*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


nóvember, 2004

 

Nýverið tók til starfa sérstakur viðskiptaráðgjafi Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í Póllandi, Rafal Bernatowski. Pólland er um 40 milljón manna markaður sem býr við ört vaxandi hagsæld og er fjölmennast þeirra landa sem gengu í Evrópusambandið sl. vor. Margir hafa trú á að markaðurinn búi yfir miklum tækifærum til framtíðar og fyrirtæki sjá sér hag í að skoða pólska markaðinn á meðan hann er enn í þróun og vaxa meðhonum.


 

IMG Ráðgjöf verður eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,55% í dag. Gengisívísitala sveiflaðist á bilinu 117,20 til 118,25. Í vikunni hefur gengi krónunnar því hækkað um 0,97%. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 118,00 og endaði í 117,35. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 5,7 milljarðar ISK.EURUSD 1,3310USDJPY 102,85GBPUSD 1,9275USDISK 64,30EURISK 85,60GBPISK 124,15JPYISK 0,6255Brent olía 43,25Nasdaq 1,30%S&P 1,05%Dow Jones 1,10%


 

hækka verðmatið um 37% og mæla með sölu


 

Stefán Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn og tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Stefán mun stýra öllum daglegum rekstri baðanna og markaðssetningu en m.a. er unnið um þessar mundir að markaðsstarfi erlendis.


 

Ábyrgðasjóður launa þurfti að greiða 24 milljónir króna vegna þrotabús Móa ehf. Í skýrslu sinni fyrir Vinnumálastofnun gagnrýnir Harri Ormarsson lögfræðingur það hve lengi fjárvana rekstri er haldið gangandi og þannig mynduð launaskuld sem óhjákvæmilega falli á Ábyrgðarsjóðinn. Þrotabú kjúklingabúsins Móa var eitt slíkra þrotabúa.


 

nýtt hótel fullbókað


 

Samskip breyta siglingaáætlun sinni frá og með 1. janúar 2005. Skip félagsins munu hafa viðkomu í Halmstad í Svíþjóð í stað Varberg sem hefur verið viðkomuhöfn Samskipa í Svíþjóð fram til þessa. Flutningar félagsins til og frá Noregi og Svíþjóð fara framvegis um Halmstad samkvæmt breyttri siglingaáætlun og um leið flyst vörumóttaka í Noregi frá Moss til Oslo. Skipin verða á fimmtudögum í Halmstad.


 

Yfir 50 umsóknir bárust í forvali vegna verslunarreksturs í flugstöðinni sem stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. efndi til nú í haust. og í gær, 30. nóvember, voru póstlögð bréf til um 30 fyrirtækja, þar sem óskað er eftir frekari viðræðum um nánari útfærslu hugmynda þeirra og um tilheyrandi viðskiptaáætlun. "Það er með öðrum orðum unnið markvisst að því að gefa einkafyrirtækjum færi á að stunda margvíslegan verslunarrekstur í flugstöðinni," segir í yfirlýsingu stjórnar FLE.


 

2,3% hækkun í nóvember


 

Greining ÍSB hefur unnið nýtt verðmat á Straumi Fjárfestingarbanka. Niðurstaða verðmatsins er 53,9 ma.kr. og jafngildir það verðmatsgenginu 10,0. "Við mælum með að fjárfestar haldi bréfum sínum í Straumi. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma er að fjárfestar markaðsvegi bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Miðað við síðustu viðskipti með bréf í Latabæ, sem framleitt hefur sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað, er fyrirtækið í dag metið á um tvo og hálfan milljarð króna. Ágúst Freyr Ingason, aðstoðarforstjóri Latabæjar, segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þó í raun sé ekki hægt að meta raunverulegt verðmæti fyrirtækisins þar sem engin viðskipti hafi verið með bréf félagsins í eitt ár. Síðustu viðskipti áttu sér stað haustið 2003, en þá fjárfesti Íslandsbanki í Latabæ fyrir 600 milljónir króna en gengi á bréfum í Latabæ í þeim viðskiptum var 163,5.


 

Í skýrslu Vinnumálstofnunar um Ábyrgðarsjóð launa kemur fram að sumir einstaklingar ættu líklega ekki að koma að rekstri. Þar kemur fram að tveir skráðir einstaklingar í rekstrarsöguskrá Lánstrausts voru stjórnarmenn í 9 félögum (skráðum í Hlutafélagaskrá), eða fleirum, sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota á síðastliðnum fjórum árum. En kóngurinn er auðvitað sá ónefndi einstaklingur sem náði að vera stjórnarmaður í 10 félögum (skráðum í Hlutafélagaskrá), eða fleirum, sem úrskurðuð hafa veriðgjaldþrota á sl. 4 árum. Með öðrum orðum, félag á hans vegum hefur orðið gjaldþrota á fimm mánaða fresti sl. fjögur ár.


 

vegna stóriðjuframkvæmda


 

heildargreiðslur í fyrra 733 milljónir


 

Breytingar á fyrirkomulagi fasteignalána að undanförnu hafa leitt til aukinna umsvifa á fasteignamarkaði eins og tölur um fjölda fasteignaviðskipta bera með sér. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur meðalfjöldi fasteginaviðskipta í viku hverri verið um 280 en áður en bankarnir hófu að bjóða fasteignalán á sambærilegum kjörum og Íbúðarlánasjóður var meðalfjöldi slíkra viðskipta rétt um 180 á viku.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,34%. Gengisívísitala sveiflaðist á bilinu 117,85 til 118,40 og hefur gengi krónunnar því ekki verið jafn hátt síðan krónan var sett á flot í mars 2001. Gengi dollara fór undir 65 krónur í dag í fyrsta skipti í 9 ár. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 118,40 og endaði í 118,00. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 5,1 milljarður ISK.EURUSD 1,3290USDJPY 102,75GBPUSD 1,9110USDISK 64,85EURISK 86,20GBPISK 123,90JPYISK 0,6310Brent olía 44,75Nasdaq -0,25%S&P -0,35%Dow Jones -0,45%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Tæplega 24 þúsund lífeyrisþegar fá eingreiðslu frá Tryggingastofnun fyrir jólin eða rúmlega helmingur allra lífeyrisþega. Við endurreikning bótaréttar ársins 2003 kom í ljós að 23.578 lífeyrisþegar eiga inneign hjá TR sem greidd verður út í desember. 10.773 lífeyrisþegar hafa fengið ofgreitt á árinu og þær fjárhæðir verða innheimtar eftir áramót. Heildarfjárhæð inneigna nemur rúmum milljarði króna og kröfurnar nema svipaðri fjárhæð.


 

Vegna stjórnskipulagsbreytinga óskar Húsavíkurbær að ráða þrjá framkvæmdastjóra. Um er að ræða þrjú ný svið og taka breytingarnar gildi um næstu áramót. Megin viðfangsefni framkvæmdastjóranna er að hafa yfirumstjón með og bera ábyrgð á rekstri hvers sviðs og að þjónusta þeirra sé veitt samkvæmt lögum og reglum og í samræmi við stefnu Húsavíkurbæjar.


 
Innlent
30. nóvember 2004

Bónus gefur 20 milljónir

Jóhannes Jónsson hefur afhent Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Hjálparstarfi kirkjunnar 20 milljónir króna frá Bónusi. Féð verður notað til að aðstoða þá sem við bágust kjör búa nú þegar jólahátíðin er framundan. Hjálparstarf kirkjunnar mun vinna með Öryrkjabandalaginu og aðstoða fólk um land allt, Mæðrastyrksnefnd sinnir skjólstæðingum sínum í Reykjavík eins og hún hefur gert liðin 76 ár.


 

Væntingavísitala Gallup lækkaði á milli október og nóvember um tæp 5 stig. Vísitalan hefur nú lækkað tvo mánuði í röð um samtals tæplega 18 stig. Lækkunin stafar af því að bæði hefur mat neytenda á núverandi ástandi versnað sem og mat þeirra á framtíðarhorfum í efnahags- og atvinnumálum. Væntingavísitalan stendur nú í 111,1 stigum og því er það enn svo, þrátt fyrir lækkun síðustu tvo mánuði, að fleiri neytendur eru bjartsýnir en svartsýnir á efnahags- og atvinnuástandið. Kemur þetta fram í niðurstöðum sem Gallup sendi frá sér í morgun.Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að kennaraverkfallið er líkleg ástæða fyrir þessari þverrandi bjartsýni neytenda. "Verkfallið hafði víðtæk áhrif á heimilin í landinu og eðlilegt er að það endurspeglist í skoðunum þeirra á efnahags- og atvinnumálum. Mat neytenda á efnahagslífinu hefur versnað öllu meira en mat á atvinnuástandinu og er það nokkuð rökrétt í ljósi þeirrar kenningar að hér sé um áhrif verkfallsins að ræða. Líklegast munu áhrif þessi hverfa fljótt nú þegar verkfallinu er lokið. Þannig má reikna með því að Væntingavísitalan hækki á milli nóvember og desember," segir í Morgunkorninu.


 

Alþingi samþykkti í gærkvöldi lagafrumvarp um að áfengisgjald á sterku víni hækki um 7% og tóbaksgjald hækki einnig um 7% og taka lögin þegar gildi. Í ljósi þessa telur greiningardeild Íslandsbanka ástæða til að endurskoða verðbólguspá fyrir desember. "Nú er útlit fyrir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða í stað 0,2% hækkunar eins og áður var spáð. Táknar þetta að verðbólgan mælist 3,7% í desember ef spáin gengur eftir," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hafa lækkað fasta vexti LSR lána í 4,15%, frá og með mánudeginum 29. nóvember. Eftir sem áður er ekki gerð krafa um fyrsta veðrétt, ekki er krafist uppgreiðslugjalds þó lán sé greitt upp að hluta eða öllu leyti fyrir umsamda gjalddaga og vaxtakjör lánanna eru ótengd öðrum viðskiptum. Alls eiga nú um sjötíu þúsund sjóðfélag LSR og LH rétt á LSR lánum.


 

Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins, mánudaginn 29. nóvember 2004, fyrir kaupum á norska bankanum Kredittbanken. Um leið hafa öll skilyrði fyrir kaupum á Kredittbanken verið uppfyllt. ?Við erum mjög ánægð með að kaup okkar á Kredittbanken hafi verið samþykkt. Við stefnum á að mynda öfluga norsk-íslenska bankasamstæðu og nú hefur fyrsti hornsteinninn verið lagður. Næsta skref eru kaupin á BNbank, þar sem við höfum gert tilboð upp á 340 norskar krónur á hlut," segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka í tilkynningu frá félaginu.


 

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur til meðferðar tilboð í byggingu sendiherrabústaðar í Berlín. Alls bárust 10 tilboð og ekkert þeirra undir kostnaðaráætlun. Tilboðin eru öll frá þýskum byggingaaðilum. Lægsta tilboðið var frá fyrirtækinu Bateg og hljóðaði upp á 1.924.086,04 evrur eða 167 milljónir króna og er það 112,2% af kostnaðaráætlun.


 

Ríkiskaup fyrir hönd Úrvinnslusjóðs hafa auglýst áhugasömum umsækjendum sem hafa hug á að gerast þjónustuaðilar við verkefni sem lýtur að söfnun og endurnýtingu heyrúlluplasts sem fellur til á Íslandi en áætlað er að milli 1600 - 1800 tonn af heyrúlluplasti berist til landsins árlega. Það er Úrvinnslusjóður í samvinnu við Bændasamtök Íslands sem vinnur að því að skipuleggja söfnun og endurnýtingu á plastinu en það er umfangsmikið og mikilvægt verkefni að safna plastinu saman og endurnýta þegar það hefur þjónað upprunalegum tilgangi sínum.


 

Hagfræðistofnun verslunarinnar í Svíþjóð (HUI) spáir því að jólagjöfin í ár þar í landi verði sjónvarp með flötum skjá ? fjölskyldurnar muni sameinast um stóran pakka að þessu sinni. Ástæðan er sú að fjárhagur heimilanna er betri en undangengin ár og raftækjaverslanir bjóði flatskjáasjónvörp á betra verði en nokkru sinni fyrr. HUI spáir á hverju ári fyrir um hver jólagjöf ársins verði. Forsendurnar sem spárnar byggja á er að varan sé vinsæl meðal neytenda, að varan seljist vel og að hún falli vel að tíðarandanum. Á síðasta ári var ?jólagjöfin í ár" kuldahúfa og árið þar áður matreiðslubók.


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,04%. Gengisívísitala sveiflaðist á þröngu bili og fór lægst í 118,30 og hæst í 118,55. Vaxtaákvörðun er á Evrusvæðinu á fimmtudag og er búist við óbreyttum vöxtum. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 118,50 og endaði í 118,55. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3 milljarðar ISK.EURUSD 1,3290USDJPY 102,55GBPUSD 1,8945USDISK 65,15EURISK 86,55GBPISK 123,45JPYISK 0,6355Brent olía 44,10Nasdaq 0,30%S&P -0,05%Dow Jones -0,15%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Seðlabankinn mun líklega bregðast við verðbólguhorfum með hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig samhliða útgáfu Peningamála, ársjórðungsrits síns, eftir lokun markaða 2. desember næstkomandi segir í Markaðsyfirliti Íslandsbanka. Þar er bent á að Seðlabankinn hefur þegar brugðist við verðbólguhættu með hækkun stýrivaxta úr 5,3% í 7,25% á þessu ári eða frá því hann hóf vaxtahækkunarferli sitt í maí síðastliðnum.


 

Þetta eru niðurstöður í nýrri könnun semDe svenske tjenestamænds centralorganisationlét gera um umræðuefni fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni slúðra karlar meira um kollega sína en konurnar. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu VR.


 

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur lækkað vexti á lánum til sjóðfélaga í 4,15% og fetar þannig í fótspor Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri sjóðsins, segir tilgang vaxtalækkunarinnar þann að viðhalda markaðsstöðu sjóðsins á sviði lánveitinga til sjóðfélaga.?Beinar lánveitingar til sjóðfélaga hafa ætíð skipað þýðingarmikinn sess í starfsemi lífeyrissjóðsins og þessi hluti verðbréfasafns sjóðsins hefur gefið jafna og traust ávöxtun á liðnum árum auk þess sem útlánatöp hafa verið hverfandi," sagði Þorgeir í frétt á heimasíðu sjóðsins.


 
Innlent
29. nóvember 2004

Verðbólgan áfram mikil

spáir greining Íslandsbanka


 

Stjórn SVÞ ? Samtaka verslunar og þjónustu telur að það eigi fremur að vera markmið stjórnvalda að efla almenna verslun í landinu, sem skilar samfélaginu eðlilegum og almennum tekjum, en að reka tollfrjálsa komuverslun í flugstöðvum í beinni samkeppni við innlenda verslun. Því eigi að afleggja tollfrjálsa komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) og á öðrum flugvöllum segir í yfirlýsingu SVÞ.


 

Rekstrartekjur Hampiðju samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins var kr. 3.313 milljónum sem er sambærileg upphæð og á fyrra ári. Hagnaður samstæðunnar á tímabilinu, fyrir afskriftir og hrein fjármagnsgjöld (Ebidta), var kr. 426 milljónir samanborið við kr. 331 milljón á sama tímabili árið áður. Þar af var söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna kr. 92 milljónir á tímabilinu en var óverulegur árið áður. Hagnaður samstæðunnar á tímabilinu eftir hlutdeild minnihlutans var kr. 191 milljón.


 
Innlent
29. nóvember 2004

Orkuveitan selur Línu.Net

en kaupir ljósleiðarakerfið í staðinn


 

Fulltrúar Og Vodafone og Orkuveitu Reykjavíkur hafa undirritað samning um stóraukna ljósleiðaravæðingu heimilanna og gagnaflutningsþjónustu fyrir fyrirtæki. Í samningnum felst einnig að Orkuveita Reykjavíkur sérhæfir sig í rekstri og áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfa. Og Vodafone einbeitir sér hins vegar að markaðssetningu, vöruþróun og þjónustu við viðskiptavini, m.a. á ljósleiðaratengingum. Samkomulagið er í meginatriðum þríþætt:


 

meta félagið á 99 milljarða


 

Vátryggingafélag Íslands hf. hefur keypt Vörð Vátryggingafélag hf. og tekur við rekstri þess í dag. Kaupsamningar voru undirritaðir í gær og er kaupverðið trúnaðarmál. Seljandi Varðar er Hringur hf., aðaleigandi þess félags er Baugur Group hf. Kristján B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Varðar, hefur látið af störfum. Ásgeir Baldurs, áður forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá VÍS, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Varðar tímabundið þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.


 

yfirlýsing SVÞ ? Samtaka verslunar og þjónustu:


 

Stjórnvöld í Chile tilkynntu á föstudag að þau hafa fullgilt fríverslunarsamning EFTA og Chile. Samningurinn fær gildi þegar 1. desember og þá falla niður allir tollar á sjávarafurðum milli Íslands og Chile auk þess sem flestar tegundir iðnvarnings verða tollfrjálsar.


 

? hefur tryggt stuðning 60% hlutabréfa


 

Flugfélagið Air Atlanta hefur látið teikna nýtt merki félagsins í tilefni af sameiningu flugfélaganna Íslandsflug og Air Atlanta frá og með næstu áramótum. Í greinargerð með merkinu segir m.a. að grunnflötur merkisins er hnattlaga og vísar beint til alþjóðlegrar starfsemi félagsins. A-ið er upphafsstafurinn í nafni félagsins og blár litur himins er skírskotun til flugsins. Ómar Benediktsson, verðandi forstjóri hins sameinaða félags, segir í tilkynningu félagsins að merkið sé sameiningartákn allra starfsmanna félagsins. ?Merkið er nútímalegt og lýsir vel þeim styrkleika, gæðum og sveigjanleika sem einkennir nýtt og ferskt Air Atlanta." Auglýsingastofan Himinn og haf teiknaði merkið.


 

Gengi krónunnar sveiflaðist á þröngu bili í dag og hækkaði um 0,08%. Hagstofan birti í morgun vöruskipti við útlönd og voru þau neikvæð um 4,6 milljarða króna í október. Tölurnar voru í takt við væntingar og hreyfðu lítið við gengi krónunnar.


 

Hætt hefur verið við sameiningu SPRON og Sparisjóðs vélstjóra að því er kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sjóðanna til Kaupkallarinnar.


 

Rekstrarhagnaður (EBITDA) Kögunar samstæðunnar nam 276 mkr. á fyrstu 9 mánuðum ársins samanborið við tæplega 148 mkr. árið áður. Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta varð 278 mkr. fyrstu níu mánuði ársins 2004 en var 304 mkr. á sama tímabili árið 2003. Þetta er lækkun um 26 mkr. eða tæp 9% sem skýrist m.a. af því að í þriðja fjórðungi 2003 var bókfærður söluhagnaður af hlutabréfum í Navision Software Ísland hf. og Ax Business Intelligence A/S að upphæð 174 mkr. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins eftir skatta varð 227 mkr. og hagnaður á hverja krónu hlutafjár nam 1,90 kr. Öll félögin innan Kögunarsamstæðunnar skiluðu hagnaði á tímabilinu.


 

einstaklingar stærri en lífeyrissjóðir


 

Fitch hefur staðfest óbreyttar lánshæfimatseinkunir Landsbankans A í langtímaeinkunn, F1 í skammtímaeinkunn, C í eigin einkunn og 2 í stuðningseinkunn. Útlit um horfur er stöðugt. Staðfesting á lánshæfimatinu kemur í kjölfar árlegrar skoðunar á bankanum.


 
Innlent
26. nóvember 2004

Allt uppselt í Smáralind

um 17% veltuaukning í húsinu á árinu


 

Þýska sjónvarpsstöðin Super RTL og Latibær skrifuðu undir samninga í gær um sýningu á sjónvarpsþáttunum um íbúa Latabæjar. "Sjónvarpsstöðin er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi og mun hefja þýðingar á Latabæjarþáttunum eftir áramót og frumsýna í kjölfarið haustið 2005. Super RTL verður einnig samstarfsaðili Latabæjar í þróun og sölu vörum tengdum Latabæ á þýska markaðinum," segir í tilkynningu frá Latabæ.


 

Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélag Kaupþings Búnaðarbanka hf., hefur keypt allt hlutafé líftryggingarfélagsins PFA Pension Luxembourg. Seljandi er danski lífeyrissjóðurinn PFA Pension. Starfsemi PFA Pension Luxembourg felst einkum í sölu söfnunarlíftrygginga og eru viðskiptavinir þess, bæði einstaklingar og fyrirtæki.


 
Innlent
26. nóvember 2004

Bréfin hækkað um 40%

Liðnar eru ríflega 8 vikur síðan Stofnfjármarkaði SPRON var komið á laggirnar. Á þessum tíma hefur tæpur helmingur stofnfjár skipt um hendur og gengið hækkað um 40% eða úr 5,0 í 7,0 eins og kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá SPRON er erfitt að segja fyrir um framvindu markaðarins og vart hægt að búast við því að veltan verði jafn mikil og fyrstu vikurnar gefa til kynna. Viðskipti síðustu tvær vikurnar hafa verið frekar dauf, en nú virðist þó sem markaðurinn sé að taka við sér aftur. Það eru HF Verðbréf hf. í Borgartúni 20 sem hafa milligöngu um viðskiptin af hálfu SPRON en einnig hefur MP Fjárfestingabanki miðlað bréfunum.Talsvert hefur verið um það, að stofnfjárbréf eru sögð glötuð, sem hefur erfiðleika í för með varðandi sölu þeirra. Nauðsynlegt er að fá ógildingardóm vegna hinna glötuðu bréfa svo unnt sé að gefa út ný. SPRON hefur ákveðið að hafa frumkvæði að málarekstri til ógildingar á þessum bréfum.


 

Á hluthafafundi í Skýrr hf. í vikunni var ný stjórn félagsins kosin. Stjórnina skipa þeir Örn Karlsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Varamenn eru Skúli Valberg Ólafsson, Guðmundur Þórðarson og Bjarni Birgisson. Nýkjörin stjórn hélt í framhaldinu sinn fyrsta stjórnarfund og skipti með sér verkum. Formaður nýrrar stjórnar Skýrr er Örn Karlsson.


 

Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðs Íslands hf. fyrstu 9 mánuði ársins var var kr.46.180.847. Velta félagsins var 353, milljónir króna. Á tímabilinu rak félagið uppboðsmarkað fyrir fisk í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík og Þorlákshöfn. Seld voru 36.784 tonn af fiski fyrir 4.511 millj. kr. og var meðalverð á kíló 122,6 kr. Á sama tímabili árið áður hjá Fiskmarkaði Íslands hf. voru seld 30.850 tonn af fiski fyrir 4.319 millj. króna og var meðalverðið á kiló kr. 140.


 

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnirnar A til langs tíma og F1 til skamms tíma fyrir Íslandsbanka í tengslum við yfirtökutilboð bankans í BN banka í Noregi. Jafnframt eru staðfestar sjálfstæð einkunn C og stuðningseinkunn 2. Horfur fyrir einkunnirnar eru stöðugar.


 

Krónan hækkaði í gær um 0,5% í líflegum viðskiptum. Gengi krónunnar hefur ekki mælst jafn hátt síðan í maí í fyrra og er þá miðað við gengi krónunnar við lokun gjaldeyrismarkaðarins. Segja má að krónan hafi verið í nær samfelldum hækkunarfasa frá því í september á þessu ári en á þeim tíma hefur gengi hennar hækkað um 3,4% eins og bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Grein um endurbætur á framleiðsluferli Norðuráls ehf. á Grundartanga var kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu um tækni í álverum, sem haldin var fyrir skömmu í Queensland í Ástralíu. Hlaut greinin fyrstu verðlaun í lok ráðstefnunnar. Höfundur greinarinnar er Willy Kristensen, framkvæmdastjóri rafgreiningasviðs hjá Norðuráli og meðhöfundar eru Óskar Jónsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs og Gauti Höskuldsson, verkfræðingur kerskála. Er þetta er ein helsta viðurkenning sem veitt er á ráðstefnum sem þessum í heiminum segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.


 

Atlantsolía fær að setja upp aðstöðu við höfnina


 

-nýtt verðmat á Bakkavör Group hf.


 

Samherji hf. var rekinn með 1.675 milljón króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2004 en hagnaður á sama tíma árið 2003 var 622 milljónir króna. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins námu 12.340 milljónum króna en rekstrargjöld voru 10.528 milljónir. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 1.812 milljónum króna, afskriftir námu 949 milljónum og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 137 milljónum króna. Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga nam 1.006 milljónum króna, hagnaður fyrir skatta var 1.731 milljón króna og hagnaður eftir skatta og hlutdeild minnihluta nam tæpum 1.675 milljónum króna eins og áður segir. Veltufé frá rekstri nam 1.077 milljónum króna.


 

Carnitech a/s dótturfélag Marel hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu (Letter of intent) um kaup á hluta af rekstri þýska fyrirtækisins Röscherwerke GmbH. Sá hluti sem um ræðir starfar undir vörumerkinu Geba og framleiðir skurðarvélar fyrir ferskan reyktan lax. Gert er ráð fyrir að sameina rekstur Geba rekstri CP-Food, sem er í eigu Carnitech og framleiðir svipaðar vörur.


 

Burðarás hefur fjárfest í sænska fjárfestingarbankanum D.Carnegie & Co. Burðarás hf. á nú 8.796.000 hluti í sænska bankanum sem samsvarar 13,3% af heildarhlutafé hans eins og kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,50% í dag. Gengi krónunnar er því nálægt hæsta gildi sínu á þessu ári en gengisvísitalan fór í 118,40 í 5. febrúar sl.Gengi USD hélt áfram að lækka á mörkuðum þrátt fyrir að lítið væri um birtingu hagvísa og frí í Bandaríkjunum vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar.Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,20 og endaði í 118,60. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3,3 milljarðar ISK.EURUSD 1,3230USDJPY 102,55GBPUSD 1,8880USDISK 65,50EURISK 86,65GBPISK 123,55JPYISK 0,6380Brent olía 43,65Nasdaq 0,90%S&P 0,40%Dow Jones 0,25%


 

Á hluthafafundi í Skýrr hf hinn 22. nóvember síðastliðinn var ný stjórn félagsins kosin. Stjórnina skipa þeir Örn Karlsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Varamenn eru Skúli Valberg Ólafsson, Guðmundur Þórðarson og Bjarni Birgisson. Nýkjörin stjórn hélt í framhaldinu sinn fyrsta stjórnarfund og skipti með sér verkum. Formaður nýrrar stjórnar Skýrr er Örn Karlsson.


 
Innlent
25. nóvember 2004

Hátækni og jólaverslun

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu


 

undanþáguákvæði feld niður


 

Á fjölmennum morgunverðarfundi í morgun kynnti Verslunarráð skýrslu sína um markaðsvæðingu orkukerfisins sem starfshópur ráðsins hefur unnið að undirfarið misseri, undir forystu Páls Harðarsonar forstöðumanns hjá Kauphöll Íslands. Fundurinn hófst með kynningu Páls á skýrslunni, forsendum hennar og þeirri niðurstöðu sem hópurinn komst að. Páll benti á að núverandi eignatengsl væru ekki samkeppnishvetjandi.


 

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, breytist ekki nú um áramótin. Þetta þýðir að verð til neytenda er óbreytt 3. árið í röð. Hins vegar hækkar verð til bænda um 3,4% sem er í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs. Fulltrúar mjólkuriðnaðarins hafa lýst því yfir að ekki komi til verðbreytingar á öðrum mjólkurvörum að svo stöddu.


 

Kuldakastið núna í nóvember setur strik í reikninginn í mörgum þáttum virkjunarframkvæmdanna við Kárahnjúka. Frost og steypuvinna fara til dæmis afar illa saman, sem hægir á verkum hér og þar. Arnarfell frá Akureyri stefndi að því að byrja í síðustu viku að sprengja fyrir göngum úr væntanlegu Ufsarlóni í Jökulsá í Fljótsdal en vetrarhörkurnar komu í veg fyrir það.


 

Úrvalsvísitalan hefur tekið við sér síðustu þrjá daga eftir að hafa verið lítið breytt í nærri tvær vikur. Yfir síðustu þrjá daga nemur hækkunin samtals 2,8%. Gildi vísitölunnar er nú um 11,6% lægra en þegar það fór hæst, 8 október. Horft yfir síðustu vikur var lægsta gildi vísitölunnar 2. nóvember og er vísitalan í dag um 8,5% hærri en þá. Síðustu daga hefur veltan á hlutabréfamarkaði verið með minna móti og áberandi minni en í lækkunarhrinunni í október.


 

Stjórn SÍF hf. samþykkti á fundi sínum í gær inntak kaupréttaráætlunar starfsmanna, sem hrint verður í framkvæmd ef samkeppnisyfirvöld í Frakklandi samþykkja kaup SÍF hf. á Labeyrie fyrirtækjasamstæðunni. Þess er vænst að afstaða samkeppnisyfirvalda til kaupanna liggi fyrir eigi síðar en 17. desember 2004.


 

Rólegt var á gjaldeyrismarkaði í dag og hækkaði gengi krónunnar um 0,08%. Enn á ný náði gengi evrunnar hámarki gagnvart dollara og fór í 1,3170. Frí er á morgun í Bandaríkjunum vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,30 og endaði í 119,20. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3,1 milljarðar ISK.EURUSD 1,3165USDJPY 102,85GBPUSD 1,8805USDISK 66,10EURISK 87,00GBPISK 124,25JPYISK 0,6425Brent olía 42,40Nasdaq 0,50%S&P 0,20%Dow Jones 0,05%


 

SPRON hefur tekið ákvörðun um að lækka vexti Íbúðalána niður í 4,15%. Viðskiptavinir sem eru skráðir í Fjölskylduþjónustu SPRON geta lækkað vaxtagreiðslur sínar enn frekar þar sem skilvísir lántakendur fá endurgreiðslu á hluta greiddra vaxta segir í tilkynningu félagsins.


 

ásamt nýjum markaðsfréttum og upplýsingaöryggi


 

Rússar hafa tekið þeirri beiðni Íslendinga vel að bæta flugleiðinni ?Keflavík-Pétursborg? í viðauka við loftferðasamning sem hefur verið í gildi milli landanna í nokkur ár. Stefnt er að því að ljúka því sem fyrst. Þetta kom fram á fundi í vikunni á milli íslenskra og rússneskra embættismanna um viðskiptamál í Moskvu.


 

Verð á sjávarafurðum hækkaði um 1,6% í október frá mánuðinum á undan mælt í erlendri mynt (SDR) samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Verð á sjávarafurðum hefur nú hækkað í fimm mánuði í röð (mælt í SDR) og ekki mælst hærra síðan í júlí 2002. Hins vegar er verð sjávarafurða mælt í íslenskum krónum nú einungis áþekkt því sem það var fyrir ári síðan vegna sterkrar stöðu krónunnar.


 
Innlent
24. nóvember 2004

Nýtt verðmat á Össuri

Greiningardeild Íslandsbanka hefur gert nýtt verðmat á Össuri. Niðurstaða verðmatsins er 373 m. dollara. Umreiknað í krónur miðað við gengi dollara 66,7 er verðmatið 24,9 ma.kr. Jafngildir það verðmatsgenginu 79. Greining Íslandsbanka mælir með að fjárfestar haldi bréfum sínum í Össuri. Ráðgjöf þeirra til skemmri tíma er að fjárfestar markaðsvegi bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum.


 

hlutafjárútboði lokið


 

Greiningardeild Landsbankans hefur unnið nýtt verðmat á KB banka. Miðað við gefnar forsendur er verðmæti bankans metið á 303,6 ma.kr. og gefur það verðmatsgengið 460,9. Síðasta verðmat á bankanum var 407,9 og því hækkar verðmatsgengið um 13%. Helstu skýringar á bak við hækkun verðmatsins eru lægri áhættugrunnur, lækkun ávöxtunarkröfu og breyttar rekstrarforsendur fyrir KB banka. Lokagengi á bréfum KB banka var 450,5 í gær og því mæla Landsbankamenn með því að fjárfestar haldi bréfum sínum.


 
Innlent
24. nóvember 2004

Stefán hættir hjá ÍAV

Stefán Friðfinnsson, sem hefur verið forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf. síðan árið 1990, hefur sagt látið af störfum að eigin ósk en hefur tekið við stjórnarformennsku í stjórn fyrirtækisins. Við starfinu tekur Gunnar H. Sverrisson, sem hefur verið framkvæmdastjóri hjá ÍAV og staðgengill forstjóra um árabil. Í nýrri stjórn ÍAV sitja Stefán Friðfinnsson, Gunnar H. Sverrisson og Karl Þráinsson og til vara Guðmundur Geir Jónsson.


 

Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar í vörumerkjamáli danska fyrirtækisins Pharma Nord ApS, á hendur PharmaNor eins og kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Verður PharmaNor að hætta að nota nafnið að viðlögðum dagsektum sem hefjast 30 dögum eftir uppkvaðningu dómsins. Einnig var PharmaNor gert að greiða danska fyrirtækinu 1,5 milljón kr. í málskostnað. Pharma Nord ApS hafði selt vörur sínar, m.a. vítamín og fæðubótarefni, hér á landi frá árinu 1988, og fékk skráð vörumerkið Pharma Nord árið 1994 fyrir allar vörur í flokkum fyrir m.a. lyf, vítamín og fæðubótarefni.


 

Söluaðilar sem eru í viðskiptum við Kortaþjónustuna og danska greiðslumiðlunarfyrirtækið PBSI fá nú umtalsverða lækkun á þjónustugjöldum sínum eða um 0,5% lækkun. Þjónustugjöldin verða því 2,4 ? 2,6% eftir lækkunina segir í tilkynningu frá félaginu.


 

Rekstrartekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 6.695 milljónum króna samanborið við 7.419 milljónir króna tekjur hjá forverunum tveimur, Granda hf. og Haraldi Böðvarssyni hf, á sama tíma á síðasta ári, sem er 9,8% samdráttur tekna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir á rekstrartímabilinu var 1.347 milljónir króna eða 20,1% af rekstrartekjum. Tap HB Granda hf. á fyrstu 9 mánuðum ársins 2004 nam 29 milljónum króna, en á sama tímabili árið 2003 nam hagnaður Granda hf. og Haraldar Böðvarssonar hf. samtals 818 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam 1.031 milljón króna sem er um 15,4% af rekstrartekjum. Eiginfjárhlutfall HB Granda hf. í lok tímabilsins er 29,8%.


 

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra húsnæðislána úr 4,2% í 4,15%. Ákvörðun er tekin í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti á sínum lánum eftir síðasta útboð.


 

Rólegt var á gjaldeyrismarkaði í dag og lækkaði gengi krónunnar um 0,08% í litlum viðskiptum. Gengi evrunnar náði sínu hæsta gildi gagnvart dollara og fór í fyrsta skipti yfir 1,3100 en líklegt er talið að Rússar muni auka gjaldeyrisforða sinn með kaupum á evrum. Gull náði 16 ára hámarki í dag og einnig hækkaði olíuverð. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,20 og endaði í 119,30. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 2,3 milljarðar ISK.EURUSD 1,3085USDJPY 103,50GBPUSD 1,8700USDISK 66,40EURISK 87,00GBPISK 124,20JPYISK 0,6415Brent olía 42,90Nasdaq -0,30%S&P -0,20%Dow Jones -0,30%


 

KB banki hefur ákveðið að lækka fasta vexti sína á KB íbúðalánum í 4,15% frá og með deginum í dag. Samhliða þessari vaxalækkun verður gerð sú breyting á skilmálum þegar tekið er 100% lán að fjármögnunartími 20% lánsfjárhæðarinnar verður að hámarki 15 ár. Önnur ákvæði skilmála KB íbúðarlána eru óbreytt.


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Síminn og Skjár Einn áforma í vikunni að hefja hringferð sína um landið til þess að færa íbúum tíu bæjarfélaga á landsbyggðinni Skjá Einn og enska boltann. Hringferðin hefst í Bolungarvík og hyggjast Síminn og Skjár Einn bjóða Bolvíkingum til fjölskylduhátíðar í félagsheimilinu Víkurbæ kl. 17:00, fimmtudaginn 25. nóvember. Á hátíðinni verður þjónusta Símans kynnt auk þess sem Skjár Einn verður með ýtarlega kynningu á vetrardagskrá sinni. Framkvæmdastjóri Skjás Eins og nokkrir vel valdir dagskrárgerðarmenn mæta til kynningar á dagskránni. Daginn eftir verður svo fjölskylduhátíð á Patreksfirði.


 

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið ágætlega undanfarnar vikur. Uppsjávarfyrirtækin á Austurlandi hafa notið góðs af því að veiðin hefur undanfarið verið fyrir austan landið. Stór hluti aflans (ríflega 60%) hefur farið í frystingu eða söltun sem eykur aflaverðmætið til muna. Til samanburðar fór 47% í frystingu/söltun á vertíðinni í fyrra. Nokkur skipanna hafa fryst aflann beint um borð en önnur séð vinnslunni í landi fyrir hráefni með því sem næst daglegum löndunum undanfarnar vikur.


 

ráðstefna Kauphallar Íslands um sjávarútveg


 

Listi yfir 20 stærstu hluthafa Flugleiða hf., sem kemur í kjölfar hlutafjárúboðs félagsins, hefur verið lagður inn í Kauphöllina. Þar kemur fram að félag Hannesar Smárasonar stjórnarformanns félagsins, er komið með 29,3%. Saxbygg, félag í eigu þeirra Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Héðinssonar byggingameistara í Bygg, og Saxhóls er næst með 25,46%.


 

Air Atlanta hefur nýverið undirritað þrjá samninga um fraktflug á Boeing 747 vélum félagsins. Áætlaðar tekjur félagsins vegna samninganna eru rúmlega 11 milljarðar króna eða nærri 165 milljónir dollara. Air Atlanta hefur framlengt samning við Malaysian Cargo um eitt ár á 6 vélum félagsins og við Cargolux Airlines í eitt ár á 2 vélum. Þá hefur Air Atlanta samið við Cathy Pacific Cargo til 18 mánaða um eina flugvél og er það önnur Boeing 747 vélin sem það félag leigir af Air Atlanta.


 

Íslensk erfðagreining og Roche í samstarfi


 

Rekstrartekjur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. fyrstu níu mánuði ársins voru 1.580 millj. kr. og rekstrargjöld voru 1.204 millj. kr. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði fyrstu níu mánuði ársins nam 376 millj. kr., sem er 23,8% af tekjum. Veltufé frá rekstri nam 324 millj. kr. á tímabilinu en var 260 millj. kr. fyrstu níu mánuði ársins 2003. Eigið fé félagsins er 389 millj. kr. í lok tímabilsins en var 326 millj. kr. í lok ársins 2003.


 

Stjórn Kögunar hf. ákvað á fundi sínum í dag að nýta heimild í 4. gr. samþykkta félagsins um að auka hlutafé þess um 60 mkr. Eftir aukninguna er hlutafé félagsins samtals 193 mkr. Hið nýja hlutafé má fara til greiðslu á hluta kaupverðs í Opin Kerfi Group hf.


 

Í kjölfar kaupa Kaupþings Búnaðarbanka hf. á danska bankanum FIH Erhvervsbank A/S fyrr í haust, verður dótturfélagi bankans í Danmörku, Kaupthing Bank A/S, skipt upp og það selt til Sparisjóðs Færeyja (Føroya Sparikassi P/F), en sparisjóðurinn á fyrir 25% hlut í Kaupthing Bank A/S. Áður en Sparisjóður Færeyja eignast það hlutafé sem eftir stendur, 75%, verður hluti starfsemi Kaupthing Bank A/S færður inn í FIH. Óskuldbindandi viljayfirlýsing um framsalið á hlutafé og eignum hefur verið undirrituð.


 

Fjöldi ferðamanna frá Japan til Íslands hefur tvöfaldast frá árinu 2001, en sendiráð Íslands var opnað í Tókýó þann 25. október það ár. Frá áramótum hafa um 6.038 ferðamenn komið til Íslands frá Japan, en allan áratuginn frá 1990 til 2000 var ferðamannastraumur frá Japan nokkuð stöðugur eða um 2.500 ferðamenn á ári. Á milli áranna 2003 og 2004 jókst ferðamannastraumur frá Japan um 51%. Þessi mikla aukning á sér stað þrátt fyrir að dregið hafi mikið úr utanlandsferðum Japana eftir atburðina 11. september 2001.


 

Skráning vegna hlutafjárútboðs SÍF hófst í dag þar sem nýtt hlutafé fyrir 230 milljónir evra verður boðið á verðinu 4,5 til 5,5 krónur á hlut. Áður en útboðið hófst höfðu fjórir af stærstu hluthöfum félagsins skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu fyrir samtals 175 milljónir evra. Skráningin stendur fram til lokunar markaða á morgun en úthlutun áskrifta verður tilkynnt fjárfestum á miðvikudaginn.


 

Áhrif lægra vaxta og rýmri veðheimilda á fasteignalánum eru nú að koma fram á fasteignamarkaðinum. Ljóst er að fasteignaverð hefur hækkað verulega samkvæmt vísitölu íbúðarhúsnæðis eða um 14% síðastliðna 12 mánuði eins og bent er á í Hálffimm fréttum KB banka í dag. Þar er bent á að það sem vekur þó einkum athygli er hve verð á sérbýli hefur tekið við sér en það hefur hækkað um 21,5% síðastliðna 12 mánuði en verð fjölbýli hefur hækkað um 11,5% á sama tíma.


 

Gengi krónunnar stóð í stað í dag og sveiflaðist gengisvísitala krónunnar á bilinu 119,10 til 119,40 í litlum viðskiptum. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,20 og endaði á sama stað. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 2,8 milljarðar ISK.EURUSD 1,3040USDJPY 103,20GBPUSD 1,8580USDISK 66,60EURISK 86,85GBPISK 123,75JPYISK 0,6450Brent olía 42,40Nasdaq -0,40%S&P -0,15%Dow Jones -0,15%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Salan á Netinu hjá Flugfélagi Íslands vex enn jafnt og þétt og eru nú um 67% af farmiðum félagsins keyptir beint þar. Það stefnir í að heildarsala á Netinu hjá félaginu verði ekki undir 1,3 milljörðum króna á þessu ári og er vöxtur því rúmlega 30% frá fyrra ári. Félagi enn að aukinni sölu á Netinu, þar sem þessi sala er til mikils hægðarauka, bæði fyrir viðskiptavini og félagið.


 

Samtök ferðaþjónustunnar afhentu á föstudaginn í fyrsta skipti nýsköpunarverðlaun samtakanna. Verðlaunin, 250 þúsund krónur og verðlaunaskjöld, fékk fyrirtækið Mývatn ehf. sem m.a. rekur Sel-Hótel Mývatn og Sel-Hótel Varmahlíð, ásamt því að standa fyrir hinum ýmsu viðburðum.


 

Tilkynning þess efnis að Fjárfestingarfélagið Atorka hf. hefði eignast 9,01% eignarhlut í breska dreifingarfyrirtækinu NWF Group plc. birtist á London Stock Exchange þann 19. nóvember.


 

ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins stærstur einstaklinga


 

Rheo hátæknihnéð frá Össuri valið af Time Magazine


 

Árviss Innkauparáðstefna Ríkiskaupa verður haldin á Grand Hótel Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember. Dagskrá ráðstefnunnar er í senn vönduð og áhugaverð enda venjan sú að húsfyllir er á ráðstefnunum. Eins og í fyrra hefst dagurinn á vinnustofum fyrir hádegi sem þá gáfust einkar vel. Á þeim verður nú fjallað um lögfræði innkaupa, RM og helstu nýjungar þar, hver líftímakostnaður er og hvernig hann er fundinn. Loks mun MasterCard kynna hagnýtingu Innkaupakorts ríkisins og farið verður yfir útboðsáætlun rammasamninga næstu 18 mánuðina.


 

Vextir íbúðalána Íbúðalánasjóðs eru nú 4,15% í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sjóðsins. Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað á fundi sínum þann 20. nóvember, að útlánsvextir íbúðalána, ÍLS-veðbréfa, viðbótarlána og lána annarra lánaflokka en leiguíbúðalána samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 354/1999 um lánaflokka Íbúðalánasjóðs verði 4,15% frá og með 22. nóvember 2004.


 

fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hækkar einnig


 

Atvinnuleysi meðal félagsmanna VR minnkaði verulega á milli áranna 2003 og 2004 og á sama tíma fjölgaði félagsmönnum umtalsvert. Atvinnuleysi meðal félagsmanna VR minnkaði um 7% á milli októbermánaðar árið 2003 og sama tíma í ár. Þá var atvinnuleysi meðal félagsmanna í október sl. 27% minna en í mánuðinum þar á undan. VR Á sama tíma varð 12% aukning í greiðslu félagsgjalda sem þýðir um 5-6% fjölgun félagsmanna.


 

Ný stjórn kosin hjá Opnum Kerfum í dag


 

Samskip bæta þjónustuna við Færeyjar


 

Á hluthafafundi Burðaráss hf. í gær var samþykkt heimild til stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 1.119.047.931. Breyting þessi hefur verið felld inn í samþykktir félagsins. Á stjórnarfundi þann 19. nóvember ákvað stjórn félagsins að hækka hlutafé félagsins um kr. 259.697.627 en áður hafði hlutafé félagsins verið hækkað um kr. 859.120.017. Heildarhækkunin nemur því kr. 1.118.817.644 og er hlutafé félagsins því kr. 5.558.817.644.


 

ríkisstjórnin samþykkir miklar skattalagabreytingar


 

Sigrún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Tæknivals frá og með deginum í dag. Sigrún var áður framkvæmdastjóri Innn hf. Hún er 33 ára, arkitekt frá Technische Hochschule Karlsruhe, Þýskalandi, og upplýsingaarkitekt frá ETH í Sviss. Sigrún stundar einnig meistaranám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.


 

Við Vatnsdalsá stendur veiðihúsið Flóðvangur og er nýbúið að leggja 80 milljónir króna í endurbætur á húsinu. "Menn vilja hafa það notalegt og að umhverfið sé þægilegt," segir Pétur K. Pétursson, en hann er leigutaki Vatnsdalsár ásamt frönskum athafnamanni. Rætt er við Pétur í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu í dag, um uppbyggingarstarfið við Vatnsdalsá, umdeildar seiðasleppingar, ástina á íslenska laxinum og eitt best geymda leyndarmálið í íslenskum stangveiðiheimi.


 

Flugleiðir gera ráð fyrir betri afkomu af starfseminni á þessu ári en árið 2003. Því bendir allt til þess að 2004 verði annað besta rekstrarár í sögu félagsins. Rekstrartekjur Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins uxu um 14% frá fyrra ári og voru tæplega 34 milljarðar króna. Rekstrargjöld fyrstu níu mánuði ársins voru hins vegar liðlega 31 milljarður króna og hækkuðu einnig um 14% frá fyrra ári. Hagnaður fyrir vexti, skatta, afskriftir og rekstrarleigu flugvéla í reikningnum er 5,5 milljarðar króna á móti 5,2 milljörðum króna fyrstu níu mánuði 2003.


 

mikil aukning framundan í Fjarðarbyggð


 

Hagnaður Flugleiða og 13 dótturfyrirtækja fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var um 3,3 milljarðar króna. Á sama tímabili árið 2003 var hagnaður fyrir skatta um 2,1 milljarður króna. Að teknu tilliti til skatta er hagnaður samstæðunnar 2,7 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins en var 1,7 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Velta félagsins fyrstu níu mánuði ársins var 34 milljarðar króna, rekstrarkostnaður 31 milljarður króna og fjármagnsliðir jákvæðir um 300 milljónir króna.


 

Ríkisstjórnin hefur boðað til sameiginlegs fundar forsætis- og fjármálaráðherra með fréttamönnum í dag. Fundurinn er til kynningar á fyrirhuguðum skattalagabreytingum og er hann verður hann haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, 3. hæð í dag, föstudag, kl. 14.00.


 

Samkvæmt útreikningum Landssambands kúabænda á gögnum frá Hagstofu Íslands hefur innflutningur nautakjöts á þessu ári stóraukist miðað við sama tíma í fyrra. Þá nam innflutningur til landsins, frá janúar til september, um 12 tonnum af nautakjöti, en á sama tímabili í ár komu til landsins 45 tonn af nautakjöti. Lang mest hefur verið flutt inn af frystum lundum, eða 22 tonn og er áætlað söluverðmæti um 60-70 milljónir króna.


 

Lokað verður fyrir viðskipti með bréf Kaldbaks hf. í dag, 19. nóvember 2004, vegna skipta á hlutabréfum í Kaldbaki hf. fyrir hlutabréf í Burðarási hf. Kauphöll Íslands hf. hefur samþykkt framkomna beiðni Kaldbaks hf. um afskráningu félagsins af Aðallista en hluthafafundur félagsins hefur samþykkt samruna þess við Burðarás hf. Í samræmi við samrunaáætlun mun félagið renna inn í Burðarás hf. og verður starfsemi félagsins undir merkjum Kaldbaks hf. hætt.


 

Viðræður standa yfir um samruna HB Granda hf., Tanga hf. og Svans RE-45 ehf. og er gert ráð fyrir að leggja tillögu þar að lútandi fyrir stjórnarfundi í félögunum 23. nóvember n.k. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Ríkissjóður var rekinn með 6,1 milljarða kr. halla á árinu 2003 miðað við 8,1 ma.kr. halla árið 2002. Þetta kemur fram í í skýrslu Ríkisendurskoðunar Endurskoðun ríkisreiknings 2003. Aukinni fjárþörf var mætt með innkomnu fé frá sölu eigna og afborgunum veittra lána ríkisins umfram ný lán. Helstu breytingar á efnahagsreikningi ríkisreiknings voru þær að eignir minnkuðu um 18,4 ma.kr. og skuldir um 5,8 ma.kr. Eiginfjárstaða ríkissjóðs versnaði um 12,6 ma.kr. á árinu 2003 samanborið við 2,8 ma.kr. bata á árinu 2002.


 

25 aðilar skiluðu inn gögnum vegna forval á sölu byggingarréttar á Norðurbakka í Hafnarfirði. Bærinn auglýsti forvalið í byrjun nóvember. Um er að ræða alls um 440 íbúðir sem eru á 6 fjölbýlishúsalóðum, sem 6 aðilar geta keypt. Bæjarráð mun koma saman þriðjudaginn 23. nóvember og taka afstöðu til hverjir fái að bjóða í byggingarréttinn. Bjóðendum verða síðan send gögnin miðvikudaginn 24. nóvember.


 

Ný Google leitarvél, sérhönnuð fyrir háskólasamfélagið, leit dagsins ljós í gær. Google Scholar kallast leitarvélin sem miðuð er við þarfir fræðimanna sem þurfa að leita í lesefni eins og tækilegum skýrslum, ritgerðum og útdráttum ýmiss konar. Leitartæknin að baki þessari nýju þjónustu er sérsniðin að þörfum þessara notenda, segir Anurag Acharya hjá Google í frétt CNET. Þjónustan er ókeypis og fyrst um sinn verða engar auglýsingar tengdar efnisleitinni en þær eru helsta tekjulind Google og námu rúmum 800 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi.


 
Innlent
18. nóvember 2004

Markaðurinn að róast

Áfram var heldur lítið um að vera á markaðinum í dag, aðeins 978 m.kr. velta með hlutabréf í Kauphöllinni í 164 viðskiptum. Til samanburðar hefur meðalvelta með hlutabréf verið um 2.750 m.kr. á dag það sem af er árinu, þar af 770 m.kr. í innanþingsviðskiptum eins og bent er á í Hálffimm fréttum KB banka. Meðalfjöldi viðskipta á sama tíma er um 360 viðskipti á dag, u.þ.b. 300 innanþingsviðskipti og 60 utanþingsviðskipti. Þar munar þó töluvert um þær hræringar sem voru á markaðinum um og eftir síðustu mánaðarmót, sem fjallað var í Hálffimm fréttum í gær.


 

Í byrjun nóvember náðist stór áfangi í innleiðingu gæðastjórnunar hjá Landsvirkjun. Orkusvið í heild sinni fékk vottun samkvæmt staðli ISO 9001:2000. Framkvæmdastjórn fyrirtækisins samþykkti haustið 2001 að Landsvirkjun myndi byggja gæðastjórn fyrirtækisins upp samkvæmt ISO staðli. Stjórnendur orkusviðs tóku strax vel á málum og hafa verið í forustu í innleiðingu gæðastjórnunar.


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,29% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 119,00 til 119,40. Gengi USD sveiflaðist nokkuð í dag og hefur aldrei staðið lægra gagnvart evrunni, en krossinn fór í 1,3075 snemma í morgun. Síðustu klukkustundir hefur gengi USD hins vegar hækkað gagnvart helstu myntum m.a. vegna hagstæðari talna af vinnumarkaði en búist var við. Nýskráningum atvinnulausra Bandaríkjamanna fjölgaði um 334 þús. í síðustu viku en búist var við 337 þús. Tölurnar studdu við USD en einnig var hagnaðartaka áberandi eftir þó nokkra lækkun USD síðustu daga. Lítið er um birtingu hagvísa á morgun.


 

Landsvirkjun hefur undirritað lánssamning að upphæð 50 milljónir evra, eða um 4,3 milljarðar króna, við Evrópska fjárfestingabankann (EIB) í Lúxemborg. Lánið er til 15 ára og verður greitt út til Landsvirkjunar á árinu 2005. Kjörin á láninu eru með því besta sem Landsvirkjun getur fengið á lánamarkaði enda felst sérhæfing EIB í útlánum til verkefna sem auka samkeppnishæfni og vöxt Evrópulanda. Lánið er veitt undir sérstökum lánaramma sem bankinn veitir til EFTA landanna.


 

Landsbanki Íslands og Alþjóðahúsið hafa gert með sér samstarfssamning um menntun starfsfólks bankans í málefnum innflytjenda á Íslandi. Tólf starfsmenn úr jafnmörgum útibúum Landsbankans, víðsvegar að af landinu sitja þessa dagana á námskeiði og sérhæfa sig í málefnum innflytjenda. Hlutverk þessara fulltrúa verður að þjóna og leiðbeina útlendingum sem eru viðskiptavinir bankans ásamt því að aðstoða aðra starfsmenn bankans í þessum efnum.


 

Samkvæmt nýjustu tölum frá evrópsku hagstofunni (Eurostat) mælist frjósemi í ESB ríkjunum nú um 1,5 barn á hverja konu og gert er ráð fyrir að hún verði áfram undir viðhaldsmörkum en þau eru 2,1 barn á konu. Lífslíkur hafa einnig aukist um þrjá mánuði á ári sem þýðir að þær verða komnar yfir 80 ár fyrir karlmenn og 85 ár fyrir konur árið 2050. Fjölgun innflytjenda mætir að einhverju þessari þróun en ljóst er að aldurssamsetning þjóðanna er samt sem áður að breytast töluvert.


 

Framundan eru nokkuð bjartar horfur um hagvöxt á öllum Norðurlöndunum, en mismunandi þó. Þannig er reiknað með að hagvöxtur verði hæstur á Íslandi um 5,5 % og lægstur í Danmörku eða rúmlega 2% árið 2004. Á næsta ári er gert ráð fyrir að hagvöxturinn glæðist eilítið á Norðurlöndum þar sem Ísland verður áfram í fararbroddi með tæplega 5% en Danmörk reki lestina með 2,5%. Þessar hagvaxtarhorfur á Norðurlöndum eru nokkuð hærri en meðaltal hagvaxtar á Evru-svæðinu en ívið lægri en meðaltal OECD gefur til kynna.


 

aflagjald hækkað um 25% og gjald á hvern farþega


 

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 116,1 stig í október sl. og hækkaði um 0,3% frá september. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 129,5 stig, hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Frá október 2003 til jafnlengdar árið 2004 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,2% að meðaltali í ríkjum EES, 2,4% á evrusvæðinu og 2,9% á Íslandi.


 

iðnaðarráðherra telur að horfa verði til slíkra virkjanna


 

Í gær var tekin fyrsta skóflustungan að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík. Bensínstöðin mun rísa á lóðinni við Bústaðaveg 151 oft kölluð Sprengisandslóð. Áætlað er að bensínstöðin verði tilbúin eftir um þrjá mánuði en framkvæmdir eru í höndum Verktaka Magna. Bensínstöðin verður útbúin tveimur dælum með aðstöðu fyrir fjórar bifreiðar til að taka eldsneyti. Allur búnaður verður af nýjustu gerð. Þannig verða dælur með afsogunarbúnaði sem hindrar loftmengun og uppgufun verður að bensíni.


 

Með hliðsjón af samtvinnun annars vegar Og fjarskipta og fjölmiðla Norðurljósa og hins vegar Landsímans og Skjás eins, í tvær öflugar fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypur, er á málþinginu ætlunin að fjalla um hugsanleg áhrif slíkrar samrunaþróunar á fjölmiðlun á Íslandi almennt.


 

Á fundi fjármálaráðherrar EFTA- og ESB-ríkjanna í Brussel í gær var rætt um áhrif breyttrar aldurssamsetningar á hagvöxt og ríkisfjármál í löndum Evrópu. Samkvæmt mannfjöldaspám evrópsku hagstofunnar (Eurostat) mun fólki á vinnualdri fækka enn hraðar í hlutfalli við fólk á eftirlaunum en verið hefur. Áætlað er að frá og með árinu 2010 taki fólki á vinnualdri innan ESB-ríkjanna beinlínis að fækka. Mun þetta leiða til aukinna útgjalda hins opinbera til lífeyris- og heilbrigðismála.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,21% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 118,90 til 119,40. Gengi krónunnar er því nálægt sínu hæsta gildi á árinu en gengisvísitalan fór lægst í 118,40 5. febrúar sl. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,30 og endaði í 119,05. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3,7 milljarðar ISK.EURUSD 1,3020USDJPY 105,35GBPUSD 1,8555USDISK 66,60EURISK 86,70GBPISK 123,55JPYISK 0,6390Brent olía 39,75Nasdaq 1,45%S&P 0,90%Dow Jones 0,90%


 

Meðalnýting hótela í Reykjavík stóð nánast í stað í októbermánuði. Fór úr 66,95% í fyrra í 66,73% í ár. Skiptist það reyndar í tvö horn milli flokka þar sem nýting versnar í þriggja stjörnu flokknum en batnar í fjögurra stjörnu. Á landsbyggðinni er hinsvegar aukning úr 30,33% í 33,25%. Meðalverð standa nánast í stað á öllum svæðum.


 

Innritun farþega og afgreiðsla flugs Icelandair til og frá Heathrow flugvellinum í London færist frá flugstöðvarbyggingu 1 (Terminal1) til flugstöðvarbyggingar 2 (Terminal 2) frá og með deginum í dag. Þessi breyting er gerð vegna þess að Icelandair hefur samið við afgreiðslufyrirtækið AFSL (Air France Services Ltd.) um þjónustu á flugvellinum í stað fyrirtækisins Swissport sem varð gjaldþrota og hætti fyrirvaralaust starfsemi aðfararnótt þriðjudags.


 

félagið telur árangur aðgerða að koma í ljós


 

Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála hefur fellt byggingarleyfi vegna framkvæmda Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða við nýtt hótel hans í Eimskipafélagshúsinu. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar og ekki er vitað nákvæmlega hvenær aðgerðir geta hafist á ný. Nágrannar kærðu ákvörðun byggingafulltrúa um að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni og telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið farið að lögum við útgáfu leyfisins og afgreiðslu þess hafi verið verulega áfátt.Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segist í samtali við Viðskiptablaðið í dag ekki hafa áhyggjur af stöðunni. "Um er að ræða afgreiðslumál hjá borginni sem verður fundað um í dag, miðvikudag. Um var að ræða kynningarferli vegna sameiningu lóða sem var ekki full lokið sem mér skilst að sé lokið núna. Ég á ekki vona á öðru en að borgin klári sín innanhúsmál og allt verði í himnalagi," segir Andri. Hann segir að hans fólk hafi lagt inn öll gögn, teikningar og aðra tilskylda pappíra samkvæmt forskrift. "Bæði arkitektarnir okkar og VSO, sem hafa haldið utan um framkvæmdirnar, hafa staðið sig með prýði hvað varðar frágang og höfum við gert allt samkvæmt bókinni," segir Andri. Hann segist þó ekki vilja gagnrýna neinn í þessu máli. "Það fer alltaf eitthvað úrskeiðis þegar menn standa í stórræðum. Ég hef aldrei fundið nema velvilja og ánægju með að fá þessa starfsemi niður í miðbæ og aldrei fengið neitt nema stuðning frá borginni með framkvæmdina. Ég treysti því að borgin lagi sín mál innanhúss svo ferlið gangi áfram snuðrulaust" segir Andri í Viðskiptablaðinu.En náið þið að opna í vor eins og til stóð? "Já, enn stendur til að opna í apríl á næsta ári og er ég full viss um að það náist. Þetta hefur engin áhrif á framkvæmdirnar sem hafa gengið eins og í sögu hingað til," segir hann.


 

ný skýrsla um val stjórnarmanna lífeyrissjóða


 

Matsfyrirtækið Moody's hefur birt nýja skýrslu um lánshæfismat Íslandsbanka. Í skýrslunni kemur fram að lánshæfiseinkunnin B- fyrir fjárhagslegan styrkleika bankans hafi nú verið tekin til endurskoðunar og þá til hugsanlegrar lækkunar. Moody's staðfestir á sama tíma lánshæfiseinkunnirnar A1 sem bankinn hefur til langs tíma og P-1 til skamms tíma. Moody's greinir frá því í skýrslunni að fyrirhuguð kaup Íslandsbanka á norska bankanum BNbank hafi m.a. leitt til þess að lánhæfiseinkunn á fjárhagslegum styrkleika bankans hafi nú verið tekin til endurskoðunar.


 

kostnaður um tveir milljarðar


 

Eric Figueras hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá TölvuMyndum. Í starfi hans verður sérstök áhersla lögð á að styðja við vöxt TölvuMynda, bæði innanlands og erlendis, en miklar breytingar eru að verða á uppbyggingu og umsvifum félagsins


 

Alls fóru 1.426.000 bílar um Hvalfjarðargöng á síðasta rekstrarári Spalar, frá 1. október 2003-30. september 2004, eða tæplega 3.900 bílar á sólarhring. Umferðin jókst um 8% frá fyrra ári. Þess má geta að göngin eru hönnuð fyrir allt að 5.000 bíla að jafnaði á sólarhring. Þetta kom fram í máli Stefáns Reynis Kristinssonar, framkvæmdastjóra Spalar, á aðalfundi félagins í gær. Mesta sólarhringsumferðin var 11.739 bílar á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,17%. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 119,20 til 120,05. Gengi dollara sveiflaðist í kringum 67 krónur en endaði daginn í 66,90. Verðbólgutölur verða birtar á morgun frá Bandaríkjunum og er búist við 0,4% hækkun neysluverðsvísitölu í október. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,50 og endaði í 119,30. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 9 milljarðar ISK.EURUSD 1,2975USDJPY 105,35GBPUSD 1,8530USDISK 66,90EURISK 86,80GBPISK 123,95JPYISK 0,6345Brent olía 41,35Nasdaq -0,80%S&P -0,50%Dow Jones -0,50%


 

Sífellt fleiri starfsmenn breskra fyrirtækja nýta tæknina í þágu vinnunnar þegar þeir eru faraldsfæti. Samkvæmt könnun sem BBC greinir frá eru niu af hverjum tíu fyrirtækjum með starfsmenn á sínum snærum sem eru á ferð og flugi í daglegum erindum vegna vinnunnar. Sama rannsókn leiddi í ljós að 25% allra starfsmanna nota tæknina til að tengjast skrifstofunni eða vinna verkefni heima eða á ferðalögum.


 

Magnús Ögmundsson, framkvæmdastjóri farsímasviðs hjá Símanum mun láta af störfum um áramót eftir 12 ára starf. Hann mun taka við sem framkvæmdastjóri Lyst ehf. sem meðal annars rekur McDonalds. Sævar Freyr Þráinsson, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri farsímasviðs Símans.


 

Smásöluvelta dagvara á föstu verðlagi var um 4,4% meiri í október sl. en í sama mánuði árið 2003 samkvæmt nýrri smásöluvísitölu SVÞ-IMG. Áfengissmásalan reyndist 4,0% meiri á sama tímabili og sala lyfjaverslana jókst um 4,3% miðað við október í fyrra. Þessar tölur miðast við fast verðlag. Verð dagvara hækkaði um 1,5% í mánuðinum skv. Hagstofu Íslands, áfengisverð hækkaði um 0,7% og lyfjaverð um 2,9% á milli ára.


 

Tilkynning þess efnis að Afl fjárfestingarfélag hf. hefði eignast 17,05% eignarhlut í breska iðnfyrirtækinu Low and Bonar plc. birtist á London Stock Exchange þann 15. nóvember.


 

Atlantsolía hefur sett upp 7.500 lítra dieselolíutank á höfnina í Þorlákshöfn. Afgreiðslubúnaður tanksins er nýlunda hjá fyrirtækinu því hann samanstendur að sjálfvirkri dælu, kortasjálfsala og slöngueiningu. Á slöngueiningunni er 30 metra slanga sem dreginn er út við afgreiðslur. Kortasjálfsalinn er nýrrar gerðar sem hefur verið í notkun á Íslandi nú um nokkurra mánaða skeið en samskiptin hins vegar milli sjálfsalans og kortafyrirtækjanna fer hins vegar í gegnum GSM kerfi Og Vodafone og er það nýjung hér á landi að hafnartankar fari þessa leið.


 

Nýverið voru kynntar tillögur nefndar á vegum Félagsmálaráðherra um sameiningu sveitarfélaga og leggur nefndin til sameiningu Árborgar, Hveragerðis, Ölfuss, Hraungerðishrepps, Gaulverjabæjarhrepps og Villingarholtshrepps. Ef af verður yrði þetta sveitafélag með yfir 10.000 íbúa og mjög stórt að flatarmáli.


 

Icelandair ætlar að ráða 42 flugmenn í vetur og er það fyrst og fremst vegna aukningar í fraktflugi og viðbót í áætlunarflugi næsta sumar. 11 menn hófu námskeið á B-757/767 hjá félaginu í síðustu viku og er það fyrsti hópurinn. Í frétt inni á heimasíðu íslenskra atvinnuflugmanna kemur fram að mikil hreyfing er á flugmönnum milli félaga þessa mánuðina, enda uppgangur hjá öllum íslensku flugfélögunum.


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði var 137.400 tonn og er það rúmlega 7.900 tonnum minni afli en í októbermánuði 2003 en þá veiddust 145.350 tonn. Milli októbermánaða 2003 og 2004 jókst verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2002, um 0,9%. Það sem af er árinu 2004 hefur verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2002, dregist saman um 0,8% miðað við árið 2003.


 

fjögur íslensk fyrirtæki með


 

Róbert Melax, bankaráðsmaður í Íslandsbanka, hefur keypt 90 milljónir hluta í Íslandsbanka á genginu 10,65. Kaupverð hlutsins er því tæpar 960 milljónir króna. Kaupin fara fram í gegnum Isthar Holding S.a.r.l. sem skráð er í Lúxamburg en það félag er í 100% eigu Róberts Melax. Greiðsludagur fyrir viðskiptin er 19. nóvember n.k. segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Hildur Árnadóttir hefur verið ráðinn fjármálastjóri Bakkavör Group frá og með 1. nóvember 2004. Hildur hefur starfað hjá KPMG frá árinu 1990 og var einn af meðeigendum félagsins. Hildur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og varð löggiltur endurskoðandi 1995.


 
Innlent
15. nóvember 2004

Íslendingar kaupa MK One

Baugur Group hefur í samstarfi við aðra fjárfesta keypt MK One verslunarkeðjuna í Bretlandi. Kaupverðið er um 7 milljarðar króna. Aðrir fjárfestar eru Landsbankinn, sem mun eiga 36% hlutafjár, og nýir stjórnendur félagsins. MK One rekur 176 verslanir um allt Bretland og selur tískufatnað og fylgihluti fyrir aldurshópana 7-14 ára og 18-35 ára. Markmið félagsins er að selja tískufatnað á lægra verði en almennt gerist og hefur MK One sterka stöðu á þeim hluta markaðarins.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,17% í dag í töluverðum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 119,05 til 119,70. Gengi dollara fór niður fyirr 67 krónur í dag fyrsta skipti á árinu. Gengi USD var síðast jafn lágt gagnvart krónu í október 1998. Hæst fór dollari í rúmar 110 krónur í nóvember 2001. Lítið var um birtingu hagvísa í dag. Verðbólgutölur eru áberandi í vikunni frá Bretlandi, Bandríkjunum og Evrusvæðinu.Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,70 og endaði í 119,50. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 6,9 milljarðar ISK.EURUSD 1,2940USDJPY 105,50GBPUSD 1,8495USDISK 67,15EURISK 86,80GBPISK 124,15JPYISK 0,6365Brent olía 39,40Nasdaq -0,05%S&P -0,25%Dow Jones -0,05%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Stjórn Fjárverndar - Verðbréfa hf. hefur samþykkt nafnabreytingu á félaginu. Hið nýja nafn félagins er NordVest - Verðbréf hf. Jafnframt hefur stjórnin ráðið nýjan framkvæmdastjóra að félaginu. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Skúli Sveinsson og var fyrir ráðninguna framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Reykjavik Consulting ehf.


 

Frá 11. desember næstkomandi eykst frelsi í viðskiptum Íslendinga við Kínverja hvað varðar starfsemi smásöluverslana. Í því felst m.a. að Íslendingar eiga auðveldara með að koma á fót verslunum og verslanakeðjum í Kína. Ástæðan fyrir því að Kínverjar aflétta nú hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir því að útlendingar hafa geta komið á fót verslunum þar í landi er aðild þeirra að alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO. Reikna má með að mörg fyrirtæki sæti lagi við að koma á fót verslunarstarfsemi í Kína við þessar breytingar enda hefur kaupmáttur þar í landi aukist umtalsvert á undanförnum árum og íbúafjöldinn er um 1,3 milljarðar manns.


 

Lagt er til að virðisaukaskattur á öll matvæli verði 12% og vörugjöld af matvælum verði felld niður í sameiginlegri umsögn SVÞ og Samtaka atvinnulífsins (SA) um fyrirliggjandi frumvarp um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, sem nú liggur fyrir Alþingi. Nú er virðisaukaskattur á matvæli ýmist 24,5% eða 14%. Í frumvarpinu er lagt til að lægra þrepið lækki úr 14% í 7%, sem hefði í för með sér 5,3 milljarða króna skattalækkun miðað við 2002. Tillaga SVÞ og SA um að virðisaukaskattur á öll matvæli færist í 12% og niðurfellingu á vörugjöldum myndi leiða til sömu tekjulækkunar fyrir ríkissjóð, eða 5,3 milljarða króna, miðað við sömu forsendur.


 

Danska verslunarfyrirtækið Magasin Du Nord hefur verið rekið með tapi undanfarið: 157 m.DKK í fyrra og 99 m.DKK á fyrri hluta þessa árs eins og bent er á í Morgunpunktum Íslandsbanka. Gengisþróun félagsins hefur ekki farið varhluta af því en markaðsverð er nú um 5,7 ma.kr. og V/I hlutfall um 0,49. Íslenski hópurinn á nú 69% hlut í danska félaginu.


 

Einar S. Hálfdánarson hefur sagt sig úr stjórn Og Vodafone. Einar var kjörinn í stjórn á hluthafafundi félagsins 23. september 2004. Davíð Scheving Thorsteinsson, varamaður í stjórn Og Vodafone, tekur sæti í aðalstjórn á næsta stjórnarfundi.


 

Kauphallarsamstæðan OMX, sem samanstendur af sænsku, finnsku og baltnesku kauphöllunum, og Kauphöllin í Kaupmannahöfn (KF), hafa í dag undirrritað viljayfirlýsingu um að sameina félögin. Kauphöll Íslands fagnar þessum áformum og óskar umræddum félögum góðs gengis við frágang sameiningarinnar.


 

Sjóðfélögum í Samvinnulífeyrissjóðnum býðst nú lán gegn 1. veðrétti í fasteign á föstum 4,2% vöxtum. Þetta er í samræmi við nýjar lánareglur Samvinnulífeyrissjóðsins sem stjórn sjóðsins hefur samþykkt. Nýju 1. veðréttarlánin geta verið með jafngreiðslum (annuitet) eða jöfnum afborgunum. Þau eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs og lánstími 5-40 ár.Hér eftir sem hingað til býður Samvinnulífeyrissjóðurinn svo venjuleg, verðtryggð lán á breytilegum vöxtum til allt að 40 ára og eru vextir á þeim lánum nú 4,49%.


 

Samkomulag hefur náðst um að fresta kjaraviðræðum við blaðamenn til haustsins 2005 og muni friðarskylda gilda til 20. nóvember 2005. Í tengslum við undirritun nýrrar viðræðu-áætlunar þess efnis hefur m.a. orðið að samkomulagi að laun blaðamanna hækki um 3,0% frá og með 1. nóvember 2004 og breyting verði á greiðslum í lífeyrissjóð 1. janúar 2005 eins og hjá þeim starfsstéttum sem samið hefur verið við á árinu.


 

Fulltrúar Jarðborana hf. og dótturfélags þess Iceland Drillling (UK) Ltd. hafa undirritað verksamning um háhitaboranir við orkufyrirtækið Sogeo S.A. á eyjunni São Miguel á Azoreyjum. Samningurinn er að upphæð á fimmta hundrað milljónir króna og er sá stærsti sem ID (UK) hefur fengið. Áætlað er að verkefnið verði framkvæmt á tímabilinu febrúar 2005 til desember 2005. Verkið verður unnið af Iceland Drilling (UK) Ltd., dótturfyrirtæki Jarðborana hf.


 

Íslandsbanki hf. gerir tilboð í öll hlutabréf norska bankans BNbank (Bolig og Næringsbanken ASA). Tilboð Íslandsbanka hljóðar upp á 320 norskar krónur fyrir hvern hlut í BNbank, sem er um 19% yfir gengi bankans í norsku Kauphöllinni í lok síðasta viðskiptadags og 25% yfir meðalgengi síðastliðinna sex mánaða. Ef lögð eru saman hlutabréf sem þegar eru í eigu Íslandsbanka og vilyrði sem gefin hafa verið fyrirfram um sölu bréfa í samræmi við tilboðið, hefur Íslandsbanki nú þegar tryggt sér um 46% hlutabréfa í BNbank.


 

Á föstudaginn lauk fjögurra daga fundalotu samninganefndar um frjáls vöruviðskipti í Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) í Genf undir forystu Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra Íslands. Samninganefndin um frjáls vöruviðskipti (Non- Agricultural Market Access - NAMA) er ein af þremur stærstu samninganefndunum í Dóha-lotunni svokölluðu um frelsi í alþjóðaviðskiptum.


 

Viðskipti Íslands og svokallaðra Mercosurríkja (Argentína, Brasilía, Paragvæ og Úrúgvæ) hafa aukist mikið undanfarin ár. Innflutningur frá þessum ríkjum til Íslands jókst um hartnær 500% á árunum 2002 til 2003 upp í ríflega einn milljarð króna, mest vegna ólífrænna efna og ýmiskonar tækjabúnaðar.


 

Baugur Group hf. hefur aukið hlut sinn í Og Vodafone hf. og er eignarhlutur félagsins 30,2%, en var fyrir 19,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag. Á sama tíma hefur Norðurljósa, sem hún eru orðin dótturfélag Og Vodafone, minnkað úr 17,5% í 6,7%.


 

Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt 69% hlutafjár í danska hlutafélaginu TH. Wessel & Vett A/S Magasin Du Nord (Magasin) sem er skráð í dönsku kauphöllinni. Heildarkaupverð er um 4,8 milljarðar króna og mun Straumur Fjárfestingarbanki, sem hefur leitt samningaviðræður við seljendur ásamt HSH Gudme Bank, annast fjármögnun kaupanna með öðrum. Aðrir fjárfestar eru Baugur Group hf. og Birgir Þór Bieltvedt.


 

segir Páll Gunnar Pálsson forstöðumaður FME


 

Svo virðist sem tveir af fjölmiðlamógúlum heimsins séu komnir í hár saman síðan John Malone, stjórnarformaður Liberty Media, greindi frá því að hann hyggðist auka hlut sinn í News Corp. úr 9% upp í 17%. Robert Murdoch, hinn litríki stjórnarformaður News Corp. brást hart við og hefur hrundið af stað áætlun til að eitra fyrir áformum Malone.


 

-gengið formlega frá sameiningu hans við Séreignalífeyrissjóðsins


 

Hagnaður Þormóðs ramma ? Sæbergs hf. fyrstu 9 mánuði ársins 2004 var 126 milljónir króna, en var á sama tímabili í fyrra 407 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, nam 641 milljón króna, samanborið við 713 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 18% af rekstrartekjum á móti tæpum 20% á sama tíma 2003.


 

segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans í viðtali við Financial News


 

Sveitir ehf., sem er í eigu nokkurra kaupfélaga, þar á meðal Kaupfélags Skagfirðinga og fjárfesta, hafa eignast helmingshlut í Áburðarverksmiðjunni hf, að því er fram kemur í héraðsblaðinu Feyki á Sauðárkróki. Þar segir að samkomulag þessa efnis liggi fyrir, sem feli meðal annars í sér að kaupfélögin séu komin í samstarf með Áburðarverksmiðjunni um innflutning og sölu á áburði.


 

boðar harða samkeppni á markaði með skipagasolíu


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,08% í dag. Stýrivextir voru hækkaðir um 25 punkta í Bandaríkjunum í gær og er þetta fjórða vaxtahækkunin frá því í júní. Búast má við annarri vaxtahækkun í desember. Gengi USD sveiflaðist á þröngu bili gagnvart helstu gjaldmiðlum í dag. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 120,20 og endaði í 120,30. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 5,1 milljarðar ISK.EURUSD 1,2895USDJPY 106,70GBPUSD 1,8420USDISK 67,80EURISK 87,45GBPISK 124,90JPYISK 0,6355Brent olía 42,50Nasdaq 0,60%S&P 0,45%Dow Jones 0,35%


 

Árni Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Lækjargötu til tíu ára, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tjónasviðs Sjóvá-Almennra. Árni mun hefja störf í upphafi næsta árs. Árni hefur undanfarin tíu ár starfað hjá Íslandsbanka en þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Sól rekstrarfélagi hf í eitt ár, hjá Fóðurblöndunni í átta ár og sem framkvæmdastjóri hjá Stjórnunarfélaginu í þrjú ár.Árni er viðskiptafræðingur að mennt og með MBA gráðu frá Kaupmannahöfn. Hann hefur starfað sl. tuttugu ár sem sjálfboðliði fyrir Rauða Kross Íslands og var sendifulltrúi fyrir Alþjóða Rauða Krossinn með aðsetur í Budapest árið 2001.


 

Verslunarráð Íslands hefur boðað til morgunverðarfundar í fyrramáli um "Eignartengsl í íslensku viðskiptalífi". Frummælendur eru Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. og Gylfi Magnússon, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Auk þeirra taka þátt í pallborði: Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður EJS hf. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf.


 

Slippstöðin ehf. á Akureyri hefur samið við þýska fyrirtækið DSB Stahlbau GmbH um að að stálfóðra fallgöng Kárahnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal og setja niður tilheyrandi búnað í stöðvarhúsi virkjunarinnar. Í þetta fara um 4.400 tonn af stáli! Tvenn lóðrétt 420 metra löng göng hafa verið boruð úr inntakshelli í fjallinu niður að stöðvarhúshellinum og niður þau mun vatn falla úr aðrennslisgöngunum áleiðis inn á hverfla til framleiðslu rafmagns.


 

Tilkynning þess efnis að Afl fjárfestingarfélag hf. hefði eignast 16,8% eignarhlut í breska iðnfyrirtækinu Low and Bonar plc. birtist á London Stock Exchange þann 10. nóvember. Félagið hefur því verið að auka hlut sinn í Low and Bonar plc.


 

Norsk stjórnvöld og fyrirtæki hafa kært til EFTA dómstólsins nýlega ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í máli er varðar undanþágur tiltekinna aðila frá greiðslu raforkuskatts. Raforkuskattinum, sem rekja má til ársins 1971, var m.a. ætlað að hafa jákvæð umhverfisleg áhrif í för með sér og leiða til hagkvæmari nýtingar á raforku.


 

Forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu nú þær bestu frá því kannanir IMG Gallup hófust að því er kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Um 86% aðspurðra töldu þær góðar meðan einungis 2% töldu þær slæmar. Að mati 12% þeirra sem svöruðu eru þær hvorki góðar né slæmar. Hjá þessum hópi ríkir því mjög mikil bjartsýni og mælikvarðinn á hann getur ekki hækkað, enda kemur í ljós þegar horft er fram í tímann að væntingar minnka, tæplega 9% telja aðstæður í efnahagslífinu verða verri eftir 6 mánuði og um 22% eftir 12 mánuði.


 
Innlent
11. nóvember 2004

42% stofnbréfa seld

lægsta sölutilboð í SPRON bréf nú á genginu 7


 

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. nóvember. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,50 prósentustig. Vextir óverðtryggðra útlána hækka um 0,25 prósentustig. Þannig hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 9,40% í 9,65%.


 

Í Fjarðabyggð eru hafnar framkvæmdir við olíubirgðastöð nýs olíufélags sem hyggst hefja sölu á gasolíu til skipa í febrúarmánuði næstkomandi. Félagið sem um ræðir heitir Íslensk olíumiðlun og er það í samstarfi við danska olíufélagið Malik sem hefur selt olíu til skipa á hafi úti síðastliðin 15 ár.


 

umframeftirspurn var því 56,4%


 

Til að auka skilvirkni í starfsemi SÍF-samstæðunnar hefur hefðbundin sölu- og markaðsstarfsemi með sjávarafurðir verið skilin frá rekstri fullvinnslustarfsemi fyrirtækisins og færð í sérstakt dótturfélag. Sölustarfsemi SÍF hf. fer framvegis fram undir merkjum Iceland Seafood um allan heim. Eftir sem áður leggur félagið ríka áherslu á að vera öflugur söluaðili ferskra, frystra og saltaðra sjávarafurða frá íslenskum framleiðendum í gegnum markaðsstarf sitt á Íslandi, í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen, Póllandi, Grikklandi, Bandaríkjunum Kanada, á Ítalíu og Spáni segir í tilkynningu þess.


 

Kögun gerði í dag yfirtökutilboð til annarra hluthafa Opin Kerfi Group en yfirtökuskylda myndaðist við kaup félagsins 14. október síðastliðinn þegar Kögun bætti við sig 35,77% eignarhlut í félaginu. Kögun átti fyrir 32,93% í OKG á þeim tíma og því var samanlagður eignarhlutur Kögunar í félaginu kominn yfir 40% mörkin sem yfirtökuskylda myndast í eða 68,7%.


 

með vali um tvær mismunandi leiðir


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,08% í dag. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21% í nóvember í takt við væntingar. Gengi USD sveiflaðist mikið í dag og fór evran gagnvart dollara í fyrsta skipti yfir 1,3000. Gengi USD hækkaði nokkuð seinni part dags m.a. vegna talna frá Bandaríkjunum en halli á vöruskiptum í september var nokkru minni en búist var við. Almennt er búist við 25 punkta hækkun vaxta í Bandaríkjunum en ákvörðun liggur fyrir kl. 19:15 í kvöld.


 

Viðskipti með stofnhlutabréf í SPRON hafa haldist fjörug og er nú svo komið að um 40% stofnhlutabréfa hafa skipt um hendur eða um 5.800 stofnbréf. Lætur nærri að verðmæti þessara viðskipta sé upp á 1,5 milljarð króna en viðskiptin hófust 30. september síðastliðin. Þegar viðskipti með bréfin fóru af stað gerðu menn ráð fyrir að allt að 50% bréfa gætu skipt um hendur en viðskiptin hafa verið heldur fjörugri en menn áttu von á. Gengi bréfanna hefur hækkað úr 5 í 6,8 þar sem það hefur haldist stöðugt um nokkurn tíma. Þegar KB banki falaðist eftir því að kaupa bréfin fyrir ári síðan bauð bankinn gengið 5,5.


 

ásamt nýju olíufélagi, DVD Kids og íslenskri húsgagnahönnun


 

Í könnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið fyrir Húsavíkurbæ kemur fram að tæp 89% íbúa sveitarfélagsins eru hlynntir uppbyggingu álvers eða annarrar slíkrar stóriðju við Húsavík. Könnunin tók til íbúa þeirra þriggja sveitarfélaga ? Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar - sem standa að byggðaverkefninu Virkjum alla! rafrænt samfélag og var unnin í tengslum við skoðanakönnun á vegum verkefnisins dagana 13. ? 24. sept. s.l.


 

Á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær var samþykkt tillaga þar sem skorað er á samgönguyfirvöld og Spöl ehf. að gera ráðstafanir til niðurfellingar eða lækkunar á veggjaldi í Hvalfjarðargöngin.


 

spyr greiningardeild Íslandsbanka


 

KB banki endurskoðar verðmat sitt


 

Framleiðsludeild hjá Lyf og heilsu er að núna að framleiða náttúrulega kremlínu, TærIcelandic, fyrir Móa ehf. Að sögn Ólafs Kristinssonar, lyfjafræðings og framleiðslustjóra hjá Lyf og heilsu, hefur þessi lína komið gríðarlega vel út í öllum prófunum og er þegar komin í mjög vandaðar verslanir í Bretlandi þar sem hún hefur fengið frábæra dóma. "Það sem er óvenjulegt við hana er að öll rotvarnarefnin í þessum kremum eru náttúruleg og hentar hún því sérlega vel þeim sem eru með viðkvæma húð. Auk þessa erum við að þróa krem í samvinnu við fleiri aðila, s.s. Saga Medica og Ustasmiðjuna."


 

KB banki skoðaði möguleikann á 100% lánum áður en 80% lánin voru endanlega ákveðin en áhættan var talin of mikil, fyrst og fremst vegna áhættunnar af lækkun fasteignaverðs. Sjá nánar í úttekt Viðskiptablaðsins í dag á 100% íbúðakaupalánum.


 

Vísitala neysluverðs í nóvember 2004 er 237,9 stig og hækkar um 0,21% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 229,8 stig, óbreytt frá því í október. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,2% (vísitöluáhrif 0,15%) en verð á bensíni og olíu lækkaði um 2,2% (-0,10%).


 

"Vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna, hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í störfum stjórnar Straums Fjárfestingarbanka frá og með deginum í dag í óákveðinn tíma. Um framhald málsins verður tilkynnt síðar. Varamaður minn mun taka sæti mitt í stjórn Straums Fjárfestingarbanka og Magnús Kristinsson, varaformaður stjórnar, mun taka við sem stjórnarformaður bankans," segir í yfirlýsingu frá Kristni Björnssyni stjórnarformanni Straums.


 

Frekari tafir urðu á gildistöku nýs endurgreiðslukerfis lyfja og nýrrar lyfjaverðskrár í Búlgaríu sem leiddi til hægari vaxtar Actavis þar í landi en gert var ráð fyrir. Sala Actavis í Búlgaríu var því undir væntingum. Samþykki nýrrar lyfjaverðskrár er á lokastigi en ekki er þó búist við að hún verði tekin í gagnið fyrr en í byrjun árs 2005. Þar sem útgáfa á nýrri lyfjaverðskrá er margbrotin er ekki hægt að tímasetja gildistöku þess nákvæmlega segir í tilkynningu félagsins.


 

Til að auka frekar hagkvæmni í þróunarstarfi Actavis verður sett á fót þróunareining í Indlandi á næstu mánuðum. Helsta markmið þeirrar einingar er að auka þróun á eigin lyfjahráefni (API) Actavis og einnig að þróa fleiri lyf fyrir Bandaríkjamarkað.


 

Fjármálaráðherra hefur skipað Þorstein Þorgeirsson í embætti skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins en Bolli Þór Bollason gengdi því starfi áður en hann var ráðinn ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Þorsteinn er hagfræðingur að mennt og á að baki fjölþætta starfsreynslu innan lands og utan. Hann hefur m.a. starfað sem hagfræðingur hjá EFTA og hjá Efnahags- og samvinnustofnuninni, OECD. Frá árinu 2001 hefur Þorsteinn gegnt starfi hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Þorsteinn hefur störf í fjármálaráðuneytinu 1. janúar næstkomandi.


 

Íslandsbanki hefur ákveðið eftir viðræður við forsvarsmenn Öryrkjabandalags Íslands að falla frá kröfum um lánatryggingu þegar sótt er um 100% húsnæðislán hjá Íslandsbanka. Ljóst er að vegna almennra skilmála um líftryggingar þá geta komið upp dæmi um einstaklinga sem ekki hafa möguleika á að kaupa lánatryggingu.


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,25% í litlum viðskiptum í dag. Hagstofan birtir á morgun vísitölu neysluverðs og gera markaðsaðilar ráð fyrir 0,1% til 0,4% hækkun milli mánaða. Vaxtaákvörðun er á morgun í Bandaríkjunum og má búast við 25 punkta hækkun og stýrivextir fari úr 1,75% í 2,00%. Gengi dollara hefur haldist nokkuð stöðugt í dag m.a. vegna vaxtaákvörðunarfundarins á morgun. Væntingavísitala sem kom frá Þýskalandi í dag féll mikið og hafði það áhrif til lækkunar EUR og hækkunar USD.


 

lítillega undir væntingum markaðsaðila


 

Einar Bendediktsson, bankaráðsmaður Landsbankans og forstjóri Olís sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:"Í ljósi þeirrar umræðu, sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna, hef ég ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Landsbanka Íslands hf. fyrst um sinn, þar til annað verður ákveðið. Mun varamaður gegna störfum mínum í bankaráðinu á meðan.Þessa ákvörðun tek ég einvörðungu til þess að Landsbanka Íslands hf. verði ekki blandað inn í mál sem honum eru með öllu óviðkomandi."


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Í framhaldi af ákvörðun samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna hefur Thomas Möller ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Tilkynning þessa hefnis hefur verið send inn til Kauphallarinnar.


 
Innlent
9. nóvember 2004

Methagnaður hjá Marel

Hagnaður Marel á þriðja ársfjórðungi 2004 var 1.394 þúsund evrur (ISK 122 milljón) og hefur ekki áður orðið meiri á þeim fjórðungi í rekstrarsögu Marel. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður 53 þúsund evrum (ISK 4 milljónir). Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var á þriðja ársfjórðungi 3.337 þúsund evrur sem er 12,4% af sölu. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 2.420 þúsund evrur, 9,0% af sölu.


 

Samkvæmt bráðabirgðatölum um innvigtun mjólkur í október, sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa tekið saman, nam innvigtunin um 8,3 milljónum lítra sem er um 460 þúsund lítrum meira en í október í fyrra. Aukningin nemur um 5,9% á milli ára. Það sem af er verðlagsárinu hefur innvigtunin verið um 960 þúsund lítrum meiri en á sama tíma fyrir ári, sem er um 6 % aukning á milli ára.


 

Í ræðu sem umhverfisráðherra flutti á fundi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á dögunum vakti hún athygli á að eftirlits- og sýnatökugjöld eru áberandi mismunandi í mörgum tilvikum. Vísaði hún til nýlegrar úttektar sem Samtök atvinnulífsins gerðu, hvatti til að málið yrði skoðað vel og lagði áherslu á að hófs yrði gætt við gjaldtökuna. Rifjaði hún m.a. upp að í lögunum er gengið út frá því að aðeins sé innheimt fyrir veitta þjónustu og að þjónustan sé sem mest sambærileg í landinu þótt vitanlega geti ýmis atriði haft þar áhrif á s.s. stærð svæða og fjöldi íbúa.


 

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur eftir mat á 14 tilboðum frá innlendum og erlendum fjármálastofnunum og ráðgjafarfyrirtækjum sem nefndinni bárust ákveðið að ganga til viðræðna við Morgan Stanley í London um gerð samnings um þjónustu vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf.


 

Samningur um sölu ísþykknivéla


 

Hagnaður samstæðu Landssíma Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins 2004 var rúmar 2.443 m.kr. Hagnaður samstæðunnar fyrir sama tímabil í fyrra var 1.615 m.kr. Rekstrartekjur aukast um 1.107 m.kr. og rekstrargjöld hækka um 870 m.kr. miðað við sama tímabil árið 2003. Arðsemi eigin fjár hækkar á milli ára úr 15% í 22%. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) er 5.728 m.kr. eða 39% en var 5.491 m.kr. eða 40% fyrir sama tímabil fyrra árs. Rekstrarhagnaður tímabilsins (EBIT) nam 3.006 m.kr. samanborið við 2.187 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu voru 14.830 m.kr. samanborið við 13.723 m.kr. á sama tímabili árið áður, sem er rúmlega 8% aukning. Mikil samkeppni hefur einkennt fjarskiptamarkaðinn það sem af er árinu en hann fer jafnframt stækkandi. Stækkunin mælist meðal annars í aukinni umferð um helstu fjarskiptakerfi Símans, sérstaklega hvað varðar GSM og gagnaflutninga. Á tímabilinu seldi Síminn rekstur flug- og skipaþjónustu til Flugfjarskipta ehf. og nam söluhagnaðurinn 150 m.kr. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins í framtíðinni.


 

Fjallað var um möguleg kaup Baugs á bresku verslunarkeðjunni Rubicon, sem meðal annars á tískuverslanirnar Principles og Warehouse, í Vegvísi Landsbankans fyrir stuttu síðan. Nú hefur komið á daginn að þessar sögusagnir áttu að einhverju leyti við rök að styðjast. Breska blaðið The Daily Telegraph hefur skýrt frá því að félagið Shoe Studio Group, sem að hluta til er í eigu Baugs og KB banka, komi til með að ganga frá kaupum á Rubicon á næstu dögum.


 

felur í sér fækkunin er samsvarar 19 störfum


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,25% í litlum viðskiptum í dag. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,70 og endaði í 120. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 1,8 milljarðar ISK.EURUSD 1,2955USDJPY 105,55GBPUSD 1,8590USDISK 67,45EURISK 87,35GBPISK 125,35JPYISK 0,6390Brent olía 44,70Nasdaq 0,05%S&P -0,15%Dow Jones -0,05%


 

fróðlegur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu kl 16


 

í nýrri úttekt í Viðskiptablaðinu


 

segir samráð tilheyra fortíðinni


 

hefur sett sér nýjar verklagsreglur


 

mætir fjölgun Saga Business Class farþega Icelandair


 

Gerð Almannaskarðsganga er um tveimur mánuðum á undan áætlun. Styrkingum með steypu og boltum er lokið í göngunum og þegar hefur verið hafist handa við vatnsvarnir inn í göngunum. reiknað er með að sú vinna taki um það bil mánuð. Eftir að því er lokið eru göngin tilbúin fyrir utan lýsingu og vegagerð.


 
Innlent
8. nóvember 2004

Olís biður afsökunar

yfirlýsing frá forstjóra Olís


 

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 81.800 en voru 77.900 árið 2003 (5%). Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi þar sem fækkunin nam rúmum 15%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum milli ára um rúm 3.000 úr 50.100 í 53.300 og fjölgaði þar með um 6,3%. Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 11,4% þegar þær fóru úr 3.400 í 3.800. Á Suðurlandi voru gistinæturnar í september s.l. 10.600 og fjölgaði þar með um 10,8%, en árið 2003 voru þær 9.500. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fór gistináttafjöldinn úr 6.500 í 7.100 milli ára og fjölgaði þar með um 8,8%.Fjölgun gistinátta er aðallega vegna Íslendinga og fjölgar íslenskum hótelgestum í öllum landshlutum nema á Norðurlandi. Aukning þeirra þeirra er þó einna mest á Austurlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.


 

500 kallinum breytt á næsta ári


 

Tekjur Sæplasts á þríðja ársfjórðungi námu 595 m.kr. samanborið við 538 m.kr. á sama fjórðungi fyrir ári. EBITDA á fjórðungnum var 64,4 m.kr. og stóð nánast í stað á milli ára en EBITDA á sama fjórðungi 2003 nam 64,2 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld lækkuðu á milli tímabili úr 38,3 m.kr. í 30,7 m.kr. og skýrir það skárri afkomu félagsins en tap tímabilsins nú nam 13,2 m.kr. en var 17,1 m.kr. á sama tíma í fyrra.


 

Íslandsbanki býður nú 100% lán til húsnæðiskaupa. Lánin eru veitt til allt að 40 ára og nemur veðsetningarhlutfall allt að 100% af markaðsvirði. Húsnæðiskaupendum bjóðast lán sem eru hærri brunabótamati, en geta keypt viðbótar brunatryggingu á hagstæðum kjörum. Sala á 100% húsnæðislánum hefst í útibúum Íslandsbanka mánudaginn 8. nóvember.


 

Menntamálaráðherra hefur í dag skipað nefnd sem falið hefur verið þaðverkefni að fjalla um málefni fjölmiðla. Nefndina skipa: Karl Axelsson, formaður, skipaður án tilnefningar, formaður Kristinn Hallgrímsson, skipaður án tilefningar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, skv. tilnefningu Sjálfstæðisflokksins, Pétur Gunnarsson, skv. tilnefningu Framsóknarflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, skv. tilnefningu Samfylkingarinnar, Kolbrún Halldórsdóttir, skv. tilnefningu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Magnús Þór Hafsteinsson, skv. tilnefningu Frjálslynda flokksins.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,33% í dag. Gengisvísitalan fór lægst í 119,50 en hún byrjaði daginn í 120,10. Góðar tölur komu frá Bandaríkjunum í dag um sköpun nýrra starfa og voru þær miklu betri en markaðsaðilar áttu von á. Þessar góðu tölur náðu hins vegar ekki að styrkja dollarann og endaði hann veikari en hann var fyrir tölurnar. Dollarinn er hefur ekki verið lægri gagnvart krónunni á þessu ári. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 120,10 og endaði í 119,7. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var í hærra lagi 6,4 milljarðar ISK.EURUSD 1,2935USDJPY 105,57GBPUSD 1,8538USDISK 67,27EURISK 87,11GBPISK 124,71JPYISK 0,6372Brent olía 44,71Nasdaq 0,38%S&P 0,05%Dow Jones 0,35%


 

Hagnaður fyrir skatt 2.984 milljónir í samanburði við 342 milljónir króna á sama tímabili árið 2003. Hagnaður eftir skatt 2.472 milljón í samanburði við 279 milljónir króna. Arðsemi eiginfjár 63,4% sem jafngildir 84,7% arðsemi á ársgrundvelli.


 

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti í dag uppgjör félagsins fyrir fyrstu níu mánuði rekstrarársins. Hagnaður tímabilsins nam 326 milljónum króna og jókst um 109 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra þegar hann var 216 milljónir króna. Heildartekjur félagsins voru 3.186 milljónir króna og hækkuðu um 500 milljónir króna frá því á sama tímabili fyrir ári. Tekjuaukningin skýrist af auknum umsvifum í vörusölu félagsins sem felast fyrst og fremst í kaupum og sölu á mjöli og lýsi.


 

Í Efnahagsfregnum KB banka að þessu sinni er reynt að leggja á mat á áhrif af lækkun hlutabréfaverðs á síðustu vikum á efnahagslífið og framvindu á öðrum mörkuðum. Við fyrstu sýn virðist sem hræringar á hlutabréfamarkaði muni hafa afar takmörkuð áhrif á efnahagslífið. Raunin er samt sú að hlutabréfamarkaðurinn skiptir verulegu máli og lækkunarhrinan síðustu vikur mun hafa mun djúpstæðari áhrif en marga grunar. Staðreyndin er sú hlutabréfamarkaðurinn hefur töluverð áhrif á efnahagslífið í gegnum væntingamyndun, hagnað banka- og fjármálafyrirtækja auk gengi krónunnar. Ennfremur hefur hlutabréfaverð ? hérlendis og erlendis ? oft spáð fyrir um efnahagsþróun 1-2 ár fram í tímann.


 

hefur boðað til fréttamannafundar


 

Tap af rekstri Tanga hf. á Vopnafirði fyrstu níu mánuði ársins 2004 nam 51 milljón króna eftir skatta, samanborið við 134 milljóna króna hagnað fyrstu níu mánuðina árið áður. Tap fyrir afskriftir á þriðja ársfjórðungi nam 24 milljónum króna. Á sama tímabili árið 2003 nam hagnaður 221 milljón króna en inni í þeirri tölu var 153 milljóna króna hagnaður af sölu varanlegra aflaheimilda í loðnu. Helstu skýringar á lélegri afkomu á þriðja ársfjórðungi eru dræm kolmunnaveiði og hátt verð á olíu. Velta félagsins fyrstu níu mánuði ársins dróst saman um 15% miðað við fyrra ár en rekstrargjöld stóðu nánast í stað. Veltufé frá rekstri nam 102 milljónum króna.


 

Skrifað hefur verið undir samninga við Skeljung og Íslenska olíumiðlun vegna útboðs Ríkiskaupa fyrir hönd Landhelgisgæslunnar, Hafrannsóknarstofnunarinnar og Flugmálastjórnar, vegna kaupa á eldsneyti og olíum fyrir skip og flugvélar.


 

12 mánaða hækkun nemur 76%


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,48% í dag. Gengisvísitalan fór lægst í 119,80 en hún byrjaði daginn í 120,65. Gengisvísitala krónunnar fór síðast undir 120 stig undir lok febrúar. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 120,65 og endaði í 120,10. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var mikil eða um 11,5 milljarðar ISK.EURUSD 1,2885USDJPY 105,95GBPUSD 1,8435USDISK 67,75EURISK 87,30GBPISK 124,90JPYISK 0,6395Brent olía 46,35Nasdaq 0,05%S&P 0,40%Dow Jones 0,40%


 

ásamt miðborginni jólabókum og útrás íslenskrar tónlistarmanna


 

segja Samtök atvinnulífsins


 

Samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts nam vöruinnflutningur í október rúmum 20 milljörðum króna án skipa og flugvéla. Þetta er um 11% meiri innflutningur en í október í fyrra en innflutningur undanfarna mánuði hefur verið nokkuð jafn og er innflutningurinn nú t.d. svipaður meðaltali innflutnings síðustu sjö mánuðina á undan (án skipa og flugvéla).


 

fjórðungsaukning í Bókatíðindum


 

dularfullir laxar á sveimi í fljótinu


 

Ákveðið hefur verið að auka fyrirhugaða stækkun álverkssmiðju á Grundartanga um 40 þúsund tonn. Stækkunin sem áætlað er að ljúki fyrir lok árs 2006 verður því 130 þúsund tonn í stað 90 þúsund tonna. Með þessu verður framleiðslugeta álversins 220 þúsund tonn í lok árs 2006. Kom þetta fram í tilkynningu frá Norðuráli í gær. Vegna þessarar viðbótarstækkunnar álvesins mun Hitaveita Suðurnesja auka raforkusölu sína til fyrirtækisins um 54 MW og mun það nægja fyrir stækkun upp í 212 þúsund tonn. Enn er ósamið um orku og orkuflutninga þeirra 8 þúsund tonna sem upp á vantar.


 

Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. (SH) hefur gengið frá kaupum á Cavaghan & Gray Seafood, sem er hluti af samstæðu Northern Foods Plc. Kaupverðið nemur 12,6 milljónum punda eða 1.600 milljónum króna. Við kaupin mun framleiðsla dótturfélaga SH í Bretlandi á kældum sjávarafurðum fyrir breskar smásölukeðjur aukast um 40 milljónir punda eða um 5 milljarða króna. Með kaupunum styrkir SH stöðu sína sem leiðandi aðili í framleiðslu kældra sjávarafurða fyrir breskan smásölumarkað segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Tilkynning þess efnis að Afl fjárfestingarfélag hf. hefði eignast 14,49% eignarhlut í breska iðnfyrirtækinu Low and Bonar plc. birtist á London Stock Exchange þann 3. nóvember.


 

Verð á nautakjöti til bænda hefur verið að hækka jafnt og stöðugt hjá sláturahúsunum. Þann 1. nóvember tekur gildi ný verðskrá hjá Sláturhúsi KVH, en þar hafa verð hækkað um um það bil 2%. Kaupfélag Skagfirðinga hækkar einnig verð svo um munar um mánaðamótin, en þeir greiða nú hæstu verð fyrir nautin.


 

Íslandsflug hefur gert samninga um leigu á tveimur flugvélum með áhöfn, viðhaldi og tryggingum fyrir samtals þrjá milljarða króna. Hinir nýju samningar eru með þeim stærstu sem félagið hefur gert og eru jafnframt til lengri tíma en almennt gerist á þeim markaði sem félagið starfar á. Með þessum samningum er Íslandsflug að fara inn á nýtt svið með því að bæta við breiðþotu, Airbus 310-farþegavél.


 

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moodys tilkynnti í dag að lánshæfismat KB banka hefði verið hækkað. Langtímaeinkunn bankans var hækkuð úr A2 í A1 og einkunn vegna víkjandi lána var hækkuð úr A3 í A2. Þá var einkunnin C+ vegna fjárhagslegs styrkleika staðfest sem og skammtímaeinkunnin P-1 sem er hæsta einkunn sem gefin er. Að sögn Moodys endurspeglar hækkun lánshæfismatsins leiðandi stöðu bankans á Íslandi og trausta eiginfjárstöðu.


 

Eins og áður hefur komið fram verða nýju greiðslukortin bæði með innbyggðum örgjörva svo og segulrönd eins og nú er. Til að geta tekið við kortum með örgjörva þarf að koma fyrir nýjum tækja- og hugbúnaði við afgreiðslukassa. Í fréttabréfi SAF kemur fram að þennan búnað, einkum hugbúnaðinn, telji menn dýran og vilja fá rúman tíma til að taka hann í notkun.


 

og heimild til hlutafjáraukningar samþykkt


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,45% í dag. Gengisvísitalan fór lægst í 120,50 en hún byrjaði daginn í 121,20. Gengi dollara lækkaði í dag einkum vegna óvissu tengda forsetakosningum en svo gæti farið að allt að tvær vikur séu í að úrslit í Ohio liggi ljós fyrir. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 121,20 og endaði í 120,65. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var í meðallagi eða um 5,5 milljarðar ISK.EURUSD 1,2795USDJPY 106,15GBPUSD 1,8475USDISK 68,40EURISK 87,45GBPISK 126,30JPYISK 0,6435Brent olía 45,35Nasdaq 1,35%S&P 1,30%Dow Jones 1,40%


 

ásamt umfjöllun um hagræn áhrif bandarísku forsetakosninganna


 

Hagnaður af rekstri Kaldbaks hf. á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 4.311 mkr. fyrir reiknaða skatta en 3.614 mkr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Samsvarandi tölur fyrir sama tímabil í fyrra voru annars vegar 864 mkr. hagnaður og hins vegar 738 mkr. hagnaður. Innleystur hagnaður eftir reiknaða skatta var 2.858 mkr. samanborið við 286 mkr. hagnað á sama tímabili í fyrra.


 

Ný stjórn hefur verið kosin í Íslandsbanka: Einar Sveinsson, formaður bankaráðs, Helgi Magnússon, Jón Snorrason, Karl Wernersson, Róbert Melax, Steinunn Jónsdóttir og Úlfar Steindórsson.


 

"borðleggjandi að á okkur var brotið"


 

Tap deCODE Genetics á þriðja ársfjórðungi nam 12,5 m. dollara samanborið við 1,3 m. dollara á sama tíma í fyrra. Aukinn taprekstur skýrist einkum af lægri tekjum samanborið við sama tíma í fyrra, auknum vaxtagjöldum og auknum þróunarkostnaði vegna þróunar á lyfjum félagsins. Í samanburði við síðasta ár verður þó að hafa í huga að þróunarkostnaður félagsins lækkaði skarpt í fyrra vegna einskiptis bókhaldslegrar aðgerðar að fjárhæð 3,2 m. dollara.


 

Alcan á Íslandi hefur fest kaup á 10.350 fermetrum lands við Straumsvík, sem áður var í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Kaupsamningur þessa efnis verður undirritaður í Straumsvík kl. 14 í dag og er umsamið kaupverð 34 milljónir króna. Um er að ræða land sem liggur að núverandi athafnasvæði Alcan og er aðliggjandi hafnarsvæðinu í Straumvík.


 

eru að hefja sölu á nýju hlutafé


 

úttekt í Viðskiptablaðinu í dag


 
Innlent
3. nóvember 2004

Atlantsolía í meðbyr

skýrsla Samkeppnisstofnunar nýtist þeim vel


 

verðmatið hins vegar hækkað


 

Úrvalsvísitalan lokaði í 3215,6 stigum og lækkaði 10.daginn í röð. Lækkun dagsins nam 2,75% en lægst fór vísitalan í 3087 stig innan dagsins. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar nemur nú rúmlega 67%. Úrvalsvísitalan lækkaði hratt við opnun markaða í dag og þegar mest var nam lækkunin frá lokagildi gærdagsins rúmum 6,6%. 10 daga meðaltalslækkun vísitölunnar hefur aldrei verið meiri en hún nemur nú tæplega 1,8%.


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,25% í dag. Gengisvísitalan fór hæst í 121,40 en hún byrjaði daginn í 120,90. Rólegt er á erlendum gjaldeyrismörkuðum. Markaðsaðilar fylgjast með kosningum í Bandríkjunum en gengi USD hefur lækkað síðustu vikur m.a. vegna óvissu tengda framkvæmd kosninganna. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 120,90 og endaði í 121,20. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var í meðallagi eða um 4,3 milljarðar ISK.EURUSD 1,2700USDJPY 106,30GBPUSD 1,8370USDISK 69,10EURISK 87,80GBPISK 126,95JPYISK 0,6500Brent olía 46,10Nasdaq 0,985%S&P 0,70%Dow Jones 0,65%


 

Seltjarnarnesbær og Íslandsbanki hafa undirritað samning um að Íslandsbanki annist innheimtur fyrir bæjarfélagið. Með innleiðingu innheimtuþjónustu bankans hjá Seltjarnarnesbæ verður innheimta bæjarins alfarið með greiðsluseðlum í stað gíróseðla og aukin tækifæri skapast fyrir sveitarfélagið til innheimtu útgjalda með rafrænum hætti.


 

farþegaaukning stendur á sér


 

Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu ríflega 3,5 mö.kr. í september samanborið við um 5 ma.kr. í september í fyrra. Það sem af er ári nema kaupin 49 mö.kr. sem er meira en allt árið í fyrra, sem var metár hvað þetta varðar. Áhugavert verður að sjá tölur um erlend verðbréfakaup í október þar sem fjárfestar hafa verið að innleysa hagnað á innlendum hlutabréfamarkaði. Líklegt er að samhliða hafi orðið einhver tilflutningur fjármagns af innlendum hlutabréfamarkaði yfir á erlenda markaði.


 

Hlutabréf í Kauphöllinni hafa haldið áfram að lækka og er lækkun það sem af er degi ríflega 6%. Eru sérfræðingar á markaði nú alvarlega farnir að velta fyrir sér þeim möguleika að vísitalan fari undir 3000 stig. Velta á markaði það sem af er degi hefur numið 2,4 milljörðum króna.


 

Nú býðst viðskiptavinum Símans á Djúpavogi og Búðardal aðgangur að ADSL þjónustu Símans. ADSL er nú í boði í langflestum bæjum á Íslandi eða á öllum stöðum með yfir 500 íbúum.


 
Innlent
2. nóvember 2004

?Með Irving kveðju?

forstjórarnir vildu undirskriftasöfnun gegn Irving Oil


 
Innlent
2. nóvember 2004

"Fólk er fífl!!!!"

en um samskipti olíufélaganna


 

Fyrr á þessu ári samþykktu fjármálaráðherrar Norðurlandanna að setja á fót norrænt "skattahlið" og eins konar norræna sýndarskattstofu til þess að aðstoða þá borgara sem þiggja laun í fleiri en einu Norðurlandanna eða ferðast yfir landamæri til vinnu. Nú ganga menn skrefinu lengra.


 

Fjórir af stærstu hluthöfum Vátryggingafélags Íslands hafa ákveðið að gera öðrum hluthöfum tilboð um yfirtöku og verður VÍS í kjölfarið afskráð úr Kauphöll Íslands. Finnur Ingólfsson forstjóri félagsins verður gestur Viðskiptaþáttarins hér á eftir og það er ekki ólíklegt að ýmislegt annað úr íslensku viðskiptalífi beri á góma.


 

Nú eru að hefjast framkvæmdir á þjónustustöð Esso á Ártúnshöfða en þar mun veitingakeðjan Burger King opna nýjan veitingastað um miðjan desember. Burger King er ein stærsta skyndbitakeðja í heiminum í dag og á marga aðáendur og ekki er að efa þeir fagna þessari viðbót á Ártúnshöfðanum.


 

Mikil áhersla var á það lögð á árinu 1997 að hækka framlegð olíufélaganna enda var afkoma þeirra þá óviðunandi að mati stjórnenda. Gögn Samkeppnisstofnunar sýna mikil samskipti félaganna um verðlagningu í þessu skyni. Í tölvupósti frá Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, til samstarfsmanna hans frá því í mars 1997 segir m.a.: "Minni á umræðuna um að ná framlegð upp um ca 0,70 per líter í öllum tegundum, sem "allir" hafa tekið undir. Megum ekki missa þetta fína tækifæri til lagfæringa, sem varla skapast aftur í bráð. Látið mig vita ef þið fáið ekki undirtektir svo ég geti þá tekið málið upp á öðrum vettvangi áður en endanleg ákvörðun er tekin."


 

Í september 2000 sendi forstjóri Skeljungs tölvupóst til forstjóra Olís eftir að sænskt fyrirtæki sem Skeljungur hafði verið í viðskiptum við hafði vakið athygli Skeljungs á því að Olís sæktist eftir að gerast umboðsaðili fyrir hið sænska fyrirtæki. Í tölvupóstinum segir m.a. þetta: ?Það sem vekur furðu hjá okkur er að Olís skuli leita svo sterkt eftir að ná erlendum viðskiptasamningum, sem Skeljungur hefur haft um langan tíma. Ber þá enn og aftur nýrra við í samskiptum félaganna og má segja að fátt eitt standi eftir af þeim gömlu gildum er áður voru í heiðri höfð milli félaganna. Er það miður.?


 

olíufélögin gerðu útboð viðskiptavina marklaus


 

olíufélögin sammæltust um að veita ekki afslátt


 

samræmdu afslátt sinn til Slysavarnarfélags Íslands


 

forstjórar olíufélaganna héldu reglubundna samráðsfundi


 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 7,25% frá 1. nóvember n.k. Vaxtahækkunin er hin fimmta á þessu ári og er liður í viðbrögðum bankans við miklum vexti innlendrar eftirspurnar og áhrifum stórframkvæmda næstu árin á verðbólguhorfur og þjóðarbúskapinn. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir um 1,95 prósentur síðan í maí sl.


 

Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð munu sameinast um sýningarskála á heimsýningunni EXPO 2005 í Aichi í Japan. Sýningin hefst þann 25. mars 2005. Norræni skálinn er 1300 fermetrar að stærð og þar verður gestum kynnt framsækin evrópsk lýðræðisríki og framlag þeirra á mikilvægum sviðum eins og á sviði náttúru- og umhverfisverndar, í svæðasamstarfi, menningu og hönnun.


 

Hafnarfjarðarbær auglýsir forval vegna sölu byggingarréttar á Norðurbakka í Hafnarfirði. Um er að ræða alls um 440 íbúðir sem eru á 6 fjölbýlishúsalóðum, sem 6 aðilar geta keypt. Að loknu forvali verður öllum þeim sem skilað hafa gögnum í forvali og uppfylla sett skilyrði boðið að gera tilboð í kaup á byggingarrétti á Norðurbakka.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.