Páll Halldór Halldórsson er án efa með þekktari atvinnubílstjórum landsins. Hann hefur ekið trukkum í alls kyns aðstæðum um Vestfirðina, lent m.a. í snjóflóði og grjóthruni en alltaf komist heill í gegnum aksturinn. Páll Halldór hefur tekið þátt í ýmsum akstursíþróttum og var m.a. Íslandsmeistari í ralli.