*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


desember, 2009

 

Áramót – Tímarit Viðskiptablaðsins komið kom út í gær og er nú aðgengilegt áskrifendum hér á vb.is.


 

Heildarvelta í Kauphöll Íslands var 2.776 milljarðar sem jafngildir 11,2 milljarða veltu á dag.  Rúm 98% veltunnar var með skuldabréf og er því meðal dagsveltan með skuldabréf tæpir 11 milljarðar.


 

N1 greiddi í vikunni 1.161 milljónir króna inná skuldabréf með auðkennið N1 08 1.


 

Reuters fréttastofan fjallaði á vef sínum í kvöld (miðvikudagskvöld) um samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave.


 

Alþingi samþykkti Icesave frumvarp fjármálaráðherra í kvöld


 

segir árangurinn sambærilegan við það sem þekkist í Norður-Þýskalandi


 

Veltan á faseignamarkaði árinu 2009 næstum helmingi minni en í fyrra


 

Arion banki býður þeim sem eru í mestum vanda að lækka höfuðstól lána umtalsvert


 

Lögmanastofan hvatti íslenska ríkið til að hóta Bretum málssókn


 

Gögn sem ekki hafa verið birt áður eru nú í óformlegri umræðu í fjárlaganefnd


 

Skrifað hefur verið undir samning milli Jóns Auðunar Jónssonar hrl., skiptastjóra þrotabús útgerðarfyrirtækisins Festar ehf. í Hafnarfirði og eigenda Útgerðarfélagsins Völusteins ehf., um að Útgerðarfélagið Völusteinn ehf. kaupi allan rekstur og eignir þrotabúsins, sex báta, fiskvinnslu og aflaheimildir.  Kaupverðið er 3,2 milljarðar króna. Útgerðarfélagið Völusteinn ehf. er í eigu Ólafs Jens Daðasonar skipstjóra og Gunnars Torfasonar sjávarútvegsfræðings.


 

Íslenskur tölvuleikur sem er þróaður og hannaður í sameiningu af On The Rocks Productions og CAOZ kom í iTunes verslun Apple tveim dögum fyrir jól. Leikurinn er byggður á sögu úr væntanlegri kvikmynd CAOZ um þrumuguðinn Þór. Leikurinn er gefinn út af bandaríska fyrirtækinu Freeverse sem m.a. hefur sett á markað í iTunes verslunni tvo af 10 söluhæstu leikjum Apple-verslunarinnar frá upphafi.


 

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. bárust þrjú skuldbindandi tilboð með fyrirvörum í 49% hlut í Skeljungi hf. og tengdum félögum. Öllum þremur tilboðsgjöfum verður gefinn kostur á áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur aðgangur að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins. Stefnt er að því að bindandi tilboð án fyrirvara berist í byrjun febrúar 2010 segir í tilkynningu Íslandsbanka.


 

Félagið ákvað að greiða sér 478 milljónir í arð þrátt fyrir að eigið fé væri neikvætt um tugi millja


 

Bræður Ingunnar notuðu fé Milestone til að kaupa hana út. Greiðslurnar helmningi hærri en áður var á


 

Viðskiptablaðið birtir töflu yfir útsvarshlutfall allra sveitarfélaga landsins.


 

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í vikunni fyrir jól var með nokkuð eðlilegri móti en í vikunni þar á undan.


 

- nær til 30 þúsund félagsmanna


 

Kærunefnd útboðsmála segir Klæðningu ehf. ekki hafa rift samningum


 

Þeir fjögur þúsund innistæðueigendur sem áttu sparifé á reikningum Kaupthings Singer & Friedlander á eyjunni Mön og hafa ekki ennþá fengið þær endurgreiddar, munu þurfa að bíða í allt að átta ár eftir því að fá sparifé sitt endurgreitt.


 

Greiðslubyrðin er léttari til að byrja með en greiðsluvísitalan kann að hækka meira en VNV


 

40% skattur á algengustu tekjurnar, langflest sveitafélög með hámarksútsvar


 
Innlent
24. desember 2009

Gleðileg jól!

Við óskum lesendum blaðsins og vb.is gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


 

Már Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson bentu báðir á, þegar stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans var kynnt 10. desember síðastliðinn, að krónan gæti verið veik lengi áfram. Þórarinn nefndi að krónan gæti jafnvel verið veik í áratug eða áratugi.


 

Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði staðfest langtímaeinkunnir Íslands í erlendum og innlendum gjaldmiðli og  tekið ríkissjóð af gátlista. Horfur eru enn sagðar neikvæðar. „Það að ríkissjóður hefur verið tekinn af gátlista endurspeglar framvindu í endurskipulagningu fjármálageirans, viðunandi framkvæmd Íslands á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og mun styrkari erlenda stöðu þjóðarbúsins,“ segir Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá Fitch í Lundúnum samkvæmt frétt á vef Seðlabankans.


 

Útgjaldaþróun hins opinbera hér á landi hefur verið á skjön við þróun annarra ríkja innan OECD og mikið hefur vantað upp á til að hægt sé að tala um aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum að mati Viðskiptaráðs. Ætli stjórnvöld sér að tryggja að aðhaldsaðgerðir næstu ára beri þann árangur sem ætlað er og þar með að efla trúverðugleika ríkisfjármálastefnunnar til langframa er mikilvægt að koma í veg fyrir að ónákvæmar fjárhagsupplýsingar og skekkjur flytjist kerfisbundið milli ára. Að sama skapi skiptir miklu að raunveruleg fjárhagsstaða ríkisins hverju sinni liggi skýrar fyrir þegar fjárlög hvers árs eru unnin.


 

Viðskiptablaðið kom út í síðasta sinn á þessu ári í gær með hefðbundnu sniði. Með fylgir veglegt jólablað Fiskifrétta.


 

Opinberu hlutafélögin Flugstoðir ohf., sem stofnað var 1. janúar 2007 og Keflavíkurflugvöllur ohf. sem stofnað var í ágúst 2008 utan um rekstur Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, verða sameinuð í nýtt opinbert hlutafélag samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í vikunni.


 

Lán til framkvæmdastjórnar 337 milljóna króna virði samkvæmt uppgjöri síðustu mánaða ársins 2008


 

Heildarsala skuldabréfa í nóvember nam 18,3 milljörðum króna, samanborið við 37,9 milljarða og 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra.


 

Embættið rannsakar tilfærslur á fjárfestingaeignum til Sjóvár


 

Blagoj Mehandziski segir Milestone hafa keypt helminginn í fyrirtæki sínu


 

BG Partners, sem eiga 51 prósent hlut í Skeljungi, vilja kaupa allt það hlutafé sem félagið á ekki í fyrirtækinu.


 

Helstu greiningaraðilar voru nokkuð nálægt því að spá rétt fyrir um 12 mánaða verðbólgu nú í desember.


 

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember 2009 hækkaði um 0,48% frá fyrra mánuði.


 

Vogunarsjóðir byrjaðir að kaupa lánshluta í sambankalánum


 

Seðlabanki Makedóníu hefði getað leyst eignarhlut Milestone til sín


 

Tölvuteiknimyndafyrirtækið CAOZ hyggst ráða fjölda fólks til sín á næstunni en greint var frá því í dag að nýr hópur fjárfesta væri gengin til liðs við félagið. Tölvuteiknimyndin Þór – í Heljargreipum skapar í heild um 80 ársverk á Íslandi segir í tilkynningu félagsins. Um 60% af framleiðslunni og kostnaði mun falla til hjá CAOZ á Íslandi.


 

Í dag var fyrsti hluti láns frá Norðurlöndunum greiddur til Íslands í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyris¬sjóðsins. Um er að ræða 300 milljónir evra. Ísland hefur heimild til að nýta alls 444 milljónir evra fram að annarri endurskoðun efnahagsáætlunarinnar sem áætlað er að fari fram um miðjan janúar 2010 að því er kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. 


 

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði í dag í talsverðum viðskiptum. Þannig nam velta með skuldabréfa í dag 13,2 milljörðum króna sem er nokkuð yfir meðaltali síðustu daga og vikur.


 

Títan fjárfestingafélag, Hilmar Gunnarsson og Bru II Venture Capital Fund hafa í sameiningu keypt meirihluta hlutafjár í tölvuteiknimyndafyrirtækinu CAOZ, sem nú vinnur að framleiðslu tölvuteiknimyndarinnar Þór – í Heljargreipum. Nokkrir eldri hluthafar ásamt lykilstarfsmönnum tóku einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Auk þess að fjárfesta í félaginu þá leggja fjárfestarnir til hluta af verkefnafjármögnun myndarinnar, sem er nú fjármögnuð að fullu. Heildarverðmæti samnings þessa nemur um 300 milljónum króna segir í tilkynningu.


 

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka hf., hefur sent frá sér tilkynningu sem viðbrögð við grein Margeirs Péturssonar, stofnanda MP Banka, í Fréttablaðinu í dag.


 

Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp fjármálaráðherra sem heimilar einstaklingum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að taka út meira af séreignarlífeyrissparnaði sínum en áður var leyfilegt. Nú verður hægt er að fá greiddar út allt að 1,5 milljón króna til viðbótar við þá einu milljón króna sem áður var unnt að taka út.


 

Velta með skuldabréf nema það sem af er degi um 9 milljörðum króna sem er nokkuð meiri velta en verið hefur að meðaltali síðustu daga og vikur.


 

Margeir Pétursson gagnrýnir orð fjármálaráðherra um heilbrigða banka


 

Samtök tölvuleikjaframleiðenda á Íslandi - Icelandic Gaming Industry - eru vaxandi samtök enda er tölvuleikjaframleiðsla á Íslandi í örum vexti. Samtökin eru að hefja sína fyrstu árlegu samkeppni í hönnun og gerð tölvuleikja, IGI Awards sem fram fara í apríl 2010. Þetta er keppni opin öllum og kostar þátttaka ekkert. Samtökin bjóða upp á ókeypis mánaðarlegar kynningar á helstu grunnatriðum tölvuleikjagerðar, til að gera keppnina sem aðgengilegasta.


 

hafa einkum áhuga á birgðastöðum hér við land


 

Yfirstandandi ár hefur verið eitt hið besta í sögu Promens Dalvík (áður Sæplast Dalvík). Unnið hefur verið á þrískiptum vöktum 5 daga vikunnar allt árið og útflutningur verið mjög blómlegur. Undanfarna mánuði hefur fimm daga vinnuvika ekki dugað til að anna eftirspurn og því hefur framleiðslan einnig verið keyrð um helgar.


 

Fjögurra vikna meðalvelta ekki hærri síðan í mars 2008, mjög há upphæð á hvern samning í vikunni


 

„Grátlegt er að sjá í hvaða farveg umræða um málið er að falla,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI) á vef samtakanna um málefni Verne Holding.


 

- salurinn nánast tómur á meðan


 

Engar fundagerðir eru til um samskipti fjármálaráðherra, eða embættismanna á hans vegum, við erlenda aðila vegna Icesave málsins.


 

Ísland og Noregur hafa gerst aðilar að loftferðasamningi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem skrifað var undir í apríl 2007 og tók gildi vorið 2008.


 

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, um að sekta Símann um 150 milljónir króna vegna brota á samkeppnislögum, kemur Símanum á óvart.


 

Sagt að óánægja sé með stuðning Samtaka iðnaðarins við Evrópusambandsaðild.


 

Eik banki P/F hefur samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka um að bankinn annist viðskiptavakt með hlutabréf Eik banka fyrir eigin reikning Saga Capital.


 

Samkeppniseftirlitið hefur í ákvörðun sinni í dag komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi gerst brotlegur við skilyrði sem eftirlitið setti honum í fyrri ákvörðun og þannig raskað með alvarlegum hætti samkeppni frá minni keppinautum.


 

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, hafði í byrjun árs 2008 gert samning við eiganda hins fræga Williamsliðs í Formúlu 1 kappaksturskeppninni um að fá að kaupa 10% hlut í lok desember sama ár. Það var háð því skilyrði að Jón Ásgeir yrði einn af aðalstyrktaraðilum félagsins í gegnum félög undir hans stjórn. Það gekk eftir og voru Hamleys og fleiri fyrirtæki Baugs í Bretlandi bakhjarlar Williamsliðsins.


 

Þegar Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), lét af störfum forstjóra FME var rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra.


 

Íbúðalánasjóður hefur fallið frá hugmyndum um útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa á árinu 2009 og á fyrri hluta ársins 2010, en gerir ráð fyrir að endurskoða málið á síðari hluta ársins 2010.


 

Nágrannaþjóðir okkar aðstoðuðu við að gera Icesave að hluta af AGS-áætluninni


 

Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, segist saklaus af því að hafa dregið sér tæplega 120 milljónir króna í starfi sínu sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs bankans.


 

Vilja að færsla innlána frá Straumi til bankans verði ekki meðhöndluð sem forgangskrafa


 

Útsvarsprósenta Sandgerðisbæjar verður 13,1% á næsta ári og hækkar úr 12,7% samkvæmt tillögu bæjarráðs sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær.


 

Ágreiningur fyrrum fjármálastjóra Baugs við bú félagsins fyrir dóm á morgun


 

Iceland Express ætlar að hefja flug til Gdansk í Póllandi næsta sumar.  Flogið verður  einu sinni í viku frá og með júníbyrjun, á föstudögum. 


 

Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni lagt 500.000- kr. stjórnvaldssekt á Toys"R"Us fyrir brota á útsölureglum.


 

Hið opinbera nýtur góðs af útgreiðslum úr séreignarsparnaði


 

Stór meirihluti telur ekki réttlætanlegt að fella niður skuldir


 

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaði dagsins.


 

Einn þeirra einstaklinga, sem hafa stöðu grunaðs manns í rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á mögulegum sakamálum tengdum bankahruninu, hefur verið úrskurðaður í farbann.


 

Málamyndasamkomulag náðist um framtíð Byrs Sparisjóðs aðfaranótt síðastliðins þriðjudags milli fjármálaráðuneytis, stjórnenda Byrs og erlendra kröfuhafa sjóðsins.


 

Úttekt um málflutning vegna máls Baldurs Guðlaugssonar í Viðskiptablaðinu í dag


 

Þegar Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital ern spurður um hvernig hann sjái fyrir sér að hægt væri að koma slíkum markaði í gang þá nefnir hann sem dæmi að endurvinna skráningu Icelandair á markaði, sem eitt helstu þjóðarfyrirtækja Íslendinga.


 

Heildarvelta kreditkorta í nóvembermánuði var 23,3 milljarðar króna, samanborið við 21,7 milljarð á sama tíma í fyrra og er þetta 7,6% aukning milli ára.


 

Rannsaka fjármagnsflutninga og Kauþing Edge reikninganna.


 

IFS Greining gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% í desember en gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 7,53%, samanborið við 8,6% í nóvember.


 

Segja að umtalsverð lækkun húsnæðisverðs sé enn í pípunum


 

Bloomberg fréttaveitan hefur ákveðið að birta skuldabréfavísitölur Gam Management (GAMMA) en félagið hóf að birta skuldabréfavísitöluna í nóvember s.l.


 

Pétur Blöndal alþingismaður sagði í umræðu um hlutafélög og einkahlutafélög á Alþingi að 70 þúsund Íslendingar hefðu tapað á hruni hlutabréfamarkaðarins. Hann sagðist telja að meðaltap einstaklinga væri á milli þrjár til fjórar milljónir króna.


 

Heildareignir Landsbankans 944 milljarðar króna


 

Gagnrýna skort á samráði ríkisins við hagsmunaaðila


 

Hefur lækkað um 8,5% frá s.l. áramótum


 

Samdrætti í tekjum Reykjavíkurborgar verður mætt með hagræðingu í rekstri, án þess að hækka skatta eða gjöld á grunnþjónustu.


 

kaupverðið um 12,5 milljarðar króna og 30% greitt með peningum


 

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 136,1 milljarði króna í lok október og lækkuðu um 0,3 milljarða milli mánaða.


 

Í ársbyrjun 2005 samdi Icelandair Group um kaup á 787 Dreamliner en félagið á nú fimm vélar í pöntun. Til stóð að afhenda tvær þeirra árið 2010, aðrar tvær árið 2012 og eina árið 2013.


 

Fiskverkunarfyrirtækið Tor ehf. í Hafnarfirði hefur ákveðið að segja upp 35 manns frá og með áramótum. Um er að ræða sérhæft fiskvinnslufólk.


 

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6% í desember en ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 8,6% í 7,7%.


 

Ákvörðun um framtíð Byrs tekin á næturfundi


 

Sex hæstu tilboðsgjafar fá aðgang að frekari upplýsingum


 

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, veitti nýlega níu sprotafyrirtækjum viðurkenningu fyrir hönd Klaks – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og Háskólans í Reykjavík sem var verið að brautskrá úr Viðskiptasmiðjunni – Hraðbraut nýrra fyrirtækja.


 

Stærsti floti vetnisknúinna fólksbíla í Evrópu


 

Sendinefnd IMF hefur fundað mikið um stöðuna í ríkisfjármálum


 

Málflutningur fer fram 15. febrúar vegna frávísunarkröfu ríkisins, í máli Deka Bank gegn ríkinu


 

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að framtíðareignarhald bankans verði kynnt á miðvikudag


 

Leynileg kosning í gegnum heimabanka og vefkerfið Íslendingaval


 

Sunnlenska greinir frá því að VBS hafi gefið út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða með veði í landinu


 

Erlendar skuldir Íslendinga eru mjög miklar hvort sem litið er á vergar eða hreinar skuldir og telur IFS Greining að erlendar skuldir Íslendinga nemi um 295% af vergri landsframleiðslu.


 

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Gogogic ehf. hefur hlotið styrk upp á 400.000 danskar krónur eða um 10 milljónir króna til að þróa tölvuleik fyrir iPhone og Facebock. Það er norræni sjóðurinn Nordic Game Program sem veitir styrkinn og er hann til þróunar á leiknumRapture - Collectable Card Gamesem  Gogogic ehf. hefur unnið að í nokkurn tíma.


 

Fyrsta málið gegn neyðarlögunum þingfest á mánudag. Engin varaáætlun til staðar ef lögin halda ekki.


 

VBS færði 9,4 milljarða af ríkisláninu sem tekjur í fyrra. Bankinn verður að bakfæra það.


 

Fjögurra vikna meðalvelta ekki verið hærri á árinu


 

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli nóvember og desember mælist 0,6% en gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 8,6% niður í 7,6%, en vísitalan hækkaði um 1,5% í desember í fyrra.


 

Yfir hundrað kölluðu eftir gögum um eignir og rekstur í sölumeðferðinni


 

Arkitektastofa í Edinborg í Skotlandi, Graeme Massie Architects, hlaut fyrstu verðlaun í A-hluta hugmyndasamkeppni sem Faxaflóahafnir sf. efndu til vegna skipulags Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í Reykjavík. Samstarfsaðili hennar á Íslandi er ráðgjafarfyrirtækið Alta ehf.  Úrslitin voru tilkynnt við athöfn í Víkinni sjóminjasafni nú síðdegis um leið og sigurlaunin voru afhent, 7,5 milljónir króna.


 

Ríkið greiddi eigendum ríkisskuldabréfs, RB10, 8,2 milljarða króna í vexti í dag. Stærð skuldabréfaflokksins er 60 milljarðar króna og þar af eru um 50 milljarðar króna í eigu útlendinga.


 

Möguleikarnir á því að Ísland fari í gegnum annað efnahagshrun á næstu 12 mánuðum eru einn á móti þremur en helst ástæður þess má rekja til mikilla erlenda skulda og mikils fjárlagahalla.


 

Skuldir ríkissjóðs jukust um 270 milljarða vegna þeirra og Seðlabankinn varð nær gjaldþrota


 

Málflutningur í máli Baldurs Guðlaugssonar á þriðjudag


 

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem lögð var fram í byrjun síðustu viku, hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu daga og þá hefur umræða um útsvar og þjónustu verið helst áberandi.


 

Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.744 milljarðar króna í lok október sl. og hækkaði um 9,6 milljarða í mánuðinum.


 

Vaxtastigið í landinu almennt mun halda áfram að lækka og útspil bankanna að bjóða fasta óverðtryggða vexti fyrir þá sem skipta úr erlendum lánum í innlend leiðir til þess að bankarnir muni leitast við að halda innlánsvöxtum bankans lágum til að viðhalda vaxtamun.


 

Icelandair Group verður tekið út úr OMXI6 vísitölunni í íslensku Kauphöllinni eftir áramót en í stað félagsins mun færeyska flugfélagið Atlantic Airways koma inn.


 

Ný samtök stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings og Stranda voru stofnuð á mánudag. Um 60 manns sóttu stofnfund.


 

Segir Umfang Orkuveitunnar vera til stöðugrar skoðunar


 

Bundnar gjaldeyrisinnstæður í Seðlabanka Íslands í lok nóvember nam um 95,6 milljörðum íslenskra króna. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á kynningarfundi í Seðlabankanum í dag að gömlu viðskiptabankarnir, sem skilanefndirnar stjórna, eigi töluverðan gjaldeyri.


 

Vaxtalækkanir Seðlabankans í morgun eru umfram það sem markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir og jákvætt að Seðlabankinn sjái tækifæri til þess að lækka vexti þó betur megi ef duga skal.


 

Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs fyrstu níu mánuði var jákvæð um 200 milljónir króna sem er um 1.660  milljóna króna betri niðurstaða en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.


 

 Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, veltir því upp í leiðara nýs fréttabréfs samtakanna hvort það sé verið að vísa samtökunum frá stöðugleikasáttmálanum með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um veigamiklar breytingar á stjórn fiskveiða, þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um að málin skuli rædd í sáttanefnd.


 

Mikil velta var á skuldabréfamarkaði í dag, með bæði Íbúðabréf sem og Ríkisbréf, í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands.


 

Tekjur hafa ríflega þrefaldast milli ára


 

Skuldabyrði ríkissjóðs þyngist vegna lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna


 

Dótturfélög Icelandair Group fluttu 106 þúsund farþega í nóvember, sem er 5% aukning á milli ára.


 

Framtíð sparisjóða ræðst eftir helgi


 

Skráð atvinnuleysi í nóvember 2009 var 8% eða að meðaltali 13.357 manns og eykst atvinnuleysi um 5,3% að meðaltali frá október eða um 675 manns.


 

Markaður með kröfur í bú Landsbankans er þegar virkur


 

Peningastefnunefnd segir vaxtaákvörðun færa vaxtagang nær vöxtum sem ráða aðhaldi


 

skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið


 

SUS býðst til að ráðleggja stjórnvöldum við niðurskurð dragi þau skattahækkanir til baka


 

Goðsögn á Wall Street í hópi þeirra sem keypt hafa skuldabréf bankanna


 

Stýrivextir Seðlabanka Íslands lækka um 1 prósentustig samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar, sem kynnt var í morgun. Stýrivextir hafa hins vegar lítil áhrif á núverandi vaxtastig í landinu og því er horft á aðra vexti Seðlabankans. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka um 0,5 prósentur í 8,5%. Seðlabankinn mun áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75% hámarksvöxtum, en í því felst 0,5 prósentna lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa.


 

forðaði Straumi frá yfirtökuskyldu á Icelandic


 

Þeir sem hafa haldið að íslensku orkuútrásinni væri lokið hefðu átt að hlusta á erindi forráðamanna Reykjavik Geothermal á Haustþingi Jarðhitafélagsins á þriðjudaginn.


 

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,6% á föstu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 6,6% á breytilegu verðlagi.


 

Ríkisvíxlaútboð á föstudag


 

ESA telur að neyðarlögin brjóti ekki í bága við ákvæði EES samningsins. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður telur að þessi niðurstaða sé um 600 milljarða króna virði fyrir íslenska skattgreiðendur. ,,Fyrirsjáanlegt er að ESA telji að sama ábyrgð verði að vera á öllum innstæðum í Landsbankanum óháð þjóðerni eigandans og óháð því í hvaða útibúi bankans peningarnir voru vistaðir," segir Kristinn í pistli á heimasíðu sinni.


 

Íslenska jarðhitafyrirtækið Reykjavik Geothermal vinnur nú að nýtingu jarðhita fyrir borgina Masdar, sem verið er að reisa í olíuríkinu Abu Dhabi. Borgin á að vera kolefnishlutlaus og úrgangslaus, en auk sólarorku hyggjast forsvarsmenn verkefnisins nýta þar jarðhita, einkum til að knýja kælikerfi borgarinnar. Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur hjá Reykjavik Geothermal, fjallaði um verkefnið á haustþingi Jarðhitafélagsins í gær.


 

Breska flugfélagið Astraeus, sem er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar, hefur flækst inn í kjarasamningadeilu írska flugfélagsins Aer Lingus en félagið á nú í deilu við írska flugmannafélagið. Um leið reynir Air Lingus að forðast gjaldþrot.


 

Samanlagðar tekjur fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga, ásamt tekjum af kostun, námu ríflega 9,8 milljörðum króna á síðasta ári.


 

Canon  og World Press Photo  samtökin hafa endurnýjað samstarf sitt til næstu þriggja ára. Canon og World Press Photo hafa unnið saman síðustu 18 ár, meðal í tengslum við ljósmyndakeppni World Press Photo.


 

Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 403 milljörðum króna í lok nóvember, samanborið við 506 milljarða króna í lok október sl.


 

Neytendastofa hefur bannað Elísabetu tryggingum að auglýsa 30% lækkun á verði heimilistrygginga.


 

Fulltrúar sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssamtaka lífeyrissjóða stofnuðu formlega í dag Framtakssjóð Íslands, nýtt fjárfestingarfélag. Stofnendur sjóðsins ráða yfir um 64% af heildareignum lífeyrissjóða á Íslandi. Stofnendur hafa skuldbundið sig til að leggja nýja fjárfestingarsjóðnum til um 30 milljarða króna í hlutafé. Enn er opið fyrir skráningu hlutafjár í sjóðnum.


 

Íslenska leiguflugfélagið Icejet hefur verið að efla statrfsemi sína að undanförnu. Félagið er nú með þrjár vélar í fullri notkun en það á fimm vélar, allar af gerðinni Dornier. Icejet er í eigu fjárfestingafélagsins Nordic Partners sem er núna í endurskipulagningu. 


 

Fraktflugvélar Icelandair Cargo hafa verið merktar með merki íslensks sjávarútvegs um ábyrgar veiðar og slagorðinu Absolutely Fresh. Í tilkynningu kemur fram að flutningur á ferskum sjávarafurðum frá Íslandi á markaði erlendis er ein af undirstöðunum í starfsemi Icelandair Cargo. 


 

„Það er neytendum og atvinnulífinu til hagsbóta að bankar afskrifi eða minnki skuldir rekstrarhæfra fyrirtækja sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Bankar verða hins vegar að gera skýra arðsemiskröfu til endurskipulagðra fyrirtækja og gæta að samkeppnissjónarmiðum,“ segir í umræðuskjali um banka og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja sem Samkeppniseftirlitið birtir í dag. Leitar eftirlitið umsagnar hjá hagsmunaaðilum og almenningi um þá stefnumörkun sem kynnt er í skjalinu. Í umræðuskjalinu er fjallað um skuldavanda íslenskra fyrirtækja og samkeppnisleg álitaefni tengd honum. Er viðfangsefni þetta afar mikilvægt og getur haft veruleg áhrif á þróun og uppbyggingu íslensks atvinnulífs.


 

Ritstjórn Island.is, upplýsinga- og þjónustuveitu fyrir almenning með heildstæðum upplýsingum um opinbera þjónustu, hefur breytt fyrirsögn á frétt sem sett var þar inn í gær.


 

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) standast ákvæði neyðarlaganna kröfur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Það á einkum við ákvæði varðandi forgang sem innstæðum var veittur og ráðstafanir íslenskra stjórnvalda á grundvelli laganna.


 

Ísland er í fjórða neðsta sæti af 27 viðmiðunarríkjum GPG


 

Baldur Guðlaugsson krefst þess að rannsókn verði hætt


 

Laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 4,9% á milli þriðja ársfjórðungs 2008 og 2009. Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun um aðeins 0,8% milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.


 

Frétt birt á upplýsingasvæði hins opinbera sem ítrekar að svo sé


 

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að banna fjarskiptafyrirtækinu Tal að nota reiknivél Tals, þar sem neytendur gátu borið símreikning sinn saman við verð hjá Tali til þess að sjá hvort, og hversu mikið, þeir spöruðu á því að flytja viðskipti sín til Tals.


 

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 402,8 milljörðum króna í lok nóvember og lækkaði um 48,2 milljarða milli mánaða.


 

Virðisrýrnun útlána bankans 47 milljarðar króna


 

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að Viðskiptablaðið hafi komist að rangri niðurstöðu við útreikning á meðallaunum ríkisstarfsmanna í frétt þann 19. nóvember sl.


 

Um áramótin hækkar heildsöluverð raforku frá Landsvirkjun um 4,4%. Í tilkynningu segir að þessi hækkun byggist á því að í langtímasamningum um sölu á rafmagni og svonefndum grunnorkusamningum eru ákvæði um að verð geti tekið árlegum breytingum í samræmi við hækkandi verðlag.


 

Lítil velta var með skuldabréf í Kauphöllinni í dag eða fyrir 2,6 milljarða króna. Heildarvelta með verðtryggð íbúðabréf nam aðeins 430 milljónum króna. Velta með óverðtryggð ríkisskuldabréf nam 2,2 milljörðum króna.


 

Íslenskum umsóknum í rannsóknaáætlun Evrópusambandsins hefur fjölgað mikið, ekki síst í mannauðsáætlunina People að því er kemur fram í fréttabréfi Rannís. Umsóknarfrestur IAPP var 27. júlí og skemmst er frá því að segja að 15 umsóknir bárust með íslenskri þátttöku og þar af voru 11 með íslenskri verkefnisstjórn.


 

Samkeppnismarkaður í uppnámi vegna inngrips bankanna


 

Stjórn HS Orku sækist eftir samþykkt hluthafa til að auka hlutafé félagsins um einn miljarð króna að nafnvirði. Á stjórnin sjálf að ákveða gengi í hlutafjárútboðinu og greiðslukjör, verði tillagan samþykkt.


 

Breyta á leikreglum á fjármálamarkaði með nýjum lögum


 

Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að olíukostnaður útgerðarinnar árið 2008 hafi verið áætlaður 17% af tekjum. Hann verði minni á árinu 2009.


 

Íslenska fraktflugfélagið Sundt Atlanta Skybridge hefur hafið umfangsmikla fraktflutninga frá Noregi en gert er ráð fyrir að flugvélar félagsins fljúgi tvisvar í viku á milli Gardermoen flugvallar við Osló til New York og Miami með stoppi í Amsterdam á heimleiðinni. Félagið hefur gert samning við norsk flutningsfyrirtæki og mun meðal annars flytja laxaafurðir til Bandaríkjanna.


 

Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2009 er talin hafa dregist saman um 5,7% að raungildi samanborið við annan fjórðung.


 

Skúli Mogensen, fjárfestir, segir Ísland standa þrátt fyrir allt mun betur en mörg ríki Evrópu meðal annars þegar horft er til atvinnuleysis. Sjálfsagt sé að kanna stöðu Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið við núverandi aðstæður en hann hefði viljað nálgast málið á annan hátt.


 

Fjöldi nýskráðra bíla það sem er ári nemur 2.696, sem er 78% fækkun frá nóvember í fyrra.


 

Í tilkynningu frá Byr sparisjóði kemur fram að fjárhagsleg endurskipulagning sjóðsins sé vel á veg komin og hafa kröfuhafar, innlendir og erlendir, skrifað undir bindandi samkomulag þar um. ,,Samningar eru nú á lokastigi og er einungis beðið eftir umsögn opinberra aðila," segir í kynningu.


 

Þjóðatkvæðagreiðsluflokkarnir, Samfylking og VG, vilja nú ekkert af þjóðaratkvæðagreiðslum vita. Á sama tíma leggja þeir fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur þótt það frumvarp sé vissulega fyrirbæri.


 

AGR – Aðgerðargreining ehf. hefur undanfarið selt tvö stór kerfi til aðila í Bretlandi að sögn Hauks Hannessonar, framkvæmdastjóra AGR. Meðal annars hafa þeir selt félagi sem þjónustar 50 skemmtiferðaskip og öðru félagi sem þjónustar 240 gæludýraverslanir í Bretlandi. AGR hefur fjölgað starfsmönnum sínum á árinu úr 10 í 16.


 

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu dróst töluvert saman í vikunni en þó ber að geta þess að vikan þar á undan var eins sú óvenjulegasta sem sést hefur á markaðnum lengi, þ.e. með tilliti til veltu.


 

Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni en árið 2008. 


 

Stefnt að opnun nýrra höfuðstöðva fljótlega á næsta ári


 

Hægt að skipta í verðtryggðar eða óverðtryggðar krónur


 

Íslandsbanki vinnur að sölu á Steypustöðinni


 

Að sögn Maríu Bragadóttur, framkvæmdastjóra Iceland Health, er verið að ljúka fyrsta áfanga fjármögnunar vegna verkefnis þeirra.


 

Vörumerki LazyTown (Latibær) er sterkt og tekjur af því standa í dag undir öllum daglegum rekstri fyrirtækisins.


 

Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI) hafa í dag brugðist hart við ummælum Aðalsteins Hákonarsonar, forstöðumanns eftirlitssviðs ríkisskattstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2.


 

Ríkisbréf og Íbúðabréf hækkuðu töluvert í dag í miklum viðskiptum og hækkaði GAMMA: GBI um 0,82% sem er mesta dagsbreyting frá 4. ágúst 2009 að því er fram kemur í tilkynningu frá GAM Management..„ Ástæðu mikillar eftirspurnar í dag eftir bæði verðtryggðum og óverðtryggðum bréfum má rekja til fréttar í Viðskiptablaðinu í morgun þar sem minnst er á að frumvarp til nýrra laga um innstæðutryggingar hafi verið lagt fram á Alþingi síðastliðinn mánudag,“ segir í tilkynningunni.


 

Meniga.is er nýr heimilisfjármálavefur sem er sérhannaður til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálun¬um og nýta peningana sína sem best. Í tilkynningu segir að vefurinn hjálpar fólki að öðlast heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og bendir á raunhæfar leiðir til sparnaðar sem eru sérsniðnar að neyslumynstri hvers og eins.


 

Ný stjórn skipuð tveimur fulltrúum Føroya Banka


 

Fjármálaráðuneytinu stefnt vegna setningu neyðarlaganna


 

- framlög Reykjavíkurborgar til verlferðarþjónustu ekki lækkuð


 

Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri í gamla Landsbankanum, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins, þar sem Haraldur var ekki nafngreindur, kom fram að hann er sakaður um að hafa dregið sér hátt í 120 milljónir króna. Málið hefur verið í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.


 

FME tilkynnti Baldri að ekki yrði aðhafst frekar í mál hans í maí á þessu ári


 

ferðamönnum til landsins þyrfti að fjölga verulega til að nýting haldist í horfinu


 

Sem kunnugt er hefur Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, ákveðið að láta af störfum sem bankastjóri um áramótin.


 

Íslendingar verða í stjórnum bankanna fyrir hönd kröfuhafa, að hluta


 

Jón Gerald Sullenberger opnar sína fyrstu matvöruverslun


 

Unnið er að því innan Íslandsbanka að endurskipuleggja rekstur og fjárhag Icelandair Group og er stefnt að því að þeirri vinnu ljúki innan skamms, segir BjörgólfurJóhannsson, forstjóri félagsins í samtali við Viðskiptablaðið.


 

Latibær hefur ekki greitt eigendum skuldabréfa í nokkra mánuði


 

Oliver Wyman hefur kortlagt leiðir í endurskipulagningu sparisjóða og mun kynna þær á fimmtudag


 

Tæplega 20 þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vef Indefence þess efnir að hann synji nýjum lögum vegna Icesave samkomulagsins.


 

Undirliðir vísitölu byggingarkostnaðar breyttust mismikið á árinu samkvæmt nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Miðað við það kostnaðarkerfi sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins notast við hækkaði kostnaður við innréttingar mest á árinu, um rúm 16% á meðan kostnaður við yfirbyggingu lækkaði um rúmt prósent.


 

Flestum sagt upp í mannvirkjagerð og fjármálastarfsemi


 

Á undanförnum misserum hefur komum ferðamanna fjölgað jafnt og þétt til Íslands og áhugi þeirra á hvalaskoðun og skemmtisiglingum frá Reykjavíkurhöfn aukist umtalsvert.  Hvalaskoðunarfyrirtækið Life of Whales (Hvalalíf ehf), sem starfað hefur í rúm 3 ár í Reykjavík, hefur nú fest kaup á stóru farþegaskipi sem verður fyrst og fremst notað í hvalaskoðunarferðir.


 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur nú að því að undirbúa nýjar reglur sem munu veita neytendum meiri fjárhagslega vernd ef eitthvað fer úrskeiðis við bókun á ferðalögum en milljónir manna bóka pakkaferðir á netinu eða hjá ferðaskrifstofum þar sem samsetningin  getur verið flug, hótel eða bílaleigubíll.


 

Heildarviðskipti með skuldabréf námu að meðaltali 10,2 milljörðum króna á dag


 

Heildarviðskipti með hlutabréf að meðaltali 91 milljón á dag í nóvember


 

Til stendur að reisa minnisvarða um þá sem samþykkja Icesave frumvarpið


 

Fjármálaráðherra segir skattahækkanir óumflýjanlegar í núverandi árferði


 

Borgarfulltrúi VG leggur til að Reykjavíkurborg ?fullnýti? útsvarsheimildir


 

Í dag, 1. desember mun útvarpsstöðin Kaninn, sem er í eigu Einars Bárðarsonar, hefja útsendingar á fréttatíma Morgunblaðsins og Skjás eins, sem sýndar eru á Skjá einum á sama tíma.


 

Skilanefnd Kaupþings leggur til 66 milljarða í eigið fé þegar eignarhald þeirra verður staðfest


 

- Ákæra vegna skattamála tekin fyrir í Héraðsdómi


 

Reksturinn skilar hagnaði en fjármagnsliðir skila félaginu í tapi


 

Kröfuhafar bankans að eignast 87 prósent hlut í honum


 

Hagnaður olíufélagsins N1, fyrir skatta nam 923 milljónum króna fyrstu 10 mánuði ársins en á sama tíma í fyrra nam tap félagsins  2.133 milljónum króna. Velta félagsins drógst saman og nam  34.209 milljónum króna en var 40.147 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Kostnaðarverð seldra vara nam 25.867 milljónum króna en var  33.274 milljónir króna árið áður. Framlegð af vörusölu batnaði verulega og nam 8.342 milljónum króna en var 6.872 milljónir króna árið áður og batnaði því um tæplega 20%.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.