*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


september, 2007

 

Norska fjármálafyrirtækið Aktiv Kapital, sem FL Group á 13,3% hlut í, hefur keypt lánasafn í Bretlandi sem samanstendur af 50.000 viðskiptamannareikningum og nemur virði þess 135 milljónum sterlingspunda eða 16,9 milljörðum króna, að því er fram kemur hjá greiningardeild Kaupþings. Þar kemur fram að fleiri viðskipti sem þessi séu í burðarliðnum.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,46% og er 8.094 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 7,9 milljörðum króna. 365 hækkaði um 7,97% en á föstudaginn keypti forstjóri félagsins og fjármálastjóri bréf í 365, Straumur hækkaði um 3,31%, Kaupþing hækkaði um 2,21%, Exista hækkaði um 1,85% og Bakkavör Group hækkaði um 1,21%. Föroya banki lækkaði um 2,17%, Nýherji lækkaði um 1,83%, Icelandair Group lækkaði um 1,47%, Alfesca lækkaði um 1,11% og Flaga Group lækkaði um 0,7%. Gengi krónu styrktist um 0,21% og er 117,4 stig.


 

Kaupþing  hefur fengið leyfi til að opna útibú í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni Katar (e. Qatar) (QFC). Kaupþing er fyrsti norræni bankinn til að fá starfsleyfi í þessu umdæmi.


 

UBS, einn stærsti fjárfestingabanki Evrópu, birti í morgun afkomuviðvörun vegna þriðja fjórðungs. Í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér kemur fram að talið er að tap bankans á fjórðungnum verði á bilinu 600-800 milljónir svissneskra franka eða um 32-42 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis. ?Ástæðan er afskriftir af skuldabréfasafni bankans en þær eru taldar nema fjórum milljörðum svissneskra franka. Þetta er þvert á spár greiningaraðila sem höfðu gert ráð fyrir hagnaði uppá 3,3 milljarðar svissneskra franka á þriðju fjórðungi,? segir í Morgunkorni. ?Í kjölfarið hætti fjármálastjóri bankans störfum sem og yfirmaður fjárfestingasviðs bankans. Bankinn greindi frá því samhliða afkomuviðvöruninni að hann hygðist segja upp 1500 starfsmönnum til að spara kostnað. Gengi bréfa í félaginu féllu 4,3% við fréttirnar í morgun og hafa alls lækkað um 17% á þessu ári.?


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,41% og er 8.010 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 4,7 milljörðum króna. Bandarískir hlutabréfamarkaðir lækkuðu síðasta föstudag og því bjuggust sumir sérfræðingar við að Norrænir markaðir myndu lækka í dag. En danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 0,26%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 0,12% en sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,17%, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Euroland. 365 hefur hækkað um 5,6% í 15 viðskiptum sem nema um 40 milljónum króna, Straumur hefur hækkað um 1,8%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,9%, Bakkavör Group hefur lækkað hækkað um 0,76% og Kaupþing hefur hækkað um 0,74%. Alfesca hefur lækkað um 1,11%, Föroya banki hefur lækkað um 1,09%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,74% og Eimskip hefur lækkað um 0,38%. Gengi krónu hefur veikst um 0,22% og er 117,9 stig.


 

Sigríður Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf útibússtjóra á vestursvæði útibúa Spron. Sigríður, sem tekur formlega við starfinu 1. október, hefur starfað hjá SRON í 25 ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sigríður hefur frá árinu 2002 starfað sem þjónustustjóri í útibúi Spron á Skólavörðustíg og verið staðgengill útibússtjóra á vestursvæðinu. Frá 1999-2002 var Sigríður forstöðumaður bókhaldsdeildar Spron og frá 1998-1999 var hún fulltrúi í bókhaldsdeild. Þá starfaði hún sem þjónustufulltrúi frá 1996-1998 í útibúi Spron á Seltjarnarnesi og frá 1987-1996 var Sigríður skrifstofustjóri í sama útibúi. Á árunum 1982-1987 starfaði hún við ýmis störf hjá fyrirtækinu.


 

Stoðir hf., sem nýlega keypti danska fasteignafélagið Keops, hefur í kjölfarið á þeim viðskiptum ákveðið að veita Sjóðnum fyrir danskt-íslenskt samstarf gjöf að upphæð ein milljón danskar krónur eða um tólf milljónir íslenskra króna. Gjöfin var afhent, Bent A. Koch formanni sjóðsins, við hátíðlegt tækifæri í íslenska sendiráðinu síðasta föstudag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Af þessu tilefni segir Kristín Jóhannesdóttir stjórnarformaður Stoða hf.: "Ísland og Danmörk hafa um aldir verið bundin þéttum menningarlegum böndum og þessi bönd viljum við hjá Stoðum styrkja enn frekar. Við lítum á þetta sem skyldu okkar, þar sem við komum frá landi þar sem menning hefur ávallt skipað stóran sess og þar sem við teljum að menning og viðskipti eigi að fara hönd í hönd". Bent A. Koch segir: "Það er með mikilli gleði sem Sjóðurinn fyrir danskt-íslenskt samstarf tekur á móti gjöf Stoða. Á hverju ári verðum við að vísa frá fjölda umsókna vegna smæðar sjóðsins. T.d. frá skólum, sem vilja senda nemendur í námsferðir. Með gjöfinni verðum við einnig betur í stakk búin til að koma við móts við þann fjölda íslenskra og danskra listamanna sem biðja um stuðning okkar við verk sín." Sjóðurinn fyrir danskt-íslenskt samstarf hefur það að leiðarljósi að auka skilning og samstarf milli Íslands og Danmerkur á menningarlega sviðinu sem og öðrum. Sjóðnum er stýrt af stjórn sem samstarfsráðherra Norðurlanda skipar. Eigið fé sjóðsins er u.þ.b. 5,5 milljónir danskra króna. Stoðir hf. er eftir kaupin á Keops eitt stærsta fasteignafélag Norðurlanda með fasteignir í Danmörku, Íslandi, Svíþjóð og Finnland að virði u.þ.b. 33 milljarða danskra króna. Félagið leigir út hátt í 2,8 milljónir fermetra í þessum fjórum löndum og er fjöldi leigjanda rúmlega 3,800. Hundrað þrjátíu og þrír starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu.


 

andvirði sölunnar nýtt til að greiða allar skuldir vegna yfirtöku Atlas


 

Norski olíusjóðurinn mun auka hlutdeild sína í hlutabréfum úr 40% í 60% af eignum. Þetta kom fram í erindi Knut Kjær, forstjóra Norska olíusjóðsins, sem hann hélt á ráðstefnu ABP lífeyrissjóðsins í Hollandi í vikuni. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða.


 

Belgíski bankinn KBC hefur keypt 75% hlut í búlgarska bankanum EIbank fyrir 296 milljónir evra að því er kemur fram í tilkynningu bankans til búlgörsku kauphallarinnar í gær. Þegar litið er til eigna er EIbank níundi stærsti banki Búlgaríu.


 

heildarverð kaupanna tveir milljarðar króna


 

 Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út nýtt verðmat á Exista. Núvirt gengi miðað við umframarðsemismat þeirra er 34,1 krónur á hlut sem er um 5% yfir daglokagengi í gær. Tólf mánaða markgengi þeirra miðað við 11,5% ávöxtunarkröfu er 38 krónur á hlut sem er um 17,2% yfir dagslokagengi í gær. Greiningardeild Kaupþings mælir því með kaupum í Exista.Á tiltölulega skömmum tíma hefur Exista náð að skapa sér sterka stöðu sem öflugt fjármálaþjónustufélag. Félagið er stærsti hluthafi í tveimur af tíu verðmætustu fjármálafyrirtækjunum á Norðurlöndunum, Sampo og Kaupþingi. Bæði félög hafa vaxið hratt á síðustu árum og skilað góðri afkomu.Standa væntingar til þess að þau muni gera svo áfram og vera í forystu væntanlegrar samþjöppunar fjármálafyrirtækja á Norðurlöndunum og í Norður-Evrópu segir í verðmati greiningardeildarinnar.


 

Atorka Group flaggaði í morgun, í bresku kauphöllinni, um 3,2% eignarhlut í breska plastvöruframleiðandanum RPC Group. Félagið er með um 50 verksmiðjur í 12 löndum Evrópu og eina verksmiðju í Bandaríkjunum. RPC hefur yfirtekið fjögur félög frá því í júní á síðasta ári. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,35% og er 7.978 stig við lok dags en í gær fór hún yfir átta þúsund stiga múrinn í fyrsta skipti síðan 7. september síðastliðinn, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Föroya banki hækkaði um 4,55%, Icelandair Group hækkaði um 2,84%, 365 hækkaði um 2,45%, Straumur hækkaði um 0,77% og Össur hækkaði um 0,5%. Alfesca lækkaði um 1,1%, Landsbankinn lækkaði um 0,74%, Atorka Group lækkaði um 0,68%, Eimskip lækkaði um 0,63% og Kaupþing lækkaði um 0,55%. Gengi krónu veiktist um 0,55% og er 117,6 stig.


 

Anna G. Sverrisdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra fjármála og fjárfestinga Bláa Lónsins hf. Starfið er nýtt innan fyrirtækisins og lýtur að allri fjármálstarfsemi fyrirtækjasamstæðunnar innanlands og erlendis, að því er fram kemur í frétt frá félaginu. Anna hefur starfað hjá Bláa Lóninu frá árinu 1995. Undanfarin ár hefur hún gegnt starfi framkvæmdastjóra innlendrar starfsemi. Mikil vöxtur og uppbygging hefur einkennt starfsemi Bláa Lónsins undanfarin ár. Anna er viðskiptafræðingur að mennt. Hún hefur m.a. starfað hjá Vöku Helgafelli, Arnarflugi, Stöð 2 og á Viðskiptablaðinu. Anna er gift Sigurjóni Einarssyni og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn.


 

Viðar Þorkelsson, fjármálastjóri afþreyinga- og fjölmiðlafyrirtækisins 365, hefur keypt í félaginu fyrir 12,25 milljónir króna. Kaupin eru ekki tengd starfskjörum hans, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar, né heldur kaup- eða sölurétti í félaginu. Aftur á móti er 365 söluaðili bréfanna. Kaupgengið er 2,45 krónur á hlut og um er að ræða 5.000.000 hluti. Eftir viðskiptin á hann 5.411.220 hluti.


 

Ari Edwald, forstjóri afþreyinga- og fjölmiðlafyrirtækisins 365, hefur keypt í félaginu fyrir 39,2 milljónir króna. Kaupin eru ekki tengd starfskjörum hans, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar, né heldur kaup- eða sölurétti í félaginu. Aftur á móti er 365 söluaðili bréfanna. Kaupgengið er 2,45 krónur á hlut og um er að ræða 16.000.000 hluti. Eftir viðskiptin á hann 23.800.000 hluti eða um 58,3 milljónir króna, miðað við kaupgengi viðskiptanna.


 

segir Idar Kreutzer, forstjóri Storebrand


 

Sigurður Svavarsson útgáfustjóri Eddu-útgáfu hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu nú þegar líður að sameiningu almennrar bókaútgáfu Eddu og JPV útgáfu. Sigurður hefur verið samferða Máli og menningu og síðar Eddu - útgáfu í yfir 20 ár og gegnt þar lykilstörfum.


 

Japanska stórfyrirtækið Mitsubishi Corporation ásamt þýska álframleiðslufyrirtækinu Trimet Aluminium verða samstarfsaðilar íslenska ráðgjafafyrirtækisins Arctus um bygingu álvers í fyrirhuguðum Áltæknigarði í Þorlákshöfn. Í tilkynningu félagsins kemur fram að fulltrúar þessara aðila hafa komið nokkrum sinnum hingað til lands og kynnt sér aðstæður í Ölfusi og rætt við orkufyrirtækin.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,16% og er 7.992,87 stig við samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.Alfesca hefur hækkað um 0,64%, Straumur hefur hækkað um 0,51%, Össur hefur hækkað um 0,50%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,49% og Exista hefur hækkað um 0,31%.Bakkavör Group hefur lækkað um 1,06%, Icelandair Group hefur lækkað um 0,76%, FL Group hefur lækkað um 0,61%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,49% og Glitnir hefur lækkað um 0,35%.


 

Á sama tíma og vonir manna standa til þess að verstu vandræðin á fjármálamörkuðum séu yfirstaðin gæti jenið farið að styrkjast á ný. Aukin áhættusækni fjárfesta þarf ekki endilega að leiða til þess að vaxtamunarviðskipti með jenið verði í jafn miklum mæli og áður. Nicholas Hastings, sérfræðingur í gjaldeyrismálum og pistlahöfundur Dow Jones-fréttaveitunnar, segir að það sé einkum þrennt sem renni stoðum undir þessa skoðun: Fjármálaskýrendur telja ólíklegt að áhugi fjárfesta á vaxtamunarviðskiptum færist í sama horf og fyrir undirmálslánakrísuna; japanskar fjármálastofnanir hafa orðið fyrir mun minni skaða vegna umrótsins á fjármálamörkuðum í sumar heldur en samkeppnisaðilar þeirra vestanhafs og í Evrópu; og auk þess er nú talið að styttra sé í næstu stýrivaxtahækkun Japansbanka en áður var haldið. Fundargerð Japansbanka frá stýrivaxtaákvörðun bankans í ágústmánuði, sem var birt á þriðjudaginn, hefur aukið væntingar fjárfesta um að vextir verði hækkaðir á árinu upp í 0,75%. Þrátt fyrir að vaxtaákvörðun bankans í ágúst hafi verið tekin í miðri lausafjárkrísunni á fjármálamörkuðum, þá sýna ummæli stjórnarmanna bankans að þeir telji nauðsynlegt að framfylgja aðhaldssamri peningamálastefnu um leið og aðstæður á alþjóðlegum fjármálamarkaði breytast til hins betra. Það hefur einnig verið markmið Toshihiko Fukui, seðlabankastjóra, að hækka stýrivexti í það sem "eðlilegt" geti talist, áður en hann lætur af embætti í mars á næsta ári. Minnkandi áhugi fjárfesta á vaxtamunarviðskiptum með jenið Það sem hefur hins vegar helst orðið til þess að ýta undir væntingar fjárfesta um stýrivaxtahækkun eru þau takmörkuðu áhrif sem undirmálslánakrísan á bandarískum fasteignamarkaði hefur haft á japanskar fjármálastofnanir - ólíkt því sem hefur orðið á Bretlandi og evrusvæðinu. Í fundargerð bankans kemur fram að stöðutaka japanskra fjármálafyrirtækja í bandarískum undirmálslánum sé "óveruleg". Af þeim sökum hefur máflutningur þeirra stjórnarmanna í bankanum sem vilja hefja vaxtahækkunarferli sem fyrst fengið aukið vægi. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Seðlabanki Evrópu veitti daglán upp á 3,9 milljarða evra á sérstökum 5% refsivöxtum á miðvikudaginn - en þetta er hæsta upphæð sem hefur verið fengin að láni frá bankanum á slíkum kjörum í þrjú ár. Seðlabankinn vildi hins vegar ekki greina frá því hverjir höfðu sóst eftir láni hjá bankanum, en í frétt Financial Times er leitt að því líkum að um fleiri en einn banka hafi verið um að ræða. Eftirspurn evrópskra banka eftir því að sækjast eftir slíku láni hjá Seðlabanka Evrópu - á hærri kjörum en bjóðast á markaði - þykir vera til marks um að þeir glími enn við mikil vandamál sökum lausafjárkrísunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þriggja mánaða LIBOR-vextir á evrum á millibankamarkaði í London hækkuðu úr 4,73% upp í 4,79% í gær og hafa ekki verið hærri í sex ár. Hækkunin sýnir að fjármálastofnanir eru enn tregar í taumi um að lána hver annarri. Seðlabanki Evrópu tók frumkvæði á meðal seðlabanka heimsins um reyna stemma stigu við þeirri lausafjárþurrð sem ríkti á peningamarkaði þann 9. ágúst síðastliðinn þegar bankinn setti 94,8 milljarða evra inn á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir þær aðgerðir hefur bankinn gert skýran greinarmun á þeirri aðstoð og sjálfri peningamálastefnu bankans, sem miðar að því að halda verðbólgu á evrusvæðinu "undir en í kringum 2%". Nýjar hagtölur í ágústmánuði um útlánavöxt á evrusvæðinu og peningamagn og sparifé í umferð (M3) styrkja væntingar fjárfesta um að seðlabankinn ætli sér að hækka vexti á komandi mánuðum ef aðstæður á markaði gera slíkt mögulegt. Þrátt fyrir vandræðin á fjármálamörkuðum jukust útlán bankastofnana til einkageirans um 11,2% í síðasta mánuði á ársgrundvelli, auk þess sem lán til atvinnulífsins jukust um 14,2% - sem er það hæsta síðan í ársbyrjun 2000. Vöxtur í peningamagni, sem Seðlabanki Evrópu telur gefa til kynna hugsanlegan verðbólguþrýsting, jókst um 11,6% í ágúst, sem er litlu minna frá metaukningu í júli þegar peningamagn hækkaði um 11,7%. Financial Times hefur eftir Marco Kramer, hagfræðingi hjá Unicredit í München, að slíkur vöxtur í peningamagni, ásamt vísbendingum um hækkandi verðlag í Þýskalandi, verði líklega til þess beina sjónum evrópska seðlabankans aftur að því forgangsverkefni að halda verðbólgu í skefjum.


 

Fjárfestingarfélaginu J.C. Flowers & Co, sem seldi Kaupþingi hollenska bankann NIBC í síðasta mánuði, hefur verið veittur aðgangur að bókhaldi breska bankans Northern Rock vegna hugsanlegs yfirtökutilboðs. Frá þessu greindi dagblaðið The Daily Telegraph í gær og hækkaði gengi bréfa í Northern Rock um 9,2% í kjölfarið. Forsvarsmenn breska bankans hafa ekki viljað staðfesta fréttina, en á þriðjudaginn hafði fyrirtækið sagt að fjölmargar fyrirspurnir hefðu borist frá áhugasömum fjárfestum. Heimildir Telegraph herma að væntanlegt tilboð J.C. Fowers sé hið eina sem geri ráð fyrir því að bankanum verði ekki skipt upp. Aðrir hugsanlegir fjárfestar hafa uppi áform um að skipta eignum bankans á milli sín, meðal annars fjárfestingarhópur sem bandaríska fyrirtækið Cerberus fer fyrir, en breska blaðið segir að hópurinn hafi einnig fengið aðgang að bókhaldi Northern Rock. Fjármálaskýrendur telja að það yrði auðveldara fyrir Northern Rock að ná samkomulagi við J.C. Flowers ef rétt reynist að félagið ætli ekki að skipta bankanum upp. Fréttir af áhuga J.C. Flowers á Northern Rock koma á sama tíma og fjárfestingarfélagið tilkynnti að það hygðist draga til baka 26 milljarða Bandaríkjadala tilboð sitt í heildsölubankann Sallie Mae. Bandaríski bankinn sagði að hann myndi fara í málaferli við J.C. Flowers ef félagið stæði ekki við gerða samninga.


 

Gengi hlutabréfa í Nordea, sem er stærsti banki Norðurlanda, hækkaði mikið í gær í kjölfar fregna um að Skandinaviske Enskilda Banken (SEB) hefði hug á að bjóða í fimmtungshlut sænska ríkisins í bankanum. Á tímabili hafði gengið hækkað um hátt í sextán prósent og hafði þá aldrei verið hærri. Gengi hlutabréfa í finnska tryggingafélaginu Sampo, sem Exista á um fimmtungshlut í, hækkaði einnig en félagið á tæplega sex prósent í Nordea. Í frétt sænska dagblaðsins Dagens Industri, sem birtist í gær, kemur fram að SEB sé reiðbúið að reiða fram 71 milljarð sænskra króna, sem felur í sér markaðsverðmæti upp á 138 sænskar krónur á hlut. Gengi bréfa Nordea var 103,1 sænsk króna á hlut við lok markaðarins á miðvikudag og því er um 34% yfirverð að ræða. Þegar gengi bréfa Nordea fór sem hæst í gær fór það í 119,3 sænskar krónur á hlut. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Frederik Reinfeldt lýsti því yfir að hún myndi selja hlut sinn í Nordea vöknuðu miklar vangaveltur um hvort að salan yrði til þess hrinda af stað margboðaðri samrunahrinu á norræna fjármálamarkaðnum. Frá og með þeim tíma hafa margar fjármálastofnanir verið orðaðar við Nordea, þeirra á meðal Sampo, en sérfræðingar telja líklegast að SEB muni kaupa hlutinn. Þar sem báðir bankarnir séu sænskir muni samruni þeirra tryggja sænska ríkinu skattstofn til frambúðar, auk þess sem sérfræðingar telja samlegðaráhrif sameiningar þeirra mikil. Í frétt Viðskiptablaðsins í mars síðastliðnum er haft eftir Jacob Wallenberg, stjórnarformanni Investor, sem er stærsti hluthafi SEB og fer með 18,1% atkvæða, að bankarnir tveir gætu átt góða samleið. Jafnframt kom fram sú skoðun Lars G. Nordström, fyrrverandi stjórnarformanns Nordea, að sameining bankanna væri skynsamleg. Í haust fjallaði Dow Jones um mögulegt samrunaferli á norræna fjármálamarkaðnum. Í þeirri umfjöllun kom meðal annars fram að bankarnir tveir féllu afar vel saman út frá viðskipta- og landfræðilegum sjónarhornum: Sterk staða SEB í Svíþjóð og í Eystrasaltslöndunum félli vel að breiðari áherslum Nordea á norræna markaðinum og áherslu hans á viðskiptabankastarfsemi. Haft er eftir Andreas Hakansson, sérfræðingi hjá UBS, að samlegðaráhrif slíkrar sameiningar geti skilað 10,5% sparnaði í rekstrarkostnaði og aukið hagnað á hlut um 12%. Samkvæmt greiningu UBS myndi sameinaður SEB-Nordea banki hafa markaðsverðmæti upp á 62 milljarða Bandaríkjadala og því verða litlu minni en tíundi stærsti banki Evrópu.


 

Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins (ESB) fær falleinkunn í nýrri skýrslu sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins. Fram kemur í skýrslunni að stefnan hafi leitt til feykilegs ofveiðivanda og gert það að verkum að sjávarútvegur í aðildarríkjum ESB er einn sá óarðbærasti í heimi. Skýrslan var unnin fyrir framkvæmdastjórnina af óháðum sérfræðingum frá Evrópu og Bandaríkjunum og ekki stóð til að efni hennar yrði gert opinbert. Hinsvegar hefur breska blaðið Financial Times skýrsluna undir höndum og sagði það frá efni hennar í gær. Í henni kemur fram að áhrif of mikillar veiðigetu, miðstýringarvaldsins í Brussel og sérhagsmunahópa hafi leitt til þess að fjölmargir fiskveiðistofnar eru að hruni komnir. Alvarleiki ástandsins endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir á miðvikudag að hún hygðist lögsækja sjö aðildarríki sambandsins fyrir að hafa veitt umfram útgefinn kvóta á túnfiski í Miðjarðahafinu og í austanverðu Atlantshafi í ár. Framkvæmdastjórnin bannaði túnfiskveiðar á dögunum vegna þessa og fram kemur í frétt Financial Times að líklegt er að Alþjóðatúnfiskveiðiráðið, sem gefur út kvóta á bláugga, muni refsa sambandinu með kvótaskerðingu þegar það kemur saman til fundar í nóvember. Hvorki árangur í verndun né rekstri Í skýrslunni segir að 80% af fiskistofnum innan lögsögu sambandsins séu ofveiddir samanborið við heimsmeðaltalið sem er 25%. Einn höfundanna, David Symes sem starfar við Hull háskóla á Bretlandi, segir að síðasta aldarfjórðung hafi söguleg hnignum átt sér stað í evrópskum sjávarútvegi og hann kennir getuleysi stjórnmála- og embættismanna til að standast þrýsting sérhagsmunahópa. Mike Sissenwine, fyrrum forseti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, bendir jafnframt á að önnur þróuð ríki hafi náð mun betri árangri við að vernda fiskistofna og tryggja viðunandi afkomu sjávarútvegsins. Hann bendir á að meðalhagnaður fiskveiðiflota ESB sé 6,5% á meðan hann sé 40% á Nýja Sjálandi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram sú skoðun hans að erfitt sé að ímynda sér að það gangi upp að miðstýringarvaldið í Brussel geti eitt farið með ákvörðunartökuvald fyrir jafn ósamstæðan geira og sjávarútveg allra aðildarríkja ESB. Um þessar mundir er unnið að endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Jose Borg, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórn sambandsins, hefur viðrað hugmyndir um að vald verði fært til einhverskonar svæðaráða og einstaka ríkisstjórna jafnframt því sem hann vill efla eftirlit með fiskveiðum. Fram kemur í frétt Financial Times að Fokian Fotiadis, sem er æðsti embættismaður fiskveiða innan sambandsins, hafi sent starfsfólki sínu skýrsluna í tölvupósti þar sem fram kom bann við að leka efni hennar út, en skýrslan mun verða grundvöllur að áðurnefndri endurskoðun á fiskveiðistefnu sambandsins.


 

Sala á nýjum heimilum í Bandaríkjunum féll í ágúst um 8,3% og hefur ekki verið minni síðan sumarið 2000 samkvæmt hagvísum frá viðskiptaráðuneyti landsins. Þetta er breyting frá því mánuðinum áður en þá jókst hún um 3,8%. Lækkunin var meiri en margir höfðu búist við og fyrr í vikunni höfðu hagvísar sýnt 4,3% lækkun á notuðu húsnæði. Jafnframt lækkaði fasteignaverð í ágúst. Miðgildi þess verðs sem íbúðarhúsnæði seldist á var 225.700 þúsund Bandaríkjadalir og er það lækkun um 7,5% á ársgrundvelli og er um að ræða mestu lækkun í 37 ár. Meðalverð húsnæðis var 292 þúsund dalir og er það lækkun um átta prósent á ársgrundvelli og er það mesta lækkunin á fasteignamarkaðnum í 17 ár. Ástandið er ólíkt eftir landshlutum en salan minnkaði milli mánaða í suðurríkjunum og vesturríkjunum. Hinsvegar jókst hún norðausturhluta Bandaríkjanna og í miðvesturríkjunum. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að 592 þúsund heimili voru til sölu á fasteignamarkaði í ágústmánuði eða 1,5% færri en í júli. Miðað við núverandi söluhraða á markaðnum myndi taka ríflega átta mánuði að selja allar eignirnar miðað við 7,6 mánuði. Fjöldi viðskipta með ný húsnæði hefur fallið um 21,3 prósent á ársgrundvelli. Hagvísar um sölu á nýjum heimilum auk þeirra sem voru birtir fyrr í vikunni um mikinn samdrátt í fjárfestingu á varanlegum neysluvörum benda til samdráttar í hagkerfinu og mat flestra sérfræðinga er að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti enn frekar á fundi sínum þann 30. október næstkomandi. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi mælst 3,8% á öðrum ársfjórðungi er talið víst að lausafjárþurrðin í kjölfar hrunsins á markaðnum með bandarísk undirmálslán hafi hamlað þeim vexti. Áhrif ástandsins á neyslu og heimila eru talin ráða úrslitum um hvort að hagkerfið renni inn í samdráttarskeið og að sex ára hagvaxtarskeiði sé að ljúka. Sérfræðingar horfa sérstaklega á þróun fasteignaverðs í þeim efnum sökum auðhrifa (e. wealth effect) þess á einstaklinga.


 

FL Group hefur aukið stöðu sína í AMR á ný en FL Group er komið með 9,14% stöðu í félaginu. Hér er ekki um að ræða tilkynningarskyld viðskipti en ekki ber að tilkynna kaup fyrr en við 10% mark ef þau kæmu enda er það samkvæmt reglum.


 

Idar Kreutzer, forstjóri norska tryggingafélagsins Storebrand, segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið í dag að hann líti á Kaupþing sem faglegan og góðan eiganda og neitar því að félagið sé að kaupa SPP til að verjast íslenskri yfirtöku. Aðalfundur Storebrand verður í lok október og er hans beðið með nokkurri eftirvæntingu.


 

Fjármálaráðherra hefur boðað til fundar með aðilum markaðarins næstkomandi mánudag þar sem kynnt verður frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2008 auk þess sem kynnt verður ný þjóðhagsspá fyrir árin 2007-2012.


 

Kaupþing og FIH sjá um fjármögnun


 

Úrvalsvísitalan hefur enn á ný rofið átta þúsund stiga múrinn en hún lauk deginum í í 8.006 stigum, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Síðast þegar hún var hinum megin við átta þúsund var 7. september. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 24,9% frá áramótu en lækkað um 3,5% frá 30. júní. Century Aluminium hækkaði um 5,39%, Exista hækkaði um 1,89%, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,89%, Atlantic Petroleum hefur hækkaði um 1,77% og Össur hækkaði um 1,41%. Bakkavör Group lækkaði um 0,9%, Alfesca lækkaði um 0,63%, 365 lækkaði um 0,41% og Eimskip lækkaði um 0,25%. Gengi krónu styrktist um 0,23% og er 117,3 stig.


 

Stjórnendur AMR, móðurfélags bandaríska flugfélagsins America Airlines, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeir hafi móttekið bréf forstjóra FL Group og að þeir kunni að meta "tillögur frá hluthöfum".


 

Gengi hlutabréfa í breska bankanum Northern Rock hækkaði um 9,2% eftir að dagblaðið Daily Telegraph birti óstaðfesta frétt um að fjárfestingafélagið J.C. Flowers & Co hafi fengið bókhald bankans til skoðunar vegna væntanlegs yfirtökutilboðs. Á þetta er bent í Vegvísi Landsbankans.


 

Gengi bréfa verslunarkeðjunnar Debenhams lækkaði um 0,5% í gær og endaði í 89,5 pens á hlut en gengið hækkaði heldur þegar leið á daginn. Þetta er með því lægsta sem gengi bréfa félagsins hefur farið síðan það var skráð fyrir 18 mánuðum.


 

Vísitala framleiðsluverðs í ágúst 2007 var 121,0 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og hækkaði um 4,8% frá fyrri mánuði. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 126,6 stig, sem er hækkun um 5,7% (vísitöluáhrif 2,1%) frá fyrri mánuði, og vísitala fyrir stóriðju var 146,3 stig, hækkaði um 9,1% (1,8%) að því er kemur fram í frétt Hagstofunnar.


 

Samkvæmt frétt breska blaðsins The Indepentent hefur FL Group dregið sig út úr kapphlaupinu um bresku samlokukeðjuna Pret A Manger. Því var haldið fram fyrir skömmu að  FL Group væri einn þriggja aðila sem hefðu hug á að gera tilboð í keðjuna. Nú virðist ljóst að fjárfestingafélögin Lion Capital og Bridgepoint Capital sitja ein að félaginu.


 

Óhætt er að segja að bréf Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, til stjórnenda bandaríska flugfélagsins AMR hafi vakið mikla athygli og því gerð rækileg skil í bandarískum fjölmiðlum. Hér að neðan fer bréfið í heild sinni á ensku en ekki hefur náðst enn að þýða það á íslensku. Vefútgáfa The Wall Street Journal birti bréfið í heild sinni en frétt um það var á forsíðu blaðsins í dag.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,13% og er 8.061 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Hlutabréfaverð í Norðurlöndunum hefur hækkað í dag meðal annars í kjölfar bollalenginga um samruna í fjármálageiranum.


 

FL Group hefur sent stjórn flugfélagsins AMR í Bandaríkjunum bréf og óskað eftir því að hún leiti nýrra leiða til að auka virði félagsins. FL Group á í dag 8,3% hlut í AMR og er í hópi stærstu hluthafa þess. Tillögur félagsins fela meðal annars í sér að Vildarklúbbur AMR, AAdvantage, verði aðskilinn frá rekstri félagsins. Í frétt félagsins kemur fram að stjórnendur FL Group telja að þrátt fyrir mikla samkeppni á markaði, þá leynist góð tækifæri til að auka verðmæti AMR og hefur lagt hart að stjórn þess að bregðast skjótt við. FL Group telur að falin verðmæti í rekstri AMR séu umtalsverð og að hægt sé að auka virði félagsins um a.m.k. 250 milljarða króna, sé Vildarklúbbur félagsins aðskilinn. Þá telur félagið að upplýsingagjöf AMR sé ófullnægjandi er varðar einstaka rekstrareiningar og fjárfestar eigi því erfitt með að meta afkomu þeirra og heildarvirði AMR. ?FL Group hefur umfangsmikla reynslu af rekstri flugfélaga og við teljum að stjórn AMR beri að leita nýrra leiða til að auka verðmæti félagsins. Með því að aðskilja Vildarklúbb félagsins verður hægt að minnka skuldir og auka virði AMR," segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group.


 

Greiningardeild Glitnis hefur lækkað verðmatsgengi sitt á Bakkavör í 70 krónur á hlut úr 75 krónum líkt og það var í afkomuspá greiningardeildar í júlí. Hún áfram með kaupum í félaginu. Óhagstætt veðurfar í Bretlandi í sumar og almennt hækkandi hráefnisverð ráða mestu um lækkað verðmat. Markgengi (e. target price) helst óbreytt eða 75,0 krónur á hlut. Markgengi er spá greiningardeildar um hvar gengi bréfa í félaginu standi að sex mánuðum liðnum. Markaðsgengi Bakkavarar er 66,7 þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. ?Við teljum að bréf í Bakkavör séu góður langtímakostur fyrir fjárfesta,? segir greiningardeildin. ?Helstu ástæður fyrir því eru m.a. góð og stöðug arðsemi félagsins, hagkvæm fjármögnun félagsins og öflugir stjórnendur sem sýnt hafa góðan árangur síðustu ár. Neysla á tilbúnum réttum, bæði köldum og heitum, er enn að aukast á helstu markaðssvæðum Bakkavarar og útlitið því bjart. Verðkennitölur félagsins eru ekki lágar en að okkar mati ekki óeðlilega háar."


 

Staða London sem helstu miðstöðvar gjaldeyrisviðskipta í heiminum hefur styrkst á kostnað fjármálamiðstöðva í Bandaríkjunum og Japan samkvæmt nýrri könnun Alþjóðagreiðslubankans (e. Bank for International Settlements). Bankinn kannar þróunina á þriggja ára fresti og hefur hlutfall þeirra gjaldeyrisviðskipta sem fara fram að meðaltali á degi hverjum í Bretlandi, miðað við heildarviðskiptum í heiminum, farið úr 31,3% í 34,1 %, árunum 2004 og 2007. Hlutur Bretlands í öllum gjaldeyrisviðskiptum heimsins er helmingi meiri en Bandaríkjanna en hlutfall þeirra í gjaldeyrisviðskiptum sem eiga sér stað daglega þar vestra hefur lækkað á tímabilinu, farið úr 19,2% niður í 16,6%. Að sama skapi hefur hlutur Japans ekki verið minni frá því Alþjóðagreiðslubankinn hóf að kanna málið árið 1995 og er nú 6%. Hin nýja New York Þróunin kann að skjóta þeim sem óttast um stöðu New York sem helstu fjármálamiðstöðvar heimsins skelk í bringu. Töluverð umræða hefur verið vestanhafs um hvort að regluverk á bandarískum fjármálamarkaði sé að grafa undan samkeppnisstöðu borgarinnar við aðrar fjármálamiðstöðvar, sérstaklega London en tölur Alþjóðagreiðslubankans benda til þess að vægi bresku höfuðborgarinnar hafi verið að aukast á mörgum sviðum fjármálalífsins undanfarin ár. Og þetta veldur mönnum áhyggjum í Bandaríkjunum. Tímaritið New Republic gengur svo langt að kalla London "Hina nýju New York" í grein um málið sem birtist á vef þess á dögunum. Í henni er bent á að öll fyrirliggjandi gögn bendi til þess að meira fé sé aflað í almennum hlutafjárútboðum í London en í New York. Auk þess er millibankamarkaðurinn þar stærri og eftirmarkaðurinn með alþjóðleg skuldabréf nemur 70% af heildarveltunni í alþjóðahagkerfinu. Í grein sem Charles Schumer, öldungadeildarþingmaður New York-ríkis, og Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, skrifuðu og birtist í Wall Street Journal á dögunum eru taldar upp nokkrar veigamiklar hindranir sem gera það að verkum að fjármálafyrirtæki sjá hag sínum betur borgið með því að vera með höfuðstöðvar sínar annar staðar. Meðal þess sem þeir nefna er Sarbanes-Oxley lögin sem voru sett árið 2002 í kjölfar Enron hneykslisins. Lögin hertu reikniskilareglur en höfðu jafnframt þær afleiðingar að fæla alþjóðleg fyrirtæki frá skráningu hlutabréfa sinna í kauphöllum þar vestra. Jafnframt nefna þeir Schumer og Bloomberg flókið og íþyngjandi regluverki: Tíu eftirlitsstofnanir fylgjast með bandaríska fjármálamarkaðnum á meðan aðeins ein hefur þá skyldu í Bretlandi. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Stærstu hluthafar norrænu kauphallarsamstæðunnar OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og Eystrarsaltsríkjunum, hafa ákveðið að styðja yfirtökutilboð Nasdaq og kauphallarinnar í Dubai. Þetta var ljóst í gær eftir að bandaríska kauphöllin og Dubai hækkuðu fyrra tilboð sitt, sem hljóðaði upp á 230 sænskar krónur á hlut, upp í 265 krónur. Það tilboð verðmetur OMX á um 4,9 milljarða sænskra króna. Stóru hluthafarnir sem um er að ræða, samkvæmt frétt Financial Times, eru Investor AB, eignarhaldsfélag Wallenberg fjölskyldunnar, sem á 10,7% hlut í OMX, Nordea bankinn, sem á 5,2% hlut, háttsettir stjórnendur kauphallarinnar og sænsk stjórnvöld, sem ráða yfir 6,6% hlut. Fjármálaskýrendur segja að þessi ákvörðun hluthafa OMX muni setja aukinn þrýsting á Qatar Investment Authority (QIA), fjárfestingarsjóðs í eigu stjórnvalda í Katar, sem keypti í vikunni 9,98% hlut í norrænu kauphöllinni. "Hann verður núna annað hvort að gera strax yfirtökutilboð í OMX eða láta sig hverfa" er haft eftir einum bankamanni í Financial Times. Fréttir af kaupum katarska fjárfestingarsjóðsins á hlut í OMX í síðustu viku komu á sama tíma og Nasdaq og Dubai tilkynntu um samkomulag sitt að gera sameiginlegt yfirtökutilboð í OMX. Í ljósi þeirra miklu áhrifa sem Wallenberg fjölskyldan hefur í sænsku þjóðlífi, - en hún hefur mikilla viðskiptahagsmuna að gæta í efnahagslífii Svíþjóðar - auk þess að vera stærsti einstaki hluthafi OMX, er stuðningur Investor AB talinn ráða úrslitum um það hvort áhugasamir kaupendur geti yfirtekið kauphöllina. Samhliða því að hækka yfirtökutilboð sitt umtalsvert, ákváðu Dubai og Nasdaq að lækka hlutfall þeirra hluthafa OMX sem þurfa að samþykkja tilboðið, úr 90% í 50%. Nasdaq og kauphöllin í Dubai segjast hafa nú þegar tryggt sér stuðning tæplega 48% hluthafa. Hins vegar er samþykki stóru hluthafanna gert með því skilyrði að ekki berist annað tilboð í kauphöllina sem hljóðar upp á að minnsta kosti 303 sænskar krónur á hlut, og Nasdaq og Dubai verði ekki reiðubúinn til jafna slíkt tilboð. Gengi bréfa í OMX kauphöllinni hækkuðu í kjölfar frétta af hærra tilboði Nasdaq og kauphallarinnar í Dubai. Við lok viðskipta í gær stóð gengi bréfanna í 278,5 krónum á hlut og hafði þá hækkað um tæplega 3% frá því á þriðjudaginn.


 

Gengi bréfa í breska bankanum Northern Rock hækkuðu um ríflega 11% í gær - í fyrsta skipti í vikunnni - eftir að fyrirtækið, sem hefur einkum sérhæft sig í fasteignalánum, greindi frá því seint á þriðjudaginn að bankanum hefðu borist fjölmargar fyrirspurnir frá áhugasömum fjárfestum. Í kjölfarið hafa líkur á yfirtöku á bankanum aukist verulega, en slík lending er talin nauðsynleg til að bjarga Northern Rock úr þeim fjárhagsvandræðum sem hann hefur verið í. Northern Rock staðfesti einnig að bankinn hygðist ekki greiða arðgreiðslu til hluthafa upp á 14,2 pens á hlut, líkt og félagið hafði áður áformað. Breski bankinn, sem er fimmti stærsti fasteignalánaveitandi á Bretlandi, var undir miklum þrýstingi - bæði frá fjármálaráðuneytinu og fjármálaeftirlitinu - að hverfa frá þeim áformum, en fyrirhuguð arðgreiðsla var 30% hærri heldur en á sama tíma og fyrir ári. Í tilkynningu sem Northern Rock sendi frá sér kom fram að bankinn hefði ákveðið að hætta við greiðsluna sökum þess að fyrirtækið ætti í viðræðum við hugsanlega kaupendur. Jafnframt kom fram að um væri að ræða margra áhugasama fjárfesta og að meðal annars hefði verið rætt um yfirtöku á bankanum, enda þótt viðræðurnar væru enn aðeins á byrjunarstigi og óvíst hver niðurstaðan verður.


 

Forráðamenn Credit Suisse lýstu því yfir að þeir hyggjast segja upp 150 starfsmönnum vegna samdráttar í útgáfu skuldabréfa með veði í fasteignum. Fram kom í yfirlýsingu frá bankanum að þetta væri vegna hrunsins á markaðinum með bandarísk undirmálslán og fyrirsjáanlegs samdráttar í slíkri útgáfu.


 

Gengi Bandaríkjadals á gjaldeyrismörkuðum lækkaði enn frekar í gær vegna vaxandi ótta um horfurnar í bandaríska hagkerfinu. Evran fór í 1,4162 dal og hafði þá aldrei verið hærri. Dalurinn lækkaði vegna vaxandi væntinga um enn frekari lækkanir stýrivaxta í Bandaríkjunum. Þær væntingar hafa styrkst vegna hagvísa um minni eftirspurn eftir neysluvörum auk samdráttar á fasteignamarkaði.


 

Eftirspurn eftir varanlegri neysluvöru minnkaði um 4,9% í síðasta mánuði í Bandaríkjunum samkvæmt hagvísum sem voru birtir í gær. Er þetta mun meira fall en væntingar voru um en sérfræðingar höfðu spáð 3,1% samdrætti. Er þetta mesti samdráttur síðan í janúar en í mánuðinum á undan, júlí, jókst eftirspurnin um 6,1%.


 

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu munu ekki breyta peningamálastefnu sinni og munu viðhalda festingu ríyalsins við Bandríkjadal þrátt fyrir að hafa ekki lækkað stýrivexti í kjölfar vaxtalækkunarinnar í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þrátt fyrir að orðrómur um slíkt hafi meðal annars stuðlað að lækkun dalsins undanfarið hefur Dow Jones-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmanni innan stjórnkerfisins að breytingar á peningamálastefnu séu ekki að dagskrá. Verðbólga í landinu er 3,6 og hefur ekki verið hærri og talið er að örðugt verði að viðhalda fastgengisstefnu gagnvart dalnum lækki vextir í Bandaríkjunum enn frekar.


 

Kvos hefur náð sérleyfissamningi við bresku prentkeðjuna Printing.com um að byggja upp prentþjónustu og sölustarfsemi að þeirra fyrirmynd á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.Í fréttatilkynningu kemur fram að Printing.com er 10 ára gamalt fyrirtæki sem hefur slegið í gegn í Bretlandi. Framsækin viðskiptahugmynd fyrirtækisins hefur vakið mikla athygli og fært fyrirtækinu bæði verðlaun og fjárhagslega velgengni. Printing.com er það fyrirtæki í breska prentiðnaðinum sem hefur sýnt mestan vöxt, bæði í tekjum og afkomu.


 

Bréf í sænska bankanum Nordea hafa hækkað skarpt undanfarið í kjölfar vangaveltna um að SEB og Investor hyggðust bjóða í 19,9% hlut ríkisins í Nordea.  Hækkuðu bréfin um 0,04% í gær.


 

Ríkisstjórn Filippseyja hefur hafið söluferli á 40% kjölfestuhlut sínum í orkufyrirtækinu PNOC-EDC (Philippine National Oil Company - Energy Development Corporation), sem er stærsta jarðhitafyrirtæki Filippseyja. Söluferlið hófst formlega í þessari viku, en alls hafa 24 aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa hlut ríkisins í félaginu. Í frétt Viðskiptablaðsins í dag kemur fram að þeirra á meðal eru Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest.


 

Í kjölfar staðfests samruna Materia Invest ehf. og Icon ehf. tekur Materia Invest ehf. yfir allar eignir og skyldur Icon ehf. Allir eignarhlutir Icon ehf. í FL Group hf., samtals 448.487.889, færast því yfir til Materia Invest ehf. Eftir yfirfærsluna mun Materia Invest ehf. eiga samtals 852.899.654 hluti í FL Group hf., eða 10,74% hlutafjár. Materia Invest ehf. og Icon ehf. eru í eigu sömu aðila. Magnús Ármann, Þorsteinn M. Jónsson og Kevin Stanford eiga þriðjung hver í Materia Invest ehf. og Icon ehf. Raunverulegt eignarhald hefur því ekki breyst við samrunann segir í fréttinni. Þorsteinn M. Jónsson er varaformaður í stjórn FL Group hf. og Magnús Ármann er stjórnarmaður í FL Group hf. Kevin Stanford á hvorki sæti í stjórn né varstjórn FL Group. Þorsteinn M. Jónsson á 24.771.499 hluti í FL Group í  gegnum framvirka samninga. Eftir samrunann eiga aðrir fjárhagslega tengdir aðilar 90.000.000 hluti í FL Group. Sólmon ehf. keypti auk þess 123.456.791 hluti þann 17. september 2007, með fyrirvara um að hluthafafundur FL Group myndi samþykkja fyrirhugaða hækkun hlutafjár, hlutafjárhækkunin hefur verið samþykkt en eru hinir nýju hlutir ekki skráðir í kauphöll.


 

FL Group hefur aukið hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank AG í 4,25%, en fyrir átti félagið 3,24% í bankanum. Miðað við lok dags 25. september, er markaðsvirði heildareignar félagsins í bankanum um 69 milljarðar króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að afkoma bankans hefur verið mjög góð á árinu og stjórnendur staðið við fjárhagsleg markmið sín fyrir árið í heild. Búist er við að arðsemi bankans haldi áfam að aukast og telja tjórnendur FL Group því góð tækifæri felast í kaupunum. Kaupin eru fjármögnuð með framvirkum samningum og eigin fé.


 

Eimskip-CTG í Noregi tók í gær við nýju frystiskipi, sem er fjórða nýja frystiskipið sem félagið fær afhent á tæpum tveimur árum. Að auki eru tvö önnur frystiskip í smíðum fyrir félagið. Afkastageta Eimskip-CTG meira en tvöfaldast með tilkomu nýju skipanna. Fjárfestingin í sex nýjum frystiskipum er í samræmi við stefnu félagsins að verða leiðandi flutningsaðili á Norður Atlantshafi en nýr skipafloti tryggir hagkvæmari flutninga á vegum félagins. Heildarfjárfestingin í sex nýjum skipum fyrir Eimskip-CTG nemur um 8 milljörðum króna en samið var um smíði þessara skipa á árunum 2004 til 2006. Nýja frystiskipið er blanda af frysti- og gámaskipi og er 82 metra langt og 16 metra breitt og er það sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Hámarksganghraði þess er 16 sjómílur á klukkustund og burðargeta þess er 2.500 tonn. Skipið getur borið 2.000 bretti og 28 gámaeiningar á þilfari. Á skipunum er síðuport af fullkomnustu gerð sem styttir löndunar- og lestunartíma um allt að helming. Eimskip-CTG sérhæfir sig í flutningum og geymslu á frosnum og kældum sjávarafurðum á Norður Atlantshafi. Með öflugu flutningskerfi býður Eimskip-CTG sjávarútvegsfyrirtækjum alhliða þjónustu, allt frá löndun og geymslu sjávarafurða til flutninga til kaupenda ásamt tengdri þjónustu. Flutningsnet Eimskip-CTG samanstendur nú af 15 frystiskipum og fimm frystigeymslum í Norður og Vestur ? Noregi. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á lykilstöðum í Noregi og Murmansk. Frystiskipið var byggt af Myklebust Verft AS í Noregi. Skipið á eftir að fá nafn en það verður nefnt eftir fossi í samræmi við hefð Eimskips að nefna öll skip sín eftir fossum. Ráðgert er að skipið fá nafn í Reykjavík í byrjun júní. ?Við erum mjög ánægð með að bæta enn einu frystiskipi við skipaflotann. Eimskip hefur þegar bætt við fjórum nýsmíðuðum skipum á tæpum tveimur árum. Þegar við fengum fyrsta skipið afhent var það fyrsta nýsmíði á frystiskipi af þessari stærð í heiminum í hátt í tvo áratugi. Nýja skipið er fjórða skipið af sex sem tekið er í notkun eftir að við kynntum að við ætluðum að ráðast í smíði nýrra frystiskipa árið 2004. Nýju skipin spila lykilhlutverk í að útvíkka og bæta ?door to door? þjónustu milli Noregs, Bretlands, Belgíu og Hollands og styrkja stöðu Eimskips sem leiðandi flutningsaðili á Norður Atlantshafi," segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips í tilkynningu.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,25% og er 7.944 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Metnis. Veltan nemur 3,2 milljörðum króna. Exista hefur hækkað um 3,3%, Eimskip hefur hækkað um 2,44%, FL Group hefur hækkað um 1,46%, Kaupþing hefur hækkað um 1,31% og Glitnir hefur hækkað um 1,06%. Össur hefur lækkað um 0,3%. Gengi krónu hefur veikst um 0,24% og er 117,7 stig.


 

Móðurfélag Símans, Skipti, er orðað við kaup á 49,13% hlut í slóvenska fjarskiptafyrirtækinu Telekom Slovenije, sem er að 74,13% hluta í eigu slóvenska ríkisins. Þetta kemur fram í frétt Hungarian News Digest. "Ég get staðfest að við höfum orðið okkur úti um gögn vegna einkavæðingar á Telekom Slovenia, engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið af okkar hálfu og mun ég ekki tjá mig frekar um málið að svo stöddu," segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Í fréttinni segir að Turk Telekom, Telecom Italia og Magyar Telekom frá Ungverjalandi hafi einnig lýst yfir áhuga á kaupum á hlutnum, fengið málsgögn og séu nú að undirbúa tilboð sín. Tilkynnt var um sölu hlutarins í ágúst síðastliðnum, en frestur til að leggja fram tilboð rennur út 15. október. Yfirvöld þar í landi hafa neitað að tjá sig um málið þar til tilboðsfresturinn rennur út. Í fréttinni segir að orðrómur sé um að Magyar Telekom muni bera sigur út býtum, enda njóti fyrirtækið stuðnings Deutsche Telekom og að tilboð hinna aðilanna verði ekki samkeppnisfær.


 

Halldór Kristmannsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Halldór verður hluti af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllum samskiptamálum FL Group, þ.á.m. samskiptum við fjárfesta, fjölmiðla, innri samskipti og ímyndaruppbyggingu félagsins. Þá mun hann einnig taka þátt í ýmsum sérverkefnum með forstjóra og aðstoðarforstjóra félagsins segir í tilkynningu.


 

Straumur hefur ráðið til starfa þá Nicklas Granath og Anders Rahm á svið Eigin viðskipta í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þeir munu starfa að fjárfestingum í norrænum og austur-evrópskum hlutabréfum undir stjórn Fredriks Sjöstrands og Flemmings Bendsens, framkvæmdastjóra eigin viðskipta að því er kemur fram í frétt Straums. Fredrik Sjöstrand segir í tilkynningu: ?Við bjóðum þá Nicklas og Anders hjartanlega velkomna í hópinn. Markmið Straums er að verða leiðandi fjárfestingabanki í Norður- og Mið-Evrópu og efling starfseminnar í Svíþjóð er lykilatriði í áframhaldandi árangri okkar á svæðinu. Við höfum metnaðarfull áform um að færa út kvíarnar í Stokkhólmi og nú hefur okkur bæst mjög öflugur liðsauki með þeim Nicklas og Anders.?Nicklas Granath var yfirmaður hlutabréfaviðskipta hjá Handelsbanken Capital Markets og þar áður hjá norræna fjárfestingabankanum Carnegie. Anders Rahm starfaði á sviði hlutabréfaviðskipta hjá Carnegie.


 

Velta Creditinfo Group Ltd., móðurfélags Lánstrausts hf., jókst um 25% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma á síðasta ári að því er kemur fram í frétt félagsins. Þar er um innri aukningu að ræða þar sem félagið hefur ekki fjárfest í nýjum félögum á þessum tíma. Sala jókst úr 8,25 milljónum evra í 10,8 milljónir evra, eða 950 milljónir króna að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Viðskipti með hlutabréf OMX hafa verið stöðvuð samkvæmt tilkynningu. Þar kemur fram að frekari upplýsinga sé að vænta.


 

Hlutabréfamarkaðir nýmarkaðsríkja (e. emerging markets) náðu nýjum hæðum á mánudaginn, sem í kjölfarið hefur orðið til þess að auka á áhyggjur sumra að 50 punkta stýrivaxtalækkun bandaríska seðlabankans í síðustu viku hafi nú þegar valdið nýrri eignabólu á verðbréfamörkuðum. MSCI-vísitalan, en hún mælir gengisþróun á hlutabréfamörkuðum hjá 25 nýmarkaðsríkjum, hækkaði um 1,1% á mánudaginn og stóð í 1.174 stigum, sem er 28% hærra en það sem hún fór lægst um miðjan ágúst þegar umrótið á fjármálamörkuðum var sem mest. Þrátt fyrir að helstu hlutabréfamarkaðir hafi einnig hækkað yfir sama tímabil - S&P 500 vísitalan hækkaði til dæmis um 5,6% - þá hafa þær hækkanir ekki verið neinu hlutfalli við þær hækkanir sem orðið hafa á nýmörkuðum. Sú staðreynd er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að hingað til hafa hlutabréfamarkaðir nýmarkaðsríkja verið taldir líklegri til að falla mikið þegar umrót og óvissuástand ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, líkt og einkennt hefur ástandið síðustu vikur og mánuði. Sambærilegt ástand og árið 1998 Sumir sérfræðingar hafa haldið því fram að líkja megi þessum hækkunum við þá eignabólu sem smám saman myndaðist á mörkuðum vestanahafs og í Evrópu í kjölfar skarpra vaxtalækkana Seðlabanka Bandaríkjanna árið 1998 og aftur þremur árum síðar. Undir þetta viðhorf tekur Michael Hartnett, sérfræðingur Merill Lynch um nýmarkaði, en í frétt Financial Times er haft eftir honum að þróunin síðustu misseri sé í raun sambærileg þeirri sem hafi átti sér stað árið 1998 þegar fjármálakreppa varð í Rússlandi ásamt hruni bandaríska vogunarsjóðsins Long-Term Capital Managament. Alan Greenspan, þáverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, brást við þeim aðstæðum með því að lækka stýrivexti bankans í tvígang um 25 punkta. Að sögn Hartnett snertir lausafjárkrísan á fjármálamörkuðum fremur Bandaríkin heldur en nýmarkaði. Af þeim sökum munu vaxtalækkanir vestanhafs, í því augnamiði að stemma stigum við lausafjárþurrð á peningamörkuðum, beint og óbeint hafa þau áhrif að eignabóla myndast á hlutabréfamörkuðum nýmarkaðsríkja. Hann bætir því við að ef komið verður í veg fyrir samdrátt í alþjóðahagkerfinu - sem flestir telja sennilegt - þá muni þessi þróun halda áfram, en sumir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að hlutabréfamarkaðir í Kína og Hong Kong hafi nú þegar ýmis bólueinkenni. Reynist það mat rétt mun sú bóla að lokum - óumflýjanlega - springa, segir Arnab Das, hjá greiningardeild Dresdner Kleinwort, í samtali við Financial Times. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Íbúar Evrópu hafa litla trú á því að hagkerfi Evrópusambandsins geti keppt við hávaxtarhagkerfi Asíuríkjanna en að sama skapi eru þeir sannfærðari en áður um að ekki eigi að horfa til Bandaríkjanna í leit að lausnum sem leiða til örari vaxtar. Þetta kemur fram í nýrri könnun FT/Harri og þykja niðurstöðurnar benda til þess að ágætur hagvöxtur í álfunni að undanförnu hafi ekki sannfært íbúa hennar að evrópsku hagkerfin séu á réttri leið. Könnunin var stóð yfir frá 6. september til þess 17. á meðan hræringar voru á mörkuðum og umfjöllun sterkt gengi evru gagnvart Bandaríkjadal var áberandi í fjölmiðlum. Könnunin var gerð meðal 6.500 þátttakanda í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni auk þátttakenda í Bandaríkjunum. Fram kemur í frétt breska blaðsins Financial Times um niðurstöðurnar að tvennt standi uppi úr. Almenn svartsýni meðal íbúa álfunnar á framtíðarhorfur í hagkerfum heimalanda þeirra og að fátt sé að sækja til bandarísku útgáfunnar af kapítalisma. Mesta svartsýnin ríkir meðal íbúa þeirra Miðjarðarhafsríkja sem eiga aðild að myntsamstarfi ESB. Hátt í 70% Ítala, 58% Frakka og 47% Spánverja sögðust vera svartsýn á horfurnar. Tölurnar voru blandaðri í Bretlandi og Bandaríkjunum en 36% Þjóðverja sögðust vera bjartsýn, eða tveimur prósentum fleiri en sögðust vera svartsýn. Niðurstaða könnunarinnar bendir jafnframt til þess hagkerfi aðildarríkja evrunnar muni áfram halda "þjóðlegri vídd," ef svo má segja. Aðspurðir af því hvort að frjálsir markaðir hefðu yfirburði yfir aðrar tegundir hagstýringar skáru Þjóðverjar og Spánverjar sig frá öðrum í afstöðu sinni: 48 og 49% aðspurðra svöruðu spurningunni játandi. Hinsvegar var andstaðan við frjálst markaðshagkerfi mest á Ítalíu og í Frakklandi. Í þeim löndum var einnig sú skoðun að alþjóðafyrirtæki væru valdameiri en ríkisstjórnir í meiri mæli áberandi en í öðrum löndum þar sem að könnunin fór fram. Athygli vekur að bæði á Ítalíu og í Frakklandi var andstaðan við verkalýðsfélög mikil. Naumur meirihluti í báðum löndum telur að þau hafi ekki mikilvægt hlutverk á vinnumörkuðum í dag. Hinsvegar voru tveir þriðju aðspurðra í Þýskalandi og á Spáni, auk meirihluta á Bretlandi, á þeirri skoðun að þau ættu erindi í samtímanum. Leiða má að því líkum að andstaðan í Ítalíu og í Frakklandi bendi til þess að verkalýðsfélög kunni að hafa leikið of mikilvægt hlutverk í þessum löndum: Er þetta sérstaklega áhugavert þegar kemur að Frakklandi en ljóst þykir að afstaða þeirra gagnvart efnahagsumbótum Nicolaz Sarkozy, forseta landsins, muni ráða miklu um hvort að honum takist á hrinda þeim í framkvæmd


 

Lýðræði og góðir stjórnsýsluhættir eru á undanhaldi víða um heim og þeim ríkjum fjölgar sem horfa til Rússlands og Kína í leit að fyrirmyndum um hvernig treysta megi miðstýrð völd núverandi valdakjarna og gera umbætur á efnahagskerfinu án það verði til þess innleiða borgaralegt frelsi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku hugveitunnar Freedom House um stöðu frelsis í þrjátíu löndum sem kom út í gær. Sama dag og George Bush, forseti Bandaríkjanna, útlistaði frelsisáform bandarískra stjórnvalda á alþjóðavettvangi er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Í skýrslunni, sem heitir Ríki á krossgötum, kemur fram að sá einræðiskapítalismi sem kínverski kommúnistaflokkurinn er frumkvöðull að kunni að verða að viðtekinn á 21. öldinni. Meðal þeirra ríkja sem hafa upplifað aukinn hagvöxt að undanförnu án þess að valdhafar dragi úr - jafnvel auki á - kúgun á borgaralegum réttindum eru Líbía, Túnis og Alsír. Jafnframt kemur fram að lýðræðisferli hafi verið lagt af með valdaránum hersins í bæði Taílandi og Bangladess. Í skýrslunni er tekið fram að undanfarin tvö ár hafi ekki verið hægt að telja Rússland til lýðræðisríkja. Fram kemur að borgaralegt skipulag hafi greinilega verið skotmark stjórnvalda í valdatíð Vladímírs Pútín, forseta, og ástandið þar líkist meir því sem viðgengst í einræðisríkjum Mið-Asíu en því sem tíðkast í þroskuðum lýðræðisríkjum á Vesturlöndum. Einnig hefur ástandið versnað í Íran í valdatíð Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins. Spilling er sögð hafa farið vaxandi en á sama tíma hafi klerkastjórnin færst í aukana þegar kemur að mannréttindabrotum. George Bush, Bandaríkjaforseti, gerði frelsi að megininntaki í ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ. Forsetinn tilkynnti um nýjar þvingunaraðgerðir gegn herforingjastjórninni í Búrma og sagði jafnframt að SÞ ættu beita sér í auknu mæli fyrir útbreiðslu frelsis. Hann kallaði eftir endurbótum á skipulagi mannréttindaráðs samtakanna. Hann gagnrýndi það fyrir að setja blinda augað að kíkinum þegar kæmi að ríkjum eins og Íran en á sama tíma væri ástand mála í Ísrael gagnrýnt í sífellu í ályktunum ráðsins.


 

Lánsmatsfyrirtækið Moodys ætlar að breyta því hvernig það metur flókna skuldabréfavafninga (e. collateralised debt obligations) sem eru tryggðir með veði í bandarískum undirmálslánum. Ákvörðun Moodys er tekin til þess að endurspegla hið mikla tap sem hefur orðið vegna stöðutöku í slíkum lánum, að því er Financial Times greinir frá. Þessi breyting kemur í kjölfar þess að alþjóðleg matsfyrirtæki - meðal annarra Moodys - hafa legið undir ámæli fyrir að hafa veitt slíkum skuldabréfavafninum of háar lánshæfiseinkunnir, á sama tíma og vísbendingar hafi verið uppi um slæma viðskiptahætti í útlánaveitingum hjá fasteignalánafyrirtækjum og lækkandi húsnæðisverð. Markaðsvirði þessara skuldabréfavafninga hefur lækkað mikið að undanförnu, samhliða auknum greiðsluerfiðleikum og vanskilum hjá húsnæðiseigendum á bandarískum fasteignamarkaði - langt umfram það sem Moodys hafði upphaflega gert ráð fyrir. Moodys ákvað því í gær að bregðast við þessari þróun með því beita hér eftir íhaldssamari aðferðum við að ákvarða lánshæfiseinkunn tiltekinna fjármálaafurða. Fyrirtækið hyggst einnig útvíkka fyrri skilgreiningu sína á því hvað flokkist undir að vera undirmálslán. Sú breyting mun gera það að verkum að væntanlegt tap af fasteignalánum sem eru veitt gegn tilteknu veði, sem áður voru talin fremur áhættuminni en undirmálslán, verður talið vera meira en fyrri lánshæfiseinkunn spáði fyrir um.


 

Væntingavísitala atvinnulífsins í Þýskalandi lækkaði fjórða mánuðinn í röð í september, úr 105,8 stigum í 104.2 stig. Hún hefur ekki mælst lægri frá því í febrúar á síðasta ári og var niðurstaðan jafnframt nokkuð undir væntingum greiningaraðila sem höfðu gert ráð fyrir því að vísitalan myndi mælast 105 stig. Helstu ástæðurnar fyrir minnkandi bjartsýni þýskra atvinnurekenda eru raktar til lausafjárkrísunnar á fjármálamörkuðum, hækkandi olíuverðs og styrkingar evrunnar - einkum gagnvart Bandaríkjadal, sem kemur hart niður á þýskum útflutningsfyrirtækjum.


 

Japanska þingið kaus í gær Yasuo Fukuda sem forsætisráðherra landsins, í stað Shinzo Abe, sem sagði af sér embætti fyrr í þessum mánuði vegna ítrekaðra hneykslismála. Fukuda hlaut 338 atkvæði frá þingmönnum neðri deildarinnar, þar sem flokkur hans, Frjálslyndi demókrataflokkurinn, hefur meirihluta. Sá stuðningur nægði Fukuda til að hljóta kjör enda þótt efri deild þingsins, en þar hefur Lýðræðisflokkur Japans meirihluta þingmanna á bak við sig, hefði hafnað skipun hans og kosið mann úr stjórnarandstöðunni. Fukuda, sem er 71 árs, er elsti maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra síðan árið 1990.


 

Breski bankinn Northern Rock, sem hefur einkum sérhæft sig í fasteignalánum, mun ekki greiða arð til hluthafa sinna eins og bankinn hafði tilkynnt um á mánudaginn. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið (BBC) í gær. Fyrirtækið hafði áformað að greiða arð upp á 14,2 pens til hluthafa, samtals að virði 59 milljóna punda, en sökum þrýstings frá bæði fjármálaráðuneytinu og fjármálaeftirlitinu ákváðu stjórnendur Northern Rock að draga þau áform til baka. Gengi bréfa í félaginu hafði lækkað um ríflega 5% þegar kauphöllinni í London var lokað í gær.


 

Eftirspurn eftir notuðu íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum dróst saman í ágústmánuði um 4,3%. Á ársgrundvelli nam salan 5,5 milljónum íbúða, sem er það lægsta frá því árið 2002. Miðgildi þess verðs sem íbúðarhúsnæði seldist á í ágúst var 224.500 Bandaríkjadalir, sem var 0,2% hækkun frá því í júlí. Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir hagfræðingnum Ian Shepherdson að þessar niðurstöður séu "á heildina litið mjög slæmar - og það versta er enn ekki yfirstaðið," segir hann. Á sama tíma var einnig greint frá því að væntingavísitala bandarískra neytenda hefði lækkað í 99,8 stig í september, sem er lægsta gildi hennar í tvö ár.


 

Gengi bréfa í British Petrol (BP) lækkaði um 3% í kauphöllinni í London í gær eftir að Financial Times sagði frá því að forstjóri félagsins, Tony Hayward, hefði varað starfsmenn BP við því að tekjur á þriðja ársfjórðungi myndu dragast verulega saman. Á starfsmannafundi sem Hayward hélt í Houston sagði hann við starfsmenn að tilkynnt yrði um miklar skipulagsbreytingar á rekstri fyrirtækisins í næsta mánuði. Í frétt Financial Times kemur jafnframt fram að afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi verði væntanlega hin versta í fimmtán ár.


 

Fasteignafjárfestingarfélagið Landmark Properties, sem er að hluta til í eigu Landsbanka Íslands, hefur samþykkt að kaupa óklárað skrifstofuhúsnæði í Búlgaríu fyrir 22 milljónir evra, eða 1,93 milljarða íslenskra króna, af búlgarska félaginu Industrial Commerce. Frá þessu var greint í SeeNews fréttastofunni. Framkvæmdarstjóri Landmark Properties í Búlgaríu, Tanya Kosseva-Boshova, segir að Landmark hafi aðeins keypt þann hluta byggingarinnar sem fer undir skrifstofur, en jarðhæðin verði áfram í eigu seljendans. Landmark mun hafa keypt um 30 þúsund fermetra, en þar er meðtalið bílastæði. Landmark á þegar þrjú skrifstofuhúsnæði og verslunarsvæði í Sófíu, sem og fasteignir víðar í Búlgaríu og Tyrklandi. Fyrirtækið vinnur einnig að verkefnum í Króatíu. Landmark Property Management, er í eigu hóps alþjóðlegra fjárfesta; Landsbankans, breska fjárfestingarsjóðnum Altima Partners og breska fyrirtækisins Gort Securities, sem er eigandi Radison SAS hótelsins í Sófíu.


 

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur flaggað viðskiptum í Icelandic Group hf. Viðskiptin eru upp á 86.529.793 hluti og er SBF nú komin með 6,68% hlutafjár í Icelandic Group hf.


 

er að opna skrifstofu í London og á Indlandi


 

Kaupþing banki hf. hefur fengið leyfi til að opna útibú í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni Dubai (DIFC) að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.Kaupþing er fyrsti norræni bankinn til að fá starfsleyfi í þessu umdæmi. Upphaflega mun Kaupþing einbeita sér að því að sinna fyrirtækjaráðgjöf á svæðinu sem og að útvega þjónustu á sviði einkabankastarfsemi. Umar Ali,framkvæmdastjóri Kaupþings í Miðausturlöndum mun stýra útibúinu.


 

Milestone fjárfestingaveldið mun brátt ljúka við yfirtöku á litlum banka í Makedóníu um miðjan nóvember, eftir því sem fram kemur í frétt Macedonian Press Digest.


 

Horfur á frekari samrunahrinu á meðal þýskra banka í ríkiseigu - eða svokallaðra landsbanka (þ. landesbanken) - jukust í gær þegar stjórnendur BayernLB og sparisjóðsbanka sem eiga helmingshlut í bankanum, lýstu opinberlega yfir stuðningi við samrunaviðræður við samkeppnisaðilann Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Viðræður eru hafnar á milli eigenda tveggja stærstu ríkisbanka Þýskalands sem gætu á endanum leitt til þess að myndaður yrði næst stærsti banki landsins - aðeins Deutsche Bank væri stærri. Bankasamruni á milli LBBW og BayernLB myndi umbylta hinum opinbera þýska bankamarkaði; heildareignir sameinaðs banka næmu tæplega 900 milljörðum evra og í kjölfarið yrði til einn af stærstu bönkum í Evrópu, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Forsætisráðherrar sambandaríkjanna í Bæjaralandi og Baden-Württemberg, Edmund Stoiber og Günther Oettinger, funduðu síðastliðinn föstudag og ræddu meðal annars yfirvofandi uppstokkun í þýska bankakerfinu, sem er að verulegum hluta í opinberri eigu. Frekari viðræður milli forsætisráðherrana eru fyrirhugaðar bráðlega. Hins vegar hefur blaðið eftir heimildarmönnum að ekki sé um að ræða formlegar samrunaviðræður á þessum tímapunkti, enda hafa engar viðræður enn átt sér stað á milli Siegfried Jaschinski, forstjóra LBBW, og Werner Schmidt, kollega hans í Bæjaralandi. Landsbankarnir undir miklum þrýstingi Mikill rígur hefur oft og tíðum einkennt samskipti þessara auðugu sambandsríkja í Suður-Þýskalandi og af þeim sökum eru viðræðurnar - enda þótt þær séu aðeins á byrjunarstigi - taldar vera til marks um þann mikla þrýsting sem landsbankarnir eru undir að hefja samrunaferli sem allra fyrst. Financial Times hefur eftir einum heimildarmanni sínum að "eitthvað hljóti að fara gerast í þessum efnum, þrýstingurinn sé það mikill." Yfirvöld í Berlín hafa löngum lagt mun meiri áherslu á að ráðist verði í slíkar umbætur á bankakerfinu heldur en stjórnmálamenn í sambandsríkum Þýskalands, sem eru margir hverjir ekki reiðubúnir til að gefa eftir þau völd og upphefð sem fylgir því að eiga sæti í stjórnum landsbankanna. Landsbönkunum, en um þessar mundir eru átta slíkir bankar starfræktir, var upphaflega ætlað að vera heildsölubankar við hliðina á hinum ríkisreknu sparisjóðum (þ. Sparkassen) í sambandsríkjunum sextán í Þýskalandi. Á meðan landsbankarnir nutu ríkisábyrgðar gátu þeir fjármagnað sig á betri kjörum á markaði heldur en bankar í eigu einkaaðila, en árið 2005, undir þrýstingi frá Evrópusambandinu, var ábyrgðinni hins vegar aflétt. Í kjölfarið hafa sumir bankar lent í fjárhagserfiðleikum samhliða því að hafa þurft að fara út í áhættusamari fjárfestingar til að fjármagna starfsemi sína. Samrunahrina í bankageiranum hófst síðstliðinn ágúst þegar LBBW keypti austurþýska ríkisbankann Landesbank Sachsen, sem hafði átt í miklum vandræðum vegna stöðutöku í undirmálslánum á bandaríska fasteignamarkaðinum. LBBW er jafnframt talinn líklegur til að taka yfir ríkisbankann WestLB í Düsseldorf, en sparisjóðirnir, sem eiga meirihlutaeign í bankanum, hafa lýst því yfir að þeir vilji ná samkomulagi við LBBW. Forsætisráðherra Baden-Württemberg hefur auk þess látið hafa það eftir sér að samruni LBBW og WestLB hafi forgang fram yfir BayernLB - að minnsta kosti á þessari stundu. Verði sameining bankanna þriggja aftur á móti að veruleika yrði til einn af tíu stærstu bönkum Evrópu, ef litið er til heildareigna. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag


 

Hræringar á mörkuðum undanfarið hafa enn frekar afhjúpað þá miklu gjá sem er á milli Frakka og Þjóðverja þegar kemur að peningamálum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur gagnrýnt Seðlabanka Evrópu harkalega fyrir að lækka ekki stýrivexti mitt í lausafjárþurrðinni. Sarkozy hefur verið einn háværasti gagnrýnandi evrópska seðlabankans undanfarin misseri og hefur forsetinn talað fyrir því að tekið verði meira tillit til hagvaxtar við framkvæmd peningamálastefnunnar - ekki eingöngu verðstöðugleika. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, svaraði gagnrýninni um helgina varði ákvörðunina um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta vaxtarákvörðunardegi bankans. Trichet gagnrýndi jafnframt hagstjórn í Frakklandi og sagði of mikil umsvif ríkisins græfi undan samkeppnisstöðu hagkerfisins. Gagnrýni Sarkozy náði nýjum hæðum í síðustu viku þegar hann sakaði stjórn evrópska seðlabankans um aðgerðaleysi á meðan að hagkerfið "sykki". Í sjónvarpsviðtali á fimmtudag ítrekaði hann rétt sinn til þess að gagnrýna bankann og lét í ljós undrun sína yfir því að stjórnendur bankans hefðu ekki lækkað stýrivexti líkt og kollegar þeirra í Bandaríkjunum vegna þeirra hræringa sem hefðu átt sér stað á mörkuðum. Ummælin vöktu töluverða athygli enda ekki algengt að þungavigtarmenn á vettvangi evrópskra stjórnmála gagnrýni bankann á opinberum vettvangi með jafn eindregnum hætti. Fréttaskýrendur leiða að því líkum að Angela Merkel hafi haft Sarkozy í huga þegar hún sagði á fimmtíu ára afmæli Seðlabanka Þýskalands á föstudag að hún myndi standa vörð um sjálfstæði Seðlabanka Evrópu og koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að beita hann pólitískum þrýstingi. Þýski seðlabankinn var annálaður fyrir sjálfstæði og ábyrgð á meðan Þjóðverjar ráku eigin peningamálastefnu og stjórnvöld þar í landi gerðu á sínum tíma kröfu um sjálfstæði seðlabanka að forsendu fyrir þátttöku í myntsamstarfinu. Hægt er að leiða líkum að því að pólitísk ókyrrð um evruna muni vara áfram. Á sama tíma og gengi gjaldmiðilsins hefur aldrei verið sterkara gagnvart helstu gjaldmiðlum er hagvöxtur lítill í Frakklandi og atvinnuleysi að sama skapi mikið. Ólíklegt þykir að Sarkozy láti af því að mæla fyrir gengisstefnu sem styður við bakið á útflutningsatvinnuvegum á meðan að ástandið er með þessum hætti. Franski forsetinn þarf jafnframt að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum efnahagsumbótum. Stjórnmálaskýrendur telja að skili þær ekki skjótum árangri muni pólitískur stuðningur við þær þverra og því kunni Frökkum að reynast enn erfiðara að uppfylla þau skilyrði evruaðildar sem takmarka fjárlagahalla. Frönsk stjórnvöld hafa legið undir ámæli vegna þess hversu oft fjárlagahallinn hefur reynst meiri en reglur myntsamstarfsins kveða á um. Sarkozy hefur lýst því yfir að hann geri ráð fyrir að hægt verði að koma böndum á hallann árið 2010 en að hann geti ekki tryggt að það verði fyrr en árið 2012. Auk ýmissa umbóta gera efnahagsáætlanir forsetans ráð fyrir skattalækkunum sem er talið að muni kosta 11 milljarða evra. Sarkozy er enn sem komið er einangraður með skoðun sína um áherslur við framkvæmd peningamálastefnu evrópska seðlabankans, en fjármálaráðherrar aðildarríkjanna lýstu yfir eindregnum stuðningi við sjálfstæði hans á fundi í Portúgal á dögunum. Þrátt fyrir það telja sérfræðingar það óhjákvæmilegt að ástand efnahagsmála hafi áhrif á framtíðarhorfur hinnar sameiginlegu myntar, ekki síst vegna vægis franska hagkerfisins í Myntbandalaginu.


 

Gengi bréfa í Deutsche Bank féll nokkuð í kjölfar frétta um að bankinn þyrfti að afskrifa 1,7 milljarða evra af lánasafni upp á 29 milljarða evra sem bankinn hafði lofað að veita viðskiptavinum sínum. Forsvarsmenn bankans vildu ekki staðfesta fréttina í gær, en hún kemur í kjölfar þess að forstjóri bankans, Josef Ackerman, greindi frá því fyrir helgi að lausafjárkrísan á alþjóðlegum fjármálamörkuðum myndi hafa slæm áhrif á afkomu bankans.


 

Vandræði breska bankans Northern Rock, sem hefur einkum sérhæft sig í fasteignalánum, héldu áfram í gær og hafði gengi bréfa í félaginu lækkað um ríflega 11% þegar markaðir lokuðu. Hlutabréfalækkanirnar í gær eru einkum raktar til orðróms um að bankinn eigi í erfiðleikum með að finna áhugasama kaupendur án þess að til komi enn frekari stuðningur frá breskum yfirvöldum. Heimildir herma að Northern Rock áformi - þrátt fyrir mikla fjárhagserfiðleika bankans - að greiða arð upp á 14,2 pens til hluthafa, samtals að virði 59 milljónir punda.


 

Bretland mun geta viðhaldið lágri verðbólgu á næstu tveimur áratugum ef áfram verður fylgt efnahagsstefnu Verkamannaflokksins á síðustu tíu árum, segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Ummæli Brown koma í kjölfar þess að Alan Greenspen, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varaði við því í síðustu viku að verðbólga gæti aukist verulega á Bretlandi á næstu árum. Frá því að Englandsbanki hlaut sjálfstæði árið 1997 hefur verðbólga haldist mjög lág í landinu í sögulegu samhengi.


 

Seðlabanki Ungverjalands lækkaði í gær stýrivexti um 25 punkta - í 7,5% - eins og flestir greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um, sökum minnkandi verðbólguþrýstings í hagkerfinu á undanförnum misserum. Í síðasta mánuði mældist verðbólga á ársgrundvelli 8,3%. Ungverski seðlabankinn lækkaði síðast vexti í júní, þá einnig um 25 punkta.


 

bréf AMR lækkuðu skarpt í kauphöllinni í gær


 

Frá og með 10. október næstkomandi mun Icelandair Cargo hefja nýtt vikulegt fraktflug milli Keflavíkur og Stokkhólms. Flogið verður alla miðvikudagsmorgna frá Keflavík til Stokkhólms á Boeing 757-200 fraktvél og svo aftur til Keflavíkur sama dag að því segir í tilkynningu.


 

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki töluvert í september eða um 0,8%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 4,8% í stað 4,2% nú. VNV mun þá standa í 278,8 stigum.


 

Aðalfundur Alfesca verður haldinn á Nordica hóteli í dag. Fyrir fundinum liggja m.a. tillögur um 30% hlutafjáraukningu og að skrá hlutafé félagsins í evrum.


 

ráðleggja þó kaup


 

Yfirtökunefnd hefur tekið fyrir kaup Glitnis banka hf. á 39,8% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. þann 5. september 2007. Eins og fyrr greinir hefur FL Group hf. ákveðið að gera öðrum hluthöfum í Tryggingamiðstöðinni hf. yfirtökutilboð. Með hliðsjón af framangreindu telur Yfirtökunefnd ekki tilefni til að halda áfram með athugun sinni.


 
Erlent
23. september 2007

Milljarður er ekki nóg!

Það vekur athygli nú þegar Forbes hefur birt lista sinn yfir ríka Bandaríkjamenn í 25 sinn þá dugar ekki lengur að eiga einn milljarð Bandaríkjadala eða 63 milljarða króna til að komast inn á topp 400 listann. Til að komast þangað inn verða menn að eiga 1,3 milljarða dala og fyrir vikið eru 82 milljarðarmæringar úti í kuldanum.


 

Gengið hefur verið frá kaupum BNT hf., sem meðal annars er eigandi N1, á 49% hlut í danska úthafsolíufélaginu Malik Supply a/s að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Seljandi hlutarins er stofnandi og aðaleigandi félagsins frá upphafi, Morten Jacobsen. 51% hlutur í Malik Supply a/s verður í höndum starfsmanna þess. Malik Supply a/s var stofnað fyrir um 20 árum, en upphaf félagsins má rekja til þjónustu þess við grænlensk útgerðarfélög. Félagið er með aðsetur í Álaborg í Danmörku og nam velta þess á síðasta ári um 6 milljörðum íslenskra króna. Megináherslur í rekstri Malik Supply a/s er sala eldsneytis til útgerðaraðila á NV-Atlantshafi, bæði frá birgðaskipum en einnig sem umboðsaðili. Malik Supply a/s er meirihlutaeigandi af Íslenskri olíumiðlun ehf., sem á og rekur eldsneytisbirgðastöð á Neskaupsstað. Með kaupum BNT hf. á stórum hlut í Malik Supply a/s tryggir félagið sér aðgang að víðtækari viðskiptasamböndum, reynslu og þekkingu á eldsneytismarkaðinum á NV-Atlantshafi en áður hefur verið segir í tilkynningu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda.


 

Umfang skuldabréfaútgáfu hjá Glitni, sem tilkynnt var um í dag, kemur greiningardeild Landsbankans á óvart, í ljósi þeirra kjara sem bankanum buðust. Skuldabréfið er að upphæð eins milljarðs dollara eða um 63 milljarða íslenskra kóna og ber 6,375% fasta vexti til fimm ára. Kjörin eru 140 punktum yfir breytilegum fimm ára LIBOR vöxtum. ?Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur farið lækkandi síðustu daga, og var það 83 punktar fyrir Glitni, 113 punktar fyrir Kaupþing og 60 punktar fyrir Landsbankann um miðjan dag í dag,? segir greiningardeild Landsbankans.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16% og er 7.889 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam um sex milljörðum króna. Bakkavör Group hækkaði um 1,87%, Nýherji hækkaði um 1,86%, Flaga Group hækkaði um 1,42%, Icelandic Group hækkaði um 1,37% og Föroya banki hækkaði um 1,15%. Straumur lækkaði um 0,52%, Eik banki lækkaði um 0,15% og Kaupþing lækkaði um 0,09%. Gengi krónu styrktist um 0,26% og er 118 stig.


 

Ólafur Sörli Kristmundsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Northern Travel Holding hf. að því er kemur fram í tilkynningu. Ólafur Sörli hóf störf hjá FL Group í september árið 2005 sem forstöðumaður viðskiptagreininga og frá október 2005 sem forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá FL Travel Group. Ólafur Sörli hefur gengt starfi forstöðumanns á rekstarsviði hjá FL Group hf. frá byrjun árs 2006.


 

Hluthafar í Slippfélaginu í Reykjavík hafa selt félagið til bræðranna Péturs Más og Ástgeirs Finnssona. Kaupverð er ekki gefið upp.


 

BNbank í Noregi, dótturfyrirtæki Glitnis, hefur aukið hlutafjáreign sína í Norsk Privatøkonomi úr 45% í 77.5%. BNbank keypti 45% hlutafjár í Norsk Privatøkonomi ASA í ágúst 2006 og mun fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2009 eignast 97% hlutafjárins, samkvæmt samkomulagi við núverandi eigendur Norsk Privatøkonomi. Nafni fyrirtækisins, Norsk Privatøkonomi, verður breytt í Glitnir Privatøkonomi síðar í haust segir í tilkynningu.  Norsk Privatøkonomi veitir einstaklingum persónulega fjármálaráðgjöf af ýmsum toga, til dæmis varðandi gerð fjárhagsáætlana, skattamál, erfðamál, lífeyrissparnað og við útfærslu sparnaðarleiða. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 með samruna 14 lítilla fyrirtækja og hjá því starfa 115 manns í 16 starfsstöðvum í Noregi. ?Norsk Privatøkonomi er í forystu á sínu svið, með sterk tengsl í gegnum starfsstöðva sínar. Fyrirtækið hefur á að skipa mjög hæfu og reyndu liði ráðgjafa og því mun það gegna lykilhlutverki í framtíðardreifikerfi Glitnis,? segir Gunnar Jerven, framkvæmdastjóri BNbank. ?Norsk Privatøkonomi verður áfram sjálfstætt fyrirtæki með eigin stjórn og framkvæmdastjórn. Fyrirtækið mun áfram bjóða fjölbreytta þjónustu norskra aðila og alþjóðlegra fjármálastofnana, sem tryggt hefur viðskiptavinum þess aðgang að bestu þjónustu sem völ er á,? segir Jerven enn fremur. Við aukinn eignarhlut BNbank í Norsk Privatøkonomi ASA mun Tor Lægreid láta af störfum sem framkvæmdastjóri og John Solbu Braaten, stjórnarformaður Norsk Privatøkonomi, taka við framkvæmdastjórastarfinu. Johan Solbu Braaten (61) hefur 35 ára stjórnunarreynslu úr stórum norskum iðnaðar- og fjármálafyrirtækjum segir í tilkynningunni. 


 

Lokað verður fyrir viðskipti með hlutabréf HB Granda vegna hluthafafundar sem hófst klukkan tvö. Opnað verður aftur fyrir viðskipti eftir að niðurstöður af fundinum hafa verið birtar, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli júlí og ágúst. ?Hækkunina má rekja til verðhækkunar fjölbýlis sem hækkaði um 1,1% milli mánaða en verð sérbýlis lækkaði lítillega eða um 0,1%,? segir greiningardeild Glitnis. Ágúst er annar mánuðurinn í röð, segir greiningardeildin, þar sem verð á sérbýli er nær óbreytt frá fyrri mánuði. Það sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um 12,5% og er lítill munur á verðhækkun fjölbýlis og sérbýlis sem hafa hækkað um 12,6% og 12,4% á tímabilinu. ?Aðstæður til húsnæðiskaupa hafa heldur versnað undanfarnar vikur. Vextir á innlendur verðtryggðum lánum hafa hækkað mikið, sérstaklega hjá viðskiptabönkunum. Vextir hjá Íbúðalánasjóði hafa einnig hækkað sem og hjá nokkrum lífeyrissjóðum sem lána verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Við teljum að þetta eigi eftir að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði en möguleikar á gengisbundnum lánum til fjármögnunar húsnæðiskaupa eru þó lítið breyttir og líklegt að sú fjármögnunarleið eigi eftir að aukast og vega á móti. Spenntur vinnumarkaður með litlu atvinnuleysi og hröðum launahækkunum á eftir að styðja við fasteignamarkaðinn á meðan gott atvinnuástand varir. Mikil fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur átt sér stað undanfarin ár og mögulegt að mettunaráhrif mikils framboðs eigi eftir að koma fram þegar líður á veturinn,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,52% og er 7.917 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2,4 milljörðum króna. Bakkavör Group hefur hækkað um 2,18%, Nýherji hefur hækkað um 1,86%, Flaga Group hefur hækkað um 1,42%, Föroya banki hefur hækkað um 1,38% og Icelandic Group hefur hækkað um 1,37%. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,14% og Eik banki hefur lækkað um 0,46%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,71% og er 118 stig.


 

Þorsteinn Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Northern Travel Holding hf. (NTH). Samtímis mun hann taka við stjórnarformennsku í Iceland Express og Sterling Airlines sem bæði eru í eigu NTH, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.Northern Travel Holding er eignarhaldsfélag með megináherslu á flugfélög og annan ferðatengdan rekstur innan Skandinavíu og Evrópu. Markmið félagsins er að skapa og reka leiðandi fyrirtæki með sterka markaðsstöðu, þar sem sérstök áhersla er lögð á sveigjanlegt vöruframboð, hagkvæmni og flotta þjónustu.


 

Tveggja mánaða löngu yfirtökustríði milli Nasdaq og Dubai lauk í gær þegar félögin komust að samkomulagi um yfirtöku á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX. Það er hins vegar allsendis óvíst hvort af samkomulaginu verður í kjölfar þess að tilkynnt var um kaup katarsks fjárfestingarsjóðs á 10% hlut í OMX. Kauphöllin í Dubai og bandaríska kauphallarfyrirtækið Nasdaq tilkynntu í gærmorgun að samkomulag hefði náðst á milli félaganna um yfirtöku á OMX kauphöllinni, sem meðal annars á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrarsaltsríkjunum. Samkvæmt því mun Nasdaq verða eigandi að OMX, en í staðinn fær kauphöllin í Dubai 19,9% hlut - atkvæðisréttur takmarkast þó við 5% - í sameinuðu kauphallarfyrirtæki, auk þess sem Dubai kaupir 28% hlut Nasdaq í kauphöllinni í London (LSE), sem er metin á um 1,8 milljarð Bandaríkjadala. Nasdaq heldur eftir 3,5% hlut í LSE. Hins vegar gætu fréttir af kaupum Qatar Investment Authority (QIA), fjárfestingarsjóðs í eigu stjórnvalda í Katar, á 20% hlut í LSE og 10% hlut í OMX sett strik í reikninginn, að mati fjármálaskýrenda. Það er talið að QIA hafi keypt hlutinn í LSE af bandarískum fjárfesti og vogunarsjóði, sem hvor fyrir sig áttu 10% hlut. Dow Jones-fréttastofan greinir frá því að QIA, sem á síðustu vikum hefur verið orðað við hugsanlegt yfirtökutilboð í norrænu kauphöllina, hafi hvatt hluthafa OMX um að bíða með að samþykkja sameiginlegt tilboð Nasdaq og Dubai. Þau ummæli - ásamt kaupum sjóðsins á 10% hlut síðar um daginn - eru sterklega talin gefa til kynna að hugsanlega sé von á nýju verðstríði um OMX. Forstjóri LSE, Clara Furse, fagnaði kaupum katarska fjárfestingarsjóðsins og sagði að þau myndu veita kauphöllinni í London "einstaka strategíska stöðu og frábærar horfur" til lengri tíma litið. Gengi bréfa í LSE hækkuðu um 15% eftir að tilkynnt var um að Dubai og Katar hefðu eignast meira en 50% hlut í kauphöllinni. Hækkunin er rakin til væntinga fjárfesta um að LSE verði enn og aftur yfirtökuskotmark, en stjórnendur kauphallarinnar í Dubai neituðu hins vegar slíkum orðrómi. Stjórn kauphallarinnar í London hefur á stuttum tíma staðið af sér fjórar óvinveittar yfirtökutilraunir; frá þýsku kauphöllinni, Macquarie, Ástralska bankanum og nú síðast Nasdaq. Gengi bréfa í OMX lækkaði upphaflega þegar tilkynnt var um samkomulag Nasdaq og Dubai í gærmorgun, en hækkaði um 6% þegar fréttist af kaupum katarska fjárfestingarsjóðsins á 10% hlut í norrænu kauphallarsamstæðunni, en þarlend stjórnvöld óttast aukna samkeppni kauphallarstarfsemi í Miðausturlöndum. Reuters-fréttastofan hefur stjórnarformanni kauphallarinnar í Dubai, Essa Kazim, að hann útiloki ekki að sameinað kauphallarfyrirtæki Nasdaq, OMX og Dubai ráðist í yfirtökur á kauphöllum í Miðausturlöndum eða öðrum alþjóðamörkuðum. Kaup katarska fjárfestingarsjóðsins í LSE og OMX endurspeglar þá baráttu sem á sér stað milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnvalda í Katar um að koma á fót leiðandi fjármálamiðstöð í Miðausturlöndum, en á undanförnum árum hefur mikil samþjöppun átt sér stað meðal alþjóðlegra kauphalla á heimsvísu. Frá árinu 2005 hafa kauphallir um allan heim ráðist í yfirtökur og samruna að verðmæti 64 milljarða Bandaríkjadala. Sérfræðingar segja að ekkert bendi til þess að þeirri samrunaþróun sé lokið.


 

Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal náði sögulegum hæðum í gær og fór það í 1,4065. Ástæðuna fyrir lækkuninni má rekja til lækkunar stýrivaxta í Bandaríkjunum á þriðjudag og væntinga um enn frekari vaxtalækkanir þar í landi vegna efnahagsástandsins. Bloomberg fréttastofan hefur eftir yfirmanni gjaldeyrisviðskipta TD Securities að með ákvörðun sinni hafi bandaríski seðlabankinn í raun kastað dalnum fyrir ljónin. Veikingin var einnig knúin áfram af frétt sem birtist í breska blaðinu Daily Telegraph um að stjórnvöld í Sádi-Arabíu kynnu að binda endi á fastgengisstefnu sína gagnvart dalnum. Talsmaður þeirra vísaði þessu hinsvegar á bug. Þrátt fyrir að fram hafi komið máli Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að stoðir fjármálakerfis Bandaríkjanna væru sterkar er hann kom fyrir fjármálanefnd fulltrúardeildarinnar og að Hank Paulson, fjármálaráðherra, hafi fullvissað sömu nefnd um að undirliggjandi styrkur hagkerfisins þyldi núverandi titring var það ekki til þess draga úr veikingu dalsins. Samfæra lækkuninni hækkaði verð á gulli á mörkuðum og hefur það ekki verið hærra í 27 ár. Vaxtamunur tveggja ára og tíu ára bandarískra ríkisskuldabréfa hefur ekki verið meiri síðan í maí árið 2005 og er það til marks um að fjárfestar telji að vaxtalækkanir seðlabankans muni orsaka verðbólgu. Í frétt Bloomberg um horfurnar á gjaldeyrismörkuðum kemur jafnframt fram að framvirkir samningar gefi til kynna að 74% líkur séu á frekari stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum á næsta vaxtarákvörðunardegi, sem er 31. október. Víðtækar afleiðingar Veik staða Bandaríkjadalsins um þessar mundir kann að hafa víðtækar afleiðingar. Sérfræðingar segja að sársaukamörk útflutningsiðnaðar á evrusvæðinu séu við gengið 1,4 Bandaríkjadali. Evrópskir stjórnmálamenn, með Nicolas Sarkozy forseta Frakklands fremstan í flokki, hafa kvartað yfir peningamálastefnu Seðlabanka Evrópu á þeirri forsendu að hún taki tillit til annars en verðstöðugleika. Líklegt þykir að þær gagnrýnisraddir verði háværari verði veiking á gengi dalsins gagnvart evru viðvarandi. Margir telja þá þróun líklega. International Herald Tribune hefur eftir Jim McCormick, yfirmanni gjaldeyrisrannsókna hjá Lehman Brothers í London, að gengi evrunnar gagnvart dalnum kunni að fara 1,45 dali. Sérfræðingar hafa lengi spáð veikingu dalsins gagnvart helstu gjaldmiðlum, meðal annars sökum viðvarandi viðskiptahalla og fjárlagahalla sem tilkominn er vegna stríðsreksturs, alþjóðlegra öryggisskuldbindinga og nýlegra skattalækkana. Veiking dalsins um þessar mundir birtist fyrst og fremst í styrkingu á gengi evru en á sama tíma halda mikilvæg ríki í alþjóðahagkerfinu, eins og Kína, gengi gjaldmiðla lágu til þess að styðja við bakið á útflutningsiðnaði. Það hafa fyrst og fremst verið bandarísk stjórnvöld sem hafa sett þrýsting á kínversk stjórnvöld um að endurmeta gengisstefnu sína. Ljóst er að þrýstingurinn mun aukast: Haft er eftir Christine Lagarde í International Herald Tribune í gær að styrkur evrunnar sé áhyggjuefni fyrir Evrópumenn og hún muni ræða við kínverska ráðamenn um gengi evru gegn júaninum, en fjármálaráðherrann er í opinberri heimsókn í Kína. Veiking kann að breyta samsetningu gjaldeyrisforða Í breska blaðinu Financial Times er leitt líkum að því að veiking dalsins kunni jafnframt að flýta fyrir því að ríki sem ráða yfir gríðarlega miklum gjaldeyrisforða breyti samsetningu hans á kostnað Bandaríkjadals. Sérstaklega er horft til Kína hvað þetta varðar, en ekkert ríki á jafn mikið af bandarískum skuldabréfum. Blaðið hefur eftir Simon Derrick, sem starfar hjá Bank of New York Mellon, að þegar nýstofnaðir ríkisfjárfestingasjóðir Kínverja taki til starfa kunni það að leiða til enn frekari veikingar dalsins. Sjóðnum, sem hefur fjárfestingargetu upp á 200 milljarða dala, verður varið til fjárfestinga í eignum sem alla jafna eru arðbærari en ríkisskuldabréf.


 

Bear Stearns greindi frá því í gær að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um 61% frá því á sama tímabili í fyrra. Afkoma fjárfestingabankans - sem hefur átt í miklum vandræðum vegna undirmálslánakrísunnar - var langt undir spám greiningaraðila. Hagnaður bankans á ársfjórðungnum nam 171,3 milljónum dala, eða 1,16 dölum á hlut, en að meðaltali gerðu spár greiningardeilda ráð fyrir hagnaði upp á 1,64 milljarða Bandaríkjadala. Fjárfestingabankinn afskrifaði 700 milljónir dala, meðal annars vegna 200 milljóna dala taps hjá stórum vogunarsjóðum bankans. A f hinum fjóru stóru fjárfestingabönkum á Wall Street - Bear Stearns, Goldman Sachs, Morgan Stanley og Lehman Brothers - var afkoma Bear Stearns langsamlega verst. Engu að síður hækkaði gengi bréfa í bankanum um 2%, þar sem fjárfestar höfðu jafnvel gert ráð fyrir enn verri afkomu.


 

Afkoma bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs á þriðja ársfjórðungi var töluvert yfir væntingum greiningaraðila. Hagnaður bankans á ársfjórðungnum jókst um 79% frá því á sama tímabili í fyrra og nam 2,85 milljörðum Bandaríkjadala, eða 6,13 dölum á hlut. Spár greiningardeilda höfðu að meðaltali gert ráð fyrir 4,35 dala hagnaði á hlut. Tekjur bankans jukust um 63% og námu samtals 12,33 milljörðum dala, auk þess sem tekjur af fjárfestingabankastarfsemi hafa aldrei verið meiri. Þrátt fyrir góða afkoma þurfti bankinn að afskrifa 1,5 milljarða dala vegna útlánataps, sökum undirmálslánakrísunnar vestanhafs. Gengi bréfa í Goldman Sachs hafði hækkað um 1% á hádegi að bandarískum tíma í gær.


 

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan september, er 376,9 stig (júní 1987=100) og hækkar um 0,45% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir október. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,0% segir í frétt Hagstofunnar.


 

Í ítarlegu viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson ferðaskrifstofufrömuð í blaðinu í dag kemur fram að allt stefni í að velta ferðaþjónustuveldis hans fari yfir 60 milljarða króna á þessu ári. Í síðustu viku var greint frá því að hann hefði keypt Budget Travel, stærstu ferðaskrifstofu Írlands, sem veltir um það bil 17 milljörðum króna.


 

Bjarni Þór Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Naust Marine í Garðabæ. Bjarni Þór lauk Dipl. Ing. í Sensorsystemtechnik frá Karlsruhe í Þýskalandi 1996. Bjarni Þór hefur síðastliðin fjögur ár verið framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Kine ehf, en Bjarni hefur einnig starfað hjá Reykjafelli og Landspítalanum.


 

Í dag opnaði fjárfestingabankinn Askar Capital skrifstofu í Búkarest í Rúmeníu að því er kemur fram í tilkynningu. Meðal viðstaddra var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, en auk hans voru viðstaddir frammámenn úr rúmensku viðskiptalífi og viðskiptasendinefnd frá Útflutningsráði sem er í föruneyti forsetans. Í tilkynningu kemur fram að meginstarfsemi skrifstofunnar er fólgin í að finna og meta fjárfestingatækifæri í fasteignum í Rúmeníu fyrir viðskiptavini Askar, en mikill uppgangur hefur verið þar að undanförnu. Skrifstofan mun einnig leita tækifæra í nærliggjandi löndum. Askar hefur ráðið Rúmenann Florin Bancila til að veita Askar Romania SRL forstöðu. "Við erum mjög spenntir fyrir innreið á rúmenskan markað. Við höfum þegar tekið þátt í nokkrum fjárfestingaverkefnum þar og munu nú færa þá starfsemi enn frekar út? segir Tómas Sigurðsson, framkvæmdastjóri Askar fasteignaráðgjafar í tilkynningu. ?Opnun skrifstofunnar í Rúmeníu mun leiða til fjölgunar þeirra verkefna sem við höfum unnið að þar í landi ásamt samstarfsaðilum okkar,?  segir Haukur Harðarson, stjórnarformaður Askar Capital, í tilkynningu.  Askar Capital er fjárfestingarbanki sem starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Forstjóri bankans er Dr. Tryggvi Þór Herbertsson. Askar Romania SRL verður dótturfélag Askar fasteignaráðgjafar ehf. sem er dótturfélag Askar Capital hf.


 

Stjórnir Johan Rönning hf., Sindra hf. og Hebron ehf. hafa ákveðið að sameina félögin undir einni kennitölu. Fyrr á árinu var Raftækjaverslun Íslands hf. sameinuð Johan Rönning hf. Í tilkynningu kemur fram að fyrirtækin munu verða rekin sem sjálfstæðar þjónustueiningar og bera áfram sömu nöfn.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,76% og er 7.876 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 4,4 milljörðum króna. Teymi hækkaði um 0,49% og FL Group hækkaði um 0,41%. Atlantic Petroleum lækkaði um 3,43%, Össur lækkaði um 1,8%, Kaupþing lækkaði um 1,37%, Straumur lækkaði um 1,02% og Exista lækkaði um 0,97%. Gengi krónu veiktist um 0,35% og er 118,6 stig.


 

Trausti Harðarson hefur í dag tekið við starfi forstjóra Securitas. Guðmundur Arason hefur á sama tíma látið af störfum hjá félaginu að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Trausti Harðarson er 30 ára og hefur starfað hjá Securitas í 10 ár á flestum sviðum félagins, nú síðast sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs. Trausti er með BS gráðu í viðskiptafæði en hafði áður lokið tæknimenntun. Trausti leggur nú lokahönd á MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Unnusta Trausta er Elva Hrund Þórisdóttir og eiga þau eina dóttur, Aldísi Tinnu. ?Hlutverk Trausta verður að byggja á þeim trausta grunni sem Securitas stendur á, sækja fram með félagið og takast á við fjölmörg spennandi tækifæri. Vöxtur Securitas hefur verið mikill á undanförnum árum. Velta þess er áætluð um 3 milljarðar í ár og starfa hjá fyrirtækinu um 400 manns. Trausti hefur gegnt lykilhlutverki í þessum öra vexti. Um leið og við þökkum fráfarandi framkvæmdastjóra, Guðmundi Arasyni, vel unnin störf á liðnum árum og óskum honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi, er stjórn félagsins full eftirvæntingar að takast á við skemmtileg verkefni með Trausta og þeim einvala hópi starfsmanna sem Securitas hefur á að skipa. Það er þessi hópur sem hefur komið félaginu á þann góða stað sem það er nú á,? segir Pétur Már Halldórsson, stjórnarformaður Securitas.


 

segir Manuel Hinds í svari sínu við gagnrýni Davíðs Oddssonar


 

Í nýrri skýrslu OECD um menntamál kemur fram að útgjöld ríkissjóðs til menntamála á Íslandi hafa aukist samtals um 15 milljarða eða 69% á síðustu 10 árum. Þar kemur einnig fram að á síðastliðnum 10 árum hefur fjöldi þeirra sem ljúka háskólanámi aukist um 12% og sömuleiðis hefur fjöldi þeirra sem ljúka framhaldsskólanámi aukist um 7% innan landa OECD.


 

Eftir mikla uppsveiflu á markaði í gær í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum hafa markaðirnir nú komið niður aftur. Úrvalsvísitalan hefur það sem af er degi lækkað um 1.17% og stendur í 7.849 stigum.


 

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að áður en farið verði í endurskoðun vatnalaganna, þurfi að ganga frá skipun nefndar, sem Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, gaf loforð um á sínum tíma. Nefndinni er ætlað að samræma vatnalögin og önnur lagaákvæði sem varða vatnsréttindi. Vatnalögin taka, að óbreyttu, gildi hinn 1. nóvember næstkomandi. Össur útilokar ekki að gildistökunni verði frestað í viðtali við Viðskiptablaðið í dag.


 

Skiptar skoðanir eru á meðal sérfræðinga um ákvörðun bandaríska seðlabankans um að lækka stýrivexti um fimmtíu punkta. Hlutabréfavísitölur hafa hækkað en að sama skapi benda önnur viðbrögð til vaxandi efasemda um horfurnar í bandaríska hagkerfinu: Verð á olíu og gulli hækkaði í kjölfar ákvörðunarinnar, auk þess sem þróunin á ávöxtunarkröfu skuldabréfa benti til ótta um vaxandi verðbólguþrýsting. Bern Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lét áhyggjur af því að verða fyrir sömu gagnrýni og forveri hans, Alan Greenspan, ekki hafa áhrif á sig. Hann var stundum sakaður um að vera vikapiltur Wall Street og lækka vexti of mikið til þess að skera fjárfesta úr snörunni þegar öldugangur gekk yfir markaði. Þrátt fyrir að hann hafi lækkað vexti meira en væntingar flestra gerðu ráð fyrir er allt á huldu með hvort að Bernanke hafi látið hagsmuni fjárfesta ráða för. Fram kemur í frétt Wall Street Journal í gær að ákvörðunin sé til marks um að Bernanke meti að áhrif lausafjárþurrðarinnar, sem hófst í kjölfar hrunsins á markaðnum með bandarísk undirmálslán í sumar, kunni að verða alvarlegri og djúpstæðari fyrir hagkerfið en almennt hefur verið talið: Hann sé því að taka áhættuna á að gera hugsanlega of mikið frekar of lítið. Þrátt fyrir að ákvörðunin kunni að valda verðbólguþrýstingi sökum gengislækkunar Bandaríkjadals og hækkunar olíuverðs sé verðbólga skárri kostur en mögulegt samdráttarskeið í hagkerfinu. Í tilkynningunni frá bandaríska seðlabankanum, sem var birt í kjölfar stýrivaxtaákvörðunarinnar á þriðjudag, kemur meðal annars fram að hækkandi fjármagnskostnaður í kjölfar lausafjárþurrðarinnar og óvissunnar á mörkuðum "kunni að magna upp leiðréttingarinnar á fasteignamarkaði og hamla hagvexti." Rétt tímasetning? Á vef tímaritsins The Economist er ákvörðunin sögð vera náskyld kenningum Frederic Mishkin, sem situr stjórn seðlabankans. Eins og kom fram í Viðskiptablaðinu í byrjun mánaðarins þá telur Mishkin að hægt sé að stemma stigu við neikvæðum áhrifum niðursveiflunnar á fasteignamarkaði á heildareftirspurn í hagkerfinu með því að auka peningamagn í umferð hraðar en Taylor-reglan leggur til. Sé þetta rétt þá vakna upp spurningar um hvort að vaxtaákvörðunin hafi verið tekin á réttum tíma. Svarið veltur meðal annars á því hvort að samdráttarskeið sé nú þegar hafið eða hvort að hugsanlegt vaxtalækkunarferli komi í veg fyrir slíkt. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Stýrivöxtum í Japan var viðhaldið óbreyttum sjöunda mánuðinn í röð. Methækkanir urðu á hlutabréfum í kauphöllinni í Tókýó og japanska jenið veiktist mikið gagnvart hávaxtamyntum, sökum aukinnar áhættusækni fjárfesta. Óvissa ríkir um næstu vaxtahækkun Japansbanka en sú ákvörðun mun að miklu leyti ráðast af efnahagsástandinu í Bandaríkjunum á næstu misserum. Japansbanki hélt stýrivöxtum óbreyttum í 0,5% í gær, eins og flestir greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir - ekki síst í ljósi þess að nokkrum klukkustundum áður hafði bandaríski seðlabankinn lækkað stýrivexti sína um 50 punkta. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagði að áhyggjur af hugsanlegum samdrætti í Bandaríkjunum sem myndi í kjölfarið ógna efnahagsbata Japans væru helsta ástæða vaxtaákvörðunar bankans, en átta stjórnarmenn af níu greiddu atkvæði með óbreyttum vöxtum á meðan einn vildi hækka vexti um 25 punkta. Grafið undan markmiði seðlabankastjórans Enda þótt flestir sérfræðingar hafi átt von á einróma ákvörðun stjórnarinnar þá er engu að síður talið mjög ólíklegt að andstaða eins stjórnarmanns verði til þess að Japansbanki muni hækka vexti í næsta mánuði. Hins vegar leiddi klofningur stjórnarinnar til þess að japönsk ríkisskuldabréf til tíu ára lækkuðu nokkuð, að því er Bloomberg-fréttaveitan greinir frá. Á fjölmiðlafundi í Tókýó í gær sagðist Fukui ekki sjá mikil batamerki á því ástandi sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að undanförnu. "Það ríkir enn óróleiki og óvissa," er haft eftir honum í Financial Times. Ummæli seðlabankastjórans styrkja enn frekar þá skoðun hagfræðinga að það muni reynast Japansbanka erfitt að réttlæta stýrivaxtahækkun á þessu ári, líkt og peningamálstefna bankans hafði áður gert ráð fyrir. Lausafjárkrísan á fjármálamörkuðum, verðlækkanir og samdráttur í japanska hagkerfinu á öðrum ársfórðungi hafa grafið undan markmiði Fukui um að hækka stýrivexti í það sem "eðlilegt" getur talist, áður en hann lætur af embætti í byrjun næsta árs. Óvissa um næstu stýrivaxtahækkun Japansbanka Nikkei-hlutabréfavísitalan í Tókýó hækkaði um 3,7% - sem er mesta hækkun á einum degi í fimm ár - í kjölfar vaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans. Skörp vaxtalækkun vestanhafs gerði það einnig að verkum að áhættusækni fjárfesta til að eiga í vaxtamunarviðskiptum jókst á ný; japanska jenið veiktist gagnvart helstu myntum á gjaldeyrismarkaði, en þó sérstaklega gagnvart hávaxtamyntum á borð við íslensku krónuna, nýsjálenska dalinn og ástralska dalinn. Hvenær Japansbanki ræðst í næstu stýrivaxtahækkun mun að miklu leyti ráðast af þróuninni í bandaríska hagkerfinu, að mati Tomoko Fujii, aðalhagfræðings Bank of America í Japan. Reuters-fréttastofan hefur eftir honum að sennilega muni bankinn þurfa að bíða fram í janúar - jafnvel lengur - til að hækka vexti í 0,75%. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Breskum bönkum verður heimilt að fá lánað allt að tíu milljarða punda frá Englandsbanka í þrjá mánuði, meðal annars með fasteignaveð sem tryggingu. Þetta kom fram í óvæntri tilkynningu sem Englandsbanki sendi frá sér í gær. Hingað til hefur Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ítrekað haldið því fram að slík aðgerð myndi jafngilda því að bjarga bönkum frá gjaldþroti sem hefðu stundað áhættusamar lánveitingar. Það yrði einungis til þess að "sá fræum fyrir fjármálakreppur framtíðarinnar" þar sem markaðir myndu halda áfram að vanmeta áhættu og kasta af sér siðlægri gætni (e. moral hazard) í starfemi sinni. Í frétt Financial Times segir að Englandsbanki hafi vitaskuld ávallt haldið þeim möguleika opnum að á einhverjum tímapunkti yrði nauðsynlegt að veita bönkum slíkt neyðarlán. Hins vegar sagði King í bréfi sem hann skrifaði til breska þingsins í síðustu viku að mjög sérstakar kringumstæður þyrftu að ríkja á mörkuðum til að réttlæta slíkar aðgerðir. Ákvörðun Englandsbanka sýnir, að þrátt fyrir tímabundna uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar vaxtalækkunar bandaríska seðlabankans, þá telja seðlabankayfirvöld á Bretlandi að enn ríki mikil óvissa og óróleiki á peninga- og fjármagnsmörkuðum um þessar mundir. Af þeim sökum hafi verið nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana, enda þótt King hafi með öllu móti viljað forðast að til þessa neyðarúrræðis myndi koma. Í tilkynningu bankans segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að draga úr þeim mikla vaxtamun sem er á skammtímalánum á millibankamarkaði í London (LIBOR) og sjálfum stýrivöxtum Englandsbanka. Það bar tilætlaðan árangur og þegar markaðir lokuðu í gær stóðu LIBOR-vextir á pundi til þriggja mánaða í 6,55% og höfðu lækkað úr 6,75%. Fjármálaskýrendur telja að með þessari stefnubreytingu hafi staða og trúverðugleiki King veikst til muna í ljósi þess hversu gagnrýninn hann hafi verið í garð sambærilegra aðgerða. Til þess að verja ákvörðun sína þarf hann líkast til að bera fyrir sig þær röksemdir að aðstæður á markaði hafi breyst mjög fljótt til hins verra á undanförnum tveimur vikum - eitthvað sem erfitt hafi verið að spá fyrir um. Það er hins vegar mjög sennilegt að margir bankar - ekki síst Northern Rock - og stjórnmálamenn eiga eftir að gagnrýna King fyrir að hafa ekki brugðist við fyrr, en hefði Englandsbanki boðið upp á þennan möguleika fyrir viku síðan er líklegt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir vandræði Northern Rock, sem einkum hefur sérhæft sig í húsnæðislánum, en gengi bréfa í bankanum lækkaði um 16% í gær.


 

Afkoma Morgan Stanley á þriðja ársfjórðungi var nokkuð undir væntingum og dróst hagnaður bankans saman um 7% frá sama tímabili í fyrra. Samtals nam hagnaður fjárfestingarbankans, sem er einnig næst stærsta verðbréfafyrirtæki heims, 1,47 milljörðum dala á ársfjórðungnum, eða 1,38 dalir á hlut, en greiningaraðilar höfðu að meðaltali gert ráð fyrir hagnaði upp á 1,54 dali á hlut, að því er Dow Jones-fréttaveitan greinir frá. Bankinn þurfti að bókfæra hjá sér 940 milljónir Bandaríkjadala vegna tapaðra útlána, en mestan hluta tapsins mátti rekja til umrótsins á fjármálamörkuðum í kjölfar hrunsins á markaði bandarískra undirmálslána. Hins vegar jukust tekjur bankans af fjárfestingarstarfsemi um 45% og námu 1,4 milljörðum dala, auk þess sem tekjur af eignastýringu voru 1,36 milljarðar dala og höfðu hækkað um 61%. Eftir að gengi hlutabréfa í Morgan Stanley hækkaði um 6% á þriðjudaginn í kjölfar 50 punkta vaxtalækkunar Seðlabanka Bandaríkjanna, hafði gengi bréfanna hins vegar lækkað um ríflega 2% á hádegi í gær að bandarískum tíma. David Sidwell, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, tók hins vegar ekki undir með kollega sínnum hjá fjárfestabankanum Lehman Brothers, sem lét hafa það eftir sér á þriðjudaginn að "versta lausafjárkrísan væri nú yfirstaðin". Sidwell sagði að vaxtalækkun seðlabankans hefði vissulega verið kærkomin, en engu að síður væri of snemmt að tala um upphaf endalokanna á þeim vandræðum sem verið hafa á mörkuðum, einkum í ljósi þess að septembermánuður hefur verið mjög erfiður fyrir fjárfestingarbanka. Morgan Stanley var annar í röð hinna fjóru stóru fjárfestingarbanka á Wall Street sem birtir níu mánaða uppgjör sitt, en á þriðjudaginn tilkynnti Lehman Brothers um afkomu sína á þriðja ársfjórðungi og var hagnaður bankans umfram væntingar. Goldman Sachs og Bear Stearns - sem hefur átt í miklum vandræðum vegna undirmálslánakrísunnar - munu birta uppgjör sín í dag.


 

Davíð Oddsson bjartsýnn á að lausn náist innan skamms


 

Í dag er stærsti gjalddagi krónubréfa frá upphafi en útgáfa krónubréfa á sér nú orðið tveggja ára sögu hér á landi. Alls falla 60 milljarðar króna á gjalddaga í dag. Um einstakan útgefanda er að ræða að baki allri útgáfunni, þýska þróunarsjóðinn KfW sem er langstærsti útgefandi krónubréfa. Sérfræðingar telja að hluti útgáfunnar hafi nú þegar verið framlengdur en um miðjan ágúst hljóp vaxtarkippur í útgáfuna og hafa síðan þá ný krónubréf komið til að andvirðri tæplega 30 milljarða króna. Sérfræðingar eru ekki sammála um við hverju megi búast í dag, á gjalddaga, en flestir telja þó líklegra en ekki að þessi stóri gjalddagi muni líða hjá án teljandi áhrifa á gengi krónunnar.


 

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er launavísitala ágúst mánaðar 321,1 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,0%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2007 er 7024 stig.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,88% í dag og stóð í 7.937 í í lok dags.samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Miklar hækkanir voru á markaðnum í dag, en hæst fór Exista, sem hækkaði um 7,67%, Century Aluminum um 5,36%, Kaupþing um 4,57%, Straumur um 4,55%, Atlantic Petroleum um 3,92%, Föroya Bank um 3,81%, Icelandair Group um 3,74%, Glitnir um 3,13% og Landsbankinn um 3,08%. Aðeins eitt félag lækkaði í dag, en það var Flaga Group, sem lækkaði um 0,7%. Krónan styrktist um 2,08% og stóð í 118,3.


 

Fjármálaeftirlitið samþykkti í dag breytingu Spron í hlutafélag á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki. Spron hefur þar með uppfyllt öll lögformleg skilyrði breytingarinnar og telst því hlutafélag frá og með 1. apríl 2007. Í kjölfar samþykkis Fjármálaeftirlitsins verður nú óskað eftir skráningu í OMX Norrænu kauphöllinni Íslandi.


 

Stofnfjáreigendur SPK samþykktu á fundi sínum í gær samrunaáætlun SPK og Byrs Sparisjóðs. Niðurstaða fundarins er þó háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Í frétt á heimasíðu SPK kemur fram að með samrunanum verður til stærri og öflugri eining sem er vel í stakk búin að takast á við ný og krefjandi framtíðarverkefni í síharðnandi samkeppnisumhverfi.


 

Bréf American Airlines (AMR) hafa hækkað um 1,32% það sem af er degi og standa núna í 24,63 Bandaríkjadölum á hlut. Sem kunnugt er þá á FL Group 20.45 milljónir bréfa í félaginu eða 8.25% hlut.


 

Viðskipti með hlutabréf OMX hafa verið stöðvuð að því er kemur fram í frétt til kauphallarinnar. Þar kemur fram að frekari upplýsinga sé að vænta á morgun.


 

Finnski fjarskiptarisinn Nokia hefur keypt bandaríska fyrirtækið Enpocket sem er að stórum hluta til í eigu íslenskra fjárfesta. Upplýsingar um kaupverð liggja ekki fyrir en hugsanlega gæti það verið á milli 100 og 200 milljónir Bandaríkjadala eða á milli sjö og fjórtán milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru á milli 30 og 40% af hlutafé félagsins í eigu íslenskra fjárfesta.


 

Pete Osborne hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið ráðinn forstjóri yfir starfsemi Eimskips í Evrópu. Yfirtaka Eimskips á Innovate fyrr á árinu hefur kallað á þær breytingar að starfsemi Eimskips í Bretlandi og Evrópu verður sameinuð undir nýjum forstjóra, að því er fram kemur í tilkynningu.Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips: ?Innovate hefur leiðandi stöðu í flutningalausnum og birgðastýringu á Bretlandi. Sú yfirgripsmikla þekking og sérhæfing sem Pete býr yfir ætlum við að nýta til frekari vaxtar í Evrópu .?Pete Osborne er einn af stjórnendum Innovate og hefur hann víðtæka reynslu og þekkingu á sviði hitastýrðra flutninga og eignastýringu þ.m.t. fasteigna. Björn Einarsson sem sinnti starfi framkvæmdastjóra Evrópu og TVG kemur til með að einbeita sér að því að stýra TVG en félagið hefur vaxið mikið undanfarið árundir stjórn Björns. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG Zimsen frá ársbyrjun 2006. Í nóvember 2003 varð Björn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs erlendrar starfsemi Samskipa með aðsetur í Rotterdam. Björn útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995.Evrópusviðs Eimskips samanstendur af Innovate í Bretlandi, Daalimpex í Hollandi og skrifstofum Eimskips sem eru í átta löndum í Evrópu. Samtals rekur Eimskip um 30 vörugeymslur í Bretlandi og sex kæli- og frystigeymslur í Hollandi.


 

Úrvalvísitalan hefur hækkað um 2,8% og er 7.855 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Erlendir markaðir hafa einnig hækkað og er það í kjölfarið á fimmtíu punkta stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum í gær. Veltan nemur 11,3 milljörðum króna. Exista hefur hækkað um 6,1%, Föroya banki hefur hækkað um 3,81%, Icelandair Group hefur hækkað um 3,74%, Kaupþing hefur hækkað um 3,62% og Bakkavör Group hefur hækkað um 3,62%. Gengi krónu hefur styrkst um 1,79% og er 118,6 stig. Breska vísitalan FTSE 100 hefur hækkað 2,15%, danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 1,45%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 2,64% og sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 2,69%.


 

Farþegum Iceland Express fjölgaði umtalsvert í sumar og hafa farþegar með félaginu yfir sumartímann aldrei verið jafn margir og nú að því er kemur fram í frétt frá félaginu. Félagið flutti um það bil 15.000 fleiri farþega í júlí í ár heldur en í sama mánuði í fyrra og aukningin í ágúst var um það bil 12.000 farþegar milli ára. Í fréttinni kemur fram að beinu flugi Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar hefur jafnframt verið mjög vel tekið en þetta er annað sumarið sem félagið flýgur á þessari áætlunarleið. Farþegum á þessari leið fjölgaði um 32% milli ára þannig að Akureyringar og nærsveitungar taka beinu millilandaflugi því greinilega fagnandi. Það eru þó reyndar ekki bara heimamenn sem nýta sér beint áætlunarflug til Akureyrar því erlendum ferðamönnum fjölgaði mikið á flugleiðinni í sumar. Hlutfall erlendra flugfarþega jókst úr tæplega 30% farþega til og frá Akureyri sumarið 2006 í u.þ.b. 40% nú í sumar. Iceland Express hóf í fyrsta sinn beint flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar í sumar og tóku Austfirðingar þessari nýjung í ferðaþjónustu í fjórðungnum vel. Áframhald verður á flugi á þessari leið næsta sumar. ?Við erum afar ánægð með hversu vel gekk í sumar. Við efldum þjónustuna verulega, því auk þess að bæta Egilsstöðum við hérna heima fjölguðum við áfangastöðum erlendis um fimm í vor. Viðtökurnar sýna að það var rétt ákvörðun og að markaðurinn hafi viljað fleiri áfangastaði og lægra verð. Sérstaklega er gaman að sjá hve mikil vítamínsprauta beint millilandaflug okkar til Akureyrar er fyrir ferðamannaiðnaðinn á Norðurlandi og ljóst að einokun suðvesturhornsins í millilandaflugi er úr sögunni,? segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express í fréttatilkynningu.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,25% og er 7.889 stig þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur um átta milljörðum króna. Helstu hlutabréfamarkaðir hafa einnig hækkað.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 46 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 samanborið við 40,4 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur 5,6 milljörðum króna eða 14% milli ára að því er kemur fram í frétt Hagstofunnar. Aflaverðmæti júnímánaðar nam 5,7 milljörðum en í júní í fyrra var verðmæti afla 6,4 milljarðar. Aflaverðmæti botnfisks var í lok júní orðið 34,1 milljarður miðað við 30,4 milljarða á sama tíma árið 2006 og er um 12,2% aukningu að ræða. Verðmæti þorskafla var 18,3 milljarðar og jókst um 23,7%. Aflaverðmæti ýsu nam 6,6 milljörðum, sem er 15,7% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 11,7%, var 2,1 milljarðar króna. Verðmæti flatfiskafla dróst saman um 17,9%, nam 2,6 milljörðum króna. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 42,7% og nam 8,8 milljörðum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 4,2 milljörðum samanborið við 2,2 milljarða í fyrra og kolmunna að verðmæti 2,8 milljarðar samanborið við 3,1 milljarða 2006. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands var 21,2 milljarðar króna, sem er auking um 5,1 milljarð eða 31,3%. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 23,3%, var 7,9 milljarðar. Aflaverðmæti sjófrystingar var 11,7 milljarðar og dróst saman um 7,4% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 4,3 milljörðum sem er 3,3% aukning.


 

Greiningardeild Glitnis spáir því að hagvöxtur verði ögn hægari á næsta ári en þessu ári eða 2,0%. Greiningardeildin birti í morgun Þjóðhagsspá sína fyrir 2007 og 2011 og er óhættt að segja að hún hafi verið með bjartsýnum undirtón rétt eins og spá Landsbankans sem birt var í gær.


 

Rekstrartekjur Eimskips meira en tvöfölduðust milli ára á þriðja ársfjórðungi en þær námu 387 milljónum evra eða 35 milljörðum króna samanborið við 180 milljónir evra eða 16 milljarða á sama tíma árið 2006. Rekstrargjöld námu 377 milljónum evra eða 34 milljörðum samanborið við 179 milljónir evra eða 16 milljarða árið áður. Hagnaður Eimskips eftir skatta á þriðja ársfjórðungi 2007 nam 14 milljónum evra eða 1,3 milljörðum samanborið við 4 milljónir evra eða 360 milljónir á sama tímabili árið 2006. Fjármagnsgjöld voru 16 milljónir evra eða 1,4 milljarðar á þriðja ársfjórðungi samanborið við 9 milljónir evra eða 810 milljónir árið áður. Mikill fjármagnskostnaður skýrist af skammtímaláni vegna yfirtöku félagsins á Atlas Cold Storage í upphafi ársins, eða um 50% af heildarfjármagnsgjöldum. Stefnt er að sölu hluta fasteigna Atlas fyrir lok rekstrarársins 2007 og verður andvirði sölunnar nýtt til að greiða niður skuldir. ?Afkoma Eimskips á fyrstu níu mánuðum 2007 var í takt við áætlanir og það sama má segja um þriðja ársfjórðung í heild sinni. Velta fyrstu níu mánaða 2007 er tæpar 1.184 milljónir evra eða 107 milljarðar og EBITDA var 100 milljónir evra eða 9 milljarðar. Þar af skilar flutningastarfsemi 92 milljónum evra eða rúmum 8 milljörðum og flugreksturinn 8 milljónum evra eða um 700 milljónum. Rekstur Eimskips einkenndist af miklum vexti í tekjum og betri afkomu. EBITDA hlutfallið hefur hækkað úr 6% á síðasta ári í 9% á þriðja ársfjórðungi 2007 en mikill vinna hefur verið lögð í að samþætta og endurskipuleggja nýjar einingar innan félagsins. Eimskip er nú orðið stærsta frysti- og kæligeymslufyrirtæki í heimi með um 180 kæli- og frystigeymslur í fimm heimsálfum. Eimskip hefur að undanförnu byggt upp öflugt net frysti- og kæligeymslna og ræður fyrirtækið einnig yfir öflugu flutninganeti sem styður við geymslugetu félagsins. Ég sé mjög mikil tækifæri í öflugri uppbyggingu í flutningastarfsemi, skiparekstri og kæli- og frystiflutningum um allan heim. Við teljum þá starfsemi vera mjög arðsama og stöðuga fyrir hluthafa félagsins til lengri tíma litið. Eftirspurn eftir flutningum og geymslu á kæli- og frystivörum eykst sífellt á alþjóðavísu. Við höfum nú náð þeirri stöðu að verða leiðandi á þessu sviði í heiminum og ætlum okkur aukna hlutdeild í þeim vexti sem framundan er," segir Baldur Guðnason forstjóri Eimskips.


 

Sparifjáreigendur skiluðu sér aftur til Northern Rock í gær þegar ríkisstjórnin lofaði að ábyrgjast innistæður viðskiptavina bankans. Gengi bréfa í breskum fasteignalánafyrirtækjum hækkaði í kjölfarið. Óvissa á breskum fasteignamarkaði smitaði út frá sér til Spánar, en fjármálaráðherrann þar í landi segir hins vegar aðstæður þar vera gjörólíkar þeim sem eru uppi á Bretlandi. Lækkanir á gengi hlutabréfa í Northern Rock og Alliance & Leicester (A&L) gengu að hluta til baka í gær eftir yfirlýsingu breskra stjórnvalda um að þau myndu tryggja innistæður sparifjáreigenda í bankanum Northern Rock, sem hefur einkum hefur sérhæft sig í húsnæðislánum, enda þótt fyrirtækið myndi lenda í greiðsluerfiðleikum. Sú trygging, sem á sér ekkert fordæmi á þar í landi, bar tilætlaðan árangur: Eftir að bankarnir höfðu lækkað um meira en 30% á mánudaginn hækkaði gengi bréfa í Northern Rock um 8% og A&L um 33%. Þrátt fyrir hækkanir á gengi bréfa í Northern Rock hefur markaðsvirði bankans engu að síður minnkað um meira en helming frá því á föstudagsmorgun þegar Englandsbanki veitti bankanum neyðaraðstoð til að bjarga honum frá gjaldþroti. Hækkanir á gengi bréfa í A&L voru að hluta til raktar til þess að greiningardeildir JPMorgan Cazenove og Dresdner Kleinwort sögðu að góð kauptækifæri hefðu myndast í bankanum eftir 31% lækkun á mánudaginn. Bankarnir uppfærðu því verðmat sitt á A&L úr "halda" í "kaupa" og vísuðu til þess að enginn rökrétt ástæða hefði verið fyrir hinu mikla verðfalli á mánudaginn í ljósi þess að tekjuhorfur fyrirtækisins væru enn góðar. Fyrsta stóra bankaáhlaupið á Bretlandi í 150 ár Ákvörðun Alistair Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, að hlaupa undir bagga með Northern Rock ef til þess kæmi að bankinn gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar, kom í kjölfar þess að þúsundir manns þyrptust við útibú bankans - þriðja daginn í röð - til að endurheimta innlán sín. Atburðarásin undanfarna daga, sem markar fyrsta stóra bankaáhlaupið á Bretlandi frá því á miðri nítjándu öld, hefur öll þau einkenni þegar einstaklingar missa trú á getu einstakra banka - í þessu tilfelli Northern Rock - til þess geta staðið við skuldbindingar sínar og draga fé sitt úr þeim. Slíkt getur haft víðtæk áhrif fyrir önnur fjármálafyrirtæki og smitað út frá sér þegar hluti innlána er bundinn í öðrum fjárfestingum. Skiptar skoðanir eru hins vegar um réttmæti þess að bresk stjórnvöld gripu inn í með jafn afgerandi hætti og raun bar vitni. Sumir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að afleiðingarnar af slíku inngripi - að tryggja innistæður Northern Rock og allra annarra banka í sambærilegum vandræðum - gætu orðið þær að skapa umhverfi á fjármálamarkaði þar sem markaðsaðilar vanmeti áhættu og kasti af sér siðlægri gætni (e. moral hazard) í starfsemi sinni. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Alþjóðasamtök flugfélaga (e. International Air Transport Association) telja að rekstrarhorfur fari versnandi og hafa samtökin lækkað spá sína um heildarhagnað iðnaðarins á næsta ári um tvo milljarða Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í endurmati á rekstrarhorfum flugiðnaðarins á næsta ári, en matið var birt í byrjun vikunnar. Spár samtakanna höfðu gert ráð fyrir 9,6 milljarða dala hagnaði á næsta ári en sökum hækkandi olíuverðs og hugsanlegra versnandi rekstrarskilyrða vegna núverandi ástands á fjármálamörkuðum er spáin lækkuð. Fram kemur í spánni að ef fjármálaþurrðin á mörkuðum verði til þess að draga verulega úr hagnaði mikilvægra fjármálastofnana kunni rekstrarskilyrði flugfélaga heimsins að versna enn frekar, sérstaklega í Bandaríkjunum. En það er ekki síst bættur rekstur bandarískra flugfélaga sem hefur knúið fram bætta afkomu flugiðnaðarins í heiminum að undanförnu. Endurspeglast rekstrarbatinn meðal annars í því Alþjóðasamtök flugfélaga gera ráð fyrir að iðnaðurinn muni skila 5,6 milljarða dala hagnaði í ár og rætist sú spá er það í fyrsta sinn frá aldamótum sem slíkt gerist. Rekstur norður-amerískra flugfélaga stendur undir um helmingnum af þeim hagnaði. Jafnframt því að spá versnandi rekstrarhorfum létu samtökin í ljós áhyggjur yfir ólíkri afstöðu Evrópusambandsins annarsvegar og annarra ríkisstjórna hinsvegar þegar kemur að verslun flugiðnaðarins með losunarheimildir. Samtökin telja að náist ekki samstaða meðal ríkisstjórna heims um samræmdar reglur kunni það að leiða til lagaóvissu og vandræðagangs sem komi engum til góðs. Aðildarríki Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (IACO) funda í Montreal í Kanada næstu tvær vikurnar með það að markmiði að koma sér saman um samræmdar reglur um viðskipti með losunarheimildir í flugiðnaði. Umhverfisverndarsamtök og hagsmunasamtök í samgönguiðnaði í Evrópu hafa sakað IACO um aðgerðaleysi í málaflokknum og segja að Evrópusamtökin verði að vera reiðubúin að setja sínar eigin reglur náist ekki samstaða á vettvangi IACO um samræmdar reglur. Breska blaðið Financial Times hefur eftir Giovanni Bisignani, framkvæmdastjóra Alþjóðasamtaka flugfélaga, að feikilega mikilvægt sé að samstaða náist um reglurnar og óvissa um framgang mála fyrir iðnað sem er að rétta úr kútnum eftir mörg mögur ár sé óþolandi.


 

Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, lækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta í dag. Vextir eru nú 4,75%. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum í fjögur ár.Væntingar höfðu verið um seðlabankinn lækkaði vexti, spurningin var fremur hvort að lækkunin yrði 25 punktar eða 50. Eftir að tilkynnt var um lækkun stýrivaxta um hálft prósentustig í Bandaríkjunum í gær hækkuðu hlutabréfavísitölur mikið á Wall Street.


 

Fresta þarf skráningu hlutafjár Straums í evrum í óákveðinn tíma í kjölfar þess að Seðlabankinn lagði fram bréf með athugasemdum varðandi tilhögunina.


 

Fasteignafélagið City Center Properties, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu, hefur keypt átta stórar fasteignir í Noregi af norska fasteignafélaginu BSA Kontoreiendom að því er kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða sex skrifstofubyggingar og tvær byggingar sem hýsa bæði skrifstofur og vörugeymslur, alls 67 þúsund fermetrar. Sjö bygginganna eru í Osló og ein í Bergen. Eignir City Center Properties eru metnar á, á annan tug milljarða íslenskra króna og með kaupunum hefur félagið skipað sér í hóp 20 stærstu fasteignafyrirtækja Noregs. Fjögur félög eiga hlut í fasteignafélaginu City Center Properties, þar af þrjú í eigu Íslendinga; Isthar, félag í eigu Róberts Melax sem á 40% eignarhlut; Saga Capital Fjárfestingarbanki sem á 20%; og KEA sem á 10%. Að auki á norska félagið Auris Holdings 30% eignarhlut. Tveir bankar; Glitnir og Bnbank í Osló fjármögnuðu viðskiptin. David Ball, stjórnarformaður City Center Properties segir í tilkynningu að félagið ætli að styrkja stöðu sína á fasteignamarkaðinum í Evrópu á næstunni. ,,Við stefnum að því að tvöfalda eignir félagsins á næstu tveimur árum og erum að skoða fasteignir víðs vegar um Evrópu,? segir David.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,75% og er 7.641 stig við lok markakarð, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Markaðurinn hækkaði af krafti í morgun en klukkan 10:45 hafði Úrvalsvísitalan hækkað um 1,4%, að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,4% í gær. Veltan nam 9,1 milljarði króna. Atlantic Petroleum hækkaði um 4,07%, Bakkavör Group hækkaði um 1,95%, Straumur hækkaði um 1,63%, Atorka Group hækkaði um 1,22% og Teymi hækkaði um 1%. Föroya banki lækkaði um 3,23%, Eik banki lækkaði um 2,58%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 1,08%, Eimskip lækkaði um 1,02% og Icelandair Group lækkaði um 0,39%. Gengi krónu styrktist um 0,6% og er 121,1 stig.


 

Miðað við það sem liggur fyrir á þessu stigi málsins er ekkert sem bendir til annars en að ásættanleg niðurstaða náist um raflagnir til álvers í Helguvík og því fráleitt að tala um að forsendur fyrir álverinu hafi breyst. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landsneti en hún er send út vegna frétta að undanförnu varðandi útfærslu á flutningi raforku á Suðurnesjum.


 

verður áfram stjórnarformaður félagsins


 

Icelandair Group hefur undirritað sammning um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi í Tékklandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.Kaupin verða fjármögnuð að hluta til með lánsfé sem og úr eigin sjóðum félagsins. Icelandair Group undirritað viljayfirlýsing um kaupin síðastliðinn maí.


 

Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu.Magnús Kristinsson, sem er aðaleigandi Toyota á Íslandi, segir í tilkynningu að kaupin í Arctic Trucks fela í sér tækifæri til að styðja enn frekar við þær fyrirætlanir sínar að sækja á erlenda bílamarkaði. ?Að sjálfsögðu munu kaup mín í fyrirtækinu styðja við starfsemi okkar hér á landi. Við búum yfir mjög öflugu breytingaverkstæði hér hjá Toyota og eignarhald mitt í Arctic Trucks mun að sjálfsögðu enn frekar efla skilvirkni breytinga á Toyota jeppabifreiðum. Það er hinsvegar ekkert launungamál að ég sé gríðarlega skemmtileg tækifæri erlendis með Arctic Trucks, enda vörumerkið þegar þekkt utan Íslands sem gerir slíka sókn auðveldari en ella.? segir hann í tilkynningu.


 

Greiningardeild Glitins telur að verðlagning margra íslenskra fyrirtækja sé hagfelld um þessar mundir fyrir langtímafjárfesta  en bætir við að erfit sé að spá fyrir um þróun markaða til skamms tíma.Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 7,6% það sem af er ársfjórðungnum, að sögn greiningardeildarinnar. Hæst fór vísitalan í 9.016 stig þann 18. júlí og hafði þá hækkað um 8,6% á þriðja fjórðungi 2007."Væntingar um gott rekstrarár og ytri vöxt voru markaðnum lyftistöng framan af fjórðungnum en bein og óbein áhrif af húsnæðislánakrísunni í Bandaríkjunum hafa keyrt markaði niður síðustu vikur. Ljóst má vera að áhrifanna af umróti markaðanna mun gæta í uppgjörum íslenskra hlutafélaga á þriðja fjórðungi 2007," segir greiningardeildin.Hún segir að áhrifanna gætir m.a. í tapi af hlutabréfaeignum og hagnaðs/taps af gjaldeyrisstöðu sem er mismunandi eftir félögum.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,47% og er 7.620 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Markaðurinn hækkaði af krafti í morgun en klukkan 10:45 hafði Úrvalsvísitalan hækkað um 1,4%, að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,4% í gær.


 

Safnað fyrir Geðhjálp, BUGL og Forma 4.-7. október


 

Í samtali við Sigurjón Árnason, bankastjóra Landsbankans, í Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að hann telur bankann mjög vel fjármagnaðan um þessar mundir og segist hann þakka það að þeir, "lentu í því láni í fyrra að lenda í óláni." Því hafi bankinn náð að undirbúa sig vel og er CAD-hlutfall bankans nú 12,5% og því er fjárhagslegur styrkur bankans mikill að sögn Sigurjóns.


 

Sigríður Olgeirsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Humac en Bjarni Ákason stofnandi og frumkvöðull Humac lætur af störfum eftir að hafa selt hlut sinn í félaginu.


 

Búlgarski bankinn Economic and Investment Bank (EIBank), sem er fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á 48,6% hlut í, er í viðræðum við erlenda fjárfesta um kaup á stórum hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaþjónustunnar hafa spænskir og belgískir fjárfestar hafið viðræður um kaup á hlut í bankanum.


 

Á 2. ársfjórðungi nam tekjuafgangur hins opinbera 9,7 milljörðum króna sem er nokkuð óhagstæðari afkoma en á 2. ársfjórðungi 2006 er hann mældist 15,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Hagtíðindum. Sem hlutfall af landsframleiðslu var tekjuafgangurinn 0,7% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 6,5%.


 

Það er ef til vill til marks um skarpskyggni Alan Greenspans, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að ný bók um hans eigið ævihlaup og ástandið í hagkerfum heimsins kom út í gær: Degi áður en að kastljósið beinist að Ben Bernanke, eftirmanni hans í starfi, og hvernig hann muni bregðast við óróanum á mörkuðum. Í viðtölum vegna útgáfu bókarinnar varaði Greenspan við ástandinu á bandaríska fasteignamarkaðnum og sagði að fasteignaverð ætti eftir að lækka meira en flestir hefðu gert ráð fyrir. Fjöldi viðtala birtist við Alan Greenspan um helgina og í gær vegna útkomu bókarinnar, en hún ber nafnið Öld óróleikans (e. "The Age of Turbulance"), og tjáði hann sig meðal annars um rótið á fjármálamörkuðum og lausafjárþurrðina vegna hrunsins á markaðnum með bandarísk undirmálslán í breska blaðinu Financial Times. Athygli vekur að Greenspan telur að bandaríski seðlabankinn verði að vera varfærin í aðgerðum sínum um þessar mundir. Bernanke eigi ekki að grípa til raðar stýrivaxtalækkana líkt og hann gerði svo oft þegar óvissa ríkti á mörkuðum. Ástæðu þessa segir Greenspan vera að sambandið á milli atvinnuleysis og verðbólgu hafi breyst. Orsakast það meðal annars af því að vísbendingar eru um að framleiðniaukning verði ekki jafn hröð í Bandaríkjunum á næstu árum auk þess sem Greenspan telur að góðærið í alþjóðahagkerfinu sé að renna sitt skeið á enda. Alþjóðavæðing uppspretta ódýrs fjármagns Að mati Greenspans hefur verðbólguþrýstingur haldist lítill vegna alþjóðavæðingarinnar. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt frá og með aldamótum samhliða auðveldu aðgengi að ódýru fjármagni hefur verðbólguþrýstingur ekki verið mikill í alþjóðahagkerfinu. Greenspan rekur það til hjöðnunaráhrifa þess að meira en milljarður verkamanna í áður miðstýrðum í hagkerfum Kína og Sovétblokkarinnar tengist nú alþjóðahagkerfinu. Nú þegar breytingin er gengin um garð þverra verðhjöðnunaráhrifin. Í viðtalinu segir Greenspan að vísbendingar um undirliggjandi verðbólguþrýsting séu nú þegar til staðar og telur að olíuverð muni fara í 100 Bandaríkjadali á fatið. Hann hefur jafnframt áhyggjur af áhrifum aukningar í áunnum réttindum vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðfélaga á Vesturlöndum á ríkisfjármál og segir að í slíku umhverfi breytist verðbólguvæntingar til hins verra. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Alan Greenspan segir að lausasfjárkrísan á fjármálamörkuðum eigi ekki að koma neinum á óvart - hún hafi verið "tifandi tímasprengja". Hann telur jafnframt að breskir húsnæðiseigendur séu berskjaldaðri heldur en þeir bandarísku gagnvart hækkandi stýrivöxtum á næstu árum, auk þess sem hann varar við því að verðbólga muni tvöfaldast á Bretlandi. Á næstu misserum mun breski húsnæðismarkaðurinn ganga í gegnum "sársaukafulla leiðréttingu", að mati Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Í viðtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph varar Greenspan við því að erfiðir tímar séu framundan fyrir húsnæðiseigendur þar í landi sökum fyrirsjáanlegra stýrivaxtahækkana Englandsbanka. Að sögn Greenspan er ekki ósennilegt að stýrivextir þurfi að fara upp í tveggja stafa tölu á næstu árum - þeir eru 5,75% um þessar mundir - til að stemma stigum við auknum verðbólguþrýstingi. Varnarorð Greenspan koma aðeins nokkrum dögum eftir að Englandsbanki neyddist til þess að veita bankanum Northern Rock, sem hefur einkum sérhæft sig í húsnæðislánum, neyðarlán til að bjarga honum frá gjaldþroti. Þrátt fyrir að Greenspan telji að erfiðir tímar séu framundan í bresku efnahagslífi vegna lausafjárkrísunnar á alþjóðamörkuðum, þá segir hann að til lengri tíma litið - næstu tvo áratugi eða svo - þá muni breska hagkerfið verða eitt hið öflugusta á Vesturlöndum. Greenspan byggir þá skoðun sína á þeim róttæku efnahagsumbótum sem Margaret Thatcher réðst í á níunda áratugnum sem að hans mati hefur verið forsenda þess að samfelldur hagvöxtur hefur ríkt á Bretlandi undanfarin tíu ár. Seðlabankastjórinn fyrrverandi bendir einnig á það, að ólíkt því sem stundum þekkist í Bandaríkjunum, þá séu Bretar mjög frjálslyndir gagnvart því að erlendir fjárfestar kaupi upp bresk fyrirtæki. Slíkt viðhorf hefur meðal annars gert það að verkum að breska hagkerfið er líkast til "eitt hið samkeppnishæfasta í heiminum", segir Greenspan. Að sögn Greenspan er Bretland aftur á móti berskjaldaðra heldur en Bandaríkin gagnvart þeim afleiðingum sem hafa hlotist af vaxandi lausafjárþurrð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur. Í því samhengi bendir hann á það að á Bretlandi hefur stærra hlutfall húsnæðiskaupenda tekið fasteignalán á breytilegum vöxtum, en slíkt gerir það að verkum að bresk heimili eru viðkvæmari fyrir stýrivaxtabreytingum heldur en þau bandarísku. Englandsbanki hefur hækkað stýrivexti fimm sinnum á síðastliðnum tólf mánuðum og um þessar mundir standa vextirnir í 5,75%. Óvissuástand á fjármálamörkuðum hefur hins vegar orðið til þess að vextir á skammtímalánum á millibankamarkaði í London hafa hækkað mikið síðustu vikur og þriggja mánaða LIBOR vextir í pundi eru nú um 125 punktum hærri en stýrivextir Englandsbanka. Í kjölfarið hafa vaxtagreiðslur hjá milljónum heimila á Bretlandi hækkað sem um því nemur. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Gengi hlutabréfa Northern Rock hélt áfram að falla í gær og höfðu bréf bankans lækkað um 35% við lokun kauphallarinnar í London, en síðastliðinn föstudag nam lækkunin 39%. Ummæli forsvarsmanna Northern Rock og Alistair Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, um að viðskiptavinir bankans þyrftu ekki að hafa áhyggjur af sparifé sínu, höfðu ekki tilætluð áhrif: Miklar biðraðir mynduðust fyrir utan útibú bankans, sem hefur einkum sérhæft sig í húsnæðislánum, og er talið að viðskiptavinir Northern Rock hafi tekið út meira en tvo milljarða punda frá því á fimmtudaginn þegar bankinn tilkynnti að hann ætti við lausafjárskort að stríða. Í kjölfarið veitti Englandsbanki honum neyðarlán til að bjarga bankanum frá gjaldþroti. Alþjóðlegu matsfyrirtækin þrjú - Moodys, Standard & Poors og Fitch - hafa öll lækkað lánsmat sitt fyrir fjárhagslegan styrk bankans. Fjármálaskýrendur gera ráð fyrir því að neikvæðar fréttir af Northern Rock muni halda áfram að berast á næstu dögum. Howard Wheeldon, sérfræðingur hjá BGC Partners í London, segir í samtali við The Daily Telegraph að "þangað til bankanum verður skipt upp - annaðhvort í formi þess að fasteignahluti hans verður yfirtekinn af öðrum banka eða fyrirtækið tekið yfir í heilu lagi - þá mun gengi hlutabréfa bankans halda áfram að falla." Gengi hlutabréfa í öðrum fasteignalánafyrirtækjum á Bretlandi - meðal annars Alliance & Leicester, HBOS og Bradford & Bingley - lækkaði einnig töluvert í gær. Greiningaraðilar eru þess fullvissir að stjórnendur Northern Rock séu um þessar mundir að leita að hugsanlegum kaupendum að bankanum til að bjarga honum frá gjaldþroti. Englandsbanki hefur greint frá því að staðið verði við neyðarlán bankans upp á allt að 4 milljarða punda til Northern Rock enda þótt breyting verði á eignarhaldi félagsins. Þau skilaboð Englandsbanka munu því aðeins auka líkurnar á því að Northern Rock verði selt á næstu misserum. Sérfræðingar telja ólíklegt að áhugasamir kaupendur verði reiðubúnir að greiða meira en 400 pens fyrir hlutinn. Í gær stóð gengi bréfanna í ríflega 282 pensum á hlut og hafði þá lækkað úr 650 pensum frá því á fimmtudaginn.


 

Breska fasteignalánafyrirtækið Alliance & Leicester (A&L) segist ekki hafa leitað til Englandsbanka um fjárhagsaðstoð og hafi engin áform uppi um slíkt. Ummæli fyrirtækisins koma í kjölfar þess að gengi bréfa í félaginu féllu um 31% í gær - en stærstur hluti þeirrar lækkunar átti sér stað þegar aðeins 20 mínútur voru þangað til markaðir lokuðu. Hlutabréf félagsins stóðu í 600 pensum á hlut og höfðu lækkað úr 873 pensum. A&L sagðist ekki sjá neina rökrétta ástæðu fyrir hinum miklu lækkunum. Þvert á móti hafi endurfjármögnun bankans að undanförnu gengið vel. Sérfræðingar segja að ólíkt fasteignalánafyrirtækinu Northern Rock - en gengi bréfa í félaginu féll um 35% í gær - sé ekki hægt að rekja lækkun A&L til þess að viðskiptavinir bankans hafi leyst út stórar innlánsupphæðir. Gengi hlutabréfa í Bradford & Bingley, annað fasteignalánafyrirtæki, lækkaði jafnframt um 15% í gær, sökum ótta fjárfesta um að líkt og Northern Rock glími bankinn við lausafjárskort.


 

Mikil óvissa ríkti á mörkuðum í gær í kjölfar frekari hremminga í breskum fjármálaheimi. Þannig lækkaði Nasdaq vísitalan mest af vísitölunum vestanhafs. Bankar og fjármálastofnanir héldu áfram að lækka og það var ekki til að gleðja markaðinn að olíufatið fór upp í 81 dollara. Í dag bíða menn spenntir eftir stýrivaxtaákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna.


 

Greiningardeild Landsbankans reiknast  til að meðalkaupverð FL Group á hlutum TM sé um 45,4 kr. hlut sem er um 18,5% hærra en meðalgengi hlutabréfa TM á þessu ári. "Við teljum kaupverðið vera hátt, þrátt fyrir að stór hluti þess sé greiddur með útgáfu á nýju hlutafé," segir í Vegvísi Landsbankans.


 

Háskólinn í Reykjavík (HR) kynnir í dag, á 90 ára afmælisdegi Viðskiptaráðs Íslands, nýjar leiðir í fjármögnun skólans til að tryggja honum sess á meðal framsæknustu háskóla Evrópu. Þær miða meðal annars að því að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að koma með beinum hætti að uppbyggingu skólans. Gert er ráð fyrir að þetta skili háskólanum allt að 2.000 milljónum króna. Róbert Wessman, forstjóri hefur þegar ákveðið að leggja fram 1.000 milljónir króna sem hlutafé og framlag í Þróunarsjóð HR.


 

Rauðar tölur einkenna markaði nú á hádegi en hlutabréf hafa lækkað um 2,53% það sem af er degi og stendur úrvalsvísitalan nú í 7.575 stigum. Veltan í Kauphöllinni OMX á Íslandi á hádegi nemur 3,7 milljörðum króna.


 

stefnt að afskráningu TM


 

London Acquisition N.V. sem er eignarhaldsfélag Candover hefur dregið tilboð sitt í hollenska félagið Stork tilbaka.  Í tilkynningu Candover segir að viljaleysi LME til að taka tilboðinu sé ástæða þess að tilboðið séu nú dregið til baka. LME er eignarhaldsfélag Marel, Landsbankans og Eyris Invest. LME á nú 43% hlut í Stork. Ljóst er að viðræður LME Stork og Candover sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur hafa runnið út í sandinn og samkomulag hafi ekki náðst.


 

Hagnaður Norvik Banka nam 670 milljónum króna eða 7,6 milljónum evra á fyrri árshelmingi að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Hagnaður bankans jókst um 372% miðað við sama tíma í fyrra.  Arðsemi eigin fjár nam 26,66% og CAD-hlutfall bankans var 10,23% á fyrri árshelmingi.


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði var 12% meiri en í ágúst 2006, sé hann metinn á föstu verði að því er kemur fram í frétt Hagstofunnar. Það sem af er árinu hefur fiskaflinn aukist um 2,2% á föstu verði miðað við sama tímabil 2006. Aflinn nam alls 89.096 tonnum í ágúst 2007 samanborið við 89.566 tonn í ágúst 2006. Í frétt Hagstofunnar kemur fram að botnfiskafli dróst saman um tæp 600 tonn frá ágústmánuði 2006 og nam tæpum 37.000 tonnum. Þorskafli dróst saman um rúm 1.000 tonn, ýsuaflinn jókst um tæp 3.200 tonn og ufsaaflinn dróst saman um tæplega 2.200 tonn. Flatfiskaflinn jókst um rúmlega 400 tonn milli ára. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 49.700 tonnum og var að stærstum hluta síld, makríll og kolmunni. Uppsjávarafli dróst saman um tæplega 600 tonn miðað við ágúst 2006. Skel- og krabbadýraafli var tæplega 500 tonn samanborið við rúmlega 200 tonna afla í ágúst 2006. Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunarári sem hér er árið 2004. Hér er því um að ræða hliðstæðu við umreikning á afla yfir í þorskígildi. Aflinn í tonnum sýnir hins vegar magn aflans án tillits til þess að fisktegundir eru misjafnlega verðmætar.


 

Systurfélag Frumherja hf., Frumherji Invest, hefur eignast 85% hlut í Viking Redningstjeneste AS í Noregi, félagi sem einkum sinnir  bílaþjónustu og aðstoð á vegum úti að beiðni tryggingafélaga,  bílaumboða eða bíleigendanna sjálfra. Viking er rúmlega tvisvar sinnum stærra félag en Frumherji, ef miðað er við veltutölur ársins 2006.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Þrír lykilstjórnendur Viking keyptu jafnframt 15% hlut í félaginu.  Viking Redningstjenese AS verður áfram sjálfstætt félag, rekið undir sama nafni.   Viking Redningstjeneste AS er um hálfrar aldar gamalt fyrirtæki. Höfuðstöðvar þess eru í Osló, þar sem eru um 50 starfsmenn. Um allan Noreg eru svo alls 156 þjónustustöðvar Viking, reknar á viðskiptaleyfum (franchise).   Orri Vignir Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, segir í fréttatilkynningu að Viking sé  traust og vel rekið fyrirtæki með fjölda möguleika til að eflast enn frekar í framtíðinni. Jafnframt megi hugsa sér að tengja starfsemi Frumherja og Viking að einhverju leyti saman í framtíðinni. Glitnir var ráðgjafi kaupenda og vann að  fjármögnun vegna kaupanna.  Síðastliðinn júní var tilkynnt um að eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta hafi keypt allt hlutafé í fyrirtækjunum Frumherja hf. og Frumorku ehf. en seljandi var Óskar Eyjólfsson.


 

Bláa Lónið og Landspítali hafa gert með sér samstarfssamning um rannsóknir og klíníska vinnu. Samstarfið felst í ráðningu læknis sem hefur hug á sérnámi í húðlækningum. Starfið felur í sér rannsóknir og klíníska vinnu fyrir Bláa lóninu lækningalind þar sem veitt er meðferð við húðsjúkdómum og klínískt starf á húðdeild LSH.  Rannsóknavinnan felur í sér undirbúning og vinnu við klíníska rannsókn sem snýr að áframhaldandi rannsóknum á lækningamætti Bláa lónsins.  Heiti rannsóknarinnar er ?Áhrif Blue Lagoon meðferðar á psoriasis.? Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf, segir samstarfssamninginn vera mikilvægan áfanga fyrir fyrirtækið. ?Rannsóknastarf skipar mikilvægan sess í starfsemi Bláa Lónsins. Samstarfið við LSH gerir okkur kleift að efla þennan þátt enn frekar. Bláa Lónið hefur sett sér það markmið að verða leiðandi í húðmeðferðum við psoriasis- og exemsjúkdómum á alþjóðavettvangi. Fyrirtækið vinnur samkvæmt rannsóknaáætlun sem miðast að því að auka þekkingu á lækningamætti Bláa lónsins og um leið styrkja samkeppnishæfni í íslenskrar heilbrigðisþjónustu á alþjóðavettvangi.? Magnús Pétursson forstjóri Landspítala fagnar samstarfssamningnum  ? Landspítali er í margs konar samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á heilbrigðissviðinu.  Háskólasjúkrahúsið vill auka slíkt samstarf vegna þess að um gagnkvæma hagsmunni er að ræða.  Þannig er það vissulega í þessu tilfelli því samningurinn stuðlar að því að húðlækningar styrkjast enn frekar á spítalanum.  Samstarf við Bláa lónið er einnig áhugavert að því leyti að það er sannarlega vilji spítalans, ef ekki skylda hans, að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga í markaðs- og útrásarstarfi þeirra.?


 

Icelandic Water Holdings ehf., framleiðandi Icelandic Glacial lindarvatnsins, hefur hlotið fyrstu verðlaun fyrir bestu umhverfisáætlunina á árlegri ráðstefnu vatnsframleiðenda. Ráðstefnan, sem nefnist BottledWaterWorld, er ein helsta samkoma vatnsframleiðeinda í heiminum. Hún er haldin í Mexíkóborg og tók Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, á móti viðurkenningunni, að því er fram kemur í frétt frá félaginu. Icelandic Glacial var  tilnefnt í flokknum ?besta framtak til sjálfbærni? (e. Best Sustainability Initiative). Ennfremur voru Coca-Cola, Nestlé og Danone, framleiðandi Evian vatnsins, tilnefnd í þessum flokki fyrir sérverkefni í umhverfismálum. Icelandic Glacial hlaut í júní síðastliðnum vottun frá CarbonNeutral samtökunum í Bretlandi fyrir áætlun um ráðstafanir til kolefnisjöfnunar. Þar á meðal er notkun vistvænna orkugjafa á borð við jarðvarma og rafmagn frá vatnsaflsvirkjunum í verksmiðju félagsins í Þorlákshöfn, endurvinnsla og kolefnisbinding. Það er ekki síst á grunni þessarar áætlunar sem fyrirtækið hlýtur fyrstu verðlaunin á ráðstefnunni í Mexíkó. Umhverfismál, ekki síst sjálfbærni, eru meginþemu BottledWaterWorld  ráðstefnunnar að þessu sinni og nýtur þessi verðlaunaflokkur því sérstakrar athygli. Á ráðstefnunni eru ennfremur veitt verðlaun í ýmsum öðrum flokkum vatnsframleiðslu, þar á meðal fyrir markaðssetningu, útlitshönnun og nýjungar. Alls bárust 169 tilnefningar frá 32 löndum í hina ýmsu verðlaunaflokka. ?Þessi verðlaun eru gríðarlega mikilvæg fyrir markaðssetningu Icelandic Glacial, jafnt í Evrópu sem Norður-Ameríku. Þau beina athyglinni að þessu nýja íslenska vörumerki, sem hér hefur vinninginn á stærstu og þekktustu vörumerkin í heimi vatnsframleiðslunnar. Ekki síður skiptir máli að við hljótum þessi verðlaun fyrir umhverfisstefnu okkar, en augu heimsins beinast í vaxandi mæli að ábyrgð atvinnulífsins gagnvart hlýnun jarðar. Við vonumst svo sannarlega til að sem flest fyrirtæki feti í fótspor okkar í viðleitni til að draga úr umhverfisáhrifum í starfsemi sinni,? segir Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial. Á ráðstefnunni í Mexíkóborg flutti Patrick Racz, framkvæmdastjóri Icelandic Water Holdings, ítarlegt erindi um ráðstafanir fyrirtækisins til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Um Icelandic Water Holdings ehf. Icelandic Water Holdings ehf var stofnað í apríl 2004. Höfuðstöðvar þess eru í Þorlákhöfn og söluskrifstofur í London og Los Angeles. Fyrirtækið hefur einkarétt á að nýta lindarvatn úr Ölfusbrunni. Icelandic Glacial lindarvatnið hefur hlotið góðar undirtektir á mörkuðum í Evrópu og Norður-Ameríku og nýlega keypti bandaríska brugghúsið Anheuser-Busch fimmtungs hlut í fyrirtækinu og tók að sér dreifingu þess í Bandaríkjunum. Bygging nýrrar átöppunarverksmiðju félagsins er hafin í Þorlákshöfn og tekur hún til starfa næsta sumar.


 

Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri á Fréttablaðinu, hefur verið ráðinn ritstjóri Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti. Hafliði Helgason, fráfarandi ritstjóri blaðsins, hefur verið ráðinn til Reykjavík Energy Invest, sem er nýtt félag á sviði alþjóðlegra fjárfestinga í jarðvarmavirkjunum, að því er fram kemur í frétt á Vísi.is. Þar segir að Hafliði muni starfa náið með Guðmundi Þóroddssyni forstjóra, Bjarna Ármannssyni stjórnarformanni og öðrum stjórnendum að mótun félagsins og samskiptum á alþjóðavettvangi. Stefnt er að því að gefa út nýtt hlutafé í  Reykjavík Energy Invest og að Orkuveita Reykjavíkur verði kjölfestufjárfestir með um 40% hlutafjár.  Markið er sett á að búa yfir  50 milljörðum króna í eigið fé. Bjarni hefur lagt til 500 milljónir króna. Björgvin tók þátt í að stofna Markaðinn í apríl 2005, segir í fréttinni, ásamt Hafliða Helgasyni, sem hefur ritstýrt blaðinu frá upphafi. Hafliði hefur starfað á Fréttablaðinu frá stofnun þess árið 2001.


 

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur farið þess á leit við OMX Norrænu kauphöllina Íslandi að hluta¬bréf félagsins verði afskráð úr Nordic Exchange. Ályktun þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar hf. þann 13. september 2007. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að helstu ástæður þess að óskað er eftir afskráningu eru að stjórn Vinnslustöðvarinnar telur að félagið uppfylli ekki lengur skráningarskilyrði Nordic Exchange um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild, auk þess sem velta með hlutabréf félagsins er lítil og ekki útlit fyrir að hún muni aukast. Vegna beins og óbeins kostnaðar sem félagið ber vegna skráningar hluta þess á skipulagðan verðbréfamarkað þjónar skráningin því litlum tilgangi fyrir hluthafa félagsins.


 

Icelandic Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um sölu á 81% af eignarhlut sínum í Icelandic Holding Germany GmbH, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakklandi. Kaupandi hlutarins er Finnbogi A. Baldvinsson, framkvæmdastjóri Icelandic Europe. Tilgangur sölunnar er að skerpa áherslur í rekstri Icelandic Group og lækkun skulda. Samkvæmt viljayfirlýsingunni þá afhendir kaupandi um 21% heildarhlutafjár í Icelandic Group sem endurgjald fyrir 81% hlutafjár í Icelandic Holding Germany GmbH. Icelandic Group stefnir að því að framselja þá eigin hluti sem félagið veitir viðtöku í viðskiptunum, í heild eða að hluta, til fjárfesta. Gert er ráð fyrir að endanlegar samningar verði undirritaðir á næstu vikum og verður þá nánar greint frá áhrifum kaupanna á rekstur og efnahag Icelandic Group.


 

Primera Travel Group, móðurfélag Heimsferða á Íslandi, gekk nýlega frá kaupum á stærstu ferðaskrifstofu Írlands, Budget Travel að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Seljandi er þýski ferðarisinn TUI, en salan á Budget Travel var skilyrði evrópskra samkeppnisyfirvalda fyrir samruna TUI og bresku ferða-samstæðunnar First Choice.


 

Skýrar vísbendingar eru farnar að berast um að breski húsnæðismarkaðurinn sé farinn að hægja á sér sökum vaxtahækkana og óvissuástands sem ríkir á fjármagnsmörkuðum. Slík þróun mun auka líkurnar á því að einkaneysla almennings - sem hefur stuðlað að 15 ára samfelldum hagvexti á Bretlandi - dragist verulega saman. Húsnæðisverð í ágúst lækkaði á milli mánaða í fyrsta skipti í tvö ár, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var af hinni Konunglegu stofnun löggiltra mælingarmanna (RICS). Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að breski húsnæðismarkaðurinn sé farinn að hægja á sér eftir gríðarmiklar hækkanir undanfarin tíu ár. Hins vegar er London ein helsta undantekningin í þessum efnum; húsnæðisverð þar hefur í flestum tilvikum staðið í stað eða farið hækkandi og söluhorfur eru enn taldar góðar, segir í skýrslunni. Í könnun RICS kemur fram að mælingar í ágústmánuði sýni að húsnæðisverð hafi lækkað í tæplega 2% fleiri tilfellum en þar sem vart var við hækkanir. Fyrirspurnir frá nýjum húsnæðiskaupendum hafa jafnframt ekki verið færri í þrjú ár, sem er talið endurspegla þá óvissu um að ástandið á fasteignamarkaðinum muni fara versnandi ef áframhald verður á þeirri lausafjárþurrð sem einkennt hefur fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Skýrslan eykur líkurnar á óbreyttum vöxtum Auk umrótsins á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eru ástæður lækkandi húsnæðisverðs raktar til þess að áhrifin af stýrivaxtahækkunum Englandsbanka séu farin að skila sér, en í júlímánuði voru vextir hækkaðir í 5,75% og hafa ekki verið hærri í sex ár. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Ian Perry, talsmanni RICS, að það muni draga enn frekar úr umsvifum á húsnæðismarkaðinum. "Mögulegir húsnæðiskaupendur eiga eftir að verða varkárari á meðan þeir bíða eftir því hvaða áhrif stýrivaxtahækkanir og lausafjárþurrð á mörkuðum muni hafa fyrir fjármál heimilanna," sagði Perry. Óvissuástand á fjármálamörkuðum hefur gert það að verkum að vextir á skammtímalánum á millibankamarkaði í London hafa hækkað mikið síðustu vikur og þriggja mánaða LIBOR vextir í pundi eru nú 125 punktum hærri en 5,75% stýrivextir Englandsbanka. Slíkur vaxtamunur hefur ekki sést í meira en tuttugu ár. Financial Times hefur það eftir hagfræðingum að hin nýja skýrsla RICS muni væntanlega hafa töluverð áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun Englandsbanka, ekki síst í ljósi vísbendinga um að vaxandi svartsýni sé á meðal markaðsaðila um horfur til lengri tíma. Flestir hagfræðingar eiga von á því að Englandsbanki muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75% á þessu ári - en ekki er langt síðan jafnvel var gert ráð fyrir tveimur vaxtahækkunum á árinu. Hærra hlutfall launatekna í húsnæðisafborganir Dow Jones-fréttaveitan segir að RICS hafi nýlega greint frá því kaupendur að sinni fyrstu íbúð þyrftu að meðaltali að eyða 44% af launatekjum sínum í hverjum mánuði í afborganir af húsnæðislánum, sem er með því hæsta sem mælst hefur á síðastliðnum fimmtán árum. Ef hins vegar er horft til allra húsnæðiseiganda á Bretlandi er hlutfallið 17% - hið hæsta síðan árið 1992 - samanborið við 24% í Bandaríkjunum. Hagfræðingar gera ráð fyrir því að þetta hlutfall muni aukast á næstu misserum. Howard Archer, aðalhagfræðingur rannsóknarfyrirtækisins Global Insight í London, telur aftur á móti mikilvægt að oftúlka ekki um of niðurstöður skýrslunnar fyrir breska húsnæðismarkaðinn. Archer gerir ráð fyrir því að húsnæðisverð fari smám saman lækkandi á komandi mánuðum en eftir það muni stöðugleiki nást á markaðinum og í kjölfarið muni hann einkennast af "mjög litlum hækkunum".


 

Á sama tíma og flestir aðrir seðlabankar heimsins hafa frestað stýrivaxtalækkunum um sinn, þá ákvað Seðlabanki Sviss að hækka stýrivexti í gær um 25 punkta, - úr 2,5% í 2,75% - einkum til að draga úr flökti svissneska frankans á gjaldmeyrismarkaði og halda undirliggjandi verðbólguþrýstingi í skefjum, enda þótt slíkt gæti orðið til þess að draga úr hagvexti. Þrátt fyrir að þetta hafi verið áttunda vaxtahækkun bankans í röð frá því í desember árið 2005, er aðeins að finna lægri stýrivexti í Japan - 0,5% - heldur en Sviss á meðal stærstu ríkja alþjóðahagkerfisins. Ákvörðun svissneska seðlabankans kom sumum greiningaraðilum á óvart, meðal annars í ljósi þess að aðeins er vika liðin frá því að Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki héldu stýrivöxtum óbreyttum, en stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Sviss hafa að mestum hluta verið í samræmi við aðgerðir evrópska seðlabankans á undanförnum árum. Dow Jones-fréttaveitan segir að með þessari ákvörðun hafi svissneski seðlabankinn bæst í hóp landa á borð við Tékkland, Noreg og Svíþjóð, sem öll hafa hækkað stýrivexti á síðustu vikum. Bloomberg-fréttaveitan greinir frá því að mjög skiptar skoðanir hafi verið á meðal hagfræðinga hvort vextir yrðu hækkaðir eða haldið óbreyttum: Ellefu hagfræðingar spáðu 25 punkta vaxtahækkun og vísuðu til þess að hagvöxtur væri öflugur og verðbólga lítil, á meðan níu hagfræðingar gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum sökum umrótsins á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Patrick Franke, aðalhagfræðingur þýska bankans Commerzbank, segir að vegna lausafjárþurrðar á fjármagnsmörkuðum hafi hann ekki átt von á því að seðlabankinn myndi ráðast í slíka hækkun. Financial Times hefur eftir Jennifer McKeown hjá Capital Economics, sem er ráðgjafarfyrirtæki í efnahagsmálum, að stýrivaxtahækkun svissneska seðlabankans endurspegli þá staðreynd að þrátt fyrir "sviptingar á mörkuðum síðustu vikur þá útilokar slíkt ástand ekki aðhaldssamari peningamálastefnu hjá seðlabönkum - sérstaklega þeim sem eru fyrir með lága stýrivexti". Seðlabanki Sviss breytti einnig verðbólguhorfum sínum fyrir núverandi ár og spáir hann því að verðbólga mælist 0,6%, en fyrri áætlun gerði ráð fyrir 0,8% verðbólgu. Bankinn hélt hins vegar spá sinni um 2,5% hagvöxt á þessu ári óbreyttri frá því í júnímánuði.


 

Fjármálaráðherrar aðildarríkja evrusvæðisins munu taka áætlanir frönsku ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur til umfjöllunar í dag. Á fundinum, sem fer fram í Portúgal, verður það metið hvort tillögurnar stuðli að sjálfbærum vexti franska hagkerfisins eða leiði til fjárlagahalla sem stangast á við markmið peningamálastefnu evrópska seðlabankans. Á fundinum mun Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, reyna að sannfæra kollega sína um að þrátt fyrir að halli verði á fjárlögum franska ríkisins næstu fimm árin muni stjórnvöld samt sem áður sýna aðhald. Sáttmálinn um stöðugleika og vöxt á evrusvæðinu (e. "Stability and Growth Pact") felur meðal annars í sér að fjarlagahalli aðildarríkjanna má ekki nema yfir þremur prósentum af þjóðarframleiðslu. Frönsk stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með halda sig innan þeirra marka og í sumar lýsti Nicolas Sarkozy, forseti landsins, því yfir að stefnt yrði að því að uppræta hallann árið 2012, en markmiðið hafði áður verið að koma böndum á hann í lok þessa áratugar. Er seinkunin liður í að knýja fram brýnar efnahagsumbætur í Frakklandi. Sarkozy og fylgismenn hans telja að stuðningur franskra kjósenda við umbæturnar, sem kunna að hafa sársaukafullar afleiðingar í fyrstu, muni þverra hafi þær ekki skjótvirk áhrif á hagvöxt í landinu. Margir sérfræðingar telja að Sarkozy hafi nokkuð til síns máls og segja að umbæturnar felist í því að umbreyta franskri þjóðfélagsgerð. Skattalækkunaráform og umbætur á vinnumarkaði séu nauðsynlegar þar sem að hagvöxtur sé lítill í Frakklandi og atvinnuleysi mikið en hinsvegar sé nauðsynlegt að við þær séu pólitískur stuðningur og því gæti reynst hættulegt að draga of hratt úr umsvifum ríkisins. Hagfræðingar benda þó á að slíkt feli í sér þá hættu að fjárlagahallinn verði of mikill og að Sarkozy eigi að vera einarðari í yfirlýsingum um að halda útgjöldum ríkisins innan skynsamlegra marka. Og það eru ekki eingöngu hagfræðingar sem sjá hættuna: Í síðasta mánuði varaði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Frakka við því að aukin ríkiútgjöld kynnu að auka vöxt til skemmri tíma en langtímaafleiðingarnar af því væru slæmar. Það sem brennur á fjármálaráðherrum annarra aðildarríkja myntbandalagsins er að fá úr því skorið hvort að umbætur Sarkozy leiði til aukins hagvaxtar, en hann hefur verið aðeins 1,7% að meðaltali undanfarin fimm ár. Allar líkur eru á því að skili umbæturnar ekki árangri muni fjárlagahallinn að öllum líkindum fara yfir þrjú prósent að því gefnu að ríkisvaldið grípi ekki til aðhaldsaðgerða. Horfurnar fyrir franska hagkerfið eru slæmar og spáir framkvæmdastjórnin aðeins 1,9% hagvexti á þessu ári.


 

Þrátt fyrir Seðlabanki Evrópu ítreki að hann útiloki enga möguleika virðist sem svo að bankinn sé að reyna að draga úr væntingum um að stýrivextir verði hækkaðir í október. Í mánaðarlegu fréttabréfi bankans, sem kom út í gær, kemur meðal annars fram að þrátt fyrir að hagvísar sýni aukinn þrýsting á stöðugt verðlag geri óvissan um ástandið á fjármálamörkuðum að verkum að enn sé of snemmt að draga ályktanir um áhrif þess á peningamálastefnuna. Fram kemur í fréttabréfinu að sérfræðingar þurfi meira tíma til þess að greina hagtölur áður en að hægt verði draga ályktanir um áhrif lausafjárþurrðarinnar á fjármálamörkuðum á mótun peningamálastefnunnar. Svo virðist að bankinn sé sammála þeim sem telja að langt sé þangað til að öldurótið á mörkuðum muni slota, en æ fleiri þungavigtarmenn í fjármálaheiminum hafa lýst yfir þeirri skoðun. Á fundi með blaðamönnum í Helsinki í gær lýsti finnski seðlabankastjórinn Erkki Liikanen, en hann situr jafnframt í stjórn evrópska seðlabankans, því yfir að ljóst væri að sá tími yrði ekki talinn í vikum heldur mánuðum. Hann sagði jafnframt að endurkoma stöðugleika á markaðnum ylli á hversu hratt menn áttuðu sig á umfangi og eðli vandans. Á sama tíma og sérfræðingar sannmælast í auknum mæli um að það muni taka lengri tíma að lægja öldurnar en talið var í fyrstu bendir margt til þess að verðbólga á evrusvæðinu fari yfir tveggja prósenta viðmiðunarmörk Seðlabanka Evrópu. Það myndi setja stjórnendur bankans í töluverðan vanda ef áframhald yrði á núverandi aðstæðum, en bankinn skýrði ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunarfundi meðal annars með því að vísa til lausafjárþurrðarinnar á mörkuðum. Fram kemur í umfjöllun Dow Jones fréttastofunnar um þróun verðlags á evrusvæðinu að flestir hagfræðingar fjármálastofnanna geri ráð fyrir því að verðbólga verði yfir viðmiðunarmörkum frá og með þessum mánuði fram á næsta ár. Rætist það kemst bankinn ekki hjá því að hækka vexti og er því tímaspursmál hvenær það gerist. Hins vegar vegur það á móti að lausafjárþurrðin á fjármálamörkuðum hefur hækkað fjármagnskostnað sem og það getur dregið úr eftirspurn og þar með slegið á þensluna.. Þar af leiðandi verður erfitt fyrir Seðlabanka Evrópu að meta á hvaða leið hagkerfi evrusvæðisins er fyrr en að stöðugleiki kemst á markaðinn.


 

Enn eru íslenskir fjárfestar orðaðir við sænska fjármálafyrirtækið Carnegie en samkvæmt sænska fjármálavefnum e24.se hefur útibú Glitnis í Svíþjóð undanfarið safnað upp 4,5% stöðu í Carnege sem enginn veit hver á. Talið er að bankinn sé að safna þessu fyrir viðskiptavin sinn. Á fáum dögum hafa verið umtalsverð viðskipti með bréf félagsins og vitað að Glitnir hefur verið stíft á kauphliðinni. Carnegie hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarið í kjölfar hneykslismála sem komu upp og því þykir mörgum sem félagið sé ákjósanlegt yfirtökuskotmark, enda höfðu bréf félagsins lækkað mikið þar til yfirtökuorðrómur tók að ýta undir þau. Félagið er um það bil 10 sinnum minna en Kaupþing banki áður en hann keypti NIBC. Í vor var þrálátur orðrómur um yfirtöku á Carnegie og greindu sænskir fjölmiðlar þá frá því að starfsmönnum Kaupþings hefði verið bannað að kaupa bréf í Carnegie og skipti þá engu þótt það væri fyrir viðskiptavini. Sænskir miðlar hentu þá þeirri hugmynd á loft að Kaupþing hygðist taka yfir Carnegie, þótt Kaupþings menn neituðu því í persónulegum viðtölum. Áður hafði Straumur-Burðarás byggt upp álitlega stöðu í félaginu. Carnegie er einn af níu fjárfestingarbönkum sem sænska ríkisstjórnin hefur fengið til liðs við sig til ráðgjafar í einkavæðingarferlinu, en fyrir það mun Carnegie fá rausnarlega þóknun. Bankinn veitti aðstoð við sölu á 8% hlut í fjarskiptafyrirtækinu TeliaSonera og hefur verið skipaður ráðgjafi við sölu á 6,6% hlut ríkisins í OMX kauphöllinni. Í kjölfar hneykslismálsins varð Carnegie varð að leggja 33 milljónir Bandaríkjadala til hliðar, eða ríflega tvo milljarða króna, en fjárhagur félagsins hefur smám saman verið að rétta úr kútnum en hneykslismálið blossaði upp að nýju nú í vikunni. Þar sem ekki er um að ræða ráðandi hluthafa í hluthafahópi Carnegie hafa menn talið félagið eðlilegt yfirtökuskotmark. Ekki síst nú þar sem gengi bréfa félagsins hefur lækkað um 20% frá áramótum.


 

Landsframleiðsla annars ársfjórðungs þessar árs er talin hafa vaxið um 2,5% frá sama fjórðungi fyrir ári síðan. Á sama tíma jókst einkaneysla um tæp 4% og samneysla um 2,6% en fjárfesting dróst saman um rúmlega 8% og þjóðarútgjöld stóðu nánast í stað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Á tímabilinu minnkaði útflutningur um rúmlega 3% og innflutningur um tæplega 7%. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla sýnir 2,2% vöxt frá 1. ársfjórðungi 2007 til 2. ársfjórðungs 2007. Þar af mælist 3,7% aukning í einkaneyslu og 9,3% aukning þjóðarútgjalda á ársfjórðungnum.


 

Stjórn Hands Holding hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að hætt hefur verið við sölu á Opin Kerfi Group. Í tilkynningunni kemur fram að fyrr á árinu ákvað stjórn Hands Holding að fela Straumi-Burðarás að kanna hugsanlega sölu á Opin Kerfi Group. Sú athugun hefur nú leitt til þess að stjórn Hands Holding hefur ákveðið að Opin Kerfi Group verði ekki selt.


 

Nýlokið er hlutafjárútboði hjá Enex hf. Útboðið fór fram dagana 15. ágúst til 5. september síðastliðin og var allt hlutafé selt, auk þess sem umframeftirspurn var fjórföld sú fjárhæð sem í boði var. Alls safnaði félagið tveimur milljörðum króna í útboðinu, en tilgangur þess var að fjármagna fjárfestingar Enex á sviði jarðvarma í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kína og Slóvakíu.


 

Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu (EBRD) gaf í gær út krónubréf að andvirði þriggja milljarða króna. Bréfin eru með gjalddaga í 23. mars 2009. Samkvæmt heimildum á markaði má taka þessu sem mark um traust bankans á efnahagslífi Íslands. Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu er með lánshæfiseinkunina Aaa/AAA/AAA. Á þessu ári hefur bankinn sótt í heildina sjö milljarða króna í jöklabréfum í fjórum flokkum með tveimur útgáfum. Fyrsta útgáfa var 21. mars síðastliðin og var upp á 1,5 milljarð króna og var hún aukin um einn milljarð 12. apríl og síðan um 1,5 milljarð króna 18. apríl.


 

Olíuleitarfyrirtækið Tanganyika Oil, sem íslenskir fjárfestar eiga stóran hlut í, hefur verið orðað við yfirtöku í kjölfar væntinga um aukna olíuvinnslu í Sýrlandi. Samkvæmt sænskum blaðafregnum er kínverska félagið China National Petroleum Corporation, sem er í eigu kínverska ríkisins, að íhuga yfirtöku á félaginu en forráðamenn Tanganyika Oil hafa ekki viljað staðfesta slíkt.


 

Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 0,03% og stendur nú í 7.872 stigum samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nú á hádegi nemur 1,8 milljarði króna.


 

Actavis hefur lagt inn skráningu til bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) fyrir samheitalyf verkjalyfsins Avinza®. Í frétt félagsins kemur fram að talið er að Actavis sé fyrsta félagið til að leggja inn skráningarumsókn vegna lyfsins. Félagið véfengir einkaleyfi lyfjafyrirtækisins King Pharmaceuticals á lyfinu, sem rennur út árið 2017, og vonast til að lyfið verði sett á markað eftir þrjú ár. Actavis lagði inn lyfjaskráningu fyrir lyfið í júní. Í vikunni sendi King frá sér tilkynningu þess efnis að fyrirtækið muni lögsækja Actavis á grundvelli einkaleyfis sem það telur Actavis brjóta. Stjórnendum Actavis kemur lögsóknin ekki á óvart, því nær algilt er í slíkum tilvikum að einkaleyfishafi höfði mál. Ekki hefur fengist staðfest að Actavis sé fyrsta félagið til að leggja inn skráninguna, en reynist það rétt þá fær félagið sex mánaða einkaleyfi á sölu lyfsins. Actavis hefur áður verið fyrst með skráningu lyfja í Bandaríkjunum. Til að mynda fékk félagið sex mánaða einkaleyfi árið 2005 á lyfinu Gabapentin, sem hefur verið söluhæsta lyf félagsins, og síðar á Ranitidine í mars á þessu ári. Avinza® seldist fyrir um 170 milljónir Bandaríkjadala (11 milljarða króna) á 12 mánaða tímabili sem lýkur í júní 2007, skv. upplýsingum frá IMS Health data. Tekjur Actavis í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins 2007 námu um 205 milljónum evra (18,4 milljörðum króna), sem samsvarar um þriðjungi af tekjum samstæðunnar.


 

Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það myndi taka lengri tíma að vinda ofan af sjálfri undirmálslánakrísunni vestanhafs heldur en öðrum vandamálum tengdum henni sem ríkja á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ummæli Paulson komu daginn eftir að hann hafði einnig varað við því að lausafjárkrísan á fjármálamörkuðum myndi standa lengur yfir heldur en aðrar sviptingar sem riðið hefðu yfir alþjóðlega fjármálamarkaði á undanförnum tveimur áratugum. Skiptir þá engu máli hvort litið sé til fjármálakreppunnar í Rússlandi, Asíu eða Suður-Ameríku á níunda og tíunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Reuters-fréttastofan hefur eftir Paulson að ólíkt öðrum fjármálakrísum sem hann hafi upplifað í starfi sínu hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, þá sé ekki hægt að rekja umrótið á fjármálamörkuðum um þessar mundir til vandræða í raunhagkerfinu. "Þessi krísa er afleiðing af slæmum viðskiptaháttum í útlánaveitingum hjá fjármálafyrirtækjum," segir Paulson. Hann bætti því jafnframt við að í ljósi þess að flókið væri að festa nákvæmlega reiður á hversu umfangsmikil undirmálslánakrísan væri á heimsvísu myndi það verða til þess að framlengja lausafjárþurrðina á mörkuðum til lengri tíma en ella. Bandarísk yfirvöld gera fastlega ráð fyrir því að óvissan í tengslum við undirmálslán á fasteignamarkaðinum muni halda áfram næstu tvö árin eða svo, þar sem mörg slík lán voru tekin á breytilegum vöxtum. Af þeim sökum hvatti Paulson stjórnendur hjá stærstu bandarísku fasteignalánafyrirtækjunum í gær til þess að reyna bera kennsl á vandann og í kjölfarið bjóða upp á endurfjármögnun og annars konar fjárhagsaðstoð til þeirra einstaklinga sem standa frammi fyrir miklum vaxtabreytingum á fasteignalánum sínum. Á sama tíma og varnarorð Paulson um undirmálslánakrísuna bárust lækkaði gengi Bandaríkjadals gagnvart evrunni sjötta daginn í röð, auk þess sem Samtök fasteignasala vestanhafs spáðu enn frekari samdrætti í sölu íbúðarhúsnæðis þar í landi á árinu. Bandaríkjadalur er nú í sögulegu lágmarki gagnvart evru og lægst fór gengið í 1,3914 Bandaríkjadal um hádegið að bandarískum tíma. Bloomberg-fréttaveitan greinir frá því að orsök þessa megi rekja til væntinga fjárfesta um draga muni úr vaxtamun milli Bandaríkjanna og evrusvæðisins. Gera fjárfestar ráð fyrir skarpri stýrivaxtalækkun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna á mánudaginn, en vextir á framvirkum samningum vestanhafs leiða í ljós að 72% líkur eru taldar á því að seðlabankinn muni lækka vexti um 50 punkta.


 

Þegar Shinzo Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans fyrir ári síðan lofaði hann því að undir hans stjórn yrði skapað "fallegt land" og unnið að framgangi japanskrar þjóðhyggju. Eftir fremur óvænta afsögn Shinzo Abe í gær er hins vegar ljóst að sá draumur verður ekki að veruleika - að minnsta kosti ekki í valdatíð hans. Pólitískt óvissuástand ríkir í Japan í kjölfar þess að forsætisráðherrann boðaði óvænt til fjölmiðlafundar þar sem hann tilkynnti um afsögn sína, aðeins tveimur dögum eftir að þing hafði komið saman á ný eftir að kosið var til efri deildar þingsins í lok júlímánaðar. Valdatíð Abe, frá því hann var kjörinn forsætisráðherra fyrir ári síðan, einkenndist af ítrekuðum hneykslismálum ýmissa ráðherra í ríkisstjórn hans; fjórir ráðherrar sögðu af sér embætti á tímabilinu og einn svipti sig lífi. Það er meðal annars af þeim sökum sem vinsældir Abe og japönsku ríkisstjórnarinnar hafa farið ört minnkandi undanfarin misseri og nýjustu skoðanakannanir gefa til kynna að stjórnin njóti aðeins 30% stuðnings almennings þar í landi. Veðjað á Taro Aso Abe sagði ástæðu uppsagnarinnar vera skort á stuðningi almennings við fyrirhugaða hryðjuverkalöggjöf ríkisstjórnarinnar sem miðaði að því að framlengja viðveru japanska flotans í Indlandshafi. Sú viðvera hefur þann tilgang að veita Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra stuðning við að tryggja stöðugleika og vinna að uppbyggingu Afganistans. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Lýðræðisflokkur Japans (DPJ), hefur mótmælt þessum áformum og sagt þau brjóta gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um þær takmarkanir sem kveðið er á um varðandi umfang hernaðarlegra verkefna sem Japan getur ráðist í. Abe kallaði eftir því á fjölmiðlafundinum að flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (LDP), myndi kjósa sér nýjan leiðtoga sem allra fyrst svo hægt yrði að veita áðurnefndri hryðjuverkalöggjöf brautargengi á japanska þinginu. Financial Times hefur eftir Taro Aso, fyrrum utanríkisráðherra og aðalritara LDP (sem er næst valdamesta embættið innan flokksins), að flokkurinn muni halda kosningar strax í næstu viku til að koma í veg fyrir að "pólitískt tómarúm" myndist. Flestir veðja á að Aso, íhaldsmaður og jafnframt náinn bandamaður Abe, sé líklegastur til að hreppa forsætisráðherraembættið, en hugsanlegur keppinautur hans um embættið er meðal annarra Sadakazu Tanigaki, fyrrum fjármálaráðherra Japans. Gæti ýtt undir raunverulegt tveggja flokka kerfi Tímasetning Abe kom hins vegar bæði stjórnmálaskýrendum og japönskum stjórnmálamönnum á óvart, ekki síst í ljósi þess að fráfarandi forsætisráðherra hafði neitað að segja af sér eftir að LDP-flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum. Mizuho Fukushima, leiðtogi Sósíalistaflokksins, sakaði Abe um að sýna ábyrgðarleysi með þessari ákvörðun sinni: Hann hefði skellt skollaeyrum við því að láta af embætti í kjölfar kosningaósigursins í júlí, kallað saman þing, haldið mikilvæga stefnuræðu á mánudaginn, en síðan sagt af sér án nokkurar sýnilegrar ástæðu tveimur dögum síðar, sagði Fukushima. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag


 

Óvænt tíðindi bárust frá Rússlandi í gær en þá féllst Vladímír Pútín, forseti, á afsögn ríkisstjórnar Mikahíl Fradkov. Í framhaldinu skipaði forsetinn Victor Zubkov forsætisráðherra. Zubkov er lítt þekktur á Vesturlöndum en hann hefur stýrt fjármálaeftirliti landsins, sem meðal annars rannsakar peningaþvott í fjármálakerfi landsins. Neðri deild Dúmunnar staðfestir skipun Zubkov á morgun en fram að þeim tíma mun Fradkov vera starfandi forsætisráðherra. Haft var eftir Pútín að nauðsynlegt væri að ráðast í breytingar á valdakerfi landsins þannig að það endurspeglaði betur pólitískan veruleika í aðdraganda og eftirmála þing- og forsetakosninganna sem fara fram í desember næstkomandi og mars á næsta ári. Óvænt skipun Mikil óvissa hefur ríkt um hver verði arftaki Pútíns á forsetastóli, það er að segja þróist ekki mál með þeim hætti að gerð verði stjórnarskrárbreyting sem heimilar honum að gegna embættinu áfram. Stjórnmálaskýrendur gera ráð fyrir að sá sem Pútín lýsi á endanum yfir stuðningi við eigi greiða leið til valda. Það kom hinsvegar flestum í opna skjöldu að Pútín skyldi skipa hinn lítt þekkta Zubkov forsætisráðherra svo skömmu fyrir kosningar þar sem litið er á slíka skipun skref í öruggri leið í átt að forsetastólnum. Pútín sjálfur gekk þá leið árið 1999 þegar Boris heitinn Jeltsín skipaði hann forsætisráðherra. Gert hafði verið ráð fyrir að Pútín myndi annað hvort lýsa yfir stuðningi við Dmitrí Medvedev eða Sergei Ívanov, en þeir eru nánir samverkamenn forsetans og hafa farið með mikil völd í forsetatíð hans og voru báðir skipaðir í embætti aðstoðarforsætisráðherra í fyrra. Náinn vinur Pútíns Zubkov, sem er 65 ára gamall, er sagður náinn vinur forsetans en þeir unnu á svipuðum tíma á tíunda áratug síðustu aldar í stjórnsýslu St. Pétursborgar. Hann tengist jafnframt núverandi valdakjarna í Rússlandi fjölskylduböndum en dóttir hans er gift varnarmálaráðherra landsins. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag


 

Gengi sterlingspundsins féll gagnvart evru í gær í kjölfar ummæla Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, um að hugsanlega hefðu stýrivextir á Bretlandi náð hámarki í núverandi vaxtahækkunarferli. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra gagnvart evru í fjóra mánuði. Í yfirlýsingu sinni til breska þingsins ýjaði hann að því að Englandsbanki myndi bíða og sjá hver framvindan á mörkuðum yrði áður en teknar yrðu ákvarðanir um stýrivexti. Hann sagði bankinn myndi aðeins lækka vexti ef einsýnt væri að lausafjárþurrðin á fjármálamörkuðum í kjölfar hrunsins á markaðnum með bandarísk undirmálslán væri að skaða raunhagkerfið. Haft er eftir sérfræðingum í breska blaðinu Financial Times að yfirlýsing King gefi til kynna að væntingar um að Englandsbanki myndi þurfa hækka vexti í sex prósent eigi ekki lengur við þar sem að óvissa er um áhrif núverandi ástands á mörkuðum á breska hagkerfið. Blaðið hefur eftir Kamal Sharma, gjaldeyrissérfræðingi hjá Bank of America, að titringurinn á mörkuðum hafi sérstaklega mikil áhrif á breska hagkerfið sökum mikilvægis fjármálageirans fyrir hagkerfið. Sharma segir fjármálageirann standa fyrir tíu prósentum af þjóðarframleiðslu en mikilvægið sé enn meira sé tekið tillit til margfeldisáhrifa hans - þá sé talan nærri fjörutíu prósentum. Sharma segist telja að sterlingspundið sé mun veikara fyrir hræringunum á mörkuðum en aðrar evrópskar myntir.


 

Viðræður um að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur ogframkvæmdastjóri hjá Time Warner gangi til liðs við Geysi Green Energy eru á lokastigi að því er kemur fram í tilkynningu.  Samanlögð fjárfesting hinna nýju hluthafa mun jafngilda um 8,5% af hlutafé Geysis Green Energy. Margar spár benda til þess að orkuþörf heimsins geti vaxið um að helming á næstu 50 árum og að stöðugthærra hlutfall þessarar orkuþarfar verði mætt með endurnýjanlegri orku í stað brennslu jarðefnaeldsneytis.Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2020 verði 20% aukning á framleiðslu raforkuúr endurnýjanlegum orkugjöfum og ætla Bandaríkjamenn sér að tvöfalda slíka framleiðslu á næstu 10árum.


 
Fólk
12. september 2007

Fólk: Höskuldur til Nýsis

Höskuldur Ásgeirsson sem hætti sem forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í dag hefur samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins ráðið sig til starfa sem forstjóri Nýsis.


 

Velta í dagvöruverslun jókst um 9,6% í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á breytilegu verðlagi. Á föstu verðlagi og árstíðarleiðrétt nam hækkunin 13%. Á milli mánaðanna júlí og ágúst jókst velta í dagvöruverslunum um 0,2% á breytilegu verðlagi. Verð á dagvöru hélst óbreytt á milli mánaðanna júlí og ágúst en hafði lækkað í ágúst um 4% frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt verðmælingu Hagstofu Íslands. Mun meiri aukning var á sölu áfengis í ágúst en í dagvöru. Þannig jókst áfengissala á milli ára um 15% á breytilegu verðlagi og 11,3% á föstu verðlagi og árstíðaleiðrétt. Sala á áfengi jókst um 6,1% milli júlí og ágúst á breytilegu verðlagi. Hins vegar var samdráttur í fata- og skósölu á milli mánaða. Sala í fataverslun dróst saman um 5% og 2,2% í skósölu. Verð á fötum lækkaði um 8,5% á milli sömu mánaða en hækkaði um 2,6 á skóm. Samanlögð velta í þeim flokkum smásöluverslunar sem mælingar Rannsóknaseturs verslunarinnar ná til jókst um 1,4% á milli júlí og ágúst á breytilegu verðlagi.


 

segir Brynjólfur Bjarnason forstjóri félagsins


 

Gengi Bandaríkjadals gagnvart evru féll sjötta daginn í röð sem er lengsta samfellda fall frá því í apríl, að sögn greiningardeildar Landsbankans.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,01% og er 7.868 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 4,5 milljörðum króna. Marel hækkaði um 0,61%, TM hækkaði um 0,44%, Eimskip hækkaði um 0,25% og Atorka Group hækkaði um 0,2%. Flaga Group lækkaði um 6,45%, Century Aluminium lækkaði um 5,56%, Exista lækkaði 2,39% og Icelandic Group lækkaði um 1,34%. Gengi krónu styrktist um 0,64% og er 120,1 stig.


 
Innlent
12. september 2007

Danskir fjölmiðlar hissa

Fyrst kaupa Íslendingar Magasin du Nord á Kongens Nytorv og nú setja fjárfestarnir frá litlu norðursjávareyjunni sig niður á næsta heimilsfang. Þannig byrjar frétt netútgáfu danska viðskiptaritsins Børsens af kaupum íslenskra fjárfesta á fimm stjörnu lúxushótelinu D?Angleterre sem greint var frá fyrr í dag.


 

segir í skýrslu Glitnis


 

Fjárfestingarfélagið Nordic Partners hefur undirritað samning við Remmen Hotels, sem er í fjölskyldueigu, um kaup á fasteignum og rekstri hótelanna D?Angleterre, Kong Frederik og Front, einum þekktustu hótelum Danmerkur sem öll eru í hjarta Kaupmannahafnar. Auk hótelanna og tilheyrandi veitingastaða kaupir Nordic Partners einnig rekstur veitingastaðarins Copenhagen Corner við Ráðhústorgið.


 

Dr. Þorkell Helgason, orkumálastjóri, hefur í dag ritað iðnaðarráðherra og óskað lausnar frá embætti orkumálastjóra frá og með 1. janúar n.k. af persónulegum ástæðum að því er kemur fram í frétt á heimasíðu stofnunarinnar.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,52% og er 7.907 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1,9 milljarði króna. Eimskip hefur hækkað um 0,25% og Atorka Group hefur hækkað um 0,2%. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 3,48%, Exista hefur lækkað um 1,43%, Föroya banki hefur lækkað um 1,36%, FL Group hefur lækkað um 1,19% og Bakkavör Group hefur lækkað um 0,93%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,37% og er 120,4 stig.


 

Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun var hagvöxturinn  á síðasta ári 4,2%. Áður hafði Hagstofan birt bráðabirgðatölur sem hljóðuðu upp á 2,6% hagvöxt. Þetta er því mun meiri hagvöxtur en áður var áætlað. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. "Hagvöxtur á síðasta ári var því yfir en ekki undir jafnvægishagvexti og þenslan að aukast en ekki að minnka líkt og fyrri tölur bentu til. Endurskoðun hagvaxtar upp á við breytir mati á verðbólguþrýstingi upp á við og gæti haft einhver áhrif á aðgerðir Seðlabankans á næstunni þannig að líkleg tímasetning vaxtalækkunar gæti færst aftar í tímann. Mikill munur hefur verið á hagvaxtartölum síðasta árs og öðrum hagvísum er lýsa gangi hagkerfisins, s.s. tölum af vinnumarkaði sem benda til að ekki hafi dregið úr þenslunni í fyrra líkt og fyrri hagvaxtartölur gáfu til kynna," segir í Morgunkorni Glitnis.


 

Höskuldur Ásgeirsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. í lok nóvember nk. og staðgengill forstjóra, Elín Árnadóttir, tekur þá við starfi forstjóra félagsins. Elín er fædd árið 1971 og lauk cand.oecon. námi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1996. Hún starfaði sem fjármálastjóri Snæfells 1997-1998, síðar í hagdeild Gelmer-Iceland Seafood í Frakklandi 1999-2000 og svo sem sérfræðingur hjá fyrirtækjaþróun Íslandsbanka 2000-2001. Elín var ráðin fjármálastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júní 2001 og hefur auk þess verið staðgengill forstjóra frá 2006. Elín er gift Árna Ólafssyni framkvæmdastjóra og eigu þau eitt barn. Höskuldur Ásgeirsson var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og síðar forstjóri þegar rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og ríkisfríhafnarinnar var sameinaður og hlutafélagsvæddur 1. október 2000. Í tilkynningu kemur fram að rekstur og umfang Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum 7 árum. Fjármunamyndun rekstrar og flestar kennitölur efnahags og rekstrar hafa breyst mjög til batnaðar frá því að starfsemin var hlutafélagsvædd. Þetta gerði félaginu meðal annars kleift að ráðast í stórfelldar framkvæmdir við stækkun og endurbætur í flugstöðinni.


 

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill rýmka heimildir erlendra aðila til að fjárfesta í atvinnurekstri og samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum á þriðjudaginn þá tillögu hans að skipuð yrði nefnd til að fara yfir lagaumhverfið í þessum efnum. Nefndinni er ætlað að skila frumvarpsdrögum til ráðherra. "Ég held að mikill ávinningur felist í því að auka erlendar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi," segir ráðherra. "Á sama tíma þarf að skoða viðkvæma þætti eins og auðlindir okkar í hafi, fallvötnum og jörðinni. Grundvallaratriðið er að þær séu í þjóðareign þó svo nýtingarrétturinn sé í höndum einkaaðila."


 

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um landsframleiðslu fyrir allt árið 2006 nam hún 1.163 milljörðum króna og jókst að raungildi um 4,2% frá fyrra ári. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 7,1% vaxtar á árinu 2005.Vöxt landsframleiðslunnar á liðnu ári má, líkt og undanfarin þrjú ár, öðru fremur rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfestingar en á móti vegur aukinn innflutningur, langt umfram aukningu á útflutningi segir í frétt Hagstofunnar.Laun- og fjármagnsgjöld til útlanda jukust mun meira en nam aukningu launa- og fjármagnstekna frá útlöndum og þrátt fyrir jákvæða þróun viðskiptakjara aukast þjóðartekjur á árinu 2006 mun minna en landsframleiðslan eða um 1,2% samanborið við 7,9% vöxt árið áður.


 

Hagfræðingar og fjárfestar hafa þegar veðjað á 50 punkta vaxtalækkun bandaríska seðlabankans á mánudaginn. Hins vegar urðu fjárfestar á Wall Street fyrir vonbrigðum með ræðu Ben Bernanke á ráðstefnu í Berlín í gær, þar sem hann sneiddi framhjá því að viðra skoðanir sínar um efnahagsástandið vestanhafs og hugsanlegar vaxtalækkanir. Bandarísk hlutabréf hækkuðu í fyrsta skipti í þrjá daga í gærmorgun sökum væntinga um að Ben Bernanke, seðlabankastjóri, myndi gefa til kynna í ræðu sinni að bankinn hygðist ráðast í vaxtalækkun næstkomandi mánudag. Þær vonir fjárfesta urðu aftur á móti ekki að veruleika: Umfjöllunarefnið í ræðu Bernanke einskorðaðist við vangaveltur um ójafnvægi í heimsbúskapnum. Hann sagði að þrátt fyrir að núverandi viðskiptahalli Bandaríkjanna væri "ekki sérstaklega mikil byrði" fyrir efnahag landsins, þá myndi slíkur ójöfnuður ekki ganga upp til lengri tíma. Enda þótt Bernanke hafi með ræðu sinni aukið enn frekar á þá óvissu sem ríkir á Wall Street um næstu stýrivaxtaákvörðun bankans héldu hækkanir á hlutabréfum þar í landi áfram eftir að ræðan birtist og á hádegi að bandarískum tíma höfðu hlutabréfavísitölur hækkað um tæplega eitt prósent. Skiptar skoðanir innan bandaríska seðlabankans Gengi Bandaríkjadals féll skarpt í gjaldeyrisviðskiptum í gær og stóð gengið nálægt sögulegu lágmarki gagnvart evrunni þar sem margir fjárfestar eru farnir að veðja á 50 punkta vaxtalækkun seðlabankans. Henrik Gullberg, gjaldeyrissérfræðingur hjá Caylon í London, rekur lækkun Bandaríkjadals meðal annars til þess að fjárfestar eigi í erfiðleikum með að ákvarða hvort - og hversu mikil - vandræðin í bandarísku efnahagslífi muni hafa áhrif fyrir alþjóðlega fjármálamarkaði: Verði niðurstaðan sú að vandræðin muni að mestum hluta einskorðast við bandaríska hagkerfið myndi slíkt verða til þess að veikja Bandaríkjadal, en leiði hnerri Bandaríkjanna til smits á öðrum mörkuðum yrði slíkt til þess að ýta undir áhættufælni fjárfesta. Sú þróun myndi gera öruggar fjárfestingar á borð við Bandaríkjadal að vænlegum fjárfestingarkosti. Ræða Bernanke kom einum degi eftir að aðrir háttsettir aðilar í stjórn seðlabankans höfðu viðrar skoðanir sínar um efnahagsástandið vestanahafs. Frederic Mishkin, einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna, tók undir ummæli Janet Yellen, forseta seðlabankans í San Fransisco, um að áframhaldandi umrót á fjármálamörkuðum gæti orðið til þess að drega verulega einkaneyslu almennings og leitt til enn frekari lækkana á húsnæðisverði. Fjármálaskýrendur töldu þau ummæli ýta undir þá skoðun margra fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn myndi ráðast í 50 punkta vaxtalækkun. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Bandaríska veðlánafyrirtækið Countrywide Financials, sem hefur átt í miklum greiðsluerfiðleikum undanfarin misseri, vinnur að annarri björgunaráætlun félagsins á skömmum tíma sökum áframhaldandi lausafjárþurrðar á fjármálamörkuðum og undirmálslánakrísunnar vestanhafs, að því er bandaríska dagblaðið New York Post greindi frá í gær. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að Countrywide Financials hafi leitað til Goldman Sachs og lögfræðifyrirtækisins Watchell Lipton Rosen & Katz um að veita félaginu aðstoð um að setja saman margra milljarða Bandaríkjadala fjárhagsaðstoð til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Á þessum tímapunkti er þó ekki enn hægt að fullyrða um hvaða félög Countrywide hefur biðlað til um að fjárfesta í fyrirtækinu. Hins vegar telja heimildarmenn blaðsins að hópurinn samanstandi meðal annars af bandarísku fjárfestingarbönkunum J.P. Morgan Chase og Citigroup, en auk þess hafa ýmsir vogunarsjóðir lýst yfir áhuga á því að fjárfesta í veðlánafyrirtækinu. Samkomulag gæti náðst í lok þessa mánaðar og myndi því að öllum líkindum svipa til þess samkomulags sem félagið gerði við Bank of America (BofA) í lok ágúst. BofA greindi þá frá því að bankinn hefði keypt hlut í Countrywide Financial fyrir tvo milljarða Bandaríkjadala, en þeim kaupum fylgdi hins vegar ekki atkvæðaréttur.


 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur endurmetið hagvaxtarspá sína fyrir árið í 2,5% úr 2,6% og rekur verri horfur til lausafjárþurrðarinnar á fjármálamörkuðum undanfarið og óvænts samdráttar í Frakklandi. Þrátt fyrir verri horfur er spáð áframhaldandi krafti á evrusvæðinu en hinsvegar er það hald manna að óvissan sé mikil vegna hræringa á fjármálamörkuðum undanfarið. Á fundi með blaðamönnum í gær sagði Joaquin Almunia, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórninni, að sennilega hefði hagvaxtarskeiðið undanfarið náð hámarki. Hann tók þá fram að þrátt fyrir að framkvæmdastjórnin hefði lækkað spá sína um 0,1% þá væru stoðir hagkerfis evrusvæðisins og aðildarríkja sambandsins enn traustar. Hagvísar endurspegluðu þá staðreynd, en þeir sýna meðal annars mikla eftirspurn eftir vinnuafli, en atvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá því snemma á níunda áratug nýliðinnar aldar, og áframhaldandi vöxt eftirspurnar í hagkerfinu í krafti einkaneyslu. Hinsvegar kom það fram í máli Almunia í gær að hætta væri á því að núverandi ástand á fjármálamörkuðum kynni hinsvegar að breyta þessu: Samdráttur í Bandaríkjunum og enn verra aðgengi að lausafé á fjármálamörkuðum kynni að hafa slæm áhrif á raunhagkerfið á evrusvæðinu. Í spánni kemur fram að búist er við 2,4% hagvexti í Þýskalandi, mikilvægasta hagkerfi evrusvæðisins en hinsvegar fara horfurnar versnandi í Frakklandi. Þrátt fyrir að Nicolas Sarkozy hafi gripið til margvíslegra aðgerða til þess að örva hagvöxt gerir framkvæmdastjórnin aðeins ráð fyrir að hann verði 1,9% á árinu. Samdráttur hefur orðið í fjárfestingu fyrirtækja í hagkerfinu og gert er ráð fyrir að lausafjárþurrðin á mörkuðum muni draga enn frekar úr henni. Spá framkvæmdastjórnarinnar er í takt við spár annarra stofnana sem eru orðnar svartsýnni á hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár og það næsta á evrusvæðinu. Í þeirra hópi eru meðal annars Seðlabanki Evrópu, Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, en búist er við sjóðurinn muni lækka hagvaxtarspá sína fyrir myntsvæðið fljótlega.


 

Vísitala neysluverðs í september 2007 er 276,7 stig og hækkaði um 1,32% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 247,8 stig, hækkaði um 1,14% frá ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar. Þessi hækkun er í takt  við spár greiningaraðila sem höfðu búist við að verðbólga tæki við sér á nýjan leik nú á haustmánuðum. Tólf mánaða verðbólga hefur í kjölfarið hækkað úr 3,4% í 4,2%. Sumarútsölulok og hækkandi húsnæðisverð eru meðal helstu þátt sem draga verðbólguna upp. Til að mynda hækkaði verð á fötum og skóm um 13,6% Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5% þar af voru 0,41% áhrif vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis en 0,06% vegna hækkunar vaxta. Verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,2%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,1%. Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,0% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% sem jafngildir 6,5% verðbólgu á ári.


 

Icelandair hefur lýst yfir áhuga á að taka þátt í einkavæðingarferli serbneska flugfélagsins JAT að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. "Þegar stjórnendur JAT lýstu eftir áhugasömum kaupendum, sendum við bréf og lýstum yfir áhuga okkar til að fá að skoða pakkann. Við höfum enn ekki fengið nein viðbrögð við þeirri yfirlýsingu okkar," segir Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair Group í samtali við Viðskiptablaðið í dag.


 

JJB Sports Plc, sem er að hluta í eigu Exista, gaf í dag út afkomuviðvörun en félagið rekur 420 íþróttavöruverslanir í Bretlandi. Fram kemur í viðvöruninni að uppgjör fyrir fyrrihluta ársins sýndi hagnað fyrir skatt upp á átta milljónir punda (einn milljarður króna) sem er 3,5 milljónum punda (464 milljónir króna) undir væntingum. Það er Vegvísir Landsbankans sem greinir frá. ?Meginskýringin á 4,4% minni sölu nú í sumar en á sama tíma í fyrra er að í fyrra var mikil sala tengd heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem haldið var síðastliðið sumar. Hlutabréf í JJB lækkuðu um tæplega 16% í kjölfar tilkynningarinnar og gengið fór niður fyrir 167 pens á hlut innan dags sem er lægsta gengi félagsins frá því í janúar 2006,? segir í Vegvísi. Þar segir að Exista keypti 29% hlut í JBB til helminga við aðra í júní 2006. Seljandinn var fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Dave Whelan, stofnandi JJB Sports og stjórnarformaður Wigan. Verðið var 275 pens á hlut eða samtals 190 m.GBP.


 

Promens hf. hefur ráðið Gest Þórisson í stöðu Framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunar. Ráðning Gests er liður í þeirri stefnu félagsins að stækka með fyrirtækjakaupum og ytri vexti og mun það vera aðal áherslan í starfi hans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.Gestur hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjakaupum frá fyrra starfi sínu hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Frá 2001 til 2005 starfaði Gestur hjá Georgia Pacific í Bandaríkjunum við aðgerðarannsóknir, framleiðsluskipulagningu, vörudreifingu og sölu- og markaðsstörf.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% og er 7.949 stig við lok markaðar, en í gær lækkaði hún um 2,82%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9,7 milljörðum króna. Atlantic Petroleum hækkaði um 9,19%, Nýherji hækkaði um 2,38%, Century Aluminium hækkaði um 2,26%, Atorka Group hækkaði um 1,97% og TM hækkaði um 1,81%. Össur hefur lækkaði um 1,46%, Exista lækkaði um 1,41%, Eik banki lækkaði um 1,18%, Eimskip lækkaði um 0,5% og Icelandair Group lækkaði um 0,38%. Gengi krónu styrktist um 1,34% og er 121,1 stig.


 

Reykjavik Energy Invest hyggst búa yfir um 50 milljarða króna hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhitaverkefna. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er nýr stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Nýr stjórnarformaður félagsins hefur keypt hluti í félaginu fyrir hálfan milljarð króna.


 

Alcoa greindi frá því í dag að fyrirtækið muni styrkja íslenskar rannsóknir á djúpborunum til raforkuframleiðslu. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að það telur að djúpboranir gætu verið mikilvægt skref fyrir hagnýta notkun gufuafls um allan heim. Samstarfsaðilar um djúpboranir á Íslandi munu með stuðningi Alcoa kanna hagkvæmni þess að vinna orku og efnasambönd úr háhitasvæðum með því að bora niður á mun meiri hita og þrýsting en áður hefur verið gert. Talið er að slíkar borholur gætu framleitt allt að tíu sinnum meiri raforku en þær borholur sem notaðar eru í dag. Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði sagði í tilkynningu: "Þetta er mjög spennandi verkefni og það er verulega ánægjulegt að taka þátt í að gera það að veruleika. Við höfum mikinn áhuga á verkefninu þar sem við erum meðal annars að skoða hagkvæmni þess að reisa álver á Norðurlandi. En verkefnið getur jafnframt orðið mikil lyftistöng fyrir Ísland á alþjóðavettvangi og vakið athygli á sérþekkingu okkar og reynslu við nýtingu jarðvarma." Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa Inc. sagði við undirritun samningsins: ?Við lítum þannig á að við séum að bora fyrir framtíðina. Heimsbyggðin þarf nauðsynlega að auka nýtingu jarðhita til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er mjög spennandi verkefni fyrir Alcoa, því ef niðurstaðan verður jákvæð opnast möguleikar á að tvinna saman vistvæna raforkuframleiðslu, sérþekkingu okkar á álframleiðslu og jákvæð áhrif áls á losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis við samgöngur, sem myndi skipta verulega máli varðandi umhverfismál í alþjóðlegu samhengi. Ef þetta gengur vel ætti að verða hægt að nota djúpborun um allan heim þar sem jarðhita er að finna.? Samstarfsaðilar um djúpboranir á Íslandi eru auk Alcoa: Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja hf. og Orkustofnun. Við djúpborun er gert ráð fyrir að bora niður á 4-5 km dýpi þar sem hitastigið er um 400-600°C. Flestar jarðhitaholur eru nú um 2 km á dýpt og blása gufu sem er um 300°C. Venjulegar borholur standa í dag undir framleiðslu á um 5 megavöttum af raforku. Ef unnt reynist að bora eftir 450°C heitri gufu og sé miðað við að upp komi 0,67 rúmmetrar af gufu á sekúndu, gæti slík hola staðið undir framleiðslu á 40-50 megavöttum af rafmagni. Orkufyrirtækin þrjú fjármögnuðu forkönnun fyrir verkefnið sem lauk árið 2003. Þau munu hvert um sig bora eina 3,5 ? 4 km djúpa holu á sínu svæði. Gert verður ráð fyrir að mögulegt verði að dýpka þær holur niður á 4,5 ? 5 km dýpi. Ein holan verður síðan valin til dýpkunar í samstarfi fyrrgreindra aðila. ICDP (International Continental Scientific Drillig Program); alþjóðlegur sjóður sem styrkir vísindaboranir um allan heim og bandaríski vísindasjóðurinn NSF (National Science Foundation) munu einnig veita rannsóknastyrki til verkefnisins. Gert er ráð fyrir að fyrsta holan verði boruð við Kröflu á næsta ári og að hún verði prófuð árið 2009. Tvær nýjar 4 km djúpar holur munu verða boraðar í Hengli og á Reykjanesi árin 2009-2010 og síðan dýpkaðar. Áætlanir gera ráð fyrir að tilraunaorkuvinnslu ljúki árið 2015 eða þar um bil segir í tilkynningu.


 

Icelandic Glacial vatnið er komið í lokaúrslit ásamt Coca Cola og Danone, sem framleiðir Evian, í samkeppni um þekktustu verðlaun sem veitt eru fyrir vatnsframleiðslu í heiminum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verðlaunin kallast BottledWaterWorld Awards og verða úrslit tilkynnt á alþjóðlegri ráðstefnu vatnsframleiðenda í Mexíkóborg næstkomandi fimmtudag. Veitt eru verðlaun fyrir árangur á ýmsum sviðum og er Icelandic Glacial tilnefnt ásamt hinum fyrirtækjunum tveimur í flokknum ?besta framtak til sjálfbærni.? Umhverfismál og sjálfbærni eru meginþemu ráðstefnunnar í Mexíkó að þessu sinni og nýtur þessi verðlaunaflokkur því sérstakrar athygli. Tilnefningar Coca Cola og Danone eru vegna sérverkefna á þessu sviði. ?Þessi tilnefning er sérstaklega mikilvæg fyrir markaðssetningu okkar í Bandaríkjunum, sem er nýhafin. Það er ekki á hverjum degi sem lítið íslenskt vörumerki stendur jafnfætis risum á borð við Coca Cola og Danone, sem meðal annars framleiðir Evian, sem er þekktasti vatnsdrykkur í heimi, og eftir því er tekið. Gríðarleg umhverfisvakning á sér stað í þessum geira og þeir sem skara framúr í sjálfbærni, ekki síst hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda, vekja mikla athygli,? segir Jón Ólafsson stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial í fréttatilkynningunni. Icelandic Glacial hlaut í júní síðastliðnum vottun frá CarbonNeutral samtökunum í Bandaríkjunum fyrir áætlun um ráðstafanir til kolefnisjöfnunar. Þar á meðal er notkun vistvænna orkugjafa á borð við jarðvarma og rafmagn frá vatnsaflsvirkjunum í verksmiðju félagsins í Þorlákshöfn.


 

Þórður Birgir Bogason hefur keypt fyrirtækið Parket & Gólf af fjölskyldu Ómars Friðþjófssonar, stofnanda fyrirtækisins að því er kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að Parket & Gólf hefur verið leiðandi á gólfefnamarkaði í meira en tvo áratugi og byggir á traustum grunni en verslunin, sem er til húsa í Ármúla 23, var fyrst opnuð 1985. Parket & Gólf selur parket, hurðir, flísar og innveggjaefni frá þekktum framleiðendum eins og Hörning, Hakwood, Parador, Lebo og Upofloor sem allir gera miklar kröfur til sölu- og þjónustuaðila sinna um allan heim. Parket & Gólf hefur tekið þátt í fjölda skemmtilegra verkefna sl. ár, t.d. á Bessastöðum, í Alþingishúsinu, Höfða, Listasafni Íslands, Seðlabankanum, Valhöll á Þingvöllum, Hótel Borg auk fjölda verkefna fyrir Kaupþing, Glitni og Landsbankann. Þórður þekkir vel til byggingavörumarkaðarins og segir mörg tækifæri til vaxtar og þróunar fyrir fyrirtæki eins og Parket & Gólf. ?Uppsteypa húsa hefur farið mjög vel af stað á þessu ári og það liggur fyrir að innrétta þarf allt þetta húsnæði. Þá skiptir máli að skipta við trausta fagaðila sem geta haldið settum tímaáætlunum. Parket & Gólf er þekktast fyrir vandað parket og hurðir en við bjóðum einnig nýtt veggjaefni (HDF) sem kemur í stað gifsplatna. Um þessar mundir er verið að stækka sölu- og sýningarrýmið í Ármúlanum og auka vöruúrvalið en við viljum geta veitt viðskiptavinum bestu hugsanlegu aðstöðu við val á efni til innréttinga.? Starfsmenn Parkets & Gólfs, 15 talsins, starfa allir áfram hjá fyrirtækinu en umfangsmikil sérfræðiþekking á gólfefnum hefur byggst upp hjá fyrirtækinu síðastliðin ár. Auk þess er Parket & Gólf í góðum tengslum við reynda fagmenn sem sjá um lagningu og uppsetningu fyrir viðskiptavini. Þórður Birgir Bogason er verkfræðingur að mennt. Áður en hann keypti Parket & Gólf starfaði hann sem forstjóri MEST. Þar áður starfaði hann fyrir Samskip í Þýskalandi og Hollandi, samtals í um 10 ár.


 

AP sýningar munu í annað sinn standa að sýningunni Verk og vit  en að þessu sinni verður hún haldin dagana 17.-20. apríl 2008 í Laugardal. Sýningin var í fyrsta sinn haldin í mars 2006 og vakti þá mikla athygli.


 
Innlent
11. september 2007

Dregur úr innflutningi

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu var vöruskiptajöfnuður neikvæður um 12 milljarða í ágúst sem er nokkur bati frá júlímánuði þegar hallinn var 14,8 milljarðar króna. Útflutningur nam 17,8 milljörðum króna meðan flutt var inn fyrir um 29,8 milljarða, en dregið hefur úr innflutningi, sem var um 2 milljörðum lægri í ágúst en í júlí. Ef nánar er rýnt í undirliði innflutnings má sjá að innflutningur á fjárfestingarvörum lækkar umtalsvert milli mánaða vegna samdráttar í stóriðjuframkvæmdum. Einnig dró úr eldsneytisinnflutningi en sá liður er sveiflukenndur. Aðrir liðir vísa upp á við milli mánaða. Verðmæti innflutnings á hrá- og rekstrarvörum eykst og innflutningur á neysluvörum eykst lítillega, einkum út af hálf-varanlegum neysluvörum (t.d föt og skór). Innflutningur á bílum jókst lítillega ásamt innflutningi á skipum og flugvélum. Það sem af er ári er vöruskiptajöfnuður neikvæður um 85,2 milljarða króna miðað við 105,2 milljarða króna árið 2006. Á næstu misserum má gera ráð fyrir batnandi horfum vöruskiptajafnaðar með hægt hjaðnandi innflutningi og auknum útflutningi eftir því sem álframleiðsla eykst.


 
Innlent
11. september 2007

Íslendingarnir sigla heim

segir í frétt Dagens Industri


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,6% og er 7.978 stig við hádegi, en í gær lækkaði hún um 2,82%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2,6 milljörðum króna. Atlantic Petroleum hækkaði um 6,66%, Nýherji hækkaði um 2,38%, Teymi hækkaði um 1,99%, TM hækkaði um 1,81% og Icelandic Group hækkaði um 1,36%. Eik banki lækkaði um 1,18%, Össur lækkaði um 0,49%, Icelandair Group lækkaði um 0,38% og Bakkavör Group lækkaði um 0,31%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,4% og er 121,6 stig.


 

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) tilkynnti í gær um krónubréfaútgáfu að nafnvirði fimm milljarða króna, að sögn greiningardeildar Glitnis. ?Bréfin eru viðbót í flokk krónubréfa með gjalddaga í september 2008 og telur stærð flokksins 18 milljarða króna. með viðbótinni í gær. Athygli vekur að gengi krónu lækkaði í kjölfar fréttanna, öfugt við það sem oftast gerist þegar tilkynnt er um krónubréfaútgáfu. Tíðindin virðast því ekki hafa náð að stappa stálinu í fjárfesta í gær, en hins vegar hefur krónan styrkst töluvert það sem af er deginum í dag,? segir greiningardeildin. Hún segir að það sem af er september hafa krónubréf að nafnvirði 22,5 milljarðar króna fallið á gjalddaga auk vaxta. Þá er stór gjalddagi framundan 20. september þegar 60 milljarðar króna auk vaxta falla á gjalddaga. Í síðasta mánuði voru gefin út krónubréf að nafnvirði 55 milljarðar króna og má ætla að hluti þeirrar útgáfu hafi verið framlenging þeirra bréfa sem eru á gjalddaga í mánuðinum. ?Útgáfa NIB í gær er hins vegar fyrsta útgáfan í þessum mánuði. TD Securities er umsjónaraðili útgáfunnar, sem styður við þá skoðun okkar að um framlengingu sé að ræða, enda hefur það fyrirtæki verið atkvæðamikið í umsjón með krónubréfaútgáfum og haft talsvert frumkvæði í að leiða saman útgefendur og kaupendur. Útistandandi krónubréf nema nú um 423 milljarðar króna alls að nafnvirði," segir greiningardeildin.


 

Hlutfall vanskila af útlánum í lok 2. ársfjórðungs 2007 er tæplega 0,6% samanborið við 0,7% í lok 1. ársfjórðungs 2007 og rúmlega 0,5% í lok árs 2006 að því er kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins.  Frá árslokum 2005 hefur hlutfallið verið á bilinu 0,5?0,7%, sem eru lægstu vanskilahlutföll sem sést hafa á því rúmlega 6 ára tímabili sem yfirlitið nær yfir.   Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok júní 2007 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Talnaefnið nær til vanskila sem staðið hafa lengur en 1 mánuð. Um er að ræða brúttó vanskil, þ.e. ekki hafa verið dregnar frá fjárhæðir sem lagðar hafa verið til hliðar sem sérstakar afskriftir. Sýnd er þróun vanskila frá árslokum 2000. Vanskilaupplýsingarnar sýna tölur fyrir innlánsstofnanir án dótturfélaga þeirra. Á yfirlitinu eru sýnd vanskilahlutföll með annars vegar eins árs tímatöf og hins vegar tveggja ára tímatöf og er þannig tekið tillit til áhrifa mikillar útlánaaukningar síðustu misseri á hlutfallstölurnar. Vanskilahlutföllin mæld samkvæmt þessum mælikvörðum eru 0,6% og 1,1% af útlánum samanborið við 0,8 og 1,3% í lok árs 2006. Vanskilahlutfall fyrirtækja er 0,5% í lok 2. ársfjórðungs 2007 sem er óbreytt samanborið við árslok 2006. Vanskilahlutföll fyrirtækja miðað við eins og tveggja ára tímatöf eru 0,6% og 1,0% og eru þau lægstu sem yfirlitið sýnir. Vanskilahlutfall einstaklinga er 0,8% í lok 2. ársfjórðungs 2007 sem er nánast óbreytt hlutfall frá lokum tveggja næstu ársfjórðunga á undan. Vanskilahlutföll einstaklinga miðað við eins og tveggja ára tímatöf eru 0,9% og 1,4% og eru þau lægstu sem yfirlitið sýnir. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri FME segir í tilkynningu þessi vanskilahlutföll vera þau lægstu sem sést hafa á því rúmlega 6 ára tímabili sem yfirlitið nær yfir. ,,Vanskilahlutföllin eru nú í sögulegu lágmarki. Þó ber að athuga að útlánaaukningin á undanförnum misserum kann að koma fram í auknum vanskilum síðar. Í því sambandi er rétt að benda á að þátttaka innlánsstofnana í fasteignalánum frá og með seinni hluta ársins 2004 kann að hafa haft áhrif á þróun vanskila sem sýnd er á yfirlitinu, einkum vanskilahlutfall einstaklinga?. Hafa verður í huga við lestur yfirlitanna að í árslok hvers árs eru færð út endanlega afskrifuð útlán sem koma til lækkunar á brúttó vanskilafjárhæðum og hafa þannig áhrif á vanskil í lok 4. ársfjórðungs og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan.


 

Fjárfestingafélagið FL Group er með, beint eða óbeint í gegnum framvirka samninga, 18,9% stöðu í Inspired Gaming Group, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinar. FL Group hefur lagt fram óskuldbindandi yfirtökutilboð í breska afþreyingarfyrirtækið Inspired Gaming Group PLC og á í frekari viðræðum við stjórn félagsins þess efnis. Enn er óvíst hvort formlegt tilboð verður lagt fram, en áreiðanleikakönnun stendur yfir.


 

Greiningardeild Glitnis hefur hækkað verðmat sitt í 5,86 krónur á hlut úr 5,3. Sex mánaða markgengi er 6,4 krónur á hlut. Við lok markaðar í gær var gengið 6,19, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. "Helstu ástæður fyrir hækkuðu verðmatsgengi eru m.a. fólgnar í því að nýbirt uppgjör félagsins var yfir væntingum okkar sem og að ávöxtunarkrafa hefur lækkað lítillega. Auk þess hefur gengi EUR/ISK hækkað frá síðasta verðmati, það hefur jákvæð áhrif þar sem hlutafé Alfesca er skráð í krónum," segir greiningardeildin. Greiningardeildin telur að það séu spennandi tímar framundan hjá Alfesca. "Félagið hefur tilkynnt um kaupviðræður við eigendur Oscar Mayer Ltd í Bretlandi. Það félag framleiðir og selur tilbúna rétti (e. ready meals) undir merkjum annarra (e. privat label) og er mikilvægur birgir fyrir Sainsburys og Morrisons verslanakeðjurnar á Bretlandi. Ytri vöxtur á þessu sviði myndi auka áhættudreifingu samstæðunnar og minnka árstíðarsveiflu, hvoru tveggja er mikilvægt fyrir Alfesca að okkar mati. Velta Oscar Mayer nam 181 milljón evra á síðasta reikningsári, aðrar fjárhagsupplýsingar liggja ekki fyrir."


 

Stjórnmálamenn og fjárfestar á Wall Street eru á einu máli um nauðsyn þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefji vaxtalækkunarferli sitt í næstu viku - aðeins er deilt um hversu hratt eigi að ráðast í slíkar lækkanir. Hlutabréfavísitölur lækkuðu um allan heim í gær og á hádegi að bandarískum tíma hafði gengi hlutabréfa á Wall Street lækkað um tæplega hálft prósent. Sú óvissa sem ríkt hefur hjá fjárfestum á Wall Street um hvort Seðlabanki Bandaríkjanna ráðist í stýrivaxtalækkun næsta mánudag er ekki lengur fyrir hendi. Eftir að í ljós kom á föstudaginn að störfum í ágústmánuði hafði fækkað um fjögur þúsund er spurningin nú fremur hversu mikil stýrivaxtalækkunin verður þann 18. september næstkomandi. Flestir hagfræðingar gera ráð fyrir því að stjórn seðlabankans muni lækka vexti um 25 punkta í tvígang á næstu tveimur fundum bankans - en sumir spá jafnvel þremur vaxtalækkunum í röð. Og á Wall Street eru fjárfestar opinberlega farnir að ræða um allsherjarsamdrátt í bandaríska hagkerfinu. Hingað til hafa þeir með öllu móti viljað forðast að nota orðið "samdrátt" til að lýsa ástandinu á fjármálamörkuðum. Tölur bandaríska vinnumálaráðuneytisins komu flestum greiningaraðilum algjörlega í opna skjöldu: Í stað þess að störfum fjölgaði um hundrað þúsund - líkt og sérfræðingar höfðu spáð fyrir um - þá fækkaði þeim í fyrsta skipti í fjögur ár á milli mánaða. Bandarískar hlutabréfavísitölur féllu skarpt í kjölfarið og Bandaríkjadalur veiktist sökum væntinga um stýrivaxtalækkanir og samdráttar í hagkerfinu. En það var ekki einvörðungu samdráttur á vinnumarkaði í ágústmánuði sem jók á svartsýni fjárfesta; endurskoðaðar tölur fyrir síðastliðna þrjá mánuði leiddu í ljós að ástandið á vinnumarkaði hefur farið smám saman versnandi í sumar. Að meðaltali sköpuðust aðeins 44 þúsund störf á mánuði yfir tímabilið, sem er töluvert minna heldur en nauðsynlegt er til að vega upp á móti þeim fjölda manna sem er sagt upp störfum í hverjum mánuði. Metur líkur á samdrætti 25% Sumir fjármálaskýrendur telja að þær fjölmörgu neikvæðu fréttir sem berast af efnahagsástandinu vestanhafs varpi ljósi á þá staðreynd að Seðlabanki Bandaríkjanna hafi ekki fylgt þróuninni nægjanlega vel eftir: Hættan um þessar mundir er því sú að þrátt fyrir vaxtalækkun í næstu viku þá sé ástandið orðið það slæmt að slík aðgerð mun ekki duga til að koma í veg fyrir samdrátt í hagkerfinu. Í minnisblaði sem James OSullivan, hagfræðingur hjá UBS fjárfestingarbankanum, sendi til viðskiptavina bankans á föstudaginn, segist hann sérstaklega hafa áhyggjur af þeirri keðjuverkun sem víðtæk svartsýni fjárfesta og neytenda gæti haft fyrir bandaríska hagkerfið. "Dregið gæti verulega úr neyslugleði bandarísks almennings sem aftur myndi stuðla að auknu atvinnuleysi," segir Sullivan. Slík þróun er hins vegar alls ekki óumflýjanleg að mati Sullivan og bendir hann á fjármálakreppuna árið 1998 máli sínu til stuðnings: Þá hafi bjartsýni á meðal viðskiptalífsins tekið kipp upp á við í kjölfar þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hóf vaxtalækkunarferli sitt. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Kastljósið kemur til með að beinast að peningamörkuðum næstu tvær vikurnar en þá eru gjalddagar á skammtímabréfum að verðmæti 140 milljarða Bandaríkjadala í Evrópu og um 265 milljarða í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja að eftirspurn stofnanafjárfesta eftir því að halda slíkum bréfum og endurfjárfesta í þeim muni ráða miklu um hversu viðvarandi lausafjárþurrðin á mörkuðum verði. Um 142 milljarðar Bandaríkjadala munu falla á gjalddaga í Evrópu á tímabilinu. Sérfræðingar horfa frekar til þróunarinnar í Evrópu því að þó að upphæðin sem er á gjalddaga vestanhafs sé hærri er hún minni en það sem var endurfjármagnað síðustu tvær vikur. Í frétt Bloomberg-fréttastofunnar um ástandið er haft eftir Jim Reid, sérfræðingi í gjaldeyrisviðskiptum hjá Deutsche Bank í London, að næstu sjö til tíu dagar muni hafa mikil áhrif á framvindu mála á fjármálamörkuðum, en ljóst sé að gangi endurfjármögnun skammtímabréfanna illa sé það til marks um að lausafjárþurrðin muni vara lengur en margir eiga von á. Sökum þess að ekki liggur enn fyrir hversu miklum skaða hrunið á markaðnum með bandarísk undirmálslán hefur valdið þykir líklegt að eftirspurn stofnanafjárfesta, eins og lífeyrissjóða og tryggingasjóða, eftir slíkum bréfum verði minni en venjulega. Af þeim sökum kunna til að mynda fjármálastofnanir að þurfa að endurfjármagna sig með sínu eigin fé og þar af leiðandi draga enn frekar úr aðgengi að lausafé á mörkuðum. Þróunin á peningamörkuðum bendir til þess að menn séu að búa sig undir slíkt en vextir á lánum banka til fyrirtækja hafa farið hækkandi. Auk þess hefur munurinn á stýrivöxtum og vöxtum á millibankamörkuðum aukist talsvert að undanförnu. Í umfjöllun breska tímaritsins The Economist um ástandið í síðustu viku er sá ótti meðal annars rakinn til þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja eru hræddir við að veita öðrum lán á millibankamarkaði vegna ótta um frekari afleiðingar hrunsins á markaðnum með bandarísk neðanmálslaun, auk þarfar þeirra til þess að viðhalda lausafé til þess að verja eigin efnahagsreikning. Er leitt að því líkum í umfjöllun blaðsins að meðan svo er muni inngrip seðlabanka, sem felast í því að dæla inn lausafé á markaðinn, ekki hafa tilætluð áhrif.


 

Olíumálaráðherrar OPEC komu saman í fyrsta skipti í sex mánuði í Austurríki um helgina og sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að engin ástæða væri fyrir samtökin að auka olíuframleiðslu sína. Meðal annars var vísað til þess að varabirgðir af olíu í heiminum væru í "þokkalegu horfi". Í lok síðasta árs samþykkti OPEC að draga úr olíuframleiðslu aðildarríkja samtakanna um 6% til að viðhalda olíuverði í kringum 60 Bandaríkjadali á fatið. Þær aðgerðir OPEC hafa vissulega spilað stórt hlutverk í hækkandi olíuverði á heimsmarkaði, en á undanförnum sex mánuðum hefur verðið hækkað um 25%. Hins vegar lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um einn Bandaríkjadal á markaði í London í gær og stóð verðið á einu fati í 74,08 dölum.


 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, voru sammála á fundi sínum í gær um að auka þyrfti gagnsæi og regluverk á fjármálamörkuðum. Jafnframt töldu þau að Evrópusambandið ætti að taka frumkvæði í að ráðast í slíkar breytingar. Sarkozy sagði meðal annars á fjölmiðlafundi að "fjármálamarkaðir þyrftu að sýna af sér betri siðferðislegri hegðun," og bætti því við að ekki væri hægt að láta spákaupmennsku grafa undan öllu fjármálakerfinu.


 

Þjóðarframleiðsla í Japan dróst saman um 0,3% á öðrum ársfjórðungi samanborið við fyrstu þrjá mánuði ársins. Þessar hagtölur komu greiningaraðilum mjög á óvart sem höfðu flestir hverjir átt von á 0,1% samdrætti. Minni umsvif í japanska hagkerfinu voru einkum rakin til þess að fyrirtæki þar í landi héldu að sér höndum í fjárfestingum. Ljóst þykir að mati sérfræðinga að líkur á stýrivaxtahækkun Japansbanka á næstunni hafi minnkað sökum þessa.


 

Gengi hlutabréfa Intel hækkaði um 2% í gær eftir að félagið tilkynnti að tekjur og hagnaður á þriðja ársfjórðungi yrðu hærri en Intel hafði áður spáð fyrir um í júlímánuði. Bandaríska tölvufyrirtækið sagði að ástæða þessa væri einkum vaxandi eftirspurn á alþjóðamörkuðum. Félagið segist eiga von á því að tekjur á ársfjórðungnum verði á bilinu 9,4 til 9,8 milljarðar Bandaríkjadala, samanborið við fyrri spár upp á 9 til 9,6 milljarða dala.


 

Landssamtök lífeyrissjóða hafa lagt til við fjármálaráðherra að lögum um starfsemi lífeyrissjóða verði breytt, en í tillögum þeirra er meðal annars farið fram á rýmkaðar heimildir til fjárfestingar í óskráðum hlutabréfum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir í samtali við Viðskiptablaðið heildarendurskoðun á lífeyrissjóðalögunum hafa farið fram innan nefndar á vegum samtakanna síðan síðasta haust. Tillögurnar hafi verið kynntar fyrir fulltrúum allra aðildarsjóða en þær liggja nú hjá fjármálaráðuneytinu. "Við höfum óskað eftir að sett verði á stofn samráðsnefnd í ráðuneytinu til að fara yfir þessi mál og gera lagabreytingatillögur sem nái fram að ganga á vorþingi."Raddir hafa heyrst í íslensku viðskiptalífi um nauðsyn þess að rýmka fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða í ljósi örs vaxtar fjármálafyrirtækja, nú síðast frá Sigurði Einarssyni, forstjóra Kaupþings, sem lýsti þeirri skoðun í helgarviðtali Viðskiptablaðsins að lífeyrissjóðir ættu að geta bundið meira en 10% fjárfestinga sinna í einu og sama fyrirtæki. Sama kom fram í viðtali Viðskiptablaðsins fyrr í sumar við Víglund Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformann Lífeyrissjóðs verslunarmanna."Aðstæður í íslensku viðskiptalífi hafa breyst," segir Hrafn. "Lífeyrissjóðir hafa ekki rekið sig upp undir þessi fjárfestingamörk af því að þeir hafi sjálfir fjárfest um of, heldur af því að fyrirtækin sem þeir fjárfestu í stækkuðu svo gríðarlega. Það er bagalegt að sjóðirnir hafi neyðst til að selja frá sér eignir og sleppa þar með hendinni af góðri fjárfestingu. Við tökum undir að þessu hámarki á að breyta," segir Hrafn.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,82% og er 7.930 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9,2 milljörðum króna. Atlantic Petroleum hækkaði um 10,43%. 365 lækkaði um 5,3%, Exista lækkaði um 4,63%, Kaupþing lækkaði um 3,52%, Icelandair Group lækkaði um 3,31% og Century Aluminium lækkaði um 3,19%. Gengi krónu veiktist um 1,56% og er 122,7 stig.


 

Alcoa Inc. hefur nú bæst í hóp aðal samstarfsaðila um djúpborunarverkefnið (IDDP) , sem fram til þessa hafa verið Hitaveita Suðurnesja hf, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun (fyrir hönd ríkisins).


 

FL Group hefur keypt út aðra hluthafa í Kjarrhólma, sem á 37,57% hlut í Trygginamiðstöðinni, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fjárfestingafélagið keypti í dag 45% hlut Sunds ehf., 5 % hlut  Imon ehf. og 5% hlut Sólstafa ehf. í Kjarrhólma.FL Group er  ekki skráð fyrir hlutbréfum í Tryggingamiðstöðinni.Þorsteinn M. Jónsson er eigandi Sólstafa ehf. og Magnús Ármann er eigandi Imon ehf. 


 

Brent Sugden, forstjóri Versacold hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið ráðinn forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips í Ameríku. Bæði Versacold og Atlas Cold Storage, sem reka yfir 120 kæli- og frystigeymslur tilheyra þessu sviði. Þetta kemur fram í tilkynningu.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,86% og er 7.926 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Velta nemur 4,4 milljörðum króna. Markaðir erlendis hafa einnig farið lækkandi í kjölfar þess að störfum í Bandaríkjunum fjölgaði ekki í takt við væntingar. Atlantic Petroleum hækkaði um 12% og Century Aluminium hækkaði um 0,44%. 365 hefur lækkað um 4,55%, Exista hefur lækkað um 4,48%, Föroya banki hefur lækkað 4,02%, Kaupþing hefur lækkað um 3,52% og FL Group hefur lækkað um 2,92%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,74% og er 121,7 stig. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1,3%, breska vísitalan FTSE 100 hefur lækkað um 0,11%, norska vísitalan OBX 1,05%, sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,46% og japanska vísitalan TOPIX 2,04%.


 

Nafni Greiðslumiðlunar - VISA Íslands hefur verið breytt í Valitor, samfara áherslu- og skipulagsbreytingum hjá fyrirtækinu. Ástæða breytinganna er vaxandi starfsemi erlendis og aukin breidd í þjónustu fyrirtækisins segir í tilkynningu.


 

eftir að hafa legið undir feld í 90 daga


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,97% skömmu eftir opnun markaðar og er 7.918 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur um tveimur milljörðum króna. Markaðir erlendis hafa einnig farið lækkandi í kjölfar þess að störfum í Bandaríkjunum fjölgaði ekki í takt við væntingar. Exista hefur lækkað um 4,93%, Föroya banki hefur lækkað um 4,02%, Landsbankinn hefur lækkað um 3,56%, Kaupþing hefur lækkað um 3,17% og Straumur hefur lækkað um 2,76%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,24% og er 121,1 stig. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 1,16%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 0,89%, sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 0,67% og japanska vísitalan TOPIX hefur lækkað um 2,04%. Breska vísitalan FTSE 100 hefur þó hækkað um 0,10%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.


 

Í ágústmánuði síðastliðnum fóru 293.790 farþegar um Keflavíkurflugvöll og fjölgar þeim um 9% á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Veruleg fjölgun farþega hefur átt sér stað á þessu ári og nemur tæpum 9% frá áramótum. Farþegar fyrstu átta mánuði þessa árs voru rúmlega 1,5 milljónir samanborið við 1,4 milljónir frá janúar til ágúst 2006.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,21% og er 8.160 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam um 5,5 milljörðum króna. Atlantic Petrolum hækkaði um 1,71% og Alfesca hækkaði um 0,49%. FL Group lækkaði um 3,75%, Century Aluminium lækkaði um 3,38%, Teymi lækkaði um 2,41%, Össur lækkaði um 1,43% og Glitnir lækkaði um 1,43%. Gengi krónu styrktist um 1,21% og er 120,8 stig við lok markaðar.


 

FL Group staðfestir að félagið hefur átt viðræður við stjórn Inspired Gaming Group plc (INGG) vegna óskuldbindandi tilboðs sem henni hefur verið gert, um kaup á öllum útistandandi hlutum í INGG á verðinu 385pens á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.Engin fullvissa er um að formlegt tilboð verði niðurstaða viðræðna. Frekari tilkynningar verða gefnar út þegar við á, segir í tilkynningunni.Markaðsvirði félagsins er um 258 milljónir punda eða 33,7 milljarðar króna.


 

Sjálfkjörið verður í stjórn Icelandair Group á næsta hluthafafundi félagsins, sem fram fer næsta miðvikudag, að því gefnu að samþykkt verði breyting á samþykktum, um að fækka aðalstjórnarmönnum Icelandair Group í fimm úr sjö. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.Tveir nýir munu setjast í stjórn félagsins; Ásgeir Baldursson og Finnur Freyr Stefánsson.Þeir hafa gefið kost á sér eru sem aðalmenn í stjórn Icelandair Group eru:


 

Tillaga um að stjórn Alfesca fái heimild til að skrá hlutafé félagsins í evrum, verður lögð fyrir á aðalfundi félagsins 24. september. Lagt er til að við umreikning verði miðað við kaupgengið EUR/ISK 87,0414134, og fylgir þá eitt atkvæði hverri evru í stað hverju evru senti í hlutafé, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Ennfremur er tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 850.000.000 að nafnverði með útgáfu 850.000.000 nýrra hluta. Kaupgengi hlutanna og söluskilmálar hlutanna skulu vera nánar ákveðnir af stjórn félagsins. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar að þessum nýju hlutum. Heimildin gildir til 01.09.2012 að því marki sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir þann dag. Tillaga um að stjórn félagsins fái heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 850.000.000,00 að nafnverði með útgáfu 850.000.000 nýrra hluta. Kaupgengi hlutanna og söluskilmálar hlutanna skulu vera nánar ákveðnir af stjórn félagsins. Núverandi hluthöfum skal vera heimilt að nýta forgangsrétt sinn við skráningu fyrir nýjum hlutum. Heimildin gildir til 01.09.2012 að því marki sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir þann dag.


 

Stjórnendur Stork Food Systems einingar hollenska iðnaðarrisans Stork NV vilja frekar sameiningu við Marel Food Systems en að upplifa yfirtöku breska fjárfestingafélagsins Candover. Hefur Dow Jones Newswires þetta eftir heimildarmönnum sem nátengdir eru samsteypunni.


 

Forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda hafa gert með sér samkomulag um að leggja til við stjórnir sjóðanna að þeir verði sameinaðir, að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu sparisjóðanna.


 

Ekki liggur enn fyrir hvort Kaupþing styðji kaup norska tryggingafélagsins Storebrands á líftryggingahluta sænska bankans Handelsbank (SPP). Greint var frá því í vikunni að forsvarsmenn Storebrands hefðu undirritað samkomulag um kaupin, en þau þurfa að njóta stuðnings tvo þriðju hluta hluthafa Storebrands, svo þau geti gengið eftir.


 

Borgarráð samþykkti í gær tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra að setja á fót starfshóp skipaðan þremur borgarfulltrúum, einum fulltrúa Akraness og einum fulltrúa Borgarbyggðar sem hafi það verkefni ásamt forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og borgarlögmanni að yfirfara þau álitamál sem kunna að fylgja breytingu á félagsformi Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. úr sameignarfyrirtæki í hlutafélag sem taki til starfa 1. janúar næstkomandi.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,23% og er 8.241 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2,5 milljörðum króna. Atlantic Petroleum hefur hækkað um 2,56%, Föroya banki hefur hækkað um 1,1%, FL Group hefur hækkað um 0,75%, Icelandair Group hefur hækkað um 0,37% og Exista hefur lækkað um 0,3%. Teymi hefur lækkað um 1,45%, Bakkavör Group hefur lækkað um 1,21%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,84%, 365 hefur lækkað um 0,38% og Straumur hefur lækkað um 0,25%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,23%


 

Fjármagnstekjur Íslendinga hafa vaxið stórlega á undanförnum árum og á fyrstu sjö mánuðum ársins nema þær nærri 209 milljörðum króna. Það eru meiri fjármagnstekjur en fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu á öllu árinu, að því er fram kemur í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins.


 

Guðmundur Davíðsson hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið ráðinn forstjóri yfir starfsemi Eimskips á Íslandi. Gífurlegur vöxtur Eimskips á undanförnum mánuðum og árum hefur kallað á þær breytingar að Norður Atlantshafssvæði félagsins verður skipt í tvennt og er Ísland orðið að sérstöku sviði innan samsteypunnar. Guðmundur mun starfa við hlið Braga Þórs Marinóssonar sem verður forstjóri yfir Norður-Atlantshafssvæði Eimskips.  Þetta kemur fram í frétt frá félaginu. ?Félagið hefur tekið gríðarlegum breytingum á skömmum tíma," segir Baldur Guðnason, forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands í frétt frá félaginu. "Velta félagsins hefur nær tífaldast á undanförnum 3 árum. Félagið hefur nú starfsemi í yfir 30 löndum og eru starfsmenn nú um 14.500. Til samanburðar þá voru starfsmenn rétt um 1.200 fyrir 3 árum. Mikilvægt er að huga vel að starfseminni hér á Íslandi sem og annarsstaðar og er það meginmarkmiðið með þessari breytingu. Með þessari breytingu er lögð áhersla á að tryggja enn betri þjónustu og treysta tengsl við viðskiptavini félagsins.?Nýr forstjóri yfir starfsemi Eimskips á Íslandi mun einbeita sér að rekstri og þróun á starfsemi Eimskips á Íslandi enda er sú starfsemi mjög mikilvæg í rekstri félagsins.Forstjóri Norður-Atlantshafssvæðis mun fást við frekari uppbyggingu á svæðinu fyrir utan Ísland, einkum í Færeyjum og Noregi. Í Færeyjum er Eimskip nú þegar einn af stærstu atvinnurekendunum landsins með um 500 starfsmenn. Eimskip hefur lagt í miklar fjárfestingar í Noregi er með 20 skip í rekstri og hefur fjárfest í 7 nýjum skipum á skömmum tíma. Mikilvæg verkefni eru þar framundan m.a. við samþættingu reksturs á svæðinu.Guðmundur P. Davíðsson hefur áralanga reynslu af stjórnun fyrirtækja ásamt því að hafa setið í stjórnum margra félaga. Hann starfaði nú síðast sem framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins Grettis. Hann var þar áður forstöðumaður markaðsmála og vöruþróunar á fyrirtækjasviði Landsbankans á árunum 2003-2007. Hann var hjá SIF frá árinu 2000 til 2003 síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá SIF í Frakklandi. Guðmundur starfaði hjá Samskipum um 12 ára skeið í ýmsum stjórnunarstörfum hérlendis og erlendis. Guðmundur er kvæntur Kristjönu Ólafsdóttur og á hann 3 syni.Bragi Þór Marinósson hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra Norður-Atlantshafssvæðis frá árinu 2006. Þar áður var hann framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips 2004-2006 og framkvæmdastjóri dótturfélaga Eimskips í Hollandi og Belgíu 1999-2004 en hafði áður gengt ýmsum störfum hjá félaginu. Bragi er kvæntur Erlu Sigrúnu Sveinsdóttur og eiga þau 2 dætur.


 

Seint á áttunda áratug nýliðinnar aldar veltu margir fyrir sér hvort að fyrrverandi leikari ætti erindi í Hvíta húsið, reyndar svaraði einn maður spurningunni játandi þar sem að það væri skárra en að hafa trúðinn sem þá bjó á þeim tíma í þeim híbýlum. Sama spurning vaknar upp nú þar sem að leikarinn Fred Thompson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Lengsta inngöngumars bandarískrar sögu lauk þegar Fred Thompson, sem er meðal annars þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Law and Order og kvikmyndinni The Hunt for Red October, lýsti því yfir að hann gæfi kost á sér í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Á sama tíma og aðrir þátttakendur í forvalinu tóku þátt í kappræðum sem sýndar voru á sjónvarpstöðinni Fox opinberaði Thompson áform sín í sjónvarpsþætti Jay Leno. Þrátt fyrir að vera þekktastur fyrir störf sín í afþreyingariðnaðinum er Thompson enginn nýgræðingur í stjórnmálum: Hann hefur setið í öldungadeild þingsins, starfað bæði sem lögfræðingur og fyrir þrýstihópa í höfuðborginni, Washington D.C. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Thompson myndi bjóða sig fram frá vordögum en leikarinn var sérstaklega áberandi í fjölmiðlum þá og fram á sumar. Hann veitti hinum umdeilda heimildarmyndagerðarmanni Michael Moore ærlega ráðningu á myndbandi sem var sett á YouTube vefinn auk þess sem að hann lét í ljós skoðanir á umhverfismálum og skotvopnaeign sem eru bandarískum íhöldsmönnum mjög að skapi. Vinsældir hans sem leikara, traustvekjandi útlit og alþýðlegt fas hans fékk marga til að trúa að hann væri rétti maðurinn til þess að tryggja að repúblikanar héldu lyklavöldunum í Hvíta húsinu: Hann gæti höfðað til þeirra sem eru yst til hægri án þess að fæla frá kjósendur á miðju stjórnmálanna. Og það er ljóst að hann á möguleika á því að hreppa útnefninguna þar sem kannanir hafa alla jafna sýnt að hann njóti næst mest fylgis, á eftir Rudy Giuliani, á meðal repúblikana í lykilríkjum forvalsins, en hinsvegar leiðir Mitt Romney í Iowa og New Hampshire. Þau ríki halda forvalskosningar snemma og fá þær því mikla fjölmiðlaathygli og hefur því gott gengi þar mikið að segja um gengi frambjóðenda í öðrum ríkjum. Lítil stemmning hefur verið í kosningabaráttu repúblikana og gætt hefur óánægju með þá frambjóðendur sem fyrir voru en margir stuðningsmenn flokksins, sérstaklega í suðurríkjunum, telja þá Guiliani og Romney vera of frjálslynda í afstöðu sinni til mála eins og fóstureyðinga. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki héldu stýrivöxtum sínum - 4% á evrusvæðinu og 5,75% á Bretlandi - óbreyttum í gær. Samstaða ríkti á meðal stjórnarmanna evrópska seðlabankans um stýrivaxtaákvörðunina en hins vegar var eftir því tekið að orðin "mikla aðgætni" gagnvart verðbólguþrýstingi komu ekki fram í tilkynningu bankans sem Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, las upp. Slíkt orðalag var notað við síðustu vaxtaákvörðun bankans og hefur iðulega verið talið gefa til kynna að von sé á stýrivaxtahækkun hjá bankanum. Trichet vildi ekki tjá sig um hverju það sætti að orðin hafi ekki komið fyrir í þetta sinn. "Það er undir fréttaskýrendum og markaðsaðilum að leggja mat á slíkt," sagði Trichet á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í gær. Ákvörðun Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka kom fjármálaskýrendum ekki á óvart í ljósi þess að vaxandi áhyggjur eru á meðal fjárfesta um þá lausafjárþurrð sem ríkir á fjármagnsmörkuðum um þessar mundir. Þær áhyggjur endurspeglast ekki síst í þeirri staðreynd að vextir á skammtímalánum á millibankamarkaði í London (Libor) hafa hækkað mikið að undanförnu og eru allt að hundrað punktum hærri heldur en stýrivextir á evrusvæðinu og Bretlandi. Evrópski seðlabankinn brást hins vegar við því slæma aðgengi sem er að lánsfé á mörkuðum með því að veita 42,4 milljörðum evra inn á peningamarkaði fyrir einn dag. Sú ákvörðun dró að einhverju marki úr áhyggjum fjárfesta, en helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu lítillega í viðskiptum í gær. Skiptar skoðanir eru á meðal fjárfesta um hvort seðlabankinn muni ráðast í stýrivaxtahækkun á árinu - en slíkt þótt næsta öruggt fyrir um mánuði síðan - og samkvæmt skoðanakönnun Dow Jones eru 31 hagfræðingur af 51 á því að vextir muni hækka um 25 punkta fyrir árslok. Það sem kom greiningaraðilum einna mest á óvart varðandi stýrivaxtaákvörðun stjórnar Englandsbanka var sú ákvörðun að gefa samhliða út tilkynningu, en slíkt hefur að aðeins tvisvar áður verið gert síðastliðinn tíu ár þegar Englandsbanki ákveður peningamálastefnu sína. Í frétt Financial Times er haft eftir hagfræðingum að þeir búist ekki við því að bankinn muni hækka hjá sér vexti á árinu sökum þeirrar óvissu hversu mikil áhrif undirmálslánakrísan (e. subprime-mortages) mun hafa fyrir raunhagkerfið á Bretlandi.


 

Forsætisráðherra Kasakstans, Karim Masimov, sagði í gær að ríkisfyrirtækið Kazmunaigas ætti að gegna stærra hlutverki við olíunýtingu á Kashagan-svæðinu í landinu. Masimov vísaði til þeirrar framleiðslutafar sem orðið hefur undir stjórn Eni-fyrirtækjahópsins sem fékk einkaleyfi til olíunýtingu á svæðinu. Forsætisráðherrann vill að Kazmunaigas verði samstarfaðili að verkefninu með hinum erlendu olíufélögum. Viðræður eiga sér nú stað á milli stjórnvalda og olíufélaganna um hugsanlegar skaðabætur vegna tafanna og rætt hefur verið um 10 milljarða Bandaríkjadala skaðabótagreiðslur til Kasakstan í þeim efnum. Eni-hópurinn tilkynnti stjórnvöldum í Kasakstan fyrir skemmstu að olíuvinnsla gæti ekki hafist fyrr en árið 2010, í stað næsta árs líkt áður hafði verið stefnt að.


 

Kauphöllin í Dubai er fullviss um að yfirtökutilboði hennar í norrænu kauphallarsamstæðuna OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrarsaltsríkjunum, verði tekið. Félagið á í yfirtökubaráttu við bandarísku kauphöllina Nasdaq en telur hins vegar að sitt tilboð muni veita OMX betri möguleika til frekari vaxtar á komandi árum, segir Per Larsson, framkvæmdastjóra Kauphallarinnar í Dubai, í samtali við Dow Jones-fréttaveituna. Hann sagði jafnframt að markmið sameinaðs fyrirtækis yrði að búa til þriðju stærstu kauphallarsamstæðuna í heiminum.


 

Gengi hlutabréfa í námurisanum Rio Tinto hækkaði um 4% í gær sökum orðróms um að helstu keppinautar félagsins, BHP Billiton og Cia. Vale do Rio Doce, hygðust í sameiningu leggja fram yfirtökutilboð í Rio Tinto. Verði slíkt að veruleika verður um að ræða stærsta yfirtökusamning sem gerður hefur verið í námuiðnaðinum. Sérfræðingar hafa hins vegar miklar efasemdir um að af þessu verði.


 

Framleiðni á bandarískum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi hækkaði um 2,6%, á meðan vinnuaflskostnaður jókst um 0,7% sem er nokkuð minna samanborið við fyrsta ársfjórðung. Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 2,4% framleiðniaukningu á milli ársfjórðunga. Þrátt fyrir að aukningin hafi verið umfram væntingar er ólíklegt að slíkt verði til þess að slá á áhyggjur um að hagvöxtur geti orðið í bandaríska hagkerfinu án þess að til verðbólguhættu komi.


 

segir Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,49% og er 8.260 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan ban 16,5 milljörðum króna. Alfesca hækkaði um 0,65%, Teymi hækkaði um 0,65% og Össur hækkað um 0,48%. Atlantic Petroleum lækkað um 2,33%, Eik banki lækkað um 1,59%, Atorka Group lækkaði um 1%, TM lækkaði um 0,88% og Marel lækkaði um 0,6%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,52% og er 119,7 stig.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,52% og er 8.235 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 11,2 milljörðum króna. Össur hefur hækkað um 0,52% og Exista hefur hækkað um 0,3%. Atlantic Petrleum hefur lækkað um 2,42%, Eik banki hefur lækkað um 1,59%, Straumur hefur lækkað um 1,24%, Atorka Group hefur lækkað um 0,8% og FL Group hefur lækkað um 0,75%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,52% og er 119,7 stig.


 

segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri


 

Fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, hefur sett aukinn pólitískan þrýsting á stjórnvöld í sambandsríkjum landsins um að hraða samrunaþróun á Landesbanken, sem eru sparisjóðsbankar í eigu hins opinbera, og varar stjórnmálamenn við að fresta því sem er "óumflýjanlegt". Yfirvöld í Berlín hafa löngum lagt mun meiri áherslu á að ráðist verði í slíkar umbætur á bankakerfinu heldur en stjórnmálamenn í sambandsríkjum Þýskalands. Þýskur bankamarkaður hefur orðið fyrir einna mestum skaða í Evrópu af vaxandi lausafjárþurrð á fjármagnsmörkuðum sökum undirmálslánakrísunnar á bandaríska fasteignamarkaðinum. Tveir bankar hafa verið lýstir gjaldþrota og auk þess hafa þýsk stjórnvöld neyðst til að leysa tvær fjármálastofnanir úr fjárhagsvandræðum með sérstakri neyðaraðstoð. Að sögn fjármálaskýrenda endurspegla þessi vandræði þýskra fjármálafyrirækja nauðsyn þess að gerðar verði umbætur á starfsemi þeirra.


 

Seðlabanki Evrópu tilkynnti í gær að hann væri reiðubúinn að grípa til enn frekari aðgerða til að draga úr spennu á fjármálamörkuðum. Þessi skilaboð bankans koma aðeins einum degi áður en stjórn bankans kemur saman til fundar [í dag] og tekur ákvörðun um stýrivexti á evrusvæðinu, en þeir standa í 4% um þessar mundir. Ólíklegt þykir að þeir verði hækkaðir. Financial Times greinir frá því að í tilkynningu evrópska seðlabankans sem hann sendi frá sér hafi bankinn heitið því að veita enn frekari innspýtingu fjármagns inn á fjármálamarkaði, heldur en hann hefur nú þegar gert. Ummæli seðlabankans komu í kjölfar þess að svokallaðir LIBOR vextir í evrum - sem vísar til þeirra vaxta sem bjóðast á skammtímalánum á millibankamarkaði i London - náðu sína hæsta gildi í sex ár í gær, auk þess sem Englandsbanki hafði skömmu áður reynt að lægja ölduganginn á fjármálamörkuðum, þegar hann tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega frá því undirmálslánakrísan (e. subprime-mortages) á bandaríska fasteignamarkaðinum hófst fyrir mánuði. Englandsbanki gaf til kynna að hann gæti veitt fjármagni inn á markaði í næstu viku ef hann telur að útlit sé fyrir áframhaldandi vandræði í tengslum við vaxandi lausafjárþurrð á fjármagnsmörkuðum. Chiara Corsa, hagfræðingur hjá UniCredit, segir í samtali við Financial Times að tilkynning bankans hafi komið fjárfestum verulega á óvart, sökum þess að hann hafi hingað til sýnt takmarkaðan vilja í þá veru að bregðast við vandræðunum á mörkuðum. Englandsbanki lagði hins vegar áherslu á hugsanlegar aðgerðir bankans miðuðu ekki að því að lækka þriggja mánaða LIBOR vexti, sem námu 6,8% í gær og eru því orðnir meira en hundrað punktum hærri heldur en 5,75% stýrivextir bankans. Blaðið hefur eftir fjármálaskýrendum að sökum þessara ummæla Englandsbanka sé líklegt að slíkur munur á LIBOR vöxtum og stýrivöxtum muni viðhaldast - og jafnvel aukast - þangað til að því komi að áhyggjur fjárfesta af því hversu umfangsmikil undirmálslánakrísan er fari verulega minnkandi. Seðlabanki Evrópu sagði að órói á evrópskum peningamarkaði hefði aukast undanfarin misseri, en bankinn myndi hins vegar fylgjast "grannt með þróun mála". Í tilkynningunni kom jafnframt fram að ef ástandið myndi ekki batna á morgun [í dag], þá væri "Seðlabanki Evrópu tilbúinn til að ráðast í aðgerðir til að koma á jafnvægi á evrópskum peningamarkaði." Þau ummæli eru á skjön við nýlega yfirlýsingu sem bankinn lét frá sér um aðstæður á peningamarkaði væru að færast í eðlilegt horf. Fjárfestar eiga flestir von á því að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum í dag í ljósi fyrri ummæla Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra, um að bankinn hafi endurskoðað afstöðu sína frá því fyrir mánuði síðan. Samkvæmt skoðanakönnun Dow Jones-fréttaveitunnar telja 39 fjármálastofnanir af 51 að vextir haldist áfram óbreyttir í 4%. Að sögn sérfræðinga yrði hækkun stýrivaxta um 25 punkta áfall fyrir fjármálamarkaði - eitthvað sem seðlabankinn vill með öllu móti forðast.


 

Titringur á mörkuðum vegna hrunsins á markaðnum með bandarísk undirmálslán (e. sub-prime mortgage) og samdráttur þar í landi munu hamla hagvexti í alþjóðahagkerfinu á þessu ári að mati Efnahags- og framfararstofnunarinnar (OECD). Þetta kemur fram í nýrri úttekt stofnunarinnar sem var kynnt í gær. Stofnunin spáir töluverðum samdrætti í bandaríska hagkerfinu. Í úttektinni kemur meðal annars fram að sérfræðingar stofnunarinnar telja að samdrátturinn í bandaríska hagkerfinu verði töluverður og spá þeir 1,9% hagvexti þar í landi, í stað 2,1% í síðustu úttekt sem var gefin út í maí. Ástæðan er hald sérfræðinga stofnunarinnar að samdráttaráhrifin vegna niðursveiflunnar á bandaríska fasteignamarkaðnum séu mun meiri og djúpstæðari en áður var talið. Stofnunin telur jafnframt að brýnt sé að ráðast í úrbætur á regluverki svo hægt sé að vinna bót "alvarlegum misbrestum" á bandaríska fasteignamarkaðnum og alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Þrátt fyrir að OECD lækki væntingar sínar um hagvöxt í sjö stærstu hagkerfum heims um aðeins 0,1% eða niður í 2,2% á árinu er sá varnagli sleginn að hugsanlega er um ofmat að ræða. Ástæða þessa er að enn er of snemmt að meta raunveruleg áhrif leiðréttingar á verðlagningu á áhættu fjárfestinga á hagkerfi heimsins. Fram kemur í skýrslunni að hætta sé á meiri samdrætti en gert er ráð fyrir og á því að ókyrrð á fjármálamörkuðum verði viðvarandi. Jean-Phillipe Credit, aðalhagfræðingur OECD, kynnti innihald skýrslunnar í gær. Fram kom í máli hans að sérfræðingar hennar telja að niðursveiflan á bandaríska fasteignamarkaðnum muni halda áfram og ómögulegt sé að leggja mat á hversu lengi hún muni vara. Ástandið á bandaríska fasteignalánamarkaðnum hefur, sem kunnugt er, haft víðtækar afleiðingar í alþjóðahagkerfinu og meðal annars valdið lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum. Cotis telur miklar líkur á því að bandaríski seðlabankinn muni lækka vexti fyrr frekar en síðar. Hann tók hinsvegar fram að vaxtarákvarðanir ætti að taka útfrá aðstæðum í raunhagkerfinu og hvatti yfirvöld peningamála til þess að grípa ekki til aðgerða til þess að bjarga þeim sem væru í vandræðum vegna glannalegra fjárfestinga. OECD gerir ráð fyrir að hagvöxtur muni aukast á síðari hluta ársins á ný á evrusvæðinu eftir að samdráttur varð á öðrum ársfjórðungi. Hinsvegar sagði Cotis að hugsanlega væri toppnum á núverandi hagsveiflu á evrusvæðinu náð. Gert er ráð fyrir undirliggjandi verðbólguþrýstingi á svæðinu og sérfræðingar OECD telja að Seðlabanki Evrópu muni hækka stýrivexti um leið og á núverandi ókyrrð á mörkuðum gengur yfir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppgangi í Japan en stofnunin telur hinsvegar að Japansbanki eigi að bíða með að hækka vexti þar til frekari sannanir um endalok verðhjöðnunartímabilsins komi fram og öldugangurinn á fjármálamörkuðum lægist. Cotis hrósaði seðlabönkum heims fyrir að aðgerðir sínar í kjölfar þess að vart var við lausafjárskort á mörkuðum og sagði tímasetningu vandræðagangsins vegna bandarísku undirmálslánanna vera lán í óláni þar sem að hún ætti sér stað á uppgangstíma í alþjóðahagkerfinu í stað samdráttarskeiðs.


 

Seðlabankarnir í Ástralíu og Kanada ákváðu að halda að sér höndum og hækkuðu ekki vexti í gær þrátt fyrir þenslu í hagkerfum ríkjanna. Hagvöxtur í Ástralíu á öðrum ársfjórðungi var 0,9% meiri en væntingar voru um og mælist 4,3% á ársgrundvelli og hefur hagkerfið ekki vaxið hraðar í þrjú ár. Þrátt fyrir það ákvað seðlabanki landsins samt sem áður að halda vöxtum í 6,5%. Að sama skapi er mikil þensla í kanadíska hagkerfinu en vöxtum var haldið óbreyttum í 4,5%. Sú staðreynd að bankarnir tveir héldu að sér höndum þykir til marks um vaxandi áhyggjur um að lausafjárþurrðin á fjármálamörkuðum vegna hrunsins á markaðnum með bandarísk undirmálslán kunni að þróast út í víðtæka fjármálakreppu. Lausafjárþurrðin hefur nánast útilokað möguleikann á því að seðlabankar grípi til vaxtahækkana þó svo að hagtölur kunni að gefa tilefni til þeirra. Áður en að titringurinn hófst um miðjan júlí höfðu flestir búist við frekari vaxtahækkunum í löndunum tveimur, auk frekari vaxtahækkana á evrusvæðinu og í löndum eins Bretlandi, og eru því ákvarðanir gærdagsins til marks um hversu mikið landslagið hefur breytt. Fram kom í yfirlýsingu kanadíska seðlabankans að forráðamenn hans telja að lausafjárþurrðin verði til þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu auk þess sem að niðursveifla í Bandaríkjunum verði til þess að draga úr eftirspurn eftir útflutningsvörum. Ástralski seðlabankinn gerir ekki grein fyrir ástæðum vaxtaákvarðana. Sérfræðingar telja að ákvarðanir bankanna um að halda stýrivöxtum óbreyttum styrki þá skoðun að Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki geri það sama í dag og að sá bandaríski muni lækka vexti þann átjánda september. Reuters fréttastofan hefur eftir sérfræðingi í skuldabréfaviðskiptum hjá Deutsche Bank að væntingar séu um að peningamálayfirvöld í Bandaríkjunum muni jafnframt lækka vexti í októbermánuði. Hagtölur sem voru birtar í gær sýndu að 12,2 prósent minni sölu á notuðu húsnæði í júlí samanborið við mánuðinn þar á undan og 16,1% frá sama tíma í fyrra í Bandaríkjunum. Þykir það benda til þess að ástandið á fasteignamarkaðnum þar í landi fari enn versnandi en vísitalan sem mælir fasteignaviðskipti hefur ekki verið lægri síðan september árið 2001.


 

Örn Andrésson, stjórnarmaður í Atorku Group, hefur keypt í félaginu fyrir 118,8 milljónir króna, í gegnum félag sitt Eagle Investments, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.Við þetta eykst hlutur hans í 5,64% úr 5,28%.


 

Stjórnvísi hefur veitt Bakkavör Group verðlaun fyrir árskýrslu ársins 2006 en á síðasta ári hlaut félagið viðurkenningu fyrir vel unna árskýrslu. Glitnir og Kaupþing fengu þá viðurkenningu í ár. Glitnir hreppti þessi verðlaun á síðasta ári. Þetta er þriðja árið sem verðlaunin eru veitt.


 

Yfirmenn hollenska iðnaðarsamsteypunnar Stork komu til fundar við forsvarsmenn LME eignarhaldsfélags og Marels um helgina. Hófst sá fundur á laugardag og var þar reynt að nálgast niðurstöðu í þeim mikla slag sem verið hefur um yfirráðin í Stork á milli fjárfestingarfélagsins Candover og LME. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var þar m.a. rætt um hvort LME komi að yfirtöku á Stork samstæðunni allri eða kaupi Stork Food Systems eininguna út úr samsteypunni.Viðræðum mun hafa miðað vel og er ætlunin að reyna að fá niðurstöðu í málinu fyrir miðjan mánuðinn, eða vel áður en framlenging á yfirtökutilboði Candover rennur út 18. september. Yfirtökutilboðið átti upphaflega að renna út 4. september, en ef samkomulag næst ekki útilokar LME ekki að leggja sjálft fram yfirtökutilboð í samsteypuna.


 

Börsen fjallar um lestrarkönnun danskra fríblaða


 

Milestone, fjárfestingafélag Karls Wernersonar hefur gert yfirtökutilboð  allt hlutafé Makedóníska bankans Komercijalno Investiciona Banka (KIB) . Þetta kemur fram í fjölmiðlum í Makedóníu. Hluthafar bankans hafa 15 daga til að ákveða hvort þeir samþykki tilboð Milestone. Milestone hyggur á að opna sinn eigin banka í Makedóníu ef að yfirtaka heppnast ekki samkvæmt upplýsingum fjölmiðla þar í landi. Milestone hefur áður fjárfest í Makedóníu en félagið keypti á síðasta ári Makedóníska lyfjafyrirtækið Zegin.


 

Verslunin Póllinn á Ísafirði hefur tekið að sér hlutverk umboðsaðila fyrir vörur og þjónustu Vodafone í bænum. Ísfirðingum stendur fjölbreytt fjarskiptaþjónusta til boða hjá Vodafone; GSM þjónusta, heimasíma- og netþjónusta. Að auki býður Póllinn nú upp á úrval símtækja og annast dreifingu netbúnaðar.  Þetta kemur fram í frétt frá Vodafone. Með þessari auknu þjónustu við Ísfirðinga vill Vodafone ýta undir enn frekari samkeppni á fjarskiptamarkaði í bænum. Nú þegar hafa bæjarbúar notið góðs af samkeppninni og skemmst er að minnast mikillar verðlækkunar á ADSL þjónustu í kjölfar þess að Vodafone hóf að bjóða síka þjónustu í bænum. Hjá Pólnum er einnig hægt að nálgast myndlykla fyrir Digital Ísland, stærsta dreifikerfi á Íslandi fyrir sjónvarpsefni, en Digital Ísland er í eigu Vodafone. Á undanförnum mánuðum hefur mikil uppbygging á kerfinu átt sér stað og meðal annars hefur framboð sjónvarpsstöðva stóraukist víða á landsbyggðinni. Póllinn hefur um árabil verið umboðsaðili Digital Ísland og býður upp á fjölbreytta þjónustu í tengslum við það, m.a. uppsetningar á loftnetum og ráðgjöf. Vodafone á Íslandi er fjarskiptafyrirtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er í Kauphöll Íslands. Starfsmenn Vodafone eru um 350 talsins og þjónusta viðskiptavini á heimilum og hjá fyrirtækjum um land allt með farsíma, síma, nettengingar og sjónvarp. GSM dreifikerfi Vodafone nær til 98% landsmanna og með samstarfi við Vodafone Group, eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg farsímaþjónusta um allan heim.


 

Glitnir opnaði starfsstöð í New York í gær, þá fyrstu í Bandaríkjunum. Þar með heldur Glitnir úti starfsstöðvum í alls 11 löndum í þremur heimsálfum. Markmiðið er að fylgja eftir ört vaxandi umsvifum bankans í Norður-Ameríku og verður áhersla lögð á fjárfestingarbankastarfsemi og fyrirtækjaviðskipti á þeim sviðum sem bankinn hefur sérhæft sig. Þetta kemur fram í frétt frá bankanum. Meginhlutverk skrifstofunnar er að veita almenna fjármálaþjónustu á áherslusviðum bankans á alþjóðlegum mörkuðum: matvælaiðnaði, sérstaklega sjávarútvegi, jarðvarma og skipaiðnaði, og einnig að veita viðskiptavinum af heimamörkuðum bankans fjármálaþjónustu og stuðning í verkefnum þeirra í Bandaríkjunum. ?Það eru mörg tækifæri í Bandaríkjunum, einkum í ljósi mikilla möguleika sem við blasa í virkjun jarðvarma í Ameríku,? segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis. ?Þar eru mikil tækifæri fyrir Glitni, banka sem hefur sérhæft sig á alþjóðavísu við að nýta hreinar og endurnýjanlegar orkulindir. Starfsemi okkar í Norður-Ameríku er ört vaxandi og starfsstöðin er opnuð í rökréttu framhaldi af því.? Meðal þeirra sem voru viðstaddir opnun starfsstöðvarinnar í New York voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Glitnis, og Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Jonathan Logan, framkvæmdastjóri nýju starfsstöðvarinnar sem ber nafnið Glitnir Capital Corporation, segir bankann einkum beina sjónum sínum þar vestra að þeim þremur meginsviðum, þar sem hann sé nú þegar í fremstu röð í heiminum: jarðvarma og öðrum endurnýjanlegum orkulindum, sjávarútvegi og þjónustu við olíuiðnaðinn. Þá muni Glitnir Capital Corporation vinna náið með norrænum viðskiptavinum sínum á bandarískum markaði.


 

Bankastjórn Seðlabankans tilkynnti nú í morgun að stýrivextir bankans munu standa óbreyttir í 13,3%. Rökstuðningur bankastjórnar fyrir ákvörðun sinni verður kynntur klukkan ellefu í dag.   Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um vexti verður birt fimmtudaginn 1. nóvember n.k.


 

Sænska viðskiptablaðið Affärsvärlden greindi frá því í dag að þeir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson hjá Kaupþingi banka hefðu notið hæstu launa norræna forstjóra á síðasta ári. Hvor um sig hefði fengið sem svarar 85 milljónum sænskra króna í laun eða um 830 milljónir króna.


 

365 hf. hefur tekið við eigin bréfum að markaðsvirði 114,25 milljónir króna vegna sölu á Innn hf. til Teymis hf., að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.Um er að ræða 43.713.920 hluti og gengi viðskiptanna er 3,3 krónur á hlut.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,31% og er 8.309 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 6,8 milljörðum króna. TM hefur hækkað um 11,11% en Glitnir tilkynnti um kaup á 40% hlut í félaginu í dag, FL Group hefur hækkað um 2,67%, Marel hefur hækkað um 1,25%, Föroya banki hefur hækkaðum 1,11% og Icelandair Group hefur hækkað um 1,08%. Teymi hefur lækkað um 0,49% og Össur hefur lækkað um 0,48%. Gengi krónu hefur veikst um 0,05% og er 119,2 stig.


 

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir hefur verið ráðin til Arev verðbréfa í nýtt starf sem fjárfestingarstjóri Arev N1 og hefur nú þegar hafið störf. Fjárfestingarsjóðurinn Arev N1 var stofnaður í apríl á þessu ári og sérhæfir sig í fjárfestingum á íslenskum neytendavörufyrirtækjum.  Þetta kemur fram í tilkynningu Arev.


 

greiðir 60% kaupverðsins með reiðufé og 40% með bréfum í Glitni


 

Glitnir hefur keypt 40% í Tryggingamiðstöðinni samkvæmt upplýsingum Dow Jones Fréttaveitunnar. Kaupverðið er samkvæmt heimildum fréttaveitunnar 20 milljarðar íslenskra króna.


 

Yfirtökutilboð Candover í Stork hefur verið framlengt til klukkan 15:00 þann 18 september, en lokafrestur hluthafa til að samþykkja eða synja tilboðinu átti að renna út í gær. Í tilkynningu frá Stork er líka tekið fram að LME eignarhaldsfélag ehf. sem eigi nú 43% hlut í Stork hafi tilkynnt að það muni ekki selja þann hlut á grundvelli tilboðs Candover. Heimildir segja að forstjóri Stork hafi komið til Reykjavíkur um helgina til viðræðna við LME.


 

Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 189.300 en voru 177.800 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 11.400 nætur eða ríflega 6%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fjölgaði í öllum landshlutum en aukningin var hlutfallslega mest á Norðurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 12%. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin tæpum 6%, en gistinætur þar fóru úr 104.900 í 111.100 milli ára. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum einnig um 6% og um 5% þúsund á Suðurlandi, 4% á Austurlandi. Fjölgun gistinátta á hótelum í júlí má bæði rekja til Íslendinga (23%) og útlendinga (4%). ?Gistirými á hótelum í júlímánuði jókst milli ára. Fjöldi herbergja fór úr 4.076 í 4.444, 9% aukning og fjöldi rúma úr 8.210 í 9.015, 10% aukning. Hótel sem opin voru í júlí síðastliðnum voru 77 en 76 í sama mánuði árið 2006,? segir í tilkynningu Hagstofunnar. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum á tímabilinu janúar til apríl á þessu ári voru 342.700 en voru 290.000 fyrir sama tímabil árið 2006. Gistirými á hótelum og gistiheimilum fyrir þetta tímabil ársins jókst milli ára og fjölgaði bæði herbergjum og rúmum um 8%.


 

Þrátt fyrir að flestir hafi verið fullvissir fyrir nokkru að Seðlabanki Evrópu myndi hækka vexti á morgun hefur skjálftavirknin á alþjóðlegum fjármálamörkuðum vegna hrunsins á markaðnum með bandarísk undirmálslán (e. sub-prime mortgage) dregið verulega úr líkunum á því. Samkvæmt könnun Dow Jones fréttastofunnar spá 39 af 51 banka að vöxtum verði haldið óbreyttum. Hinsvegar spá 33 bankar að vextirnir verði komnir í 4,25% fyrir árslok. Það bendir til þess að hald margra sé að lausafjárþurrðin muni ekki hafa varanleg áhrif á hagkerfi myntbandalagsins. Þó svo að hagvöxtur hafi dregist saman um meira en helming á öðrum ársfjórðungi á evrusvæðinu virðast stoðirnar vera styrkar og flestir sérfræðingar segja samdráttinn vera tímabundinn og að vöxturinn verði hraðari á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Hagvöxtur dróst saman vegna minni fjárfestingar en samt sem áður benda væntingavísitölur til þess að bjartsýni á framtíðarhorfur ríki meðal stjórnenda fyrirtækja auk þess sem að hagvísar gefa til kynna þenslu á evrusvæðinu. Mæling fyrir ágústmánuð sýndi fram á 1,8% verðbólgu sem er rétt undir verðbólgumarkmiðum. Óvissuþátturinn felst í áhrifum hrunsins á undirmálslánamarkaðnum og hversu viðvarandi lausafjárþurrðin verður á fjármálamörkuðum. Búast má við því að ókyrrðin á mörkuðum ráði mestu um stefnu bankans á næstu misserum. Óbreytt ástand setur stjórnendur evrópska seðlabankans í töluverðan vanda og það yrði til þess að draga úr líkunum á frekari vaxtahækkunum á komandi mánuðum. Tímaspursmál hvenær vextir verða hækkaðir Hinsvegar eru merki um að öldurnar sé að lægja. Í gær lýsti Josef Ackerman, aðalframkvæmdastjóri Deutsche Bank, því yfir að teikn væru á lofti um að tímabil lausafjárþurrðarinnar væri að renna sitt skeið á enda. Hann sagði að bankinn, sem er sá stærsti í Þýskalandi, ætti í engum vandræðum að afla fjár á mörkuðum. Ackerman sagði jafnframt að Deutsche Bank hefði handsalað lán að verðmæti 29 milljónir evra auk brúarlána að verðmæti 750 milljónir evra til einkafjárfestingasjóða. Lausafjárþurrðin hefur bitnað mikið á starfsemi slíkra sjóða og benda því ummæli Ackerman til þess að stöðugleiki sé að komast á markaði. Rætist það er líklegt að vaxtahækkanir haldi áfram á evrusvæðinu. Ummæli Axel Weber, bankastjóra þýska seðlabankans og áhrifamanns innan þess evrópska, á efnahagsráðstefnu í Bandaríkjunum um helgina, um að viðbrögð markaðarins vegna ástandsins á bandaríska fasteignamarkaðnum væru í engu samræmi við vandann og engar vísbendingar væru um almennan skort á greiðslugetu á fjármálamörkuðum, benda til þess að mat seðlabankans sé að núverandi skjálftavirkni á mörkuðum sé tímabundin. Þrátt fyrir að fastlega sé gert ráð fyrir að vextir verði óbreyttir á evrusvæðinu eftir vaxtarákvörðunarfundinn á morgun er líklegt að það sé aðeins tímaspursmál hvenær þeir hækka enn frekar.


 

Kínverska utanríkisráðuneytið neitar áskökunum embættismanna Bandaríkjastjórnar um að tölvuþrjótar á vegum kínverska hersins hafi nýlega brotist inn í tölvukerfi Pentagon. Þetta er í annað skiptið á aðeins einni viku sem fréttir berast af slíkum innbrotum kínverska hersins, en á sama tíma hafa kínversk yfirvöld tilkynnt að þau hyggist upplýsa Sameinuðu þjóðirnar um útgjöld Kína til hernaðarmála. Kínverski alþýðuherinn (e. People Liberation Army) stóð á bak við tölvuinnbrot í gagnabanka Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytisins, í síðastliðnum júnímánuði, samkvæmt upplýsingum sem Financial Times hefur eftir ónafngreindum embættismönnum Bandaríkjastjórnar. Pentagon viðurkenndi jafnframt að sökum tölvuinnbrotsins hefði meðal annars þurft að slökkva á tölvukerfinu á skrifstofu Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Stutt er síðan þýska vikuritið Spiegel greindi frá því að kínverski herinn hefði brotist inn í tölvukerfi þýskra stjórnvalda. Fram kemur í frétt Financial Times að Pentagon hafi lokað fyrir tölvukerfi ráðuneytisins í meira en eina viku á meðan tölvuárásunum stóð. Hins vegar segir einn heimildarmaður blaðsins að gögnin sem hinir meintu kínversku tölvuþrjótar hafi komist yfir séu að öllum líkindum ekki upplýsingar sem flokkist undir að vera leynilegs eðlis. "Hugsunarháttur Kalda stríðsins" Kínverski herinn hefur ítrekað hnusað að tölvukerfi Bandaríkjahers - og almennt er talið að Pentagon geri slíkt hið sama - en embættismenn varnarmálaráðuneytisins segja hins vegar að tölvuárásin sem gerð hafi verið í júní hafi vakið upp nýjar áhyggjur á meðal hernaðaryfirvalda sökum stærðar og umfangs hennar: Hættan er sú að Kínverjar komist yfir mikilvægar upplýsingar sem gætu nýst þeim til að rjúfa hluta tölvukerfisins ef til hugsanlegra hernaðarátaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína í náinni framtíð. Jiang Yo, embættismaður í kínverska utanríkisráðuneytinu, sagði aftur á móti í gær að stjórnvöld í Peking "neituðu því alfarið" að hafa staðið á bak við slíkar tölvuárásir. "Sumir einstaklingar eru með fráleitar ásakanir gagnvart Kína [...] Þær eru með öllu staðhæfulausar og endurspegla hugsunarhátt sem var ríkjandi á tímum Kalda stríðsins," er haft eftir Yo á fréttavef breska ríkisútvarpsins (BBC). Það berast þó ekki einvörðungu neikvæðar fréttir í tengslum við starfsemi kínverska hersins. Á mánudaginn var greint frá því í erlendum fjölmiðlum að ráðamenn í Peking hefðu samþykkt að veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um hernaðarútgjöld og umfang vopnaviðskipta Kína, en þarlend stjórnvöld hafa lengi legið undir ámæli - einkum frá Bandaríkjamönnum - um ógagnsæi í þeim efnum, samhliða örri uppbyggingu kínverska heraflans. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Á mánudaginn tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að nánar yrði unnið með nágrannaríkjum sambandsins í orkumálum með það að markmiði að styrkja tengsl við nágrannaríki sambandsins í Austur-Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndunum. Framkvæmdastjóri ytri samskipta Evrópusambandsins, Benita Ferrero-Waldner, segir að framkvæmdarstjórnin muni setja af stað rannsókn um hvernig sé best staðið að því að gera orkumarkaði sambandsins betri gagnvart neytendum, framleiðendum og aðliggjandi löndum. Áhyggjur vegna aukinna áhrifa Rússlands á orkumarkaði Evrópusambandsins hafa stóraukist á undanförnum tveimur árum, en Evrópusambandið vonast til að jafna stöðuna með því að auka orkumálasamstarf við nágrannaríki á borð við Alsír og Azerbaijan. Umgjörð verkefnisins er svokölluð European Neighbourhood Policy (ENP), sem nær til 15 ríkja, frá Georgíu og Úkraínu til Líbanon og Túnis. Engin þessara ríkja eru nú möguleg aðildarríki sambandssins, en framkvæmdastjórnin telur að gott samstarf við þau muni auka stöðugleika við gríðarstór landamæri sambandsins. Framkvæmdastjórnin hefur lagt ríflega þúsund milljarða króna til ENP verkefnisins sem nær frá 2007 til 2013. ENP hefur verið gagnrýnt fyrir að gera lítið til að leysa úr ágreiningi og etja saman Rússlandi gegn Georgíu og Moldovíu. Einnig hefur verið gagnrýnt að með því að taka Armeníu, Georgíu og Úkraínu inn í ENP, sé dregið úr því að ríkin sækist eftir aðild til lengri tíma.


 

Seðlabankinn tekur við útgáfu innlendra markaðsverðbréfa


 

Straumur hefur í dag efnt kaupréttarsamninga við stjórnendur og lykilstarfsmenn sína sem nemur 5.666.6667 hlutum. Markaðsvirði þeirra er nú 1,15 milljarðar króna en gengið er nú 20,3 samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Um er að ræða kaupréttarsamninga sem gerðir voru á árinu 2006 og er kaupréttargengið 15,43 vegna 5.333.334 hluta, og 16,65 vegna 333.333 hluta að teknu tilliti til arðgreiðslna á samningstímanum, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,28% og er 8.254 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nemur 13,6 milljörðum króna. Alfesca hefur hækkað um 2,39% en félagið birti í gær uppgjör sem var yfir væntingum greiningardeilda, Marel hækkaði um 1,7%, TM hækkaði um 0,87%, Flaga Group hækkaði um 0,65% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,46%. Teymi lækkaði um 2,11%, Landsbankinn lækkaði um 0,96%, Exista lækkaði um 0,74%, Straumur hefur lækkað um 0,49% og Össur hefur lækkað um 0,47%. Gengi krónu hefur veikt um 1,1% og er 119,9 stig við hádegi.


 

velta þess nemur um 16 milljörðum króna


 

Nettóhagnaður Alfesca nam nam 22,4 milljónum evra eða um tveir milljarða króna á árinu en það er aukning um 87% frá sama tíma fyrir ári. Fjárhagsárið er frá júlí til júní.


 

Miðlun ehf hefur keypt allar rekstrarlegar eignir félagsins PSN Samskipti ehf. að því er kemur fram í tilkynningu. Sameinað félag er með tvær starfsstöðvar í Reykjavík og Akureyri, 30 fasta starfsmenn og 70 starfsmenn í úthringingum á kvöldin. Starfsemin felst í símsvörun, úthringingum, gerð skoðanakannana, markhópagerð og starfsemi Gulu línunnar. Miðlun ehf hefur keypt allar rekstrarlegar eignir PSN Samskipti. PSN Samskipti hefur um árabil annast úthringingar og söluþjónustu fyrir viðskiptavini sína. Meðal viðskiptavina PSN Samskipti eru flest líknarfélög landsins, fjármála og fjölmiðlafyrirtæki og önnur fyrirtæki sem þurfa að vera í nánu sambandi við viðskiptavini sína með úthringingum. Starfsemi PSN verður sameinuð starfsemi Miðlunar að fullu. Starfsfólk PSN Samskipta hefur störf hjá Miðlun ehf. Verkefni PSN Samskipta hafa falist í hverskonar úthringingum og söluþjónustu - þjónustu sem felst í að finna sölutækifæri, bókanir á heimsóknum, sölu á vörum og þjónustu í síma, uppfærslu á viðskiptamannaskrám, staðfestingu á þátttöku í hverskonar viðburðum o.fl. PSN Samskipti hefur starfað við úthringingar af þessu tagi undanfarin 5 ár. Ennfremur hefur PSN Samskipti starfað við úthringingar vegna skoðanakannana fyrir háskóla, ráðgjafafyrirtæki, auglýsingastofur og aðra greiningaraðila. Í slíku samstarfi hefur PSN unnið að gagnaöflun en samstarfsaðilar að undirbúningi og greiningu gagna.


 

Baugur á 37% í sameinuðu félagi


 

Haraldur Johannessen hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins við hlið Jónasar Haraldssonar ritstjóra.


 

Stjórnvísi veitir verðlaun fyrir Ársskýrslu ársins í þriðja sinn á morgun miðvikudaginn 5. september nk. Þátttakendur í valinu eru sjálfkrafa þau hlutafélög sem skráð eru í OMX Nordic Exchange á Íslandi (Kauphöllinni). Afhendingin fyrir Ársskýrslu ársins 2006 fer fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar en Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra mun afhenda verðlaunin því félagi sem þykir hafa gefið út bestu ársskýrsluna fyrir árið 2006. Bjarni Ármannsson, fyrrum forstjóri Glitnis banka flytur ávarp. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á nauðsyn þess að vandað sé til verka við gerð ársskýrslna og undirstrika mikilvægi þeirra í upplýsingagjöf fyrirtækisins. Þess er vænst að verðlaunin séu fyrirtækjum hvatning til að gera enn betur á þessu sviði. Stjórnvísi er framkvæmdaaðili verðlaunanna en Kauphöllin bakhjarl verkefnisins. Sérstök áhersla við val á Ársskýrslu ársins 2006 var lögð á stjórnarhætti fyrirtækja og umfjöllun um launakjör stjórnenda skv. reglum fyrir útgefendur verðbréfa í Kauphöllinni. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð þeim Þorkeli Sigurlaugssyni, framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, Heimi Haraldssyni, löggiltum endurskoðanda og Stefáni Halldórssyni, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Glitnir banki hlaut verðlaun fyrir Ársskýrslu ársins 2005. Auk Glitnis hlutu Össur og Bakkavör Group viðurkenningu fyrir sínar ársskýrslur.


 

Áhrifa undirmálslánakrísunnar (e. subprime mortgages) gætir víða á mörkuðum og hafa nú orðið til þess að Kaupþing banki hefur þurft að fresta fyrirhugaðri skuldabréfaútgáfu sinni í Ástralíu. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í júlí, áður en krísan skall á, hafði Kaupþing áform um að sækja að minnsta kosti 15 milljarða króna til andfætlinga með útgáfu kengúrubréfa, skuldabréfa í áströlskum dollurum.


 

Lausafjárþurrðin á fjármálamörkuðum líkist einna helst bankaáhlaupum nítjándu aldar nema hvað að bankana vantar, að mati Axel Weber, seðlabankastjóra þýska seðlabankans sem er jafnframt talinn til helstu áhrifamanna í Seðlabanka Evrópu. Weber lét ummælin falla um helgina á árlegri ráðstefnu bandaríska seðlabankans um horfur í efnahagsmálum í smábænum Jackson Hole í Wyoming í Bandaríkjunun. Á ráðstefnunni komu einnig fram hugmyndir um að Taylor-reglan ætti ekki ein að ráða vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum. Weber segir að ástandið sem hefur skapast vegna vandamála með undirmálslán á bandaríska fasteignamarkaðnum (e. sub-prime mortgage) hafi öll einkenni þeirrar atburðarrásar sem hefst þegar að eigendur innlána vilja endurheimta fé sitt örar en lánastofnanir geta staðið undir. Það að eigendur innlána missi trú á getu einstakra banka til þess að geta staðið undir skuldbindingum getur haft víðtæk áhrif og smitað útfrá sér þar sem að hluti innlána sé bundinn í öðrum fjárfestingum. Þetta er í fyrsta skipti sem þungavigtarmaður í röðum seðlabankastjóra tjáir sig opinberlega um ástandið á fjármálamörkuðum um þessar mundir með viðlíka hætti. Financial Times fullyrðir þó að áhrifamenn innan bandaríska seðlabankans séu sammála greiningu Weber, sem segir að fjármálamarkaðir hafi brugðist við vandræðaganginum á bandaríska undirmálslánamarkaðnum af fáti og að viðbrögðin séu í engu samræmi við eðli vandans. Weber telur engin vandamál vegna skorts á greiðslugetu vera til staðar og rekur alvarleika ástandsins fyrst og fremst til lausafjárþurrðarinnar á fjármálamörkuðum. Hann segir seðlabanka standa frammi fyrir þeim vanda að þeir geti ekki auki aukið aðgengi fyrirtækja að lausafé með beinum hætti og verði því að bregðast við ástandinu með því að aðstoða fjármálastofnanir. Vandræði í "skuggabankakerfinu" Í ræðu sinni á ráðstefnunni sagði Weber að eini munurinn á hefðbundnu bankaáhlaupi og því ástandi sem ríkir nú á fjármálamörkuðum fælist í því að rót vandans mætti rekja til fjármálagerninga sem tengjast markaði með skuldabréf fyrirtækja í stað hefðbundinnar inn- og útlánastarfsemi og með vaxandi áhættufælni á mörkuðum hafi bankar neyðst að færa áhættusamar eignir til bókar og um leið gengið á laust fé. Að mati Webers er þetta ástæðan fyrir lausafjárþurrðinni á mörkuðum að undanförnu. Aðrir ráðstefnugestir tóku undir skoðanir þýska seðlabankastjórans. Paul McCulley, sem starfar hjá fjárfestingafyrirtækinu Pimco sem meðal annars rekur stærsta skuldabréfasjóð heims, líkti ástandinu við áhlaup á "skuggabankakerfi heimsins." Hann segir að bankar þurfi nú að færa til bókar eignir úr "skuggabankakerfinu" að verðmæti 1.300 milljarða Bandaríkjadala. Meginmálið nú sé með hvaða hætti það verði gert og á hvaða verði. Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Fransk-belgíska orkufyrirtækið Suez, sem er í eigu einkaaðila, og franska gasfélagið Gaz de France, sem er í eigu stjórnvalda, greindu frá því í gær að sameining fyrirtækjanna - sem hefur staðið til síðan í febrúar 2006 - væri orðin að veruleika. Í kjölfarið verður til eitt stærsta orkufyrirtæki heimsins og mun sameinað félag heita GDF Suez, en frönsk stjórnvöld ráða yfir 35% hlut í fyrirtækinu. Að sögn forsvarsmanna félaganna mun orkurisinn spila stórt hlutverk í væntanlegri samrunahrinu í evrópska orkugeiranum á komandi árum. Markaðsvirði hins nýja félags er í kringum 90 milljarða evra og með tekjur upp á 72 milljarða evra. GDF og Suez gera ráð fyrir því að samlegðaráhrifin sem hljótist af samruna félaganna muni nema einum milljarði evra árið 2013, eftir að teknar hafa verið með í reikninginn þær skuldbindingar sem fyrirtækin hafa gert við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.


 

Þýski bankinn IKB sagði í gær að hann hefði breytt afkomuspá sinni fyrir fjárhagsárin 2007 og 2008, og býst núna við því að tapa á bilinu 600 til 700 milljónum evra. Í júlí síðastliðnum þurfti bankinn einnig að hverfa frá afkomuspá sinni sem gerði ráð fyrir 280 milljóna hagnaði á árinu, auk þess sem forstjóri bankans sagði af sér þegar í ljós kom að IKB hefði tapað miklum fjármunum á stöðutöku í svokölluðum undirmálslánum á bandaríska fasteignamarkaðinum (e. subprime-mortages). Frá þeim tíma hefur gengi hlutabréfa IKB fallið um 37%.


 

Í kjölfar viðræðna milli LME eignarhaldsfélags ehf., Stork N.V. og London Acquisition N.V., eignarhaldsfélagi stjórnað af Candover, hefur London Acquisition N.V. framlengt samþykkisfrest hluthafa Stork N.V. til að taka yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Stork N.V. til kl. 15.00 þann 18. september 2007 að því er segir í tilkynningu.


 

Breski bankinn HSBC Holding greindi frá því í gær að hann hygðist borga 6,3 milljarða Bandaríkjadala fyrir 51% hlut í Korea Exchange Bank (KEB), sem í kjölfarið veitir HSBC öfluga fótfestu í landinu eftir margar misheppnaðar tilraunir félagsins til að yfirtaka aðra suðurkóreska banka. KEB er sjötti stærsti banki Suður-Kóreu og nemur markaðsvirði hans ríflega tíu milljörðum dala. Bankinn starfrækir 327 útibú í Suður-Kóreu og 26 útibú á erlendum mörkuðum.


 

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segist eiga von á því að kínversk flugfélög leggi fram nýja pöntun á næsta ári á A380 risaþotu Airbus. John Leahy, einn af framkvæmdastjórum félagsins, gerir ráð fyrir því að Kínverjar muni panta samtals 113 A380 þotur á næstu tuttugu árum.


 

Séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila á árinu 2006 jókst um 50 milljarða króna, eða um 34% og nam um 198 milljörðum króna samanborið við rúmlega 146 milljörðum í árslok 2005. Séreignarsparnaður í heild nam um 13% af heildareignum lífeyriskerfisins í árslok 2006 segir í frétt Fjármálaeftirlitsins.


 

Greiningardeild Landsbankans verðmetur Atorku á 1,2x bókfært virði félagsins og ráðleggur fjárfestum að halda bréfum í Atorku en undirvoga bréf félagsins. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá deildinni.


 

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. (?Straumur?) á 50% hlut í tékkneska fjárfestingabankanum Wood & Company að því er segir í tilkynningu. Straumur keypti 50% hlut í Wood & Company í júní síðastliðnum með kauprétt að eftirstandandi hlutum eigi síðar en 2011. Kaupin eru enn háð samþykki Seðlabanka Tékklands. Höfuðstöðvar Wood & Company eru í Prag, höfuðborg Tékklands, en fyrirtækið er einnig með starfsemi í Slóvakíu og Póllandi. Það hefur mesta markaðshlutdeild aðila kauphallarinnar í Prag og er jafnframt aðili að kauphöllunum í Búdapest, Varsjá, Búkarest og Ljúblíana, sem og að kauphöllum Austurríkis og Þýskalands. Með kaupunum útvíkkar Straumur markaðssvæðið sem bankinn sinnir og eykur hlutfall hreinna vaxta- og þóknunartekna af heildartekjum. Vöruframboð og þjónusta Straums eykst verulega og viðskiptavinir Straums munu auk þess njóta góðs af þeirri markaðsþekkingu og því dreifikerfi sem fylgir umfangsmikilli starfsemi Wood & Company í Mið- og Austur-Evrópu. Straumur er stærsti fjárfestingarbankinn á Íslandi. Bankinn býður heildstæða, samþættaða fjárfestingarbankaþjónustu, þar með talið markaðsviðskipti, fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun og eignastýringu og eru starfsmenn bankans 336 talsins. Wood & Company er leiðandi sjálfstæður fjárfestingarbanki í Mið- og Austur-Evrópu sem býður upp á allar gerðir verðbréfaviðskipta,fjárfestingarbankaþjónustu og fyrirtækjaráðgjöf. Hann býður m.a. þjónustu við einkavæðingu stórra stofnana, hlutafjárútboð, markaðsviðskipti, samruna og yfirtökur, fjárfestingarbankaþjónustu og fyrirtækjaráðgjöf til innlendra og erlendra fyrirtækja sem og til innlendra útgefenda og stofnana. Wood & Company er með höfuðstöðvar í Prag og starfsemi í Slóvakíu og Póllandi. Starfsmenn eru 70. Fyrirtækið er m.a. aðili að kauphöllunum í Prag, Vín, Frankfurt, Varsjá, Búkarest, Ljúblíana og Búdapest. Árið 2006 sá fyrirtækið um viðskipti fyrir 24 milljarða bandaríkjadala, var með leiðandi hlut (u.þ.b. 30%) af veltu kauphallarinnar í Prag, og markaðshlutdeild þess í Mið- og Austur-Evrópu var 6,6%. Fyrirtækið hefur átta sinnum fengið viðurkenningu Euromoney fyrir framúrskarandi starfsemi, meðal annars sem besti samstarfsaðilinn í Tékklandi, besta hlutabréfamiðlunin og besta innlenda verðbréfamiðlunin í Tékklandi.


 

Samgönguráðherra hefur skipað Skúla Helgason, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, formann Iceland Naturally í Norður-Ameríku. Hann tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts. Ákveðið hefur verið að samgönguráðherra, forsætisráðherra og utanríkisráðherra fækki fulltrúum sínum í stjórninni úr tveimur í einn hver og verða Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, tónlistarmaður og pistlahöfundur, fulltrúar forsætisráðuneytis og utanríkisráðuneytis, samkvæmt vef stjórnarráðsins. Fyrirtækin sem aðild eiga að samkomulaginu eru Icelandair, Icelandic USA, Glitnir, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Egill Skallagrímsson, 66° Norður, Bláa lónið og Reyka Vodka auk Bændasamtaka Íslands. Fleiri fyrirtæki eru að kanna aðild, samkvæmt vef stjórnarráðsins. 52 milljónir úr ríkissjóði á ári Ríkissjóður leggur árlega fram 700.000 bandaríkjadali eða 52 milljónir króna í ár af fjárlagalið samgönguráðuneytis. Verkefninu er stýrt frá skrifstofu Ferðamálastofu í New York í samstarfi við viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í sömu borg.


 

Hagnaður Eglu fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2007 er 23.076 milljónir króna en fyrir sama tímabil í fyrra var tap félagsins 899 milljónir króna. Gangvirðisbreyting hlutabréfa var jákvæð um 22.534 milljónir króna í samanburðivið neikvæða gangvirðisbreyting hlutabréfa á fyrri hluta ársins 2006 uppá 431 milljónir króna segir í frétt til Kauphallarinnar.


 

Sænski Handelsbanken AB hefur samþykkt að selja líftrygginga- og lífeyrissjóðsdeild sína SPP til Storebrand fyrir 18 milljarða sænskra króna.


 

Hagnaður Straumborgar ehf. á fyrri helmingi ársins nam 4.452 milljónum króna samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar í lok  tímabilsins 42.965 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok tímabilsins var 16.710 milljónir króna, arðsemi eiginfjár á ársgrundvelli 88% og eiginfjárhlutfall 38,9%.


 

Sjóklæðagerðin 66°Norður hefur haslað sér völl erlendis bæði með rekstri verslanna og verksmiðja. Nú hafa umsvifin aukist enn frekar með opnun tveggja nýrra verslana undir merkjum 66°North, í Kaupmannahöfn og Vilnius í Litháen að því er kemur fram í tilkynningu. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi útivistarfatnaðar á Íslandi. Vörur frá 66°Norður eru seldar í verslunum í 15 löndum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nú hefur vörumerkið styrkt stöðu sína enn frekar með opnun tveggja nýrra verslanna undir vörumerkinu 66°North annars vegar í Litháen og hins vegar í Danmörku. Verslunin sem nú hefur verið opnuð í Kaupmannahöfn er sú fyrsta sem opnuð er undir merkinu 66°North í Danmörku og með opnuninni er farið að óskum viðskiptavina 66°Norður sem lengi hafa beðið eftir verslun í Danmörku. Verslunin er staðsett í gömlu sláturhúsi í miðbæ Kaupmannahafnar og er stíllinn á henni hrár með tilvísun í gamla tímann með innréttingum. Milkil eftirvænting er fyrir opnuninni í Kaupmannahöfn og hafa til dæmis verið framleiddir sérstakir númeraðir 66°North bolir sem einungis verða seldir í þessari einu verslun í skammann tíma segir ´´i fréttatilkynningunni.  Í byrjun september opnar einnig verslun í Vilnius höfuðborg Litháen. Þetta er önnur verslunin sem opnuð er undir vörumerkinu 66°Norður í Litháen og hefur vörum fyrirtækisins verið tekið vel þar í landi. Stöðug söluaukning hefur verið síðan vörumerkið var fyrst kynnt þar í landi og er búist við að nýja búðin auki enn á hróður vörumerkisins í Eystrasaltslöndunum. Þá rekur 66°Norður eina verslun í Lettlandi auk þess að reka tvær verksmiðjur þar í landi.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.