*

laugardagur, 4. júlí 2020
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


janúar, 2020

Velta á hlutabréfamarkaði á síðustu tólf mánuðum var tæplega 150 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður.


Útgerð var í vikunni sýknuð af kröfu fyrrverandi starfsmanns um greiðslu launa í uppsagnarfresti vegna þess sem hann taldi ólögmæta uppsögn.


Markaðsvirði félaganna á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði um 18,3 milljarða í janúarmánuði.


Tryggingafélagið spáir 98,9% samsettu hlutfalli, en að það verði afar sveiflukennt á fyrri hluta ársins.


Breska pundið styrkist síðasta daginn innan ESB, og gengi bréfa Marel hækkar á ný eftir lækkanir síðustu daga.


„Að undanförnu hefur nokkuð borið á umræðu um verðlag á Íslandi,“ segir á vef stjórnvalda vegna umræðu um dýrtíð.


Nature Resort semur við ÍAV um byggingu baðlóns á Kársnesi sem verður á lóðinni við hlið gömlu lóðar Wow air.


Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Travelade, hefur verið ráðinn stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnhagsráðuneytinu.


Landsdowne Partners hefur verulega minnkað við hlut sinn í Festi á síðustu misserum.


Snorri Pétur Eggertsson er nýr í framkvæmdastjórn Keahótela, sem hafa flutt sölu- og markaðsstarf til Reykjavíkur.


Landsréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms um lögmæti rannsóknar SKE á meintu ólögmætu samráði við Samskip.


Lítið mun breytast á þessu ári þrátt fyrir að formleg útgönga Bretlands úr ESB gangi loks í gegn í dag.


Afkoma Amazon á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var langt fram úr væntingum greiningaraðila.


Coripharma og Midas Pharma GmbH hafa undirritað samning um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum.


Innlent
31. janúar 2020

Lakari afkoma Eimskips

Magn í gámasiglingakerfi Eimskip á fjórða ársfjórðungi 2019 var um 10% minna en á sama tímabili árið áður.


Jet2.com og Jet2CityBreaks hafa tilkynnt um aukningu við flugáætlun sína til Íslands fyrir veturinn 2020-2021.


Tveir fyrrverandi eigendur Deloitte fá afhent ýmis gögn í aðdraganda starfsloka til að þeir geti séð hvort rétt var staðið að þeim.


Bréf rafbílaframleiðandans hækkuðu um 12% eftir jákvætt fjórðungsuppgjör, og hafa margfaldast í verði á hálfu ári.


Fasteignareigandi í Hafnarfirði þarf að sætta sig við það að fasteignamat eignarinnar hafi hækkað allnokkuð á tveggja ára tímabili.


Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 9,3% það sem af er vikunni.


„Stjórnendur og leiðtogar um allan heim bera mikla ábyrgð á því að sýna forystu í barráttunni gegn loftslagsvánni.“


Google hefur ákveðið að loka tímabundið öllum skrifstofum sínum í Kína, Hong Kong og Taiwan.


Bandarískur fjárfestir hefur stefnt íslenska fyrirtækinu Taramar og krefst viðurkenningar á bótaskyldu vegna meints tjóns.


Frávik landsframleiðslu frá því sem annars hefði verið nemur 130 millörðum punda samkvæmt Bloomberg.


Innlent
30. janúar 2020

Tap Ernis eykst

Eignir Flugfélagsins Ernis námu tæplega 1,4 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið fé var neikvætt um 65 milljónir.


Samtök iðnaðarins vilja að stýrivextir verði lækkaðir og hætt verði við hækkun eiginfjárauka fjármálafyrirtækja.


Hótelfyrirtækið Capital Hotels mun ekki reka nýtt Marriott hótel við flugvöllinn í Keflavík eins og til stóð.


Gistinætur á vefsíðum á borð við Airbnb drógust saman um tæp 11% á síðasta ári.


Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,6%.


Hagfræðideild Landsbankans telur fátt benda til þess að hróflað verði við vöxtum á næsta fundi peningastefnunefndar.


Sonur stofnanda verslunarinnar Kostur sem fór í gjaldþrot fyrir þremur árum rekur nú netverslun undir sama merki.


Ný gjaldeyrismiðlun í miðbænum hyggst bjóða samkeppnishæft verð við bankana sem og að hafa opið lengur.


Tekjur Origo jukust um nærri 6% á fjórða ársfjórðungi án tekna Tempo. 456 milljóna króna hagnaður fyrir allt árið 2019.


Stórsýning bygginga- og mannvirkjageirans verður haldin i 5. sinn um miðjan mars. Um 100 sýnendur skráð sig.


Fasteignafélögin með atvinnuhúsnæði lækkuðu mest í töluverðum viðskiptum í dag. Hagar hækkað um helming frá 2017.


Hagnaður Mastercard fór fram úr væntingum á 4. ársfjórðungi og nam sem nemur nærri 250 milljörðum króna.


Þó almennt sé aukin árvekni gegn peningaþvætti virðist vera Íslands á gráa listanum bæði tafið og hindrað greiðslur.


Bandaríski flugvélaframleiðandinn tapaði sem nemur ríflega 314 milljörðum íslenskra króna á fjórða ársfjórungi 2019.


Áfram gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu og stöðugum vexti kaupmáttar þrátt fyrir allnokkurt atvinnuleysi í nýrri Þjóðhagsspá.


British Airways hafa frestað öllu frekara flugi til og frá meginlandi Kína. Fjölmörg fyrirtæki dregið úr eða lokað starfsemi.


Útivistavöruverslunin Cintamani verður tekin til gjaldþrotaskipta og allur lagerinn seldur. Rýmingarsölur í verslunum.


Ragnhildur Sverrisdóttir hættir eftir tíu ár hjá Novator „með vorinu". Er sátt við viðskilnaðinn og tímann.


Hugbúnaðarfyrirtækið Smartmedia hefur ráðið Daða Magnússon sem forritara í þróunarteymi félagsins.


Aðgerðin er afleiðing þess að Pósturinn ætlar að hætta að dreifa fjölpósti í nærsveitum höfuðborgarsvæðisins þann 1. maí.


Þetta kemur fram í drögum að niðurstöðu skýrslu ríkisendurskoðanda um félagið.


Gjaldþrotaskiptum lokið hjá byggingarfélagi sem Vinnueftirlitið stöðvaði framkvæmdir hjá. Skuldaði 216 milljónir.


Forseti félagsvísindasviðs HÍ segir að ef farið verði af kröfum Eflingar muni það ýta við öðrum hópum og skila litlum breytingum.


Utanríkisráðherra hefur skrifað undir samning við Bretland vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu á föstudag.


Úrvalsvísitalan stóð nánast í stað í viðskiptum dagsins en mestu viðskiptin voru með bréf Arion banka og Marel.


Félag með um 5 þúsund starfsmenn og 1,5 milljarða evru veltu kaupir íslenska flugvélaleigufélagið af BB Holding.


Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) hefur ráðið Stefán Eiríksson útvarpsstjóra til næstu fimm ára.


Gengið hefur verið frá gjaldþrotaskiptum á rekstrarfélagi veitingastaðarins Fljótt og gott í BSÍ.


Hótel tölvuleikjarisans gamalgróna munu bjóða upp á sýndarveruleikaleiki og vettvang fyrir rafíþróttamót.


Forstjóri Icelandair segir að félagið setji ekki af stað beint flug til Kína á næstu tveimur árum hið minnsta.


Millilandafarþegum um Akureyrarflugvöll fjölgar stöðugt, en nú opnast leið fyrir íbúa norðurlands að fljúga til Amsterdam.


Netverslanir geta nú skilað af sér vörum hvenær sem er sólarhringsins í pósthúsum Íslandspósts í Síðumúla og við Dalveg.


Airbus hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum um sektargreiðslu.


Tveir dómar Landsréttar, í áþekkum málum sem féllu sitt á hvað, er varða vátryggingarétt verða teknir fyrir af Hæstarétti.


Bandarískur starfshópur hvetur til afdráttarlausara banns við innherjasvikum en fulltrúadeildin hefur samþykkt.


OZ ræður sex starfsmenn til að styrkja gervigreindardeild sína, þá Aðalstein, Paresh, Bjart, Hjört, Andra og Guðmund.


Vilborg Helga Harðardóttir segir að undanfarin ár hafi hún lært af reynslunni að rosalega erfitt geti verið að setja sér tímaáætlanir fyrir verkefni í nýsköpun.


Úrvalsvísitalan lækkaði sem og öll nema þrjú félög í Kauphöllinni í dag. Marel komið niður í 583 krónur.


Fólk
27. janúar 2020

Arnar ráðinn til Digido

Arnar Gunnarsson mun fást við gagnadrifna markaðssetningu hjá markaðsfyrirtækinu Digido.


Neituðu að borga meira en 14 þúsund á tímann fyrir útselda hönnunarvinnu. Fengu frádrátt upp á 22 útselda tíma.


Microsoft velur Origo sem samtarfsaðila ársins á Íslandi fyrir árið 2020.


Eftir útgáfu í rúmlega aldarfjórðung hættir blaðið Myndir mánaðarins að koma út. Síðasta blaðið fyrir janúar 2020.


Guðmundur Gunnarsson var ráðinn sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar 2018 af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.


Fyrirlestrar á Viðskiptaþingi 2020 í febrúar verða undir formerkjunum: „Á grænu ljósi – fjárfestingar og framfarir án fótspors“.


Rautt hefur verið um að litast á hlutabréfamarkaði það sem af er morgni.


Erlent
27. janúar 2020

Veira veldur lækkunum

Kórónaveiran hefur valdið usla á mörkuðum um heim allan það sem af er degi.


Verð á Brent hráolíu er komið undir 60 dollara á tunnuna í fyrsta sinn á þessu ári.


Bílabúð Benna hefur óskað eftir lóð á Fiskislóð 41 út á Granda en Tvö ár eru síðan flutti var í nýtt húsnæði að Krókhálsi 9.


Brynjar Már Brynjólfsson, nýr mannauðsstjóri RB, ól með sér leiklistardrauma á uppvaxtarárunum og sækir mikið í leikhús.


Í þau skipti sem trúfélagið Zuism hefur endurgreitt sóknargjöld til félagsmanna sinna var síðustu tveimur mánuðum ársins sleppt.


Jordan Belfort hefur höfðað heldur kaldhæðnislegt mál á hendur framleiðendum Wolf of Wall Street.


Tvö félög hafa krafið Seðlabankann um bætur vegna meintrar ólögmætrar stjórnvaldsaðgerðar.


Fyrirtæki, samtök og einstaklingar úr öllum áttum gera athugasemdir við fyrirhugað fyrirkomulag Hálendisþjóðgarðs.


Ráðuneyti leggur til að þingnefnd skoði að skráð skuldabréf verði undanþegin skattskyldu.


„Það sem maður hefur áhyggjur af í þessu samhengi er hvort að fjármagnsmarkaðurinn sé nógu sterkur til að geta stutt við næstu Marel, Össur eða CCP.“


Gífurlega margt hefur breyst frá því Já var stofnað og þarf félagið sífellt að vera á tánum.


Hlutfall fyrstu kaupenda íbúða hefur ekki verið hærra síðan árið 2008.


Hrein skráð nýfjárfesting erlends fjármagns jókst um 8,2 milljarða króna á síðasta ári.


Greiðsluþjónustufyrirtækið myPOS býður upp á posalausn þar sem uppgjör til söluaðilans fer fram samstundis.


Gengi bréfa Marel lækkaði um 7,4% í liðinni viku eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun.


Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa framtaks, segir að tækifæri í virkri nálgun á framtaksfjárfestingar hafi orðið til þess að fyrirtækið fór úr því að reka fyrirtækjaráðgjöf yfir í að reka framtakssjóð.


Það er eftirtektarvert í mörgum könnunum, að fólk er svartsýnna á ástandið almennt en um eigin kringumstæður.


Björgólfur Thor Björgólfsson hefur leitað að fjárfestingatækifærum í fleiri löndum Suður-Ameríku en Chile á síðustu árum.


Formaður samninganefndar borgarinnar segir kröfur Eflingar langt umfram hækkanir lífskjarasamninganna.


Hópur skuldabréfaeigenda sem tóku þátt í skuldabréfa útboði WOW air haustið 2018 fara fram á milljarða bætur.


Velta á fasteignamarkaði var 560 milljarðar króna í fyrra — bankarnir spá 2,4 til 4% hækkun íbúðaverðs.


Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já, segir að fyrirtækið sé á leið í söluferli áður en langt um líður.


Innlent
25. janúar 2020

Hefur fulla trú á MAX

Forstjóri Icelandair segir að félagið hafi verið undirbúið fyrir að kyrrsetning MAX vélanna gæti dregist á langinn.


Halldór Baldursson sér lífið og tilveruna frá öðru sjónarhorni en flestir.


Raunverð fasteigna hækkaði aðeins um 0,9% á milli áranna 2018 og 2019.


Gengi sautján félaga af þeim tuttugu sem skráð eru í Kauphöllina hækkaði í viðskiptum dagsins.


Arion banka er nú heimilt að endurkaupa hluti í bankanum fyrir allt að 8 milljarða króna að markaðsverðmæti.


FKA veitt þremur konum viðurkenningar í Gamla bíói í gær fyrir fullu húsi.


Deilan snerist um álagningu eftirlitsgjald sem Stjörnugrís taldi andstætt stjórnarskrá. Það þykja tíðindi ef félagið vinnur ríkið ekki.


KEA er hætt við byggingu hótels á Akureyri. Ekki fékkst fjármögnun fyrir verkefninu og bæjaryfirvöld vildu ekki bíða lengur.


Eigendur Gráa kattarins krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá Reykjavíkurborg vegna tafa á framkvæmdum við Hverfisgötu.


Losun frá flugsamgöngum dróst saman um 44% á árinu 2019. Samdráttinn má rekja til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi.


Helmingur af bókfærðu viðri Valitor hefur horfið á einu ári og verðmæti kísilversins hefur lækkað um nær fjóra milljarða.


Bankastjóri JP Morgan fær vel greitt eftir að bankinn skilaði mesta hagnaði í sögu bandaríska bankakerfisins.


Netverslunin Asos seldi einn svartan kjól á hverri sekúndu og einn brúðarkjól á hverri mínútu á Svarta föstudeginum.


Arion banki afskrifar átta milljarða króna vegna Valitor og kísilvers United Silicon.


Skúli Mogensen hefur til sölu íbúðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Íbúðirnar eru í eigu sama félags og á hótelið sem lokaði í dag.


Markaðsvirði Marel hefur lækkað um 47,8 milljarða í vikunni.


Coca-Cola European Partners á Íslandi hefur bætt við sig þremur nýjum stjórnendum að undanförnu.


Icelandair hefur aflýst sex flugum til og frá Evrópu eftir hádegi í dag. Öllu flugi til Bandaríkjanna og Kanada einnig aflýst.


Íslenski sjávarklasinn mun í mars opna sjávarklasa í Portlandborg í Maine.


Georg Haraldsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Íslandspósti.


Búið er að loka hóteli sem verið hefur í eigu Skúla Mogensen á Ásbrú í Reykjanesbæ. Arion banki er aðallánveitandi félagsins.


Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4,5% í fyrra, og 4,9% milli 2018 og 2019. Hækkun lágmarkslauna var 5,7% og 6,6%.


Með appinu Smásaga frá Origo getur heilbrigðisstarfsfólk skráð sjúkragögn í gegnum snjalltæki.


Klukkan 16 í dag fer Viðurkenningarhátíð FKA 2020 fram í Gamla bíó. Dómsmálaráðherra heldur erindi.


Róbert Wessmann hefur verið umsvifamikill á fasteignamarkaði á síðustu misserum.


3,9% af vinnuaflinu voru atvinnulausir í desember sl. samkvæmt tölum Hagstofunnar.


Fyrrverandi forstjórar Arctic Adventures og Iceland Seafood er meðal þeirra sem kaupa helmingshlut í Trackwell af Frumtaki.


Innlent
23. janúar 2020

Play á lokametrunum

Fjármögnun flugfélagsins Fly Play er á lokametrunum og stendur áreiðanleikakönnun yfir samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.


Björgólfur Thor Björgólfsson fær 42 milljarða í gegnum arð frá fjarskiptafélaginu WOM í Chile og sölu á hlut í hinu pólska Play.


Kortafyrirtæki Jónas Reynissonar hefur hagnast um 3,5 milljarða á 4 árum. Færsluhirðing af veðmálum og klámi eru meðal helstu verkefna félagsins.


Stjórn Sorpu ákvað að „afþakka vinnuframlag framkvæmdastjóra félagsins“ tímabundið vegna 1,4 milljarða framúrkeyrslu.


Lækkun gengis hlutabréfa Icelandair endaði á að nema tæpum 4%. Marel lækkaði um tæp 2%.


Erlent
22. janúar 2020

Enn hótar Trump tollum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað að leggja tolla á bíla sem framleiddir eru á Evrópusambandssvæðinu.


Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn forseti Viðskiptafræðideildar árin 2020-2022.


Tekin hefur verið ákvörðun að aflýsa alls 24 brottförum til og frá Evrópu á morgun, þann 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár.


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hvorki hann né ráðuneytið hafi neitt að fela í tengslum við Samherjamálið.


Frumkvöðlafyrirtækið Cruise hefur svipt hulunni af fyrsta bíl sínum sem hannaður er til að geta keyrt án bílstjóra.


Valli Sport ætlar að verða eggjabóndi í Hrísey meðfram vinnu sinni í auglýsingageiranum.


Íbúðaverð hækkaði alls um 3,5% að meðaltali milli ára sem er minnsta hækkun sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu síðan 1997.


Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um rúmlega 2% í kjölfar frétta um að félagið geri ekki ráð fyrir Max vélunum í sumaráætlun sinni.


Kyrrsetning á eignum Títans fjárfestingafélags, fyrrverandi eiganda Wow air, reyndist árangurslaus.


Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar er orðið einn stærsti eigandi VÍS.


Áskrifendum Netflix fjölgaði umfram væntingar greiningaraðila á fjórða ársfjórðungi 2019.


Fjárhagsleg áhrif af áframhaldandi kyrrsetningu Boeing MAX vélanna á rekstur Icelandair verða minni á þessu ári en því síðasta.


Undanfarin ár hefur verið ábatasamt að kaupa í félögum á Bretlandi sem sérfræðingar segja þeim að selja í.


Boeing á ekki von á að 737 Max flugvélunum verði hleypt í loftið á ný fyrr en um mitt þetta ári.


Leitarvélarisinn hefur náð 63% markaðshlutdeild með vafranum sínum en segist nú bregðast við persónuverndarkröfum.


Margföld ávöxtun á síðasta ári miðað við árið áður. Heildareignir lífeyrissjóða um 4.900 milljarðar.


Nýsköpunarsjóður hefur lagt hugbúnaðarfyrirtækinu – sem hannað hefur launagreiningarhugbúnað – til 65 milljónir.


Bjarg byggir 58 íbúðir til viðbótar í Hraunbæ fyrir tekjulága en þar af fá Félagsbústaðir fimmtung íbúðanna.


Nærri 1,4 milljarða velta með bréf Festi daginn eftir uppgjör Haga. Hækkuðu um 2,5%. Dró úr hækkun Haga þegar leið á daginn.


Ásberg Konráð Ingólfsson tekur við sem framkvæmdastjóri af Halldóri Torfasyni sem hættir vegna aldurs.


Tim Cook forstjóri Bandaríska risafyrirtækisins Apple vill endurskoðun á skattreglum á heimsvísu.


Hátæknibúnaður frá Völku ætlað að gera SalMar að skilvirkustu laxavinnslu heims með vinnslugetu upp á 200 fiska á mínútu.


Flugvélaframleiðandinn þegar tryggt sér 6 milljarða dala lán vegna MAX véla. Vilja andvirði 1.242 milljarða íslenskra króna.


Ólafur Örn Nielsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kolibri, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna Kerfa.


Gamla Gámaþjónustan, nú Terra, hafa ráðið þau Ingibjörgu Ólafsdóttur og Frey Eyjólfsson í stjórnunarstöður.


Ríflega helmingur Íslendinga eru áhugasamir um gengi landsliðsins í handbolta, en áberandi minnst meðal Pírata.


Velta með bréf Heimavalla í gær var rúmlega þriðjungur af allri veltu með bréf félagsins á síðasta ári.


Sjóðurinn spáir nú 3,3% hagvexti á þessu ári og 3,4% á því næsta. 2,9% vöxtur síðasta árs var sá minnsti í áratug.


Gylfi Zöega segir að einkageirinn en ekki ríkið þurfi að leiða hagvöxt. Búast megi við því að tækni og útlönd taki við störfum frá Íslandi.


Innlent
20. janúar 2020

Voru án starfsleyfis

Leiguskjól hefur að mati Fjármálaeftirlitsins stundað vátryggingastarfsemi án tilskilins starfsleyfis.


Hækkun Heimavalla nærri 6% en Marel lækkaði um 4% í yfir milljarðs viðskiptum hvort. Úrvalsvísitalan lækkaði.


Með tilkomu Olís inn í reksturinn á 3. ársfjórðungi jókst hagnaðurinn í 630 milljónir. Eiginfjárhlutfallið lækkaði um 8 prósentur.


Fjárfestingafélagið seldi fyrir 1,1 milljarð í VÍS og 144 milljónir í Festi, og á nú undir 5% í báðum félögum.


Kostnaður við ferðir þingmanna jókst um nærri 35% milli ára, en nær tvöfaldaðist hjá forseta Alþingis.


Sunna Björg Helgadóttir og Björk Þórarinsdóttir eru nýir framkvæmdastjórar hjá HS Orku.


Fredensborg bætir meira við sig í Heimavöllum og nálgast hækkun gengis bréfa félagsins 10% í dag.


Eftir vel heppnað öryggispróf geimferðafyrirtækisins SpaceX stendur til að næsta flugtak þess verði mannað.


Samfélagsmiðlamarkaðsfélagið Key of Marketing hefur ráðið grafíska hönnuðinn Jenný Huld Þorsteinsdóttur.


Endurvinnslan hefur greitt að andvirði hátt í 41 milljarð á síðustu 30 árum til skilvísra notenda.


Norskt leigufélag kaupir ríflega 7% hlut í íslensku íbúðaleigufélagi sem hækkaði í verði um hátt í 7% í viðskiptunum.


Erlent
20. janúar 2020

Verðmætara en gull

Verð á málminum palladíum hefur rokið upp á síðustu vikum og er hann nú töluvert dýrari en gull.


Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur ráðið Telmu Eir Aðalsteinsdóttur sem framkvæmdastjóra frá VÍS.


Stuðningsmenn Samfylkingar hrifnastir af frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðning til fjölmiðla.


Innlent
20. janúar 2020

187 milljarða velta

Velta á gjaldeyrismarkaði á síðasta ári var sú lægsta í evrum talið frá árinu 2013.


Eigið fé hótelsins var neikvætt um 100 milljónir króna í árslok 2018.


Fólk
19. janúar 2020

Vindhögg í fellibyl

Jóhannes Helgi Guðjónsson, nýr forstjóri Wise lausna, nýtur sín í golfferðum en hefur verið óheppinn með veður.


Flugviskubit hefur breytt ferðahegðun margra. Hvað þýðir viðhorfsbreytingin fyrir Ísland og ferðaþjónustuna?


Helstu hlutabréfavísitölur enduðu í sögulegu hámarki fyrir helgi en markaðir verða lokaðir á morgun mánudag.


Innlent
19. janúar 2020

Skipulagið götótt

Einn helsti sérfræðingur Evrópu í peningaþvætti segir skipulagið í kringum aðgerðir gegn peningaþvætti á alþjóðavísu vera götótt.


Erlent
19. janúar 2020

Huawei hræðir

Deilur vegna tæknimála gætu haldið góðu lífi í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína.


Staðgreiðsluskylda á söluhagnað hluta- og stofnbréfa hefur í einhverjum tilfellum lagt stein í götu erlendrar fjárfestingar.


Ófærð 2 fékk hæstu endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar úr ríkissjóði í fyrra, eða tæpar 335 milljónir króna.


Síðastliðinn október var einn sá stærsti í nýjum viðskiptavinum hjá Íslandsbanka eftir að bankinn tilkynnti um aðgerðir í jafnréttismálum.


Þó þrengt sé að íslensku kortafyrirtækjunum telur forstjóri Valitor enn pláss fyrir minni aðila á erlendum mörkuðum.


Á síðasta ári munaði verulega um enga loðnu og samdrátt í öðrum uppsjávarafla. Aukning sjávarafla í desember.


Svigrúm síðustu mánaða hefur verið nýtt til nýsköpunar í ferðaþjónustu segja langflest fyrirtækin í nýrri viðhorfskönnun.


Innlent
18. janúar 2020

Gera gögnin gagnlegri

Skýjaþjónusta getur að sögn sérfræðings veitt fyrirtækjum nýja sýn á gögn sín og þannig gert þau gagnlegri.


Camper Iceland bílaleigan helmingaði tap sitt á árinu 2018 í 73 milljónir en eiginfjárhlutfallið er neikvætt um 22%.


Hershöfðinginn sem ræður yfir mestöllu landsvæði og olíuframleiðslu Líbýu sýnir styrk sinn fyrir friðarviðræður í Berlín.


Mikið hefur verið fjallað um breytt fjölmiðlaumhverfi með tilkomu netsins, en þá er einkum horft til prentmiðla.


Vonast sé til að gengið verði frá endurfjármögnun PCC á næstu vikum.


Leifur B. Dagfinnsson, framkvæmdastjóri Truenorth, telur að hækka þurfi endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar enn frekar.


Varnir gegn peningaþvætti fá 200 milljónir króna viðbótarfjármagn á árinu. Skiptist milli þriggja stofnana.


Aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustugeiranum í nýrri viðhorfskönnun KPMG fyrir SAF og íslenska ferðaklasann.


3,3% samdráttur í tekjum Marel á fjórða ársfjórðungi, en 7,1% vöxtur á árinu. Forstjórinn segir tímabilið hafa verið erfitt.


Íslensku kortafyrirtækin hafa öll þurft að draga í land eftir útrás erlendis sem ekki gekk sem skyldi.


Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kallar eftir því að stjórnvöld veiti bönkunum betra svigrúm til að styðja við atvinnulífið.


Innlent
18. janúar 2020

Tapaði 111 milljónum

Afkoma fjárfestingafélags Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur sveiflaðist um rúmlega hálfan milljarð.


Halldór Baldursson sér lífið og tilveruna frá öðru sjónarhorni en flestir.


Bandaríski flugvélaframleiðandinn segist vera að leysa vandamál í hugbúnaði MAX véla sinna sem kom upp við uppfærslu.


Vestmannaeyjar gætu orðið af hátt í 6 milljörðum króna, eða tæplega þriðjungi heildarverðmætis ef loðnan finnst ekki.


Gréta María Grétarsdóttir, handhafi Viðskiptaverðlaunanna deildi reynslu sinni í HR í dag. Hún bjó í æsku í húsinu sem grófst undir á Flateyri.


VÍS hækkaði um 5,45% í 1,8 milljarða viðskiptum. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið hærri frá hruni.


Hagvöxtur í Kína á síðasta ári nam 6,1%, á sama tíma og fæðingartíðnin náði metlægðum, eða rétt yfir 1%.


Sjávarútvegsfyrirtækin Vísir hf. og Þorbjörn í Grindavík hafa hætt við að sameinast.


Lögheimili forsvarsmanns rekstrarfélags veitingastaðarins sagt hafa verið rifið. Vill 744 þúsund auk dráttarvaxta.


Núna í hádeginu ræðir handhafi viðskiptaverðlaunanna um faglega og persónulega nálgun á stjórnun á fundi í HR.


Í árslok 2019 átti leigufélagið 1.627 íbúðir en félagið hyggst selja 400 íbúðir fyrir um 15 milljarða.


Nýtt stjórnunar- og regluvörslukerfi Samherja þróað á grundvelli reynslu af starfsemi í Namibíu.


Jákvæð afkomuviðvörun vegna hálfs milljarðs króna meiri hagnaðar á síðasta ári en spáð hafði verið.


Framkvæmdastjóri SI segir að notast hafi verið við úreltar tölur hjá Landsvirkjun. Orkuverð hér sé ekki samkeppnishæft.


Leiðandi hagvísir fyrir framleiðslu eftir hálft ár stendur í stað annan mánuðinn í röð eftir margra mánaða lækkanir.


Hagnaður BlackRock jókst um 40% á fjórða ársfjórðungi 2019 og var töluvert yfir væntingum greinenda.


Íslandsbanki spáir að í janúar muni verðbólga hjaðna frá fyrri mánuði úr 2% í 1,9%. Ekki mælst lægri í rúm 2 ár ef spáin rætist.


Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, eða um 2,74% í 194 milljóna króna veltu.


Virðisaukaskattskýrslur sýna 15% aukningu milli ára í sjávarútvegi en samdrátt í flutningum.


Framkvæmdastjóri SA segir bankaskattinn vera öfugmæli því hann feli í sér álögur á láglauna- og millitekjufólk en ekki hátekjufólk.


Miðflokkurinn tapar prósentustigi í nýrri könnun MMR en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu fimmtungsfylgi.


Steypustöðin hefur ráðið meistara í steypufræðum til að leiða gæðamál og sölusvið. Lýkur doktorsprófi á næsta ári.


Íslenska tæknifyrirtækið Genki Instruments kynnir glærubendilinn Halo. Hægt verður að kaupa hann í gegnum í Kickstarter í vor.


Skoskt fyrirtæki sem skýtur á loft eldflaugum fyrir gervihnetti skoðar skotmöguleika frá Íslandi.


Lilja Birgisdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Sýnar og hefur þegar hafið störf.


Hrein ný íbúðarlán jukust um 4,2% mest allt árið í fyrra. Nóvember næst stærsti lánamánuðurinn frá upphafi.


Innlent
16. janúar 2020

Listin að mistakast

Opinn hádegisfundur með Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, verður haldinn í HR á morgun.


Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína hafa komist að fyrsta samkomulaginu í viðskiptastríði landanna.


Metaðsókn í starfsendurhæfingu annað árið í röð. 6% fleiri í Virk nú, en fyrir ári. 1.420 einstaklingar útskrifuðust á síðasta ári.


Gus Gus, Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör og Bríet eru meðal þeirra sem troða upp á árshátíð Arion banka í Hörpu um helgina.


Fyrsta íslenska farveitan mun að óbreyttu líta dagsins ljós þegar ný lög um leigubifreiðar taka gildi.


Forstjóri Amazon boðar 1 milljarðs dollara fjárfestingar í smáum og millistórum indverskum fyrirtækjum.


Fimmtungi meiri hagnaður á fjórða ársfjórðungi hjá flugfélaginu en bjartsýnustu spár, eða um 135,3 milljarðar króna.


Kvika banki hækkaði mest og Aron banki lækkaði mest í kauphöllinni í dag, en heildarviðskiptin námu 5 milljörðum.


Hagnaður Goldman Sach samsvaraði 272 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi. Hneykslismál draga úr hagnaði.


Kyrrsetning 737 Max vélanna hefur orðið til þess að Airbus hefur tekið fram úr Boeing sem stærsti flugvélaframleiðandi heims.


Forstjóri British Airways saka bresk stjórnvöld um að misfara með almannafé eftir að tekið þátt björgunaraðgerðum flugfélagsins Flybe.


Björgólfur Thor Björgólfsson segir fjárfesta tilbúna að styðja við umhverfisvæna nýsköpun. Hann hafi sjálfir búið til nýtt sjálfbærara félagaform.


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin sem fjárfestatengill Íslandsbanka, þar sem hún hefur starfað frá 2015.


Brynjar Már Brynjólfsson tekur við sem mannauðsstjóri Reiknistofu bankanna.


Fólk
15. janúar 2020

Guðmundur Oddur til VÍS

Guðmundur mun sinna starfi sérfræðings í fjárfestingum en hafði áður starfað hjá Arctica Finance.


Freyja framtakssjóður slhf. hefur keypt 15,8% hlut í Arctic Adventures af núverandi hluthöfum félagsins.


Lögmaðurinn tók að sér mál árið 2015 en virðist lítið hafa aðhafst í því um fjögurra ára skeið.


Innlent
15. janúar 2020

Hagnaðist vel á CCP

Hagnaður félaga Björgólfs Thor Björgólfssonar vegna sölu á CPP nam ríflega 7 milljörðum króna.


Leitarvélafyrirtækið segist vilja hjálpa, ekki selja sjúklingum auglýsingar. Leitast eftir að hýsa sjúkragögn.


Formaður Rafbílasambandsins segir auðvelt fyrir flesta að nota skammdræginn rafbíl sem aukabíl heimilisins.


Vonast er til þess að innleiðing lýsingareglugerðar ESB greiði götu lítilla og meðalstórra fyrirtækja til fjármögnunar með útboðum.


Gengi bréfa Festi hefur hækkað um ríflega þriðjung á tæplega tveimur árum. Nærri 900 milljóna viðskipti með félagið í dag.


Úrskurðarnefnd lögmanna hefur hafnað því að fella úr gildi eða lækka reikning vegna dómsmáls sem aldrei var höfðað.


Innlend kreditkortavelta nam 52,7 milljörðum í desember og jókst um 8,9% milli ára.


Fólk
14. janúar 2020

Einar Geir til Unimaze

Stýrði áður viðskiptaþróun hjá Póstinum en tekur nú yfir sölu- og markaðsstjórn Unimaze.


„Nú þarf „friggin“ Lion Air mögulega tíma í hermi til að geta flogið Max-inum,“ segir í innanhússkeyti starfsmanna Boeing.


Sala á síðasta ársfjórðungi 2019 dró afkomu ársins niður. Verð á bréfum félagsins í dönsku kauphöllinni lækkaði.


Samkeppniseftirlitið og Fjölmiðlanefnd setja út á fjölmörg atriði í umdeildu frumvarpi um styrki til fjölmiðla.


Flybe flýgur til 71 áfangastaðar víðs vegar um Bretland og til Evrópu, en horfir fram á gjaldþrot öðru sinni á einu ári.


Samskiptafélagið Aton.JL ræður Kristínu Ýr Gunnarsdóttur af fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.is.


Fjölgun kaupsamninga íbúðarhúsnæðis í desmber frá fyrra ári. Færri íbúðir í byggingu í Mosfellsbæ en fleiri í Hafnarfirði.


ÍSAGA breytir nafni sínu í Linde Gas, en AGA á norðurlöndunum hefur verið hluti af Linde Group frá árinu 2000.


Orkusalan er fyrsta íslenska orkufyrirtækið sem kolefnisjafnar eigin raforkuvinnslu. Eiga 19 hektara við Skeiðsfossvirkjun.


Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 86 milljarða króna árið 2019, og eignir umfram skuldir nema nærri 650 milljörðum.


Afleiðingar úrskurðar yfirskattanefndar var aukin vinna á sýslumann svo nú á að draga úr vinnu á ný.


SÍ braut, að mati kærunefndar jafnréttismála, jafnréttislög þegar Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn upplýsingafulltrúi bankans.


Einbýlishús frá 19. öld sem áður var í eigu sádí arabísks krónprins og líbansks auðjöfurs selt á sem nemur yfir 32 milljörðum.


Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, segir að stjórnkerfið mætti vera duglegra að hlusta á þarfir markaðarins.


Boeing sér fram á að þurfa að punga út rúmlega 990 milljörðum króna í bótagreiðslur vegna 737 Max flugvélanna.


Hin tvö fasteignafélögin með atvinnuhúsnæði hækkuðu einnig í töluverðum viðskiptum. Úrvalsvísitalan lækkaði.


Samningur Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands frá gamlársdag samþykktur í atkvæðagreiðslu.


Sérútbúnir alíslenskir jeppar verða notaðir í ferðir á milli Kangerlussuaq og Sisimut á Vestur-Grænlandi.


Bændur og afurðastöðvar minnka hlut sinn í innflutningi á kjöti úr um 44% í um 34% frá síðasta ári.


Fyrrum forstjóri Boeing, Dennis Muilenburg, fær um 7,7 milljarða íslenskra króna í starfsloka- og lífeyrisgreiðslur.


10 áætluðum brottförum frá Keflavíkurflugvelli er flýtt til 14, 15 og 16 í dag, bæði til Evrópu en aðallega til Norður Ameríku.


Formaður hræddur um að stefni í verkföll og gagnrýnir seinagang ríkisins. Samninganefnd ríkis segir ágreining vera lítinn.


Annar varaforseti Alþingis, Brynjar Níelsson, gagnrýnir Pawel og aðra sem kvarta undan „örfáum“ kvöldfundum.


Verðmætið dróst saman milli ára um 2%, í 12,1 milljarð fyrir októbermánuð. Verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 11%.


Dæmi eru um að verktakar hafi slegið verulega af verði nýsmíði í miðbæ borgarinnar.


Mars fjölskyldan ætlar að halda fyrirtækinu utan hlutabréfamarkaða að eilífu. Með því megi hugsa lengra fram í tímann í rekstri.


Geirlaug Þorvaldsdóttir segir að sér komi ekki til hugar að gera breytingar á listaverkasafni Hótel Holts, enda sé það safn foreldra hennar.


Rakel Óttarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri hjá Össuri, var tilbúin að gera nýja hluti eftir mörg ár í banka. Jákvætt viðhorf viðbrigði.


Fjöldi fólks mætti í Hörpu þegar Gréta María Grétarsdóttir hjá Krónunni tók við viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.


Greta Thurnberg hafnaði umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs, meðal annars vegna olíuvinnslu á Johan Sverdrup-svæðinu, sem hófst í vikunni.


„Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að láta þetta fara svona,“ segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.


Þórunn Reynisdóttir segir ótækt að banki reki ferðaskrifstofu og með ólíkindunum að fyrrum forstjóri Heimsferða sé kominn af stað aftur.


Mikilvægt að sáttin sem lífskjarasamningarnir hafa skapað verði ekki rofin með óskynsamlegum samningum á opinbera markaðnum.


„Ég var í eitt ár á Alþingi og þegar ég kom þaðan út þekktu börnin mín mig varla!“


Aukinn áhugi Evrópubúa á sportjeppum veldur því að útblástur bíla þeirra fer enn vaxandi þrátt fyrir rafbílavæðingu.


Ekki allar erlendar sendingar Íslandspósts eru háðar álagningu nýlegs endastöðvagjalds.


Myntkaup hyggst auðvelda landsmönnum að kaupa, selja og sjá um rafmyntina Bitcoin. Bíða eftir skráningu frá FME.


Velta á innlendum hlutabréfamarkaði jókst umtalsvert á árinu 2019. Þó að töluverðar hækkanir á markaðsverði hafi hjálpað til hefur veltan einnig aukist hlutfallslega.


Nánast jafnmargir blaðamenn hafa verið fangelsaðir í Tyrklandi og Kína þrátt fyrir að landið er 17 sinnum minna.


Þinglýstum íbúðaleigusamningum fjölgaði um 11,5% milli áranna 2018 og 2019, og voru 539 talsins.


Þróun á tæknimarkaði gæti orðið þið til að samkeppnisréttaryfirvöld ytra grípi til aðgerða.


Stóra spurningin í hagkerfinu er hve hratt það tekur við sér á árinu en ekki hvort það verði annað ár samdráttar að mati aðalhagfræðings Kviku.


Því er spáð að rafbílaframleiðsla Evrópu muni sexfaldast næstu fimm ár í fjórar milljónir á ári vegna nýrra reglna.


Innlent
11. janúar 2020

Tafir vegna jólafrís

Upphaflega átti að ráða nýjan útvarpsstjóra í janúar en nú er ljóst að svo verður ekki.


Bandarískum ferðamönnum á Íslandi fækkaði um þriðjung á milli ára en aftur á móti fjölgaði Kínverjum.


Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, segir að áhugi sinn á stjórnmálum hafi kviknað strax á barnsaldri.


Stjórnendur Póstsins íhuguðu alvarlega að stefna eiganda sínum, það er íslenska ríkinu, vegna samkeppnislagabrota.


Halldór Baldursson sér lífið og tilveruna frá öðru sjónarhorni en flestir.


Strokufanginn og fyrrum forstjórinn óttast framtíð Nissan vegna slæmrar rekstrarniðurstöðu og fallandi hlutabréfaverðs.


Um 330 þúsund færri ferðamenn á síðasta ári en 2018, eða ríflega 14% fækkun. Kínverjum fjölgaði um 11%.


Bréf samfélagsmiðilsins hafa aldrei verið verðmætari, en einnig hafa Apple og Alphabet hækkað.


Grænt var yfir Kauphöllinni í dag þar sem gengi fimmtán félaga af tuttugu hækkaði.


Jón Gerald Sullenberger segir að Íslandsbanki hafi lokað á lánveitingar til Kosts sem hafi neytt hann til að loka versluninni.


Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í næsta mánuði.


Sveitarfélagið gerði þá kröfu að vátryggingafélag sitt hefði starfstöð í sveitarfélaginu.


Verkefnastjórn um fiskveiðiauðlindina hefur skilað af sér tillögum um breytingu á skilgreiningu á tengdum aðilum í sjávarútvegi.


Þrotabú Iceland Glacier Products vildi fá endurgreidd fasteignagjöld frá Snæfellsbæ en málinu var vísað frá.


Afkoman dróst saman um 700 milljónir króna milli áranna 2017 og 2018 en var enn meiri árið 2016.


Unnur Lilja Hermannsdóttir, Jón Gunnar Ásbjörnsson og Sveinbjörn Claessen hafa bæst við eigendahóp Landslaga.


Kröfum upp á 5,4 milljarða króna var lýst við skipti Fasteignafélagsins Þreks, sem vann að byggingu stúdentagarða í Reykjanesbæ.


Það að matreiðslumaður skryppi í veiðiferð án nægrar tilkynningar þótti ekki lögmæt ástæða fyrir uppsögn hans.


Gert er grín að flugmálayfirvöldum í tölvupóstum. Hönnuðir Max kallaðir „trúðar“. Boeing gefur eftir með flugherma.


Arðgreiðsla til móðurfélags á grundvelli hlutdeildartekna taldist lögmæt í Landsrétti en fer nú fyrir Hæstarétt.


Íslenskar fasteignir og hópur fjárfesta vilja reisa 100 herbergja hótel á Kjalarnesi. Eggert Dagbjartsson meðal fjárfesta.


Twitter ætlar að gera notendum kleift að stjórna því hverjir, eða hvort einhverjir, geti svarað tístum þeirra.


Greinendur sem gerðu ráð fyrir lækkun S&P 500 á síðasta ári gera nú aðra tilraun til að spá erfiðu ári á mörkuðum.


Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu stjórnar Donald Trump um að heimilt væri að færa fjármuni frá varnarmálum í byggingu veggsins.


Innlent
9. janúar 2020

Hagar á uppleið

Hlutabréfaverð í Högum hefur hækkað um 9,6% það sem af er ári, sem er mest félaga í Kauphöllinni.


Átta sækja um tvö laus störf dómara hjá Landsrétti, þar af sex héraðsdómarar.


Upphæð launanna er nú 407 þúsund krónur á mánuði en um verktakagreiðslu er að ræða.


Skattrannsókn á skattskilum manns vegna tekjuáranna 2009-14 hefur einnig áhrif á opinber gjöld eiginkonu hans.


Fólk
9. janúar 2020

Trausti tekur við Lotu

Trausti Björgvinsson, sem áður vann hjá Orku Náttúrunnar, tekur við framkvæmdastjórn Lotu verkfræðistofu.


Bílaleiga Akureyrar hefur sett fasteign sína við Skeifuna 9 til sölu en fasteignamat eignarinnar er um 489 milljónir.


Erlent
9. janúar 2020

Walsh yfirgefur IAG

Forstjóri móðurfélags British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling mun láta af störfum í lok annars ársfjórðungs.


Fjórir framkvæmdastjórar og fyrrverandi aðstoðarforstjóri FME eru í hópi þeirra átta sem sagt var upp í Seðlabankanum.


ÍAV krefja endurskoðanda United Silicon um bætur. Endurskoðun félagsins hafi verið ábótavant sem hafi aukið tjón ÍAV.


Vindmyllur áætlaðar á 3.200 hektara svæði milli Búðardals og Hrútafjarðar. Allt að 170 metra háar og skila 85 MW.


Hugbúnaðarfyrirtæki kaupir félag sérhæft í vefverslunum og markaðssetningu á netinu. Fær nýtt nafn, Koikoi.


Hlutabréf Haga hafa hækkað um 10% á fyrstu fimm viðskiptadögum ársins í Kauphöllinni.


46 tonn af íslensku neftóbaki voru seld hér á landi á síðasta ári sem er met. Tóbakslausir nikótínpúðar sækja nú á markaðinn.


Bandarísk lyfjavörukeðja hagnast um nærri 105 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi uppgjörsársins.


Stefnir, sjóðstýringarfélag Arion banka selur 5,5 milljón hluti í VÍS. Sjóðirnir eiga fyrir ríflega milljarð í félaginu.


Tæplega hálfs milljarðs króna viðskipti með bréf Regins og hækkuðu þau um 2,90%. Jafnmörg félög hækkuðu og lækkuðu.


Raskanir á flugi frá Keflavíkurflugvelli halda áfram. Innritun í níu flug byrja í kvöld og fleiri gætu bæst við.


Advania þrefaldast að umfangi í Finnlandi með kaupum á upplýsingatæknifyrirtækinu Accountor ICT þar í landi.


Upplýsingatæknifyrirtæki með 120 starfsmenn sameinast fyrirtæki með reynslu af Microsoft skjalastjórnun og þjónustu.


Starfsfólki fækkað um 8 samhliða skipulagsbreytingum vegna sameiningar við FME. Voru 290 í upphafi árs.


Fyrstu 11 mánuði síðasta árs voru fluttar út vörur fyrir tæplega 600 milljarða en inn fyrir rétt tæpa 700 milljarða.


Fons Juris útgáfa ráða lögmanninn Láru Herborgu Ólafsdóttur en hún starfar nú hjá LEX lögmannsstofu.


Lögmenn Carlos Ghosn segja að rannsókn Nissan á stjórnunarháttum Ghosn hafi verið hlutdræg.


Eigandi og titlaður stjórnarformaður Wow vörumerkisins boðar að flugfélagið fari í loftið innan nokkurra vikna.


Flugfélag í eigu Íslendinga á Grænhöfðaeyjum sagt ekki hafa borgað út laun, og sagt ekki í fyrsta sinn sem tafist.


Fjölda flugskeyta skotið á tvær herstöðvar sem hýsa bandaríska hermenn. Trump þegar valið 52 skotmörk í Íran.


Á meðan rekstur Aston Martin hefur reynst þungur undanfarið gengur Rolls-Royce allt í haginn.


56 milljóna kröfur í tvær eignir Sturlu Sighvatssonar fjárfestis í Mosfellsbæ settar á nauðungarsölu.


Kröfuhafar veitingahúsakeðju sjónvarpskokksins í Bretlandi tapa um 80 milljónum punda við gjaldþrotaskipti félagsins.


Gengi bréfa tryggingafélagsins hefur aldrei verið hærra. Hækkun Icelandair gekk nánast að hálfu til baka. Tvö félög lækkuðu.


Gengið hefur verið frá kaupum TM á öllu hlutafé í Lykil fjármögnun fyrir tæplega 9,3 milljarða króna. Ný stjórn skipuð í Lykli.


Veiking krónunnar gagnvart evru í desember nam 1,6%, en veltan á gjaldeyrismarkaði jókst lítillega í mánuðinum.


Gary Jackson sem verið hefur forstjóri hlutdeildarfélags Origo hættir störfum. Porch tekur við stjórninni.


Skiptastjórar þrotabús Wow air segja að stjórnendur hafi mögulega framið brot í kringum skuldabréfaútboð og húsnæðismál.


Icelandair og JetBlue framlengja og styrkja samstarf sem gefur kost á áfangastöðum víða um heim.


Þrír virkir dagar eftir á árinu þegar MAST gerði sitt til að opna fyrir innflutning vegna afnám banns við ófrosnu kjöti og eggjum.


Ríkisskattstjóri fer fram á að nauðungarsölu á húsnæði Hlemms Square við Laugaveg vegna skulda við skattayfirvöld.


Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs það sem eftir lifir dags og í fyrramálið hafa áhrif á 8 þúsund farþega.


Flugfélagið byrjar daginn með yfir 7% hækkun á hlutabréfamarkaði. Flest bréf hækka, Brim eina sem lækkar.


Arkitekt Falkirk hjólsins hannar nýtt Raddisson hótel á Skúlagötu í Reykjavík út frá kröfum þúsaldarkynslóðarinnar.


Forstjórar þeirra fyrirtækja sem mynda bresku FTSE 100 vísitöluna þéna meira á þremur dögum en meðalstarfsmaður á ári.


American Airlines nær samkomulagi við Boeing vegna 737 MAX. Boeing íhugar að sækja sér lánsfjármagn vegna málsins.


Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega enn á árinu 2019. Farþegum til landsins fjölgaði um 25% á árinu.


Áfram bætist í hóp flugfélaga sem náð hafa samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar 737 MAX vélanna.


Gengi bréfa Festi hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða nærri 2%. Origo lækkað um 12% frá hæsta punkti.


Framkvæmdastjóri FKA segir hlutfall kvenna í fréttum langt frá því að vera ásættanlegt og fjarri því að endurspegla þjóðina.


Nærri 700 skráðir í desember. BL með 61% rafbílamarkaðarins 2019, en Nissan Leaf er vinsælasti rafbílinn.


Efla verkfræðistofa hefur ráðið Sigríði Elínu Guðlaugsdóttur, sem sviðstjóra mannauðsmála, frá HR.


Jóhannes H. Guðjónsson kemur frá Össur til að taka við stjórn Wise sem hyggst sameinast Hugbúnað hf, og Centara ehf.


Forstjóri Íslandspósts segir mikilvægt að hafa lögfræðiþekkingu innan fyrirtækisins því málefni póstsins oft flókin.


Stofnandi stjórnendaþjálfunar- og ráðgjafafyrirtækis, Helga Jóhanna Oddsdóttir, er nýr sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna.


Formaður VR fagnar ákvörðun Neytendastofu um vaxtaskilyrði lána, vill afsökunarbeiðni frá LV og FME. Kostar LV allt að 30 milljónir.


Starfsmönnum Valitor fækkar um 60 í heildina til viðbótar við um 30 manns seinni hluta síðasta árs.


Grænkerar segja tvískinnung hjá Sævari Helga Bragasyni og Andra Snæ Magnasyni að borða kjöt. Sævar Helgi segir ekki duga að hætta kjötneyslu.


Sendifulltrúar Nato ríkjanna ræða hótanir Írana og gagnhótanir Trump um að sprengja 52 skotmörk í landinu.


Tónskáldið Hildur Guðnadóttir varð hlutskörpust á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt í flokki tónlistar.


Meðlimir næstríkustu fjölskyldu heims forðast athygli eins og heitan eldinn og veita nær aldrei leyfi fyrir viðtölum eða myndatökum.


Nýfallinn dómur í máli „siðferðislegs veganista“ gegn vinnuveitanda sínum gæti þýtt bras fyrir breska seðlabankann.


Nýráðinn forstjóri Kauphallarinnar segir umræðuna um hana á köflum vera á villigötum.


Það helsta úr alþjóðlegu viðskiptalífi á árinu sem var að líða.


Sterkar afhendingartölur rafbílaframleiðandans hafa farið vel ofan í fjárfesta.


Afar hæpið er að siglingar gegnum Íshafið skapi grundvöll fyrir umskipunarhöfn á Íslandi á næstu árum.


Kínverska leitarvélin Baidu hefur notið góðs af því að starfsemi Google er nær bönnuð í landinu.


Geirlaug Þorvaldsdóttir hafnar reglulega tilboðum fjárfesta sem vilja að kaupa hótelið.


Það verða reynslumiklir varadómarar sem munu mynda Hæstarétt þann 15. janúar næstkomandi.


Erlent
4. janúar 2020

Hið kínverska Apple

Óhætt er að segja að stofnandi kínverska fyrirtækisins Xiaomi hafi tekið Steve Jobs sér til fyrirmyndar.


Nissan hafði ráðið öryggisfyrirtæki til að vakta fyrrverandi forstjóra félagsins. Henni lauk eftir hótun um lögsókn.


Vandi í fluggeiranum, kjaramálin og hæringar í bankakerfinu vöktu athygli á síðsta ári.


Landeigandi á Kjalarnesi telur að Reykjavíkurborg hafi hafið framkvæmdir á landi sínu án þess að samið hafi verið um kaup á því.


Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er í ítarlegu viðtali við Áramótarit Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.


Fataverslunarkeðjan Next í Bretlandi reiknar með 727 milljóna punda hagnaði á þessu ári.


Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að Krónan sé í góðri stöðu til að ná stærri hluta af kökunni.


Kínverskur flugfarþegi taldi það merki um að flug tækist vel að kasta klinki í hreyfil flugvélar. Flugið var fellt niður í kjölfarið.


Forstjóra Kauphallarinnar þætti eðlilegra að stjórnir lífeyrissjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum.


Rúmlega 11 milljóna kröfu dótturfélags Regins á hendur fyrrverandi eigendum Víðis var vísað frá vegna óskýrrar dómkröfu.


Utanríkisráðherra lengdi titilinn, FME og RSK hættu að vera til, sektir og gjöld hækkuðu sem og skattar lækkuðu.


Lækkun gengis bréfa flugfélagsins nærri 10% síðan það fór hæst fyrir tæpum mánuði síðan. Lækkunin 30% frá því í sumar.


Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Olís, dótturfélags Haga, á hreinsiefnaframleiðandanum Mjöll Frigg.


Neytendastofa hefur bannað Sýn hf. að fullyrða í viðskiptaboðum sínum að Stöð 2 Maraþon sé „stærsta áskriftaveita landsins“.


Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hættir hjá Aton.JL og leiðir Samskipti og samfélag hjá Orkuveitu Reykjavíkur.


Ryanair fær hugsanlega ekki fyrstu 737 MAX flugvélarnar fyrr en í október.


Eftir skipun eins dómara við réttinn í embætti hæstaréttardómara þarf að setja nýjan í embættið. Fjórir sinna ekki dómstörfum.


Aðrar öruggar eignir á borð við gull og ríkisskuldabréf hafa einnig hækkað, og spenna á svæðinu aukist.


Þrotabú Wow air hefur krafist þess að bótaskylda Icelandair vegna samkeppnislagabrota verði staðfest.


Einar Hrafn Stefánsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins.


VG og Samfylkingin tapa fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 23%. Minnkandi stuðningur við ríkisstjórnina.


Pétur Thor Gunnarsson er nýr framkvæmdastjóri Freyju. Fyrrum framkvæmdastjóri og eigandi verður stjórnarformaður.


Aukin netverslun og minni áhugi framleiðenda á að dreifa með milliliðum í minni löndum meðal ástæðna fyrir lokun.


Erlent
3. janúar 2020

Hefja sáttaumleitanir

Volkswagen og þýskir neytendur sem keyptu díselbíla framleiðandans hefja sáttaumleitanir vegna útblásturshneykslisins.


Mintu- og ávaxtabragðbætt hylki verða bönnuð, en önnur hylki, og aðrar tegundir bragðbætingar, áfram leyfðar.


Skaðabótamál Sýnar hf. gegn Símanum hf. mun ekki fara fyrir Hæstarétt.


Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forstjóra Nissan sem flúði frá Japan til Líbanon með ævintýralegum hætti.


Háskólinn á Bifröst hefur ráðið Margréti Jónsdóttur Njarðvík. Stýrði alþjóðasviði HR, var dósent í viðskiptadeild og lektor í spænsku.


Hagar héldu sér frá hádegi í 4,34% hækkun, en Icelandair jók hækkun sína meðan Sýn hækkaði þriðja mest í viðskiptum dagsins.


Magnús Halldórsson, einn af stofnendum Kjarnans, mun hætta hjá fjölmiðlinum á næstu mánuðum.


Verð á gistingu lækkaði milli ára í desember í Reykjavík. Meðalverðið nærri 20 evrum lægra 2019 en árið 2018.


Nýr meðeigandi hjá KPMG Lögmönnum, Höskuldur Eiríksson var áður hjá BBA Legal og Logos. Spilaði með KR, Víking og FH.


Skiptum er lokið í félaginu Kísill Ísland ehf, sem var stærstu hluthafi United Silicon. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.


Arion banki voru með mestu hlutabréfaviðskiptin á nýliðnu ári, Kvika mestu skuldabréfaviðskiptin, en Íslandsbanki mest samanlagt.


Flest félög hækka mikið í fyrstu viðskiptum ársins, þar af Hagar mest eða fyrir yfir 4% og Icelandair rétt undir.


Félag Eymundar Sveins Einarssonar, Endurskoðun og ráðgjöf í Garðabæ, fær tvo nýja meðeigendur í hópinn.


Flótti Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan, úr stofufangelsi í Japan er ævintýralegur og líkastur skáldskap.


Nú um áramótin tóku gildi lög um sameiningu Fjármálaeftirlitsins við Seðlabanka Íslands og undir nafni þess síðara.


Einungis eitt flugslys var í hverjum 5,58 milljónum flugferða sem flognar voru á síðasta ári.


Tencent hefur fjárfest í 10% hlut í Universal Music Group en heildarvirði fyrirtækisins er um 34 milljarðar dollara.


Tæknirisinn mun láta af írskri skattaundankomuleið sem lokað hefur verið fyrir og færa hugverk heim til Bandaríkjanna.


Töf á innleiðingu verðbréfareglugerðar á Alþingi teflir mikilvægum umbótum á verðbréfamarkaði í tvísýnu.


Ýmislegt gekk á á alþjóðavettvangi á nýliðnu ári. Hér eru þær fréttir voru í sætum 1 til 5 yfir mest lesnu fréttir ársins.


Alls voru fjórtán manns sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.


Erlent
1. janúar 2020

Á ystu nöf

AGS telur hagvöxt 2019 hafa verið þann minnsta síðan í fjármálakreppunni. Vopnabúr seðlabanka eru víða tóm.


Rúnar Kristinsson segir að flest allt í umhverfi knattspyrnunnar hafi tekið miklum framförum frá því að hann var sjálfur leikmaður.


Forseti ASÍ segir breytingar á vinnumarkaði kalla á aukna áherslu á iðn- og verknám. Fagnar þó hærri atvinnuleysisbótum.


Söluaukning í lok árs vóg ekki upp ríflega þriðjungs samdrátt í bílasölu á árinu. Bílgreinasambandið spáir 9% aukningu á árinu.


Rakel Óttarsdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri hjá Arion verður yfir upplýsingatækni og verkefnastjórnun hjá Össuri.


Ýmislegt gekk á á alþjóðavettvangi á nýliðnu ári. Hér eru þær fréttir voru í sætum 6 til 10 yfir mest lesnu fréttir ársins.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.