníð? Að annar siður eða aðrir tímar breyti einhverju þar um? Eða er komið í gildi tvöfalt siðferði og réttarfar, þar sem segja má hvað sem er um hina látnu, nema viðkomandi sé Múhameð? Að um íslam og trúarleiðtoga þess gildi einhverjar sérreglur? Að um ein, tiltekin trúarbrögð gildi ný og ströng guðlastslög og dómvenja? Þá er frjálslyndu, vestrænu lýðræði hætta búin og íslensku réttarfari líka. Og múslimum alls enginn greiði gerður.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim