*

sunnudagur, 5. desember 2021

október, 2004

 

Opinn hugbúnaður hefur á síðustu árum rutt sér til rúms, bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Nú hafa bresk stjórnvöld gefið grænt ljós á notkun OSS (Open Source Software) en skýrsla viðskiptaskrifstofu ríkisstjórnarinnar (Office of Government Commerce, OGC) var birt fyrir helgi. Þar er opinn hugbúnaður talinn hagkvæmur og trúverðugur kostur fyrir stjórnvöld en skýrslan byggir á mörgum prófunum sem gerðar hafa verið á opnum hugbúnaði.


 

Þrír Bandaríkjamenn eiga yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm fyrir ruslpóst en málið er hið fyrsta sinnar tegundar vestra. Mennirnir eru sakaðir um brot á lögum gegn óumbeðnum tölvupósti, svokölluðum "anti-spam" lögum sem lögfest voru í Virginia ríki í fyrra. Einn mannanna sendi 7,7 milljónir auglýsinga um sölu á hugbúnaði í tölvupósti á degi hverjum í júlímánuði í fyrra á viðskiptavini American Online. Kærurnar á hina tvo eru af svipuðum toga.


 

Netnotendur utan Bandaríkjanna hafa komið að lokuðum dyrum á heimasíðu George W. Bush Bandaríkjaforseta frá því á mánudag. Netnotendur, aðrir en Bandaríkjamenn, sem hafa áhuga á því að kynna sér stefnumál forsetans, verða því að leita í önnur hús eftir upplýsingum. "HTTP 403 (Forbidden)" stendur á skjánum þegar reynt er að opna vefsíðuna www.georgewbush.com.


 

Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Í tilkynningu frá Tæknival kemurfram að félagið er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan. Samstarfssamningurinn var staðfestur á fjölsóttri ráðstefnu síðastliðinn föstudag í Reykjavík sem haldin var í tilefni lokavottunarferlis samningsins.


 

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur undirritað samninga við Skýrr hf um víðtæka heildarlausn og fjölbreytta þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samningarnir fela í sér að Skýrr veitir félaginu kerfisleigu (ASP), öll nauðsynleg Microsoft-leyfi, tölvurekstrarþjónustu og alhliða Internetþjónustu með ljósleiðaratengingu og hýsingu á vefsvæðum félagsins.


 

ráðstefna um vélmenni í Sviss


 

Sony blæs nýju lífi í Walkman nafnið með því loksins að útbúa spilarann þannig að notendur geti hlustað á tónlistarskrár í MP3 sniðinu. Hingað til hefur þessi stafræni spilari frá Sony eingöngu stutt skrár í ATRAC sniðinu sem er heimatilbúið hjá Sony. Nýju spilararnir, NW-E99 og NW-E95 koma á markað í Evrópu í nóvember. Fyrrnefndi spilarinn er með 1 gítabæta geymslurými og en hinn með 512 megabæta rými. Þeir vega um 40 grömm og líftími rafhlaðna er um 70 klukkustundir.


 

Microsoft ætlar fyrir árslok að kynna til sögunnar nýja leitarvél sem þefar uppi allt efni sem er á harða drifi tölvunnar, hvort sem það er geymt á skrám eða í tölvupósti. Eftir að hafa tapað baráttunni um leitarvél á Netinu mega Microsoft-menn ekki til þess hugsa að Google standi þeim framar á þessu sviði. Google kynnti eins og margir muna Google Desktop Search á dögunum og frá Yahoo er líka væntanlegur svipaður hugbúnaður svo allt stefnir í harða og skemmilega baráttu á næstu misserum um bestu tölvuleitarvélina.


 

Könnun í Bandaríkjunum leiðir í ljós að öryggismál heimilistölvunnar eru ekki í jafn góðu lagi og eigendurnir telja. Þetta er í samræmi við mat sérfræðinga í tækniheiminum. Í niðurstöðum könnunar American Online og NCSA (National Cyber Security Alliance) kemur fram að fólk notar heimilistölvurnar í vaxandi mæli við að senda færa fé á milli reikninga á Netinu og notar þá viðkvæmar upplýsingar - án þess að verja sig nægilega gegn tölvuglæpum.


 

Með útgáfu vinsælustu laga sinna á minniskubbi brýtur Robbie Williams blað í tónlistarsögunni. "Greatest Hits" þessa ástsæla söngvara kemur að sjálfsögðu líka út sem hefðbundinn geisladiskur en aldrei fyrr hefur hljómplata verið seld á minniskubbi - þótt ungt fólki um nokkurra ára skeið notað slíka kubba til að ferðast um með eftirlætis tónlist sína í stafrænum búningi. Sala á plötunni hefst bæði út í hljómplötu- og símaverslunum á þriðjudaginn í næstu viku en minniskubburinn verður þrisvar sinnum dýrari en geisladiskurinn, að því er fram kemur í frétt ZDNet.


 

Gengi hlutabréfa í gagnageymslufyrirtækjum tók stökk í gær eftir að stærsta fyrirtækið á þessu sviði, EMC, greindi frá söluaukningu á þriðja ársfjórðungi. Samkvæmt árshlutauppgjöri EMC varð hagnaður af rekstri fyrirtækisins 2.18 milljónir dala sem er 37% meira en á sama tíma í fyrra. EMC er leiðandi fyrirtæki í gagnageymslubúnaði í heiminum og selur m.a. bandarískum stórfyrirtækjum, eins og bönkum og flugfélögum, búnað til að vista og varðveita rafræn gögn.


 

Í fréttatilkynningu sem Isnic sendi frá sér á dögunum kemur fram að þann 14. október sl. luku RIPE NCC (Réseaux IP Européens Network Coordination Centre) og Internet á Íslandi hf. (ISNIC) við að setja upp spegileintak ("mirror instance") af einum af rótarnafnaþjónum Netsins. Þetta eintak er sett upp við skiptipunkt íslenskrar netumferðar (RIX - Reykavík Internet Exchange) í Tæknigarði við Dunhaga.


 

Talið er að síhækkandi verð olíu leiði til verðhækkana á tölvubúnaði. Búast má við verðhækkunum á meðal annars skjám og PC tölvum á næstu tveimur mánuðum, að því er talsmaður HP í Danmörku heldur fram við Netmiðilinn ComOn. Skýringin er sú að sumir hlutir í tölvubúnaði verða dýrari í framleiðslu þegar verðið á olíufatinu heldur stöðugt áfram að hækka. Einnig hækkar flutningskostnaður frá Asíu til Evrópu.


 

Stúdentar við Háskóla Íslands geta nú fengið Microsoft Office pakkann á aðeins 3.795.- kr. Þetta tilboð er afrakstur samstarfs Stúdentaráðs, Reiknistofnunar HÍ og Tæknivals, að því er fram kemur á heimasíðu Stúdentaráðs. Tekið er við pöntunum frá 14.-22. október á heimasíðunni,http://www.taeknival.is/hi. Fram kemur í fréttinni að einu sinni á ári geta stúdentar endurnýjað leyfið og þar með fengið nýjustu útgáfu af "Office pakkanum" á stúdentavænu verði.


 

Google hefur kynnt til sögunnar nýjan leitarbúnað sem gefur notendum kost á því að leita að efni á harða drifi tölvunnar með jafn auðveldum hætti og leitað er á Netinu. Nýi búnaðurinn leitar í skjölum, skrám, tölvupósti og skyndiskilaboðum sem vistuð er á harða drifinu. Talið er að nýi hugbúnaðurinn gefi Google forskot á keppinautana á þessu sviði, Microsoft MSN og Yahoo.


 

EVA Denmark hefur keypt innkaupa- og birgðastýringarkerfið AGR Innkaup. EVA Denmark var stofnað 1939 og framleiðir heimsþekktar vörur á borð við EVA-Trio og EVA-Solo. EVA mun nota AGR Innkaup til að skipuleggja innkaup á vörum sínum auk efnisþarfaútreikninga á hráefnum í verksmiðjur sínar sem staðsettar eru víða um heim.


 

Markaðurinn fyrir stóra flatskjái við borðtölvur kemur til með að stækka ört á næstu árum. Talið er að 20-23 tommu TFT skjáir verði með 25% markaðshlutdeild eftir aðeins tvö ár. Þessi þróun er hafin og nú er 17" skjáir nánast staðalbúnaður, að því er fram kemur í frétt ComOn í Danmörku. Verð á slíkum flatskjám hefur hríðfallið á alþjóðlegum mörkuðum frá því í sumar og 15" skjáir fást fyrir lítið fé, svo lítið að framleiðendur hafa misst áhugann á því að framleiða þá stærð. Þeir hafa í staðinn hafið í miklum mæli framleiðslu á stærri skjám - ekki aðeins 19 og 20 tomma - heldur einnig yfirstærðir.


 

Ormur sem dreifir sér um MSN Messenger skyndiskilaboðaþjónustuna er kominn á kreik og reynir að koma notendum í samband við asískar klámsíður. Ormurinn kallast "Funner" og nái hann að sýkja tölvuna reynir hann að dreifa sér til allra þeirra sem viðkomandi notandi er í samskiptum við á MSNinu. Einnig reynir ormurinn að tengjast 937 ólíkum vefsíðum sem flestar eru asískra klámsíður og aukin heldur heldur að hlaða niður efni frá léninu www.78p.com.


 

Fulltrúadeild Bandríkjaþings hefur samþykkt samhljóða frumvarp til laga sem gera njósnahugbúnað í tölvum ólöglegan. Um er að ræða svokallaðan "spyware" hugbúnað sem njósnar um athafnir fólks á Netinu. Lögin, The Internet Spyware Prevention Act, gefur dómstólum heimild til að dæma þá, sem koma slíkum ólöglegum hugbúnaði fyrir í tölvum, í allt að fimm ára fangelsi. Fyrr í vikunni samþykkti fulltrúadeildin með 399 atkvæðum gegn einu lög um njósnir, Spy Act, en þar eru ákvæði um þungar sektir á fyrirtæki sem verða uppvís að því að nota njósnahugbúnað.


 

Þrjátíu þúsund Svíar sem taldir eru stórtækastir í niðurhali á tónlist hafa fengið viðvörun frá höfundarréttarsamtökum. Á sama tíma birtast fréttir frá Bretlandi um að 28 einstaklingar sem hafa verið umsvifamestir í skráaskiptum hjá Kazaa, Imesh, Grokster og fleiri Netmiðlurum hafi verið kærðir af BPI, British Phonographic Industry. Frá því í mars hafa 350 þúsund Bretar fengið aðvaranir frá samtökunum. Svíar eru taldir hlaða niður flestum lögum með ólögmætum hætti og reikna má með því að lögregla láti til skarar skríða gegn þeim sem stunda niðurhalið í stórum stíl í framhaldi af viðvörunum.


 

8. október 2004


 

Hagtölur Fujitsu Siemens sýna í fyrsta sinn í fimm ára sögu fyrirtækisins veltuaukningu á fyrri hluta reikningsársins - frá apríl til september. Tölurnar eru fjöður í hatt nýja forstjórans Bernd Bischoff, segir danski Netmiðillinn ComOn. Fujitsu Siemens Computers er ungt fyrirtæki sem hefur engu að síður á skömmum tíma náð mikilli markaðshlutdeild á EMEA svæðinu. Veltuaukning fyrirtæksins nam á tímabilinu 15% eða 1,56 milljónum evra. Forstjórann þorir þó ekki að lofa nema 10% vexti á öllu árinu.


 

Tónlistarútgáfa Sony hefur um tveggja ára skeið verið með innbyggða afritunarvörn á seldum geisladiskum, eins og reyndar mörg önnur útgáfufyrirtæki. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að hætta þessum varnarleik og gefur þá skýringu að skilaboðin um baráttu gegn ólöglegri afritun væru misskilin. Sonydiskarnir með afritunarvörninni leyfðu kaupandanum aðeins að afrita einu sinni tónlistina ókeypis yfir á tölvu - svo fremi hún væir ekki tengd Netinu.


 

ætlað að efla starfsemi félagsins í Suður-Ameríku


 

Stefnt á aukna hagræðingu í rekstri tölvukerfa


 

Opex ehf. hefur þróað og hafið sölu á vefposum sem er ætlað að vera hagkvæm nútímlalausn í netviðskiptum. Vefposarnir eru sagðir uppfylla alla ströngustu öryggisstaðla á netinu á hagstæðu verði. Þetta gerir litlum og meðalstórum fyrirtækjum kleyft að bjóða uppá enn betri þjónustu á netinu.Í tilkynningu frá félaginus egir að alltof algengt sé að lítil fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum að senda tölvupóst eða upplýsingar með ódulkóðuðum kreditkortanúmerum á netinu. Þessi aðferð mjög áhættusöm og ætti að tilheyra fortíðinni.


 

Tilraunir hljómplötuútgefenda til að stemma stigu við dreifingu stafrænna skráa á Netmiðlurum hafa mistekist, segir í frétt Digi í Noregi. Netumferð vegna niðurhals á tónlist vex hröðum skrefum og sífellt koma nýjungar fram til greiða fyrir þessa umferð. Í fréttinni er greint frá alþjóðlegri könnun CacheLogic á skráaskiptum á fyrri hluta þessa árs. Margt athyglisvert kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar, m.a. sýnir mæling í Evrópu að P2P umferðin (þar sem skráarskiptaforrit eru notuð) er tvöfalt meiri en almenn Netumferð hjá einstaka Netveitum að kvöldlagi, þegar Netumferðin er í hámarki.


 

Nýherji hefur lokið við uppsetningu á IP símkerfi frá Cisco Systems fyrir KB banka sem mun þjóna höfuðstöðvum fyrirtækisins við Borgartún 19 og útibúum þess, bæði hérlendis og erlendis. ,,Með því að tengja kerfið við útibú KB banka víðsvegar um heiminn næst mikill sparnaður og hagræðing þar sem hægt er að samnýta gagnaflutningssambönd fyrir tal og tölvugögn," segir Geir Sæmundsson, net- og símamálum KB banka. Nýherji setti jafnframt upp Netwise skiptiborðslausn fyrir símaþjónustuver bankans sem mun m.a. halda utan um fjölda símtala og kostnað vegna þeirra með hagkvæmari og skilvirkari hætti en áður, segir Geir.


 

sjónvarpsog afþreyingarkerfi fyrir hótel og sjúkrastofnanir


 

3. september 2004


 

1. október 2004


 

Í dag opnaði Apple verslun í Kaupmannahöfn en þetta mun vera fyrsta sérhæfða Apple verslunin í Danmörku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að áhuginn hafi verið þvílíkur fyrir opnuninni að yfir 100 manns voru í svefnpokum fyrir utan verslunina aðfaranótt föstudagsins. Þar segir ennfremur að lögreglan hafi líkt þessu við tónleika svo mikill var ágangurinn á fyrstu tímum opnunarinar. Apple verslunin í Kaupmanna höfn er í eigu Öflun ehf/ Apple IMC á Íslandi.


 

Í október og nóvember verður hraðinn á öllum ADSL tengingum viðskiptavina aukinn umtalsvert. Vinna við að auka hraðann á tengingum er hafin, en viðskiptavinir þurfa ekki að biðja sérstaklega um aukninguna. Viðskiptavinir sem hefja ADSL áskrift frá og með deginum í dag fá áskrift samkvæmt nýju vöruframboði.Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.