*

mánudagur, 25. mars 2019
Huginn og muninn
14. október 2018 13:01

Viðreisn og Björgólfur Thor

Þótt Björgólfur Thor hafi dregið talsvert úr umsvifum sínum á Íslandi hefur hann verið duglegur að tjá sig undanfarið.

Björgólfur Thor Björgólfsson.

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið mun duglegri að tjá sig um íslensk málefni upp á síðkastið en oftast áður og það þótt hann sé talsvert að draga úr umsvifum sínum hérlendis.

Bæði um hrunmálin, sem nú fagna 10 ára afmæli með stæl, en einnig um íslenskan samtíma og jafnvel framtíð. Það gerir hann á vefnum btb.is og hefur m.a. farið mikinn um gjaldmiðilsmálin, þó hann stingi nú ekki upp á upptöku svissneska frankans að þessu sinni. Ekki síður hefur Björgólfur Thor látið útgerðina fá það óþvegið og sakað „kvótagreifa“ um brask og brall.

Í fuglabaðinu í morgun heyrðu Hrafnarnir háðfugl nokkurn segja að því væri engu líkara en að flokksforysta Viðreisnar væri farin að blogga fyrir Bjögga. En kannski það sé ekkert grín, því minna má á að þar á milli eru tengsl. Ragnhildur Sverrisdóttir, almannatengill Björgólfs Thors, er eiginkona Hönnu Katrínar Friðriksson, þingflokksformanns Viðreisnar.  

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.