*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


janúar, 2007

 

Nettókaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu 126,8 milljörðum króna árið 2006, sem er aukning um 22,5 milljarða króna frá árinu 2005, að sögn greiningardeildar Kaupþings. ?Nettókaup fjárfesta í erlendum hlutabréfum á síðasta ári námu alls 126,8 milljarða króna sem er um 15 milljarðar króna aukning milli ára,? segir greiningardeildin. Erlend verðbréfakaup innlendra fjárfesta hafa farið vaxandi á síðustu árum til að mynda hafa nettó verðbréfakaup um það bil tvöfaldast á síðustu tveimur árum sem er til marks um aukinn áhuga innlendra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum hlutabréfum, segir greiningardeildin. ?Jafnframt hafa íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu misserum byggt upp talsvert stórt eignasafn í erlendum verðbréfum. Inni í erlendum verðbréfakaupum er aðeins tekið mið af viðskiptum með minni en 10% eignarhlut í fyrirtæjum, ekki er því tekið mið af yfirtökum eða kaupum á ráðandi hlutum í fyrirtækjum. Í lok september námu eignir innlendra aðila í erlendum verðbréfum alls 1.006 milljarðar króna sem er aukning um 310 milljarða króna frá ársbyrjun. Á sama tíma og innlendir aðilar hafa í auknum mæli fjárfest í erlendum verðbréfum þá hafa fjárfestingar erlendra aðila hér á landi jafnframt verið að aukast, en eignir erlendra aðila í innlendum markaðsverðbréfum í lok september námu alls 3.341 milljarð króna sem er um 950 milljarða króna aukning frá ársbyrjun,? segir greiningardeildin.


 

Tæknival hf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta vegna langvarandi rekstrarerfiðleika og erfiðrar skuldastöðu, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Skiptabeiðnin var gerð á grundvelli 2. mgr. 64. gr. laga um gjaldþrotaskipti, en ljóst er að félagið getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna þegar kröfur falla í gjalddaga og ljóst er að greiðsluörðugleikar munu ekki líða hjá innan skamms. Skiptastjóri hefur verið skipaður Sigurmar K. Albertsson hrl.


 

Sænska fyrirtækið Zeta Display og íslenska fjárfestingafélagið Fons hafa ákveðið að selja hlut sinn í sænska tækinifyrirtækinu MultiQ, samvæmt upplýsingum frá norrænu fréttaveitunni Esmerk.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,18% og er 7.044 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan var 18.465 milljónir króna. Straumur-Burðarás hækkaði um 1,06%, FL Group hækkaði um 1,04%, Landsbanki hækkaði um 0,67%, Exista hækkaði um 0,4% og Bakkavör Group hækkaði um 0,3%. Alfesca lækkaði um 2,04%, 365 lækkaði um 1,86%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,38%, Actavis Group lækkaði um 0,85% og Teymi lækkaði um 0,82%. Gengi krónu veiktist um 0,24% og er 122 stig.


 

Talsmaður neytenda hefur boðað forstjóra og framkvæmdarstjóra helstu matvöruverslanakeðja og verslana í markaðssamstarfi á fundi á morgun í því skyni að fá upplýsingar um fyrirhugaðar lækkanir á matvöruverði í þeim verslunum sem undir þá heyra 1. mars næstkomandi í kjölfar ákvarðana um breytingar á sköttum, gjöldum og tollum. Þett akemur fram í frétt á nýrri heimasíðu Talsmanns neytenda sem opnuð var í dag. Um er að ræða fjóra fundi á morgun, fimmtudag, 1. febrúar, þar sem mæta á fund talsmanns neytenda, Gísla Tryggvasonar: Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem reka verslunarkeðjurnar Bónus, Hagkaup og 10-11; Eysteinn Helgason, framkvæmdarstjóri Kaupáss, sem reka verslunarkeðjurnar Nóatún, Krónuna, 11-11 og Kjarval; Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdarstjóri Samkaupa, sem reka verslanir undir heitunum Strax, Nettó, Kaskó, Úrval og Samkaup; og Friðrik Ármann Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Melabúðarinnar sem jafnframt er í samstarfi við fleiri verslanir undir heitinu Þín verslun. Eftir fundina með nefndum fulltrúum umræddra verslanakeðja og verslana mun talsmaður neytenda leggja mat á hvort og hvað hann getur aðhafst frekar vegna hagsmuna neytenda af lækkun matarverðs 1. mars nk. - og eftir atvikum gagnvart hverjum segir í fréttinni.


 

Verði af stækkun álvers Alcan í Straumsvík verða loftgæði með tilliti til heilsu fólks og mengun gróðurs og jarðvegs undir öllum mörkum sem sett eru innan sem utan lóðamarka álversins. Þetta kom fram á fundi SA um atvinnulíf og umhverfi sem fram fór í morgun.


 

Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu var 1.457,8 milljón króna hagnaði eftir skatta árið 2006, samanborið við 615,6 milljónir króna á árinu 2005. Aukningin er 136,8%, segir í tilkynningu sem fylgir ársuppgjörinu. Vaxtatekjur námu 3.219,2 milljónir króna árið 2006 en það er 70,9% hækkun frá árinu 2005. Vaxtagjöld hækkuðu um 103,4% milli ára og námu 2.510,1 milljón króna árið 2006. Hreinar vaxtatekjur námu 709,1 milljónum króna árið 2006 og hækkuðu því um 9,2% á milli ára. Hreinar rekstrartekjur voru 2.942,6 milljónir króna á árinu á móti 1.701,8 milljónum króna árið 2005. Hreinar rekstrartekjur hafa hækkað um 72,9% á árinu 2006. Framlag í afskriftarreikning útlána nam 251,2 milljón króna á árinu sem er lækkun um 11,6% frá árinu 2005. Í árslok 2006 eru 657,1 milljón króna í afskriftareikningi útlána sem er 2,2% af útlánum og veittum ábyrgðum sparisjóðsins. Önnur rekstrargjöld sparisjóðsins voru 959,2 milljónum króna árið 2006 en voru 667,2 milljónum króna árið 2005, hækkunin er 43,8%. Arðsemi eigin fjár Sparisjóðs Mýrasýslu var 69,9% árið 2006 miðað við 41,6% árið 2005. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum er 32,6% miðað við 39,2% fyrir árið 2005. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er nú 2,8% miðað við 2,6% árið 2005. Heildareignir samstæðunnar eru 33.749,9 milljónir króna miðað við 25.698,2 milljónum króna í lok árs 2005, hafa þær vaxið um 31,3% milli áranna 2005 og 2006. Útlán samstæðunnar hafa aukist um 29,4% á árinu og nema þau 26.894 milljónir króna í árslok 2006. Innlán samstæðunnar hafa aukist um 27,5% á árinu og nema 14.442,9 milljónir króna í árslok 2006. Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu var 3.543,8 milljónir króna 31. desember 2006 en var 2.094,7 milljónir kra í árslok 2005, aukningin er 69,2%. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum er 11,7% 31. desember 2006 en var 11,0% þann 31. desember 2005. Fréttir af starfsemi Sparisjóður Siglufjarðar keypti í 24. júní 2006 rekstur og eignir útibús Glitnis hf. á Siglufirði. Eignir og skuldir voru yfirteknar við kaupin og eru hluti af ársreikningi Sparisjóðs Siglufjarðar og samstæðureikningsskilum Sparisjóðs Mýrasýslu. Sparisjóður Siglufjarðar flutti höfuðstöðvar sínar að Aðalgötu 34 í kjölfarið. Uppgjör samstæðunnar samanstendur af uppgjöri móðurfélags ásamt dótturfélögum þess. Á árinu 2007 stendur fyrir dyrum að sameina Sparisjóð Skagafjarðar og Sparisjóð Siglufjarðar. Áætlanir fyrir árið 2007 gera ráð fyrir að rekstur og afkoma Sparisjóðs Mýrasýslu verði í takt við afkomu ársins 2006. Frá og með 1. janúar 2007 mun Sparisjóður Mýrasýslu gera reikningsskil í samræmi við IFRS. Aðalfundur Sparisjóðs Mýrasýslu verður haldinn föstudaginn 2. mars 2007. Stjórn sparisjóðsins leggur til að greidd verði 3,1 milljón króna í arð á árinu 2006 vegna ársins 2006.


 

búnaður XG, sem er að hluta í eigu Íslendinga, gerður aðgengilegur milljónum manna


 

Mikill meðbyr hefur verið með krónu undanfarnar vikur eftir veikingu í annarri viku ársins. Hefur krónan styrkst um ríflega 6% frá 11. janúar, segir greiningardeild Glitnis, en frá áramótum er styrkingin tæplega 5%. ?Umfjöllun um mögulega umbreytingu viðskiptabankanna á eigin fé úr krónu í evru átti sinn þátt í veikingunni á fyrstu vikum ársins og þegar sló á þá umfjöllun hækkaði krónan. Stóran þátt í styrkingu krónu undanfarið á þó útgáfa krónubréfa að okkar mati. Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir 65 milljarða króna í mánuðinum og hefur útgáfa aldrei verið jafn mikil í einum mánuði frá því erlend krónubréfaútgáfa skaut upp kollinum haustið 2005. Nú í morgun tilkynnti hollenski bankinn Rabobank um fimm milljarða króna stækkun á krónubréfi sínu til eins árs, en það er næst stærsti útistandandi flokkur krónubréfa, alls 45 milljarða króna að nafnvirði,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,24% og er 7.048 stig við hádegi, samkvæmt Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 10.268 milljónir króna. Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 13,68% í þremur viðskiptum sem nema samtals 5,9 milljónum króna, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,06%, FL Group hefur hækkað um 1,04%, Kaupþing hefur hækkað um 0,53% og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,45% en félagið birti í dag uppgjör sem var í takt við væntingar greiningaraðila. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,89%, Actavis Group hefur lækkað um 0,42% og Landsbankinn hefur lækkað um 0,33%. Gengi krónu hefur veikst um 0,03% og er 121,7 stig.


 

Fjarskipafyrirækið CVC Iceland Holding ehf. er meðal þeirra félaga sem skoða möguleika á því að bjóða í fjarskiptafyrirtækið National Grid Wireless (NGW), en ætlunin er að selja félagið út úr breska risafyrirtækinu National Grid.


 

bankinn stefnir Ekstrablaðinu fyrir dómstól í London


 

Hagnaður Bakkavör Group hf. eftir skatta nam 9,5 milljörðum króna (67,6 milljónir punda) á árinu, sem er 111% aukning, og 4,6 milljörðum króna (32,8 milljónir punda) á fjórða ársfjórðungi, sem er 191% aukning, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.Bakkavör Group hf. skilaði 9,4 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á árinu 2006 og á fjórða ársfjórðungi nam hagnaður fyrir skatta 2,9 milljörðum króna.Sala félagsins á árinu nam 171,9 milljörðum króna og 46,4 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi.Rekstrarhagnaður nam 16,1 milljarði króna á árinu og 4,3 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi.Hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) jókst um 72% á árinu og nam 20,8 milljörðum króna. Þá nam EBITDA á fjórða ársfjórðungi 5,5 milljörðum króna, sem er 38% aukning.Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 23,3 milljörðum króna og frjálst fjárflæði frá rekstri var 13,2 milljarðar króna.Hagnaður á hlut var 3,4 pens á árinu 2006 og jókst um 74% miðað við árið 2005. Arðsemi eigin fjár var 37% á árinu samanborið við 30% á árinu 2005.!Við erum ánægð með góða afkomu á árinu 2006. Við styrktum stöðu okkar í lykilvöruflokkum í Bretlandi með fjórum yfirtökum á árinu og bættum rekstur fyrirtækisins á meginlandi Evrópu. Ennfremur stigum við okkar fyrstu skref í Asíu með kaupum á hlut í kínversku salatfyrirtæki," segir Ágúst Gudmundsson, forstjóri Bakkavarar."Áhersla var lögð á frekari samþættingu framleiðslueininga félagsins á árinu og nýtingu samlegðaráhrifa til að auka skilvirkni og arðsemi. Árið 2007 verður ekki síður spennandi ? við munum styrkja stöðu okkar enn frekar í Bretlandi og nýta okkur hagstæða þróun matvælamarkaðarins á meginlandi Evrópu. Einnig munum halda áfram að leita tækifæra í Asíu, en þar eru spennandi tímar og mikil gróska á matvælamörkuðum,? segir Ágúst.


 

Fjármálaeftirlitið hefur fallist á ósk Milestone ehf. um heimild til að fara með allt að 25% eignarhlut í Glitni í samræmi við reglur um virka eignarhluti í fjármálafyrirtækjum, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Sagafilm, sem hefur sérhæft sig í framleiðslu sjónvarpsefnis í öllum flokkum, hefur keypt ráðandi hlut í breska auglýsingafyrirtækinu 2AM Film.Að sögn Kristjáns Grétarssonar, framkvæmdastjóra Sagafilm, veltir 2AM Film um 1300 milljónum á ári og hjá fyrirtækinu starfa 20 manns.


 

Stjórn Actavis Group hefur boðað til hlutahafafundar þann 9. febrúar þar sem stjórnin mun leggja fram tillögur um að hækka hlutafé til að fjármagan yfirtökur og að veita heimilda gefa út hlutafé í evrum í stað íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.


 

Svissneski fjárfestingarbankinn UBS er á meðal þeirra þriggja alþjóðlegu banka sem Actavis hefur fengið til að sölutryggja yfirtökufjármögnun á samheitalyfjaeiningu þýska lyfjafyrirtækisins Merck, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Ekki hefur tekist að staðfesta upphæð lánsins, sem mun gefa til kynna hve mikið Actavis er tilbúið að greiða fyrir eininguna. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, greindi frá því á föstudaginn síðastliðinn að fyrirtækið hefði áhuga á því að taka þátt í uppboði á einingunni. Actavis er annað samheitalyfjafyrirtækið sem lýsir formlega yfir áhuga, en indverski keppinauturinn Ranbaxy hefur einnig greint frá áhuga sínum. Talið er að mikil samkeppni verði um félagið og reikna sérfræðingar með að hugsanlegt kaupverð geti verið á bilinu fjórir til fimm milljarðar evra, sem samsvarar um 356-445 milljörðum íslenskra króna. Í byrjun árs reiknaði viðskiptablaðið Financial Times Deutchland út að fjárfestingageta Actavis væri um 3,5 milljarðar evra. Róbert sagði á fjárfestafundi í síðustu viku að líklegt sé að fjárfestingasjóðir geri tilraun til að kaupa eininguna og forstjóri Ranbaxy sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að nokkrir sjóðir hefðu þegar viðrað hugmyndir um hugsanlegt samstarf. Actavis hefur fjármagnað nýlegar yfirtökur með sambankalánum. UBS, JP Morgan og HSBC sölutryggðu í fyrra lánsfjármögnun til að styðja við kauptilboð félagsins í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva, sem varð síðar tekið yfir af bandaríska fyrirtækinu Barr Pharmaceuticals fyrir um 175 milljarða króna. Actavis hefur einnig unnið með hollenska bankanum ABN Amro, Bank of America, franska bankanum BNP Paribas og þýska bankanum WestLB. Mikil samþjöppun hefur verið hjá samheitalyfjaframleiðendum að undanförnu enda er samkeppnin gríðarlega hörð. Þar sem að framleiðsla og þróun á frumlyfjum er í eðli sínu ólík telja flestir það erfitt fyrir fyrirtæki að standa í framleiðslu á báðum tegundum eins Merck gerir. Í fyrra keypti Merck svissneska líftæknifyrirtækið Serano og var talið að með þeim kaupum myndi fyrirtækið styrkja stöðu sína við þróun frumlyfja. Kaupin eru talin ástæða þess að Merck vill selja samheitalyfjaframleiðlu og að stjórendur þess vilji styrkja stöðu sína gegn öðrum fyrirtækjum á frumheitalyfjamarkaðnum.


 

Íslensku bankarnir fjórir munu greiða hluthöfum sínum tæplega 32 milljarð króna í arð vegna ársins 2006. Kaupþing banki greiðir hæstu upphæðina eða 10,4 milljarða króna en Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hæsta hlutfallið.


 

Hagnaður Straums-Burðarás eftir skatta árið 2006 er 45.211 milljónir króna en var 26.718 milljónir króna árið 2005, sem er 69% hækkun, að því er fram kemur í ársuppgjöri bankans. Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi árið 2006 er 24.275 milljónir króna en var 12.616 milljónir króna á sama tímabili árið 2005. Það er 92% hækkun. Greiningardeild Landsbankans spáði tíu milljarða króna hagnaði á fjórða ársfjórðungi og greiningardeild Glitnis spáði 7,1 milljarði króna í hagnað á fjórðungnum. "Þetta er glæsileg afkoma á ári sem hefur einkennst af arðsömum vexti, útrás og uppbyggingu innviða," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri fjárfestingarbankans í tilkynningu. "Jafnframt hefur okkur tekist að tryggja sjálfstæði bankans gagnvart íslenskum markaði með því að leita nýrra leiða í fjármögnun hans. Hlutfall erlendra tekna og verkefna hefur aukist umtalsvert og veitir það bankanum traustan og fjölbreyttan tekjugrunn. Það, ásamt öflugri fjárfestingastarfsemi, mun tryggja hluthöfum okkar áframhaldandi góða arðsemi. Straumur-Burðarás er tilbúinn fyrir enn frekari innri og ytri vöxt. Markmið okkar, um að verða leiðandi norrænn fjárfestingabanki, er innan seilingar," segir hann. Hreinar rekstrartekjur árið 2006 jukust um 37% á milli ára og námu 46.369 milljónum króna samanborið við 33.871 milljón króna árið 2005. Á fjórða ársfjórðungi námu hreinar rekstrartekjur 18.149 milljón króna en voru 15.894 milljónir króna á sama tímabili árið 2005. Þetta er 14% aukning frá árinu 2005. Arðsemi eigin fjár var 42% árið 2006. Árið 2006 nam hlutfall rekstrarkostnaðar af tekjum 8,0% en var 3,9% árið 2005. Hreinar þóknunartekjur tæplega fjórfaldast milli ára; námu 7.404 milljónum króna árið 2006 samanborið við 1.951 milljónum króna árið 2005. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 3.732 milljónir króna árið 2006, en voru neikvæðar um 248 milljónir króna árið 2005. Vaxtatekjur eru því margfalt hærri en árið 2005. Heildareignir bankans námu 412.288 milljónum kro´na í árslok 2006 en voru 259.349 milljónir króna í lok árs 2005 og hafa því vaxið um 59% frá áramótum. Eiginfjárhlutfall á CAD-grunni var 37,59%, þar af A-hluti 35,2%. Til samanburðar var CAD-hlutfall í lok ársins 2005 19,8%, þar af var A-hluti 15,3%. Eigið fé nam 141.349 milljónum króna í árslok 2006, að frádregnum eigin bréfum. Lánasafnið rúmlega tvöfaldaðist að stærð úr 48.911 milljónum króna í upphafi árs 2006 í 127.844 milljónum króna í árslok. Hlutfall vaxtaberandi eigna í efnahagsreikningi hækkar um 59% frá árinu 2005.


 

segir Friðrik Jóhannsson forstjóri SBF


 

FL Group fjárfesti mest skráðra félaga á erlendum vettvangi árið 2006 eða fyrir um 74 milljarða króna eins og kemur fram í nýjustu Kauphallartíðindum. Stærsta einstaka fjárfesting félagsins reyndist vera 28 milljarða króna hlutur í AMR Corporation.


 

Fjármálaeftirlitið hefur veit Milestone ehf. og Þætti eignarhaldsfélagi ehf., heimild til þess að fara sameiginlega með virka eignarhluti allt að 25% í Glitni banka hf. og yfir 50% í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,44% og er 7.031 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Er þetta fyrsti dagurinn sem hún endar yfir 7.000 stig en það var lokagildi hennar í gær. Úrvalsvísitalan fór hæst í 7.077 stig, strax eftir opnun markaðar en svo fór hún lækkandi. Atlantic Petroleum hækkaði um 1,8%, Bakkavör Group hækkaði um 1,51%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,08% og Kaupþing hækkaði um 0,75%. Gengið bankans er 938 krónur á hlut við lok dags, en fór hæst í 950 krónur á hlut í dag. Atorka Group lækkaði um 1,21% og Eimskip sömuleiðis, Icelandair Group lækkaði um 1,06%, FL Group lækkaði um 1,03% og Mosaic Fashions hefur lækkað um 1,02%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,81% og er 121,5 stig


 

segir greiningardeild Glitnis


 

Greiningardeild Glitnis spár því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% milli janúar og febrúar. Gangi spáin eftir eykst verðbólgan á milli mánaða úr 6,9% í 7,2%. ?Um er að ræða tímabundið bakslag í hjöðnun verðbólgunnar en hún mun minnka talsvert í mars. Verð á mat- og drykkjarvöru hækkaði talsvert á milli desember i fyrra og janúar í ár eða um 2%. Við gerum ráð fyrir áframhaldandi hækkun milli janúar og febrúar og að þetta hafi einnig áhrif til töluverðar hækkunar á verði veitingastarfsemi. Hækkun á verði mat- og drykkjarvöru dregur nokkuð úr áhrifum aðgerða ríkisstjórnar til lækkunar vísitölu neysluverðs í mars. Að þessu sinni gerum við ráð fyrir að markaðsverð húsnæðis hækki lítillega milli mánaða og að vaxtaþáttur í útreikningum Hagstofunnar auki kostnað við eigið húsnæði eins og hann hefur gert undanfarna mánuði,? segir greiningardeildin. Þá gerir hún ráð fyrir verðlækkun á fötum og skóm vegna útsölu. ?Útsöluáhrifin verða þó líklegast minni en í janúar. Auk þessa hefur bensínverð á heimsmarkaði lækkað töluvert og krónan styrkst sem hvorutveggja ætti að leiða til lækkunar bensínverðs. Við útilokum því ekki frekari lækkun en bensínverð hefur þegar lækkað um 1,5% í janúar,? segir hún. Verðbólgan í 5,4% í mars Greiningardeildin spáir að verðbólgan niður í 5,4% í mars. ?Hagstofan áætlar að lækkun virðisaukaskatts og vörugjalda leiði til 1,9% lækkunar vísitölu neysluverðs. Við gerum ráð fyrir að lækkun virðisaukaskatts komi að fullu fram í mars en hún er áætluð 1,7%. Lækkun vegna vörugjalda, sem áætluð er 0,2%, mun að okkar mati ekki koma fram fyrr en í apríl. Útsölulok munu þó vega gegn ofangreindum áhrifum skattabreytinga. Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,7% í mars,? segir hún. Yfir árið Yfir árið telur greiningardeildin að verðbólga verði 2,9%, samanborið við 6,9% yfir síðastliðið ár.  ?Samanburðurinn markast m.a. af mikilli gengislækkun krónunnar á síðasta ári sem litaði verðbólguþróunina þá en þau áhrif verða mun minni í ár. Einnig mun draga úr þenslu í hagkerfinu á næstunni sem stuðlar að hjöðnun verðbólgunnar. Verðlækkun mun þá líklegast verða einhver á húsnæðisverði í ár samanborið við hækkun í fyrra. Þessu til viðbótar munu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar á matvöruverði í mars draga úr verðbólgu í ár. Þessara áhrifa mun ekki gæta í verðbólgu yfir næsta ár. Líkur eru aðeins meiri á því að verðbólgan verði yfir okkar spá en undir. Meiri kostnaðarhækkun gætu orðið innanlands en við gerum ráð fyrir, t.d. vegna spennu á vinnumarkaði og þenslu. Á móti gæti komið til meiri lækkun verðs íbúða en við reiknum með og snarpari samdráttur í innlendri eftirspurn en við áætlum. Auk þess mun gengisþróun krónu ráða miklu um verðbólgu á næstu misserum en þar er óvissan mikil,? segir greiningardeildin.


 

FL Group hefur frá og með deginum í dag fengið formlega heimild Fjármálaeftirlitsins til að eiga og fara með virkan eignarhlut í Glitni samanber lög um fjármálafyrirtæki, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. FL Group á nú 30,4% hlut í Glitni og er stærsti hluthafi bankans.Stærstu hluthafar FL Group eru: Oddaflug (19,8%), í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra; Baugur Group (18,2%); Gnúpur fjárfestingafélag (17,2%), FL Group (7,0%) Icon (5,6%) og Materia Invest (5,1%). Í sumum tilfellum eru hlutirnir skráðir á nafn íslenskra fjármálafyrirtækja vegna framvirkra samninga.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,22% og er 7.016 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Morguninn byrjaði af krafti við birtingu uppgjöra Glitnis og Kaupþings og fór Úrvalsvísitalan í hæst í 7077 stig. Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,8%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,21%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,08%, Kaupþing banki hefur hækkað um 0,86% og Teymi hefur hækkað um 0,66%. Eimskip hefur lækkað um 1,21%, Glitnir hefur lækkað um 1,18%, Össur hefur lækkað um 0,89%, FL Group hefur lækkað um 0,69% og Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,68%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,24% og er 122,2 stig.


 

Sænska ferðaskrifstofan Ticket Travel, sem er að hluta til í eigu íslenska flug- og ferðaiðnaðarfyrirtækins Northern Travel Holding hefur ákveðið að hætta við kaup norrænu ferðaskrifstofunni Kilroy Travels, segir í tilkynningu frá Ticket Travel.


 

Hagnaður Eikar fasteignafélags nam 582 milljónum króna árið 2006 samanborið við 757 milljónir króna árið 2005. Leigutekjur félagsins námu 1.181 milljón króna á árinu 2006, þar af voru tekjur tengdar erlendum myntum um 185 milljónir króna. Fyrirtækið er alfarið í eigu Kaupþings. Eigið fé nam 2.125 milljónum í lok árs 2006, samanborið við 1.646 milljónir í lok árs 2005. Stjórn Eikar fasteignafélags hf. staðfesti ársreikninginn þann 29. janúar 2007 og lagði til að greiddur yrði út einn milljarður króna í arð til hluthafa á árinu 2007. Virðisútleiguhlutfall (e. economic vacancy ratio) fjárfestingareigna var 97,8% í lok ársins sem telst mjög gott. Flestar fasteignir félagsins eru í beinni eigu þess. "Hvað varðar framtíðina þá eru horfur á leigumarkaði bjartar og búast má við að árið 2007 verði gott rekstrarár," segir í tilkynningu.


 

Stjórn Glitnis mun leggja til við hluthafafund að greiddur verði 0,66 krónur á hlut í arð. Arðgreiðsla vegna síðasta árs mun því nema 9,4 milljörðum króna. Arðgreiðslan nemur 24,63% af hagnaði bankans.


 

Í tilkynningu sem umboðsaðili Merck á Íslandi hefur sent frá sér er tekið fram að hugsanleg kaup Actavis á samheitalyfjahluta þýska fyrirtækisins Merck KGaA munu ekki hafa nein áhrif á starfsemi frumlyfjafyrirtækisins Merck Sharp & Dohme á Íslandi.


 

Góð ávöxtun var hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum á árinu 2006. Nafnávöxtun var 19,6% sem jafngildir 11,8% raunávöxtun. Annað árið í röð er raunávöxtun sjóðsins vel yfir 10% og hefur það styrkt tryggingafræðilega stöðu sjóðsins verulega segir í frétt á heimasíðu landssambands lífeyrissjóða. 


 

segir Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis


 

Stjórn Glitnis hefur ákveðið að veita öllum starfsmönnum bankans kaupauka í formi 7.000 hluta í bankanum á verðinu 25,5 krónur á hlut miðað við fullt starf. Það jafngildir 178.500 krónum.


 

Hagnaður Kaupþings banka eftir skatta nam 85,3 milljörðum króna á síðasta ári en nam til samanburðar 49,3 milljörðum króna á árinu 2005. Það jafngildir 57% aukningu hagnaðar. Hagnaður fyrir skatta nam 101,1 milljörðum króna.


 

arðsemi eigin fjár 39,4%


 

Höskuldur Ari Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Hann mun hefja störf í mars 2007 að því er kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. 


 

Mikill vaxtarkippur var í gengisbundnum lánum í desember síðastliðnum en vöxturinn nam 12% miðað við fyrri mánuð, segir greiningardeild Kaupþings banka. Á sama tíma jukust verðtryggð lán um 0,9% milli mánaða. "Raunar virðist sem sem ásóknin í erlend lán hafa hafist eftir gengisfall krónunar síðasta vor. Það sést til að mynda af því að í ársbyrjun 2006 voru 4% af lánum heimilanna gengistryggð en um síðustu áramót hafði hlutfallið hækkað í 10%. Þessi aukna ásókn í erlendar myntir skýrist af miklum vaxtamun við útlönd sem virðist ekki ætla að minnka í bráð. Fjölmiðlar hafa einnig verið duglegir að benda á kosti erlendra lána umfram hin íslensku verðtryggðu lán," segir greiningardeildin. Hún segir vert að veita því athygli að meðan stýrivextir Seðlabankans standa í methæðum þá aukast innlend útlán bankastofnanna milli mánaða sé miðað við tölur í desember. "Langstærsti hluti þessa vaxtar er í gengisbundnum útlánum en á sama tíma dragast skammtímalán, s.s. yfirdráttarlán, áfram saman milli mánaða. Samtímis er fasteignamarkaðurinn í nokkurri ládeyðu. Þetta gæti bent til þess að einstaklingar og fyrirtæki séu að endurfjármagna skammtímalán sín að einhverju leyti í erlendri mynt og því e.t.v. ekki hægt að gera ráð fyrir jafn miklum samdrætti í einkaneyslu og sumar hagvaxtarspár ganga útfrá," segir greiningardeildin. Vinsælasta erlenda myntin til lántöku er japanska jenið. "Gengisáhætta lántakenda er því í mörgum tilvikum mestu bundin við gengi japanska jensins og styrkist jenið hækkar skuldin sé á hana horft í innlendri mynt. Jenið er í veikari kantinum um þessar mundir og sem dæmi má nefna að það hefur ekki verið veikara gagnvart bandaríkjadollar í fjögur ár. Samtímis er íslenska krónan ekki ýkja fjarri sínu jafnvægisgildi og því má reikna með að nýútgefin erlend lán í jenum eigi eftir að hækka nokkuð sé horft til langs tíma," segir hún.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,19% og er 7.000 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Fór hún hæst í 7.040 stig og er þetta fyrsti dagurinn sem hún brýtur 7.000 stiga múrinn. Veltan nam 13.329 milljónum króna. Sláturfélag Suðurlands hækkaði um 5,13% í tveimur viðskiptum sem námu samtals 384.375 krónum, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,85%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,09%, Atorka Group hækkaði um 0,92% og Eimskip hækkaði um 0,91%. 365 lækkaði um 2,49%, Össur lækkaði um 0,44%, Icelandair Group lækkaði um 0,35% og Landsbankinn og Teymi lækkuðu um 0,33%. Gengi krónu styrktist um 0,66% og er 122,4 stig.


 

Eimskip hefur keypt alla hluti í Norðufrakt ehf á Siglufirði en fyrir átti félagið 52% hlut, segir í fréttatilkynningu. Seljendur eru Árni Helgason á Ólafsfirði og Ásmundur H. Einarsson á Siglufirði.


 

Fjöldi lesenda danska fríblaðsins Nyhedsavisen, sem er í eigu Baugs, hefur aukist um 18% og er nú 233 þúsund, segir í frétt danska dagblaðsins Jyllands Posten. Blaðið vísar til upplýsinga frá Nyhedsavisen.


 

samkvæmt niðurstöðum rannsóknarfyrirtækisins StarMine


 

Stjórn fjölmiðlafyrirtækisins, sem meðal annars rekur Fréttablaðið og Stöð 2, hefur ákveðið að nýta hluta heimildar til hækkunar hlutafjár um rúmlega 82 milljónir króna, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,71% og er 7.036 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Er þetta í fyrsta skipti sem hún fer yfir 7.000 stig. Síðasta föstudag hækkaði Úrvalsvísitalan um 1,63% í kjölfar uppgjörs Landsbankans, sem var yfir væntningum greiningaraðila. Veltan nemur 7.825 milljónum króna. Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,85%, Glitnir hefur hækkað um 1,59%, FL Group hefur hækkað um 1,38%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,33% og Eimskip hefur hækkað um 1,22%. Actavis Group hefur lækkað um 0,43% og Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,34%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,79% og er 122,3 stig.


 

Úrvalsvísitalan hefur brotið 7.000 stiga múrinn í fyrsta skipti en hún er 7.038 stig og hefur hækkað um 0,74% það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 7.683 milljónum króna. Atlantic Petroleum hækkaði um 1,85%, FL Group hefur hækkað um 1,72%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,67% og er gengi bréfanna 30,3 krónur á hlut ? en að fara yfir 30 var sálfræðiþröskuldur, að mati sérfræðinga, Glitnir hefur hækkað um 1,14% og Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 1,14%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,63% og er 122,4 stig.


 

Icelandair hefur gert samninga um kaup á nýju afþreyingarkerfi fyrir farþegaflugvélar við bandaríska framleiðslufyrirtækið Thales og um kaup á nýjum sætum við franska framleiðandann Aviointerios, segir í tilkynningu.


 

Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur keypt 17% hlut í vefmælingafyrirtækinu Modernus og hefur Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, tekið sæti í stjórn Modernus. Íslandspóstur hefur keypt hlutinn í tveimur áföngum, fyrst 13% hlut sem var síðan aukinn upp í 17% nú eftir áramót.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,63% og er 6.987 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam um 17 milljörðum króna en í gær nam hún um fimm milljörðum króna. Fyrir opnun markaða birti Landsbankinn uppgjör sem var yfir væntingum, sem hafði góð áhrif á markaðinn. Á þriðjudaginn mun Glitnir, Kaupþing og Straumur-Burðarás birta uppgjör sín. Landsbankinn hækkaði um 3,09%, Mosaic Fashions hækkaði um 2,81%, Straumur-Burðarás hækkaði um 2,78%, Bakkavör Group hækkaði um 2,15% og Kaupþing hækkaði um 1,64%. Nýherji lækkaði um 0,64% í 510 þúsund króna veltu. Gengi krónu styrktist um 0,78% og er 123,3 stig við lok dags.


 

Í dag fer fram hið árlega útboðsþing um verklegar framkvæmdir hjá hinu opinbera.  Á þinginu sem haldið er á Grand Hótel hefur verið farið yfir ýmsar framkvæmdir og má þar meðal annars nefna verkefni Reykjavíkurborgar. 


 

Gagnageymslufyrirtækið Data Íslandia er að hefja samstarf við eitt stærsta ráðgjafa- og vottunarfyrirtæki á Bretlandseyjum í loftlagsmálum, The CarbonNeutral Company, segir í tilkynningu frá Data Íslandia.,,Data Íslandia er fyrsta íslenska fyrirtækið sem óskar eftir samstarfi við okkur og er það sönn ánægja að kynna þetta fyrirtæki sem kemur frá landi sem stendur fremst í heimi á sviði endurnýjalegrar hreinnar orku," sagði Josey Crane, viðskiptastjóri hjá CarbonNeutral.Verndun loftlags hefur verið mikið í fréttum upp á síðkastið og hafa fyrirtækin sameinað krafta sína til að beina athygli annarra fyrirtækja á mikilvægi þessa málefnis. Í bresku viðskiptaumhverfi eru gerðar auknar kröfur um að fyrirtæki séu umhverfisvottuð og að þau hafi umhverfisjónarmið að leiðarljósi, segir í tilkynningu Delta Íslandia.


 

Gengi hlutabréfa tækni fyrirtækisins XG Technology hefur hækkað um 13,33% það sem af er degi eftir að hafa lækkað á fimmtudaginn eftir samfellda hækkunarhrinu.


 

Það var met velta í kauphöllinni OMX Nordic í gær en hún nam 8,395 milljónum evra, samanborið við síðasta met sem var 7,957 milljónir evra, sem var slegið þann 21. apríl á síðasta ári.


 

bankinn minna háður alþjóðlegum fjármálamörkuðum


 

Innlán viðskiptavina Landsbanka Íslands jukust um 104% á síðasta ár og námu 683 milljörðum króna í árslok 2006. Nema innlánin tæplega 50% af heildarútlánum til viðskiptavina. Svo virðist sem tilkoma Icesave hafi tekist mjög vel og veltir greiningardeild Glitnis því fyrir sér hvort vörumerkið verði kynnt í öðrum löndum á næstunni.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,5% og er 6.978 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Ekkert félag hefur lækkað það sem af er degi. Veltan nemur 7,8 milljörðum króna. Uppgjör Landsbankans birtist fyrir opnun markaðar og var það yfir spám greiningaraðila. Mosaic Fashions hefur hækkað um 2,81%, Landsbankinn hefur hækkað um 2,58%, Bakkavör Group hefur hækkað um 2%, Kaupþing hefur hækkað um 1,75% og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,67%. Gengi krónu stendur í stað og er 124,1.


 

Landsbankinn skilaði 13,7 milljarða hagnaði á fjórða fjórðungi 2006 og langt umfram spá greiningardeildar Glitnis um 7,6 milljarða króna hagnað. Uppgjör bankans er umfram væntingar Glitnis í flestum liðum rekstrarreiknings og efnahagsreiknings.


 

Að sögn Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Actavis, er hafin vinna innan fyrirtækisins við fjármögnun kaupa á samheitalyfjadeild Merck. ?Við teljum okkur geta fjármagnað kaupin og höfum farið í mikla undirbúningsvinnu á því og erum að ganga frá samningum við nokkra af leiðandi bönkum í heiminum í dag,? sagði Halldór í samtali við Viðskiptablaðið.Samheitalyfjadeild Merck er hluti af frumlyfjafyrirtækinu Merck sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims.Félagið hefur tekið ákvörðun um sölu samheitalyfjadeildar sinnar en ferlið er ekki byrjað og ýmislegt á huldu ennþá um hvernig að því verður staðið.


 

Uppgjör Landsbanks hefur haft mjög góð áhrif á markaðinn það sem af er degi og hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,54% á fyrstu 22 mínútunum, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Nemur veltan 4,6 milljörðum króna. Landsbankinn hefur hækkað um 3,09% og er gengið 30 krónur á hlut, sögðu sérfræðingar eftir lokun markaðar í gær að uppgjörið þyrfti að vera einstaklega gott til þess að fara yfir 30 krónur á hlut. Straumur-Burðarás hefur hækkað um 2,22%, Kaupþing hefur hækkað um 1,75%, FL Group hefur hækkað um 1,39% og Atorka Group hefur hækkað um 1,39%.


 

Að sögn Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Actavis, hefur félagið ekki tekið ákvörðun um að bjóða í samheitalyfjadeild Merck en Halldór staðfesti við Viðskiptablaðið áhuga félagsins á að bjóða í Merck. Formlegt söluferli er ekki hafið.


 

Actavis hefur staðfest að fyrirtækið hafi áhuga á samheitalyfjaeiningu þýska lyfja- og efnafyrirtækisins Merck KGaA, að því er kom fram á heimasíðu Financial Times í þýskalandi í gær. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir að ef verði af yfirtökunni verði Actavis þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, segir í fréttinni. Heildarsala einingarinnar nam 1,8 milljörðum (162 milljarðar króna) evra árið 2005.


 

arðsemi eigin fjár eftir skatta var 36,3%


 

Erlend fjármögnunarkjör bankanna hafa batnað jafnt og þétt undanfarna mánuði og eru nú jafn góð og þau voru áður en neikvæð erlend umræða skók fjármagnsmarkaði meirihluta síðasta árs. Álag á skuldatryggingar bankanna á eftirmarkaði er að öllu jöfnu notað sem mælikvarði á það traust sem bankarnir njóta á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og hefur álagið nú ekki verið lægra síðan við upphaf síðasta árs. Álag á skuldatryggingar Kaupþings er nú 42 punktar og hefur lækkað um 10 punkta síðan í byrjun janúar. Álag skuldatrygginga Kaupþings og Landsbankans er nú í 32 punktum. Landsbankinn hefur á fyrstu vikum ársins lækkað um átta punkta og Glitnir um fjóra. Því lægra sem álagið er því betra en álagið náði hæstu hæðum síðastliðið vor þegar álag Kaupþings fór upp í 100 punkta, Landsbankans upp í 105 punkta og álagið á skuldatryggingum Glitnis fór hæst upp í 80 punkta. Glitnir hefur hingað til skorið sig talsvert frá hinum bönkunum tveimur og notið talsvert lægra skuldatryggingaálags. Megnið af síðasta ári var Glitnir til að mynda 10 til 15 punktum lægri en hinir bankarnir að jafnaði. Nú er álag Landsbankans og Glitnis hinsvegar hið sama og Kaupþing er aðeins tíu punktum hærra þannig að ljóst er að dregið hefur saman með bönkunum. Að sögn sérfræðings sem Viðskiptablaðið ræddi við er þetta til marks um að fjármögnunaraðstæður íslensku bankanna séu nú að komast í eðlilegt horf eftir umrót síðasta árs. Álagið á skuldatryggingar Landsbankans og Kaupþings hefur dregist saman jafnt og þétt undanfarið á meðan skuldatryggingar Glitnis hafa staðið í stað. Þetta er að sögn sérfræðinga vegna þess að álag Glitnis náði jafnvægi mun fyrr og því meira svigrúm til lækkunar hjá hinum bönkunum tveimur. "Líklegt er að skuldatryggingar allra íslensku bankanna verði með svipuðu álagi innan skamms enda lítið sem réttlætir allt að 20 punkta mun þeirra á milli líkt og á síðasta ári. Þetta eru allt bankar með hátt lánshæfismat og sterk viðskiptamódel," sagði sérfræðingur. Þá ríkir að hans sögn mikil bjartsýni í kringum íslensku bankana og flestir markaðsaðilar búast við góðum uppgjörum. Uppgjör Landsbankans birtist í dag, en Glitnir og Kaupþing birta uppgjör sín snemma í næstu viku. Að mati sérfræðinga er ekki ólíklegt að álag bankanna lækki ennþá meira þá ef uppgjör eru í takt við væntingar.


 

eru þó lakari en árið 2005


 

Fræ ehf., eignarhaldsfélag í eigu Langanesbyggðar, hefur keypt 30% eignarhlut FSP hf. í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og fer nú með 60% eignarhlut í félaginu en 30% eru í eigu Þórskaupa og 10% í eigu Þórshafnar fjárfestingar að því er segir í fréttatilkynningu.


 

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Hæstaréttar þar sem hann gagnrýnir málatilbúnað ákæruvaldsins harðlega. Þar segir hann: 


 

auk útdráttar sem birtist á heimasíðu Hæstaréttar


 

verða umsvifamiklir í færeyskum sjávarútvegi


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,14% og er 6.875 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur um fimm milljörðum króna. Straumur-Burðarás hækkaði um 0,56%, Exista hækkaði um 0,41%, Glitnir hækkaði um 0,4%, Landsbankinn hækkaði um 0,35% og Eimskip hækkaði um 0,3%. Mosaic Fashions lækkaði um 2,07%, Atlantic Petroleum lækkaði um 1,63%, Atorka Group lækkaði um 1,36%, Össur lækkaði um 0,89% og Actavis lækkaði um 0,71%. Gengi krónu veiktist um 1,23 og er 123,9 stig.


 

Hæstiréttur var rétt í þessu að staðfesta dóm héraðsdóms í Baugsmálinu. Það er sá hluti málsins er laut að sex ákæruliðum af þeim 40 sem upphaflega ákæran í Baugsmálinu tók til og voru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og endurskoðendur fyrirtækisins sýknuð af öllum ákærum. Ákæruatriðin lutu annars vegar að meintum lögbrotum við gerð ársreikninga Baugs á árunum 1998?2001 og hins vegar við innflutning á tveimur bílum til landsins á árunum 1999 og 2000. Dómurinn er skipaður fimm hæstaréttardómurum, þeim Markúsi Sigurbjörnssyni, Gunnlaugi Claessen, Ingibjörgu Benediktsdóttur, Árna Kolbeinssyni og Hjördísi Hákonardóttur.


 

Niðurstöður alþjóðlegs verðsamanburðar sýna að Ísland er í hópi ríkja þar sem verg landsframleiðsla á mann er mest, 29% yfir meðaltali ESB-25 ríkja. Ísland er í 4-5 sæti ásamt Sviss en Lúxemborg er langhæst, 151% yfir meðaltali. Þetta kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofunnar.


 

Dóms er að vænta í Hæstarétti nú kl. 16 í hluta Baugsmálsins svonefnda. Það er sá hluti málsins er laut að sex ákæruliðum af þeim 40 sem upphaflega ákæran í Baugsmálinu tók til.


 

Gengi hlutabréfa tæknifyrirtækisins XG Technology hefur tekið snarpa dýfu og bréfin hafa rýrnað í verði um 16,03% það sem af er degi. Klukkan 14:27 var gengið 12,47 Bandaríkjadalir á hlut.


 

Undirritaður hefur verið samningur milli Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar, LsA, og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, LSS, um að LSS annist allan daglegan rekstur LsA frá 1. janúar 2007 að telja.


 

Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir samdrætti íbúðafjárfestinga 2007. Miðað við síðustu vísbendingar um kaupáform heimilanna, hækkun verðtryggðra vaxta á íbúðalánamarkaði og að íbúðabyggingar hafi farið langt fram úr langtímaleitni er áætlað að samdrátturinn í ár nemi um 5% segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.


 

Lettneski bankinn Norvik Banka, sem er í meirihlutaeigu eignarhaldsfélgsins Straumborgar, greindi frá því í dag að bankinn hefur tryggt sér lán að virði 50 milljónir evra (4,45 milljarðar íslenskra króna). Kaupþing veitir lánið.


 

Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var á vegum Alcans í Straumsvík um afstöðu íbúa í Hafnarfirði til stækkunar álversins kom fram að 51,5% íbúa væru andvígir stækkun álversins og 39% hlynntir stækkun. Greiningardeild Glitnis telur niðustöður könnunarinnar um stækkun álversins sýni að stuðningsmenn stækkunar eigi á brattan að sækja og minnkandi líkur séu á stækkun í Straumsvík. Einnig telur greiningardeildin að komi ekki til stækkunar álvers í Straumsvík aukist væntanlega líkur á að byggt verði álver í Helguvík. Greiningardeildin telur að bygging álvers í Helguvík yrði auðveldari biti fyrir hagkerfið að kyngja og myndi ekki hafa eins þensluhvetjandi áhrif og stækkun álvers í Straumsvík.


 

Fyrsta útboði ársins hjá Íbúðalánasjóði er lokið. Alls bárust tilboð að nafnvirði 10,7 milljarða króna sem er í lægri kantinum miðað við síðustu útboð sjóðsins. Ætlunin var að bjóða út 2 milljarða króna. Spurn eftir bréfunum var því töluverð umfram framboð. Sjóðurinn nýtti sér rétt sinn til að hækka fjárhæð útboðsins og tók tilboðum í 2,9 milljarða króna. Þetta kom fram í morgunkorni Glitnis í dag. Vaxtaákvörðun liggur fyrir og verða útlánsvextir sjóðsins óbreyttir. Dagvelta íbúðabréfa hefur verið 6 milljarðar króna að meðaltali síðustu þrjá mánuði.


 

Greiningardeild Glitnis reiknar með því að Landsbankinn skili um 7,6 milljarða króna hagnaði á fjórða fjórðungi síðasta árs. Hreinar vaxtatekjur munu eiga undir högg að sækja þar sem meðalgengi krónunnar var hærra á fjórða fjórðungi en á þriðja fjórðungi auk þess sem verðbótatekjur drógust saman um 1,6 milljarða króna milli fjórðunga. Greiningardeild Glinis telur að mesta óvissan í spánni sé varðandi aðrar rekstrartekjur en talsverð óvissa er um gengishagnað bankans á fjórðungnum. Helst nefnir greiningardeildin hagnað af sölu tékkneska fjarskiptafélagsins CRa en væntur söluhagnaður af félaginu komst í hámæli í umfjöllun fjölmiðla undir lok ársins. Glitnir gerir ráð fyrir 4,5 milljarða króna söluhagnaði af félaginu.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,41% og er 6.913 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur um 2,9 milljarðar króna. Landsbankinn hefur hækkað um 1,04%, Glitnir hefur hækkað um 0,81%, Eimskip hefur hækkað um 0,61% og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,56%. Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,69%, Atorka Group hefur lækkað um 0,45%, Alfesca hefur lækkað um 0,41%, Icelandair Group hefur lækkað um 0,35% og Actavis Group hefur lækkað um 0,14%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,02% og er 122,4 stig.


 

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um nærri 6% frá 11. janúar og má gera ráð fyrir því að stórfelld krónubréfaútgáfa hafi að mestu leyti stuðlað að styrkingunni, segir greiningardeild Glitnis.Glitnir bendir einnig á að gengishækkunina megi að einhverju leyti rekja til viðsnúnings í umræðunni um hvort einhverjir viðskiptabankanna væru um það bil að færa eigið fé sitt yfir í evrur.Marktækt samband er milli krónubréfa og gengis, segir Glitnir. Það sem af er ári hafa erlendir aðilar gefið út 61,5 milljarða króna í krónubréfum, og þar af fimm milljarða króna í þessari viku.Aldrei hefur verið gefið út meira magn krónubréfa í einum mánuði frá því útgáfa hófst haustið 2005. Alls eru nú útistandandi rúmlega 320 milljarða króna af krónubréfum.Glitnir telur kjör þeirra bréfa sem gefin hafa verið út undanfarnar vikur allgóð samanborið við kjör íslenskra ríkisbréfa. Í kjölfar gengislækkunar krónunnar á síðasta ári hefur verðlagning hennar verið með eðlilegri hætti og er talið að þeir fjárfestar er kaupa krónubréf nú lendi síður í því að gengistap vegi þyngra en ávöxtun bréfanna.


 

Gengi hlutabréfa AMR Corp, móðurfélags American Airlines, hækkaði um 2,15% í gær eftir að hafa lækkað um 8,49% á þriðjudaginn síðastliðinn. FL Group keypti nýlega 5,98% hlut í félaginu.


 

Kaupþing banki hefur samþykkt að kaupa bresku tískuvöruverslunina Phase Eight, ásamt fleiri fjárfestum, fyrir tæplega sjö milljarða króna. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun bankinn eignast um 35% hlut í félaginu en fjárfestahópurinn inniheldur meðal annars auðjöfurinn Robert Tchenguiz og Ian Findlay, forstjóra og fjámálastjóra Jane Norman-keðjunnar.


 

Gengi hlutabréfa AMR Corp., móðurfélags American Airlines, féll um 8,49% á hlutabréfamarkaði vestan hafs í gær og nam 36,7 Bandaríkjadölum hluturinn. FL Group keypti nýlega 5,98% hlut í móðurfélaginu, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag. "Ekki er ólíklegt að rekja megi þessa lækkun til tilkynningar AMR í gær um að félagið ætli að auka hlutafé sitt um rúmlega 6%. Bréfin munu verða seld á genginu 38,7 dalir á hlut og eiga að skila félaginu 503,1 milljónum dala. Félagið hyggst nýta þessa fjármuni m.a. til greiðslu skulda og skuldbindinga auk kaupa á nýjum flugvélum," segir greiningardeild Kaupþings banka. Hún segir að gengi bréfa félagsins höfðu fram að því hækkað um 32% á nýju ári og var gengi bréfanna við lokun markaða á mánudag 40,09 dalir.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,23% og er 6.885 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan var um 4,5 milljarðar króna. Mosaic Fashions hækkaði um 2,11%, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,84%, Össur hækkaði um 0,89% og Landsbankinn hækkaði um 0,35%. Atorka Group lækkaði um 2,79%, 365 lækkaði um 1,33%, Teymi lækkaði um 0,98%, Bakkavör Group lækkaði um 0,92%. Gengi krónu styrktist um 0,41% og er 122,3 stig.


 

Líf er að færast á ný í útflutning vatns frá Íslandi og nokkur félög eru nú að huga að átöppun og framleiðslu með aðkomu erlendra fjárfesta. Í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að unnið er að tveimur kostgæfnisathugunum vegna tveggja vatnsverksmiðja en fjárfesting vegna þeirra gæti numið 6 til 8 milljörðum króna.


 

íslenskir fjárfestar orðaðir við kaup í félaginu


 

Creditinfo Group hefur keypt 25% hlut í fyrirtækinu Zvilgnis Is Arciau í Litháen og á nú allt hlutafé félagsins. Creditinfo átti fyrir 75% hlut og hafði kauprétt á því sem eftir stóð. Að sögn Reynis Grétarssonar, framkvæmdastjóra Creditinfo Group, hefur rekstur félagsins gengið vel og því var ákveðið að nýta kaupréttinn. Kaupverðið var um 250 þúsund evrur eða um 24 milljónir króna. Þess má geta að Zvilgnis Is Arciau þýðir: Við nánari skoðun. Creditinfo Group hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi á sviði lánshæfisupplýsinga og áhættustýringar frá árinu 2002, með áherslu á nýmarkaði. Félagið er með starfsemi í meira en tuttugu löndum og tók nýlega þátt í að stofna fjárhagsupplýsingastofu í Kasakstan og Úkraínu. Á síðasta ári var stofnað nýtt félag innan Creditinfo sem veitir viðskiptavinum félagsins beinan aðgang að markaðs-, viðskipta- og lánshæfisupplýsingum í Mið-Austurlöndum. Félagið nefnist Creditinfo Middle-East og er það mikilvægur hluti alþjóðlegrar starfsemi Creditinfo Group. Þess má geta að Creditinfo Group er í 81. sæti yfir þau evrópsku fyrirtæki sem eru mest vaxandi og atvinnuskapandi, samkvæmt úttekt sem birtist á síðasta ári í tímaritinu Europes 500.


 

Gengi hlutabréfa AMR Corp., móðurfélags American Airlines, féll um 8,49% á hlutabréfamarkaði vestan hafs í gær og nam 36,7 Bandaríkjadölum hluturinn. FL Group keypti nýlega 5,98% hlut í móðurfélaginu.


 

markaðsvirði félagsins eitt þúsund milljarðar íslenskra króna


 

hækkaði sjö mánuði í röð þar á undan


 

Eftir að hafa nánast staðið í stað frá vordögum 2006 hafa útlán íslenska bankakerfisins vaxið hratt undanfarið, segir greiningardeild Glitnis. ?Gildir einu hvort um lán til fyrirtækja eða einstaklinga er að ræða. Erlend útlán uxu þó hraðar en innlend á síðustu mánuðum nýliðins árs. Samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabanka námu heildarútlán bankakerfisins 3.808 milljarðar króna í árslok. Af því námu innlend útlán og markaðsverðbréf 2.524 milljarða króna en heildarupphæð erlendra útlána og markaðsverðbréfa var 1.284 milljarðar króna. Erlend útlán jukust hins vegar um 77% milli ára meðan aukning innlendra útlána var 32% á sama tíma,? segir greiningadeildin. Hún segir að heildarskuldir íslenskra heimila við bankakerfið hafi numið 708 milljörðum króna í árslok, en það jafngildir 30% aukningu á síðasta ári. ?Þar verður þó að hafa í huga að á fyrstu mánuðum síðasta árs voru heimilin enn í óða önn að skuldbreyta húsnæðislánum sínum, sem jók hlutdeild bankanna í þeim en minnkaði að sama skapi hluta Íbúðalánasjóðs. Verðtryggingin á hér einnig talsverðan hlut að máli en verðbólga yfir síðasta ár var 7%. Hlutdeild gengistryggðra lána í skuldum heimilanna hefur aukist nokkuð undanfarið og nam 10,4% í árslok. Yfirdráttarlán heimila hafa hins vegar staðið í stað undanfarið ár og þar með hefur hlutfall þeirra af heildarskuldum lækkað, en þau námu alls 67 milljarða króna um áramót,? segir greiningardeildin. Hún segir að skuldir innlendra fyrirtækja við íslenskt bankakerfi voru alls 1.705 milljarðar króna í lok 2006 og höfðu þá aukist um 43% á árinu. ?Við þetta bætist svo væntanlega að á liðnu ári var mikið um skuldabréfaútgáfur fyrirtækja. Ríflega 60% þessara skulda eru gengistryggðar og endurspeglar það að mestu leyti útrás stærri fyrirtækjanna og þá staðreynd að æ stærri hluti tekna þeirra og eigna er í erlendum gjaldmiðlum,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,4% og er 6.873 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur um tveimur milljörðum króna. Flaga Group hefur hækkað um 0,41%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 0,35%, Eimskip hefur hækkað um 0,3% og 365 hefur hækkað um 0,22%. Atorka Group hefur lækkað um 2,94%, FL Group hefur lækkað um 1,38%, Teymi hefur lækkað um 1,14%, Alfesca hefur lækkað um 0,81% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,7%. Gengi krónu hefur veikst um 0,21% og er 123 stig.


 

vörumerki fyrirtækjanna óbreytt


 

Aðeins tímaspursmál er hvenær íslenska ríkið mun láta af innheimtu fimmtán prósenta skatts á arðgreiðslur sem renna frá Íslandi til félaga sem eru skráð í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, að mati Jóns Elvars Guðmundssonar, sérfræðings í alþjóðlegum skattarétti hjá lögmannsþjónustunni LOGOS.


 

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ráðið fjárfestingabankann Lehman Brothers til að finna hugsanlega kaupendur að 65% hlut félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company (BTC), samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.Markaðsvirði BTC er um 1,7 milljarðar evra, sem samsvarar 152 milljörðum íslenskra króna. Verðmæti hlutar Novators nemur því 98,8 milljörðum króna, en hópur fjárfesta keypti hlutinn árið 2004 þegar félagið var einkavætt fyrir 230 milljónir evra, eða í kringum 20 milljarða króna. Verðmæti hlutarins hefur því hækkað um 78,8 milljarða króna.


 

Orðrómur er um að hópur íslenskra fjárfesta hafi í síðustu viku keypt tæplega 3% hlut í bresku matvöruverslunarkeðjunni Sainsburys, sem hefur stuðlað að hækkun á gengi hlutabréfa fyrirtækisins. Talið er að fjárfestarnir hafi síðan aukið við hlut sinn, en kaupin eru þó enn ekki flöggunarskyld þar sem eignarhluturinn er undir 5%.Líkt og oft áður er Baugur grunaður um kaupin, en einnig eru getgátur um að FL Group sé með í för. Saman tóku félögin stöðu í bresku stórverslunarkeðjunni Marks & Spencer í fyrra og seldu síðan með góðum hagnaði.Gengi hlutabréfa Sainsburys hafði hækkað um 0,98% í tæp 439 pens hluturinn í gærmorgun og á föstudaginn, stuttu eftir að orðrómurinn fór á kreik, hækkuðu bréfin um 0,9%. Markaðsvirði félagsins er í kringum 7,5 milljarðar punda, sem samsvarar rúmlega eitt þúsund milljörðum króna.FL Group hefur jafnt og þétt verið að auka fjárfestingargetu sína með ýmsum fjármálaverkfærum. Baugur hefur einnig töluverða fjárfestingagetu, en margir sérfræðingar telja Sainsburys þó of stóran bita fyrir Íslendingana. Hins vegar eru góðir möguleikar á að skuldsetja breska félagið verulega og fasteignir félagsins eru eftirsóknarverðar, segja greiningaraðilar. Reiknað er með að hugsanlegir kaupendur þurfi í kringum tvo milljarða punda í eigið fé til að kaupa félagið.Breska verðbréfafyrirtækið Numis telur Sainsburys vera mest spennandi matvælakeðjuna og bendir á að virði fasteigna félagsins sé svipað og markarðsvirði félagsins. Baugur og samstarfsaðilar hafa notað fasteignir fyrirtækja sem þeir kaupa til að greiða kaupverð að hluta (e. sale and leaseback) og því mögulegt að fasteignsafnið geti auðveldað kaupin.


 

Glitnir lauk í dag við 500 milljóna evru skuldabréfaútgáfu. Kaupendur voru evrópskir fjárfestar og var mikil umframeftirspurn meðal fjárfesta að sögn Ingvars Ragnarssonar forstöðumans alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Upphæðin samsvarar til 44,6 milljarða íslenskra króna.


 

Landsbankinn mun á næstu þremur árum veita alls 3,6 milljónum króna til tveggja fræðsluverkefna á vegum Útflutningsráðs og var samkomulag þess efnis undirritað í gær að því er kemur fram í frétt bankans.  Annars vegar veitir bankinn 1,8 milljónum króna á árunum 2007-9 til þróunarverkefnisins Hagvöxtur á heimaslóð en verkefnið snýst um að auka samstarf á milli ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið hefur nú þegar gefið góða raun á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi og er ætlunin að færa það yfir á Suður- og Suðausturland. Hins vegar styrkir bankinn verkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur um jafnháa upphæð á tímabilinu, en verkefnið hefur verði á dagskrá Útflutningsráðs í 17 ár og miðar að því að þróa viðskiptahugmyndir um útflutning á vöru og þjónustu. Fjölmörg fyrirtæki hafa orðið til í gegnum þetta gamalgróna verkefni, og má meðal annars nefna stórfyrirtækin Össur og Bakkavör. Landsbankinn og Útflutningsráð telja mikilvægt að við fræðslu og ráðgjöf sé lögð áhersla á gott skipulag fjármála er varðar m.a. fjármögnun útflutnings, gjaldeyrisviðskipti og áhættustýringu. Með því að taka höndum saman um fræðsluverkefnin vilja þessir aðilar fylgja þessum áherslum eftir. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að styðja við vöxt og útrás smárra og meðalstórra fyrirtækja. Bankinn hefur stærsta hlutdeild á íslenskum fyrirtækjamarkaði og hefur stutt við vöxt íslenskra fyrirtækja frá stofnun bankans árið 1886 segir í frétt bankans.


 

Eignaverð hélst nánast óbreytt í desember frá fyrri mánuði, samkvæmt eignaverðsvísitölu greiningardeildar Kaupþings banka. ?Frá sama tíma í fyrra nam hækkunin hinsvegar 8,4% eða sem nemur um 1,4% hækkun að raunvirði milli ára. Í upphafi árs mældist tólf mánaða raunhækkun eignaverðs í kringum 20% en hratt dró úr vextinum um mitt árið samhliða verðbólguskoti sem dró úr hækkun eignaverðs að raunvirði,? segir greiningardeildin. Eignaverðsvísitalan endurspeglar þróun á eignaverði heimila en tekið er mið af þróun fasteignaverðs og ávöxtun á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. ?Á síðasta ári hækkaði eignaverð að meðaltali um 8,5% milli ára, þar af hækkaði hlutabréfaverð að raunvirði um 32%, miðað við ICEX-15 vísitölu Kauphallar og raunverð fasteigna um 6%. Þá dró úr verðmæti skuldabréfa um 1,6% milli ára, miðað við skuldabréfavísitölur Kauphallarinnar. Má því segja að eignaverðshækkunin á síðasta ári hafi einkum verið drifin áfram af hækkunum á hlutabréfamarkaði, samanborið við árið 2005 þegar fasteignaverð leiddi áfram hækkun eignaverðs,? segir greiningardeildin.


 

Austuríska fjársýslan gaf í dag út krónubréf fyrir tvo milljarða króna til tveggja ára með 10,4% vaxtagreiðslum, segir greiningardeild Kaupþings. ?Það sem af er janúar hafa verið gefnir út tæpir 70 milljarðar króna og telur heildarútgáfan rúma 370 milljarða króna ? en um rúmir 300 milljarðar króna eru útistandandi um þessar mundir,? segir greiningardeildin. Hún telur að það viðri vel til krónubréfaútgáfu á næstu þremur til sex mánuðum, sem muni styðja við gengi krónunnar til skamms tíma. ?Mikilvægur þáttur í gangverki vaxtamunarviðskipta eru áframhaldandi lágir vextir í Japan og svo virðist vera sem trú markaðsaðila á skjótri hækkun stýrivaxta þarlendis hafi minnkað að undanförnu, meðal annars vegna minni verðbólguþrýstings. Ef svo fer sem horfir er ljóst að þetta mun styðja við aukinn viðgang vaxtamunarviðskipta,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,42% og er 6.901 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 6.327 milljónum króna. Sérfræðingar segja að 7.000 stiga múr Úrvalsvísitölunnar geti verið ákveðin sálfræðileg hindrun fyrir hlutabréfamarkaðinn, sem geti valdið því að markaðurinn lækki lítillega en Úrvalsvísitalan fór hæst í 6.925 stig í fyrra, þann 15. febrúar. Mosaic Fashions hækkaði um 1,43%, Exista hækkaði um 0,81% og Actavis hækkaði 0,14%. FL Group lækkaði um 1,7%, Össur lækkaði um 0,89%, Alfesca lækkaði um 0,8%, Flaga Group lækkaði um 0,8% og Kaupþing lækkaði um 0,65%. Gengi krónu styrktist um 0,4% og er 122,7 stig við lok markaðar.


 

Kaupþing undirritaði í desember sambankalán að virði 530 milljónir evra, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, en ekki er vitað til þess að bankinn hafi greint opinberlega frá lántökunni.


 

bankinn birtir ársuppgjörið í London á föstudaginn næstkomandi


 

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur þegið boð um að taka sæti í Þróunarráði Indlands, segir í fréttatilkynningu. 


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,03% og er 6.928 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 3.679 milljónum króna. Mosaic Fashions hefur hækkað um 2,51%, Actavis hefur hækkað um 0,99% og Landsbankinn hefur hækkað um 0,35%. Össur hefur lækkað um 0,89%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,55%, Kaupþing hefur lækkað um 0,43% og Atorka Group hefur lækkað um 0,29%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,32% og er 122,7 stig.


 

Staða félaganna í vísitölunni er önnur í dag en fyrir tæpu ári síðan en talsvert ójafnvægi er enn í hagkerfinu, segir greiningardeild Glitnis um það að Úrvalsvísitalan endaði daginn í gær í sögulegu hágildi eða 6.930 en fyrir um ári síðan var fyrra hámarkinu náð þann 15. febrúar. ?Neikvæð umræða erlendra aðila um fjármögnun bankanna og stöðu efnahagslífsins orsakaði,? segir greiningardeildin. Um stöðu mála í dag segir greiningardeildin: ?Rekstur félaganna í Úrvalsvísitölunni er alþjóðlegur og hefur staða innlends efnahagslíf því mun minni áhrif á rekstur þeirra en áður. Fjármögnun flestra fyrirtækjanna er einnig með ágætum og ætti því ekki að halda aftur af hækkun hlutabréfaverðs á árinu. Hinsvegar er yfirgnæfandi hluti fjárfesta á markaðnum innlendur sem gerir markaðinn næman fyrir innlendri hagsveiflu. Væntingar standa hinsvegar til aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta í kjölfar sameiningar Kauphallarinnar og OMX sem mun styrkja markaðinn til lengri tíma litið,? segir greiningardeildin. Hún telur að það séu margir áhugaverðir fjárfestingakostir á innlendum hlutabréfamarkaði en augljósum kauptækifærum hefur þó fækkað í kjölfar mikillar hækkunar á skömmum tíma.


 

Launavísitala í desember 2006 er 300,8 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Lækkun vísitölunnar skýrist af því að í útreikningi gætir ekki lengur áhrifa eingreiðslu á almennum vinnumarkaði sem greidd var í árslok 2005 og kom til hækkunar launavísitölu í desember sama ár. Eingreiðsluna má rekja til samkomulags Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins frá 15. nóvember 2005 um að hámarki 26 þúsund króna eingreiðslu í tengslum við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, segir Hagstofan. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8%. Launavísitala fyrir helstu launþegahópa á fjórða ársfjórðungi 2006 er 159,8 stig og hækkaði um 1,3% frá fyrri ársfjórðungi. Sambærileg vísitala fyrir opinbera starfsmenn og bankamenn er 162,4 stig og hækkaði um 1,5%. Vísitala fyrir almennan markað er 158,0 stig og hækkaði um 1,1%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í febrúar 2006 er 6580 stig.


 

Fyrir tæpu ári, þann 15. febrúar 2006, var lokagildi Úrvalsvísitölunnar 6.925 en eftir það hallaði hratt undan fæti. Það var ekki fyrr en í dag sem hærra lokagildi náðist á ný en úrvalsvísitalan var 6.930 stig í lok dags og er það jafnframt hæsta lokagildi frá upphafi eins og greiningardeild Landsbankans bendir á í Vegvísi sínum.


 

Úrvalsvístalan hækkaði um 0,16% og er 6.930 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nam 6.429 milljónum króna. Bakkavör Group hækkaði um 2,34%, FL Group hækkaði um 1,03%, Eimskip hækkaði um 0,92%, Straumur-Burðarás hækkaði um 0,56% og Glitnir hækkaði um 0,4%. Mosaic Fashions lækkaði um 2,44%, Atlantic Petroleum lækkaði um 1,63%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 1,63%, Marel lækkaði um 1,33% og Atorka Group lækkaði um 0,73%. Gengi krónu styrktist um 0,43% og er 123,2 stig.


 

Rekstur Íslenskra verðbréfa hf. gekk vel á árinu 2006 og mikill vöxtur einkenndi starfsemina segir í fréttatilkynningu félagsins. Hagnaður nam 491 milljón króna og að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts var hagnaður 403 milljónir króna. Þetta er besta rekstrarár í sögu félagsins.


 

Viðgerðarskipið CS Pacific Guardian kom á bilunarstað CANTAT-3 sæstrengsins mánudaginn 15.janúar síðastliðin. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur veður og sjólag á svæðinu verið mjög slæmt og því hefur ekki gefist tækifæri til að hefja viðgerð á strengnum. Vegna veðurútlits hafa rekstraraðilar strengsins því ákveðið að fresta viðgerð að sinni og er viðgerðarskipið á leið til heimahafnar á Bermuda. Með tilliti til þessa var strengurinn gangsettur að nýju til Evrópu síðdegis 18. janúar s.l. og er vonast til að fjarskiptaumferð í þá átt verði með eðlilegum hætti þar til tækifæri gefst til viðgerðar.


 

Glitnir hefur ráðið hollenska bankann ABN Amro og þýska bankann Deutche Bank til að leiða væntanlegt skuldabréfaútboð í evrum, samkvæmt upplýsingum frá markaðsaðilum erlendis.


 

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun, mánudaginn 22. janúar, ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um sjálfbæra þróun sem haldin er í Delhi á Indlandi dagana 22.-24. janúar (Delhi Sustainable Development Summit), segir í fréttatilkynningu. Í ræðu sinni við setningarathöfn ráðstefnunnar í morgun fjallaði forseti Íslands um möguleika á samstarfi Indverja og Íslendinga um nýtingu hreinna orkulinda svo sem jarðhita. Hann nefnir þann árangur sem orðið hefði í samstarfi þjóðanna eftir opinbera heimsókn forseta Indlands til Íslands árið 2005. Þá rakti forseti Íslands hvernig Ísland gæti orðið miðstöð fyrir samræður, rannsóknir og ákvarðanir á sviði hreinnar orku og stuðlað þannig að breyttri orkunýtingu á heimsvísu um leið og hamlað yrði gegn hættum vegna loftslagsbreytinga.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,18% og er 6.931 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 3.604 milljónum kro´na. Eimskip hefur hækkað um 1,84%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,11%, FL Group hefur hækkað um 0,69%, Bakkavör Group hefur hækkað um 0,47% og Kaupþing hefur hækkað um 0,11%. Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,27%, Alfesca hefur hækkað um 0,8%, Marel hefur hækkað um 0,66%, Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 0,56% og Exista hefur hækkað um 0,41%. Gengi krónu hefur veikst um 0,29% og er 124,1 stig.


 

Aldis Upenieks, stjórnarformaður Norvik Banka, reiknar með því að hagnaður bankans á árinu 2007 aukist í 11,3 milljónir evra úr 4,9 milljónum í fyrra, en hagnaður bankans dróst saman um 42,5% á frá árinu 2005.


 

Actavis hefur sett á markað þrjú ný samheitalyf í Evrópu. Lyfin eru þróuð á Íslandi og eru meðal fjölmargra lyfja sem Actavis mun markaðssetja í Evrópu á næstu mánuðum að því er kemur fram í frét fyrirtækisins.


 

Baugur hefur áhuga á að opna verslanir á Indlandi, samkvæmt frétt í breska viðskiptablaðinu Financial Times, en félagið hefur keypt fjölda tískuvöruverslana í Bretlandi og í Danmörku á síðustu árum.


 

Samkaup hf. hefur ákveðið að efla starfsemi innkaupadeildar fyrirtækisins. Liður í þeirri breytingu er að starfsemi þurrvörudeildar Búrs mun flytjast úr Bæjarflöt 2, Reykjavík til Keflavíkur og verða hluti af nýrri Innkaupadeild Samkaupa hf. Innkaupadeild Samkaupa mun hafa með höndum öll innkaup fyrirtækisins ásamt eftirliti með birgðahaldi og dreifingu. Forstöðumaður Innkaupadeildar verður Sigurður Á. Sigurðsson með starfsstöð í Keflavík og taka breytingarnar gildi 1.mars nk. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að birgðahald fyrir þurrvöru verður eins og hingað til hjá Samskipum við Kjalarvog. Innflutningi og innkaupum á þurrvörulagerinn verður áfram stýrt af Kristjönu Pálsdóttur, en hún flytur starfstöð sína til skrifstofu Samkaupa í Keflavík. Búr ehf. mun áfram starfa við innflutning og dreifingu ávaxta og grænmetis og verður starfsemin áfram staðsett í Bæjarflöt 2, Reykjavík og mun Kolbeinn Ágústsson verða rekstrarstjóri þar.


 

Þess er vænst að Lögþing Færeyja samþykki innan skamms að ráðast í stærstu bílagöng eyjanna til þessa. Kostnaður við göngin er upp á 11 milljarða króna og verður um að ræða fyrstu einkaframkvæmd á þessu sviði Kaupþing banki verður meðal fjárfesta í verkinu.


 

Tekjur Nýherja á árinu 2006 námu 8.646 milljónum króna en voru 6.293 milljónir króna árið á undan og er tekjuaukning því 37,4% milli ára. Hagnaður Nýherja eftir skatta var 305,6 milljónir króna á árinu 2006, samanborið við 76,5 milljónir króna árið áður.Hagnaður Nýherja ásamt dótturfélögum fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir ? EBITDA ? nam 682,5 milljónum króna, en var 232,7 milljónir króna árið áður. Hlutfall EBITDA af heildartekjum er því 7,9% á árinu.Launakostnaður á árinu nam 2.523,3 milljónum króna og hækkar um 54% fyrir samstæðuna í heild. Hækkun launakostnaðar er að mestu tilkomin vegna fjölgunar starfsmanna, einkum við kaup á AppliCon A/S í Danmörku. Meðalfjöldi stöðugilda hjá Nýherja og dótturfélögum var 337 árið 2006, sem er aukning um 45 stöðugildi frá árinu á undan. Í árslok voru stöðugildi 351 en heildarstarfsmannafjöldi 371.Tekjur félagsins af vörusölu og tengdri þjónustu námu 5.723 milljónum króna en af ráðgjöf og sölu hugbúnaðar voru tekjur 2.961 milljónir króna á árinu. Tekjur af erlendri starfsemi voru 1.050 milljónir króna eða 12% heildartekna.


 

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,2% í febrúar, samkvæmt spá greiningardeildar Kaupþings. ?Verðbólgan síðustu 12 mánuði verður þá 7,2% en var 6,9% í janúar. Við gerum ráð fyrir að útsölur á fötum og skóm hafi áhrif til lækkunar í febrúar en matarliðurinn verði til hækkunar. Í mars lækkar verðbólgan hins vegar skarpt vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvæli. Við reiknum með að tólf mánaða verðbólga verði komin undir 2,5% verðbólgumarkmiðið í maí og haldist þar fram í mars á næsta ári,? segir greiningardeildin.


 

fyrirhugað að setja upp söluskrifstofu erlendis


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,23% og er 6.919 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 5.689 milljónum króna. Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 7,93%. Alfesca hækkaði um 2,25%, Eimskip hækkaði um 2,19% en félagið birti uppgjör sitt í dag, FL Group hækkaði um 2,11%, Kaupþing hækkaði um 1,87% og Landsbankinn hækkaði um 1,4%. Icelandic Group lækkaði um 0,68%, 365 og Marel lækkuðu um 0,66%, Atorka Group lækkaði um 0,44% og Flaga Group lækkaði um 0,4%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,4% og er 123,7 stig við lok dags.


 

Hagnaður Lýsingar hf. nam 1.009 milljónum króna árið 2006 eftir skatta, samanborið við 689,2 milljónir króna árið 2005, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.Lýsing hf. er dótturfélag Exista hf. en á árinu keypti Exista allt hlutafé í VÍS eignarhaldsfélagi hf. Aðalstarfsemi Lýsingar er á sviði eignarleigu með fjármögnun á atvinnutækjum, atvinnuhúsnæði og bifreiðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.Árið 2006 var 20. heila starfsár Lýsingar og besta rekstrarár félagsins frá upphafi. Starfsemi ársins einkenndist af miklum vexti í útlánum, sem jukust um 61,99% og voru 59.951 milljónir króna í árslok. Þá var staða vanskila mjög góð og afskrifaðar tapaðar kröfur 0,32% af útlánum í upphafi árs en meðaltal síðastliðinna þriggja ára 0,40%. Heildarniðurstaða efnahagsreiknings var í árslok 61,3 milljarðar króna, segir í tilkynningunni.Eigið fé Lýsingar hf. var í árslok 4,96 milljarðar króna og víkjandi lán 1,54 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall reiknað skv. lögum er 10,97%. Lykiltölur ársins 2006 og samanburðartölur frá árunum á undan sýna góðan vöxt í rekstri fyrirtækisins en einnig jókst fjöldi viðskiptavina Lýsingar um 37% á sama tímabili.Fjöldi starfsmanna var 61 í árslok. Í stjórn Lýsingar hf. eru Sigurður Valtýsson, Erlendur Hjaltason, Sveinn Þór Stefánsson, Bjarni Brynjólfsson og Ásmundur Tryggvason. Framkvæmdastjóri er Ólafur Helgi Ólafsson.


 

Útflutningsráð hefur hafið undibúningsvinnu vegna fyrirhugaðar viðskiptasendinefndar til Rúmeníu í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins, en stefnt er að því að hún verði á bilinu 11.-14. júní næstkomandi.


 

Vegna orðróms staðfestir Alfesca að viðræður um möguleg kaup á franska fyrirtækinu Adrimex eru vel á veg komnar, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar Adrimex er leiðandi í vinnslu rækjuafurða í Frakklandi en sölutekjur þess námu 56,4 milljónum evra árið 2006. Viðræður um kaup á Adrimex eru í samræmi við yfirlýst markmið stjórnar Alfesca, en viðræðum aðila er ekki lokið, segir í tilkynningunni.  Alfesca mun upplýsa um nánari framvindu mála eftir því sem tilefni er til, en Alfesca sendir út tilkynninguna með samþykki Adrimex og móðurfélags þess, Groupe Adrien.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,16% og er 6.845 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1.423 milljónum króna. FL Group hefur hækkað um 2,11%, Eimskip hefur hækkað um 1,25%, Exista hefur hækkað um 0,82%, Mosaic hefur hækkað um 0,7% og Glitnir hefur hækkað um 0,41%. Actavis hefur lækkað um 0,71%, Icelandic Group hefur lækkað um 0,68%, 365 hefur lækkað um 0,66%, Marel hefur lækkað um 0,66% og Alfesca hefur lækkað um 0,61%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,46% og er 123,6 stig.


 

Viðskiptablaðið og Morgunblaðið njóta svipaðs trausts


 

Markaðsverðmæti tæknifyrirtækisins XG Technology, sem er að hluta til í eigu íslenskra fjárfesta, hefur nánast tvöfaldast á síðustu dögum og er nú rúmlega einn milljarður Bandaríkjadala (70 milljarðar íslenskra króna), samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni í London.Félagið var skráð á AIM-markaðinn í Bretlandi í nóvember og var markaðsverðmæti þess við skráningu 544 milljónir dala, eða rúmlega 38 milljarðar króna. Á þriðjudaginn síðastliðinn snarhækkaði gengi bréfa XG Technology, eða um 49% á einum degi, og fór markaðsverðmætið í kringum einn milljarð dala, sem samsvarar rúmlega 70 milljörðum króna.


 

félagið skilar hagnaði að teknu tilliti til skatta


 

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan janúar, er 364,5 stig, hækkar um 2,30% frá fyrra mánuði, en vísitalan gildir fyrir febrúar, segir í tilkynningu Hagstofu Íslands. Samningsbundin laun í byggingariðnaði hækkuðu að meðaltali um 4,2% (áhrif á vísitöluna 1,8%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 12,1%.


 

áform um fjögur sambankalán á árinu


 

Það má eiga von á töluverðum sveiflum á markaðnum á árinu, að sögn greiningardeildar Kaupþings, sem spáir að Úrvalsvísitalan muni vera 8.000 stigum við lok árs, sem er um 25% hækkun yfir árið. ?Hátt vaxtastig setur pressu á fjármagnið á markaðinum auk þess sveiflur í gengi krónunnar eru líklegar til að smita út á hlutabréfamarkaðinn líkt og verið hefur. Þrátt fyrir það teljum við möguleika til hækkunar Úrvalsvísitölunnar nokkuð góða en mikil umsvifaaukning og væntingar okkar um áframhaldandi ytri vöxt félaga ættu að styðja við frekari hækkanir,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,15% og er 6.834 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 9.466 milljónum króna. Marel hækkaði um 1,33%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,73%, Kaupþing hækkaði um 0,66%, Össur hækkaði um 0,44% og Actavis hækkaði um 0,43%. Eimskip lækkaði um 3,62%, Mosaic Fashions lækkaði um 3,06%, FL Group og Landsbankinn lækkuðu um 1,38% og Atorka Group lækkaði um 0,87%. Gengi krónu styrktist um 0,61% og er 124,2 stig.


 

Greiningarfyrirtækið Moodys spáir að markaður sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) muni halda áfram að vaxa á þessu ári, þar sem nýjar þjóðir muni bætast í hóp útgefenda og nýjir útgefendur muni bætast í hópinn hjá þeim þjóðum sem þegar eru þátttakendur á markaðnum, segir í frétt Dow Jones. Í gegnum tíðina hefur Þýskaland verið helsti útgefandi sérvarinna skuldabréfa, en á undanförnum árum hafa nýjar þjóðir bæst í hóp útgefenda, þar á meðal Ísland, Austurríki, Frakkland, Spánn og Portúgal, segir í fréttinni. Í desember gekk Glitnir frá rammasamningi um útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) tengd húsnæðislánasafni bankans. Heildarupphæð samningsins nam eitt hundrað milljörðum króna og var uppsetning rammasamningsins í höndum Deutsche Bank. Fjöldi útgáfa sérvarinna skuldabréfa sem Moodys gefur lánshæfiseinkun jókst um 26% á árinu sem leið, eða 24 útgáfur, samanborið við aðeins átta árið 2005.


 

mikil aukning í sölu frystra matvæla í Bretlandi


 

Icelandair mun í sumar bjóða brottför og komu í millilandaflugi sínu á Akureyri.. Um er að ræða beint flug snemma morguns frá Akureyri til Keflavíkur og flug síðdegis frá Keflavíkur flugvelli norður, segir í tilkynningu frá félaginu."Við notum Keflavíkurflugvöll sem miðstöð í miklu leiðakerfi sem nær milli 25 borga Norður-Ameríku og Evrópu og nú bætum við Akureyri í hópinn. Þessi hluti leiðarinnar verður inni í heildarfargjaldinu, líkt og þegar fólk kaupir flug með millilendingu í Keflavík á leiðum okkar milli Evrópu og Norður-Ameríku," segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Icelandair. 


 

Hf. Eimskipafélag Íslands birtir uppgjör ársins 2006 sem lauk 31. október 2006, þann 19. janúar en ekki í dag eins og áður var auglýst, að því er fram kemur í tilkynningu. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn föstudaginn, 19. janúar, í húsakynnum Eimskips, Sundakletti, að Korngörðum 2. Kynning á uppgjörinu hefst stundvíslega kl. 08:30 og boðið verður upp á morgunverð


 

(skip.is) Samkomulag náðist um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á fundi Íslands, Noregs, Evrópusambandsins, Rússlands og Færeyja í nótt.


 

Samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og Hotelbenchmark.com var herbergjanýting hótela í Reykjavík umtalsvert betri í nóvember síðastliðnum en árið áður.


 

greiningardeild Glitnis mælir með yfirvogun


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,37% og er 6.870 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 7.728 milljónum króna. Kaupþing hefur hækkað um 1,22%, Exista hefur hækkað um 0,41%, Icelandair Group hefur hækkað um 0,35% og Actavis Group hefur hækkað um 0,29%. Eimskip hefur lækkað um 1,51%, FL Group hefur lækkað um 1,04%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,68%, Marel hefur lækkað um 0,67% og Alfesca hefur lækkað um 0,41%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,54% og er 124,3 stig.


 

Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands hlaut árlega viðurkenningu Félags Kvenna í Atvinnurekstri (FKA) sem afhend voru í gær við mikið fjölmenni í súlnasal Hótel Sögu.


 

Samkomulag um almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum um 40% hefur náðst við Evrópusambandið, segir í Stiklum, vefriti Viðskiptaskrifstofu.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 63,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2006, samanborið við 57,4 milljarða á sama tímabili 2005, segir í tilkynningu Hagstofu Íslands. 


 

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 103,2 stig í desember síðastliðnum og hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði, á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 107,1 stig, óbreytt frá nóvember, segir í tilkynningu Hagstofu Íslands. Frá desember 2005 til jafnlengdar árið 2006 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,1% að meðaltali í ríkjum EES, 1,9% á evrusvæðinu og 5,9% á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 6,8% í Lettlandi og 6,6% í Ungverjalandi. Minnst var verðbólgan 0,8% á Möltu og 1,2% í Finnlandi.


 

Að sögn Matthías Imsland, forstjóra Iceland Express, skoðar félagið nú möguleika á að hefja fraktflug. "Við erum búin að fullvinna viðskiptaáætlun fyrir fraktflug. Við teljum vera svigrúm á þessum fraktmarkaði vegna þeirrar háu verðlagningar sem þar er viðhöfð í dag," segir Matthías í viðtali við Viðskiptablaðið.


 

Jónar Tansport gáfu nú í janúar út geisladisk til minningar um Svandísi Þulu, 5 ára stúlku sem lest í bílslysi í Reykjavík 2. desember síðastliðinn. Diskurinn hefur selst vonum framar og viðbótarupplag er á leið til landsins. Allur ágóði sölunnar rennur í söfnun til stuðnings Nóna Sæ, 8 ára bróður Svandísar Þulu, sem slasaðist alvarlega í bílslysinu. Jónar Transport leggja sitt af mörkum með því að flytja geisladiskana til landsins og tollafgreiða þá endurgjaldslaust. Fyrsta upplagið, 2.000 eintök, kom til landsins 8. janúar og hafði þá nánast selst upp í forsölu á Netinu. Því var ákveðið að láta framleiða 2.000 eintök til viðbótar hjá Sony í Salzburg í Austurríki. Nágranni Nóna Sæs og fjölskyldu, Leone Tinganelli, samdi lagið Þula til minningar um Svandísi Þulu og hafði frumkvæði að því að gefa út á diski ásamt þremur öðrum lögum. Hin lögin á disknum eru Heyr himnasmiður með Helga Rafni, Svo langt að heiman með Margréti Eir og Af mestu náð með Páli Óskari. Útgáfufyrirtækið Frost annast útgáfu og dreifingu disksins.


 

Greiningardeild Kaupþings metur Landsbankann á 29 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi á 32,2 krónur á hlut í verðmat sem birtist í dag. Gengi bankans við lok markaðar var 29,1 og lækkaði um 2,02%, samkvæmt upplýsingum frá M5. ?Sökum mikillar hækkunar á gengi hlutabréfa bankans að undanförnu breytum við ráðgjöf okkar og mælum nú með að fjárfestar auki við hlut sinn í bankanum (Accumulate) í stað fyrri ráðgjafar okkar um kaup (Buy),? segir greiningardeildin Afkomuspáin gerir ráð fyrir um 6,9 milljarða króna hagnaði bankans á fjórða ársfjórðungi 2006, sem myndi gera um 32,1 milljarða hagnað á árinu í heild. ?Spáin tekur mið af væntingum okkar um miklar þóknanatekjur og góðan gengishagnað en sökum lágrar verðbólgu á fjórðungnum er von á að hreinar vaxtatekjur verði heldur lægri en á fyrri fjórðungum ársins. Við vekjum athygli á að töluverð óvissa er um gengishagnað af óskráðum eignum bankans sem seldar voru á fjórðungnum, annars vegar af Fjárfestingafélaginu Gretti og hins vegar tékkneska fjárskiptafélaginu CRa. Bankinn hefur ekki veitt afar takmarkaðar upplýsingar hvað þetta varðar en okkar spá gerir ráð fyrir samtals 3,9 milljarða króna bókfærðum hagnaði af þessum eignum. Af þessum sökum er afkomuspá okkar háð töluvert meiri óvissu en ella,? segir greiningardeildin.


 

FL Group hefur hagnast um 8 milljarða króna


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59% og er 6.845 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 7.567 milljónum króna. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 6,85% það sem af er ári. FL Group hækkaði um 0,7%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,37%, Icelandair Group hækkaði um 0,35%, Atorka Group hækkaði um 0,29% og Bakkavör Group hækkaði um 0,16%. Tryggingamiðstöðin lækkaði um 2,19%, 365 lækkaði um 2,14%, Landsbankinn lækkaði um 2,02%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,34% og Straumur-Burðarás lækkaði um 1,1%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,02% og er 124,8 stig við lok dags.


 

MP Fjárfestingarbanki hf. hefur fengið leyfi til reksturs útibús í Vilnius í Litháen og verður það opnað formlega á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útibúið í Litháen veitir viðskiptavinum aukin tækifæri á ört vaxandi markaðssvæði en mikill vöxtur hefur einkennt Eystrasaltslöndin undanfarið segir í frétt félagsins.


 

segir sérfræðingur Skandinaviska Enskilda Banken


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,14% og er 6.895 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Það sem af ári hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 7,59%. FL Group hefur hækkað um 2,79%, Kaupþing hefur hækkað um 0,55%, Bakkavör Group hefur hækkað um 0,47%, Össur hefur hækkað um 0,44% og Icelandair Group hefur hækkað um 0,35%. Landsbankinn hefur lækkað um 1,01%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,67%, Straumur-Burðarás 0,55%, Actavis Group hefur lækkað og Flaga Group hefur lækkað um 0,4%. Gengi krónu hefur veikst um 0,32% og er 125,2 stig.


 

FL Group hefur hagnast um samtals 16 milljarða króna af stöðum sínum í bandarísku flugsamsteypunni AMR Corporation og Glitni, samkvæmt útreikningum greiningardeildar Glitnis.


 

Þrálátur orðrómur er um að Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, sem gefur út Blaðið, ætli að selja hlut sinn í Ári og degi og að tilkynnt verði um söluna þann 29. janúar.


 

Forstjóri og stjórnarformaður Danól og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hafa keypt fyrirtækin, sem verið hafa í eigu Einars Kristinssonar og fjölskyldu undanfarin ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson forstjóri og Októ Einarsson stjórnarformaður, fara með u.þ.b. 70% hlut ásamt Kaupþingi sem eignast u.þ.b. 30%. Kaupþing sá um ráðgjöf og fjármögnun fyrir hönd kaupenda en ráðgefendur seljanda voru Ernst & Young og Lögfræðistofa Reykjavíkur. Einar Kristinsson, fyrrum eigandi, mun starfa áfram með nýjum eigendum og sitja í stjórn beggja félaga. Andri Þór hefur verið forstjóri Ölgerðarinnar frá árinu 2004 en var áður fjármálastjóri fyrirtækisins. Októ hefur unnið að uppbyggingu beggja fyrirtækja undanfarin ár, sem stjórnarformaður Ölgerðarinnar frá 2002 og framkvæmdastjóri hjá Danól. Velta fyrirtækjanna tveggja hefur aukist mjög á undanförnum árum og nam tæpum 10 milljörðum króna í fyrra.


 

Á fjórða ársfjórðungi 2006 voru að meðaltali 4.300 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 2,5% vinnuaflsins, segir í tilkynningu Hagstofu Íslands.


 

Fasteigna- og þróunarfélagið Nýsir hyggst leggja inn tilboð í endurbyggingu á 15 skólum í Vilníus í Litháen en útboðsferli vegna þess hefst innan skamms. Að sögn Sigfúsar Jónssonar, framkvæmdastjóra Nýsis, er verið að bjóða endurbyggingu skólanna út í einkaframkvæmd.


 

Lettnesku sælgætisfyrirtækin Staburadze og Laima, verða skráð í kauphöllina í Riga (RSE) innan skamms, segir í frétt Baltic Business Weekly, en íslenska fjárfestingafélagið Nordic Partners er stærsti hluthafinn í báðum fyrirtækjunum. Viðskiptablaðið greindi frá því í nóvember að Nordic Foods, sem er félagið sem heldur utan um eignarhlutina í Laima og Staburadze, væri að skoða möguleika á því að skrá fyrirtækin í RSE. Kauphöllin mun nú vera að vinna að því að skrá rúmlega þrjár milljónir hluta í Staburadze og 6,48 milljónir hluta í Laima, en stjórn RSE á þó eftir að samþykkja skráninguna, segir í fréttinni. Nordic Partners munu hafa stutt við skráninguna með það að markmiði að auka við hluti sína í fyrirtækjunum og til þess að styrkja hluthafahópinn. Þar að auki munu hluthafar með minni hluti eiga möguleika á að hagnast á sölu hluta sinna í kauphöllinni, í ljósi þess að afkoma fyrirtækjanna hefur verið með besta móti að undanförnu, segir talsmaður Nordic Partners, Ingars Rudzitis. Velta Laima nam 3,1 milljörðum króna árið 2005, sem er 19% aukning frá árinu áður. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 64% á sama tíma og nam 153,6 milljónum króna. Velta Staburadze nam rúmum milljarði króna árið 2005, sem er nánast óbreytt frá árinu áður, en hagnaður fyrirtækisins dróst saman um 36,4% og nam 79,5 milljónum króna, að því er kemur fram í fréttinni. Nordic Foods á 6,55% hlut í Laima og 60,7% hlut í Staburadze. Fyrirtækin eru hluti af NP Confectionary-samstæðunni, sem einnig inniheldur lettnesku fyrirtækin Gutta, Eurofood, Saldumu Tirdznieciba og pólska fyrirtækið Lider Artur. NP Confectionary er 97% í eigu íslenska fjárfestingafélagins Nordic Partners, þar á meðal Gísla Reynissonar, en stjórnarformaður Nordic Foods, Juris Jonatis, á 3% hlut í samstæðunni.


 

Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, hefur keypti sögunarmyllu í Perno í Eistlandi EWP (Estonia Wood Products) en hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns. Endanlega var gengið frá kaupverðinu nú skömmu eftir áramót.


 

Baugur er á meðal fjárfesta sem eiga í viðræðum um að kaupa bresku garðverslunarkeðjuna Blooms of Bressingham, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, en hópurinn er leiddur af skoska auðkýfingnum Tom Hunter.


 

Horfur á norrænum hlutabréfamörkuðum á árinu 2007 eru jákvæðar enda eru efnahagshorfur mjög góðar, segir greiningardeild Landsbankans, sem telur ekki ólíklegt að leiðrétting verði á fyrri hluta árs eftir miklar hækkanir undanfarið. En flestir sérfræðingar spá 10-15% hækkun á norrænum vísitölum á árinu, að sögn greiningardeildarinnar. ?Miklar hækkanir hafa einkennt norræna markaði síðustu tvö ár eða um 28,5% að meðaltali á ári, segir greiningardeildin. Þær atvinnugreinar sem greiningardeildin hefur mesta trú á eru fjármálaþjónusta ásamt framleiðslu og sölu á neyslu- og nauðsynjarvörum. ?Þá þykir okkur olíutengdur iðnaður einnig spennandi,? segir greiningardeildin.


 

Þau fyrirtæki sem greiningardeild Landsbankans telur að eigi mesta innistæðu fyrir hækkun á næstu mánuðum tilheyra framleiðslufyrirtækjum en hún spáir að hagnaður framleiðslufyrirtækja aukist umtalsvert á þessu ári. Þau eru Actavis, Alfesca, Bakkavör og Össur. Vænt ávöxtun hlutabréfa þeirra er 14-30% á næstu tólf mánuðum. ?V/H hlutfall framleiðslufyrirtækja, sem lýsir hversu mörg ár hagnaður skilar aftur markaðsvirði hlutafjár, fer lækkandi á næstu tveimur árum. Ástæðan liggur í væntingum um bættan rekstur framleiðslufyrirtækjanna. Á sama tíma er gert ráð fyrir að fjármálafyrirtækjum takist ekki að ná þeim gríðarlega gengis- og söluhagnaði sem hefur einkennt síðastliðin ár og skýrir hvers vegna V/H gildi þeirra hækkar milli áranna 2006 og 2007. Engu að síður gera spárnar ráð fyrir góðum árangri allra fjármálafyrirtækjanna,? segir greiningardeildin.


 

Á mælikvarða raungengis er krónan nú í námunda við jafnvægi og eru að okkar mati áhrifaþættir til styrkingar og veikingar krónunnar álíka sterkir, segir greiningardeild Landsbankans. ?Gera má ráð fyrir töluverðum sveiflum á næstunni. Þegar líður á árið gerum við ráð fyrir að krónan styrkist aftur og nálgist 120 stig,? segir greiningardeildin.


 

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Senu á ráðandi hlut í Concert, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að ekki virðist vera skörun á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni. Þá hafa ekki komið fram önnur atriði sem benda til þess að samruninn geti raskað samkeppni. ?Með bréfi, dags. 15. desember 2006, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Senu ehf. á ráðandi hlut í Concert ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga en af þeim sökum fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt,? segir í fréttinni.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,02% og er 6.885 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam 13.740 milljónum króna. Landsbankinn hækkaði um 3,47%, Actavis hækkaði um 2,61%, Teymi hækkaði um 1,83%, FL Group hækkaði um 1,77% og Bakkavör Group hækkaði um 1,6%. Mosaic Fashions lækkaði um 1,97%, Flaga Group lækkaði um 1,96%, Marel lækkaði um 1,32%, Alfesca lækkaði um 1%, Eimskip lækkaði um 0,6% og Atlantic Petroleum lækkaði um 0,55%. Gengi krónu stóð í stað á milli daga.


 

Evran hefur velt Bandaríkjadali úr sessi sem helsta mynt skuldara á alþjóðaskuldabréfamörkuðum. Í fyrra var verðmæti þeirra skuldabréfa sem voru gefin út í evrum meiri en skuldabréfa í Bandaríkjadölum annað árið í röð. Alls voru gefin út skuldabréf fyrir 4.836 milljarða Bandaríkjadala í evrum á meðan verðmæti þeirra skuldabréfa sem voru gefin út í Bandaríkjadölum nam 3.892 milljörðum dala, samkvæmt upplýsingum frá International Capital Market Association (ICMA). Evran hefur verið að ryðja sér til rúms á skuldabréfamörkuðum á allra síðustu árum. Árið 2002 nam hlutfall skuldabréfa í evrum 21% af heildarskuldum á meðan hlutfall skuldabréfa í Bandaríkjadölum nam 51%. Í fyrra nam hlutfall evru 45% og Bandaríkjadals 37%. Margir þættir eru taldir skýra þessa þróun. Aðildarríki Evrópusambandsins fjármagna hallarekstur með útgáfu evruskuldabréfa eðli málsins samkvæmt, en á sama tíma hefur borið á því að fyrirtæki og fjármálafyrirtæki hafa í auknum mæli fjármagnað sig með því að gefa út skuldabréf í evrum og á sama tíma hafa seðlabankar í ríkjum í Asíu og Miðausturlöndum í auknum mæli aukið vægi evru í gjaldeyrisforða sínum á kostnað Bandaríkjadals. Ástæður þess að evran vegur þyngra nú en áður má einnig finna í þeirri staðreynd að minna flökt hefur verið á stýrivöxtum á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum, auk þess sem almenn tiltrú fjárfesta á myntsamstarfi Evrópusambandsins virðist hafa aukist.


 

Ávöxtunarleiðir Almenna lífeyrissjóðsins skiluðu allar mjög góðri ávöxtun árið 2006 að því er kemur fram í frétt á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða. Tryggingadeild sjóðsins skilaði 13,4% raunávöxtun.


 

Afli skipa erlendra ríkja sem veitt hafa við Ísland hefur sveiflast talsvert á undanförnum árum. Minnstur var hann árið 1993, um 9 þúsund tonn og mestur árið 2002, ríflega 148 þúsund tonn. Árið 1997 jókst afli en dróst aftur saman ári seinna. Frá árinu 1999 jókst aflinn á ný og náði nýjum hæðum árið 2002 en þá veiddu erlendu skipin 148 þúsund tonn. Hins vegar dróst aflinn verulega saman árið 2003 og nam tæpum 67 þúsund tonnum, en jókst á ný 2004 og 2005 og komst í 114 þúsund tonn árið 2005.


 

Heimsaflinn var 95 milljónir tonna árið 2004 og jókst um 4,8 milljónir frá árinu 2003. Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2004 en Íslendingar voru í 13. sæti heimslistans, í öðru sæti fiskveiðiþjóða á Norðaustur-Atlantshafi og í 11. sæti veiðiþjóða á Norðvestur-Atlantshafi, segir í Hagtíðindum Hagstofunnar sem kom út í gær.


 

Samkeppniseftirlitið sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Atorku Group, í gegnum Björgun ehf., á öllu hlutafé verktakafyrirtækisins Sæþóri, að því er fram kemur í frétt frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að ekki hafi komið fram önnur atriði sem benda til þess að samruninn geti raskað samkeppninni. ?Með bréfi, dags. 30. nóvember 2006, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Björgunar ehf. á öllu hlutafé Sæþórs ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins felur kaupsamningurinn í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna, þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt,? segir í fréttinni.


 

Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir talsverðum gengishagnaði af erlendu hlutabréfasafni Kaupþings og tilgreinir greiningardeildin sérstaklega hlut Kaupþings í Storebrand og gerir ráð fyrir verulegum hagnaði þar.


 

Tvö af dótturfélögum Icelandair Group hafa gert 3,5 milljarða flugvélaleigusamninga við ísraelska flugfélagið Israir, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.


 

Iceland heldur sínu, en Somerfield tapar markaðshlutdeild


 

Kreditkortavelta í desember var 21,1 milljarður og jókst um 24% frá í desember í fyrra, segir greiningardeild Glitnis, sem segir það jafngilda 16% raunaukningu. ?Það bendir því allt til þess að litlu hafi verið til sparað um síðustu jól. Reyndar kemur stór hluti jólaverslunarinnar ekki fram fyrr en í janúarreikningum kreditkorthafa vegna greiðslutímabila kortanna. Hátíðarneyslan verður því ekki að fullu ljós fyrr en við birtingu talna um janúarreikninga,? segir greiningardeildin. Hún segir að aukningin milli ára miðað við desember endurspeglar allt árið því aukningin milli ára var einnig 24% sem er rúmlega 16% raunaukning. ?Milli ára jókst erlend greiðslukortavelta meira eða um 29,4% samanborið við rúmlega 23% aukningu innanlands. Gengi krónunnar veiktist um rúmlega 10% milli ára og því er erlend greiðslukortanotkun enn meiri á föstu gengi eða rúmlega 44%. Veiking krónunnar virðist því ekki hafa verið nægileg til að slá á erlenda neyslu landans. Engu að síður má búast við að eitthvað dragi úr vexti kreditkortaveltu erlendis á þessu ári samtímis og það dregur úr hagvexti á árinu og um hægist í hagkerfinu. Lítilsháttar samdráttur er á milla ára í debetkortanotkun,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,27% og er 6.834 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 4.024 milljónum króna. Frá áramótum nemur hækkunin 6,67%. Teymi hefur hækkað um 2,33%, 365 hefur hækkað um 1,08%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,04%, Bakkavör Group hefur hækkað um 0,8% og Össur hefur hækkað um 0,44%. Eimskip hefur lækkað um 0,6%, Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,55% og FL Group hefur lækkað um 0,36%. Gengi krónu hefur veikst um 0,49% og er 125,6 stig.


 

segir greiningardeild Glitnis


 

gerir ráð fyrir 2,2% hagvexti á árinu


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 6,3% á fyrstu átta viðskiptadögum ársins, samanborið við 8,6% á sama tímabili fyrir ári, að sögn greiningardeildar Glitnis. ?Hækkunin núna kemur í kjölfar jákvæðrar umfjöllunar erlendra greiningardeilda um Kaupþing,? segir greiningardeildin, sem veitir því athygli að séu í aðalatriðum samhljóma sínum eigin greiningum. Greiningardeildin væntir góðrar afkomu hjá flestum félögunum í Kauphöllinni og fjármálafyrirtækin munu leiða hækkun ársins. ?Hækkun Úrvalsvísitölunnar er talsvert umfram hækkun erlendra hlutabréfamarkaða það sem af er ári. Af erlendum vísitölum hefur bandaríska Nasdaq vísitalan hefur hækkað um 3,6% en hlutabréf í Danmörku hafa hækkað um 2,7% og í Svíþjóð um 2,3%. Evrópuvísitalan Morgan Stanley hefur hækkað um 1,7% en heimsvísitalan hefur hækkað um 1,2%. Gengi krónunnar hefur styrkst um 2,3% frá áramótum sem lækkar ávöxtun erlendrar hlutabréfaeignar í krónum talið um sama hlutfall,? segir greiningardeildin.


 

Gengi bréfa deCODE genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 4,11% á Nasdaq hlutabréfamarkaðinum í gær og endaði í 4,05. Svo virðist sem lát hafi orðið á þeirri lækkun sem hófst með nýju verðmati Lehman bankans fyrir skömmu.


 

Greiningardeild Kaupþings hefur hækkað verulega hagvaxtarspá sína fyrir árið 2007 frá síðustu spá sem birtist í október. Nú er gert ráð fyrir 3,4% hagvexti samanborið við þann 0,2% samdrátt sem áætlaður var í haust.


 

Greining Kaupþings stóð fyrir fjölmennum morgunverðarfundi í morgun á Grand Hótel. Fundurinn bara yfirskriftina; Efnahagshorfur að vetri, veltur allt á krónunni?Ingólfur Helgasson forstjóri Kaupþings tók til máls á fundinum og sagði meðal annars að þó að öll umræða um framtíð krónunnar ætti rétt á sér hefði umræðan sem hófst í síðustu viku verið frekar ýkt. Þá vakti Ingólfur athygli á því að í sömu viku og andláti krónunnar var spáð hafi stærsta krónubréfaútgáfa frá upphafi litið dagsins ljós. Í þessu sambandi væri því allt tal um að krónan væri liðinn tíð orðum aukið enda hafi erlendir fjárfestar aldrei haft eins mikinn áhuga á krónunni og nú.Á fundinum fjallaði Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningar Kaupþings um efnahagshorfurnar framundan. Ásgeir sagði að breytingar væru framundan í hagkerfinu þeim skilningi að hagvöxtur yrði á næstu misserum drifinn áfram af vaxandi útflutningi en ekki fjárfestinum í stóriðju líkt og áður. ?Flest bendir því til þess að nægt eldsneyti sé til staðar til þess að halda hita á hagkerfinu út árið 2007 og jafnvel lengur,? sagði Ásgeir. Af þessum sökum hefur greining Kaupþings hækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið 2007 frá síðustu spá sem birtist í október og er nú gert ráð fyrir 3,4% hagvexti samanborið við 0,2% samdrátt sem áætlaður var í haust.Þá sagði Ásgeir að lending hagkerfisins væri ekki framundan í bráð enda myndi viðskiptahallinn lokast hægar en áður hefur verið gert ráð fyrir og ennþá væri töluverður verðbólguþrýstingur undirliggjandi í hagkerfinu.Greining Kaupþings gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabankans verði í kringum 11% í lok þessa árs og að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferilinn strax í apríl eða maí á þessu ári. Samkvæmt spá Kaupþings mun Seðlabankinn ná 2,5% verðbólgumarkmiði sínu á þessu ári en á næsta ári eykst verðbólga á ný.


 

Þórarinn Friðjónsson, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar ehf., hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu af stofnanda þess, Stefáni Baxter. Jafnframt keypti Industria ehf. 20% hlut í fyrirtækinu af Stefáni. Aðrir hluthafar eru Tryggingamiðstöðin og nokkrir lykilstarfsmenn Hugsmiðjunnar.  Í frétt félagsins kemur fram að undanfarin tvö ár hefur Hugsmiðjan unnið að mjög sérhæfðum verkefnum fyrir Industria sem tengjast stafrænu sjónvarpi. Stefán Baxter hefur leitt það starf en mun nú hefja störf hjá Industria. Stefán mun þó áfram gegna ráðgjafarstörfum hjá Hugsmiðjunni í hlutastarfi. Jafnframt munu þrír starfsmenn Hugsmiðjunnar, sem ráðnir hafa verið sérstaklega í þetta verkefni, skipta um starfsstöð við þetta tækifæri og vinna fyrir Industria. Þessi breyting hefur því ekki áhrif á þjónustu fyrirtækisins á öðrum sviðum. Þórarinn segir í tilkynningunni að eftir þessar breytingar séu áherslur í starfsemi Hugsmiðjunnar skýrari og starfsmenn muni, eftir sem áður, leggja sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu á sviði vefmála fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. ?Kraftar starfsmanna, sem eru 20, munu nú eingöngu beinast að kjarnastarfsemi fyrirtækisins, sem er uppsetning og þjónusta vegna vefsvæða í Eplica-vefumsjónarkerfinu, sem og ráðgjöf og þjónusta á sviði vefhönnunar, viðmótsforritunar og vefforritunar. Stefán Baxter mun áfram sitja í stjórn Hugsmiðjunnar og vera starfsmönnum og viðskiptavinum fyrirtækisins til ráðgjafar.?


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði, metinn á föstu verði, var 3% meiri en í desember 2005, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á árinu 2006 hefur aflinn dregist saman um 4,7% miðað við árið 2005, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 71.857 tonnum í desember 2006 samanborið við 72.661 tonn í desember í fyrra. Heildarafli íslenskra skipa á árinu 2006 nemur rúmum 1.323.000 tonnum og er það tæplega 346.000 tonna minni afli en á á árinu 2005. Botnfiskafli dróst saman um tæp 2.400 tonn frá desembermánuði 2005 og nam tæplega 33.300 tonnum. Þorskafli dróst saman um tæp 700 tonn, ýsuaflinn stóð nánast í stað og ufsaaflinn dróst saman um rúmlega 1.600 tonn. Flatfiskaflinn dróst lítillega saman og var rúm 1.700 tonn. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 36.800 tonnum og var að stærstum hluta síldarafli. Aukning uppsjávarafla nemur tæpum 2.200 tonnum. Skel- og krabbadýraafli var 62 tonn samanborið við 550 tonna afla í desember 2005. Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að samsetning aflans sé sú sama og hún var á ákveðnu viðmiðunarári sem hér er árið 2004. Aflinn í tonnum sýnir hins vegar magn aflans án tillits til þess að verð á einstökum fisktegundum er misjafnt.


 

Nú um áramótin hóf dreifingarfyrirtækið Distica hf. formlega starfsemi og tók þá við dreifingu á vörum Actavis á Íslandi. Starfsmenn fyrirtækisins eru tæplega 50 talsins. Áætluð velta á fyrsta starfsári eru rúmir átta milljarðar króna.


 

Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært afkomuspá sína fyrir Alfesca í ljósi upplýsinga sem ekki lágu fyrir við gerð síðustu afkomuspár, þann 30. nóvember en breytir ekki verðmatinu. Mælir hún með því að fjárfestar minnki við hlut sinn í félaginu. Tólf mánaða markgengi er metið á 5,2 krónur á hlut en gengi félagsins við lok markaðar í dag er fimm, samkvæmt upplýsingum frá M5. Telur greiningardeildin "að fjórði ársfjórðungur muni ekki verða nægilega góður til að árið í heild skili ásættanlegri arðsemi." Greiningardeild Landsbankans mælir með að fjárfestar yfirvogi félagið í afkomuspá sem birtist í morgun.


 

segir greiningardeild Landsbankans


 

Fyrstu uppgjör Kauphallarinnar í þessari lotu birtast í þessari viku. Hf. Eimskipafélag Íslands og Nýherji birta fyrst en Hf. Eimskipafélagið er með skakkt reikningsár (1.nóv. - 31.okt.) eins og það er orðað í Vegvísi Landsbankans.


 

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallarinnar  hækkaði um 0,96% í dag og er 6.815 stig nú þegar markaður hefur lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis áttu 499 viðskipti sér stað með hlutabréf í dag fyrir alls tíu milljarða. Actavis hefur hækkað um 2,53%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,69%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 1, 67%. Flaga hefur lækkað um 1,92% og Tryggingamiðstöðin um 1,08%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,63% og er 125 stig.  Rétt fyrir lok markaða síðasta föstudag var tilkynnt um stærstu jöklabréfaútgáfu frá upphafi sem gæti haft árhif til hækkunar krónunnar.


 

Mikil umframeftirspurn varð eftir skuldabréfum Glitnis í útgáfu bankans sem átt sér stað síðastliðinn föstudag. Glitnir gaf út skuldabréf fyrir 1,25 milljarða dollara (88,5 milljarðar króna) en eftirspurn var rúmlega þreföld. Alls skráðu bandarískir, evrópskir og asískir stofnfjárfestar sig fyrir  3,4 milljörðum dollara. Útgáfan sem er til fimm ára er verðlögð á nafnverði og er 47 punktum yfir Libor-vöxtum sem eru góð kjör í samanburði við það sem bankarnir fengu á síðasta ári þegar neikvæð erlend umfjöllun hafði áhrif á fjármögnunarkjör íslenskra banka til hækkunar.


 

mun fjárfesta í Eystrasaltslöndunum og Miðog Austur-Evrópu


 

þar af 404 milljarðar erlendis


 

Actavis hefur gert samning við Aceway Ltd., sem er í eigu Róbert Wessman forstjóra Actavis, um sölurétt hlutabréfanna á hendur Actavis Group, skilyrtan því að Róbert verði í starfi hjá félaginu þann 1. ágúst 2008. Með tilkynningu þann 9. janúar 2006 tilkynnti Actavis Group, að Aceway Ltd., félag í eigu forstjóra félagsins, Róberts Wessman, hafi keypt bréf í félaginu og gert framvirkan samning við Straum Burðarás á 64.814.815 hlutum, á genginu 54 með lokadag í júlí 2006 og að félagið færi með atkvæðisrétt bréfanna. Söluréttur bréfanna er á genginu 74,824 krónur á hlut auk fjármagnskostnaðar vegna kaupanna. Verði Róbert ekki í starfi hjá félaginu tólf mánuði frá dagsetningu samningsins hefur Actavis Group hf. kauprétt á sömu hlutum á framangreindu verði en eftir 12 mánuði frá dagsetningu samnings og til 1. ágúst 2008 nær kaupréttur félagsins til 50% af hlutunum, enda hafi uppgjör á lánum vegna kaupanna ekki átt sér stað og allar skuldbindingar Actavis Group í tengslum við kaupin fallnar brott. Heildareign Róberts eftir viðskiptin er óbreytt eða 136.732.633 hlutir og hefur hann ekki kauprétt að neinum hlutum í félaginu. Gengi Actavis á markaði er 68,60 og hafa hafa hækkað um 1,93% það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.


 

Öll félögin sem skráð voru í Kauphöllina á síðasta ári hækkuðu talsvert á fyrstu dögum eftir skráningu, sér í lagi Avion Group og Exista, að sögn greiningardeildar Landsbankans. ?Á síðasta ári voru þrjú ný félög skráð á íslenska hlutabréfamarkaðinn auk Teymis og 365 hf sem skráð voru á markað í kjölfar þess að Dagsbrún var skipt í þrennt; 365, Teymi og Hands Holding,? segir greiningardeildin. ?Avion Group, nú Hf. Eimskipafélag Ísland, var skráð á markað þann 20. janúar 2006 og var útboðsgengið 38,3 krónur á hlut. Hlutabréf félagsins hækkuðu mikið á fyrsta viðskiptadegi og var lokagengi dagsins 45,4 krónur á hlut sem samsvarar 18,5% hækkun. Frá þeim tíma lækkuðu hlutabréfin hins vegar og í árslok var gengi bréfa félagsins 32,5 krónur á hlut sem er 15,1% lækkun frá skráningu og 28,4% lækkun frá hæsta dagslokagengi. Exista var skráð á markað þann 15. september 2006 og var útboðsgengið 21,5 krónur á hlut. Í lok fyrsta viðskiptadags höfðu bréf Exista hækkað um 5,1% en hæst var dagslokagengi félagsins 23,8 krónur á hlut þann 20. september, sem samsvarar 10,7% hækkun frá útboðsgengi. Í árslok var gengi félagsins 22,5 krónur á hlut og hækkaði gengi bréfa Exista því um 4,7% frá útboðsgengi. Síðasta félagið sem var skráð á markað á árinu 2006 var Icelandair Group Holding (nú Icelandair Group). Félagið var skráð á markað þann 14. desember og var útboðsgengi félagsins 27 krónur á hlut. Hæsta dagslokagengi var 27,8 krónur á hlut í lok annars viðskiptadags með bréf félagsins. Í árslok var gengi bréfa Icelandair Group Holding 27,6 krónur á hlut sem samsvarar 2,2% hækkun frá skráningu,? segir greiningardeild Landsbankans.


 

Greiningardeild Landsbankans áætlar að samanlögð fjárfestingageta félaganna Atorku, Exista og FL Group sé um 240 milljarðar króna um þessar mundir.


 

Áfram er mælt með yfirvigt á peningamarkað líkt verið hefur síðustu ársfjórðunga og er hún aukin lítillega frá síðustu ráðgjöf, segir greiningardeild Glitnis. ?Er peningamarkaður sá eignaflokkur sem er mest yfirvigtaður í eignasafninu. Einnig er áframhaldandi yfirvigt á hlutabréfamarkað en lítillega dregið úr henni. Lítil breyting er varðandi verðtryggð skuldabréf en það er áfram undirvigt á bæði löng og stutt og er undirvigtin talsverð,? segir greiningardeildin. Hún segir að yfirvigt hafi hins vegar verið aukin lítillega á óverðtryggð skuldabréf. ?Ef spár okkar ganga eftir mun nafnávöxtun vogaða safnsins verða 2,56% á fjórðungnum en ávöxtun viðmiðunarsafns 2,40%. Vogað safn mun samkvæmt því skila 0,16% nafnávöxtun umfram viðmiðunarsafn eða um 0,82% á ársgrundvelli. Binditími skuldabréfa í voguðu safni er töluvert styttri en binditími viðmiðunarsafns sem kemur til vegna undirvigtar á löng verðtryggð skuldabréf og mikillar yfirvigtar á peningamarkað,? segir greiningardeildin. Hún segir að áhætta vogaða safnsins sé mæld með staðalfráviki er meiri en viðmiðs og kemur það til vegna yfirvigtar á hlutabréfamarkað. ?Hins vegar eru minni líkur á því að ávöxtun vogaða safnsins skili minni ávöxtun en áhættulaus fjárfesting (peningamarkaður) mælt með svokölluðum skammfallslíkum (e. shortfall probabilities),? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,43% og er 6.780 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 3.498 milljón króna. Actavis hefur hækkað um 1,93%, FL Group hefur hækkað um 1,44%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,12%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 1% og Eimskip hefur hækkað um 0,9%. Flaga hefur lækkað um 1,54% og Exista hefur lækkað um 0,41%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,78% og er 124,9 stig en undir lok síðasta föstudag var tilkynnt um stærstu jöklabréfaútgáfu frá upphafi þegar Rabobank gaf út 40 milljarða króna til eins árs.


 

Verðmöt Greiningardeildar Landsbankans gefa tilefni til að ætla að ávöxtun hlutabréfa í  kauphöllinni verði 12,5% á næstu 12 mánuðum og 18% frá upphafi til loka þessa árs. Greiningardeildin telur því að markaðurinn geti hækkað um 20%-25% á árinu 2007.


 

Hagnaður lettneska bankans Norvik Bank, áður Lateko Banka, féll um 42,5% á árinu 2006 í 4,87 milljónir evra (467 milljónir króna), samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri bankans.


 

Bresk-bandaríska netferðaskrifstofan Cheapflights hefur keypt hlut íslenska fyrirtækinu dohop.com, sem stofnað var af Frosta Sigurjónsyni árið 2004, segir í fréttatilkynningu.


 

Kaupþing er talið eiga í lokaviðræðum um að kaupa breska tískuhúsið Phase Eight af breska fjárfestingasjóðnum Barclays Private Equity, segir í frétt breska dagblaðsins The Daily Telegraph. Áætlað kaupverð í tæplega átta milljarðar króna, eða um 55 milljónir punda, segir blaðið.


 

Greiningardeild Kaupþings banka hækkar verðmat sitt á Vinnslustöðinni í 4,3 krónur á hlut úr en heldur tólf mánaða markgengi óbreyttu í 4,7 krónum á hlut. Gengi félagsins á markaði er 4,6 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. ?Við ítrekum fyrri ráðgjöf okkar um að fjárfestar minnki við hlut sinn í Vinnslustöðinni (Reduce),? segir hún. ?Verð á sjávarafurðum er hátt á erlendum mörkuðum um þessar mundir auk þess sem gengi krónunnar ætti að teljast ásættanlegt fyrir sjávarútveginn. Þetta mun skila sér í uppgjöri Vinnslustöðvarinnar á síðasta fjórðungi ársins, að mati Greiningardeildar, sem verður góður rekstrarlega séð. Við eigum hinsvegar von á að neikvæðir fjármagnsliðir muni leiða til þess að tap verði á fjórðungnum uppá 79 milljarða króna og að afkoma ársins í heild verði rétt við núllið,? segir greinigardeildin.


 

hækkunin nam 31% á sama tima fyrir ári síðan


 

Miklar sveiflur hafa verið í gengi krónunnar frá áramótum og mikil velta á gjaldeyrismarkaði, segir greiningardeild Landsbankans. ?Krónan hefur styrkst um 1,6% frá lokagengi síðasta árs en meðaldagsbreyting á genginu það sem af er ári er 1%. Velta hefur almennt verið mikil og hefur meðaldagsvelta verið um 25 milljarða króna nú í byrjun árs,? segir greiningardeildin. Hún segir að ný jöklabréf að upphæð alls 58 milljarða króna hafi litið dagsins ljós eftir áramót og hafa þau ýtt undir aukna veltu. ?Útistandandi jöklabréf nema nú alls 325 milljörðum króna en einnig er mögulegt að þættir á borð við tölur um gjaldeyrisjöfnuð sem Seðlabankinn birti á þriðjudag hafi hreyft við gengi krónunnar. Í dag styrktist krónan um 1,2% í 23,4 milljarðar króna viðskiptum,? segir greiningardeildin.


 

Ávöxtunarleiðir Almenna lífeyrissjóðsins skiluðu allar góðri ávöxtun árið 2006. Þetta skýrist af hækkun á innlendum og erlendum hlutabréfum. Heimsvísitala erlendra skuldabréfa hækkaði um 20,1% í dollurum en um 36,6% í íslenskum krónum þar sem íslenska krónan veiktsit um 13,8% gagnvart dollar. Vísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 15,2% á síðasta ári, segir í tilkynningu frá Glitni. Ávöxtun skuldabréfa sjóðsins var hins vegar lág þar sem sjóðurinn metur skuldabréfin á markaðsverði. Viðmiðunarvísitala skuldabréfa Ævisafna I og II hækkaði um 7,5% á árinu sem er einungis um 0,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Í árslok 2006 námu heildareignir Almenna lífeyrissjóðsins 82,7 milljörðum króna og stækkaði sjóðurinn því um 18,7 milljarða eða um 29% á árinu.


 

Undir lok dags var tilkynnt um stærstu jöklabréfaútgáfu frá upphafi þegar Rabobank gaf út 40 milljarða króna til eins árs og styrktist krónan þegar þessar upplýsingar bárust, segir greiningardeild Landsbankans. Gengi krónu styrktist um 1,2% í dag og er 125,7 stig. ?Fram að því hafði krónan styrkst töluvert sem ætla má að tengist útgáfunni að einhverju leyti. Samkvæmt okkar upplýsingum eru það fyrst og fremst bandarískir endafjárfestar sem keypt hafa þessi jöklabréf en þeir hafa fram til þessa lítið sem ekkert tengst fjárfestingum af þessu tagi. Hvort þessi útgáfa er upphafið að frekari útvíkkun jöklabréfaútgáfu er erfitt að segja til um en reynslan af útgáfum í Evrópu bendir til þess að svo geti vel orðið,? segir greiningardeildin. Stærsti jöklabréfaútgefandinn er KFW, sem á alls 93 milljarða króna útistandandi, samkvæmt upplýsingum frá Lánasýslu ríkisins. Þar segir að Rabobank sé þriðji stærsti útgefandinn og fyrir útgáfuna í dag hafi hann átt 36 milljarða króna útistandandi.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,24% og er 6.752 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 6.845 milljónum króna. Frá áramótum nemur hækkunin 5,38%. Vísitala neysluverðs í janúar 2007 er 266,9 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,26% frá fyrra mánuði, segir í tilkynningu Hagstofu Íslands, sem birtist í morgun. Markaðsaðilar spáðu því að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0-0,2%, að sögn greiningardeildar Landsbankans, sem spáði 0,2% hækkun. Icelandair Group hækkaði um 1,43%, Alfesca hækkaði um 0,61%, Glitnir lækkaði um 0,41% og Straumur-Burðarás hækkaði um 0,28%. Eimskip lækkaði um 2,65%, 365 lækkaði um 2,3%, Atlantic Petroleum lækkaði um 1,62%, Teymi lækkaði um 1,47% og Mosiac Fashions lækkaði um 0,99%. Gengi krónu styrktist um 1,19% og er 125,7 stig.


 

Undirbúningur væntanlegrar skuldabréfaútgáfu Glitnis í Bandaríkjunum er nú langt kominn en í samvinnu við Barclays, Deutsche Bank og Citigroup hefur útgáfa fyrir alls 1,25 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur 88,5 milljörðum íslenskra króna, verið verðlögð, samkvæmt upplýsingum frá markaðsaðilum.


 

Hannes Smárason telur óeðlilegt að ríkið eigi svo stóran hlut


 

Actavis enn orðað við þýska félagið


 

segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA


 

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% milli desember og janúar en spár markaðsaðila voru á bilinu 0,0%-0,2%, segir greiningardeild Glitnis, sem spáði óbreyttri vísitölu. ?Helstu frávik í spá okkar felast í því að við gerðum ráð fyrir minni hækkun matvöruverðs en raunin varð og verð á nýjum bílum hækkaði umfram væntingar okkar. Þá hækkuðu einnig vinnuaflsfrekir þjónustuliðir en hækkun á þeim vegna launahækkunar í janúar hefur oft ekki komið fram fyrr en í febrúar. Hækkun opinberrar gjaldskrár var svipuð og við gerðum ráð fyrir. Lækkun vegna útsölu á fötum og skóm hefur ekki verið eins mikil í janúar og nú. Undanfarin ár hafa útsöluáhrif á fötum og skóm stöðugt aukist og útsölur dýpkað en þau áhrif hafa yfirleitt dreifst á janúar- og febrúarmælingar vísitölunnar,? segir greiningardeildin. Hún segir að þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hafi hækkað nokkuð umfram spár á milli mánaða lækkar verðbólgan úr 7,0% niður í 6,9%. ?Verðbólgan hefur þar með hjaðnað allnokkuð frá því að hún náði hámarki sínu í 8,6% í ágúst í fyrra. Við reiknum með því að verðbólgan haldi áfram að hjaðna á næstunni og mjög snarpt í mars þegar fram koma aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs. Við reiknum með því að verðbólgan verði þá um 4% og að hún verði komin undir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans fyrir mitt þetta ár,? segir greiningardeildin. Hún segir að íbúðaverð lækki töluvert milli mánaða eða um 0,7%. ?Þar munar mest um 1,1% lækkun fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu. Einbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í verði um 0,4% en húsnæðisverð á landsbyggðinni hækkaði um 0,1%. Sé vaxtakostnaður, eins og hann er tekinn með í útreikningum Hagstofunnar á kostnaði vegna eigin húsnæðis, tekinn með nam verðlækkunin á eigin húsnæði aðeins 0,2%. Þessi þróun er í samræmi við væntingar okkar en við höfum verið að spá lækkun verðs á íbúðarhúsnæði vegna hærri vaxtakostnaðar, minna lánaframboðs og aukins framboðs á nýju íbúðarhúsnæði,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,37% og er 6.743 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1.196 milljónum króna. FL Group hefur hækkað um 0,36% og er eina félagið sem hækkað hefur. Kaupþing hefur lækkað um 0,67%, Teymi hefur lækkað um 0,66%, 365 hefur lækkað um 0,63% og Actavis og Eimskip hafa lækkað um 0,59%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,91% og er 126,1 stig.


 

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tveir aðrir hluthafar hafa ákveðið að selja samtals 9,1% hlut í gríska internetfyrirtækinu Forthnet, segir í tilkynningu til grísku kauphallarinnar.


 

segir Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi


 

Pólska farsímafyrirtækið P4, sem er í að miklu leyti í eigu fjárfestingafélagsins Novators, mun setja í loftið þriðju kynslóðar (3G) farsímaþjónustu sína í mars næstkomandi, að sögn talsmanns félagsins, en áður var áætlað að bjóða þjónustuna í desember síðastliðnum. P4 tilkynnti fyrir jól að þriggja mánaða seinkun yrði á að þriðju kynslóðar farsímaþjónustunni. Ásgeir Friðgreirsson, talsmaður Novators, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær tafirnar hafi orðið vegna þess hve þess hve mikinn tíma það tók til að tryggja leyfi fyrir byggingu mannvirkja fyrir símakerfið, en búist er við að því verði lokið á fyrsta ársfjórðungi 2007. Talsmaður P4, Magdalena, Sawicka, segir að þegar hafi nokkrir sendar verið reistir en hún neitaði að gefa upp fjöldann. Forstjóri P4, Chris Bannister, sagði í desember að fyrirtækið hefði þá aðeins tryggt sér leyfi fyrir byggingu á 36 af þeim 500 stöðvum sem þarf til að setja kerfið af stað. P4 mun fjárfesta um einn milljarð Bandaríkjadala, eða um 70 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur til fjórum árum í uppbyggingu þjónustunnar. Novator á 70% hlut í P4 en pólska símafyrirtækið Neta á 30%.


 

tólf mánaða verðbólga nú 6,9%


 

segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings


 

Markaðsaðilar spá því að vísitala neysluverðs hækki um 0-0,2%, að sögn greiningardeildar Landsbankans, sem spáir 0,2% hækkun. Hagstofan birtist niðurstöður verðmælinga í fyrramálið. ?Gangi spáin eftir nemur tólf mánaða verðbólga 6,8% og lækkar úr 7,0% á milli mánaða,? segir greiningardeildin. Hún segir erfiðast sé að spá fyrir um breytingu á matvöruverði.  ?Óvíst er hversu hratt hækkanir hjá birgjum um áramótin láku út í smásöluverð í janúar og mætti því búast við áframhaldandi hækkun á matvöru í febrúar. Í mars er svo búist við skarpri lækkun vegna skattalækkunar og gæti lækkunin haldið áfram í apríl,? segir greiningardeildin.


 

Greiningardeild Kaupþings hækkar verðmatsgengið á Össuri í 124,1 úr 120 og hækkar tólf mánaða markgengið í 137 úr 130, í nýju verðmati sem birtist í dag. Ráðgjöf er nú að fjárfestar kaupi (Buy) bréf í Össuri í stað um að auka við sig í félaginu (Accumulate), sem var hin fyrri ráðgjöf. ?Rétt fyrir jól keypti Össur franska félagið Gibaud og verður fjórði ársfjórðungur litaður af kostnaði vegna endurskipulagningar félagsins. Þá gerum við ráð fyrir að samþætting annarra fyrirtækja samstæðunnar hafi einnig tekið sinn toll á fjórðungnum. Það er mat okkar að kaupin á Gibaud séu til þess fallin að auka virði Össurar. Þau munu hins vegar hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins til skamms tíma. Við spáum því að Össur muni skila tapi uppá 3 milljónir dollara á fjórða ársfjórðungi, en vekjum athygli á því að við teljum nokkra óvissu ríkja um skattfærslu í fjórðungnum sem getur haft veruleg áhrif á endanlegan hagnað,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,56% og er 6.768 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 5.309 milljónum króna. Icelandair Group hækkaði um 1,82%, FL Group hækkaði um 1,47%, Glitnir hækkaði um 1,25%, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,09% og Mosaic Fashions hækkaði um 1%. Flaga Group lækkaði um 1,52%, 365 lækkaði um 1,03%, Marel lækkaði um 0,66%, Straumur-Burðarás 0,56% og Bakkavör Group lækkaði um 0,48%. Gengi krónu styrktist um 1,82% og er 127,2 stig.


 

Róbert Melax kemur inn í hluthafahópinn


 

Síðustu tvo daga hefur ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækkað nokkuð, í ansi líflegum viðskiptum, segir greiningardeild Glitnis. ?Óhætt er að segja að krafan hafi flökt nokkuð frá byrjun árs. Eftir töluverða hækkun hennar fyrstu daga ársins, sérstaklega á styttri endanum, hafa verið lækkanir síðustu tvo daga. Þær hafa þó verið meiri á lengri endanum,? segir greiningardeild sem spáir áframhaldandi flökti á kröfunni. ?Í spá okkar sem kom út á mánudaginn gerum við ráð fyrir áframhaldandi flökti á kröfunni næstu daga, á 10-25 bili í styttri flokkunum og 5-15 punkta bili í lengri flokkunum. Við gerum þó ráð fyrir lítilsháttar kröfulækkun í mánuðinum. Ljóst er að ekki þarf mikið til að hreyfa við markaðnum en viðskipti gærdagsins með flokk HFF 44 námu tæpum tveimur milljörðum króna og krafan lækkaði um 11 punkta. Töluvert meiri viðskipti voru með lengri flokkana en þá styttri. Við opnun markaðar í morgun hækkaði krafan á öllum flokkum íbúðabréfa,? segir greiningardeildin.


 

167 fyrirtæki hafa heimild til reikningsskila í erlendum gjaldmiðli


 

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í desember námu 4,9 milljörðum króna og jukust um 200 milljónir frá fyrri mánuði, segir greiningardeild Glitnis. ?Það eru nokkru meiri útlán en gert var ráð fyrir því yfirleitt er desember rólegur mánuður í fasteignaviðskiptum. Útlán á fjórða ársfjórðungi námu 15,8 milljörðum króna sem er aðeins yfir 12-14 milljörðum króna áætlun sjóðsins. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs á árinu 2006 námu 49,5 milljörðum króna sem er litlu meiri en 43-49 milljarða króna ársáætlun sjóðsins hljóðaði uppá. Tölur um útlán bankanna til íbúðakaupa í desember liggja ekki enn fyrir,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,45% og er 6.761 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5, en hún lækkaði um 0,72% í gær. Var það í fyrsta skipti sem hún lækkaði við lok dags á nýju ári. Veltan nemur tveimur milljörðum króna. FL Group hefur hækkað um 2,2%, Landsbankinn hefur hækkað um 0,7%, Atorka Group hefur hækkað um 0,58%, Kaupþing banki hefur hækkað um 0,45% og Exista sem og Glitnir hafa hækkað um 0,42%. 365 hefur lækkað um 0,83%, Teymi hefur lækkað um 0,5%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,48%, Össur hefur lækkað um 0,44% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,36%. Gengi krónu hefur styrkst um 1,31% og er 127,9 stig við hádegi en í gær veiktist krónan um 1,97%, meðal annars vegna umræðu um að viðskiptabankarnir muni hugsanlega breyta eigin fé sínu í evrur úr krónum.


 

Orkuveita Reykjavíkur fékk í dag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody?s, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands, en fyrirtækið hyggst sækja fé á fjármálamarkað til að styðja við fjárfestingar.


 

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Daalimpex beheer B.V. í Hollandi en fyrir átti Eimskip 40% hlut. Daalimpex er eitt stærsta frystigeymslufyrirtæki í Evrópu og rekur sex frystigeymslur í Hollandi.


 

Komin er út bókin ?Greinasafn ? fyrra bindi? eftir dr. Ágúst Einarsson, prófessor. Bókin hefur að geyma úrval greina og erinda, segir í tilkynningu frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Í fyrra bindinu er umfjöllun um tvo meginflokka, stjórnmál annars vegar og menningu og menntun hins vegar. Í síðara bindi sem kemur út á næsta ári verður fjallað um efnahagsmál og sjávarútvegsmál. Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um stjórnmál í fimm undirköflum sem bera heitin Almennt, Samfylkingin, aðdragandi og stofnun, Á leið í Evrópusambandið, Leiðarar í Alþýðublaðinu og Þingmál. Síðari hluti bókarinnar fjallar um menningu og menntun. Þess má geta að Ágúst er nýráðinn rektor Háskólans á Bifröst.


 

Viðsnúningur hefur verið á gengi krónu og Úrvalsvísitölu frá því í gær, samkvæmt upplýsingum frá M5. Gengi krónu hefur styrkst um 0,69% frá því að gjaldeyrismarkaður opnaði klukkan níu í morgun og er 128,7 stig en krónan styrktist um 1,97% í gær, meðal annars vegna umræðu um að viðskiptabankarnir muni hugsanlega breyta eigin fé sínu í evrur úr krónum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,61% frá því að hlutbréfamarkaður opnaði klukkan tíu í morgun og er 6.771 stig en hún lækkaði um 0,72% í gær. Var það í fyrsta skipti sem hún lækkaði við lok dags á nýju ári.


 

Jötunn vélar ehf. hafa ásamt Svenningsens Maskinforretning A/S stofnað fyrirtækið Total Maskiner A/S á Sjálandi í Danmörku. Í tilkynningu félagsins kemur fram að stofnun Total Maskiner er liður í útrás Jötunn Véla inn á erlenda markaði með að markmiði að efla fyrirtækið og stækka til að skapa tækifæri fyrir hagstæðari innkaup og öflugri þjónustu fyrir íslenska bændur eins og segir í tilkynningunni. Með stofnun Total Maskiner verður til öflugt vélasölufyrirtæki í Danmörku þar sem áhersla verður lögð á sölu Massey Ferguson og Fendt dráttarvéla, ýmissa landbúnaðarvéla og breiðs úrvals vinnuvéla. Sölusvæði Total Maskiner er á Sjálandi í Danmörku. Áætlanir eigenda gera ráð fyrir að velta Total Maskiner verði orðin um 1,4 milljarður íslenskra króna eftir 2 ár. Svenningsens er 145 ára fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á vélum fyrir sveitarfélög og græn svæði s.s. golfvelli. Höfuðstöðvar Svenningsens eru í Kaupmannahöfn en fyrirtækið er einnig með útibú í Noregi og Svíþjóð. Jötunn Vélar er eitt öflugasta fyrirtæki landsins í sölu véla og tækja fyrir landbúnað og var velta fyrirtækisins árið 2006 tæpur 1,5 milljarðar. Helstu vörumerki Jötunn Véla eru Massey Ferguson og Valtra dráttarvélar, Vicon og Pöttinger jarð og heyvinnutæki, Schaffer liðstýrðar mokstursvélar og Mullerup fóðrunarkerfi. Höfuðstöðvar Jötunn Véla eru á Selfossi en markaðssvæði fyrirtækisins er allt landið. Starfsmenn Jötunn Véla eru 14.


 

Haft er eftir Sólveigu Pétursdóttir, forseta Alþingis, að Íslendingar og Sádi-Arabar geti mikið lært af hvor öðrum og að báðar þjóðirnar hafi mikið fram að færa á alþjóðavettvangi á MENAFN-fréttavefnum. Sólveig fór fyrir sendinefnd þingmanna sem heimsótti Sádi-Arabíu á dögunum. Sendinefndin heimsótti meðal annars viðskiptaráð borgarinnar Jedda og kemur fram í frétt MENAFN að Sólveig hafi lagt áherslu í erindi sínu að Íslands hafi verið eitt fátækasta land Evrópu við lok seinni heimstyrjaldarinnar en sökum frjálsræðis í efnahagsmálum væri það eitt það ríkasta nú. Ennfremur er haft eftir Sólveigu að Íslendingar hafi áhuga á að auka viðskipti sín við Sádi-Araba. Sádi-Arabar flytja inn vörur til Íslands fyrir um tvo milljarða íslenskra króna á ári hverju meðan að Íslendingar flytja út vörur til Sádi-Arabíu fyrir um sex milljarða. Fram kemur í frétt MENAFN að helstu útflutningsvörur Íslendinga eru fiskur og landbúnaðarvörur.


 

Danski bankinn FIH Erhvervsbank, sem er í eigu Kaupþings banka, hefur ráðið til sín nokkra af starfsmönnum Carnegie verðbréfafyrirtækisins og hyggst auka starfsemi sína í verðbréfamiðlun.


 

telur að bankinn sé að verða leiðandi norður-evrópskur banki


 

hvítvínssala jókst um 14%


 

Mosaic Fashions býður upp á gott fjárfestingartækifæri, segir greiningardeild Kaupþings í uppfærðu verðmati á félaginu en er engu að síður ekki mjög bjartsýn á afkomu félagsins til skamms tíma litið. Hefur greiningardeildin lækkað markgengið sitt í 21 krónu á hlut úr 24,5 en við lok markaðar í dag var gengi félagsins 14,95. Verðmats gengið er 19 krónur á hlut. ?Hlýtt veðurfar í Bretlandi, skortur á sterkum tískustraumum og lélegur gangur Oasis, eins stærsta vörumerki Mosaic, voru meðal annars orsök slakrar afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi. Við teljum að áhrifa þessara þátta muni gæta áfram á fjórða ársfjórðungi en auk þess hefur félagið veitt afslætti af vörum sínum fyrr en venjan er og teljum við að það muni hafa áhrif á afkomu þess á fjórðungnum,? segir greiningardeildin. Hún segir að alþjóðleg sala fyrirtækisins sé alltaf að aukast og telur vaxtarmöguleika þess góða á mörkuðum utan Bretlands. ?Miðað við spá okkar er V/H gildi Mosaic fyrir næsta rekstrarár (07/08) 16,3x sem er 20,5% lægra en meðaltal þeirra félaga sem við berum Mosaic saman við. Munurinn er enn meiri árið eftir eða 30,3%. Við teljum að Mosaic eigi ekki skilið slíkan afslátt frá samanburðarhópnum og verðmatsgengi (DCF value) okkar upp á 19,0 (20,2) krónur á hlut styður það. Ef miðað er við verðmatsgengið fáum við V/H gildi 20,7x sem er í línu við samanburðarfélögin,? segir greiningardeildin


 

Fyrirhugaðar eru breytingar á stjórn Keops á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. Einn þeirra sem kemur inn er Steen Hundevad Knudsen, forstjóri danska félagsins A.P. Møller-Mærsk, segir í frétt á vefsíðu danska blaðsins Børsen.. Aðrir eru meðal annars Skarphéðinn Berg Steinarsson og Eiríkur S. Jóhannsson. Í samtali við Viðskiptablaðið sagðist Skarphéðinn Berg, framkvæmdastjóri Norrænna fjárfestinga Baugs, vera mjög ánægður með fyrirhugaða stjórn. ,,Þetta er góð stjórn sem mun taka við og það er ljóst að það er mikill fengur í að fá jafn öflugan mann inn eins og Steen Hundevad Knudsen,? sagði Skarphéðinn Berg í samtali við Viðskiptablaðið.


 

Kaupþing sker sig frá Glitni og Landsbankanum með talsvert hærra skuldatryggingarálagi, segir greiningardeild Landsbankans og segir til samanburðar að í mars síðastliðnum hafi Glitnir skorið sig talsvert frá Kaupþingi og Landsbankanum, með mun lægra skuldatryggingarálag. "Það er tvennt sem vekur athygli þegar þróun á skuldatryggingarálagi bankanna er skoðuð. Í fyrsta lagi þá hefur álagið lækkað hlutfallslega mun meira hjá Landbankanum (-25%) og Kaupþingi (-21%) en hjá Glitni (-13%) frá lokum þriðja ársfjórðungs 2006. Í öðru lagi vekur athygli hversu lítill munur er á skuldatryggingarálagi Landsbankans og Glitnis, en Glitnir er með hærra lánshæfismat en Landsbankinn og er auk þess eini bankinn með lánshæfimat frá S&P," segir greiningardeildin. Hún segir að fimm ára skuldatryggingarálag (CDS) bankanna hafi verið nokkuð stöðugt frá því í byrjun desember, en þá var álag á Glitni um 36 punktar, 53 punktar hjá Kaupþingi og 46 hjá Landsbankanum. "Skuldatryggingarnar lækkuðu hjá öllum bönkunum fram að jólum en eftir skýrslu Standard & Poors hækkuðu skuldatryggingarnar lítið eitt. Í dag er skuldatryggingarálagið 37 punktar hjá Glitni, 51 punktur hjá Kaupþingi og 39 punktar hjá Landsbankanum," segir greiningardeildin.


 
Innlent
10. janúar 2007

Veiking krónu

Krónan veiktist um 1,9% í dag, þessa veikingu má að hluta skýra með aukinni umfjöllun í fjölmiðlum undanfarna daga um hugsanlega breytingu á eigin fé viðskiptabankanna í evrur, að sögn greinignardeildar Landsbankans. "Vangaveltur þar um hafa reyndar verið uppi undanfarna mánuði og eru greinilega orðnar almennari nú, þó svo að alls ekki sé ljóst að slík breyting ætti að hafa neikvæð áhrif á gengið þegar til lengdar lætur," segir greiningardeildin. Það hafa verið miklar sveiflur á gengi krónunnar undanfarnar vikur. "Krónan styrktist framan af desember og þann 18. desember var vísitala gengisskráningar 122,45 samkvæmt skráningu Seðlabankans. Þá tók krónana að síga á ný og undir lok dags 22. desember féll hún um 3% þegar Standard & Poors lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs. Eftir jól styrktist krónan á ný og voru veikingaráhrif lækkunar lánshæfismatsins að fullu gengin til baka þann 4. janúar. Krónan hefur flökt á nokkuð þröngu bili síðan þá, en veiktist í dag um 1,9% í 43,4 milljarða króna viðskiptum," segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,72% og er 6.730 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Er þetta fyrsti viðskiptadagurinn sem Úrvalsvísitalan lækkar á árinu, en það sem af er ári hefur hún hækkað um 4,98%. Veltan nam 8.361 milljónum króna í dag. Eimskip er eina félagið sem hækkaði í dag og nam hækkunin 1,5%. 365 lækkaði um 1,83%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,65%, Kaupþing lækkaði um 1,33%, Glitnir lækkaði um 1,23% og Teymi lækkaði um 1,14%. Gengi krónu veiktist um 1,97% og er 129,7 stig.


 

viðtal við Hannes Smárason hjá Dow Jones


 
Innlent
10. janúar 2007

Krónan töluð niður

krónan búin að veikjast um 1,72% í dag


 

Margt bendir til þess að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði muni aukast á næstu misserum, segir greiningardeild Glitnis. ?Krafan um þátttöku erlendra aðila sem fjárfesta á innlenda hlutabréfamarkaðinum hefur dregið enn fram í dagsljósið þau höft sem krónan er fyrir vöxt og viðgang þessa markaðar og þeirra félaga sem á honum starfa. Nýleg breyting Straums-Burðaráss á eigin fé sínu úr krónum yfir í evrur og líklegt næsta skref að skrá hlutaféð í evrum er vísbending um að krónan henti illa þeim félögum sem vilja laða að sér erlenda fjárfesta,? segir greiningardeildin. Hún spáir því að fleiri félög muni gera slíkt hið sama á árinu, og hefur Kaupþing þar helst verið nefnt. ?Færist viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni úr íslenskum krónum í stærri gjaldmiðla, til að mynda evrur eða bandaríkjadali, þá er viðbúið að áhugi og þátttaka erlendra fjárfesta aukist og þar með dýpt og verðmyndun á markaði,? segir greiningardeildin. Greiningardeildin bendir einnig á að áhugi erlendra fjárfesta er sýnilegur. ?Nú síðast með hlutafjárútboðum Kaupþings og Icelandair þar sem erlendir fjárfestar tóku þátt. Auk þess eiga erlendir fjárfestar hluti í ýmsum íslenskum félögum, t.d. Marel, Össur og Alfesca. Með innlimun Kauphallarinnar í OMX á Norðurlöndum mun sýnileiki fyrirtækjanna gagnvart erlendum fjárfestum aukast, afleiðumarkaður fæðast sem gefur m.a. tækifæri á skortstöðum og aukinni dýpt markaðarins. Aðkoma erlendra aðila að viðskiptum með hlutabréf íslensku fyrirtækjanna mun því líklega aukast samfara þessari breytingu,? segir greiningardeildin.


 

Kaupþing banki hefur ákveðið að hækka vexti verðtryggðra inn - og útlána frá 11. janúar 2007Í frétt bankans kemur fram að vextir á verðtryggðum inn- og útlánum hækka um 0,25 prósentustig. Þannig hækka vextir á verðtryggðum Bústólpareikningi úr 5,05% í 5,30% og verðtryggðir kjörvextir úr 6,70% í 6,95%.


 

Þrátt fyrir útgáfu krónubréfa fyrir 4,5 milljarða króna að nafnvirði í gær hefur gengi krónu lækkað um nærri 2% frá opnun markaða í gær, segir greiningardeild Glitnis og bendir á að krónubréfaútgáfa hafi stutt við gengið að undanförnu. ?Fyrir hvern útgefinn milljarð krónubréfa sem tilkynnt er um tiltekinn dag stendur gengi krónu 0,1% hærra að degi liðnum. Til lengri tíma eru áhrifin einnig marktæk og virðast liggja á bilinu 0,05 ¿ 0,14% hækkun krónu fyrir hvern útgefinn milljarð krónubréfa. Þrátt fyrir þetta hefur gengi krónu lækkað um rúmlega1,9% frá opnun markaða í gær þar til þetta er ritað,? segir greiningardeildin. Það voru tvær krónubréfaútgáfur litu í gær. ?Um hádegisleytið tilkynnti Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) um þriggja milljarða útgáfu til eins og hálfs árs. Vextir á þessum bréfum eru 11,5% en krafan nokkru hærri þar sem bréfin voru seld undir pari. EIB er næst stærsti útgefandi krónubréfa og nema útistandandi krónubréf þeirra nú 55,5 milljörðum króna að nafnvirði. Þá tilkynnti írski bankinn Depfa um 1,5 milljarða króna útgáfu til eins árs eftir lokun markaða. Vextir þessarar útgáfu eru 13,5% en krafan 13,8% að teknu tilliti til söluverðs. Til samanburðar eru vextir á vaxtaskiptamarkaði nú rúmlega 14% til árs og 13% til átján mánaða. Heildarupphæð útistandandi krónubréfa er nú tæplega 270 milljarða króna og hefur aldrei verið hærri,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,73% og er 6.729 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Er þetta fyrsta hádegið á nýju ári sem Úrvalsvísitalan lækkar en hækkun nemur 4,76% það sem af er ári. Eimskip hefur hækkað um 1,2% en félagið hækkaði um 2,46% í gær í kjölfar þess að Glitnir yfirvogaði félagið í afkomuspá sinni, og Alfesca hefur hækkað um 1,01%. FL Group hefur lækkað um 1,82%, Mosaic hefur lækkað um 1,65% og nemur fjögra vikna lækkun félagsins 7,72%, 365 hefur lækkað um 1,42%, Landsbankinn hefur lækkað um 1,05% og Kaupþing hefur lækkað um 1%, Gengi krónu hefur veikst um 1,34% og er 128,9 stig. ?Þrátt fyrir útgáfu krónubréfa fyrir 4,5 milljarða króna að nafnvirði í gær hefur gengi krónu lækkað um nærri 2% frá opnun markaða í gær,? segir greiningardeild Glitnis.


 

Gunnar Örn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir í úttekt Viðskiptablaðsins í dag að gríðarlegt tækifæri til að stofna öflugt fjárfestingarfélag hafi farið út um þúfur þegar ekkert varð úr þeirri hugmynd að Nýsköpunarsjóður stofnaði rekstrarfélag með fjármálastofnunum.Þegar Gunnar Örn gegndi embætti framkvæmdastjóra taldi hann að sjóðurinn hefði ekki náð tilætluðum árangri, meðal annars vegna þess að hann hafi farið rangt af stað í upphafi. "Fjárfest var í allt of mörgum fyrirtækjum og peningarnir dreifðust því á of marga staða, sem hafði ókosti í för með sér. Í fyrsta lagi er erfitt er fylgja fjármagninu eftir þegar fjárfestingar eru mjög dreifðar. Í öðru lagi er mun ólíklegra að fjárfestingarnar skili nægjanlegri ávöxtun, sem er auðvitað grundvöllur fyrir því að svona starfsemi sé í gangi," segir hann í viðtali við Viðskiptablaði. Jón Steindór Valdimarsson, stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs, vill ekki tjá sig um ummæli Gunnars Arnar Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, vegna þess það bryti gegn samningi sem gerður var við starfslok Gunnars.Aðspurður um hvort að röng fjárfestingarstefna hafi verið viðhöfð á fyrstu árum sjóðsins segir Jón Steindór að umhverfið hafi verið öðruvísi þá. "Færri aðilar voru á markaðnum sem veittu styrki og fjárfestu í fyrirtækjum af þessu tagi. Það var því meðvituð ákvörðun að koma víða við. Í seinni tíð hefur hins vegar margt breyst. Sjóðurinn er hættur að veita styrki eins og hann gerði áður, þó að það hafi skilað sér í góðum verkefnum eins og "auður í krafti kvenna" sem hafði jákvæð áhrif, og einnig fjárfestir hann nú í færri og stærri verkefnum," segir hann.Aðspurður kveðst Jón Steindór vera bjartsýnn á framtíð sjóðsins, en hann bendir á að sýna verði þolinmæli. "Hjá áhættufjárfestingarsjóði geta ekki öll verkefni gengið upp og mörg verkefni taka lengri tíma en menn halda. Við höfum mörg dæmi um að fyrirtæki festi sig ekki í sessi fyrr en þau eru orðin 15-20 ára gömul, en innan við áratugur er síðan sjóðurinn var stofnaður, segir Jón Steindór.


 

Gengi hlutabréfa deCODE genetics hélt áfram að lækka í gær en þá lækkuðu bréf félgsins um 7.77% og enduðu í 3,80 dollurum á hlut. Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman greindi frá því á föstudag að hann hefði lækkað verðmat sitt á deCODE úr 4 dolurum á hlut í 3.


 

greiningaraðilar búast við frekari samdrætti verðbólgu


 

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur FL Group hægt og bítandi byggt upp 3-4% stöðu í deCODE genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar sem hlutabréfaeign félagsins er ekki yfir 5% hefur ekki komið til flöggunar. Mikil breyting hefur orðið á gengi bréfa deCODE sem lækkuðu um ríflega helming á síðasta ári en gengið er nú ríflega 4 dollarar á hlut og hefur haldið áfram að lækka eftir áramót. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru viðskipti FL Group hluti af markaðsviðskiptum félagsins og ekki vitað hvort ætlunin er að byggja upp stærri stöðu. Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá er Hannes Smárason, forstjóri FL Group, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.


 

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að selja Gustssvæði svokallaða til tveggja kaupendahópa fyrir rúmar 6.485 milljónir króna króna. Bærinn keypti landið í maí síðastliðnum fyrir um það bil 3,2 milljarða króna en alls var þá um að ræða 11,5 hektara svæði. Heildarkostnaður bæjarins vegna kaupanna var 3,5 milljarður króna.


 

Margt bendir til þess að bankastofnanir séu að skoða í fullri alvöru sambærilegar breytingar og Straumur-Burðarás, sem tilkynnti fyrir jól að hann ætlaði að flytja eigið fé bankans yfir í evrur, segir greiningardeild Landsbankans. ?Erfitt er að sjá annan tilgang í jafn mikilli uppbyggingu gjaldeyrisforða bankanna en að þeir séu, einn eða fleiri, í alvöru að undirbúa að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt," segir greiningardeildin Landsbankans. En gjaldeyrisstaða bankanna var jákvæð upp á 188,5 milljarða króna í lok árs 2006, sem er um 81 milljarða hækkun í desember eða 76% aukning, segir greiningardeild Kaupþings banka. ?Þetta er langmesta hækkun gjaldeyrisstöðunnar í einum mánuði frá því að Seðlabankinn hóf að birta tölur um gjaldeyrisjöfnuðinn,? segir greiningardeild Landsbankans. Sem segir einnig: ?Það er í þessu ljósi sem hækkun gjaldeyrisjafnaðarins í desember er sérlega áhugaverð." Hún segir hlutafjáraukning Kaupþings í nóvember upp á 55 milljarða skýrir sennilega stærstan hluta aukins gjaldeyrisforða, en þrátt fyrir það er ljóst að bankarnir eru enn að safna gjaldeyri af fullum krafti. ?Tölur Seðlabankans ná einungis til stóru bankanna þriggja þannig að gjaldeyrisstaða Straums-Burðaráss er ekki talin með í tölum Seðlabankans. Miðað við níu mánaða uppgjör bankanna þriggja svarar gjaldeyriseign þeirra nú til 34,7% af eigin fé og líklegt má telja að þetta hlutfall sé nokkuð ólíkt milli bankanna þriggja,? segir greiningardeild Landsbankans. "Á síðasta ári hefur jákvæð gjaldeyrisstaða bankanna vaxið umtalsvert eða um 132 milljarða krónasem jafngildir um 237% aukningu. Þessa breytingu má rekja til þess að bankarnir hafa verið að stækka við sig erlendis sem veldur því að æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra er í erlendri mynt. Þetta býður þeirri hættu heim að lækkun á gengi krónunnar verði til þess eiginfjárhlutfallið lækki þar sem allar erlendar eignir og skuldir hækka í krónum talið en eigið fé í innlendri mynt stendur í stað," segir greiningardeild Kaupþings banka.


 

Farne, dótturfélag Alfesca í Skotlandi, sópaði til sín verðlaunum þegar hin virtu matvælaverðlaun ?Food from Britain? voru afhent við hátíðlega athöfn á Savoy-hótelinu í London í desember síðastliðnum segir í frétt frá Alfesca.  Farne hlaut fern verðlaun. Var félagið útnefnt útflytjandi ársins í Skotlandi (Scottish Exporter of the Year), útflytjandi ársins í frystum og kældum matvörum (Frozen and Chilled Exporter of the Year), útflytjandi ársins í vörumerkjum stórmarkaða (Private Label Exporter of the Year) og útflytjandi ársins í flokki drykkja og matvara (Food and Drink Exporter of the Year). Farne, sem rekur fullkomna vinnslustöð í Duns í Skotlandi, er leiðandi í framleiðslu á reyktum laxaafurðum í Bretlandi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 600 manns. Um þriðjung sölutekna Farne má rekja til útflutnings en útflutningur félagsins hefur aukist um 50% milli ára og á eftir að eflast á næstu misserum segir í fréttinni.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,08% og er 6.778 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan hækkað um 5,77%. Veltan nam 6.073 milljónum króna í dag. Eimskip hækkaði um 2,46% en greiningardeild Glitnis birti afkomuspá eftir lokun markaðar í gær og yfirvigtaði tvö félög ? Eimskip og Kaupþingi, Exista hækkaði um 1,67%, Mosiac Fashions hækkaði um 1,33%, Actavis hækkaði um 1,05% og Flaga Group hækkaði um 0,76%. Marel lækkaði um 1,29% en greiningardeild Glitnis undirvigtaði félagið í afkomuspánni sem og Bakkavör, sem lækkaði um 1,47%, Össur lækkaði um 0,44%, 365 lækkaði um 0,4% sem einnig var undirvigtað í afkomuspánni og Kaupþing lækkaði um 0,11%. Gengi krónu veikst um 0,82% og er 127,2 stig við lok markaðar.


 

Byggja upp gámamiðstöð í Zeebrugge í Belgíu


 

að áliti Credit Magazine


 

hlutfallið hefur aldrei verið jafn hátt


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,19% í dag og er 6.786 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Úrvalvísitalan hefur hækkað um 5,77% frá áramótum. Það sem af er degi nemur veltan fjórum milljörðum króna. Eimskip hefur hækkað um 2,46%, Actavis Group hefur hækkað um 1,49%, Teymi hefur hækkað um 1,31%, Exista hefur hækkað um 1,26% og Glitnir hækkaði um 0,82%. Marel hefur lækkað um 1,29%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,95%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,47%, Össur hefur lækkað um 0,44% og Atorka Group hefur lækkað um 0,43%. Gengi krónu hefur veikst um 0,46% og er 126,7 stig.


 

Stjórn Icelandic Group leggur fyrir hluthafafund eftirfarandi tillögu um heimild til að taka víkjandi lán með sérstökum skilyrðum er veitir lánardrottni rétt til þess að breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hluti í því, segir í tilkynnningu. Lánið verði víkjandi og víki fyrir öllum öðrum kröfum á hendur lántaka nema kröfu um endurgreiðslu hlutafjár. Lánið verði samkvæmt sérstökum lánasamningum sem fylgja tillögunni og verði viðbót við samþykktir félagsins ef tillagan verður samþykkt. Þá felst í tillögunni heimild til hlutafjárhækkunar um allt að krónur 1.100.000.000 og verði stjórn félagsins heimilað samkvæmt 47. grein hlutafélagalaga að breyta 2. grein samþykkta félagsins til samræmis við þá hlutafjárhækkun sem leiða kann af breytingu lánsins í hluti í félaginu. Tillaga stjórnarinnar er svohljóðandi: ?Hluthafafundur, haldinn 16. janúar 2007, samþykkir, með vísan til VI. kafla hlutafélagalaga, einkum 47. grein, að taka lán er veitir lánardrottni rétt til þess að breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hluti í því. Skal félaginu heimilt að gefa út skuldaskjöl að fjárhæð allt að krónur 5.000.000.000 eða samsvarandi fjárhæð í evrum og skal lánstíminn vera 5 ár. Skuldin ber ársvexti sem skulu vera LIBOR + 5%. Vextir skulu greiðast árlega, í fyrsta sinn hinn 31. desember 2007. Á gjalddaga vaxta greiðist helmingur þeirra en hinn helmingurinn leggst við höfuðstól og kemur til uppgjörs á greiðsludegi sem skal vera 31. desember 2011. Skal við útreikning vaxta leggja til grundvallar höfuðstól að viðbættum vöxtum sem leggja ber við höfuðstól skv. framansögðu. Félaginu er þó ekki heimilt að greiða vextina fyrr en hlutfallið vaxtaberandi skuldir/EBITDA er undir fimm samkvæmt útreikningi endurskoðanda félagsins. Lán þetta er víkjandi og víkur fyrir öllum öðrum kröfum á hendur lántaka nema kröfu um endurgreiðslu hlutafjár. Við gjaldþrot eða slit lántaka endurgreiðist lánið á eftir öllum almennum kröfum en á undan kröfum til endurgreiðslu hlutafjár. Á tímabilinu frá 1. desember 2011 til 31. desember 2011 er lánveitanda heimilt að breyta höfuðstól skuldarinnar að viðbættum vöxtum í hluti í Icelandic Group hf. Á sama hátt getur lánveitandi, á vaxtagjalddögum (í fyrsta sinn hinn 31. desember 2007), breytt öllu láninu eða hluta þess, þó að lágmarki 20% af höfuðstól skuldarinnar ásamt áföllnum vöxtum í hlutafé. Skal gengið við slíka breytingu vera vegið meðalsölugengi hlutabréfa í Icelandic Group hf. eins og það er skráð hjá Kauphöll Íslands hf. dagana 11. til 15. janúar 2007 samkvæmt útreikningi endurskoðanda félagsins. Kjósi lánveitandi að breyta skuld sinni í hluti í Icelandic Group hf. skal hann tilkynna félaginu það skriflega. Skal stjórn félagsins, eins fljótt og kostur er, gefa út hlutabréf í Icelandic Group hf. til lánveitanda honum að kostnaðarlausu til þess að fullnægja breytiréttinum. Sé skuldinni breytt í hluti í Icelandic Group hf. telst fullnaðaruppgjör hafa farið fram þegar lántaki hefur gefið út nýja hluti í Icelandic Group hf. á nafn lántakanda. Hlutabréf eru gefin út með rafrænum hætti í samræmi við 2.03 grein samþykkta félagsins og telst félagið hafa fullnægt skyldum sínum þegar hlutabréfin hafa verið færð í tölvukerfi Verðbréfaskráningar Íslands á kennitölu lánveitanda. Ef hlutafé lántaka verður hækkað á lánstímanum hefur lánveitandi ekki rétt til forgangs að nýjum hlutum. Verði lántaka slitið á lánstímanum, þ.m.t. við samruna eða skiptingu, áður en láninu hefur verið breytt í hlutafé eða það greitt, skal þess gætt að staða skuldbindingar samkvæmt láninu verði með þeim hætti að skuldbindingin sé víkjandi fyrir öðrum skuldum lántaka (en jafnsett öðrum víkjandi lánum sem tekin verða samkvæmt þessari heimild) en framar stöðu hlutafjár í félaginu. Að öðru leyti en að framan greinir skal ákvörðun um lækkun hlutafjár í félaginu, útgáfa breytanlegra skuldabréfa, lána eða áskriftarréttindi ekki hafa áhrif á réttarstöðu lánveitanda áður en kröfu hans verður breytt í hlutafé. Um breytingu lánsins í hluti gilda ákvæði 4. málsgrein 47. grein hlutafélagalaga. Skal stjórn félagsins heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 1.100.000.000 að nafnverði til að efna ofangreinda skuldbindingu. Falla hluthafar frá forgangsrétti til áskriftar að hlutum sem gefnir verða út skv. þessari heimild. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunar. Verði tillagan samþykkt verður hún tekin upp í samþykktir félagsins sem ný grein nr. 12.1. og sýnishorn lánaskjala sem fylgja tillögu þessari og teljast hluti hennar grein 12.2.?


 

Lýsing fjármagnar kaup Sýr ehf. á húseignum Teymis hf. Heildarverðmæti samningsins um 2.3 milljarðar króna. Teymi leigir fasteignirnar aftur af Sýr. Mikið rekstrarlegt hagræði af því að selja húsnæði og leigja aftur segir í frétt Lýsingar.  Lýsing hf. og Sýr ehf. hafa undirritað samning um fjármögnun á kaupum Sýr á eignum Teymis hf, en Sýr ehf. er í eigu þeirra Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar. Atvinnuhúsnæðið sem um ræðir er Teymi hf. að selja en um leið að leigja til sín til 10 ára. Fasteignirnar sem um ræðir eru Ármúli 2, sem hýsir starfsemi Skýrr hf., Síðumúli 23 og 25, þar sem starfsemi Securitas fer fram, Grensásvegur 8 og 10, þar sem EJS hefur verið til margra ára, og Lyngháls 9, sem er húsnæði Kögunar. Að auki var undirritaður samningur um fjármögnun á Köllunarklettsvegi 2, sem er í langtímaleigu til ýmissa aðila. Sýr ehf. var eitt af fimm fasteignafélögum sem fengu að gera tilboð í lokuðu forvali á kaupverði og svo leiguverði til Teymis. Sýr reyndist bjóða best. Í framhaldinu óskuðu forsvarsmenn Sýr eftir tilboði frá fjármögnunarfyrirtækjum vegna tilboðsins og hreppti Lýsing hnossið. Samkvæmt þeim Gunnari og Þórarni var samið við Lýsingu í ljósi samkeppnishæfra kjara, faglegra vinnubragða og góðrar reynslu þeirra af fyrri viðskiptum við Lýsingu. Heildarkaupverð þessara fimm fasteigna er um 2.3 milljarðar króna. Að sögn Barkar Grímssonar, ráðgjafa á fyrirtækjasviði Lýsingar, fylgir því mikið rekstrarlegt hagræði að selja fasteignir og leigja þær aftur. ?Með þessu móti eru fjármunir sem bundnir eru í fasteignum losaðir og hægt að veita þeim inn í reksturinn. Þannig geta fyrirtæki notað aukið fjármagn til þess að stækka enn frekar og sinna sínum viðskiptum af enn meiri krafti, á meðan fagmenn sjá um oft tímafrekan rekstur fasteigna,? segir Börkur í fréttinni. 


 

Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers hefur lækkað verðmat sitt á deCODE genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfaðgreiningar, úr 4 dollurum á hlut í 3 dollara á hlut. Ástæðan er sögð vera óvissa um framvindu hjartalyfsins DG031.


 

Stjórn Icelandair Group hefur ákveðið á grundvelli kaupréttaráætlunar félagsins að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til forstjóra og lykilstjórnenda Icelandair Group, segir í tilkynningu. Samningarnir eru til þriggja ára og taka gildi í dag. Um er að ræða kauprétti að samtals 45,300.000 hlutum til forstjóra og framkvæmdastjóra Icelandair Group og dótturfélaga samtæðunnar, samtals 17 manns. Rétthöfum er heimilit að nýta þriðjung kaupréttarins í fjórar vikur frá 3. janúar ár hvert, í fyrsta skipti árið 2008. Samningsgengi er 27,50 sem er vegið meðalgengi hluta í félaginu í Kauphöll Íslands síðustu 10 viðskiptadaga fyrir gerð hvers samnings. Kauprétturinn er bundinn því skilyrði að starfsmaðurinn sé áfram í starfi innan samstæðunnar. Jón Karl Ólafsson, forstjóri félagsins, fær kauprétt að fimm milljón hlutum.


 

Unnur Magnúsdóttir og Haukur Víðisson hafa keypt rekstur Dale Carnegie á Íslandi, segir í fréttatilkynningu.


 

Greiningardeild Glitnis spáir að úrvalsvísitalan hækki um 21% yfir árið í afkomuspá sinni en á síðasta ári hækkaði hún um 15,8%. ?Í vel dreifðum eignasöfnum mælum við með yfirvogun á bréfum Kaupþings og HF. Eimskipafélags Íslands. Við teljum að miðað við góða vænta afkomu félaganna á árinu ásamt hóflegri verðlagningu sé gott rými til hækkunar á hlutabréfum félaganna. Í markaðsvogun eru níu félög: Actavis, Alfesca, Exista, FL Group, Icelandair, Landsbankinn, Mosaic, Straumur-Burðarás og Össur. Verðlagning á bréfum þessara félaga hefur þróast mjög misjafnlega undanfarið enda undirliggjandi rekstur mjög ólíkur. Við teljum að gengi þessara félaga á markaði verði í takti við markaðinn almennt. Í undirvogun eru sjö félög: Marel, 365, Atorka, Bakkavör, Icelandic Group, Vinnslustöðin og Teymi. Gert er ráð fyrir að þessi félög skili lakari ávöxtun en markaðurinn í heild á árinu 2007. Fyrir þeirri skoðun eru mismunandi ástæður eftir félögum. Nefna má lítinn áhuga fjárfesta og væntingar um slaka afkomu á árinu Breytingar frá síðustu afkomuspá eru að HF. Eimskipafélag Íslands færist úr undirvogun í yfirvogun. Actavis, Mosaic og Össur færast úr undirvogun í markaðsvogun en í stað þeirra færast Marel og Atorka úr markaðsvogun í undirvogun. Ný félög í spánni eru Icelandair Group sem fer í markaðsvogun og Teymi sem við undirvogum,? segir greiningardeildin. Hún spáir lægri hagnaði á yfirstandandi rekstrarári en í fyrra en vænt V/H gildi hækkar milli ára úr 10,4 í 11,8. ?Umtalsverður söluhagnaður varð á árinu 2006 en í afkomuspá gerum við ekki ráð fyrir jafn miklum hagnaði af sölu eigna á árinu 2007. Eins hækkar vænt V/H gildi fyrir árið 2007 frá spá okkar í október sl. úr 11,4 í 11,8 en sú hækkun skýrist af hækkun hlutabréfaverðs á tímabilinu. Við teljum að núverandi verðlagning markaðarins sé fjárfestum hagstæð miðað við vænta afkomu og arðsemi ársins 2007,? segir greiningardeildin.


 

Icelandair hefur verið útnefnt til alþjóðlegu Technology For Marketing (TFM) verðlaunanna fyrir best hannaða vefsvæði ársins (Best Website Design of the Year), en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í London 6. febrúar, segir í tilkynningu. Icelandair er eina íslenska fyrirtækið sem hlotið hefur útnefningu til verðlaunanna, en keppt er í 12 flokkum. Icelandair keppir í sínum flokki við fyrirtækin Orange, Dabs, Odeon og Xchange Wales ?Þessi útnefning er mikil viðurkenning á því starfi sem Icelandair hefur unnið á þessu sviði. Við erum eina íslenska fyrirtækið sem þarna fær útnefningu og það undirstrikar jafnframt hversu langt við höfum náð á þessu sviði? sagði Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í London í tengslum við Technology for Marketing sýninguna sem fram fer í Olympia í London. TFM er stærsta og virtasta sýningin í Bretlandi á sviði markaðs-, sölu- og auglýsingatækni og hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði. TFM er jafnframt eina sýningin í Evrópu sem sérhæfir sig eingöngu á þessu sviði og verið afar vel sótt af þeim sem stjórna markaðs og kynningarmálum. ?Icelandair leggur mikla áherslu á vefinn í sínu sölu og markaðsstarfi. Á síðasta ári lukum við viðamikilli endurnýjun á öllum okkar vefsvæðum. Sú endurnýjun tókst vel, eins og sést á þessari viðurkenningu sem við nú fáum í Bretlandi? sagði Halldór Harðarsson forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair. Dómnefnd er skipuð virtum aðilum úr viðskiptalífinu, sérfræðingum í markaðsmálum og frá háskólum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu útnefningu til verðlauna eru auk Icelandair: Big Brother Quiz, Britannia Building Society, Ford Retail, Hewlett Packard, Nike Run London, Nissan, Orange, Royal & SunAlliance, Tesco, The Times, The Tussauds Group, Vodafone, Bergens Tidende Newspaper og Yell.com en keppt er í tólf flokkum.


 

Frá því um miðjan október hefur nafngengi krónunnar lækkað um 7%. Fram að þeim tíma hafði krónan styrkst töluvert og leit út fyrir að veikingin frá því fyrr á árinu myndi að mestu ganga til baka, segir greiningardeild Landsbankans. ?Þessar sveiflur endurspeglast einnig í raungenginu miðað við tölur Seðlabankans, en nýlega var desembergildi raungengisins birt (101,6). Í fyrra fór vísitalan lægst í 95,5 stig í júní og hafði þá lækkað um 18,5% frá því í nóvember 2005. Meðaltal raungengisins fyrir tímabilið 1990-2006 er 94,7 stig þannig að lækkunin á fyrrihluta ársins náði ekki að koma krónunni niður í meðaltalið þó ekki hafi munað miklu. Í október var raungengið komið í 106,1 stig og hefur síðan lækkað aftur um 11,1%. Miðað við núverandi nafngengi krónunnar og okkar spá um verðbólgu má búast við enn frekari lækkun raungengisins á næstu mánuðum og gæti það verið í um 99,0 stigum í febrúar,? segir greiningardeildin. ?Hvort sú raungengislækkun sem nú virðist vera að festa sig í sessi er nægjanlega mikil til þess að leiða fram nauðsynlega aðlögun á utanríkisviðskiptum á eftir að koma í ljós. Að okkar mati ræðst það af því hversu afgerandi tölur um viðsnúning á vöruskiptajöfnuði verða á næstu mánuðum. Láti sá viðsnúningur á sér standa má allt eins búast við enn frekari veikingu krónunnar,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,69% og er 6.773 við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Hefur úrvalsvísitalan hækkað um 5,76% frá áramótum. Veltan á markaði nam tólf milljörðum í dag. 365 hækkaði um 2,7%, Kaupþing hækkaði um 1,46%, Glitnir hækkaði um 1,25%, FL Group hækkaði um 0,73% og Actavis Group hækkaði um 0,45%. Alfesca lækkaði um 1%, Bakkavör Group lækkaði um 0,63% og Össur lækkaði um 0,44%. Gengi krónu veiktist um 0,25% og er 126,3 stig.


 

Ýmsir hafa spáð því að nýbyrjað ár kunni að marka viðsnúning í vinsældum hávaxtamynta, segir greiningardeild Glitnis, sem segir að eitt af einkennum síðasta árs á fjármálamörkuðum hafi verið stóraukinn áhugi fjárfesta á hávaxtamyntum víðs vegar um heiminn, þar á meðal íslensku krónunni. ?Áhugi alþjóðlegra fjárfesta á krónuvöxtum hefur til dæmis birst í útgáfu krónubréfa erlendis, háum eignarhlut þeirra á ríkisbréfum (45% í októberlok) og sókn þeirra inn á hérlendan peningamarkað,? segir greiningardeildin. ?Ávöxtun í þeim [hávaxtamyntum] er að sönnu áhættusöm, og nokkurra daga gengishreyfingar geta þurrkað út ábata af vaxtamun undangenginna mánaða eða jafnvel ára. Einnig eru horfur á hækkandi vöxtum í þeim myntum þar sem vaxtastig hefur verið hvað lægst,? segir greiningardeildin. ?Gagnvart evru hefur [ungverska] forintan til að mynda veikst um 0,9%, tyrkneska líran um 0,4%, suður-afríski randinn um 1,9% og nýsjálenski dollarinn um 1,4%.  Kúfurinn af þessari lækkun átti sér stað undir lok síðustu viku. Á sama tíma hefur krónan styrkst um 1,9% gagnvart evru og þróunin hér á landi því með öðrum hætti en í hinum hávaxtamyntunum. Þó ber á það að líta að krónan veiktist nokkuð á föstudag þrátt fyrir tilkynningu um krónubréfaútgáfu. Það sem af er degi hefur verðgildi krónu hins vegar haldist óbreytt. Þróunin það sem af er ári merkir það þó ekki að fylgni krónunnar við aðrar hávaxtamyntir sé rofin því eitt er fylgni og annað naglfast samband,? segir greiningardeildin.


 

spáir greiningardeild Glitnis


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,73% og er 6.776 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5. Hefur hún hækkað um 5,63% frá áramótum. Það sem af er degi nemur veltan 6.990 milljónum króna. 365 hefur hækkað um 2,7%, Teymi hefur hækkað um 1,31%, Kaupþing banki hefur hækkað um 1,12%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,11% og FL Group hefur hækkað um 1,09%. Össur hefur lækkað um 0,44%. Gengi krónu hefur veikst um 0,15% og er 126,1 stig.


 

Gjaldeyrismarkaðurinn hefur bæði dýpkað og orðið virkari á síðustu árum, segir greiningardeild Glitnis. ?Veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri var 4.393 milljarðar króna í fyrra sem er met og ríflega tvöfalt meiri velta en var á árinu á undan sem einnig var met í sögulegu samhengi. Veltan á gjaldeyrismarkaði var í fyrra um fjórföld landsframleiðsla og hefur markaðurinn vaxið á þann mælikvarða undanfarin ár. Við þetta bætist svo ör vöxtur gjaldeyrisviðskipta utan millibankamarkaðar á síðasta ári. Er þetta vísbending um opnari og virkari fjármálamarkað þar sem fjárfestar eru öflugri og kvikari en áður var. Þetta er af hinu góða því í leiðinni er verðmyndun krónunnar orðin virkari,? segir greiningardeildin. Hún segir að aukin velta endurspeglar að einhverju leiti þann óróleika sem var í íslenskum efnahagsmálum og í umhverfi bankanna á síðastliðnu ári. ?Gengi krónunnar lækkaði um 18,8% yfir árið og er það meiri lækkun fyrir eitt ár en hefur orðið í gengi krónunnar í yfir heilan áratug. Hún slær við árinu 2001 sem oft er minnst fyrir mikla og hraða lækkun krónunnar en yfir það ár lækkaði gengi krónunnar um 14,8%,? Að meðaltali lækkaði krónan um 10,4% á milli áranna 2005 og 2006 og er það nokkru minna en hún gerði á milli áranna 2000 og 2001 en þá lækkaði hún um 16,7%. Engu að síður er lækkunin nokkuð mikil. Þegar hún er skoðuð er þó rétt að minnast þess að á milli áranna 2004 og 2005 hækkaði krónan um 11,4% að verðgildi. Í þessu sambandi er rétt einnig að minnast þess að raungengi krónunnar er nú nálægt meðaltali sínu undanfarin ár. Gengi krónunnar er því ekki lágt í sögulegu ljósi þrátt fyrir lækkun á síðasta ári,? segir greiningardeildin.


 

í fyrsta mati sínu á bankanum


 

Félög og einstaklingar tengdir FL Group hafa undanfarið fært eignarhluti sína í félaginu til félaga staðsettra í Hollandi. Svo virðist sem þau séu að sækjast eftir skattahagræði vegna söluhagnaðar.


 

9,3% aukning frá fyrra ári


 

Vodafone mun framvegis veita þjónustu fyrirtækisins við heimili yfir ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur. Vodafone er stærsti einstaki aðilinn sem samið hefur verið við um aðgang að ljósleiðaranetinu segir í frétt OR. Vodafone mun bjóða tengdum heimilum síma, internet og sjónvarpsþjónustu yfir netið en nú þegar veita Hive, Hringiðan, Samfélagið og FastTV þjónustu yfir ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur.Nú um áramótin tók nýtt hlutafélag, Gagnaveita Reykjavíkur ehf., við rekstri ljósleiðaranetsins, sem Orkuveita Reykjavíkur hefur byggt upp síðustu ár. Gagnaveitan er að fullu í eigu Orkuveitunnar. Markmiðið með stofnun sérstaks fyrirtækis var að skerpa skilin á milli fjarskiptarekstursins og reksturs annarra veitna. Stærsta verkefni Gagnaveitu Reykjavíkur er áframhaldandi ljósleiðaravæðing heimila. Samkomulag hefur verið gert við um tug sveitarstjórna um ljósleiðaraleiðaratengingu heimila og ná áformin nú til um helmings þjóðarinnar segir í frétt OR.


 

Flytur Alfesca höfuðstöðvar sínar frá Íslandi, er spurning sem greiningardeild Landsbankans veltir fyrir sér. Tilkynnt var um ráðningu á nýjum fjármálastjóra Alfesca í dag, Philippe Perrinau, sem tekur við af Kristinni Albertssyni en einnig var nýr forstjóri ráðinn í haust, Xavier Govare, sem tók við starfinu af Jakobi Óskari Sigurðssyni. ?Það vekur athygli að auk mannabreytinganna þá hefur Alfesca einnig selt höfuðstöðvar fyrirtækisins í Hafnarfirði og gerir félagið ekki ráð fyrir að þurfa að endurfjárfesta í nýjum höfuðstöðvum heldur muni það leigja húsnæði sem væntanlega verði í Reykjavík. Í ljósi ofangreindra breytinga hjá félaginu vakna spurningar um hvort næsta skref verði að færa höfuðstöðvarnar til Frakklands enda starfsemi Alfesca á Íslandi orðin takmörkuð,? segir greiningardeildin.


 

Skýrar vísbendingar eru um að nýliðið ár hafi verið gott ár fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi, segir greiningardeild Glitnis. Erlendum ferðamönnum, sem fóru um Leifsstöð, fjölgaði um 36% frá því nóvember í fyrra. ?Fyrstu ellefu mánuði ársins 2006 fjölgaði erlendum ferðamönnum um 9,4% í gegnum Leifsstöð. Þær tölur tala sama máli og gistináttatölurnar, það er benda til mikillar aukningar í umsvifum í ferðaþjónustu. Hlutfallslega mest hefur ferðamönnum frá Kanada, Spáni, Noregi, Bretlandi og Danmörku fjölgað í ár. Þegar einungis einn mánuður er óuppgerður af árinu í fyrra stefnir í metár fyrir ferðaþjónustuna. Gengi krónunnar var að meðaltali lægra í fyrra samanborðið við árið 2005 sem kom sér vel fyrir ferðaþjónustuna. Önnur skýring er aukið framboð af ferðamöguleikum með tíðari flugferðum til landsins,? segir greiningardeildin Gistinætur ?Gistinætur á hótelum voru 71 þúsund í nóvember og fjölgaði um 23% frá fyrra ári. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs fjölgaði gistinóttum mikið frá sama tíma 2005, eða um 12%. Í nóvember var talsverð aukning á gistinóttum á öllum landsvæðum nema á Suðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 28% í nóvember miðað við sama mánuð 2005. Um 76% af gistinóttum í nóvember voru á höfuðborgarsvæðin,? segir greiningardeildin. Hún segir að sumarið fyrir ferðaþjónustuna hafi komið vel út en maí til september er mikilvægasta tímabil ferðaþjónustunnar. ?Gistinóttum hefur fjölgað hlutfallslega enn meira í október og nóvember og bendir það til þess að árangur sé að nást í lengingu ferðamannatímans. Miðað við fram komnar tölur standa erlendir ferðamenn að baki um 80% af gistinóttum síðasta árs. Það hlutfall er lítið breytt frá undanförnum árum,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,44% í dag og er 6.727 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 36.192 milljónum króna. Á fyrstu þremur viðskiptadögum ársins hefur úrvalsvísitalan hækkað um 4,94%. ?Engin einhlít skýring er á mikilli hækkun hlutabréfaverðs þessa fyrstu viðskiptadaga ársins. Verðmat Citigroup á Kaupþingi, sem fjallað var um í gær, hefur vissulega ýtt undir hlutabréfaverð og áhrif lækkunar lánshæfismats S&P á íslenska ríkinu hafa verið að minnka. Rekstur flestra fyrirtækja í Kauphöllinni er mjög alþjóðlegur og síminnkandi hlutfall umsvifa fyrirtækjanna er hér á landi. Fyrirséð stöðnun í hagkerfinu hér á landi á þessu ári hefur því hverfandi áhrif á framlegð og hagnað fyrirtækjanna. Sögulega hátt vaxtastig hér á landi hefur einnig takmörkuð áhrif á rekstur þeirra en gefur fjárfestum hins vegar kost á hárri áhættulausri ávöxtun,? sagði greiningardeild Glitnis í Morgunkorni. Teymi hækkaði um 4,45%, Straumur-Burðarás hækkaði um 2,86%, Landsbankinn hækkaði um 2,14%, FL Group hækkaði um 1,85% og Glitnir hækkaði um 1,7%. Icelandic Group lækkaði um 2,65%, Atlantic Petroleum lækkaði um 1,78% og Icelandair Group lækkaði 0,36%. Gengi krónu veiktist um 0,22% og er 126 stig.


 

Enn bætist við í krónubréfaútgáfuna en Deutsche Bank gaf í dag út krónubréf fyrir þrjá milljarða króna. Bréfin eru gefinn út undir pari eða undir nafnvirði á 98,82 og bera 12,5% vexti. Deutsche Bank hefur alls gefið út krónubréf fyrir 26 milljarða króna þar af eru 15,5 milljarðar útistandandi.


 

stefnt að fjárfestingagetu allt að 1 milljarði bandaríkjadala


 

segir Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans


 

Landsbankinn hélt blaðamannafund í hádeginu í dag þar sem Bjögólfur Guðmundsson kynnti fyrir frétta- og blaðamönnum viðamikla sýningu sem sett hefur verið upp í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans. Á sýningunni, sem ber heitið Sögusýning Landsbankans, er dregin upp mynd af þjóðlífi fyrri tíma, enda fléttast saga bankans saman við sögu efnahags og atvinnulífs sem og sögu þjóðarinnar á umbrotatímum. Sýningin verður opnuð á Þrettándanum, 6. janúar, kl. 15.30. Í kjölfar hennar býður bankinn til þrettándagleði á Ingólfstorgi í anda þess sem var fyrir 120 árum. Sögusýningin verður opinn öllum alla daga vikunnar fram á vor.


 

kröfur á hendur Skeljungi lenda á fyrri eigendum félagsins


 

að mati greiningardeildar Glitnis


 

Flest bendir til að vísitala neysluverðs verði óbreytt á milli desember og janúar, segir greiningardeild Glitnis. Gangi spáin eftir mun verðbólga lækka í 6,6% í janúar úr 7,0% í desember. Ennfremur spáir hún 2,3% verðbólgu yfir þetta ár. ?Í janúar hafa gjaldskrárhækkanir opinberrar þjónustu og útsöluáhrif vegist á til hækkunar og lækkunar neysluverðs. Við gerum ráð fyrir að útsöluáhrif í ár verði svipuð og í fyrra. Gjaldskrárhækkun á opinberri þjónustu er nokkur en einnig kemur til lækkun á ýmsum sviðum sem dregur úr heildarhækkun gjaldskrárinnar. Í spánni er gert ráð fyrir að íbúðarhúsnæði lækki lítillega en að áhrif vaxtahækkunar vegi lækkunina upp og að kostnaður við eigið húsnæði hækki lítillega milli mánaða. Undanfarna mánuði hefur matvöruverð lækkað en nú gerum við ráð fyrir nokkurri hækkun í janúar. Ástæðu þess má bæði rekja til verðhækkunar frá birgjum og launahækkunar í versluninni. Eldsneytisverð hefur haldist óbreytt frá í nóvember síðastliðnum,? segir greiningardeildin. Verðbólga undir 4% í mars Greiningardeildin gerir ráð fyrir að verðbólga verði undir 4% þolmörk Seðlabankans í mars. ?Aðgerðir stjórnvalda til að lækka vöruverð hafa þar mikið að segja,? segir greiningardeildin. Hún telur að þær geti lækkað neysluverð um allt að 2,5%. ?Í spánni er gert ráð fyrir að lækkun virðisaukaskatts skili sér að fullu í mars en að lækkun tolla og afnám vörugjalda skili sér að mestu ekki fyrr en í apríl,? segir greiningardeildin. Minnkandi verðbólguþrýstingur Ennfremur virðast helstu áhrifaþátta verðbólgu leiða til minnkandi verðbólgu þegar fram sækir, að sögn greiningardeildarinnar. ?Mikið hefur hægt á hækkun íbúðaverðs og við teljum að það muni lækka lítillega á þessu ári. Enn er mikil spenna á vinnumarkaði og launaþrýstingur nokkur af þeim sökum en ef að líkum lætur mun draga jafnt og þétt úr þessari spennu á sama tíma og um hægist í hagkerfinu. Við gerum ráð fyrir lítilsháttar gengislækkun á árinu, en að áhrif snarprar gengislækkunar á síðastliðnu ári séu að langmestu leyti um garð gengin,? segir greiningardeildin.


 

Meðalævilengd nýfæddrar stúlku hér á landi er nú 82,9 ár og drengs 78,6 ár og hefur aukist um 0,7 ár á tveimur árum. Þessar upplýsingar um auknar lífslíkur verða notaðar við tryggingafræðileg uppgjör lífeyrissjóðanna um áramótin og hefur breytingin áhrif á skuldbindingar lífeyrissjóðanna.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,09% og er 6.704 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum Markaðsvakt Mentis. Kauphöllin hefur verið opin í tvo og hálfan dag og nemur hækkun úrvalsvísitölunnar 4,55% á tímabilinu. ?Engin einhlít skýring er á mikilli hækkun hlutabréfaverðs þessa fyrstu viðskiptadaga ársins. Verðmat Citigroup á Kaupþingi, sem fjallað var um í gær, hefur vissulega ýtt undir hlutabréfaverð og áhrif lækkunar lánshæfismats S&P á íslenska ríkinu hafa verið að minnka. Rekstur flestra fyrirtækja í Kauphöllinni er mjög alþjóðlegur og síminnkandi hlutfall umsvifa fyrirtækjanna er hér á landi. Fyrirséð stöðnun í hagkerfinu hér á landi á þessu ári hefur því hverfandi áhrif á framlegð og hagnað fyrirtækjanna. Sögulega hátt vaxtastig hér á landi hefur einnig takmörkuð áhrif á rekstur þeirra en gefur fjárfestum hins vegar kost á hárri áhættulausri ávöxtun,? segir greiningardeild Glitnis. Teymi hefur hækkað um 5,82%, sé litið til síðustu fjögra vikna hafa bréfin hækkað um 35,82%, FL Group hefur hækkað um 2,22%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,42%, Actavis Group hefur hækkað um 1,37% og Exista hefur hækkað um 1,27%. 365 hefur lækkað um 0,83% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,36%. Gengi krónu hefur veikst um 0,08% og er 125,8 stig.


 

HB Grandi hf. mun stofna dótturfyrirtækið Atlantic Pelagic B.V. í Hollandi, segir í tilkynningu. Atlantic Pelagic mun kaupa uppsjávarfrystiskipið Engey af HB Granda og gera skipið út til veiða á makríl, hrossamakríl, sardínu og sardínellu úti fyrir ströndum Afríku. Áætlað er að útgerð Engeyjar flytjist til Atlantic Pelagic í byrjun apríl. Atlantic Pelagic mun vinna í nánu samstarfi við hollenska útgerðarfélagið Parlevliet & Van der Plas og mun það félag einnig annast markaðssetningu afurða Engeyjar. Stofnun Atlantic Pelagic og útgerð Engeyjar við Afríku mun efla reksturinn og nýta betur þær fjárfestingar, sem félagið hefur yfir að ráða. Með vexti félagsins í kjölfar sameininga liðinna ára hafa áunnist tækifæri, sem verið er að nýta sem best. Rekstur Engeyjar hefur gengið vel frá því skipið kom fyrst til veiða við Ísland í júní árið 2005. Á árinu 2006 var aflaverðmæti hennar 1.451 milljón króna. Það hefur hins vegar haft áhrif á afkomu hennar, samanborið við vinnslu í landi, að mjölverð hefur hækkað mikið á sama tíma og verð frystrar síldar hefur gefið eftir. Allri áhöfn Engeyjar verður sagt upp og mun ný áhöfn verða ráðin í Hollandi. Lykilstöður verða mannaðar Íslendingum.


 

Í frétt Reuters segir að erlendir bankar streymi nú inn á innlánamarkað Bretlands og er talað um að á sama tíma og erlendir aðilar hafi verið að kaupa bresk fyrirtæki og fótboltafélög hafi erlendir bankar komið af stað þögulli byltingu á innlánamarkaði. Ný eru yfir tíu bankar sem bjóða innlánavöru á kjörum sem veiti breskum bönkum verulega harða samkeppni, segir í fréttinni. Innlánavara Landsbankans, Icesave, sem kynnt var í október, er meðal þeirra sem talað er um í því samhengi. Icesave býður 5,45% vexti og er einfaldari í sniðum heldur en aðrar innlánavörur (e. easy-access market) og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru viðskiptavinir Icesave nú í kring um 25 þúsund. Samkvæmt verðsamanburðarvefsíðunni www.moneysupermarket.com breyttist innlánamarkaður Bretlands verulegu við innkomu hollenska bankans ING árið 2003, sem náði strax miklum vinsældum, en býður þó ekki lengur upp á bestu kjörin. Framkvæmdarstjóri síðunnar segir að nýju bankarnir auki verulega valmöguleika viðskiptavina, bjóði betri vaxtakjör og setji einnig aukinn þrýsting á aðila sem voru fyrir á markaðnum um að bæta kjör sín.


 

Samkvæmt frétt bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal vill þýska efna- og lyfjafyrirtækið Merck KGaA selja samheitalyfjaframleiðslu sína og einbeita sér frekar að framleiðslu frumlyfja og efnaframleiðslu. Fullyrt er að Merck vilji fá á bilinu fjóra til 5.5 milljarða evra eða um 500 milljarða íslenskra króna. Blaðið nefnir Actavis í umfjöllun sinni sem einn af hugsanlegum kaupendum á þessum hluta Merck KGaA. Talsmaður Merck var ekki tilbúinn að staðfesta frétt blaðsins á þeirri forsendu að fyrirtækið svaraði ekki orðrómi.Samheitalyfjaframleiðsla Merck KGaA hefur um fjögurra prósenta markaðshlutdeild í heiminum og nam sala á slíkum lyfjum um 1.8 milljörðum evra á síðasta ári. Sökum sterkrar markaðsstöðu í Evrópu leiða blaðamenn Wall Street Journal líkur að því að bandarísk eða indversk fyrirtæki sem hafa ekki mikil umsvif í álfunni kynnu að hafa áhuga á kaupum.


 

Icelandic Group hefur ákveðið að selja öll hlutabréf í VGI, sem er þjónustufyrirtæki við matvælaiðnaðinn. VGI varð til í apríl árið 2006 þegar Icelandic umbúðir, dótturfyrirtæki Icelandic Group, keypti VGÍ og sameinaðist því.


 

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm 11% á árinu 2006 miðað við árið 2005, eða úr rétt tæpum 1.817þúsund farþegum í rúma 2.019 þúsund farþega. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rétt tæpum 15% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um tæp 7% að því er kemur fram í frétt FLE. Í fréttinni kemur fram að þetta sé í samræmi við farþegaspá sem breska fyrirtækið BAA Plc., sem rekur stærstu flugvelli í Bretlandi og víðar gerði í upphafi árs 2005. Spáð er um 6% fjölgun árið 2007 og að árið 2015 verði farþegafjöldinn kominn vel yfir þrjár milljónir, sem jafngildir tvöföldun á einum áratug. Skipulagssérfræðingar BAA horfa til ýmissa þátta sem áhrif hafa svo sem hagvaxtar á Íslandi, fargjalda, markaðssóknar og vinsælda Íslands sem áningarstaðar ferðafólks. Til að bregðast við þessum aukna farþegafjölda er unnið að stækkun flugstöðvarinnar en stefnt er að því að ljúka framkvæmdum fyrir 20 ára vígsluafmæli flugstöðvarinnar þann 14. apríl 2007.


 

Stefnt er að því að 80% tekna komi erlendis frá innan þriggja ára


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,59% og er 6.632 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 11.760 milljörðum króna. Exista hækkaði um 5,33%, Teymi hækkaði um 4,29%, Kaupþing banki hækkaði um 2,91%, Landsbankinn hækkaði um 2,55% og FL Group hækkaði um 2,27%. Marel lækkaði um 1,29%, Mosaic Fashions og Alfesca lækkuðu um 0,99%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 0,81% og Flaga Group lækkaði um 0,76%. Gengi krónu veiktist um 0,14% og er 125,7 stig við lok markaðar.


 

30 milljarða hagstæðari útkoma en í fyrra.


 

Kristinn Albertsson hættir


 

Þýski nýsköpunarsjóðurinn KfW gefur út krónubréf fyrir þrjá milljarða


 

Greiningardeild Landsbanka Íslands hefur endurskoðað verðbólguspá sína fyrir janúar og gerir nú ráð fyrir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs, sem er hækkun frá fyrri spá um óbreytta vísitölu.


 

Citigroup, sem birti verðmat á Kaupþingi banka í dag, er einn af tuttugu stærstu hluthöfum í fimm fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina, samkvæmt hlutahafaskrám. Sérfræðingar telja að bankinn eigi ekki bréfin sjálfur heldur sé að fjárfesta fyrir hönd viðskiptavina sinna. Eignarhlutur Citigroup og fyrirtækin sem umræðir eru: Alfesca, 5,2% Exista, 0,69% FL Group, 0,55% Glitnir, 1,74% Mosaic Fashions, 3,45%


 

Síðustu daga hefur danska dagblaðið Børsen fjallað mikið um fasteignafélagið Keops, sem er 30% í eigu Baugs. Børsen heldur því fram að Keops hafi í byrjun nóvember tilkynnt að Eric Rylberg yrði framkvæmdastjóri við hlið Karstens Poulsens, en í ársreikningum félagsins, sem birtust um miðjan desember, kom fram að Rylberg yrði ráðgjafi fyrirtækisins. Børsen heldur því fram að Keops muni fá áminningu frá dönsku kauphöllinni. Í tilkynningu sem Keops sendi frá sér í gær kemur fram að kauphöllin í Kaupmannahöfn geri engar athugasemdir við upplýsingar frá fyrirtækinu um hlutverk Erics Rylberg innan veggja fyrirtækisins. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Norrænna fjárfestinga Baugs, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að ásakanir blaðamanna Børsen síðustu daga væru furðulegar. ,,Það hefur alltaf legið fyrir hvert hlutverk Eric Rylberg yrði hjá Keops, hann sér um yfirtökur og að finna nýjar eignartökur á meðan Karsten Poulsen sér um daglegan rekstur fyrirtækisins,? sagði Skarphéðinn í samtali við Viðskiptablaðið. Í gær var ráðstefna hjá Viðskipta- og hagfræðistofnun Háskóla Íslands, þar sem fjallað var um rannsóknir á útrás íslenskra fyrirtækja á árunum 1998 til ársins 2007. Þar kom fram að grundvallarveikleiki íslenskra fyrirtækja sem starfa erlendis virðist vera minni tjáskipti en almennt tíðkast erlendis, bæði við erlenda starfsmenn og fjölmiðla. Þegar Skarphéðinn Berg var spurður um þetta atriði sagði hann að vissulega mætti bæta almannatengsl íslenskra fyrirtækja erlendis og þá sérstaklega í Danmörku. ,,Hins vegar virðast skrif Børsen síðustu daga byggð á óvönduðum vinnubrögðum blaðamanna þeirra,? sagði Skarphéðinn.


 

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, mun taka sæti í stjórn félagsins. Þetta kemur í kjölfarið á sölu FL Group á Sterling á dögunum, segir í frétt á vefsíðu danska dagblaðsins Børsen. Ákveðið hefur verið að Hannes Smárason hætti í stjórn vegna sölu FL Group á Sterling Airlines A/S og Flyselskabet af 15. juli 2005 A/S. Almar kemur inn í stjórn hjá Sterling og Flyselskabet. Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, lætur einnig af stjórnarstörfum í Sterling og Flyselskabet. Sterling var í síðustu viku sett undir nýtt fyrirtæki þegar FL Group, sem keypti félagið fyrir ári síðan á 15 milljarða, seldi Sterling til nýja fyrirtækisins Northern Travel Holding fyrir 20 milljarða.


 

að sögn greiningardeildar Glitnis


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,88% og er 6.651 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 7.221 milljónum króna. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,7% á fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins. ?Í dag gaf Citigroup út verðmat á Kaupþingi og telur virði félagsins vera 1.000-1.036 krónur á hlut. Citigroup mælir með kaupum á bréfum í Kaupþingi enda var verðið á bréfunum 841 krónur á hlut þegar verðmatið var gert. [?] Góð hækkun á hlutabréfum Landsbankans eru vísbending um að fjárfestar telji líkur á að erlendir greiningaraðilar séu jákvæðari í garð íslensku bankanna en áður mætti telja. Verð á bréfum Glitnis hefur hækkað um 1,27% í 23,9 krónur á hlut sem er sögulegt hámark á verði bréfa í bankanum,? segir greiningardeild Glitnis. Exista hefur hækkað um 3,11%, Kaupþing banki og Landsbankinn hafa hækkað um 2,91%, Teymi hefur hækkað um 2,5% og Actavis hefur hækkað um 2,01%. Alfesca hefur lækkað um 0,99%, Tryggingamiðstöðin hefur lækkað um 0,81%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,66%, Atorka Group hefur lækkað um 0,59% og 365 hefur lækkað um 0,42%. Gengi krónu hefur veikst um 0,11% og er 125,7 stig.


 

Verslunarkeðjan Merlin, sem er í eigu íslenskra fjárfesta, hefur gert samning við danska farsímafyrirtækið Telia um að selja einungis síma frá þeim, segir í frétt á vefsíðu Berlingske Tidende í dag. 48 raftækjaverslanir Merlin eru þessa dagana að búa verslanir sínar undir breytingar, sem fela það m.a í sér að koma upp skiltum í öllum gluggum verlsunarkeðjunnar með Telia símum. Í fréttinni er haft eftir Claus Mikkelsen, innkaupsstjóra Merlin að samningurinn geri það að verkum að sölumenn Merlin verði betur í stakk búnir að veita ráðleggingar um farsímakaup, þar sem þeir muni framvegis hafa sérþekkingu á Telia farsímunum.


 

segir greiningardeild Glitnis.


 

Nýtt verðmat greiningardeildar Landbankans á Össuri er 666 milljón dollara (46,5 milljarða króna) eða 124,3 krónur á hlut. Mælt er með kaupum á bréfum félagsins og yfirvoga í vel dreifðu eignasafni. Markaðsverð þess er 113 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá M5. Verðmatið er gefið út í kjölfar kaupa Össurar á franska stuðningstækjafyrirtækinu Gibaud. ?Við teljum að innkoma Gibaud sé jákvæð fyrir Össur enda opna kaupin leiðina inn á nýja markaði. Við erum varfærin í mati okkar á Gibaud og hefur innkoma félagsins lágmarksáhrif á verðmatið. Breytt ávöxtunarkrafa og veiking íslensku krónunnar vega mun þyngra. Í kjölfar kaupanna á Gibaud áætlum við að velta Össurar aukist um rúmlega 20% en framlegð lækki lítillega, þar sem áætluð framlegð Gibaud er lægri en áætluð framlegð Össurar fyrir kaupi,? segir greiningardeildin. Nýja verðmatið er rúmlega 2% hærra en það síðasta frá greiningardeildinni, mælt í Bandaríkjadal, en 7,6% hærra mælt í íslenskum krónum. ?Síðasta ráðgjöf okkar var að fjárfestar minnkuðu eign sína í félaginu og undirvoguðu bréfin. Frá síðustu ráðgjöf hefur krónan veikst um 5% gagnvart Bandaríkjadal og bréf félagsins lækkað um 7%,? segir greiningardeildin.


 

Citigroup mælir með kaupum í Kaupþingi og verðmetur félagið á eitt þúsund krónur á hlut, segir í nótu frá bankanum, sem er að meta bankann í fyrsta sinn.


 

Í gærkvöld var samkomulag um lífeyrismál undirritað af stjórn FÍF og fulltrúum Flugstoða. Hvorir tveggja hafa lýst yfir ánægju með að samkomulagið sé í höfn svo hægt sé að snúa sér að daglegum rekstri á ný. Búist er við því að í dag, 4. janúar, muni þeir flugumferðarstjórar sem ekki hafa ráðið sig hjá Flugstoðum ganga til liðs við félagið og flugumferð á íslenska svæðinu fara í eðlilegt horf, segir í tilkynningu á heimasíðu Félags íslenskra flugumferðastjóra.


 

Afkoma bresku stórverslunarinnar House of Fraser vikuna fyrir jól var sú besta í sögu félagins, samvæmt upplýsingum frá nýjum eigendum. Baugur, ásamt fleiri fjárfestum, keypti House of Fraser í fyrra og nam heildarvirði viðskiptanna 75 milljörðum króna.


 

Gengi krónu styrktist um 1,96% í dag og er það líklega vegna þess að hollenski bankinn ABN Amro gaf út krónu bréf fyrir þrjá milljarða til eins árs, að sögn greiningardeildar Kaupþings banka. Gengi krónu er 125,4 stig við lok markaðar.


 

Velta á fasteignamarkaði nam 5,5 milljörðum króna í síðustu viku ársins og er mesta vikuvelta síðan í byrjun maí síðastliðnum og tvöföld velta sömu viku árið 2005, að sögn greiningardeildar Landsbankans. "Fjöldi kaupsamninga var þó með lægra móti í vikunni eða 127 en meðalfjöldi kaupsamninga á viku á árinu var 143. Meðalupphæð hvers samnings var því með mesta móti eða 44 milljónir króna, en fyrir árið í heild var meðalupphæðin um 27 milljónir króna,? segir greiningardeildin. Sveiflur á fasteignmarkaði eru miklar á milli vikna og er því marktækara að skoða lengra tímabil. ?Tólf vikna ársbreyting meðalveltu hefur minnkað undanfarið en mestur varð samdrátturinn 33% í byrjun október síðastliðnum. Samdrátturinn nemur nú 8% milli ára og er meðalvelta síðustu tólf vikna rúmlega fjórir milljarðar króna,? segir greiningardeildin.


 

Eignaverð hækkaði að raunvirði um 0,5% í nóvember og hefur því aðeins hækkað um 2,6% að raunvirði síðastliðna tólf mánuði, segir greiningardeild Kaupþings banka og styðst við eignaverðsvísitölu sína. En hún tekur mið af verðbreytingum fasteigna, hlutabréfa og skuldabréfa. ?Í upphafi ársins 2006 var 12 mánaða raunvöxtur vísitölunnar tæplega 20% en verulega hægði á vextinum um miðbik ársins. Á þeim tímapunkti var vaxandi verðbólga farin að bíta á raunvirði eigna og urðu auk þess nokkrar lækkanir á hlutabréfaverði á sama tíma og vísitala íbúðaverðs staðnaði. Næstu misseri þar á undan höfðu hinsvegar bæði húsnæði og hlutabréf gengið í gegnum gífurlegar verðhækkanir,? segir greiningardeildin. Af þeim þremur þáttum sem eignaverðsvísitalan tekur mið af, hækkuðu hlutabréf mest á árinu, en úrvalsvísitalan hækkaði um tæplega 16%. ?Vísitala neysluverðs hækkaði aftur á móti um tæplega 7% yfir árið og nam hækkun hlutabréfaverðs því 9% að raunvirði. Verðmæti skuldabréfa hækkaði hinsvegar að jafnaði um 7% miðað við vegið safn skuldabréfa sem Greiningardeild hefur reiknað. Að raunvirði var verðmæti skuldabréfa því að jafnaði óbreytt milli ára. Miðað við vísitölu íbúðaverðs frá nóvember sl. hefur íbúðaverð hinsvegar aðeins hækkað um 5,7% og hefur því lækkað um 1,3% að raunvirði á árinu,? segir greiningardeildin.


 

Lággjaldaflugfélagið Sterling stefnir nú að því að verða umhverfisvænsta flugfélag Evrópu. Lækka á útblástur koltvísýrings og farangursþyngd lækkuð, segir í frétt á vefsíðu Berlinske Tidende í dag. Stefnt er að því að lækka koltvísýringshlutfall um 10 % á hvern farþega. Þessu markmiði skal náð með nýjum stýris- og lendingarbúnaði sem og lækkun hámarksþyngdar á hvern farþega. Í fréttinni er haft eftir Almari Erni Hilmarssyni, forstjóra Sterling, að félagið hafi lengi rætt um það og komist að því að óskin um að bæta umhverfið og peningasparnaður fylgist að. Þess vegna hafi forráðamenn þess ákveðið að stefna að því að lækka koltvísýringshlutfall á hvern farþega um 10% á næstu 3 árum.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,84% og er 6.528 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. FL Group hækkaði um 3,92%, Landsbanki hækkaði 3,77%, Teymi hækkaði um 3,51%, Kaupþing banki hækkaði um 2,14% og Glitnir hækkaði um 1,29%. Tryggingamiðstöðin lækkaði um 1,59%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,31%, Icelandair Group lækkaði um 0,73%, Eimskip lækkaði um 0,62% og Straumur-Burðarás lækkaði um 0,58%. Gengi krónu styrktist um 1,89% og er 125,4 stig.


 

Greiningardeild Landsbankans mælir með markaðsvogun á bréfum Mosaic Fashions í stað yfirvogunar áður. Afkoma félagsins á þriðja fjórðungi reikningsársins, sem er frá ágúst til október, var undir væntingum og sjá forvarsmenn Mosaic Fashions ekki fram á viðsnúning fyrr en um næstu páska, að sögn greiningardeildarinnar. Afkomu spá tískufyrirtækisins hefur verið lækkið í kjölfar uppgjörsins. ?Gengi bréfa Mosaic lækkaði um 13,1% á fjórða ársfjórðungi. Þrátt fyrir sanngjarna verðlagningu í alþjóðlegum samanburði reiknum við ekki með verulegum viðsnúningi í verðþróun bréfa Mosaic fyrr en línurnar fyrir fjórða ársfjórðung skýrast betur,? segir greiningardeildin.


 

segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group


 

Hollenski bankinn ABN Amro hefur ákveðið að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum að virði þrír milljarðar, samkvæmt heimildum frá markaðsaðilum.


 

Viðskipti í Kauphöll Íslands árið 2006 námu alls 4.484 milljörðum og hefur veltan aldrei verið meiri. Veltuaukning frá fyrra ári er 77%, segir í ársyfirliti frá Kauphöllinni. Meðalvelta á dag nam 18 milljörðum en var 10,1 milljarðar árið 2005. Veltuaukningin á hlutabréfmarkaði nam 82% og var 2.192 milljarðar króna en veltuaukningin á skuldabréfamarkaði nam 72% og var 2.274 milljarðar króna. 69% af veltunni má rekja til bankanna fjögurra, Glitni, Kaupþings banka, Landsbankans og Straums-Burðaráss. Viðskipti innan kauphallar á árinu var 719 milljarðar og er það 165% veltuaukning frá fyrra ári. Meðalstærð kauphallarviðskipta var 6,2 milljónir en var 4,1 milljónir árið 2005 og 2,7 milljónir 2004. Fjöldi viðskipta með hlutabréf var 128.123 en var 77.483 allt árið í fyrra. Velta skuldabréfa fyrirtækja var um 20,9 milljarða króna samanborið við 1,9 milljarða króna árið 2005. Viðskipti á isec markaði námu 4,2 milljörðum á árinu. Markaðurinn var settur á laggirnar í júlí og varð nú í ársbyrjun 2007 hluti af First North markaði OMX.


 

Álag á skuldatryggingar bankanna á eftirmarkaði heldur áfram að hækka í dag. Að sögn sérfræðinga er markaðurinn nú byrjaður að bregðast við þeim tíðindum sem bárust fyrir jól að S&P lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs. Þá segja sérfræðingar að tilkynning Glitnis um skuldabréfaútgáfu í bandarískum dollurum frá því í morgun hafi haft slæm áhrif á markaðinn.  Álag á skuldatryggingum Kaupþings er nú í 51 punkti og hefur hækkað um 4,5 punkta síðan  S&P breytti lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Álag á skuldatryggingum Glitnis hefur einnig hækkað um 4,5 punkta og stendur nú í 36,5 punktum og Landsbankinn hefur hækkað um 5 punkta og stendur í 41 punkti.


 

Stærsta verkfræðistofa landsins með alls 240 starfsmenn varð til um áramótin þegar Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns - VGK hf. og verkfræðistofan Hönnun hf. voru sameinaðar undir nafninu VGK-Hönnun hf.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,19% og er 6.487 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Landsbankinn hefur hækkað um 2,26%, FL Group hefur hækkað um 1,96%, Teymi hefur hækkað um 1,85%, Kaupþing banki hefur hækkað um 1,55% og Actavis hefur hækkað um 1,25%. Mosaic Fashions hefur lækkað um 1,96%, Eimskip hefur lækkað um 0,62%, Exista hefur lækkað um 0,44%, 365 hefur lækkað um 0,42% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,36%. Gengi krónu hefur styrkst um 1,37% og er 126,1 stig.


 

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur veitt Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf. leyfi til að starfrækja útibú í London og hófst starfsemin þann 1. janúar 2007, segir í tilkynningu. Starfsemi útibúsins mun í fyrstu snúa að útlánastarfsemi, einkum í formi sambankalána þar sem Straumur-Burðarás er ýmist þátttakandi eða leiðandi lánveitandi.


 

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefur fært 19,77% hlut sinn í FL Group til Oddaflugs BV frá Eignarhaldsfélaginu Oddaflug ehf., samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Oddaflug BV er staðsett í Hollandi. Þann 29. desember tilkynntu FL Group um það hefði fært 25,97% hlut sinn í Glitni í tvö eignarhaldsfélög, sem bæði eru staðsett í Hollandi.


 

aukning um 8% á árinu 2006


 

Frá og með deginum í dag verður sú breyting á útreikningum hlutabréfavísitalna Kauphallarinnar að tilboð og viðskipti félaga sem skráð eru í erlendri mynt umreiknast ekki lengur í íslenskar krónur miðað við stundargengi, segir í tilkynningu. Miðað verður við gengi sem reiknast klukkan l5:00 á evrópskum tíma (CET) og tekur þá þegar gildi og gildir til klukkan 15:00 (CET) næsta dag.


 

Landsbankinn hefur aukið hlut sinn í Atorku Group í 7,64% úr 3,77%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Um er að ræða viðskipti vegna framvirkra samninga. Af eignarhlut bankans er 3,88% vegna framvirkra samninga.


 

BG Holding ehf., dótturfélag Baugs Group, hefur keypt í Mosiac Fashions fyrir 16,3 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Um er að ræða 1.058.232 hluti, keypta á genginu 15,41. BG Holding ehf. er stærsti hluthafi Mosiac Fashions, með 36,78% hlut, samkvæmt upplýsingum frá hluthafaskrá.


 

Á hluthafafundi Icelandair Group Holding, sem haldinn var 29. desember 2006, voru samþykktar þær þrjár tillögur sem lágu fyrir fundinum, segir í tilkynningu. Fundurinn samþykkti tillögu um samruna Icelandair Group Holding hf. og dótturfélags þess, Icelandair Group hf., undir merkjum dótturfélagsins, í samræmi við áætlun sem kynnt var í skráningarlýsingu Icelandair Group Holding hf. til Kauphallar Íslands hf. frá 27. nóvember 2006. Dótturfélagið verður yfirtökufélagið við samrunann, og því verða hlutir hins sameinaða félags skráðir í Kauphöll Íslands hf., og í kjölfarið afskráðir hlutir Icelandair Group Holding hf. Er áætlað að sú aðgerð komi til framkvæmda í janúarmánuði 2007. Einnig voru á hluthafafundinum samþykktar tvær heimildir til stjórnar, annars vegar um kaupréttaráætlun fyrir lykilstarfsmenn félagsins og/eða dótturfélaga þess og þar með heimild til útgáfu og sölu nýrra hluta í tengslum við kaupréttaráætlunina sem numið geta allt að 6% af heildarhlutafé félagsins, en hins vegar heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum. Á stjórnarfundi að loknum hluthafafundinum var samþykkt kaupréttaráætlun fyrir lykilstjórnendur félagsins og dótturfélaga þess. Þessi áætlun er gerð til þriggja ára og er rétthöfum heimilt að nýta sér þriðjung heimildar ár hvert og einungis þá. Samningsgengi á hverjum samningi mun ákvarðast af meðalgegni hluta í félaginu í Kauphöll Íslands 10 viðskiptadaga fyrir gerð hvers samnings. Á grundvelli áætlunarinnar var forstjóra félagsins, Jóni Karli Ólafssyni boðinn kaupréttur að 5.000.000 hlutum, en jafnframt var kjaranefnd stjórnarinnar og forstjóra félagsins falið að ljúka kaupréttarsamningum við aðra lykilstjórnendur félagsins og/eða dótturfélaga, allt að 90 einstaklingar, en þó innan þeirrar heimildar um útgáfu nýrra hluta sem samþykkt var af hluthöfum félagsins fyrr um daginn, er tók til samtals allt að 60.000.000 hluta.


 

segir Jónas Sigurgeirsson


 

Glitnir undirbýr nú skuldabréfaútgáfu í bandarískum dollurum og verður uppsetning og umsjón útgáfunnar  í höndum Barclays Capital, Citigroup og Deutsche Bank segir í tilkynningu.


 

Árvakur segir að samstarf Sigurðar við keppinauta hafi engin áhrif á Blaðið


 

mun fljúga fyrir Iceland Express á milli Íslands og Kaupmannahafnar


 

Bílaumboðið Brimborg afhenti á liðnu ári um 2.500 nýja bíla og hefur salan aldrei verið jafn góð, segir í fréttatilkynningu. Hins vegar reiknar félagið með að sala nýrra bíla hér á landi dragast saman um 26% á þessu ári.Samkvæmt spá fyrirtækisins munu 14.697 nýir bílar seljast á árinu og verður því bið á að met ársins 2005 verði slegið.


 

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í viðtali við bresku fréttastöðina BBC News 24  í kvöld að hann eygi möguleika á því að flytja út vörumerki fyrirtækja félagsins til annarra landa.


 

Glitnir hefur ákveðið að breyta nafni sænska verðbréfafyrirtækisins Fischer Partners og mun það einnig kallast Glitnir, segir í fréttatilkynningu. Nafnabreytingin tekur gildi frá og með deginum í dag, en Glitnir lauk kaupum á fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Glitnir segir að nafnið sé orðið vel þekkt á Norðurlöndunum og á alþjóðamarkaði og að stefna Glitnis sé að öll dótturfyrirtæki og útibú bankans starfi undir einu vörumerki. Nafnabreytingin er háð samþykki fyrirtækjaskrár Svíþjóðar.


 

talið að útflutningsverðmæti aukist um 12%-14% mili ára


 

Útflutningsráð hefur verið duglegt við það undanfarin ár að fara með íslenskar viðskiptasendinefndir á framandi slóðir. Þetta ár verður engin breyting þar á en Útflutningsráð hyggst meðal annars fara í fræðsluferð til Kasakstan sem varð þekkt að endemum vegna kvikmyndarinnar Borat sem frumsýnd var á síðasta ári.


 

markaðir bregðast við ákvörðun S&P


 

Fyrsta viðskiptasendinefnd ársins á vegum Útflutningsráðs er til Suður-Afríku og verður farið bæði til Jóhannesarborgar og Höfðaborgar. Fimmtán fyrirtæki hafa þegar staðfest þátttöku í ferðinni, sem verður 24. febrúar til 3. mars 2007.Skráningarfrestur fyrir fyrirtæki sem óska eftir því að skipulagðir verði fyrir þau viðskiptafundir í S-Afríku rennur út föstudaginn 5. janúar segir í frétt Útflutningsráðs.


 

Um áramótin gengu í gildi breyting á lágmarksiðgjald til lífeyrissjóða en það hækkar úr 10% af heildarlaunum í 12% frá og með 1. janúar 2007. Er sú hækkun í samræmi við það sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.


 

Hinn 5. janúar mun Kauphöll Íslands taka upp heitið OMX Nordic Exchange á Íslandi. Í tilkynningu frá Kauphöllinni kemur fram að rekstur félagsins er þegar orðinn hluti af rekstri OMX og þjónusta fyrirtækisins mun smám saman verða samþætt þjónustu OMX Nordic Exchange í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.