*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


október, 2004

 

Almar Örn Hilmarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Iceland Express. Almar er 31 árs gamall og lögfræðingur að mennt. Hann varð framkvæmdastjóri Ágætis árið 1999 og eftir að Ágæti og Bananar sameinuðust árið 2001 stýrði Almar hinu sameinaða fyrirtæki. Í árslok 2002 tók hann svo við starfi framkvæmdastjóra Tæknivals.


 

endurskoða þarf skipulagið til stækkunar


 

Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 3,7% á þriðja ársfjórðungi samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Sérfræðingar í könnun Bloomberg höfðu spáð 4,3% hagvexti og er niðurstaðan því undir væntingum. Hagvöxturinn er þó meiri en hann var á öðrum ársfjórðungi þegar hann mældist 3,3%. Einkaneysla, sem vegur þungt í landsframleiðslunni, jókst um 4,6% á fjórðungnum og er þetta þrefalt meiri vöxtur en á öðrum ársfjórðungi. Hagvaxtaraukningin nú er því að miklu leyti til komin vegna aukinnar einkaneyslu. Lækkun birgða og aukinn viðskiptahalli drógu hins vegar úr hagvexti.


 

Talsverð aukning hefur verið á frakt og farþegum í áætlunarflugi hjá Flugleiðum á fyrstu níu mánuðum ársins ef miðað er við sama tíma í fyrra. Farþegaaukning hjá Icelandair er 18,2%, hjá Flugfélagi Íslands var aukningin 15,0%, sömuleiðis flutti Flugleiðir-Frakt 29% meira í ár og 78,8% aukning var á fartímum hjá Loftleiðum-Icelandic. Þess ber þó að geta að olíuverð hefur hækkað talsvert á milli ára og hefur einnig orðið vart við aukna samkeppni á markaðssvæði félagsins.


 

Sendiráð Íslands í Kína hefur, í samstarfi við Ferðamálaráð Íslands, Icelandair, Útflutningsráð, Scandinavian Airline Systems og fleiri aðila, unnið að því undanfarna mánuði að kynna Ísland sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn. Markmiðið er að fá ferðaskrifstofur til þess að bæta Íslandi við sem áfangastað í skipulögðum hópferðum þeirra til Norður-Evrópu og auka þannig ferðmannastraum frá Kína til Íslands.


 

í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu FM 99,4


 

-þriðja skrifstofan opnuð á mánudag og tvær til viðbótar á næsta ári


 

Afkoma Landsbankans á þriðja ársfjórðungi er undir væntingum Greiningardeildar KB banka en hagnaður bankans á fjórðungnum nam 5,66 mö.kr. eftir skatta samanborið við 7,07 ma.kr. spá okkar. Uppgjör Landsbankans er engu að síður það besta frá upphafi og nemur hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 11,7 mö.kr. eða 365% meira en á sama tíma í fyrra. Gengismunur og rekstrargjöld eru helst undir væntingum en hreinar vaxtatekjur voru hins vegar meiri en við gerðum ráð fyrir. Rekstrargjöld námu tæplega 4,3 mö.kr. á fjórðungnum og hækkuðu því um 38,5% milli ársfjórðunga.


 

Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 12,4% í september. Þeir voru tæp 115 þúsund í september í ár, en 102 þúsund í september í fyrra. Frá áramótum eru farþegar Icelandair tæplega 1.060 þúsund, eða 18,2% fleiri en á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um 14,6% í september og hefur fjölgað um 15% á fyrstu níu mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra.


 

Greiningardeild Íslandsbanka telur útlit fyrir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í nóvember. Gangi spáin eftir mun verðbólga mælast 3,6% og minnkar frá fyrri mánuði þegar hún var 3,7%. Verðbólgan er enn rúmu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og nærri efri þolmörkum peningastefnunnar. Miðað við óbreytt gengi krónunnar og hóflegar forsendur um helstu áhrifaþætti má reikna með 3,5% verðbólgu yfir þetta ár og 3,1% yfir næsta ár.


 

Það munar nokkuð um það þegar forstjórar stórfyrirtækja láta af störfum eins og sást af níu mánaða uppgjöri Og Vodafone. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 465 m.kr. eða 26,1% af tekjum. Þetta er nokkuð undir spá Greiningardeildar Landsbankans, sem gerði ráð fyrir 28,5% EBITDA framlegð. Þar munar um 63 milljóna kr. gjaldfærslu vegna starfsloka Óskars Magnússonar, fyrrverandi forstjóra, en ef litið er fram hjá henni nam EBITDA 29,6% af tekjum. Starfslokasamningurinn hafði því nokkur áhrif á framlegð félagsins.


 

Ný verslun Lystadún Marco opnuð í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Níunni á Egilsstöðum. Sérstök áhersla lögð á sölu á húsgögnum, rúmum og gardínum ásamt vandaðri þjónustu og ráðgjöf. Lystadún Marco starfrækir verslanir í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum.


 

Seðlabanki Kína hefur ákveðið að hækka vexti í fyrsta skipti í 9 ár til þess að draga úr verðbólguhraða og þenslu, en að undanförnu hefur hagvöxtur í Kína verið einn sá mesti í heiminum. Að vísu dró örlítið úr hagvexti þar eystra á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en hann mældist 9,1% á þriðja ársfjórðungi eftir að hafa mælst 9,6% á öðrum. Verðbólgan mældist 5,2% í september eftir að hafa náð 7 ára hámarki, eða 5,3% í bæði júlí og ágúst.


 

yfir 50 nýjar vörur á markað í september


 

Hagnaður Burðaráss á 3. ársfjórðungi nam 4.767 m.kr. og var undir væntingum Greiningardeildar KB banka um 5.354 m.kr hagnað á fjórðungnum. Tekjur flutningastarfseminnar voru töluvert minni en greiningardeildin hugði en þeir höfðu gert ráð fyrir 7.510 m.kr. veltu en hún nam 6.151 m.kr. Hins vegar var EBITDA framlegð flutningastarfseminnar 12% á fjórðungnum en þeir gerðu ráð fyrir 10,5% og því varð hagnaður flutningastarfseminnar fyrir tekjuskatt töluvert meiri en greiningardeildin gerði ráð fyrir, 419 m.kr. á móti 366 m.kr. spá þeirra.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,41% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 121,30 til 121,90. Hagstofan birti í morgun vöruskipti við útlönd. Viðskiptajöfnuðurinn reyndist jákvæður um 300 milljónir en búist var við halla upp á allt að 5 milljarða. Gengi krónunnar hækkaði í kjölfarið m.a. vegna talnanna. Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 121,90 og endaði í 121,40 Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 5200 milljónir ISK.EURUSD 1,2760USDJPY 106,10GBPUSD 1,8320USDISK 68,95EURISK 88,00GBPISK 126,30JPYISK 0,6500Brent olía 49,55Nasdaq -0,20%S&P -0,10%Dow Jones -0,10%


 

Rekstrarhagnaður Jarðborana á fyrstu níu mánuðunum, fyrir fjármagnsliði og skatta, nam 554 milljónum króna en var 189 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Rekstrartekjur Jarðborana fyrstu níu mánuðum ársins námu 2.680 milljónum króna, en voru 1.053 milljónir á sama tíma árið á undan. Þess skal getið að nú kemur velta dótturfélaganna Björgunar og Einingaverksmiðjunnar af fullum þunga inn í rekstur samstæðunnar en á árinu 2003 var eingöngu um að ræða borrekstur Jarðborana. Rekstrargjöld fyrirtækisins með afskriftum fyrstu níu mánuði ársins voru 2.126 milljónir, samanborið við 864 milljónir á sama tíma í fyrra.


 

ásamt 4,2% bílalánum, Medcare Flögu og markaðsmönnum Íslands


 

Framboðsfrestur til setu í bankaráði Íslandsbanka hf. rann út kl. 13:00 í dag 28. október. 7 sitja í bankaráði en 9 bjóða sig fram. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í bankaráði á hluthafafundi 3. nóvember nk.


 

Bakkavör Group hefur ákveðið að loka fjármálaskrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og færa starfsemina til Reykjavíkur. Jafnframt verða flutt störf frá skrifstofu félagsins í London til Reykjavíkur. Á sama tíma munu höfuðstöðvar félagsins í Reykjavík flytjast frá Suðurlandsbraut 4 að Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík.


 

fjármálaráðuneytið breytir forsendum sínum


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 8,6% í vikunni. Eftir miklar hækkanir síðustu mánuði kemur það að mati greiningardeildar Íslandsbanka ekki á óvart að hlutabréfaverð gefi eftir. Sérstaklega í ljósi þess að einkenni verðbólu hafa orðið sífellt meira áberandi. "Í byrjun mánaðarins, þegar við gáfum út afkomuspá, áttum við von á meiri hækkunum áður en toppnum yrði náð. Það sem breytir myndinni frá þeim tíma er það gríðar mikla framboð af nýju hlutafé sem er í deiglunni," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Út er komið nýtt verðmat greiningardeildar Íslandsbanka á Marel. Niðurstaða verðmatsins er 12,3 ma.kr. sem jafngildir verðmatsgenginu 52,7. Helstu ástæður hækkunar á verðmati Marel eru lækkun ávöxtunarkröfu til eigin fjár auk þess sem við höfum hækkað áætluð framlegðarhlutföll til frambúðar. Uppgjör Marel síðustu fjórðunga hafa sýnt að mikill bati hefur átt sér stað í rekstrinum segja Íslandsbankamenn.


 

stefnir í 60% aukningu milli ára


 

Hagnaður var af resktri Medcare flögu á þriðja ársfjórðungi nam 350 þúsund dollurum samanborið við 264 þúsund dollara tap á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Tap var hins vegar af rekstri félagsins á fyrstu níu mánuðunum og nam það 1.187 þúsund dollara. Á sama tímabili í fyrra nam tapið 358 þúsund dollurum.


 

Eystrasaltslöndin þrjú, Eisland, Lettland og Litháen, munu gerast aðilar að Norræna fjárfestingabankanum í upphafi árs 2005. Í febrúar á þessu ári undirrituðu fulltrúar ríkisstjórna Norðurlanda og Eystrasaltslanda nýjan samning um NIB. Samningurinn, sem aðildarlöndin átta staðfesta, felur í sér að Eistland, Lettland og Litháen verða aðilar að NIB á sömu forsendum og núverandi eigendur bankans, þ.e. Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.


 

Bakkavör Group hefur gert samning um byggingu nýrrar verksmiðju í London. Áætluð stærð verksmiðjunnar er um 15,000 fermetrar að flatarmáli og er ætlunin að taka verksmiðjuna í notkun á þriðja ársfjórðungi 2005. Með opnun verksmiðjunnar verður unnt að loka elstu verksmiðju félagsins sem hefur verið óhagkvæm í rekstri og er gert ráð fyrir lokun hennar árið 2006.


 

Um 358 m.kr. hagnaður varð af rekstri Og Vodafone fyrstu 9 mánuði ársins 2004 fyrir skatta. Reiknaður tekjuskattur félagsins nam 65 m.kr. á tímabilinu en félagið greiðir ekki skatt vegna uppsafnaðs taps fyrri ára. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins fyrir skatta hins vegar 467 m.kr. Sé tekið tillit til reiknaðs skatts nam hagnaður félagsins 292 m.kr. fyrstu 9 mánuði ársins 2004 samanborið við 381 m.kr. tap fyrir sama tímabil í fyrra. Áframhaldandi vöxtur er á starfsemi félagsins en sölutekjur námu 5.064 m.kr. fyrstu 9 mánuði ársins 2004 í samanburði við 4.593 m.kr. á síðasta ári. Þetta er 10% aukning sölutekna.


 

Fulltrúar Og Vodafone (Og fjarskipta hf.) og fulltrúar meirihlutaeigenda Norðurljósa hf. hafa undanfarna daga átt í viðræðum um kaup Og Vodafone á öllu hlutafé í Norðurljósum. Um 90% hluthafa Norðurljósa hafa samþykkt sölu til Og Vodafone. Stefnt er að því að Og Vodafone ljúki kaupum á öllu hlutafé Norðurljósa á næstunni. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði millligöngu um framangreind viðskipti.


 

nýr framkvæmdastjóri hefur störf þar 1. janúar


 

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) er í eigu Norðurlandanna fimm og hefur hæstu mögulega lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa, frá þeim alþjóðlegu fyrirtækjum sem eru í fremstu röð um mat á lánshæfi. Bankinn fjármagnar verkefni sem fela í sér gagnkvæma hagsmuni fyrir lántakandann og aðildarríkin.


 

Rekstrartekjur Bakkavarar Group á fyrstu níu mánuðum ársins námu 13.582 milljónum króna (106,6 milljónum punda) og jukust um 4,9% í samaburði við sama tíma í fyrra. Í undirliggjandi rekstri jukust rekstrartekjur félagsins um 18%. Rekstrargjöld námu 11,7 milljörðum króna (92 milljónir punda) og jukust um 3,7% miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.496 milljónum króna (11,5 milljónir punda). Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.219 milljónum króna (17,4 milljónir punda) á móti 2.046 milljónum króna (16 milljónir punda) á síðasta ári og jókst um 8,5 % milli ára.


 

Hagnaður KB banka eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 11.705 milljónum króna, jókst um 130,5% miðað við sama tímabil 2003. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 5.547 m.kr., jókst um 175,4% milli ára. Hagnaður á hlut nam 25,8 krónum á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 12,5 krónur á sama tímabili ársins 2003.


 

nýr meirihlutaeigandi bjartsýnn á framtíð félagsins


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,25% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 121,60 til 122,10 í miklum viðskiptum. Hagstofan birtir á morgun kl. 09:00 vöruskipti fyrir september og er búist við 3-5 milljarða halla.Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 121,60 og endaði í 121,90 Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 7500 milljónir ISK.EURUSD 1,2715USDJPY 106,65GBPUSD 1,8310USDISK 69,40EURISK 88,30GBPISK 127,10JPYISK 0,6510Brent olía 50,90Nasdaq 1,55%S&P 0,70%Dow Jones 0,60%


 

ásamt nýjum markaðsfréttum og fjármálastjóra Össurar


 

Forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar, Varðbergið, voru í dag veitt í sjötta skipti og hlaut Eskja hf. Eskifirði þau að þessu sinni. Jafnframt var tveimur öðrum fyrirtækjum veitt sérstök viðurkenning fyrir forvarnir en þau eru Alsmíði ehf. og Borgarvirki ehf.


 

Síminn hyggst veita þeim tíu bæjarfélögum sem söfnuðu fyrir sendum, til þess að eiga möguleika á Skjá 1 og þar með horfa á enska boltann, ákveðinn forgang við uppbyggingu á sjónvarpsþjónustu yfir ADSL kerfi sín. Bæjarfélögin hafa sýnt mikinn áhuga á því að fylgjast með boltanum og því hefur verið ákveðið að koma til móts við óskir þeirra og gerist það vonandi fyrir jól. Staðirnir sem um ræðir eru Bolungarvík, Patreksfjörður, Fáskrúðsfjörður, Bíldudalur, Stykkishólmur, Ólafsvík, Ólafsfjörður, Grundarfjörður, Vopnafjörður, Hvammstangi og Djúpivogur.


 

ríflega 5% lækkun úrvalsvísitölunnar


 

niðurstaða yfirtökutilboðs Atorku liggur fyrir


 

Smáragarður hf. hefur fengið úthlutað 16 þúsund fermetra lóð á Selhraunssvæðinu milli Valla og Hellnahrauns í Hafnarfirði. Smáragarður sér um rekstur fasteigna og er m.a. systurfélag BYKO og Kaupáss. Ýmsar hugmyndir munu vera uppi um starfsemi á svæðinu en ekki er að fullu ljóst hvort starfsemin tengist áðurnefndum fyrirtækjum.


 

í ráðgjöf vegna einkavæðingar Símans


 

70 nýjar íbúðarlóðir tilbúnar


 

Í könnun sem Gallup gerði nýlega fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar kemur fram að 62,6% íbúa á Akureyri og nágrenni (póstnúmer 600, 601 og 603) eru hlynntir uppbyggingu stóriðju í Eyjafirði, 26,3% eru andvígir en 11,1% taka ekki beina afstöðu. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar eingöngu fyrir Akureyri (póstnúmer 600 og 603) er hlutfall þeirra sem eru fylgjandi stóriðju hærra eða 66,1% en andvígum fækkar í 23,5% á meðan fjöldi þeirra sem taka ekki beina afstöðu helst svipaður. Ef aðeins eru taldir með þeir sem taka afstöðu þá eru tæp 74% Akureyringa eru hlynntir uppbyggingu stóriðju í Eyjafirði en rúm 26% eru á móti.


 

næst mesta lækkun úrvalsvísitölunnar


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,62% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 120,80 til 121,55 í miklum viðskiptum. Nokkuð miklar sveiflur hafa einkennt gjaldeyrismarkaðinn í vikunni og hefur gengi krónunnar lækkað um 0,91% í vikunni. Í ljósi þess hve gengi krónunnar hefur sveiflast lítið síðustu vikur koma hreyfingar síðustu daga nokkuð á óvart. Gengi krónunnar er nú svipað og það var 12. okt. sl. Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 120,80 og endaði í 121,50 Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 7200 milljónir ISK.EURUSD 1,2755USDJPY 106,60GBPUSD 1,8370USDISK 69,05EURISK 88,10GBPISK 126,80JPYISK 0,6475Brent olía 51,30Nasdaq 0,05%S&P 0,65%Dow Jones 0,70%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í byggingu og fullnaðarfrágang sendiherrabústaðar í Berlín í Þýskalandi. Það er Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. utanríkisráðuneytis sem sér um verkefnið en hönnun hússins var boðin út fyrir tveimur árum. Húsið verður alls 675 m2 að stærð en um er að ræða þrískipta byggingu á tveimur hæðum með kjallara að hluta auk bílskúrs. Byggingin skiptist í íbúð sendiherra, móttöku- og gestarými og tengibyggingu.


 

Í kjölfar sölu SÍF á eignarhlut sínum í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. hafa stjórnarmennirnir Árni Tómasson og Hjörleifur Jakobsson sagt sig úr stjórn félagsins. Tekur afsögnin gildi nú þegar.


 

arðsemi eigin fjár 53%


 

Hagnaður Straums Fjárfestingarbanka fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi árið 2004 var 3.812 milljónir króna samanborið við 1.769 milljónir króna árið 2003. Hagnaður bankans eftir skatta nam 3.141 milljónum króna samanborið við 1.471 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi árið 2003. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins eftir skatta nam 6.277 milljónum króna og hækkar um 168% frá fyrra ári.


 

Útlit er fyrir að 3 til 5 milljarða króna halli hafi verið á vöruskiptum við útlönd í september. Þetta kemur fram í Morgunkornum Íslandsbanka. Ef rétt reynist þá er um sjöunda mánuðinn í röð sem halli er á vöruskiptum. Samanlagður halli ársins mun þá nema um 31 milljarði króna en yfir sama tímabil í fyrra nam hann rúmum 11 milljörðum. Hallinn hefur því aukist til muna. Rekja má aukinn halla til hratt vaxandi innflutnings fjárfestinga- og neysluvara á sama tíma og útflutningsatvinnugreinar hafa átt erfitt uppdráttar.


 

Greiningardeild Landsbankans hefur verið á þeirri skoðun í nokkurn tíma að hlutabréfamarkaðurinn sé hátt verðlagður en frá síðasta ársfjórðungsriti 15. júní sl. hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 35%. "Við eigum ekki von á að hlutabréfaverð haldi áfram að hækka með sama hraða og verið hefur og teljum meiri líkur en áður á því að hlutabréfaverð lækki," segir í nýju ársfjórðungsriti bankans.


 

Á síðastliðnum tveimur vikum hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 3,2% eins og kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Lækkun Úrvalsvísitölunnar hélt áfram í gær en vísitalan lækkaði um 3% í viðskiptum dagsins og er þetta næst mesta lækkun hennar á einum degi frá því í nóvember 2000. Lækkunin gekk yfir allan markaðinn að tveimur félögum undanskildum. Flugleiðir (6,6%) og SÍF (1,4%) hækkuðu en ástæðan að baki þessum hækkunum er sú að Flugleiðir tilkynntu eftir lokun markaða á föstudaginn um kaup á 8,4% hlut í EasyJet og SÍF tilkynnti um kaup á franska matvælaframleiðandanum Labeyrie Group.


 

KB banki og HB Grandi hafa undirritað samning um fjármögnun upp á allt að 1.800 milljónir króna vegna kaupa og breytinga á fjölveiðiskipi félagsins. HB Grandi undirritaði samning um kaup á fjölveiðiskipinu í byrjun mánaðarins en félagið mun nota skipið til veiða og vinnslu uppsjávarfisks. Skipið var smíðað á Spáni árið 1994. Það er 7805 brúttótonn, 105 metrar á lengd og 20 metrar á breidd. Um borð er fiskimjölsverksmiðja sem afkastar um 150 tonnum af hráefni á sólarhring. Skipið verður það langstærsta í íslenska flotanum.


 

Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hefur í dag ráðið Björn Inga Sveinsson í stöðu sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Gert er ráð fyrir að Björn Ingi taki til starfa í ársbyrjun 2005. Björni Ingi Sveinsson er fæddur 1951 í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1973 og sem byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1977. Hann útskrifaðist með meistarapróf í byggingaverkfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1979.


 

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar fyrstu níu mánuði ársins 2004 er 1.398 mkr. en var 602 mkr. fyrir sama tímabil árið áður. Megin skýringin á auknum hagnaði er óvenju mikill hagnaður af sölu fjárfestinga á tímabilinu, 1.492 mkr. samanborið við 366 mkr. fyrir sama tímabil árið áður. Hagnaður af fjármálarekstri er 876 mkr. en var 350 mkr. árið áður. Tekjur af hlutdeildarfélögum eru 42 mkr., en voru 21 mkr. á sama tímabili árið áður. Hagnaður af rekstri dótturfélaga er 13 mkr. samanborið við 9 mkr. árið áður. Hagnaður af sölu fjárfestinga er 1.492 mkr. en var 366 mkr. árið áður.


 

þriðji ársfjórðungurinn góður


 

Rannsóknasjóði bárust 234 nýjar umsóknir fyrir árið 2005, en umsóknarfrestur rann út 1. október. Heildarumsóknaupphæð í sjóðinn er 643,5 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að veittir verði 92 framhaldsstyrkir árið 2005 að heildarupphæð ca. 245 milljónir kr. og að um 210 milljónir kr. fari í nýja styrki.Sótt er um samtals 122,3 milljónir kr. í verkfræði, tækni og raunvísindi, samtals 196, 8 milljónir kr. í náttúru- og umhverfisvísindi, samtals 158,1 milljón kr. í heilbrigðis- og lífvísindi og samtals 166,4 milljónir kr. í hug- og félagsvísindi.


 
Innlent
25. október 2004

Hagar kaupa Skeljung

talið greiða fyrir skráningu Haga á markað


 

Liður í uppbyggingu alþjóðlegs flutninganets fyrir sjávarfang


 

Hagnaður samstæðu VÍS eftir skatta fyrstu 9 mánuði ársins 2004 nam 1.557 milljónum króna. Hagnaður af vátryggingarekstri nam 1.296 milljónum króna og hagnaður af fjármálarekstri nam 731 milljón króna.


 

Stærstu eigendur Vátryggingarfélagsins Íslands; KB banki, Eignarhaldsfélagið Hesteyri, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar og Eignarhaldsfélagið Andvaka, sem samtals eiga um 87,1% hafa gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Vátryggingafélags Íslands hf. Samkvæmt því er þeim skylt að gera öðrum hluthöfum VÍS yfirtökutilboð og er því stefnt að því að afskrá félagið úr Kauphöllinni.


 

Tap SÍF nam 1,7 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 180 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Stærsta skýringin á tapinu liggur í niðurfærslu eigna hjá SIF France en þær voru færðar niður um 1230 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir nam 980 milljónum króna samanborið við 1080 milljónir í fyrra og dróst saman um 10% milli ára.


 

SÍF er að ljúka yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group og nemur kaupverðið tæpum 30 milljörðum króna. Mikil breyting verður á SÍF vegna kaupanna en Iceland Seafood Corporation, dótturfélag SÍF í Bandaríkjunum, verður selt á 4,8 milljarða króna ásamt fjórðungshlut SÍF í SH en þar er söluhagnaður 2,8 milljarðar króna. SÍF verður endurfjármagnað að fullu með nýju sambankaláni og 21 milljarðs króna hlutafjáraukningu.


 

Umtalsverður umsnúningur var í rekstri Nýherja hf. á þriðja ársfjórðungi.Hagnaður nam 27 mkr eftir skatta samanborið við 7,7 mkr tap í sama fjórðungi árið áður.


 

um langtímafjárfestingu að ræða


 

Tap Líftæknisjóðsins á fyrstu níu mánuðum ársins var 16,8 milljónir króna samanborið við 155 milljón króna tap á sama tímabili 2003. Innleyst tap tímabilsins var 14 milljónir króna samanborið við 106,5 milljóna króna tap á fyrstu níu mánuðum ársins 2003. Óinnleyst gengistap tímabilsins var 2,8 milljónir króna samanborið við 48,4 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra.. Heildareignir Líftæknisjóðsins hf, voru 595,2 milljónir króna í lok tímabilsins en voru 607.5 í ársbyrjun.. Eigið fé Líftæknisjóðsins hf var 480,6 milljónir króna í lok tímabils en var 496,9 milljónir króna í ársbyrjun. Þetta er fyrsta 9 mánaða uppgjörið sem birt er í Kauphöllinni.


 

Uppsveiflan nýtist þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í Kauphöllinni en fá óskráð fyrirtæki hafa sótt fé til frekari vaxtar með skráningu í Kauphöllina segir í Hálffimmfréttum KB banka 20. október. Greiningardeild KB banka telur hættu á að núverandi framboð á hlutabréfum ýti undir þær lækkanir sem verið hafa að undanförnu og telur því meiri ástæðu til varúðar en áður. Heildarframboð nýs hlutafjár nemur 266 milljörðum króna en inni í þeirri tölu eru einnig fyrirhuguð hlutafjárútboð. Markaðsvirði nýrra fyrirtækja á markaði nemur hins vegar aðeins fimm milljörðum en Medcare Flaga og Fiskeldi Eyjafjarðar eru einu félögin sem hafa verið skráð á síðustu tveimur árum.


 

fyrirtækið rekur nú 38 verslanir í sex löndum.


 

frá Rekstri 2004


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,29% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 120,65 til 121,05. Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 121,05 og endaði í 120,70 Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3200 milljónir ISK.EURUSD 1,2600USDJPY 107,45GBPUSD 1,8270USDISK 69,25EURISK 87,30GBPISK 126,50JPYISK 0,6440Brent olía 51,20Nasdaq 0,60%S&P 0,30%Dow Jones -0,05%


 

Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í byrjun október er meðal annars gerð grein fyrir afkomuhorfum í sjávarútvegi. Matið er byggt á framreikningi samantektar um rekstur greinarinnar frá árinu 2002. Gert er ráð fyrir að afkoma greinarinnar árið 2004 verði verri en árið 2003 og er nú gert ráð fyrir minni hagnaði en í síðasta mati ráðuneytisins sem birtist í maíbyrjun. Þett kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.


 

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Hagstofu Íslands er afkoma sveitarfélaga talin hafa verið í járnum árin 2002 og 2003 eftir mikinn hallarekstur árin þar á undan. Þessi þróun endurspeglar meðal annars áhrif hækkunar tekna á útsvarstekjur segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Eins hafa tekjur sveitarfélaga af fasteignagjöldum hækkað í takt við hækkun fasteignaverðs.


 

Í nýrri skýrslu OECD (Revenue Statistics 2004) eru birtar upplýsingar um þróun skatttekna ríkis og sveitarfélaga á árinu 2002 og bráðabirgðatölur fyrir árið 2003. Þar kemur fram að hlutfall skatttekna af landsframleiðslu lækkaði eða stóð í stað á milli áranna 2001 og 2002 í 20 af 30 aðildaríkjum samtakanna, þar á meðal á Íslandi. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2003 snerist þessi þróun við og hlutfallið hækkaði á nýjan leik í 13 af þeim 23 aðildarríkjum sem skiluðu inn gögnum.


 

Launavísitalan í september hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði samkvæmt frétt Hagstofunnar í morgun. Tólf mánaða hækkun launa nemur nú 5,3%. Verðbólgan var 3,4% á sama tímabili og því jókst kaupmáttur launa um 1,9%. Verðbólga hefur samkvæmt þessu étið upp tæplega tvo þriðju af launahækkunum tímabilsins. eins og bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

ný skýrsla frá Íslandsbanka


 

mikil aukning í sölu léttvína fyrstu átta mánuði ársins


 

að fullu lokið fyrir árslok 2005


 

Landsflug, sem nýlega tók við innanlandsflugi af Íslandsflugi, hefur ákveðið að fjárfesta í nýrri Dornier vél, sams konar og nú er í rekstri hjá félaginu og tekur 19 farþega. Haft var eftir Guðlaugi Sigurðssyni, rekstrarstjóra Landsflugs, í Fréttum í Vestmannaeyjum að félagið myndi einnig leigja tímabundið til reynslu stærri flugvél af gerðinni Dornier 328. Það er hraðskreið skrúfuþota, búin jafnþrýstibúnaði og tekur 32 farþega.


 

Langþráð stund rann upp í morgun hjá starfsmönnum Samskipa þegar fyrsta vörusendingin var formlega afgreidd úr nýju Vörumiðstöðinni við Kjalarvog, tæpri viku eftir að flutningur hófst formlega í húsið.


 

Eftir lokun markaða í gær tilkynnti Bakkavör um að hluthafafundur verði haldinn 28. október næstkomandi. Ætlunin er að auka hlutafé félagsins um 750 m.kr. að nafnvirði með áskrift nýrra hluta en miðað við lokagengi félagsins á markaðnum í gær nemur það um 21 mö.kr. Lagt er til að núverandi hluthafar félagsins fái forkaupsrétt af þessum hlutum. Þar að auki er ætlunin að gefa út allt að 40 m.kr. að nafnvirði með sölu til starfsmanna og er það tillaga stjórnar að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum af þessum hlutum.


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,08% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 120,75 til 121,15. Gengi dollara hélt áfram að lækka og fór niður fyrir 69,50 gagnvart krónu. Tölur síðustu daga frá Bandaríkjunum hafa bent til þess að framleiðslugeirinn eigi í vandræðum þessa mánuðina og einnig hefur dregið úr fjármagnsstreymi til Bandaríkjanna. Lækkandi hlutabréfaverð og hátt olíuverð hafa einnig grafið undan gengi USD.Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 120,95 og endaði í 121,05 Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3300 milljónir ISK.EUR/USD 1,2625USDJPY 108,20GBPUSD 1,8185USDISK 69,35EURISK 87,60GBPISK 126,15JPYISK 0,6405Brent olía 51,00Nasdaq 0,05%S&P -0,40%Dow Jones -0,55%


 

fjórðungur útlána bankans til erlendra aðila


 

ásamt umfjöllun um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi


 

Inn í kerfi Kauphallarinnar hefur borist tilkynning um að Milestone ehf. hafi borist bréf frá Fjármálaeftirlitinu þess efnis að Fjármálaeftirlitið samþykki umsókn Milestone ehf. um kaup á virkum eignarhlut í Íslandsbanka hf. Milestone ehf. er eigandi, ásamt tengdum aðilum, að 12,726% af heildarhlutafé í Íslandsbanka sbr. tilkynningar um flöggun 15. apríl sl. og 1. september sl. og tilkynningu um innherjaviðskipti frá 13. október sl.


 

Kögun hf. hefur samið við Straum Fjárfestingarbanka hf. um sölu og umsjón á 3,5 ma.kr. lokuðu skuldabréfaútboði á innlendum verðbréfamarkaði. Sölu bréfa er lokið. Um var að ræða verðtryggt vaxtagreiðslubréf til 7 ára, með 5,8% vöxtum sem greiðast einu sinni á ári en höfuðstóll að sjö árum liðnum. Skuldabréfin verða rafrænt skráð í Kauphöll Íslands hf.


 

Gert er ráð fyrir skráningu Avion Group í Kauphöllina í maí á næsta ári og hefur fyrirtækið líklega hag af því að verða skráð fyrr en seinna vegna hagstæðra markaðsaðstæðna núna. Avion Group gefur ekki upp hagnað félaganna sem mynda samstæðuna en miðað við þær tölur sem liggja fyrir má áætla að markaðsverðmæti félagsins gæti legið á bilinu 30 til 40 milljarðar íslenskra króna. Félagið yrði veltumesta félagið í Kauphöllinni ef að áætlanir þess standast en hagnaður þess yrði ekkert í líkingu við hagnaðarmestu félögin núna. Avion stefnir að 10 - 15% innri og ytri vexti á ári. Heildareignir í lok síðasta árs voru sjö milljarðar en nú hefur Excel Airways bæst við.


 

Atvinnuleysi stendur í stað og starfandi fækkar samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Atvinnuleysi var 2,6% á þriðja ársfjórðungi og óbreytt frá sama fjórðungi í fyrra. Tölurnar benda til þess að ekkert hafi dregið úr slakanum á vinnumarkaði þrátt fyrir mikinn hagvöxt á þessu og síðasta ári. Framleiðnivöxtur er nærtækasta skýringin sem og nýting erlends vinnuafls. Ónýtt framleiðslugeta kann að hafa leynst í hagkerfinu við upphaf þessa hagvaxtarskeiðs sem nú nýtist og því hefur ráðningum ekki fjölgað að marki.


 

Á dögunum gaf PharmaNor hf. Mæðrastyrksnefnd um 6.000 sokkabuxur og um 160 pör af skóm, sem eru með sérstaklega hönnuðum sóla til að draga úr álagi á bak og fætur. Um er að ræða vel þekkt vörumerki. Áætlað verðmæti gjafarinnar er um 5,6 milljónir króna. PharmaNor hf. vill með þessum hætti styðja við bakið á því öfluga og góða starfi sem fer fram á vegum Mæðrastyrksnefndar.


 

veltan nálgast fjóra milljarða


 

Straumur Fjárfestingarbanki hf. hefur samið við Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands hf. um sölu og umsjón á 6 ma.kr. lokuðu skuldabréfaútboði á innlendum verðbréfamarkaði. Um var að ræða verðtryggt vaxtagreiðslubréf til 6 ára, vextir greiðast einu sinni á ári en höfuðstóll að sex árum liðnum. Skuldabréfin verða skráð í Kauphöll Íslands hf. Landsbanki Íslands hf. tryggði sölu bréfanna á ávöxtunarkröfunni 4,5% og er sölu lokið.


 

Íslenska orkufyrirtækið Enex ætlar að rannsaka jarðhitasvæði í Búlgaríu og leita eftir samstarfi við búlgarska fjárfesta um vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta kom fram á íslensk-búlgarskri viðskiptaráðstefnu sem hófst í Sófíu á mánudag, en að henni standa Útflutningsráð og Alþjóðaviðskiptasamband Búlgaríu.


 

hyggjast fá samþykki FDA fyrir minni prófannahópi


 

Fyrirtækjasvið Straums Fjárfestingarbanka hf og dótturfélag Straums, Brú Venture Capital hf, leiddu samruna og fjármögnun fyrirtækjanna Enpocket og Landmat, en ásamt Brú eru stærstu fjárfestar í fyrirtækinu bandarísku fjárfestingarsjóðirnir Nokia Venture Partners, Grandbanks Capital og Dolphin Equitiy.


 

Gengi krónunnar stóð í stað í dag í litlum viðskiptum. Gengisvísitalan fór lægst í 120,85 og því afar rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri. Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 0,2% í september eins og búist var við.Stýrivextir í Kanada voru hækkaðir um 25 punkta í 2,5% í dag. Hækkunin hafði lítil áhrif á mörkuðum enda í takt við væntingar. Búast má við annarri vaxtahækkun í desember. Lítið er um birtingu hagvísa á morgun.


 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, verður gestur Viðskiptaþáttarins í dag en í morgun greindi fyrirtækið frá jákvæðum niðurstöðum prófana á nýju hjartalyfi. Sérlega áhugaverðar niðurstöður og við fáum Kára til að segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur fyrir hjartasjúklinga og rekstrarafkomu fyrirtækisins.


 

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður menntamálaráðuneytisins, fulltrúa Verslunarráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og stjórnenda Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands um stofnun nýs háskóla með samruna HR og THÍ. Þeim viðræðum hefur nú lokið með samkomulagi um stofnun einkahlutafélags sem taka mun yfir starfsemi beggja skólanna.


 

gengið hækkað verulega


 

Gengi krónunnar náði í gær sínu hæsta verðgildi síðan í mars á þessu ári. Gengisvísitalan sló um stund í 120,50 og hefur ekki farið svo lágt síðan í lok mars. Í Morgunkornum Greiningar Íslandsbanka kemur fram að krónan hefur frekar verið að sækja í sig veðrið síðan um miðjan síðastliðinn mánuð og hefur á tímabilinu hækkað um 1,6%. Ýmsar ástæður hafa legið að baki þessari hækkun og má þar nefna aukinn mun innlendra og erlendra skammtímavaxta, erlendar lántökur innlendra aðila og fjárfestingar erlendra aðila hér á landi.


 

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir hönd Bæjarstjórnar úthlutaði í gær framkvæmdaleyfi fyrir Hellisheiðarvirkjun. Framkvæmdaleyfið tekur til framkvæmdar 1. áfanga virkjunarinnar sem reist verður við Kolviðarhól.


 

veitir nemendum ókeypis aðgang að upplýsingum Kauphallarinnar


 

fyrstu prófanir á lyfi sem erfðarannsóknir hafa skilað


 

Boðað hefur verið til blaðamannafundar á vegum deCODE nú kl. 10.30 í höfuðstöðvum Íslenksrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Á fundinum er að vænta stórra tíðinda um niðurstöður úr lyfjaprófunum fyrirtækisins.


 

Á hlutahafafundi Burðaráss hf. sem haldinn var í gær var samþykkt tillaga um heimild til hækkunar á hlutafé félagsins um allt að kr. 1.119.047.931 að nafnvirði með úgáfu nýrra hluta og skal stjórninni m.a. heimilt að nýta þá hluti í tengslum við kaupsamninga sem félagið kann að hafa gert eða selja á markaði. Engar hömlur skulu vera á viðskiptum með hina nýju hluti og skulu þeir veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunar. Hækkunarheimildina getur stjórnin nýtt innan fimm ára frá samþykkt hennar í einu lagi eða áföngum.


 

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 115,7 stig í september sl. og hækkaði um 0,2% frá ágúst. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 128,9 stig, hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Frá september 2003 til jafnlengdar árið 2004 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,0% að meðaltali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæðinu og 2,8% á Íslandi að því er segir í frétt frá Hagstofunni.


 

Bankastjórn Landsbankans hefur ákveðið að aðlaga skipurit bankans á nokkrum sviðum að stefnu bankaráðs um aukna áherslu á sölu- og markaðsstarf. Breytingar verða gerðar á framkvæmdastjórn og skipulagi á nokkrum sviðum bankans sem miða að því að efla sölu- og markaðsstarf og bæta þjónustu við viðskiptavini bankans.


 

Verslunarkeðjan J Sainsbury hefur brugðið á það ráð að taka upp áhættusamari fjárstýringu hjá eftirlaunasjóði félagsins. Sjóðurinn inniheldur um 3,3 milljarða punda eða um 425 milljarða króna og á að standa undir eftirlaunaskuldbindingum félagsins. Með þessu vonast keðjan til þess að hærri ávöxtun geri henni kleyft að lækka framlaga sitt í sjóðinn. Er ætlunin að færa fjárfestingastefnu sjóðsins frá skuldabréfum yfir til hlutabréfa og þannig spara félaginu 30 milljónir punda á árinu.


 

Óhætt er að segja að framkvæmdir sumarsins hafi gengið vel á Seltjarnarnesi enda hefur veðurfar sjaldan verið jafn hagstætt fyrir hin fjölmörgu viðhaldsstörf er unnin eru á hverju sumri á Seltjarnarnesi. Vel miðar fegrun opinna svæði innan bæjarmarkanna og verður áfram haldið á sömu braut.


 

fundur í hádeginu


 
Innlent
18. október 2004

Borga verkföll sig?

rætt við Magnús L. Sveinsson í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu


 

Benedikt Hauksson verkfræðingur tók við starfi Kristjáns M. Ólafssonar sem framkvæmdastjóri EAN á Íslandi 1. október sl. Benedikt er rafmagnsverkfræðingur frá AUC í Danmörku og rak um 12 ára skeið verkfræðistofu í eigin nafni á sviði sjálfvirkra skráninga og strikamerkjatækni. Síðast starfaði Benedikt hjá Króla verkfræðistofu og við þróun og útflutning á hugbúnaði fyrir strikamerkjaprentara. Kristján M Ólafsson sem gegnt hefur starfinu síðastliðin 6 ár hefur tekið við starfi deildarstjóra hjá Samskipum.


 

Neytendur hafa eytt að jafnaði 3,8% meira til kaupa á dagvöru í hverjum mánuði frá janúar til september á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Í mánaðarlegum samanburði milli ára, samkvæmt smásöluvísitölu SVÞ og IMG, kemur fram að neytendur vörðu tæpum 5% meira í kaup á dagvöru í september síðastliðnum samanborið við september á síðasta ári. Samanburðurinn miðast við fast verðlag.


 

KB banki bauð út nýtt hlutafé í síðustu viku og reyndist talsverð umframeftirspurn eftir bréfum í bankanum. Alls voru seldir 110 milljón nýir hlutir á genginu 480 sem skilaði því um 52,8 mö.kr. sem ætlað er að styrkja eiginfjárstöðu KB banka og gera kleift að ráðast í kaup á fjármálafyrirtækjum. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að miðað við gengið í síðustu viðskiptum (500) er markaðsvirði félagsins um 330 ma.kr. og gróflega mætti ætla að vægi þess í Úrvalsvísitölunni hækki að öðru óbreyttu úr 32% í 37%.


 
Innlent
18. október 2004

Góð afkoma Norsk Hydro

Afkoma norska olíu- og álrisans Norsk Hydro var góð fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt tilkynningu félagsins í morgun. Rekstrartekjur félagsins jukust um 17,2% og námu 1.234 milljörðum króna á tímabilinu. Hagnaðurinn eftir skatta nam 94,5 milljörðum fyrstu níu mánuðina og stefnir í talsvert betri útkomu fyrir árið 2004 í heild m.v. fyrra ár. Félagið, sem nú leggur megin áherslu á olíu- og áliðnaðinn, hefur notið góðs af hækkandi olíuverði á árinu auk þess sem olíuframleiðsla fyrirtækisins hefur haldið áfram að aukast. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að álverð er einnig hátt og kemur félaginu til góða, verðið hefur hækkað um 12% mælt í norskum krónum síðastliðið ár.


 

Ferðaþjónusta bænda hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs en þau voru afhent fyrir helgi í lokahófi árlegrar ferðamálaráðstefnu á Kirkjubæjarklaustri. Ferðaþjónusta bænda fékk verðlaunin fyrir það að hafa nýlega uppfyllt viðmið Green Globe 21 um sjálfbæra þróun og hafa þar með náð öðru af þremur þrepum vottunarkerfisins. Verðlaunagripurinn var unninn af Aðalsteini Svani Sigfússyni myndlistarmanni en hann var unninn úr lerki og gabbrói.


 

Stjórnir Burðaráss hf. og Kaldbaks hf. hafa undirritað sameiginlega áætlun um samruna félaganna. Fyrirhugað er að samruninn miðist við 1. október 2004 og tekur Burðarás hf. við öllum rekstri, eignum og skuldum, réttindum og skyldum Kaldbaks hf. frá þeim tíma.


 

Hlutabréf Opinna Kerfa Group hf. hafa verið færð á athugunarlista með vísan til tilkynningar í dag þann 15. október 2004 vegna yfirtökuskyldu sem myndast hefur í félaginu sbr. tilkynningu til Kauphallarinnar fyrr í dag. Yfirtökutilboð þarf að leggja fram til annarra hluthafa félagsins innan fjögurra vikna eftir að yfirtakan átti sér stað, sbr. 32. gr. Laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.


 

mun velta 72 milljörðum króna árlega


 

Fjármálaráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. Framkvæmdanefndin starfar í umboði sérstakrar ráðherranefndar sem í eiga sæti forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra. Framkvæmdanefndinni er ætlað að gera tillögur til ráðherranefndarinnar um hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi þeirra verkefna og þjónustu sem ríkið stendur að og um endurskoðun á stofnanakerfi ríkisins út frá markmiðum um aukna skilvirkni og hagkvæmni og betri þjónustu við borgarana, sem og að hafa umsjón með framkvæmd breytinga sem ákveðiðverður að gera.


 

Kögun hf. hefur þann 14. október fest kaup á 32,93% hlut í Opin Kerfi Group hf. Heildareign Kögunar hf. í Opin Kerfi Group hf. í kjölfar þessara viðskipta er 68,7%. Viðskiptin fóru fram á genginu 26,8. Seljendur eru Straumur Fjárfestingarbanki hf., sem seldi alls 5,44%, Íslandsbanki hf. sem seldi alls 19,55% og Frosti Bergsson og félag tengt honum sem seldi alls 7,95%. Greitt er fyrir hlutina með reiðufé (50%) og eigin hlutum (50%) á genginu 42,8. Stjórn Kögunar hf. mun boða til hluthafafundar á næstunni og leggja fram tillögu um hækkun hlutafjár til að greiða hluta kaupverðsins.


 

Síminn hefur sett á markað nýja GSM þjónustu sem nefnist Kollekt. Með því að nota Kollekt geta viðskiptavinir með GSM númer hjá Símanum boðið öðrum með GSM síma frá Símanum að greiða fyrir símtal þeirra á milli. Þjónustan er mjög einföld í notkun og til að hringja kollekt er einfaldlega valið *888*á undan númerinu sem á að hringja í.


 

Mikill vöxtur þjóðarútgjalda og þá sérstaklega neyslu á þessu ári sést glögglega í tekjum ríkissjóðs. Þannig voru tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti 13,5% meiri á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra samkvæmt upplýsingum sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í gær. Aukningin í tekjum ríkissjóðs af vörugjöldum af ökutækjum var 36,3%. Samanlögð aukning í tekjum ríkissjóðs af þessum tveimur tekjustofnum er 8,2 ma.kr. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þetta sé umtalsverð fjárhæð sem hagvöxturinn er að skila í ríkiskassann um þessar mundir og eru þá ekki taldir með aðrir þættir á tekju- og gjaldahlið sem vegna ríkulegs hagvaxtar skila ríkissjóði bættri afkomu.


 

Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður


 

20% stofnfjár hafa skipt um eigendur


 

Þann 11. október síðastliðinn lækkaði Fóðurblandan verð á kjarnfóðri um 0,5-1%, en Mjólkurfélag Reykjavíkur lækkaði verð sama dag um 1%. Áður hafði verð lækkað hjá Fóðurblöndunni í byrjun september um 2%.


 

Í kjölfar kaupa KB banka á danska bankanum FIH hefur matsfyrirtækið Moody's nú til athugunar hækkun á lánshæfismati KB banka. Það kom fram í máli þeirra beggja, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, að þeir eru bjartsýnir á að endurskoðunin leiði til hækkunar á lánshæfismatinu sem myndi færa bankanum betri viðskiptakjör. Í dag er mat Moody's A2/P1/C+ en forráðamenn KB banka sögðu á fundi með fjárfestum síðastliðin miðvikudag að þeir væntu þess að matið færi upp í A1 einsog kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Lokagildi Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar í dag var 3849 stig og lækkaði vísitalan þar með fjórða daginn í röð og nemur samanlögð lækkun dagana 2,5%. Ef vísitalan er skoðuð frá mánðarmótum kemur hins vegar í ljós að hún hefur hækkað um 0,8% en hæsta gildi sínu náði hún síðastliðinn föstudag þegar lokagildið var 3947 stig.


 

Bæjarráð Akranes hefur samþykkt að ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu ljósleiðaranets um Akranes. Er stefnt að því að lagningu netsins verði lokið innan tveggja ára og þá verði öll hús á Akranesi tengd við netið.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,16% í dag og endaði gengisvísitalan í 121,20. Gengisvísitalan sveiflaðist í dag á bilinu 121,00 til 121,40. Vöruskipti í Bandaríkjunum fyrir ágúst voru birt í dag og reyndist hallinn 54 milljarðar dollara en búist var við halla upp á 51 milljarð dollara. Gengi dollara lækkaði í kjölfarið. Tölurnar þóttu neikvæðar fyrir bandarískt efnahagslíf þar sem þær benda til minnkandi útflutnings sem dregið gæti úr hagvexti.


 

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 10% í 18%. Þetta hækki tekjur ríkissjóðs um þrjá miljarða króna. þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.


 

nýtt frumvarp fjármálaráðherra


 

Vinnumálastofnun hefur nú birt skýrslu um atvinnuástand í september. Hlutfall atvinnulausra af mannafla reyndist 2,6% og hefur ekki lækkað jafn mikið milli mánaða mjög lengi. Atvinnulausir eru nú færri en þeir voru fyrir ári. Árstíðaleiðlétt atvinnuleysi er 3,2% af mannafla. Lang mesta breytingin á atvinnuleysi er á höfuðborgarsvæðinu, einkum hjá konum en þar er atvinnuleysi farið að minnka mjög hratt.


 

forysta Nokia í hættu


 

stærstu lágvöruverslunarkeðju Belgíu


 

-innkoma nýrra hluthafa væntanleg


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað þrjá síðustu viðskiptadaga, samtals um 2,2%. Það er ekki umtalsverð lækkun, allra síst eftir þá miklu hækkun sem verið hefur. Tíðindin eru hins vegar að lækkun hafi orðið þrjá daga í röð. Fara þarf allt aftur til 23. júlí til að finna dæmi um slíka þróun og slíkt hefur aðeins gerst fjórum sinnum áður í ár. Frá byrjun október nemur hækkun Úrvalsvísitölunnar 1,5%. Frá áramótum er hækkunin 83%.


 

verður ein stærsta höfn landsins


 

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir ánægju sinni með þá glæsilegu Íslandskynningu sem staðið hefur í Frakklandi undanfarnar tvær vikur þar sem Ísland hefur verið kynnt á áberandi hátt út um alla París með auglýsingum í neðanjarðarlestum og á götum úti. Mikið hefur verið fjallað um Ísland og einstaka listviðburði í blöðum, sjónvarpi og útvarpi í Frakklandi segir í tilkynningu sem samtökin hafa sent út.


 

Söluferli á nýjum hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka er lokið. Á bilinu 80 - 110 milljónir hluta voru í boði á genginu 460 ? 500, háð eftirspurn. Alls skráðu fagfjárfestar sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna og var því umframeftirspurn. Samtals voru seldir 110 milljónir hlutir til fagfjárfesta á genginu 480 krónur á hlut og er markaðsvirði þeirra 52,8 milljarðar króna. Söluverð hlutanna í útboðinu jafngildir 4,0% afslætti frá lokaverði þann 11. október síðastliðinn.


 

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er líklegt að aðilar tengdir Heklu fái Mercedez Bens umboðið á næstunni. Viðskiptablaðið hefur ekki fengið uppgefin nöfn á þeim sem reyna nú að fá umboðið en þó er vitað að hluti þeirra er í eigendahópi Heklu. Forsvarsmenn félagsins vildu lítið sem ekkert tjá sig um málið að svo stöddu en sögðu þó að málin skýrðust í næstu viku. Viðskiptablaðið hefur þó heimildir fyrir því að félögin verði rekin í sitt hvoru félagi og í sitthvoru húsinu og að engin tengsl verði á milli félaganna tveggja. Ræsir missti Mercedez Bens umboðið síðastliðinn vetur og voru meðal annars þær skýringar gefnar að sýningarsalur fyrirtækisins væri Bens bílunum ekki samboðinn. Nú er að sjá hvort eigendur Heklu geri betur.


 

útiloka ekki að félagið verði skoðað betur


 

Hugsanleg yfirtaka KB banka á Singer & Friedlander hefur lengi verið í umræðunni. Stjórnendur KB banka hafa ekki viljað tjá sig um hvort að yfirtaka breska bankans sé efst á dagskránni heldur hafa þeir svarað á þá leið að bankinn hyggi á frekari vöxt í Bretlandi, Noregi og Finnlandi. Engu að síður virðist markaðurinn túlka þessar fréttir á þá leið að það styttist óðum í yfirtöku á Singer & Friedlander en gengi félagsins hækkaði um 3,6% á breska markaðnum í dag. Lokagengi bréfanna var 307,25 pens á hlut en gengið fór yfir 310 pens innan dagsins. Gengi Singer & Friedlander hefur hækkað mikið undanfarna mánuði en frá því í lok júní hefur gengi bankans hækkað um 32%.


 
Innlent
12. október 2004

Olían hækkar enn

Olíuverð hækkaði sjötta daginn í röð og náði nýjum hæðum í New York í dag þegar verðið fór í 54,45 dollara fyrir tunnuna í kjölfar nýrrar skýrslu Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA). Stofnunin gerir ráð fyrir að olíunotkun vaxi um 3,4% í heiminum á árinu og verði 82,4 milljónir tunna. Athyglisvert er að stofnunin hefur aukið eftirspurnarspá sína í hverjum einasta mánuði síðan í nóvember 2003. IEA gerir ráð fyrir að hægja muni á vexti eftirspurnar á næsta ári vegna hækkandi olíuverðs.


 

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar mældist atvinnuleysi á landinu öllu 2,6% í september og dróst atvinnuleysi saman um 0,3% frá fyrri mánuði en 0,1% ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Hins vegar á sama tíma og mælt atvinnuleysi stóð nánast í stað hefur lausum störfum á atvinnumiðlunum fjölgað um 140 miðað við í fyrra og skráðum atvinnuleysisdögum fækkað.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,09% í dag og endaði gengisvísitalan í 121,50. Lægst fór gengisvísitalan í 121,20. Hagstofan birti í morgun vísitölu neysluverðs í október og hækkaði hún um 0,76% en búist var við 0,5 til 0,6% hækkun. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 121,61 og endaði í 121,50. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3200milljónir ISK.EUR/USD 1,2305USDJPY 109,80GBPUSD 1,7860USDISK 70,95EURISK 87,30GBPISK 126,75JPYISK 0,6460Brent olía 51,30Nasdaq -0,55%S&P -0,45%Dow Jones -0,30%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Stykkishólmi. Um er að ræða lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær dælur en lóðin er staðsett við aðalveginn inn til bæjarins. Í Stykkishólmi búa rúmlega 1.100 manns en að auki er þar mikil umferð ferðamanna að sumarlagi. Í hönd fer undirbúningsferli til útgáfu byggingaleyfis auk annarra leyfa tengda rekstri eldsneytissölu.


 

Síminn og Tetra Ísland ehf. hafa undirritað samkomulag um að Síminn taki að sér rekstur Tetra fjarskiptakerfisins. Traustur rekstur Tetrakerfisins er einkar mikilvægur þar sem Tetra Ísland sér m.a. um að tryggja örugg fjarskipti fyrir viðbragðs- og öryggisaðila, svo sem lögreglu og slökkvilið. Síminn mun leitast við að ná fram hagræðingu í rekstri Tetrakerfisins og bæta þjónustu fyrirtækisins.


 

spyr greiningardeild Íslandsbanka


 
Innlent
12. október 2004

Verðbólgan á uppleið

Verðbólga reyndist 3,7% í október og jókst frá 3,4% í fyrri mánuði. Verðbólgan er vel yfir markmiði Seðlabankans um 2,5% verðbólgu og nálgast nú efri þolmörk peningastefnunnar (4%). Hækkun húsnæðisverðs hefur ásamt hækkandi heimsmarkaðsverði á eldsneyti kynt undir verðbólgu hér á landi að undanförnu. Lækkun langtímavaxta og bættur aðgangur að lánsfé til húsnæðikaupa er að öllum líkindum sá þáttur sem mestan þrýsting setur til hækkunar húsnæðisverðs um þessar mundir.


 

Stjórn Kaupþings Búnaðarbanka hf. hefur heimild frá hluthafafundi bankans, sem haldinn var þann 5. júlí 2004 til að auka hlutafé bankans um allt að 110 milljónir hluta. Á fundi sínum í morgun, heimilaði stjórn bankans að bjóða fagfjárfestum að skila inn tilboðum um kaup á 80 - 110 milljónum hluta í bankanum.


 

Hagnaður Kaupþings Búnaðarbanka hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2004 samkvæmt óendurskoðuðu innanhússuppgjöri nemur 11.705 milljónum króna eftir skatta, þar af eru 1.477 milljónir vegna FIH, eftir að tekið hefur verið tillit til afskriftar á viðskiptavild í móðurfélagi. Hagnaður Kaupþings Búnaðarbanka hf. á þriðja ársfjórðungi 2004 nam 5.547 milljónum króna. Heildareignir Kaupþings Búnaðarbanka hf. þann 30. september námu 1.522 milljörðum króna, samanborið við 559 um áramót.


 

Vísitala neysluverðs í október 2004 er 237,4 stig og hækkar um 0,76% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 229,8 stig, 0,70% hærri en í september. Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 6,2% (vísitöluáhrif 0,33%). Þá hækkaði markaðsverð á húsnæði um 1,5% (0,20%).


 

Actavis Group hf. hefur ráðið þrjá nýja framkvæmdastjóra til starfa. Tveir þeirra verða yfir nýjum sviðum félagsins. Sigurður Óli Ólafsson verður framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar og Svafa Grönfeldt framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs. Per Edelmann tekur við stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs eigin vörumerkja. Þessum breytingum er ætlað að efla heildarskipulag og skilvirkni félagsins og styrkja innviði þess fyrir áframhaldandi vöxt og útrás inn á nýja markaði.


 

Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, ásamt Sveitarfélaginu Ölfus standa fyrir ráðstefnu um orkufrekan iðnað á Suðurlandi föstudaginn 22. október næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Ráðhúsinu Þorlákshöfn og hefst klukkan 13:30. Ráðstefnustjóri verður Kjartan Ólafsson alþingismaður Suðurkjördæmis. Orri Hlöðversson, formaður stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands mun setja ráðstefnuna, en auk hans munu eftirtaldir flytja erindi; Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri Ölfuss, Sigurður Sigurðarson frá Siglingastofnun Íslands, Bjarni Bjarnason frá Landsvirkjun, Alfreð Þorsteinsson frá Orkuveitu Reykjavíkur, Smári Geirsson Austfirðingur og Gunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.


 

engar nýskráningar á árinu


 

Yfirtökutilboði Fjárfestingarfélagsins Atorku til hluthafa Afls fjárfestingarfélags lauk á föstudaginn. Að loknu tilboði á Atorka 97% af virku hlutafé Afls og var félagið afskráð á föstudaginn þar sem það uppfyllti ekki lengur skilyrði um dreifingu hlutafjár. Hluthafar Afls munu fá greitt fyrir bréf sín í Afli með hlutabréfum Atorku og gert er ráð fyrir að hlutbréfaskiptunum verði lokið miðvikudaginn 13. október.


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Kauphöll Íslands hefur samþykkt fram komna beiðni um afskráningu hlutabréfa Síldarvinnslunnar hf. af Aðallista Kauphallarinnar. Gjögur ehf., Kaldbakur hf., Samherji hf., Samvinnufélag útgerðarmanna og Snæfugl ehf. hafa eftir yfirtökutilboð eignast 90,2396% af heildarhlutafé félagsins. Félagið uppfyllir því ekki skilyrði skráningar um dreifingu hlutafjár.


 

Á föstudaginn var tilkynnt að deCODE Genetics hefði fengið styrk frá bandarísku smitsjúkdóma- og ónæmisfræðistofnuninni (NIAID). Styrkurinn er til fimm ára, að fjárhæð 23,9 m. dollara og er ætlað að fjármagna rannsóknir á erfðafræði smitsjúkdóma og svörunar við bólusetningu. Styrkurinn kemur félaginu vel og skýtur fleiri stoðum undir tekjumyndun þess. Félagið hefur ekki enn náð markmiðum sínum um að stöðva tap félagsins en hagræðingaraðgerðir hafa gert það að verkum að þetta markmið er ekki eins fjarlægt og áður segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Í dag tekur gildi ný verðskrá hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þá hækkar verð á ungnautum og kúm um 1,5%, en einungis vika er síðan SS hækkaði verð á þessum sömu flokkum, ungnaut um 2,1% og kýr um 4%. Þessi nýja verðskrá kemur í kjölfar hækkana hjá Sláturhúsinu á Hellu og Borgarness kjötvörum, en verð hjá þeim hækkuðu í vikunni.


 

tekur við af 10-11 verslun


 
Innlent
8. október 2004

Tveir undir áætlun

í viðbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands


 

Forsætisráðherra hefur skipað Illuga Gunnarsson aðstoðarmann utanríkisráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu samkvæmt tilnefningu utanríkisráðherra. Illugi tekur sæti Ólafs Davíðssonar ráðuneytisstjóra sem hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum í nefndinni.


 

Stjórn Samherja hf. hefur samþykkt að taka þátt í hlutafjáraukningu þýska félagsins FAB GmbH fyrir allt að EUR 4.000.000 vegna kaupa þess á 58% hlut í félaginu Pickenpack ? Hussmann & Hahn Seafood Gesellschaft MBH, sem er þýskt framleiðslufyrirtæki á frosnum sjávarafurðum. Seljandi hlutafjárins er Orlando en fyrir átti FAB 40% hlutafjár í félaginu. Fjármögnun kaupanna annaðist KB banki. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar.


 

fleiri sjóðir geta gengið til sameiningar


 

Í fyrsta sinn í sögunni nemur verðmæti útfluttra lyfja meira en verðmæti innfluttra lyfja. Samkvæmt tölum, sem Samtök iðnaðarins hafa unnið upp úr gögnum Hagstofunnar, voru flutt út lyf fyrir 5,4 milljarða króna fyrstu sjö mánuði ársins. Á sama tíma nam verðmæti innfluttra lyfja 4,2 milljörðum. Munurinn er 1,2 milljarðar. Lyf eru því að verða með mikilvægari iðnaðarvörum sem Íslendingar flytja út.


 

getur haft áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum


 

til að fjármagna kaupin á Margmiðlun


 

fjármálastjórinn hættir


 

Markaður með stofnbréf SPRON hófst um síðustu mánaðamót hjá H.F. Verðbréfum. Í Viðskiptablaðinu í dag er haft eftir Halldóris Friðrik Þorsteinssyni, hjá H.F Verðbréfum, að viðskiptin hafi farið ágætlega af stað en sem gefur að skylja eru þau nokkuð þung í vöfum þar sem stjórn SPRON þarf að samþykkja öll kaup. Taldi Halldór að umfang viðskiptana væri á bilinu 200 til 300 milljónir á fyrstu vikunni og hefur gengið hækkað úr 5,0 upp í 5,5 sem er sama gengi og KB banki bauð í bréfin fyrir ári síðan. Viðskipti með stofnfjárbréf lúta ekki sömu reglum og í kauphöll, heldur fara þau fram á lokuðum markaði.


 

Olíuverð hefur náð nýjum hæðum í vikunni vegna ótta um að erfitt muni reynast að bæta upp þá framleiðslu sem tapast hefur í Mexíkóflóa vegna skemmda af völdum fellibylsins Ívans. Aukin eftirspurn er framundan yfir vetrarmánuðina og birgðastaða er fremur slök. Flestir virðast telja meiri líkur en minni á frekari hækkun olíuverðs. Meirihluti (73%) aðspurðra markaðsaðila í könnun á vegum Bloomberg spáir frekari hækkun á framvirku olíuverð í næstu viku.


 

Stjórn Og Vodafone (Og fjarskipta hf.) hefur ákveðið að ráða Eirík S. Jóhannsson forstjóra félagsins. Eiríkur mun koma til starfa 26. október nk. Eiríkur hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Akureyri. Áður var hann kaupfélagsstjóri KEA og þar á undan svæðisstjóri hjá Landsbanka Íslands hf. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og á að baki framhaldsnám í alþjóðahagfræði og fjármálum frá Vanderbilt University í Bandaríkjunum.


 

til skamms tíma litið, segir forstjórinn


 

Flugleiðir birtu í dag í Kauphöll Íslands tilkynningu um dagskrá hluthafafundar sem boðaður hefur verið 18. október nk. Þar kemur m.a. fram tillaga um heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár um allt að 922,8 m.kr. að nafnvirði eða um 8,3 ma.kr. að markaðsvirði. Það sem helst vekur athygli er að 230,7 m.kr eða rúmir 2 ma.kr. að markaðsvirði verður væntanlega boðið til almennra fjárfesta þar sem hluthafar falla frá forgangsrétti sínum. "Þetta hljóta að teljast góð tíðindi fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn þar sem lítið flot hefur verið með bréfum félagsins eftir samþjöppun á eigendahópi félagsins á árinu. Þrátt fyrir útgáfuna til almennings mun hlutur 5 stærstu hluthafanna einungis minnka úr 90% í 83% miðað við að heimildin verði fullnýtt á næstu árum," segir í Hálffimm fréttum KB banka.


 

sama á við um evrusvæðið


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað duglega undanfarna tvo daga og er svo komið að hún nálgast óðfluga 4.000 stigin. Í gær hækkaði Úrvalsvísitalan um 1,77% en það voru Atorka (6,7%) og Landsbankinn (6,4%) sem hækkuðu mest. Úrvalsvísitalan hækkaði svo um 1,43% í dag en lokagildi hennar var 3.939 stig. Þau félög sem hækkuðu mest í dag voru Össur (4,3%), Landsbankinn (3,3%) og KB banki (2,2%).


 

Flugleiðir gerðu í dag samning við KB banka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf Flugleiða í Kauphöll Íslands hf. í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfunum og verðmyndum verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.


 

Fyrir um þremur árum gerðu Samtök atvinnulífsins samanburð á gjaldskrám heilbrigðisnefnda sveitarfélaga þar sem fram kom að tímagjald sem einstakar heilbrigðisnefndir lögðu til grund-vallar innheimtu eftirlitsgjalda var mjög mismunandi. Kom þá í ljós að tímagjaldið var hæst á Suðurnesjum, 5.800 kr/klst, en lægst á Kjósarsvæði, 4.200 kr/klst. Munurinn var þá um 38%. Tímagjald heilbrigðisnefndanna hefur hækkað mismikið undanfarin ár.


 

Gunnar hættir eftir næsta aðalfund


 

Vöruinnflutningur í septembermánuði nam um 19 milljörðum króna án skipa og flugvéla samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts. Þetta er mun minni innflutningur en í síðasta mánuði en þá voru fluttar inn vörur fyrir tæplega 21 milljarð króna - sem er milljarði minna en bráðabirgðatölur ráðuneytisins bentu til. Samkvæmt framangreindum tölum er þetta fyrsti mánuður ársins sem innflutningur dregst saman að raungildi frá sama mánuði árið áður. Ef þriggja mánaða meðaltal er borið saman milli ára er aftur á móti um 7% aukningu að ræða.


 

Frystitogarinn Kiel sem gerður er út af DFFU dótturfélagi Samherja hf. kom til hafnar á Akureyri í fyrrakvöld með um 700 tonn af frystum þorskafurðum.  Einnig voru um borð tæplega 300 tonn af mjöli og lýsi.  Skipið var að koma úr 70 daga veiðiferð í Barentshafi og var heildarafli upp úr sjó um 2 þúsund tonn. Verðmæti afurðanna er áætlað um 300 milljónir króna sem er með allra mesta verðmæti sem komið hefur að landi eftir eina veiðiferð.Brynjólfur Oddsson skipstjóri á Kiel var að vonum kampakátur viðheimkomuna.  "Við fórum frá Íslandi í lok júlí og gengu veiðarnarafar vel þangað til allra síðustu dagana þegar árstíðaskiptin vorufarin að segja til sín.  Veðrið var ágætt allan tímann enda erveður almennt betra í Barentshafi en á Íslandsmiðum", sagðiBrynjólfur í viðtali á heimasíðu Samherja og bættti við að Kiel væri afar gott sjóskip. Í áhöfn skipsins eru 32 menn og vinnslan var á fullum afköstum allan tímann að sögn Brynjólfs skipstjóra.Kiel verður á Akureyri í um vikutíma vegna löndunar, viðhalds ogaðfangaöflunar en heldur næst til veiða á Grænlandsmið.Skip á vegum Samherja hafa landað óvenju oft á Akureyri aðundanförnu og umtalsverðum verðmætum verið skipað á land.  BaldvinÞorsteinsson EA 10 kom í fyrradag með yfir 300 tonn af afurðuminnanborðs og er verðmæti aflans metið á um 80 milljónir króna.


 

Dóha-viðræðurnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum eru hafnar á ný á grundvelli samkomulags sem tókst í lok júlí um ramma fyrir áframhaldandi samningaumleitanir. Haldnir hafa verið samningafundir um landbúnað ogviðskiptareglur og í fyrradag stjórnaði Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Genf, fundi samninganefndar WTO um markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur (NAMA).


 

Undanfarið hafa íslenskir fjölmiðlar fjallað nokkuð um dreifingu á framleiðslu General Motors á Íslandi. Af því tilefni hafa Ingvar Helgason ehf. og Bílabúð Benna ehf. sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Á Íslandi eru tveir löggildir umboðsaðilar General Motors.


 

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs og munu hámarkslán á notuðum íbúðum fara úr 9,2 milljónum og nýbyggum úr 9,7 milljónum upp í 11,5 milljónir. Hámarksfjárhæð til þeirra sem þiggja viðbótarlán fer upp í 13 milljónir.


 

Gengi krónunnar hækkaði í dag um 0,16%. Lægst fór gengisvísitalan í 121,40 en endaði í 121,50. Rólegt var á erlendum mörkuðum, en beðið er eftir mikilvægum hagvísum frá Bandaríkjunum um myndun nýrra starfa sem birtir verða á föstudaginn. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 121,70 og endaði í 121,50. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 4500 milljónir ISK.EUR/USD 1,2300USDJPY 111,25GBPUSD 1,7794USDISK 71,06EURISK 87,42GBPISK 126,47JPYISK 0,6385Brent olía 47,63Nasdaq -0,07%S&P 0,12%Dow Jones 0,01%


 

segir í ályktun stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar


 

í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu FM 99,4


 

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 15% í september miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 122 þúsund farþegum árið 2003 í tæp 140 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur tæplega 15% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um tæp 16%.


 

Í kjölfar flutninga á framleiðsludeildum Hampiðjunnar hf. til dótturfélags í Litháen og undirverktöku á smíði PolyIce trollhlera hjá þarlendum aðila, voru fasteignir félagsins hér á landi, sem áður hýstu þessa starfsemi, settar í sölumeðferð.


 

Greiningardeild Landsbankans hefur spáð fyrir um afkomu 17 félaga, bæði fyrir þriðja ársfjórðung og fyrir árið í heild. Helstu niðurstöður spárinnar eru þær að gert er ráð fyrir að hagnaður rúmlega tvöfaldist milli ára og það verði 132% hagnaðaraukning á þriðja ársfjórðungi. Einnig spá þeir því að velta muni aukast um 17,5% milli ára gangi spáin eftir, mest hjá Actavis, Össuri og Bakkavör.Þrátt fyrir mikinn tekjuvöxt er gert ráð fyrir að framlegð hækki lítillega milli ára á þriðja ársfjórðungi. Þá er gert ráð fyrir að mikill gengishagnaður og vöxtur einkennir uppgjör ársins.


 
Innlent
6. október 2004

OZ á réttri leið

segir Skúli Mogensen


 

Flugfélagið Atlanta á í viðræðum um að nær tvöfalda eignarhlut sinn í breska flugfélaginu Excel Airways, en kaupin hefðu jafnframt í för með sér yfirtökuskyldu á félaginu. Þetta kom fram á fréttavef skoska blaðsinsScotsmaní morgun, en þar er vitnað í fréttatilkynningu frá Excel þar sem staðfest er að viðræðurnar standi yfir.


 

Mikil uppsveifla hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði síðustu vikur eins og Íslandsbanki bendir á í Morgunkorni sínu. Við lokun markaða í gær stóð FTSE 100 vísitalan í rúmum 4700 stigum og hefur ekki verið hærri síðan í júní árið 2002. Vísitalan hækkaði um 2,5% í september og um 3% til viðbótar á fyrstu dögum október. Ýmsir þættir hafa stuðlað að þessari hækkun, væntingar um fyrirtækjakaup, kaup fyrirtækja á eigin bréfum ásamt vangaveltum fjárfesta að vextir í Bretlandi hafi náð hámarki um sinn. Gengi breska olíufyrirtækisins BP hefur hækkað á síðustu vikum vegna hás olíuverðs og hefur það haft jákvæð áhrif á markaðinn.


 

Eignir landsmanna jukust um 2,1% í ágúst samkvæmt eignaverðsvísitölu KB banka sem mælir breytingu á eignum landsmanna í fasteignum og verðbréfum. Mestar voru hækkanir á hlutabréfaverði eða 9% en vísitala fasteignaverðs lækkaði um 1,3% sem dró úr áhrifum hækkandi hlutabréfaverðs.


 

Stjórn BioStratum hefur samþykkt drög að samningi (Term Sheet) við fjárfestingasjóðinn TM Partners. Miða drögin á því að TM Partners verði leiðifjárfestir í 40 milljón dala fjármögnun sem byggir í megin dráttum á því að TM Partners leggja fram 10 milljónir dala, núverandi hluthafar leggja fram 10 milljónir dala og aðrir nýir hluthafar leggi fram 20 milljónir dala. Verðmatið á félaginu fyrir fjármögnun er 52 milljónir dala.


 

Mikil velta hefur verið á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði á árinu og hefur hvert veltumetið á fætur öðru fallið eins og bent er á í Vegvísi Landsbankans í dag. Samkvæmt viðskiptayfirliti Kauphallar Íslands voru viðskipti í kauphöllinni 1.515 á fyrstu þremur fjórðungum ársins og hafa aldrei verið fleiri. Heildarvelta hlutabréfa á árinu nemur 465 mö.kr. sem er 24% aukning frá sama tíma í fyrra. Síðastliðinn september var veltumesti mánuður frá upphafi og var veltan 99 ma.kr. Veltuhæsti dagur frá upphafi var einnig í september, nánar tiltekið þann 30. september, þegar heildarvelta hlutabréfa nam 33 mö.kr. en þessa miklu veltu má rekja til eignabreytinga á Íslandsbanka. Meðalvelta á dag var 2,5 ma.kr. það sem af er ári en til samanburðar var meðalvelta 2,0 ma.kr. á dag á sama tímabili í fyrra.


 

Eignaverðsvísitala KB banka hækkaði um 2,1% að raunvirði í ágúst sem þýðir að eignir landsmanna jukust að meðaltali um 2,1% í ágúst. Mestar voru hækkanir á hlutabréfaverði eða 9%. Hins vegar var lækkun á vísitölu fasteignaverðs um 1,3% sem dró úr áhrifum hækkandi hlutabréfaverðs. Síðastliðna 12 mánuði hefur eignaverð hækkað um rúmlega 20%. Eignamyndun hefur aldrei verið jafn hröð og verið hefur að undanförnu en hraði eignaverðs hækkana hefur verið um og yfir 20% frá síðastliðnu hausti. Mestar hækkanir voru í apríl er eignaverð hækkaði um 25% frá sama tíma árið áður.


 

Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 135.755 en voru 133.163 árið 2003 (2%). Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 12,5% þegar þær fóru úr 6.909 í 7.771 milli ára. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fór gistináttafjöldinn úr 11.398 í 11.992 milli ára og fjölgaði þar með um 5,2%. Gistinætur á höfuðborgarsvæðinu voru 81.124 í ágúst s.l. en voru 79.147 árið 2003, sem er um 2,5% aukning milli ára. Fjöldi gistinátta á hótelum á Suðurlandi er mjög svipaður á milli ára en þar fækkaði gistinóttum úr 19.451 í 19.224 (-1,2%).


 

Eins og fram kom í tilkynningunni Íbúðalánasjóðs frá 29. september s.l. um breytingu á útgáfu hreyfingarskýrslu þá er sjóðurinn nú hættur að vinna og gefa út hreyfingarskýrsluna. Tilgangur hreyfingarskýrslunnar var að upplýsa markaðinn um útgáfu húsbréfanna og hvers vænta mætti af útgáfunni næstu daga. Var skýrsla þessi venjulegast gefin út vikulega en var á tímabili gefin út tvisvar í viku. Var þetta gert til að auðvelda markaðnum að verðleggja húsbréfin út frá væntri útgáfu húsbréfa. Vegna þessa var að finna í skýrslunni upplýsingar um afgreidd húsbréf, hversu mikið væri af afgreiddum fasteignaveðbréfum sem ekki hafði verið skipt fyrir húsbréf, svo og upplýsingar um innkomnar umsóknir og afgreiddar.


 

Gengi krónunnar hækkaði í dag um 0,25%. Hæst fór gengisvísitalan í 122,10 en endaði í 121,70. Rólegt var á gjaldeyrismarkaði en lítið er um birtingu hagvísa í vikunni. Vaxtaákvörðun er vikunni á evrusvæðinu og í Bretlandi. Búist er við óbreyttum vöxtum en stýrivextir eru nú 2,0% í EUR og 4,75% í GBP. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 122,00 og endaði í 121,70. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 2200 milljónir ISK.EUR/USD 1,2300USDJPY 111,25GBPUSD 1,7815USDISK 71,10EURISK 87,60GBPISK 126,75JPYISK 0,6395Brent olía 47,75Nasdaq 0,05%S&P -0,06%Dow Jones -0,25%


 

Hinn 23. september sl. var undirritaður í Valletta á Möltu samningur milli Íslands og Möltu sem mun koma í veg fyrir tvísköttun á fyrirtækjum og einstaklingum hvors lands um sig. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands á Möltu með aðsetur í London og Cecilia Attard-Pirotta, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu á Möltu undirrituðu samninginn.


 

Tekin hefur verið fyrsta skólfustunga að nýrri verslunarbyggingu að Vínlandsleið 1 í Grafarholti. Þar reisir Húsasmiðjan 7.300 fermetra stálgrindahús og verður fyrirtækið með verslun í þremur hlutum þess (smávara, byggingarvörur og timbursala) en Blómaval í einum hluta. Límtré flytur inn burðarvirkið frá Svíþjóð.


 

Undirritaður hefur verið verksamningur milli Húsavíkurhafnar og fyrirtækjanna Árni Helgason ehf. og Ísar ehf. um rekstur stálþils og fyllingar innan á Bökugarð, en fyrirtækin áttu lægsta tilboð í verkið. Samningsupphæðin er rúmar 86 milljónir króna og á verkinu að vera lokið um næstkomandi áramót. Eins og áður hefur komið fram, er hér um að ræða 130 metra langan viðlegukant. Dýpi við hann er 10 metrar og möguleiki á dýpkun niður á 12-13 metra.


 

ný þjónusta sem eykur hraða og sveigjanleika fyrir fyrirtæki


 

verð til bænda hækkar verulega


 

Aðeins á eftir að sprengja eina sprengjuhrinu í Almannaskarðsgöngum en nú er eftir er 4-5 metra haft. Það verður sprengt með viðhöfn næstkomandi föstudag, 8. október. Í frétt á hornfirska frétavefnum horn.is kemur fram að gangnagröftur hefur gengið vel í Almannaskarði undanfarna viku og Þó hefur bergið verið fremur leiðinlegt og allmikið þurft að bolta og sprauta.


 

Allir risaborarnir voru samtímis í notkun á virkjunarsvæðinu í síðustu viku, í fyrsta sinn frá því bor nr. 1 var tekinn í gagnið í september. Nýjasti borinn afkastaði 180 metrum. Það telst góður framgangur og bergið á leiðinni er hagstætt. Færibandakerfið á bor nr. 2 virkaði enn ekki sem skyldi og afköstin voru í samræmi við það, einungis tæplega 70 metrar.


 

Áhrif nýju húsnæðislána bankanna er nú að koma í ljós en velta á fasteignamarkaði hefur aukist mikið síðasliðnar vikur. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu var 275 vikuna 24. til 30. september og var heildarveltan alls 4.843 milljónir króna samkvæmt upplýsingum sem koma fram í Hálffimm fréttum KB banka. Aðeins einu sinni áður hefur veltan verið meiri en það var fyrstu vikuna í júlí á þessu ári þegar veltan var 4.872 milljónir króna.


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,21% í dag. Rólegt var á millibankamarkaðinum með gjaldeyri í dag og var veltan einungis um 1,4 milljarður króna. Dollarinn styrktist töluvert í dag og er það rakið til niðurstöðu G7 fundarins síðastliðinn föstudag. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 121,75 og endaði í 122,00.EUR/USD 1,2272USDJPY 111,0GBPUSD 1,7827USDISK 71,47EURISK 87,71GBPISK 127,39JPYISK 0,6437Brent olía 47,04Nasdaq 0,86%S&P 0,53%Dow Jones 0,44%


 

Brú Venture Capital hf., dótturfélag Straums Fjárfestingarbanka hf., hefur samið við Dr. Gísla Hjálmtýsson og Sigurð Ingiberg Björnsson um að þeir taki við framkvæmdastjórn og rekstri Brúar og er Dr. Gísli framkvæmdastjóri félagsins frá og með 1. október.


 

Óhætt er að segja að Flugleiðir og þá sérstaklega dótturfélag þeirra Icelandair hafi verið í sviðsljósinu að undanförnu. Á föstudaginn greindi félagið frá því að það hygðist hefja beint áhætlunarflug til San Fransisco og opna þannig nýjan heimshluta og stórauka möguleika íslenskrar ferðaþjónustu. Óhætt er að segja að þetta sé tímamótaákvörðun fyrir félagið og til að ræða þetta kemur Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í viðskiptaþáttinn í dag.


 

Fimm flugmenn Icelandair, sem ráðnir voru tímabundið í vor, fengu fastráðningu í gær. Alls voru 25 menn ráðnir sérstaklega vegna aukinna verkefna yfir sumarið og hætta 20 þeirra nú um mánaðamótin, en fimm halda áfram störfum. Þetta kemur fram í frétta á heimasíðu Félags íslenskra atvinnuflugmanna.


 

Í dag tók gildi ný verðskrá hjá Sláturfélagi Suðurlands og hækkaði verð á ungnautum um 2,1% og á kúm um 4%. Jafnframt hefur SS breytt greiðslufyrirkomulagi og munu bændur fá greitt sitt innlegg fyrsta mánudag eftir sláturviku. Eftir þessa verðbreytingu greiðir SS að jafnaði hæsta verð á landinu fyrir fullorðna gripi segir í frétt á vef Landssambands kúabænda.


 

Jón Helgi segir sig úr stjórn Flugleiða


 

Af 35 félögum sem eru skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hefur gengi níu félaga hækkað um meira en 100% frá áramótum. Þar af eru sjö félög í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Hlutabréfaverð Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. hefur hækkað mest eða um 205,6% en gengi bréfa félagsins hækkaði enn frekar á föstudag eða um 18,18% og var dagslokaverð á föstudag 6,50 sem er hæsta verð með bréf félagsins.


 

en hægari gangi á komandi ári


 

San Francisco-flugið kallar á flýtingu


 
Innlent
1. október 2004

HB Grandi kaupir skip

fiskimjölsverksmiðja um borð


 

Boeing 767 breiðþota notuð til flugsins


 

Gengishagnaður Baugs af eignarhlut sínum í Kaldbaki, nú Burðarási, eru tveir milljarðar króna samkvæmt frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Baugur keypti 15% hlut í Kaldbaki í lok árs 2003 og bætti svo við hlutum á vormánuðum 2004. Baugur átti tæp 25% í Kaldbaki og skipti þeim fyrir 5% í Burðarási. Verðmæti hlutar Baugs í Burðarási er rúmir fjórir milljarðar en kaupverð hlutanna voru rúmir tveir milljarðar.


 

Undirritaður hefur verið samningur um kaup Húsasmiðjunnar hf. á rekstri KB Byggingavara í Borgarnesi. Stefnt er að því að afhending rekstrarins fari fram um miðjan október næstkomandi. Í kjölfarið mun Húsasmiðjan breyta verslun KB í Borgarnesi í Húsasmiðjuverslun með stórauknu vöruúrvali og fjölbreyttri þjónustu en Húsasmiðjan hefur á boðstólum yfir 80 þúsund vörutegundir í verslunum sínum.


 

mikilvægar breytingar á áætlunarflugi félagsins


 

Vörður, vátryggingafélag opnaði í dag söluskrifstofu í Hagkaupum í Smáralind. Á söluskrifstofunni í Hagkaupum fást allar upplýsingar um heimilis- og bílatryggingar og þar munu ráðgjafar félagsins aðstoða við kaup á tryggingum.


 

Samkomulag hefur orðið á milli Óskars Magnússonar, forstjóra Og Vodafone (Og fjarskipta hf.), og stjórnar félagsins að Óskar láti af störfum forstjóra. Í samkomulaginu felst meðal annars að Óskar verði nýrri stjórn félagsins til ráðuneytis eftir þörfum til áramóta. Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Og Vodafone, mun gegna starfi forstjóra tímabundið.


 

Fulltrúar eMax ehf. og sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Hvítársíðuhreppur hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu þráðlauss breiðbandskerfis í umræddum sveitarfélögum. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. að tengjast Internetinu, flytja útvarps- og sjónvarpssendingar og fyrir eftirlits og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin.


 

Undirritaður hefur verið samningur um kaup Húsasmiðjunnar hf. á rekstri KB Byggingavara í Borgarnesi. Stefnt er að því að afhending rekstrarins fari fram um miðjan október nk. Í kjölfarið mun Húsasmiðjan breyta verslun KB í Borgarnesi í Húsasmiðjuverslun með stórauknu vöruúrvali og fjölbreyttri þjónustu en Húsasmiðjan hefur á boðstólum yfir 80 þúsund vörutegundir í verslunum sínum.


 

í íslensku viðskiptalífi


 

Bakkavör Group hf. seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða króna að nafnverði. Í tilkynningu frá félaginu segir að tilgangurinn hafi verið að afla fjármuna til frekari uppbyggingar á kjarnamörkuðum Bakkavör Group og styðja þannig við arðbæran vöxt félagsins. Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði og eru skráð í Kauphöll Íslands.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.