*

laugardagur, 16. október 2021

ágúst, 2004

 

Talsmenn Microsoft hafa staðhæft að næsta útgáfa af Windows stýrikerfinu komi út árið 2006. Þetta stærsta hugbúnaðarhús heimsins hefur ekki fyrr sett tímamörk á metnaðarfulla uppfærslu sína á Windows stýrikerfinu en nýja útgáfan gengur sem kunnugt er undir heitinu Longhorn. Síðasta Windows stýrikerfið, XP, kom á markað 2001. Bill Gates stjórnarformaður Microsoft segir að með nýja stýrikerfinu verði þrennt betrumbætt, vinnslugetan, öryggismálin og áreiðanleikinn.


 

27. ágúst 2004


 

Norræna ráðherranefndin um upplýsingatækni hélt árlegan fund sinn að hótel Nordica í dag. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, sat fundinn fyrir Íslands hönd, en hann fer með formennsku í ráðherranefndinni á formennskuári Íslands.


 

Microsoft hefur hætt þátttöku í starfshópi Sameinuðu þjóðanna sem starfað hefur undanfarin ár með það markmið að staðla viðskiptahugbúnað. Fyrirtækið skýrir brotthvarf fulltrúa þess í nefndinni með "viðskiptalegum ástæðum." Hermt er að löngum hafi verið ágreiningur innan hópsins og fulltrúar Microsoft hafa verið andvígir hugmyndum um notkun opins hugbúnaðar. Ákvörðun fyrirtækisins um að draga fulltrúa sína út úr nefndinni mun hins vegar tilkomin af öðrum ástæðum, einna helst málum sem lúta að höfundarrétti við þróun hugbúnaðarins.


 

Hugbúnaðarfyrirtækið Maritech ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda hf., fékk þann 19. ágúst sl. gullvottun frá Microsoft Corporation sem "Microsoft Gold Certified Partner". Maritech er eina íslenska fyrirtækið sem fengið hefur þessa vottun fyrir Microsoft Business Solutions og er veitt fyrirtækinu vegna framúrskarandi árangurs við sölu, þjónustu, ráðgjöf og þróun lausna á Microsoft-Navision. Einungis mjög öflug og traust fyrirtæki á heimsmælikvarða eru þess megnug að fá gullvottun Microsoft Corporation.


 

Innflutningsfyrirtækið Karl K. Karlsson hefur skrifað undir samning um kaup á innkaupa og birgðastýringarkerfinu AGR Innkaup. AGR Innkaup tengist Axapta kerfi fyrirtækisins og nýtir gögn þaðan til að gera söluspár og reikna út innkaupamagn sem hagvæmast er að hverju sinni.


 

Bandarískur dómstóll hefur kveðið upp tímamótaúrskurð og staðfest lögmæti Netmiðlunarbúnaðarins Morheus sem notaður er til að skiptast á stafrænum skrám. Slík skráaskipti hafa lengi verið þyrnir í augum tónlistar- og kvikmyndaútgefenda en 28 slík fyrirtæki stóðu að lögsókninni sem byggði á þeirri meginröksemd að höfundar búnaðarins bæru ábyrgð á því að almenningur notaði hugbúnaðinn til að brjóta höfundarréttarlög.


 

Á sama tíma og reynt er að hemja flóð ruslpósts eykst útbreiðsla nýs afbrigðis óumbeðinna auglýsinga í tölvum. Þar er reyndar ekki um tölvupóst að ræða heldur skyndiskilaboð, "instant messaging" (IM). Þetta nýja áreiti kallast "spim" að sögn BBC en sem kunnugt er hafa vinsældir þessa samskiptamáta aukist stórlega á skömmum tíma. Talið er að á síðasta ári hafi 582 milljarðar slíkra skeyta verið sendar og 400 milljónir "spim" auglýsinga.


 

Hagnaður bandaríska tölvufyrirtækisins Dell jókst um 29% á öðrum ársfjórðungi (maí ? júlí) miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn fellst aðallega í aukinni sölu á netþjónum og prenturum auk þess sem hagnaður hefur aukist á erlendum mörkuðum. Hagnaðurinn nam 799 milljónum dala á tímabilinu en var 631 í fyrra. Tekjur jukust úr 9,78 milljörðum dala í fyrra í 11,71 milljarð í ár.


 

Hljóð- og mynddeild EJS hefur tekið miklum breytingum undanfarnar vikur. Ráðnir hafa verið sérfræðingar með mikla reynslu í tæknimálum tengdum ráðstefnuhaldi, sýningum, tónleikum og hvers konar kynningum. Markmið EJS með þessari eflingu á hljóð- og mynddeildinni er að geta mætt enn frekari kröfum viðskiptavina sinna um heildarlausnir á sviði samskipta.


 

Apple hefur innkallað 28 þúsund PowerBook fartölvurafhlöður eftir að í ljós kom að þær geta ofhitnað og hugsanlega valdið eldsvoða. Samkvæmt frétt PC Pro hefur Apple fyrirtækið fengið fjórar tilkynningar um ofhitnun rafhlaðnanna en enginn hefur þó slasast af völdum gallans.


 

Nú er svo komið að háhraðatengingar við Netið er að finna á meirihluta bandarískra heimila en Netnotendum fjölgar lítið. Þetta er niðurstöður rannsóknar NetRatings og þær eru í samræmi við könnun Hagstofu Íslands hér heima í vor. Vestra eru 63 milljónir Netnotenda komnar með háhraðatengingar en rúmlega 61 milljón býr enn við upphringisamband.


 

20. ágúst 2004


 

Dagskrá menningarnætur í Reykvík verður fjölbreytt í ár að vanda. Þeir sem vilja kynna sér dagskrána geta nú nýtt sér þá nýjung að skoða dagskrárliði á gagnvirku korti - www.menningarnott.is - þar sem hver og einn getur valið þá viðburði sem hann kýs og sett á kortið.


 

Frír upplýsingavefur um öryggi tölva- og netkerfa opnaði fyrir skömmu síðan undir heitinu Öruggt.net. Er vefurinn fyrst og fremst hugsaður fyrir einstaklinga, heimili og smærri fyrirtæki sem vilja getað nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að gera samskipti sín gegnum internetið öruggari. Boðið er uppá frían hugbúnað eins og t.d. vírusvarnir, hreinsiforrit vegna tölvuorma ásamt leiðbeiningum um hvernig hreinsa má út hinar og þessar óværur er hrjá tölvunotendur dag frá degi.


 

Breskur skólastjóri er að kanna leiðir til að nota PlayStation leikjatölvuna sem kennslutæki fyrir unglinga í skóla í Northhumberland þar sem nánast allir ungingar eiga leikjatölvu. Í Netútgáfu BBC segir að skólastjórinn hafi meðal annars rætt við framleiðendur tölvunnar, Sony, og kennslusérfræðinga í háskólanum í Liverpool um þessar hugmyndir. Hann væntir þess að unnt verði að framleiða efni til að örva námsáhuga unglinganna. Fram kemur í fréttinni að nýr leikur, Astroversity, verður tilraunaverkefni í september.


 

hHvatt til varúðar við uppfærslu


 
Hitt og þetta
13. ágúst 2004

Ógnarstjórn

13. ágúst 2004


 

Síminn hefur ákveðið að fella niður stofngjöld á heimilissíma og ISDN tengingum frá 16. ágúst ? 6. september. Með tilboðinu er komið til móts við ungt fólk sem er að flytja að heiman og eru að stofna heimilissíma í fyrsta skipti. Heimilissíminn er einföld lausn fyrir þá sem velja hagkvæma símaþjónustu.


 

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia ætlar að breyta farsímanum í MP3 spilara og taka beinan þátt í samkeppni um niðurhal á tónlist af Netinu. Stjórnendur Nokia hafa nýlega gert samning við bandaríska fyrirtækið Loudeye, samkvæmt frétt BusinessWeek. Loudey sérhæfir sig í lausnum fyrir tónlistarunnendur sem vilja sækja tónlist þráðlaus hvar og hvenær sem er. Ætlunin er í samstarfi við Bandaríkjamennina að þróa tækni sem gerir farsímanotnendum kleift að hlaða niður tónlist af Netinu á viðráðanlegum hraða og á viðráðanlegu verði.


 

Enn eitt afbrigðið af tölvuveirunni Bagle skaut upp kollinum í gær og veldur meiri höfuðverk en forverarnir, að sögn MSNBC fréttastöðvarinnar. Ástæðan er sú að höfundar tölvuveira nýta sér núorðið ruslpóstinn til að gefa veirum sprengikraft í byrjun. Þannig er talið að hundruð þúsunda eintaka af orminum, Bagle.al, hafi verið send viðtakendum í fyrstu árásinni í gær en heiti tölvupóstsins er ýmist "price" eða "new price".


 

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech, dótturfélag TölvuMynda hf., vann nýlega til verðlauna (Distribution Excellence Award) fyrir framúrskarandi lausn sem þróuð var fyrir Microsoft Business Solutions (MBS). Verðlaunin voru veitt á heimsráðstefnu Microsoft 2004, stærsta árlega viðburði sem fram fer á vegum Microsoft. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki fær á heimsráðstefnu Microsoft en þau voru veitt í flokki sérlausna fyrir Microsoft Business Solutions.


 

Raftækjaframleiðandinn LG Electronics frá Suður-Kóreu hefur framleitttæki sem leysir vanda sem margir glíma við: að yfirfæra efni afmyndbandsspólum með stafrænum hætti yfir á DVD-geisladiska. Nýja tækiðer með samhæft DVD upptökutæki og myndbandstæki þannig að leikur einn er að flytja gamlar sumarleyfismyndir af myndbandi yfir á DVD spilara, að því segir í frétt frá Tæknivali.


 

4. ágúst 2004


 

Raftækjaframleiðandinn LG Electronics frá Suður-Kóreu hefur framleitt tæki sem leysir vanda sem margir glíma við: að yfirfæra efni af myndbandsspólum með stafrænum hætti yfir á DVD-geisladiska. Nýja tækið er með samhæft DVD upptökutæki og myndbandstæki þannig að leikur einn er að flytja gamlar sumarleyfismyndir af myndbandi yfir á DVD spilara.


 

Talið er að tölvunotendur í heiminum verði innan fárra ára einn milljarður talsins. Samkvæmt tölum greiningafyrirtækja er líklegt að þeirri tölu verði náð áður en árið 2010 rennur upp en tölvunotendur eru nú á bilinu 660-670 milljónir talsins, eða um 11% jarðarbúa. Flestir nýir tölvunotendur á næstu árum koma frá Rússlandi, Kína og Indlandi.


 

Álagningarseðlarnir birtust á Netinu sama daginn og þeir voru póstlagðir til skattgreiðenda. Fjölmargir notendur hafa greinilega ekki haft þolinmæði til að bíða eftir seðlinum inn um lúguna því vefur Ríkisskattstjóra, rsk.is þæplega þrefaldaði notendafjöldann milli vika og endaði í 32.432 vikulegum notendum. Það gerir 277,5% aukningu samkvæmt vefmælingu Modernusar


 

Skýrr hefur opnað starfsstöð á Akureyri til að þjóna viðskiptavinum fyrirtækisins á Norðurlandi með áherslu á Oracle-viðskiptalausnir. Árný Elfa Helgadóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri Viðskiptalausna Skýrr á Akureyri, en hún hefur um árabil starfað hjá Skýrr í Reykjavík. Starfsstöð Skýrr á Akureyri er staðsett í húsnæði Skríns ehf., en Skýrr er einn af eigendum þess fyrirtækis og er í nánu samstarfi við það.Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.