*

laugardagur, 11. júlí 2020
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


ágúst, 2012

Alls eru 25,2 milljónir manna atvinnulausir í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Af þeim eru 18 milljónir innan evrulandanna.


Hlutur í samskiptasíðunni hefur lækkað um 52% frá skráningu hennar í kauphöllina í New York.


Forbes telur Angelu Merkel vera áhrifaríkustu konu heims. Hillary Clinton fylgir fast á hæla hennar en ekki kemur fram hvað ræður röðinni.


Hagnaður danska leikfangafyrirtækisins Lego jókst um 35% á fyrri helmingi þessa árs. Góð sala Lego Friends er ein helsta ástæðan.


Aðstoðarrektor Háskóla Íslands og fyrrverandi nemandi hans hlutu virt verðlaun fyrir bestu vísindagrein ársins.


Greiningaraðilar lesa svo í ræðu Bernanke að frekari örvunaraðgerða bandaríska seðlabankans sé að vænta.


Gengi hlutabréfa Regins tók sprett eftir að félagið skilaði jákvæðu uppgjöri. Gengislækkun Marel dró Úrvalsvísitöluna niður


Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur sig eiga forkaupsrétt að skipum og kvóta Bergs-Hugins. Málið gæti farið fyrir dóm.


Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í SV kjördæmi.


Einkaleyfastríðið milli stærstu tæknifyrirtækja heims hafa harðnað og leitast nú forstjórar sumra þeirra eftir sáttum.


Fólk
31. ágúst 2012

Kristinn tekur við EFTA

Kristinn F. Árnason tekur við sem framkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA.


Greiningardeild Arion banka segir gengi krónunnar verða að veikjast til að standa undir afborgunum af erlendum lánum.


AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, hefur glímt við erfiðleika um árabil. FL Group tapaði milljörðum á því.


Verjendur Lárusar og Guðmundar vilja láta vísa málinu frá en sérstakur saksóknari segir að málið standi á sömu rökum og áður.


Launakostnaður Arion banka jókst um 12% milli ára á fyrri helmingi ársins.


Stjórn Scandic International segja málatilbúnað í Dúbaí misnotkun á réttarkerfi Sameinuðu arabísku furstadæmanna.


Hagnaður fasteignafélagsins Regins á fyrri helmingi ársins nam 983 milljónum króna.


Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist enn 11,3%. Meira en helmingur ungs fólks er án atvinnu á Spáni og Grikklandi.


Launadeila stjórnenda Lufthansa við flugfreyjur- og flugþjóna hefur valdið töfum á ferðum fólks í Evrópu.


Hvöt telur að aðgerðir ríkisstjórnar um bætta stöðu kvenna þurfi að endurskoða í ljósi þess að ráðherrar fylgja þeim ekki eftir.


Spánverjar þurfa að endurgreiða yfir 20 milljarða evra í október. Aðeins voru gefin út löng skuldabréf fyrir 3,3 milljarða evra í ágúst.


Skakkiturn hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu til endurgreiðslu oftekinna gjalda vegna meintrar rangrar flokkunar iPod touch.


Gegnir starfi framkvæmdastjóra áfram en Hörður Bender kemur nýr inn í stjórnina í stað Matthíasar.


Fjárhagsvandi Fiskistofu veldur því að rannsóknir á meintum brotum útvegsmanna dragast á langinn.


Afgangur af vöruskiptum við útlönd fór úr 57,7 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs niður í 35,2 milljarða í ár.


Nemendur gætu átt yfir höfði sér brottvikningu úr skólanum í eitt ár.


Samanlagt greiddu Fjarðaál og starfmenn þess um 2,4 milljarða króna til ríkis og sveitarfélaga í formi opinberra gjalda í fyrra.


Hagnaður N1 á öðrum ársfjórðungi nam 292 milljónum króna og 624 milljónum á fyrri helming ársins 2012.


Baldur Oddur Baldursson fráfarandi forstjóri Wow segist hafa haft frumkvæði af því að segja upp störfum. Skúli Mogensen tók við.


Kröfur í þrotabú 101 Capital nema 20 milljörðum króna. Félagið er talið hafa fengið lán hjá Glitni til kaupa á hlutabréfum af Baugi.


Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar skrifa undir áskorun um að Grímsstaðir á Fjöllum verði þjóðareign.


Milljarðamæringurinn Warren Buffet fagnar 82 ára afmæli sínu í dag. Hann veitir í tilefni dagsins milljörðum dala til starfa barna sinna.


Landsbankinn telur hækkandi innlán einstaklinga og rúmlega 12% samdrátt í vanskilum vísbendingu um batnandi fjárhagsstöðu almennings.


Starfshópur um skattlagningu ferðaþjónustugreina á að meta áhrif breytingar á virðisaukaskatti og ræða aðgerðir til að stöðva skattasvindl.


Rekstrarkostnaður Landsbankans þykir of hár. Rekstrarkostnaður á fyrstu sex mánuðum ársins hækkaði um 11%.


Helmingi minni hagnaður hjá Landsbankanum en á sama tíma í fyrra.


Salan á Bergi-Huginn er liður í skuldauppgjöri Magnúsar Kristinssonar við Landsbankann. Hann segist nú ekkert skulda bankanum.


Eigið fé Bergs-Hugins var neikvætt í lok síðasta árs. Skuldir voru um tvöfalt hærri en eignir.


Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, óttast ekki ágang í digra sjóði félagsins. Vill ekki að sagan endurtaki sig.


Meirihluti bæjarráðs í Hafnarfirði samþykkti að taka 60 milljóna lán og endurnýja 300 milljóna króna yfirdráttarlán.


Töluverð velta var með hlutabréf í Kauphöllinni. Gengi tveggja félaga hækkaði.


Síldarvinnslan á Neskaupsstað fær skuldir Bergs-Hugins í heimamund. Eitt af fjórum skipum verður selt.


Brandenburg hefur ráðið til sín tvo þekkta einstaklinga til viðbótar úr auglýsingageiranum. Hafa lokið ráðningum fyrir haustið.


Ef ríkisstjórn Pútín viðurkennir kröfurnar að fullu þá gæti það tífaldað skuldir landsins.


Forstjóri Skipta segir alltof háar skuldir á félaginu óviðunandi. Heildarskuldir Skipta námu 55 milljörðum króna í lok júní.


Sparisjóðabankinn fjármagnaði fasteignaumsvif Magnúsar Jónatanssonar að stórum hluta. Lánveitingar voru taldar áhættusamar.


Ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis fer yfir til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.


Erlent
30. ágúst 2012

Ódýrara að taka lán

Væntingar eru uppi um að evrópski seðlabankinn ætli að kaupa ríkisskuldabréf skuldsettra evruríkja.


Engar eignir fengust upp í tæplega 600 milljóna króna kröfur á félag umsvifamikils athafnamanns.


Ögmundur Jónasson segir í skoðun að reisa nýja brú yfir Ölfusá samhliða hugsanlegri virkjun í ánni.


Þátttaka í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans í gær var minni en í hinum fjórum sem haldin hafa verið á þessu ári.


Lífeyrisskuldbindingar setja strik í rekstrarreikning Reykjavíkurborgar. Afkoman var neikvæð um tæpa 4,5 milljarða í stað afgangs.


Tilkynnt var um kaup á 50 Airbus flugvélum í opinberri heimsókn Angelu Merkel til Kína.


Skiptastjóri BGE Eignarhaldsfélags segir að búið sé að semja við flesta fyrrverandi starfsmenn um uppgjör lána til hlutabréfakaupa.


Nýr bankastjóri Barclays fær rífleg laun fyrir að taka við stýrinu í miðjum ólgusjó.


Nær allt skyr sem flutt er úr landi fer til Finnlands. Á hinum Norðurlöndunum er skyr framleitt samkvæmt sérstöku leyfi.


Atvinnuleysi mælist 6,8% í Þýskalandi. Kreppa vofir yfir landinu vegna áhrifa af skuldakreppunni á evrusvæðinu.


Mun færri fyrirtæki hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta nú en á sama tíma fyrir ári. Nýjum fyrirtækjum fjölgar lítillega.


Aflaverðmæti íslenska fiskveiðiflotans jókst um 15,7% á milli ára. Uppsjávarafla var landa á Austurlandi en botnfiski fyrir sunnan.


Íslandsbanki hagnaðist um 11,6 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Heildaeignir dragast saman frá áramótum.


Karen Axelsdóttir segir þríþraut vera fyrir alla en ekki eingöngu ofurfólk. Hún segir gæði skipta miklu máli varðandi æfingar frekar en magnið.


Forstjóri Eimskips óttast að yfirvöld í Bandaríkjunum banni siglingar héðan og vestur um haf finnist laumufarþegí í skipi félagsins.


Hækkun virðisaukaskatts mun hækka verðlag enn meira.


Jakob Frímann Magnússon segir starfslokagreiðslu til Eiríks Tómassonar endurspegla arðsemina sem hann átti þátt í að skapa.


Hugverkasjóðurinn bókfærði tæplega sex milljóna króna tap vegna sölu á réttindum á lögum Bubba Morthens.


Tunerfic byrjaði sem hugmynd verkfræðinema í Háskóla Íslands en er nú í notkun í 202 löndum vítt og breitt um heiminn.


Þegar Express mætti á markaðinn réðist Icelandair í verðsamkeppni með tilheyrandi samkeppnislagabrotum.


Skúli Mogensen segist ekki vera að henda góðum peningum á eftir vondum með því að setja hálfan milljarð til viðbótar í Wow air.


Fjárfestingafélag Skúla Mogensen mun fjármagna 500 m.kr. hlutafjáraukningu Wow air. Baldur Oddur lætur af störfum sem forstjóri.


Seðlabankinn hélt gjaldeyrisútboð í dag og keypti krónur í skiptum fyrir evrur á genginu 236 krónur fyrir hverja evru.


Úrvalsvísitalan lækkaði í tiltölulega litlum viðskiptum á hlutabréfamarkaði.


Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins óttast að kaup Ryanair á Aer Lingus geti dregið úr samkeppni í flugi.


Daníel Jakobsson segir það ekki trufla störf sín sem bæjarstjóri þótt hann eigi hlut í hóteli og gistiheimili í bænum.


Persónuvernd leyfir Fjármálaeftirlitinu að afla persónuupplýsinga um stjórnarmenn og framkvæmdastjóra.


Virðisrýrnunarpróf á aflheimildum lækkar rekstarvirði félagsins um rúmlega þriðjung.


Fréttamaðurinn Rakel Þorbergsdóttir fær aukna ábyrgð á fréttastofu RÚV. Hún er ein fjögurra varafréttastjóra.


Hagvöxtur mældist 1,7% í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi. Þetta er ekki talið duga til að vinna bug á atvinnuleysinu.


Opnunarhátíð ferðaskrifstofunnar Kilroy hefst á laugardaginn kl.13.00 og sá sem mætir fyrstur fær heimsreisu í verðlaun.


Hlutabréfavísitölur í Evrópu sveiflast beggja vegna við núllið. Fjárfestar óttast að Spánverjar óski eftir neyðarláni fljótlega.


Jón Gunnar Geirdal hefur stofnað sitt eigið fyrirtæki sem mun starfa við kynningavinnu og markaðssetningu í afþreyingargeiranum.


Greinin Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að Peningastefnunefnd horfi til lágrar verðbólgu og haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið.


Einar Gautur Steingrímsson hrl. varar við skatti á unninn séreignasparnað. Það geti veikt lífeyriskerfið.


Samkvæmt óformlegri verðkönnun Viðskiptablaðsins er Reebok fitness ódýrasta líkamsræktarstöðin á höfuðborgarsvæðinu.


Hlutafé IP Studium Reykjavík var aukið um 140 milljónir í júlí. Félagið á hlut í 365 miðlum. Eigandi félagsins er skráður í Lúxemborg.


Hagnaður Eimskips jókst um 6% á milli ára á fyrri hluta ársins. Velta félagsins jókst um 10% á milli ára m.t.t. einskiptisliðar.


Dúnúlpur frá Cintamani hafa slegið í gegn í netversluninni Zalando. Cintamani stefnir á að opna stóra verslun í Kanada fyrir árslok.


Íslandssjóðir högnuðust um 127 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Gengismunur útskýrir hærri tekjur.


Samdráttur þjóðarframleiðslu í Danmörku á 2. ársfjórðungi var mun meiri en spár höfðu gert ráð fyrir.


Olíuleit færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur gengið betur en væntingar voru um.


Mikil lækkun flugfargjalda keyrir verðbólgu meira niður en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir.


Stuðningsmenn Barack Obama verja á nokkrum dögum 30 milljónum dala í auglýsingaherferð gegn Mitt Romney.


Philippine Airlines tvöfaldar flugflota sinn og gott betur á næstu árum. Nýttu hlutafjáraukningu frá Sam Miguel.


Dótturfélag Ikea mun í samstarfi við World Leisure Investment reisa hótel um alla Evrópu. WLI á byggingarrétt við hafnarbakkann.


Innlent
29. ágúst 2012

Alcoa menn mættu strax

Æðstu stjórnendur Alcoa mættu sjálfir til viðræðna um leið og Norsk Hydro hætti á sínum tíma við álver á í Austurlandi.


Nýjasta lag Swift hefur slegið niðurhalsmet. Hún þénaði um 57 milljónir bandaríkjadala á síðastliðnu ári.


Dregið hefur úr verðmæti eigna innlendra aðila á Caymaneyjum. Á sama tíma eykst verðbréfaeign í öðrum skattaskjólum.


Tollbandalagi fylgir sameiginleg tollskrá gagnvart þriðju ríkjum auk þess sem tollar á innflutning og útflutning falla niður á milli aðildarríkja.


Eign innlendra aðila í erlendum verðbréfum jókst um 125,5 milljarða króna á milli ára.


Skiptastjóri þrotabús Baugs fær ekki að taka vitnaskýrslur í riftunarmáli. Mennirnir unnu skýrslu um mat á Baugi í öðru máli.


Væntingavísitalan mælist hærri hjá karlmönnum en kvenmönnum og einnig mælist hún hærri hjá íbúum í Reykjavík en annarsstaðar á landinu.


Úrvalsvísitalan hækkaði í talsverðri veltu á hlutabréfamarkaði. Hækkun einkenndi hlutabréfamarkaðinn.


Ríkisstjórn Spánar er sögð slá á sjálfstæðiskröfu einstakra héraða landsins með því að veita þeim fjárhagsaðstoð.


Skiptum er lokið á félagi fyrrverandi viðskiptastjóra Glitnis. Félagið fékk 170 milljónir að láni hjá Glitni til að kaupa hlutabréf bankans.


Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir Kínverja sækja í makrílinn við Grænland í stað íslenskra skipa.


Heildareignir MP banka jukust um rúmlega 40% á fyrri helmingi ársins. Útlán hafa vaxið um 56%.


Pétur J. Eiríksson starfaði lengi hjá Icelandair áður en hann tók að sér stjórnarstörf fyrir félögin að baki Hörpu.


Seðlabankinn hefur birt niðurstöður ársfjórðungslegrar könnunar á meðal markaðsaðila.


Eistneska tæknifyrirtækið Guardtime hefur samið við Opin kerfi um hýsingu á tölvubúnaði í gagnaveri Verne Global.


Sveitarfélagið Skagafjörður telur að gengistryggt lán sem það fékk vegna hitaveituframkvæmda vera ólögmætt.


Móðurfélag efnalaugarinnar Fannar er mjög skuldsett. Lánardrottnar vildu að móðurfélag og dótturfélag yrðu sameinuð.


Hagræðing, lægri kostnaður og fleiri viðskiptavinir nú en í fyrra skýra það að hagnaður fór úr 56 milljónum í 206 milljónir.


Gildi lífeyrissjóður á 5,02% hlut í fasteignafélaginu Reginn. Verðmæti hlutarins nemur rúmlega 540 milljónum króna.


Metsölulisti bókaverslana í síðustu viku ber þess merki að sumarið er búið og tekið að hausta.


Landsframleiðsla á Spáni hefur dregist meira saman síðastliðin ár en spáð hefur verið.


Reykjanesbær greiðir erlent lán og skammtímaskuldir í framhaldi af sölunni


Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það ekki hafa verið hluta af upphafsforsendum að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og láta gilda um hana sérreglur.


Stjórnarmaður í íslensku fjármálafyrirtæki taldi FME fara út fyrir eðlileg mörk í upplýsingaöflun. Þetta staðfestir Persónuvernd.


Í framhaldi af sigri Apple fyrir dómi vill fyrirtækið láta taka átta Samsung síma úr sölu


Heildareignir innlánsstofnanna lækkuðu um 24 milljarða frá fyrri mánuði.


Íslendingurinn fékk ekki greitt það sem lofað var eftir að hann afhendi snekkju. Hann vann málið fyrir rétti en er nú sakaður um skjalafals.


Bílaleigufyrirtækin Hertz og Avis hafa í þrjú ár barist um samkeppnisfyrirtækið Dollar Thrifty.


Skiptastjóri þrotabús Baugs Group ætlar ekki að senda ólögmætar lánveitingar úr styrktarsjóðum til lögreglu.


Gylfi Arnbjörnsson fundar á næsta mánuðinum með stjórnum flestra þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að ASÍ.


Seðlabankinn leggur til að takmarkanir verði settar á lánveitingar í erlendum gjaldmiðlum til þeirra sem ekki hafa erlendar tekjur.


Seðlabankinn leggur til að eftir afnám hafta verði settar reglur sem takmarka erlendar eignir lífeyrissjóða og draga úr erlendum innlánum.


Gengi hlutabréfa bæði hækkaði og lækkaði í Kauphöllinni. Úrvalsvísitalan stendur nú í rétt rúmum þúsund stigum.


Blásið verður til Norðurheimskautshlaups í Grímsey eftir eina og hálfa viku. Aldrei hefur verið hlaupið jafn norðanlega á Íslandi.


Gengi hlutabréfa í bandaríska tæknirisanum Apple rauk upp í hæstu hæðir eftir að fyrirtækið hafði betur í dómsmáli gegn Samsung.


Að mati greiningardeildar Arion banka er virði hvers hlutar í Icelandair Group 8,15 krónur á hlut.


Tæplega 10% fékkst greitt upp í almennar kröfur félagsins.


Nýtt merki VÍS er liður í umfangsmikilli stefnumótunarvinnu fyrirtækisins og nýrri framtíðarsýn.


SUS telur fráleitt að birta laun almennings en mótmælir með því að birta laun opinberra starfsmanna og fjölmiðlamanna.


Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað mikið í samanburði við önnur flugrekstrarfélög.


Erlent
27. ágúst 2012

Olíufundur í Noregi

Ríkisolíufélagið Statoil og önnur norsk fyrirtæki hafa fundið mikið magn af olíu í Norðursjó.


Ole Morten Settevik hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Advania í Noregi. Hann er reynslubolti í upplýsingatækni.


Utanríkisráðherra Þýskalands vísar því á bug að Grikkjum verði sparkað úr hópi evruríkjanna.


Samsung var sektað um 1 milljarð Bandaríkjadala í dómsmáli við Apple.


Þann 1. desember næstkomandi verða dyr hins nýja Stúdentakjallara opnaðar. Þar verður kaffihús, bar og fjölbreyttur matur.


Áttatíu umsækjendur voru um stöðu verkefnastjóra Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví. Fyrrverandi bæjarstjóri fékk stöðuna.


Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa greiðir meira í fasteignagjöld en tíu menningarhús á landinu, Egilshöll og Laugardalshöll.


Endurtaka þurfti útboð Ríkiskaupa um flugsæti en í millitíðinni var útboðslýsingu breytt og hætt við að lesa upp verð tilboðsaðila.


Stutt saga fjárfestingarfélagsins Gnúps þykir einkennandi fyrir hrunið.


IFS Greiningar býst við 55 milljóna króna tapi hjá fasteignafélaginu Reginn. Fyrsta uppgjör félagsins eftir skráningu er væntanlegt.


Erlent
26. ágúst 2012

Samsung áfrýjar

Forsvarsmenn Samsung sætta sig ekki við niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum um að greiða Apple milljarð dollara.


Viðskiptatengslastjórnun er mikilvægt tól til að hámarka tekjur fyrirtækja og finna út hvar kröftum þeirra er best varið.


Fjárfestingarfélagið Gnúpur var starfrækt í um ár. Félagið fjárfesti grimmt í fjármálageiranum en hafði of einfalda stefnu.


„It’s complicated“ yrði líklega staða sambands stjórnarflokkanna ef þeir myndu skrá sig í samband á Facebook.


Það er mikill vilji til þess hjá stórum hluta þingmanna að halda Sjálfstæðisflokknum utan ríkisstjórnar eftir kosningar í vor.


Andri Guðmundsson, forstjóri H.F. Verðbréfa, vann eitt sinn við umbúðaframleiðslu.


Fjallað var um starfsemi tölvufyrirtækisins Oz í Frjálsri verslun árið 1999.


Væntanlega fer sala á veiðileyfum hægar af stað eftir dræmt laxveiðisumar en alltaf eru föst holl seld hvernig sem árar.


Innlent
25. ágúst 2012

Neðanmáls í vikunni

Vikuleg teikning Halldórs Baldurssonar í VIðskiptablaðinu.


Strætó ætlar að kaupa 85 til 90 nýja strætisvagna á næstu tíu árum.


Opnunartími og vöruúrval virðast ráða mestuvarðandi sölu áfengis ÁTVR verslananna. Í Vínbúðinni Heiðrúnu og Vínbúðinni Dalvegi var selt mest áfengi.


Katrín Júlíusdóttir tekur við ráðherraembætti að nýju 1. október næstkomandi.


Fjármálaráðherra segist ekki vilja gera breytingar á tekjuskattskerfinu heldur hafa hann áfram þrepaskiptan.


 

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á kynningafundi stýrivaxtaákvörðunar að vægi árstíðarsveiflu í gengi krónunnar sé óljóst.


Hugsanlegur ágreiningur milli Hafnarfjarðarbæjar og DEPFA bankans mun ekki fara fyrir íslenska dómstóla.


Icelandair tilkynnti í morgun um þrjá nýja áfangastaði á næsta ári. Óvíst hvort fjölga þurfi í flotanum.


Bróðir Ármanns Þorvaldssonar tók aldrei til varna eftir að Drómi hafði farið fram á fjárnám hjá honum og eiginkonu hans.


Sævar Freyr Þráinsson segir niðurstöðu Áfrýjunarnefndar vonbrigði. Síminn hafi þvert á móti greitt keppinautum 2,4 milljarða króna.


Sérfræðingateymi á vegum SFF mun vinna með Seðlabankanum í þeim tilgangi að finna leiðir til að losa um gjaldeyrishöftin.


Gengislækkun hlutabréfa Marel skilaði sér í því að Úrvalsvísitalan lækkaði.


Síminn segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála vonbrigði og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gallaða.


Áfrýjunarnefnd samkeppnismála segir Símann hafa framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Síminn þarf að greiða 390 milljónir.


Skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðir á Íslandi eru enn nokkuð veikburða en sýna þó batamerki, að mati Landsbréfa.


Um 5,6 milljarða krafa Þorsteins Hjaltested á hendur Kópavogsbæ fær efnislega meðferð fyrir héraðsdómi.


Víglundur Þorsteinsson segir að deildir innan Arion banka hafa verið ósammála um fjárhagslega endurskipulagningu BM Vallár.


Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þróun gjaldeyrishafta hafa verið þveröfuga við það sem upphaflega var lagt upp með.


Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir uppgjörið viðunandi. Mikilvægt sé að draga úr mikilli skuldsetningu.


Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins boðuðu fjölmarga aðilar til fundar í gær til að ræða afnám hafta.


Hluthafar Facebook hafa tapað háum fjárhæðum. Gengi hlutabréfanna hefur hrunið um 50% síðan í maí.


Þórir Bergsson, eigandi Bergsson mathús, segir rekstrargrundvöllinn vera betri fyrir veitingastaði núna en áður þó svo reksturinn krefjist mikillar vinnu.


SA og SFF ræddu við stjórnendur Seðlabankans, stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri sérfræðinga um afnám gjaldeyrishaftanna.


Þrír nýir áfangastaðir bætast við leiðakerfi Icelandair á næsta ári, Anchorage í Alaska, St. Pétursborg í Rússlandi og Zurich í Sviss.


Greining Íslandsbanka bendir á það að gengi krónunnar hafi verið að veikjast. Í fyrra styrktist það viðstöðulítið fram í októberlok.


Sighvatur Björgvinsson líkir ungum þingmönnum við messagutta sem vilji í skipstjórnarsætið eftir sinn fyrsta túr.


Bretar hafa ekki náð sér á strik eftir að fjárkreppan skall á fyrir fjórum árum. Stöðnun hefur ríkt í efnahagslífinu í tvö ár.


Árni Páll Árnason segir engum greiðir gerður með losarabrag í stjórn efnahags- og ríkisfjármála.


Stofnunin taldi ávinning af því að ljúka verkinu og taka húsið í notkun réttlæta eitthvað meiri áhættu en áður.


Uppsöfnuð þörf hjá fólki til að endurnýja bílana sína eftir litla sölu undanfarin ár.


Stórar verslanakeðjur sem hafa opnað á Íslandi eru ekki teknar inn í vísitöluna af Hagstofunni.


Forstjóri Straums sendi inn umsögn um fjármálakerfið og sagði rétt að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.


Flestum sagt upp í Svíþjóð. Sony hefur tapað nærri 6 milljörðum Bandaríkjadala á rúmu ári og ætlar að fækka fleira starfsfólki.


Ríkisbréfaflokkurinn RIKB12 á gjalddaga á morgun. Stærð flokksins er um 42 milljarðar króna að mestu í eigu erlendra aðila.


Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir afkomuna í takti við væntingar. Uppstokkun í rekstri hafi skilað góðri afkomu.


Gengi Úrvalsvísitölunnar batnaði nokkuð frá fyrstu viðskiptum dagsins og endaði hún yfir upphafsgildi sínu.


Tæpur helmingur íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs á Suðurlandi er í útleigu. Sunnlendingar hafa þrýst á að fleiri verði leigðar út.


Blaðið á að vera efnismikið, skemmtilegt og málefnalegt, segir nýr ritstjóri. Stúdentar munu geta nýtt sér blaðið sem tjáningarvettvang.


Eignarhlutur Birkis Kristinssonar í útgerðinni Bergur Huginn er kominn yfir á einkahlutafélag Ragnhildar Gísladóttur.


Hagnaður útgerðinnar Bergs Hugins dróst saman á milli ára. Óvissa er um afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni.


Forsætisráðherra Grikklands segir mögulegt að eyjar í Eyjahafi verði seldar. Andvirðið myndi fara í tóman ríkiskassa.


Már Guðmundsson segir næsta vetur verða örlagavetur og tengist það afnámi haftanna. Útgöngugjald og varúðarreglur eru á teikniborðinu.


Einar Benediktsson segir skuldsetningu skýra vöxt N1 á árunum 2006 til 2009. Engin snilld búi þar að baki.


Spánverjar fagna því að erlendir ferðamenn hafa aldrei verið fleiri en í júlí. Aukin sókn er liður í því að landið komist upp úr kreppu.


Gengisþróunin á hlutabréfamarkaði hefur dregið Úrvalsvísitöluna undir upphafsgildi hennar.


Starfsfólk hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail aðstoðar Rögnu Ingólfsdóttur við að hefja nýtt líf án badmintonspaðans.


Vísitala innkaupastjóra á evrusvæðinu hefur verið undir 50 stigum frá áramótum.


Dregið hefur úr kaupmætti launa upp á síðkastið.


Dómstóll í Þýskalandi úrskurðar að neytendur megi nota þau kaffihylki sem þeir vilja í nota Nespresso vélar.


Nýjasta viðbót Össurar í Bionic vörulínuna er Symbionic Leg. Þetta er í fyrsta skipti sem gervifótur hefur virkni ökkla og hnés.


Kaupvirðið nú rúmlega 25% lægra en þegar tilkynnt var um kaupin.


Segist með þessu axla ábyrgð á fylgistapi flokksins undanfarna mánuði.


Flugfélagið Quantas segir upp 2.800 manns í hagræðingarskyni til að bregðast við rekstrartapinu.


Erfitt fyrir framhaldsskóla að meta raunverulega stöðu nemenda.


Ný skólataska og þau ritföng og skólabækur sem börn þurfa við upphaf skólagöngu í vikunni kosta frá 9.700 krónum.


Ýmsir þekktir einstaklingar úr bankageiranum tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.


Forsætisráðherra Lúxemborgar segir grískan almenning þurfa að gera sér grein fyrir þeim erfiðleikum sem framundan eru.


Starfshópur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytis telur að þrjá mánuði taki að skera úr um álitaefni í gengislánamálum.


Fjármálasérfræðingar telja líkur á að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir hrun í Bandaríkjunum.


Spá veikingu krónunnar og spyrja hvort gjaldeyrissköpun þjóðarinnar dugi til að standa straum af afborgunum á næstunni.


Lítil hreyfing var á hlutabréfamarkaði. Gengi aðeins tveggja félaga breyttist eftir daginn.


Ríflega einn af hverjum tíu Sunnlendingum átján ára eða eldri eru í alvarlegum vanskilum.


Stýrivextir eru óbreyttir að sinni en herða þarf taumhald peningastefnunnar þar sem efnahagsbatinn hefur étið inn í slakann í hagkerfinu.


Seðlabankastjóri segir krónuna á réttum slóðum. Hún megi hvorki vera veikari né sterkari.


Seðlabankastjóri segir horfur á meiri hagvexti hér en í spáð var. Nauðsynlegt er að draga úr slaka peningastefnunnar á næstunni.


Erlent
22. ágúst 2012

Samdráttur hjá Dell

Fjármálastjóri Dell segir þá sem vilji endurnýja tölvur sínar ætla að bíða þar til nýtt stýrikerfi Windows kemur á markað í haust.


Gengi krónunnar styrktist yfir ferðamannatímann í sumar auk þess sem glufur í gjaldeyrislögum voru þéttar.


Innlán heimila hafa dregist saman um 7% frá júní í fyrra. Fjármunir hafa meðal annars farið í neysluvarning og fjárfestingar í húsnæði.


Aðilar á fjármálamarkaði vænta þess að vextir haldist óbreyttir fram á næsta ár samkvæmt framvirkum vöxtum.


Innlent
22. ágúst 2012

Stýrivextir óbreyttir

Seðlabankinn segir horfur á hagvexti í ár meiri en hann spáði í maí.


Hagnaður dregst saman á öðrum ársfjórðungi vegna kostnaðar við nýjar höfuðstöðvar og starfslokasamninga.


Lögmenn beggja hliða hafa lokið máli sínu og níu manna dómstóll kveður upp sinn úrskurð þegar hann hefur farið yfir málið.


Ítalskt fyrirtæki vill koma í veg fyrir sölu Actavis á samheitalyfi fyrir þynlyndislyf.


Samtök atvinnulífsins telja verðbólgu og gengi krónunnar orsaka aðstæður sem ekki bjóða upp á frekari launahækkanir.


Bretinn Mark Thompson var ráðinn frá BBC til bandaríska blaðsins New York Times og fær myndarlegan ráðningasamning.


Júlímánuður var góður fyrir Boeing. Yfir 10.200 pantanir á nýjum flugvélum bíða hjá stærstu flugvélaframleiðendum heims.


Inga Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri WOW ferða frá og með 1. ágúst síðastliðnum.


Rekstrarkostnaður Seðlabankans nam rétt rúmum 2,3 milljörðum króna í fyrra. Það er um 20% hækkun á milli ára.


Rólegt hefur verið á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni upp á síðkastið.


Skuldakreppan í Evrópu, sölutregða og verðlækkun á lambakjöti skilar sér í neikvæðum horfum í rekstri afurðahluta SS.


Leiðrétting á gengislánum Sláturfélags Suðurlands á fyrri hluta síðasta árs skekkir afkomutölur fyrirtækisins.


Greining Íslandsbanka og IFS Greining gera bæði ráð fyrir því að verðbólga haldist óbreytt fram að áramótum.


Breyttar áherslur hjá Högum leiddu til þess að Gerður Ríkharðsdóttir hefur hætt sem framkvæmdastjóri sérvöru fyrirtækisins.


Þrátt fyrir að reksturinn sé ekki sá auðveldasti segir eigandi bókabúðarinnar Úlfarsfells tíma hverfabókabúða ekki liðinn undir lok.


Smálán eru undanskilin frá núgildandi lögum um neytendalán þar sem lánasamningar gilda í minna en þrjá mánuði.


Greining Íslandsbanka telur líkur á að arðsemi í byggingariðnaði fari senn að aukast og nýbyggingum að fjölga.


Steingrímur J. Sigfússon segir ráðamenn annarra ríkja geta lært ýmislegt af því hvernig stjórnvöld brugðust við hruninu.


Forsætisráðherra Grikklands býr sig nú undir enn einn fundinn með lykilfólki aðildarríkja evrusvæðisins til að biðja um lán.


Leiddi fyrirtækjaráðgjöf á sölu sjávarútvegsfyrirtækis í Ekvador til hóps fjárfesta frá Perú.


Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í viðtali við VB sjónvarp að aðstæður í Bandaríkjunum séu tímabundnar.


Fyrsti stóri fjárfestir Facebook seldi hluti fyrir 395 milljónir dollara í síðustu viku.


Áætlun KPMG bendir til að bæði áætlanir um tekjur og gjöld standist ekki fyrir árið 2012.


Vinnumálastofnun gerir ekki ráð fyrir að lenging á hámarki bótatímabils verði framlengd.


Málið snýst um öflun fjárhagslegra upplýsinga um Guðlaug Þór Þórðarson innan Landsbankans. Starfsmaður bankans er einnig ákærður.


Bakkavör hagnaðist um 55 milljónir punda á milli ára á fyrri helmingi ársins. Tekjur drógust þó saman vegna minni umsvifa.


Nýjasta kvikmynd Hollywood leikarans Ben Stiller verður tekin upp á Seyðisfirði, Stykkishólmi, Borgarnesi og í Garði.


Virði Apple er nú um 623 milljarðar dala. Væntingar eftir nýjum iPhone og ódýrari útgáfu af iPad hífa upp gengi félagsins.


Fjármálaeftirlitið vill nýjan yfirlögfræðing sem getur unnið í krefjandi vinnuumhverfi og undir miklu álagi.


Upplýsingafulltrúi Arion banka segir ásakanir Víglundar Þorsteinssonar ekki standast. Enginn aftökulisti sé til.


Sumarstemning hefur verið á hlutabréfamarkaði og hefur veltan verið í minni kantinum. Úrvalsísitalan liggur við 1.000 stig.


Víglundur Þorsteinsson segir B.M. Vallá hafa verið á „aftökulista“ Arion banka.


Þrír sérfærðingar frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum munu kenna á þremur námskeiðum á haustmisseri Endurmenntunar HÍ.


Evrópski seðlabankinn vísar því á bug að hann ætli að setja þak á skuldabréfaútgáfu evruríkja í vanda.


Víglundur Þorsteinsson segir BM Vallá hafa verið á lista Arion banka yfir skuldara sem skilanefndin ætlaði að græða á.


Sendinefnd lánardrottna er væntanleg til Grikklands í næsta mánuði. Þýskt dagblað segir þörf á frekari aðhaldsaðgerðum.


Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna aðkomu Samtaka fjármálafyrirtækja við úrvinnslu gengislána.


BM Vallá skilaði aldrei ársreikningi. Víglundur Þorsteinsson gagnrýndi vinnubrögð Arion banka frá upphafi.


Nýr ritstjóri hefur bæst við á Fréttatímanum. Ráðningin er hluti af endurskipulagningu blaðsins.


Sjávarklasalönd við N-Atlantshaf standa frammi fyrir svipuðum áskorunum og þurfa að auka samstarf sín á milli.


Evrópski seðlabankinn er sagður hafa á teikniborðinu áætlun sem gæti haft áhrif á fjármögnun skuldsettustu aðildarríkjanna.


Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður B.M. Vallár, ætlar að fara yfir verklag stjórnvalda og Arion banka í dag.


Heineken er tilbúið að borga um 780 milljarða til að komast yfir allt hlutafé í félaginu.


Landsvirkjun Power og Verkís veita ráðgjöf við smíði tveggja vatnsaflsvirkjana í Adjar í Georgíu.


Vanskil eru mest á Suðurnesjum en greiðsluvilji einstaklinga hefur minnkað að undanförnu.


Stjórnendur Icelandair telja virðisaukaskattshækkun hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands og draga úr veltu.


Norska strandgæslan undirbýr nú kröfu á hendur Eimskipa vegna olíuleka úr Goðafossi við strendur Noregs í fyrra.


Tekjuhæstu fjölskyldurnar greiða enn um þriðjung allra skatta þrátt fyrir að tekjur þeirra hafi dregist saman um 50% frá árinu 2008.


Ríkið lét einkaaðila fjármagna auglýsingar fyrir Inspired by Iceland átakið og þurfti því ekki að bjóða verkið út.


Í viðtali í Morgunblaðinu árið 1989 var gerð athugun á hvort togstreita væri milli íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggarðinnar.


Samkvæmt rannsókn Facebook voru neytendur 56% líklegri til að versla hjá netverslun eftir að hafa séð auglýsingu á Facebook.


Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um þann mikla fjölda Hollywood-kvikmynda sem teknar hafa verið upp á Íslandi í ár og í vetur.


Innlent
19. ágúst 2012

Reykingafólkið sparar

Í tilkynningu um greiðsluafkomu ríkissjóðs er vakin athygli á því reykingafólk virðist nú vera farið að leita sparnaðarleiða.


Erlent
19. ágúst 2012

Leno lækkar í launum

Sjónvarpsþáttastjórnandi þekkti, Jay Leno, bauðst til að lækka sig í launum til að bjarga störfum annarra við þáttinn The tonight show.


Fv. forstjóri N1 metur nú hvort hann hefji eigin rekstur eða starfi aftur fyrir aðra. Segist eiga um 15 ár eftir á vinnumarkaði.


Eigandi Ölver hefur ekki miklar áhyggjur af Smáís og herferð þeirra gegn áskrift Íslendinga að SKY.


Verkefninu Startup Reykjavík lauk nú fyrir helgi. Frumkvöðlarnir fengu sjö mínútur á sviði til að heilla mögulega framtíðar fjárfesta.


Lyf og heilsa mun taka yfir dótturfélagið DACm sem sér meðal annars um innflutning, markaðssetningu og dreifingu á lyfjum.


Engar eignir fundust í búi Leirholts á Selfossi enda voru fastafjármunir seldir á uppboði áður en búið var tekið til gjaldþrotaskipta.


Guðrún Helgadóttir prófessor hefur tekið við starfi deildarstjóra ferðamáladeildar. Hún tekur við starfinu af Kristinu Tryselius.


Afkoma Icelandair Group var betri en reiknað var með og uppfærði IFS Greining í kjölfarið spá sína um hækkun bréfa í félaginu.


Innan SA er nú ræddur sá möguleiki að stofna ný samtök en slíkar hugmyndir eru enn á óformlegu viðræðustigi.


Meðalvirðisaukaskattur á gistingu í ESB er um helmingi lægri en almennur virðisaukaskattur hjá ríkjum sambandsins.


Innlent
19. ágúst 2012

Gnúpur skilar hagnaði

Fjárfestingarfélagið Gnúpur hagnaðist um 70 milljónir króna á síðasta ári. Eigið fé er þó enn neikvætt um rúma 13,5 milljarða.


Mörkin lögmannsstofa, sem er í jafnri eigu sjö lögmanna á stofunni, skilaði 181,3 milljóna króna hagnaði í fyrra.


Félagið Straumhylur, sem eitt sinn hét 3 Sagas ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilgangur félagsins var kvikmyndaframleiðsla.


Ólafur Stefánsson handboltakappi tók þátt í auglýsingaherferð fyrir Íslenskan markað í flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 1996.


Stórfyrirtæki eins og Apple treysta á stjörnurnar í Hollywood þegar kemur að því að auglýsa vörur. Slíkt tíðkast ekki í sama mæli á Íslandi.


Erlent
18. ágúst 2012

Baunateljari af hugsjón

Utan Bandaríkjanna er Paul Ryan lítið þekktur en heima nýtur hann vinsælda og virðingar fyrir hugmyndir um hallalausan ríkisrekstur.


Innlent
18. ágúst 2012

Neðanmáls

Skopmynd vikunnar eftir Halldór Baldursson


Þorsteinn Hjaltested á hreina að andvirði 4,1 milljarð króna. Hann hefur lengi staðið í erfðadeilum við hluta fjölskyldu sinnar.


Aðstoðarmaður borgarstjóra segir Hörpu ekki fá afslátt á fasteignagjöldum. Húsið sé stórt og þurfi að greiða í samræmi við það.


Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu hafa nú safnað tæplega 41 milljón króna. Metið er 43,6 milljónir og var sett í fyrra.


Viðskipti með bréf CCP eru ekki mikil sem hlutfall af heildarhlutafé en starfsmenn hafa þó getað hagnast vel á viðskiptunum.


Fólk
18. ágúst 2012

Til biskups frá Noregi

Sr. Þorvaldur Víðisson hefur verið ráðinn biskupsritari úr hópi 30 umsækjenda. Hann hefur störf í haust.


Smáís telur engann geta löglega verið með áskrift að SKY en seljandi segir einkaaðila í fullum rétti.


Glitnir lofaði BNT, fyrrum móðurfélagi N1, hagstæðu láni þegar félagið keypti stóran hlut í Icelandair Group. Við það var aldrei staðið.


Óskar Magnússon, útgefandi Árvakurs, hefur ásamt Elvari Eyvindssyni stofnað félag um innflutning hlið- og gerðisgrinda fyrir búfénað.


Ríkið óskaði eftir hugmyndum á tveimur dögum frá auglýsingastofum vegna Inspired by Iceland en hafði þeim svo öllum.


Eftirlitsstofnun EFTA segir að sala á fasteignum til Verne í Keflavík hafi falið í sér óheimila ríkisaðstoð.


Um 1.300 nýnemar hefja nám við háskólann í haust, en metfjöldi umsókna um skólavist barst áður en lokað var fyrir umsóknir í vor.


Nefnd, sem skipuð var í ársbyrjun 2010, fer nú yfir kosti og gallandi núverandi lífeyriskerfis.


Einskiptiskostnaður í Noregi upp á um fjögur hundruð og fimmtíu milljónir króna vegur þungt.


Velta með hlutabréf tók kipp eftir heldur dræma viku. Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði mest.


Erlent
17. ágúst 2012

Hart sótt að Nu Skin

Standford háskólinn vill að Nu Skin hætti að vísa í rannsóknir háskólans í þeim tilgangi að selja vörur sem halda eigi fólki unglegu.


Hlutabréf Facebook sem nýta átti til að greiða fyrir smáforritið Instagram hafa lækkað um helming. Ekki er búið greiða fyrir kaupin.


Forsvarsmenn Sjávarklasans telja neikvæða umræðu um sjávarútveg valda því að fáir stofnir tæknifyrirtæki sem tengist hafinu.


Heildarverðmæti strandveiðibáta gæti numið 2,6 milljörðum króna eftir sumarið. Misjafnt er hvað meðalbáturinn fór í marga róðra.


Gengi krónunnar hefur styrkst um 11% á síðastliðnum fimm mánuðum. Greining Íslandsbanka segir þetta árstíðabundna sveiflu.


Afkoma færeyska bankans BankNordik var þrisvar sinnum betri á fyrstu sex mánuðum síðasta árs en í ár.


Erlent
17. ágúst 2012

Vanskil aukast á Spáni

Spænskir bankar og fjármálafyrirtæki hafa fært rúma 24 milljarða króna af lánum á afskriftareikning.


Hagnaður Carlsberg eykst á sama tíma og fyrirtækið sækir inn á markaði í Asíu.


Athafnakonan Ingunn Wernersdóttir keypti Esjuberg í Reykjavík árið 2007. Húsið var friðað árið 1978 en er nú komið í niðurníðslu.


Eigið fé til hlutabréfakaupa í nokkrum fyrirtækum þarf ekki að vera nema 25% nú en áður var það hlutfall 50%.


Jóhannes í Iceland segir verðstríð ríkja á lágvöruverðsmarkaði alla daga. Hann telur nýja verðlagskönnun réttlæta fleiri verslanir.


Erlent
17. ágúst 2012

Angela styður Draghi

Hlutabréf hækkuðu eftir ummæli Merkel um að hún myndi styðja Draghi í björgunaraðgerðum á evrusvæðinu.


Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 3,5% frá áramótum. Er næstum því búið að jafna út dýfuna frá hruni.


Í nýrri skýrslu fjármálaráðuneytisins kemur fram að miðað við núverandi aðstæður nemi tapið um 25 milljörðum dala.


Tónlistarmenn eru margir ónáægðir með tekjur sem þeir fá vegna streymingar á lögum þeirra.


Velta á skuldabréfamarkaði nam rúmum þrettán milljörðum króna og var mest velta með óverðtryggð bréf.


Kostur og Víðir neituðu verðlagseftirliti ASÍ að taka niður verð. Iceland og Bónus voru með lægsta verðið.


Stjórn N1 segir afslætti olíufélaganna og aukna þjónustu sýna að fyrirtækin eigi í mjög virkri samkeppni.


Úrvalsvísitalan hefur lækkað smám saman og stendur hún nú í 1.008 stigum.


Gengi hlutabréfa Facebook hrundi þegar hluti innherja fékk loksins að selja hlutabréfaeign sína.


Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að kannað verði hvort fyrrverandi forstjóri N1 hafi svipt hulu af broti á samkeppnislögum.


Erlent
16. ágúst 2012

Dregur úr vexti Walmart

Sterkt gengi Bandaríkjadals setti strik í reikninginn hjá bandarísku verslanakeðjunni Walmart á öðrum ársfjórðungi.


Gengi hlutabréfa danska skartgripafyrirtækisins Pandora þarf að hækka um næstum 300% til að Seðlabankinn fái greitt til baka.


Erlent
16. ágúst 2012

Dregur úr tapi FIH

Danski bankinn FIH tapaði jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna á fyrri hluta árs. Þetta er helmingi minna en í fyrra.


Guðlaugur Þór Þórðarson vill að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis taki fyrir skrif lögmanna um ólögmæti gengislána.


Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir fjármálafyrirtæki hafa brugðist hart við viðleitni FME til að nýta valdheimildir.


Hagfræðingur segir stöðuna slíka á evrusvæðinu að evrópski seðlabankinn muni færa stýrivexti enn frekar í næsta mánuði.


Fleiri voru skráðir í gær í hálfmaraþon og maraþon en þeir sem tóku þátt í sömu vegalengd í fyrra.


Íslenski fiskiskipaflotinn veiddi meira í júlí en í sama mánuði í fyrra. Verðmætið hefur aukist um 17,9% frá áramótum.


Stefnt er að því að hafa sjö manna stjórn þar sem tveir íslenskir stjórnarmenn eiga sæti.


Fleiri bankar verða rannsakaðir vegna ólögmætra áhrifa á Libor millibankavexti.


Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að fyrirheit um aðgerðir skapi óvissu


Fyrrverandi forstjóri N1 segir verðstríð á eldsneytismarkaði geta gert út af við eitt til tvö olíufélög. N1 hafi eitt burði til að lækka verð.


Gert var ráð fyrir því að ljúka endurfjármögnun Hörpu í júní. Lífeyrissjóðir hafa gefið vilyrði fyrir þátttöku í skuldabréfaútboði.


Átak sem átti að laða erlenda loðdýraræktendur hingað til lands hefur engu skilað. Horft er til þess að stækka loðdýrabúin.


Fyrrverandi samstarfsfélagar Gunnars Dungal í Pennanum eru komnir með lyklavöldin á nýjan leik.


Forstjóri Já.is segir fyrirtæki sem vilji sporna gegn umsögn viðskiptavina á villigötum.


Kvenhöfundar eru fjórfalt fleiri en karlarnir á lista yfir vinsælustu bækurnar í kiljuformi í sumar.


Guðmundur Rúnar Árnason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun.


Velta með hlutabréf í Kauphöllinni er um sjö sinnum minni nú en í gær.


Verið er að kanna hvort lög hafi verið brotin á Iceland Express í útboði um flugsæti opinberra starfsmanna.


Fjölmiðlar auglýsa Prikið, Gamla Gauk og fleiri staði til sölu í dag. Eigandi staðanna segist vilja fá tilbreytingu.


Þórólfur Árnason, fyrrv. borgarstjóri í Reykjavík, hljóp með kollegum frá Winnipeg og Þórshöfn í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2003.


Einn af stærstu fjárfestingarsjóðum heims kaupir netmyndabankann Getty Images fyrir jafnvirði um 400 milljarða króna.


Maður sem keypti hlutabréf í Glitni eftir þjóðnýtingu bankans í september 2008 fær ekki að vita hver átti hlutabréfin áður.


Sigurlaug Anna hefur tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, einkum á sviði sveitarstjórnarmála.


Greiningardeild Arion banka segir aukna óvissu á evrusvæðinu geta vegið þungt í vaxtaákvörðun peningastefnunefndar.


Sigrún Þorleifsdóttir hefur bæst í hóp meðeigenda Attentus – mannauð og ráðgjöf. Hún kennir leiðtogafræði í MBA-námi við HÍ.


Uppgangur Títans fjárfestingarfélags hefur verið hraður síðastliðin þrjú ár. Eigandinn á 7,5 milljarða króna.


Svo gæti farið að frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu verði lagt fram í haust.


Lækkanir urðu í morgun í Evrópu og Asíu. Hlutabréf í Standard Chartered hækkuðu eftir að samkomulag náðist.


Erlent
15. ágúst 2012

Netflix til Skandinavíu

Kvikmyndaveitan færir út kvíarnar og hefur starfsemi í fjórum löndum til viðbótar.


Framkvæmdastjóri BBC hefur verið ráðinn sem forstjóri New York Times.


Danskt fyrirtæki lánar nú fólki fyrir fegrunaraðgerðum og svarar öllum fyrirspurnum á innan við 15 mínútum.


Breski bankinn Standard Chartered þarf að greiða sekt þar sem bankinn átti í viðskiptum við íranska banka í viðskiptabanni.


Dagvöruverslun var minni í júlí í ár en í fyrra og er breytingin mest í fataverslun, sem dróst saman um 6,1% milli ára.


Áætlaðar nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabanka og ríkissjóðs nema um 374 milljörðum á næstu 12 mánuðum.


Afkoma hópkaupafyrirtækisins á öðrum fjórðungi olli vonbrigðum og hafa bréf fyrirtækisins lækkað um ein 26% í dag.


Velta á skuldabréfamarkaði í dag nam um 5,3 milljörðum króna og hækkaði GAMMA vísitalan um 0,01%.


Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækis segja hækkun á virðisaukaskatti á gistingu gera átaksverkefnið „Ísland allt árið“ að engu


Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði í dag. Verðmiði á hlutabréfunum sveif upp í hæstu hæðir í gær.


Konur eru í meirihluta þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Áheit upp á 19,5 milljónir hafa safnast til góðra mála.


Fjárfestingarsjóðir sitja á stórum sjóðum sem þeir ætla að nýta til að kaupa eignir banka og fjármálafyrirtækja í vanda.


Þórey Guðmundsdóttir mun bera ábyrgð á bókhaldi og uppgjörum félagsins og dótturfélaga þess á Íslandi og Færeyjum.


Fjöldi fólks hlýddu á fyrirlestur Matt Ridleys, vísindaritstjóra breska vikuritsins Economist, um bjartsýnina.


Talsvert hefur dregið úr atvinnuleysi síðustu misserin. Atvinnuleysi er nú á svipuðum slóðum og haustið 2008.


Bandarískur auðkýfingur hefur síðastliðin tvö ár lagt milljarða til fjárfestingarfélags í eigu sonar síns.


Fjöldi leigusamninga á höfuðborgarsvæðinu tók kipp upp á við í júlí, sem er í takt við þróun síðustu ára þó samningum fækki á milli ára.


Halldór veltir fyrir sér árangrinum á Ólympíuleikunum.


Hagkerfi Portúgal dróst saman um 2,1% á öðrum ársfjórðungi. Þetta var mesti samdrátturinn á evrusvæðinu.


Verðbólga hefur farið úr 2,3% í 2,6% í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að draga muni úr verðbólgu á næstu tveimur árum.


Ef engar breytingar verða gerðar á rekstrarforsendum Hörpu mun eigið fé Portusar ekki duga lengur en fram á mitt næsta ár.


Vonast er til þess að Akureyrarbær noti fjármagnið í listviðburði á svæðinu.


Hagvaxtartölur í Þýskalandi eru betri en hjá öðrum evrulöndum.


Eigendur fjárfestingarfélagsins Gnúps lögðu félaginu til 4,5 milljarða haustið 2007. Björgunaraðgerðin mistókst.


Skortsala hefur aukist mikið í evrópskum bílaframleiðendum. Fjárfestar eru svartsýnir á bílasölu í Evrópu.


Nokkrir evrópskir bankar eru farnir að kaupa eigin skuldabréf á undirverði og bókfæra mismuninn sem hagnað.


Heildarvelta í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu nam 1.500 milljónum a tímabilinu frá 3. ágúst til 9. ágúst.


Velta á skuldabréfamarkaði nam 14,1 milljarði króna og var öllu meiri velta með verðtryggð en óverðtryggð bréf.


Ætla að segja upp 20% af starfsfólki Motorola og 40% af stjórnendum fyrirtækisins.


Hlutabréf Icelandair Group hafa ekki verið hærra verðlög í að verða tvö ár. Gengi annarra hlutabréfa lækkaði á markaði í dag.


Engar eignir fundust upp í rúmlega 2,5 milljóna króna kröfu í þrotabú fasteignafélagsins Kreuzberg Investments.


Heildarstyrkir til Hreyfingarinnar námu tæpum 700 þúsund krónum á síðasta ári.


Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur rofið sjö króna múrinn. Það hefur hækkað um 180% á um tveimur árum.


Tæknilega séð gæti ríkissjóður greitt upp ríkisskuldabréf á gjalddögum 2012 og 2013 með handbæru fé sínu í dag.


Hluthafar svissneska bankans Julius Baer tóku allt annað en vel í kaup á erlendri eignastýringu Bank of America.


Þóroddur Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, segir sömu reglur ekki gilda um lán Byggðastofnunar og lán frá gömlu bönkunum.


Innlent
13. ágúst 2012

Enn tapar Gnúpur

Félagið Gnúpur var fyrsta fjármálafyrirtækið til að fara á hliðina í aðdraganda hruns. Félagið var hluthafi í Kaupþingi og FL Group.


Grískt efnahagslíf er í molum ef marka má nýjustu hagtölur landsins. Samdráttur hefur verið viðstöðulaust í 20 ársfjórðunga.


Skipt verður um framkvæmdastjóra hjá Líflandi/Kornax um næstu mánaðamót.


Daria V. Zakharova, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir viðsnúning efnahagslífsins hér eftir hrun hafa komið á óvart.


Fasteignum til sölu hefur fækkað um 11% en framboðið er minnst í kringum Kaupmannahöfn.


Búist er við því að hagvöxturinn muni minnka enn meira á næstunni.


Heimsmarkaðsverð hækkaði í morgun og nú er búist við aðgerðum í Bandaríkjunum, Kína og Evrópu.


Malcolm Walker segist gera allt sem hann getur til að styðja við fjölskyldu Jóhannesar Jónssonar. Er ekki hluthafi í Iceland á Íslandi.


Fimm ár tók að undirbúa matinn fyrir þátttakendur á Ólympíuleikunum í London. Máltíðirnar voru rúmlega milljón talsins.


Hinn hálfnorski frumkvöðull stofnaði veffyrirtækið Opera árið 1995 en hefur nú fjárfest í fyrirtækinu OZ með Guðjóni Má Guðjónssyni.


Verður að útibúi Arion banka ef samrunaáætlun gengur eftir.


Forstjóri H.F. Verðbréfa segir afar mikilvægt að fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna.


Ferðamenn á Suðureyri geta farið á sjóstöng og sótt sér ferskan fisk sem þeir svo matreiða undir handleiðslu heimamanna.


Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins hættir um áramótin næstu. 33 sóttu um stöðuna.


Skúli Mogensen hafði ekki áhyggjur af netbólunni þegar hann stýrði Oz árið 1999.


Fv. borgarstjóri í Reykjavík segir borgina hafa klárað að byggja Hörpu með því skilyrði að ekki færi meira fjármagn í verkefnið.


Í haust mun Íls bjóða óverðtryggð íbúðalán. Lánin verða með föstum vöxtum sem verða boðnir til lengri tíma en raun ber vitni hjá bönkunum.


Íslenska ríkið á 163 milljarða króna í handbæru fé í Seðlabanka Íslands. Á næstu árum verða að lágmarki 80 milljarðar í sjóðnum.


Eftir starfsþjálfunarúrræði voru 75% þáttakenda ekki lengur á atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að úrræði lauk.


Forstjóri H.F. Verðbréfa segir að það eitt að fjölga skráðum félögum á markaði leysi ekki öll vandamál.


Markaðsátakið „Ísland allt árið“ hefur gengið vonum framar en aðstandendur átaksins gerðu ráð fyrir.


Hagfræðingurinn Milton Friedman átti sér ekki bara aðdáendur, heldur sætti hann töluverðri gagnrýni líka.


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sótti um forstjórastöðu í Hörpu en var ekki ráðinn þrátt fyrir að meirihluti stjórnar vildi ráða hana.


Grikkland er orðið aukaatriði í evrukreppunni en augu manna beinast að Spáni. Stóra spurningin liggur samt á Ítalíu.


Bandaríski flugherinn vill endurnýja flugvélar til að flytja forseta Bandaríkjanna. Núverandi vélar eru orðnar 22 ára gamlar.


Þó hráefnið sé breskt á hamborgarabúllunni í London gilda sömu reglur þar og hér. Allt byggir þetta á þrjátíu ára hamborgarareynslu Tomma.


Forstjóri H.F. Verðbréfa segir leyfisskyld fyrirtæki í harðri samkeppni við fyrirtæki sem ekki þurfa starfsleyfi.


Sparisjóðsstjórinn telur skrefið eðlilegt í ljósi þess að ekki hafi reynst unnt að selja sjóðinn.


Sjö flugfélög sem flogið hafa áætlunarflug til Íslands í sumar munu hætta því í haust. Fjögur flugfélög munu fljúga til London í vetur.


Fer úr greiningardeildinni í doktorsnám í hagfræði við Boston University


Kröfum á hendur Kópavogsbæ var að mestu vísað frá dómi. Hefur þegar fengið um 2,2 milljarða fyrir sölu á landi við Vatnsenda.


Steinunn Guðbjartsdóttir segir vinnu við frumvarp um nauðasamninga Glitnis í gangi og að unnið sé að skjalagerð.


Þrátt fyrir hækkun góða hækkun þá er langt þar til Seðlabanki Íslands getur farið að vonast eftir aurum í kassann.


Skuldbindur sig til að losa sig við 25% hlut í sátt við Eftirlitsstofnun EFTA.


Tekjur Icelandair Group jukust um 15% á milli ára. EBITDA hagnaður jókst um 10,4 milljónir dala á fyrri helmingi ársins.


Ágætur skriður var á hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,5% í vikunni.


Rúmlega aldargamall smápeningar var sleginn á jafnvirði 240 milljóna íslenskra króna á uppboði í gærkvöldi.


Hugmyndin að því að koma Hermanni Gunnarssyni á skjáinn á ný varð til fyrir áratug. Aldarfjórðungur er frá fyrsta þætti Hemma.


Stjórnendur lífeyrissjóðs Norðmanna riðu ekki feitum hesti frá fjárfestingum sínum á öðrum ársfjórðungi.


Þórhallur Gunnarsson stýrir þætti á RÚV þar sem sýnd verða brot úr spjallþáttum Hermanns Gunnarssonar. Hermann verður gestur.


Frans Páll Sigurðsson hættir hjá Landsbankanum í dag. Í kjölfarið verður skipulag bankans tekið til skoðunar.


Eignir fjölskyldu Dorritar Mousaieff nema tugum milljarða króna. Forsetahjónin greiða ekki auðlegðarskatt hér á landi.


Samdráttur í heimshagkerfinu og átök í olíuframleiðsluríkjum skila því að olíuverð mun verða hátt á næsta ári.


Verð í frumútboði Manchester United var 14 dollarar sem er lægra en lagt var upp með. Félagið er 2,9 milljarða dala virði.


LÍN færði um 8,9 milljarða króna á afskriftareikning en fjárlög gerðu ráð fyrir 3,5 milljörðum. Hagnaður sjóðsins var milljörðum undir áætlunum.


Gangi skipulagsbreytingar eftir mun Landsvirkjun reisa tvær vindmyllur í nágrenni Búrfellsstöðvar nú í haust.


Minni afskriftir lána til gríska ríkisins hafa jákvæð áhrif á niðurstöðuna. Tekjur fyrirtækisins voru 55 milljarðar evra á fyrri hluta ársins.


Sænski húsgagnaframleiðandinn þurfti að upplýsa í reiknisskilum sínum mat sitt á verðmæti vörkumerkisins.


Áætlað mat Viðskiptablaðsins gerði ráð fyrir að verðmæti fyrirtækisins væri á bilinu níu upp 13,2 milljarða króna.


Tæknirisinn treystir á fjölmiðlafárið í kringum nýjar vörur.


Greiða um 2,7 milljarða fyrir að sniðganga val notenda sem ekki vildu láta fylgjast með netumferð sinni.


Milljarðamæringar í Bandaríkjunum eru farnir að taka budduna upp á ný til að kaupa sér fasteignir fyrir milljarð og meira.


Verkalýðsfélagið hefur samið um að útborgun 1. des verði helmingi lægri árin 2012 og 2012 hjá flugfreyjum- og þjónum í Danmörku.


Skiptastjóri Baugs vill rifta hundrað milljóna króna greiðslu til Skarphéðins Bergs Steinarssonar.


Gengi hlutabréfa hækkaði á ný í dag. Stoðtækjafyrirtækið Össur leiddi lestina.


Verðbólga mælist nú 7,6% í Kína. Verðlækkun á matvælum, svínakjöti og kjúklingi, skýrir þróunina að stórum hluta.


Bjarni Benediktsson segir ríkisstjórnina beita ákveðinni aðferðarfræði í þeim tilgangi að stórauka álögur á landsmenn.


Afkoma Jaguar Land Rover hefur batnað talsvert á milli ára. Batinn skrifast á mikla sölu á bílum í Kína.


Erna Gísladóttir, stjórnarformaður Sjóvár, segir ekki búið að ákveða hvort núverandi hluthafar fari út við skráningu á markað.


Björgólfur seldi félagið árið 2007, en Vivacom hefur verið í höndum kröfuhafa frá árinu 2010.


Seðlabankinn á nú ekkert í tryggingafélaginu Sjóvá. Hópur fjárfesta hefur nýtt rétt sinn til að eignast 73% hlut í félaginu.


Landsnet hagnaðist um 236 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagstæð gengisþróun skýrir betri afkomu að hluta.


Bankastjórn evrópska seðlabankans er svartsýnni en áður. Gert er ráð fyrir samdrætti á evrusvæðinu á árinu.


Mikil harka er í bandarísku forsetakosningunum þegar 89 dagar eru til kjördags. Bæði framboð eru sökuð um hörku.


Lögheimili netmðilsins AMX var nýverið flutt upp í Hádegismóa.


BYGG stendur í stórræðum í Kópavogi og Garðabæ. Félagið ætlar að fara sér hægt. Eigendurnir skilja eftir sig skuldaslóð.


Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Eimskips situr í stjórnum fjögurra félaga.


1,6 milljarða dollara tap var á rekstri News Corp á síðasta ársfjórðungi. Unnið er skipulagsbreytingum á fyrirtækinu.


Ráðherra segir rekstraráætlanir Hörpu hafa verið óraunhæfar. Margt þurfi að skoða og eigendur, bæði ríki og borg, að axla ábyrgð.


Enn er unnið að samningum um fjármögnun ganganna. Hlutafjáraukning verður gerð á hluthafafundi félagsins á næstu vikum.


Gráfell ehf. hélt utan um eign á svokölluðu Setbergslandi í Garðabæ þar sem til stóð að skipuleggja byggð.


Breytingar á vetraráætlun Wow air og Iceland Express komu á óvart hjá þeim sem þekkja til í flugheiminum.


Tommi´s Burger Joint opnaði í London í vikunni og er sjötti staðurinn í búlluborgara keðjunni. Jafnvel munu fleiri bætast í hópinn.


Nýjar bókhaldsreglur gera það að verkum að taka þarf tillit til hárra lífeyrisskuldbindinga félagsins við starfsmenn.


Eiríkur Sigurðsson, löngum kenndur við klukkubúðina 10-11, deilir um tveggja milljarða króna uppgjör á framvirkum samningum.


Icelandair sló eigið farþegamet í júlí þegar félagið flutti tæpl. 280 þúsund farþega. Farþegafjöldinn kominn í um 1,1 milljón á árinu.


Forsvarsmenn SAF skilja ekki í því hvernig þingmönnum dettur í hug að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%.


Nokkur hækkun varð á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni. Úrvalsvísitalan skreið yfir þúsund stigin á nýjan leik.


Sigsteinn P. Grétarsson keypti hálfa milljón hlutabréfa í Marel í dag á genginu 87,41 krónu á hlut og seldi aftur fyrir 141,5 krónu á hlut.


Agnar Már Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG)


Hollenski risabankinn kom ekkert sérstaklega vel undan bankahruninu. Bankinn eignaðist netreikninga Kaupþings í Bretlandi.


Mestur hluti eigna Eyris Invest er bundinn í 33% hlut í Marel og 17% hlut í hollensku iðnsamsteypunni Stork.


Danski fjárfestingarsjóðurinn William Demant Invest hefur ekki í hyggju að gera neinar breytingar á Össuri þrátt fyrir yfirtökutilboð.


Einstaklingar sem tengjast Framsóknarflokknum vilja eignast fjölmiðil fyrir þingkosningar á næsta ári.


Bandaríski afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Ofurhetjumyndin The Avengers malaði gull.


Eignir tengdar tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu eru metnar á tæpa 23 milljarða króna. Eigið fé eigandans er neikvætt.


Jafet Ólafsson seldi einkahlutafélagi sínu tvo bíla áður en hann varð gjaldþrota. Skiptastjóri vill láta meta virði bílanna.


Aðeins 10% fengust upp í lýstar kröfur í Veruleikann, þrotabú fyrirtækis sem framleiddi borðspil.


Úrvalsvísitalan hefur ekki átt góða daga það sem af er mánuðinum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í mars.


Netverjar geta nú búið til veitingastaði og deilt uppskriftum sín á milli í netleik á Facebook.


Samstarfsverkefni Statoil og Gazprom virðist farið út um þúfur og hafa Rússar tekið yfir hlut Norðmanna í því.


Verðlækkun á áli á heimsmarkaði gæti haft áhrif á afkomu Landsvirkjunar.


Sérstakur saksóknari segir Exeter-málið skila því að meira fáist út úr yfirheyrslum en áður.


Ítalska hagkerfið dróst saman um 0,7% á 2. ársfjórðungi. Samdrátturinn hefur verið samfelldur í eitt ár.


Félagið mun skila annarri af tveimur vélum og hætta flugi til Kaupmannahafnar. Aðeins flogið til Lundúna tvisvar í viku.


Halldór Guðmundsson telur áætlanir um rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsa sjaldan hafa staðist fyrsta kastið.


Hagstofan telur vöruskipti hafa verið jákvæð um 31,2 milljarða á fyrri hluta árs. Þetta er 35% samdráttur á milli ára.


Alls myndi leigan hækka úr 170 milljónum á ári í 341 milljón króna. Það kemur þó ekki í veg fyrir viðvarandi fjárþörf Hörpunnar.


Bankinn er sakaður um að hafa komið 250 milljörðum Bandaríkjadala í umferð þegar viðskiptabann stóð yfir.


Segir OZ nafnið henta rekstri nýja fyrirtækisins vel.


Grunur leikur á að breski bankinn Standard Chartered hafi tekið þátt í milljarða peningaþvætti fyrir banka og fyrirtæki í Íran.


Stefnt er að því að byggja allt að 100 orlofshús við rætur Hlíðarfjalls á Akureyri og munu fyrstu húsin rísa í vetur.


Erlent
6. ágúst 2012

Finnar óttast kreppu

Fjármálaráðherra Finna segir landið stefna í kreppu á næsta ári ef breyting verði ekki á stöðunni á heimsmarkaði.


Þrátt fyrir vaxandi farþegafjölda og auknar tekjur var tap á rekstri Virgin. Ástæðan er sögð hærra eldsneytisverð.


Umfang framleiðslu- og þjónustu iðnaðar á evrusvæðinu dróst saman í júlí, ellefta mánuðinn í röð.


Krónan hefur ekki verið sterkari síðan í desember 2010.


Fjöldi auðra sæta vakti athygli fyrstu daga leikana.


Nesvélar var stofnað árið 2001 en var tekið til gjaldþrotaskipta eftir úrskurð héraðsdóms í vor.


Sex samningar Milestone við dótturfélögin sýna að Milestone tók stöðu með krónunni og tapaði milljörðum króna.


Milestone stofnaði til skulda við dótturfélögin með gjaldeyrisskiptasamningum.


Jón Stephenson von Tetzchner segir að hann voni að hann geti verið betri fjárfestir en sumir þeirra sem hann hefur haft.


Smálánafyrirtækin Kredia og Hraðpeningar hækkuðu fjárhæð hámarkslána.


Af 135 umsóknum til Rannsóknarsjóðs Rannís fengu sautján verkefni styrk.


Forstjóri samskiptasíðunnar LinkedIn segir síðuna allt öðruvísi en Facebook.


Það var pólitísk ákvörðun og ekki nema óbeint tengd hruninu að viðhalda hér hallarekstri eftir bankahrun.


Efsta skattstig á einstaklinga hér á landi er ekki það hæsta í Evrópu, en hefur hækkað einna mest frá hruni.


Pólitíkusar eiga mun greiðari leið að miðlum RÚV en hjá 365.


Skyldmenni Þorsteins Hjaltested hafa stefnt honum vegna Vatnsendalands og telja hann ekki eiganda þess.


Spænska ríkisstjórnin hefur gert kröfu um niðurskurð hjá héraðsstjórnunum, sem taka slíkum kröfum fálega.


Baltasar Kormákur vinnur nú að nýrri Hollywood mynd en síðasta mynd hans, Contraband, halaði inn 100 milljónum dala í tekjur.


Jón Stephenson von Tetzchner kemur inn sem fjárfestir í OZ, sprotafyrirtæki Guðjóns Más Guðjónssonar.


BG Aviation var í eigu Baugs Group og var ætlað að kaupa, selja og reka flugvélar og aðrar eignir tengdar flugrekstri.


Forsætisráðherra Spánar vill vita hvaða skilyrði munu fylgja aðstoð frá Seðlabanka Evrópu.


Gunnar Freyr Gunnarsson mun sinna hlutabréfaviðskiptum hjá Straumi fjárfestingarbanka.


Fjörutíu klukkustunda vinna sem samfélagsþjónn jafngildir eins mánaðar fangelsisrefsingu.


Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist við fjölgun nýrra starfa hækka hlutabréf í Bandaríkjunum.


Bankarnir á Ítalíu virðast vera í verri stöðu en var talið.


Erfitt efnahagsástand í Evrópu og minni eftirspurn í Kína veldur minni sölu á Mercedes Benz bifreiðum.


Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jókst um 0,1% þrátt fyrir fjölgun starfa.


Yfir sex prósent hækkun var á hlutabréfum á Ítalíu og Spáni í dag.


Á fyrri helmingi ársins skilaði félagið hagnaði upp á 1,4 milljón danskra króna, en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 7,8 milljónum.


Theo Bruinsma ákvað að leysa inn kauprétt en ekki var hægt að eiga eiginlega viðskipti með hlutina vegna laga hér á landi.


Fimm ára rekstraráætlun og eigendastefna verða kynntar í haust.


Fjöldi nýrra starfa er nokkuð yfir væntingum flestra markaðsaðila í Bandaríkjunum.


Pétur Einarsson, forstjóri Straums, telur að Evrópa eigi að líta til Íslands til að sjá skaðann sem ofvaxið bankakerfið getur valdið.


Skilaði 104 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins.


Móðurfélag British Airways og Iberia tilkynnti um tugmilljarðatap.


Lýstar kröfur í þrotabú Ocean Direct námu 596,7 milljónum króna, en þær fengust að litlu leyti greiddar.


Japanski sjónvarpsframleiðandinn ætlar að segja upp 5.000 manns í sparnaðaraðgerðum.


Japan Airlines á leið á markað tveimur árum eftir gjaldþrot.


Bílasala eykst en ásókn í sparneytna bíla hefur aukist til muna.


Japanski bílaframleiðandinn áætlar að selja 10 milljónir bíla í ár. Toyota gæti því endurheimt fyrsta sætið fyrir mesta sölu.


Félagið hefur keypt þrjár flugvélar, eina tíu sæta og tvær sex sæta.


Erlent
3. ágúst 2012

Hækkun í Evrópu

Mikið verðfall varð á evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær. Hlutabréfin hafa rétt úr kútnum í morgun.


Tapið nam 375 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins.


Erlent
3. ágúst 2012

Hagnaður GM minnkar

Evrópa dregur uppgjör General Motors niður en 29% minni sala var á 2. ársfjórðungi. Opel er helsta vörumerki GM í Evrópu.


Gengi bréfa mótorhjólaframleiðandans heldur áfram að lækka vegna vonbrigða með afkomu fyrirtækisins.


Ekkert félag lækkaði í verði í viðskiptum í Kauphöllinni, en Atlantic Petroleum, Icelandair, Marel og Hagar hækkuðu.


Skuldabréfavísitalan GAMMA:GBI lækkaði um 0,3% í dag.


Framkvæmdastjóri Ölvisholts Brugghúss segir sigurinn frábær tíðindi og mikilvægan fyrir markaðssetningu Lava bjórsins.


Bankastjóri seðlabanka Evrópu segir að evran verði varin, hvað sem það kostar. Stýrivextir óbreyttir.


Talið er að uppgerðir einstaklingar á Facebook séu yfir 83 milljónir talsins.


Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí.


Jóhanna Sigurðardóttir segir bjart yfir þjóðlífinu og horfur allgóðar.


Í fréttabréfi Júpíters segir að Seðlabankinn vilji veikja krónuna með auknum gjaldeyriskaupum.


Skyldmenni Þorsteins Hjaltested, skattakóngs Íslands, krefjast þess að jörðin Vatnsendi teljist til dánarbús afa Þorsteins.


Samruninn miðast við 1. janúar 2012 en samrunaáætlun er birt með fyrirvara um samþykki hluthafafundar.


Daníel Þórðarson og Stefnir Agnarsson inntu af hendi samfélagsþjónustu í stað þess að afplána dóma í fangelsi.


Kýpverjar eru viðræðum við ESB og AGS um neyðaraðstoð.


Breska ríkisstjórnin íhugar að kaupa þau 18% sem eftir er í eigu fjárfesta.


Eftir að Háskólinn í Reykjavík flutti úr Ofanleiti breyttist rekstur og sjálfseignarstofnuninni breytt í tvær.


Olíulindir Bandaríkjanna eru 25,2 milljarðar tunna. Árleg orkunýting er hins vegar 7 milljarðar.


Verð á hlutabréfum lækkaði í dag.


Samkvæmt Times er virði eigna Moussaieff-fjölskyldunnar um 34 milljarðar króna.


Sprotafyrirtækið Skyhook hóf vinnu strax á síðasta ári við gerð forrits sem mun auðvelda umsýslu vegna nýrrar reglugerðar.


Samkvæmt viðskiptayfirliti Kauphallarinnar fyrir júlí mánuð hefur heildarveltan minnkað frá því í fyrra.


Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1983, hefur einbeitt sér að vírusvörnum.


7 milljónir króna hafa þegar safnast í áheitasöfnun fyrir góðgerðarfélög.


Brasilía á flesta frumkvöðla samkvæmt Economist, eða um 17% fullorðinna. Hlutfallið er 2,3% á Ítalíu.


Google hefur keypt markaðs- og hugbúnaðarfyrirtækið Wildfire


Hagnaður Harley-Davidson jókst um 29,7% á síðasta ársfjórðungi.


Einkageirinn bætti við sig 163 þúsund starfsmönnum í júlí samkvæmt könnun ADP. Mun meira en gert var ráð fyrir.


85 milljónir dala frá Alþjóðabankanum eiga að hjálpa til við að byggja upp samfélagið í Burma.


Írland var eina landið sem jók framleiðslu sína í júlí.


Breki Karlsson formaður stofnunar um fjármálalæsi segir heimili í landinu greiða 9,3 milljarða króna í yfirdráttarvexti.


Landssamtök lífeyrissjóða taka ekki undir þá skoðun Framsóknarmanna að verðtrygging muni leysa skuldavandamál heimilanna.


Aldrei hefur bæverski bílaframleiðandinn selt fleiri bíla á fjórðungi.


Talið að 1,1 milljóna tonna af makríl hafi gengið inn í íslensku fiskveiðilögsöguna í fyrra.


Hagnaður bankans var mun minni en í fyrra og miðað við spár greiningardeilda.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.