*

miðvikudagur, 20. janúar 2021

janúar, 2005

 

Undanfarin áratug höfum við séð miklar breytingar á rekstrarumhverfi margra af stærstu knattspyrnufélaga heims þar sem reynt hefur verið að breyta hefðbundnum knattspyrnufélögum í alþjóðleg vörumerki í afþreyingariðnaðinum. Nokkuð sem Bandaríkjamenn gerðu fyrir löngu síðan með sinn íþróttarekstur. Það hefur meðal annars haft það í för með sér að félög (les. vörumerki) ganga kaupum og sölum og eru síður en svo bundin við eina borg eða einn hóp stuðningsmanna. Heldur vélrænt myndu margir segja en staðreynd engu að síður.


 

Er tími stórsamninga í knattspyrnuheiminum liðinn eða erum við bara að upplifa lognið á undan storminum? Eftir nokkra ára tímabil þar sem söluverð leikmanna virtist stöðugt ná nýjum hæðum er eins og heldur hafi slaknað á. Var salan á Zidane toppurinn eða eigum við eftir að sjá enn hærri upphæðir í framtíðinni? Það er margt sem bendir til þess að heldur hafi slaknað á eftir það óðagot sem ríkti fram að sölunni á Zidane þegar tölurnar virtust hækka með hverju árinu. Á tíma virtust félögin, með Real Madríd í broddi fylkingar, stöðugt stefna hærra. Að vísu má segja að kaupæði þeirra Madrídinga hafi skapast af því sérkennilega pólitíska ástandi sem ríkti innan félagsins þar sem forsetaefni þess kepptust við yfirbjóða hvorn annan í von um stólinn. Því var haldið fram að þeir hefðu verið tilbúnir að teygja sig allt upp í 70 milljónir punda með Zidane en það fæst nú líklega seint staðfest.Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.