*

mánudagur, 28. maí 2018
Pétur Gunnarsson
21. apríl 2017 14:06

Völvuspá sérfræðinga

Hvað á til bragðs að taka þegar spádómar fara út um þúfur?

Elísabet Englandsdrottning, eins og flest allir, spurði; Hvers vegna sáuð þið þetta ekki fyrir? Fátt var um svör.
epa

Álitsgjafar í stjórnmálum og efnahagsmálum eiga undir högg að sækja um þessar mundir. Eins og flestir hafa tekið eftir hafa sérfræðingar haft rangt fyrir sér á síðastliðnum árum. Mín tilfinning er sú að almenningur treystir sérfræðingum illa, ef eitthvað. Það er auðvelt að benda á mistök hagfræð­ inga, stjórnmálafræðinga og annarra sérfræðinga sem til að mynda sáu ekki fyrir hrunið, eða aðra stóra pólitíska atburði á borð við Brexit eða kjör Donalds Trump. Meira að segja Elísabet II Bretadrottning, spurði hagfræðinga við London School of Economics í forundran, hvers vegna í ósköpunum þeir sáu ekki efnahagshrunið fyrir?

Á Íslandi höfum við sérstakan álitsgjafa sem birtir spá sína árlega: Völvuna. Þar eru teknir fyrir hlutir, sem eru stundum gefnir og stundum ekki, og skellt upp sem spádómum – sem stundum rætast og stundum ekki – en biluð klukka er víst rétt tvisvar á dag. Í stóra samhenginu skiptir það ekki öllu máli, þetta er jú til gamans gert.

Aðferðir Völvunnar eru tiltölulega óvísindalegar. Hins vegar eru til sérfræðingar sem leggja sig alla fram við að sjá fyrir atburði og ákveðna þróun. Eins og ég bendi á hér að ofan, hefur það gengið misvel. En sjaldnast er það mælt hverjir hafa rétt fyrir sér og hverjir ekki. Margir hafa eflaust sagt í fjölskylduboðum í Grafarvogi að þeir hafi séð hrunið fyrir, en er hægt að vita það? Ég held persónulega að fyrsta skrefið í átt að því að bæta spá­ dóma sérfræðinga og völvunnar væri að skrá þá niður, og athuga hverjir hafa rétt fyrir sér. Þetta hljómar fáránlega einfalt en er ekki gert. Rétt eins og vísindamenn sem rannsaka ákveðin viðfangsefni, þá geta sérfræðingar sem reyna við spádóma og framtíðargreiningu, nýtt sér vísindalegar aðferðir.

Í bók sálfræðingsins Philips Tetlock, Superforecasting: The Art of Science of Prediction, bendir hann á fimm hluti sem einkenna þá sem standa sig betur í spádómum en aðrir, byggt á margra ára rannsóknum; 1) Það er mikilvægt að vera varkár, þar sem ekkert er öruggt. 2) Að vera hógvær spámaður, þar sem veröldin er óendanlega flókin. 3) Að vera forvitinn, á vitsmunalegan hátt. 4) Að skoða mismunandi sjónarhorn og gera þau þín eigin. 5) Að lokum að hafa trú á því að það sé hægt að betrumbæta spádóma. Þar get ég tekið undir, og vonandi Völvan líka.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.