*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


júní, 2004

 

góð þátttaka í skiptiútboði Íbúðalánasjóðs


 

Íbúðalánasjóður kynnti í gær grunnvexti sína eftir að breytingar á Íbúðasjóðskerfinu ganga í garð en þeir verða 4,8% í fyrsta útboðinu. Þetta þýðir að sjóðurinn er að setja um 90 punkta álag á vaxtakjör til almennings ofan á núverandi markaðsvexti sem eru 3,9% (ávöxtunarkrafa húsnæðisbréfa) eins og bent er á í Hálffimm fréttum greiningardeildar KB banka. "Þetta álag vekur töluverða athygli þar sem að vaxtaálag sjóðsins hingað til hefur verið 35 punktar sem hefur verið til þess að mæta rekstrarkostnaði og áætluðum útlánatöpum," segir í Hálffimm fréttum bankans í dag en þar er ítarleg úttekt á breytingunum.


 

Samskip opnuðu í dag tvær nýjar þjónustuskrifstofur í Þýskalandi, í Düsseldorf og München, til viðbótar skrifstofunum tveimur sem félagið starfrækir í Bremen og Hamborg. Frank Küpperbusch er yfirmaður skrifstofunnar í Düsseldorf og starfsmenn þrír talsins en tveir á skrifstofunni í München þar sem Reinhold Stuy er í forsvari.


 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur frá og með næsta uppboði á endurhverfum lánssamningum við lánastofnanir sem fram fer 6. júlí n.k. Eftir breytinguna verða stýrivextir Seðlabankans 6,25%.


 

eru til umræðu í Viðskiptaþættinum í dag


 

Hitaveita Suðurnesja hefur samið um að kaupa alla orku frá Múlavirkjun, sem ætlunin er að reisa við Straumfjarðará á Snæfellsnesi, en hún rennur úr Baulárvallavatni í suður, þar til hún streymir út í Faxaflóa. Uppsett afl virkjunar er 3x900 kW túrbínur með 3x200 kW umfram framleiðslugetu.Áætluð orkuframleiðsla á ári er 14,3 GWh. Samningur við virkjunina hljóðar upp á 900 kW framleiðslu allt árið.


 

framkvæmdastjór SA segir kennara


 

Starfsfólk á aldrinum 50 ára og eldra er mun sjaldnar frá vegna veikinda en sér yngra fólk, vinnur kannski ívið hægar en yngra fólkið en er mun jákvæðara í garð vinnunnar. Þetta eru mjög skýrar niðurstöður könnunar Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja. Spurningarnar voru samdar í samráði við nefnd félagsmálaráðuneytisins sem kannar stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði.


 

Creditinfo Group hf. og IMG hf. hafa skrifað undir samning um kaup þess fyrrnefnda á rekstri Fjölmiðlavaktarinnar ehf. Starfsemi Fjölmiðlavaktarinnar flyst í höfuðstöðvar Creditinfo að Brautarholti 10-14. Allt starfsfólk Fjölmiðlavaktarinnar flytur með starfseminni.


 

jákvæðar breytingar á vinnumarkaði


 

Unnið er að því í samvinnu Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands að kortleggja vindorku Íslands. Á Veðurstofunni eru þegar til gögn sem verða notuð við verkefnið. Verkefnið hófst með fé úr Orkusjóði, en það var notað m.a. til þess að kaupa þau forrit sem notuð eru ásamt því að ljúka við að kortleggja fyrsta fjórðunginn af landinu.


 

10% lækkun á raforku í kjölfarið


 

Nú í morgun var undirritaður samningur á milli Íbúðalánasjóðs annars vegar og Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka Íslands hins vegar um áframhaldandi viðskiptavakt þeirra með hús- og húsnæðisbréf. Því fækkar viðskiptavökum frá því sem áður var, en SPRON og Sparisjóðabankinn endurnýjuðu ekki samninga sína um viðskiptavakt. Gildir samningurinn frá og með deginum í dag til 30. júní á næsta ári.


 

Atlassími ehf. hefur í samstarfi við Net-Vísi ehf. og Höfuðborgarstofu opnað fyrstu símamiðstöð sinnar tegundar á Íslandi en slík miðstöð er þekkt sem phone- eða call center erlendis. Mínútugjald á erlendum símtölum er með því allra minnsta sem þekkist þegar hringt er í gegnum símamiðstöðina segir í tilkynningu félagsins.


 

Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig í gær og eru vextirnir nú 1,25%. Almennt var vaxtahækkun af þessari stærðargráðu spáð í kjölfar fundar nefndarinnar í gær og því kom niðurstaðan ekki á óvart. Verðbólguþrýstingur virðist ekki vera mikill í Bandaríkjunum ef horft er framhjá eldsneytisverði. Hagvöxtur er hins vegar mikill og ekki er ólíklegt að kjarnaverðbólga aukist nokkuð þar í landi á næstu misserum.


 

Gengið hefur verið frá kaupum Globus hf. á CosNor ehf., dótturfélagi PharmaNor hf. Með kaupunum á CosNor ehf., tekur Globus hf. við innflutningi og sölu á vörumerkjum L'Oréal, þ.e. L'Oréal, Garnier, Vichy og Maybelline. Samhliða sölunni á CosNor ehf., hefur PharmaNor hf. stofnað nýtt félag, HeilsuNor ehf.


 

Undirritaðir hafa verið kjarasamningar milli Samtaka atvinnulífsins og Múrarafélags Reykjavíkur, Múrarasambands Íslands, Sveinafélags pípulagningamanna og Félags veggfóðrara- og dúklagningasveina. Samningarnir gilda til ársloka 2007. Laun hækka um 3,25% frá og með 28. júní. Þá eru kauptaxtar þessara starfshópa færðir nær greiddum launum á svipaðan hátt og gert hefur verið í öðrum samningum.


 

Samningaviðræður standa nú yfir við nokkur sveitafélög um að þau komi inn í fasteignafélagið Fasteign hf. Má þar nefna Vestmannaeyjar og Garðabæ en einnig er félagið í viðræðum við Reykjavíkurborg um einstök verkefni. Fasteign hf. er rétt rúmlega eins árs og hefur til þessa einblínt nokkuð á Reykjanesbæ sem fór með allar sínar fasteignir inn í félagið við stofnun þess.


 

Frá og með morgundeginum mun ný og breytt Úrvalsvísitala ganga í gildi. Auk breytinga á vægi félaganna innan vísitölunnar kemur nýtt félag inn í vísitöluna í fyrsta sinn. Fjárfestingafélagið Atorka hf. kemur í stað Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna en bréf SH komu ekki til greina við val vísitölunnar nú þar sem félagið uppfyllir ekki lengur almenn skráningarskilyrði Kauphallarinnar.


 

athyglisverður fundur Verslunarráðs í fyrramáli


 

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,1% í júlí. Gangi spáin eftir mun verðbólgan (12 mánaða breyting) haldast óbreytt i 3,9%. Forsendur spárinnar eru m.a. þær að fatnaður, sem vegur 5,6% í vísitölunni, muni lækka töluvert milli mánaða. Sumarútsölur hafa verið að færast framar á dagatalinu, í fyrra lækkaði fatnaðarliður vísitölunnar um 6,8% í júlí og gerum við ráð fyrir sambærilegri lækkun í ár. Einnig er gert ráð fyrir að húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. hafi áhrif til lækkunar vísitölunnar og bensínlækkun frá því í byrjun júní hefur að óbreyttu 0,04% áhrif til lækkunar. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.


 

sögusagnir um frekari kaup


 

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands nam hrein fjárfesting innlendra aðila í erlendum verðbréfum 3,8 mö.kr. í maí. Þar af var fjárfest fyrir 2,8 ma.kr. í erlendum verðbréfasjóðum, 600 m.kr. í einstökum hlutabréfum og um 500 m.kr. í einstökum skuldabréfum. Töluvert hefur dregið úr fjárfestingum í erlendum verðbréfum sl. tvo mánuði eða frá því þær náðu hámarki í mars.


 

Á morgun, 1. júlí, tekur gildi niðurstaða úr viðræðum innflytjenda frumlyfja við lyfjaverðsnefnd um lækkun á verði innfluttra frumlyfja frá framleiðendum. Áætlað er að sparnaður skattgreiðenda vegna nýrra verðviðmiða nemi um 300 milljónum króna á ári miðað við heildsöluverð og um 500 milljónum á ársgrundvelli miðað við verð í smásölu.


 

Landsbankinn og Íslenskir aðalverktakar hafa undirritað samninga um endurfjármögnun langtímalána ÍAV og fjármögnun bankans á veltufjárþörf félagsins. Samtals er um að ræða lánasamninga að fjárhæð 4.000 milljónir króna. Landsbankinn er áfram helsti viðskiptabanki ÍAV en auk fyrrnefndra samninga mun Landsbankinn koma að fjármögnun á öðrum verkefnum félagsins til dæmis vegna uppbyggingar byggingarreita félagsins.


 

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn tilkynningum vegna áður auglýsts skipti og skráningarútboðs hús-og húsnæðisbréfa yfir í Íbúðabréfa. Ástæðan er vegna óhjákvæmilegra seinkana við útgáfu rafvæddra húsbréfa í Verðbréfaskráningu Íslands um tvær klukkustundir.


 

Fosshótel ehf. hafa tekið við rekstri Mosfells, 56 herbergja hóteli á Hellu á Rangárvöllum. Mosfell hefur verið starfrækt í fjöldamörg ár en að sögn Sigrúnar Hjartardóttur hjá Fosshótelum er hótelið upplagður áningarstaður fyrir fólk sem ætlar upp á hálendi því stutt er í Þjórsárdalinn, Landmannalaugar og Þórsmörk. "Brúar Fosshótel Mosfell nú bilið á milli Fosshótelsins Hlíð í Ölfusi og Fosshótels Vatnajökull, í nágrenni Hafnar í Hornafirði."


 

Seðlabankinn hefur brugðist við auknum verðbólguþrýstingi með einni 0,2 prósentustiga hækkun og annarri 0,25 prósentustiga hækkun á stýrivöxtum sínum nú á ríflega einum mánuði. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að í tilkynningu Seðlabankansbankans með síðustu hækkun segir að horfur gefi tilefni til meiri hækkunar vaxta og að því megi búast við að bankinn hækki stýrivexti sína fljótlega aftur gefi nýjar upplýsingar ekki sterkar vísbendingar um betri verðbólguhorfur.


 

Annar risaborinn á virkjunarsvæðinu verður að líkindum tekinn í notkun í aðgöngum 2 við Axará fljótlega eftir mánaðarmót. Fyrsti risaborinn fór inn í aðgöng 3 í vetur og hefur borað um tvo kílómetra, þar af 229 metra í síðustu viku. Verið er að setja saman þriðja og síðasta borinn við aðgöng 1 á Teigsbjargi og sá ætti að verða klár til verka síðsumars. Borinn við aðgöng 2 rann á teinum inn í fjallið í síðustu viku, alveg inn að stafni og þar er nú unnið að undirbúningi sjálfrar borunarinnar.


 

segir Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélaginu


 

Baugur og KB banki hafa ásamt öðrum minni fjárfestum fest kaup á samtals 20% hlut í breska smásölufyrirtækinu fyrir skó í The Shoe Studio Group. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu sem út kom í morgun.


 

Aflaverðmæti nam 19,6 mö.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 19,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti dróst því saman um 76 m.kr. miðað við verðlag hvers árs. Verðmæti botnfiskaflans var 13,7 ma.kr. og jókst um 2,7% en verðmætastur botnfiska var þorskur eða sem nam 9,4 mö.kr. Verðmæti uppsjávarafla nam 4,2 mö.kr. og dróst saman um 7%. Minna verðmæti uppsjávarafla skýrist fyrst og fremst af minni loðnuafla, en verðmæti hans nam 3,6 mö.kr. og dróst saman um 14,5%.


 

Tekjur hins opinbera námu rúmum 88 mö.kr. og útgjöld 90 mö.kr. á fyrsta fjórðungi ársins. Halli á rekstri ríkis og sveitarfélaga nam því tæplega 2 mö.kr. samkvæmt tölum Hagstofunnar. Sem hlutfall af tekjum nam hallinn 2,2%. Rekstrarhallinn var 1,4 ma.kr. hjá ríkissjóði en 0,6 ma.kr. hjá sveitarfélögum. Fjárfestingar hins opinbera námu 6,6 mö.kr. á tímabilinu sem er um 7,3% af heildarútgjöldum.


 

kostnaðurinn vel á annað hundrað milljónir


 

Kauphöll Íslands hefur samþykkt fram komna beiðni Lífs hf. um afskráningu hlutabréfa félagsins af Aðallista Kauphallarinnar. Fjárfestingarfélagið Atorka hf. hefur að loknum gildistíma yfirtökutilboðs eignast rúmlega 90% hlutafjár í Lífi og uppfyllir félagið því ekki skráningarskilyrði um dreifingu eignarhalds. Líf verður afskráð eftir lokun viðskiptakerfisins þann 2 júlí nk. með vísan til ákvæðis 7.5.2 í reglum fyrir útgefendur verðbréfa í Kauphöll Íslands hf.


 

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Vélstjórafélags Íslands vegna vélstjóra í frystihúsum og verksmiðjum. Samningurinn gildir til ársloka 2007. Samningurinn kveður á um 3,25% upphafshækkun launa frá 17. maí. Þá eru kauptaxtar vélstjóra færðir nær greiddum launum á svipaðan hátt og gert hefur verið í öðrum samningum.


 

Á aðalfundi Greiðrar leiðar ehf. ? undirbúningsfélags um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði ? á Akureyri í gær var kynnt samþykkt stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga svf. frá 21. júní sl. sem kveður á um að félagið kallar eftir stofnun framkvæmdafélags um gerð Vaðlaheiðarganga og er tilbúið að tryggja hlutafé allt að 100 milljónir króna til félagsins.


 

KB banki með nýja greiningu á Bakkavör


 

Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður hefur verið ráðin verkefnisstjóri með fagnámi fyrir verslunarfólk. Námið hefst um næstu áramót í Verslunarskólanum og verður í fyrstu boðið aðeins starfandi starfsmönnum verslana en stendur síðar öllum til boða. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið verður uppá heilsteypt starfstengt fagnám fyrir verslunarfólk, en í smásöluverslunum starfa um 12.000 manns.


 

Staða erlendra verkefna hjá Íslandsflugi er einstaklega góð um þessar mundir. Í byrjun árs gerði félagið samning við breska flugfélagið Channel Express um póstflutninga á Bretlandseyjum fyrir Royal Mail. Samningurinn er til þriggja ára. Tvær B737-300 flugvélar verða í þessum verkefnum. Flugvélarnar eru svokallaðar ?Quick Change" og verða notaðar til farþegaflugs á daginn fyrir breskar ferðaskrifstofur.


 

Iðnaðarráðherra hefur sett Tryggva Þór Haraldsson áfram sem rafmagnsveitustjóra frá 1. júlí næstkomandi til 31. desember 2004, með vísan til 24. gr. laga nr. 70/1986 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tryggvi Þór var fyrst settur í starfið frá 1. október 2003 til loka þess árs, en setningin framlengd til loka júní á þessu ári og nú aftur til áramóta.


 

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur tekið jákvætt í fyrirspurn um að byggt verði hótel á miðsvæði Valla og að því er kemur fram á fréttavef Víkurfrétta mun bæjarstjórnin væntanlega samþykkja þetta á morgun. Um er að ræða erlenda fjárfesta í samvinnu við innlenda sem hafa í hyggju að byggja hótel með 80-120 hótelherbergjum á þremur hæðum auk morgunverðarsalar.


 

Helstu lykilstarfsmenn Opin Kerfi Group keyptu samtals 2,33% hlutafjár félagsins á föstudaginn að því er fram kemur í tilkynningu í Kauphöllinni í dag. Heildarfjárhæð kaupanna nemur 161 m.kr. en þau fóru öll fram á genginu 23 sem er meðalverð viðskipta með bréf félagsins síðustu 5 daga. Í Hálffimm fréttum KB banka kemur fram að félagið veitir kaupendunum sölurétt á móti keyptum hlutum sem ver þá fyrir hugsanlegu tapi vegna kaupanna.


 

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hefur undirritað samning við Sparra ehf. um byggingu vörugeymslu fyrir Fríhafnarverslun félagsins. Um er að ræða stálgrindarbyggingu sem verður um 1.450 fermetrar að grunnfleti og verður hún staðsett á flugþjónustusvæði við flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Nýja vörugeymslan verður því innan frísvæðis sem auðveldar alla vörumeðhöndlun.


 

Krónan er búinn að taka frá húsnæði


 

KB banki innleysir hagnað við Karen Millen sölu


 

Greining ÍSB hefur gefið út verðmat á Opnum Kerfum Group. Íslandsbankamenn meta félagið á 8,2 ma.kr. Jafngildir það verðmatsgenginu 27,3. Síðasta viðskiptagengi með bréf félagsins var 24,2. Greining ÍSB mælir því með kaupum á hlutabréfum Opinna Kerfa Group. Í eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum er lagt til að fjárfestar yfirvegi bréf sín í félaginu.


 

Halldór Ásgrímsson hefur undirritað samning við Líbanon um fríverslun. Hann felur í sér að tollar á allar iðnaðarvörur verða afnumdir á 11 árum frá gildistöku. Hvað varðar sjávarafurðir verður fullt tollfrelsi með þær innan þriggja ára frá gildistöku, nema reyktum laxi en tollar á reyktum laxi verða afnumdir á 11 árum.


 

Ísland tekur við formennsku í EFTA og EES-samstarfinu frá 1. júlí n.k. og fer með hana til áramóta, en ríkin skiptast á formennsku á hálfs árs fresti.


 

Samkvæmt yfirliti frá Landssamtökum sláturleyfishafa var 13,5% minni nautgripakjötssala í maí 2004 miðað við sama mánuð 2003. Sömu sögu má segja um sölu á 12 mánaða tímabili, frá 1. júní 2003 til 31. maí 2004 hefur nautgripakjötssala dregist saman um 18.1 tonn miðað við sama tímabil árið áður.


 

en fjöldi notenda stendur í stað


 

Stofnendur Karen Millen, sem rekur verslanir með kventískufatnað og fylgihluti sem og Whistles keðjuna, hafa samþykkt að selja reksturinn til Oasis Group, sem er í meirihlutaeigu Baugs Group hf., í viðskiptum sem metin eru á 15,8 milljarða kr. Eignarhlutur stofnenda, Kevin Stanford og Karen Millen, í fyrirtækinu samsvarar 60%, en ýmsir utanaðkomandi hluthafar ráða yfir 40% hlutafjár. Greitt er fyrir kaupin með peningum og hlutabréfum og eignast hluthafar Karen Millen 25% hlut í hinu sameinaða fyrirtæki.


 

en fargjöld hafa lækkað á öllum mörkuðum


 

KB banki kemur inn á danska markaðinn með aðra afstöðu til áhættu en tíðkast meðal danskra banka, segir í frétt á vefsíðu danska blaðsins Berlinske Tidende í gær. Þar segir að KB banki sé tilbúinn til þess að taka áhættu með viðskiptavininum. "Á meðan danskir bankar gerast aðeins nauðbeygðir meðeigendur í atvinnurekstri hefur KB banki allt aðra afstöðu og lítur beinlínis á það sem skyldu bankans að taka áhættu með viðskiptavinunum" segir blaðið en áhugi Dananna á KB banka er vakinn vegna nýlegra kaupa hins íslenska banka á FIH bankanum þar í landi.


 

Í maímánuði ferðuðust yfir 100.000 farþegar með flugvélum Íslandsflugs á erlendum mörkuðum að því er fram kemur á heimasíðu félagsins. Verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð en um þessar mundir eru 20 vélar í flota félagsins.


 

Í nýrri greinargerð kemst efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins að þeirri niðurstöðu að 10% hækkun olíuverðs umfram viðmið í þjóðhagsspám ráðuneytisins, valdi samdrætti á landsframleiðslu um einn milljarð króna.


 

Rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna árin 2000-2002 leiðir í ljós að meðalneysluútgjöld heimilis á ári eru um 3,5 milljónir króna, eða um 290 þúsund krónur á mánuði.


 

gerði sölu á Skífunni að skilyrði


 

Nýjar tölur frá Fasteignamati ríkisins sýna að fleiri njóta hækkandi fasteignaverðs en höfuðborgarbúar. Ef litið er aftur til ársins 1990 kemur í ljós að fasteignaverð hefur hækkað hlutfallslega mest á Vesturlandi, þá á Reykjanesi og loks á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt á þróun fasteignaverðs sem birt er í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Það sem af er öðrum ársfjórðungi hefur gengi hlutabréfa í Bakkavör Group hf. hækkað um 27% og haldist það óbreytt til mánaðamóta má gera ráð fyrir að jákvæð áhrif vegna þessa á afkomu KB banka hf. verði um 2,5 milljarðar króna, að mati Greiningar Íslandsbanka.


 

Könnun Samkeppnisstofnunar á nærri 10 þúsund lénum á rótarléninu .is leiddi í ljós að verulega skortir á að þeir sem láta í té rafræna þjónustu uppfylli lögákveðna upplýsingaskyldu sína. Á sama hátt hefur könnunin leitt í ljós að upplýsingagjöf þeirra sem selja vöru og þjónustu til neytenda á Netinu er verulega ábótavant.


 

Heildarfjárhæð samþykktra lána hjá Íbúðalánasjóði í maí sl. var 6,8 milljarðar króna sem er 84% meira en á sama tíma í fyrra. Þá var heildarfjárhæð samþykktra lána 3,7 milljarðar króna.


 

Stangveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) fær tækifæri til að tryggja sér áframhaldandi leigu á Norðurá en félagið hefur haft ána á leigu í áratugi. Félagsfundur í Veiðifélagi Norðurár hefur heimilað stjórn veiðifélagsins að ganga til viðræðna við SVFR.


 

Eyrir hefur bætt hátt í 4% við hlut sinn í Marel og á nú 12,84% hlut í félaginu. Viðskiptin fóru að mestu fram á genginu 50 og greiddi Eyrir því hátt í 460 milljónir fyrir hlutinn.


 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að ráða Arnór Sighvatsson aðalhagfræðing bankans sem jafnframt er framkvæmdastjóri hagfræðisviðs bankans. Ráðningin gildir frá 23. júní 2004.


 

Gunnar Thoroddsen hefur verið ráðinn í stöðu bankastjóra Landsbanka Luxembourg S.A frá 1. júlí nk. Á sama tíma lýkur tímabundnum ráðningarsamningi núverandi bankastjóra Tryggva Tryggvasonar sem hverfa mun aftur til fyrri starfa á aþjóðasviði Landsbanka Íslands hf. í Reykjavík.


 

Talsvert hægari útlánavöxtur hefur verið hjá viðskiptabönkunum á öðrum ársfjórðungi þessa árs en var á þeim fyrsta. Á fyrsta ársfjórðungi jukust útlán viðskiptabankanna um 67,6 ma.kr. en um 2,7 ma.kr. í apríl og maí samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær.


 

Tangi hf. hefur keypt kvóta fyrir 270 milljónir króna og eru þessi kaup fjármögnuð með lánum. Um er að ræða 420.464 kg af varanlegum aflaheimildum sem að auka bolfiskkvótann um 20%. Þetta eru 122 tonn af þorski, 145 tonn af ýsu, 107 tonn af ufsa og 46 tonn af öðrum tegundum m.v. kvóta þessa árs. Eins og kunnugt er leggur Hafrannsóknarstofnun til verulega aukningu á veiðiheimildum í ufsa og ýsu en að dregið verði úr veiðum á þorski. Félagið hefur aukið verulega við botnfiskkvóta senn á þessu fiskveiðiári en áður hafði félagið keypt aflahlutdeild í þorski sem svarar 62 tonnum á þessu ári.


 

Meðalfjárhæðir í viðskiptum með hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa þrefaldast á tæplega tveimur á hálfu ári. Á sama tíma hefur meðalfjöldi viðskipta á dag aukist um rúmlega helming (52%) og velta með hlutabréf tæplega fjórfaldast (370%). Samanburðurinn nær til meðalfjölda viðskipta og veltu í Kauphöllinni á árinu 2001 samanborið við meðaltöl frá ársbyrjun 2004 til 16. júní 2004.


 

Útlit er fyrir að 3 til 5 milljarða króna halli hafi verið á vöruskiptum við útlönd í maímánuði. Í sama mánuði í fyrra mældist hallinn 3,2 milljarða króna og hefur staðan á vöruskiptajöfnuðinum líkt og á viðskiptajöfnuðinum í heild verið að versna á síðustu mánuðum.


 

Svar tækni ehf. kynnir byltingu fyrir íslenskan símamarkað. Loksins býðst öllum að notfæra sér IP-tæknina til hagræðingar í símamálum. Öll þekkjum við tölvupóst og allir þekkja kostnaðinn við slík samskipti. Núna býðst að hringja hvert sem er á sömu forsendum.


 

Hannes Smárason aðstoðarframkvæmdaforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur ákveðið að láta af starfi sínu hjá félaginu til að einbeita sér að starfi stjórnarformanns Flugleiða. Hann mun áfram verða ráðgjafi hjá fyrirtækinu.


 

Verslunarkeðjan Tesco, sem er stærsti viðskiptavinur Bakkavör Group, birti í morgun rekstrarniðurstöu fyrsta ársfjórðungs. Sala samstæðunnar jókst um 12,3% á ársfjórðungnum. Virðist vera góður gangur í sölunni á Bretlandi, sem er langstærsti markaður félagsins, en salan þar í landi jókst um 11,1%. Er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að mikill vöxtur hafi verið á matvælamarkaðnum í Bretlandi sem er jákvætt fyrir Bakkavör.


 

Kaupþing Búnaðarbanki hf. hefur gengið frá erlendri fjármögnun með útgáfu víkjandi skuldabréfa að upphæð EUR 450 milljónir eða sem samsvarar 39.300 milljónum ISK. Af heildarupphæðinni teljast EUR 150 milljónir til eiginfjárþáttar A, þar sem útgáfan uppfyllir skilyrði 5. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, samanber reglur nr. 540/2003, um viðbótareiginfjárlið fyrir fjármálafyrirtæki. Deutsche Bank hafði yfirumsjón með útgáfunni en auk hans voru Barclays Capital og CSFB þátttakendur. Útgáfan verður meðal annars nýtt til að fjármagna kaup Kaupþings Búnaðarbanka hf. á danska bankanum FIH.


 

Útflutningur sjávarafurða árið 2003 nam 809 þús. tonnum og jókst um 0,6% frá 2002 samkvæmt nýútgefnu riti Hagstofunnar, Útflutningur sjávarafurða 2003. Verðmæti afurðanna 2003 nam 113,7 milljörðum króna sem er 11,6% samdráttur frá 2002 en sterkari króna og lægra afurðaverð skýrir þá þróun.


 

Kauphöllin í Stokkhólmi hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Kaupþing Búnaðarbanki hf. sé eitt af 13 nýjum félögum í Attract 40 vísitölunni. Bankinn verður hluti af þeirri vísitölu frá og með 1. júlí 2004 til 31. desember 2004 þegar vísitalan verður endurskoðuð á ný.


 

Stjórn Kauphallar Íslands hefur samþykkt aðild Deutsche Bank AG London að Kauphöllinni. Þá eru aðilar að Kauphöllinni 20, þar af tveir erlendir. Umsókn Deutsche Bank kom í kjölfar þátttöku bankans í útgáfu nýrra íbúðalána sem Íbúðalánasjóður mun gefa út frá 1. júlí nk. í stað hús- og húsnæðisbréfa.


 

Svipuð verðbólga var hér á landi eins og í öðrum EES ríkjum í júní. Þannig mældist tólf mánaða verðbólga hér á landi 2,4% en hún var 2,3% í ríkjum EES og 2,5% á evrusvæðinu. Í frétt Hagstofunnar kemur fram að mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 8,2% í Slóvakíu og 7,8% í Ungverjalandi. Í Finnlandi mældist 0,1% verðhjöðnun og í Litháen var verðbólgan 1,0%. Frá maí 2004 eru 27 lönd á Evrópska efnahagssvæðinu og eru meðaltöl fyrir Evrópska efnahagssvæðið nú miðuð við öll 27 ríkin.


 

liður í að bæta þjónustu við sjávarútveg


 

ÁTVR áætlar að sala á bjór muni aukast umtalsvert í júní á þessu ári og tengja stjórnendur fyrirtækisins það beint við EM í knattspyrnu. Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri tæknisviðs ÁTVR, segir það alþekkt að bjórsala aukist þegar viðburðir á borð við EM standi yfir. Búist sé við að salan aukist verulega, en erfitt sé að fullyrða hversu mikið. Í júní í fyrra nam heildarsalan á bjór á Íslandi 1.314.644 lítrum og er þá miðað við sölu í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum.


 

Erlendir fjárfestar hafa sýnt stoðtækjaframleiðandanum Össuri meiri áhuga en innlendir. Þetta segir Jón Sigurðssonar forstjóri Össurar í spjalli við Viðskiptablaðið. Nýlega keypti danska eignarhaldsfélagið William Demant Holding 6,3% hlut í fyrirtækinu af Mallard Holding sem er að meirihluta í eigu Össurar Kristinssonar stofnanda fyrirtækisins.


 

segir fjármálaráðherra á ráðherrafundi um viðskipti og þróun


 

Fyrsta tölublað nýs tímarits, Iceland Express Inflight Magazine, kemur út í ágúst en eins og nafnið gefur til kynna er það ætlað farþegum lággjaldaflugfélagsins Iceland Express. Vegna mikils áhuga farþega Iceland Express á afþreyingu á meðan flugi stendur, leitaði félagið eftir samstarfi við aðila sem gæti tekið að sér útgáfu flugtímarits. Útgefandi blaðsins er Efniviður ehf., Góðverk auglýsingastofa sér um útlit þess, en ritstjóri er Snæfríður Ingadóttir. Að jafnaði ferðast um 15 þúsund farþegar með Iceland Express í hverjum mánuði en blaðinu verður dreift frítt til farþega. Hið nýja tímarit er afþreyingartímarit og er ætlað að höfða jafnt til Íslendina og útlendinga, en efni blaðsins verður bæði á íslensku og ensku og mun það koma út á tveggja mánaða fresti.


 

Bakkavör Group hefur aukið hlut sinn í Geest Plc um 2,314,056 hluti sem samsvarar 3,11% af útgefnu hlutafé í félaginu. Samtals á því Bakkavör Group 14,359,483 hluti í Geest Plc. sem er 19,26% af útgefnu hlutafé í félaginu.


 

verður framkvæmdastjóri söluog markaðssviðs


 

Heildareignir Kaupþing - nú KB banka eftir sameiningu við Búnaðarbankann - hafa 600 faldast frá árinu 1996, en þá var Sigurður Einarsson starfandi forstjóri. Hann var síðan ráðinn formlega forstjóri árið 1997.


 

Kvöldið fyrir forsetakosningar verður Sjónvarpið með umræðuþátt sem öllum þremur forsetaframbjóðendunum hefur verið boðið að taka þátt í. Verða það að líkindum einu opinberu umræðurnar sem frambjóðendurnir taka allir þátt í fyrir kosningar.


 

Þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu er ekkert sem bendir sérstaklega til þess að bóla hafi myndast eða að lækkun sé framundan. Á það hefur þó verið bent að ef að verðbólga á þessum markaði fari ekki að hjaðna er allt eins líklegt að bóla muni myndast.


 

þýðingar valda töfum með frosin síldarsamflök


 

Fjármálaeftirlitið hyggst ekki fara fram á lækkun iðgjalda


 

ný sólarhringsog vikumet hjá risabornum!


 

Fyrsta doktorsvörnin við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands fer fram á morgun, miðvikudag. Helga Kristjánsdóttir ver doktorsritgerð sína "Determinants of Exports and Foreign Direct Investment in a Small Open Economy" eða Gangráður útflutnings og beinnar erlendrar fjárfestingar í smáu opnu hagkerfi. Leiðbeinandi Helgu var Þorvaldur Gylfason prófessor við Háskóla Íslands en auk hans sátu í doktorsnefnd þeir Ronald Davies, dósent við Oregon Háskóla og Helgi Tómasson dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.


 

Gengi bréfa KB banka hefur haldið áfram að hækka í dag í fjörugum viðskiptum og nemur hækkunin það sem af er degi 3,16%. Það kemur til viðbótar 12,5&% hækkun bréfa félagsins í gær. Markaðsvirði bankans nálgast nú 180 milljarða króna og hefur ekkert félag í íslensku Kauphöllinni verið hærra metið.


 

segir greiningardeild Landsbankans


 

Í maímánuði síðastliðnum voru skráðir 102.875 atvinnuleysis-dagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 3,3% af áætlun efnahagsskrifstofu fjármála-ráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í maí 2004. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði í maí 2004 var 147.620. Til samanburðar mældist atvinnuleyið 3,5% í apríl sl. en 3,6% í maí 2003.


 

Jakob Óskar Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri SÍF og tekur hann til starfa í mánuðinum. Örn Viðar Skúlason, sem gegnt hefur starfi forstjóra SÍF undanfarna mánuði, tekur við sínu fyrra starfi sem aðstoðarforstjóri félagsins segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.


 

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu vikuna 4. júní til og með 10. júní 2004 var 209. Þar af voru 168 samningar um eignir í fjölbýli, 33 samningar um sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.554 millj. kr. og meðalupphæð á samning 17,0 millj. kr.


 

Í dag birti Seðlabankinn tölur um efnahag lífeyrissjóða hér á landi í lok apríl sl. Þar kemur m.a. fram að hrein eign lífeyrissjóðanna hafi í aprílmánuði aukist um 13,3 ma.kr. eða 1,6% og verið í lok mánaðarins 863,2 ma.kr. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs jókst hrein eign um 7,2% samanborið við 3% árið 2003.


 

hækkaði um 12,5% í dag


 

verðið nokkuð hátt miðað við norræna banka segir Landsbankinn


 

Eftir lokun markaða í dag tilkynnti Actavis Group að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í London yrði frestað til ársins 2005. Í tilkynningu frá 4. desember síðastliðnum segir aftur á móti að fyrirhugað sé að skrá félagið á markað í London á þessu ári. Vekur athygli að engar skýringar eru gefnar á frestingu skráningarinnar og tiltók Greiningardeild Landsbankans í Vegvísi sínum í dag að þeim hefði þótt æskilegt að ítarlegri upplýsingar hefðu komið fram.


 

Árið 2003 nam heildarframleiðsla á kjöti í heiminum um 253,5 milljón tonnum og var það aukning um 2,3% frá fyrra ári eða um 5,8 milljón tonn. Aukningin nemur um 230-faldri heildarkjötframleiðslu Íslendinga! Mesta aukning var á framleiðslu svínakjöts eða um 3,1%. Hlutföll á milli búgreina haldast óbreytt á milli ára og er svínakjöt mest framleidda kjöttegundin í heiminum með um 39% hlutdeild, þá alífuglakjöt með 26% og nautakjöt með 23%.


 

Lánshæfismat Kaupþings Búnaðarbanka hf. (A2/C+) er til skoðunar vegna mögulegrar hækkunar. Moody's Investors Service hefur lánshæfismat Kaupþings Búnaðarbanka hf .(A2 langtímaeinkunn og C+ einkunn vegna fjárhagslegs styrkleika) til skoðunar vegna mögulegrar hækkunar.


 

Kaldbakur hf. hefur selt alla eignarhluti sína í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Samhliða þessu hafði Kaldbakur milligöngu með sölu hlutabréfa Sjafnar hf. með hlutabréf félagsins í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Samtals seldi því Kaldbakur 9,33% hlut í HÞ. Áætlaður hagnaður Kaldbaks hf. af þessum viðskiptum er áætlaður um 50 milljónum króna.


 

Kaupþing Búnaðarbanki hf. (KB banki) hefur undirritað samkomulag við Swedbank (FöreningsSparbanken) um kaup á öllum útgefnum hlutum í FI-Holding sem á danska bankann FIH. Kaupverðið nemur 84 milljörðum króna (? 1,0 ma.), auk vaxta frá 31.mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Starfsemi FIH fellur vel að starfsemi KB banka. Við kaupin mun stærð KB banka tvöfaldast og verður bankinn með leiðandi stöðu í fyrirtækjalánum í Danmörku.


 

Forræði yfir Hraðfrystistöð Þórshafnar er komið í heimabyggð með kaupum Fræs ehf. (Þórshafnarhreppur) og Svalbarðshrepps á hlut Samherja í Hraðfrystistöðinni og í tilefni af þeim merku tímamótum var flaggað við skrifstofur hreppsins í morgun.


 

Á síðasta aðalfundi Landssambandsins veiðifélaga var samþykkt tillaga um að gerð yrði ítarleg skýrsla um þýðingu veiðihlunninda fyrir þjóðarbúið. Þetta verkefni er nú komið vel af stað að sögn Óðins Sigþórssonar formanns Landssambandsins. Samið hefur verið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um að kanna efnahagslega þýðingu veiðihlunninda. Í því skyni hafa verið sendir spurningalistar til veiðifélaga.


 

Íbúðalánasjóður fær einkun í fyrsta sinn


 

Neytendur tóku sér tak í maí og smásöluverslun á föstu verðlagi stóð nánast í stað í samanburði við fyrra ár. Þannig seldust dagvörur á föstu verðlagi í smásölu fyrir 0,1% meira í maí sl. en í sama mánuði árið 2003 samkvæmt nýrri smásöluvísitölu SVÞ-IMG. Áfengissmásalan á föstu verðlagi dróst saman um 1,1% og sala lyfjaverslana minnkaði um 0,1% miðað við maí í fyrra. Verðbreytingar voru óverulegar á milli ára eða vel innan við 1% í öllum flokkum.


 

Undirritaður hefur verið samningur við Ósey í Hafnarfirði um smíði hafnsögubátar fyrir hafnir Ísafjarðar. Það voru Ríkiskaup sem buðu bátinn út. Mikill áhugi reyndist á útboðinu og skiluðu níu aðilar inn fimmtán tilboðum. Í útboðsgögnum kom fram að báturinn mætti vera notaður en aðein einn aðili bauð slíkan bát.


 

söluhagnaður 300 milljónir


 

Ársuppgjör 2003


 

Keflvíkurverktakar hyggjast reisa nýja 3.900 fermetra verslunar- og þjónustumiðstöð við Stapabraut í Reykjanesbæ. Byggingin verður staðsett á lóð KV ofan nýs Tjarnarhverfis í Innri-Njarðvík við hlið Kaffitárs. Viðræður standa yfir við nokkra aðila sem hug hafa á að vera með verslanir, veitingarekstur, bensínstöð og aðra þjónustu í verslunarmiðstöðinni.


 

Í gær voru opnuð umslög með nöfnum þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt í forvali vegna byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhúss á hafnarbakkanum í Reykjavík. Það voru Ríkiskaup fyrir hönd Austurhafnar - TR ehf sem sáu um að auglýsa eftir þátttakendum í forvalið. Fjórir aðilar skiluðu inn þátttökutilkynningum en þeir eru:1. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.,2. Portus Group: Landsafl hf., Nýsir hf. og Íslenskir Aðalverktakar,3. Mulitplex Group og Poster Partners,4. Sparisjóðabanki Íslands, Festing ehf., Eykt ehf og Höfðaborg ehf.


 

Bakkavör Group hefur keypt 625,303 hluti í Geest Plc. sem samsvarar 0,83% af útgefnu hlutafé í félaginu. Samtals á því Bakkavör Group 12,045,427 hluti í Geest Plc. sem er 16,15% af útgefnu hlutafé í félaginu.


 

Á hluthafafundi Flugleiða í gær voru nír menn kosnir inn í stjórn. Í stjórn Flugleiða hf. voru kjörnir: Gylfi Ómar Héðinsson og Jón Þorsteinn Jónsson en úr stjórn gengu Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson.


 

segir Róbert Melax sem hyggst kaupa Skífuna


 

Landsframleiðslan jókst um 4,9% á 1. ársfjórðungi


 

Sú ákvörðun stjórnar Marks & Spencers að reka fjóra af stjórnendum fyrirtækisins kemur til með að kosta það í það minnasta 10 milljónir punda. Þetta kemur fram í ársskýrslu fyrirtækisins sem lögð var fram í gær.


 

Mikill meirihluti stjórnenda, eða 61,5%, telur að algengt sé að lög séu brotin í viðskiptalífinu og á hlutabréfamarkaðinum án þess að brotin komist upp eða á þeim sé tekið. Þetta er niðurstaða í skoðanakönnun sem PSN-kannanir gerðu fyrir Viðskiptablaðið meðal íslenskra stjórnenda. Könnunin var gerð dagana 1.-8. júní síðastliðinn og náði til 400 stjórnenda en 366 svöruðu. Könnunin er birt í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Áætlað verðmæti brotajárns sem verið er að safna í á Patreksfirði sé um 20 milljónir króna. Brotajárnshaugurinn er þegar orðinn um 2.000 tonn og fer vaxandi.


 

Samning um að Íslenskir aðalverktakar byggi Molann, 2.500 fermetra verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð, var undirritaður í dag af fulltrúum ÍAV og Smáratorgs, eignarhaldsfélagsins sem fjarmagnar byggingarframkvæmdirnar. Fór undirskriftin fram á sýningunni Austurland 2004, sem opnuð var í dag á Egilsstöðum.


 

Actavis hefur sett nýtt samheitalyf, Quinapril, á markað í Þýskalandi. Medis, dótturfélag Actavis sem annast sölu til þriðja aðila, var fyrsta fyrirtækið sem fékk markaðsleyfi fyrir samheitalyfið Quinapril eftir að einkaleyfi frumlyfsins rann út. Lyfið er selt til annarra lyfjafyrirtækja, sem síðan markaðssetja það og selja undir sínu vörumerki. Meðal viðskiptavina félagsins í Þýskalandi eru mörg stærstu samheitalyfjafyrirtækin þar í landi.


 

Þórshafnarhreppur vill kaupa


 

segir greiningardeild KB banka


 

Sérfræðingar Evrópusambandsins á sviði verndaraðgerða hittust á fundi í dag til að ræða hugsanlegar aðgerðir gegn innflutningi á eldislaxi. Samkvæmt heimildum frá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins var fundi frestað um viku án þess að niðurstaða fengist.


 

Ný úrvalsvísitala var gefin út í dag og kemur Fjárfestingafélagið Atorka inn í staðin fyrir SH. Er þetta í annað sinn sem valið er í vísitöluna eftir nýrri aðferðarfræði sem kynnt var í byrjun árs og tekur m.a. mið af seljanleika hlutabréfa. Valið í Úrvalsvísitöluna nú byggir á gögnum um viðskipti frá tímabilinu 1. júní 2003 til 31. maí 2004 en miðað er við verðbil á tímabilinu 1. ágúst 2003 til 31. maí 2004. Úrvalsvísitalan sem nú var valin gildir frá 1. júlí til 1. janúar á næsta ári.


 

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnar stórsýninguna Austurland 2004 í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðun kl 17 í dag. Sýningin er ein stærsta sýning sem haldin verður á landinu í ár og langstærsta sýning sem nokkru sinni hefur verið haldin á Austurlandi.


 

Sem kunnugt er hafa drög að öryggisreglum og reglum um leyfisveitingar fyrir afþreyingarfyrirtæki verið í smíðum hjá nefnd á vegum samgönguráðherra umnokkurt skeið. Tillaga að reglugerðinni hefur verið birt á netinu í skýrslu nefndarinnar.


 

Kauphöll Íslands hefur samþykkt fram komna beiðni um afskráningu hlutabréfa Guðmundar Runólfssonar hf. af Aðallista Kauphallarinnar og verða bréfin afskráð eftir lokun viðskipta föstudaginn 11. júní 2004. G.R. útgerð ehf. hefur eftir yfirtökutilboð eignast 61,21% af heildarhlutafé félagsins og eignarhald almennra frjárfesta dreifist ekki á 300 hluthafa því uppfyllir félagið ekki lengur skilyrði til skráningar í Kauphöllinni.


 

-lækkun á heimsmarkaðsverði olíu ekki komin fram


 

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána um allt að 0,25 prósentustig. Ákvörðun um vaxtahækkun er tekin í kjölfar hækkunar Seðlabankans á stýrivöxtum. Breytingin tekur gildi 11. júní n.k.


 

er mat fjármálaráðuneytisins


 

Ístak hf. átti lægsta tilboð í vegslóð vegna Fljótsdalslína 3 og 4, sem flytja munu raforku Kárahnjúkavirkjunar að álverinu við Reyðarfjörð. Ístak bauð ríflega 142 milljónir króna í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á yfir 340 milljónir króna.


 

Íslandsbanki hefur ákveðið að fylgja eftir hækkun Seðlabanka Íslands og hækka óverðtryggða vexti sína um 0,15% til 0,25%. Vaxtahækkunin tekur gildi 11. júní 2004.


 

-líklegt að Evrópusambandið leggi til kvóta á morgun


 

Ísland mun leggja áherslu á að fjölga þeim hrossum sem árlega má flytja tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna en tollfrjáls innflutningur takmarkast nú við 100 hross á ári. Á næstunni hefjast viðræður íslenskra stjórnvalda við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um endurskoðun á skilyrðum fyrir viðskipti með landbúnaðarafurðir. Samkvæmt EES-samningnum skal slík endurskoðun fara fram reglulega í þeim tilgangi að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir.


 
Innlent
10. júní 2004

Verðbólga 3,9%

komin mjög nálægt efri þolmörkum


 

Verð á hráolíu lækkaði í London í dag og hefur ekki verið lægra í sex vikur. Ástæða lækkunarinnar má rekja til væntinga um aukið framboð eldsneytis í Bandaríkjunum sem dregur úr áhyggjum af myndun eldneytisskorts. Í gær lækkaði Orkuráðuneyti Bandaríkjanna spá sína um hámarksverð eldsneytis í sumar. Olíuverð hefur lækkað um 10% seinustu 5 daga eftir að OPEC skuldbatt sig að auka olíuframleiðslu sína.


 

seljanleiki bréfanna sveiflast mikið


 

Nóatúnsfeðgar borga rúmlega 120 milljónir


 

Stjórnir Kaupfélags Borgfirðinga og Kaupfélags Suðurnesja hafa samþykkt að ganga til samstarfs um rekstur verslunarfyrirtækja félaganna, Samkaupa hf. og KB Borgarnes ehf. Stefnt er að því að ganga frá samstarfssamningi um innkaup, markaðsmál og fleira tilheyrandi núna í júní. Félögin stefna síðan að því að sameina verslunarrekstur sinn í áföngum og ljúka því verkefni að fullu á næsta ári.


 

kaupverð um 2 milljarðar króna


 

Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar ásamt forstjóra og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, forstjóra Norðurorku og veitustjóra Orkuveitu Húsavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um virkjun Skjálfandafljóts við Hrafnabjörg. Aðilar eru auk þess eru sammála um að skoða fleiri hugsanlega virkjunarkosti í Skjálfandafljóti. Heimamenn í Bárðardal hafa lengi vitað um þennan virkjunarmöguleika og verið áhugasamir. Hins vegar hafa margir áhyggjur af Suðurá og fossum í Fljótinu komi til virkjunar og eru það atriði sem menn vilja skoða vel.


 

samkvæmt launakönnun Kjararannsóknarnefndar


 

Í kjölfar aukinna umsvifa í flutningum á vegum Samherja hefur verið ákveðið að flutningastarfsemin verði færð undir sérstakt svið sem verður stoðdeild við aðrar deildir félagsins. Flutningastarfsemin mun heyra undir forstjóra félagsins og mun Unnar Jónsson vera í forsvari fyrir starfsemina. Þá hefur Hildur K. Arnardóttir verið ráðin til starfa og hefur hún þegar hafið störf. Hildur er ekki ókunnug starfsemi Samherja en hún starfaði í söludeild á árunum 1998-2002 og er boðin velkomin til starfa.


 

hefur tvöfaldast á einu ári


 

Tórshavnar Skipasmiðja Group verður líklega fyrsta færeyska fyrirtækið sem að skráð verður í Kauphöll Íslands segir í frétt í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. "Ég gæti ímyndað mér að Skipasmiðjan verði skráð í haust," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, í samtali við Viðskiptablaðið. Fjárfestingafélagið NOTIO festi kaup á öllum eignum skipasmíðafyrirtækisins og lýsti því yfir að ætlunin væri að skrá fyrirtækið á Virðisbrævamarknað Föroya.


 

undirbúningsvinna í fullum gangi


 

Lyfjaprófanir á lyfjaefni deCODE gegn hjartaáfalli eru sem stendur í fasa II, en sem kunnugt er gerði deCODE samning við Bayer um sérnytjaleyfi á lyfjaefni og hljóp þar með yfir mörg ár forklínískra rannsókna. Fasi II prófananna hófst í apríl og gert hefur verið ráð fyrir að hægt verði að klára þetta stig á aðeins 10 vikum. Það má því gera ráð fyrir að nú styttist í niðurstöður úr fasa II lyfjarannsóknanna sem er ætlað að mæla áhrif lyfjaefnisins á lyfjamörk sem talin eru auka líkur á hjartaáfalli. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.


 

Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu á þessu ári. Aðalsteinn hefur starfað hjá Samherja og tengdum félögum frá árinu 1992 eða samtals í tólf ár. Í sumar og fram á haust mun Aðalsteinn vinna við erlend verkefni sem tengjast starfsemi Samherja.


 

Langholt ehf., sem er í eigu Þórðar, Ólafs og Alexanders Kárasona á Akureyri, hefur samið um kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Papco hf., Stórhöfða 42 í Reykjavík, af Rósu Valtýsdóttur og Baldri Baldurssyni. Kaupverð er trúnaðarmál. Nýir eigendur taka við rekstrinum 1. júlí nk., en hafa þegar hafið störf hjá félaginu.


 

Bakkavör Group hefur keypt 445,000 hluti í Geest Plc. sem samsvarar 0,6% af útgefnu hlutafé í félaginu. Samtals á því Bakkavör Group 11,420,124 hluti í Geest Plc. sem er 15,32% af útgefnu hlutafé í félaginu.


 

Gistinætur á hótelum í apríl síðastliðnum voru 71.015 en voru 65.719 árið 2003. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi (-5,3%). Mest var aukningin á Norðurlandi eystra og vestra en þar fóru gistinætur úr 3.432 í 4.744 milli ára, sem er rúmlega 38% aukning. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum nam aukningin tæpum 10% þegar gistinæturnar fóru úr 4.685 í 5.152 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur á hótelum í apríl síðastliðnum 52.576 en voru 49.316 árið 2003, sem er 6,6% aukning. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 5% og fóru úr 6.732 í 7.072 milli ára.


 

Ríkiskaup fyrir hönd Rekstrarfélags stjórnarráðsbygginga hafa auglýst eftir tilboðum í staðbundna öryggisgæslu stjórnarráðsbygginga sem staðsettar eru við Arnarhól þ.e. Arnarhvál, Sölvhólsgötu 7, Sölvhólsgötu 4, Lindargötu 9 og Skuggasund 3. Væntanlegur verkkaupi skal leggja til sérþjálfaða öryggisverði sem sinna eiga öryggisgæslu í stjórnarráðsbyggingunum, en um er að ræða vöktun í húsakynnunum samkvæmt ákveðnu vaktaskipulagi.


 

Í tillögum Hafró frá því í gær felst auking á útflutningsverðmæti upp á um 4-5 þús. þoskígildistonn eða um 0,5 ma.kr. Að teknu tilliti til innflutningshlutfalls í kostnaði við veiðar er framlag aukningarinnar til landsframleiðslu hverfandi. Þetta er niðurstaða greiningardeidlar Íslandsbanka og má sjá í Morgunkorni þeirrá.


 

hæsta einkunn sem að Moody?s gefur


 

mæla með að fjárfestar haldi bréfum sínum


 

er ráðlegging Hafró fyrir næsta fiskveiðiár


 

Málefni Kauphallar Íslands verða til umfjöllunar í fyrri hluta Viðskiptaþáttarins í dag. Í þáttinn kemur Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar og verður rætt um ýmislegt sem tengist starfsemi Kauphallarinnar, samstarf við erlendar kauphallir, afskráningar og nýskráningar.


 

Ákveðið hefur verið að endurbyggja Glerárvirkjun og taka hana í notkun síðar á þessu ári. Áætlað er að hún skili um 300 kW afli og að stærð virkjunarhúss verði um 96 m2. Þar sem stífla og inntaksmannvirki eru fyrir hendi þarf aðeins að byggja hús og setja upp vélbúnað. Þess vegna er virkjunarkostnaður lágur og stendur virkjunin að mestu undir kostnaði.


 

Bros auglýsingavörur hafa nú breikkað starfssvið sitt og aukið við þjónustuliðina, með kaupum á Snara, einu elsta auglýsingavörufyrirtæki landsins. Rekstur fyrirtækjanna verður sameinaður á einum stað í Síðumúla 33. Með kaupunum á Snara styrkir Bros stoðir sínar á auglýsingavörumarkaði og bætir um leið við þjónustuna og úrvalið sem fyrirtækjum býðst þegar þau huga að því að merkja gjafavörur eins og segir í tilkynningu frá félaginu.


 

skýrsla Hafró kemur út í dag


 

Kaupþing Búnaðarbanki hf. hefur stofnsett sérhæft eignastýringarfyrirtæki New Bond Street Asset Management LLP (NBS) í Lundúnum í samvinnu við hóp reyndra sérfræðinga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins verður Zoe Shaw, fyrrum framkvæmdastjóri skuldafjármögnunardeildar Bankgesellschaft Berlin (BGB) og annar framkvæmdastjóra Lundúnaútibús bankans. Jorgen Mandal, fyrrum yfirmaður Norðurlandadeildar BGB, sem tók þátt í stofnun NBS, verður yfirmaður eignastýringar NBS.


 

stefnir að markaðssókn með viðskiptalausnir frá Microsoft


 

Atvinnuleysistölur voru birtar í Bandaríkjunum föstudaginn og bættust 248 þúsund ný störf við í maí sem er meira en búist hafði verið við. Störfum í framleiðslu fjölgaði um 32 þúsund en þeim hefur ekki fjölgað meira í sex ár. Hagkerfið hefur nú endurheimt öll þau störf sem töpuðust eftir að samdrættinum lauk í nóvember árið 2001. Störfum fjölgaði um 346 þúsund í apríl og 353 þúsund í mars. Á síðastliðnum þremur mánuðum hefur störfum því fjölgað um 947 þúsund en það er mesta aukning á tímabilinu mars til maí síðan árið 2000, en störfum hefur samtals fjölgað um 1,2 milljónir frá áramótum.


 

Erlend verðbréfakaup í apríl námu 30,8 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra voru bréf seld fyrir 29 milljarða króna. Erlend verðbréfakaup voru því jákvæð um 1,8 milljarða króna í apríl og nema kaupin þá 26,6 milljörðum á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Á fyrstu þrem mánuðum ársins voru nettó kaup á bilinu 6-11 milljarðar króna þannig að kaupin í apríl voru töluvert minni sem skýrist af miklu leyti vegna þess að viðskipti með hlutabréf voru neikvæð um 4,3 milljarða í mánuðinum.


 

Á aðalfundi Margmiðlunar hf. í vikunni urðu þær breytingar að í stað Aðalsteins Jóhanssonar (fulltrúa Brúar í stjórn) kom inn í stjórn Bjarni K. Þorvarðarson (fyrir hönd CVC). Að öðru leyti er stjórn félagsins óbreytt. Einnig voru gerðar þær breytingar á samþykktum félagsins að nú hefur stjórn forkaupsrétt á seld hlutabréf. Árið 2003 voru rekstartekjur Margmiðlunar 184 milljónir kr. og er það hækkun borið saman við 2002. Rekstargjöld lækkuðu alls um 7% og var hagnaður af rekstrinum upp á tvær milljónir kr.


 

Að mati Greiningar Íslandsbanka er líklegt að Bakkavör haldi áfram að auka við hlut sinn í Geest á næstu vikum. Eftir lokun markaða í gær var tilkynnt að Bakkavör Group hafi aukið við hlut sinn í Geest. Keyptir voru rúmlega 3,3 milljón hlutir til viðbótar við þá rúmlega 7,6 milljón hluti sem þegar hafði verið tilkynnt um. Samtals á Bakkavör því nú tæplega 11 milljón hluti í Geest eða samtals 14,72% af útgefnu hlutafé í félaginu.


 

viðskiptahallinn stefnir í 64 milljarða


 

Sláturhúsi Íslandsfugls á Dalvík verður lokað frá og með næstu mánaðamótum og allur eldisfugl fluttur í sláturhús Matfugls í Mosfellsbæ. Að sögn Gunnars Þórs Gíslasonar, hjá Matfugli, verður eldishús Íslandsfugls, sem er 3500 fermetrar að stærð, notað áfram fyrir norðan en fyrirtækið leitar nú að nýjum notum fyrir sláturhúsið sem var vígt árið 2001 og þykir mjög fullkomið. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Viðskiptahallinn nam 13 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands, samanborið við 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra og jókst hann því um tæp 400% milli ára. Vöruviðskipti voru hagstæð um 0,3 milljarða króna, en 5 milljarða króna halli var á þjónustuviðskiptum við útlönd. Halli á þáttatekjum við útlönd var 8,1 milljarður króna á fyrsta ársfjórðungi 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla á sama tíma í fyrra.


 

Gæti þýtt hærra semenstverð á landsbygggðinni


 

Nú rétt í þessu var tilkynnt um að Bakkavör Group hafi bætt við hlut sinn í breska matvælaframleiðandanum Geest plc. Keypti félagið nú 4,45% hlut og á nú samtals 14,72% hlut í félaginu. Gengi Geest lækkaði þó í dag um 1,85% og stendur núna í 557 pensum á hlut. Líkt og í fyrri tilkynningunni frá félaginu var kaupverðið ekki gefið upp og telur Greiningardeild Landsbankans það miður.


 

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti á ársfundi Iceland Naturally, sem nú stendur yfir í Washington-borg í Bandaríkjunum, þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera nýjan samning um kynningu á Íslandi vestanhafs undir merkjum Iceland Naturally.


 

Meginniðurstaða skýrslu Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, um mat á þjóðhagslegum áhrifum byggingar rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfirði, sé að verksmiðjan auki hagvöxt um einn fjórða úr prósenti. Skýrslan var unnin að beiðni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Það er mat skýrsluhöfunda að áformuð bygging rafskautaverksmiðjunnar muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif.


 

innflutningur eykst um 4% í maí


 

er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins


 

Tveir erlendir fjárfestar eru nú meðal lykilfjárfesta í Össuri en sænska fjárfestingarfélagið Industrivärden keypti tæp 16% í félaginu árið 2002 og er annar stærsti hluthafi félagsins. Fyrr í dag var greint frá kaupum danska fyrirtækisins William Demant Invest sem hefur keypt 20 milljón hluti í Össuri sem nemur 6,28% af heildar hlutafé. Að mati Greiningar ÍSB eru kaup hinna dönsku fjárfesta jákvæð fyrir Össur og hluthafa félagsins og gefa e.t.v. vísbendingu um enn frekari áhuga erlendra fjárfesta á félaginu.


 

skrifað undir samning um kaup á SleepTech, LL


 

Atvinnuleysi var óbreytt á evrusvæðinu í apríl miðað við marsmánuð, eða 9% af mannafla. Atvinnuleysi hefur lítið breyst að undanförnu þrátt fyrir að eftirspurn hafi tekið nokkuð við sér. Með auknum hagvexti er líklegt að ástand batni á vinnumarkaði. Minnsta atvinnuleysið mældist í Lúxemborg (4,2%), Írlandi og Austurríki (4,5% í báðum) en mesta atvinnuleysið var á Spáni (11,1%).


 

320 þúsund gestir heimsóttu Bláa Lónið ? heilsulind á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri á einu ári. Rekstrartekjur félagsins árið 2003 voru 663 milljónir króna, sem er 15% aukning frá fyrra ári. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði(EBITDA) var 87,5 milljónir króna, sem er 9% aukning frá fyrra ári. Hagnaður ársins var rúmlega 25 milljónir króna. Efnahagur félagsins er traustur og er eiginfjárhlutfall þess um 60%.


 

Danska fyrirtækið William Demant Invest (dótturfyrirtæki Oticon Foundation) hefur keypt 20 milljón hluti í Össuri hf. Fjárfestingin jafngildir 6,28% af heildarhlutafé fyrirtækisins, en kaupin fóru fram á genginu 55,5. Seljandi hlutanna er Mallard Holding SA, sem er í meirihlutaeigu Össurar Kristinssonar, stofnanda Össurar hf. Eftir söluna á Mallard Holding AS 18,7% hlut í Össuri hf.


 

mæla með sölu


 

Síldarvinnslan hf. hefur keypt öll hlutarbréf í Austlaxi á Seyðisfirði. Austlax hefur um tveggja ára skeið stundað fiskeldi í Seyðisfirði í samvinnu við Færeyinga og hefur heimild til fimmtán hundruð tonna laxeldis. Þessi kaup Síldarvinnslunnar á hlutabréfum í Austlaxi eru hluti af styrkingu Síldarvinnslunnar og Samherja í fiskeldi.


 

í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu FM 99,4


 

Stefán Kjærnested hefur verið ráðinn forstjóri Áburðarverksmiðjunnar hf. Stefán hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri en hann var framkvæmdastjóri og meðeigandi Atlantsskipa ehf. frá janúar 1999 til júlí 2003. Áður starfaði Stefán m.a. sem fyrirtækjatengill hjá FBA, fjármálastjóri Ó. Johnsson & Kaaber og markaðsfulltrúi Húsfélags Kringlunnar. Stefán er með B.S. í fjármálafræði frá Boston College og er stúdent frá hagfræðibraut Verzlunarskóla Íslands.


 

"Ég átti spjall við Hallgrím Geirsson [framkvæmdastjóra Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins] í síðustu viku. Við spjölluðum saman um daginn og veginn og ég ætla ekki að upplýsa meira um það," segir Árni Hauksson forstjóri Húsasmiðjunnar í Viðskiptablaðinu í dag en hann er jafnframt hluthafi í Norðurljósum og stjórnarmaður í Frétt, útgáfufélagi Fréttablaðsins og DV.


 

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæplega 28% í maímánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 105 þúsund farþegum árið 2003 í rúmlega 134 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur tæplega 26% milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um 37%.


 

Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,42% í morgun í kjölfar vaxtahækkunnar Seðlabankans í gær. Svo virðist vera sem væntinar hafi verið um að Seðlabankinn myndi draga úr eða hætta reglubundnum gjaldeyriskaupum samhliða vaxtahækkun sinni nú en bankinn hefur áður boðað að hann ætli að kaupa gjaldeyri til næstu áramóta.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.