*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


mars, 2007

 

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar. Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni gert Icelandair að greiða 190 milljónir króna sekt í ríkissjóð.


 

Hagnaður Olíufélagsins ehf. og dótturfélaga á síðasta ári, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, nam 1.457,6 milljónum. króna. Hagnaður tímabilsins eftir skatta nam 334,5 milljónum króna samanborið við 883,4 milljóna króna hagnað fyrir sama tímabil á fyrra ári. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Veltufé frá rekstri nam 1.107,7 milljónum króna en var 1.129,3 milljónir króna fyrir sama tímabil á fyrra ári. Í lok desember 2006 var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 27,76%.


 

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að grunsemdir væru um að Christen Ager Hanssen, hin norski eigandi Fly Me, hefði notað fé úr sjóðum félagsins til hlutabréfakaupa, meðal annars til að kaupa Pálma Haraldsson út úr félaginu.


 

Danska fasteigna- og þróunarfélagið Keops, sem er að stórum hluta í eigu Baugs, hefur selt sænsku skrifstofubyggingaeiningu, Fatburen, fyrir 2,66 milljarða sænskra króna. Keops keypti eininguna í maí 2005 og hagnast því um 660 milljónir sænskra króna eða 6,6 milljarða íslenskra króna að því er kemur fram í danska viðskipadagblaðinu Børsen.Kaupandi er írska fasteignafélagið Vico Capital sem staðsett er í Dublin.Að sögn Ole Vagner, forstjóra Keops er salan liður í að skerpa á áherslum hjá Keops og einbeita sér að kjarnastarfsemi félagsins. Samkvæmt frétt Børsen eru fleiri sölur fyrirhugaðar á eignum Keops í Svíþjóð og þar á meðal á Malmestaden sem metin er á 1,5 milljarð sænskra króna.


 

Nýlega var gengið frá kaupum þýsk-íslenska fyrirtækisins  WBS (Wireless Broadband System) á eMax ehf.  WBS er mjög öflugur þjónustuaðili í Evrópu og hyggst bjóða upp á nýjungar í þjónustu hér á landi.


 

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í gær fundi með bandarískum ráðamönnum í Washington. Á þeim kom fram mikill áhugi á því að sendinefndir bandarískra áhrifamanna kæmu til Íslands á næstu mánuðum til að ræða samstarfsverkefni um endurnýjanlega orku, baráttu gegn loftslagsbreytingum og samvinnu háskóla- og tæknistofnana; það væri heillandi framtíðarsýn ef þessi verkefni leystu af hólmi áratugalanga samvinnu þjóðanna um varnarmál, segir í tilkynningu.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,54% og er 7.500 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur 2,4 milljörðum króna. Glitnir hefur hækkað um 2,25%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,64%, Alfesca hefur hækkað um 0,85%, Össur hefur hækkað um 0,81% og Icelandic Group hefur hækkað um 0,73%. Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,5% og Atorka Group hefur lækkað um 0,5%. Gengi krónu hefur styrkst 0,25% og 119,1 stig.


 

"Samkvæmt verðbólguspá bankans verður hægt að lækka stýrivexti á fjórða ársfjórðungi á þessu ári," sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri þegar hann rökstuddi þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25% í gær, fimmtudag. Aðspurður hvort að mögulegt sé að lækka vexti fyrr, sagði Davíð það ólíklegt miðað við núverandi aðstæður. "Hins vegar verður vaxtalækkunarferillinn hraður, þegar hann fer af stað," sagði hann.


 

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru fluttar út  vörur fyrir 43,2 milljarða króna á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Á sama tíma voru fluttar inn vörur  fyrir 54,4 milljarða króna. Halli var á vöruskiptunum við útlönd nemur því 11,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 18,7 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 7,5 milljörðum króna skárri en á sama tíma árið áður.Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 23,9 milljarða króna og inn fyrir 29  milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 5 milljarða króna en voru óhagstæð um 8,8 milljarða fyrir ári síðan.


 

Kista - fjárfestingarfélag hefur aukið hlut inn í EXISTA í 6,25% úr 2,67%, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Á sama tíma minnkar SPRON hlut sinn í EXISTA í 4,75% úr 6,34%. Ennfremur selur Icebank, en þar er Guðmundur Hauksson stjórnarmaður en hann er jafnframt sparisjóðsstjóri SPRON, fyrir um 2,6 milljarða króna eða 93.798.401 hluti, keypta á genginu 28. Eftir viðskiptin á Icebank 4.198 hluti í bankanum. Eftirtaldir aðilar standa að Kistu - fjárfestingarfélagi ehf.: Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. (eignarhlutur 48,2%), Sparisjóðurinn í Keflavík (eignarhlutur 24,7%), Sparisjóður Mýrasýslu (eignarhlutur 10,3%), Eyraeldi ehf., dótturfélag Sparisjóðs Vestfirðinga (eignarhlutur 5,4%), Þrælsfell ehf., dótturfélag Sparisjóðs Húnaþings og Stranda (eignarhlutur 4,3%) og Sparisjóður Svarfdæla (eignarhlutur 7,1%).


 

Eftir lokun markaðar í gær seldi Reimar Pétursson ehf. allan eignarhlut sinn í Atorku Group hf, eða 38.756.198 hluti að nafnvirði til félagsins á genginu 6,32 eða að kaupverði krónur 244.646.565. Greiðsludagur er sama dag. Þar með fellur niður söluréttur sem félagið hafði áður gert við Reimar Pétursson.Reimar Pétursson lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Atorku Group 23. mars.


 

Norðurál hefur falið Landsbankanum og Kaupþingi í sameiningu að skoða hagkvæmustu leiðir til fjármögnunar á fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík, ásamt endurfjármögnun álversins á Grundartanga að því er segir í fréttatilkynningu. Áætluð fjárfesting Norðuráls vegna framkvæmda við álverið í Helguvík er allt að 70 milljörðum króna.


 

Tyrkneska símafyrirtækið Turkcell hefur gert kauptilboð í kaupréttinn að 65% hlut Novators í Bulgarian Telecommunications Company (BTC), segir í tilkynningu til kauphallarinnar í Istanbúl. Upphæð kauptilboðsins var ekki gefin upp. Turkcell tryggði sér nýlega sambankalán að virði þrír milljarðar Bandaríkjadalir, sem áætlað er að nýta til fyrirtækjakaupa. Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers var fenginn til að skoða möguleika á sölu á kaupréttinum í byrjun árs í kjölfar áhuga fjárfesta á BTC, en fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar tryggði sér kaupréttinn á síðasta ári. Einnig er reiknað er með tilboðum frá fjárfestingarsjóðunum Mid-Europa Partners, Texas Pacific og Warburg Pincus og tyrkneska símafyrirtækinu Turk Telekom. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Advent á eignarhaldsfélagið Viva Ventures, sem heldur utan um hlutinn í BTC, og samkvæmt reglum einkavæðingarnefndar Búlgaríu verður Advent að eiga hlutinn þar til í janúar á næsta ári. Landsbankinn í Lúxemborg er skráður fyrir 13,38% hlut í félaginu og segja heimildarmenn Viðskiptablaðsins að bankinn hýsi hlutinn fyrir þriðja aðila. Markaðsvirði BTC er um 150 milljarðar íslenskra króna og hefur það hækkað verulega síðan fyrirtækið var einkavætt árið 2004, en þá var verðmæti félagins um 20 milljarðar króna. Áætlað er að ljúka sölunni í júní næstkomandi og talið er að kauptilboð í fyrirtækið í heild sinni nemi allt að 1,9 milljörðum evra, sem samsvarar rúmlega 166 milljörðum króna. ,


 

Fjölmennum aðalfundi SAF lauk á Akureyri nú síðdegis. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair var endurkjörinn formaður samtakanna.


 

Greiningardeild Kaupþings hefur hækkað verðmat sitt á Alfesca í 4,9 krónur á hlut úr 4,7 krónur á hlut og tólf mánaðamarkgengi setur hún í 5,4 krónur á hlut úr 5,2, frá síðasta verðmati. Gengi félagsins við lok markaðar í dag er 4,7, samkvæmt upplýsingum frá M5. ?Að okkar mati eru kaup félagsins á franska skelfiskframleiðandanum Adrimex til þess fallin að auka virði félagsins til lengri tíma litið. Við höldum ráðgjöf okkar varðandi Alfesca óbreyttri, eða hlutlaust (e. Neutral),? segir í verðmatinu. Þar segir að þar sem páskarnir eru snemma í apríl í ár má gera ráð fyrir því að vörur með háa framlegð muni hafa byrjað að seljast í lok mars. ?Tvennt vinnur þó á móti framlegð fjórðungsins en það er annars vegar laxaverðið sem hefur haldið áfram að sveiflast. Einnig mun uppfærsla á birgðum Adrimex í samband við kaupin á því félagi hafa neikvæð áhrif á framlegð félagsins til skemmri tíma litið. Þar af leiðandi teljum við að þessi þriðji fjórðungur rekstrarárs félagsins standi í járnum og að hagnaðurinn verði um núllið,? segir í verðmatinu.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,15% og er 7.460 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9,5 milljörðum króna. Atlantic Petroleum hækkaði um 4,86% í 2,6 milljón króna, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,01%, Össur hækkaði um 0,82%, Landsbankinn hækkaði um 0,64% og Glitnir hækkaði um 0,38%. FL Group lækkaði um 1,01%, Alfesca lækkaði um 0,84%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,63%, Bakkavör Group lækkaði um 0,46% og Atorka Group lækkaði um 0,14%. Gengi krónu styrktist um 0,81% og er 119,3 stig.


 

Að sögn Hjörleifs Jakobssonar, forstjóra Kjalars ehf., er fjárfesting félagsins í Granda hf. langtímafjárfesting. Fyrr í dag var greint frá því að Kjalar hefði keypt 33% hlutafjár í Granda af Kaupþingi en bankinn hafði verið að byggja stöðuna upp um nokkurn tíma. Gengið í kaupunum er 12,5 og keyptir eru 563.664.658 hlutir þannig að kaupverðið er ríflega sjö milljarðar króna. Hjörleifur sagði aðspurður að Kjalar hefði áður komið að fjárfestingum í sjávarútvegi og hefði góða reynslu af því, meðal annars í gegnum Olíufélagið og Ker. Þar á meðal tiltók hann m.a. félög eins og Vinnslustöðina og Vísi í Grindavík. Félagið ætti í dag hluti í Odda á Patreksfirði og Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. ?Við teljum að þetta sé mjög áhugaverð fjárfesting og horfum á hana til langs tíma. Við teljum að það búi töluvert í þessu félagi auk þess sem við teljum þetta spennandi atvinnugrein. Einnig má segja að þetta bæti áhættudreifingu á okkar eignasafni en stærstu eignir Kjalars eru meðal annars tæplega 10% hlutur í Kaupþingi auk meirihluta hlutafjár í Samskipum og tæp 40% hlutar í Alfesca.? Kaupin eru gerð í nafni Kjalars ehf. Unnið er að sameiningu Kjalars og Kers undir heiti Kjalars hf.


 

Renewable Energy Resources hefur eignast 22,1% í Romag og er þar með stærsti hluthafi félagsins segir í frétt í Kauphöllina. Renewable Energy Resources er í eigu Atorku Group og sérhæfir sig í fjárfestingum í endurnýjanlegri orku. Aðrar eignir Renewable Energy Resources eru Jarðboranir og 16% eignarhlutur í Enex sem starfar aðallega í þróunarverkefnum á sviði jarðvarma.Renewable Energy Resources kaupir alla hluti Atorku í Romag ásamt því að kaupa 3.200.000 viðbótarhluti. Alls á félagið því 10.083.299 hluti í Romag sem er 22,1%. Kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Kaupverð hlutarins er um 2,4 milljarðar króna.Romag er leiðandi framleiðandi á heimsvísu á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu (e. photovoltaic glass) en mikill vöxtur er á þeim markaði. Velta Romag á þessum lausnum óx um 300% á síðasta ári. Spá greiningadeilda gerir ráð fyrir 23 milljóna punda veltu eða sem nemur þremur milljörðum króna.


 

Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco sem er að stærstum hluta í eigu FL Group og annarra íslenskra fjárfesta, hefur fest kaup á evrópska fyrirtækinu Sun Beverages Company sem á og rekur verksmiðjur í Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Þetta eru langstærstu kaup Refresco til þessa og auka verulega við umsvif fyrirtækisins segir í frétt félagsins.


 

Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. hefur í dag fest kaup á öllu hlutafé í útgáfufélagi vikuritsins Krónikunnar, Fréttum ehf. Krónikan mun eftir kaupin ekki koma út í núverandi mynd. Öllu starfsfólki Krónikunnar mun bjóðast að ganga til liðs við DV segir í fréttatilkynningu. Gengið hefur verið frá ráðningu Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í starf umsjónarmanns helgarblaðs DV og Valdimars Birgissonar í starf markaðsstjóra og sölustjóra áskrifta. Innan nokkurra vikna verður unnt að kaupa DV í áskrift alla útgáfudaga blaðsins en að undanförnu hefur aðeins verið hægt að kaupa helgaráskrift að blaðinu. Þá verður innan örfárra daga unnt að kaupa áskrift að DV á Netinu. Í tilkynningu kemur fram að eftir kaupin muni DV eflast enn frekar sem dagblað en í tilkynningu segir að viðtökur við blaðinu hafi verið mjög góður fyrsta mánuðinn sem blaðið hefur verið gefið út sem dagblað eftir nokkurt hlé. Kaupverðið er trúnaðarmál.


 

Íslenska olíufyrirtækið GeysirPetroleum, sem er í 20% eigu Fjárfestingarfélagsins Norvest ehf., hefur náð samkomulagi um yfirtöku á norska olíuráðgjafarfyrirtækinu Sagex AS og olíutæknifyrirtækinu Inoil AS. Munu félögin renna saman í nýtt öflugt félag sem heitir Sagex Petroleum ASA.


 

Greiningardeild Glitnis heldur verðmatsgengi Össurar óbreyttu í 125,0 krónum á hlut, í kjölfar þess að hún endurskoðaði verðmatið. Verðmatsgengið er talsvert í takti við gengi á markaði eða 126,0. Sex mánaða markgengi (e. target price) er 130,0. Ráðleggur greiningardeildin að fjárfesta haldi bréfum sínum í félaginu. ?Rekstri á Gibaud hefur verið bætt inn í rekstur félagsins en og gerum við ráð fyrir að EBITDA framlegð verði um 20,7% af tekjum á komandi árum sökum breytingar á rekstri og samþættingarkostnaði. EBITDA framlegð á spátímabilinu var um 23% í fyrra verðmat,? í verðmatinu.


 

Hagnaður Íslenskra aðalverktaka var 532 milljónir króna árið 2006, samanborið við 729 milljónir króna árið áður, samkvæmt upplýsingum úr ársuppgjöri sem birtist í Kauphöllinni í dag.Rekstartekjur námu 13,3 milljörðum króna árið 2006 samanborið við 10,5 milljarða króna árið áður.Eigið fé nam 2,64 milljörðum króna árið 2006 en var 2,86 milljörðum árið 2005. Einfjárhlutfallið var 30,5% árið 2006 samanborið við 33,1% árið 2005.Nokkur samdráttur var í íbúðarbyggingum félagsins á árinu 2006, en sala íbúðarhúsnæðis gekk áfram vel. Tekjur félagsins jukust um 27% á milli ára og gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti á starfsemi félagsins, segir í tilkynningu.Í tilkynningunni segir vel gekk að afla félaginu nýrra verkefna á árinu 2006 auk þess sem áfram var haldið með verkefni frá fyrra ári. Verkefnastaða félagsins er góð.Veruleg tækifæri eru til áframhaldandi sóknar fyrir félagið, bæði hvað varðar fjölþættingu í rekstri og aukinna umsvif í núverandi starfsemi. Byggingalóðir sem félagið hefur yfir að ráða eiga eftir að skapa félaginu áhugaverð verkefni á næstu árum. Stærsta einstaka verkefni félagsins um þessar mundir er bygging Tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn, en uppbyggingin á tónlistarhúsinu og tengdum mannvirkjum er einhver umfangmesta uppbygging sem átt hefur sér stað hér á landi.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,39% og er 7.478 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.Veltan nemur 2,8 milljarðar króna. Landsbankinn hefur hækkað um 0,96%, 365 hefur hækkað um 0,84%, Glitnir hefur hækkað um 0,75%, Actavis hefur hækkað um 0,66% og Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,5%. FL Group hefur lækkað um 1,01%, Alfesca hefur lækkað um 0,84%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,46%, Icelandair Group hefur lækkað um 0,37% og Eimskip hefur lækkað um 0,3%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,3% og er 119,9 stig.


 

segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri


 

Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Glitnis, hefur keypti í bankanum fyrir um 185 milljónir króna í bankanum, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Um er að ræða 7.000.000 hluti, keypta á genginu 26,4. Þegar þetta er skrifað er markaðsgengi Glitnis 26,7, samkvæmt upplýsingum frá M5. Eftir viðskiptin á hún 10.014.850 hluti í bankanum og á kauprétt að 10.000.000 hlutum.


 

Kaupþing, ásamt fjárfestinum Robert Tchenguiz og fjárfestingafélaginu TFT, hefur gert kauptiloð í hlutafé bresku veitingahúskeðjunnar La Tasca að virði 99 milljónir punda, sem samsvarar tæplega 13 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í London.


 

Helgi Anton Eiríksson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Glitnis, hefur keypti fyrir um 211 milljónir króna í bankanum, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Um er að ræða 8.000.000 hluti, keypta á genginu 26,4. Þegar þetta er skrifað er markaðsgengi Glitnis 26,7, samkvæmt upplýsingum frá M5. Eftir viðskiptin á hann 10.014.132 hluti í bankanum og á kauprétt að 10.000.000 hlutum.


 

Kjalar ehf., sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, hefur keypt 33,03% hlut í HB Granda fyrir um sjö milljarða króna af Kaupþingi, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Um er að ræða 563.664.658 hluti, keypta á genginu 12,5 krónur á hlut. Kjalar ehf. verður við þetta næststærsti hluthafinn í félaginu. Vogun hf. er stærsti hluthafinn með 40,1% og Hampiðjan er þriðji stærsti hluthafinn með 9,38% hlut, samkvæmt hluthafaskrá. En Vogun er einnig stærsti hluthafinn í Hampiðjunni. Fyrir viðskiptin átti Kjalar ehf. ekkert í HB Granda. Eftir viðskiptin á Kaupþing 0,01% í félaginu eða 216.176 hluti, sem er um 2,7 milljónir króna að markaðsvirði, miðað við gengi þessara viðskipta.


 

Tyrkneska símafyrirtækið Turkcell hefur gert kauptilboð í 65% hlut í Bulgarian Telecommunications Company (BTC), segir í tilkynningu til kauphallarinnar í Istanbúl. Upphæð kauptilboðsins var ekki gefin upp.


 

Stýrivextir Seðlabankans haldast óbreyttir í 14,25% en Bankastjórn Seðlabanka Íslands tilkynnti nú í morgun vaxtaákvörðun sína. Ákvörðun Seðlabankans er í takt við væntingar greiningaraðila og markaðsaðila sem höfðu gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum fram á sumar en þá er búist við að nægilegt  svigrúm hafi myndast í hagkerfinu til þess að Seðlabankinn geti byrja að lækka stýrivexti. Næsta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður tilkynnt miðvikudaginn 16. maí n.k.


 

Nýlega festi eignarhaldsfélagið BNT kaup á þremur samliggjandi athafnalóðum á Akranesi sem mynda stórt svæði með góðri staðsetningu sem býður upp á ýmsa möguleika. Samkvæmt heimildum Skessuhorns eru uppi hugmyndir um byggingu fjölþjónustufyrirtækis fyrir bíleigendur á svæðinu.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,36% og er 7.449 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 3,8 milljörðum króna. Atlantic Petroleum hækkaði um 2,41%, 365 hækkaði um 2,3%, Actavis hækkaði um 2,17% en í gær birti greiningardeild Glitnis nýtt verðmat á félaginu, Mosaic Fashions hækkaði um 0,64 og Flaga Group hækkaði um 0,42%. Landsbankinn lækkaði um 1,26%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 1,03%, FL Group lækkaði um 1%, Alfesca lækkaði um lækkaði um 0,84% og Össur lækkaði um 0,81%. Gengi krónu veiktist um 0,14% og er 120,2 stig.


 

Greiningardeild Landsbankans metur Kaupþing á 1.058 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi á 1.170 krónur á hlut, samkvæmt nýju verðmati. Það er mælt mælkt með að fjárfestar kaupi bréf í bankanum en markaðsvogi í vel dreifðu eignasafni.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,26% og er 7.457 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 2.616 milljónum króna. Actavis Group hefur hækkað um 2,84% en í gær birti greinignardeild Glitnis verðmat á félaginu, 365 hefur hækkað um 0,86%, Flaga Group hefur hækkað um 0,42% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,32%. Exista hefur lækkað um 1,07%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,94%, Alfesca hefur lækkað um 0,84% og FL Group hefur lækkað um 0,67%, Gengi krónu hefur styrkst um 0,06% og er 120 stig.


 

hagnaður Kaupþings nemur um fjórum milljörðum króna


 

Samskip hafa flutt alla starfsemi félagsins í Rotterdam í nýja skrifstofubyggingu við gömlu höfnina, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar verða höfuðstöðvar fyrir starfsemi félagsins erlendis en yfirstjórn félagsins og Íslandsstarfsemin verða eftir sem áður með höfuðstöðvar í Reykjavík. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Samskipa erlendis undanfarin misseri, bæði vegna umfangsmikilla uppkaupa á erlendum flutningafyrirtækjum og einnig vegna innri vaxtar og hefur starfsemin í Rotterdam verið á þremur mismunandi stöðum síðastliðið ár. Við flutning starfseminnar í Rotterdam undir eitt þak hefur öll aðstaða starfsfólks tekið stakkaskiptum og á bætt og nútímaleg aðstaða að leiða til bæði hagræðingar og markvissari þjónustu við viðskiptavini Samskipa. Nýju höfuðstöðvarnar eru hluti af svonefndu DockWorks verkefni við Waalhaven í gömlu höfninni í Rotterdam. Þar hefur gamalt iðnaðarsvæði nú gengið í endurnýjun lífdaga sem svæði fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra flutningafyrirtækja.


 

Gengi hlutabréfa tæknifyrirtækisins XG Technology hefur hækkað um 6,44% í morgun í 15,7 Bandaríkjadali á hlut, samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni í London. Fyrirtækið er að hluta til í eigu íslenskra fjárfesta.


 

Nordic Foods AB, félag að hluta til í eigu athafnamannsins Gísla Reynissonar, vinnur nú að því að afskrá matvælafyrirtækin Laima og Starburadze úr kauphöllinni í Ríga á Lettlandi og er afskráning Starburadze langt komin.


 

Gengi Actavis Group hækkaði um 2,21% í gær í kjölfar þess að greiningardeild Glitnis birti nýtt verðmat á félaginu og mælti með kaupum á félaginu.


 

Viðskiptablaðið hefur eftir áreiðanlegum heimildum að Baugur og Talden Holding, eigendur breska félagsins Woodward Foodservice, eigi í viðræðum um kaup á keppinautinum Brakes. Blaðið vitnaði í frétt breska sunnudagsblaðsins The Observer í gær, sem sagði Baug hafa áhuga á að kaupa Brakes fyrir 1,2 milljarða punda, eða sem samsvarar 157 milljörðum króna. Talden Holding er félag í eigu fjárfestingafélagsins Fons, sem stýrt er af Pálma Haraldssyni og Jóhannesi Kristinssyni, en Baugur, Talden og stjórnendur Woodward keyptu félagið af Giant Bidco árið 2005. Giant Bidco var stofnað til að kaupa og afskrá The Big Food Group, sem einnig átti Iceland-verslunarkeðjuna. Woodward Foodservice keypti keppinautinn DBC Foodservice í september síðastliðnum og var velta sameinaðs félags um 500 milljónir punda. Kaupin voru fjármögnuð af breska bankanum Lloyds TSB og Landsbanka Íslands.


 

Búist er við fjórum kauptilboðum í símafyrirtækið BTC, samkvæmt heimildum Dow Jones-fréttastofunnar, en Novator ákvað fyrr á þessu ári að ráða Lehman Brothers til að finna hugsanlega kaupendur að 65% félagsins í búlgarska fyrirtækinu.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,68% og er 7.476 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 4.358 milljónum króna. Actavis Group hækkaði um 2,21%, FL Group hækkaði um 1,69%, Atorka Group hækkaði um 1,6%, Landsbankinn hækkaði um 1,27% og Kaupþing hækkaði um 0,59%. Össur lækkaði um 1,99%, Eimskip lækkaði um 1,17%, Alfesca lækkaði um 1,03%, 365 lækkaði um 0,86% og Atlantic Petroleum lækkaði um 0,32%. Gengi krónu styrktist um 0,29% og er 120 stig við lok dags.


 

Actavis hefur keypt íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Lyfjaþróun hf., sem sérhæfir sig í þróun nefúðalyfja. Seljandi er Atorka. Með kaupunum öðlast Actavis þekkingu á þróun á nýjum lyfjaformum sem félagið býr ekki yfir í dag segir í frétt á heimasíðu Actavis. Kaupin voru ekki tilkynnt í Kauphöllina. Þar kemur fram að kaupin falla vel að stefnu Actavis, sem leggur aukna áherslu á lyf sem erfið eru í þróun. Kaupverðið er ekki gefið upp. Í fréttinni kemur fram að á undanförnum árum hefur notkun nefúðalyfja aukist mikið, m.a. í formi hormóna og stera. Búist er við að heimsmarkaður fyrir nefúðalyf vaxi um 11% á árinu 2007 og að heildarsala verði um 6 milljarðar bandaríkjadala. Þá er fyrirsjáanlegur góður vöxtur á næstu árum, þar sem fjöldi einkaleyfa mun renna út. Í framtíðinni mun Actavis leitast við að skrá lyf Lyfjaþróunar á helstu markaði samstæðunnar og nýta þannig öflugt sölunet sitt um allan heim. Lyfjaþróun sérhæfir sig í þróun á nýjum nefúðalyfjum og hefur fjögur verkefni í þróun. Félagið var stofnað 1991. Hjá því starfa 13 manns. Búist er við að fyrstu lyfin komi á markað á árinu 2010, en félagið hefur ekki selt lyf á Íslandi. Þóra Björg Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðarforstjóri Actavis um kaupin segir um kaupin í frétt félagsins: ?Með kaupunum erum við að efla enn frekar þróunarstarfið og lyfjaúrvalið hjá okkur á næstu árum. Við munum samþætta rekstur Lyfjaþróunar við okkar þróunarstarf og nýta vel sölunet Actavis samstæðunnar til að koma þessum lyfjum á markað á næstu árum. Auk þess að styðja núverandi starfsemi Lyfjaþróunar í rannsóknum á sviði frásognshvata, munum við vinna að þróun samheitalyfja fyrir nef.?


 

Verið er að skoða möguleika á að Hitaveita Suðurnesja hf. og Reykjanesbær byggi saman aðstöðu fyrir starfsemi sína inn á Fitjum við Reykjanesbæ. Þannig yrðu ráðhús og höfuðstöðvar undir einu og sama þaki.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,7% og var 7.477,41 stig á hádegi, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Veltan nam 2,4 milljörðum króna. Actavis hækkaði mest, eða um 3,18%, Landsbankinn um 0,96%, Atorka um 0,87%, Exista um 0,71% og Kaupþing um 0,68%. Atlantic Petroleum lækkaði um 2,71% og Mosaic Fashions um 0,64%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,24% og er 119,81 á hádegi, samkvæmt upplýsingum Kaupþings.


 

Á aðalfundi Finnair var samþykkt tillaga um arðgreiðslu upp á 0,1 evru á hlut og kom sú ákvörðun nokkuð á óvart þar sem tap varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Lætur nærri að þessi arðgreiðsla færi FL Group 180 milljónir króna en félagið er næst stærsti hluthafi Finnair, næst á eftir finnska ríkinu.


 

Samanlagður hagnaður íslensku bankanna hefur hátt í 100 faldast á síðustu sex árum. Óhætt er að segja að engin íslensk fyrirtæki hafi gengið í gegnum þær breytingar sem bankarnir hafa gengið í gegnum síðan þeir voru einkavæddir um síðustu aldamót.


 

Eimskip hefur tekið á móti nýjum færanlegum hafnarkrana í Sundahöfn og hefur hann fengið nafnið Jötunn. Fjárfestingin kemur til vegna aukinna umsvifa félagsins á Austurlandi vegna skipaafgreiðslu fyrir Alcoa Fjarðaál. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.


 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja allt að tveimur milljörðum króna til nýs útrásarfyrirtækis orkuþekkingar ? Reykjavik Energy Invest. Auk nýs hlutafjár verða eignarhlutir Orkuveitu Reykjavíkur í Enex, Enex Kína og öðrum útrásarfyrirtækjum lagðir inn í nýja félagið.


 

Kaupþing á nú í viðræðum um kaup á hlut fjárfestingarsjóðsins Advent International í dönsku húsgagnaverslunarkeðjunni Ilva og stefnir að endurfjármögnun félagins, segja heimildarmenn Viðskiptablaðsins innan bankans. Advent keypti Ilva árið 2003 og er talið að kaupverðið, að skuldum meðtöldum, hafi verið um 60 milljónir punda, sem samsvarar rúmum 7,8 milljörðum króna.Kaupþing sölutryggði lánsfjármögnun til að styðja við kaupin en áætlanir um útrás til Bretlands gengu ekki eftir þar sem lengri tíma tók að opna verslanir og tekjur voru undir væntingum, segja heimildarmenn blaðsins. Financial Times segir vandræði verslunarkeðjunnar undirstrika áhættu sem fylgir skuldsettum yfirtökum. Sérfræðingar benda á að skuldsettar yfirtökur hafi aukist verulega í Evrópu á síðustu árum, en enn sé þó sjaldgæft að slík kaup endi illa.Ekki er talið að Kaupþing muni eiga hlutinn í Ilva lengi og búist er við að þegar sé farið að vinna í því að finna hugsanlega kaupendur að fyrirtækinu. Vangaveltur eru um að Baugur sé jafnvel hugsanlegur kaupandi, en fjárfestingarsjóðir hafa takamarkaða þolinmæði til að vinna að endurskipulagningu og uppbyggingu. Stefna Baugs hefur hins vegar verið að styðja við vöxt fyrirtækja sem félagið fjárfestir í.Kaupþing hefur ráðið ráðgjafarfyrirtækið Alix Partners til að hafa umsjón með endurskipulagningunni en Ilva reiknaði með að opna 20 verslanir í Bretlandi á næstu tíu árum. Fyrirtækið hefur þegar opnað verslanir í Manchester, Gateshead og Thurrock, en fyrir rak Ilva þrjár verslanir í Danmörku og eina í Svíþjóð.Hagnaður Ilva fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var undir væntingum vegna útrásarinnar til Bretlands og stuðlaði að því að félagið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar við Kaupþing og greitt af lánum, sem hengd voru á fyrirtækið til að fjármagna yfirtökuna.


 

Robert Tchenguiz, helsti samstarfsaðili Kaupþings á Bretlandseyjum og stjórnarmaður í Exista, hefur enn aukið hlut sinn í bresku verslunarkeðjunni J Sainsbury. Samkvæmt tilkynningu sem var send til kauphallarinnar í Lundúnum í gær hefur Tchenquiz aukið hlut sinn um 0,11% og er kominn í 4,15%.


 

Smásöluverslun jókst um 1,4% í Bretlandi í febrúar en það er töluvert hærra en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Mest er aukningin í sölu á skóm, fatnaði og vefnaðarvöru um 4,7% en það er mesta hækkun í fjögur ár, segir greiningardeild Landsbankans."Þetta eru góðar fréttir fyrir smásöluverslanir í Bretlandi en Mosaic, sem skráð er í íslensku Kauphöllina, er þar á meðal," segir greiningardeildin sem bendir á að Mosaic Fashions hafi gefið út jákvæða afkomuviðvörun 26. febrúar.  Greiningardeildin gaf út nýja afkomuspá fyrir Mosaic í síðustu viku og mælir með kaupum og yfirvogun."Aftur á móti er hægt að leiða líkur að því að aukning smásöluverslunar komi til með að þrýsta á Englandsbanka um að hækka stýrivexti. Stýrivextir í Englandi voru síðast hækkaðir í janúar og eru þeir nú 5,25%. Spár bankans gera ráð fyrir að þörf kunni að vera á einni vaxtahækkun í viðbót til að ná verðbólgu niður fyrir 2%. Rökin fyrir frekari hækkunum á Englandi eru að einkaneysla hefur verið mikil, laun hafa hækkað og ekki hefur enn tekist að kæla fasteignamarkaðinn þar í landi," segir greiningardeildin.


 

Í dag tók í gildi breyttur lokunartími Kauphallarinnar til að samræma að hluta viðskiptatíma kauphalla í OMX samstæðunni, segir greiningardeild Landsbankans. Á sumartíma mun Kauphöllin loka klukkan 15:30 í stað 16:00. Í ár nær sumartímabilið frá 25. mars til 28. október."Þann 28. október tekur svo vetrartími við en þá mun Kauphöllin loka klukkustund síðar eða kl. 16:30. Opnunartími verður sá sami og áður eða kl. 10:00. Að því er fram kemur í Kauphallartíðindum fékk þessi breyting lokunartíma afgerandi stuðning í könnun meðal kauphallaraðila en breyting á opnunartíma fékk ekki sama hljómgrunn og var því ekki samþykkt," segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,17% og er 7.426 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam um 11,6 milljörðum króna. Atorka Group hækkaði um 3,15% og var eina félagið sem svo gerði. Landsbankinn lækkaði um 1,88%, FL Group lækkaði um 1,66%, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,49%, Kaupþing lækkaði um 1,35% og Bakkavör Group lækkaði um 1,35%. Gengi krónu styrktist um 0,39% og er 120 stig.


 

Verktakafyrirtækið Ingileifur Jónsson ehf.  átti lægsta tilboð af þeim átta sem bárust í nýjan Tröllatunguveg eða um 662 milljónir króna sem er undir áætlun útboðs. Tröllatunguvegur tengir Dalasýslu og Strandasýslu betur en nú er og styttir leiðina milli Hólmavíkur og Reykjavíkur til muna, eða um 41 kílómeter að því er kemur fram á vef Skessuhornsins.


 

Á árinu 2006 varð 42 milljóna króna tekjuafgangur af rekstri Orkustofnunar. Þetta kom fram á aðalfundi Orkustofnunar sem haldin var á föstudaginn. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir hennar 341 milljónum króna, skuldir 139 milljónum króna og eigið fé nam 201 milljónum króna.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,04% og er 7.517 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 3,6 milljörðum króna. Atorka Group hefur hækkað um 1,95%, Teymi hefur hækkað um 0,8%, Glitnir hefur hækkað um 0,37%, Exista hefur hækkað um 0,36% og FL Group hefur hækkað um 0,33%. Bakkavör Group hefur lækkað um 0,76%, Marel hefur lækkað um 0,66%, Össur hefur lækkað um 0,4% og Landsbankinn hefur lækkað um 0,31%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,25% og er 120,2 stig.


 

Íbúðalánasjóður (ÍLS) kynnti í morgun niðurstöður útboðs sem haldið var á föstudaginn. Útlánsvextir eru óbreyttir, að sögn greiningardeildar Glitnis. Tekið var tilboðum í tveimur lengstu flokkum íbúðabréfa, HFF34 og HFF44. ?Alls var tekið tilboðum fyrir 1,1 milljarð króna að nafnvirði í HFF34 og var vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar 4,50% og fyrir 3,9 milljarða króna . í HFF44 og var vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar 4,23%,? segir greiningardeildin. Hún segir vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða er 4,30% með þóknun en þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við uppgreidd ÍLS-veðbréf við vaxtaákvörðun. ?Áhrif uppgreiddra ÍLS-veðbréfa hafa verið nokkuð mismunandi milli útboða en það er ljóst að áhrif þeirra voru lítil sem engin í þetta sinn enda stuttur tími liðinn frá síðasta útboði sjóðsins. Niðurstaðan er að útlánsvextir sjóðsins eru óbreyttir í 5,0% (lán án uppgreiðsluálags) og 4,75% (lán með uppgreiðsluálagi),? segir hún.


 

Hagnaður Síldarvinnslunnar nam 41 milljón króna árið 2006, samanborið við 413 milljón króna hagnað árið áður, að því er fram kemur í uppgjöri félagsins. Rekstrartekjur námu 9,3 milljörðum króna árið 2006, samanborið við 7,3 milljarða árið áður.


 

Tölvumiðstöð sparisjóðanna hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Teris, segir í tilkynningu. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins á föstudaginn.


 

Á aðalfundi Icelandic Group kynnti forstjóri félagsins að áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir að sala á árinu 2007 yrði um 1.550 milljónir evra og að EBITDA væri áætluð um 70 milljónir evra, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að forstjóri félagsins hafi kynnt nýtt skipurit fyrir Icelandic Group sem stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum þann 23. mars 2007. Skipulag félagsins mun í framtíðinni byggja á fjórum megin stoðum, Icelandic Europe, Icelandic USA, Icelandic Asia og Icelandic Marketing. Tilgangur með breyttu skipulagi er að skerpa fókus í rekstri allra eininga innan Icelandic Group. Öll þjónustustarfsemi og fjárfestingarstarfsemi fellur undir Icelandic Investment and Developement. Undir Icelandic Europe fellur öll verksmiðjustarfsemi félagsins í Evrópu, þ.e. Seachill og Coldwater í Bretlandi, Pickenpack Hussmann og Hahn í Þýskalandi, Pickenpack Gelmer í Frakklandi og Icelandic Scandinavia í Danmörku. Einnig fellur eignarhlutinn í Maru Seafood í Færeyjum undir Icelandic Europe. Finnbogi A. Baldvinsson stýrir Icelandic Europe. Undir Icelandic USA fellur verksmiðjurekstur félagsins í Bandaríkjunum og rekstur Ocean to Ocean í Kanada og Bandaríkjunum. Ævar Agnarsson stýrir Icelandic USA. Undir Icelandic Asia fellur öll starfsemi félagsins í Kína, Kóreu og Tælandi. Einnig fellur eignarhlutur félagsins í Elite, sem elur og framleiðir Tilapiu í Kína, undir Icelandic Asia. Ellert Vigfússon stýrir Icelandic Asia. Undir Icelandic Marketing falla Icelandic Iberica, Icelandic France, Icelandic UK, Marinus, Icelandic Japan og Icelandic Norway. Björgólfur Jóhannsson stýrir Icelandic Marketing. Undir Icelandic Investment and Development fellur starfsemi Icelandic Services, Gadus, Danberg, Fiskval og VGI. Björgólfur Jóhannsson verður áfram forstjóri Icelandic Group.


 

Baugur íhugar að kaupa breska matvæladreifingarfyrirtækið Brakes fyrir 1,2 milljarða punda (157 milljarða íslenskar krónur) og sameina Woodward Foodservice, segir í frétt breska sunnudagsblaðsins The Observer.


 

5,4 milljarða króna EBITDA-hagnaður


 

Hagnaður millilagssjóðsins Carta Capital Mezzanine Fund I var 1.160 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 763 milljónir 2005 og jókst um 54%. Lánasafnið, sem allt samanstendur af millilagslánum (e. Mezzanine loans), stækkaði um um 35% milli ára og og var 6.983 milljónir í lok árs.


 

Fagfjárfestar sóttust eftir 57% fleiri hlutum í Teymi hf. en stóðu til boða, í nýloknu hlutafjárútboði félagsins að því er segir í fréttatilkynningu félagsins. Hlutafé Teymis var aukið um 4 milljarða króna að söluvirði í útboðinu sem lauk á föstudag.


 

Veitingahúsið Við Fjöruborðið á Stokkseyri hefur notið mikilla vinsælda og nú er unnið að stækkun þess. Á fréttavefnum sudurland.is er greint frá því unnið sé að verulegri stækkun á veitingastaðnum og hefur verið byggð ný álma þannig að veitingastaðurinn taki 230 gesti.


 

Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag og á eftir kaupin um 16% eignarhlut, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

ástæðan sívaxandi starfsemi félagsins


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,10% og er 7.514 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 7.926 milljónum króna. Össur hækkaði um 0,8%, Glitnir hækkaði um 0,75%, Bakkavör Group hækkaði 0,45%, Actavis Group hækkaði um 0,41% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,32%. 365 lækkaði um 1,68%, Teymi lækkaði um 1,56%, Exista lækkaði um 1,4%, FL Group lækkaði um 1,31% og Alfesca lækkaði um 0,61%. Gengi krónu veiktist um 0,1%


 

Breska farsímafyrirtækið Aerofone, sem er í eigu Símans, fékk í gærkvöld viðurkenningu samtaka breskra farsímafyrirtækja, Mobile News Awards, sem eitt af þremur bestu þjónustufyrirtækjunum á breska farsímamarkaðnum, segir í frétt frá fyrirtækinu.


 

Hagnaður Opin Kerfi Group eftir skatta var 76 milljónir króna 2006, en var á fyrra ári 214 milljónir króna. Opin Kerfi Group hf. Samstæðan hefur verið að fullu í eigu Hands Holding hf. síðan í október 2006. Heildarvelta samstæðunnar á árinu 2006 var 13.099 milljónir króna, samanborið við 11.516 milljónir á fyrra ári sem er 14% aukning. Nú eiga um 75% teknanna uppruna sinn í erlendri starfsemi félagsins, samanborið við um 70% á fyrra ári. Um 75% tekna nú eru frá sölu vél- og hugbúnaðar en 25% eru þjónustutekjur. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 267 milljónir króna, samanborið við 379 milljónir króna árið áður. Eiginfjárhlutfall félagsins er 28,9% og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 5,2% en var 12,5% á fyrra ári. Fjöldi starfsmanna samstæðunnar er tæplega 500. Opin Kerfi Group hf. samanstendur af móðurfélaginu og þremur rekstrarfélögum sem eru: Opin kerfi ehf., Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi A/S í Danmörku. Opin kerfi ehf. Velta Opinna kerfa ehf. hefur dregist saman milli ára, er nú 3.248 milljónir króna en var á fyrra ári um 3.506 milljónir. EBITDA hagnaður nú er rúmar 116 milljónir króna, en var á fyrra ári tæpar 222 milljónir. Rekstur Opinna kerfa ehf. gekk ekki vel á árinu, Agnar Már Jónsson forstjóri hætti og tók Gylfi Árnason stjórnarformaður tímabundið við starfi hans. Fleiri starfsmenn sögðu upp og fóru sumir þeirra að vinna hjá fyrirtæki sem kynnti sín markmið sem fyrst og fremst samkeppni við Opin kerfi ehf. Mikil orka fór á seinni helmingi ársins í nýráðningar í stað þeirra sem hættu, svo og þjálfun nýrra og eldri starfsmanna sem tóku að sér ný verkefni, en í árslok voru þessar mannabreytingar og endurþjálfun að mestu að baki. Opin kerfi ehf tóku við heildsölu á Microsoft búnaði á árinu sem var að líða, og er gert ráð fyrir veltuaukningu vegna þessa á árinu 2007. Opin kerfi hafa styrkt sig í Microsoft lausnum og þjónustuframboði og eru mikil verkefni framundan. Þá hefur staða HP, megin birgja Opinna kerfa, sjaldan verið sterkari varðandi vöruframboð og samkeppnishæfni. Einnig má nefna að nýtt kraftmikið fólk er í öllum stöðum millistjórnenda miðað við upphaf árs 2006. Búist er við að afkoma 2007 verði svipuð og á árunum fyrir 2006. Forstjóri Opinna kerfa ehf. síðan 1. mars 2007 er Þorsteinn G. Gunnarsson, og starfsmenn eru um 110 talsins. Kerfi AB Heildarveltan á árinu 2006 var 6.886 milljónir króna en var 2005 um 6.234 milljónir, og er aukningin um 10% á milli ára. EBITDA hagnaður jókst lítillega, í 142 milljónir en var 136 milljónir árið 2005. Velta í þjónustu var 2.335 milljónir króna árið 2006 en 1.759 milljónir árið 2005 sem er um þriðjungs aukning, en vörusala stóð nokkurn veginn í stað milli ára. Áfram hefur verið unnið að hagræðingu í félaginu, sem beinist aðallega að lækkun kostnaðar við vörusölu og meiri skilvirkni og arðsemi í þjónustustarfseminni, en þar hefur verið bætt verulega við starfsfólki. Vegna þessa hefur fallið til verulegur kostnaður á árinu 2006, aðallega vegna uppsagna starfsmanna en slíkt getur verið mjög kostnaðarsamt í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir verulegum afkomubata á árinu 2007. Anders Fredholm tók við sem forstjóri þann 1. febrúar 2006. Starfsmenn Kerfi AB eru nú um 300. Kerfi A/S Heildarvelta Kerfi A/S á árinu 2006 var 2.965 milljónir króna en var 2005 um 1.788 milljónir, og er aukningin um 65% á milli ára. EBITDA hagnaður dróst saman, í 26 milljónir en var 69 milljónir árið 2005. Velta í þjónustu var 332 milljónir króna árið 2006 en 229 milljónir árið 2005 sem er um 45% aukning, og vörusala jókst um tæp 70% milli ára. Meginskýringar þessa eru að Kerfi A/S keypti í júlí 2005 félagið WorkIT, og í ágúst 2005 var rekstur Commitment Data A/S keyptur og hefur hvoru tveggja nú verið sameinað rekstri Kerfi A/S. Sameining þessara félaga og hagræðing í framhaldi af því var þó erfið kostnaðarlega og m.a. sögðu þrír helstu millistjórnendur upp í janúar 2006, og EBITDA var neikvæð fyrir fyrstu tíu mánuði ársins. En stjórn og forstjóri náðu tökum á rekstrinum seinni part ársins og er búist við miklum afkomubata á árinu 2007. Forstjóri Kerfi A/S frá upphafi er Carsten Egeberg og eru starfsmenn samtals rúmlega 70.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,05% og er 7.518 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 5.623 milljónum króna. Bakkavör Group hefur hækkað um 1,36%, Actavis Group hefur hækkað um 0,69%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 0,5% og Össur hefur hækkað um 0,4%. Teymi hefur lækkað um 2,72%, Exista hefur lækkað um 1,05%, Alfesca hefur lækkað um 0,61%, Eimskip hefur lækkað um 0,58% og Tryggingamiðstöðin hefur lækkað um 0,51%. Gengi krónu hefur veikst um 0,05% og er 120,3 stig.


 

-félag sem er leiðandi á sínu sviði í heiminum


 

Fimm flíkur frá 66°Norður eru tilnefndar til Polartec verðlaunna í ár, að því er fram kemur í tilkynningu.Polartec APEX verðlaunin eru veitt þeim hönnuðum og fyrirtækjum sem gera framúrskarandi vöru úr Polartec efni.Flíkur og aukahlutir eru dæmdir eftir nýbreytni, hönnun, sniði og notkunarmöguleiknum.Polartec® er stolt að segja frá því að fimm flíkur frá 66°Norður eru tilnefndar til verðlaunanna nú í ár.Flíkurnar sem eru tilnefndar eru: Víkur jakki og buxur bæði fyrir konur og karla en þessar flíkur koma úr nýrri línu hjá 66°Norður sem er sérhönnuð fyrir hestamenn.Auk þess var Kjölur kápan tilnefnd en hún sameinar flotta klassíska kápu hönnun og nýtískulega notkun á flísefni.


 

Danska húsgagnakeðjan Ilva er á leið í hendur Íslendinga en vefútgáfa danska viðskiptablaðsins Børsen greinir frá þessu í dag. Talið er að Kaupþing sé að yfirtaka húsgagnakeðjuna sem nú er í eigu breska fjárfestingasjóðsins Advent. Børsen segir að Kaupþing hafi greint blaðinu frá því að yfirtökuviðræður hafi farið fram milli Kaupþings og Adventa. Advent yfirtók Ilva fyrir fjórum árum síðan en húsgagnakeðjan hafði verið í eigu fjölskyldunnar Linde og hefur frá þeim tíma opnað eina verslun í Svíþjóð og þrjár í Bretlandi. Stækkanir keðjunnar með opnum verslana í Svíþjóð og Bretlandi hefur verið dýr en félagið skilaði 128 milljóna danskra króna tapi í fyrra.


 

Á morgun opnar fyrsti áfangi SOUK ? nýrrar verslunarmiðstöðvar í Stokkhólmi, nánartiltekið í hinni þekktu göngugötu Drottningagötu. Í fyrsta áfanganum hefst starfsemi í 4.000 fermetra álmu. Í helmingi álmunnar verða verslanirnar Topshop og Topman, en verslanirnar í SOUK eru fyrstu flaggskipsverslanir þeirra utan Bretlands. Á sama stað lokaði stórverslun Debenhams 15. janúar síðastliðin. SOUK er í eigu Baugs Group.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,04% og er 7.521 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 13.437 milljónum króna. Bakkavör Group hækkaði um 2,33%, Actavis Group hækkaði um 2,26%, Exista hækkaði um 1,78%, FL Group hækkaði um 1,67% og Össur hækkaði um 1,22%. 365 lækkaði um 1,38%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 1,02%, Teymi lækkaði um 0,77%, Icelandic Group lækkaði um 0,72% og Flaga Group lækkaði um 0,42%. Gengi krónu styrktist um 0,44% og er 120,3 stig.


 

Greiningardeild Glitnis metur gengi Vinnslustöðvarinnar á 4,7 krónur á hlut sem samsvarar því að verðmæti fyrirtækisins sé 7,1 milljarðar króna. Gengi félagsins á markaði er 4,6 krónur á hlut.


 

segir talsmaður FL Group


 

Háskólinn í Reykjavík (HR) og Eignarhaldsfélagið Fasteign hafa undirritað samning um að Eignarhaldsfélagið Fasteign taki að sér byggingu, fjármögnun og eignarhald háskólabygginga HR við Hlíðarfót í Vatnsmýri ofan við Nauthólsvík í Reykjavík að því er kemur fram í tilkynningu. Samtals verða byggingarnar um 34.000 fermetrar að stærð og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar í tveimur áföngum, haustið 2009 og haustið 2010. Háskólinn mun leigja byggingarnar með kauprétti. Hönnun bygginganna hefur staðið yfir frá því haustið 2006 og eru Henning Larsen Architects í Danmörku og Arkís á Íslandi samstarfsaðilar um hönnunina, en VGK Hönnun annast verkfræðilega hönnun í samstarfi við Rafteikningu og Cowi í Danmörku. Landslagsarkitektar eru Landmótun. Áformað er að hefja framkvæmdir við jarðvinnu í haust. Í fréttatilkynningunni kemur fram að hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði. HR kappkostar að vera kraftmikill alþjóðlegur háskóli og fyrsti valkostur hér á landi á sínum fræðasviðum ásamt því að vera miðstöð alþjóðlegs rannsóknarsamstarfs. Með nýstárlegri hönnun húsnæðisins mun aðstaða nemenda og starfsfólks HR verða á heimsmælikvarða og til þess fallin að örva rannsóknarvirkni og nýsköpun og skapa rými fyrir lifandi kennslu og náið samstarf við atvinnulífið. Tæplega 3.000 nemendur eru í HR og gert ráð fyrir að þeir verði orðnir um 3.500 þegar háskólinn flytur. Fimm deildir verða þá við skólann, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild, viðskiptadeild, lagadeild og kennslufræði- og lýðheilsudeild. Ríflega 230 fastráðnir starfsmenn og kennarar eru við háskólann auk 250 innlendra og erlendra stunda- og dæmatímakennara. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. er félag sem hefur þann tilgang m.a. að leigja út fasteignir til fjármálafyrirtækja, ríkis, sveitarfélaga og stofnana þeirra svo og annarra sambærilegra lögaðila. Þá hefur félagið þann tilgang að byggja nýjar eignir sem og að endurbyggja eldri fasteignir.


 

Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, var kosinn í stjórn Finnair Group, móðurfélags Finnair, á aðalfundi félagsins sem lauk fyrir skömmu. Aðeins einn listi var í boði og var hann lagður fram af fulltrúa finnska ríkisins sem fer með 56% hlutafjár. Ekki er litið svo á að einstakir stjórnarmenn séu fulltrúar tiltekinna hluthafa en átta manns sitja í stjórn félagsins.


 

Árshækkun vísitölu framleiðsluverðs mældist 22,4% í janúar 2007. Verðvísitala afurða stóriðju hækkaði á sama tíma um 42,0%, verðvísitala sjávarafurða hækkaði um 28,6% og verðvísitala matvælaframleiðslu hækkaði um 7,1% að því er kemur fram í upplýsingum frá Hagstofunni. Í nýju hefti Hagtíðinda er rakin þróun vísitölunnar frá því hún var fyrst gefin út árið 2004 auk þess sem aðferðafræðibreytingum, tíðni og umfangi birtinga eru gerð skil.


 

Á aðalfundi Hands Holding hf. þann 19. mars 2007 urðu breytingar í stjórn félagsins. Stjórnina skipa nú Aðalsteinn Valdimarsson, sem er stjórnarformaður, Árni Pétur Jónsson, Ólafur Þór Jóhannesson, Ari Edwald og Björgvin Ingi Ólafsson. Úr stjórn gengu Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem gegnt hafði stjórnarformennsku og Guðmundur Ólason. Hands Holding er eignarhaldsfélag í upplýsingatæknigeiranum og meðal dótturfélaga þess eru Opin Kerfi Group og hugbúnaðarfyrirtækin HugurAx, Landsteinar Strengur, Hands ASA í Noregi og SCS í Kaliforníu. Velta dótturfélaga Hands Holding á árinu 2006 var tæplega 20 milljarðar.


 

Samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og Hotelbenchmark.com var nýting hótela í betra lagi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Batnaði nýting hótelherbergja um tæp 13% og varð 47,8% á landinu í heild. Voru það aðallega þriggja stjörnu hótelin í Reykjavík sem bættu við sig.


 

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 20,5% fyrstu tvo mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Í ár voru ferðamennirnir 36.484 en 30.276 fyrstu tvo mánuði ársins 2006.


 

Föstudaginn 23. mars fljúga yfir 550 starfsmenn Eimskips og dótturfélaga út í óvissuferð. Í frétt frá félaginu kemur fram að mikil spenna ríkir meðal starfsfólks um hvert ferðinni sé heitið. Sumar deildir hafa komið af stað léttu veðmáli um fyrirhugaðan áfangastað og leita allra leiða til að komast að því hvert ferðinni sé heitið. Þessi óvissuferð er sú þriðja sem Eimskip hefur boðið starfsfólki sínu upp á en í fyrra var ferðinni heitið til Montreal í Kanada og árið 2005 var haldið til Búdapest í Ungverjalandi. Hafa því yfir 1.500 starfsmenn Eimskip og makar flogið út í óvissuna á vegum félagsins. Mælist þessi ferð mjög vel fyrir meðal starfsfólks Eimskips og komast færri með en vilja. Flogið verður á Boeing 747-300 vél Air Atlanta Icelandic sem einnig er dótturfélag Eimskips. Eimskip og dótturfélög munu halda úti allri sinni þjónustu á meðan en þó gæti þetta haft lítilsháttar áhrif og eru viðskiptavinir beðnir velvirðingar á því segir í fréttinni. Starfsfólk Eimskips kemur til baka sunnudaginn 25. mars.


 

Mikill meirihluti forráðamanna fyrirtækjanna telur aðstæður í efnahagslífinu fara batnandi eða tæp 80% aðspurðra og aðeins tæplega 3% telja þær verri. Hlutfall þeirra sem telja aðstæður í efnahagslífinu betri hefur því hækkað á síðustu mánuðum og er enn mjög hátt. Fyrirtæki í samgöngum, flutningum og þjónustu, bygginga starfsemi og veitum og í sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnust á ástandið í efnahagslífinu.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,75% og er 7.500 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 7.905 milljónum króna. Exista hefur hækkað um 1,78%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,71%, FL Group hefur hækkað um 1,67%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1% og Kaupþing hefur hækkað um 0,97%. Marel hefur lækkað um 0,66% og Alfesca hefur lækkað um 0,41%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,45% og er 120,3 stig.


 

Sjálfkjörið er í stjórn Granda en fimm einstaklingar bjóða sig fram í kjöri til stjórnar HB Granda hf. á aðalfundi félagsins 23. mars 2007. Einn býður sig fram sem varamaður. Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Bragi Hannesson, Halldór Teitsson og Þórhallur Helgason. Í framboði til varamanns er Guðmundur A. Birgisson.


 

Íslenskir fjárfestar hafa verið nokkuð áberandi á kauphliðinni í sænska bankanum Nordea undanfarna daga. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa íslenskir bankar og fjárfestingasjóðir verið að taka stöðu í Nordea undanfarna daga og vikur og hafa náð að hreyfa við markaðinum en bréf félagsins hafa hækkað lítillega síðustu daga.


 

Ákveðið hefur verið að auka hlutafé lettneska bankans Norvik Bank, áður Lateko Banka, um 33 milljónir evra eða tæpa þrjá milljarða króna. Aukningin mun að öllum líkindum eiga sér stað í næsta mánuði. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Á aðalfundi Málms ? samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði bar það til tíðinda í 70 ára sögu félagsins að kona var í fyrsta skipti kjörin í stjórn. Hún heitir Auður Hallgrímsdóttir og er úr Járnsmiðju Óðins ehf. og situr þar nú með átta karlmönnum. Núverandi stjórn Málms er skipuð eftirtöldum: Brynjar Haraldsson, Frostverki, formaður Auður Hallgrímsdóttir, Járnsmiðju Óðins Bjarni Thoroddsen, Stálsmiðjunni Bolli Árnason, GT-Tækni Grímur Garðarsson, Skaganum Hallgrímur Þorvaldsson, Hellu Jón Dan Jóhannsson, Sandblæstri og málmhúðun Ólafur R. Guðjónsson, Vélsmiðju Ó.R.G. Stefán Sigurðsson, Skipasmíðastöð Njarðvíkur


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,82% og er 7.444 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 6.559 milljónum króna. Tryggingamiðstöðin hækkaði um 5,63% í 447 milljón króna veltu, Mosiac Fashions hækkaði um 2,6%, Actavis Group hækkaði um 1,87%, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,63% og Kaupþing hækkaði um 1,18%. Marel lækkaði um 1,32%, Eimskip lækkaði um 0,88%, Alfesca lækkaði um 0,81%, Teymi lækkaði um 0,58% og Flaga Group lækkaði um 0,42%. Gengi krónu veikist um 0,03% og er 120,9 stig.


 

Kauphöll Íslands hefur samþykkt aðild BYR - sparisjóðs að Kauphöllinni, segir í tilkynningu.


 

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Icelandic Group hf. á aðalfundi félagsins, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Aðalsteinn Helgason, Akureyri, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. Baldur Guðnason, Seltjarnarnes, forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands Guðmundur P. Davíðsson, Reykjavík, forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands hf. Magnús Þorsteinsson, Akureyri, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands og Icelandic Group hf. Steingrímur H. Pétursson, Akureyri, varastjórnarmaður Icelandic Group hf. Til vara: Páll Magnússon, Reykjavík, fjármálastjóri Sund ehf. Stefán Ágúst Magnússon, Reykjavík, fjármálastjóri Hf. Eimskipafélags Íslands Aðalfundurinn verður haldinn 23. mars 2007 næstkomandi. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn þess skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Er því sjálfkjörið til stjórnar Icelandic Group hf.


 

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn Bakkavör Group hf. á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 23. mars næstkomandi, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar: 1. Ágúst Guðmundsson, Bretlandi, forstjóri Bakkavör Group hf. (Fyrst kjörinn 1986) 2. Antonios Prodromou Yerolemou, Bretlandi, stjórnarmaður í Bakkavör Group hf. (Fyrst kjörinn 2001) 3. Ásgeir Thoroddsen, Íslandi, hrl. (Fyrst kjörinn 2000) 4. Dionysos Andreas Liveras, Bretlandi, framkvæmdastjóri Laurens Patisseries Limited 5. Lýður Guðmundsson, Bretlandi, starfandi stjórnarformaður Exista hf. (Fyrst kjörinn 1986) 6. Katrín Pétursdóttir, Íslandi, framkvæmdastjóri Lýsi hf. 7. Panikos Joannou Katsouris, framkvæmdastjóri Katsouris Brothers Ltd. (Fyrst kjörinn 2001) Samkvæmt samþykktum Bakkavör Group skal stjórn félagsins skipuð allt að sjö mönnum og má því ljóst vera að sjálfskipað er í stjórnina.


 

Íslensku viðkiptabankarnir og fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME). Fyrir álagsprófið var eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna þriggja um 15% en eftir álagsprófið er það á bilinu 12,8-14% sem er vel yfir lögbundnu lágmarki segir í frétt FME.


 

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í apríl, segir í fréttatilkynningu.Tólf mánaða verðbólga lækkar niður í 5,1% í apríl og mun þá vísitala neysluverðs standa í 268,1 stigi.Hækkandi fasteignaverð og hækkun á verði fatnaðar eru helstu skýringar á hækkun í apríl en á móti vegur vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs, segir Greiningardeildin.


 

Verslunin Besta er flutt af Suðurlandsbraut að Ármúla 23. Besta er sérvöruverslun með hreinlætistæki sem býður úrval af hágæða tækjum, áhöldum og efnum til hreingerninga eins og segir í frétt fyrirtækisins.


 

Kaupþing hefur nú enn bætt við sig í norska tryggingarfélaginu Storebrand og keypti 1,9% af heildarhlutafé fyrirtækisins í dag, að því er kemur fram í norska dagblaðinu Verdens Gang. Kaupþing keypti 4,63 milljónir hluta á genginu 98 og var kaupverðið því 5 milljarðar íslenskra króna. Á þriðjudaginn jók Kaupþing í Storebrand í 10,43% úr 7,8%, en bankinn fékk leyfi frá fjármálayfirvöldum í gær til að eignast 20% hlut í félaginu.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,96% og er 7.454 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 4.491 milljónum króna. Mosaic Fashions hefur hækkað um 2,6%, Tryggingamiðstöðin hefur hækkað um 1,88%, Actavis hefur hækkað um 1,73%, Kaupþing hefur hækkað um 1,47% og Landsbankinn hefur hækkað um 0,95%. Marel hefur lækkað um 1,32%, Eimskip hefur lækkaðu um 0,88%, Teymi hefur lækkað um 0,58% og Flaga Group hefur lækkað um 0,42%. Gengi krónu hefur veikst um 0,34% og er 121,3 stig.


 

Greining Glitnis hefur gefið út nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2007 - 2010. Þar kemur fram að þeir telja að lítilsháttar samdráttur verði í landsframleiðslu á þessu ári eða 0,2% á föstu verði. Þeir spá því að Seðlabankinn nái 2,5% verðbólgumarkmiði sínu á árinu og að samhliða muni hann slaka á aðhaldinu í peningamálum og lækka vexti sína fyrir árslok niður í 11,5%.


 

Hf. Eimskipafélag Íslands er nú að undirbúa sölu á fasteignum Atlas Cold Storage með það í huga að leigja þær til baka. Með því losar félagið um fjármuni og nær þannig að lækka skuldir sem aftur mun skila sér í betri afkomu þess sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins, þegar uppgjör fyrstu þriggja mánaða félagsins var kynnt.


 

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, telur að íhuga eigi afnám stimpilgjalda sem ríkissjóður innheimtir næst þegar samdráttur verður í efnahagslífinu. Hinsvegar telur Árni ekki vera tímabært að afnema stimpilgjöldin nú þar sem að slík aðgerð gæti haft þensluhvetjandi áhrif. Þetta kemur fram í viðtali við Árna í Viðskiptablaðinu í dag. 


 

Eignarhaldsfélagið Fræ ehf. og Sveitarfélögin Langanesbyggð og Svalbarðshreppur voru sýknuð í Héraðsdómi Norðurlands eystra af kröfum Sjóvá hf., Hilmars Þórs Hilmarssonar, Bjargsins ehf., Rafns Jónssonar, Kristínar Öldu Kjartansdóttur og Freyju Önundardóttur um skaðabætur vegna hlutabréfaviðskipta í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. á árinu 2004. Í frétt frá Birni Ingimarssyni sveitastjóra kemur fram að eignarhaldsfélagið og sveitarfélögin eru þar með sýkn af öllum kröfum stefnenda vegna umræddra viðskipta.


 

hálfs milljarðs króna tap eftir skatta


 

Launavísitala í febrúar 2007 er 312,3 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í apríl 2007 er 6832 stig.


 

Jafet S. Ólafsson ræður yfir 1,15% hlut í Nýherja og er 14 stærsti hluthafinn, samkvæmt upplýsingum úr hluthafaskrá. Markaðsvirði hlutarins er um 43 milljónir króna. 4. janúar kemur hann fyrir á lista yfir 20 stærstu hluthafana, þá með 0,72% hlut og hefur síðan verið að bæta við sig. Hann var áður framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka en seldi tæplega fjórðungshlut sinn í lok september á síðasta ári og mun eftir viðskiptin eiga um 2% hlut í fjárfestingarbankanum, samkvæmt upplýsingum úr fréttatilkynningu sem birtist við breytingu á eignarhaldinu.


 

krónubréf að virði 15 milljarðar á gjalddaga á fimmtudaginn


 

365 hf. hefur selt Baugi Group hf. 17% af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited (?Daybreak?), móðurfélagi Wyndeham Press Group Limited. 365 átti fyrir 36% af atkvæðabæru hlutafé að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Eftir söluna er bókfært verð hlutafjár í Daybreak í bókum 365 miðað við gengi dagsins um 1,2 milljarður króna og atkvæðamagn hlutafjár 19%. Söluverð er 9,1 milljónir punda eða tæplega 1.200 milljónir króna og þar af eru 1,9 milljónir punda greiddar með peningum eða 250 milljónir króna. Greiðsla eftirstöðva að fjárhæð 7,2 milljónir punda er þannig að af þeim arði og söluverðmæti sem Baugur fær af bréfunum fara 79% til 365 hf. en 21% til Baugs. Eignarhluturinn er seldur á bókfærðu verði segir í tilkynningu. Salan er í samræmi við stefnu félagsins sem er að minnka fjárbindingu í hlutdeildarfélögum og draga úr sveiflum í rekstri.


 

Scarborough Building Society hefur samþykkt að kaupa innlánastofnunina Portman Channel Islands (PCI) af Portman Building Society, samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í London. Glitnir komst lengst af íslensku bönkunum í viðræðum um kaup á PCI.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,71% í dag og var 7.383,42 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Eimskipafélag Íslands hækkaði um 2,39%, Kaupþing um 1,59%, Teymi um 1,36%, Tryggingarmiðstöðin um 1,08% og Atlantic Petroleum um 0,82%. Alfesca lækkaði um 2,57%, Össur um 0,8%, Icelandic Group um 0,71%, Marel um 0,66% og Landbankinn um 0,31% Gengi krónu veiktist um 0,12% og er 120,9 stig, samkvæmt upplýsingum Kaupþings.


 

Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis, hefur sala hlutafjár í félaginu verið tryggð og verður hlutafjárútboð klárað í lok vikunnar, en hluthöfum hefur þegar verið boðin þátttaka í samræmi við sinn hlut.


 

Kaupþing jók í dag hlut sinn í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand í 10,43% úr 7,8%, samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í Osló, en bankinn fékk leyfi frá fjármálayfirvöldum í gær til að eignast 20% hlut í félaginu.


 

Kjalar Invest BV keypti í Alfesca fyrir 498 milljónir króna í gær, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar, sem birtist í dag. Í gær hækkaði gengi félagsins um 7,71% í viðskiptum sem nema 521 milljón króna. Það sem af er degi hefur gengi félagsins lækkað um 1,19%. Kjalar er að stærstum hluta til í eigu Ólafs Ólafssonar fjárfestis og er ein stærsta eign félagsins 9,71% hlutur í Kaupþingi. Samkvæmt upplýsingum úr hluthafaskrá er Kjalar Invest BV stærsti hluthafi Alfesca, með 34,14% hlut og Kaupþing er næst stærst, með 19,09% hlut.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,84% og er 7.393 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 3.974 milljónum króna. Kaupþing hefur hækkað um 1,39%, Glitnir hefur hækkað um 1,14%, Teymi hefur hækkað um 0,78%, Exista hefur hækkað um 0,72% og FL Group hefur hækkað um 0,67%. Alfesca hefur lækkað um 1,19% og Actavis hefur lækkað um 0,43%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,16% og er 120,7 stig.


 

Bláa Lónið ráðgerir að opna fjórar verslanir erlendis á þessu ári og að sögn Gríms Sæmundsen, forstjóra félagsins, markar það upphafið að markaðssókn Bláa Lónsins erlendis. Fjárfesting í því verkefni og undirbúningi þess hefur numið 200 milljónum króna á síðustu tveimur árum og er ætlunin að verja 400 milljónum króna til viðbótar á næstu tveimur árum.


 

Actavis enn talið hugsanlegur kaupandi að einingunni


 
Innlent
20. mars 2007

Grandi selur Engey

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar hefur HB Grandi hf. samið við Samherja hf. um sölu á Engey RE 1. Skipið verður afhent 22. mars 2007. Söluverð skipsins er 31,4 milljónir evra og bókfærður hagnaður af sölunni í kringum 700 milljónir króna. "Af þessum sökum er fallið frá áður tilkynntum áætlunum um að selja Engey til dótturfélags HB Granda, Atlantic Pelagic, og gera hana út við strendur Afríku," segir í  tilkynningu.


 

orðrómur um yfirtökuslag ýtir upp gengi félagsins


 

Teymi hélt aðalfund sinn í morgun og þar var tillaga stjórnar um laun stjórnarmanna var samþykkt. Stjórn Teymis lagði til að laun stjórnarmanna verði óbreytt frá síðasta starfsári. Þóknun fyrir næsta starfsár yrði kr. 100.000 á mánuði og tvöfalt hærri fyrir stjórnarformann.


 

Fasteignafjárfestingarfélagið Landmark Properties, sem er að hluta til í eigu Landsbanka Íslands, hefur samþykkt að kaupa fasteignir Búlgaríu fyrir 13 milljónir evra (1,16 milljarða íslenskra króna) af breska félaginu Orchid Developments, sem greindi frá sölunni fyrir helgi. Orchid segir söluhagnaðinn nema sex milljónum evra.


 

Á árinu 2007 er fyrirhugað að hefja byggingu 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúss, svokallaðs Norðurturns á norðvestur-horni lóðar Smáralindar með 2ja hæða tengibyggingu sem opnast inn í verslunarmiðstöðina að því er kemur fram í tilkynningu Smáralindar til Kauphallarinnar.


 

Tap Smáralindar jókst í 654 milljónir króna árið 2006 úr 101 milljón árið áður, samkvæmt upplýsingum úr ársuppgjöri. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 742 milljónum króna, sem er um 8% aukning frá fyrra ári. Í lok tímabilsins var eiginfjárhlutfall félagsins 39,4% að teknu tilliti til víkjandi láns frá móðurfélaginu, samanborið við 45% árið áður.Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1.165 milljónir króna, samanborið við 446 milljónir króna árið áður. Breytingin á milli ára skýrist af veikingu íslensku krónunnar.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,21% og er 7.331 stig, við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Alfesca hækkaði um 7,71% í veltu sem nemur um 521 milljón króna, Atorka Group hækkaði um 1,84%, FL Group hækkaði um 0,68%, Landsbankinn hækkaði um 0,63% og Bakkavör Group hækkaði um 0,63%. Össur lækkaði um 2,38%, Flaga Group lækkaði um 1,65%, Icelandair Group lækkaði um 0,74%, Icelandic Group lækkaði um 0,71% og Marel lækkaði um 0,66%. Gengi krónu styrktist um 0,50% og er 120,9 stig.


 

Í lok síðasta árs tilkynnti Icelandic Group hf. að félagið hefði gert samning um sölu á öllum hlutabréfum sínum í VGI ehf, sem er stærsti endursöluaðili umbúða á Íslandi. Samningurinn átti að taka gildi þann 1. janúar 2007. Kaupendur hafa nú rift kaupsamningnum eftir gerð áreiðanleikakönnunar og hefur salan á félaginu gengið til baka að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 


 

Velta í dagvöruverslun minnkaði um 5,8% í febrúar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi, en var 2,1% meiri ef miðað er við breytilegt verðlag. Febrúar var síðasti mánuðurinn fyrir lækkun virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda á matvæli og má ætla að neytendur hafi að einhverju leyti beðið með innkaup fram yfir mánaðarmót eftir að verð lækkaði segir í frétt frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Bifröst.


 

Finnland einn af heimamörkuðum íslenska bankans


 

og kauprétt að átta milljörðum króna


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,11% og er 7.323 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2.132 milljónum króna. Alfesca hefur hækkað um 4,07% í veltu sem nemur um 33 milljónum króna, Atorka Group hefur hækkað um 1,07%, FL Group hefur hækkað um 0,68%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 0,65% og Landsbankinn hefur hækkað um 0,6%. Flaga Group hefur lækkað um 0,82%, Icelandair Group hefur lækkað um 0,74%, Icelandic Group hefur lækkað um 0,71%, Kaupþing hefur lækkað um 0,6% og Össur hefur lækkað um 0,4%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,22% og er 121,3 stig.


 

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% á milli janúar og febrúar, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins, og greiningardeild Glitnis spáir því að fasteignamarkaður verði "nokkuð líflegur næstu mánuði í ljósi bætts aðgengis að lánsfjármagni bæði hjá Íbúðalánasjóði og ekki síður hjá viðskiptabönkunum."


 

Owe Wederbrand, fjármálastjóri, sænska netauglýsingafyrirtækisins TradeDoubler hefur ákveðið að hætta störfum hjá fyrirtækinu, segir í fréttatilkynningu. Íslenski fjárfestingasjóðurinn Arctic Ventures á 9,7% hlut í sænska fyrirtækinu.


 

Landsbankinn hefur tryggt sér átta kolateikningar ?Saltfiskfólkið? eftir Jóhannes Kjarval listmálara sem fundust í Stýrimannaskólanum árið 1994, segir í frétt frá bankanum. Teikningarnar eru frummyndir hinna þekktu málverka listamannsins frá 1925 sem prýða veggi höfuðstöðva Landsbankans að Austurstræti 11. ?Saga Landsbankans og Jóhannesar Kjarval er eins og allir vita samofin. Hér er um að ræða frummyndir af trúlega þekktasta listaverki frægasta málara Íslendinga. Þetta eru menningarverðmæti sem Landsbankinn er mjög stoltur af að varðveita. Ætlunin er að koma þessum glæsilegu teikningum fyrir á áberandi stað í nýrri byggingu Landsbankans og tengja þannig saman freskurnar í gamla bankanum við þessar teikningar í nýju bankabyggingunni,? segir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans. ?Fjölskyldan er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag. Myndirnar eru nú komnar á sinn eina rétta stað,? segir Jóhannes Kjarval, barnabarn og alnafni listamannsins.


 

MK One tískuvöruverslunin, sem er í eigu Baugs, hefur hætt sölu á fatnaði sem framleiddur er í einræðisríkinu Myanmar, eða Burma, segir í frétt breska sunnudagsblaðsisn The Observer.


 

Kaupþing hefur, í samræmi við samþykkt aðalfundar 16. mars 2007, veitt Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni bankans og Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra, kauprétt að samtals 2.436.000 hlutum í bankanum hvorum um sig, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.


 

Glitnir hefur endurskilgreint hlutverk útibúa bankans á Íslandi og breytingar verða gerðar á öllum útibúum, svo bankinn geti enn betur sinnt hlutverki sínu sem þjónustufyrirtæki segir í tilkynningu fyrirtækisins.


 

stærð sjóðsins 66 milljarðar


 

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,71% í dag og stendur í 7.316 stigum. Velta dagsins nemur 10.317 milljónum króna.


 

Samkvæmt samningi sem gerður var milli Glitnis banka hf. og 11 stærstu hluthafa FIM Group Corporation þann 5. febrúar 2007, eignaðist Glitnir í dag 68,1% hlut í FIM Group Corporation í Finnlandi samkvæmt þeim skilmálum sem tilkynntir voru þann dag segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.


 

Óli Björn Kárason, útgáfustjóri og stofnandi Viðskiptablaðsins, hefur látið af störfum.   "Síðustu misseri hafa verið annasöm enda ekki leikur að undirbúa daglega útgáfu Viðskiptablaðsins. Eftir nær 13 ár hefur gamall draumur fengist að rætast -- Viðskiptablaðið er orðið dagblað," segir Óli Björn Kárason. "Í gegnum tíðina hef ég á stundum gagnrýnt forystumenn í íslensku viðskiptalífi fyrir að þekkja ekki sinn vitjunartíma. Ég vil ekki hitta sjálfan mig fyrir í þeirri gagnrýni."   "Viðskiptablaðið stendur traustum fótum. Enginn fjölmiðill á landinu hefur meiri lestur eða nýtur meira traust í íslensku atvinnulífi," segir Óli Björn. "Blaðið hefur sterka og skynsama bakhjarla og hefur á að skipa færustu og bestu blaðamönnum á sínu sviði hér á landi. Á ritstjórn blaðsins starfar fólk sem er ekki aðeins vel menntað, heldur hefur hugsjónir og metnað til framtíðar fyrir Viðskiptablaðið. Framtíðin er því björt og því skynsamlegt fyrir þá sem eldri eru að draga sig í hlé."   Óli Björn mun skrifa reglulega í Viðskiptablaðið. "Þessi breyting þýðir ekki að lesendur Viðskiptablaðsins hafi losnað algjörlega við mig. En nú sný ég mér að öðrum verkefnum, sem hafa beðið síðustu mánuði," segir Óli Björn.


 

Straumur Burðarás hefur fest kaup á 7,04% í ungverska fjarskiptafyrirtækinu HTTC, sem er skráð á markaði í kauphöllinni í New York. Kaupverðið er 1,2 milljarður íslenskra króna en markaðsverðmæti HTTC er 16,8 milljarðar íslenskra króna. Danska fjarskiptafyrirtækið TDC er stærsti hluthafinn í HTTC með 63% hlut.


 

gæti haft áhrif á lánshæfismat bankanna


 

Hlaut afgerandi kosningu og 98,08% greiddra atkvæða


 

Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,09% og er % nú 7.343 stig stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Töuverð velta er í Kauphöllinni í dag og nemur hún nú 6.537 milljónum króna. Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,53%, Exista hefur hækkað um 1,45%,Kaupþing hefur hækkað um 1,15%, og Marel hefur hækkað um 0,62%. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,09%, Flaga hefur lækkað um 0,82% og Alfesca hefur lækkað um 0,64%. Gengi krónu stendur nánast í stað og er gengisvísitalan nú í 121,8 stigum þrátt fyrir að Fitch Ratings hafi lækkað lánshæfismat ríkissjóðs skömmu fyrir lokun markaða í gær. Í gær hreyfði tilkynning Fitch krónuna niður um 1% en að mati viðbragða markaða í dag virðist lækkunin ekki ætla að hreyfa markaði meira enda var ákvörðunin í takt  við væntingar markaðsaðila. Eins og kunnugt er breytti Fitch horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar fyrir rúmlega ári síðan sem kom mörkuðum í opna skjöldu á þeim tíma og krónan tók dýfu um í kjölfarið. Þsu viðbrögð virðast ekki ætla að endurtaka sig. 


 

Tillögur þær sem lagðar hafa verið fyrir aðalfund Bakkavarar gefa að mati Greiningar Glitnis vísbendingar um að félagið vilji hafa rúmar heimildir til frekari ytri vaxtar í ár. Þannig hefur stjórn félagsins lagt fyrir aðalfundinn 23. mars að fá heimild til að gefa út hluti að nafnverði um allt að 2 milljörðum króna.


 

Bjarki Diego hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra útlána Kaupþings á samstæðu grundvelli, segir í fréttatilkynningu. Staðan er ný innan bankans. 


 

Hagnaður af rekstri MP Fjárfestingarbanka hf. á árinu 2006 nam 1.315 milljónum króna samanborið við 613 milljónir króna árið áður. Arðsemi eigin fjár jafngildir 39,6% ávöxtun á ársgrundvelli.


 

Atorka hefur skráð sig fyrir tæplega 100 milljón nýjum hlutum í InterBulk Investments plc við fyrirhugaða hlutafjáraukningu hjá InterBulk á verðinu 20 pence á hlut. Heildarverðið samsvarar því um 20 milljónum punda eða 2,6 milljörðum króna.


 

Tilkoma afleiðumarkaðar er ein af þeim nýjungum sem að samruni Kauphallar Íslands við norrænu kauphöllina OMX hefur í för með sér, en strax og ljóst var að af samruna yrði var tilkynnt að opnað yrði fyrir viðskipti með afleiður. Kauphöllin hefur nú tilkynnt að afleiðumarkaðurinn muni líta dagsins ljós þann 14. maí.


 

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 13,2%. Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkar um 0,22% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar og hefur ekki hækkað svona lítið á milli mánaða í tvö ár. 


 

Landsbankinn og bandaríski bankinn Wachovia koma til með að starfa saman að veitingu eignatengdra lána (e.asset based lending) í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt samkomulagi sem bankarnir gengu frá í gær.Að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar bankastjóra Landsbankans felur samkomulagið í sér nána samvinnu.


 

verður skráð á markað fyrir árslok


 

? leiðandi ferðaskrifstofukeðja í Skandinavíu


 

gjörbreytt félag segir stjórnarformaðurinn


 

Fitch lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs um eitt stig í flestum flokkum í dag en breyting Fitch á lánshæfiseinkunum ríkissjóðs hefur þó ekki áhrif á einkunnir bankanna sem að haldast óbreyttar og stöðugar. Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfismatseinkunnir allra viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Kaupþings og Glitnis og Straums-Burðaráss.


 

Spænska veitingahúsarekstrarfélagið Grupo Zena er þriðja fyrirtækið sem hefur áhuga á að kaupa bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca, samkvæmt heimildum The Times, en Robert Tchenguiz og Kaupþing eru á meðal þeirra sem eiga í yfirtökuviðræðum við eigendur fyrirtækisins. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, hafi gengið til liðs við Kaupþing og að í sameiningu sé verið að vinna að formlegu kauptilboði. Kaupverðið er talið vera í kringum 100 milljónir punda, sem samsvarar tæpum 13 milljörðum króna. Aðrir hugsanlegir kaupendur eru breska félagið Tragus, sem á og rekur veitingahúsakeðjurnar Café Rouge og Bella Italia, og er í eigu fjárfestingasjóðsins Blackston. Grupo Zena er í eigu fjárfestingsjóðsins CVC og markaðsaðilar telja að félagið hafi áhuga á að bæta við eignum til að setja inn í Grupo Zena áður en félagið verður selt áfram eða skráð á hlutabréfamarkað.


 

ný greining Nordea hækkar verðmatsgengi verulega


 

Rekstrartekjur Birtíngs námu 249 milljónum króna árið 2006, frá september til desember. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) var 14 milljónir króna. Hagnaður að teknu tilliti til afskrifta og skatta var 8 milljónir króna segir í frétt félagsins.


 

Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans (NIB) á síðasta ári nam 137 milljónum evra eða rúmlega tólf milljörðum íslenskra króna. Hagnaður hefur dregist saman um 17% á milli ára en hagnaður ársins 2005 var 165 milljónir evra. Hreinar vaxtatekjur NIB námu 179 milljónum evra árið 2006, sem er 6% aukning frá árinu áður. Mikið fjármagnsflæði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum minnkaði eftirspurn eftir lánum NIB á árinu 2006. Útborguð lán á árinu námu 1,6 milljörðum evra en var 2,1 milljarður fyrir ári síðan. Fjárhæð lána í lánasafni bankans breyttist ekki og nam 11,6 milljörðum evra í lok ársins. Í lok árs 2006 átti NIB útistandandi lán í 36 löndum á flestum vaxtarsvæðum heims. Á árinu voru samþykktir 64 nýir lánasamningar í verkefnum í 19 löndum. Af þessum lánasamningum voru 27 við nýja viðskiptavini. Orkugeirinn var afgerandi í lánveitingum til Íslands en bankinn veitti ný lán að fjárhæð 130 milljónum evra til íslenskra orkufyrirtækja eða tæplega tólf milljarða króna. NIB undirritaði ný lán við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja til fjármögnunar fjárfestinga í vatnsafls- og jarðgufuvirkjunum. Lánsfjárhæð til orkuverkefna tvöfaldaðist í samanburði við árið áður. NIB er meðal stærstu lánveitenda til íslensks orkuiðnaðar og stóriðju. Útistandandi lán til Íslands námu 735 milljónum evra eða 66 milljarða króna í lok árs 2006, sem er 5% aukning frá árinu áður.


 

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur ákveðið að lækka lánshæfismat íslenska ríkisins A-plús fyrir skuldbindingar í erlendri mynt og úr AA-mínus, segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.


 

Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram að því er segir í tilkynningu. Kaupverð kemur ekki fram en velta Histogram nam jafnvirði 2,7 milljarða íslenskra króna á síðasta ári.Histogram er fyrsta fyrirtækið sem Refresco kaupir í Bretlandi, en fyrir skömmu festi fyrirtækið kaup á Kentpol í Pólandi. Í fréttatilkyningu FL Group kemur fram að undir stjórn íslensku fjárfestanna hefur verið mörkuð sú stefna að stækka Refresco hratt með kaupum, samruna og/eða yfirtökum og kaupin á Histogram séu mikilvægt skref á þeirri leið.Eigendur og stjórnendur Refresco líta á bæði Pólland og Bretland sem mikilvæg vaxtarsvæði fyrir fyrirtækið og telja að með þessum kaupum muni takast að ná fótfestu á þessum mikilvægu mörkuðum. Pólski markaðurinn er ört vaxandi og Bretland er stærsti markaður í Evrópu fyrir ávaxtasafa.Refresco er að uppruna hollenskt fyrirtæki en er með framleiðslu á 13 stöðum í Evrópu, í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Pólandi og nú bætist Bretland við.


 

Stjórn fjarskiptafélagins Teymis hefur ákveðið að nýta heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé félagsins og selja fjárfestum í útboði, segir í fréttatilkynningu.


 

Sjálfkjörið er í stjórn Teymis og hafa eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins: Ásta Bjarnadóttir, Reykjavík Jón Þorsteinn Jónsson, Reykjavík Matthías Imsland, Reykjavík Þorsteinn M. Jónsson, Reykjavík Þórdís J. Sigurðardóttir, Reykjavík Til vara: Einar Þór Sverrisson, Reykjavík Soffía Lárusdóttir, Reykjavík Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn þess skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Er því sjálfkjörið til stjórnar Teymis, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 


 

Heildarafli íslenskra skipa í febrúarmánuði metinn á föstu  verði dróst saman um 5,3% frá sama tímabili fyrir ári síðan samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Engu að síður er heildarafli frá áramótum óbreyttur miðað við sama tímabil 2006. Í tonnum talið nemur aflinn í febrúar alls 229.596 tonnum samanborið við 214.279 tonn í febrúar 2006. Botnfiskafli dróst saman um rúmlega 4.600 tonn frá febrúarmánuði 2006 og nam tæpum 44.500 tonnum. Þorskafli dróst saman um 2.700 tonn, ýsuaflinn jókst um 900 tonn og ufsaaflinn dróst saman um rúmlega 1.000 tonn. Flatfiskaflinn dróst saman og var 2.150 tonn. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 182.900 tonnum og var allur loðna. Aukning uppsjávarafla nemur tæpum 20.900 tonnum. Skel- og krabbadýraafli var 24 tonn samanborið við 478 tonna afla í febrúar 2006.


 

Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Afkoman er nokkuð betri en fyrir ári síðan en þá var tekjuafgangur 18,6 milljarðar króna.


 

íslenska fyrirtækið Arctic Ventures með stöðu í sænska félaginu


 

Líkurnar á að olíuleit hefjist fyrir alvöru innan íslenskar lögsögu munu aukast til muna verði frumvarp iðnaðarráðaherra sem verið hefur til meðferðar í iðnaðarnefnd að veruleika. Frumvarpið lýtur að breytingu á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Í breytingarfrumvarpinu sem Jón Sigurðsson iðnaðarráðaherra lagði fram 25. janúar, er gert ráð fyrir að Orkustofnun veitir leyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á tilteknum svæðum. Engin rannsóknar- og vinnsluleyfi hafa verið gefin út og engar umsóknir um rannsóknar- og vinnsluleyfi eru til meðferðar hjá iðnaðarráðuneytinu um þessar mundir. Mun fyrst og fremst stranda á lagalegum forsendum fyrir leit og vinnslu. Sérstök leyfi þarf til rannsókna eða vinnslu kolvetnis, en leitarleyfin fela ekki í sér forgangsrétt til handa leyfishafa til rannsókna eða vinnslu að lokinni leit. Sem stendur er það einkum svæði við Jan Mayen sem hefur vakið áhuga olíuleitarfyrirtækja. Bergmálsmælingar sunnan við lögsögumörk Íslands við Jan Mayen hafa gefið til kynna að þar séu öll þau skilyrði fyrir hendi til að olía geti fundist. Ef nauðsynlegar lagabreytingar verða að veruleika eru sterkar líkur fyrir því að olíuleit geti fyrir alvöru hafist á svæðinu jafnvel í lok þessa árs eða snemma á næsta ári. Eitt fyrirtæki er þegar í startholunum og bíður niðurstöðu þingsins. Þar er jafnframt um að ræða eina olíuleitarfyrirtækið sem skráð er hér á landi, eða Geysir Petroleum. Stærsti hluthafi þess er með 20% eignarhlut, en það er fjárfestingarfélagið Norvest ehf. sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar. Fyrirtækið hefur gott forskot á önnur olíuleitarfyrirtæki sem hugsanlega kynnu að hafa áhuga á svæðinu. Í frumvarpi iðnaðarráðherra segir að íslenska ríkið sé eigandi kolvetnis. Hins vegar gerir frumvarpið ráð fyrir að heimilt verði að semja við handhafa vinnsluleyfis um að hann verði eigandi þess kolvetnis sem hann framleiðir. Væntanlega þýðir þetta að fyrirtækið sem dælir olíunni upp geti orðið eigandi þeirrar olíu sem er þá trúlega um leið grundvöllur þess að fyrirtækið geti selt olíuna áfram. Þetta atriði hefur hins vegar verið harðlega gagnrýnt af minnihluta iðnaðarnefndar sem segir að þetta feli í raun í sér afsal á eignarrétti ríkisins. Vill minnihlutinn að frumvarpinu verði vísað frá. Sjá nánari úttekt í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Kaupþing er fjölmennasta hlutafélag á Íslandi en það heldur aðalfund sinn á föstudaginn. Hluthafar Kaupþings voru 31.730 í lok árs 2006 og þar af er 6.141 hluthafi í Svíþjóð eða tæplega 20% hluthafa.


 

Straumborg ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., hefur í dag, 14. mars 2007, lokað framvirkum samningi um kaup á 500.000 hlutum í bankanum, en félagið tók samninginn yfir þann 29. desember 2006, samanber tilkynning til Kauphallar Íslands dagsett sama dag.


 

Úrvalvísitalan lækkaði um 2,13% og er 7.331 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 5.769 milljónum króna.  Icelandair  hækkaði um 1,12%, Flaga hækkaði um 0,4% og Teymi hækkaði um 0,39%. Atlantic Petrolium lækkaði um 3.97%, Glitnir lækkaði um 3,31%, Eimskip lækkaði um 3,16%,  Mosaic lækkaði um 2,52% og FL Group lækkaði um 2,31%.


 

Gengi hlutabréfa deCODE hafa hækkað um 3,92% það sem af er degi í Kauphöllinni í New York, en bréfin rýrnuðu í verði um tæp 7% í gær.


 

"Fjármálaeftirlitinu hefur að undanförnu borist ábendingar um aðila sem boðið hafa til sölu hlutabréf í sænska fyrirtækinu Sting Networks AB.


 

Þó þeir feðgar Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson hafi einir hlotið náð hjá sérfræðingum Forbes að þessu sinni þá ætlar Viðskiptablaðið að nokkrir Íslendingar til viðbótar ættu erindi inn á listann.


 

virði útgáfunnar samsvarar 5,55 milljörðum króna


 

Gengi hlutabréfa deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 6,81% í gær í kauphöllinni í New York.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,89% og er 7.348,74 á hádegi, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 3,97%, Glitnir hefur lækkað um 2,94%, Mosaic Fashion hefur lækkað um 2,52%, Straumur-Burðarás um 2,48% og Eimskipafélag Íslands um 2,30%. Gengi krónunnar hefur veikst um 0,46% og er 121,51 stig.


 

Gengi hlutabréfa AMR Corp., móðurfélags American Airlines, lækkaði um 4,37% í gær í 32,62 dali á hlut. FL Group á 8,63% hlut í bandaríska félaginu.


 

veltir því fyrir sér hvort alþjóðavæðingin sé varanleg


 

Landsframleiðsla síðasta árs var 1.142 milljarðar króna og jókst um 2,6% frá fyrra ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Vöxtur hagkerfisins hefur dregist töluvert saman frá fyrri árum en árið 2005 nam vöxturinn 7,2% og 7,6% árið 2004.Áætlanir Hagstofunnar fyrir síðasta ár gera ráð fyrir að útflutningur hafi dregist saman um 5,6% á síðasta ári en að innflutningur hafi aukist mun meira eða um 8,8% sem leiðir til þess að viðskiptahalli síðasta árs er 303 milljarðar króna sem nemur samtals 26,5% af vergri landsframleiðslu og hefur viðskiptahallinn þá aldrei verið meiri í íslenskri hagsögu. Nóg um þótti mörgum samt á síðasta ári þegar viðskiptahallinn nam rúmlega 16% af vergri landsframleiðslu. Viðskiptahallinn veldur því að þjóðartekjur dragast saman um 1,7% samanborið við 8,15 vöxt árið áður.Einkaneysla á síðasta ári nemur 60% af landsframleiðslu og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra síðan árið 2000.Samneysla sem hlutfall af landsframleiðslu er óbreytt á milli ára og er 24,6%.Landsframleiðslan á fjórða ársfjórðungi síðasta árs jókst um 2,5% samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Þjóðarútgjöld jukust hinsvegar talsvert meira eða um 3,2% með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Innflutningur dróst saman um 0,6% en jókst Einkaneysla jókst um 1,2% á sama tímabili, samneysla um 2,9% og fjárfesting um 3,4%.


 

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um tekjuskatt hefur vakið upp hörð viðbrögð í atvinnulífinu en verði það að lögum kann það að hafa þær afleiðingar að ríkið muni innheimta 18% skatt af söluhagnaði sé hann innleystur innan tólf mánaða frá fjárfestingu. Í raun hefur slíkur skattur ekki verið innheimtur áður og telja því margir að taki frumvarpið gildi verði skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi óhagstæðara en nú er.


 

Að sögn Árna Mathiesen fjármálaráðherra gefur endurmat matsfyrirtækisins Moodys á lánshæfi íslensku bankanna ekki tilefni til neinna viðbragða af hálfu stjórnvalda.


 

Eignarhaldsfélagið Fons hefur ekki áhuga að kaupa þrotabú sænska lággjaldaflugfélagsins FlyMe, sagði Pálmi Haraldsson í samtali við Viðskiptablaðið í gær, en sænska dagblaðið Dagens Industri leiddi að því líkur í frétt á þriðjudaginn. "Ágiskanir erlendra fjölmiðla um að við séum búnir að gera tilboð í fyrirtækið eru rangar og það er ekki inn í myndinni hjá okkur. Sterling er búið að ná um 75% af þeim markaði sem FlyMe hafði og salan er slík að við erum búnir að ná nánast öllum markaði þeirra. FlyMe varð gjaldþrota klukkan níu um morguninn (þann 7. mars) og Sterling hóf að fljúga klukkan hálftvö um daginn," sagði Pálmi. "Hins vegar buðum við í ákveðin hluta félagsins sem var verðklúbbur félagsins og vefsíðuna tengda honum," sagði Pálmi. Í frétt Dagens Industri segir að það muni kosta að minnsta kosti 500 milljónir sænskra króna, eða sem svarar til 4,8 milljarða íslenskra króna, að koma FlyMe til starfa að nýju. Pálmi og Jóhannes Kristjánsson voru áður stærstu hluthafarnir í FlyMe í gegnum eignarhaldsfélag sitt Fons, með í kringum 20% hlut. Fons seldi hlut sinn í sænska félaginu í september síðastliðnum. Þegar tilkynnt var um gjaldþrot FlyMe ákvað Sterling að bjóða viðskiptavinum þess ókeypis flug frá þeim stöðum sem viðskiptavinir félagins voru staddir á. Sterling er í eigu eignarhaldsfélagins Northern Travel Holding og Fona er stærsti hluthafinn í eignarhaldsfélaginu, með 44% hlut.


 

Kaupþing er á meðal fjárfesta sem hafa samþykkt að kaupa bandaríska fasteignafjárfestingafélagið Spirit Finance fyrir 3,5 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 235 milljörðum íslenskra króna að skuldum félagsins meðtöldum. Spirit Finance greindi frá kaupunum í gær, en fjárfestahópurinn er leiddur af ástralska bankanum Macquarie Bank. Hópurinn hefur samþykkt að borga 1,6 milljarða dala fyrir hlutafé bandaríska félagsins, ásamt því að taka yfir skuldir að virði 1,9 milljarða dala, segir í tilkynningu frá Spirit. Ekki hefur komið fram hve stóran hlut Kaupþing mun eignast í félaginu og aðrir fjárfestar voru ekki nafngreindir. Ekki náðist í Helga Bergs, sem stýrir fjárfestingabankasviði Kaupþings frá London. Gengi hlutabréfa Spirit Finance var 13,05 dalir á hlut í kauphöllinni í New York á mánudaginn. Kauptilboð fjárfestahópsins hljóðar upp á 14,5 dali á hlut, sem er 11% hærra en gengi félagsins við lok fyrsta viðskiptadags vikunnar. Spirit Finance sérhæfir sig sölu og endurleigu á fasteignum og tengdri fjármögnun. Íslensk fyrirtæki, sérstaklega Baugur sem einnig hefur fjárfest töluvert í fasteignum í Evrópu, hafa notað slíka aðferð við kaup á fyrirtækjum. Þó svo að fjárfestahópurinn hafi samþykkt að kaupa Spirit Finance hefur félagið leyfi til þess að skoða hugsanleg tilboð frá öðrum aðilum þangað til 9. apríl næstkomandi. Svissneski fjárfestingabankinn Credit Suisse hefur sölutryggt fjármögnun til að styðja við kaup Macquarie og Kaupþings á bandaríska félaginu.


 

Gengi hlutabréfa á Norðurlöndum hefur þróast misjafnlega það sem af er ári en aðalvísitölur í kauphöllunum hafa þó allar hækkað, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Glitnis. Greiningaraðilar sem vaka yfir norrænum mörkuðum eru þokkalega bjartsýnir á ásættanlega þróun á árinu.


 

Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Actavis í kjölfar ársuppgjörs félagsins og mælir með kaupum í félaginu. Sjóðstreymismat gefur gengið 74,3 krónur á hlut og tólf mánaða markgengi er 82 krónur á hlut. Gengi félagsins var 69,6 við lok markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.


 

Úrvalvísitalan lækkaði um 0,97% og er 7.490 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 7.540 milljónum króna. Marel hækkaði um 2,03%, Teymi hækkaði um 0,98%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,8% og Tryggingamiðstöðin hækkaði um 0,54%. Atorka Group lækkaði um 2,05%, Landsbankinn lækkaði um 1,52%, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,46%, Eimskip lækkaði um 1,42% og 365 lækkaði um 1,09%. Gengi krónu styrktist um 0,97% og er 121,1 stig.


 

Eyrir Invest ehf. jók við hlut sinn í Marel í dag þegar félagið keypti fyrir 140 milljónir króna að markaðsvirði í Marel samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar með á félagið 118.790.046 hluti í Marel eða tæpa 9 milljarða króna að markaðsvirði.


 

Frá árinu 2005 hafa gengisbundin lán til íslenskra heimila aukist verulega að því er kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þannig námu gengisbundin lán um 26,8 milljörðum króna í lok janúar 2006 á föstu gengi en um 67,5 milljörðum í janúarlok á þessu ári sem er aukning upp á rúm 150%.


 

Dótturfyrirtæki fjárfestingafélagsins Kvosar, Delta Plus í Búlgaríu, hefur tryggt sér það áhugaverða verkefni að prenta búlgörsku útgáfuna af elstu og þekktustu alfræðiorðabók heimsins, Encyclopaedia Britannica.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1% og er 7.487 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,8% og er eina félagið sem hækkað hefur. Landsbankinn hefur lækkað um 2,44%, FL Group hefur lækkað um 1,96%, Atorka Group hefur lækkað um 1,9%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,46% og Kaupþing hefur lækkað um 0,86%. Gengi krónu hefur veikst um 0,24% og er 121 stig.


 

Mikill áhugi er meðal Íslendinga á því sem er að gerast í tækni- og þekkingariðnaði því um 15.000 manns heimsóttu stórsýninguna Tækni og vit 2007 sem haldin var í Fífunni í Kópavogi 8.-11. mars að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Þar kynntu yfir 100 sýnendur vörur sínar og þjónustu fyrir fagaðilum og almenningi. Geir H. Haarde forsætisráðherra opnaði Tækni og vit 2007 formlega á fimmtudagskvöld en u.þ.b. 1.000 gestir voru viðstaddir opnunina. Auk Geirs fluttu Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ávarp við opnunina. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti sýninguna einnig í boði Samtaka iðnaðarins þar sem hann gróðursetti sprota í Sprotatorg SI og kynnti sér stefnumál samtakanna varðandi sprotafyrirtæki. Sprotatorg Samtaka iðnaðarins kom svo enn meira við sögu á laugardeginum því þá var tilkynnt um val dómnefndar á athyglisverðustu sýningarsvæðunum á Tækni og viti 2007 og hreppti sprotatorgið fyrstu verðlaun. Önnur verðlaun hlaut fyrirtækið CAOZ sem sérhæfir sig í gerð tölvugerðra teiknimynda. Hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net og hönnunarfyrirtækið H2 hönnun hlutu svo bæði þriðju verðlaun. Jafnframt var tilkynnt um úrslit atkvæðagreiðslu um athyglisverðustu vöruna eða þjónustuna á Tækni og viti 2007 að mati fagaðila. Það reyndust vera rafræn skilríki en þau voru kynnt á sýningunni á vegum Auðkennis, Landsbankans og fjármálaráðuneytis. Kosningin fór fram á sýningarsvæði mbl.is á Tækni og viti 2007. Fjölmargir viðburðir voru haldnir í tengslum við Tækni og vit 2007. Þar má nefna UT-daginn sem haldinn var á vegum forsætis- og fjármálaráðuneytis 8. mars. Í tilefni hans var haldin fjölmenn ráðstefna í Salnum í Kópavogi þar sem fjallað var um rafræna stjórnsýslu. Meðal annars kynnti Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra verkefnið um rafræn skilríki og fjallað var um upplýsingaveituna Ísland.is sem er verkefni á vegum forsætisráðuneytis. Einnig héldu Samtök iðnaðarins athyglisverða ráðstefnu 9. mars um samskipti frumkvöðla og fjárfesta auk þess sem Vaxtarsprotinn 2007 var veittur við hátíðlega athöfn. Fyrirtækið Marorka ehf. hlaut Vaxtarsprotann en það er viðurkenning á vegum Samtaka iðnaðarins, Rannsóknamiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík fyrir öflugan vöxt sprotafyrirtækis. AP sýningar stóðu að Tækni og viti 2007 í samstarfi við forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Háskólann í Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og TM Software.


 

Greiningardeild Glitnis hefur hækkað verðmatsgengi Bakkavarar Group í 68,4 krónum á hlut úr 60. 


 

Landsbankinn í Lúxemborg hefur aukið hlut sinn í búlgarska símafyrirtækinu BTC í 13,38%, samkvæmt upplýsingum frá fjármálayfirvöldum í Búlgaríu. Ekki er vitað hve mikið Landsbankinn átti áður í félaginu, né hvort að hluturinn sé hýstur fyrir þriðja aðila.


 

Ársmeðaltal heildarlaunakostnaðar í iðnaði (D) hækkaði um 8,3% á milli áranna 2005 og 2006, um 8,5% í mannvirkjagerð og byggingarstarfsemi (F), 4,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) og um 6,5% í samgöngum og flutningum (I), segir í tilkynningu Hagstofunnar.Á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs 2006 hækkaði heildarlaunakostnaður í iðnaði (D) um 8,0%, í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F) um 8,4%, í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) um 9,0% og í samgöngum og flutningum (I) um 9,3%,Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna hækkaði á sama tíma um 3,5% í iðnaði (D), 6,4% í mannvirkjagerð og byggingarstarfsemi (F), 4,1% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) og um 2,3% í samgöngum og flutningum (I).


 

segir í frétt Dagens Industri


 

Síminn hefur keypt öll hlutabréf í Aerofone, sem er eitt af öflugri þjónustufyrirtækjum á breskum farsímamarkaði, segir í fréttatilkynningu frá Símanum. Markmiðið með kaupunum er að efla enn frekar þjónustuna við viðskiptavini Símans í Bretlandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.


 

Greiningarfyrirtækið Piper Jaffrey & Co. hefur uppfært verðmat sitt á deCODE genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, og gefur nú verðmat 5 dollara á hlut auk þess sem það hækkar markaðshorfur í yfirvogun (e. outperform). Í kjölfar greiningarinnar, sem birtist í gær, varð rösk hækkun á bréfum deCODE á Nasdaq.


 

Velta Creditinfo Group Ltd., móðurfélags Lánstrausts hf., jókst um 40% á síðasta ári og nam 16,5 milljónum evra, eða ríflega 1,4 milljörðum króna. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að veltan aukist um 25% á þessu ári og verði 22 milljónir evra, eða tæplega tveir milljarðar króna.


 

kaupverðið á bilinu þrír til fjórir milljarðar króna


 

aukin áhersla lögð á útrás á árinu 2007


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16% og er 7.564 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9.859 milljónum króna. Teymi hækkaði um 6,04% í 32 milljón króna veltu, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,3%, 365 hækkaði um 0,83%, Kaupþing hækkaði um 0,58%, Straumur-Burðarás hækkaði um 0,49% og Össur hækkaði um 0,4%. Alfesca lækkaði um 2,88%, Eimskip lækkaði um 1,94%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,24%, Landsbankinn lækkaði um 1,2% og Icelandair Group lækkaði um 0,74%. Gengi krónu styrktist um 0,50% og er 120,7 stig.


 

Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur lagt mat á þjóðhagslega arðsemi og samfélagsleg áhrif af lagningu vegar yfir Kjöl, fyrir Norðurveg ehf.  Niðurstöðurnar sýna að framkvæmdin er mjög arðbær og fellur vel að byggðaáætlun og samgönguáætlun stjórnvalda segir í fréttatilkynningu.


 

Royal Bank of Scotland (RBS) telur að matsfyrirtækið Moodys Investors Service muni lækka lánshæfismat Kaupþings, Glitnis og Landsbanka Íslands eftir að hafa hækkað matið í Aaa í febrúar.


 

Vodafone, Síminn og Nova ehf., dótturfélag Novators, hafa gert tilboð í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma, segir í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Tilboðin voru opnuð fyrr í dag.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,39% og er 7.605 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nemur 2.997 milljónum króna. Teymi hefur hækkað um 5,21%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,47%, Kaupþing hefur hækkað um 1,15%, Exista hefur hækkað um 0,69% og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,62%. Alfesca hefur lækkað um 2,88%, Eimskip hefur lækkað um 0,83%, Marel hefur lækkað um 0,67%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,62% og Landsbankinn hefur lækkað um 0,6%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,55% og er 120,6 stig.


 

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn Exista hf. á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 14. mars 2007: Ágúst Guðmundsson, Bogi Óskar Pálsson, Guðmundur Hauksson, Lýður Guðmundsson, Robert Tchenguiz og Sigurjón Rúnar Rafnsson.  Samkvæmt samþykktum Exista skal stjórn félagsins skipuð allt að sjö mönnum. Er því ljóst að sjálfskipað verður í stjórn Exista á aðalfundi félagsins.


 

Á fundum stjórna Fjárfestingarfélag sparisjóðanna (FSP hf.) og VBS fjárfestingar¬banka hf. á föstudag var ákveðið að leggja til við hluthafafundi í félögunum að sameina félögin undir nafni og kennitölu VBS, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits. Í tilkynningu kemur fram að með þessum samruna verður til öflugur fjárfestingarbanki með tæplega 17 milljarða eignir og eigið fé upp á tæpa 6 milljarða. Lögð verður áhersla á alla almenna fjárfestingarbankaþjónustu og hefur bankinn drjúgan fjárhagslegan styrk til að vaxa umtalsvert á komandi misserum. Þá mun bankinn eiga meirihluta í Behrens fyrirtækjaráðgjöf sem sérhæfir sig í ýmiss konar fyrirtækjaverkefnum og hefur meðal annars opnað skrifstofur í bæði Lettlandi og Litháen. Verði af sameiningu fá hluthafar FSP í sinn hlut 48% í sameinuðu félagi og hluthafar VBS 52%. Hlutafé VBS verður aukið um tæplega 200 milljónir króna að nafnverði og verður eftir aukningu um 415 milljónir. Skiptigengið í viðskiptunum er um 20,5 sem þýðir að markaðsverð félagsins losar 8,5 milljarða. Samkvæmt lögum um hlutafélög þarf samrunaáætlun að liggja fyrir í minnst 4 vikur áður en hluthafafundur fjallar um samrunann. Áætlað er að halda hluthafafundina sem fyrst að þeim fresti liðnum.


 

Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter og Baugur hafa samþykkt að fjárfesta í fasteignafjárfestingarsjóði ásamt Halifax Bank of Scotland (HBOS) og fasteignafélaginu Catalyst Capital, samkvæmt heimildum The Sunday Times. Sjóðurinn mun fjárfesta í fasteignum á Indlandi.


 

Nova ehf., dótturfélag Novators, mun í dag skila inn umsókn til Póst- og fjarskiptastofnunar um rekstrarleyfi fyrir 3G (þriðju kynslóð) farsímaþjónustu, en leyfum fyrir 3G hefur ekki áður verið úthlutað hér á landi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu hjá félaginu.


 

Vísitala neysluverðs í mars 2007 er 267,1 stig og lækkaði um 0,34% frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 243,2 stig, lækkaði um 0,86% frá febrúar.


 

Primera Travel Group hefur samið við Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, um leigu á fyrstu breiðþotunni fyrir Primera Air, sem annast allt flug fyrir Primera, Heimsferðir og fyrirtæki þeirra á Norðurlöndunum. Í fréttatilkynningu kemur fram að samningurinn nær yfir leigu á Boeing 767-300 breiðþotu sem mönnuð verður íslenskum áhöfnum, en jafnframt mun Loftleiðir Icelandic sjá um viðhald og tryggingar. Samningurinn er til 6 mánaða og hefst þann 1. nóvember næstkomandi. Vélin verður staðsett í Stokkhólmi og mun annast flug fyrir Solresor í Svíþjóð, Bravo Tours í Danmörku og Solia í Noregi til Thailands og annarra fjarlægra áfangastaða. Tugþúsundir ferðamanna fara á vegum ferðaskrifstofanna til Austurlanda á hverju ári og hefur mikill vöxtur verið í þessum ferðalögum. Til að mæta aukningunni þykir nauðsynlegt að geta boðið uppá beint leiguflug. Í þessari fyrstu vetraráætlun í leiguflugi Primera Travel Group frá Stokkhólmi er gert ráð fyrir 35 þúsund farþegum. Fyrirséð er að umsvifin muni aukast enn frekar veturinn 2008 til 2009 og fyrirtækið verði þá með tvær til þrjár vélar sömu gerðar í rekstri. Íslenska flugfélagið JetX, sem er að meirihluta í eigu Primera Travel Group, annast allt flug fyrir Primera Air. JetX verður með fjórar Boeing 737-800 þotur í rekstri á þessu ári, auk Boeing 767-300 breiðþotunnar. Þessar vélar sinna öllu flugi fyrir ferðaskrifstofur Primera Travel Group á Norðurlöndunum. Jafnframt rekur JetX þrjár MD-80 þotur, sem notaðar eru í önnur verkefni. Primera Travel Group er móðurfélag Heimsferða. Innan Primera Travel Group eru einnig Terra Nova auk ferðaskrifstofanna Solresor í Svíþjóð, Bravo Tours í Danmörku, Solia í Noregi og Matkavekka og Lomamatkaat í Finnlandi. Flugfélagið JetX er einnig hluti af Primera Travel Group. Árið 2006 ferðuðust 500.000 manns með ferðaskrifstofum Primera Travel Group og velta fyrirtækisins var 35 milljarðar króna. Fyrirtækið er fjórða stærsta ferðaskrifstofan á Norðurlöndum og sú stærsta í einkaeigu.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,46% og er 7.576 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 7.169 milljónum krónum. Atorka Group hækkaði um 1,79%, Atlantic Petroleum hækkaði 1,56%, Tryggingamiðstöðin hækkaði um 0,81%, Flaga Group 0,81% og Marel hækkaði um 0,8%. Straumur-Burðarás lækkaði um 3,32%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,82%, Eimskip lækkaði um 1,37%, Exista lækkaði um 1,03% og Actavis lækkaði um 0,99%. Gengi krónu styrktist um 0,46% og er 121,2 stig.


 

Sjálfkjörið er í stjórn Kaupþings en samkvæmt tillögu eru eftirtaldir í framboði til aðalstjórnar: Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka hf., Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kers ehf., Antonios P. Yerolemou, stjórnarformaður KFF, Ásgeir Thoroddsen, hrl. Bjarnfreður Ólafsson, hdl. Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvik hf., Gunnar Páll Pálsson, formaður VR., Niels de Coninck-Smith, forstjóri Ferrosan A/S. og Tommy Persson forstjóri Länsförsäkringar AB. 


 

Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,28% og er 7.589 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 5.046 milljónum króna. Flaga Group hefur hækkað um 0,8%, Atorka Group hefur hækkað um 0,45%, Alfesca hefur hækkað um 0,21% og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,16%. Straumur-Burðarás hefur lækkað 3,79%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 1,21%, Eimskip hefur lækkað um 1,82%, Eimskip hefur lækkað um 0,82% og Actavis Group hefur lækkað um 0,71%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,42% og er 121,2 stig.


 

Nú hefur fjórða fyritækið bæst við í kapphlaupinu um kaupin á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Vefútgáfa þýska viðskiptablaðsins Handelsblatt greindi frá því í morgun að þýska samheitalyfjafyritækið Stada muni nú bætast við en fyrir höfðu Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva og indverska félagið Ranbaxy. Í frétt Handelsblatt kemur fram að Stada telur sig hafa betri eiginfjárstöðu og afrakstrargetu en hin fyrtækin sem hafa lýst áhuga sínum á samheitalyfjahluta Merck. Söluverðmæti samheitalyfjahluta Merck er talið verið í kringum fjórar milljónir evra eða semsvarar til 360 milljarða íslenskra króna.


 

Greiningardeild Glitnis telur verðlagningu á ráðgjafar- og hugbúnaðarhúsinu Innn hf., sem 365 hf. hefur keypt af Fons eignarhaldsfélagi, vera eðlilega. Samkvæmt útreikningum greiningardeildarinnar er kaupverðið 221 milljónir króna og vænt EV/EBITDA 5,5 sem bendir til þess að verðlagningin sé eðlileg.


 

Um síðustu áramót voru erlendir ríkisborgarar 18.563 talsins samanborið við 13.778 ári áður. Hlutfall útlendinga af íbúum í heild er nú 6,0% en var 4,6% hinn 31. desember 2005 að því er kemur fram í frétt Hagstofunnar.


 

Danska fasteignafélagið Keops, sem Baugur á 29% hlut í, hefur gengið frá sölu á fasteignum í Svíþjóð fyrir 2730 milljónir sænkra króna eða semsvarar til rúmlega 26 milljörðum íslenskra, segir í frétt vefútgáfu danska viðskiptablaðsins Børsen. Fasteignirnar sem um ræðir voru keyptar frá því í maí árið 2004 til janúar árið 2006 eru staðsettar í Nordköping, Malmø, Kalmar og Karlskrona. Félagið gerir ráð fyrir að hagnaður félagsins fyrir skatta á árinu 2007 verði á bilinu 500-700 milljónir danskra króna, eða semsvarar til 5,9 til 8,3 milljarðar íslenskra króna. Bréf félagsins höfðu hækkað um 4,5% í morgun í kjölfar frétta um sölu félagsins á fasteignunum.


 

Stjórn 365 hf. hefur ákveðið að nýta heimild til hækkunar hlutafjár að fjárhæð kr. 60.800.000 eins og samþykktir félagsins kváðu um. 365 hf. hefur keypt allt hlutafé Innn hf. af Fons Eignarhaldsfélagi hf. og greitt að fullu með framangreindum 60.800.000 hlutum í 365 hf.


 

Björgólfur Guðmundsson er nú kominn á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi og situr þar í 799. sæti, Björgólfur Thor, sonur hans, er nú kominn upp í 249. sæti, en áður var hann í 350. sæti. Eigur Björgólfs Thors eru nú metnar á 3,5 millarða Bandaríkjadala, eða 235 milljarða króna. Eigur Björgólfs eldri eru metnar á 1,2 milljarða Bandaríkjadali, eða sem samsvarar rúmum 80 milljörðum króna. Tölvumógúllinn Bill Gates er sem fyrr í efsta sæti listans, með eigur metnar á 56 milljarða Bandaríkjadala. Á listanum eru nú 946 milljarðamæringar og eru 178 nýliðar á listanum að þessu sinni, en 17 einstaklingar koma aftur inn á listann eftir dottið út af honum. Tveir þriðju þeirra sem voru á listanum í fyrra hafa nú auðgast enn meir, en 17% eru nú fátækari og höfðu 32 einstaklingar farið niður fyrir milljarð í eignum og því dottið af listanum.


 

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánsvextir íbúðalána sjóðsins hækki. Útlánsvextir íbúðalána sjóðsins verða því 5,00%. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25% lægri vöxtum eða 4,75%.


 

Marel kynnir nýja fyrirtækjaímynd, Marel Food Systems, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar kemur fram að henni er ætlað að stuðlar að áframhaldandi vegferð samstæðunnar í átt að því að verða meðal fremstu fyrirtækja í heimi á sviði matvælaiðnaðar. Marel Food Systems er sameinað andlit sölu og þjónustu fyrir meginvörumerkin fjögur: AEW Delford, Carnitech, Marel og Scanvaegt. Í tilkynningunni kemur fram að Marel hefur verið í öflugum innri og ytri vexti og þróast yfir í að verða sannarlega alþjóðlegt fyrirtæki. Kaupin á AEW Delford í Bretlandi og Scanvaegt í Danmörku árið 2006 voru algjört lykilatriði í umskiptunum sem breyttu andliti fyrirtækisins og lögðu grunn að framtíðinni. Breytingarnar sem þau höfðu í för með sér, bæði á uppbyggingu fyrirtækisins og vöruframboði, endurspeglast nú í nýju fyrirtækjaímyndinni. Samlögun fyrirtækjanna í eitt fyrirtækisheiti og eina stefnu er skref fram á við sem nýtir auðlindir allra fyrirtækjanna eins og best verður á kosið. Þess er vænst að breytingin skapi aukið virði og veiti viðskiptavinum betri þjónustu samhliða því að bæta tengsl og efnahagslegan ávinning innan virðiskeðjunnar. Sem einn sameinaður birgir mun Marel Food Systems þjóna viðskiptavinum sínum betur og bjóða upp á heildarlausnir á öllum stigum matvælaiðnaðar. Alþjóðlega þekkt vörumerki fyrirtækisins ? AEW Delford, Carnitech, Marel og Scanvaegt ? eru orðin að viðmiðum fyrir samræmdan áreiðanleika og þjónustu og verða áfram markaðssett sem slík. Þróun hinnar nýju ímyndar var í höndum auglýsinga- og almannatengslafyrirtækisins Loewy í London og íslensku auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Marel Food Systems var valið sem heiti fyrirtækisins þar sem nafnið Marel hentar vel í alþjóðlegu samhengi, er stutt og tiltölulega auðvelt í framburði, alþjóðlega skráð og tilbúið til notkunar. Hin lýsandi viðbót, Food Systems, skapar fyrirtækinu sterka stöðu á sínu sviði og endurspeglar gildi núverandi vörumerkja. Nýtt merki fyrirtækisins er samsett úr nafninu Marel Food Systems í lágstöfum og rafeind sem stendur fyrir tækni og nýsköpun. Dökkblár litur er ráðandi sem er í sterkri andstöðu við hinn líflega og eldrauða lit rafeindarinnar. Öll fyrirtækin innan Marel Food Systems hafa fengið nýtt firmamerki í sama stíl. Nýju merkin senda skýr skilaboð: Fyrirtækin eru enn fjögur talsins en við vinnum saman, við erum með sömu ímynd og búum yfir sama nýsköpunarkrafti.


 

fjármagnskostnaður vegur þar þyngst


 

Tekjur ársins 2006 voru 32,5 milljónir Bandaríkjadala eða 2,2, milljarðar króna en voru 34,7 milljónir dala á sama tímabili 2005, sem er lækkun upp á 2,2 milljónir dala eða 7%. Heildarframlegð var 59% en var 61% á síðasta ári, sem er tilkomið vegna afskrifta birgða og varahluta vegna endurskipulagningar vörulínu félagsins. EBITDA-framlegð ársins 2006 eftir kostnað vegna skipulagsbreytinga nam 1 milljón dala. EBITDA fyrir kostnað vegna skipulagsbreytinga og kostnað vegna skörunar starfsfólks (267 og 376 þúsund dala hvort um sig) var jákvæð um 1,6 milljón dala eða 5%. Til samanburðar nam EBITDA-framlegð fyrir kostnað vegna skipulagsbreytinga 2,7 milljónum USD eða 8% fyrir sama tímabil á fyrra ári. Lægri framlegð má að fullu rekja til samdráttar í tekjum, þar sem kostnaður er í samræmi við áætlanir og fyrri tilkynningar. Tap eftir skatta árið 2006 nam 690 þúsund USD en var 1,4 milljónir USD árið 2005. Heildareignir í árslok 2006 námu 62,1 milljón USD, eða hækkun um 369 þúsund USD frá ársbyrjun.


 

Erlendir fjárfestar hafa keypt bréf í Straumi-Burðarás á undanförnum vikum, að því er fram kom í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar á aðalfundi fjárfestingarbankans í dag, og sagði hann stærð hlutarins vera orðin ?umtalsverð?. ?Að mínum dómi er þetta skýrasta viðurkenningin á að alþjóðleg stefnumótun félagsins er að ganga eftir. Það er því fagnaðarefni að þessari þróun er fylgt eftir með framboði eins fulltrúa þessara aðila til stjórnar Straums ?Burðarás. Þar er á ferðinni maður sem situr einnig í stjórn Yale Endowment sjóðsins sem ítrekað hefur fengið viðurkenningar fyrir faglegar og árangursríkar fjárfestingar. Sú reynsla sem slíkir fjárfestar geta gefið félagi eins og Straumi-Burðarási, sem er í hröðum vexti, er afar gagnleg og verðmæt,? sagði Björgólfur Thor í ræðu sinni.


 

?Íslensk stjórnvöld skulda fjármálafyrirtækjum trúverðuga skýringu á því hvers vegna Ísland sé fyrsta lýðræðisríkið á þessari öld til að taka upp gjaldeyrishöft á sama tíma og menn dreymir um að koma hér á fót alþjóðlegri fjármálamiðstöð?,? sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í ræðu sinni á aðalfundi Straums-Burðaráss í dag. ?Hvers vegna þessi skyndilegu sinnaskipti? Satt best að segja þá er allt of mikið i húfi til að menn geti fórnað margra ára uppbyggingu með vanhugsuðum skammtímalausnum,? sagði hann ennfremur. Í febrúar á þessu ári þrengdu stjórnvöld reglur fjármálafyrirtækja um uppgjör í alþjóðlegri mynt. ?Svo virðist sem stefnu stjórnvalda um aukið frelsi í viðskiptum og minni afskipti ríkisvaldsins til sextán ára sé skyndilega snúið í gagnstæða átt, - án allra skýringa,? sagði Björgólfur Thor.


 

Það kemur til greina að Straumur-Burðarás flytji til Bretlands eða Írlands en þar er 12,5% tekjuskattur til tíu ára, að lágmarki, að því er fram kom í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar á aðalfundi Straums-Burðaráss í dag.


 

Straumur-Burðarás hefur ákveðið að breyta um nafn, að því er fram kom í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar á aðalfundi Straums-Burðaráss í dag. Hafist hefur verið handa við að finna nýtt nafn á fjárfestingarbankann. ?Þá blasir við að nafn okkar ágæta félags, - Straumur-Burðarás, er rammíslenskt og hefur fram að þessu þjónað vel sínum tilgangi, - en að sama skapi er það ólipurt í framburði fyrir útlendinga sem ekki þekkja sérhljóða okkar. Í ljósi stefnumótunar félagsins er nú þegar hafin vinna við nýtt nafn á félaginu og verður það kynnt í fyllingu tímans,? sagði Björgólfur Thor í ræðu sinni.


 

Greiningardeild Landsbankans hefur uppfært verðmat sitt á Atorku Group í 6,24 krónur á hlut, sem er 13% en fyrra verðmat í kjölfar aðgreiðslu sem nemur 110% af nafnverði hlutafjár eða rúmlega 14% af markaðsverði í lok aðalfundardags. Gengi Atorku Group var 6,71 krónur á hlut við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Mælt er með að fjárfestar minnki hlut sinn í félaginu og undirvogi í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska hlutabréfamarkaðnum. ?Frá útgáfu síðasta verðmats þann 28. febrúar og fram að aðalfundi, sem haldinn var á þriðjudag, hækkuðu bréf Atorku um rúmlega 5%. Lækkun bréfanna í gær nam einungis 12,6% þrátt fyrir að arðgreiðslan hafi numið rúmlega 14% af markaðsverði,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,60% og er 7.611 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9.999 milljónum króna. Kaupþing hækkaði um 2,36%, FL Group hækkaði um 1,99%, Actavis Group hækkaði um 1,58%, Glitnir hækkaði um 1,47% og Straumur-Burðarás hækkaði um 1,44%. Atlantic Petroleum lækkaði um 1,7%, Marel lækkaði um 0,67%, Nýherji lækkaði um 0,62% sem og Teymi, og 365 lækkaði um 0,55%. Gengi krónu veiktist um 0,22% og er 120,7 stig.


 

Rekstur upplýsingatæknifyrirtækisins ANZA hf. gekk vel á síðasta ári að því er kemur fram í tilkynningu, en tekjur félagsins meira en tvöfölduðust milli ára. Rekstrartekjur námu alls 1.870 milljónum króna á árinu 2006 samanborið við 794 milljónir árið áður og nemur tekjuaukningin 135%.


 

Fjármálaeftirlit Finnlands vill fá nánari upplýsingar um eignarhlut FL Group í Finnair, en félagið segist eiga 22,4% hlut í flugfélaginu. Þetta kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.


 

Samtök atvinnulífsins telja að Seðlabankinn vanmeti eignir Íslendinga erlendis um allt að 400 milljarða króna við útreikninga sína á skuldum þjóðarinnar.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,28% og er 7.587 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur 3.997 milljónum króna. Kaupþing hefur hækkað um 2,06%, Actavis hefur hækkað um 2,01%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,44%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 1,21% og Glitnir hefur hækkað um 1,1%. Atorka Group hefur lækkað um 1,49%, Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,3%, Flaga Group hefur lækkað um 0,81%, 365 hefur lækkað um 0,55% og Össur hefur lækkað um 0,4%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,02% og er 120,3 stig.


 

Danska fríblaðið Nyhedsavisen, sem er í eigu Baugs, hefur samkvæmt könnun Gallup öðlast 72 þúsund nýja lesendur, segir í frétt netútgáfu danska viðskiptablaðsins Børsen. Þrátt fyrir það á blaðið ennþá langt í land með að ná milljón lesenda markmiði sínu. Fjöldi lesenda blaðsins er nú kominn í 321 þúsund.


 

Orkuveita Reykjavíkur tapaði 1.756 milljónum króna árið 2006 en árið áður hagnaðist félagið um 3.304 milljónir króna. Helsta skýring á þessum mun er gengistap vegna langtímaskulda, samtals 8.141 milljónir króna, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Rekstrarreikningur Orkuveitu Reykjavíkur sýndi hagnað fyrir fjármagnsliði og skatta upp á 3.963 milljónir samanborið við 3.304 milljóna króna hagnað árið 2005. Rekstrartekjur ársins 2006 námu um 18.101 milljón króna en voru um 14.728 milljónir árið 2005. Helstu skýringar á mikilli veltuaukningu eru innkoma fráveitureksturs og aukning á orkuframleiðslu til stóriðju. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, var 8.536 milljónir króna samanborið við 6.540 milljónir króna árið 2005. Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna voru 4.573 milljónir króna árið 2006 en 3.237 milljónir króna árið 2005. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 9.466 milljónir króna árið 2006, en voru jákvæðir um 1.067 milljónir króna árið 2005. Heildareignir 31. desember 2006 voru 137.289 milljónir króna en voru 88.039 milljónir króna 31. desember 2005. Eigið fé 31. desember 2006 var 66.671 milljón króna en var 48.298 milljónir í 31. desember 2005. Heildarskuldir 31. desember 2006 voru 70.618 milljónir króna en voru 39.741 milljón króna 31. desember 2005. Eiginfjárhlutfall var 48,6% í lok ársins 2006 en var 54,9% í lok 2005. Ný lög um skattskyldu orkufyrirtækja Með nýjum lögum nr. 50/2005 um skattskyldu orkufyrirtækja verður fyrirtækið skattskylt í samræmi við 2. gr. Laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Lögin koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna á árinu 2006. Sá hluti starfsemi OR er lýtur að rekstri vatnsveitu og fráveitu verður þó áfram undanskilinn tekjuskatti. Reiknuð tekjuskattsinneign á árinu 2006 nam 3.779 milljónum króna. Horfur Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt. Gengistap Orkuveitu Reykjavikur af langtímaskuldum nam 8.141 milljónum króna á árinu 2006. Horfur eru góðar um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2007. Umsvif fara vaxandi og fjárfestingar eru miklar. Stærsta einstaka verkefnið er bygging nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem mun stórauka eigin orkuvinnslugetu fyrirtækisins. Í ársbyrjun 2007 sameinuðust Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Rangæinga.


 

Hitaveita Rangæinga hagnaðist um 51,1 milljón árið 2006, samanborið við 38,8 milljóna króna tap árið 2005, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Rekstrartekjur árið 2006 námu 104,4 milljónum króna en voru 83,4 milljónir árið áður. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 62,7 milljónir króna samanborið við 33,5 milljónir króna árið 2005 Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 63,0 milljónir króna árið 2006. Árið 2005 voru fjármagnsliðir neikvæðir um 47,1 milljón króna. Heildareignir 31.12.2006 voru 768,6 milljónir króna en voru 666,1 milljónir króna 31.12.2005. Eigið fé 31.12.2006 var 178,2 milljónir króna en var 127,1 milljón króna 31.12.2005. Heildarskuldir 31.12.2006 voru 590,4 milljónir króna en voru 539,0 milljónir 31.12.2005. Eiginfjárhlutfall var 23,18% í lok árs 2006 en var 19,08% í lok ársins 2005


 

Fasteignafélagið Atlas Ejendomme, sem er í eigu Stoða, hefur leigt Danske Bank húsnæði. Landbúnaðarráðuneyti Dana hafði áður aðsetur í húsinu, en það flutti í byggingu í eigu ríkisins.


 

Í nýrri skýrslu bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley er því haldið fram að það séu betri kaup í skuldatryggingum Glitnis á eftirmarkaði (e. credit default swaps) en tryggingum Landsbankans.


 

samkeppnin að aukast frá fjárfestingasjóðum


 

Utanríkisráðherra hefur skipað nýja stjórn Útflutningsráðs Íslands til næstu tveggja ára. Alls sitja 14 manns í stjórn ráðsins, 7 aðalmenn og 7 til vara. Aldrei fyrr hafa jafn margar konur setið í stjórn Útflutningsráðs. Konur eru nú helmingur þeirra er sitja í aðal? og varastjórn ráðsins. Af þeim sex sem ráðherra skipar eru 5 konur.


 

segir í yfirlýsingu Glitnis vegna fjölmiðlaumræðu


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,26% og er 7.491 stig. Sjö daga hækkun nemur 2,55% og frá áramótum hefur hún hækkað um 16,84%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam 8.965 milljónum króna. ?Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa haldið áfram að hækka annan daginn í röð eftir töluverðar lækkanir síðustu daga, líkt og á flestum öðrum hlutabréfamörkuðum heimsins. Þannig byrjaði Hennes & Mauritz að hækka strax í morgun eftir að Citigroup Inc. hafði mælt með kaupum í félaginu og hafa frekari hækkanir fylgt í kjölfarið. Klukkan 16:00 í dag hafði norska OBX hækkað um 0,6%, OMX í Svíþjóð um 1,28%, og finnska HEX um 2,9%. Þó lækkaði danska KFX lítillega eða um 0,2%,? segir greiningardeild Landsbankans. Össur hækkaði um 4,13%, Atlantic Petroleum hækkaði um 3%, Kaupþing hækkaði um 1,91%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,46% og Exista hækkaði um 1,41%. Atorka Group lækkaði um 12,6% - skýrist lækkunin af arðgreiðslu félagsins til hluthafa, Teymi lækkað um 0,62% og Icelandic Group lækkaði um 0,28%. Gengi krónu styrktist um 0,79% og er 120,6 stig.


 

Securitas hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi. Kaupverðið er trúnaðarmál. ND á Íslandi hefur um árabil verið leiðandi í hönnun nýjustu tækni í skráningu á aksturslagi með svokölluðum ökuritum segir í tilkynningu.


 

Gengi hlutabréfa Atorku hefur lækkað um 12,9% það sem af er degi og á hádegi nam lækkunin 13.38%. Karl Kári Másson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir lækkunina skýrast af arðgreiðslu félagins til hluthafa.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,19% og er 7.486 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 5.103 milljónum króna. Össur hefur hækkað um 4,55%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,95%, Kaupþing hefur hækkað um 1,81%, FL Group hefur hækkað um 1,66% og Actavis Group hefur hækkað um 1,45%. Atorka Group hefur lækkað um 13,38% í 15 viðskiptum sem nema samtals 47,2 milljónum króna og Marel hefur lækkað um 0,67%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,25% og er 121,2 stig.


 

Jötunn Holding ehf. keypti í Glitni fyrir 18,75 milljarða króna í gær, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni sem birtust í dag. Ekki er vitað hver seljandinn er. Hluturinn var keyptur á genginu 29 krónur á hlut. Annars vegar var um 506.614.131 hluti að ræða og hinsvegar 140.000.000 hluti. Gengi Glitnis var 26,9 krónur á hlut við lok markaðar í gær, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Jötunn Holding ehf. er í 35% eigu Baugs Group hf. og er Stefán Hilmar Hilmarsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi Group hf. eini stjórnarmaður og framkvæmdastjóri félagsins. Skarphéðinn Berg Steinarsson er stjórnarmaður í Glitni banka hf., og jafnframt er hann framkvæmdastjóri hjá Baugi Group hf. Eftir viðskiptin á Baugur Group hf. á enga hluti og Jötunn Holding ehf. á 646.657.142 hluti í Glitni banka hf. og FL Group hf.


 

söluferlið verður tvískipt


 

tapið nemur 1,58 milljörðum króna


 

Í tengslum við birtingu á ársuppgjöri, hefur 365 hf ákveðið að senda viðbótarupplýsingar um 4. ársfjórðung 2006 til Kauphallarinnar til að mæta ábendingum sem fram hafa komið. Þar kemur fram að tap fjórðungsins var 2.246 milljónir króna


 

Hannes Smárason segist ætla að bjóða sig fram í stjórn félagsins


 

Íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem er einn helsti samstarfsaðili Kaupþings í Bretlandi og nú stjórnarmaður í Exista, hefur keypt 3,01% hlut í bresku matvöruverslunarkeðjunni Sainsburys, samkvæmt flöggun í kauphöllinni í London.


 

Austurríska ríkið gaf út krónubréf fyrir 25 milljarða króna í dag, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum, sem er umsjónaraðili útgáfunnar og sölutryggir jafnframt bréfin.


 

Fríverslunarviðræður milli Íslands og Kína hefjast  senn með hliðsjón af meginniðurstöðum hagkvæmniathugunar um gerð fríverslunarsamnings milli landanna sem lokið var við síðastliðið sumar að því er kemur fram í Stiklum, vefriti utanríkisráðuneytisins.


 

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 91 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, samanborið við 61,1 milljarða árið 2005, segir í bráðabirgðayfirliti Seðlabankans. Á árinu 2006 í heild var viðskiptajöfnuður óhagstæður um 305,4 milljarða króna, samanborið við 164,8 milljarða króna árinu áður, en halli var á öllum liðum viðskiptajafnaðar, vöru, þjónustu, þáttatekna og rekstrarframlaga. Hreint fjárinnstreymi nam 405,7 milljörðum króna á árinu, brúttóinnstreymi fjár nam 1.796 milljörðum króna og brúttóinnstreymi 1.390 milljörðum króna. Beinar erlendar fjárfestingar hér á landi námu 226 milljörðum króna og beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis námu 293 milljörðum króna.


 

áætlaður söluhagnaður 450 milljónir króna


 

Eftir að hafa lækkað samtals tólf viðskiptadaga í röð um samtals 19,5% tóku hlutabréf dönsku ölgerðarinnar Royal Unibrew í dönsku kauphöllinni kipp í dag og hækkuðu um 10%.


 

Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki hf. tilkynnti framboð til stjórnar bankans í dag. Kjörið fer fram á aðalfundi félagsins þann 8. mars næstkomandi. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér, samkvæmt frétt á heimasíðu Kauphallar Íslands. Aðalmenn: Björgólfur Thor Björólfsson, kt.190367-3749, London, England Birgir Már Ragnarsson, kt. 020574-5699, London, England Guðmundur Kristjánsson, kt. 220860-4429, Granaskjóli 64, 107 Reykjavík Friðrik Hallbjörn Karlsson, kt. 180366-4909, Kjalarlandi 28, 108 Reykjavík James Leitner, New York, USA Varamenn: Alden Edmonds, New York, USA Baldur Örn Guðnason, kt. 220166-4229, Bakkavör 10, 170 Seltjarnarnes Heiðar Már Guðjónsson, kt. 220472-3889, London, England Jóhann Páll Símonarson, kt. 110451-3939, Stakkhömrum 4, 112 Reykjavík Þórunn Guðmundsdóttir, kt. 090757-4319, Laugavegi 61, 101 Reykjavík Samkvæmt samþykktum félags, skal kjósa fimm aðalmenn til setu í stjórn bankans og fimm menn til vara. Því er ljóst að sjálfkjörið verður í stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. á aðalfundinum


 

vanskilahlutfallið ekki lægra síðustu sex árin


 

Greiningardeild fjárfestingabankans Credit Suisse hefur hækkað verðmat sitt á Actavis í 78 krónur á hlut úr 58 krónum.Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans á íslenska fyrirtækinu, sem var birt þann 2. mars þegar gengi hlutabréfa Actavis var 68,40 krónur á hlut.Credit Suisse telur Actavis eitt af mest spennandi fyrirtækjum innan samheitalyfjageirans í Evrópu og segir viððskiptamódel félagsins sérsniðið að evrópska markaðnum.Greiningardeildin telur einnig hugsalega yfirtöku Actavis á samheitalyfjaeiningu þýska lyfjafyrirtækisins Merck geta haft veruleg áhrif á framtíðarvöxt og gengi félagins.


 

nýir eigendur stefna að vexti í matvælaiðnaði


 

Gengi krónu hefur styrkst um 0,81% þar sem af er degi og er 121,5 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. En töluverð fylgni er á milli hennar og annarra hávaxtamynta, að sögn greiningardeildar Glitnis. ?Krónubréfin sem gefin hafa verið út hér á landi eru einn angi vaxtamunarviðskipta og þróun þeirra mun ugglaust taka mið af hræringum á alþjóðamörkuðum. Lítið hefur verið gefið út af nýjum krónubréfum undanfarinn mánuð eftir metmánuðinn janúar. Þann 22. mars eru 15 milljarða króna krónubréf á gjalddaga og forvitnilegt verður að sjá hvort líf færist í krónubréfaútgáfu þegar nær dregur þeim degi, eða hvort eigendur þessara bréfa kjósi að loka stöðu sinni í íslenskum krónum,? segir greiningardeildin. Hún segir japanska jenið veiktist gagnvart evru og dollar í morgun eftir töluverða styrkingu undanfarna viku. ?Gengi hávaxtamynta hækkaði einnig í morgun og svo virðist sem sú uppgjörshrina vaxtamunarviðskipta (e. carry trade) sem verið hefur undanfarna daga hafi staðnæmst, að minnsta kosti í bili. Sérfræðingar á þessum mörkuðum eru margir hverjir á þeirri skoðun að þróun markaða undanfarna daga sé hluti af lengri tíma leitni horft fram á við. Vinda muni aðeins ofanaf vaxtamunarviðskiptum á komandi vikum sem muni styðja við jenið og veikja hávaxtamyntir,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,33% og er 7.355 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 1.572 milljónir króna. Straumur-Burðarás hefur hækkað um 2,51%, Kaupþing hefur hækkað um 1,85%, FL Group hefur hækkað um1,4%, Exista hefur hækkað um 1,43% og Actavis Group hefur hækkað um 1,03%. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,52%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,78% og er 121,6 stig.


 

Sjóvá-Almennar tryggingar hefur keypt í Actavis Group fyrir 510 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Um er að ræða 7.500.000 hluti, keypta á genginu 68,053. Eftir viðskiptin eiga fjárhagslega tengdir aðilar tryggingafélagsins 198.560.994 hluti í Actavis, eða um 13,5 milljarðar króna, miðað við kaupgengið hér að ofan. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. er dótturfélag Milestone ehf., sem er í eigu Karls Wernerssonar, Steingríms Wernerssonar og Ingunnar Wernersdóttur. Karl Wernersson situr í stjórnum Actavis Group hf., Milestone ehf. og Sjóvá-Almennra trygginga hf.


 

Tap af rekstri dönsku raftækjaverslunarkeðjunnar Merlin minnkaði um helming á síðasta ári, að sögn Sverris Bergs Steinarssonar, stjórnarformanns félagsins. Nam tap félagsins um 60 milljónum danskra króna á síðasta ári samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri, eða um 720 milljónum íslenskra króna. Tap Merlin nam 121,5 milljónum danskra króna árið 2005 og 62,5 milljónum danskra króna árið áður.


 

bankinn hefur orðið að bregðast við auknu lausafé


 

FL Group hefur fest kaup á 10% hlut í breska félaginu Inspired Gaming Group PLC sem sérhæfir sig í lausnum fyrir afþreyinga- og leikjamarkaðinn. Kaupverðið er 15,3 milljónir punda sem samsvarar tveimur milljörðum króna.Inspired Gaming Group rekur spilakassa og ýmiskonar leiktæki víðsvegar um Bretland.


 

Greiningardeild Landsbankans gagnrýnir í Vegvísi sínum í dag að hvorki er í ársuppgjöri 365 né í fréttatilkynningu með uppgjörinu að finna heildstætt yfirlit yfir reksturinn á fjórða ársfjórðungi.


 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,68% og er 7.259 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 8.880 milljónum króna. Össur er eina félagið sem hækkaði eða um 0,84%. Exista lækkaði um 2,78%, Straumur-Burðarás lækkaði um 2,46%, Kaupþing lækkaði um 2,41%, FL Group lækkaði um 2,32% og Atorka Group lækkaði um 1,95%. Gengi krónu veiktist um 1,42% og er 122,7 stig.


 

Gengi krónu hefur gefið verulega eftir það sem af er degi og nemur lækkunin ríflega 3% frá opnun markaðar síðastliðinn mánudag þegar þetta er ritað, segir greiningardeild Glitnis. ?Hér er um að ræða áhrif frá hræringum á alþjóðamörkuðum, en gengi hávaxtamynta hefur almennt verið að lækka, en gengi lágvaxtamynta á borð við jen og svissneskan franka að hækka. Þannig hefur til dæmis gengi jens hækkað um rúmlega 8% gagnvart krónu á þessu tímabili. Áhættufælni alþjóðlegra fjárfesta hefur snaraukist undanfarna viku og hefur vaxtamunarviðskiptum (e. carry trades) verið lokað í stórum stíl í öllum helstu hávaxtalöndum. Erlendir sérfræðingar spá því margir hverjir að eitthvert framhald kunni að verða á þessari þróun næstu daga þótt vaxtamunurinn verði vafalaust til þess að styðja við hávaxtamyntir á borð við krónuna þegar gengislækkunin er orðin næg til þess að fjárfestar telji tækifæri til nýrra vaxtamunarviðskipta,? segir greiningardeildin.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,2% og er 7.220 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 3.948 milljónum króna. Síðustu sjö daga hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 5,13% en frá áramótum nemur hækkunin 12,55%. Alfesca er eina félagið sem hækkað hefur, eða um 0,41%. FL Group hefur lækkað um 3,64%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 2,96%, Landsbankinn hefur lækkað um 2,77%, Glitnir hefur lækkað um 2,56% og Kaupþing hefur lækkað um 2,41%. Gengi krónu hefur veikst um 2,08% og er 123,5 stig.


 

OMX hefur keypt Findata AB af Bisnode AB, en Findata er leiðandi upplýsingaveita um norræn fyrirtæki og býður upp á sérsniðnar vísitölur segir í frétt til Kauphallarinnar.  Findata er með yfirgripsmesta gagnagrunninn á sviði fjármálaupplýsinga á Norðurlöndunum sem inniheldur m.a. fyrirtækjaaðgerðir, fjárhagsuppgjör, skráningarskjöl, fjármálasögu, sérsniðnar vísitölur, viðburði og dagatalsupplýsingar. Sérsniðnu vísitölurnar eru fyrst og fremst notaðar af kauphallaraðilum Nordic Exchange. "Upplýsingaþjónusta OMX er í senn arðbær og vaxandi hluti starfseminnar og eykur bæði sýnileika og gagnsæi félaga í Nordic Exchange. Hún einfaldar þar með einnig viðskipti og stuðlar að auknum seljanleika. Með því að eignast Findata getum við þróað upplýsingaþjónustuna enn frekar á þann veg að bæði Nordic Exchange og viðskiptavinirnir njóti góðs af,? segir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri upplýsingaþjónustu og nýrra markaða innan OMX í tilkynningunni.  Findata er staðsett í Stokkhólmi og starfsmenn eru sjö að tölu. Góður hagnaður var af resktri ársins 2006 en tekjurnar voru um 17 milljónir sænskra króna (SEK). OMX greiðir 43,5 milljónir SEK sem innborgun en skilyrði eru um aukagreiðslu sem nemur allt að 35 milljónum SEK.


 

BG Capital hefur keypt í FL Group fyrir um 3,28 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. BG Capital er í eigu Baugs Group. Um er að ræða 111.346.178 hluti, á genginu 29,5 krónur á hlut. Eignarhlutur Baugs Group í FL Group er vistaður bæði í BG Capital og Baugi Group. Í heild eiga félögin 19,55% eignarhlut í FL Group eða 1.553.281.023 hluti. FL Group hefur lækkað um 3,64%, það sem af er degi og er gengi félagsins 29,1 krónur á hlut.


 

Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru rúmlega 50.700 en voru 40.400 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 10.300 nætur eða 26% að því er kemur fram í tölum Hagstofunnar.


 

Rekstrartekjur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar náðmu tæplega 6,8 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 9% frá fyrra ári, rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu tæplega 4,5 milljörðum króna og jukust um 6,7% frá fyrra ári.Starfsemi FLE hf. skilaði 22 milljónum króna rekstrarhagnaði eftir skatta árið 2006.  FLE hf. greiðir eigenda sínum, íslenska ríkinu, 250 milljónir króna í arð vegna rekstrarársins 2006.Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm 11% á árinu 2006 miðað við árið 2005, eða úr rétt tæpum 1.817 þúsund farþegum í rúma 2.019 þúsund farþega. Þetta er í samræmi við farþegaspá sem breska fyrirtækið BAA Plc gerði árið 2004 fyrir FLE. Spáð er um 6% fjölgun árið 2007 og að árið 2015 verði farþegafjöldinn kominn vel yfir þrjár milljónir, sem jafngildir tvöföldun á einum áratug.Til að bregðast við þessum aukna farþegafjölda er unnið að stækkun flugstöðvarinnar og hafa tvö síðastliðin ár einkennst af miklum framkvæmdum. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum að mestu fyrir 20 ára vígsluafmæli flugstöðvarinnar þann 14. apríl 2007.Á árinu 2006 var fjárfest fyrir 4 milljarða króna en heildarfjárfestingin er upp á nær sjö milljarða króna á árunum 2004-2007. Þegar yfirstandandi framkvæmdum lýkur verður brottfararsvæðið meira en tvöfalt stærra en áður var og rekstur verslunar, þjónustu og afþreyingar af ýmsu tagi verður umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr.


 

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,15% og er 7.224 stig þegar markaðurinn hefur verið opinn í um tólf mínútur, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2.267 milljónum króna. FL Group hefur lækkað um 3,97%, Landsbankinn hefur lækkað um 3,39%, Straumur-Burðarás hefur lækkað 2,96%, Glitnir hefur lækkað um 2,2% og Kaupþing hefur lækkað um 2,01%. Alfesca er eina félagið sem hækkað hefur, eða um 0,62% Gengi krónu hefur veikst um 1,74% og er 123,1 stig.


 

Starfsmenn Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar og fjölskyldur þeirra komu saman í Smárabíói fyrir hádegi í gær, laugardag, í tilefni þess að sparisjóðirnir hafa fengið nýtt nafn, Byr ? sparisjóður. Nafnbreytingin er einn mikilvægasti áfanginn í sameiningu sparisjóðanna, sem sameinuðust formlega um síðustu áramót Í fréttatilkynningu er haft eftir Ragnari Z. Guðjónssyni og Magnúsi Ægi Magnússyni, sparisjóðsstjóra Byrs, að nú taki formlega til starfa nýtt og afar spennandi og öflugt fjármálafyrirtæki með heildareignir sem nema rúmlega 100 milljörðum króna. Rúmlega fimmtíu þúsund einstaklingar eiga í viðskiptum við Byr og á þriðja þúsund fyrirtæki. Byr kynnir vörur sínar og þjónustu á eigin forsendum undir vörumerki Byrs enda þótt fyrirtækið taki áfram þátt í sameiginlegu starfi sparisjóða landsins. S24, dótturfyrirtæki Byrs, kynnir sig áfram með sjálfstæðum hætti. Byr starfrækir þjónustu á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Sparisjóður vélstjóra, SPV, var stofnaður 11. nóvember 1961. Sparisjóður Hafnarfjarðar, SPH, var stofnaður 22. desember árið 1902 og S24, dótturfyrirtæki SPH, var sett á stofn þann 14. október 1999. Merki Byrs er myndgerð nafnsins, sem er skylt sögninni að bera, og felur í sér hreyfingu. Byr er hagstæður vindur í segl eða undir vængi. Merkið tekur mið af uppruna sínum þar sem rendurnar tákna SPV og SPH, sem saman mynda nýtt tákn og nýja kraftmikla heild. Uppruni er einnig dreginn fram með litanotkun. Vörumerkið á að túlka persónulegheit og framsækni. Nafnið Byr táknar meðvind í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Það er komið úr sjómannamáli; að fá byr í seglin. Það er jákvætt í eðli sínu. Hugmynd er sögð fá góðan byr þegar henni er vel tekið. Byr er sá sem ber eða hreyfir eitthvað áfram. Nafnið er íslenskt orð og beygist samkvæmt því; er eins í öllum föllum nema eignarfalli, Byrs. Í fréttinni kemur fram að Byr er framsækið fyrirtæki á fjármálamarkaði, sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum jafnhátt undir höfði. Hér eftir sem hingað til verður lögð áhersla á faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu með það að markmiði að bæta hag viðskiptavina og auka veg samfélagsins í heild. Byr skilgreinir Ísland sem meginmarkaðssvæði sitt með sérstakri áherslu á höfuðborgarsvæðið. Ennfremur mun Byr telja Norðurlöndin og meginland Evrópu til markaðssvæðis síns og stunda starfsemi á því svæði. Vaxtarmöguleikar Byrs eru miklir.


 

?Óásættanleg niðurstaða? segir forstjórinn


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,17% og er 7.383 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 8.884 milljónum króna. Atorka Group hækkaði um 4,91%, Landsbankinn hækkaði um 2,19%, Alfecsa hækkaði um 1,89%, Flaga Group hækkaði um 1,66% og Mosaic Fashions hækkaði um 1,27%. Atlantic Petroleum lækkaði um 3,39%, Kaupþing lækkaði um 0,9%, Marel lækkaði um 0,67%, Teymi lækkaði um 0,62% og Eimskip lækkaði um 0,54%. Gengi krónu veiktist um 1,11% og er 121,3 stig.


 

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur undirritað sambankalán að fjárhæð 400 milljónir evra og er lánið með breytilegum vöxtum til eins og þriggja ára segir í frétt í kauphöllina.


 

Gengið var frá sölu á Kaffibarnum í gærkveldi, en það voru Þorsteinn Stephenssen, framkvæmdarstjóri Hr. Örlygs og Svanur Kristbergsson, sem keyptu. Kaupverðið er trúnaðarmál.


 

Auglýsingaframleiðslufyrirtækið Þeir tveir og hugbúnaðar- og markmiðlunarfyrirtækið Prax hafa sameinast í nýtt fyrirtæki sem heitir Kapital, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. ?Markmiðið með sameiningunni er að taka það besta úr báðum fyrirtækjum og bjóða upp á breiðari og betri þjónustu. Kapital er enn betur í stakk búið til að aðstoða þig við að koma þér og þínum á framfæri og nýta til þess alla þá fjölbreyttu flóru miðla sem í boði er, hvort sem það er sjónvarp, útvarp, internetið, eða DVD. Með þessari sameiningu öðlast Kapital líka sjaldgæfa sérhæfingu í að sameina þessa miðla og gera sem mest úr þeim, hvort sem að það er með margmiðlunarsamsetningum eða fjölþættri vinnslu,? segir í fréttinni.


 

Landsbanki Íslands hf. hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum Landsbankans í Landsafli hf. eða sem samsvarar 80% af útgefnum hlutum í Landsafli hf, segir í tilkynningu. Heildarvirði alls félagsins í viðskiptunum nemur tæpum 19 milljörðum króna og hefur salan jákvæð áhrif á eigið fé Landsbankans sem nemur u.þ.b. 3.500 milljónum króna. Landsbankinn var einn af stofnaðilum Landsafls með 20% hlut árið 1998. Landsbankinn eignaðist 100% hlut í félaginu í október 2003 og seldi 20% hlut til Burðaráss hf. árið 2005. Landsafl er fasteignafélag sem fyrst og fremst sérhæfir sig í eignarhaldi, umsýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Markmið félagsins er að eiga og reka fasteignir í langtíma- og/eða skammtímaútleigu. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með sölunni.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,43% og er 7.402 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 6.174 milljónum króna. Atorka Group hefur hækkað um 4,91%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,88%, FL Group hefur hækkað um 1,33%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 1,27% og 365 hefur hækkað um 1,08%. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 3,39%, Teymi hefur lækkað um 0,62%, Eimskip hefur hækkað um 0,54% og Kaupþing hefur hækkað um 0,4%. Gengi krónu hefur veikst um 0,53% og er 120,6 stig.


 

Nokkuð hefur borið á því að erlendir aðilar hafi samband við einstaklinga hér á landi og bjóðist til að hafa milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið varar við tilboðum af þessu tagi og og vekur athygli á lista yfir aðvaranir sem birtur er á heimasíðu FME og innheldur aðvaranir frá systurstofnunum FME í Evrópu að því er kemur fram í frétt á heimasíðunni.


 

FlyMe óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í nótt


 

Vörusala Icelandic Group á síðasta ári nam 138,8 milljörðum króna (1.471,3 milljónir evra). Vöxtur í tekjum nam 22,6% sem er nánast allur tilkominn vegna ytri vaxtar. EBITDA ársins er 3,5 milljarðar króna (36,9 milljónir evra) og tvöfaldast milli ára rekstrarhagnaður fyrir vexti og skatta (EBIT) 516 milljónir króna (5,5 milljón evra). Tap félagsins nam 1.078 milljónum króna (11,4 milljónir evra).Handbært fé til rekstrar fyrir skatta og vexti nam 1,6 milljarði króna (17,4 milljónum evra). Heildareignir 85,6 milljarðar króna (906,8 milljónir evra) ? eiginfjárhlutfall 19,4%. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,7%.  Kostnaður við endurskipulagningu hjá Coldwater Seafood UK var 150 milljónir króna (1,6 milljónir evra). Kostnaður við endurskipulagningu hjá Icelandic France var 264 milljónir króna (2,8 milljónir evra). Gjaldfærður umbreytingakostnaður á árinu um 1.885 milljónir króna (20 milljónir evra).


 

Sjálfkjörið er í stjórn Atorku Group hf. á fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 6. mars næstkomandi. Ljóst er því að sama stjórn situr áfram.


 

Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkavör í kjölfar birtingar ársuppgjörs ásamt því að gera afkomuspá fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2007. Metur hún gengi félagsins á 68,5 og hækkar úr 65,8. Markgengið er hækkað í 76 úr 73 krónum á hlut. ?Þar sem markaðsgengi er nú rúmlega 21% undir tólf mánaða markgengi okkar á bréfum Bakkavarar, þá ráðleggjum við að fjárfestar kaupi (Buy) bréf félagsins,? segir greiningardeildin. ?Það sem einkenndi rekstur Bakkavarar á árinu 2006 var mjög sterkt sjóðstreymi í félaginu og var það notað til að vinna á langtímaskuldum félagsins. Þetta hafði þau jákvæðu áhrif fyrir Bakkavör að lánastofnanir félagsins lækkuðu lánaálag félagsins,? segir greiningardeildin. Þegar litið er til baka á allt árið 2006 kemur í ljós að EBITDA framlegð Bakkavarar var 12,1%. ?Þessi niðurstaða er áhugaverð í ljósi þess að þegar kaupin á Geest voru kynnt í maí 2005 var það ætlun félagsins að ná 12 ? 14% EBITDA framlegð á fjórum til sex árum. Nú, rúmu ári seinna hafa þeir þegar náð neðri mörkum þessarar áætlunar og það þrátt fyrir breytta framtalsaðferð vegna sölu á fersku og skornu grænmeti til eins viðskiptavinar. Þessi breyting eykur veltu og lækkar EBITDA framlegð félagsins. Með þetta til hliðsjónar höfum við endurskoðað framlegðarspá okkar til framtíðar og hækkað spá okkar úr 12% í 13% frá og með árinu 2008,? segir hún.


 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda.


 

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,91% og er 7.370 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 14.1993 milljónum. Mosaic Fashions hækkaði um 3,97% en greiningardeild Landsbankans birti í dag nýtt verðmat, Alfesca hækkaði um 1,49%, Kaupþing hækkaði um 1,42%, Marel hækkaði um 1,35% og Actavis hækkaði um 1,04% en félagið birti í dag uppgjör sem var í takt við væntingar. Teymi lækkaði um 1,62%, Eimskip lækkaði um 1,34%, Atorka Group og 365 lækkuðu um 0,54% og Straumur-Burðarás lækkaði um 0,5%. Gengi krónu veiktist um 0,37% og er 119,9 stig.


 

Actavis í Þýskalandi hefur gert samstarfssamning við þýska sjúkrasamlagið Allgemeine Ortskrankenkassen (AOK), segir í fréttatilkynningu frá félaginu.  Í samningnum felst að AOK mælir með að þarlendir læknar ávísi tilteknum lyfjum frá Actavis, í þeim tilgangi að lækka kostnað í þýska heilbrigðiskerfinu.


 

áunnin réttindi hækkuð um 10%.


 

segja hækkun á lánshlutfalli ÍLS í 90% afleik


 

Stjórn Símans hefur tekið ákvörðun um að skipta fyrirtækinu upp í tvær sjálfstæðar einingar þannig að fjarskiptanetið, eða svokallað grunnet, verði sett í sérstakt fyrirtæki. Verður þessi ákvörðun lögð fyrir hluthafa á ársfundi 15. mars. Ekki er búist við öðru en að hluthafafundur samþykki formlega þessa tillögu sem mun þá strax taka gildi.Eftir þessar breytingar stendur Síminn með sín dótturfélög, Anza hf., Sirius (upplýsingatæknifyrirtæki Anza á Norðurlöndum), Upplýsingaveitur ehf. (m.a. þjónustufyrirtækið JÁ), Skjárinn miðlar ehf., Tæknivörur ehf., On-waves S.ä.r.l. og Radiomiðlun sem áður hét Fjarskip ehf.Verður í eigu Skipta ehf.Nýtt ónefnt þjónustufyrirtæki sem stofnað verður um fjarskiptanetið verður í 100 % eigu Skipta ehf., móðurfélags Símans og verður því systurfélag en ekki dótturfélag Símans. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að ekki séu uppi nein áform á þessari stundu um að selja nýja fjarskiptanetsfélagið frá móðurfélaginu.


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,87% og er 7.441 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 5.235 milljónum króna. Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,47% og daginn þar áður um 2,53% en hlutabréf í Evrópu lækkuðu í kjölfar mikilla lækkana í Kína. ?Ró virðist vera að færast yfir hlutabréfamarkaði heimsins eftir nokkra róstusama daga,? segir greiningardeild Glitnis. ?Sá hrollur sem fór um markaði heimsins síðustu tvo viðskiptadaga virðist því fyrir bí enda var ekki um grundvallarbreytingu í efnahags- eða rekstrarumhverfi heimsálfanna að ræða. Við reiknum með áframhaldandi sterkum innlendum hlutabréfamarkaði í ár enda sjáum við enn rými til hækkunar á verði félaga auk væntinga um arðbæran ytri vöxt á árinu,? segir greiningardeildin. Mosaic Fashions hefur hækkað um 5,3%, FL Group hefur hækkað um 2,99%, Atorka Group hefur hækkað um 2,3%, Actavis Group hefur hækkað um 2,22% og Kaupþing um 2,13%. Marel hefur lækkað um 0,95%, Teymi hefur lækkað um 0,61%, 365 hefur lækkað um 0,54% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,37%. Gengi krónu hefur veikst um 0,42% og er 119,9 stig.


 

Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. hefur verið falið að selja allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf. að því er kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.  Verður hlutaféð boðið takmörkuðum hópi fjárfesta á næstu vikum.


 

hagnaður síðasta ár 800,6 milljónir króna


 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,13% og er 7.459 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5, en markaðurinn hefur verið opinn í 50 mínútur. Veltan nemur 3.850 milljónir. Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,47% og daginn þar áður um 2,53% en hlutabréf í Evrópu lækkuðu í kjölfar mikilla lækkana í Kína. Mosaic Fashions hefur hækkað um 4,64%, FL Group hefur hækkað um 3,99%, Landsbankinn hefur hækkað um 2,51%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 2,48% og Kaupþing hefur hækkað um 2,13%. Marel hefur lækkað um 0,95%, Teymi hefur lækkað um 0,61% og Icelandair Group hefur lækkað um 0,37%. Gengi krónu hefur styrkst um 0,08% og er 119,3 stig.


 

Fyrir nokkru var framleiðslugeta á holplötum hjá Loftorku tvöfölduð með því að setja upp nýtt borð í verksmiðjunni í Borgarnesi. Í frétt á vef félagsins kemur fram að aukin framleiðslugeta kemur til með að stytta afgreiðslutíma verulega og auka þannig þjónustu við byggingaraðila.


 

Kaupþing hefur ákveðið að selja 25% hlut sinn í Intrum á Íslandi til annara eigenda fyrirtækisins, sem eru Intrum Justitia, Landsbanki Íslands og Sparisjóðirnir, segir í fréttatilkynningu.


 

Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. Þar sem Actavis er fyrst til að sækja um markaðsleyfi á lyfinu, hefur fyrirtækið fengið 180 daga einkarétt á sölu þess. Lyfið mun fara í dreifingu á næstu vikum. Ranitidine mixtúra er samheitalyf frumlyfsins Zantac® Syrup frá GlaxoSmithKline og verður fáanlegt í styrkleikanum 15 mg/ml. Lyfið er þriðja lyfið sem Actavis markaðssetur í Bandaríkjunum á árinu, á þessum stærsta markaði samstæðunnar. Fyrir árið í heild sinni er búist við að markaðssett verði 18-20 ný samheitalyf og að lagðar verði inn 40-45 lyfjaumsóknir til lyfjayfirvalda. Árleg sala lyfsins í Bandaríkjunum nam um 121 milljónum dala (8 milljörðum króna) á árinu 2006, samkvæmt tölum frá IMS Health data. ?Það er ánægjulegt að ná einkarétti á sölu Ranitidine, en það er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem sá áfangi næst. Árangurinn má þakka okkar öfluga þróunarstarfi og við eigum von á að lyfið verði á meðal þeirra söluhæstu í Bandaríkjunum á árinu," segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis.


 

Tekjur Actavis Group rúmlega tvöfölduðust á árinu 2006 og námu 1.379 milljónum evra (121 milljarði króna) og EBITDA framlegðarstig nam 20,8%. Undirliggjandi hagnaður samstæðunnar nam 148,8 milljónum evra (13 milljörðum króna) á árinu 2006 og 38,8 milljónum (3,4 milljörðum króna) á fjórða ársfjórðungi sem er um 70% aukning frá fyrra ári að því er kemur fram í tilkynningu félagsins.


 

Undanfarið hefur verið unnið að uppstokkun á eignarhaldi rekstrarfélaga Dominos á Íslandi og í Danmörku. Að sögn Tryggva Jónssonar, stjórnarformanns Futura ehf., eignarhaldsfélags Dominos á Íslandi, var vilji til þess í eigendahópnum að aðskilja þarna á milli.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.