Viðskiptablaðið var stofnað 20. apríl árið 1994 sem vikublað um viðskipti og efnahagsmál. Blaðið kom þá út á miðvikudögum.

Í janúar 2004 breyttist útgáfan en frá þeim tíma kom blaðið einnig út á föstudögum. Viðskiptablaðinu var síðan breytt í dagblað í febrúar 2007 og kom út fjórum sinnum í viku, frá þriðjudegi til föstudags, fram í nóvember 2008 þegar því var breytt í vikublað á nýjan leik. Frá og með desember 2008 kom blaðið út á fimmtudögum. Fiskifréttir, sérblað um sjávarútvegsmál, fylgir með í hverri viku. Síðla árs 2023 var útgáfudegi breytt og koma Viðskiptablaðið og Fiskifréttir nú út á miðvikudögum.

Megináhersla Viðskiptablaðsins er sem fyrr á viðskipti og efnahagsmál, auk þjóðmála. Auk þess er lögð áhersla á fjölbreytt viðtöl og úttektir, auk margskonar annars efnis.

Viðskiptablaðið fæst í áskrift og lausasölu.

Útgáfufélagið er Myllusetur ehf.

Heimilisfang

Myllusetur ehf.,
Ármúla 10,
108 Reykjavík.
Kennitala: 671108-1320
Sími: 511-6622
Netföng: [email protected], [email protected], [email protected]