*

sunnudagur, 5. desember 2021

júní, 2004

 

Tæknival var eitt fimmtán íslenskra fyrirtækja tilnefnt til viðurkenningar umhverfisráðuneytis vegna framúrskarandi starfs að umhverfismálum. Umhverfisráðherra veitir árlega þessa viðurkenningu, Kuðunginn, fyrirtæki eða stofnun sem skarar fram úr á sviði umhverfismála. Að þessu sinni hlut fyrirtækið Hópbílar hf, viðurkenninguna.


 

Svar tækni ehf. kynnir um þessar mundir nýtt símabox


 

Íslandsbanki og Síminn semja um heildarþjónustu í rafrænum viðskiptum


 

Samkeppnisstofnun hefur tekið saman skýrar og aðgengilegar starfsreglur fyrir fyrirtæki sem veita þjónustu á netinu. Reglurnar eiga við um öll fyrirtæki, einstaklinga og félög sem veita þjónustu á netinu. Til dæmis þurfa fasteignasölur að hlíta þessum reglum ef hægt er að skoða þær fasteignir sem í boði eru á heimasíðum þeirra og sama á við um verslanir sem bjóða upp á einhverja nettegund þjónustu. Í þessu samhengi er einnig vert að minna á siðareglur um netviðskipti sem SVÞ kom á laggirnar.


 

Netviðskipti hafa tvöfaldast í Danmörku á síðustu árum og þar spáir sérfræðingur því að í framtíðinni verði hefðbundnar verslanir aðeins sýningargluggar fyrir vörur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins er veltan í dönskum Netviðskiptum rúmir 10 milljarðar íslenskra króna. Símafyrirtækin eru stórtæk á Netviðskiptum og talið er að fjórðungur allra ferðalaga sé tilkominn fyrir atbeina Netsins.


 

Aðstandendur vefsvæðisins femin.is hafa undirritað samning við Skýrr um hýsingu vefsvæðis síns. Að sögn Írisar Gunnarsdóttur hjá femin.is varð Skýrr fyrir valinu vegna samblands af hagstæðu verði og fyrsta flokks þjónustu. "Samningur femin.is við Skýrr hefur meðal annars í för með sér að vefsvæðið verður vottað af VeriSign, en það skiptir lykilmáli fyrir femin.is þar sem þar fara fram nokkuð umfangsmikil viðskipti. Einnig mun Skýrr hýsa gagnagrunn vefsvæðisins, segir Íris í fréttatilkynninu frá Skýrr.


 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tímabundið frestað gildistöku þeirrar ákvörðunar að krefjast þess að Microsoft að selji Windows stýrikerfið án hugbúnaðar fyrir hljóð- og myndir. Frestunin var ákveðin í gær skömmu áður en hún átti að taka gildi. Tímabundin frestun gefur dómara tækifæri til að meta beiðni Microsoft um langtímafrestun á refsiaðgerðum sem tengjast viðskiptaháttum fyrirtækisns en framkvæmdastjórnin samþykkti þær fyrr á árinu ásamt 497 milljóna evra sektargreiðslu.


 

Jean-Marie Messier, fyrrum stjórnarformaður risafjölmiðlasamsteypunnar Vivendi, var í dag hnepptur í gæsluvarðhald í tengslum við meint brot á lögum um verðbréfaviðskipti í Frakklandi. Handtaka Messier er mikið áfall fyrir franskt viðskiptalíf , ekki síst fyrir þær sakir að hann var eitt sinn tákn hins nútímavædda franska viðskiptajöfurs sem hafði það á forgangslista sínum að standa uppi í hárinu á bandarískum fjölmiðlasamsteypum.


 

Ríkiskaup fyrir hönd Akureyrarbæjar hafa auglýst eftir tilboðum í ný upplýsingakerfi bæjarins. Óskað er eftir tilboðum í fjárhagskerfi ásamt launa- og mannauðskerfi. Tilboð skulu einnig ná til vinnu við greiningu á hvernig boðnar lausnir falla að þörfum bæjarins, uppsetningu og innleiðingu kerfisins, kennslu auk hýsingar og reksturs kerfanna.


 

vírusinn lítur ekki út fyrir að vera í rénun


 

Netið er orðið svo ómissandi þáttur í lífi fólks að óhugsandi er að lifa án þess í heila viku, hvað þá lengri tíma. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Nielsens//NetRatings í Bandaríkjunum ætla sjö af hverjum tíu Netnotendum að taka með sér fartölvu eða annan Nettengdan búnað í næsta sumarleyfi. Margir hverjir taka slíkan búnað með sér vegna stafrænna myndavéla, eða ætla að senda tölvupóst í stað póstkorts, eins og segir í frétt Seattle Times.


 

Síðasta vika var þokkaleg samkvæmt vefmælingu Modernusar. 52 vefir bæta við sig notendum, þar af sumir verulega, en 32 tapa notendum. Mesta aukningu í notendafjölda fékk að þessu sinni fræðslu- og fréttavefur fyrir veiðimenn á öllum aldri veidimenn.is sem mældist með 482,3% aukningu en þó aðeins 3.185 notendur. Happdrættisvefurinn hhi.is var með sitt reglulega hástökk vegna úrdráttar í vikunni, aukning í flettingum milli vikna upp á 258%.


 

Vegna mikilla ruslpóstssendinga frá vírussmituðum vélum hefur hlaðist upp mikil biðröð af tölvupósti á póstþjóni Internetþjónustu Símans. Í frétt inni á heimasíðu Símans kemur fram að verið er að vinna úr þessari biðröð og hreinsa út ruslpóstinn og gæti það því tekið einhvern tíma fyrir skeyti að komast á leiðarenda.


 

Tölvufyrirtækið Skrín á Akureyri hefur undirritað samning við Náttúrufræðistofnun Íslands um heildarþjónustu á tölvusviði við setur stofnunarinnar á Akureyri og í Reykjavík. Um er að ræða einn af stærstu þjónustusamningum sem Skrín hefur gert. Skrín hefur þjónað setri Náttúrufræðistofnunar á Akureyri um þriggja ára skeið en nú bætist Reykjavíkursetur stofnunarinnar við og eru því útstöðvar í allt um 60 talsins. Um er að ræða kerfisleigu, gagnaflutning, internetþjónustu, keyrslu miðlægra gagnagrunna og á einstökum útstöðvum, afritunartöku gagna og fleira.


 

Tölfræðisvið Seðlabanka Íslands hefur birt upplýsingar um útflutning hugbúnaðar fyrir árið 2003. Útflutningurinn nam 3.732 milljónum króna og jókst um rúmar 324 milljónir króna á föstu gengi frá fyrra ári eða um 9,5%. 95 fyrirtæki svöruðu könnun Seðlabankans um að hafa tekjur af útflutningi hugbúnaðar eða tölvuþjónustu á síðasta ári.


 

Tölvuglæpum fækkar milli ára og sú ánægjulega þróun hefur haldist samfleytt í fjögur ár, eða allt frá árinu 2001, að því er fram kemur í könnun bandaríska fyrirtækisins Computer Security Institute, CSI. Þetta er í níunda sinn sem fyrirtækið slær máli á umfang tölvuglæpa. Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum 494 fyrirtækja sem svöruðu könnun CSI nam heildarkostnaður vegna tölvuglæpa á síðasta ári 141 milljarði dala.


 

Cisco Systems Inc., stærsti framleiðandi í heimi á tækjum sem stjórna Internetumferð, hefur lýst því yfir að fyrirtækið muni innleiða Trend Micro Inc. tækni til að útiloka vírusa og orma frá hugbúnaði sínum. Þetta gera þeir í þeim tilgangi að gera netkerfi fyrirtækja öruggari.


 

Lén hafa ekki í annan tíma verið eftirsóttari, segir í frétt BBC. Þar kemur fram að fleiri lén hafi verið seld á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á þeim tíma þegar "netbólan" svokallaða var í sem mestum blóma. Talsmenn fyrirtækisins Verisign, sem skráir lén, segja að skýringu á vinsældum léna megi rekja til fjölgunar rótarléna og eins sé nú völ á lénum með stöfum úr rússneska, arabíska og kínverska stafrófinu.


 

Þreyttur á samstarfsmönnum sem eru sífellt að skoða tölvupóstinn sinn í miðju samtali eða svara farsímanum á fundum? Samkvæmt nýrri könnun háskólans í Surrey á Englandi er þetta dæmi um aukna og óþarfa streituvalda á vinnustöðum, ekki búnaðurinn sjálfur, heldur hvernig hann er notaður segir í frétt á heimasíðu Tæknivals.


 

mæling Modernusar sýnir minni netnotkun


 

Talið er að Microsoft taki formlega ákvörðun um það í vikunni að áfrýja úrskurði Evrópusambandsins frá því í mars þar sem bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið var dæmt til þungra sektargreiðslna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru einnig afar ósátt við ESB úrskurðinn og Hewitt Pate, aðstoðardómsmálaráðherra, segir í frétt Financial Times í dag að úrkurðurinn frá Brussel sé enn róttækari en tilraun ríkisstjórnar Clintons á sínum tíma að kljúfa Microsoft í tvennt.


 

Seinni part júní mun Intel senda frá sér Intel 915 Express og Intel 925 Express kubbasettin auk níu nýrra Pentium 4 og Celeron örgjörva. Meðal þess sem kynnt verður er nýr Pentium 4 560 örgjörvi með klukkutíðni upp á 3,6GHz. Kubbasettin, sem líkja má við taugakerfi líkamans, sjá um flutning gagna í tölvunni og hafa mikið að segja um hversu hraðvirkar þær geta verið. Gert er ráð fyrir að PC vélar sem nýta nýja kubbasettin og örgjörvana líti dagsins ljós 19. júní í Bandaríkjunum.


 

Ingvar Helgason hf hefur undirritað samninga við Skýrr hf um víðtæka heildarlausn og fjölbreytta þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samningarnir fela í megindráttum í sér að Skýrr veitir I. Helgasyni kerfisleigu (ASP), alhliða Internetþjónustu með hýsingu á níu vefsvæðum, ásamt tölvurekstrarþjónustu og nauðsynlegum Microsoft-leyfum.


 

Norski vafrinn Opera er að mati tímaritsins PC World besti vafrinn sem völ er á. Tímaritið, útbreiddasta tæknitímarit heims, birtir árlega lista yfir besta tæknibúnaðinn en þetta er í 22. sinn sem slíkir listar eru birtir. Að þessu sinni fer Opera með sigur af hólmi í flokki vafra en að mati tímaritsins slær Opera 7.23 út keppinautana, m.a. langútbreiddasta vafrann, Microsoft Explorer.


 

Ólafur Teitur Guðnason


 

daglegur rekstur í öruggri umsjá fagmanna


 

Með tveimur reglugerðum, annarri frá 2002 og hinni frá 28. apríl sl., hefur framkvæmdastjórn ESB framfylgt ákvörðun ráðherraráðsins um sameiginlega ESB vefslóð, ?punktur EU". Gert er ráð fyrir að einstaklingar, samtök og fyrirtæki geti sótt um og fengið veffang á innri markaðinum. Afgreiðsla leyfa verður í höndum stofnanna eða fyrirtækja innan hvers aðildarríkis en val á þeim stendur yfir. Samkvæmt reglugerðunum munu þær gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu þannig að íslenskum aðilum gefst færi á vef- og póstfangi með .eu, kjósi þeir svo.


 

Gengið hefur verið frá kaupum Skífunnar á nýju IP símkerfi frá Tæknivali. Um er að ræða IP Call Manager símkerfi frá Cisco Systems. Að sögn Sigurðar Gunnars Gissuarsonar viðskiptastjóra hjá Tæknivali er símkerfi reyndar hugtak sem nær engan veginn yfir þennan búnað því IP Call Manger sameinar síma- og tölvukerfi í eitt heildstætt netkerfi með IP (Internet Protocol) samskiptastaðlinum. "Innleiðingu slíkra kerfa fylgir mikil hagræðing og sparnaður fyrir fyrirtæki eins og Skífuna sem gerir miklar kröfur til upplýsingakerfa," segir Sigurður Gunnar. Hann bendir á að rekstrakostnaður minnki til muna samhliða auknum, fjölbeyttari og mun betri möguleikum til samskipta.


 

Skýrr hf og Fasteignamat ríkisins (FMR) hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf um miðlun Skýrr á upplýsingum um veðbönd fasteigna frá þinglýsingum allra sýslumannsembætta á landinu.Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.