*

sunnudagur, 5. desember 2021

febrúar, 2005

 

Það kannast eflaust flestir íþróttaáhugamenn við vefinn Sport.is sem hefur frá árinu 2001 birt allt það helsta sem er að gerast í íþróttalífinu jafnt hér heima sem erlendis enda notið mikilla vinsælda. Sport.is er rekið af einkahlutafélaginu Markmönnum sem er í eigu þeirra Þórs Bærings Ólafssonar, Braga Hinriks Magnússonar og Hilmars Þórs Guðmundssonar. Þór segir að upphaflega hafi vefurinn Sport.is verið aðal starfsemi fyrirtækisins en sé þó í dag bara lítill hluti, en þó mikilvægur. En hvað gerir fyrirtækið fleira?


 

Árið 2004 var metár í sölu farsíma en þá seldust 674 milljónir farsíma í heiminum öllum eða 30% fleiri símar en fyrra ár. Salan var langt umfram væntingar, segir í skýrslu frá greiningafyrirtækinu Gartner, sem telur að farsímaframleiðendur megi áfram reikna með mikilli sölu farsíma. Flott útlit og nýjungar eins og niðurhal tónlistar gætu leitt til aukinnar sölu á þessu ári, segir í nýútkominni skýrslu frá Gartner.


 

segir ný dönsk rannsókn


 

Á síðasta ári var slegið met í fjölda auglýsinga á bandarískum vefsíðum. Netauglýsingar hafa ekki verið fleiri frá því árið 2000 þegar dot.com var tískuorðið. Ljóst er Netið sem auglýsingamiðill er í mikilli uppsveiflu en á bandarískum vefjum nam vöxturinn 32% milli áranna 2003 og 2004. Í fréttBerlingske Tidendeum málið segir að svipaða sögu eða betri sé að segja frá Danmörku er þar varð þvi sem næst tvöföldun í veltu Netauglýsinga milli ára.


 

mbl.is áfram mest notaður


 

Viðskiptavinir Microsoft, smásalar og keppinautar koma til með að segja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í þessari viku hvort þeir telji að fyrirtækið hafi gert nóg til þess að fylgja tímamótaúrskurðinum frá síðasta ári vegna brota á samkeppnislögum. Samkvæmt fréttThe Timesí London koma skoðanir umræddra aðila til með að hafa áhrif á úrskurð framkvæmdastjóra ESB en telji þeir að Microsoft hafi ekki með fullnægjandi hætti fylgt þeim leiðum sem ákveðnar voru til að tryggja aukna samkeppni á hugbúnaðarmarkaði getur ESB beitt dagsektum.


 

25. febrúar 2005


 

Franskir bókasafnsfræðingar vilja að Evrópubúar þrói sjálfir eigin Netleitarvél fyrir bókasöfn til þess að vernda evrópska menningu og tungumál fyrir bandarískum áhrifum. Stjórnendur bandarísku leitarvélarinnar Google tilkynntu síðastliðið haust áform um að skanna og koma á Netið efni milljóna bóka. Yfirmaður þjóðarbókhlöðu Frakka gagnrýnir Google og hvetur Evrópusambandið til að þróa eigin leitarvél í þessu skyni. Hann óttast að Google velji fremur bandarískar bækur en evrópskar.


 

Áttunda árið í röð gefur Deloitte út skýrslu um ríkustu knattspyrnulið heims. Eins og áður er það Manchester United sem trónir á toppi listans með heildartekjur sem nema um 21 milljarði króna eða sem nemur um 1,6 milljörðum króna hærra en næsta lið sem er spænska stórliðið Real Madrid. Blikur eru á lofti um að breytingar séu í aðsigi. Lið eins og Real Madrid, AC Milan, Arsenal og Chelsea sækja fast að Rauðu djöflunum eins og þeir eru oft nefndir. Hástökkvari ársins er þó Íslendingaliðið Chelsea, en tekjur félagsins jukust um 62% milli ára og námu um 17,6 milljörðum íslenskra króna á síðasta tímabili. Heildartekjur 20 ríkustu liðanna námu um 240 milljörðum króna eða sem samsvarar heildarskatttekjum íslenska ríkisins á sama tímabili.


 

Rúmlega 42% aukning varð á vefumferð á siminn.is á milli áranna 2003 og 2004 samkvæmt samræmdum vefmælingum. Flettingar á vefnum nífölduðust sem bendir til þess að viðskiptavinir noti vefinn á fjölbreyttari hátt en áður, en hann er, auk þess að vera upplýsingaveita, einnig verslun og sjálfsafgreiðsla.


 

Við elskum leitarvélar, segir í frétt Politeken í tilefni af bandarískri könnun sem sýnir að fólk trúir almennt leitarniðurstöðum slíkra véla. Leitarvélar eru samtvinnaðar lífi milljóna manna að því er fram kemur í könnun Pew stofnunarinnar en samkvæmt niðurstöðum hennar nota 56% Netnotenda leitarvélar daglega. Og notendurnir eru harla glaðir með árangur leitarinnar, 68% telja að upplýsingarnar séu heiðarlegar og án hlutdrægni en aðeins 19% stóla ekki á leitarvélarnar, eins og sagt er uppá dönsku.


 

Samkvæmt nýrri könnun er MP3-æðið í Bandaríkjunum orðið ótrúlega umfangsmikið. Einn af hverjum tíu fullorðnum Bandaríkjamönnum á MP3 spilara, en það jafngildir því að 22 milljónir manna hafi orðið sér úti um slíka græju. Þetta kemur fram á heimasíðuHeims.isÞá kemur þar fram að ekki hafi verið talað við unglinga undir 18 ára aldri í könnuninni, en búast megi við að mikill fjöldi þeirra eigi líka MP3 spilara, þannig að eigendur tækisins eru væntanlega enn fleiri.


 

Stafrænar myndavélar eru orðnar algengari meðal evrópskra neytenda en hefðbundar myndavélar fyrir filmur. Engu að síður vilja flestir þeir sem taka stafrænar myndir sjá þær á pappír, að því er segir í niðurstöðum könnunar greiningafyrirtækisins IDC. Sex af hverjum tíu svörðu því aðspurðir að þeir vilji sjá ljósmyndirnar á pappír frekaren t.d. á tölvu- eða sjónvarpsskjá. Frakkar eru þjóða Evrópu duglegastir við að taka myndir stafrænt og þeir vilja líka flestir sjá árangurinn á pappír.


 

Í dag voru opnuð tilboð í fjölnota íþróttahús á Akranesi. Lægsta tilboð í óeinangrað og óupphitað hús átti Sveinbjörn Sigurðsson ehf. kr. 336.299.000.- með ákvæði um kr. 3.362.990.- afslætti ef sama hús verður byggt í Fjarðabyggð. Sveinbjörn Sigurðsson ehf. átti einnig lægsta tilboð í einangrað og upphitað hús kr. 470.819.000.- Á sama tíma voru opnuð tilboð í sams konar hús í Fjarðabyggð. Fulltrúar Hönnunar hf. munu í framhaldi yfirfara tilboðin og að því loknu verða tilboðin lögð fyrir bæjarstjórn til ákvörðunar.


 

Mikill vöxtur er í sölu á flatskjám, segir í fréttum frá Svíþjóð. Á fjórða ársfjórðungi siðasta árs nam vöxturinn 65% og nú er svo komið að 85% allra skjáa sem seldir eru í Svíaríki eru flatskjáir. Samkvæmt gögnum IT Research seldust á öllu árinu liðlega 900 þúsund skjáir þar af 81% flatskjáir. Söluaukningin á skjám á árinu, miðað við árið 2003, nam 18%.


 

Greiningafyrirtækið Gartner gagnrýnir Microsoft í skýrslu og segir fyrirtækið reyna að neyða viðskiptavini til að kaupa uppfærslur á nýjasta hugbúnaði með því að neita að tryggja viðunandi öryggi í eldri útgáfum. Samkvæmt frétt VNUNET telur Gartner að nýlegar tilkynningar Microsoft varðandi öryggismál sýni að fyrirtækið hafi misst af því tækifæri að útskýra aðferðir sínar á þessum markaði.


 

Reiðir aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Manchester United stormuðu að fjárfestingabankanum NM Rothschild um síðustu helgi til að mótmæla því að fyrirtækið aðstoðar nú hinn margumtalaða auðkýfing, Malcolm Glazer, við yfirtökutilboð á knattspyrnuliðinu. Tilboðið hljóðar upp á litlar 800 milljónir punda eða 95 milljarða íslenskra króna og þykir ólíklegt að tilboðinu verði hafnað. Hann hefur á undanförnum árum aukið við sig hluti í félaginu og reynt tvisvar sinnum með beinum hætti að yfirtaka knattspyrnufélagið vinsæla, þó með litlum árangri.


 

Microsoft ætlar í varúðarskyni að skipta um rúmlega 14 milljónir rafmagnssnúra fyrir Xbox leikjatölvuna vegna hugsanlegrar eldhættu. Innköllunin nær til allra Xbox leikjatölva sem framleiddar voru fyrir 23. október 2003 á öllum markaðssvæðum utan meginlands Evrópu og leikjatölvum á Evrópumarkaði sem framleiddar voru fyrir 13. janúar 2004. Microsoft hefur fengið þrjátíu tilkynningar um smávægileg meiðsli eða eignaspjöll vegna snúranna.


 

Farþegar í breskum lestum geta senn hætt að halla sér eða lesa dagblöð á ferðum til vinnu því fyrirtækið T-Mobile er að hleypa af stokkunum þráðlausri Netþjónustu í lestum. Um er að ræða Wi-Fi þjónustu sem gefur farþegum kost á því að vafra um Netið meðan lestin brunar. Fyrsta lestin sem verður tengd WiMax netkerfinu er Southern hraðlestin sem fer milli London og Brighton og strax í næssta mánuði hefjast tilraunir með búnaðinn, að sögn VNUNET.


 

Knattspyrnusamband Íslands skilaði 46 milljóna króna hagnaði af rekstri sínum á síðasta ári og er þá tekið tillit til 22 milljón krína framlags til aðildarfélaga sambandsins. Heildartekjur KSÍ á árinu 2004 voru 458 milljónir króna og heildargjöldin 412 milljónir. Í rekstaráætlun fyrir árið 2004 var gert ráð fyrir heildartekjum upp á 424 milljónir króna og heildargjöldum upp á 433,2 milljónir. Eigið fé KSÍ samstæðunnar var í árslok 2004 181 milljónir króna svo KSÍ stendur sem fyrr afar traustum fótum fjárhagslega.


 

Þýska knattspyrnufélagið Bayern München segist óttast að missa Michael Ballack til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea og segja að erfitt yrði að keppa við rússneska auðkýfinginn Roman Abramovítsj, eiganda Chelsea, vilji hann kaupa Ballack.


 

Manchester United hefur fengið grænt ljós frá borgaryfirvöldum í Manchester að ráðast í stækkun á leikvangi sínu, Old Trafford, þannig að hann geti tekið 76.000 manns í stað tæplega 68.000. Stækka á norðvestur stúku leikvangsins þar sem sætum verður fjölgað um 7,900. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir tímabilið 2006-2007. Kostnaðurinn við stækkunina er talinn verða 45 milljónir punda eða 5,3 milljarðar íslenskra króna en tekjur félagsins af innkomu mun aukast um fimm milljónir punda árlega.


 

Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, segir að Real Madrid hafi beðið um að fá Steven Gerrard til liðs við sig í sumar. Parry segir að þetta hafi átt sér meðan að Liverpool ræddu við Fernando Morientes í félagsskiptaglugganum í janúar síðastliðinn. Hvernig sem því nú líður sagði Parry að Liverpool myndu jafnvel hafna £50 milljóna punda tilboði í Gerrard en það þykir mönnum nokkuð ótrúlegt. Parry segist ásamt Benitez ætla að gera hvað sem er til að halda í leikmannin, en lokaákvörðunin verður undir Gerrard komin. Parry sagði BBC Radio segir "Gerrard er mikilvægari en peningar. Hann er framtíð Liverpool, svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli hvort að það verða £30 milljónir, £40 milljónir eða £50 milljónir, við munum ekki taka því. En við erum ekki það kvikindislegir að ætla að halda Gerrard hérna gegn vilja hans." Einnig er vitað af áhuga Chelsea á Gerrard og hafa fjölmiðlar sterklega gefið í skyn að hann muni halda til Stamford Bridge í sumar, en þangað til verðum við bara að bíða og sjá."


 

Akureyrarbær hefur samið við Nýherja um kaup og innleiðingu á SAP fjárhags- og mannauðslausn. Skrifað var undir samninginn fyrir helgi en eins og fram kemur á heimasíðu Akureyrarbæjar höfðu Ríkiskaup umsjón með útboði hugbúnaðarlausnar fyrir hönd Akureyrarbæjar en þar voru vegnir saman þættir verðs og gæða lausnar og hlaut SAP lausn Nýherja hæstu einkunn.


 

Símtölum um tölvur gegnum Netið fjölgar mjög hratt en að mati Evrópusambandsins er ekki enn tímabært að setja reglur á þessu sviði. Fulltrúar 25 þjóða ræddu sívaxandi vinsældir Netsímans á fundi í dag og niðurstaðan var sú að skipta sér ekki af Netsímamarkaðinum á þessu stigi en grípa hins vegar inni þegar og ef nauðsyn krefur.


 

Netverslunarrisinn Amazon.com keypti nýverið fyrirtækið 43 Things, en það hefur rekið nýstárlegan blogg-vef þar sem vefgestir skrifa um litlu og stóru sigrana í lífum sínum. Bloggið tengist síðan öðrum vefgestum með svipuð áhugamál.


 

og einn milljarðar myndaskráa


 

Notendur Gmail.com, póstþjónustu Google.com, hafa á undanförnum dögum orðið varir við að þeir geta nú boðið 50 manns að fá netfang hjá þjónustunni. Hingað til hefur Gmail verið rekið á tilraunagrunni og hafa notendur getað boðið allt að 6 öðrum Netverjum að fá netfang. Þessi skyndilega aukning bendir til þess að nú séu forráðamenn Google að íhuga formlega opnun þjónustunnar.


 

"Framundan eru stór verkefni, mjög umsvifamikil og munu breyta mörgu í hlutafélaginu, sem og hjá Vali sjálfum til hins betra," segir Brynjar Harðarson, formaður Valsmanna hf en hluthafafundur fjárfestingafélagsins, sem starfrækt hefur verið undanfarin fimm ár, fór fram þann 19. janúar síðastliðinn. Brynjar segir að lagt hafi verið til við hluthafa að kauptilboð Vals í 35 þúsund fermetra byggingaland yrði samþykkt, sem og hluthafar gerðu einróma.


 

Stærstu framleiðendur PC tölva í heiminum, Dell, HP og Fujitsu Siemens hafa allir staðfest að ekki séu uppi áform um að nota nýju útgáfu Windows stýrikerfisins sem Microsoft hefur gefið út að kröfu Evrópusambandsins. Nýja útgáfan er án Windows Media Player. Samkvæmt frétt TechWorld hyggst framkvæmdastjórn ESB halda fast við þessa ákvörðun þótt allir stóru tölvuframleiðendurnir ætli ekki að bjóða viðskiptavinum sínum hugbúnaðinn.


 

Microsoft tók í gærmorgun í notkun nýja heimasmíðaða leitarvél á MSN vefnum. Í kjölfarið er ætlunin að blása til mikillar auglýsingaherferðar og herja á helsta keppinautinn, Google. Nýja leitarvélin er á endurhönnuðum heimasíðum MSN í 25 þjóðlöndum og hefur verið í smíðum í hálft þriðja ár, að sögn CNET. Hún gefur að mati Microsoft nákvæmari upplýsingar en aðrar leitarvélar.Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.