*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


janúar, 2005

 
Innlent
31. janúar 2005

Breytingar á Bifröst

í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Tvö fyrirtæki sem starfa á Íslandi eru á lista yfir hundrað fremstu fyrirtæki heimsins á sviði sjálfbærrar þróunar, Alcoa og Alcan. Listinn var birtur á föstudaginn á heimsviðskipta-ráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur listi er tekinn saman. Stefnt er að því að listinn verði birtur árlega héðan í frá en til að fyrirtæki komist á listann þurfa þau að hafa í heild jákvæð áhrif á samfélag sitt og umhverfi.


 

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur gefið kost á sér til stjórnarsetu í Straumi Fjárfestingarbanka hf. á aðalfundi bankans þann 4. febrúar næstkomandi en Þorsteinn Már á jafnframt sæti í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar. Í ljósi skilyrða Fjármálaeftirlitsins um meðferð eignarhalds Straums Fjárfestingarbanka á virkum eignarhlut í Íslandsbanka sem birt var í Kauphöll Íslands þann 21. janúar sl. hefur Þorsteinn ákveðið að gefa ekki kost á sér til stjórnarsetu í Tryggingamiðstöðinni á næsta aðalfundi félagsins.


 

sektir Skeljungs lækka um rúman helming


 

Ávöxtun Lífeyrissjóðs verslunarmanna á árinu 2004 var 16,4% sem samsvarar 12,1% raunávöxtun sem er sama raunávöxtun og á árinu 2003. Síðustu tvö ár eru því bestu rekstrarárin í tæplega 50 ára sögu sjóðsins. Besta ávöxtun eignaflokka sýndu innlendu hlutabréfin en nafnávöxtun þeirra var 79,1% á árinu og raunávöxtun 72,5%. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 58,9% á árinu 2004.


 

Framkvæmdir hófust við 293 íbúðir í Garðabæ á árinu 2004. Þetta eru mun fleiri íbúðir en byrjað var að byggja á árinu 2003 og fleiri íbúðir en framkvæmdir hafa nokkurn tímann hafist við í bænum á einu ári.


 


 

Atvinnuleysi var að jafnaði um 3,1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði á árinu 2004 samkvæmt samantekt Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi. Að jafnaði voru 4564 manns á atvinnuleysisskrá á árinu.


 

og sótt um hækkun á heimild til hlutafjáraukningar


 

Út er komið nýtt verðmat á Og Vodafone af hálfu Íslandsbanka. Niðurstaða verðmatsins er 16,8 ma.kr. sem jafngildir genginu 4,1 krónur á hlut. Í ljósi verðmatsins mælir Greining Íslandsbanka með að fjárfestar kaupi bréf í Og Vodafone. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma, þ.e. næstu 3-6 mánuði, er að markaðsvega bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum.


 

Á aðalfundi Nýherja var samþykkt sú tillaga stjórnar að lækka hlutafé um 26 milljónir kr. sem framkvæmd verður með þeim hætti að færð verða niður bréf í eigu félagsins. Þá var samþykkt heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum. Samþykkt var að greiða 15% arð vegna ársins 2004.


 

Tap Líftæknisjóðsins á síðasta ári nam 172,8 milljónum króna samanborið við 83,2 milljón króna tap árið 2003 og er tapið af stærstum hluta vegna styrkingar íslensku krónunnar. Innleyst tap ársins var 7,9 milljónir króna samanborið við 104,2 milljóna króna tap á árinu 2003.


 

Umbreyting á rekstri Sæplasts stendur yfir um þessar mundir. Félagið vinnur nú að stækkun verksmiðju sinnar á Spáni, einnig er í skoðun stækkun á verksmiðju félagsins í Hollandi. Unnið er að byggingu nýrrar PVC verksmiðju í Noregi sem mun verða einhver tæknivæddasta verksmiðja sinnar tegundar í heiminum. Auk þessa er unnið að ýmis konar hagræðingar aðgerðum auk samþættingar á þáttum s.s. innkaupum, sölu- og markaðsstarfs sem og vöruþróunar ein og segir í tilkynningu félagsins í kringum ársuppgjör þess.


 

sjálfkjörið í stjórn


 

og 12 ráðnir til F.Í


 

Fjárfestingafélagið Atorka birti uppgjör í lok dags á föstudag. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 419 m.kr. og hagnaður ársins 2.891 m.kr. Um rekstur á fjórða ársfjórðungi segir í frétt frá félaginu. ?Það verður að teljast góður árangur þar sem hlutabréfamarkaður á Íslandi lækkaði verulega á fjórða ársfjórðungi. Árangrinum má þakka góða afkomu af fyrirtækjaverkefnum Atorku, s.s. hagnaði hjá Lífi hf. af sölu fasteignar félagsins og hlutabréfum í Litis sem er félag utan um rekstur lyfsöluverslana í Litháen auk annarra verkefna."


 

Íslandsbanki skilaði góðu uppgjöri fyrir árið 2004, hagnaður rúmlega 11,4 ma.kr. og arðsemi eigin fjár um 40%. Hagnaður bankans á síðasta fjórðungi ársins var nokkuð yfir væntingum Greiningardeildar KB banka, nam 1.312 m.kr. eða um 350 m.kr. meiri en við gerðum ráð fyrir.


 

Skömmu fyrir lokun markaða á föstudag birti Landsbankinn uppgjör fyrir síðasta fjórðung ársins. Uppgjörið var langtum betra en Greiningardeild KB banka gerði ráð fyrir. Hagnaður var af rekstri bankans á fjórða ársfjórðungi að upphæð 1.014 milljónir en Greiningardeild hafði gert ráð fyrir 1.676 m.kr. tapi.


 

segja Samtök iðnaðarins í yfirlýsingu sinni.


 

arðsemi eigin fjár 40%


 

Rekstur SP-Fjármögnunar gekk mjög vel á árinu 2004. Hagnaður fyrir skatta nam 378,3 milljónum króna, sem er besti árangur í sögu fyrirtækisins. Eftir skatta var hagnaðurinn 303,8 milljónir, sem er tæp 50% aukning frá fyrra ári. Mikil aukning var í útlánum félagsins á árinu 2004 og stækkaði efnahagreikningur félagsins á árinu um 34% og var í árslok 14,9 milljarðar, þar af eru útlán félagsins tæpir 14,3 milljarðar sem er um 35% aukning frá árinu áður.


 

Samkvæmt fréttFinancial Timeser Landsbankinn að bjóða í breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood. Heimildir blaðsins herma að tilboðið hljóði upp á 70-75 pens á hlut en samkvæmt því er breska fyrirtækið verðlagt á um 4,7 ma.kr. Teather & Greenwood er eitt af smærri verðbréfafyrirtækjum Bretlands. Það á sér 130 árs sögu og var skráð á hlutabréfamarkað árið 1998. Áhersla þess er á verðbréfamiðlun fyrir fagfjárfesta ásamt ráðgjöf.


 

Uppgjör Bakkavarar var gott og yfir væntingum Greiningardeildar KB banka hvort heldur sé litið til tekna eða hagnaðar. Hagnaður tímabilsins var 4,4 milljónir punda samanborið 3,7 miljón punda spá Greiningardeildar. Rekstur Bakkavarar hefur greinilega gengið vel og náði félagið settum markmiðum á fjórða ársfjórðungi ársins 2004 segir greiningardeildin.


 

Landsbankinn var, í umfjöllun Times Online í gær, orðaður við yfirtöku á breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood. Forsvarsmenn breska félagsins viðurkenndu í gær að viðræður um mögulega yfirtöku stæðu yfir eftir að hlutabréf félagsins hækkuðu um tæplega 26% í upphafi dagsins. Ekkert var hins vegar haft eftir þeim við hverja væri rætt að því er kemur fram í Hálffimm fréttum KB banka.


 

Laun Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns í KB banka voru 109 milljónir á árinu 2004 og voru laun Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra 97 milljónir króna. Sólon R. Sigurðsson kemur þar á eftir með 68 milljónir króna í laun en hann lét af störfum í árslok og mun hann fá greidd laun að fjárhæð 60 milljónum króna á næstu tveimur árum samkvæmt starfslokasamningi.


 

Hagnaður Bakkavarar á síðasta ári fyrir skatta var 2.016 milljónir króna sem jafngildir 20% aukningu frá fyrra ári. Vöxtur í undirliggjandi starfsemi var 18%. Hagnaður eftir skatta af reglulegri starfsemi var 1.548 milljónir króna sem jafngidlir 26% aukningu. Ákveðið hefur verið að byggja nýja verksmiðju í London, einnig verður fjármálaskrifstofa flutt frá Kaupmannahöfn til Íslands.


 

Samkomulag hefur tekist um að Samskip annist flutninga fyrir Bechtel vegna byggingar álvers Alcoa á Reyðarfirði. Um er að ræða flutninga á allskyns varningi, tólum og tækjum, og nemur heildarmagnið allt að 700 þúsund frakttonnum. Er þetta stærsti samningur sem Samskip á Íslandi hafa gert.


 

SAF gagnrýnir fullyrðingar upplýsingatæknifyrirtækja


 

Stór hluti nýskráninganna einkahlutafélaga á síðasta ári, eða 73% er á höfuðborgarsvæði en það svæði sem kemur þar á eftir er Norðurland eystra með 6% nýskráninga. Fæstar nýskráningar hluta- og einkahlutafélaga áttu sér stað á Vestfjörðum eða 2%. Vöxtur nýskráninga er hins vegar nær eingöngu bundinn við höfuðborgarsvæðið en þar fjölgaði nýskráningum um 11% milli ára. Vöxtur nýskráningar nam 8,5% á Norðurlandi vestra og rúmum 5% á Austur- og Suðurlandi.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,31% í dag í líflegum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,30 til 111,85. Eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum (Durable goods) í Bandaríkjunum jókst um 0,6% í desember og var það í takt við væntingar. 325 þúsund skráðu sig atvinnulausa í síðustu viku í Bandaríkjunum eins og búist var við. Gengi dollara sveiflaðist lítið í dag.


 

Þorsteinn Þorgeirsson í Viðskiptaþættinum


 

Í upphafi árs spáði greining Íslandsbanka að Úrvalsvísitala Aðallista myndi hækka um 15% á árinu en sú hækkun er nokkuð í takti við þá ávöxtunarkröfu sem þeir geru að meðaltali til félaganna í vísitölunni. "Spáin byggði á spám okkar um afkomu félaganna í ár, verðkennitölum, verðmötum okkar á fyrirtækjunum og mati okkar á almennri stöðu á hlutabréfamarkaðinum. Við teljum góðar horfur í rekstri fyrirtækjanna almennt og að framundan sé útrás og hröð framþróun stærstu fyrirtækjanna á markaðinum. Ekki er hægt að segja annað en að árið hafi farið vel af stað. Úrvalsvísitala Aðallista hefur hækkað um 8,1% frá áramótum og hefur því ríflega helmingur af spáðri hækkun okkar á árinu þegar komið fram," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi svar við fyrirspurn um eignarhluti ríkisins í hlutafélögum og einkahlutafélögum. Spurt var í hvaða félögum íslenska ríkið, ríkisstofnanir og sjóðir í eigu ríkisins séu hluthafar og hversu mikill eignarhluturinn sé í hverju félagi. Í svarinu eru alls listuð 208 félög. Hluti þeirra er þó nefndur til sögunnar oftar en einu sinni þar sem fleiri en einn framangreindra aðila á í nokkrum tilvikum eignarhlut í sama félagi. Að teknu tilliti til þessa eru félögin 179 talsins.


 

segir greiningardeild Íslandsbanka


 

Landsbanki Íslands og SÁÁ hafa gert samkomulag um að bankinn fjármagni húsnæði félagssamtakanna. Er annars vegar um endurfjármögnun á langtímalánum SÁÁ að fjárhæð 300 milljónir króna og hins vegar 200 milljón króna lán vegna nýbyggingar á lóð samtakanna við Efstaleiti í Reykjavík. Með samningum þessum lækkar fjármagnskostnaður SÁÁ. Með nýbyggingu við Efstaleiti næst hagræðing og lækkun rekstrarkostnaðar þar sem dreifð starfsemi samtakanna verður færð undir sama þak. Göngudeildarþjónusta og skrifstofa og félagsstarf samtakana munu flytja í hið nýja húsnæði.


 

5% aukning frá fyrra ári


 

en verð til bænda hækkar!


 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur samið við 66° Norður um framleiðslu vinnufatnaðar starfsmanna til næstu fjögurra ára. Samningurinn var gerður að undangengnu útboði og nær til alls vinnufatnaðar nema eldgalla, eiturefnagalla og búninga kafara liðsins. Verðmæti samningsins nemur um 13 milljónum króna á ári.


 

Í frétt í Viðskiptablaðinu, sem kom út í dag, kemur fram að rekstur Húsasmiðjunnar hefur gengið vel síðustu misseri og velti félagið 12 milljörðum á síðasta ári. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði hefur aukist um 50% frá árinu 2002 en þá var hann í kringum einn milljarð króna. Þar sem kaupin á félaginu voru fjármögnuð með skuldsetningu og sölu eigna á sínum tíma eru skuldir þess í dag mjög litlar.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,04% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,50 til 111,85. Gengisvísitalan byrjaði í 111,75 stigum og endaði í 111,70. Velta var á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag eða 4,0 milljarðar.EURUSD 1,3070USDJPY 102,90GBPUSD 1,8815USDISK 62,30EURISK 81,50GBPISK 117,25JPYISK 0,6060Brent olía 45,90Nasdaq 0,70%S&P 0,50%Dow Jones 0,60%


 

segir greiningardeild Landsbankans


 

-nýtt dótturfélag sett á stofn


 

Lokað hefur verið fyrir viðskipti með bréf Flugleiða í Kauphöll Íslands vegna stjórnarfundar nú í hádeginu og fréttamannafundar/kynningarfundar klukkan 14.00 á Nordica hótelinu, H sal á annarri hæð.


 

Rekstur Lýsingar hf. gekk mjög vel á síðasta ári og var hagnaður eftir skatta 590 m.kr. Útlán jukust um 17,6% og voru 30.033 m.kr. í árslok. Viðskiptamönnum, fyrirtækjum og einstaklingum, fjölgaði verulega á árinu. Þá var staða vanskila mjög góð og afskrifaðar tapaðar kröfur 0,39% af útlánum í upphafi árs en meðaltal sl. 5 ára er 0,4%. Heildarniðurstaða efnahagsreiknings var í árslok. 33.702 m.kr.


 

Þann 1. janúar sl. sameinuðu Límtré hf. og Vírnet Garðastál hf. innlendan rekstur sinn og heitir hið nýja sameinaða fyrirtæki Límtré Vírnet ehf. Framkvæmdastjóri Límtrés Vírnets ehf er Stefán Logi Haraldsson, sem áður var framkvæmdastjóri Vírnet Garðastál hf. Fyrirtækin hafa undanfarin ár haft með sér samstarf en stíga nú skrefið til fulls og sameinast.


 

Sameiginlegt útibú Íslandsbanka og Sjóvá opnar að Miðvangi 1 á Egilsstöðum fimmtudaginn 27. janúar. Helgi Kjærnested verður útibússtjóri Sjóvá og Elísabet Benediktsdóttir verður útibússtjóri Íslandsbanka, en alls verða fimm fastir starfsmenn í útibúinu á Egilsstöðum.


 

Hagnaður KB banka eftir skatta nam 15.760 milljónum króna á síðasta ári, jókst um 109,6% frá fyrra ári. Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 4.055 m.kr., jókst um 66,1% frá sama tímabili 2003. Hagnaður á hlut nam 31,7 krónum samanborið við 18,5 krónur árið 2003. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 22,6%, en var 23,0% á árinu 2003. Hreinar rekstrartekjur á árinu 2004 námu 48.569 m.kr., jukust um 52,8% frá árinu 2003.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,04% í dag í litlum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,60 til 111,85. Gengi USD hækkaði í kjölfar birtingar væntingavísitölu. Almennt var búist við lækkun vísitölunnar en hún hækkaði úr 102,3 í 103,4. Kanadíski seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum í 2,5% í dag eins og búist var við. Gengi kanadíska dollarans lækkaði í dag en seðlabankinn sagði gengishækkun CAD síðustu misseri hafa haft neikvæð áhrif á útflutning.


 

Ráðstefna í upplýsingatækni


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)


 

Norska fjármálaeftirlitið samþykkti á fundi sínum 21. janúar að mæla með því við norska Fjármálaráðuneytið að heimila kaup Íslandsbanka hf. á BNbank (Bolig- og Næringsbanken ASA) í Noregi. Fjármálaeftirlitið á Íslandi hefur einnig tilkynnt Íslandsbanka hf. að það geri ekki athugasemdir við kaup bankans á BNbank.


 

Væntingavísitala Gallup hækkaði verulega í janúar, eða um tæp 18 stig eftir að hafa lækkað lítillega mánuðina á undan. Vísitalan stendur nú í 128,9 stigum og hefur ekki áður mælst svo há í janúarmánuði. Mat neytenda á núverandi ástandi batnaði verulega sem og væntingar þeirra til ástandsins eftir hálft ár. Tiltrú neytenda jókst almennt óháð menntun, tekjum, búsetu og kyni og í nær öllum aldurshópum.


 

Actavis tilkynnti fyrir rúmlega ári síðan að samið hafi verið við fjármálafyrirtækin ABN AMRO Rothschild og Merill Lynch International um ráðgjöf í tengslum við skráningu félagsins í London. Í gær fjallaði Financial Times (FT.com) um þetta val og tilgreindi einnig að stefnan væri sett á öflun nýs hlutafjár að upphæð 350 m. evra. Það samsvarar um 29 mö.kr. sem er um 23% af markaðsvirði félagsins í dag. Það kanna að vera að þessar fréttir hafi haft áhrif á að gengi bréfa Actavis hafa hækkað myndalega í morgun.


 

Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2004 nam 508,9 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 738,2 m. kr. árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 408,6 m. kr. samanborið við 604,1 m. kr. árið áður. Arðsemi eigin fjár var 17,3%. Minnkun hagnaðar á milli ára má að mestu rekja til minni gengishagnaðar.


 

Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2005 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og stofnana sveitafélagsins verði 1.508 milljónir króna. Þetta er hækkun upp á rúmar 214 milljónir á milli ára, ef miðað er við rauntölur ársins 2003 hjá sveitarfélögunum sem sameinuðust í Fljótsdalshérað. Af heildartekjum eru skatttekjur áætlaðar 820 milljónir króna, eða 54% og framlag úr Jöfnunarsjóði 262 milljónir, eða 17%.Rekstrargjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru alls 1.400 milljónir króna og fjármagnsliðir eru samtals 130 milljónir.


 

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur samþykkt lögbannskröfu á hendur fjórum af fimm fyrrum starfsmönnum SÍF/Iceland Seafood International sem sögðu upp störfum fyrir áramót og stofnuðu fisksölufyrirtæki sem ætlað er að fara í beina samkeppni við SÍF og Iceland Seafood International.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,27% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,50 til 112,10. Gengisvísitalan byrjaði í 112,10 stigum og endaði í 111,80. Velta var á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag eða 4,5 milljarðar.


 

Nýherji var eitt fyrsta félagið til að skila frá sér ársuppgjöri og til að ræða helstu niðurstöður þess kemur til Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja í Viðskiptaþáttinn í dag.


 

Ingimundur Sigfússon sendiherra lætur að eigin ósk af störfum 1. febrúar næstkomandi. Ingimundur var fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Japan en starfaði áður sem sendiherra í Þýskalandi, fyrst í Bonn og síðar í Berlín. Áður en hann hóf störf í utanríkisþjónustunni 15. janúar 1995 var hann forstjóri Heklu.


 

Verslunarráð Íslands í samráði við Bresk-íslenska verslunarráðið stendur fyrir ferð til London 7. - 8. apríl 2005. Starfsstöðvar Bakkavarar, Novator og Baugs verða heimsótt. Boðið verður upp á stutt seminar um útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands í sendiráði Íslands í Lundúnum.


 

Air Atlanta hefur gert samning við flugfélagið Etihad Airways í Abu Dabi um leigu á einni Airbus A300-600F fraktvél til þriggja ára. Þá liggur fyrir viljayfirlýsing um leigu á tveimur Airbus fraktvélum til viðbótar á árinu. Eru þeir samningar einnig til ársins 2007. Vélar þessar eru nýjar í flota Air Atlanta. Heildarvermæti samningsins eru 4,5 milljarðar íslenskra króna eða 71 milljón bandaríkjadala.


 

Fólksfjölgun varð í Sveitarfélaginu Árborg milli áranna 2003 og 2004. Árið 2003 voru alls 6.326 íbúar en árið 2004 voru þeir 6.522, íbúum hefur því fjölgað um 196 milli áranna. Karlar voru 3.318 en konur 3.204.


 

Samgönguráðherra hefur fyrir hönd ríkissjóðs gert samning við átta íslensk útflutningsfyrirtæki og hagsmunaaðila um framhald Iceland Naturally. Gert er ráð fyrir að árlegu framlagi að upphæð einni milljón bandaríkjadala á ári til Iceland Naturally og er framlag ríkisins um það bil 70% fjárins, en fyrirtækin leggja fram 30%. Gert er ráð fyrir að þessir fjármunir standið straum af auglýsingum, fjölmiðlaherferð, viðburðum og kynningum í einstökum borgum sem og kynningu á einstökum fyrirtækjum í verslunum og á veitingahúsum.


 

Lesendur breska ferðatímaritsinsCondé Nast Travellervöldu Bláa Lónið bestu náttúrulegu heilsulindina í könnun sem gerð var meðal þeirra. Af þessu tilefni fær Bláa lónið afhenta viðurkenningu við hátíðlega athöfn á Mandarin Oriental Hyde Park í London í dag.


 

Innlend útlán banka og sparisjóða jukust um 38% á síðasta ári eða um 305 ma.kr. samkvæmt gögnum sem Seðlabankinn birti síðastliðinn föstudag. Er það umtalsvert meiri vöxtur útlána en 2003 en þá jukust útlán banka og sparisjóða um 15%. Vöxtur útlána hefur verið bæði í formi lána til fyrirtækja og heimila. Útlán til heimila hafa hins vegar verið áberandi frá því í ágúst eða frá því að bankarnir fóru að bjóða húsnæðislán á sambærilegum kjörum og Íbúðalánasjóður segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Múli eignarhaldsfélag ehf. og Vogabakki ehf. hafa selt 55% hlut sinn í Húsasmiðjunni. Múli og Vogabakki eru í eigu Árna Haukssonar forstjóra og Hallbjörns Karlssonar framkvæmdastjóra verslanasviðs Húsasmiðjunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Tafsamt hefur reynst að hefja hörvinnslu við fyrirtækið Feygingu ehf. í Þorlákshöfn að því er kom frem í frétt svæðisútvarps RUV í gær. Fyrirtækið hefur átt í miklum vandræðum við að þróa og hanna þurrkkerfi sem nota á við vinnslu á líni til sölu á erlendan markað. Kostnaður vegna þessa hefur verið miklu meiri en menn bjuggust við og nú hefur fyrirtækið óskað eftir að hlutafé verði aukið.


 

nemi 40?50 milljörðum króna árið 2010


 

Philippe Darthenucq hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SIF France, dótturfélags SÍF hf. í Frakklandi. Philippe Darthenucq, sem er 47 ára, hefur starfað hjá matvælafyrirtækinu Labeyrie Group frá 1990 en starfaði áður við sölu- og markaðsmál hjá alþjóðlega fyrirtækinu Colgate-Palmolive. Hjá Labeyrie hóf Philippe Darthenucq störf sem aðalbókari, varð síðar sölustjóri hjá Labeyrie í Frakklandi og loks yfirmaður sölu- og markaðsmála félagsins.


 

Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í rannsókn á rústum á Hálsi við Jökulsá á Brú sunnan Kárahnjúka. Verkefnið felur í sér rannsókn með uppgreftri á tveimur samliggjandi rústum, sem hvor um sig er nálægt 13x8 m að flatarmáli, forvörslu forngripa sem finnast, töku og greiningu sýna, ásamt greinargerð og skýrslu um rannsóknina.


 

Bjarni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Meið ehf. frá og með 1. mars nk. Bjarni hefur starfað hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn frá árinu 1997, þar af sem framkvæmdastjóri frá árinu 2000. Áður starfaði hann hjá Landsbréfum og hefur Bjarni meira en 10 ára starfsreynslu á verðbréfamarkaði.


 

árshagnaðurinn varð til á 4. ársfjórðungi


 

segir greiningardeild Landsbankans


 

Flugleiðir hafa fest kaup á þremur Boering 757 flugvélum sem smíðaðar voru 1994. Tvær þeirra hefur félagið verið með á leigu og notað í áætlunar- og leiguflugi Icelandair og Loftleiða. Þriðju vélina keypti félagið til þess að leigja áfram til breska flugfélagsins Brittannia. Það verð sem Flugleiðir greiða fyrir þessar þrjár flugvélar er töluvert undir núverandi markaðsverði þeirra, sem er samtals um 54 milljónir dollara. Ætla má að ábati félagsins af þessum kaupum geti numið allt að 500 milljónum króna segir í tilkynningu félagsins.


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,09% í litlum viðskiptum í dag. Síðustu daga hefur gengi krónunnar sveiflast á þröngu bili. Síðustu vikur hefur dregið nokkuð úr sveiflum á gengi krónunnar. Gengisvísitalan er nú á svipuðum slóðum og um mitt ár 2000. Gengi USD lækkaði í dag gagnvart helstu myntum. Ástæðuna má m.a. rekja til væntingavísitölu sem birt var í dag og reyndist mun lægri en búist var við.


 

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn Straums Fjárfestingarbanka hf. um kaup á virkum eignarhlut í Íslandsbanka hf. með skilyrðum þó. Með tilliti til hættu á hagsmunaárekstum á lána- og vátryggingamarkaði gerir Fjármálaeftirlitið það að skilyrði að Straumur tilnefni til setu í stjórnum Íslandsbanka hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í skjóli síns atkvæðisréttar einstaklinga sem séu óháðir Straumi, eða aðilum tengdum Straumi.


 

Svo gæti farið að breytingar yrðu gerðar á landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði innan tíðar og jafnvel er hugsanlegt að félagið hætti vinnslu þar. Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, hélt ígærdag fund með trúnaðarmanni starfsmanna, starfsmönnum félagsinsog fulltrúum verkalýðsfélaganna á staðnum. Um kvöldið átti hannsíðan fund með fulltrúa sveitastjórnarinnar í Austurbyggð.


 

Árið 2004 er það besta í sögu Straums Fjárfestingarbanka hf. Góður hagnaður og fjárfestingarstarfsemi bankans eflist en hagnaður eftir skatta á árinu 2004 var 6.404 milljónir króna samanborið við 3.815 milljónir króna árið 2003 og er það 68% hækkun. Hagnaður á 4. ársfjórðungi var 127 milljónir króna.


 

Laun hækkuðu að meðaltali um 4,7% á síðasta ári sem er minnsta hækkun síðan 1995 eða í níu ár. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan birti í morgun. Á síðustu tíu árum hafa laun hækkað að meðaltali um 6,5% á ári. Launahækkanirnar á árinu 2004 voru því nokkuð undir langtímameðaltali. Ástæður þessa felast bæði í kjarasamningsbundnum hækkunum sem og almennri stöðu á vinnumarkaðari sem í fyrra einkenndist af meiri slaka en mörg undanfarin ár. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að reikna má með því að þessi staða breytist í ár þar sem slaki á vinnumarkaði mun snúast í spennu. Reiknum við með því að laun hækki um 5,8% í ár.


 

Novator, fyrirtæki í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar er að fjármagna fyrirhugaða yfirtöku á evrópska uppboðsvefnum QXL Ricardo. Félag sem er að 66% hlut í eigu Novator hefur gert yfirtökutilboð í fyrirtækið. Ekki er þó víst að yfirtökutilboðinu verði tekið því að stjórnendur félagsins mæla ekki með tilboðinu og segja það vanmeta fyrirtækið en áður höfðu stjórnendur félagsins mælt með tilboði annars aðila sem hljóðaði upp á 700 pens á hlut en Florrisant sem er að stærstum hluta í eigu Novator hljóðar upp á 800 pens á hlut. Gengi félagsins var í gær um 865 pens á hlut eins og kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.


 

Niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi, Global Entrepreneurship Monitor 2004 Global Report, sem kynntar voru í London í dag, sýna að Ísland er enn með hæsta hlutfall frumkvöðlastarfsemi af þeim Evrópulöndum sem taka þátt í rannsókninni. Um 13,5 prósent einstaklinga á aldrinum 18-64 ára taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi sem er heldur hærra en síðstu tvö ár. Hlutfallið er mjög svipað því sem gerist í Bandaríkjunum og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum.


 

Nathan & Olsen hefur fengið umboðið fyrir hinum geysivinsæla Häagen-Dazs ís en óhætt er að segja að margir hafi reynt að fá umboðið til sín í gegnum árin með litlum árangri. Ari Fenger, markaðsstjóri Nathan & Olsen, segir ástæðu þess að fyrirtækinu hafi tekist að fá umboðið til sín sé vegna eigendaskipta á fyrirtækinu úti. "Phillsburry átti Haagen Dazs til margra ára. Síðan gerðist það fyrir tveimur árum síðan að General Mills, sem við höfum verið í viðskiptum við til fjölda ára, keypti Phillsburry og þar af leiðandi Häagen-Dazs og þannig fenguð við umboðið."


 

Á dögunum var skrifað undir samning við Íslenska Aðalverktaka um byggingu nýrrar þjónustustöðvar ESSO í Fossvogi. Eins og flestum er kunnungt er stöðin komin til ára sinna og tímabært þótti að endurbyggja hana. Framkvæmdir hefjast fljótlega en fyrirhugað er að þeim ljúki um miðjan júní.


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,36% í dag. Gengisvísitalan byrjaði í 111,60 stigum en endaði í 112 stigum. Lítil velta var á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag eða 2,5 milljarðar.Bandaríkjadalur hélt áfram að styrkjast á móti evru í dag en frá áramótum hefur gengiskrossinn eur/usd lækkað úr 1,36 í 1,295 en gengi Bandaríkjadals er nú í 2 mánaða hámarki gagnvart evru.EURUSD 1,2952USDJPY 103,15GBPUSD 1,8704USDISK 62,84EURISK 81,42GBPISK 117,55JPYISK 0,6092Brent olía 44,54Nasdaq -0,69%S&P -0,39%Dow Jones -0,15%


 

Stangveiðihjólið "Wish" (ósk), sem hannað er og framleitt á Ísafirði, fer í dreifingu í vor. Fyrsta kastið verða framleidd að minnsta 150 stykki en þau eru öll meira og minna pöntuð fyrirfram. Það er Steingrímur Einarsson, rennismiður og fiskeldisfræðingur sem unnið hefur að hönnun og smíði hjólsins í félagi við þá Jóhann Jónasson og Albert Högnason hjá 3X-Stáli. Þetta kemur fram í frétt hjá Bæjarins Besta á Ísafirði.


 

Sigrún Elsa Smáradóttir tók sæti Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur um áramótin. Sigrún Elsa er varaborgarfulltrúi og markaðsstjóri hjá Austurbakka h.f.


 

Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 11,6% í desember 2004. Þeir voru rúm 78 þúsund, en tæp 70 þúsund í desember í 2003. Sætanýting var 1,6 prósentustigum betri í desember 2004 en árið á undan. Framboðið var 9,2% meira en í desember 2003, en seldir sætiskílómetrar voru 11,9% fleiri.


 

Landsbankinn hefur sent tilkynningu til Fjármáleftirlitsins þess efnis að bankinn hafi ákveðið að stofna útibú á Englandi. Landsbankinn tók þessa ákvörðun þar sem bein þjónusta Landsbankans á Englandi hefur stóraukist og gert er ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Lárus Welding, sem starfað hefur á Fyrirtækjasviði Landsbankans, verður útibússtjóri.


 

Vegna nýgerðs kjarasamnings sveitarfélaganna og grunnskólakennara hækka lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) um 6,4 milljarða króna, en í lok árs 2003 námu heildarlífeyrisskuldbindingar B-deildar LSR vegna grunnskólakennara 64,3 milljörðum króna.


 

Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, stýrir viðræðum EFTA-ríkjanna við Taíland um gerð hugsanlegs fríverslunarsamnings. Grétar Már er nýkominn frá Taílandi þarsem hann hitti aðalsamningamann Taílendinga. "Eftir samráð við atvinnulífið íTaílandi hafa taílensk stjórnvöld ákveðið að stíga næsta skref og kanna möguleika á gerð fríverslunarsamnings við EFTA-ríkin,? segirGrétar Már í viðtali við Stilkur, upplýsingarit viðskiptaskrifstofunnar.


 

Burðarás hefur keypt 15% hlut í sænska fyrirtækinu Scribona AB. Þetta kom fram í fréttatilkynningu Burðaráss í Svíþjóð sem síðan birtist í fréttakerfi Bloomberg. Fréttatilkynningin var hins vegar ekki birt í fréttakerfi Kauphallarinnar eins og bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka. Markaðsverðmæti Scribona er um 7,3 ma.kr. og nema kaupin því nálægt 1,1 ma.kr.


 

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta Sjálfstæðismanna um að lækka álögur á fasteignaeigendur til að vega á móti miklum hækkunum á fasteignamati á íbúðarhúsnæði í bænum. Fasteignaskattur mun lækka um 11%, lóðarleiga um tæplega 47% og vatnsskattur um 13%. Áætlað er að tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 milljónir króna við þessa breytingu frá því sem ella hefði orðið.


 

Óhætt er að segja að viðbrögð við auglýsingu Hveragerðisbæjar í desember síðastliðnum um lóðir lausar til úthlutunar hafi vakið sterk viðbrögð. Í heildina voru auglýstar lóðir undir 65 íbúðar einingar en þar sem hverri raðhúsalóð er úthlutað í einu lagi er í raun aðeins um 33 úthlutanir að ræða. Eftirspurnin er margföld því alls hafa borist nálægt 200 umsóknir í lóðirnar. Því blasir við að lóðaskortur muni aftur verða staðreynd í Hveragerði strax í kjölfar úthlutunar bæjarráðs sem mun fara fram nú í janúar.


 

Vegna aukinna verkefna hjá Loftorku í Borgarnesi hefur á undanförnum mánuðum og misserum fjölgað mikið í hópi starfsmanna fyrirtækisins. Nú er heildarfjöldi þeirra 138 manns, en þar af eru 25-30 erlendir iðnaðar- og verkamenn. Nokkrir nýir starfsmenn hafa bæst við á skrifstofu og í ýmis stjórnunarstörf.


 

Vegna mikilla verkefna hefur verið ákveðið að á næstu mánuðum verði farið í stækkun húsnæðis einingaverksmiðju Loftorku Borgarnesi ehf. Ekki hefur endanlega verið tekin ákvörðun um stækkun húsnæðis á hverjum stað fyrir sig, en samtals er gert ráð fyrir um 3.000 fermetra stækkun segir í frétt á heimasíðu félagsins.


 

Niðurstöður ársfjórðungslegrar vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands fyrir 4. ársfjórðung 2004 sýna fjölgun starfa um 3.100 eða sem nam 2,0%. Á fjórðungnum voru starfandi menn samtals 156.300. Þetta er viðsnúningur frá ársfjórðungunum á undan þar sem könnunin mældi fækkun starfa bæði á þriðja og öðrum fjórðungi ársins.


 

Landsbankinn hefur sent frá sér nýtt verðmat á Íslandsbanka. Miklar breytingar hafa orðið á bankanum síðan síðasta verðmat Landsbankans var unnið fyrir ári síðan. Bankinn keypti Kredittbanken í Noregi, er langt kominn með kaup á BNbank í Noregi og hefur sótt um leyfi til fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg um stofnun banka þar í landi. Einnig byrjaði Íslandsbanki, eins og aðrir bankar og sparisjóðir, að bjóða upp á íbúðalán í lok ágúst á síðasta ári.


 

Burðarás hefur keypt 12,3% hlut í sænska upplýsingatæknifyrirtækinu Scribona. Seljandi er fjárfestingafélagið Bure sem fær sem svarar 850 milljónir kr. eða 96 milljónir sænskra króna fyrir þau 6,3 milljónir bréfa sem skipta um hendur. Eftir kaupin á Burðarás 7,6 milljónir B-hlutdeildarbréfa í Scribona eða um 14,9% hlut. Greint var frá þessu í netútgáfuDagens Industri.


 

ný og endurbætt verslun í Lágmúla


 

breytingar á starfsemi Lánasjóðs sveitarfélaga


 

Magnús Ólason verkfræðingur hefur tekið við framkvæmdastjórn Marel UK í Bretlandi af Halldóri Magnússyni sem snýr til höfuðstöðva Marel og tekur við viðskiptaþróun á Asíumarkaði. Magnús hefur starfað sem tæknistjóri hjá Marel UK frá stofnun þess 1998 en fyrir þann tíma starfaði hann við höfuðstöðvar fyrirtækisins.


 

? höfuðstöðvar nýs félags á Akureyri


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

Guðmundur Ólason, svæðisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Norræna fjárfestingabankanum (NIB), hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Milestone ehf. Guðmundur hefur störf hjá félaginu í mars næstkomandi. Guðmundur mun einnig sinna verkefnum fyrir dótturfélög og önnur félög tengd samstæðunni. Áður starfaði Guðmundur m.a. sem sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu á árunum 1998-2003.


 

Bandarískir sérfræðingar á olíumörkuðum telja að olíuverð muni hækka á heimsmarkaði næstu sex vikur eða út febrúar. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá Olíufélaginu, kemur þeta heim og saman við þá staðreynd að nú í lok þessa mánaðar hefur verið spáð vaxandi kuldum í Bandaríkjunum. Einnig er búist við að kosningarnar í Írak muni setja mark sitt á þróun olíuverðs og skapa óvissu vegna ótta um að átök og skærur geti blossað upp.


 

Benedikt Árnason skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu hefur verið ráðinn svæðisstjóri fyrir Ísland og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsingfors. Benedikt mun bera ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini bankans hér á landi og annast lánveitingar og tengsl við innlendan og alþjóðlegan fjármálamarkað vegna lána NIB til íslenskra aðila. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Ólasyni, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Milestone ehf., Reykjavík.


 

Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli (FLK) hefur tekið í notkun launa- og mannauðskerfi Oracle-viðskiptalausna frá Skýrr. Skrifað hefur verið undir verklokasamning.


 

Sláturfélag Suðurlands svf. hefur sameinað dótturfélag sitt SS Eignir ehf., Reykjagarði hf. sem m.a. rekur kjúklingasláturhús og kjötvinnslu á Hellu. Samhliða sameiningunni er hlutafé Reykjagarðs aukið og er að því loknu 195,7 milljónir króna. Eftir aukningu hlutafjár á Sláturfélagið 51% hlutafjár í Reykjagarði hf. segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

spyr greiningardeild Íslandsbanka


 

rúmlega 17,8% aukning milli ára


 

hafa hlotið 330 milljóna króna styrk frá Evrópusambandin


 

ráðinn framkvæmdastjóri söluog markaðsmála


 

helmingi dýrara hér en í Danmörku


 

Haustið 2004 eru skráðir nemendur á framhaldsskóla- og háskólastigi fleiri en nokkru sinni fyrr eða 40.497. Í framhaldsskóla eru skráðir 24.220 nemendur og 16.277 nemendur í háskóla. Skráðum nemendum í námi á háskólastigi hefur fjölgað um 92,0% frá haustinu 1997 en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fjölgað um 19,8% á sama tímabili. Konur eru umtalsvert fjölmennari en karlar eða 23.218 (57,3%) en karlar eru 17.279 (42,7%) segir í frétt frá Hagstofunni.


 

Nýverið var stofnað fyrirtækið Matgæði ehf. með aðsetur á Blönduósi. Fyrirtækinu er ætlað að vera ráðgefandi á sviði vöruþróunar, rannsókna- og markaðsstarfs hjá fyrirtækjum í matvælaiðnaði. Hlutverk þess er að stuðla að þróun, frumkvöðlastarfi og nýsköpun. Stofnendur eru Blönduóssbær, Sölufélag Austur-Húnvetninga, Rannsóknarþjónustan Sýni ehf., Mjólkursamlag Húnvetninga, Norðurós ehf., Húnakaup ehf. og Frumherji hf. - matvælasvið.


 

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar mældist atvinnuleysi á landinu öllu 2,7% í desember síðastliðnum og jókst atvinnuleysi um 0,1% frá fyrri mánuði en dróst hins vegar saman um 0,4% ef miðað er við sama mánuð 2003. Ef litið er til árstíðarleiðrétts atvinnuleysis ? 12 mánaða hlaupandi meðaltals ? þá hefur atvinnuleysi ekki verið lægra frá fyrstu mánuðum 2002.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,85% í dag. Gengisvísitalan byrjaði í 112,30 stigum en endaði í 111,35 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan í júní árið 2000. Mikil velta var á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag eða 10 milljarðar.EURUSD 1,3078USDJPY 102,01GBPUSD 1,8593USDISK 62,1EURISK 81,25GBPISK 115,50JPYISK 0,6086Brent olía 45,44Nasdaq 0,84%S&P 0,6Dow Jones 0,5%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á vikulegum tölvupósti MP Fjárfestingarbanka. Um leið verður tekið upp nýtt nafn og í stað Vikufrétta munu tölvupóstsendingar bera nafnið MP Molar. Helstu breytingarnar verða þær að ekki verður lengur fjallað um fréttir liðinnar viku heldur verður fjallað um þau málefni sem eru helst á döfinni hverju sinni.


 

SPRON og LÍN hafa undirritað samning um að SPRON muni ábyrgjast greiðslur námslána hjá LÍN í stað sjálfskuldarábyrgðar foreldra eða forráðamanna. Geta námsmenn nú samið beint við SPRON um ábyrgð vegna námslána sinna.


 

Hannes Smárason starfandi stjórnarformaður


 

Ístak annaðist allar framkvæmdir og sá um mestalla hönnun á nýjum höfuðstöðvum Samskipahússins, sem fram fór nánast um leið og það var reist því upphaflega var t.d. ekki gert ráð fyrir því að höfuðstöðvar félagsins yrðu þar til húsa. Byggingarkostnaður var áætlaður um 2,4 milljarðar króna með viðbótum og var samið við Íslandsbanka um fjármögnun verkefnisins. Hefur kostnaðaráætlun staðist í öllum meginatriðuum.


 

Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur þokast upp á við síðustu daga eftir mikla lækkun kröfunnar á síðustu vikum síðasta árs. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að í ljósi væntinga um frekari hækkun stýrivaxta Seðlabanka ætti ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa, einkum stystu flokkanna, að vera mun hærri en hún er í dag. Á móti kemur að ávöxtunarkrafa langra verðtryggðra skuldabréfa hefur lækkað og mun væntanlega lækka áfram vegna minnkandi framboðs.


 

Námskeið um meðferð ávaxta og grænmetis í verslunum hefur verið tilnefnt til evrópskrar gæðaverðlauna hjá Leonardó, samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Verðlaunin verða tilkynnt og afhent í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni hlýtur slíka tilnefningu, en það er meðal 19 annarra evrópskra verkefna sem tilnefnd eru. SVÞ og aðildarfyrirtæki þeirra áttu frumkvæði að verkefninu og starfsmenn Iðntæknistofnunar sáu um framkvæmd þess. Verkefnið hlaut gæðaviðurkenningu Leonardó á Íslandi í nóvember sl.


 

Ákveðið hefur verið að kanna hvort ástæða þykir til að taka upp svokallaða neyslustaðla hér á landi líkt og á hinum Norðurlöndunum (standard budgeter) og hefur viðskiptaráðherra sett á laggirnar starfshóp í þessum tilgangi. Gert er ráð fyrir að hið nýstofnaða Rannsóknasetur verslunarinnar annist framkvæmd könnunarinnar fyrir hönd starfshópsins. Neyslustaðlar eiga að sýna framfærslukostnað heimila og eru notaðir til neysluviðmiðunar fyrir neytendur, sveitarfélög, lánastofnanir, félagsmálayfirvöld o.fl.


 

með samningi um leigu á starfsmannabúðum Landsvirkjunar


 
Innlent
17. janúar 2005

Valgarður til IGA

Þann 1. september síðastliðinn tók Samorka við rekstri aðalskrifstofu Alþjóða jarðhitasambandsins, IGA, og mun hún verða þar næstu fimm árin. Valgarður Stefánsson, jarðhitasérfræðingur á Orkustofnun var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins. Frá 1. september var hann í hálfri stöðu á Orkustofnun en hefur nú látið af störfum þar og helgar starfskrafta sínu að fullu hinu nýja starfi.


 

Opnuð hafa verið tilboð í niðurrekstur stálþils og frágang á steyptum kanti ásamt uppsetningu á pollum, stigum og þybbum við nýtt athafnasvæði Bíldudalshafnar. Tilboðin voru opnuð samtímis á skrifstofu Vesturbyggðar og skrifstofu Siglingastofnunar Íslands. Lægsta tilboð kom frá K.N.H. ehf., með 42.401.600 kr. eða 88,7% af kostnaðaráætlun Siglingastofnunar, sem hljóðaði uppá 47.757.600 kr.


 

mikilvægt fyrir Acatavis


 

heildargólfflötur 28.000 fermetrar


 

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gær með táknrænum hætti í notkun nýjar höfuðstöðvar Samskipa að viðstöddu fjölmenni. Klingdi hann skipsklukku við góðar undirtektir til marks um að starfsemi væri formlega hafin í 28 þúsund fermetra nýbyggingu félagsins við Kjalarvog. Þar er nú undir einu þaki öll starfsemi Samskipa á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Landflutningar og dótturfélagið Jónar Transport.


 

Big TV mun einnig verða fyrsta sjónvarpsstöðin í Evrópu, ef ekki heiminum, til að senda út samtímis í sjónvarpi, á Internetinu og í útvarpi. Þetta kemur fram í frétt þeirra Sigurjóns Sighvatssonar og Björns Steinbekk Kristjánssonar en þeir segjast hafa samstarfssamninga við eina af tveimur stærstu einkareknu útvarpsstöðvum Skandinavíu á teikniborðinu ásamt því að hafinn er undibúningur að umsóknum um útvarpsleyfi í þeim löndum sem Big TV mun starfa í.


 

Landsbankinn með mat á sameiningu Bakkavarar og Geest


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,24% í dag í litlum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 112,30 til 112,60. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 1,2 milljarðar.EURUSD 1,3090USDJPY 102,50GBPUSD 1,8675USDISK 62,60EURISK 82,00GBPISK 117,00JPYISK 0,6105Brent olía 45,80Nasdaq 0,65%S&P 0,45%Dow Jones 0,40%


 

Á Íslandi er starfsfólk félaga í eigu Baugs Group um 6.000 þúsund talsins, verslanir yfir 100, velta fyrirtækjanna um 100 milljarðar króna, og EBITDA hagnaður félaganna á Norðurlöndunum um 8 milljarðar. Á Íslandi á Baugur Group stóran hlut í Högum, stærsta matvöru- og sérvörufyrirtæki landsins. Meðal annarra innlendra fjárfestinga eru eignarhlutir í Húsasmiðjunni, Og Vodafone, Norðurljósum, fasteignafélaginu Stoðum, Allianz og Tæknival. Þetta kemur fram í ávarpi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, í nýju fréttabréfi félagsins.


 

Dótturfélög Og Vodafone, Íslenska útvarpsfélagið ehf. og Frétt ehf., hafa fengið ný nöfn: 365 - ljósvakamiðlar og 365 - prentmiðlar. Nýju nöfnin eru liður í samþættingu rekstrar félaganna. Nýtt skipurit var kynnt á starfsmannafundi í morgun og er því ætlað að tryggja sjálfstæði og fjölbreytileika fjölmiðlanna en sækja styrk í samþættingu rekstrar, markaðs- og sölustarf. Jafnframt hefur verið skipuð ný stjórn í félögunum.


 

Geest birti í morgun tilkynningu um lauslegar niðurstöður úr rekstri sínum fyrir árið 2004. Þar er sagt að þrátt fyrir nokkuð erfið skilyrði, eins og endurspeglist í tilkynningum frá stórmörkuðum í Bretlandi, er búist við að veltuaukning verði um 5% á milli ára. Vegna breytinga í uppgjörsaðferðum mun ársreikningur þó að líkindum sýna um 2% samdrátt í sölu á fersku grænmeti. Sala á kældum, tilbúnum matvælum hefur aukist um 4% en söluaukning á seinni hluta ársins var þó minni vegna versnandi skilyrða á smásölumarkaðnum í Bretlandi.


 

Vinnslustöðin hf. hefur selt öll hlutabréf sín í Frostfiski ehf. Eignarhlutur Vinnslustöðvarinnar í félaginu var 40,48%. Söluverð er trúnaðarmál milli kaup- og söluaðila en það hefur óveruleg áhrif á efnahag Vinnslustöðvarinnar hf. segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Um 16 mánuðir hafa farið í að vinna verkefnið Big TV, jafnt viðskiptaáætlun sem og hugmynda og aðferðarfræði. Forsvarsmenn verkefnisins byrjuðu að kynna hugmyndina fyrir kapalfyrirtækjum í Skandinavíu fyrir 12 mánuðum og hafa stíf fundarhöld og kynningar fylgt í kjölfarið sem nú eru að skila sér í þeim samningum sem nú hefur verið greint frá.


 

hækkuðu um 7,5% í gær


 

heildarkostnaður 750 milljónr


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,35% í dag, en frá áramótum hefur vísitalan hækkað alla daga utan þess fyrsta. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,8% frá áramótum. Hástökkvarinn er Flugleiðir en bréfin hafa hækkað um 23,9% frá áramótum, en á síðasta ári hækkuðu bréfin um 63%.


 

spyr greiningardeild KB banka


 

Hagstofan birti í morgun vísitölu neysluverðs fyrir janúar. Mældist hún 239,2 stig og hækkaði því um 0,08% frá fyrri mánuði. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,0% og hefur því náð efri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands.


 

Gengi krónunnar hélt áfram að hækka í dag. Gengisvísitalan byrjaði í 113,40 og endaði í 112,60 og hækkaði því gengi krónunnar um 0,71%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08% í dag en markaðsaðilar höfðu búist við lækkun um allt að 0,3%.


 

Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að fyrirtækið hafi sótt um skráningu á tilraunalyfinu DG041 hjá bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitinu. DG041 er lítil lyfjasameind af nýjum lyfjaflokki sem beint er gegn æðakölkun í fótum og er ætlað til inntöku í töfluformi. Forklínískar rannsóknir hafa sýnt að DG041 hindrar starfsemi EP3-viðtaka boðefnisins prostaglandíns E2 og kemur í veg fyrir samloðun blóðflagna af völdum þess.


 

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur um upplýsingaskyldu vegna launa og þóknana til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í lífeyrissjóðum vegna starfa í þágu sjóðsins og skulu upplýsingarnar sérgreindar á hvern og einn. Reglurnar öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við gerð ársreikings fyrir árið 2004.Í skýringum með ársreikningi skal tilgreina heildarfjárhæð launa og þóknana til stjórnar og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs vegna starfa í þágu sjóðsins, enda séu þessar upplýsingar ekki í skýrslu stjórnar. Upplýsingarnar skulu sérgreindar á einstaka stjórnarmenn og framkvæmdastjóra eins og segir í frétt á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða.


 

Bæjarráð hefur falið falið bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Frjálsa fjárfestingarbankans hf. vegna tilboðs bankans í tvær fjölbýlishúsalóðir við Bjarkarás.


 

Vegna mikillar aukningar í aflaheimildum á loðnu hefur Samherji hf. gengið frá kaupum á skipinu Högaberg FD-1210, frá E.M. Shipping í Færeyjum. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Högabergið, sem fær einkennisstafina EA-12, ber um 2.200 tonn af uppsjávarfiski og er útbúið bæði á nóta- og flottrollsveiðar. Skipið fór frá Færeyjum í nótt og er væntanlegt til Eskifjarðar í fyrramálið, þar sem lokið verður við íslenska skráningu skipsins.


 

Erlendar skuldir ríkissjóðs voru í lok árs 2004 rúmlega 141 milljarður króna. Skipting eftir lánstíma er þannig að tæplega 128 ma.kr. eru löng lán en þar af eru rúmlega 27 ma.kr. til greiðslu á árinu 2005. Samkvæmt áætlun sem kynnt hefur verið á markaði, er stefnt að því að greiða niður 5 ma.kr. af erlendum lánum umfram nýjar lántökur á árinu 2005.


 

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt beiðni Þekkingarhússins um leyfi til að bora rannsóknarholur vegna áætlaðrar uppbyggingar í landi Urriðakots. Tilgangurinn er að kanna forsendur hæðarsetningar væntanlegra bygginga á kauptúnssvæðinu. Gerðar verða fjórar loftbors- eða kjarnaboraðar holur á veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar og í landi Setbergs.


 

Greining Íslandsbanka hefur unnið nýtt verðmat á SÍF í kjölfar þeirra breytinga sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum síðastliðna mánuði. "Hið nýja SÍF hefur enn sem komið er ekki skilað uppgjöri og eykur það undirliggjandi óvissu í verðmatinu. Niðurstaða verðmatsins er 30,1 ma.kr. sem jafngildir verðmatsgenginu 5,1," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs birtist í gærmorgun þar kom fram að útlán Íbúðalánasjóðs námu 4 milljörðum í desember og er útgáfan því svipuð og hún hefur verið undanfarna mánuði eða frá því að KB banki hóf að bjóða upp á nýju íbúðalánin. Í Hálffimm fréttum sínum í gær gagnrýnir greiningardeild KB banka upplýsingagjöf skýrslunnar harðlega og þær upplýsingar sem þar koma fram.


 

Guðmundur Valgeir Magnússon hefur verið ráðinn verksmiðjustjóri til fyrirhugaðrar kalkþörungsverksmiðju á Bíldudal. Alls sóttu 10 manns um starfið. Ráðgert er að Guðmundur Valgeir fari til Írlands í febrúar og verði þar í um vikutíma við að kynna sér starfsemi í kalkþörungavinnslu þar.


 

félagið greiðir um 50 milljónir í skatta mánaðarlega


 

Vísitala neysluverðs í janúar 2005 er 239,2 stig og hækkaði um 0,08% frá fyrra mánuði segir í frétt Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 229,2 stig, lækkaði um 0,56% frá því í desember. Vetrarútsölur eru nú í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 10% (vísitöluáhrif -0,56%) og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði og raftækjum lækkaði um 3,3% (-0,18%). Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 5,7% (-0,24%).


 

hefja starfsemi á nýju sviði flugvélaleigu


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur samþykkt að heimila forstjóra félagsins að ganga til samninga við Jarðboranir hf. um borun til jarðhitaleitar í Vestmannaeyjum í febrúar.


 

Það má heita merkileg staðreynd að 67% stjórnenda segja að fyrirtæki þeirra hafi innleitt siðareglur. Þetta kemur fram í könnun sem Þröstur Olaf Sigurjónsson, aðjúnkt viðskiptadeild HR, gerði á stöðu siðferðis í íslensku viðskiptalífi. Könnunin var gerð meðal stjórnenda.


 

Með flutningi á framleiðslu neta og kaðla til dótturfyrirtækis í Litháen hefur hlutfall erlendra mynta í rekstrartekjum og gjöldum Hampiðju samstæðunnar aukist enn frá því sem áður var. Á árinu 2005 stefnir í að u.þ.b. ¾ af heildartekjum samstæðunnar verði í erlendum myntum og 2/3 hlutar erlendu myntanna verði evrur eða myntir tengdar henni.


 

telja Umhverfisog heilbrigðisstofa Reykjavíkur án umboðs


 

Hlutabréf í Flugleiðum hækkuðu um 6,8% í 109 m.kr. viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Samtals hefur því gengi bréfa í félaginu hækkað um 11,6% frá áramótum og er það mesta hækkunin af þeim félögum sem eru í Úrvalsvísitölunni. "Eins og fram kom í umfjöllun okkar um Flugleiði í nýlega birtri afkomuspá þá setja stjórnendur félagsins stefnuna á innri sem ytri vöxt," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Frá og með síðustu áramótum hefur Reykjalundur-plastiðnaður ehf. tekið við umboði á Íslandi fyrir Lego Cargo. Lego Cargo er mjög breitt vöruúrval af töskum s.s. skólatöskur, ferðatöskur, íþróttapokar og pennaveski og þess háttar fyrir aldurshópinn 5 til 11 ára.


 

valinn til að stuðla að betri framtíð


 

Í frétt á Viðskiptavefnum hér gær um breytingar hjá Norðurljósum varð sú meinlega villa að störf þeirra Ríkharðs Ottó Ríkharðssonar og Baldurs Baldurssonar víxluðust. Ríkarð er framkvæmdastjóri Fons eignarhaldsfélags og Baldur framkvæmdastjóri Alianz Íslandi.


 

Ný þjónustuskrifstofa Samskipa tók til starfa í Úkraínu um áramótin og heyrir rekstur hennar undir Samskip GmbH., dótturfyrirtæki félagsins í Þýskalandi.


 

sparisjóðir mynda stjórn VSP


 

Atlantsskip mun hefja vikulegar viðkomur í Vlissingen í Hollandi. Ástæður þessarra breytinga eru nokkrar segir í tilkynningu félagsins. "Atlantsskip fær betri þjónustu við skipakost fyrirtækisins, styttri siglingaleið, skemmri afgreiðslutíma við losun og lestun. Einnig er hér um betri tengingu við meginland Evrópu að ræða hvort sem litið er til inn- eða útflutnings en í Vlissingen öðlast Atlantsskip aðgengi að gríðarlega öflugri frystigeymslu sem og dreifingu afurða á markaði um allan heim," segir í tilkynningunni.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,44% í dag. Gengi USD hækkaði gagnvart helstu myntum í dag. Vöruskipti í Bandaríkjunum fyrir nóvember verða birt á morgun. Gengisvísitalan byrjaði í 113,70 og endaði í 113,15. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 7 milljarðar.EURUSD 1,3150USDJPY 103,80GBPUSD 1,8770USDISK 62,90EURISK 82,70GBPISK 118,05JPYISK 0,6055Brent olía 43,25Nasdaq -0,55%S&P -0,55%Dow Jones -0,50%


 

ný könnun á vegum HR


 

Hafsteinn Bragason hefur verið ráðinn starfsmannastjóri hjá Actavis-samstæðunni. Hafsteinn, sem er sálfræðingur að mennt, var áður stjórnandi Mannauðslausna hjá IMG. Hann mun sjá um samræmingu mannauðsmála hjá dótturfyrirtækjum Actavis, með hliðsjón af stefnumörkun samstæðunnar og vinna að því að tryggja hagkvæmni og gæði mannauðsmála.


 

Að sögn Baldurs Baldurssonar, nýs stjórnarformanns Norðurljósa, er stefnt að því að leysa félagið upp þegar niðurstaða hefur fengist í skattamál félagsins. Á hluthafafundi félagsins í morgun var gerð sú breyting á samþykktum félagsins að fjölmiðlarekstur var feldur út og stjórnarmönnum fækkað úr 5 í 3. Að sögn Baldurs verður félagið fyrst og fremst eignarhaldsfélag þar til skattamálin hafa verið gerð upp.


 

Ný stjórn Norðurljósa var kjörin á hluthafafundi félagsins í morgun. Þá var Ríkharð Ottó Ríkharðsson ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í stað Gunnars Smára Egilssonar og Baldur Baldursson tók við stjórnarformennsku af Skarphéðni Berg Steinarssyni. Fækkað var í stjórn félagsins úr fimm í þrjá en ný stjórn er skipuð þeim Baldri, Ríkharð og Árna Haukssyni forstjóra Húsasmiðjunnar. Auk þess var sú breyting gerð á samþykktum félagsins að fjölmiðlarekstur er ekki lengur tilgangur félagsins.


 

Sæplast hf. á Dalvík og dönsku fyrirtækin Neptun Plast A/S og Atlantic Trawl Floats A/S hafa ákveðið að sameina framleiðslu sína á trollkúlum í einu fyrirtæki Atlantic Floats ehf. Nýja fyrirtækið mun taka yfir alla framleiðslu og sölu á trollkúlum frá þessum þremur fyrirtækjum. Hið nýja fyrirtæki mun jafnframt taka yfir framleiðslurétt og tækjabúnað fyrirtækjanna þriggja. Hluthafar í Atlantic Floats ehf., sem hefur lögheimili á Íslandi, eru ofangreind fyrirtæki og eiga þau öll jafnan hlut.Í tilkynningu frá Sæplasti kemur fram að ástæður þessarar sameiningar megi rekja til mikillar hækkunar á hráefnismörkuðum á síðasta ári og óviðunandi afkomu í framleiðslu trollkúla hjá öllum fyrirtækjunum. Samhliða þessari sameiningu hefur verið ákveðið að leggja niður framleiðslueiningu Atlantic Trawl Floats A/S í Danmörku og mun framleiðsla á trollkúlum hjá hinu nýja fyrirtæki fara fram í verksmiðjum Sæplasts hf. á Dalvík og Neptun Plasts A/S í Danmörku.Kristján Aðalsteinsson verður framkvæmdastjóri Atlantic Floats ehf., en hann gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Harbour Grace CS Inc. á Nýfundnalandi og þar áður var hann sölu- og markaðsstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. og framkvæmdastjóri Sæplast hf. á Dalvík.


 

Guðmundur Elíasson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, hefur látið af störfum hjá félaginu. Verkefni framleiðslustjóra verða fyrst um sinn og þar til annað verður ákveðið á ábyrgð annarra yfirmanna félagsins. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, fer með sölumál en Stefán Friðriksson, aðstoðarframkvæmdastjóri, verður jafnframt framleiðslustjóri.


 

segir í Morgunkorni Íslandsbanka


 

Páll Þórhallsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í byrjun desember 2004. Páll mun m.a. sinna ráðgjöf, skjalagerð og úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna á verksviði ráðuneytisins, einkum á sviði stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttar.


 

Íbúðalánasjóður hefur á grundvelli nýlegra breytinga á lögum um húsnæðismál hleypt af stokkunum nýjum flokki lána til leiguíbúða, leiguíbúðalán með föstum vöxtum. Vextir slíkra lána verða þeir sömu og vextir almennra íbúðalána Íbúðalánasjóðs, nú 4,15%.


 

Í frétt á heimasíðu Rarik kemur fram að viðskiptavinir félagsins á almennum orkutaxta standa mun betur að vígi í samanburði við höfuðborgarbúa eftir þær breytingar sem urðu um áramótin. Fyrir áramót greiddi heimili á orkuveitusvæði Rarik sem notaði 5000 kWh á ári 12.750 krónum meira fyrir rafmagnið en heimili í Reykjavík, en þessi munur er nú aðeins 6.500 krónur, eða rúmar 500 krónur á mánuði segir í frétt Rarik.


 

Gistinætur á hótelum voru 6% fleiri í nóvember í fyrra en í sama mánuði 2003. Mest aukning varð á Suðurlandi (32%) en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um rúmlega 1.500 eða 3,9%. Kemur þetta fram í tölum sem Hagstofan birti í morgun. Framboð hótetelrýmis hefur aukist nokkuð undanfarið og er enn frekari aukning í farvatninu. Fjöldi hótela sem opin eru árið um kring voru 70 í nóvember síðastliðinum en 66 á sama tíma árið á undan.


 

Nú liggja fyrir niðurstöður Flugmálastjórnar í Keflavík um farþega sem fara um völlinn. Til landsins komu 692.505 farþegar sem er 108.673 fleiri en í fyrra eða 18,61%. Farþegum héðan fjölgaði um 99.436 og urðu 672.196 sem er 17,36% aukning. Inni í þessum tölum eru bæði Íslendingar og útlendingar hverra erinda sem þeir eru hingað komnir. Þó ekki sé með þessum tölum hægt að segja til um aukningu í komum erlendra ferðamanna þá gefa þær vísbendingu um aukið umfang ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar.


 

segir Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri SI


 

Samkvæmt frétt sem birtist íFinancial Timeseru stjórnendur Flugleiða að undirbúa yfirtöku í Evrópu á árinu. Meginstarfsemi félaganna sem Flugleiðir horfir til er í flugrekstri, flugflutningum og ferðamannaiðnaði en Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða vildi ekki gefa upp nöfn á félögunum sem eru til skoðunar.


 

Gengi krónunnar hélst nánast óbreytt í dag en gengisvísitalan opnaði í 113,75 stigum en lokaði í 113,70 stigum. Gengisvísitalan sveiflaðist í dag á bilinu 113,5-113,8 stig. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var mjög lítil eða 2,7 milljarðar ISK.EURUSD 1,3113USDJPY 104,35GBPUSD 1,874USDISK 63,35EURISK 83,07GBPISK 118,72JPYISK 0,607Brent olía 44,86Nasdaq 0,81%S&P 0,44%Dow Jones 0,26%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

Gengið hefur verið frá því að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis og Burðarás, verði aðalræðumenn á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands þann 8. febrúar n.k.


 

Samkvæmt fjárlögum ársins 2005 hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið 4 milljónir króna til ráðstöfunar vegna starfa að mannréttindamálum. Ráðuneytið hyggst úthluta þessu fé á grundvelli umsókna. Þær skulu berast ráðuneytinu fyrir 1. febrúar 2005 eina og ráðuneytið kynnir á heimasíðu sinni.


 

Þann 10. desember s.l. gerði M-Holding ehf., félag í eigu Baugs Group, Straums Fjárfestingarbanka og B2B Holding, öllum hluthöfum A/S Th. Wessel & Vett, Magasin du Nord tilboð í hlut þeirra í félaginu. Gengi bréfa í yfirtökutilboðinu var DKK 162,5 á hvern hlut og mæltu fráfarandi og núverandi stjórnir með tilboðinu.


 

Nýherji hf. og Kaupþing Búnaðarbanki hf. (KB) hafa komist að samkomulagi um að viðskiptavakt KB á útgefnu hlutafé Nýherja verði hætt tímabundið. Samkomulagið gildir frá 10.01.2005.


 

Þátttökuhlutfall í viðbótarlífeyrissparnaði hefur aukist hratt á síðastliðnum árum. Árið 1999 var það 20% en komið í 47% í árslok 2003. Þátttökuhlutfallið er reiknað með gögnum frá Ríkisskattsstjóra sem dregin eru úr skattskýrslum ársins 2004. Tekinn er fjöldi þeirra sem fá frádrátt vegna viðbótarlífeyrissparnaðar og deilt með fjölda þeirra sem hafa tekjur í skattskýrslum 2004.


 

Það er óhætt að segja að liðið ár hafi verið fengsælt fyrir Hafnarsjóð Fjarðabyggðar en samanlagt fóru 395.611 tonn af afla um hafnirnar á árinu 2004. Skiptist afli á milli þeirra eins og hér segir:Norðfjarðarhöfn 213.552 tonn.Eskifjarðarhöfn 170.262 tonn.Reyðarfjarðarhöfn 11.797 tonn.


 

Skrifað hefur verið undir rammasamning við Ísafoldarprentsmiðju og Litlaprent um prentun fyrir Ríkisskattstjóra. Það voru Ríkiskaup sem buðu kaupin út fyrir hönd áskrifenda í rammasamningakerfi Ríkiskaupa. Óskað var eftir tilboðum í þrjá flokka. Samið var við Litlaprent um 1. flokk sem eru framtalseyðublöðin, áritunarblaðið og framhaldsblað rekstraraðila. Ísafoldarprentsmiðja mun sjá um að prenta ársskýrslu RSK og allar leiðbeiningar með framtalseyðublöðum einstaklinga.


 

Nú rétt fyrir áramót var undirritaður orkusamningur á milli Rafveitu Reyðarfjarðar og Landsvirkjunar. Eins og flestum er kunnugt hafa orðið nokkuð umfangsmiklar breytingar á raforkumarkaði á Íslandi. Rafveita Reyðarfjarðar hefur staðið í ströngu upp á síðkastið við að móta sín innkaup og sölu á rafmagni í nýju umhverfi og meta valkosti. Niðurstaðan var sú að gengið var til samninga við Landsvirkjun um orkuöflun til næstu ára.


 

Töluverðar breytingar hafa orðið á afgreiðslu Landbankans við Bæjarhraun. Húsnæðið hefur verið stækkað úr 120 fermetrum í 280 fermetra og sömuleiðis hefur afgreiðslan í Bæjarhraun verið gerð að sjálfstæðu útibúi eftir að hafa hingað til verið hluti af útibúinu við Fjarðargötu.


 

framlög þrefölduð


 

Íslandsbanki hefur lokið áreiðanleikakönnun á BNbank og voru niðurstöður fullnægjandi. Af því leiðir, að skilyrði um niðurstöður áreiðanleikakönnunar hefur verið uppfyllt. Vísað er í tilboðsyfirlit dagsett 29. nóvember 2005, sem undirbúið var í tengslum við formlegt tilboð í öll hlutabréf í BNbank.


 

10.6% aukning á milli ára


 

tilboði Frjálsa fjárfestingabankans tekið


 

Þrjár 10 íbúða blokkir munu rísa í Vogum á Vatnsleysuströnd á næstu mánuðum. Byrjað verður að steypa grunn fyrstu blokkarinnar næstkomandi mánudag samkvæmt frétt Víkurfrétta ef veður leyfir, en það er Trésmiðja Snorra Hjaltasonar sem reisir blokkirnar.


 

Vistor leysir PharmaNor af hólmi


 

Gengið hefur verið frá samningi um kaup Bílanausts hf. innflutningsfyrirtækinu Ísdekki ehf. Ísdekk ehf. er leiðandi fyrirtæki í innflutningi og sölu á hjólbörðum og áhöldum og tækjum fyrir hjólbarðaverkstæði. Félagið er umboðsaðili fyrir Michelin, Cooper og fleiri merki.


 

norðurbyggingin stækkuð til suðurs


 

Í dag lýkur formlega byggingu Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og verður húsnæðið afhent í dag en opið hús verður á morgun fyrir almenning. Fyrri hluta verksins var afhentur í haust og hafa kennarar og á annað hundrað nemendur sætt sig við að sitja þröngt þessa fyrstu mánuði skólahaldsins. Það var Loftorka Borgarnesi sem var aðalbyggingaaðili verksins.


 

skipulagsbreytingar hjá Og Vodafone


 

segir Ragnar Árnason prófessor í viðtali við Viðskiptablaðið


 

Hluthafafundir HB Granda og Tanga staðfestu í gær samruna félaganna. Eins og áður hefur komið fram miðast samruni félaganna við 1. október síðastliðinn. Lokað verður fyrir viðskipti með hlutabréf Tanga í dag og félagið afskráð úr Kauphöllinni í kjölfarið. Við samruna félaganna og Svans RE-45 mun hlutafé HB Granda hækka um 227,7 m.kr. og verður þá 1.707 m.kr. eftir samrunann.


 

ella verður félögum vísað úr Úrvalsvísitölunni


 

dómur fallinn í máli norska ríkisins gegn Samherja


 

Greiningardeild Íslandsbanka spáir 15% hækkun á Úrvalsvísitölu Aðallista árið 2005 og er það nokkuð í takti við þá ávöxtunarkröfu sem þeir gera að meðaltali til félaganna í vísitölunni. Rétt er að geta þess að innan hópsins sem vann þessa skýrslu liggja spárnar á breiðara bili, eða 8-24%. "Þetta breiða bil endurspeglar fyrst og fremst þá óvissu sem í spánni ríkir og þá í leiðinni ólík viðhorf um þróun stærstu félaganna, sérstaklega hvað varðar ytri vöxt. En samhljómur er í þeirri skoðun að markaðurinn muni ekki taka út lækkun í ár," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Í Kanada hvetja fjölmiðlar fólk nú til að sýna aðgát þegar það gefur fé til bágstaddra á hörmungarsvæðunum við Indlandshaf. Ekki hefur þó enn heyrst af stórfelldum svikum vegna fjársafnana sem nú standa yfir um allan heim.


 

Góðar horfur eru í rekstri fyrirtækja í Kauphöll Íslands á þessu ári að mati greiningardeild Landsbankans. Greiningadeildin gerir ráð fyrir að samanlögð velta tólf stærstu félaga í framleiðslu, þjónustu og iðnaði aukist um ríflega 12% á milli ára og nemi samtals 344 milljörðum króna árið 2005. Mest verður veltuaukningin hjá Kögun og Og Vodafone, en bæði félögin standa í yfirtökum á öðrum fyrirtækjum.


 

Vegna frétta um að átta fyrrverandi starfsmenn SÍF hafi stofnað fisksölufyrirtæki sem ætlað er að fara í beina samkeppni við SÍF og dótturfélag þess, Iceland Seafood, telja stjórnendur SÍF að tímasetning og umgjörð uppsagna starfsmannanna sé með þeim hætti að markmiðið hafi verið að reyna að skaða félögin. "Í ljósi þessa og þeirra skuldbindinga sem viðkomandi starfsmenn hafa gagnvart félaginu, hefur verið ákveðið að fara fram á lögbann við því að starfsmenn félagsins brjóti gegn ráðningarsamningum sínum með því að hefja samkeppni við félagið," segir í tilkynningu frá félaginu.


 

árlegt framlag 4 milljónir


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

ný spá um fjölgun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar:


 

framkvæmdastjóri SA tjáir sig um virkjanasamninganna


 

SA reiknar lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna


 

Frá 1. janúar 1997 hafa gilt samræmdar reglur um uppruna vöru í innbyrðis fríverslunarsamningum Evrópubandalagsins, Íslands, Noregs, Lichtenstein, Rúmeníu og Búlgaríu. Það þýðir m.a. að framleiðsluvörur skulu taldar upprunnar á Íslandi ef þær verða til þar og innihalda efni sem upprunnin eru í öðrum ríkjum sem samræmdu upprunareglurnar taka til að því tilskildu að aðvinnsla á Íslandi sé umfram þær aðgerðir sem eru skilgreindar sem ófullnægjandi aðvinnsla samkvæmt ákvæðum samninganna.


 

Innheimta eignaskatta nam tæpum 11 milljörðum króna í nóvemberlok sem er aukning upp á 44,2% á milli ára. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þá má einnig nefna að aukning í innheimtu stimpilgjalda nam tæplega 62,8% frá fyrra ári enda hefur landslagið á lánamarkaðinum tekið miklum breytingum á árinu sem hefur stuðlað að því að margir sjá kostina við að skuldbreyta lánum sínum.


 

Bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts sýna að vöruinnflutningur í desember nam tæpum 19 milljörðum króna, án skipa og flugvéla. Að raungildi er þetta tæplega fjórðungi meiri innflutningur en í desember í fyrra. Ef þriggja mánaða meðaltal er borið saman milli ára er aukningin 22%.


 

Ríflega 1,6 milljón farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á nýliðnu ári. Það samsvarar tæplega 20% fjölgun á milli ára. Farþegar á leið frá landinu voru 672.196 talsins á árinu 2004 en voru 572.760 á árinu 2003, sem samsvarar 16,2% fjölgun. Farþegum á leið til landsins fjölgaði hins vegar meira, úr 583.832 í 692.505, sem samsvarar 18,6% fjölgun á milli ára.


 

endurálagning ríkisskattstjóra liggur fyrir


 

svo telur greiningardeild Íslandsbaka.


 

Fjárfestingarfélagið Atorka hf. hefur tilkynnt London Stock Exchange um að eignarhlutur Atorku í NWF Group plc. sé nú 10,01%.


 

Íslandsbanki hefur ráðið Jón Diðrik Jónsson framkvæmdastjóra á Fjárfestinga- og alþjóðasvið. Umsvif Fjárfestinga- og alþjóðasviðs hafa farið hratt vaxandi á undanförnum misserum. Eftir kaup Íslandsbanka á BN banka verður starfsemin á þremur stöðum í Noregi, í Luxembúrg og London, auk starfssviða í Reykjavík.


 

Meirihluti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Seltjarnarness hyggst leggja fram tillögu um lækkun fasteignagjalda árið 2005 á Seltjarnarnesi á fundi bæjarstjórnar síðar í mánuðinum.


 

Haukur Oddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sameinaðs Viðskiptabanka- og rekstrarsviðs Íslandsbanka. Haukur er verkfræðingur að mennt og hefur starfað hjá bankanum sl. tuttugu ár. Undanfarið hefur hann stýrt Rekstrar- og upplýsingatæknimálum.


 

Marinó Guðmundsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn forstjóri 66°Norður-Sjóklæðagerðarinnar hf. Hann var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðurljósa og aðstoðar útvarpsstjóri Íslenska Útvarpsfélagsins.


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

Kostnaður við aðalbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur er um 225 þús kr. á fermetra eða 3.264 milljónir á verðlagi hvers árs en húsið er 14.217 fermetrar. Á verðlagi í janúar 2003 samsvarar byggingarkostnaður aðalbyggingar 3293,5 kr kr. Kostnaðaráætlun var 2676 kr. á sama verðlagi þegar tekið hefur verið tillit til stækkunar á húsinu sem var um 1000 m2. Hækkun byggingarkostnaðar frá upphaflegri kostnaðaráætlun var því 31,9% að meðtöldu bílastæðahúsi.


 

Atlantsskip mun frá 15. janúar hefja vikulegar viðkomur í Kollafirði, í Færeyjum. Í tilkynningu frá félaginu kemurfram að það sé í takt við vöxt evrópulínu fyrirtækisins að fjölga viðkomuhöfnum og um leið að auka þjónustuframboð til hagsbóta fyrir viðskiptavini þess. Er helst litið til tækifæra í útflutningi frá Íslandi til Færeyja og frá Færeyjum til meginlands Evrópu. Nú þegar hafa verið undirritaðir samningar við fyrirtæki um flutning afurða á báða þessa markaði.


 

Viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lýsir eftir upplýsingum frá útflytjendum um hagsmuni í viðskiptum við 20 ríki sem sækjast eftir aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Upplýsingarnar verða notaðar til að ná fram hagstæðari viðskiptakjörum við þessi ríki og greiða fyrir útrás íslenskra fyrirtækja.


 

Velta 66°Norður er áætluð um 1.200 milljónir króna árið 2005. Í fréttatilkynningu frá félaginu í kjölfar kaupa Sigurjóns Sighvatssonar á félaginu kemur fram að staða fyrirtækisins er mjög sterk á markaði hérlendis en auk þess hefur 66°Norður verið í útrás erlendis undanfarið. Fyrirspurnir um vörur fyrirtækisins hafa borist frá fjölmörgum löndum og mikill áhugi er á vörunni um allan heim.


 

samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun


 

Gistinætur á hótelum voru 6% fleiri í nóvember í fyrra en í sama mánuði 2003. Mest aukning varð á Suðurlandi (32%) en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um rúmlega 1.500 eða 3,9%. Kemur þetta fram í tölum sem Hagstofan birti í morgun. Framboð hótetelrýmis hefur aukist nokkuð undanfarið og er enn frekari aukining í farvatningu. Fjöldi hótela sem opin eru allt árið um kring voru 70 í nóvember síðastliðinum en 66 á sama tíma árið á undan. Unnið er að byggingu nýrra hótela á höfuðborgarsvæðinu og mun því bætast enn frekar við hótelrýmið á árinu.


 

Til að heiðra minningu fórnarlamba hörmunganna í Suðaustur Asíu 26. desember mun Kauphöll Íslands hafa þriggja mínútna þögn í viðskiptakerfinu í dag kl. 12:00. Viðskiptakerfinu verður ekki lokað en kauphallaraðilar eru beðnir um að virða þessa þögn.


 

hluthafar óskuðu eftir 42% meira en í boði var


 

segir Pétur Óskarsson hjá Katla DMI


 

Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður, hefur keypt ráðandi hlut í 66°Norður-Sjóklæðagerðinni hf. Kaupin voru gerð í samvinnu við Sjóvá-Almennar hf. og var Íslandsbanki ráðgjafi kaupenda í kaupferlinu og sá um fjármögunun þá sem til þurfti. Samningur um kaupin var undirritaður í gær og Sigurjón og samstarfsaðilar taka við rekstri fyrirtækisins í dag.


 

Nú er í gangi sérstakt áskriftartilboð að Viðskiptablaðinu á Netinu. Ef þú gerist áskrifandi að Viðskiptablaðinu í gegnum Netið færð þú 50% afslátt af fyrstu þremur mánuðum áskriftar, kr. 1.425 pr. mánuð í stað kr. 2.850. Um er að ræða sérlega gott tilboð og um að gera að nýta sér það.


 

Gengi krónunnar hélst nánast óbreytt á fyrsta viðskiptadegi ársins en krónan lækkaði um 0,04%. Gengisvísitala krónunnar byrjaði daginn í 113,2 vísitölustigum en endaði í 113,25 stigum. Krónan byrjaði daginn á nokkurri veikingu, hæst fór gengisvísitalan í 113,75 stig, en sú veiking gekk þó fljótt til baka. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var í meðallagi eða 7,7 milljarðar ISK.Gengi dollars hefur styrkst nokkuð síðustu daga en krossgengi eur/usd er nú komið í 1,33 en fór hæst í 1,36 á gamlársdag en nokkuð hefur verið um hagnaðartöku að undanförnu.EURUSD 1,329USDJPY 104,35GBPUSD 1,8831USDISK 62,56EURISK 83,17GBPISK 117,82JPYISK 0,5996Brent olía 39,4Nasdaq -0,81%S&P -0,21%Dow Jones -0,06%


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á stöðinni sem neitar að deyja!


 

Ferðamálaráð Íslands úthlutar að þessu sinni 40 milljónum króna vegna úrbóta í umhverfismálum á árinu 2005. Samgönguráðuneytið fer með málefni íslenskrar ferðaþjónustu, og hefur ráðuneytið m.a. lagt áherslu á að íslensk náttúra verði ekki fyrir skaða af völdum þeirra fjölmörgu ferðamanna sem njóta hennar.


 

Næsta haust mun Ferðamálasetur Íslands bjóða til norrænnar ráðstefnu um rannsóknir um ferðamál og ferðaþjónustu. Um er ræða árlega ráðstefnu samtaka er nefnast "Nordic Symposium in tourism and Hospitality research" og verður þetta 14. ráðstefna samtakanna.


 

markverður árangur í hagstjórn


 

Íslensk fiskiskip hafa fengið úthlutað aflamarki í Barentshafsþorski fyrir árið í ár. Kvóti íslensku skipanna verður 6.032 tonn af slægðum þorski, 3.712 tonn í lögsögu Noregs en 2.320 tonn í lögsögu Rússlands. Aflaverðmæti verður u.þ.b. eins milljarða króna virði miðað við stöðu gengis krónunnar í dag og afurðaverðs segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Þetta er tæplega 3% minni kvóti en í fyrra en þá fengu Íslendingar úthlutað 6.204 tonnum.


 

Oddeyri ehf. samdi í dag við Síldarvinnsluna og tengda aðila um að láta kaup Oddeyrar á hlutum í Fóðurverksmiðjunni Laxá, Seley, og Sæsilfri ganga til baka. Eignirnar eru seldar á sama verði og þær voru keyptar og mynda því ekki hagnað eða tap í bókum Oddeyrar. Eftir söluna er Oddeyri 100% í eigu Samherja hf.


 

Um 40 nýir flugmenn hafa nú verið ráðnir til Icelandair síðan í haust og þessari ráðningarhrinu því senn að ljúka segir í frétt á heimasíðu FÍA. Þar kemur einnig fram að Flugfélag Íslands er búið að ráða 4 nýja flugmenn til starfa á F-50, sem koma í stað manna sem ráðnir hafa verið til Icelandair. Flugfélagið hyggst ráða a.m.k. 12 flugmenn fyrir næsta vor.


 

Þrátt fyrir hagstæð skilyrði á hlutabréfamarkaði á árinu 2004 var ekkert fyrirtæki nýskráð í Kauphöll Íslands. Aftur á móti var nokkuð um afskráningar, en 14 félög voru afskráð á árinu. Nú horfa menn hins veghar til betri tíðar og vænta þess að einkavæðing Símans gangi í gegn á árinu og í framhaldi af því skráning félagsins á Aðallista Kauphallarinnar.


 

Að mati Greiningardeildar KB banka mun vísitala neysluverðs lækka um 0,2% í janúar sem þýðir að 12 mánaða verðbólga mun lækka úr 3,9% niður í 3,7%. Að þessu sinni eru tveir þættir sem togast á til hækkunar og lækkunar vísitölunnar. Annars vegar er um að ræða lækkanir vegna árlegra útsala og hins vegar árlegar hækkanir á ýmissi þjónustu, einkum hjá hinu opinbera.


 

Hækkanir á fasteignaverði hafa verið með allra mesta móti á síðustu mánuðum samk'væmt frétt Greiningardeildar KB banka og hefur fasteignaverð hækkað um rúmlega 8% síðastliðna 3 mánuði samkvæmt gögnum frá Fasteignamati ríkisins. Að mati Greiningardeildar mun fasteignaliður vísitölu neysluverðs hækka verulega í næsta mánuði, en einnig leggjast til töluverðar hækkanir á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur auk þess sem ýmis önnur þjónusta og kostnaður vegna húsnæðis hækkar um áramót.


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 
Innlent
3. janúar 2005

Netagerðir sameinast

Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. og Netagerð Vestfjarða hf. sameinaðar undir nafninu Fjarðanet hf. Gúmmíbátaþjónusta Austurlands ehf. og Gúmmíbátaþjónustan ehf. á Ísafirði sameinaðar inn í sama fyrirtæki. Fjarðanet hf. er með starfsemi á sjö stöðum á landinu; rekur alhliða veiðarfæraþjónustu á sex stöðum, gúmmíbátaþjónustu á tveimur stöðum ásamt þvottastöð fyrir fiskeldispoka á einum stað. Áætluð heildarvelta er um 400 milljónir á þessu ári og starfsmannafjöldi um 40. Jón Einar Marteinsson verður framkvæmdastjóri Fjarðanets hf.


 

Árið 2004 var sérstaklega gott ár fyrir lífeyrissjóðina, einkum fyrir þá sjóði, þar sem innlend hlutabréf vigta mikið í eignasöfnunum. Í frétt inni á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða kemur fram að erfitt sé að spá um raunávöxtun sjóðanna að öðru leyti en þvi að líkur eru á því að meðaltalsraunávöxtun verði yfir 10% á árinu og nálgist því metárin 1999 með 12% raunávöxtun og 2003 með 11,3% raunávöxtun. Heldur slaknaði á raunávöxtun sjóðanna á síðasta ársfjórðungi ársins, sem rekja má til þess að Úrvalsvísitalan lækkaði og gengi íslensku krónunnar styrkist umtalsvert gagnvart bandaríkjadollar.Nú liggur fyrir hvernig ávöxtun einstakra hlutabréfa hefur verið á árinu 2004. Fjárfestingarfélagið Atorka er það félag sem bestri ávöxtun skilar árið 2004 eða rúmlega 238%. Landsbankinn, Jarðboranir og Straumur skiluðu öll meira en 100% ávöxtun og KB banki var rétt undir því með um 97% ávöxtun.


 

Friðgeir Magni Baldursson tók við starfi útibússtjóra Landsbankans í Keflavík nú um áramótin. Friðgeir, sem var útibússtjóri á Selfossi, hefur unnið hjá Landsbankanum frá því að hann lauk námi sem rekstrarhagfræðingur frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 1990. Áður var hann svæðisstjóri yfir Suðurnesjum, Suðurlandi og Hafnarfirði í þrjú ár fram í nóvember í fyrra. Einnig var hann útibússtjóri í Grindavík í tvö ár frá 1996 til 1998.


 

Á stjórnarfundi Hitaveitu Suðurnesja skömmu fyrir áramót var samþykkt að ganga til samninga við Orkuveitu Húsavíkur um sölu HS á raforku til OH. Samkvæmt þessum samningi kaupir OH a.m.k. 2,6 GWst á árinu 2005 og í honum eru ýmis ákvæði til að tryggja að samlegðaráhrif nýtist sem best.


 

könnun fyrir Viðskiptablaðið meðal markaðsstjóra


 

Nú í byrjun janúar mun nýtt og stærra skip leggjast að höfn í Kópavogi. Atlantsskip tekur í notkun skipið Kársnes. Það mun fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Algirdas. Það er mun stærra en fyrra skip eða 370 TEU á móti 220 TEU í flutningsgetu. Það er í takt við þá aukningu sem hefur verið í flutningum fyrirtækisins á undanförnum mánuðum segir í tilkynningu frá félaginu.


 

Að meðtöldum eignarhlut Íslandsbanka hafa eigendur að 99,54% hlutafjár samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka í BNbank (Bolig- og Næringsbanken ASA) í Noregi. Framlengdu tilboðstímabili lauk 30. desember og hefur Íslandsbanki fengið samþykki eigenda 9,709,328 hluta í BNbank. Kaup Íslandsbanka á BNbank eru háð heimild lögbærra yfirvalda í Noregi og á Íslandi og fullnægjandi niðurstöðum áreiðanleikakönnunar.


 

félagið flutti einn af hverjum fimm farþegum um Keflavíkurflugvöll


 

mesta hækkun á landinu


 

Erlend endurlán í nóvember voru um 4 milljörðum króna meiri en í fyrri mánuði, leiðrétt með tilliti til gengisbreytinga. Samkvæmt samantekt greiningardeildar KB banka hafa síðastliðna 12 mánuði erlend endurlán vaxið um tæpalega 144 milljarða króna og skapað gjaldeyrisinnflæði sem því nemur. Erlend endurlán eru lán sem innlendir aðilar taka með milligöngu íslenskra lánastofnana.


 

Fjárfestingarfélagið Atorka er það félag sem bestri ávöxtun skilar árið 2004 eða rúmlega 238%. Landsbankinn, Jarðboranir og Straumur skiluðu öll meira en 100% ávöxtun og KB banki var rétt undir því með um 97% ávöxtun.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.