*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


desember, 2007

 

Aldrei hefur úrvalsvísitalan lækkað jafn mikið eins og síðasta ársfjórðung


 

Ekki er útlit fyrir að Icebank verði skráður á hlutabréfamarkað á næsta ári og ekki er búið að ákveða tímasetningu skráningar, að því er fram kom í samtali Viðskiptablaðsins í dag við Agnar Hansson, nýráðinn bankastjóra Icebank. Agnar segir að lögð hafi verið fram 5 ára áætlun árið 2006 sem gildi til 2011. Í þeirri áætlun komi fram að til standi að skrá bankann á hlutabréfamarkað. Hins vegar taki stjórnendur bankans mið af markaðsaðstæðum hverju sinni.


 

Eimskip [HFEIM] hefur samið um sölu á 49% hlut í Northern Lights Leasing, sem er eigandi flugflota Air Atlanta, fyrir um tvo milljarða króna. Með sölunni hefur Eimskip selt sig að fullu út úr flugrekstri og munu stjórnendur einbeita sér að meginstarfsemi félagsins, sem eru flutningar og rekstur á kæli- og frystigeymslum, að því er segir í tilkynningu.


 

Gengi krónunnar styrktist um 7,7% á þessu ári mælt með gengisvísitölu krónunnar. Lokagengi krónunnar í fyrra var 129,2 stig en lokagengi þessa árs rétt tæp 120,0 stig, samkvæmt opinberri skráningu Seðlabankans. Í dag er síðasti viðskiptadagur með krónuna og gengisskráning Seðlabankans kl. 11 í dag er opinbert lokagildi ársins. Krónan veiktist um tæplega 0,1% í dag.


 

Ekki stendur til að skera frekar niður í þorskkvóta og mögulega þarf að endurskoða mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi.


 

Fremur jákvætt viðhorf til íslensku bankanna


 

Kaupsamningum fækkar á milli ára


 

Viðskiptaráðherra telur að efla þurfi starfsemi Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins enn frekar þó fjárframlög til þeirra aukist annars vegar um 30% og hinsvegar 50% prósent á árinu 2008. Hann boðar til fundaherferðar um neytendamál víða um land í vor. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV í dag.


 

Gengisvísitalan hefur sveiflast um 15% á árinu


 

Íbúðalánasjóður áætlar að umsvif sjóðsins á árinu 2008 verði nokkru minni en á árinu sem er að líða. Samkvæmt nýbirtri áætlun sjóðsins fyrir árið 2008 áætlar sjóðurinn að lána 57-65 ma.kr. til húsnæðiskaupa. Þetta kemur fram í morgunkorni Glitnis.


 
Innlent
30. desember 2007

Stormviðvörun

Veðurstofa Íslands hefur varað við stormi eða roki á landinu í dag og mikilli rigningu sunnanlands.


 

Hækkanir á afurðaverði til bænda í mjólkuriðnaði í Evrópu hefur leitt til þess að íslenskar mjólkurvörur hafa aldrei verið jafn samkeppnishæfar í verði og nú, að sögn Guðbrands Sigurðssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar.


 

Innviðir Teymis [TEYMI] eru sterkir og fjarskiptahluti fyrirtækisins mun auka vægi sitt á næsta ári, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins í samtali við vb.is. „Við erum bjartsýn á næsta ár. Við erum rekstrarfélag en ekki fjárfestingafélag, og vonumst til að meiri stemmning fari að myndast fyrir slíkum félögum í ljósi atburða á markaði á undanförnum mánuðum. Teymi hefur verið að skila góðum uppgjörum og haft gott sjóðstreymi, þannig að peningaleg staða er góð sem er mikilvægt á þessum síðustu og verstu tímum.” Að sögn Árna mun vægi fjarskiptahluta félagsins aukast á næsta ári, en nú þegar skapar fjarskiptahlutinn um helming tekna en allt að því þrjá fjórðu hagnaðar. „Innri vöxtur verður meiri í fjarskiptunum heldur en hugbúnaðargeiranum.”


 

“Bóksala fyrir þessi jól var góð og án þess að hafa tekið það nákvæmlega saman mundi ég slá á að aukningin í sölu íslenskra bóka frá í fyrra væri um 20%,” sagði Bryndís Loftsdóttir innkaupastjóri íslenskra bóka hjá Máli og menningu í samtali við vb.is.


 

Mjólkursamsalan stefnir að því að innan tveggja til þriggja ára flytji hún út skyr og smjör að verðmæti um einn milljarð króna, og þar af verði hlutur skyrsins um 650 milljónir. Miðar fyrirtækið við að útflutningsmarkaðurinn nemi um 10% heildarframleiðslu hérlendis, eða sem nemur um 15 milljónum af mjólkurlítrum á ári, að sögn Guðbrands Sigurðssonar, forstjóra MS. „Við gætum eflaust selt meira ef við lækkuðum verðið en við viljum viðhalda góðu endurgjaldi til félagsmanna okkar,“ segir Guðbrandur.


 

Árið fór vel af stað en í haust hefur leiðin legið niður á við


 

Ávöxtun hlutabréfa fjármálafyrirtækjanna hefur verið sveiflukennd á árinu þar sem myndarleg hækkun einkenndi fyrrihluta ársins en hröð lækkun hefur einkennt síðustu 5 mánuði. Þetta kom fram í morgunkorni Glitnis í morgun.


 

verðbréfasvið Glitnis í úttekt í mars síðastliðnum


 

segir talsmaður


 

Stjórn Spron hefur ákveðið, á grundvelli kaupréttaráætlunar fyrirtækisins, að gefa út kauprétti að hlutafé í Spron sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Ný kaupréttaráætlun var samþykkt hjá FL Group í gær. Tekur áætlunin til allt að 361 milljón hluta að nafnverði. Á sama tíma eru felldir niður áður útgefnir kaupréttir að 136 milljón hlutum, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Í dag er síðast dagurinn á þessu ár sem opið er í Kauphöll Íslands því lokað fyrir viðskipti í Kauphöllinni á gamlársdag. Opið er fyrir viðskipti með krónuna 31. desember og mun lokagildi hennar liggja fyrir þá.


 

Þrotabú Véla og Þjónustu vinnu mál gegn Vélaborg


 
Innlent
28. desember 2007

Staða Össurar sterk

Félög í heilbrigðisgeiranum eru ekki jafnháð hagsveiflunni og til dæmis fjárfestingafélög, og því er staða Össurar hf. til lengri og skemmri tíma vænleg, ef marka má orð forstjóra fyrirtækisins, Jóns Sigurðssonar. “Það ástand sem hefur verið í alþjóðahagkerfinu á undanförnum árum er óeðlilegt til langs tíma. Ódýrt lánsfjármagn, lítil verðbólga og mikill hagvöxtur er ekki eitthvað sem getur haldist. Ég býst því við að eðlilegra ástand taki nú við,” segir Jón. “Ég reikna með að einhverjir muni reyna að sjá samdrátt hjá fyrirtækjum í þeim uppgjörum sem berast eftir fyrstu fjórðunga næsta árs. Hins vegar er eðlilegt að vöxtur dragist saman í kjölfar tímabils viðlíka og því sem er að ljúka núna.”


 

Síminn hefur samið við farsímafyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) um að Síminn fái notið sömu kjara og aðildarríki innan Evrópusambandsins og EFTA hafa á verðskrá fyrir farsímaþjónustu. Þetta hefur í för með sér að Síminn getur frá og með 1. janúar 2008 boðið sínum viðskiptavinum sem staddir eru í löndum innan EES mun lægra verð en áður hefur verið mögulegt. 


 

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, opna á morgun nýja 2000 fm heilsuræktarstöð World Class við sundlaug Seltjarnarness. Opnun stöðvarinnar er liður í átaki World Class þar sem markmiðið er að færa heilsuræktarstöðvar nær íbúum höfuðborgarsvæðisins og auðvelda fleirum að stunda reglulega heilsurækt.


 

Um 14.500 kaupsamningum var þinglýst árið 2007 og námu heildarviðskipti með fasteignir um 360 milljörðum króna, sem er mesta velta á fasteignamarkaði á Íslandi á einu ári, samkvæmt því sem segir á vef Fasteignamat ríkisins.


 

Umbrot á fjármálamörkuðum heimsins undanfarna mánuði með tilheyrandi lánsfjárskorti og gengislækkunum hlutabréfa hefur hverfandi áhrif á rekstur Atorku og félög sem undir það heyrir, að sögn Magnúsar Jónssonar, forstjóra félagsins. „Við munum fara okkur ögn hægar í fjárfestingum og hlúa betur að innri vexti þeirra fyrirtækja sem við höfum fjárfest í, og það vill svo vel til að innri vöxtur í þeim er mjög góður,” segir Magnús.


 

Kaupþing er vel í stakk búið til að takast á við erfiðari markaðsaðstæður, að sögn Jónasar Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Kaupþings.  „Árið leggst vel í okkur í Kaupþingi,“ segir hann í samtali við Viðskiptablaðinu aðspurður um horfur á næsta ári.


 

Samþættingin við Stork er stóra málið á nýju ári


 

Eik Banki styrkir starfsemi sína í Færeyjum með yfirtöku á samtarfssemi Kaupþings í Færeyjum, segir greiningardeild Glitnis.


 

stóra verkefnið að innleiða NIBC inn í samstæðuna


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um tæp 0,2% það sem af er degi og er 6300 stig.


 

Vodafone hefur gefið út í bæklingi leiðbeiningar og góð ráð til foreldra vegna farsímanotkunar barna og unglinga. Bæklingurinn er  unninn í samvinnu við SAFT - Samfélag, fjölskyldu og tækni - og með útgáfunni vill Vodafone stuðla að ábyrgri farsímanotkun ungs fólks.  Bæklingurinn liggur frammi í verslunum Vodafone og hjá umboðsmönnum um allt land, auk þess sem rafræna útgáfu er að finna á slóðinnihttp://www.vodafone.is/images/farsimanotkunbogu.pdf.


 

Umfangsmikið hitaveituverkefni Enex Kína íXianyangborg í Shaanxi héraði í Kína gengur bæði betur og hraðar en áætlað hafði verið. Áætlað er að innan fimm ára verði hitaveita Xianyang stærri en hitaveita Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í dag talin stærsta jarðvarmaveita í heimi.


 

Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, var kaupandi að 7,5 milljarða króna hlut í Glitni [GLB] í utanþingsviðskiptum fyrir opnun markaðar í gær, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Hlutur Salt er rúm 2% af hlutafé Glitnis og með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Seljandi hlutarins er bankinn sjálfur, en hann hefur átt töluvert stóran hlut í sjálfum sér.


 

Kaupþing [KAUP] hefur selt starfsemi sína í Færeyjum til Eik Banki [FO-EIK]P/F, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Eik Banki tekur yfir starfsemi Kaupþings í Færeyjum þann 31. desember 2007.


 

Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að þau tvö svæði sem skoðuð hafa verið vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum verði tekin út í janúar af rússneskum og bandarískjum félögum og fjárfestum.


 

Icelandair á þar tvær flugheimildir


 

“Góður leikur hjá Glitni,” segir greiningardeild Landsbankans um sölu bankans á 12% hlut í Glitni Property Holding (GPH) til Bjarna Ármanssonar, fyrrum forstjóra bankans.


 

Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd hjá Glitni við að almennt hafi verið of lítil áhersla lögð á að starfsmenn bankans kynntu sér og framfylgdu verklagsreglum. Jafnframt eru gerðar athugasemdir við skort á utanumhaldi kvartana og kerfisbundnu innra eftirliti með framkvæmd reglna á ákveðnum sviðum, segir í frétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.


 

Úrvalsvísitalan hækkar um 0,56%


 

Fjárfestingafélagið Fons, í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur innleyst til sín hluti í Teymi sem félögin Melkot og Grjóti hafa haldið utanum, en þau eru bæði fjárhagslega tengd Fons. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Blikur er á lofti í efnahagsmálum, að mati Samtaka Atvinnulífsins. "Verðbólga hefur verið allt of mikil undanfarið og mikilvægt að hemja hana sem fyrst þar sem hún hefur skaðleg áhrif á heimili og fyrirtæki. Reynslan sýnir að miklar launahækkanir leiða ekki til betri kjara. Á árunum 1980-1990 hækkuðu laun til að mynda um 1434% en kaupmáttur rýrnaði um 15% á sama tíma," segja Samtök Atvinnulífsins í frétt á vef sínum.


 

Víkurfréttir og Prentun.com hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á prentun á Suðurnesjum undir nafni prentun.com. Forráðamenn fyrirtækjanna, Páll Ketilsson og Rafn B. Rafnsson undirrituðu samning þessa efnis nýlega, segir í frétt frá fyrirtækjunum. Fyrirtækið printing.com var stofnað í Englandi 1998 en hefur nú sest að á Íslandi undir nafninu prentun.com (en eigandi þess er Kvos sem m.a. rekur Prensmiðjuna Odda). Printing.com hefur fengið fjölda verðlauna frá stofnun þess og var m.a. kosið „Fyrirtæki ársins“ í Bretlandi 2006. Markmið fyrirtækisins er að bjóða bestu mögulegu þjónustu á lágu verði. Prentverkið er síðan framleitt í stærstu og öflugustu prentsmiðju Íslands og þannig fá viðskiptavinir bestu verðin á markaðnum, segir í fréttinni. „Hjá prentun.com er boðið upp á beinan aðgang að grafískum hönnuðum, markaðs- og söluráðgjöfum sem vinna að því að koma fyrirtæki þínu og skilaboðum á framfæri á einfaldan og árangursríkan hátt. Það er okkur mikið ánægjuefni að Víkurfréttir ehf. sem er mjög þekkt fyrirtæki á Suðurnesjum sé fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem gerir samstarfssamning við prentun.com“ sagði Rafn í fréttinni.


 
Innlent
27. desember 2007

?Ánægður og stoltur?

Björgólfur Thor Björgólfsson sagði í þakkarræðu sinni þegar hann tók við Viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins að hann væri bæði ánægður og stoltur af verðlaununum. Þetta er í annað sinn sem Björgólfur hlýtur verðlaunin en hann fékk þau fyrir fimm árum eftir að hann, ásamt öðrum, keypti Landsbanka Íslands.


 

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs verði óbreytt milli desember og janúar. "Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,6% samanborið við 5,9% í desember. Í mánuðinum togast á útsöluáhrif og hækkun á matvöru og fasteignaverði. Auk þess má reikna með að hækkun ýmissa opinberra gjalda sem leggjast á um áramótin hafi áhrif til hækkunar. Sem dæmi má ætla að 12% hækkun fasteignamats muni hafa um 0,1% áhrif til hækkunar VNV," segir greiningardeildin.


 

Finnski hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað mest af norrænu hlutabréfamörkuðum fyrir árið 2007, á meðan sá sænski hefur lækkað mest, að sögn greiningardeildar Glitnis.


 

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novators, sagði meðal annars í ræðu, þegar hann tók á móti viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins í hádeginu í dag, að sér þætti undarlegt hve hin pólitíska umræða um breyttar forsendur krónunnar væri skammt á veg komin. "Þar er verk að vinna að mínu mati," sagði hann. "Að sama skapi hefur það valdið vonbrigðum hve hægt hefur gengið hjá stjórnvöldum að gera fyrirtækjum kleift að skrá hlutafé sitt í evrum," sagði hann enn fremur.   Í ítarlegu viðtali við áramótarit Viðskiptablaðsins í dag kveðst Björgólfur mótfallinn því að Íslendingar gangi inn í Evrópusambandið. "[E]n ég tel að við verðum að taka upp mynt sem er stöndugri og sveigjanlegri til að mæta því alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem við störfum nú í. Einhliða upptaka erlendrar myntar, án myntkörfu gengur líka upp og væri algerlega trúverðug."   Lífeyrissjóðir stuðli að auknu jafnvægi í efnahagslífinu   Björgólfur gerði lífeyrissjóðina einnig að umtalsefni í ræðu sinni í dag. Hann sagði meðal annars að það væri ánægjulegt að lífeyrissjóðir almennings hefðu fylgt fjármálafyrirtækjunum. Þeir döfnuðu hratt og væru nú færri og stærri en nokkru sinni fyrr. "Og þeir stækka hratt vegna þess hve íslenska þjóðin er ung og nema nýfjárfestingar lífeyrissjóða nú árlega yfir 300 milljörðum króna sem þýðir að þar eru á ári hverju til ráðstöfunar af almannafé svipaðar fjárhæðir og fjárlög ríkisins."   Björgólfur hélt áfram og sagði: "Sagt er að íslenska lífeyrissjóðakerfið sé eitt það öflugasta í veröldinni. Mikilvægt er að það verði einnig eitt það öruggasta og að reglur um sjóðina stuðli að auknu lýðræði, gagnsæi og öryggi í fjárfestingum sem gæti gert sjóðina að sterku afli sem stuðlaði að auknu jafnvægi í íslensku efnahagslífi."


 

- Margrét Pála valin frumkvöðull ársins


 

“Ef litið er yfir það sem hæst ber hjá Exista standa kaup okkar í finnsku fjármálasamsteypunni Sampo Group tvímælalaust upp úr, stærstu fyrirtækjakaup íslensks félags frá upphafi. Það eru mjög ánæguleg kaup í afar öflugu félagi,” segir Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, aðspurður um hæstu tinda í rekstrinum á árinu sem nú er að líða.


 

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, telur að fasteignaverð komi til með að gefa eftir á næsta ári og að það muni hjálpa til við að ná verðbólgunni í viðunandi horf. "Í framhaldinu trúi ég því að Seðlabankinn lækki vexti,” segir hann í samtali við Viðskiptablaðið. Hann telur að krónan muni einnig gefa eitthvað eftir á næsta ári, en þó ekki það mikið, segir hann, að menn þurfi að hafa áhyggjur af því.


 

12% hlutur fyrir 970 milljónir króna


 

Úrvalsvísitalan hækkar um 1,36%


 

Utanþingsviðskipti með bréf Glitnis námu 7,46 milljörðum króna fyrir opnun markaðar í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Gengi viðskiptanna var 21,85 krónur á hlut, sama verð og  síðasta dagslokagengi. Ekki er vitað hverjir standa að baki viðskiptunum.


 

aukast um 20,5% frá því á sama tíma í fyrra


 

Tveir viðskiptadagar eftir af árinu


 

Aðgerðir Seðlabankans komu þó að miklu gagni


 
Innlent
24. desember 2007

Gleðileg jól

Viðskiptablaðið og vb.is óska lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.


 

Baugur mun ekki snúa baki við tískuvöruverslunum í Bretlandi þrátt fyrir að fjárfestingar félagsins í skráðum smásölufyrirtækjum hafi lækkað um meira en 100 milljónir punda á þessu ári, segir í Financial Times í dag. Blaðið hefur eftir Gunnari Sigurðssyni framkvæmdastjóra Baugs að það yrði engin brunaútsala á eignum á nýju ári. „Ég held að árið 2008 verði mjög áhugavert,“ er haft eftir honum.


 

Seðlabanki Íslands hefur gefið útFjármálatíðindi 2007og verður það síðasta hefti útgáfunnar. Heftið er 54. árgangur, en síðustu tvo árganga hefur aðeins komið út eitt hefti á ári. Fjármálatíðindi komu fyrst út í september árið 1954 og höfðu það hlutverk að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um efnahag þjóðarinnar og fjármál, en þá hafði ekkert tímarit þennan tilgang, eins og fram kemur í fyrstu grein ritsins, sem er eftir Jóhannes Nordal og heitir Efnahagsástand á árdaga Fjármálatíðinda.


 

Í nýútkomnum Hagtíðindum kemur fram að neysluútgjöld heimilana hafa hækkað um 7,7% milli ára og hafa hækkað 0,7% umfram ráðstöfunartekjur. Þá má þar sjá hlutfall útgjalda af tekjum heimila á landsbyggðinni er 100,3%, sem þýðir að útgjöld eru meiri en tekjur, en sama hlutfall fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu er 93,9%


 

Talið að smásöluverslun nemi 56 milljörðum króna í ár


 

Ingibjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld hafi fullvissað ASÍ um að hjá þeim væri vilji til þess að skoða þær áherslur sem ASÍ hefur lagt fram vegna komandi kjaraviðræðna.


 

Ársskýrsla Fjármáleftirlitsins 2007, "Íslenskur fjármálamarkaður", er komin út í enskri þýðingu.


 

Velta á fasteignamarkaði í síðustu viku nam 4,5 milljörðum króna og dróst saman um 12% frá fyrri viku, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Ef litið er á breytingu á milli ára og miðað við fjögurra vikna meðaltal veltu, sést að veltan hefur aukist um 39% frá sama tíma í fyrra. Þetta er heldur meiri aukning á fjögurra vikna meðalveltu en í síðustu viku. 


 

Ef miðað er við að arðgreiðsla næsta árs verði um 300 milljónir punda hafa eigendur Iceland fengið um 660 milljónir punda í arðgreiðslur frá því þeir eignuðust félagið í ársbyrjun 2005, eða 83-84 milljarða króna. Miðað við eignaskiptingu Iceland er hlutur Baugs Group í þeirri upphæð 33,2-33,6 milljarðar króna, hlutur Fons 24,5-25,2 milljarðar króna og lykilstjórnendur sem eiga samtals 30% hlut fá sömuleiðis 24,5-25,2 milljarða í arðgreiðslur á umræddu tímabili, þ.e. 36 mánuðum.


 

Svandís Svavarsdóttir, formaður stýrihóps borgarráðs um málefni Orkuveitu Reykjavíkur, segir líklegt að niðurstöður hópsins liggi fyrir seinni hluta janúarmánaðar. Hún segir í samtali við blaðamann Viðskiptablaðsins að sé OR skilgreind á sviði einkaréttar þurfi að endurskoða þá skilgreiningu. “Fyrirtæki sem hafa ekkert annað hlutverk en að þjóna almenningi eiga auðvitað að lúta lögum um opinbera stjórnsýslu,” segir hún.


 

Væntingavísitala Gallup mælist nú tæplega 118 stig, sem er hækkun frá því í seinasta mánuði. Vegna sviptinga á alþjóðlegum fjármálamörkuðum með tilheyrandi lækkun á hlutabréfamörkuðum um allan heim er gildið þó nokkru undir því sem það var lengst af á þessu ári. Neytendur eru svartsýnni á horfur í efnahagslífinu til næsta hálfa ársins en áður. Mat á efnahagslífinu nú batnar, en mat neytenda á vinnumarkaði og atvinnumálum versnar.


 

Formaður víkur sæti vegna hættu á hagsmunaárekstri


 

?Ýmislegt sem þarf að skoða?


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hækkaði um 0,9% í dag og er 6,275 stig. OMXN40 hækkaði um 2,2%.


 

Eimskipafélag Íslands mun ekki aðeins áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um 310 milljón króna sektargreiðslu vegna samkeppnisbrota á árunum 2001-2002 til áfrýjunarnefndar, heldur ef þess gerist þörf vísa málinu til úrskurðar dómstóla, að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra starfsþróunar og samskiptasviða Eimskips. Telur eftirlitið brotið gegn þeirri grein samkeppnislaga sem fjallar um misnotkun á markaðsráðandi aðstöðu og að félagið hafi ætlað sér að ná umtalsverðum viðskiptum af Samskipum með ólögmætum. Upphæðin sem um ræðir, 310 milljónir króna, mun vera hæsta stjórnvaldssekt sem fyrirtæki hefur verið gert að greiða vegna slíkra brota hérlendis.


 

Við kynningu á mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í aflamarki þorsks var þess getið að ríkisstjórnin hygðist verja einum milljarði króna á rúmlega tveimur árum til framkvæmda við endurbætur og viðhald fasteigna og mannvirkja í eigu ríkisins.


 

Aðalmeðferð í máli Saga Capital Fjárfestingarbanka gegn Insolidum, eignarhaldsfélagi í eigu Daggar Pálsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, er áformuð hinn 9. janúar næstkomandi. Málsaðilar hafa lítið sem ekkert viljað láta hafa eftir sér um málið.


 

Krafa 365 miðla um aðgang að viðskiptamannagrunni Canal Digital Íslandi er að öllum líkindum verulega samkeppnishamlandi og kann að vera um misnotkun fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu að ræða, samkvæmt bráðabirgðaúrskurði Samkeppniseftirlits sem birtur var í morgun. Samkeppniseftirlitið segir brýna nauðsyn á að beina þeim fyrirmælum til 365 að afhenda sjónvarpsmerki stöðva sinna þegar í stað til Canal Digital, gegn því þó að síðarnefnda fyrirtækið uppfylli þær kröfur 365 sem brjóta ekki gegn samkeppnislögum.


 

Forsvarsmenn Vífilfells og Domino's á Íslandi skrifuðu í dag undir samstarfssamning til þriggja ára. Fyrirtækin hafa unnið saman frá árinu 1993 en samningurinn sem skrifað var undir nú er að öllum líkindum stærsti samningur milli gosdrykkjaframleiðanda og einstakrar skyndibitakeðju sem gerður hefur verið á Íslandi.


 

Vísitala neysluverðs (VNV) mun hækka um 0,1% milli desember og janúar samkvæmt spá Greiningar Glitnis. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga minnka í 5,7% úr 5,9%. Búast má við áframhaldandi verðhækkun matvöru vegna lækkunar gengis krónunnar, hækkunar á heimsmarkaðsverði matvöru og innlendrar launahækkunar.


 

Snörp breyting var á fasteignamarkaði milli mánaðanna október og nóvember á höfuðborgarsvæðinu. Í Morgunkorni Glitnis segir að eftir nær 3% hækkun milli mánaða í október lækkaði verð í nóvember frá fyrri mánuði um 1,5%. Hækkun fasteignaverðs í október kom reyndar flestum á óvart því blikur sem þá voru á lofti hvað varðar vexti á húsnæðislánum bentu til þess að verðstöðnum eða jafnvel lækkun væri líklegri í mánuðinum. Lækkunin kom hins vegar ekki fyrr en í nóvember. Fermetraverð í fjölbýli lækkaði um 1,8% og fermetraverð í sérbýli lækkaði um 0,8%.


 

Straumhvörf er nýtt nafn á átaksverkefni félagsmálaráðuneytisins sem miðar að því að efla þjónustu við geðfatlaða. Verkefnið nær til 160 einstaklinga á landinu öllu sem þurfa búsetu á vegum svæðisskrifstofu eða félagsþjónustu sveitarfélaga. 


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur hækkað um rúm 1% það sem af er degi og er 6,283 stig.


 

Markaðurinn hefur farið vel af stað í morgun.Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur hækkað um tæpt 1% það sem af er degi.


 

"Ég, eins og hver annar almennur borgari, sá þetta bara í sjónvarpinu," segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í samtali við Viðskiptablaðið, þegar hann er inntur eftir því hvort hann sem iðnaðarráðherra hafi verið upplýstur um aukin umsvif Landsvirkjunar Power, dótturfélags Landsvirkjunar, nú um áramótin. "Ég er þeirrar skoðunar að þegar ríkisfyrirtæki fer með þessum hætti inn á nýjar brautir sé það lágmarkskurteisi að kynna það þeim ráðherrum sem málið varðar og gefa þeim eftir atvikum kost á að kynna það í ríkisstjórn." Össur tekur þó fram, burtséð frá aðdragandanum, að sér finnist ákvörðunin um LV Power jákvætt skref. Hann segir enn fremur að umrætt skref sé algjörlega í samræmi við hina eindrægnu yfirlýsingu í stefnu ríkisstjórnarinnar um að brjóta eigi orkufyrirtækjum leið til vaxtar á erlendri grund.


 

Þingmenn úr öllum flokkum Alþingis hafa sameinast um að leggja til að ríkisstjórn Íslands skipi nefnd til að móta stefnu um hvernig leggja megi á næstu árum og áratugum raflínur í jörð sem nú eru ofan jarðar.


 

Exorka GmbH og Hekla Energy GmbH, nýstofnað dótturfélag Jarðborana í Þýskalandi, hafa gengið til samstarfs um borframkvæmdir ytra og var samningur þar að lútandi undirritaður í Munchen í síðustu viku. Verkefnið tekur til borunar á mjög djúpum jarðhitaholum í Suður-Þýskalandi sem verða sex talsins. Áætlað er að dýpt hverrar holu verði allt að 5.000 metrum og er það mesta dýpt sem íslenskt fyrirtæki hefur nokkru sinni borað.


 

Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 312.872 hinn 1. desember síðastliðinn samanborið við 307.261 ári áður. Undanfarin þrjú ár hefur fólksfjölgun verið óvenju hröð en nú dregur nokkuð úr henni. Árleg fólksfjölgun er nú 1,8% samanborið við 2,6% frá 1. desember 2005 til 1. desember 2006 og 2,1% árið þar á undan. Í frétt á vef Hagstofu Íslands segir að þótt nú dragi úr fólksfjölgun er hún mikil hvort sem litið er til annarra þjóða eða til fyrri tímabila hérlendis. Jafn mikil fólksfjölgun hefur ekki orðið hér á landi frá því um miðbik sjöunda áratugarins og í engu öðru Evrópulandi er fólksfjölgun jafn mikil og hér. Fólksfjölgun í álfunni hefur verið um 0,2% og í einungis örfáum löndum Evrópu er árleg fólksfjölgun meiri en 1%. Náttúruleg fjölgun og flutningsjöfnuðurFram undir 1980 var mikil fólksfjölgun hérlendis nær eingöngu rakin til mikillar náttúrulegrar fjölgunar (fjölda fæddra umfram dána). Lífslíkur jukust alla 20. öldina og í samanburði við önnur Evrópulönd hefur fæðingartíðni hér á landi verið há. Við upphaf sjöunda áratugarins gat hver kona vænst þess að eignast fjögur börn á lífsleiðinni. Í fáum ríkjum á vesturlöndum varð fæðingartíðni jafn há á síðari hluta 20. aldar og hér. Þótt fæðingartíðni sé enn há í evrópsku samhengi hefur uppsafnað frjósemishlutfall lækkað á undanförnum ártugum. Um þessar mundir eignast konur hér á landi rúmlega tvö börn um ævina. Mynd 1 sýnir að náttúruleg fólksfjölgun var mest hér á landi frá lokum seinni heimsstyrjaldar til miðs sjöunda áratugarins. Allan þann tíma var flutningsjöfnuður lágur og allmörg ár þessa tímabils voru þeir sem fluttust af landi brott fleiri en þeir sem fluttu til landsins.   


 

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,5% í nóvember frá fyrri mánuði, samkvæmt fréttFasteignamats ríkisins. Vísitalan var 351,9 stig. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 2,1%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 4,8% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 14,1%.


 

Umfjöllun í Viðskiptablaðinu í dag


 

Viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann Baugs Group


 

Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. [STRB], sem er áfram með langtímaeinkunnina BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháðu einkunnina C/D og stuðningseinkunnina 3. Langtímahorfur eru stöðugar.


 

Gengi bréfa Exista [EXISTA]hefur lækkað talsvert það sem af er viku. Í lok viðskipta á föstudaginn var stóð gengið í 22,45 krónum á hlut, en við lokun markaða í dag stóð gengið í 17,85 krónum. Hér er því um að ræða ríflega 20,4% lækkun frá því í síðustu viku. Fjárfestingarfélagið FL Group [FL]hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu í kjölfar mikilla breytinga á valdahlutföllum félagsins, forstjóraskiptum og ekki síst tugmilljarða króna tapi á fjárfestingum sínum, og hafa bréf þess lækkað mikið.


 

Úrvalsvísitalan stóð nánast í stað í dag eftir lækkun framan af viku. Velta á hlutabréfamarkaði nam 7,2 milljörðum króna og vísitalan endaði í 6.217 stigum. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3% frá áramótum. 


 

Sindri Sindrason kjörinn stjórnarformaður


 

Áfram ríkir mikil óvissa um horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum vegna hinnar þrálátu lausafjárkreppu sem nú ríkir. Þetta ástand mun vara fram á  mitt næsta ár að mati Greiningardeildar Landsbankans og ræður miklu um framvinduna hér heima.


 

Frumvarp Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra um að söluhagnaður hlutabréfa verði skattfrjáls hefur verið birt á vef Alþingis og verður lagt fram á komandi vorþingi.  Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum nokkurra laga sem varða skattlagningu á söluhagnaði lögaðila af hlutabréfum.


 
Innlent
20. desember 2007

PGV kaupir Glerborg

Eigendur glugga- og glerfyrirtækisins PGV í Hafnarfirði hafa keypt Glerborg, eitt elsta og rótgrónasta glerframleiðslufyrirtæki landsins. Dótturfélag Glerborgar, Gler og speglar – Speglabúðin, fylgir með í kaupunum. Saga Capital Fjárfestingarbanki hafði milligöngu um eigendaskiptin.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 0,3% það sem af er degi og er 6197 stig.


 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans verði óbreyttir, þ.e. 13,75%. Verðbólguspá, sem birt var íPeninga­málumí nóvember sl., fól í sér óbreytta stýrivexti fram yfir mitt næsta ár.


 

Hægt er að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um allt að því 30% og lækka þar með framleiðslukostnað um 15% með því að draga úr próteinnotkun og auka fitu. Þá er hægt að lækka fóðurkostnað því að nota ódýrara fiskimjöl og hráefni úr jurtaríkinu í fóðrið, aðallega hjá stærri fiski, að því er fram kemur í rannsókn á þróun sjófiskafóðurs.


 

Launavísitala í nóvember 2007 er 325,9 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði.  Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,3%.


 

Þann 1. janúar 2008 tekur gildi ný atvinnugreinaflokkun á Íslandi, ÍSAT2008. Flokkunin er byggð á nýrri atvinnugreinaflokkun Evrópusambandsins, NACE Rev. 2,  sem mun gilda í öllum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins frá 1. janúar 2008. Gildistaka hins nýja flokkunarkerfis er lögbundin samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið.


 

Hinn 2. janúar 2008 tekur gildi ný flokkun á félögum skráðum á OMX Nordic Exchange eftir markaðsvirði í Nordic Large Cap, Mid Cap og Small Cap sem og á listavísitölum þessara flokka. Alls 45 félög færast í annan flokk þar sem markaðsvirði þeirra hefur breyst.


 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýri­vöxtum bankans nú. Þeir verða áfram 13,75%.


 

Einn viðmælandi Viðskiptablaðsins segir að markaðurinn sé geðhvarfasjúkur; annað hvort ofurhress (eins og á fyrri hluta árs) eða ofurþunglyndur (eins og nú). Viðmælendur Viðskiptablaðsins eru almennt fremur svartsýnir á ástandið á hlutabréfamarkaði, enda hefur Úrvalsvísitalan hrapað mikið síðan í júlí, þegar hún náði hámarki í tæpum 9.000 stigum. Hin svokallaða lausafjárkreppa hóf innreið sína seinni hluta júlímánaðar og í kjölfarið hefur fjármagn orðið miklum mun dýrara á alþjóðamörkuðum.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] heldur áfram að lækka og fór niður um 1,5% í dag. OMXN40 hækkaði um 0,3% í dag.


 

Skrifað hefur verið undir samning um að Búsæld ehf. – félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi kaupi 45,45% hlut KEA svf. í kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska. Fyrir átti Búsæld rétt tæp 40% í félaginu.


 

Stjórnendur Samskipa fagna því að niðurstaða skuli vera fengin í mál sem varðar brot Eimskips á samkeppnislögum. Í tilkynningu frá Samskipum segir að rannsókn samkeppnisyfirvalda hafi hafist árið  2002 í framhaldi af kæru frá Samskipum. Niðurstaða málsins, og viðbrögð Samkeppniseftirlitsins í framhaldinu, staðfesta að Samskip höfðu gilda ástæðu til að leggja fram kæru. Ljóst er að málið var alvarlegra en stjórnendur Samskipa gerðu sér grein fyrir á sínum tíma.


 

Norska fjármálaráðuneytið hefur samþykkti samruna Glitnis Bank ASA og BNbank. Samruninn sem kallaður hefur verið Albatross verkefnið verður þar af leiðandi á áætlun og mun ljúka í byrjun mars á næsta ári.  


 

Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun sína sem beinist að Hf. Eimskipafélagi Íslands rúmum 5 árum eftir að húsleit var gerð hjá Hf. Eimskipafélaginu hinu eldra, haustið 2002.


 

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun sinni að Eimskip (Hf. Eimskipafélag Íslands) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 0,8% það sem af er degi.


 

Krafa ríkisbréfa hækkaði til samræmis við stýrivaxtahækkun Seðlabankans í byrjun nóvember og hefur sveiflast á nokkuð þröngu bili í flestum flokkum bréfanna. RIKB10 er þó undantekning þar á en krafa flokksins hefur lækkað töluvert og er á svipuðu róli nú og hún var fyrir stýrivaxtahækkun.


 

FL Group hefur ákveðið að halda ekki áfram viðræðum við breska hugbúnaðarfyrirtækið Inspired Gaming Group (Inspired). Þann 7. september síðastliðinn staðfesti FL Group að það ætti í viðræðum við félagið um hugsanlegt yfirtökutilboð til hluthafa þess. Í ljósi núverandi markaðsaðstæðna er það ákvörðun félagsins að gera ekki yfirtökutilboð í félagið að svo stöddu.


 

Samkvæmt nýrri spá um kröfu íbúðabréfa mun krafa íbúðabréfa haldast há það sem eftir er ársins og vel fram á næsta ár en horfur til næstu mánaða eru ekki hliðhollar bréfunum, samkvæmt því sem segir í Morgunkorni Glitnis.


 

Becromal hefur samið við Íslensk almannatengsl um miðlun upplýsinga frá fyrirtækinu til fjölmiðla og um ráðgjöf í mannauðsstjórnun. Meginmarkið samkomulagsins er að kynna fyrir fjölmiðlum og almenningi starfsemi Becromal á Íslandi.


 

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan desember 2007, er 377,9 stig og hækkaði um 0,05% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í janúar 2008. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,1%.


 

Nýir hlutir í FL GROUP að nafnverði kr. 680.272.109 hafa verið teknir til


 

FL Group [FL] hefur selt 11,7% eignarhlut í finnska flugfélaginu Finnair og er sala bréfanna í samræmi við stefnu félagsins um að minnka fjárfestingar tengdar flugrekstri.


 

Útgáfa krónubréfa,svokallaðra jöklabréfa, er einn stærsti óvissuþátturinn um gengi krónunnar á næstu vikum. Áhrifin geta ýmist orðið til að styrkja eða veikja krónuna, að því er fram kemur í Hálffimm fréttum Kaupþings. Þar segir að jöklabréf fyrir um 75 milljarða króna séu á gjalddaga í janúar að meðtöldum vaxtagreiðslum. Síðustu mánuði hafi útgáfan að mestu legið niðri og útgefendur hafi haldið að sér höndum.


 

Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnana lækkaði lítillega á milli annars og þriðja ársfjórðungs 2007, úr 0,6% í um 0,5%.


 

Lögmenn Toys-R-Us hafa sent bréf til leikfangaverslunarinnar Just4Kids og hóta aðgerðum ef Just4Kids hættir ekki að bera saman verð verslananna tveggja í auglýsingum. Lögmenn Toys-R-Us krefjast þess einnig að ekki verði sagt frá því í auglýsingum að verðið í  Just4Kids sé “miklu, miklu lægra en í Toys-R-Us”.


 

Eftir miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum undanfarið hefur skapast ákveðið tækifæri í kaupum á félögum sem greiða reglulega út góðan arð. Í Vegvísi Landsbankans segir að gengi slíkra fyrirtækja sveiflast yfirleitt minna í verði en önnur hlutabréf og eru því góður kostur í því sveiflukennda fjármálaumhverfi sem við búum við þessa stundina.  


 

Úrvalsvístalan [OMX ISK] hefur lækkað um 0,16% í dag og er 6,306 stig. OMXN40 hefur lækkað um 0,7%.


 

Milljónatjón hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu í óveðri undanfarinna daga. Ljósaperur í götuljósum hafa sprungið, ljósastaurar skekkst og jafnvel brotnað og jólaskreytingar fokið út í veður og vind.  


 

Landsvirkjun og Becromal á Íslandi hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um viðræður vegna raforkukaupa til hreinkísilverksmiðju og munu þær viðræður standa yfir a.m.k. til loka janúar. Í tilkynningu vegna viðræðnana segir að Becromal muni jafnframt vinna að hagkvæmniathugun á verkefninu. 


 

Lýsi hefur fengið leyfi til lyfjaframleiðslu frá Lyfjastofnun. Í tilkynningu vegna leyfisveitingarinnar segir að leyfið hafi fengist tveimur áföngum.


 

Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnana lækkaði lítillega á milli annars og þriðja ársfjórðungs 2007, úr 0,6% í um 0,5%.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 0,7% það sem af er degi og er 6271 stig.


 

Krónubréf að nafnvirði 3 milljarða króna falla á gjalddaga í dag að viðbættum vöxtum. Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) var útgefandi bréfanna en bankinn hefur alls gefið út krónubréf að nafnvirði 27 milljarða króna.


 

65% svarenda í neyslukönnun kannast við að hafa fengið gjöf sem þeir hafa ekki not fyrir. Þeir kannast einnig við að hafa ekki skipt henni vegna tillitssemi við gefandann. Svarendur telja sig gefa gjafir fyrir um 40 til 50 þúsund á ári og flestir eða 84% telja sig fá þær gjafir sem koma að góðum notum. 40% kaupa dýrari gjafir en þeir vilja í raun.


 

Veiðigjald var lækkað í 4,8% auk þess sem veiðigjald af þorski og rækju var fellt niður í tvö ár með lögum frá Alþingi fyrir skömmu. Útgerðin kemur til með að greiða 440 milljónir króna í veiðigjald á næsta ári.


 

Aukningu stofnfjár í Byr sparisjóði, sem efnt var til með útboði dagana 3. til 14. desember síðastliðinn, er lokið. Er um að ræða stærsta stofnfjárútboð sem  farið hefur fram  á Íslandi.


 

Niðurstöður rannsókna á útgjöldum heimilanna sýna að meðalstæð heimila hefur minnkað samhliða því að neyslugjöld á mann hafa hækkað um 9,1% undanfarin ár.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 62,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2007 samanborið við 58,3 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur 4 milljörðum króna eða 6,9% milli ára. Aflaverðmæti septembermánaðar var 4,3 milljarðar og lækkar um 1,6 milljarð frá september í fyrra.


 

„Ég er bara forstjóri Landsvirkjunar og hættur í pólitík,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, þegar hann er spurður hvort hann telji að hugmyndafræðilegur ágreiningur ríki innan Sjálfstæðisflokksins um útrás fyrirtækja í opinberri eigu. Friðrik bætir því við að verkefni stjórnenda Landsvirkjunar sé að auka verðmæti fyrirtækisins.


 

Björgólfur Jóhannsson var á dögunum ráðinn forstjóri Icelandair Group. Hann mun láta af störfum sem forstjóri Icelandic Group í janúar næstkomandi og hefur lýst því yfir að formennska í LÍÚ fari ekki vel með nýja starfinu.


 

Úrvalsvísitala [OMX ISK] lækkaði um 2,3% í dag og er 6,316 stig. OMXN40 lækkaði um 2,9%.


 

Síminn hefur tekið þriðju kynslóðar farsímakerfi (3G) í notkun á Akureyri. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, tók kerfið formlega í notkun í dag og afhenti við það tækifæri Sigrúnu Jakobsdóttur bæjarstjóra Akureyrarbæjar 3G netkort í fartölvu.


 

Í framhaldi af breytingum á eignarhaldi Icebank var kjörið nýtt bankaráð á hluthafafundi í dag, 17. desember. Tveir stærstu sparisjóðir landsins, BYR og SPRON, hafa selt megnið af eignarhlut sín­um í bankanum til annarra sparisjóða, helstu stjórnenda bankans og utanaðkomandi fjár­festa.


 

SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu, Alþjóðahús, Alþýðusamband Íslands, Efling-stéttarfélag og VR hafa tekið höndum saman og látið gera barmmerki til að virkja íslenskukennara landsins til gagns fyrir erlent starfsfólk í verslunar- og þjónustustörfum. Þar er vísað til allra Íslendinga.


 

Á stjórnarfundi FL Group hf. þann 14. desember 2007 tók stjórn félagsins ákvörðun um að gefa út nýtt hlutafé að nafnverði kr. 680.272.109, á genginu 14,7, sem seldir verða til fjárfesta í framhaldi af hlutafjárútboði FL Group sem lauk þann 14. desember 2007. Greint var frá þessu í fréttum Kauphallarinnar.


 

Glitnir og 365 hf. hafa samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka um að bankinn annist viðskiptavakt með hlutabréf félaganna fyrir eigin reikning Saga Capital.  Í því felst að Saga Capital skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Glitnis og 365 hf og tryggja þannig seljanleika þeirra. Saga Capital vaktar nú þegar viðskipti með bréf SPRON, Marels og Icelandair Group.


 

Ölgerðin hefur keypt vörumerki Mjólkursamsölunnar á sviði ávaxtasafa. Þetta eru Flórídana ávaxtasafi, Tomma og Jenna ávaxtasafi og Íste. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem auk þess hefur kaup Ölgerðarinnar á Sól til skoðunar. Samið hefur verið um að Mjólkursamsalan pakki vörunum áfram.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 2% það sem af er degi og er 6337 stig.


 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands mun koma saman í vikunni og tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína á fimmtudag kl.9. Í Morgunkorni Glitnis kemur frá að Greining Glitnis spáir því að vextirnir haldist óbreyttir, 13,75%.


 

Það sem af er árinu 2007, hafa 29.227 ökutæki verið nýskráð miðað við 28.472 ökutæki á sama tíma í fyrra. Þetta er 2,7 % aukning á milli ára. Það sem af er árinu hafa verið höfð eigendaskipti á 102.336 ökutækjum miðað við 95.316 ökutæki á sama tíma í fyrra en það er 7,4 % aukning á milli ára. Frá þessu er greint á vef Umferðastofu.


 

Oft er gert mikið úr því að lífslíkur íslenskra karla og kvenna séu með því besta sem gerist í heiminum. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins er bent á annað atriði varðandi aldur íslensku þjóðarinnar sem ekki síður er athyglisvert en það er hversu ung þjóðin er í alþjóðlegum samanburði. Það að íslenska þjóðin er jafn hlutfallslega ung og raun ber vitni er hagfellt frá sjónarmiði lífeyriskerfisins.


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði var 1,7% meiri en í nóvember 2006, sé hann metinn á föstu verði. Það sem af er árinu hefur fiskaflinn dregist saman um 4,4% á föstu verði miðað við sama tímabil 2006.


 

Vínbúðirnar verða lokaðar bæði á Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag að þessu sinni. Dagana ber upp á sunnudag og samkvæmt áfengislögum er óheimilt að hafa áfengisverslanir opnar á sunnudögum.


 

Fjárfestingarfélagið Candover, Landsbankinn [LAIS] og Eyrir Invest hafa lagt fram formlegt tilboð í öll hlutabréf hollenska fyrirtækisins Stork. Tilboðið er í samræmi við fyrirætlun félaganna sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Það tekur gildi í dag og gildir til 14. janúar nk. Hluthafafundur í Stork verður haldinn þann 4. janúar nk.


 

Allir aðilar eigna sér lægsta verðið


 

Minna atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu sem fyrr


 

Útgjöld ríkissjóðs aukast


 

Landsbankinn spáir 25 punkta hækkun á fimmtudag


 

Minnkandi veltuaukning


 

Hlutur Baugs Group 36,5%


 

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að það muni ekki draga úr eðlilegum sveigjanleika vinnumarkaðarins þótt atvinnurekendum verði gert skylt að rökstyðja uppsagnir. Hann kveðst undrast harkaleg viðbrögð við tillögum Alþýðusambandsins um rökstuddar uppsagnir. Tillögurnar eru meðal megináherslna ASÍ í komandi kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins eru andvíg tillögunum og telja fullgildingu þeirra draga úr sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði.


 
Innlent
14. desember 2007

Alþingi í jólafrí

ný lög um þingsköp samþykkt í dag


 

Úrvalsvísitala [OMX ISK] hefur lækkað um 0,9% í dag og er 6,464 stig. Hreyfing á OMXN40 eftir daginn er vart mælanleg eða 0,01% upp á við.


 

Velta í dagvöruverslun jókst um 12,2% í nóvember síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi. Á milli mánaðanna október og nóvember jókst velta dagvöruverslunar um 0,3%. Verð á dagvöru lækkaði um 0,4% á milli mánaðanna samkvæmt verðmælingum Hagstofu Íslands. Mun meiri veltuaukning varð í veltu húsgagnaverslunar í nóvember miðað við mánuðinn á undan, eða sem nam um 19,2%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.


 

Samningurinn opna Hitachi og Titan upplýsingatækni aðgang íslenskra fyrirtækja að gagnageymslulausnum sem eru með þeim öflugustu í heiminum í dag.


 

Tækifæri er á að lækka rekstrarkostnað FL Group um 30-35%, miðað við niðurstöðu rekstrar í ár, að því er fram kom í máli Jóns Ásgeirs Jónssonar, stjórnarformanns FL Group, á hluthafafundi í morgun. Stór þáttur í þeirri aðgerð er að loka skrifstofunni í Kaupmannahöfn og sameina hana starfsseminni í London.


 

FL Group[FL] hefur minnkað hlut sinn í yfirtökutilboði í breska félagið Inspired Gaming Group í 45%, að því er fram kom í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group, á hluthafafundi í morgun. Félagið tók þessa skuldbindingu á sig í ágúst, að sögn Jóns Ásgeirs.


 

Jón Ásgeir Jónsson, stjórnarformaður FL Group [FL] , sagði að höfuðáhersla verði lögð á að tryggja vöxt og veðmætaaukningu þriggja megin eigna fjárfestingafélagsins: Glitni [GLB], TM og Landic Properties.


 

hlutafjáraukning fýsilegri að mati stjórnarformanns


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 0,4% í morgun og er 6,497 stig.


 
Innlent
14. desember 2007

Vaxandi vaxtamunur

Í kjölfar vaxtalækkunar Englandsbanka í síðustu viku og Seðlabanka Bandaríkjanna í þessari viku hefur vaxtamunur við útlönd aukist. Í Morgunkorni Glitnis segir að samhliða þessum vaxtalækkunum ytra hafa stýrivextir verið að hækka hér á landi en í byrjun nóvember hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,25 prósentustig í 13,75%.


 

Tveir háskólar á Íslandi bjóða upp á MBA-nám, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Í báðum tilfellum er námið ætlað fyrir fólk með reynslu úr atvinnulífinu, en áherslur í námi og uppbygging þess er nokkuð mismunandi. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort MBA-gráða frá íslenskum háskóla standist erlendum, sambærilegum gráðum snúning?


 

Björgólfur Jóhannsson  forstjóri Icelandic Group [IG] hefur sagt starfi sínu lausu. Björgólfur hefur gegnt starfi forstjóra félagsins frá því í mars 2006. Stjórn Icelandic hefur samið við Björgólf um starfslok og mun hann láta formlega af störfum um miðjan janúar. Stjórn félagsins þakkar Björgólfi vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.


 

Icelandic Group hf. [IG] og Finnbogi A. Baldvinsson hafa komist að samkomulagi um að


 

Vegna veðurs mun útburður pósts falla niður á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, Akranesi og á Suðurnesjum í dag, 14. desember.


 

Thule Investments, sem annast rekstur og umsýslu fjárfestingasjóðanna Brú Venture Capital, Brú II og Brú Framtak, hefur tekið upp nýtt merki og útlit. Samhliða því hefur félagið flutt aðsetur sitt úr Borgartúni 30 í Hús verslunarinnar, Kringlunni 7.


 
Innlent
14. desember 2007

Kaupum í GGE frestað

Kaupum Hannesar Smárasonar á 23% hlut FL Group [FL] í Geysir Green Energy verður frestað til næsta árs að því er kom fram í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarformanns FL Group á hluthafafundi félagsins sem lauk fyrir nokkru mínútum.


 

Tekjuafgangur hins opinbera nam 13 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2007 samanborið við 17,3 milljarða króna á sama tíma 2006.


 

Íbúðalánasjóður hækkaði vexti á íbúðalánum um 0,2% í gær og eru vextir því nú 5,75% á almennum lánum en 5,50% á lánum með uppgreiðsluþóknun. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að sjóðurinn hafi síðast hækkað vexti sína fyrir rétt tæpum mánuði en fyrir þá hækkun hafi vextir sjóðsins verið óbreyttir frá því í ágúst þrátt fyrir mikla hækkun á verðtryggðum vöxtum. Bilið á milli vaxta Íbúðarlánasjóðs og bankanna hafi því dregist saman undanfarið eftir að hafa náð hámarki í október.


 

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að það muni ekki draga úr eðlilegum sveigjanleika vinnumarkaðarins þótt atvinnurekendum verði gert skylt að rökstyðja uppsagnir. Hann kveðst undrast harkaleg viðbrögð við tillögum Alþýðusambandsins um rökstuddar uppsagnir. Tillögurnar eru meðal megináherslna ASÍ í komandi kjaraviðræðum.


 

viðtal við Eggert Pétursson listmálara


 

var ósattur við að félaginu yrði skipt


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1% og er 6.524 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 11,7 milljörðum króna.


 

Fjármálaeftirlitið hefur hafnað sameiginlegri umsókn FL Group og Jötuns Holding, um heimild til að fara með allt að 39,9% eignarhlut í Glitni.  Ákvörðunin hefur ekki áhrif á leyfi FL Group til að eiga og fara með allt að 33% eignarhlut í Glitni. Þar með ber aðilum að selja eignarhluti sína í Glitni umfram 32,99% innan þess tíma sem Fjármálaeftirlitið ákveður að fengnum sjónarmiðum þeirra, segir í fréttatilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu.


 

Icebank skrifaði í gær ásamt EBRD (Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu), EIF (Fjárfestingarsjóði Evrópu) og ýmsum evrópskum bönkum og lífeyrissjóðum, s.s. Erste Bank og SEB Uhispank Pension Fund, undir samkomulag um þátttöku í um 57 milljóna evra (5,1 milljarður króna) fjárfestingu í Baltcap Private Equity Fund, leiðandi einkafjármagnsfjárfesti í Eystrasalts-lönd-un-um. Stefnt er að því að stækka sjóðinn úr 57 milljónum evra í um 100 milljónir evra fyrir mitt næsta ár. Aðalsteinn Jóhannsson frá Icebank mun taka sæti í stjórn sjóðsins, segir í frétt frá Icebank.


 

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur verið ákveðið að Jón Karl Ólafsson láti af störfum sem forstjóri Icelandair og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, taki við af honum. Er gert ráð fyrir að tilkynning verði send út innan skamms.


 

Samtök iðnaðarins vilja vara við fyrirtækinu Euro Business Guide sem virðist vera með starfsemi bæði í Hollandi og á Spáni. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að fyrirtækið sendir nú út bréf, bæði í tölvupósti og með hefðbundnum pósti, þar sem fyrirtækjum er gefin kostur á að skrá sig í gagnagrunn þess.


 

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,68% milli nóvember og desember 2007 og varð hækkunin ívið meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð.  Í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins segir að það jákvæða við mælinguna að þessu sinni er að húsnæðisliður vísitölunnar hækkar ekki meira en annað verðlag og er því ekki leiðandi í verðhækkunum.


 

Björgólfur Guðmundsson hefur keypt 5% eignarhlut Eggerts Magnússonar í West Ham United, auk þess sem hann hefur lagt 30 milljónir punda til reksturs félagsins til að bæta fjárhagsstöðu þess.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur sigið um tær 0,7% í morgun og er 6,545 stig.


 

Íbúðalánasjóður fellir niður sinn hluta seðilgjalds viðskiptavina sinna frá og með 1. janúar 2008. Í frétt á heimasíðu Íbúðalánasjóðs segir að eftir standi að viðskiptavinir sjóðsins þurfa að greiða 75 krónu greiðslugjald sem rennur til banka og sparisjóða sem taka við afborgunum af lánum Íbúðalánasjóðs. Seðilgjaldið var áður alls 195 kr. Hægt er að sækja um rafrænan greiðsluseðil á heimasíðu Íbúðalánsjóðs.


 

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánsvextir


 

Alls bárust tilboð að nafnvirði 31,0 milljarður króna í nýlokið íbúðabréfaútboð Íbúðalánasjóðs. Í tilkynningu vegna útboðsins segir að ákveðið hafi verið að taka tilboðum í íbúðabréf:


 

Í nýútkomnum Hagtíðindum kemur fram að landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 4,3% að raungildi á 3. fjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður en að á sama tímabili hafi þjóðarútgjöld aukist um rúmlega 2%.


 

Leikfangaverslunin Just4Kids hefur ákveðið að mæta samkeppni á leikfangamarkaði með því að fara í verðstríð við ToysRUs. Öll leikföng hjá Just4Kids lækka umtalsvert í verði, eða á bilinu 30-80%. Just4Kids heitir því jafnframt að vera ávallt með lægsta verðið á öllum leikföngum.


 

Þrátt fyrir að Úrvalsvísitala [OMX ISK] hafi lækkað mikið í upphafi dags var hún örlítið ofan við núllið við lokun Kauphallarinnar. Hækkun Úrvalsvísitölunnar var 0,1% og hún er nú 6,590 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentis. Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 0,1%.


 

Rafmagnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu náði nýjum hæðum s.l. mánudag. Þá fór aflið í fyrsta skipti yfir 200 megavött. Umfangsmikil jólalýsing ásamt hefðbundinni notkun í atvinnulífinu eru ástæður þessarar miklu notkunar, samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.


 

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá fjármálaráðuneytinu voru fluttar inn vörur í nóvember fyrir um 33,5 milljarða á fob virði sem er lítilleg lækkun frá síðasta mánuði þegar innflutningurinn nam tæpum 35 milljörðum.


 

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Í áætluninni er gert er ráð fyrir ríflega 2,2 milljarða króna rekstrarafgangi, meira en 17 milljarða króna tekjum og fjárfestingum fyrir 6,9 milljarða króna.


 

Kaupþing hefur lokið sölu á fjórðungs hlut í breska fyrirtækinu New Britain Palm Oil sem skráð verður á aðallista kauphallarinnar í London þann 17. desember næst komandi.


 

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga vegna fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2007var 768. Heildarvelta vegna fasteignakaupa nam 26,2 milljörðum króna en meðalupphæð á kaupsamning var 34,2 milljónir króna.


 

Kaupþing hefur hafið útgáfu á nýrri tegund gjafakorts, sem er þeim kosti búið, að hægt er að nota það nánast hvar sem. Ekki eingöngu á Íslandi, heldur einnig í útlöndum. Í frétt frá Kaupþingi segir að nýja kortið sé svipað hefðbundnu kreditkorti, sem búið er að greiða inná fyrirfram. Því fylgir kreditkortanúmer og því hægt að nota það til viðskipta á netinu. Kortið gildir í a.m.k. ár frá útgáfudegi og þar sem það er ekki bundið við eina verslun, er hægt að nota það í öllum verslunum sem tengdar eru beinlínutengingu við greiðslukerfi Vísa. Ekki er hægt að eyða meiru en greitt er inn á kortið. Fyrst um sinn verða kortin aðeins afgreidd í útibúum Kaupþings, en innan skamms verður einnig hægt að kaupa þau á netinu. Þá verður hægt að velja um fjölda mynda til að setja á kortin og líka má koma með eigin myndir til að setja á þau, samkvæmt því sem segir í fréttinni.


 

Stofnar ennfremur nýtt dótturfélag, fjárfestingafélagið Lava Capital


 

Síðan 3G net Símans var opnað í haust hefur fjöldi þeirra sem kjósa að nýta sér þráðlausa 3G netþjónustu í farsíma og fartölvu farið vaxandi. Síminn hóf fyrstur fjarskiptafyrirtækja á Íslandi að bjóða upp á aðgengi að 3G farsímaneti og var ljóst að reynslan fyrstu mánuðina myndi leiða í ljós hvernig þjónustuframboð og áskriftaleiðir myndu þróast í takt við þörf viðskiptavina.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK]  hefur lækkað um 0,8% og hækkunin í gær því að hluta gengin til baka.


 

Penninn hefur fest kaup á helmingi hlutafjár í húsgagna-, húsbúnaðar- og gjafavöruversluninni Habitat á Íslandi. Habitat er alþjóðleg keðja verslana sem selur vandaða sérhönnun í húsbúnaði og húsgögnum. Habitat verslun hefur verið rekin um áratugaskeið hérlendis, fyrst við Laugaveg og síðar í Kringlunni, en síðustu árin í Askalind í Kópavogi. Eigendur Habitat eru þau Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, en þau hafa nú selt Pennanum helmings eignarhlut í versluninni.


 

Actavis hefur sett fyrstu lyfin á markað á Ítalíu undir eigin vörumerki. Actavis hefur byggt upp starfsemina á Ítalíu frá grunni, en félagið opnaði fyrr á árinu skrifstofu í Saronno, skammt frá Mílanó og Malpensa flugvellinum. Ítalski markaðurinn er sá fjórði stærsti sem Actavis starfar á í Evrópu, en Ítalir telja rúmar 58 milljónir, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.  


 

Fjarfesting Eimskip í nýjum skipumnemur 8 milljörðum króna


 

Danól hefur tekið yfir öll viðskiptasambönd Bako hf. sem snúa að vörum fyrir stóreldhús og matvælaiðnaðinn. Stærstu vörumerkin eru Odense Marzipan, Barry-Callebaut, Ireks og Kessko og er fjöldi vörunúmera um 1.800. Að öllu samanlögðu er hér um 250 milljóna króna veltu á ári að ræða en velta Danól nemur hins vegar rúmlega 3.500 milljónum á árinu.


 

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,68% í desember 2007 sem er meiri hækkun en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en í spám þeirra var gert ráð fyrir 0,4-0,5% hækkun vísitölunnar í desember.


 

Nýir hlutir í Marel Food Systems hf.  að nafnverði 29,800,000 krónur hafa verið skráðir á Aðallista OMX Nordic Exchange Iceland í samræmi við tilkynningu frám félaginu 3. desember sl.  Skráð hlutafé félagsins eftir hækkunina er 403.785.697 krónur að nafnverði.


 

Greiningardeildir bankanna spá 0,4-0,5% hækkun vísitölu neysluverðs í desember, en ný mæling Hagstofunnar verður birt í fyrramálið. Greiningardeild Glitnis [GLB] spáir 0,4% hækkun, en greiningardeildir Kaupþings [KAUP] og Landsbanka [LAIS] spá 0,5%. Gangi spá Glitnis eftir hækkar 12 mánaða verðbólgan úr 5,2% í 5,6% og í 5,7% gangi spár hinna bankanna eftir.


 

Straumborg, félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, keypti í dag 1% í Kaupþingi [KAUP] fyrir 6,4 milljarða króna og á nú 3,6% í bankanum. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Kaupþing stærsta einstaka eign Straumborgar og eina skráða eign félagsins hér á landi, eftir að félagið hóf að selja eignir hérlendis um miðbik ársins.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hækkaði um 2.75% í dag og rétti því aðeins úr kútnum eftir mikla lækkun undanfarið. OMXN 40 lækkaði um tæp 0,2% í dag.


 

Enda þótt Norðurlöndin eigi það sameiginlegt að þar eru öflug velferðarkerfi þá eru þau með ólíku sniði. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að þótt Norðurlöndin eigi það sammerkt að aðgengi að mennta- og heilbrigðisþjónustu sé gott eru kerfi tekjutilfærslna ólík. Þetta sést meðal annars ef litið er á samsetningu og uppruna tekna. Í nýlegri skýrslu NOSOSKO um félagslega velferð á Norðurlöndunum er meðal annars fjallað um tekjudreifingu.


 

Þann 1. janúar næst komandi taka í gildi lög um sameignarfélög en engin heildarlög hafa verið sett fyrr á Íslandi um slík félög heldur hafa firmalög og nokkur önnur lög geymt sérstök ákvæði um félögin, m.a. um skráningu tiltekinna upplýsinga um þau í firmaskrá.


 

Straumborg ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., keypti í dag hlut í Kaupþingi fyrir rúma 6,4 milljarða króna. Gengi hvers hlutar í kaupunum var 867 krónur.


 

Gísli Kjartansson sagt sig úr stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. Gísli hefur verið formaður stjórnarinnar. Í tilkynningu á vef Kauphallarinnar segir Gísli ástæðuna fyrir úrsögninni úr stjórninni vara að Sparisjóður Mýrarsýslu, sem hann sé í forsvari fyrir, hafi keypt verðbréfafyrirtækið Nordvest og ákveðið hafi verið að efla og styrkja rekstur þess.  Nordvest starfar að hluta á sama markaði og VBS fjárfestingarbanki hf.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur hækkað um 1,9% það sem af er degi.


 

Samsetning Úrvalsvísitölunnar (OMXI15) fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2008, hefur nú verið uppfærð. Í Morgunkorni Glitnis segir að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Marel Food Systems (MAREL) komi ný inn í vísitöluna en ekkert félag fellur út.


 

Í Morgunkorni Glitnis er birt nýtt verðmatsgengi Greiningar Glitnis á Icelandair en það er 26,7 krónur á hlut. Það er lækkun frá fyrra verðmati í maí síðastliðnum sem var 29,7 krónur á hlut. Verðmatsgengið er 2,9% undir gengi á markaði (27,5). 


 

Það sem af er ársins hafa verið nýskráð 28.737 ökutæki miðað við 28.165 ökutæki á sama tíma á síðasta ári sem er 2,0 % aukning milli ára.


 

FL Group hyggst auka hlutafé félagsins með lokuðu útboði til fjárfesta og er stefnt að því að selja hlutafé fyrir allt að 10 milljarða króna. Í tilkynningu vegna útboðsins segir að tilgangur þess sé að styrkja eiginfjárgrunn félagsins og breikka hluthafahópinn í samræmi við tilkynningu félagsins frá 4. desember síðastliðnum um kaup á eignarhlutum í fasteignafélögum og -sjóðum í Evrópu.  


 

Árshækkun vísitölu heildarlaunakostnaðar frá þriðja ársfjórðungi 2006 var á bilinu 5,4% - 7,9%, mest í iðnaði en minnst í samgöngum og flutningum, samkvæmt því sem segir á heimasíðu hagstofu Íslands.


 

Afli erlendra ríkja við Ísland minnkaði úr 114 þúsund tonnum 2005 í rúmlega 54 þúsund tonn 2006. Uppistaða aflans var loðna. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands veiddu Færeyingar mest erlendra þjóða hér við land 2006 en Norðmenn árið 2005.


 

Utanþingsviðskipti með bréf Kaupþings námu 40,3 milljörðum króna í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis, öll á genginu 867.  


 

Í 24 Stundum í dag er sagt frá því að fyrirtækið Sparnaður ehf. ætli að bjóða upp á húsnæðislán í evrum í samvinnu við þýska fjármálafyrirtækið VKB á sambærilegum kjörum og í Þýskalandi. Í frétt blaðsins er haft eftir Ingólfi Ingólfssyni, stjórnarformanni Sparnaðar ehf., að starfsemin verði undir merkjum Bayern-Líf.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 0,25% í dag og er 6,407 stig. OMXN40 hefur hækkað um tæplega 1%.


 

Icelandair mun breyta áherslum í flugi sínu vestur um haf á næsta ári. Reglulegt áætlunarflug hefst til Toronto í maí, en flugi verður hætt til Baltimore í vetur. Morgunflugi til Boston og New York, sem tekið var upp á síðasta sumri verður haldið áfram í sumar. Lítillega verður bætt við framboð til London á árinu. Flug til Baltimore mun hætta frá og með 13. janúar 2008, en flug til Toronto mun hefjast 2. maí 2008, samkvæmt því sem segir í tilkynningu vegna breytinganna.   Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Karli Ólafssyni forstjóra Icelandair: “Við erum í heild að bjóða upp á svipaða áætlun og á yfirstandandi ári, en gerum ákveðna breytingu í fluginu vestur um haf með því að færa okkur til Toronto í Kanada frá Baltimore. Við höfum vaxið hratt á undanförnum árum og munum á árinu 2008 gera minniháttar breytingar á áætluninni, leggjum áherslu á að þjóna íslenska markaðinum og ferðamannamarkaðinum til Íslands, og fínstillum leiðakerfi og framboð með áherslu á arðsemi.”   Toronto er langstærsta borgin í Kanada og helsta samgöngumiðastöð landsins. “Borgin verður án efa eftirsótt af Íslendingum, því hún er lifandi fjölmenningarborg sem gaman er að heimsækja. Hún gefur okkur einnig mikla möguleika til að sækja ferðamenn til landsins því borgin er samgöngumiðstöð og er miðpunktur í mjög þéttbýlu milljónasamfélagi. Við byrjuðum á síðasta ári flug til Halifax og leggjum því áherslu á uppbyggingu í Kanada um þessar mundir", segir Jón Karl. “við kveðjum jafnframt Baltimore eftir að hafa flogið milli borgarinnar og Íslands um langa hríð. Við höfum séð afkomu á leiðinni versna, einkum eftir að nokkur þúsund manna samfélag Bandaríkjamanna í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, hvarf af landi brott.”   Í tilkynningunni segir að lítillega verði aukið við áætlun til London á næsta ári og flogið þangað tvisvar á dag alla daga vikunnar, auk þess sem áfram verður flogið til Manchester og Glasgow í Bretlandi. Þá verður framboð til Kaupmannahafnar svipað og var á síðasta ári og flogið allt að fimm sinnum á dag til borgarinnar á næsta sumri, en fjórum sinnum á dag flesta daga.   Næsta vor mun Icelandair á ný fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna klukkan 10 að morgni, og býður upp á flug frá París og Frankfurt klukkan átta að morgni til Íslands. “Eins og flestir þekkja þá byggir leiðakerfið okkar á ákveðinni 24 klukkustunda hringrás þar sem flugvélar okkar fara flestar til Evrópu að morgni, koma til baka síðdegis og fara síðan vestur um haf og lenda snemma morguns hér á landi. Sú nýbreytni að bjóða upp á hina leiðina, þ.e. að fara frá Evrópu að morgni, áfram til Bandaríkjanna að morgni, koma frá Bandaríkjunum um miðnætti og halda áfram að næturlagi til Evrópu gafst vel á síðasta sumri og við munum halda þessu áfram,” segir Jón Karl í tilkynningunni að lokum.


 

Fjöldi innlendra hagtalna verður birtur í vikunni sem kann að varpa frekara ljósi á líklega stýrivaxtaþróun hér á landi í aðdraganda vaxtaákvörðunar bankastjórnar Seðlabanka Íslands 20. desember æst komandi. Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir nóvembermánuð.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 0,2% það sem af er degi. OMXN40 hefur hækkað um 0,6%.


 

Alls eru 1558 einstaklingar skráðir atvinnulausir á landinu samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunnar. Þar af eru 676 karlmenn og 882 konur.


 

Framboðsfrestur til setu í stjórn FL Group hf. er runninn út.  Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér í stjórn félagsins sem verður kjörin á hluthafafundi félagsins þann  14. desember næstkomandi.  


 

Viðskipti hefjast í dag í Kauphöllinni með hlutabréf færeyska flugfélagsins Atlantic Airways. Í síðasta mánuði var fyrsta skrefið í einkavæðingu félagsins stigið þegar landsstjórnin seldi þriðjungshlut í félaginu. Miðað við gengi bréfanna í frumútboðinu er markaðsverð Atlantic Airways rúmir 3 milljarðar ISK.


 

Baugur hyggst leggja fram 40 milljón punda yfirtökutilboð í tískuvörukeðjuna Moss Bros sem sérhæfir sig í sparifatnaði fyrir karlmenn, að því er segir í frétt í breska blaðinu The Times.


 

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 30. nóvember til og með 6. desember 2007 var 171. Þar af voru 124 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 27 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 7.014 milljónir króna og meðalupphæð á samning 41 milljón króna, samkvæmt því sem segir á vef Fasteignamats ríkisins.


 

Formaður yfirtökunefndar, Viðar Már Matthíasson, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í að nefndin fylgdist náið, þessa dagana, með hræringum innan FL Group. Hann sagði þó úrskurð Fjármálaeftirlitsins frá seinasta ári þrengja talsvert að nefndinni. Yfirtökunefndin og FM voru ekki sammála því hvort yfirtökuskylda hefði myndast í FL Group í kjölfar hlutafjáraukningar haustið 2005.


 

Velta á millibankamarkaði það sem af er árinu er þegar orðin meiri en heildarvelta 2006, samkvæmt því sem segir í Vegvísi Landsbankans. Velta frá janúar til nóvember í ár nemur 4.533 milljörðum króna og er 140 miljörðum króna hærri en allt árið í fyrra.


 

Héraðsdómur Suðurlands felldi fyrir helgi dóm varðandi kröfu Stólpavíkur ehf., sem m.a. hefur höndlað með salt, á hendur framkvæmdastjóra og aðaleiganda Sport-Tækja, en það flytur inn búnað og tæki fyrir íþróttahús og íþróttavelli, þeim síðarnefnda í vil.  Gerði stefnandinn kröfu um að stefndi greiddi honum skuld að upphæð 6 milljónir króna ásamt vöxtum frá október 2001, að frádreginni um 5,5 milljón króna innborgun sem inn var af hendi í júní 2005.


 

Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna kemur fram að á Íslandi er lagt hald á meira magn ólöglegra fíkniefna miðað við íbúafjölda en annars staðar á Norðurlöndunum og raunar meira en gengur og gerist víða um heim. Erfitt er þó að segja til um hvort þetta þýðir að tollgæsla hér sé skilvirkari en gengur og gerist eða hvort tilraunum til smygls hingað til lands hefur fjölgað, Það er sem sagt afar erfitt að henda reiður á umfangi fíkniefnamarkaðarins en Ríkisendurskoðun segir að eins og er geti yfirvöld ekki vitað með vissu hvaða áhrif aðgerðir þeirra hafa í baráttunni.


 

Fiskveiðistefna Evrópusambandsins fær falleinkunn í nýrri endurskoðunarskýrslu sem Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins hefur gefið út. Í skýrslunni segir m.a. að upplýsingar um fiskveiðar séu óáreiðanlegar og ófullkomnar og eftirlitskerfi ómarkviss og komi ekki í veg fyrir brot. Á það er einnig bent að ef ekki er hægt að styðjast við réttar upplýsingar, eftirlit og framkvæmd reglna fiskveiðistjórnunar, þá sé ómögulegt að byggja upp raunhæfa fiskveiðistefnu á vettvangi ESB. 


 

IBT á Íslandi, ásamt IBT í Svíþjóð, vinnur nú að stóru verkefni fyrir sænska farsímafyrirtækið Ericsson í Kaíró, en ef vel tekst til mun Ericsson innleiða lausnir frá IBT inn í allt fyrirtækið, sem telur yfir 60 þúsund starfsmenn.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hækkaði í dag um 0,8% og er 6,435 stig.


 

stærsti hluti eigna Baugs óskráð félög


 

Einkahlutafélagið Smáey, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur keypt 4.603.687 hluta í Kaupþingi af Gnúpi-Fjárfestingarfélagi, sem Magnús á tæplega 44% í, en aðrir eigendur eru Kristinn Björnsson og Þórður Már Jóhannesson. Hefur Gnúpur þar með minnkað eignarhlut sinn í Kaupþing úr 5,37% í 4,74%, eða um 0,63%. Andvirði viðskiptanna miðað við markaðsgengi í Kauphöll Íslands er tæplega fjórir milljarðar króna.


 

Í yfirlýsingu frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar segir að stjórn félagsins telji mikilvæga þá ákvörðun Ríkisendurskoðunar að ráðast í úttekt á starfsemi félagsins, eins og stjórn Þróunarfélagsins óskaði eftir fyrr á þessu ári.


 

Eimskipafélag Íslands hefur samið við tryggingafélögin Sjóvá og Royal & Sun Alliance (RSA) um vátryggingar Eimskips og tengdra fyrirtækja á um 300 starfsstöðum um allan heim. Vátryggingin nær til fasteigna félagsins og lausafjár. Um er að ræða stærsta vátryggingasamning sem íslenskt vátryggingafélag hefur gert og nær hann til allra dótturfélaga Eimskips víðsvegar um heiminn.


 

Baugur á í viðræðum við Jane Shepherdson, fyrrum forstjóra Topshop, um kaup þess síðar nefnda á hlut í tískuvörukeðjunni Whistles, samkvæmt því sem segir í veffréttum The Telegraph.  Reiknað er með að samningum ljúki fyrir áramót.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur þokast eilítið upp á við í morgun og hækkað um 0,5% og er 6,400 stig. OMXN 40 hefur hækkað um 0,8%.


 

Gengi krónunnar hefur átt undir högg að sækja í núverandi umhverfi lausafjárvanda og þverrandi áhættusækni undanfarnar vikur. Samkvæmt Morgunkorni Glitnis [GLB] má  reikna með að þetta ástand muni a.m.k. vera viðvarandi út árið. Í ljósi þess gerir Greining Glitnis ráð fyrir að gengi krónunnar lækki í desember og spáir því að gengisvísitalan standi að meðaltali í 121 þennan síðasta mánuð ársins.  Hækkun líkleg þegar kemur fram á nýtt árÍ Morgunkorninu segir að skilyrði á erlendum fjármálamörkuðum muni áfram ráða þróun gengis krónu þegar kemur fram á nýtt ár. Vandasamt er að tímasetja hvenær dregur úr óvissu vegna lausafjárvandans og áhættusækni fjárfesta fer að aukast á ný. Greining Glitnis telur að það eigi sér stað þegar árslokauppgjör stórfyrirtækja verða birt. Meiri upplýsingar munu draga úr óvissunni. Í kjölfarið geti gengi krónunnar hækkað. Greiningin spáir því að dollarinn fari lægst í 59 krónur á vormánuðum og evran í tæpar 87 krónur. Stórir krónubréfagjalddagar á 1. ársfjórðungi, þegar 100 milljarðar króna auk vaxta falla á gjalddaga, munu ekki hafa teljandi áhrif á gengi krónunnar en slíkt er þó ekki hægt að útiloka og ræðst að verulegu leyti af erlendum aðstæðum á komandi mánuðum, segir í Morgunkorni Glitnis.


 

World Class opnar á mánudag 700 fermetra heilsuræktarstöð í nýju húsnæði við Dalshraun 1 í Hafnarfirði en opnaðar verða fjórar nýjar heilsuræktarstöðvar undir merkjum World Class á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu frá 10. desember til 4. janúar – í Hafnarfirði, við Lágafellslaug í Mosfellsbæ, við sundlaugina á Seltjarnarnesi og á 15. hæð í nýja turninum í Smáranum í Kópavogi. Í byrjun janúar verða því sjö heilsuræktarstöðvar reknar undir merkjum World Class hér á landi með aðstöðu fyrir um 20.000 iðkendur.


 

Gnúpur Fjárfestingafélag hf. hefur selt 4.603.687 hluta í Kaupþingi [KAUP] og minnkað eignarhluta sinn úr 5,37% í 4,74%.  Hluturinn er seldur til Smáeyjar ehf. sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar.


 

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 2,1% á milli október og nóvember samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Raungengi er hlutfallsleg þróun verðlags hérlendis miðað við viðskiptalönd og ræðst að mestu leyti af þróun nafngengis og mismunandi verðbólguþróun milli landa.


 

Bílainnflutningur hefur verið mikill undanfarin þrjú ár en á fyrstu 11 mánuðum þessa árs hefur hann þó verið minni en tvö síðustu ár. Það sem af er ári hefur verið fluttur inn 21.201 bíll, sem er 4% samdráttur frá fyrra ári. Ef litið er þrjú ár aftur í tímann er þetta hins vegar mikil aukning, því að þá voru fluttir inn rúmlega 15 þúsund bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Ef tekið er mið af þróun síðustu ára í desember má ætla að bílainnflutningur þessa árs verði í heildina svipaður og í fyrra, en þó heldur minni. Heildarinnflutningur allt árið í fyrra var 23.120 bílar.


 

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group í viðtali við Viðskiptablaðið


 

Stjórn Samtaka atvinnulífsins lýsir yfir stuðningi við LÍÚ


 

gengið frá samkomulagi um beitingu atkvæðisréttar á milli Oddaflugs og Materia Invest


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,99% í dag og var 6.381 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 19,3 milljörðum króna - þar af voru 10,2 milljarða vegna kaupa Fons á 6,87% hlut í FL Group.


 

Fons hf., eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssona, hefur keypt 6,87% hlut í FL Group fyrir 10,2 milljarða króna. Gengi viðskiptanna var 16,1 samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar.


 

"Endurteknar fjölmiðlaupphrópanir formanns yfirtökunefndar um mál FL Group eru hættar að koma á óvart, en hann virðist hafa sérstakan áhuga á FL Group," segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í viðtali við Viðskiptablaðið í dag þegar hann var spurður út í ummæli Viðars Más Matthíassonar, formanns yfirtökunefndar í Viðskiptablaðinu í gær.


 

Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi á bráðabirgðalausn til að annast uppgjör á verðbréfum í evrum.  Í frétt frá Kauphöll Íslands segir að til að unnt væri að setja í gang fyrirhugaða framkvæmd var nauðsynlegt að fá erlendan banka á evrusvæði  til samstarfs.


 

Mikil aukning hefur orðið á gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Þar segir að 25% aukning hafi orðið í neyslu ferðamanna hér á landi fyrstu 9 mánuði ársins  


 

Þrátt fyrir að kaupum Marel á Stork Food Systems, matvælaeiningu Stork NV, sé lokið halda afskipti Íslendinga af móðurfélaginu Stork NV áfram. Í Morgunkorni Glitnis segir að eftir að Marel yfirtók Stork Food Systems hafi LME selt hluti sína í Stork NV til London Acquisition sem stefnir að yfirtöku á móðurfélaginu Stork NV.


 

Gangi áform framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir um að fella útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum undir tilskipun sambandsins, mun það hafa meiri áhrif hér á landi en annars staðar og skekkja samkeppnisstöðu íslensks efnahags- og atvinnulífs gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Greint er frá þessu á vef  Samtaka atvinnulífsins.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 1,6% í morgun og er 6,404 stig. OMXN40 hefur hækkað um 0,9%.


 

Nýlega var stofnuð hjá TVG-Zimsen deild til að sinna sérverkefnum, sem meðal annars sér um umsjón, pökkun og flutninga á listaverkum til og frá landinu sem og innanlands. Flutningur á listaverkum hefur aukist mikið á undanförnum misserum og er TVG-Zimsen að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna með því að stofna sérstaka deild sem sinnir þessum flutningum.


 

Stjórn Samtaka atvinnulífsins fjallaði á fundi sínum þann 4. desember um stöðuna í kjarasamningum og efnahagsmálum. Samþykkti stjórnin ályktun þar sem megináherslur SA vegna yfirstandandi kjarasamninga eru ítrekaðar, að ekki sé tilefni til almennra launahækkana í ljósi undangenginnar launa- og kaupmáttarþróunar. Svigrúm til kostnaðarhækkana eigi að nýta til hækkunar lægstu launa og til þess að færa lægstu kauptaxta nær greiddum launum, auk launaþróunartryggingar til þeirra sem lítið eða ekkert hafa notið launaskriðs.


 
Innlent
6. desember 2007

Mennt lögð niður

Á aðalfundi Menntar fyrir stuttu var ákveðið að slíta félaginu en Mennt var samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla og varð níu ára í haust.  Í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins segir að meginhlutverk Menntar hafi verið að annast söfnun og miðlun upplýsinga, halda utan um tiltekin Evrópuverkefni auk þess að vera vettvangur umræðna. Félagsaðilar skiptu tugum og voru m.a. aðilar vinnumarkaðarins, háskólar, framhaldsskólar og nokkur félög og stofnanir.


 

Í nýrri mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að Íslendingar verði tæpi 440.000 árið 2050 en þeir voru 307.672 í upphafi árs 2007.  Árleg fólksfjölgun verður 0,8% á spátímabilinu sem er heldur minni fjölgun en var á 20. öld. Við lok spátímabilsins geta íslenskar karlar vænst þess að vera 84,6 ára en meðalævilengd kvenna verður 87,1 ár.


 

Gífurleg aukning hefur orðið á undanförnum mánuðum í sjálfsinnritun Icelandair í Leifsstöð og nú innritar þriðji hver farþegi Icelandair sig sjálfur í einhverri hinna 18 sjálfsafgreiðslustöðva sem eru í innritunarsalnum. Fyrstu sjálfsinnritunarstöðvarnar voru teknar í notkun fyrir rúmlega einu og hálfu ári en með þeim gefst farþegum félagsins kostur á að innrita sig til áfangastaða Icelandair með allan hefðbundinn farangur og velja sér sæti í flugvélinni. Í tilkynningu frá Icelandair segir að allir farþegar flugfélagsins geta notað sjálfsafgreiðslustöðvarnar og þær eru sérstaklega vinsælar meðal þeirra sem fljúga mest. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því hversu einfalt þetta er og styttir biðtíma eftir innritun.Tölvubúnaðurinn gerir farþegum innritunina mjög auðvelda, hvort sem notast er við hefðbundna pappírsfarseðla eða rafræna miða. Raunar er nóg er að gefa upp bókunarnúmer, eða renna í gegn greiðslukortinu sem greitt var með. Síðan birtist mynd af sætaskipan viðkomandi flugvélar og farþegar smella á það sæti sem þeir kjósa. Innritunin tekur 30-40 sekúndur.


 

Viðskiptahallinn minnkaði úr 15,5% af landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi í 9,5% á þeim þriðja, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabankanum. Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að minnkandi halla á viðskiptum við útlönd megi að miklu leyti rekja til viðsnúnings á jöfnuði þáttatekna, sem í lok fjórðungs hafi reynst vera jákvæður um 9 milljarða króna. Þáttatekjujöfnuður hefur ekki verið jákvæður frá því í lok árs 2002. Þjónustuhallinn minnkaði í fjórðungnum en vöruskiptahallinn jókst lítillega.


 

Helstu tíðindi dagsins eru á hlutabréf í FL Group [FL] lækkuðu um 15,06 % í dag .


 

Nýlega var gengið frá samningi milli Volta hf, umboðsaðila fyrir Osram á Íslandi og fyrirtækja innan Samorku, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, um sölu á um 50 þúsund Osram ljósaperum árlega næstu þrjú árin.


 

FL Group mun í dag kynna fyrir erlendum fjárfestu væntanlega hlutafjáraukningu og fasteignakaup.  Á fundinum sem fer fram í gegnum síma mun Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, fara yfir kaup félagsins á fasteignafélögum frá Baugi Group, fjármögnun þeirra og svara spurningum.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 3,8% í morgun og er 6,385 stig.


 
Innlent
5. desember 2007

Aukning dagvöruveltu

Uppsveifla í efnahagslífinu frá vormánuðum hefur verið meiri en almennt var búist við.


 

Flestar tölur rauðar í Kauphöllinni í morgun


 

Eftir óróleika og lækkanir á norrænum hlutabréfamörkuðum er verðið hagstætt þótt mikil óvissa sé enn um framhaldið. Í Vegvísi Landsbankans segir að kauptækifæri séu til staðar fyrir fjárfesta sem hafa maga fyrir þann öldugang sem búast má við á næstunni.


 

Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 108.300 en voru 97.900 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 10.400 nætur eða tæplega 11%. Gistinóttum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða.


 

Listaháskóli Íslands og Samson Properties ehf. hafa samið um að reisa nýtt skólahúsnæði fyrir Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Miðað er við að skólinn taki þar til starfa  haustið 2011. Staðsetning Listaháskólans mun hafa umtalsverð áhrif á miðborgarlíf Reykjavíkur. Um fjögur hundruð nemendur stunda nú nám við skólann og þar eru meðal annars settar upp sýningar og margvíslegir listviðburðir sem opnir eru almenningi.


 

Yfirtökunefnd mun fylgjast mjög grannt með þeim hræringum sem orðið hafa innan FL Group að sögn Viðars Más Matthíassonar, lagaprófessors við Háskóla Íslands og formanns nefndarinnar. "Þarna er um að ræða slíkar eignatilfærslur að það fellur beinlínis undir verksvið yfirtökunefndar að fylgjast með gangi mála. Við munum skoða þau vandlega," segir Viðar Már. "Helst hefðum við viljað fá þessar upplýsingar áður en þær voru kynntar, því það getur verið afar erfitt að vinda ofan af málum sem þessum þegar búið er að framkvæma málið."


 

Vélaþjónusta ÞK og vélaverkstæði Mótormax hafa sameinast. Í tilkynningu vegna sameiningarinnar segir að sameiningin sé mikill fengur fyrir Mótormax þar sem Þorlákur Guðbrandsson og Kristján Bragason, sem stofnuðu og ráku Vélaþjónustu ÞK, státi af áratuga reynslu við þjónustu og viðgerðir á vélsleðum, fjórhjólum og margs konar smávélum, frá jarðvegsþjöppum til utanborðsmótora.


 

Forstjóri Kauphallarinnar segir óheppilegt að loka í heilan dag


 
Innlent
4. desember 2007

Krónan lækkar um 4,8%

Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 4,8% í nóvembermánuði sem er mesta veiking krónunnar á einum mánuði á þessu ári, segir greiningardeild Glitnis.


 

Takið stöðu gegn krónu, ráðleggur Danske Bank og segir íslensku krónuna mjög viðkvæma fyrir óróleika á fjármálamörkuðum, líkt og ríkir nú um stundir, að því er fram kemur hjá fréttaveitunni DowJonesNews.


 

Jón Sigurðsson, sem verið hefur aðstoðarforstjóri FL Group frá árinu 2006, hefur tekið við starfi forstjóra félagsins af Hannesi Smárasyni, sem lætur af störfum. Hannes verður áfram í hópi stærstu hluthafa FL Group og mun taka sæti í stjórn félagsins segir í tilkynningu.


 

Samhliða breytingum á rekstri FL Group verður hagrætt í rekstri með lokun á skrifstofu félagsins í Danmörku að því er kemur fram í tilkynningu. Hjá FL Group starfa 5 starfsmenn í Danmörku. Sú starfssemi verður samþætt við skrifstofu félagsins í London, sem er liður í því að hagræða í rekstri og minnka rekstrarkostnað félagsins segir í tilkynningu.


 

Í tengslum við fjármögnun kaupa FL Group á fasteignum Baugs, verður gefið út nýtt hlutafé að nafnvirði 3.659 milljónir í FL Group á genginu 14,7 til að fjármagna 53,8 milljarða kaupverð. Í tilkynningu kemur fram að hlutirnir verða gefnir út til Baugs Group í skiptum fyrir umræddar eignir. Kaupin eru með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki hluthafafundar, sem verður boðaður í desember 2007.


 

- boðað til blaðamannafundar


 

Viðskiptahalli var 31 milljarðar króna á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 48,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi að því er kemur fram í yfirliti Seðlabankans. Meginskýring á þessum bata er viðsnúningur á jöfnuði þáttatekna um 16,5 milljarða króna. Á gjaldahlið jafnaðarins varð lækkun um 20,5 milljarða króna.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,3% og er 6.629 stig við lok markaðar í gær, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 4,7 milljörðum króna. Helstu markaðir sem íslenskir fjárfestar horfa til lækkuðu líka.


 

Sláturfélag Suðurlands svf. keypti í dag 49% eignarhlut í Reykjagarði hf, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.  Við kaupin hefur SS eignast félagið að fullu en það átti fyrir 51% eignarhlut.  Gert er ráð fyrir að kaupin styrki stöðu félagsins á markaði fyrir kjúklingaafurðir til lengri tíma litið.  Kaupverð er trúnaðarmál milli aðila. 


 

Töluverð aukning er hjá Prentsmiðjunni Odda í framleiðslu bóka fyrir þessi jól segir í tilkynningu frá félaginu. Um 70% innlendrar jólabókaframleiðslu fer fram hjá Odda og því gefur þessi aukning skýra vísbendingu um gróskuna í íslenskri bókaútgáfu.


 

Samtök atvinnulífsins á Norðurlöndunum sendu í dag bréf til forsætisráðherra Norðurlanda og umhverfisráðherra auk forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld og atvinnulíf vinni saman að því að finna lausnir á loftslagsvandanum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar undir bréfið fyrir hönd SA en Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, fengu það sent í dag ásamt öðrum forsætisráðherrum og umhverfisráðherrum Norðurlanda og Jose Manuel Barroso hjá ESB.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hélt áfram að lækka í morgun og hefur lækkað um tæp 2,5% það sem af er degi.


 

Fasteignafélagið Landmark í Búlgaríu hefur verið selt stjórnendum félagsins á 210 milljónir evra eða 19 milljarða króna en félagið hefur verið í sölumeðferð hjá Credit Swiss Securities Europe undanfarna mánuði.


 

Flaga Group tapaði 30 þúsund dollurum á þriðja ársfjórðungi, samanborið við tap upp á 103 þúsund dollara á sama tímabili fyrir ári. Tekjur námu 7,9 dollurum milljónum á þriðja ársfjórðungi sem er 5,4% aukning miðað við sama tímabil fyrra árs.


 

Viðskipti með hluti í FL Group hafa verið stöðvaðir í Kauphöllinni vegna væntanlegrar fréttar um breytingar hjá félaginu.


 

Össur hf. hefur selt kauprétt, samkvæmt húsaleigusamningi frá 1997, að  húsnæði félagsins að Grjóthálsi 5 fyrir 7,9 milljónir bandaríkjadala. Upphæðin verður tekjufærð sem aðrar tekjur á fjórðaársfjórðungi 2007 og mun auka hagnað félagsins fyrir skatta sem því nemur, samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Kauphöllinni.


 

Alfesca hf. hefur gert samning við Glitni hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins.  


 

Engin breyting hefur orðið á undirbúningi að skráningu á Landic Property um mitt næsta ár, að því er fram kemur í samtali Viðskiptablaðsins á morgun við Skarphéðin Berg Steinarsson forstjóra Landic Property og stjórnarmann í FL Group [FL]. Skarphéðinn segir að sér sé ókunnugt um meint áform um að Landic Property renni inn í FL Group til að styðja síðarnefnda félagið. Hann hvorki játar því né neitar að ákveðið hafi verið að Hannes Smárason víki sem forstjóri FL Group.


 

Lækkun FL Group [FL] í Kauphöllinni í dag er umtalsverð eða 7,89%.


 

Parket og gólf, P.O.G., hefur opnað stærri og rúmbetri sýningarsal í verslun sinni að Ármúla 23. Endurnýjað sýningarrými er samtals 400 fermetrar en þar geta viðskiptavinir valið parket, flísar, veggja- og loftaefni, hurðir og pallaefni frá viðurkenndum framleiðendum auk ýmissar þjónustu sem fyrirtækið býður.


 

Það sem af er degi hefur FL Group lækkað um tæp 8% á markaði. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um tæp 1,5%.


 

Marel [MARL] lauk lokuðu hlutafjárútboði sínu á föstudaginn. Um var að ræða 29,8 milljónir hluta sem jafngildir 7,97% af heildarhlutafé fyrir hlutafjárhækkunina. Í morgunkorni Glitnis segir að verð nýju hlutanna hafi verið 92 krónur á hlut sem var 4% undir gengi á markaði á föstudag. Kaupendur voru lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar. Allir helstu lífeyrissjóðirnir verða nú meðal stærstu hluthafa Marel. Þar með er fyrsta hluta í fjármögnun Marel vegna kaupanna á Stork Food Systems lokið. Greining Glitnis telur þetta jákvæðar fréttir fyrir Marel. Viðskipti með bréf í Marel hafa oft og tíðum verið strjál í samanburði við önnur félög í Kauphöllinni. Nú liggur fyrir að hluthafahópurinn verður fjölbreyttari en áður, segir í Morgunkorninu.


 

Lausafjárkrísan á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur að öllum líkindum bundið enda á ævintýralega hraðan vöxt Kaupþings [KAUP] á erlendum mörkðum síðastliðin fimm ár, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal. Í fréttinni segir að uppgangur íslensku bankanna hafi verið með ólíkindum síðustu árin en að nú hafi aðstæður breyst og að það komi til með að setja strik í reikninginn. Haft er eftir Hreiðari Már Sigurðssyni, bankastjóra Kaupþings, að aðgengi að ódýru lánsfé sé senn á enda. “Vonandi mun slíkt tímabil koma aftur”, segir Hreiðar.


 

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 0,9% það sem af er degi.


 

Seðlabanki Íslands hefur endurskoðað gengisskráningarvogir sem liggja til grundvallar skráningu á vísitölum meðalgengis í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2006. Slík endurskoðun fór síðast fram í desember 2006. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum.


 

Í tilkynningu frá FL Group segir að félagið hafi á síðustu dögum átt í viðræðum við þriðja aðila, sem fela meðal annars í sér mat á ýmsum fjárfestingakostum og fjármögnun þeirra, með það markmið að efla enn frekar eignasafn félagsins og fjárhagslegan styrk.  


 

Danir eru frjálslyndastir hvað varðar töku veikindaleyfis, en Finnar og Íslendingar eru íhaldsamastir. Flestir voru þeirrar skoðunar að í lagi væri að vera heima ef maður væri með kvef og hita, eða 21 prósent aðspurðra. Verst þótti að vera heima vegna "timburmanna" og mikillar drykkju. En þjóðirnar líta þó fjarveru vegna drykkju mismunandi augum. 86 prósent Norðmanna töldu ekki að fólk ætti að taka veikindadag vegna timburmanna, en einungis 71 prósent Finna voru á sömu skoðun.


 

Kaffitár hefur opnað kaffihús í nýjum norðurskála Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem tengir innritunar- og komusal á 1. hæð flugstöðvarinnar.


 

Tímaritið The Banker sem er gefið út af Financial Times samsteypunni hefur valið Glitni besta banka á Íslandi. Í desember tölublaði tímaritsins The Banker segir meðal annars: „Glitnir hefur vakið eftirtekt valnefndar fyrir markvissar fjárfestingar og 80% aukningu á hagnaði.“ Auk þess segir: „Glitnir hefur fjárfest í nokkrum smærri verðbréfamiðlunum á Norðurlöndum, en náði þeim árangri að verða þriðji stærsti verðbréfmiðlari á Norðurlöndum með 6,16% markaðshlutdeild. Yfirtökurnar voru gerðar af ögun og á árangursríkan hátt,“ samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu vegna valsins.


 

Alþjóðlegur orkuskóli á framhaldsstigi í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík tekur til starfa í dag.


 

Viðskiptavinir Vodafone á Íslandi munu frá og með 1. janúar greiða mun minna fyrir símtöl í útlöndum en hingað til. Viðskiptavinir félagsins munu þá njóta kjara sem ákveðin voru í reglugerð Evrópusambandsins um verð á reikiþjónustu í aðildarlöndum sambandsins, þótt reglugerðin hafi ekki fengið lagagildi á Íslandi.  Auk þess að gilda í löndum Evrópusambandsins mun sama verð gilda í Sviss, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Lichtenstein.


 

Markaðir um allan heim hafa upplifað góða tíma undanfarin ár, sérstaklega íslenski markaðurinn sem hefur styrkst verulega. En frá því í sumar hefur hrikt í stoðum stórra banka og annarra stórfyrirtækja þannig að eftir hefur verið tekið. Northern Rock stóð um tíma mjög illa og margir evrópskir bankar hafa fengið mikil högg á sig.


 

Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis er lagt til að Orkustofnun verði veitt 101,4 milljóna króna tímabundið framlag, á fjárlögum næsta árs, til að hefja undirbúning að útgáfu sérleyfa til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu við Jan Mayen-hrygg. Kristinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Orkustofnun, segir að peningarnir verði meðal annars notaðir til að byggja upp þekkingu innan stofnunarinnar í þessum málum í líkingu við starfsemi olíustofnana í öðrum löndum.


 

Ofþyngd er heilsufarskvilli sem hrjáir íslensku þjóðina. Í nýútkominni bók, Holdafar - hagfræðileg greining, kemur fram að meirihluti fullorðinna Íslendinga er yfir kjörþyngd, samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og hlutfall þeirra sem eru í offituflokki fellur undir offitufaraldur samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Auk þess eru 20% barna of þung og um 5% of feit.


 

Fimmtán milljarða króna tap FL Group [FL] af fjárfestingunni í bandaríska félaginu AMR er stærsta tap af einstakri fjárfestingu í sögu fjárfestinga Íslendinga erlendis, eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst. Fjárfestingar Íslendinga erlendis á síðustu árum og sókn þeirra á erlenda markaði, útrásin svokallaða, hófust fyrir alvöru seint á síðasta áratug og hafa vaxið mjög hratt. Almennt hafa þessar fjárfestingar og þau verkefni sem ráðist hefur verið í gengið afar vel og skilað miklum auði.


 

Versti mánuður Úrvalsvísitölunnar frá upphafi


 

Capacent Gallup gerði könnun um viðhorf Álftnesinga um skipulag


 

Könnun á lestri viðskiptablaða meðal stjórnenda stórfyrirtækja, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Viðskiptablaðið, leiðir í ljós að rúm 64% svarenda lesa Viðskiptablaðið reglulega, en 57% lesa Viðskiptablað Morgunblaðsins reglulega. Um 51% svarenda lesa Markað Fréttablaðsins reglulega, en um 11% nefna önnur blöð. Sé einungis horft til þeirra sem lesa viðskiptablöð reglulega eru 78% sem lesa Viðskiptablaðið, 70% Viðskiptablað Morgunblaðsins og 62% Markaðinn. Lestur viðskiptablaðanna þriggja hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var á síðasta ári.


 

Ólafur Torfason hóf ungur störf í matvöruverslun föður síns við Grundarstíg - Þingholtum - og keypti hana seinna af honum. Undir lok áttunda áratugarins seldi hann einbýlishús sem hann hafði nýverið byggt, flutti í leiguhúsnæði og notaði söluandvirði hússins til að ganga til liðs við föður sinn og fleiri sem reistu verslunarkjarna við Engihjalla í Kópavogi og ráku þar verslunina Kaupgarð. Sá rekstur var seldur fáeinum árum seinna og í kjölfarið reist íbúðar-, verslunar- og skrifstofuhúsnæði í miðbæjarkjarna Garðabæjar. Enn var sá verslunarrekstur seldur og ráðist í byggingaframkvæmdir við Rauðarárstíg, þar sem Hótel Reykjavík hóf starfsemi árið 1992. Grand Hótel bættist við þremur árum síðar og loks Centrum við Aðalstræti.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.