*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


júlí, 2005

 

Rekstur Lýsingar hf. hefur gengið mjög vel fyrstu sex mánuði ársins og var hagnaður eftir skatta 274,9 m.kr. Útlán jukust um 14,5% og voru 34.387 m.kr. í lok tímabilsins. Viðskiptamönnum, fyrirtækjum og einstaklingum, fjölgaði verulega á tímabilinu. Þá var staða vanskila mjög góð og afskrifaðar tapaðar kröfur 0,27% af útlánum í upphafi árs en meðaltal sl. 5 ára er 0,4%. Heildarniðurstaða efnahagsreiknings var í lok tímabilsins 36.794 m.kr.


 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.


 

Vöruskiptajöfnuðurinn júnímánuði var óhagstæður um 10,2 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar. Fluttar voru fluttar út vörur fyrir 17,1 milljarð króna og inn fyrir 27,3 milljarða króna fob. Í júní á síðasta ári voru vöruskiptin óhagstæð um 6,5 milljarða á föstu gengi¹.


 

Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðs Íslands hf. á á fyrri helmingi ársins nam alls 45,9 milljónum króna. Þetta er nokkru lægri hagnaður en á sama tíma fyrir ári þegar hagnaðurinn var 52,7 milljónir króna. Velta félagsins var 264,5 milljónir króna borið saman við 272,6 milljónir fyrir ári.


 

Íbúðalánasjóður reiknar með að ný útlán sjóðsins verði alls 75 milljarðar króna á þessu ári. Þetta er umtalsverð hækkun frá fyrri áætlun eða 11 milljarðar króna.


 

-kaupverðið um 13 milljarðar króna


 

Raunávöxtun lífeyrissjóðanna nam 10,4% í fyrra. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2004 nam 986,5 ma.kr. samanborið við 821,3 ma.kr. í árslok 2003. Aukningin er 20,1% sem samsvarar 15,6% raun­aukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi á árinu 2004 nam samtals 455,1 ma.kr. samanborið við 273,2 ma.kr. árið á undan. Iðgjöld milli ára lækkuðu lítillega, úr 73,6 ma.kr. á árinu 2003 í 72,4 ma.kr. á árinu 2004. Gjaldfærður lífeyrir var 31,2 ma.kr. 2004 en var 28,7 ma.kr. árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins.


 

Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 7,6 milljörðum króna og hækkar um 17,7% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru liðlega 77 þúsund talsins og fjölgar lítillega milli ára. Rúmlega helmingur skattsins er álagning á arðgreiðslur, vexti og leigutekjur, en afgangurinn er álagning á söluhagnað hlutabréfa, en liðlega 11.400 framteljendur telja fram slíkar tekjur.


 

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) hafa lánað meira til sjóðfélaga á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 en yfir allt árið í fyrra, sem þó var næstbesta ár sjóðanna frá upphafi hvað útlán varðar. Útlán sjóðanna á tímabilinu janúar til júní 2005 námu 4,6 milljörðum króna en voru tæplega 4,6 milljarðar króna yfir allt árið 2004. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 námu útlán rúmum 1,7 milljörðum króna sem þýðir að aukningin á fyrri helmingi þessa árs nemur 165%.Á sama tíma og útlán hafa aukist hefur dregið verulega úr uppgreiðslum á eldri lánum hjá sjóðunum. Nettó útlán sjóðanna það sem af er árinu 2005 námu rúmlega 1,7 milljarði króna en voru 213 milljónir króna á öllu árinu 2004, sem skýrist af miklum uppgreiðslum á síðasta þriðjungi ársins í fyrra.


 

Tekjur Flögu Group á öðrum ársfjórðungi námu USD 8,7 milljónum sem er 61% aukning frá sama tímabili ársins 2004. Hafa ber í huga að SleepTech telst með í samstæðuuppgjörinu frá og með júnímánuði 2004 og eru tölur fyrra árs því ekki að fullu samanburðarhæfar. Innri tekjuvöxtur tímabilsins var 23%. EBITDA framlegð nam USD 535 þúsund eða 6% en var neikvæð um USD 268 þúsund á öðrum ársfjórðungi 2004. Hagnaður eftir skatta nam USD 50 þúsundum á ársfjórðungnum í samanburði við tap eftir skatta USD 318 fyrir sama tímabil fyrra árs.


 

Fjármálaráðherra hefur samþykkt tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að tilboði Skipti ehf. í 98,8% hlut ríkisins í Símanum verði tekið, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.


 

höfðu aukist um 15,4% frá fyrra ári


 

tekjuskattur og útsvar hækkar um 12,3%


 

Þegar niðurstöður skattaálagningar árið 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að sérstakan tekjuskatt (hátekjuskatt) greiða 17.456 gjaldendur, samtals 1.411 milljónir króna. Þrátt fyrir að skatthlutfallið hafi verið lækkað frá fyrra álagningarári úr 5 í 4% hækkar álagning um 3,9%, og gjaldendum fjölgar um 16,5%.


 

Tæplega 158 þúsund framteljendur greiða samtals 67,1 milljarð króna í almennan tekjuskatt semkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Þetta eru ⅔ hlutar framteljenda. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur vaxið um 8,2% milli ára. Rétt er að benda á að mun meira er um áætlanir á gjaldendur í ár en í fyrra, sem veldur nokkurri umframhækkun á álagningunni. Að áætlunum slepptum hækkar skattgreiðsla á hvern gjaldanda heldur minna, eða um 6,8%. Meðalskatthlutfall almenns tekjuskatts er 12,5% að teknu tilliti til persónuafsláttar og áætlana.


 

Skipti ehf. skilar inn hæsta tilboðinu


 

Meðalávöxtun ríkisvíxla í útboði Lánasýslu ríkisins í morgun, lækkaði um 5 punkta miðað við síðasta mánuð. Meðalávöxtunin nú er 9,10% en var 9,15%. Í maí var ávöxtuninhins vegar 8,94%.


 

Hagnaður banka og fjármálafyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni nam alls 80.550 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs. Mesti hagnaðurinn var af rekstri KB banka eða 24.766 milljónir og Burðarás skilaði litlu minni hagnaði eða 24.500 milljónum króna. Samtals eru þessi tvö félög með um 61% hagnaðarins.


 

Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nams 4,6 milljónum dala eða 296 milljónum króna og jókst um 20% á milli ára.


 

Össur hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé bandaríska fyrirtækisins Royce Medical Holding, Inc., að aflokinni áreiðanleikakönnun á félögunum, en Royce hefur um árabil verið einn af fremstu framleiðendum stuðningstækja í Bandaríkjunum. Heildarkaupverð (e. Enterprise Value) er 216 milljónir Bandaríkjadala sem nemur um 14 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að gengið verði endanlega frá kaupunum í ágúst, en fyrivari er um samþykki frá bandarískum samkeppnisyfirvöldum.


 

Hagnaður Landsbankans fyrir skatta nam 13,1 milljarði króna og 11,0 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 56% á tímabilinu.


 

Vöxtur KB banka á síðustu árum hefur verið ótrúlegur eins og kemur í ljós þegar rekstrar- og efnahagsreikningar bankans undanfarin ár eru skoðaðir. Árið 2000 nam hagnaður bankans 1.013 milljónum króna en á fyrri helmingi þessa árs var hagnaðurinn 24.766 milljónir króna eða liðlega 24-sinnum hærri en allt árið 2000.


 

Eimskip hefur fest kaup á flutningafyrirtækinu P/F Heri Thomsen í Færeyjum. Fyrirtækið á og rekur um 30 flutningabíla og 3 flutningaskip. Baldur Guðnason forstjóri Eimskips segir kaupin lið í heildaruppbyggingu félagsins en í fyrra sameinaðist Eimskip stærsta skipafélagi Færeyja, Faroe Ship.


 

hagnaður á hlut 2,5-faldaðist á milli ára


 

Actavis Group (ICEX: ACT) hefur gengið frá kaupum á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide Pharmaceuticals Inc., sem er óskráð fjölskyldufyrirtæki í New Jersey. Í kjölfar úrskurðar bandarískra samkeppnisyfirvalda í samræmi við Hart-Scott Rodino samþykktina hefur Actavis nú öðlast öll réttindi til að ganga frá kaupunum.


 

Úrvalsvísitalan endaði í 4.286 stigum sem er enn eitt metið í Kauphöll Íslands. þetta jafngildir 0,22% hækkun frá fyrra lokaverði. Hæst fór vísitalan í 4.295 stig og var því við það að fara yfir 4.300 stiga múrinn. Viðskiptin í dag námu2.083 milljónum króna og fjöldi þeirra var 276.Mesta hækkun varð á bréfum Össurar en þau hækkuðu um 3,13%, Landsbankinn hækkaði um 2,19% og OgVodafone um 1,70%. Íslandsbanki hækkaði um 1,08%.


 

Geir Haarde, fjármálaráðherra, reiknar með að sala Símans skili yfir einum milljarði Bandaríkjadala í ríkiskassann (65 milljarðar íslenskra króna), segir í frétt Dow Jones.


 

Yfirskattanefnd hefur lokið umfjöllun sinni um kæru 365 - ljósvakamiðla (áður Íslenska útvarpsfélagið) vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra á félagið vegna áranna 1997 og 1998. Úrskurður yfirskattanefndar felur í sér að 365 - ljósvakamiðlar munu fá endurgreitt úr ríkissjóði kr. 136.102.204 sem félagið hafði áður greitt vegna endurálagningar ríkisskattsstjóra vegna þessara ára.


 

Kauphöll Íslands er í viðræðum um að renna inn í norrænu kauphallarsamstæðuna OMX AB, sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri, í samtali við Viðskiptablaðið í gær.


 

Kaupþing í London hefur sett saman fjárfestingadeild sem mun koma að kaupum á verslanakeðjunni Jane Norman ásamt Baugi, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.


 

-fyrirtækið dregur sig úr uppboðslag um eignir aaiPharma


 

Aðeins einn tilboðsgjafi, Permira, er nú eftir um boð í "tele.ring" símafyrirtækið í Austurríki sem er fjórða stærsta farsímafélagið þar í landi. Í síðustu viku greindu austurríkir fjölmiðlar frá því að E.ON samsteypan hafi dregið tilboð sitt til baka, en áður höfðu bæði Apax og Novator, fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, hætt við að bjóða í tele.ring.


 

Í desember á þessu ári verður Ríkisútvarpið 75 ára en ekki er hægt að segja að afmælisbarnið beri aldurinn vel. Raunar hefur stofnunin verið rúin inn að skinni með endalausum taprekstri. Búið er að éta upp eigið fé hennar og heildarskuldir eru gríðarlegar eða 4,7 milljarðar króna. Nýs útvarpsstjóra bíða því ærin verkefni en hann mun þó hafa verulega bundnar hendur vegna víðtæks valds útvarpsráðs yfir rekstrinum.


 

Úrvalsvísitalan náði nýjum hæðum í dag en hæst fór hún í 4288 stig en endaði í 4277 stigum sem jafngildir 0,49% hækkun í dag. Veltan á hlutabréfamarkaði í dag nam 2.644 milljörðum króna og er nú komin yfir 51 milljarð króna í júlímánuði. Veltan það sem af er ári nemur 455 milljörðum króna.


 

Hagnaður Straums Fjárfestingarbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2005 nam 7.630 milljónum króna en var 3.097 milljónir króna árið 2004 og er það 146% hækkun. Hagnaður eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 3.052 milljónum króna, jókst um 182% milli ára.


 

Sparisjóður Mýrasýslu skilaði sinni bestu afkomu til þessa, fyrstu sex mánuði ársins 2005. Hagnaður eftir skatta var 213,1 milljónir króna. Til samanburðar var hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 2004 110,9 milljónir.


 

Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 610 milljónum króna fyrir skatta. Hagnaður eftir skatta var 501 milljón króna en á sama tímabili á síðasta ári var 363,1 milljónar króna hagnaður. Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að aðallega sé um að ræða gengishagnað af annarri fjármálastarfsemi.


 

Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.


 

Konur eru mikill meirihluti félagsmanna Verslunarmannafélags Reykjavíkur eða 61%. Karlmönnum hefur þó fjölgað hægt og bítandi síðustu ár.


 

Actavis Group hf. (?ACT"), tilkynnti í dag að það hefði lokið lánasamningi vegna sambankaláns að upphæð 600 milljónum evra (um 47 milljarðar króna). Mikil umframeftirspurn var eftir láninu og ákvað félagið að auka lánsfjárhæðina úr 500 milljónum evra í 600 milljónir evra. Leiðandi bankar í fjármögnuninni voru alþjóðlegu bankarnir ABN AMRO N.V., Banc of America Securities Limited og WestLB AG.


 

Vinnslustöðin hf. hefur gert samkomulag um kaup á nóta- og togskipinu Gullbergi VE-292 af Ufsabergi ehf. í Vestmannaeyjum ásamt öllum uppsjávarheimildum þess, sem eru 2,2% af loðnu, 1,1% af síld, 2,5% af norsk-íslenskri síld auk óverulegrar hlutdeildar í kolmunna. Kaupverðið greiðist með 1.160 þorskígildistonnum af bolfiskheimildum og tæplega 400 milljónum króna.


 

Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 15,7% í júní í ár í samanburði við júní á síðasta ári. Framboð félagsins jókst um 24,3% og salan um 23,3% þannig að sætanýting varð 82,3% í mánuðinum, um hálfu prósentustigi lægri en í fyrra, þegar hún var 82,9%. Á fyrri helmingi ársins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 12,7% milli ára, þeir eru nú 668 þúsund, en voru 593 þúsund á sama tíma í fyrra. Sætanýting hefur aukist um 2,6 prósentustig, en framboðið á fyrstu sex mánuðunum var aukið um 12,3% frá því á árinu 2004.


 

Hagnaður af rekstri Nýherja í öðrum ársfjórðungi nam 20,6 mkr eftir skatta samanborið við 11,5 mkr hagnað í sama ársfjórðungi á síðasta ári. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir í ársfjórðungnum - EBITDA - var 36,4 mkr borið saman við 30,1 mkr í sama fjórðungi árið áður. Rekstrartekjur fjórðungsins námu 1.372,6 mkr en voru 1.101,6 mkr í sama ársfjórðungi árið áður og hækkuðu því um 25%. Vörusala jókst um 17% og þjónustutekjur jukust um 54% á milli fjórðunga. Tekjur Nýherja jukust um 271 mkr eða 25% frá ársfjórðungnum árið áður. Tekjur af fyrri árshelmingi eru 470 mkr hærri en árið áður sem er 20% aukning.


 

24,5 milljarða hagnaður á fyrstu sex mánuðum ársins


 

Einkavæðingarnefnd hefur verið falið að hefja undirbúning að sölu á útlánasafni Lánasjóðs landbúnaðarins og yfirtöku helstu skulda hans, segir í tilkynningu til til Kauphallar Íslands.


 

Actavis Bulgaria, dótturfyrirtæki samheitalyfjafyrirtækisins Actavis Group hf., hefur samþykkt að selja dýralyfjaeiningu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá móðurfélaginu til Kauphallar Íslands.


 

Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf. sem er í eigu Hannesar Smárasonar stjórnarformanns FL Group hf. á nú 35,46% hlut í FL Group samkvæmt tilkynningu sem send var til Kauphallarinnar í gær. Fyrir átti félagið 30,54% hlut. Vangaveltur hafa vaknað um hvort yfirtökuskylda sé að myndast í félaginu en náin tengsl Hannesar við aðra í hluthafahópnum ýta undir það auk þess sem eigendahópurinnn hefur þrengst.


 

Haraldur Sturlaugsson hefur sagt sig úr stjórn HB Granda hf. og jafnframt hætt hjá fyrirtækinu sem starfsmaður þess. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. Haraldur er einn af fyrrverandi eigendum Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi.


 

húshitunarkostnaður lækkar um 35%


 

-sparar ríkinu 150 til 200 milljónir króna árlega


 

Avion Group hefur keypt 19% hlut í bandaríska leiguflugfélaginu Casino Express, sagði talsmaður félagsins í samtali við Viðskiptablaðið fyrr í dag.


 

ummæli Jóns Karls geta seinkað tilboði um hálft ár


 
Innlent
20. júlí 2005

GM rekið með tapi

General Motors Corp. - stærsti bílaframleiðandií heimi, tapaði 286 milljónum dollurum á öðrum ársfjórðungi. Þetta er mikil umskipti frá sama tíma fyrir ári.


 

Hagnaður JPMorgan Chase & Co., þriðja stærsta banka Bandaríkjanna, á öðrum ársfjórðungi nams alls 994 milljónum dollara eða 28 sent á hlut. Á sama tíma fyrir ár var hins vegar tap upp á 548 milljónir dollara. Þrátt fyrirumsnúninginn er þetta minnsti hagnaður í eitt ár.


 
Innlent
20. júlí 2005

Atvinnuleysi 3,0%

Á öðrum ársfjórðungi 2005 voru að meðaltali 5.000 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 3,0% vinnuaflsins samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Í frétt frá Hagstofunni segir að atvinnuleysi hafi mælst 2,8% hjá körlum en 3,2% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 8,5%. Rúmlega helmingur atvinnulausra var í þessum aldurshópi, eða 2.600 manns og af þeim voru rúmlega 80% einnig í námi.


 

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan júlí, er 312,9 stig (júní 1987=100), lækkar um 0,16% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir ágúst. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,7%


 
Innlent
20. júlí 2005

365 kaupa Saga film

Ríkisútvarpið hefur greint frá því að 365 ljósvakamiðlar hafi keypt allt hlutfé í Saga film.


 

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis varð undir í uppboðslag um eignir bandaríska lyfjafyrirtækisins aaiPharma Inc., samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.


 

Verksmiðja Actavis Bulgaria, áður Balkanpharma, hefur fengið samþykki frá dönskum lyfjayfirvöldum til þess að selja lyf á mörkuðum Evrópusambandsins (ESB), segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Vladimir Afenliev.


 

kaupir 29% hlut fyrir 6 milljarða íslenskra króna


 

Áreiðanleikakönnun vegna kaupa Boga Þórs Siguroddssonar á öllu hlutafé í Sindra-Stáli hf. er nú lokið. Gengið var frá samningum um kaupin 15. júní sl. með venjulegu fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Nú er búið að hnýta alla enda varðandi kaupin sjálf en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins á þó eftir að ganga endanlega frá starfslokasamningi við Bergþór Konráðsson forstjóra.


 

-komst í eigu Íslendinga fyrir tæpu ári


 

gríðarleg þensla í verktakastarfsemi


 

Tæplega 1,55 milljónir farþegabíla voru nýskráðar í löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Sviss og Íslands í júnímánuði, eftir því sem kemur fram í skýrslu ACEA, samtaka bílaframleiðenda í Evrópu. Um er að ræða 4,5% aukningu frá því í júní 2004. Í maí hafði nýskráningum fækkað um 1,7% miðað við sama tíma í fyrra.Vöxtur er á fjórum af fimm helstu bílamörkuðum Evrópu sé miðað við sama mánuð í fyrra. 8,2% vöxtur varð í Þýskalandi, sem að jafnaði er stærsti markaður Evrópu. Þar voru 336,629 bílar nýskráðir í liðnum mánuði. 2,7% vöxtur var í Frakklandi, 1,8% vöxtur á Spáni og á Ítalíu var vöxtuinn 18% eða 233,901 nýskráning úr 198,261 í júní á fyrra ári. Sú mikla aukning skýrist af mánaðarlöngu verkfalli í maí sem hamlaði flutningi nýrra bíla. Því varð mikill sölukippur í júní eftir að verkfallið leystist. Aðeins í Bretlandi var fækkun á nýskráningum, eða sem nam 4,8%


 

Orðrómur hefur verið uppi um að Baugur hafi boðið í bresku te- og kaffiheildsöluna Whittard og var meðal annars frétt um það í Sunday Times. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Viðskiptablaðsins er þetta ekki rétt og hefur Baugur engan áhuga á Whittard. Baugur hefur verið mjög duglegt við að kaupa fyrirtæki á Bretlandseyjum á undanförnum árum og kemur því ósjaldan fyrir að fyrirtækið sé bendlað við kaup á hinum og þessum smásölukeðjum. Stundum á það við rök að styðjast og stundum ekki og á það síðarnefnda við að þessu sinni.


 

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investor Service staðfesti í gær lánshæfiseinkunn Íslands, Aaa, í árlegu mati sínu á landinu sem lántakanda. Þessi einkunn er meðal annars byggð á lágri skuldastöðu hins opinbera og óvenju sveigjanlegu hagkerfi landsins.


 

Skuldir íslenskra fyrirtækja hafa núna náð áður óþekktum hæðum enda stuðlar allt að aukinni skuldsetningu þeirra í dag. Í dag nema skuldir íslenskra fyrirtækja við lánakerfið um 1.600 milljörðum króna en þær hafa tvöfaldast á 5 árum.


 

Kauphöll Íslands hf. hefur samþykkt fram komna beiðni um afskráningu hlutabréfa Austurbakka af Tilboðsmarkaði. Isla ehf. hefur eftir yfirtökutilboð eignast 98,09% af heildarhlutafé félagsins. Félagið uppfyllir því ekki skilyrði skráningar um dreifingu hlutafjár. Félagið verður afskráð eftir lokun viðskipta fimmtudaginn 21. júlí 2005 með vísan til 25.gr. reglna um skráningu verðbréfa á Tilboðsmarkað Kauphallar Íslands hf.


 

Fjárfestar á Wall Street sýndu ánægju sína í dag með rekstrarárangur Merrill Lynch og IBM. Hlutabréf þessara fyrirtækja hafa drifið áfram hækkun Dow Jones vísitölunnar.


 

Dollarinn hefur styrkst í dag á gjaldeyrismörkuðum og hefur ekki verið hærri í 14 mánuði gagnvart jeni. Ástæða hækkunar á gengi eru væntingar um vaxtahækkun bankaríska seðlabankans.


 

Merrill Lynch & Co. kom sérfræðingum á óvart með því að tilkynna að hagnaður á öðrum ársfjórðungi hefði aukist um 6,1%. Fyrirtækið er annað stærsta verðbréfafyrirtæki heims ef miðað er við markaðsverðmæti. Aukinn hagnaður er rakinn til góðs gengishagnaðar og ráðgjafalauna.


 

Hagnaður Ford bílaframleiðandans drógst saman um 19% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma fyrir ári.


 

Hewlett-Packard staðfesti í dag að það stefndi að því að fækka starfsmönnum um 10%. Niðurskurðurinn er hluti af endurskipulagningu fyrirtækisins.


 

Promens hf., dótturfélag Atorka Group hf. hefur í dag 19 júlí gengið frá samningum við Low and Bonar PLC um kaup á Bonar Plastics, plasteiningu Low and Bonar. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar í Low and Bonar PLC sem haldinn verður í síðari hluta ágúst. Kaupin eru gerð í náinni samvinnu við Atorka Group hf.


 

Yfirtökutilboð Isla ehf. sem er 100% í eigu Atorku Group hf. til hluthafa Austurbakka hf. rann út klukkan 16.00 mánudaginn 18. júlí 2005. Eignarhlutur Isla í Austurbakka nemur að yfirtökutímanum liðnum 14.816.288 kr. að nafnverði eða 98,09% af heildarhlutafé Austurbakka. Austurbakki á eigin bréf að nafnverði 257.150 kr. og er eignarhlutur Isla því 99,80% af virku hlutafé.


 

News Corp, fjölmiðlarisi sem er stjórnað af Rupert Murdoch hefur ráðist ein umfangsmikla fjárfestingu í internetfyrirtækjum. Fyrirtækið hefur keypt Intermix Media, sem meðal annars á Myspace.com, sem er fimmti stærsta internetgáttin í Bandaríkjunum. Kaupverðið er 580 milljónir dollara - um 38 milljarðar króna.


 

Hlutabréf í Evrópu þokuðust upp á við í morgun í kjölfar lækkandi olíuverðs og bjartsýni á að tæknifyrirtæki skili góðri afkomu, eftir að IBM tilkynnti betri afkomu á öðrum ársfjórðungi en búist var við.The FTSE Eurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,2%, og Frankfurt Xetra Dax vísitalan sömuleiðis. Í París hækkaði CAC-40 um 0.4% og FTSE 100 vísitalan í London var 0,2% hærri.


 

Franska símafélagið, France Telecom, hugar að því að gera tilboð í spænska farsímafélagið Amena. Heildarverðmæti fyrirtækisins er um 9 milljarðar evra (um 710 milljarðar króna) að neðtöldum skuldum.


 

Marks & Spencer verslunarkeðjan var fyrir miklu áfalli í gær þegar tilkynnt var að Charles Wilson, annaræðsti yfirmaður fyrirtækisins væri áförum til Booker heildsölukeðjunnar sem er að stórum hluta í eigu Baugs.


 

Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða í heild lækkaði frá árinu 2003 miðað við neysluverðsvísitölu. Á árinu 2004 var hrein raunávöxtun 10,4% en var 11,3% árið 2003 samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Hún var -3,0% árið 2002, -1,9 árið 2001 og -0,7 árið 2000. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ára var 3,2% og meðaltal sl. 10 ára var 5,8%.


 

Rekstur KredittBanken, dótturfélags Íslandsbanka, gekk mjög vel á fyrstu 6 mánuðum ársins 2005. Hagnaður bankans var 18,9 milljónir norskra króna samanborið við 7,3 milljónir króna fyrsta hálfa árið 2004. Hagnaðurinn skýrist af meiri vaxtamun í formi betri fjármögnunar og aukningu á öðrum tekjum.Útlán hafa aðeins dregist saman á fyrri hluta ársins en gæði lánasafnsins hafa að sama skapi aukist talsvert. Einnig hefur KredittBanken verið umboðsaðili fyrir mörg ný lán sem eru færð til bókar hjá Íslandsbanka. Þetta eru lán sem eru af þeirri stærðargráðu að KredittBanken getur ekki veitt lánin beint til viðskiptavina. Í heildina hefur því orðið aukning í starfsemi bankans.


 

Átta tilboð bárust í Vélamiðstöð Reykjavíkur í dag. Skúli Bjarnason, hæstaréttalögmaður og ráðgjafi verkefnisstjórnar um sölu fyrirtækisins, segist munu fara yfir tilboðin með bjóðendum eftir helgina. Ýmis frávik þurfi að fara yfir eins og vant er. Þetta kom fram í fréttum RÚV.


 

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ráðið Jónas Fr. Jónsson forstjóra Fjármálaeftirlitsins frá 18. júlí 2005. Jónas er fæddur árið 1966. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, LLM próf frá háskólanum í Cambridge í Englandi og MBA próf frá Vlerick Leuven Gent Management School í Belgíu. Þá hefur hann lokið verðbréfamiðlaraprófi.


 

Í gær var formlega gengið frá sölu á og greiðslu fyrir tæplega 2/3 eignarhlut Íslandsbanka í Sjóvá til Milestone ehf. Hluthafafundur kaus nýja stjórn Sjóvá en hana skipa Bjarni Ármannsson, Benedikt Jóhannesson, Karl Wernersson, Guðmundur Ólason og Jón Scheving Thorsteinsson.


 

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið skoðun á starfslokum fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins og hefur með bréfi til stjórnar sjóðsins gert grein fyrir niðurstöðunni. FME fellst ekki á þá skoðun stjórnar sjóðsins að þáverandi formaður og varaformaður hafi haft umboð til að gera viðauka við ráðningarsamning framkvæmdastjórans án aðkomu annarra stjórnarmanna. FME gerir einnig athugasemd við að ákvörðun stjórnar sjóðsins um breytingu á launakjörum framkvæmdastjórans var ekki skráð í fundargerð í lok mars 2000 þegar launakjör framkvæmdastjórans voru til umræðu í stjórninni.


 

jókst um 15,6% á síðasta ári


 

Meistarahús og EGS einingar ehf. á Suðurnesjum hafaskrifað undir samning um kaup Meistarahúsa á steypueiningum í 64 íbúðir við Stekkjarbraut og Akurbraut í Innri-Njarðvík. Um er að ræða samning í námunda við 150 milljónir, en EGS hefur nýlega reist verksmiðju til að framleiða einingarnar þar sem um 20 manns vinna og er ráðgert að stækka verksmiðjuna síðar á árinu.


 

Atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 10% á milli mánaða, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á landsbyggðinni samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 166 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í júní meðan 182 voru skráðir í þessum mánuði. Þar af voru 54 karlmenn atvinnulausir og 128 konur.


 

Vegna sumarleyfa verður gert hlé á föstudagsblaði Viðskiptablaðsins næstu fjóra föstudaga. Næsta föstudagsblað kemur því út 12. ágúst næstkomandi. Miðvikudagsblað Viðskiptablaðsins kemur út með óbreyttum hætti.


 

Alls voru 597 fólksbílar skráðir í síðustu viku, auk 87 sendibíla, vörubíla og hópbíla. Ekkert lát virðist því vera ábílainnflutningi til landsins. Það sem af er árinu hafa alls verið fluttir inn10.284 fólksbílar sem er 35% aukning frá sama tíma fyrir ári.


 

Fons eignarhaldsfélag hefur staðið í stórræðum undanfarnar vikur og mánuði fyrir utan að eiga og reka íslenska lággjaldafélagið Iceland Express. Þann 14. mars sl. keypti Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, danska lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir tæpa 5 milljarða króna. Þá undirrituðu félagarnir svo samning um kaup á danska lággjaldaflugfélaginu Maersk Air þann 30. júní 2005 á upphæð sem ekki hefur verið gefin upp. Hins vegar fullyrðir danska blaðið Børsen að seljandinn, A.P. Møller - Mærsk, hafi veitt svo mikla meðgjöf með Maersk Air að verðmæti meðgjafarinnar jafni út kaupverð Fons á Sterling.


 

Sex fjárfestahópar eru eftir í kapphlaupinu um Símann, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Frestur, sem hóparnir hafa til þess að ganga endanlega frá innbyrðis samsetningu, rennur út í dag. Fjármögnun hugsanlegra kaupa þarf einnig að liggja fyrir í vikunni.


 

Baugur hefur enn greiðan aðgang á lánsfjármagni til þess að fjármagna minni yfirtökur, segja heimildamenn Viðskiptablaðsins í London.


 

-fjárfestar undir forystu Björgólfs Thors hafa gert tilboð


 

hluti af viðamikilli rannsókn samkeppnisyfirvalda


 

Samkvæmt fréttum danska viðskiptablaðsinsBørsenverður það dýr biti fyrir danska fyrirtækið A.P. Møller - Mærsk að losa sig við Maersk Air. Segir blaðið að A.P. Møller verði nú m.a. að punga út 300 milljónum danskra króna (tæpum 3,2 milljörðum ísl. kr.) til að styrkja eiginfjárhag Maersk Air. Þannig fái íslensku kaupendurnir í Fons (sem áður keyptu keppinautinn Sterling) Maersk Air meira eða minna ókeypis og fái meðgjöf að auki sem sé gott innlegg til að búa til úr þessum tveim félögum stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda.


 

Starfsmenn Kauphallar Íslands vinna nú við að útfæra nýjan markað í Kauphöllinni sem á að koma til móts við þarfir sprotafyrirtækja. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, sem miðar að því að færa nýtt líf í áhættufjármögnun Sprotafyrirtækja.


 

-vísitala án húsnæðisverðs lækkaði um 0,13%


 

segir Íbúðalánasjóður um gagnrýni SA


 

verðhjöðnun síðustu 3 mánuði án húsnæðisliða


 

verðmæti fráveitukerfisins er talið um 20 milljarðar króna


 

Fjármálaeftirlitið í Bretlandi hefur samþykkt kaup og yfirráð Kaupþings banka á Singer & Friedlander. Skilyrði tilboðsins hafa nú verið uppfyllt að öllu leyti.


 

Birgir Már Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samson eignarhaldsfélags ehf. Birgir Már lauk embættisprófi í lögum frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1999 og útskrifaðist með meistaragráðu í alþjóðlegum fjármagnsrétti frá lagadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum árið 2003.


 

Hlutabréfamarkaðurinn í London hóf vikuna vel enda anda fjárfestar léttareftir að olíuverð lækkaði niður yfir 60 dollara á tunnuna. Þá hafði gott gengi hlutabréfa á Wall Street á föstudag einnig jákvæð áhrif á hlutabréfaverð í London.


 

Fjármálaeftirlitið telur ekki forsendur til aðgerða vegna kvörtunar Straums fjárfestingarbanka hf. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallarinnar.


 

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sem fram fór þann 8. júlí s.l. að útlánsvextir íbúðalána sjóðsins verði óbreyttir 4,15%.


 

Burðarás hf. hefur fjárfest í sænska getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen AB. Burðarás á nú 8.852.249 B hlutabréf og 701.250 A hlutabréf sem samsvarar 25,06% af heildarhlutafé þess. Markaðsvirði hlutarins er u.þ.b 2,3 milljarðar.


 

félagið hefur ákveðið að hætta þáttöku í hugsanlegri yfirtöku


 

Hryðjuverkin sem framin voru í London í gær höfðu mikil áhrif á helstu fjármálamarkaði heims segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Þar er reynt að meta áhrif árásarinnar á alþjóðlega fjármálamarkaði. Töluverð lækkun hlutabréfaverðs átti sér stað við fyrstu tíðindi af hryðjuverkunum en þegar myndin af þessum verkum fór að skýrast gekk lækkunin til baka að stórum hluta. Þannig nam lækkun FTSE 100 hlutabréfavísitölunnar 4% þegar mest var í gærmorgun en endaði í 1,4% lækkun yfir daginn.


 

Val á nýjum aðilum til að reka verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er nú á lokastigi og á næstu vikum verður gengið frá samningum við 10 til 12 nýja verslunarrekendur. Síðast liðið haust fór fram forval meðal tæplega 60 umsækjenda sem sóttu um að hefja verslunarrekstur í flugstöðinni.


 

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúmlega 12% í júní miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmum 193 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 217 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um rúmlega 21%.


 

Björgólfur Thor stærsti hluthafinn


 

Sixt, sem er elsta bílaleiga Evrópu, sú fjórða stærsta í álfunni og sú stærsta í Þýskalandi og Austurríki, tekur til starfa hér á landi á næstu vikum. Það er félagið Nord-Rent ehf., sem er í eigu Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Bjarna Jónssonar og Jóns Tryggva Kristjánssonar, sem hefur samið um umboð fyrir merkið hér á landi.


 

Alls námu heildargreiðslur Tryggingastofnunar 70 milljörðum króna á árinu 2004 eða um það bil fjórðungi af áætluðum ríkisútgjöldum. Greiðslur vegna lífeyristrygginga og bóta vegna félagslegrar aðstoðar námu um helmingi fjárhæðarinnar, 35 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Tryggingastofnunar.


 

Aukningin í bílainnflutningur landsmanna það sem af er ári nemur 51,3% og ef fram fer sem heldur þá stefnir í að bílasölumet frá 1987 verði slegið á þessu ári.


 

Ferðaskrifstofan Heimsferðir á í yfirtökuviðræðum við danska ferðaskrifstofu, samkvæmt heimildamönnum Viðskiptablaðsins.


 

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling-flugsamsteypunnar, mun auka hlut sinn í Léttkaupum ehf. í 70% á næstu dögum, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Viðskiptablaðsins.


 

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur hækkað verð sín til kúabænda og greiðir eftir verðbreytinguna hæstu verð í algengustu flokkum nautgripakjöts. Þá hefur SS einnig gert breytingar á flutningskostnaði og lækkað flutningskostnað verulega hjá þeim bændum sem senda marga gripi í sláturhús á sama tíma. Eftir þessar breytingar greiðir SS hæsta verð til kúabænda samkvæmt verðlíkani Landssambans kúabænda. Þess má geta að undanfarið hafa sláturhafar verið að hækka verð til bænda.


 

Allar líkur eru á því að verslun Office 1 keðjunnar opni á Ísafirði innan tíðar. Þetta kemur fram í frétt á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Þar er haft eftir Fjölvari Darra Rafnssyni, framkvæmdastjóra Office 1, að til standi að opna verslun vestra, en ekki ljóst nákvæmlega hvenær það verður. Verslunin verður í Neistahúsinu á Ísafirði, í einu verslunarhólfi á jarðhæð hússins.


 

Í dag var skrifað undir samning um að öll heimili í Reykjavík hafi fengið ljósleiðaratengingu árið 2011. Þegar eru ríflega 1.000 heimili í borginni með slíka tengingu, en rekstur þjónustu á netinu hefst í haust. Ráðgert er að tengja um 7.000 til 10.000 heimili árlega næstu ár en heimili í Reykjavík eru um 45.000 talsins. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 6,75 milljarðar króna, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Það voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sem undirrituðu samninginn en samkvæmt honum, mun Orkuveitan eiga og reka netið, en hún er nú þegar stærsti söluaðili gagnaflutninga í höfuðborginni. Viðskiptaáætlun OR gerir ráð fyrir að fjárfestingin skili sér á rúmum áratug, en minnsti líftími kerfisins er ríflega tvöfalt lengri, eða 25 ár.


 

Sigfús Ingimundarson tekur við stjórnarformennsku hjá Líftæknisjóðnum af Birgi Ómari Haraldssyni. Jafnframt verður Birgir Ómar framkvæmdarstjóri Líftæknisjóðsins.


 

Og fjarskipti hf. (Og Vodafone) hafa fest kaup á 68% hlut í færeyska fjarskiptafyrirtækinu P/f Kall. Kaupverðið er um 440 m.kr. Með kaupunum hefur Og Vodafone eignast 82,1% hlut í færeyska fjarskiptafélaginu en fyrir átti það 14,1%. Viðskiptin eiga sér stað á genginu 18 en heildarhlutir í Kall eru 3.404.600. Kaupverðið verður annað hvort innt af hendi í peningum eða hlutabréfum á genginu 4,3 fyrstu vikuna í september. Greiðsluleiðin er val seljanda. Viðskiptin áttu sé stað með milligöngu Kaupþings banka í Færeyjum.


 

Samtök atvinnulífsins telja sjóðinn kominn í alvarlega stöðu


 

Hátt gengi krónunnar undanfarin ár hefur, ásamt með hagræðingu o.fl., stuðlað að fækkun starfa í gengisháðum greinum í alþjóðlegri samkeppni eins og sjávarútvegi og iðnaði og enn sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Samtök atvinnulífsins gera þetta að umtalsefni og segja að ástæðuna megi m.a. rekja til raungengis krónunnar sem hafi verið mun hærra á þessu ári en áður hafi verið.


 

Hlutabréf hafa fallið í verði áöllum helstu hlutabréfamörkuðum í Evrópu í kjölfar sprenginganna á lestar- og strætisvagnastöðvum í London.


 

Þeir sem veðsetja eignir sínar mest við kaup eru yngstu kaupendurnir, þeir sem eru með lægstu tekjurnar og þeir sem kaupa ódýrasta og minnsta húsnæðið. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka og er byggt á könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Íslandsbanka.


 

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 0,7 milljarða króna í mánuðinum og nam 62,4 milljörðum króna í lok hans sem jafngildir 960 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok. Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,9% í júní.


 

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu um 7,2 milljörðum í júni sem er aukning um 8% frá fyrra mánuði að því segir í nýrri mánaðarskýrslu sjóðsin. Á öðrum ársfjórðungi námu útlán 19,9 milljörðum króna sem er tæplega 4milljörðum yfir áætluðum útlánum á fjórðungnum, eða um 24% yfir upphaflegri áætlun.


 

Íslandsbanki hefur keypt tæpan 10% eignarhlut í Bank2 sem er nýstofnaður viðskiptabanki í Noregi. Bank2 mun sérhæfa sig í endurfjármögnun á skuldum einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Bankinn stefnir að því að marka sér sterka sér stöðu þegar kemur að því að endurfjármagna og endurskipuleggja fjárhag fyrirtækja og einstaklinga.


 

Hafinn er undirbúningur að byggingu kvikmyndahúss í Egilshöll í Reykjavík. Gert er ráð fyrir fjórum sýningarsölum með sæti fyrir um 1.000 gesti. Það eru SAM-bíóin sem ætla að opna nýtt kvikmyndahús þarna í besta gæðaflokki með allt það nýjasta sem í boði er fyrir nútíma kvikmyndahús og í góðum tengslum við þá allsherjar afþreyingarmiðstöð sem Egilshöll er.


 

segir samgönguráðherra


 

Actavis hefur sett nýtt samheitalyf á markað í Hollandi, Bretlandi og Svíþjóð samhliða því að einkaleyfi á lyfinu hefur runnið út. Lyfið sem um ræðir er blóðþrýstingslyfið Fosinopril sem framleitt er í tveimur styrkleikum í töfluformi. Í fyrstu eru um 13 milljónir taflna settar á markað en lyfið er afar mikilvæg viðbót við framboð Actavis af hjarta- og æðasjúkdómalyfjum. Ekki er búist við að sala lyfsins hafi teljandi áhrif á afkomu félagsins.


 

Ekki hefur farið mikið fyrir beinni erlendri fjárfestingu á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að sé horft til næstu ára verður það einn af prófsteinum á íslenska markaðinn hvort erlendir fjárfestar muni fjárfesta hér. "Í því sambandi skiptir máli að útrásin hefur vakið mikla athygli erlendis. Kann það að skila sér í auknum fjárfestingum erlendra fjárfesta hérlendis. Hugsanlega yrði það framfaraskref fyrir íslenska markaðinn ef Kauphöll Íslands yrði sameinuð erlendri kauphöll," segir í Morgunkorninu.


 

Raforkuverð erlendis hækkar í kjölfar hækkandi verðs á hráolíu og jarðgasi. Rafmagn samsvarar þriðjungi af framleiðslukostnaði áls. Því leita álframleiðendur nýrra staðsetninga með hliðsjón af því hvar ódýra raforku er að finna, samkvæmt greiningardeild KB banka. Raforkuverð hérlendis er 30% ódýrara en gengur og gerist og því er Ísland vænlegur kostur til frekari uppbyggingar áliðnaðar í augum framleiðanda. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Rekstur Icelandic Group samstæðunnar hefur ekki staðist væntingar á fyrstu sex mánuðum ársins aðallega vegna frávika í Bandaríkjunum og kostnaðar vegna samþættingar í starfsemi félagsins. Gengið var frá starfslokasamningi við fyrrum forstjóra Icelandic Group og er kostnaður vegna hans gjaldfærður á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun félagsins til Kauphallarinnar.


 

Landsbankinn kaupir 34% í Líftryggingamiðstöðinni


 

hlé gert á flugi til Minnapolis


 

Viðskiptaþátturinn á Útvarpi Sögu (99,4) er kominn í sumarfrí. Þátturinn sem hefur verið sendur út daglega á milli kl. 16-17 verður aftur á dagskrá í byrjun ágúst.


 

Út er komið fyrsta verðmat Greiningar ÍSB á Actavis eftir kaup félagsins á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide Pharmaceuticals. Niðurstaða verðmatsins er 1.906 m.evra. Umreiknað í krónur miðað við gengi evru 78,8 er verðmatið 150,2 ma.kr sem gefur verðmatsgengið 45.


 

Út frá spá um afkomu félaganna í ár, verðkennitölum sem byggja á spánni, verðmötum sinni á fyrirtækjunum og almennri stöðu á hlutabréfamarkaðinum draga Íslandsbankamenn þá ályktun að búast megi við því að markaðurinn haldi áfram að hækka. Þeir spá því að hækkun Úrvalsvísitölunnar frá ársbyrjun til ársloka verði 30-39%. Þetta jafngildir 6-13% hækkun til áramóta. Spáin er mjög háð því hvað verður með stærstu félögin en þau fimm stærstu vega samtals 79% í Úrvalsvísitölunni.


 

Forsvarsmönnum Stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík hefur verið gefinn lokafrestur út mánuðinn til að klára fjármögnun verksmiðjunnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Liðin eru rúm þrjú ár frá því forsvarsmenn International Pipe and Tube og Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifuðu undir samninga um byggingu verksmiðjunnar í Helguvík, að viðstöddum iðnaðarráðherra.


 

Framboð eru nú komin fram til stjórnarkjörs á hluthafafundi FL Group sem haldinn verður laugardaginn 9. júlí 2005. Í Framboði til aðalstjórnar eru: Hannes Smárason, Einar Ólafsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Magnús Ármann, Sigurður Bollason og Þorsteinn M. Jónsson. Varamenn eru: Kevin Stanford og Smári S. Sigurðsson.


 

FL Group hefur bætt við sig 0,53% hlut í easyJet, til viðbótar þeim 10,97% hlut sem félagið átti fyrir. Heildarhlutur FL Group í easyJet eftir kaupin er því 11,5%.


 

Samskip hafa fest kaup á breska skipafélaginu Seawheel og verður rekstur þess sameinaður gámaflutningastarfsemi Samskipa í Evrópu. Fyrr á árinu keyptu Samskip hollenska flutningafyrirtækið Geest North Sea Line og varð félagið þar með eitt stærsta gámaflutningafélag í siglingum innan Evrópu. Með kaupunum á Seawheel treysta Samskip stöðu sína enn frekar á þessum markaði því fram til þessa hafa samkeppnisaðilarnir Seawheel og Geest North Sea Line verið leiðandi í flutningum milli meginlands Evrópu og Bretlands, Írlands og Skotlands. Áreiðanleikakönnun vegna kaupanna á Seawheel er lokið og er þess nú beðið að samkeppnisyfirvöld samþykki kaupin. Kaupverð er ekki gefið upp.


 

Á síðasta löggjafarþingi samþykkti Alþingi ný lög um Landbúnaðarstofnun. Með lögunum er lagður grunnur að sameiningu stofnana, embætta og verkefna á sviði eftirlits og stjórnsýslu innan landbúnaðarins í eina stofnun, Landbúnaðarstofnun. Mun stofnunin taka til starfa við gildistöku laganna frá og með 1. janúar 2006 og verða höfuðstöðvar hennar að Selfossi. 23 sóttu um stöðuna.


 

Greiningardeild KB banka hefur birt afkomuspá fyrir 18 félög í Kauphöllinni. Greiningardeildin spáir því að hagnaður þeirra félaga sem afkomuspáin nær til verði 40,2 ma.kr. á öðrum árfjórðungi en það er 237% meira en á sama tíma í fyrra og tæplega 71% af hagnaði sömu félaga allt árið 2004. Greiningardeild gerir ráð fyrir að þessi góðu uppgjör muni styðja við innlendan hlutabréfamarkað. Jafnframt gerum við ráð fyrir að fréttir muni brátt berast af frekari kaupum innlendra félaga á félögum erlendis, enda fjárhagsstaða innlendra félaga mjög sterk um þessar mundir.


 

breytingar í kjölfar lagabreytinga 1. júlí


 

Kauphöll Íslands hefur samþykkt fram komna beiðni stjórnar Líftæknisjóðsins hf. um afskráningu hlutabréfa félagsins af Aðallista. Félagið verður afskráð eftir lokun viðskiptakerfisins föstudagsins 30.september 2005. Afskráningin er gerð með vísan til liðar 7.5.2 í reglum fyrir útgefendur verðbréfa í Kauphöll Íslands hf.


 

Árni Geir Pálsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group, mun láta af störfum hjá félaginu nú um miðjan mánuðinn. Þessi breyting er samkomulag milli Árna Geirs og félagsins. Icelandic Group þakkar Árna Geir fyrir vel unnin störf hjá fyrirtækinu og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.


 

Sala Íslandsbanka á 66,6% eignarhlut í Sjóvá var skilyrt samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnisstofnunar. Íslandsbanka hefur borist bréf dagsett 1 . júlí frá Milestone ehf. móðurfélagi Þáttar ehf. þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi í bréfi dagsettu 30. júní samþykkt umsókn Milestone um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá. Fram kemur í bréfi Fjármálaeftirlitsins að athugun sé í gangi á framkvæmd sölunnar og er samþykki Fjármálaeftirlitsins með fyrirvara um niðurstöðu þeirrar athugunar


 

Vegna mikils innflutnings frá Bandaríkjunum og Kanada tók Eimskip inn leiguskipið Delta sem lestaði í Philadelpha og Shelburne í viku 25 og var áætluð koma til Reykjavíkur 6. júlí. Vegna alvarlegrar bilunar í gír skipsins mun afhending vöru dragast. Áætlanir gera nú ráð fyrir að skipið sigli frá Shelburne 11. júlí og verði til losunar í Hafnarfirði mánudag 18. júlí.


 

Val á nýjum aðilum til að reka verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er nú á lokastigi og á næstu vikum verður gengið frá samningum við 10 til 12 nýja verslunarrekendur. Síðast liðið haust fór fram forval meðal tæplega 60 umsækjenda sem sóttu um að hefja verslunarrekstur í flugstöðinni.


 

Sveigjanleiki í getu hins opinbera að bregðast við áföllum í efnahagslífinu er mikill á Íslandi í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta kemur fram í skýrslu sem alþjóðamatsfyrirtækið Standard & Poors hefur gert en í henni kemur fram mat á sveigjanleika fjármálastefnu 21 lands í Evrópu. Einungis tvö lönd búa við meiri sveigjanleika í útgjalda- og tekjustefnu stjórnvalda en Ísland en það eru Írland og Sviss.


 

stjórnarformaður félagsins segir fullyrðingar breskra fjölmiðla rangar


 

bankar varir um sig vegna ákæru Ríkislögreglustjóra


 

Baugur segir málið ekki raska starfsemi félagsins


 

Viðskiptaráðherra hefur skipað Gísla Tryggvason í embætti talsmanns neytenda frá 1. júlí n.k. til fimm ára sbr. lög um Neytendastofu og talsmann neytenda nr. 62/2005. Gísli Tryggvason er fæddur 24. ágúst árið 1969. Hann lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1997 og hefur einnig lokið meistaraprófi í viðskiptafræðum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík með MBA-gráðu árið 2004. Frá árinu 1998 hefur Gísli verið framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna og sjóða á vegum samtakanna auk þess að vera lögmaður þeirra frá sama tíma.


 

Samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og Deloitte var lakari nýting á fjögurra stjörnu hótelum í maí nú frá fyrra ári eftir talsverða hækkun mánuðina á undan. Meðalherbergjanýtingin var einungis 60,8% sem er verulegur samdráttur frá 72,5% í maí í fyrra.


 

Embætti forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefur verið auglýst laust til umsóknar. Fjármálaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið frá og með 1. september n.k. Umsóknir skulu hafa borist fjármálaráðuneytinu í síðasta lagi 25. júlí n.k.


 

Hlutabréfaverð norska trygginga- og fjármálafélagsins Storebrand hækkaði um 7,8% í dag vegna orðróms um að Kaupþing banki eða Svenska Enskildabanken (SEB) væru að skoða kaup á félaginu.


 

Eimskip hefur keypt helmingshlut í kanadíska skipafélaginu Halship Inc. sem sérhæfir sig í gámaflutningum milli Kanada og austurstrandar Bandaríkjanna. Höfuðstöðvar Halship eru í Halifax en félagið er jafnframt með skrifstofu í Boston. Halship rekur eitt 518 gámaeininga skip sem mun sigla milli Halifax og Boston og Nýfundnalands og Boston.


 

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er að ljúka rannsókn á Baugsmálinu svokallaða og gefur að öllum líkindum út ákærur í því í dag. Rannsóknin hefur tekið hátt í þrjú ár og teygt anga sína víða. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Þar var rifjað upp að rannsóknin í Baugsmálinu hófst með húsleit í höfuðstöðum Baugs í lok ágúst árið 2002.


 

Samskip er í yfirtökuviðræðum við breska flutningafyrirtækið Seawheel, samkvæmt heimildamönnum Viðskiptablaðsins. Einnig hefur verið haft eftir stjórnendum Seawheel í fagtímaritum að fyrirtækið sé til sölu ef rétti aðilinn ber sig eftir því.


 

Mörg spennandi verkefni eru framundan hjá FL Group, bæði í fjárfestingastarfsemi, í flugvélaviðskiptum og í hefðbundinni starfsemi félagsins í flugi og ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í frétt sem félagið sendi frá sér áðan. Þar er nefnt sem dæmi að félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf.


 

Hluthafafundur FL Group sem verður haldinn í næstu viku mun kjósa félaginu nýja stjórn eftir miklar breytingar á eignarhaldi í fyrirtækinu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group sagði í dag að mjög öflugir hluthafar kæmu nú að fyrirtækinu og vildu taka þátt í uppbyggingu þess og áframhaldandi útrás á alþjóðlegan markað. Í hópi nýrra hluthafa séu aðilar með mikla og verðmæta reynslu af útrásarverkefnum.


 

Kevin Stanford hefur keypt 28,8 milljón punda hlut í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer að því er breskir fjölmiðlar greina frá. Þetta jafngildir 3,34 milljörðum króna. Þetta jafngildir 0,5% hlutdeild í félaginu og kemur í kjölfar þess að miklar vangaveltur hafa verið um kaup íslenskra fjárfesta í félaginu. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hefur Baugur einnig keypt nokkurn hlut í félaginu eða sem svarar eini milljón hluta. Bréfin eru vistuð á reikningi í Landsbankanum.


 

FL Group hf. bárust í dag tilkynningar frá stjórnarmönnunum Árna Oddi Þórðarsyni, Hreggviði Jónssyni og Ingu Jónu Þórðardóttur um úrsögn úr stjórn félagsins. Um málið er fjallað í frétt í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.


 

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Viðskiptablaðsins er Matfugl búinn að kaupa Síld og fisk. Eftir kaupin verður Matfugl mjög sterkt afl á íslenskum kjötmarkaði en fyrir rekur félagið Móa og Íslandsfugl sem fyrirtækið keypti í fyrra. Sameinað fyrirtæki Matfugls og Síldar og fisks fer langt með að slaga í Sláturfélag Suðurlands að stærð ef það verður ekki stærra.


 

Mikill framleiðnivöxtur hefur verið hjá vinnuafli á Íslandi á síðustu árum. Framleiðnivöxturinn sem segir að hver vinnandi Íslendingur afkasti meiru en áður nam 3,2% að meðaltali á árunum 2001 til 2003. Það er ríflega tvöfalt meiri framleiðnivöxtur en í Finnlandi og Danmörku og tæplega þrefalt meiri en í Svíþjóð á sama tíma. Norðmenn slógu okkur Íslendingum hins vegar við með 3,5% vöxt að jafnaði.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.