*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


apríl, 2005

 

Eftir nokkurra vikna samfelda veikingu einkenndist dagurinn í dag af töluverðri styrkingu krónunnar. Upphafsgildi vísitölunnar var 113,03 og lækkaði hún jafnt og þétt framan af degi og fór lægst í 112,4 stig og hélst í því gildi þar til markaðurinn lokaði. Þrátt fyrir þessa styrkingu var veltan á markaðnum einungis 3,8 ma.kr. sem bendir til sterkrar undirliggjandi eftirspurnar á krónum. Hugsanlegt er að gjaldeyrisfjárfestar sjái nú aftur kauptækifæri eftir veikingarhrinu síðustu vikna segir í Vegvísi Landsbankans.


 

Milestone ehf., sem er í eigu Karls Wernesrssoar stjórnarmanns í Íslandsbanka og fjölskyldu, hefur í dag nýtt sér rétt samkvæmt samningi við Milestone Import Export Ltd. um kaupskyldu á 350.000.000 hlutum í Íslandsbanka hf., sem tilkynnt var um með tilkynningu til Kauphallar Íslands hf. þann 1. september 2004. Jafnframt hefur Milestone ehf. framselt bréfin til Kaupþings banka hf., sem samhliða hefur selt Milestone ehf. bréfin framvirkt til 6 mánaða.


 

Örtröð myndaðist í morgun fyrir framan nýja Apple verslun í Lyngby í eigu Íslendinga þegar að verslunin var opnuð. Um 200 manns biðu í alla nótt og klukkan tíu í morgun beið á fimmta hundrað manns fyrir utan verslunina. Hamagangurinn var slíkur að lögreglan sá ástæðu til að vera viðstödd og hleypti hún fólkinu inn í hollum.


 

Síðastliðinn miðvikudag var aðgerðum Evrópusambandsins gegn innflutningi á eldislaxi hætt. Samhliða voru aðgerðir gegn meintum undirboðum Norðmanna á eldislaxi hafnar. Eins og margoft hefur komið fram í Stiklum, vefriti utanríkisráðuneytisins, hefur eldislax verið undir smásjánni hjá Evrópusambandinu á undanförnu ári.


 

Fyrirtækið Silkiprent og fánar er flutt á Þórshöfn. Fyrirtækið var keypt af suðvesturhorninu af Konráði Jóhannssyni, Erlu Jóhannsdóttur og fjölskyldu þeirra, og er nú búið að koma því fyrir að Langanesvegi 2 á Þórshöfn. Þar er starfsemin í 500 fermetra húsnæði og starfsmenn eru 4.


 

Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðs Íslands hf. á tímabilinu var 49,7 milljónir króna. Velta félagsins var 155,8 milljónir króna. Þessi niðurstaða er í takt við væntingar stjórnenda og heldur betri ef eitthvað er. Meðalverðið á seldum fiski heldur áfram að lækka og lækkar um 10% á milli ofangreindra rekstrartímabila.


 

Vegna brotthvarfs Björns Inga sem sparisjóðsstjóra Sparisjóða Hafnarfjarðar og afsagnar hans sem formanns Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hf. þá tilkynnist hérmeð að varaformaður Birgir Ómar Haraldsson tekur tímabundið við hlutverki hans sem formaður stjórnar og framkvæmdarstjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hf.


 

Samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafa samþykkt fyrirhugaða yfirtöku Bakkavör Group á Geest Plc án athugasemda. Formleg yfirtaka Bakkavör Group á Geest Plc er fyrirhuguð þann 13. maí og greiðsla til hluthafa Geest Plc þann 27. maí.


 

Uppgjör Bakkavör Group er vel yfir væntingum Greiningardeildar Kaupþings banka og nam hagnaður félagsins á fyrstu þremur mánuðum ársins 4,2 m. punda saman borið við spá þeirra upp á 3 m. punda. Það er tvennt sem skýrir þennan mun en það eru hærri tekjur og samtímis lægri kostnaður. Í spá þeirra höfðu þeir gert ráð fyrir 10% vexti tekna miðað við fyrsta fjórðung 2004. Þess má geta að verulega munaði á milli greiningardeilda í verðmatsgengi á Bakkavör.


 

Í frétt Viðskiptablaðsins á bls. 4 í dag er hermt að Finnur Ingólfsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, hafi verið að selja sinn hlut í VÍS. Þetta er ekki rétt heldur er innherji sem átti viðskiptin í þessu tilviki í VÍS. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum.


 

Á kynningarfundi með markaðsaðilum í morgun upplýsti Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, að félagið hefði áhuga á að auka umsvif sín í Finnlandi. Einnig kom fram að FIH, sem Kaupþing banki keypti í fyrra, hefði verið að taka þátt í sínu fyrsta verkefni í Svíþjóð og sagðist Hreiðar Már vænta fleiri verkefna hjá bankanum utan Danmerkur.


 

Sala samstæðu Össurar á fyrsta fjórðungi ársins 2005 nam 31,1 milljónum Bandaríkjadala (1,9 milljörðum íslenskra króna) samanborið við 30,7 milljónir á fyrra ári. Sala jókst um 2% í Bandaríkjadölum en mæld í staðbundinni mynt stóð salan í stað. Þegar tillit hefur verið tekið til aflagðrar starfsemi var vöxtur sölu í staðbundinni mynt 2%. Rekstrarhagnaður var 4,4 milljónir dala (271 milljón íslenskra króna*) og dróst saman um 3% milli ára.


 

Hagnaður af rekstri Avion Group, móðurfélags Atlanta, Íslandsflugs og Exel Airways, nam tveimur og hálfum milljarði króna eftir skatta í fyrra en samanlagður hagnaður fyrirtækjanna árið á undan nam tæplega 316 milljónum króna. Mest munaði um hagnað Excel Airways sem var tæpar 15 milljónir punda eða tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna og jókst hagnaður félagsins um 4,3 milljónir punda eða um 520 milljónir íslenskra króna frá fyrra ári.


 

EBITDA framlegð Flögu Group var neikvæð um USD 480 þúsund á fyrsta ársfjórðungi en var neikvæð um USD 577 þúsund á fyrsta ársfjórðungi 2004. Tap eftir skatta nam 70 milljónum króna eða 1,1 milljón bandaríkjadala (USD) samanborið við tap að upphæð USD 538 þúsund á fyrsta ársfjórðungi 2004. Á ársfjórðungnum var gjaldfærður kostnaður við skipulagsbreytingar og uppsagnir vegna hagræðingaraðgerða hjá rannsókna- og þróunarsviði og Evrópudeild Medcare ásamt gjaldfærslu vegna starfslokasamninga stjórnenda.


 

Rekstur Bakkavör Group á fyrsta ársfjórðungi 2005 var góður og í samræmi við væntingar stjórnenda. Innri vöxtur félagsins var 14,0% og nam sala félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins 4,4 milljörðum króna (38,8 milljónum punda). Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 822 milljónum króna (7,2 milljónir punda) í fjórðungnum samanborið við 458 milljónir króna (4,0 milljónum punda) árið áður og jókst því um 79,4% og frjálst fjárflæði frá rekstri nam 459 milljónum króna (4,0 milljónum punda) samanborið við 150 milljónum króna (1,3 milljónum punda) sem er aukning um 206,7%.


 

Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin forstjóri BYKO frá og með 27. maí næst komandi. Undir BYKO heyra samnefndar byggingavöruverslanir en einnig ELKO, Intersport og Húsgagnahöllin.Jón Helgi Guðmundsson, sem verið hefur forstjóri BYKO frá 1984 og stýrt fyrirtækinu í 43 ár, verður áfram forstjóri Norvíkur-samstæðunnar. Undir hana heyra BYKO og fleiri fyrirtæki, svo sem Kaupás."Okkur er mikill fengur í að fá Ásdísi Höllu til liðs við okkur og erum mjög spennt að vinna með henni," segir Jón Helgi í samtali við Viðskiptablaðið. "Það hefur verið langur aðdragandi að þessu hjá mér. Ég þurfti að létta af mér verkefnum. Við höfum verið í mikilli uppbyggingu erlendis, í Lettlandi, Bretlandi og Rússlandi, og ég get vonandi sinnt því eitthvað meira hér eftir. Ég er alls ekki hættur þótt verkaskiptingin verði núna með þessum hætti."


 

Hagnaður eftir skatta 484 milljónir króna (4,2 milljónir punda) sem jafngildir 94% aukning. Innri vöxtur er 14%. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 928 milljónum (8,1 milljón punda) 21% af veltu (16% án áhrifa hlutdeildarfélags) samanborið við 15%, aukning 58%. Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vaxtagjöld 822 m.kr. (7,2 milljónir punda), 79% aukning.


 

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður næstkomandi þriðjudag en gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag er Ari Edwald framkvæmdastjóri SA. Ari mun fara þar yfir helstu áhersluatriði SA fyrir fundinn. Í seinni hluta þáttarins verður rætt við Eddu Rós Karlsdóttur, forstöðumann greiningardeildar Landsbankans, um afkomu Straums fjárfestingabanka og Kaupþingsbanka.


 

Launakostnaður Kaupþings banka á fyrsta ársfjórðungi nam 3.982 m.kr. og jókst um 48,7% frá sama tímabili 2004. Þessi hækkun launakostnaðar bankans skýrist einkum af fjölgun starfsmanna. Fjöldi stöðugilda þann 31. mars 2005 var 1.674, en var 1.311 fyrir ári síðan. Annar rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi nam 2.623 m.kr. og jókst um 15,7% frá sama tímabili2004.


 

Gengishagnaður Kaupþings banka á fyrsta ársfjórðungi nam 6.777 m.kr., samanborið við 2.713 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Um helming gengishagnaðar bankans á ársfjórðungnum má rekja til breytanlegs skuldabréfs í Bakkavör Group, en einnig myndaðist töluverður hluti gengishagnaðar bankans hjá Markaðsviðskiptum.


 

"Tilboðið er hagstætt fyrir hluthafa Singer & Friedlander og það nýtur stuðnings allra stjórnarmanna. Frá því að Kaupþing banki varð stór hluthafi í október 2003 hefur bankinn stutt mjög vel við stjórnendur Singer & Friedlander auk þess sem bankinn hefur síðan unnið með okkur í ýmsum fjármögnunarverkefnum," segir Paul Selway-Swift, stjórnarformaður Singer & Friedlander í tilkynningu sem send var út vegna kaupanna.


 

Þingnefnd í New Brunswick fylki í Kanada fjallar um þessar mundir um hvort nauðsynlegt sé að herða reglur um eignarhald á fjölmiðlum. Ástæðan er fjölmiðlaveldi Irving-fjölskyldunnar, þeirrar sömu og hugðist á sínum tíma hefja samkeppni við íslensku olíufélögin. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.


 

verði af kaupum á Singer & Friedlander


 

Bretland verður eitt mikilvægasta markaðssvæði bankans


 

Hagnaður Kaupþings banka (KB banka) eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 11.093 milljónum króna, jókst um 266,4% miðað við sama tímabil 2004. Hagnaður á hlut á fyrsta ársfjórðungi nam 17,0 krónum samanborið við 6,9 krónur miðað við sama tímabil 2004. Arðsemi eigin fjár hluthafa eftir skatta var 33,2%, en var 29,3% á fyrsta ársfjórðungi 2004.


 

Hagnaður Straums eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi árið 2005 var 4.577 milljónir króna en var 2.016 milljónir króna árið 2004 og er það 127% hækkun. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 5.267 milljónum króna og er það 115% aukning frá fyrra ári. Hagnaður á hlut á fyrsta ársfjórðungi var 0,86 krónur og hækkar um 76% frá sama tímabili í fyrra.


 

Birgir Ísleifur Gunnasson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Þrátt fyrir miklar og hraðar breytingar íslenska fjármálakerfisins á undanförnum árum og vaxandi ójafnvægi í þjóðarbúskapnum stendur kerfið traustum fótum. Þetta er niðurstaða Seðlabanka Íslands sem gaf í gær út greiningu sína á fjármálastöðugleika á Íslandi. Rætt verður við Birgi Ísleif um skýrsluna.


 

Á síðasta ári lauk verkhönnun veitu Skaftár um Langasjó í Tungnaá en sú framkvæmda er talin skila 465 GWst á ári og er að mati Landsvirkjunar mjög hagkvæm. Á síðasta ári lét Landsvirkjun framkvæma umfangsmiklar rannsóknir á vatnafari, aurburði og grunnvatni. Félagið sótti um rannsóknarleyfi vegna veitunnar í samræmi við raforkulög. Lokið var við frumhönnun 72 MW virkjunar í Hólmsá í Skaftártungu.


 

var tæplega þrisvar sinnum verðmætara


 

Hlutabréfakaup eru í vaxandi mæli fjármögnuð með lánsfé en útlán innlánsstofnana með veði í hlutabréfum jukust um rúmlega 100 milljarða króna milli ársloka 2003 og 2004. Útlán banka og sparisjóða með veði í hlutabréfum námu um 17% af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöll Íslands í árslok 2004 en samsvarandi hlutfall í árslok 2003 var 11%. Þetta kemur fram í úttekt Seðlabankans á fjármálastöðugleika á Íslandi sem kynnt var í gær.


 

Landsvirkjun varð hlutskörpust í keppni fimm aðila um einkaleyfi til þess að byggja, eiga og reka nýja vatnsaflsvirkjun í Albaníu að því er kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu í dag. Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður 91,5 milljónir dollara eða 5,8 milljarðar króna. Samningurinn er til 25 ára.


 

Hagnaður Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á síðasta ári var 516 milljónir króna sem er 21% aukning frá árinu áður sem er að mestu leyti vegna hagstæðrar gengisþróunar á tóbaksinnflutningi. "ÁTVR getur unað vel við þessa afkomu einkum í ljósi þess að mikið uppbyggingarstarf var unnið á árinu, fræðsla og markaðssetning til viðskiptavina okkar aukin og vínbúðirnar þróaðar áfram. Magnaukning í alkóhóllítrum var 5,45% en um 1,8% samdráttur á magnsölu tóbaks segir í ársreikningi ÁTVR.


 

Eftir lokun markaða í dag gaf Seðlabanki Íslands út fyrsta sérrit sitt um fjármálastöðugleika, en frá árinu 2000 hefur úttekt bankans á fjármálastöðugleika verið birt á sex mánaða fresti sem kafli í Peningamálum. Í inngangi úttektarinnar segir að tilgangur hennar sé að stuðla að upplýstri umræðu, efla áhættustýringu og skýra hvernig bankinn vinnur að lögbundnum viðfangsefnum sínum á þessu sviði. Þá segir að stöðugleiki fjármálakerfisins sé í almanna þágu, líkt og verðstöðugleiki. Með úttektinni stuðli Seðlabankinn að því að þessi almannagæði séu tryggð segir Greiningardeild Landsbankans.


 

Gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag er Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar Íslands. Miklar sviptingar hafa verið í Kauphöllinni að undanförnu og hlutabréfavísitalan aldrei verið hærri en í dag. Rætt verður við Þórð um breytingar á umhverfi kauphallarviðskipta, erlent samstarf, og þátttöku erlendra aðila í kauphallarviðskiptum.


 

Verðmæti íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu var 447 ma.kr. um síðustu áramót samkvæmt fasteignamati. Á fyrsta ársfjórðungi hækkaði verð íbúðarhúsnæðis á þessu svæði um 13%. Verðmæti íbúðarhúsnæðis á svæðinu hefur því aukist af þeim sökum um a.m.k. 58 ma.kr. Er það varlega áætlað því markaðsverð húsnæðis er jafnan talsvert hærra en fasteignamat. Hækkunin jafngildir 315 þús. kr. á hvern íbúa. Bætist það við drjúga verðmætaaukningu á síðasta ári en þá hækkaði verð íbúða á svæðinu um 23% eins og bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka.


 
Innlent
26. apríl 2005

Dregur úr bjartsýni

Væntingavísitala Gallup lækkaði lítillega í apríl. Vísitalan var í 125,4 stigum sem er 1,7% lækkun frá því í síðasta mánuði. Það aðallega minni tiltrú láglaunafólks og eldra fólks á efnahags- og atvinnuástandið sem veldur lækkuninni. Þrátt fyrir lækkunina eru neytendur enn bjartsýnir á efnahags- og atvinnuástandið. Almennt lækkaði mat neytenda á núverandi ástandi um rúm 5 stig í 136 stig en sú vísitala heldur þó áfram að vera umtalsvert hærri en vísitala væntinga til sex mánaða sem stóð í 119 punktum eins og bent er á í MorgunkorniÍslandsbanka.


 

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. efnir til forvals verktaka fyrir lokað útboð vegna stækkunar og breytinga í svokallaðri norðurbyggingu flugstöðvarinnar (sem er hin upprunalega flugstöð). Flugstöðvarbyggingin verður stækkuð til suðurs um 5.000 fermetra og skipulagi á 2. hæð verður jafnframt breytt svo mikið að líkja má við umbyltingu. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í júní næstkomandi og því ljúki 1. júní 2006. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 4,5 milljarðar króna.


 
Innlent
26. apríl 2005

SÍF selur Saltkaup

söluhagnaður 1,5 milljónir evra


 

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styðja í auknum mæli við jarðhitanýtingu í þróunarríkjunum og hafa þegar verið undirbúin námskeið í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á vegum jarðhitaskólans á árunum 2006-2008, þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir og nýtingu jarðhita í þessum ríkjum og rekstur jarðhitaorkuvera. Þetta kom fram í ávarpi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuni í Antalya í Tyrklandi sem hófst í gær.


 

Fríhöfnin ehf. hefur opnað nýtt vöruhús sem afhent var við formlega athöfn 15. apríl sl. Húsið, sem er í eigu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., er stálgrindarbygging um 1.600 m2 að grunnfleti. Byggingin er staðsett á flugþjónustusvæði við flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.


 

Matthías H. Johannessen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Actavis Group hf. og tekur hann til starfa í júlí. Matthías mun heyra undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs Actavis Group hf. og bera ábyrgð á fjármálastýringu samstæðunnar. Starf hans mun felast í daglegum rekstri fjármálasviðs, samskiptum við dótturfélög og þróun og stýringu fjármálaferla. Matthías mun taka sæti í stjórnum dótturfélaga Actavis samstæðunnar.Matthías útskrifaðist með BSc. gráðu í viðskiptafæði frá Háskóla Íslands árið 1999 og með MSc. gráðu í hagfræði og fjármálum frá Copenhagen Business School árið 2002. Undanfarið hefur Matthías starfað sem forstöðumaður hjá áhættustýringu KB banka. Áður starfaði hann hjá HSH Nordbank í Kaupmannahöfn, fyrst sem lánasérfræðingur í málefnum fjármálafyrirtækja og síðar sem viðskiptastjóri í fyrirtækjaviðskiptum. Áður en Matthías hóf nám í Kaupmannahöfn starfaði hann hjá greiningardeild Kaupþings á Íslandi.Matthías er giftur Sögu Ómarsdóttur, verkefnisstjóra hjá Icelandair, og eiga þau tvo syni.


 

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, verður gestur Viðskiptaþáttar Viðskiptablaðsins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Rætt verður við Jóhannes um þær breytingar sem eru fyrir dyrum hjá félaginu, ma.a. í kjölfar breyttra raforkulaga, áforma um breytingar á eignaraðild, hugsanlega einkavæðingu og útrás fyrirtækisins.


 

Við útskrift í gær á Mætti kvenna, rekstrarnámi fyrir konur í atvinnurekstri á landsbyggðinni, gagnrýndi Runólfur Ágústsson rektor harðlega þær hugmyndir að safna helstu háskólum og rannsóknarstofnunum landsins á einn stað í miðborg Reykjavíkur. Runólfur sagði slíkar hugmyndir í besta falli úreltar og í versta falli til þess fallnar að skipta þjóðinni í tvær þjóðir: Þróað þekkingarsamfélag á höfuðborgarsvæðinu og vanþróað frumframleiðslusamfélag á landsbyggðinni. Runólfur spurði hvort þetta væri vilji Íslendinga.


 

Samskip hefur keypt frystiflutninga- og geymslustarfsemi hollenska flutningafyrirtækisins Kloosterboer og verður hún sameinuð frystiflutningastarfsemi Samskipa. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, greindi starfsmönnum frá kaupunum á fundi í dag, en skrifað var undir samninga í morgun. Eftir kaupin er gert ráð fyrir að áætluð velta Samskipasamstæðunnar á þessu ári verði um 45 milljarðar króna.


 

Samkeppnissráð hefur í dag samþykkt samruna Og Vodafone og Línu.Nets. Í ákvörðun ráðsins segir að samkeppnisráð telji ekki ástæðu til að að aðhafast frekar vegna samrunans.


 

Á fundi stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar fyrr í dag var komist að samkomulagi við Björn Inga Sveinsson, sparisjóðsstjóra um að hann léti af störfum hjá Sparisjóðnum. Björn Ingi hefur þegar hætt störfum hjá sjóðnum segir í tilkynningu félagsins. Á sama fundi var ákveðið að ráða Magnús Ægir Magnússon sem sparisjóðsstjóra og mun hann taka við starfi sparisjóðsstjóra strax.


 

Verð á sjávarafurðum lækkaði um 0,8% í mars frá mánuðinum á undan mælt í erlendri mynt (SDR). Afurðaverðið í erlendri mynd er þó mjög hátt í sögulegu ljósi og mælist nú 9,8% hærra en fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar frá því í morgun. Verð sjávarafurða mælt í íslenskum krónum lækkaði hins vegar mun meira, eða um 3,5% í mars frá mánuðinum á undan vegna styrkingar krónunnar. Síðastliðið ár hefur afurðaverðið í íslenskum krónum lækkað um 4%. Gengishækkun krónunnar hefur því étið upp verðhækkunina síðustu tólf mánuði og gott betur segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

182 umsóknir bárust um 8 nýjar íbúðalóðir á Selbrekkusvæðinu á Egilsstöðum. Lóðirnar eru í efri hluta íbúðasvæðisins í Selbrekku en þetta eru fyrstu lóðirnar sem úthlutað verður þar. Lóðirnar átta eru við göturnar Flatasel og Egilssel, sex einbýlishúsalóðir, ein parhúsalóð og ein raðhúsalóð. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum.


 

Hagnaður af rekstri Nýherja í fyrsta ársfjórðungi nam 26,5 mkr eftir skatta samanborið við 17,9 mkr tap í sama ársfjórðungi á síðasta ári. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir í ársfjórðungnum - EBITDA - var 40,7 mkr borið saman við 4,7 mkr í sama fjórðungi árið áður. Rekstrartekjur fjórðungsins námu 1.428 mkr en voru 1.330 mkr í sama ársfjórðungi árið áður og hækkuðu því um 16%. Vörusala jókst um 17% og þjónustutekjur jukust um 15% á milli fjórðunga.


 
Innlent
22. apríl 2005

Margt smátt selt

Árni Esra Einarsson hefur keyt hlut Guðmundar Magnússonar og fjölskyldu í auglýsingavörufyrirtækinu Margt smátt / Bolur ehf. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þeir Guðmundur og Árni, sem er markaðsstjóri fyrirtækisins, hafa starfað saman að félaginu um 11 ára skeið.


 

Stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi heimta hærri flugvallarskatta af farþegum sem fljúga til Íslands og annarra EFTA-ríkja en af farþegum sem fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins, auk þess sem hinir fyrrnefndu verða að þola meiri álögur af öðru tagi. Bæði Evrópudómstóllinn og EFTA-dómstóllinn hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slík mismunandi álagning gjalda í farþegaflugi samræmist ekki reglum Evrópska efnahagssvæðisins.


 

Undanfarið hafa staðið yfir samningaviðræður við þrettán ríki ESB, sem munu njóta greiðslna úr Þróunarsjóði EFTA, um hvernig beri að koma sniði á sjóðinn, skipuleggja hann og hafa eftirlit með honum. Með viðræðunum er stefnt að undirritun samkomulags (Memorandum of Understanding, MoU) milli EFTA-ríkjanna annars vegar og þeirra ríkja sem munu njóta greiðslna úr sjóðinum hins vegar. Þegar hefur verið skrifað undir slíkt samkomulag við Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Portúgal, Slóvakíu og Tékkland, og hafa þessar viðræður tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað.


 

Heildarvelta í kreditkortaviðskiptum nam 49,5 mö.kr. á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og jókst um 14,5% frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn hefur nú birt. Á föstu verði og gengi er aukningin 13,6%. Þessi mikli vöxtur er vísbending um hratt vaxandi einkaneyslu um þessar mundir og skýrist af vexti kaupmáttar, hækkun eignaverðs, lækkun langtímavaxta og almennri bjartsýni.


 

Hætt hefur verið við kaup Eddu Printing and Publishing Ltd. á Prentmeti ehf. Greint var frá kaupunum í febrúar en þar kom fram að kaupin voru gerð í nafni óstofnaðs eignarhaldsfélags í eigu Eddu og hluthafa þess. Kaupin voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun en þegar niðurstaða hennar lág fyrir var, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, ljóst að aðilar næðu ekki saman um endanlegt kaupverð. Því var fallið frá kaupunum.


 

verið að ganga frá útboðslýsingu SPRON


 

Guðmundur Björn Eyþórsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði. Hann hóf störf 1. apríl síðastliðinn. Guðmundur lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði af ferðaþjónustu- og markaðssviði Háskólans á Akureyri 2002 og MBA námi frá Viðskiptaháskólanum í Kalmar í Svíþjóð 2003.


 

Guðrún Högnadóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur við Viðskiptadeild skólans. Guðrún er heilbrigðisrekstrarhagfræðingur að mennt en hún lauk MHA og BSPH prófgráðum frá University of North Carolina í Chapel Hill.  Guðrún lauk jafnframt Associate Certified Coach prófréttindum frá CCU árið 2004.Guðrún hefur starfað við stjórnunarráðgjöf síðan 1998 einkum á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála og gæðastjórnunar.  Hún var einn meðeiganda IMG Ráðgjafar áður Deloitte & Touche Ráðgjöf.  Hún var fræðslustjóri Ríkisspítala og forstöðumaður gæða- og þróunarskorar Landspítalans á árunum 1991 til 1998.  Guðrún hefur jafnframt tekið þátt í starfi innlendra og erlendra fagfélaga, stjórna og nefnda auk kennslu.Guðrún er gift Kristni Tryggva Gunnarssyni, stjórnunarráðgjafa og eiga þau saman dæturnar Kristjönu Ósk og Ingunni Önnu.Guðrún hóf störf við Háskólann í Reykjavík þann 17. mars.  Hún mun jafnframt starfa áfram við einkaþjálfun stjórnenda (executive coaching).


 

Kaupfélag Eyfirðinga svf. hefur keypt 70% eignarhlut í Ásprenti-Stíl á Akureyri. Aðrir eigendur að fyrirtækinu eftir þessi kaup eru Einar Árnason, framleiðslustjóri í Ásprenti-Stíl (20%) og Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents-Stíls (10%).


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,08% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,60 til 112,30. Verðbólgutölur komu frá Bandaríkjunum í dag. Verðbólga í mars mældist 0,6% sem var nokkru meiri en búist var við. Gengi dollara hækkaði í kjölfarið en lækkaði seinna um daginn.Gengisvísitalan byrjaði í 112,00 og endaði í 112,10. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri voru 4,7 milljarðar ISK.EURUSD 1,3080USDJPY 106,85GBPUSD 1,9195USDISK 62,45EURISK 81,65GBPISK 119,90JPYISK 0,5845Brent olía $50,30Nasdaq 0,45%S&P -0,05%Dow Jones 0,30%


 

Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) á eftir. Sala á meirihluta tryggingafélagsins Sjóvá til Karls Wernerssonar, stjórnarmanns í Íslandsbanka, hefur vakið mikla athygli og hefur söluferlið verið gagnrýnt af forráðamönnum Straums, stærsta hluthafa Íslandsbanka. Einar verður fyrir svörum vegna þess og annars í starfsemi Íslandsbanka undanfarið.


 

ný þriggja ára áætlun


 

skortir hins vegar stefnu í alþjóðlegu rannsóknarstarfi


 

Hluthafar Geest Plc hafa samþykkt kauptilboð Bakkavör Group frá 8. mars sl. í allt hlutafé félagsins að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Geest. Fyrirhugað er að samruni félaganna fari fram þann 13. maí nk. og mun fyrirhuguð greiðsla fyrir hlutaféð eiga sér stað þann 27. maí. Í kjölfar kaupa Bakkavör Group á öllu útgefnu hlutafé Geest Plc er fyrirhugað að félagið verði afskráð af London Stock Exchange þann 16. maí 2005.


 

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur gefið út samanburðarskýrslu um fjölda starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu og Eyjafirði. Skýrslan sýnir vel hve hallar á Eyjafjörð í þessum efnum en fjöldi starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu er svo mikill að önnur landsvæði líða fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu eru um 73,3% ríkisstarfsmanna en þar búa um 62,7% landsmanna, í Eyjafirði eru um 6,8% ríkisstarfsmanna en þar búa um 7,4% landsmanna.


 

Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 21.8% í mars í ár í samanburði við mars á síðasta ári. Þeir voru tæplega 106 þúsund í ár en rúm 87 þúsund í fyrra. Sætanýting var 8,5 prósentustigum betri, framboð var 10,7% meira, en sala 24,2% meiri.


 

Hagvöxtur í Kína var 9,5% á fyrsta ársfjórðungi. Vöxturinn var heldur meiri en búist var við. Helstu ástæður fyrir miklum hagvexti voru aukning í útflutningi og fjárfestingu. Mörg erlend stórfyrirtæki líkt og Motorola og Quanta Computer hafa fjölgað verksmiðjum og aukið framleiðslu sína í Kína, til útflutnings til Bandaríkjanna, Evrópu og Asíu. Fjárfesting jókst verulega, eða um 23% á fyrsta fjórðungi.


 

Á fyrsta ársfjórðungi 2005 voru að meðaltali 4.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 3,0% vinnuaflsins samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Atvinnuleysið hefur dregist lítillega saman milli ára en á sama tímabili fyrir ári mældist atvinnuleysið 3,1%. Heildarfjöldi atvinnulausra stóð í stað milli tímabila en starfandi fjölgaði. Atvinnuþátttaka jókst um 0,9% og mælist nú tæplega 79,8%. "Svo virðist sem hagvöxt undanfarinna tveggja ára sé farinn að skila sér í fjölgun á vinnumarkaði," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Stjórnir SH og Sjóvíkur hafa samþykkt niðurstöðu skýrslu sérfróðra aðila um samruna félaganna. Fyrirvari samnings um samruna félaganna telst þá uppfylltur, í samræmi við tilkynningu félaganna til Kauphallar Íslands 7. mars sl. Í kjölfar þess hafa öll samrunagögn verið staðfest.


 

Síðasta ár var það versta í sögu Stofnfisks hf. en þá varð 65,5 milljóna kr. tapi af 257 milljóna kr. veltu félagsins Að sögn Vigfúsar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, hafa frá miðju ári 2003 hafi dunið yfir félagið meiri erfiðleikar en samanlagt í 15 ára sögu þess. Vigfús sagði að enn gætir áhrifa innflutningsbanns á hrogn til Írlands og Skotlands, sem sett var til höfuðs Stofnfiski, vegna þess að íslensk stjórnvöld hirtu ekki um að lögleiða reglur um innflutning eldisfisks, sem þau höfðu skuldbundið sig til með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Því hefði áratuga markaðsstarf farið í rúst á skömmum tíma, sagði Vigfús við Viðskiptablaðið.


 

Velta dagvöruverslana var um 12,3% meiri í mars en í sama mánuði árið 2004, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, samkvæmt nýjustu mælingu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áfengissmásalan á föstu verðlagi reyndist hvorki meira né minna en 22,9% meiri en á sama tímabili í fyrra. Velta lyfjaverslana dróst hins vegar saman um 2,9% á föstu verðlagi. Verðhækkanir frá mars 2004 til sama mánaðar 2005 reyndust vera 0,2% í dagvöru, 1,0% í áfengi og 3,6% í lyfjasmásölu.


 

samsvarar um 26,2 ma.kr. virði Sjóvár


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,44% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,75 til 112,65. Gengisvísitalan byrjaði í 112,50 og endaði í 112,00. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri voru 6,9 milljarðar ISK.EURUSD 1,3035USDJPY 107,00GBPUSD 1,9160USDISK 62,55EURISK 81,55GBPISK 119,90JPYISK 0,5850Brent olía $49,50Nasdaq 0,70%S&P 0,55%Dow Jones 0,55%


 

aðild Samorku samþykkt á fundi stjórnar SA á Akureyri


 

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, verður gestur Viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Rætt verður við Guðjón um sívaxandi mikilvægi fjármálageirans í íslensku atvinnulífi.


 

Þáttur eignarhaldsfélag ehf. hefur keypt 66,6% hlutafjár í Sjóvá af Íslandsbanka hf. fyrir 17,5 milljarða króna, sem samsvarar 26,2 milljarða króna verðmæti Sjóvá. Þáttur eignarhaldsfélag ehf. er í eigu fjárfestingarfélagsins Milestone ehf. Íslandsbanki mun áfram eiga 33,4% hlutafjár í Sjóvá.


 

versluninni í Sigtúni lokað eftir 35 ár


 

Gengi krónunnar lækkaði í gær um ríflega 0,8% og stóð gengisvísitalan í lok dags í 112,5, dollarinn í 63 krónum og evran í tæplega 82 krónum. Gengisvísitalan hefur ekki staðið jafn há síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Í morgun hefur krónan verið að styrkjast aftur og nemur hækkunin 0,3%. Talsvert flökt er því í gengi krónunnar þessa dagana. Ef miðað er við flökt til eins mánaðar þá hefur það ekki mælst jafn mikið síðan í upphafi árs segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

IR magazine, sem hefur um fimm ára skeið veitt verðlaun fyrir góð fjárfestatengsl, hefur tilkynnt hvaða félög eru tilnefnd til verðlauna í ár. Þau íslensku félög sem eru tilnefnd í flokki stærri fyrirtækja eru Íslandsbanki, KB banki og Össur. Í flokki smærri fyrirtækja hljóta FL Group, Marel og Nýherji verðlaunin. Á þennan hátt eru veitt verðlaun fyrir hvert Norðurlandanna fyrir sig og til viðbótar ýmis verðlaun fyrir Norðurlöndin í heild.


 

Atorka Group hf. hefur í dag náð samkomulagi um kaup á eignarhlutum, Árna Þórs Árnasonar forstjóra Austurbakka hf. og Valdimars Olsen framkvæmdarstjóra, í Austurbakka hf., samtals að nafnvirði kr. 9.589.200 eða 63,48% af heildarhlutafé. Eignarhlutur Atorku Group hf. fyrir kaupin var að nafnvirði kr. 0. Eftir viðskiptin á Atorka Group hf. 63,48% af heildarhlutafé Austurbakka hf.


 

Landsbanki Íslands hefur ráðið Brynjólf Brynjólfsson sem nýjan útibússtjóra bankans á Snæfellsnesi. Um leið hefur Hannes Marinó Ellertsson verið ráðinn í nýtt starf hjá bankanum á Snæfellsnesi en það er starf fyrirtækjasérfræðings á vegum bankans og mun hann verða með aðsetur í Ólafsvík.


 

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur ákveðið að framlengja skilafrest óbindandi tilboða í hlutabréf ríkisins í Landssíma Íslands til þriðjudagsins 17. maí næstkomandi. Áður var miðað við 6. maí.


 

segir iðnaðar og viðskiptaráðherra


 

Þorkell Helgason, orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi sínu um tveggja mánaða skeið og hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra orðið við þeirri ósk. Ráðherra hefur í dag sett Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur í embætti orkumálastjóra umrætt tímabil.


 

spyr greiningardeild Landsbankans


 

Krónan veiktist um 0,82% í viðskiptum á millibankamarkaði í dag og var gengisvísitalan 112,51 við lokun markaða. Krónan hefur því veikst um 5,7% frá því hún náði hámarki þann 21. mars síðastliðinn þegar gengisvísitalan náði 106,4 stigum. "Svo virðist sem straumar séu heldur farnir að snúast á gjaldeyrismarkaði og njóti ekki lengur þess mikla innflæði á gjaldeyri sem studdi við krónuna á fyrsta fjórðungi ársins," segir í Hálffimm fréttum KB banka.


 

Atlantsskip hafa undirritað samstarfssaming við alþjóðafyrirtækið Frans Maas um lausavöruflutninga fyrirtækisins í Evrópu, Asíu og Ameríku. Frans Maas er einn öflugasti forflutningsaðilinn í heiminum í dag og er samningurinn því mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip og framtíðaráform fyrirtækisins sem falla vel að því þjónustuframboði sem Frans Maas hefur fram að færa. Íslendingar þekkja fyrirtækið vel þar sem það hefur verið í nánu samstarfi við önnur íslensk flutningsfyrirtæki um árabil.


 

Í mars lánuðu bankarnir 21,8 ma.kr. í íbúðalánum sem er 1,2 ma.kr. aukning frá því í febrúar og 3,5 mö.kr. meira en í janúar. Íbúðalán bankanna hafa því verið að aukast aftur eftir lækkun í janúar. Samtals hafa bankarnir lánað 180 ma.kr. í íbúðalán frá því í lok ágúst þegar þeir hófu samkeppni við ÍLS og ef fram fer sem horfir munu lán þessi fara yfir 200 ma.kr. markið í þessum mánuði segir í Morgunkorni Íslandsbanka.Meðalupphæð íbúðalána bankanna var 10,9 m.kr. í mars sem er óveruleg breyting frá því í febrúar. Þetta er nokkuð hærra en meðallán Íbúðalánasjóðs sem er um 8 m.kr. Meðalupphæð þinglýsta kaupsamninga nam 20,5 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi og því ljóst að skuldsetning var undir 50% að meðaltali sem er ekki hátt.


 

ársfundur Útflutningsráðs Íslands í dag


 

Seed Forum Iceland fjárfestingaþing verður haldið þann 28 apríl n.k. í Reykjavík. Alls taka níu sprotafyrirtæki þátt og þar af fara tvö þeirra á þing í Osló, tvö þeirra á þing í London, eitt til Moskvu og tvö til New York. Markmið Seed Forum er að leiða saman vænleg sprotafyrirtæki og fjármagn.


 

skapar gott svigrúm fyrir Actavis


 

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssímanum hafi verið óheimilt að synja Og Vodafone um aðgang að heimtaugum í grunnneti. Vodafone fagnar niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar en fyrirtækið hefur síðastliðna þrjá mánuði leitast við að fá afgreiðslu á fjölda beiðna um aðgang að heimtaugum vegna viðskiptavina Margmiðlunar. Og Vodafone og Margmiðlun sameinuðust í október 2004.


 

Heritable Bank Ltd., dótturfélag Landsbanka Íslands í Bretlandi, hefur í dag keypt Key Business Finance Corporation plc. (Key Business) í Bretlandi. Kaupin eru í samræmi við markmið Landsbankans um áframhaldandi vöxt umsvifa Heritable Bank hvort sem er með innri vexti kjarnastarfsemi, með því að taka upp nýja þjónustuþætti eða með yfirtökum og kaupum á öðrum félögum.


 
Innlent
15. apríl 2005

Áfengissala jókst

Áfengissala hér á landi var um 20,4 millj. lítra árið 2004 á móti 19,2 millj. lítra árið 2003. Aukningin er um 6,3%. Talið í alkóhóllítrum er aukningin hlutfallslega ekki eins mikil, eða 4,4% milli ára, úr 1.458 þús. alkóhóllítrum árið 2003 í 1.523 þús. alkóhóllítra árið 2004. Sala á léttu víni hefur aukist mest, en sala á sterkum drykkjum hefur minnkað stöðugt á síðustu árum. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri, nam salan 6,71 alkóhóllítrum, en var 6,52 alkóhóllítrar á árinu 2003 segir í samantekt Hagstofunnar.


 

Burðarás á nú 4,5% hlut í innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia og sömuleiðis hefur Landsbanki Íslands eignast sem svarar 2,5% hlut. Um þetta er fjallað í Viðskiptablaðinu í dag þar sem leiddar eru líkur að því að félögin skoði yfirtöku á Intrum Justitia sem er skráð í sænsku kauphöllinni. "Við höfum áhuga á þessu félagi sem fjárfestingu enda teljum við okkur vera að fjárfesta í góðu fyrirtæki með ágæta vaxtarmöguleika," var það eina sem Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss, vildi láta hafa eftir sér í Viðskiptablaðinu þegar haft var samband við hann í gær. Kaupum Landsbankans hefur hins vegar ekki verið flaggað ennþá.


 

Avion Group opnar nýar höfuðstöðva AVION HOUSE, í Hlíðasmára 3, Kópavogi í dag föstudag, 15 apríl, klukkan 16. Móttakan verður haldin á 5. hæð hússins, til vinstri, þar sem Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Hansína Á. Björgvinssdóttir, bæjarstjóri Kópavogs munu formlega afhenda Avion Group húsið fyrir hönd Stafna á milli ehf. og Eignarsmára ehf.


 

missa vörumerkið GUFAN


 

Greiningardeild Landsbankans hefur gert nýtt verðmat á FL Group. Niðurstaða verðmatsins, miðað við 12,7% nafnávöxtunarkröfu til eigin fjár, er að FL Group samstæðan sé 34,9 ma.kr. virði, sem gefur verðmatsgengið 13,85. Lokagengi á markaði í gær var 14,15 og því mælum við með að fjárfestar haldi bréfum sínum.


 

Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu í dag verður rætt við Árna Þór Árnason, framkvæmdastjóra Austurbakka, um rekstur félagsins og aðstæður á markaði. Árið 2004 einkenndist af taprekstri félagsins og þeim aðgerðum sem stjórn félagsins og framkvæmdastjórn fóru í um mitt ár 2004 til að rétta reksturinn við. Árangur fór að koma í ljós á seinni hluta ársins og gerir stjórnin ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á árinu 2005, sagði í tilkynningu til Kauphallarinnar þegar uppgjör félagsins var kynnt.


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði var tæplega 212.800 tonn sem er rúmum 52.100 tonnum minni afli en í marsmánuði 2004 en þá veiddust rúm 264.900 tonn. Milli marsmánaða 2004 og 2005 dróst verðmæti fiskaflans saman, á föstu verðlagi ársins 2003, um 11,8% en það sem af er árinu jókst það um 4% miðað við árið 2004.


 

Eftir lokun markaða síðastliðinn þriðjudag gaf Greining ÍSB út nýtt verðmat á Bakkavör. Í gær hækkaði gengi bréfa í félaginu um 5,9% og endaði í 32,4. Niðurstaða verðmats á Bakkavör er 60 ma.kr. sem jafngildir 37,2 krónum á hlut. Teljur Greining ÍSB að þrátt fyrir hækkunina í gær sé enn kauptækifæri í bréfum fyrirtækisins. Er þá litið til langs tíma. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma er að yfirvoga bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum.


 

Straumur Fjárfestingarbanki hf. hefur selt allan eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM). Um er að ræða sölu á samtals 353.132.108 hlutum að nafnverði sem eru samtals 37,9% af heildarhlutafé TM. Viðskiptin fóru fram á genginu 22,8 og eru kaupendur Sund ehf. sem keypti 186.479.234 hluti (20% af heildahlutafé TM), Fjárfestingarfélag sparisjóðanna hf. sem keypti 120.033.066 hluti (12,9% af heildarhlutafé TM) og Höfðaborg ehf. sem keypti 46.619.808 hluti (5% af heildarhlutafé TM). Fjárfestingarfélag sparisjóðanna hf. og Sund ehf. munu þurfa að fá samþykki Fjármálaeftirlitsins til þess að fara með virkan eignarhlut í TM en framsal hluta og greiðsla kaupverðs mun engu að síður fara fram óháð því samþykki.


 

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt að fara í könnunarviðræður við Sparisjóð Bolungarvíkur um möguleika á að stofna félag um rekstur fasteigna. Kemur fram í afgreiðslu ráðsins að þar sé átt við rekstur fasteigna annarra en skólabygginga og íbúða í félagslega kerfinu segir í frétt á vef Bæjarins besta.


 

Framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa meira en tvöfaldast á árunum 1998 til 2005. Á árinu 1998 nam framlag ríkisins 3.280 m.kr. en í fjárlögum ársins 2005 er það 7.145 m.kr. sem er um 118% hækkun. Heildarframlög ríkisins í sjóðinn á þessu tímabili nema samtals um 45 milljörðum kr. Lögbundin framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs eru ákvörðuð með tvennum hætti. Annars vegar er 0,264% af álögðum útsvarsstofni og hins vegar 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkisins.


 

Annar fundur samninganefnda Íslands og Mexíkó var haldinn nýverið í Mexíkóborg. Á fundinum náðist samkomulag um öll þau atriði sem útistandandi voru frá fyrri fundi nefndanna og voru samningsdrög árituð af formönnum þeirra í lok fundarins.


 

rædd á fundi hjá Verslunarráði


 

Patricia Kab hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri SleepTech, dótturfélags Flögu Group. Patricia stofnaði SleepTech ásamt Vyto Kab sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Flögu Group fyrr í mánuðinum segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Í marsmánuði síðastliðnum voru skráðir 87.300 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 3.799 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 2,6% atvinnuleysi, en áætlaður mannafli á vinnumarkaði skv. áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis í mars 2005 er 146.035.


 
Innlent
14. apríl 2005

Bifröst til Kína

Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghai í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí. Bifröst hefur undanfarin þrjú ár lagt mikla áherslu á samstarf og samskipti við háskóla í Asíu og er leiðandi á því sviði hérlendis. Sem dæmi um þetta má nefna að um 30 nemendur hafa síðustu misseri stundað nám við samstarfsskóla Bifrastar í Kína og Japan. Nú á vorönn eru 7 nemendur frá Bifröst við nám í háskólanum í Shanghai auk 2 í Viðskiptaháskólanum í Otaru í Japan.


 

Og Vodafone hefur gengið að kröfum Póst- og fjarskiptastofnunar og afnumið afslátt úr fastlínu yfir í GSM innan kerfis. Og Vodafone væntir þess að Póst- og fjarskiptastofnun ljúki senn markaðsgreiningu á farsímamarkaði og endurskoðun ákvarðana um umtalsverða markaðshlutdeild. Þrátt fyrir breytingu á gjaldskrá verða mínútugjöld,vegna símtala úr fastlínu í GSM innan kerfis hjá Og Vodafone, áfram hagstæðari heldur en hjá helsta samkeppnisaðilanum.


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

segir greiningardeild Landsbankans


 

Prufudæling úr þeirri jarðhitaholu sem verður notuð sem aðalhola fyrir hitaveitu á Eskifirði hófst sl. miðvikudag. Þá var dælan í holunni gangsett og farið að dæluprófa. Það er gert í þrepum til að meta hvernig holan og svæðið bregst við dælingu. Fyrstu mælingar staðfesta þær væntingar sem gerðar voru til holunnar og virðist hún standa vel undir þeim. Niðurstöður eru þó ekki marktækar að gagni fyrr en eftir dælingu í tvær til þrjár vikur a.m.k. en þá fer væntanlega að sjást hvernig jarðhitasvæðið bregst við.


 

Greiningardeild Landsbankans hefur sent frá sér afkomuspá þar sem spáð er fyrir um afkomu sextán félaga í Kauphöll Íslands. Við gerum ráð fyrir að hagnaður félaganna nemi samtals 31,2 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi og aukist um 78% á milli ára. Þetta er gífurleg aukning á milli ára eða um 13,7 ma.kr. en að lang mestu leyti er það tilkomið vegna mikillar hagnaðaraukningar hjá Kaupþing banka.


 

ISB Luxembourg S.A. hefur tekið til starfa og komið á fót einkabankaþjónustu og eignastýringu í Lúxemborg. Þjónustan er miðuð að eignamiklum einstaklingum og fyrirtækjum á Norðurlöndum. Útlánastarfsemi útibús Íslandsbanka í Lúxemborg mun færast undir hinn nýja banka. Með breytingunum er frekari áhersla lögð á lausnir sem mæta fjárhagslegum þörfum viðskiptavina og jafnframt alhliða þjónustu sem sniðin er að aukinni alþjóðlegri starfsemi Íslandsbanka segir í tilkynningu bankans.


 

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21% í mars sem er minna en almennt hafði verið gert ráð fyrir. Spá Greiningar Íslandsbanka gerði ráð fyrir 0,4% hækkun og spár þeirra aðila sem opinberlega spá fyrir um vísitöluna lágu á bilinu 0,3% til 0,4% hækkun. Spáskekkjan þeirra stafar einkum af minni áhrifum vegna útsöluloka en reiknað var með og meiri áhrifum vegna verðstríðsins svokallaða á matvörumarkaði en reiknað hafði verið með. Þá voru gerðar breytingar á grunni vísitölunnar sem höfðu 0,1% áhrif til lækkunar vísitölunnar.


 

félagið afskráð úr Kauphöllinni


 

mæla með sölu á bréfum félagsins


 

Stefán Haukur Jóhannesson, fastafulltrúi Íslands í Genf og formaður samninganefndar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, um markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur (NAMA, Non- Agricultural Market Access), sat hinn 10. apríl sl. fund utanríkisviðskiptaráðherra nokkurra ríkja í Austur-Asíu semvar haldinn í Japan.


 

Í gær voru opnuð tilboð í fjórða GSM leyfið í Pólandi og í UMTS leyfi (3ju kynslóðar flutningskerfi) í sama landi. Á meðal þeirra sem sendu inn gilt tilboð var fyrirtækið Netia Mobile sem er félag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar og pólska símafyrirtækisins Netia.Þau fyrirtæki sem sendu inn gild tilboð í bæði leyfin eru Era (T-Mobile), Polkomtel (Voda/TDC) og Novator/Netia. Þau sem sendu inn gild leyfi í UMTS eru Hutchison, Idea(TPSA) og Korean Group (Samsung affiliated?)


 

Ísland lendir í 9-10 sæti af 150 ríkjum ef gerður er samanburður á viðskiptaumhverfi hérlendis á þessu ári og öðrum ríkjum fyrir árið 2004. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi Verslunarráðs og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í dag, þar sem fjallað var um skýrsluna ?Doing Business." Skýrslan sem unnin er af Alþjóðabankanum í samvinnu við VÍ og VUR gerir góð skil á viðskiptaumhverfi 150 ríkja víða um heim.


 
Innlent
12. apríl 2005

Krónan lækkar

Gengi krónunnar veiktist um tæplega 1% í viðskiptum dagsins og endaði gengisvísitala krónunnar í 110,85 stigum eftir að hafa opnað í 109,8 stigum. Í lok viðskipta í dag stóð gengi dollarans í 62,58 krónum, evrunnar í 80,6 krónum og pundsins í 117,9 krónum að því er kemur fram Hálffimm fréttum KB banka.


 

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 1,38% í viðskiptum dagsins. Þau félög í vísitölunni sem lækkuðu mest voru Bakkavör sem lækkaði um 2,2% og KB banki sem lækkaði um 2,0%. Einu félögin sem hækkuðu í viðskiptum dagsins voru FL Group og Marel, sem bæði hækkuðu um 0,4%, og Kögun sem hækkaði um 0,2% að því er segir í Hálffimm fréttum KB banka.


 

Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður samtakanna til tveggja ára án mótframboðs. Kosnir voru sex meðstjórnendur en sjö gáfu kost á sér. Eftirtaldir skipa stjórn SAF starfsárið 2005-2006: Jón Karl Ólafsson (Icelandair), Anna G. Sverrisdóttir (Bláa lónið), Gunnar Guðmundsson (Guðmundur Jónasson), Hrönn Greipsdóttir (Radissons SAS Hótel Saga), Ólafur Torfason (Grand Hótel Reykjavík), Stefán Eyjólfsson (Íslandsferðir) og Steingrímur Birgisson (Höldur).


 

Voru keppinautar en rugla nú óvænt saman reitum


 

Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, verður gestur viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Afkoma VÍS árið 2004 var sú besta í sögu félagsins en það stafaði einkum af miklum hagnaði af fjármálastarfsemi. Rætt verður við Finn um vátryggingastarfsemi á Íslandi og þá möguleika sem felast í slíkum rekstri. Einnig verður rétt við hann um hugsanlega aðkomu VÍS að fjárfestingaverkefnum, s.s. kaupum á Símanum.


 

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið hækkun á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs og undirritað reglugerð þar að lútandi. Skv. ákvæðum reglugerðarinnar hækkar hámarkslán Íbúðalánasjóðs úr 14,9 milljónum í 15,9 milljónir. Breyting þessi tekur gildi frá og með deginum í dag, 12. apríl 2005.


 

Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti í dag beiðni Kers hf. og fleiri hluthafa í Festingu ehf. um að setja lögbann við því að Angus ehf. hagnýti sér þann rétt sem fylgir hlutafjáreign félagsins í Festingu. Jafnframt var lagt lögbann við því að Angus ehf. gæti framselt hluti sína til þriðja aðila. Lögbannið tekur gildi síðar í dag þegar lögð hefur verið fram 75 milljóna króna trygging af hálfu Kers hf.


 
Innlent
12. apríl 2005

Olíuverð lækkar

Minnkandi hagvöxtur í Kína, sterkari birgðastaða olíukaupenda ásamt auknu olíuframboði frá Mið-Austurlöndum mun stuðla að lækkun olíuverðs að mati Alþjóða-orkumálastofnunar. Kom þetta fram í skýrslu sem stofnunin gaf út í dag. "Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð síðustu daga eftir mikla hækkun frá áramótum. Þetta er meðal annars vegna þess að OPEC ríkin hafa ákveðið að auka framleiðslu sína um hálfa miljón tunnur á dag og einnig voru nýlega birtar upplýsingar um birgðastöðu í Bandaríkjunum sem þóttu jákvæðar," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Samkomulag hefur verið staðfest á milli Haga hf. og eigenda kjötvinnslunnar Ferskra kjötvara hf. Síðumúla 34 um kaup Haga á fyrirtækinu. Núverandi eigendur Ferskra kjötvara eru Sláturfélag Suðurlands með 63,6% hlut og eigendur Stjörnugríss á Kjalanesi með 36,4% hlut. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar og áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál.


 

Samkvæmt efnahagsyfirliti Seðlabanka Íslands námu eignir lífeyrissjóðanna 1.007.690 m. kr. í lok febrúar s.l. Þar af námu námu erlendar eignir sjóðana um 228.642 m. kr., sem er um 22,7% af heildareignum. Ekki var búist við að heildareignir lífeyrissjóðanna næðu 1.000 milljörðum króna fyrr en í þessum mánuði, en verðmætisaukning innlendra hlutabréfa á fyrstu mánuðum þessa árs flýtti fyrir þessari þróun.


 

Hagnaður fasteigna- og rekstrarfélagsins Nýsis á síðasta ári nam 844 milljónum kr. Fastafjármunir nema í árslok 9.711 milljónum kr. og veltufjármunir 285 milljónum kr. Eignir eru samtals 9.996 milljónir kr. Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar nema 7.704 milljónum kr. og eigið fé í árslok er 2.291 milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild minnihluta. Velta samstæðunnar á árinu var 679 milljón kr.


 

3,1% atvinnuleysi að jafnaði


 

Bláa Lónið hf. og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur BLUE LAGOON verslunar innan verslunar Íslensks markaðar (búð í búð) í Flugstöðinni. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, og Höskuldur Ásgeirsson,framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn og fór undirritunin fram í Flugstöðinni.


 

Ekki ætti að hafa farið framhjá mörgum að heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í miklum hækkunarfasa en síðastliðna tólf mánuði hefur olíuverð hækkað umtalsvert. Hækkandi olíuverð hefur þó ekki haft mikil áhrif á hagkerfi heimsins þrátt fyrir að olíuverð hafi verið í kringum 50 dollara í töluverðan tíma en framvirkt olíuverð hefur frá því í október á síðasta ári til að mynda tvisvar sinnum farið yfir 58 dollara á mörkuðum í New York. Brent hráolíuverð hefur einnig verið í miklum hækkunarfasa og hefur einnig verið í kringum 50 dollara á fat í þónokkurn tíma segir í Vegvísi Landsbankans.


 

-samið um kaup á 5 nýjum Boeing 737-800 flugvélum


 

Gengi krónunnar lækkaði um 0,41% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 109,10 til 109,90. Gengi USD lækkaði í dag gagnvart helstu myntum en tölur af vöruskiptum í Bandaríkjunum í febrúar verða birtar á morgun. Búist er við 58,5m USD halla. Gengisvísitalan byrjaði í 109,35 og endaði í 109,80. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri voru 4,9 milljarðar ISK.EURUSD 1,2970USDJPY 107,80GBPUSD 1,8910USDISK 61,55EURISK 79,95GBPISK 116,50JPYISK 0,5710Brent olía $50,80Nasdaq -0,10%S&P -0,05%Dow Jones -0,05%


 

Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, verður gestur Viðskiptaþáttar Viðskiptablaðsins á Útvarpi Sögu í dag. Aðalfundur Samherja var haldinn í síðustu viku en stjórn félagsins hefur ákveðið að kaupa allt hlutafé félagsins og afskrá það úr Kauphöllinni.


 
Innlent
11. apríl 2005

Evrópubúar eldast

framundan mikill skortur á vinnufæru fólki


 

Héraðsdómur í Seattle í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að brotið hafi verið á tveimur einkaleyfum í eigu Generation II, dótturfélags Össurar. Fyrirtækið Medical Technology Inc. framleiddi og seldi hnjáspelkur undir merkjum Bledsoe Brace System sem brutu gegn umræddum einkaleyfum. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og úrskurðaði 3,4 milljónir dala í bætur. Niðurstaðan er háð ákvörðun alríkisdómara og eins gæti verjandi áfrýjað dómnum. Það er því of snemmt að segja til um hvort Össur hafi ábata af málaferlunum.


 

Velta í kreditkortaviðskiptum Íslendinga erlendis var tæplega 2,1 ma.kr. í febrúar á þessu ári og hafði þá aukist um 26% á milli ára. Á föstu gengi, sem er nálgun við hversu mikil magnaukning hefur verið í kaupum Íslendinga erlendis, er aukningin ríflega 33%. Færslunum hefur fjölgað um 28% og því virðist sem keyptir séu dýrari hlutir eða þá einfaldlega meira í einu. Af tölunum sést að landinn nýtir sterka krónu til mikilla og vaxandi kaupa erlendis segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

KredittBanken, dótturfélag Íslandsbanka, hefur vilyrði fyrir yfir 50% af hlutabréfum í FactoNor. KredittBanken mun í framhaldinu gera tilboð í öll hlutabréf í FactoNor. FactoNor AS er eins og KredittBanken staðsettur í Álasundi. FactoNor sérhæfir sig í veltufjármögnun og kröfukaupum fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki í norðvesturhluta Noregs.


 

Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að gera skipulagsbreytingar til að undirstrika mikilvægi Noregs sem heimamarkaðar ásamt Íslandi. Starfsemin í Noregi verður sjálfstætt viðskiptasvið innan félagsins. Kaupin á Kredittbanken og BNbank gera Íslandsbanka að íslensk-norsku félagi ásamt því að skapa vaxtartækifæri og nær tvöfalda efnahagsreikning bankans. BNbank verður hluti af samstæðunni frá 1. apríl 2005.


 

Almar Guðmundsson hagfræðingur hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Eignastýringar Íslandsbanka. Hann tekur við af Sigurði B. Stefánssyni framkvæmdastjóra þann 1. september nk. Sigurður verður sjóðstjóri Reykjavik Global Hedge Fund, sem hleypt verður af stokkunum í maí. Hann mun gegna stöðu framkvæmdastjóra Eignastýringar til 1. september.


 

Baugur hefur hækkað tilboð sitt í hlutabréf Somerfield að því er óstaðfestar heimildir Reuters-fréttastofunnar herma.


 

Verslanakeðjan Somerfield þykir ekki sú fínasta í Bretlandi en hún er sú fimmta stærsta -- að vísu talsvert minni en hinar fjórar -- og markaðssérfræðingar eru sammála um að hún sé sú síðasta af þeim "stóru" sem mögulegt er að yfirtaka.


 

segir Skarphéðinn Berg Steinarsson stjórnarformaður Og Vodafone


 

Aðalfundur Samerja hf. fór fram í gær en fundurinn bar keim af því að Samherji er nú á leið út af hlutabréfamarkaði. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja segir þó ekkert útilokað að félagið komi aftur inn á markað einhvern tíma í framtíðinni.


 

Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) í dag verður rætt við Þorkel Helgason orkumálstjóra. Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um orkumarkaðinn á Íslandi og rætt verður um framkvæmd laganna við Þorkel. Auk þess verður fjalað um breytta orkunotkun Íslendinga í alþjóðlegu samhengi.


 

Úrvalsvísitalan fór í fyrsta skipti yfir 4000 stig nú upp úr hádeginu. Nú síðast var hún 4021 stig og hafði hækkað um 0,92% það sem af er degi. Þar af hefur Síminn hækkað mest eða um 9%, Landsbankinn hefur hækkað um 3,97%, Straumur fjárfestingabanki um 1,92%. Tryggingamiðstöðin hafði hins vegar lækkað mest eða um 1,74.


 

Breska verslanakeðjan Sainsbury's hefur veitt Lyons Seafoods, dótturfélagi SÍF hf. í Bretlandi, verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu sem besti samstarfsaðili (Top Supplier) en fyrirtækið er helsti birgir verslanakeðjunnar í kældum skelfiskafurðum. Ole Norgaard, forstjóri Lyons Seafoods, og Ian Frostick, sölustjóri hjá félaginu, tóku á móti verðlaununum á hátíðarsamkomu í London á dögunum.


 

Hlutfall íslenskra kvenna sem ljúka doktorsprófi hækkar. Árið 2003 voru konur 40% útskrifaðra en árið 2004 hækkaði þessi tala upp í 46%. Útskriftir íslenskra doktora voru fleiri árið 2004 samanborðið við árið á undan. Árið 2003 luku 35 doktorsprófi en árið 2004 voru útskrifaðir 37 talsins. Þetta kemur fram í samantekt Rannís fyrir árið 2004 á fjölda útskrifaðra íslenskra doktora.Árið 2002 er enn metár því þá luku 48 Íslendingar doktorsnámi. Lítil breyting hefur orðið á vali Íslendinga á námslöndum. Tæp 40% íslenskra doktorsnema útskrifast frá bandarískum háskólum og um fimmtungur útskrifast frá háskólum á Norðurlöndunum. Fjölgun hefur orðið á útskriftum frá íslenskum háskólum, þ.e. frá Háskóla Íslands en það er eini háskólinn hér á landi sem hefur hingað til útskrifað doktora. Kennaraháskóli Íslands býður einnig upp á doktorsnám. Árið 2004 útskrifuðust fimm konur og fimm karlar frá Háskóla Íslands, en árið 2003 útskrifuðust níu og sex árið 2002.


 

Helgi Hermannsson, dagskrár- og markaðsstjóri Skjás, eins hefur verið ráðinn til 365 ljósvaka- og prentmiðla. Þar tekur hann við starfi þróunarstjóra erlendra fjárfestinga og verkefna félagsins. Helgi hefur starfað hjá Skjá einum frá upphafi. Starfslok hans munu vera í góðri sátt við félagið, stjórnendur þess og starfsfólk segir í frétt Viðskiptablaðsins í dag.


 

Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað verulega að undanförnu. Til dæmis hefur verð á hráolíu hækkað um 35% frá áramótum. Eykur þetta verðbólguþrýsting í heiminum um þessar mundir. Vaxandi eftirspurn og ótti við framboðsrof virðist helsta skýringin á bak við verðhækkunina ásamt miklu peningamagni í umferð. Hér á landi hefur verð til neytenda lítið breyst frá áramótum en var þó hátt fyrir. Hækkun krónunnar hefur vegið á móti segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 27% í mars miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 99 þúsund farþegum árið 2004 í tæpa 125 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 27% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um 24%.


 

Áherslur atvinnulífsins og framtíðarsýnin verða efni umræðna á aðalfundi SA 3. maí nk., að loknum ræðum formanns SA og Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Þátttakendur verða þau Ármann Þorvaldsson framkvæmdastjóri fyrirtækja-ráðgjafar KB banka, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group, Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis hf., Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri FL Group og Svafa Grönfeldt fram-kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Actavis Group.


 

Í gær var kosið um sameiningu MS og MBF á fulltrúafundi MBF. Sameining fyrirtækjanna var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og er því orðið ljóst að af sameiningu fyrirtækjanna verður. Á fundi allra fulltrúa MS, sem haldinn verður 12. apríl nk., verður Mjólkursamsölunni formlega slitið og er stefnt að stofnfundi hins nýja sameinaða fyrirtækis 29. apríl nk.


 

Íslandsbanki mælir ekki með kaupum í neinu skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Bankinn gerir verðmat á stærri félögum í Kauphöllinni með sjóðstreymisgreiningu og útfrá því mælir hann ekki með því að fjárfestar kaupi í neinu félagi á markaðnum til að eiga í langs tíma. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því að markaðurinn hefur hækkað mun hraðar en undirliggjandi verðmæti fyrirtækjanna á síðustu árum. Afleiðingin af því er sú að þeim fyrirtækjum sem bankarnir mæla sérstaklega með kaupum í hefur smám saman fækkað og nú er svo komið að Íslandsbanki mælir ekki með kaupum í neinu fyrirtæki. Úrvalsvísitalan náði í þessari viku að slá fyrra hámark sitt sem hún náði á síðasta ári þegar hún fór í 3947 stig.


 

Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn til starfa hjá Meið ehf. á greiningarsviði frá og með 31. mars 2005. Ásmundur hefur starfað hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá 2003 og starfaði þar áður í greiningu FBA og síðar Íslandsbanka frá 2000 til 2003. Þar áður starfaði hann á Viðskiptablaðinu.


 

Gistinætur á hótelum í febrúar voru 55.010 en voru 53.650 árið 2004 sem jafngildir 2,5% aukning. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest, en þær fóru úr 2.520 í febrúar 2004 í 3.230 í febrúar 2005, sem er um 28% aukning. Á Suðurlandi var aukning um tæp 15% í febrúar, fjölgaði úr 4.880 í 5.610. Á höfuðborgarsvæðinu nam fjölgun gistinátta rúmum 3%, þær fóru úr 40.580 í 41.930. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum í febrúar úr 2.170 í 960 (-56%).


 

Eignarhlutur Afls fjárfestingarfélags dótturfélags Atorku Group hf. í Low and Bonar plc. er nú 20,28%. Tilkynning vegna þessa birtist á fréttavef London Stock Exchange þann 5. apríl 2005.Afl hefur jafnt og þétt eignast hlut í Low and Bonar plc. Það hefur gengið fyrir sig með eftirfarandi hætti:9. des. 2004: Afl eignast 18,12% í Low and Bonar.16. nóv. 2004: Afl komið upp í 17,05% í Low and Bonar11. nóv. 2004: Auka hlut sinn í Low and Bonar í 16,8%.4. nóv. 2004: Afl eignast 14,49% eignarhlut Low and Bonar.


 

Fjallað er um það í breskum fjölmiðlum í dag að skortur hafi verið á hvítlauksbrauði hjá breskum stórmörkuðum vegna bruna í verksmiðjum Geest en verksmiðjurnar framleiða m.a. hvítlauksbrauð. Verksmiðjan framleiðir um 7.000 hvítlauksbrauð á dag auk annarra brauðtegunda fyrir verslunarkeðjurnar Asda, Tesco og Morrisons/Safeway. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að talsmaður Geest sagði að marktæk áhrif mætti sjá vegna brunans hjá þessum verslunarkeðjum.


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

Vyto Kab lætur af störfum


 

Fyrsta lyf Actavis samstæðunnar framleitt á Íslandi var sent til Rússlands 3. apríl sl. Um var að ræða 9 bretti (um 2 milljónir taflna) af hjartalyfinu Lisinopril, sem fékkst skráð í Rússlandi í janúar sl.


 

Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins sem haldinn var í gær, kom fram að sjóðurinn skilaði góðri ávöxtun á síðasta ári og talsvert umfram viðmiðunarvísitölur. Nafnávöxtun hinna þriggja fjárfestingarleiða sjóðsins var 13,8% (Frjálsi 1), 14,6% (Frjálsi 2) og 10,3% (Frjálsi 3). Staða tryggingadeildar er traust, eignir umfram áfallnar skuldbindingar voru 19,4% og eignir umfram heildarskuldbindingar voru 3,6% þrátt fyrir að nýjar töflur um auknar lífslíkur auki skuldbindingar sjóðsins.


 

Rekstrartekjur Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári reyndust 8.111 milljónir króna samanborið við 7.213 milljón króna áætlun og munar þar 897 milljónum króna. Þar ber helst að telja 696 milljón króna hagnað af eignasölu og sölu byggingarreita auk þess sem skatttekjur reyndust 73 milljónum krónum meiri en áætlað var. Rekstrargjöld reyndust 7.384 milljónir króna samanborið við 7.007 milljón króna áætlun og véku því 377 milljónir króna frá áætlun. Þar vegur þyngst 131 milljón króna hækkun lífeyrisskuldbindinga umfram áætlanir.


 

Út er komið nýtt verðmat greiningar Íslandsbanka á KB banka. Niðurstaða verðmatsins er 360 ma.kr. sem jafngildir 549 krónum á hlut og hækkar úr 514 frá síðasta verðmati. "Við mælum með að fjárfestar haldi bréfum í KB banka til lengri tíma litið. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma, þ.e. til næstu 3-6 mánaða, er að yfirvega bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Fjárfestingafélagið Fylkir ehf. hefur keypt hlutabréf í Samherja hf. af Fjárfestingarfélaginu Firði ehf. með yfirtöku þriggja kaupsamninga sem Fjárfestingarfélagið Fjörður ehf. gerði við Burðarás hf., Lífeyrissjóði Bankastræti 7 og Kaupfélag Eyfirðinga hf. Verð hluta í viðskiptunum er 12,1. Heildarnafnverð er 377.913.222.


 

Í gær lauk deildarfundi í Búðardal þar sem kosið var um samruna Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Mjólkurbús Flóamanna. Sameiningin var samþykkt þar með 23 atkvæðum en 6 voru á móti og hafa því öll aðildarfélög MS samþykkt samruna MS og Mjólkurbús Flóamanna utan eitt, sem er fulltrúafundur MBF.


 

Skatastaðavirkjun inni á aðalskipulagi í staðin


 

Vesturbyggð og Icelandic Sea Minerals, fyrirtækið sem hyggst reisa kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, hafa náð samkomulagi um leigu á lóð undir verksmiðjuna. Í frétt Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að samningaviðræður um lóðina hafa staðið undanfarna mánuði og var samningurinn lagður fyrir bæjarráð Vesturbyggðar í síðustu viku.


 

olíukreppa í vændum


 

kemur á óvart að almenning sé ekki boðin bréf


 

segir í Hálffimm fréttum KB banka


 

Starfsemi Sparisjóðs Norðlendinga gekk vel á árinu 2004 segir í tilkynningu félagsins. Hagnaður af starfseminni nam rúmlega 126 milljónum króna, sem er mun betri afkoma en árið á undan, þegar hann var tæplega 58 milljónir króna.


 

stefnt að sölu í júlí


 

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. 16-17


 

Fyrirtækið Lokinhamrar, sem er í eigu Jóns Hákons Ágústssonar og Björns Magnússonar, hefur keypt eignina Hafnarbraut 2, gamla Kaupfélagshúsið á Bíldudal og verða gerðar á því miklar endurbætur segir í frétt á vefsvæðinu www.arnfirðingur.is. Húsið hefur verið í hótelrekstri en nú verða gerðar miklar endurbætur á því og herbergjum fjölgað.


 

Íslendingar hafa undanfarin ár verið meðal tekjuhæstu þjóða heims. Árlega birtir Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gögn þess efnis og sýna nýjustu tölur að meðal þrjátíu aðildarríkja - helstu iðnríkja heims - var Ísland það áttunda tekjuhæsta árið 2003. Í útreikningunum er tekið tillit til mismunandi kaupmáttar tekna í ólíkum löndum. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að margt bendi til þess að í ár verðum við í 2. sæti á eftir Lúxemborgurum.


 

Sigurjón Gísli Jónsson hefur verið ráðinn framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Sigurjón Gísli er 25 ára sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur hann starfað sem vinnslustjóri hjá félaginu í eitt og hálft ár.


 

Eldur kom upp í tveimur verksmiðjum Geest PLC í Barton (Barton-on-Humber site) í nótt og olli miklum skemmdum á þeim. Verksmiðjurnar annast framleiðslu pasta og brauðs. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum og enginn slasaðist. Í tilkynningunni kemur fram að atburðirnir hafi engin áhrif á tilboðið.


 

Á dagskrá aðalfundar Líftæknisjóðsins sem haldinn verður 12.apríl 2005 er lögð fram tillaga um að afskrá félagið. Með hliðsjón af þessu hefur Kauphöll Íslands ákveðið að færa hlutabréf Líftæknisjóðsins á athugunarlista.


 

Markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll Íslands nam 1.273 milljörðum króna við lokun markaða á föstudag og hafði aldrei verið hærra. Markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöllinni jókst um rúmlega 189 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins eða um 17,5% eins og bent var á í Hálffimm fréttum KB banka.


 

Hagnaður Sparisjóðs Ólafsvíkur á síðasta ári varð 25,3 milljónir króna eftir skatta samanborið við 6,4 milljóna króna tap á árinu 2003. Arðsemi eigin fjár var 14.9%. Innlán námu 939 milljónum sem er rúmlega 30% aukning frá fyrra ári. Eigið fé nam 195,9 milljónum króna í lok ársins 2004, og CAD-eiginfjárhlutfall var 18,8%.


 

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar frá síðastliðnu hausti um að fallast á byggingu rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfirði. Tildrög málsins eru þau að í byrjun september í fyrra féllst Skipulagsstofnun á byggingu verksmiðjunnar með tilteknum skilyrðum. Meðal skilyrðanna eru reglubundnar mælingar á útblæstri, eftirlit með lífríki og mótvægisaðgerðir í samráði við Umhverfisstofnun.


 

Gengi krónunnar hækkaði um 0,56% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 107,20 til 108,10. Gengisvísitalan byrjaði í 107,85 og endaði í 107,25. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri voru 6,2 milljarðar ISK.EURUSD 1,2880USDJPY 107,70GBPUSD 1,8775USDISK 60,50EURISK 77,95GBPISK 113,65JPYISK 0,5620Brent olía $53,55Nasdaq -0,55%S&P -0,25%Dow Jones -0,40%


 

Breski bankinn Singer & Friedlander PLC hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar í Lundúnum um að hugsanlega sé tilboð í bankann á leiðinni. Stjórn Singer & Friedlander Group PLC ("Singer & Friedlander") segist í tilkynningunni hafa orðið vör við skyndilega hækkun á bréfum félagsins. Stjórnin hefur því ákveðið að staðfesta að viðræður séu hafnar við Kaupthing Bank hf. og þær geti hugsanlega leitt til þess að tilboð berist í útistandandi hlutabréf Singer & Friedlander.


 

Út er komið nýtt verðmat á Landsbanka Íslands af hálfu greiningar Íslandsbanka. Niðurstaða verðmatsins er 126 ma.kr. sem jafngildir 15,0 krónum á hlut. "Við mælum með að fjárfestar haldi bréfum í Landsbankanum til lengri tíma litið. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma er að markaðsvega bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Samkvæmt tölum frá Seðlabankanum nema nettó kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum rúmum 6,6 mö.kr. það sem af er ári. Er þetta mun lægra en var fyrir ári síðan en þá höfðu innlendir aðilar fjárfest nettó fyrir 13,8 ma.kr. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar á árinu er frá því í febrúar eða 5,2 ma.kr. nettó. Fjárfestingum var aðallega beint í hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða eða tæpum 5,3 mö.kr. og nettó fjárfesting í skuldabréfum nam 1,3 ma.kr. Hins vegar var um nettó innlausn á hlutabréfum að ræða í mánuðinum segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


 

Nýtt skipurit Tryggingamiðstöðvarinnar var kynnt starfsfólki félagsins í morgun. Skipuritið er afrakstur skipulagsvinnu sem lykilstarfsmenn félagsins hafa unnið að á síðustu mánuðum. Samhliða gildistöku nýs skipurits hefja störf hjá félaginu þrír nýir framkvæmdastjórar. Þetta eru þeir Björn Víglundsson, Ágúst H. Leósson og Pétur Pétursson. Auk þeirra skipa framkvæmdastjórn Tryggingamiðstöðvarinnar þeir Guðmundur Gunnarsson, Hjálmar Sigurþórsson, Ingimar Sigurðsson og Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar.


 

15-20% lækkun á veggjaldi


 

segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar


 

Fólk virðist almennt vera ágætlega sátt við þær breytingar sem hafa orðið á Kaupfélagi Eyfirðinga svf. á undanförnum árum, ef marka má niðurstöður viðhorfskönnunar sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir KEA. Mikill meirihluti þátttakenda telur að breytingarnar á KEA á undanförnum árum hafi verið jákvæðar ? um fjórðungur aðspurðra telur þær hafa verið neikvæðar. Áberandi er jákvæðni í garð þessara breytinga á lægri aldursstigum.


 

Gunnlaugur Árnason, blaðamaður Reuters-fréttasamsteypunnar í London, hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins. Hann mun hefja störf í byrjun komandi mánaðar. Gunnlaugur mun móta ritstjórnarstefnu Viðskiptablaðsins, stjórna fréttaflutningi þess og þróa blaðið samhliða nýrri þjónustu við áskrifendur.


 

Hagnaður Líf hf. á síðasta ári var 1.248 mkr. Hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu eigna. Eigið fé í árslok nam 1.918 mkr. Skuldir námu 2.673 mkr þar af 493 mkr tekjuskattsskuldbinding. Á árinu 2004 seldi Líf hf rekstur fimm dótturfélaga þar af voru fjögur seld til eignarhaldsfélaga í eigu Atorku Group hf. Söluhagnaður af sölu þessara eigna er færður í rekstrarreikning félagsins.


 

Afkoma tölvufyrirtækisins EJS á síðasta ári var sú besta í fimm ár. EBITDA, þ.e. rekstrarárangur samstæðunnar fyrir afskriftir og vexti, var á árinu 2004 178 milljónir króna. Endanleg niðurstaða rekstrarreikningsins fyrir skatta, er hagnaður upp á 149 milljónir króna samanborið við hagnað á árinu á undan upp á 90 milljónir króna, sem er aukning upp á 65% segir í frétt í Viðskiptablaðinu í dag.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.