*

mánudagur, 22. apríl 2019
Týr
5. desember 2016 11:36

Vinirnir í borginni

„Helsti gallinn við rekstur hins opinbera, þ.m.t. Reykjavíkurborgar, er sá að íbúar finna seint og illa fyrir slæmum rekstri.“

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Haraldur Guðjónsson

Haustið 2013 viðraði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga (SÍS), þá hugmynd við vini og stuðningsmenn sína að hann íhugaði að sækjast eftir oddvitasæti í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014. Týr veit að Halldóri var þá ráðlagt að láta um leið af formennsku í SÍS. Ástæðurnar voru tvenns konar, ef hann yrði borgarstjóri yrði það fullt starf sem sinna þyrfti að heilindum en ef hann væri í stjórnarandstöðu (sem síðar var raunin)  æri það ómöguleg staða að eiga formennsku í sambandinu undir Degi B. Eggertssyni (sem líklegastur var til að verða borgarstjóri) þurfandi að halda uppi skilvirkri stjórnarandstöðu og gagnrýni í borginni.

***

Helsti gallinn við rekstur hins opinbera, þ.m.t. Reykjavíkurborgar, er sá að íbúar finna seint og illa fyrir slæmum rekstri. Borgarbúar eru þó lítillega farnir að finna fyrir rekstri borgarinnar enda er fjárhagsleg staða borgarinnar skelfileg, svo vægt sé til orða tekið. Skipulagsmálin eru allt annað en skipulögð, þjónusta borgarinnar er afspyrnu léleg og mörg svið borgarinnar eru fjársvelt.

***

Nú er um eitt og hálft ár í sveitarstjórnarkosningar og það fer væntanlega að koma að því að meirihluti borgarstjórnar þurfi að svara fyrir verk sín með einhverju öðru en skætingi eða skilaboðum um meint skilningsleysi borgarbúa á því hvernig málin gangi fyrir sig í Ráðhúsi Reykjavíkur.

***

En um leið skapast væntanlega svigrúm fyrir alvöru stjórnarandstöðu í borginni. Í rúmlega 100 þúsund manna borg hlýtur að vera rödd sem er tilbúin til að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Kannski koma fram einstaklingar sem gefa lítið fyrir „góða samvinnu“ í allt of mörgum nefndum borgarinnar, einstaklingar sem átta sig á því að hagur borgarbúa bætist lítið þó þeir fari í fleiri sameiginlegar utanlandsferðir til að læra hvernig þetta er gert í stórborgum erlendis og láta ekki ofvaxið embættismannakerfi sökkva sér í slæmum hugmyndum.

***

En svo fáum við kannski bara borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og allir verða vinir áfram, þ.e.a.s. í borgarstjórn.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim