*

laugardagur, 23. október 2021

janúar, 2005

 

Væntanleg útgáfa norska Operu vafrans, 8.0, hefur þá eiginleika að geta lesið upphátt tiltekinn texta og einnig tekið við munnlegum fyrirskipunum tölvunotandans. Vafrinn er væntanlegur í lok febrúar. Fram kemur í frétt Politiken að nýi vafrinn sé ekki samhæfður raddforritum sem blindir eru vanir að nota en geti reynst sjóndöprum vel, svo og lesblindum og börnum sem ekki eru læs.


 

Lánstraust hf., dótturfélag Creditinfo Group, hefur tekið í notkun nýtt upplýsingakerfi sem ber nafnið Greiðsluhegðunarkerfi. Upplýsingum kerfisins er ætlað að auðvelda viðskiptavinum Lánstrausts að taka ákvarðanir um láns- og reikningsviðskipti. Upplýsingar sem þessar hafa ekki fyrr verið aðgengilegar almennum fyrirtækum hér á landi og því eru þær væntanlega til þess fallnar að auka gæði útlánaákvarðana þeirra sem upplýsingarnar nota segir í tilkynningu félagsins.


 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt blessun sína yfir félagið OnAir sem hefur það markmið að gefa flugfarþegum kost á því að nota Netið, hringja úr farsímum, senda SMS og tölvupóst í flugi með eigin farsímum, fartölvum eða lófatölvum. Fyrirtækið, sem er í eigu Airbus og SITA (félagi sérfræðinga í upplýsingatækni og fjarskiptum) gengur út frá því að farþegarnir fái enga sérreikninga heldur komi reikningurinn fyrir þjónustuna frá því farsímafyrirtæki sem viðkomandi skiptir við.


 

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi 24. janúar sl. að greiða rúmar 10 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2004. Þetta er fjórða árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags. Endurskoðaður ársreikningur KSÍ liggur ekki fyrir, en ljóst er að rekstur sambandsins gekk vel á síðasta starfsári.


 

Fimm þúsund fartölvur hafa verið skildar eftir í leigubílum í London á síðustu sex mánuðum. Á sama tíma hafa leigubílstjórar fundið 60 þúsund yfirgefna farsíma í bílunum og tæplega sex þúsund lófatölvur. "Sú var tíðin að maður óttaðist helst að gleyma hatti í leigubíl en í dag eru það einkum og sér í lagi farsíminn sem gleymist," segir í frétt Politiken.


 

Stjórnendur Google áforma að hagnýta sér tæknina að baki vinsældum leitarvélarinnar til að finna sjónvarpsefni fyrir Netnotendur. Þessi nýja "video" leit verður rekin óháð leitarvélinni á Netinu en unnt verður að finna ýmiss konar sjónvarpsefni sem þegar hefur verið sent út. Google hefur samið við margar stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna í þessu skyni, m.a. ABC, PBS, Fox News og C-SPAN.


 

Gunnar Ás Vilhjálmsson, augnlæknir hjá Sjónvernd ? þjónustumiðstöð á sviði augnlækninga, hefur undirritað samning við Skýrr hf. um innleiðingu á upplýsingakerfinu Diana. Búnaðurinn hefur verið aðlagaður að sértækum þörfum augnlækna og er Gunnar Ás fyrstur þeirra til að taka kerfið í notkun.


 

Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að una dómi Evrópubandalagsins yfir fyrirtækinu og greiða sektargreiðslu upp á 400 milljónir íslenskra króna. Microsoft hefur þar með gefist upp á því að reyna frekar að komast undan sektinni sem ESB dómstólinn úrskurðaði um á síðasta ári. Hins vegar heldur Microsoft til streitu áfrýjunarkröfu í málinu í heild en sá málarekstur er talinn geta tekið allt að fimm ár.


 

Fyrirtækið Google hefur umbylti Netinu og nú hafa stjórnendur fyrirtækisins í hyggju að endurtaka leikinn með símann. Bandaríska fyrirtækið hefur á prjónunum að sögn LundúnablaðsinsThe Timesað bjóða ókeypis símaþjónustu sem tengir fólk saman gegnum heimilistölvurnar og háhraðatengingar á Netinu. Tæknin hefur verið fyrir hendi um hríð, segir í blaðinu, en stóru símafyrirtækin hafa farið hægt í sakirnar.


 

Sala á netþjónum og afritunarlausnum hjá Nýherja hélt áfram að styrkjast frá fyrri ársfjórðungum. Byggir það meðal annars á tækniforskoti sem IBM hefur í sölu á Intel Blade netþjónum til viðbótar við sterka stöðu IBM í stærri og öflugri netþjónum segir í tilkynningu félagsins. Sala á fartölvum jókst einnig en í lok ársins var gerður samningur við Icelandair hf. um sölu á ríflega 300 fartölvum fyrir flugstjóra og flugmenn félagsins, sem verða afhentar á yfirstandandi ári.


 

Nýherji gerði á síðasta ársfjórðungi nokkra nýja samninga um SAP hugbúnaðarlausnir eins og kemur fram í ársuppgjöri Nýherja. Undirritaður var samningur við KB banka hf. um kaup bankans á hugbúnaðarlausnum fyrir samstæðureikningsskil og fleiri fjárhagskerfi, og kemur sá samningur til viðbótar samningi frá í júní um uppsetningu á SAP bankalausnum. Þá var undirritaður samningur við Actavis hf. um að SAP verði megin viðskiptakerfi Actavis Group hf. og um SAP hugbúnaðarleyfi fyrir dótturfyrirtæki Actavis hf í Serbíu.


 

Á árinu hefur sala á prentvélum og öðrum búnaði frá Heidelberg verið góð, og var verulegur hluti þeirrar vöru afhentur í fjórða ársfjórðungi segir í tilkynningu f+élagsins vegna ársuppgjörs þess. Sala á hljóð og myndlausnum fer stöðugt vaxandi. Sérhæfður hljóð- og myndbúnaðar var m.a. settur upp hjá Icelandic Spa & Fitness, Verslunarskóla Íslands auk margra annarra aðila. Sala á stafrænum upptöku- og sýningarbúnaði fyrir ljósvakaiðnaðinn var umtalsverð en Nýherji gerði m.a. samning við Stöð 2 og SkjáEinn í ársfjórðungnum.


 

Á síðasta ári fjölgaði Netnotendum mikið í fjölmennasta ríki veraldar eða um fimmtung. Þeir eru nú 94 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum stjórnvöldum er þó mikill kynjamunur á Netnotkun í landinu, aðeins 35% Netnotenda eru konur. Þá kemur fram að rúmlega helmingur kínverska Netnotenda er undir 25 ára aldri.


 

Orange, stærsta farsímafyrurtæki Breta, hyggst flytja um það bil 1500 störf til Indlands. Þetta er um það bil 12% af starfsmönnum félagsins í Bretlandi. Kröfur móðurfyrirtækisins France Telecom ýta á eftir þessum breytingum en félagið hefur gert kröfur um aukna hagræðingu hjá Orange.


 

845 þúsund Danir fengu nýja PC tölvu á síðasta ári en árið 2004 var metár í sölu á bæði fartölvum og borðtölvum í Danmörku. Þetta kemur fram í tölum IDC sem Netmiðillinn ComOn greinir frá. Söluaukningin miðað við árið 2003 nemur 20%. Á árinu var söluaukningin langmest í fartölvum, 38%, en alls seldust 462 þúsund fartölvum í Danmörku. Vöxturinn í borðtölvum var hins vegar aðeins 9% milli ára.


 

Í meirihluta fyrirtækja í Bretlandi eru ekki reglur um notkun skyndiskilaboða eða Instant Messaging en vinsældir slíkra rauntíma samskipta hafa aukist gífurlega á síðustu árum. Sérfræðingar telja að fyrirtæki skapi sér ýmiss konar áhættu með því að skirrast við að setja reglur um notkun starfsmanna á skyndiskilaboðum, bæði út frá lagalegum sjónarmiðum og öryggisþáttum. Könnun meðal 300 fyrirtækja sýnir að 60% hafa engar mælingar um notkun starfsmanna á skyndiskilaboðum og 38% hafa enga stefnu um notkunina.


 

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að stofnaður verði sjóður sem standi undir uppbyggingu íþróttamannvirkja á næstu árum.  Gert verði ráð fyrir byggingu fjölnota íþróttahúss, framkvæmdasamningi við Golfklúbbinn Leyni og framkvæmdum vegna sundlaugarmála á Jaðarsbökkum.  Kostnaður við þessar framkvæmdir verði vistaðar undir sjóðnum og að gert verði ráð fyrir framlögum úr aðalsjóði til að standa undir kostnaði við þau verkefni sem farið verður í.  Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt að skipa fjögurra manna starfshóp sem geri tillögu að framtíðarskipulagi laugasvæðisins á Jaðarsbökkum sem hafi að leiðarljósi skýrslu starfshóp um framkvæmdir í íþróttamálum sem bæjarstjórn samþykkti þann 15. júní 2004.


 

Stjórnendur útvarpsstöðva eru að kanna tækni og viðskiptalíkön sem gætu gert hlustendum kleift að kaupa lög sem þeir hrífast af í útvarpinu. Í Reutersfrétt kemur fram að útvarpssamteypan Clear Channel Communications, tæknifyrirtæki og gervihnattafyrirtæki ætli í samstarfi að hleypa af stökkunum slíkri þjónustu á næstu 18 til 24 mánuðum.


 

ráðstefna um upplýsingatækni


 

Margir kaupsýslumenn sem fá flesta viðskiptavini sína gegnum uppboðsvefinn eBay hafa látið í ljós reiði vegna yfirvofandi hækkunar á þóknun sem seljendum er gert að greiða. Stjórnendur eBay hafa tilkynnt að frá og með 18. febrúar hækki mánaðargjaldið um 60%. Hækkunin nær til þeirra kaupsýslumanna sem reka afmörkuð verslunarsvæði á uppboðsvefnum, svokallaðar "Basic eBay Stores" segir í frétt á heimasíðu Tæknivals.


 

Íslendingar eru í 14. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna í mati á þróun rafrænnar stjórnsýslu samkvæmt árlegri E-government Readiness skýrslu og hækka um eitt sæti á listanum frá fyrra ári. Engu að síður er hinar norrænu þjóðirnar okkur fremri á þessu sviði, Danir í 2. sæti á eftir Bandaríkjamönnum, Svíar í 4. sæti, Finnar í 9. sæti og Norðmenn í því tíunda.


 

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple Computer skilaði uppgjöri eftir lokun markaða í gær en afkoma félagsins var langt umfram væntingar markaðsaðila. Tekjur Apple námu 3,5 mö.USD á fjórðungnum og jukust um 75% á milli ára. Hagnaður félagsins var 295 m.USD eða 70 sent á hlut en til samanburðar var hagnaður félagsins 17 sent á hlut á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Apple rúmlega fjórfaldast því á milli ára en þessi mikla hagnaðaraukning á milli ára skýrist að miklu leyti af mikilli sölu á stafræna spilaranum iPod en félagið seldi um 4,6 milljónir spilara á fjórðungnum.


 

Íþróttasjóður starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerðnr. 188/1999 og reglugerð nr. 388/2001 um breyting á þeirri reglugerð.Íþróttasjóður veitir framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miðaað því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.Íþróttarannsókna.Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.


 

Yahoo hefur gefið út tilraunaútgáfu af skjáborðsleitarvél líkt og mörg önnur fyrirtæki í leitarþjónustu sem hafa þróað á síðustu mánuðum leitarvélar sem ná til skráa á viðkomandi tölvu auk töluvpósts. Yahoo er þar með orðinn fullgildur þátttakandi í baráttu sem virðist ætla að verða hörð á nýju samkeppnissviði leitarvéla. Áður hafa Google, Ask Jeeves og Microsoft gefið út tilraunaútgáfur slíkra leitarvéla.


 

Börn ættu aðeins að nota farsíma í mikilvæg símtöl þangað til efasemdum um hugsanlegt heilsutjón hefur verið eytt. Þetta er skilaboð frá sérfræðingi á bresku heilsuverndarstöðinni (Health Protection Agency) en á morgun verða birtar nýjar ráðleggingar um farsímanotkun, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla.


 

Börn sem nota Netið verða ekki sljó, slöpp og andfélagsleg segir í frétt á heimasíðu Tæknivals. Þvert á móti eykur Netið gáfur þeirra segir í fréttinni. Þetta er niðurstaða viðamikillar bandarískrar rannsóknar sem gerð var í Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Rannsóknin fólst í því að 140 börn foreldra með lágar tekjur fengu tölvubúnað og tæknilegan stuðning í eitt ár. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að börn sem notuðu Netið mikið fengu hærri einkunnir í skólanum og stóðu sig betur á samræmdum prófum en börn sem notuðu Netið minna.


 

VISA Ísland hefur samið við Skýrr hf. um kaup og innleiðingu á viðskiptagreindarbúnaði frá Business Objects, ásamt ráðgjöf við uppbyggingu vöruhúss gagna. Samningurinn lýtur að almennri skýrslugerð með Business Objects og greiningu upplýsinga úr upplýsingakerfum og vöruhúsum gagna, ásamt samhæfingu upplýsinga milli kerfa.


 

Nýlega var skrifað undir samning um gerð vefseturs um umhverfismál sem ætlað verður börnum og unglingum. Það voru Ríkiskaup fyrir hönd Námsgagnastofnunar og Umhverfsisstofnunar sem buðu verkið út en samið var við fyrirtækið Næst ehf um verkið. Samkvæmt samningi á vefurinn að innhalda fræðsluefni fyrir börn og unglinga og á framsetning að vera grípandi og spennandi. Fléttað verður saman fræðslu og leik og til að höfða til ólíkra aldurshópa er stefnt að því að allt efnið verði unnið með mismunandi þroskastig barna í huga.


 

Samtök hugbúnaðarframleiðenda hafa farið þess á leit við bandaríska þingið að það auðveldi þeim að ná til fólks sem með ólögmætum hætti afritar hugbúnað yfir Netið. Með þessu taka hugbúnaðarframleiðendur undir kröfur samtaka í skemmtanaiðnaðinum að herða reglur um vernd höfundarréttar. Að mati BSA (Business Software Alliance) ætti Netveitum á borð við American Online að vera skylt að veita upplýsingar um nöfn viðskiptavina sem dreifa höfundarréttarvörðum hugbúnaði yfir netkerfi eins og Kazaa, sem nota svokallaða P2P (peer-to-peer) tækni.


 

Hún minnir einna helst á ofvaxna stafræna myndavél segir í fréttNewsdayum senuþjófinn á raftækjasýningunni Consumer Electronic Show í Las Vegas. Nýja lófaleikjatölvan frá Sony, PlayStation Portable eða PSP, er þessi senuþjófur en tölvan var afhjúpuð í gær og vakti gífurlega athygli. Talið er að PSP eigi eftir að valda ákveðnum straumhvörfum í afþreyingu fólks en tölvan gerir margt fleira en að spila tölvuleiki, hún spilar líka tónlist og kvikmyndir, er með hágæða LCD skjá, USB tengi og þráðlausa tengingu svo eitthvað sé talið.


 

Franska knattspyrnutímaritiðFrance Footballhefur útnefnt Thierry Henry hjá Arsenal, besta franska knattspyrnumanninn árið 2004. Henry varð einnig fyrir valinu í fyrra og árið 2000. Henry sem er 27 ára gamall hefur farið á kostum með Arsenal síðustu árin en ekki notið náð fyrir augum alþjóðlegra valnefnda. Líklega kemst hann ekki á lista þar fyrr en hann leikur með liðum á Ítalíu eða Spáni!


 

Nú eru liðnir 500 dagar frá því að Roman Abramovich var kynntur til sögunnar sem nýr eigandi Chelsea. "Maðurinn sem birtist úr engu," var lýsingWorld Soccerá honum í ágúst 2003. Fljótlega varð ljóst að Abramovich er enginn meðalmaður hvað eigendur fótboltafélaga varðar og að Chelsea yrði ekkert venjulegt leikfang milljónamærings segir í grein inni á heimasíðu Chelsea klúbbsins á Íslandi vegna þessara tímamóta. Á þeim 16 mánuðum sem liðnir eru síðan hann keypti Chelsea frá Ken Bates hefur hann eytt yfir 400 milljónum punda. Enginn, nokkurs staðar, nokkurn tíma, hefur eytt svona miklum fjárhæðum á svona stuttum tíma í knattspyrnufélag. Innkaupalisti Abramovich hefur endurlífgað leikmannamarkað sem var komin að hruni og setti Chelsea strax á stall sem stórveldi í enska og evrópska boltanum.


 

Enska slúðurblaðiðNews of the Worldbirti nú fyrir jólin lista yfir tekjuhæstu leikmenninna í enska boltanum og eru leikmenn á borð við Frank Lampard, Patrick Viera og Sol Campbell tekjuhæstir. Þeir eru með 99.000 pund á viku eða sem svarar 12,1 milljón króna. Íslensku leikmennirnir Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, eru hvorugir á listanum yfir þá tíu tekjuhæstu þó báðir séu með vel á annað hundrað milljónir í laun á ári.


 

Vakið hefur athygli að Ísland (Iceland) er 69. vinsælasta leitarorð Breta á Netinu og samkvæmt fréttum, bæði á Mbl.is og vef Ferðamálaráðs, er gengið að því gefnu að í öllum tilvikum sé um að ræða okkar ísakalda land. Í frétt á heimasíðu Tæknivals er vakin athygli á því að það geti verið önnur skýring á þessu. Þar er bent á að vert sé að geta þess að ein stærsta og vinsælasta matvælakeðja Breta heitir Iceland og sé flett upp í Google leitarvélinni kemur íslenski vefurinn iceland.org fyrst upp og síðan vefsíða bresku Iceland-verslunarinnar.


 

Breska blaðið Daily Mirror birti á dögunum lista yfir 100 vinsælustu orðin eða leitarstrengina sem Bretar leituðu eftir á Netinu á nýliðnu ári. Þar er Ísland (Iceland) í 69. sæti og aðeins fimm lönd eru ofar á listanum. Sem fyrr segir er listinn byggður á niðurstöðum af leitarvélum og gefur hugmynd um hvað það er sem Bretar hafa verið að afla sér upplýsinga um á Netinu.


 

Tuttugu og sex fyrirtæki í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum hafa ákveðið að vinna sameiginlega að nýjum staðli fyrir næstu kynslóð farsíma, sem sumir kalla fjórðu kynslóð farsíma. Nýja tæknin kallast Super 3G en með henni á að vera unnt að senda hágæða kvikmyndaefni "því sem næst tafarlaust" á milli farsíma. Talið er að þessi tækni verði komin á markað árið 2009.


 

Sala á DVD spilurum kemur til með að staðna á þessu ári að mati fyrirtækisins EES Technology sem framleiðir ýmsa hluti í spilarana. Mörg teikn eru á lofti um að markaðurinn sé að mettast, t.d. eiga flestir í iðnríkjunum þegar DVD spilara og margir eiga tvo eða þrjá. Þessu til viðbótar eru þeir sem keypt hafa PC tölvu á síðustu árum með innbyggðan DVD spilara í tölvunni. Einnig er bent á að verð á spilurum og brennurum hafi stórlækkað og ... salan þegar farin að dvína.


 

Fyrir skömmu úrskurðaði dómstóll í Munchen að tölvuframleiðandinn Fujitsu Siemens yrði að greiða stefgjöld til samtakanna VG Wort fyrir hverja selda tölvu, tólf evrur eða um eitt þúsund krónur íslenskar. Rökstuðningurinn fyrir nýju gjaldheimtunni er sá að unnt sé að nota tölvur til að afrita skrár sem eru lögum samkvæmt varðar höfundarrétti.Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.