*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


júlí, 2010

 

Ítarlegt viðtal við Björgólf Thor Björgólfsson í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins


 

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur látið reikna nákvæmlega út áhrif gengisdóms


 

Núverandi heimild Kaupþings til greiðslustöðvunar lýkur 13. ágúst næstkomandi. Sama gildir um hina bankana þótt dagsetningar séu mismunandi. Kaupþing lagði fram beiðni til greiðslustöðvunar 21. nóvember 2008. Bankinn getur í ágúst sótt um frekari heimild til greiðslustöðvunar, lengst til 24. nóvember 2010. Þá fer bankinn sjálfkrafa í slitameðferð.


 

Forsvarsmenn Sláturfélags Suðurlands (SS) eru vongóðir um að verð á svínakjöti hækki á næstunni, samtímis og dregur úr framboði. „Offramboð er enn á svínakjöti og afkoma svínabænda hörmuleg. Tvö stór svínabú eru í söluferli eftir gjaldþrot,“ segir í fréttabréfi SS.


 

Óverulegar eignir fundust í þrotabúi AB-200 ehf. sem var skel utan um hlutabréf í Kraftvélum, Kraftvélaleigunnni, KFD í Danmörku og fasteignir hérlendis og í Danmörku.


 

Fréttaskýring um Auðlegðaskattinn má finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins


 

Álverð hefur verið að hækka að undanförnu og er nú komið yfir 2.000 dollara á tonnið. Verð á áli hefur sveiflast gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Hæst fór það í 3.300 dollara í júlí 2008.


 

Skynsamlegt að lífeyrissjóðirnir eignist í orkufyrirtækjum


 

Stærri pöntunum hefur farið fjölgjandi hjá Marel og er það til marks um að markaðsaðstæður, s.s. í kjúklingaiðnaði, fari batnandi að mati forsvarsmanna fyrirtækisins. Fram kemur í uppgjöri félagsins fyrir annan ársfjórðung að pantanabókin hafi staðið í 125,3 milljónum evra í lok júní samanborið við 76,1 milljón evra á sama tíma í fyrra.


 

Skiptum á fjárfestingarfélaginu Insolidum er lokið en félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí árið 2008. Almennar kröfur námu 476 milljónum króna og fékkst aðeins 1,5% upp í þær eða 7,3 milljónir.


 

Björgólfur Thor gagnrýnir þau viðskipti sem voru ríkjandi hér á landi.


 

Undanfarna mánuði hefur hægt verulega á verðlækkun íbúðahúsnæðis. Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands hefur nafnverð íbúða lækkað um 2% það sem af er ári samanborið við 10% yfir sama tímabil í fyrra. Greining Íslandsbanka fjallar um húsnæðismarkaðinn í Morgunkorni sínu í dag.


 

Gjaldfærði átta milljónir evra vegna lífeyrisskuldbindinga


 

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls sem er skráð á First North, hagnaðist um 5,1 milljón Bandaríkjadala (615 millj. kr.) á öðrum ársfjórðungi samanborið við 107,1 milljón USD tap á sama tímabili í fyrra. Hafði gengishagnaður af framvirkum samningum tengdum þróun álverðs veruleg áhrif á afkomu félagsins á fjórðungnum.


 

Ítarlegt viðtal við Björgólf Thor Björgólfsson í Viðskiptablaðinu á morgun


 

Ítarlegt viðtal við Björgólf Thor Björgólfsson í Viðskiptablaðinu á morgun


 

EBIT-markmið náðist annan fjórðunginn í röð


 

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið TM Software, sem er hluti af Nýherjasamstæðunni, hefur selt tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi sitt til 38 landa. Meðal kaupenda eru fjölmörg stórfyrirtæki og stofnanir. Til dæmis hefur kauphöllin í London og Deutsche bank keypt kerfið. Þá hafa kauphöllin í New York og örgjafaframleiðandinn Intel kerfið til reynslu.


 

Hækkun á vísitölu neysluverðs síðastliðna tólf mánuði er 4,8%. Samkvæmt Hagstofunni er þetta mesta lækkun vísitölunnar á milli mánaða síðan í mars 1986. Verðbólga í júní mældist 5,7%. Lækkunin nú er meiri en greiningaraðilar spáðu.


 

Ágúst Einarsson í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins


 

Nefnd um fjármálastöðugleika áætlar að eiginfjárframlag ríkisins yrði um 160 milljarðar króna ef samningsvextir myndu standa á gengistryggðum lánum, sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna tilmæla Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um að vextir Seðlabankans skyldu gilda á gengistryggðum bílalánum. Í svarinu segir að ríkir almannahagsmunir séu í húfi.


 

Nefndin á að rannsaka lögmæti kaupa Magma, einkavæðingaferli HS og lagaumhverfi orkumála


 

Icelandair og bandaríska flugfélagið Alaska Airlines tilkynntu í dag að félögin hafi samið sín á milli um marháttað samstarf sem einkum snýt að samkenndum flugum og samstarfi vildarklubba. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Icelandair hefur sent fré sér.


 

Össur hf. skilaði tæplega 20% meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi en spá greiningarfyrirtækisins IFS hljóðaði upp á. Eins kom fram í morgun hagnaðist fyrirtækið um 13,6 milljónir Bandaríkjadala á fjórðungnum. EBITDA-framlegð var 22% samanborið við spá IFS upp á 21,5%.


 

- Efnahagsreikningurinn skrapp saman um 8%


 

Lions Gate Lighting, sem er að þriðjungshluta í eigu Íslandinga, hefur keypt fyrirtæki í Mexíkó


 

Laxeldisfyrirtæki í Chile hafa ekki gefist upp þrátt fyrir að laxeldi þar hafi nánast hrunið eftir að sjúkdómar herjuðu á eldislaxinn. Salmones Maullín, dótturfyrirtæki AquaChile, hefur nú kynnt ráðagerðir um að byggja nýja og fullkomna seiðaeldisstöð í borginni Rio Grande.


 

Stjórnarformaður Sparisjóðs S-Þingeyinga vill að Reykjavíkurborg íhugi stofnun sparisjóðs


 

Fyrirtækið Hryðjuverk ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri er Jón Jónsson hrl. Hryðjuverk ehf. er staðsett á Egilsstöðum.


 

Áætlað er að Háskólasjúkrahús verði í heild 176.300 fermetrar


 

Gjöld æðstu stjórnar ríkisins hækkuðu um 8,1% á milli áranna 2008 og 2009. Á síðasta ári námu þau 3.847 milljónum króna sem er 0,7% af heildarútgjöldum A-hluta ríkissjóðs. Nýr liður kom inn á árinu 2009 er nefnist Rannsókn á falli íslensku bankanna á árinu 2008. Gjöld vegna hans voru 216 milljónir króna.


 

Lánasjóður íslenskra námsmanna skilaði 8,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári en án 7,3 milljarða króna framlag ríkissjóðs var hagnaðurinn 1.319 milljónir króna. Þetta kemur fram í heildaryfirliti ríkisreiknings fyrir árið 2009.


 
Innlent
25. júlí 2010

Ísland of fámennt

Ágúst Einarsson í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins


 

Fjármögnun vegna HS Orku skýrir hluta lækkunarinnar


 

Greiningardeild Arion banka telur að þegar líður á haustið verði fáir verðbólguhvetjandi þættir aðrir en væntanlegar gjaldskrárhækkanir orkufyrirtækja og hins opinbera. Hafa verði í huga að kaupmáttur er enn að dragast saman, atvinnuleysi er í hámarki, innlend eftirspurn lítil og krónan hefur styrkst.


 

Um 40% af útflutningstekjum Alcoa Fjarðaáls verða eftir í landinu. Árið 2009 flutti Alcoa Fjarðaál út ál fyrir tæplega 600 milljónir dollara, sem svarar til 75 milljarða króna miðað við gengi dollars í desember 2009. Verðmæti útflutnings nam því 1,4 milljörðum króna á viku eða um 200 milljónum króna á dag. 40% af útflutningi samsvara 30 milljörðum króna á ári eða 560 milljónum á viku.


 

Tap Salt Investments, eignarhaldsfélags í 90% eigu Róberts Wessman, nam rúmum 19 milljörðum á árinu 2008. Eignir félagsins eru neikvæðar um nærri 9 milljarða. Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, segir að eign félagsins í Glitni hafi verið afskrifuð að fullu en félagið keypti bréf af bankanum sjálfum árið 2007 og 2008. Þau voru keypt í gegnum eitt af dótturfélögum Salt Investments, Salt Financials, en það félag hefur áður gefið út að það geti ekki greitt af skuldum sínum. Bréfin í Glitni er eina eign félagsins. Stærstu kröfuhafar auk Glitnis eru Landsbankinn, Straumur og Sparisjóðsbankinn og á Salt Investmensts nú í viðræðum um uppgjör við þá. "Innan Salt Financials er 16 milljarða skuld og hefur því mikil áhrif á skuldastöðu Salt Investments," segir Árni. Móðurfélagið er í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Salt Financials.


 

Greining Íslandsbanka segir að ládeyðu á gjaldeyrismarkaði megi hugsanlega rekja til fyrirætlana Seðlabankans um hugsanleg gjaldeyriskaup. Á síðasta stýrivaxtafundi bankans kom fram að slík kaup gætu hafist strax eftir næsta fund peningastefnunefndarinnar, sem er 18. ágúst. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri hefur verið með lægsta móti í júlí og einungis ein viðskipti átt sér stað.


 

Tæplega 170 þúsund manns voru starfandi á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem er um 2.000 starfsmönnum meira en fyrir ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands sem birtar voru í gær. Atvinnuþátttaka karla var 86,9% en kvenna 79,5 %. Meðalfjöldi vinnustunda á viku nam 40,2 stundum. Um 44,2 stundum hjá körlum en 35,5 stundum hjá konum.


 

Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Háskólans í Reykjavík, segir að niðurfelling styrks upp á 500 milljónir frá félaginu Salt Investments hafi ekki mikil áhrif á rekstur skólans.


 

ÁTVR hefur greitt fjóra milljarða króna í arð til ríkissjóðs frá árinu 2002


 

Undirbúningur að stofnun nýs banka, Sparibankans, er langt kominn og verða teknar lokákvarðanir um hvort af stofnun bankans verður í byrjun næsta mánaðar. Ingólfur Ingólfsson fjármálaráðgjafi fer fyrir hópi einstaklinga og ráðgjafa sem unnið hafa að undirbúningnum undanfarna mánuði. Ásamt honum hafa PricewaterhouseCoopers, Nordic Legal og Capacent komið að einstökum verkefnum við undirbúninginn, sem er eins og fyrr segir kominn vel á veg.


 

246 milljóna króna tekjufærsla vegna gjaldþrots dótturfélags


 

Vestia, dótturfélag Landsbankans, og Atorka Group hafa selt allt hlutafé sitt í félaginu Parlogis. Kaupandi er Lyfjaþjónustan ehf. Parlogis er dreifingarfyrirtæki á vörum til íslensks heilbrigðiskerfis og er markaðshlutdeild þeirra í dreifingu lyfja yfir 30%, að því er segir í fréttatilkynningu. Kaupverð er 250 milljónir króna.


 

Hróbjartur Jónatansson hrl. segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli er varðar vexti gengistryggðra bílalána hafi ekki komið honum á óvart. Í viðtali við Viðskiptablaðið þann 8. júlí síðastliðinn hélt Hróbjartur því fram að miða skuli við lægstu óverðtryggðu vexti á hverjum tíma. Sú varð raunin í dómi Héraðsdóms í dag.


 

IFS ráðgjöf reiknar með góðum öðrum ársfjórðungi hjá Össuri sem birtir árshlutauppgjör í næstu viku. IFS spáir því að hagnaður félagsins hafi orðið 11,4 milljónir Bandaríkjadala á fjórðungnum en Össur hagnaðist um 2,4 milljónir USD á sama tímabili í fyrra. Spáð er 7% söluvexti á fjórðungnum á milli ára og 21,5% EBITDA-framlegð.


 

-Lýsing segir að dómurinn sé mikilvægur áfangi en feli ekki í sér endanlega niðurstöðu


 

Héraðsdómur telur að gengistryggingin hafi verið forsenda samnignsvaxtanna.


 

Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ekki skuli miða við samningsvexti gengistryggðra bílalána.


 

Fjármagnskostnaður hins opinbera nam rúmum 84 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er fimm milljörðum lægri fjárhæð en reiknað hafði verið með í fjárheimildum.


 

Samkvæmt fréttatilkynningu frá teymi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, sem leitt er af Mark Flanagan, er stefnt að þriðju endurskoðun samnings Íslands og sjóðsins snemma í september. Fulltrúar AGS hafa verið hér á landi síðustu daga í viðræðum við stjórnvöld.


 

Á morgun, föstudag, mun Héraðsdómur Reykjavíkur stíga fyrsta skrefið til að eyða þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvaða vextir eigi að gilda af gengistryggðu bílalánunum. Héraðsdómur Reykjavíkur mun í fyrramálið kveða upp dóm í fyrsta málinu sem tekur á vaxtakjörum gengistryggðra lána.


 

Á morgun verða birt opinberlega álagspróf sem margir af stærstu bönkum Evrópu hafa gengið í gegnum undanfarnar vikur. Evrópski seðlabankinn hefur yfirumsjón með álagsprófunum. Dow-Jones fréttaveitan greindi frá því í gær að forstjórar margra stærstu banka Evrópu, þar á meðal þýska bankans Commerzbank, spænsku bankanna Banco Bilbao Vizcaya Argentaria SA og Intesa Sanpaolo, og síðan svissneska bankans UniCredit, hafi sést á sveimi við höfuðstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfurt.


 

Í dag tóku nýir eigendur við rekstri TALs og Ingvar Garðarsson hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Nýir eigendur félagsins eru Auður I fagfjárfestasjóður slf. og Kjartan Örn Ólafsson sem keypti 5% hlut í TALi í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Auður Capital hefur sent frá sér.


 

Ágúst Einarsson er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins


 

Claudio Albrecht, forstjóri Actavis,verður starfandi stjórnarformaður. Í tilkynningu Björgólfs Thor Björgólfssonar í gær kom fram að endurskipulagningu félagsins er lokið. Hann mun áfram sitja í stjórn félagsins.


 

Núverandi rekstur Plastprents stendur ekki að óbreyttu undir þeirri skuldabyrði er hvílir á herðum félagsins. Stjórn félagsins hefur boðað til hluthafafundar í byrjun ágúst þar sem lögð verður fyrir tillaga um að hlutafé félagsins verði fært niður að öllu leyti, núverandi hluthafar falli frá forkaupsrétti á nýjum útgefnum hlutum að fjárhæð 500 þúsund krónur og rekstrinum verði breytt í einkahlutafélag.


 

Heildaruppgjör Björgólfs nemur um 1200 milljörðum króna


 

Kaupmáttur launa er í dag svipaður og hann var á síðari hluta árs 2002. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í morgunkorni sínu í dag. Þar er sagt að frá því að kaupmáttur náði hámarki í ársbyrjun 2008 hefur hann að jafnaði minnkað um 11,3%. Þannig hefur meginhluti kaupmáttaraukningar frá síðustu aldamótum gengið til baka undanfarin tvö og hálft ár.


 

Sætanýting yfir 90% segir í tilkynningu frá flugfélaginu


 

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi var að meðaltali 8,7% sem gerir 16.200 manns án vinnu og í atvinnuleit. Fleiri karlar voru atvinnulausir en konur, eða 9,4% karla og 8% kvenna. Atvinnulausum fækkaði um 500 á milli annars ársfjórðungs 2009 og 2010.


 

Múrbúðin hefur sent kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. Félagið sendir kvörtunina vegna vangetu Samkeppniseftirlitsins til að tryggja eðlilega samkeppni frá fyrirtækjum á byggingavörumarkaði sem bankarnir hafa yfirtekið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Múrbúðinni.


 

Þýskur banki að nafni Hypo Real Estate (HRE) er talinn hafa fallið á álagsprófi Evrópusambandsins en niðurstöður úr álagsprófum sem gerð voru á 91 evrópskum bönkum verða birtar á föstudaginn. Prófið tekur á aðstæðum líkt þeim sem komið hafa upp síðastliðin tvö ár, meðal annars auknum afskriftum vegna efnahagskrísu.


 

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) er staddir hérlendis og eiga í viðræðum við stjórnvöld um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS. Heimsókn fulltrúanna er stutt í þetta sinn en þeir fara aftur af landi brott 22. júlí næstkomandi.


 

Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á 10 þúsund flug á vegum félagsins


 

Á heimasíðunnikeldan.is,  upplýsinga- og fjármálavef, er nú hægt að skoða samanburð á verðlagningu olíufélaganna á eldsneyti. Í tilkynningu frá Keldunni segir að hægt sé að bera saman olíuverð hvar sem er á landinu.


 

Paul Rawkins, aðstoðaframkvæmdastjóri matsfyrirtækisins Fitch í Lundúnum segir að dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána muni að öllum líkindum hafa neikvæð áhrif á stöðugleika fjármálakerfisins, fjármál hins opinbera og fresta því að gjaldeyrishöftum verði aflétt. Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttaveitunnar í dag. Hann telur ennfremur að dómurinn muni ekki hafa góð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs.


 

Vilja útkljá gengismálin áður en Hæstiréttur tekur þau fyrir aftur


 

Deildar meiningar innan stjórnarflokkanna


 

Lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabankans gildi í gengistryggðum lánasamningum


 

Hæstiréttur mun þurfa að taka afstöðu til fleiri lánasamninga


 

Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu


 

„Við vinnum að lausn á okkar málum í samvinnu við kröfuhafa félagsins, sem eru Deutsche Bank að langstærstum hluta og síðan eigandinn, Exista,“ segir Halldór Jörgensson, forstjóri fjármögnunarfyrirtækisins Lýsngar. Dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána í krónum hefur mikil áhrif á fjárhag félagsins.


 

Fjármálafyrirtækin hafa reynt að sjá fyrir sér áhrifin af dómi Hæstaréttar


 

Deilur hluthafa innan REM Offshore hvergi nærri lokið


 

Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu


 

Óttar Pálsson hefur stýrt Straumi síðan félagið var tekið yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars á síðasta ári. Nú hafa nauðasamningar félagsins verið samþykktir. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá þá verður Straumi skipt í tvennt, eignarhaldsfélag og fjárfestingarbanka, Straum. Við breytingarnar nú mun Óttar yfirgefa eignaumsýslufélagið og starfa hjá fjárfestingarbankanum.


 

Stafir lífeyrissjóður á í deilum við skilanefndir Landsbankans og Kaupþings vegna peninga sem týndust í kerfinu, að því er virðist. Málið varðar skiptasamning sem var til greiðslu 6. október 2008.


 

Jón Ásgeir Jóhannesson segist vel geta unað við að eiga eignir upp á 240 milljónir


 

Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins til Arion banka um skuldastöðu Þorsteins M. Jónssonar, stærsta eiganda Vífilfells, segir að Coca-Cola hafi aldrei beitt bankann þrýstingi. Vífilfell er eitt af þeim veðum sem liggur fyrir skuldum Þorsteins. Áður hafði Viðskiptablaðið fengið þau svör frá Joel Morris, talsmanni fyrirtækisins í Evrópu, að þeirra markmið sé einungis eitt; að halda áfram að selja vörur fyrirtækisins á Íslandi.


 

Framkvæmdarlán Íslandsbanka bera afar lága vexti en ströng lánaskilyrði


 

FME hefur lagt á sektir sem nema 30 milljónum króna


 

"Við vinnum að lausn á okkar málum í samvinnu við kröfuhafa félagsins sem eru Deutsche Bank að langstærstum hluta og síðan eigandinn, Exista," segir Halldór Jörgensson, forstjóri fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána í krónum hefur mikil áhrif á fjárhag félagsins. 


 

Enn er óljóst hver verður framkvæmdarstjóri Íbúðalánasjóðs


 

Magma Energy Corp. hefur lokið við 4,8 milljarða króna hlutafjárútboð, jafnvirði 40 milljóna Kanadadala. Forstjóri og stjórnarformaður félagsins, Ross Beaty, lánar félaginu jafnframt 1,2 milljarða króna á 8% vöxtum. Þar með hefur félagið lokið við fjármögnun dótturfélagsins Magma Energy Sweden á ríflega helmingshlut í HS Orku af Geysi Green Energy (GGE).


 

Ernir hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja 4. ágúst


 

HS Orka og Norðurál reyna að ná saman um orkuverð í Helguvík


 

Steinunn Guðbjartsdóttir segist ekki óttast málsókn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn henni


 

var aðalverktaki við gerð Kárahnjúkavirkjunar og tapaði skattamáli gegn ríkinu í febrúar


 

Ráðnir hafa verið sérfræðingar til að vinna að endurskipulagningu og endurfjármögnun N1. Hluti þeirrar vinnu felst í að reyna að aflétta lagalegri óvissu um heildarskuldbindingar samstæðunar, að því er fram kemur í tilkynningu sem barst Kauphöllinni síðasta þriðjudag. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir að óvissan snúi að dómum Hæstaréttar í málum gengistryggðra lána. Verið er að skoða lánasamninga félagsins og hvort forsendur þeirra hafi breyst vegna dómana.


 

Tuttugu útgerðarfyrirtæki og fyrirtæki sem starfa að sölu- og markaðsmálum á sjávarafurðum gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að átta af tíu stærstu útgerðarfélögum landsins hafa fært uppgjörsmynt frá krónum yfir í evru eða Bandaríkjadal.


 

Í lok 2. ársfjórðungs í ár bjuggu 317.900 manns á Íslandi. Fjölgun frá fyrri ársfjórðungi var engin. Á höfuðborgarsvæðinu búa 201.300 manns. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi.


 

Jón Ásgeir Jóhannesson hyggst höfða mál gegn Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitn


 

Í dag tók gildi breyting á reglugerð sem veitir Íslandi rétt til fjárstuðnings frá ESB til að búa sig undir aðild að sambandinu.


 

Álverið í Straumsvík hefur hlotið árlega öryggisviðurkenningu forstjóra Rio Tinto árið 2010. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur í öryggismálum á undanliðnum tveimur árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Rio Tinto hefur sent frá sér.


 

Íslensku bankarnir, sem stýrt er af kröfuhöfum, stríða nú við aðra hrinu vandræða í kjölfar dóma Hæstaréttar. Á meðan þráast ríkisstjórn og lífeyrissjóðir við að koma til hjálpar með eiginfjárframlagi. Þetta hefur Bloomberg fréttaveitan eftir viðmælendum sínum.


 

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd um Askar Capital og Avant sem fyrst og fulltúar  fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans, Bankasýslunnar og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins mæti á fund nefndarinnar .  Vill Eygló sérstaklega vita hvaða áhrif slitameðferð Askar og yfirtaka FME á Avant hafi á ríkið og önnur fjármálafyrirtæki.   Hún bendir á að endurreisn Sjóvá var byggð á skuldabréfum m.a. á Askar Capital að verðmæti 6,2 milljarðar króna og hins vegar 2,8 milljarða króna á Avant.   Á grundvelli þessara skuldabréfa fékk íslenska ríkið 73% eignarhlut í Sjóvá. 


 

Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Meniga, vonar að evrópskir neytendur geti byrjað að fylgjast með fjármálum sínum, með hjálp Meniga, innan árs.


 
Innlent
13. júlí 2010

FME tekur yfir Avant

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur orðið við beiðni Avant hf. um að skipa félaginu bráðabirgðastjórn á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki.


 

Stjórn Askar Capital óskaði í dag eftir því að félagið færi í slitameðferð. Stjórn Avant, dótturfélags Askar, óskað jafnframt eftir því að Fjármálaeftirlitið skipaði bráðabirgastjórn félagsins.


 

Kröfuhafar Straums-Burðaráss samþykktu í morgun nauðasamninga fyrir félagið. Yfirráð félagsins færast nú yfir til almennra kröfuhafa sem umbreyta hluta af kröfum sínum í hlutafé og taka við skuldabréfi sem félagið gefur út. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Straumi.


 

Heimsóknum á vef íslensku flugleitarvélarinnar Dohop.com fjölgaði um 27% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hafa tekjur Dohop á fyrstu sex mánuðum ársins aukist um 123% miðað við sama tímabil í fyrra. Aukning á heimsóknum kemur að mestu leyti til vegna aukinna vinsælda vefsins meðal breskra og bandaríska ferðalanga að því er fram kemur í tilkynningu. Heimsóknir á vefinn frá þessum löndum er nú fleiri en frá Íslandi í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins.


 

Íslendingar verða 436.500 talsins árið 2060 ef mannfjöldaspá Hagstofunnar gengur eftir. Er sú spá svokölluð miðspá mannfjöldaspárinnar. Samkvæmt lágspánni verða íbúar 386.500 og háspánni 493.900. Ólíkar forsendur um fjölda barna á ævi hverrar konu og búferlaflutningar eru spánum til grundvallar. Í dag eru Íslendingar 317.500


 

Vísitölusjóður fjármálafyrirtækisins GAM Management, GAMMA: Index, var settur á laggirnar 18. janúar síðastliðinn og er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Aðrir skuldabréfasjóðir sem í boði eru hafa virka stýringu sem þýðir að kaup og sala verðbréfa er í höndum sjóðsstjóra hvers sjóðs. Vísitölusjóðir leitast við að fylgja ávöxtun ákveðinnar vísitölu og í tilviki Index-sjóðs GAMMA er það skuldabréfavísitala sem inniheldur ríkistryggð skuldabréf.


 

Farþegum Icelandair voru 17% fleiri í júní á þessu ári samanborið við árið 2009. Farþegar í júnímánuði voru nú rúmlega 176 þúsund og eru því orðnir tæplega 600 þúsund það sem af er ári.


 

Utanríkisráðherra lagði hornstein að hitaveitunni


 

innkaup til þriggja ára með framlengingarmöguleika boðin út hjá Ríkiskaupum


 

- sérblað Viðskiptablaðsins um fjármál einstaklinganna


 

Viðskiptablaðið birtir eignalistann sem Jón Ásgeir skilaði inn til breskra dómstóla


 

Atvinnulausum fækkaði um 1.100 í júní samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Vonir standa til þess að atvinnuleysi á ársgrundvelli fari ekki yfir 8,5% á þessu ári. Atvinnuleysi minnkar iðulega á sumrin og því er að hluta a.m.k. um árstíðarbundna sveiflu að ræða. Atvinnuleysi frá því haustið 2008, þegar bankarnir féllu, hefur farið vaxandi. Á þessu ári hefur það þó verið minna en í fyrra ef bornir eru saman maí- og júnímánuðir. Mest hefur atvinnuleysi mælst um 10% en á ársgrundvelli hefur það þó verið nokkuð lægra, í kringum 9%.


 

Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði sagði á dögunum upp tæplega 70 af um 90 starfsmönnum sínum. Var líka gripið til slíkra uppsagna í fyrrahaust en endurráðið var þegar úr verkefnum rættist. Sævar Óli Hjörvarsson, einn af eigendum KNH, segir að ástæður uppsagnanna nú sé verkefnaskortur, en fyrirtækið hefur unnið að vegagerð í Vopnafirði, við Raufahöfn og við Suðurstrandarveg.


 

afdráttarlaus yfirlýsing fyrirliggjandi um fjármögnun af hálfu lífeyrissjóðanna


 

Unnið er að því að þriðja endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á efnahagsáætlun Íslands fari fram að loknum sumarleyfum starfsmanna sjóðsins. Því er áætlað að hún fari fram snemma í haust. Sú óvissa sem skapast hefur vegna dóma Hæstaréttar um afnám gengistryggingar setur þá endurskoðun í mikið uppnám, enda miðar efnahagsáætlun AGS við að lækka skuldir ríkissjóðs. Eins og staðan er í dag þá ríkir algjör óvissa um hvort, og þá hversu mikið, muni falla á ríkissjóð vegna afnáms gengistryggingar á lánum. Ef skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti 100 milljarða króna, sem talið er að þær muni gera verði miðað við samningsvexti áður gengistryggðra lána, þá mun það þýða að endurskoða þarf alla efnahagsáætlun AGS.


 

Atlantis Group hf. hefur skipt á öllum hlutabréfum í dótturfyrirtæki sínu Kali Tuna d.o.o. fyrir hluti í fyrirtækinu Lions Gate Lightning Corp. Fyrirtækið Kali Tuna d.o.o. er sjávarútvegsfyrirtæki sem var að fullu í eigu Atlantis Group hf. en Lions Gate Lightning Corp er fyrirtæki á bandarískum markaði.


 

Mikil lækkun hefur orðið á ávöxtunarkröfu ríkistryggðra skuldabréfa í kjölfar gengisdóms Hæstaréttar og hefur krafa á óverðtryggðum bréfum lækkað mikið. Lækkunin hefur leitt þess að verðbólguálag til þriggja ára, sem er í stuttu máli mismunur á kröfu verðtryggðra og óverðtryggðra bréfa, hefur dregist hratt saman og lækkað úr 4,7% í 1,25% á fyrstu sex mánuðum ársins.


 

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2009 var 574 milljarðar króna sem er aukning um rúma 28 milljarða króna, eða 5,3% frá árinu 2008. Á sama tíma hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 11,4% og hefur því heildarverðmæti seldra framleiðsluafurða dregist saman um 6,1% að raungildi að því er fram kemur í Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands gefur út.


 

Kjötmjölsverksmiðja Förgunar ehf. í nýsköpun


 

ráðgert að framkvæmdir hefjist sumarið 2011 og ljúki 2017


 

Næstkomandi þriðjudag, 13. júlí, munu almennir kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka greiða atkvæði um nauðasamninga félagsins. Ef frumvarpið verður samþykkt, og staðfest af Héraðsdómi, verður Straumi skipt í tvö félög. Annað þeirra verður eignarumsýslufélag sem heldur utan um stærstan hluta eigna Straums. Þá verður hlutafé kröfuhafa látið liggja þar. Hitt félagið verður fjárfestingarbanki og verður með þjónustusamning við eignaumsýslufélagið, til dæmis varðandi bakvinnslu, fyrirtækjaráðgjöf og miðlun verðbréfa. Það mun ekki stýra eignum eignaumsýslufélagsins.


 

Happdrætti Háskóla Íslands mun fjármagna 10.000 fermetra fyrir háskólastarfsemina


 

Stærstu útgerðarfyrirtæki landsins hafa á síðustu misserum fært uppgjörsmynt úr krónum yfir í aðra gjaldmiðla á borð við evru og Bandaríkjadal. Þetta er gert til þess að endurspegla betur tekjur og skuldir félaganna, sem eru að mestu leyti í erlendum myntum. Sex af tíu stærstu útgerðum landsins hafa fært uppgjörsmynt sína yfir evrur.


 

Í kjölfar úrskurðar kærunefndar útboðsmála frá 5. júlí þar sem felld er úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Vélaleigu AÞ ehf. í verkið Hringvegur (1), tvöföldun Fossvalla – Draugahlíðar stóðst lægstbjóðandi Arnarverk ekki kröfur og úrskurðarnefndin hefur skorið úr um að Vélaleiga AÞ geri það ekki heldur.


 

Steinunn Guðbjartsdóttir segist hafa ástæðu til að ætla að Jón Ásgeir ráði yfir miklu reiðufé


 

Viðskiptaráð hefur sent frá sér Nýja skoðun undir yfirskriftinni Skattalegar brotalamir – hindra atvinnuuppbyggingu. Þar segir að í kjölfar bankahrunsins hafi rekstrarskilyrði fyrirtækja versnað til muna. Viðskiptaráð telur að til að byggja upp trausta atvinnustarfsemi þá liggi fyrir að umhverfi til rekstrar þarf að vera hagfellt og stöðugt.


 

heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 51 milljarður króna


 

Tæknivörur hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Skipti hf. og dótturfélög þess, Tæknivörur ehf. og Síminn hf. og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér sátt sem felst í því að viðurkennd eru brot Tæknivara á samkeppnislögum og fallist á viðurlög vegna þeirra.


 

Nýlega birti tímaritið The Economist lista yfir laun leiðtoga heimsins borin saman við landsframleiðslu á mann í heimalöndum þeirra. Þar trónir forsætisráðherra Keníu örugglega á toppnum með um 240 sinnum meira en landsframleiðsla Keníu er á mann. Eins og oft vill vera á listum sem þessum á Ísland sér ekki fulltrúa.


 

Tæknivörur hafa brotið samkeppnislög með umfangsmiklu samráði við Hátækni


 

Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólögmæta þann 16. júní síðastliðinn. Dómur Hæstaréttar sagði þó ekki til um við hvaða vexti miða ætti uppgjör lána sem áður voru gengistryggð. Lántakendur sem tóku slík lán telja að miða eigi við samningsvexti, sem miðuðust oftast við LIBOR-millibankavexti með föstu 3% álagi. Þau kjör voru mun betri en öll kjör á lánum í íslenskum krónum, enda gengistryggingin forsenda þess að vextir lánanna voru lágir.


 

SFF sendi frá sér tillögur til fjármálafyrirtækja í vikunni þar sem þau eru hvött til þess að innheimta gengistryggð íbúðalán í samræmi höfuðstólinn eins og hann var í upphafi þegar lánið var tekið. Miðað við þessar tillögur innheimta bankarnir um 5.000 krónur á mánuði fyrir hverja milljón sem lánið er upp á. Fyrir tíu milljónir greiðir því lántaki um 50 þúsund krónur.


 

Mikið álag er nú á dómskerfið vegna mál sem tengjast bankahruninu


 

THSV ehf., félag í eigu Þórarins Sveinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra eignastýringar Kaupþings, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eiginfjárstaða félagsins var neikvæð um tæpan einn milljarð króna í árslok 2008 en það átti 500 þúsund hluti í Kaupþingi sem urðu verðlausir með yfirtöku FME á starfsemi bankans árið 2008.


 

Allir sakborningar í máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrverandi eigendum bankans og stjórnendum hans, sem sótt er í New York, hafa farið fram á að málinu verðið vísað frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kim Landsman, einum af lögfræðingum sjömenninganna í New York. Landsman vinnur hjá lögfræðistofunni Patterson Belknap Webb & Tyler LLP.


 

Eina markmið Coca-Cola er að bjóða íslenskum neytendum drykki fyrirtækisins


 

Í tilkynningu frá Nýherja segir að frétt Viðskiptablaðsins í morgun um TM Software ehf. hafi bæði verið mjög villandi og upplýsingar rangar.


 

Júní var einstaklega rólegur á innlendum hlutabréfamarkaði og nam veltan aðeins 1.221 milljón króna. Leita þarf aftur til janúar árið 1997 fyrir daga einkavæðingar bankannna, til að finna lægri veltutölur á hlutabréfum innan mánaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Sami mánuður í fyrra var örlítið betri en til samanburðar var veltan alls 86 milljarðar árið 2008 og 213 milljarðar árið 2007 þegar hlutabréfamarkaður fór í hæstu hæðir.


 

Samtök Atvinnulífsins hafa gefið út nýtt fréttabréf. Í því kemur fram að SA telja verulegt svigrúm vera til að bæta rekstur sveitarfélaga. Auk þess er fjallað um nauðsynlegar umbætur í menntakerfinu og lagt til að ljósvakamiðlar fái jöfn tækifæri til að sinna hlutverki RÚV.


 

Hróbjartur Jónatansson segir að eftirlitsstofnanir hafi talið gengistryggð lán lögleg


 

Títan fjárfestingafélag ásamt núverandi hluthöfum og lykilstarfsmönnum hafa fjárfest í Thor Data Center fyrir um 400 milljónir. Títan fjárfestingarfélag mun eignast ríflega 33% hlut í Thor eftir hlutafjáraukninguna. Thor hóf nýlega gagnavörslu fyrir norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software í gagnaveri sínu í Hafnarfirði.  


 

Eignartilfærslan nemur um 140 milljörðum króna ef miðað verður við tilmæli FME og Seðlabankans.


 

SPRON og Frjálsi fjárfestingarbankinn riðu á vaðið þann 18. júní sl. með úrræði fyrir lántakendur með lán í erlendri mynt þar sem lántakendum var boðið að greiða kr. 5.500.- á mánuði fyrir hverja upphaflegu milljón lána sinna.  Því er fagnað að önnur fjármálafyrirtæki hafi nú ákveðið að fylgja þessu fordæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem slitastjórnir SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans hafa sent frá sér.


 

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að beiðni stjórnar Exista veitt félaginu heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Stjórn Exista sem er skipuð fulltrúum stærstu kröfuhafa félagsins er einhuga um að leita nauðasamninga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Exista.


 

Vodafone miðar við 50 evrur en hægt er að fá hækkun á þakinu


 

Sparisjóðirnir bjóða viðskiptavinum sínum með erlend lán að greiða fasta 5.000 króna afborgun á hverja milljón á mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sparisjóðirnir hafa sent frá sér.


 

Mál Lýsingar gegn skuldara var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta er fyrsta málið sem þingfest er eftir úrskurð Hæstaréttar í málum um gengistryggð bílalán og tekur á vaxtakjörum lánanna.


 

Viðskiptavinum með erlend húsnæðislán býðst að greiða fasta krónutölu miðað við upphaflegan höfuðstól. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Íslandsbanki hefur sent frá sér. Í fréttatilkynningunni segir að Samtök Fjármálafyrirtækja beindu því í dag til aðildarfélaga sinna að innheimta einungis fasta greiðslu af þeim erlendu íbúðalánum sem óvissa ríkir um hvort falli undir dóm hæstaréttar frá 16. júní síðastliðinn. Þar til niðurstaða fæst fyrir dómstólum mun Íslandsbanki fara að þessum tilmælum og bjóða einstaklingum í viðskiptum við bankann sem eru með húsnæðislán í erlendum myntum og önnur erlend lán með veði í fasteign að greiða mánaðarlega einungis 5.000 kr. af hverri upphaflegri milljón lánsins. Greiðsla af láni með upphaflegum höfuðstól að upphæð 10 mkr. verður miðað við þetta kr. 50.000 á mánuði. Þessi leið er í samræmi við nýleg tilmæli frá Talsmanni neytenda. Íslandsbanki segir í fréttatilkynningunni að á meðan að óvissa ríkir um fyrrgreind íbúðalán í erlendum myntum mun Íslandsbanki stöðva tímabundið allar fullnustuaðgerðir vegna þeirra. Þá þakkar Íslandsbanki viðskiptavinum sínum fyrir sýnda þolinmæði undanfarna daga. Jafnframt þykir bankanum miður sú óvissa sem ríkt hefur og þau óþægindi sem málið í heild sinni hefur haft fyrir viðskiptavini.


 

Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dóma hæstaréttar um gengistryggð bílalán og tilmæla Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Þar kemur fram að öllum einstaklingum sem eru með fasteignalán í erlendri mynt til lengri tíma en 5 ára, með reglulegum afborgunum og veð í íbúðarhúsnæði býðst nú að greiða lága mánaðarlega greiðslu fram til 1. nóvember.


 

Arion banki hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að bjóða einstaklingum með erlend íbúðalán hjá bankanum, með veði í fasteign, að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls lánsins á verðlagi við lánveitingu. Í fréttatilkynningunni kemur fram að samkvæmt þessu myndi viðskiptavinur með 13 milljón króna erlent íbúðalán greiða 65 þúsund krónur á mánuði. Með þessu vill Arion banki koma til móts við viðskiptavini sína sem skulda erlend íbúðalán þar til fordæmisgefandi hæstaréttardómar falla um lán bankans. Í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir vegna erlendra lána hefur Arion banki enn fremur ákveðið að framlengja lausnir sínar vegna erlendra lána um tvo mánuði eða til 1. september 2010. Þá ítrekar bankinn að viðskiptavinir glata ekki betri rétti þó þeir nýti sér úrræði bankans. Bankinn áréttar einnig í fréttatilkynningunni að engar nauðungarsölur á íbúðahúsnæði verða á vegum bankans á þessu ári. Hægt er að sækja um framangreindar breytingar á mánaðarlegum afborgunum erlendra íbúðalána í útibúum bankans og taka þær gildi frá og með næsta gjalddaga.


 

Samtök fjármálafyrirtækja beina tilmælum til aðildarfélaga sinna um innheimtu fastrar krónutölu af íbúðalánum í erlendri mynt.  Í kjölfarið af úrskurði hæstaréttar 16. júní sl. um bílasamninga til einstaklinga sem kváðu á um að gengistrygging slíkra samninga væri ólögmæt hefur ríkt óvissa um hvort íbúðalán einstaklinga í erlendri mynt falli undir dóminn. Óvissunni verður ekki eytt nema fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem SFF hafa sent frá sér. Í fréttatilkynningunni kemur fram að á meðan beðið er dóms telja Samtök fjármálafyrirtækja nauðsynlegt að grípa til aðgerða til bráðabirgða í ljósi þeirra ábendinga sem settar hafa verið fram á opinberum vettvangi, m.a. Talsmanni neytenda. SFF hafa í ljósi þess ákveðið að beina því til aðildarfélaga sinna að einstaklingum bjóðist að greiða fasta greiðslu af íbúðalánum sínum í erlendri mynt sem miðast við upphaflegan höfuðstól lánsins. Lagt er til, að þar til dómstólar hafa eytt þeirri óvissu sem ríkir um fyrrgreind lán, verði greiddar mánaðarlega 5.000 krónur af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls. Mánaðarleg afborgun af láni með upphaflegan höfuðstól að fjárhæð kr. 13.000.000 yrði því 65.000 krónur.


 

Hlutfall starfsmanna í fjármálaþjónustu miðað við heildarvinnuafl er svipað mikið og það var árið 2007, að því er kemur fram í skýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi bankanna.


 

Nýútkomin skýrsla Bankasýslu ríkisins um starfsemi bankanna


 

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir júní 2010 var verðmæti útflutnings frá Íslandi tæpir 48,0 milljarðar króna og innflutningur 39,3 milljarðar króna. Vöruskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 8,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.


 

Til að koma eiginfjárhlutfalli Íbúðalánasjóðs í 4% þarf að leggja honum strax til þrjá milljarða króna og rúmlega þrjá milljarða króna í viðbót til að sama hlutfall verði 5%. Samtals þarf því að bæta eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs um 6 til 6,5 milljarða króna til að ná langtímamarkmiði sjóðsins um 5% eiginfjárhlutfall. Í árslok 2009 var eiginfjárhlutfallið 3% samkvæmt ársreikningi.


 

Síðustu mánaðarmót greiddi Vinnumálastofnun  rúmlega 1,7 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. maí til 19. júní. Rúmlega 14.900 einstaklingar fengu greitt úr sjóðnum.


 

Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, sagði að lokinni þingfestinu í Exeter-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að ákæra sérstaks saksóknara á hendur honum væri með öllu tilhæfulaus. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi formaður stjórnar Byrs og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, voru einnig mættir í þingfestinguna en vildu ekki tjá sig við fjölmiðla að henni lokinni.


 

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi formaður stjórnar Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP Banka, neituðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sök í svokölluðu Exeter máli. Var það við þingfestingu í fyrstu ákæru embættis sérstaks saksóknara frá bankahruni. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik en Styrmir Þór er að auki ákærður fyrir peningaþvætti.


 

Gistinóttum á hótelum fækkaði um 10% á milli ára í maí en þær voru 105.100 nú í ár samanborið við 117.000 í fyrra. Þeim fækkaði á landinu öllu utan á Austurlandi og Suðurlandi. Hagstofan hefur birt nýjar tölur um þróun gistinótta í maí.


 

SPK, Byr og VBS fjárfestingarbanki voru ekki færir um að greiða út innistæður


 

Fyrsta ákæra embættis sérstaks saksóknara þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið


 

Skortur á öflugum fjárfestingarkostum


 

Vinnumálastofnun bárust um 21.000 umsóknir frá um 2.200 umsækjendum í auglýst sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnulausa. Hver umsækjandi sótti því að jafnaði um hátt í 10 störf.


 

Ábyrgðir ríkisins í lok síðasta árs námu 1350 milljörðum króna og losuðu þannig 90% af landsframleiðslunni. Í upphafi tíunda áratugarins voru ábyrgðir ríkisins liðilega 60% af landsframleiðslunni á hverjum tíma.


 

Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson og Styrmir Þór Bragason eru ákærðir


 

Í raun eru aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB) ekki enn hafnar þó að ESB hafi samþykkt að hefja viðræður.


 

Vodafone hefur stefnt Fjarskiptasjóði ríkisins og Símanum vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Vodafone að stefnt sé vegna samnings milli Símans og Fjarskiptasjóðs um háhraðanettengingar í dreifðum byggðum landsins og telur Vodafone að það feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann. Samningurinn var ekki tilkynntur til Eftirlitsstofnunar EFTA sem þurfi að samþykkja ríkisaðstoð áður en hún sé veitt.


 

- Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður í aðildaviðræðum við ESB, í ítarlegu viðtali


 

Vertíðin er hafin hjá einu fjársterkasta fyrirtæki landsins, Hval hf


 

Umhverfisráðuneytið hefur gefið það út að fresta beri staðfestingu hluta aðalskipulags sveitafélagsins Skagafjarðar hvað varðar legu hringvegar á um 15 km kafla sem er nærri Varmahlíð. Vegagerði fyrirhugaði að stytta hringveginn í Skagafirði um 6 km sem átti auk þess að auka umferðaröryggi.


 

Innflutningur á vindlingum hefur minnkað umtalsvert á þessu ári og hefur ekki verið minni í meira en áratug. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands nam innflutningurinn á vindlingum 119 tonnum fyrstu fimm mánuði þessa árs. Innflutningur sömu mánuði í fyrra nam 152 tonnum og 158 tonnum 2008. Mestur var vindlingainnflutningurinn það sem af er þessari öld árið 2002 eða 189 tonn. Það er þó talsvert minna en í lok síðustu aldar en fyrstu fimm mánuðina árið 1999 nam vindlingainnflutningurinn 202 tonnum.


 

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður í aðildaviðræðum við ESB, í ítarlegu viðtali


 

Breytingafrumvarp á raforkulögum sett í nefnd


 

Gríðarleg fækkun hefur orðið á fjölda starfa í fjármálageiranum eftir fall gömlu bankanna og síðar fleiri fjármálafyrirtækja. Við það fækkaði dýrari starfskröftum á borð við sérfræðinga í fjárfestingabankastarfsemi og eignastýringu sem og starfsmönnum á erlendri grundu. Það olli því að meðallaun bankanna drógust enn meira saman.


 

Jón Steindór Valdimarsson fráfarandi framkvæmdastjóri SI segir ástandið ótækt


 

Í augum stjórnenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) ógnar ekkert rekstri félagsins meira en hugmyndir um fyrningu aflaheimilda. Niðurstaða athugunar þeirra á helstu ógnum og tækifærum í rekstrinum sýndi að fyrningarleiðin ógni meira rekstri þess en þróun afurðaverðs, markaðsaðstæðna, náttúrunnar eða fjármálakerfis heimsins.


 

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ) hefur greitt aðildarsveitarfélögum út ágóðahlut, rúma 3,5 milljarða króna, frá árinu 1998 þegar greiðsla ársins í ár er meðtalin en hún mun nema um 300 milljónum króna. Félagið tapaði 19 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 2,8 milljarða króna tap árið áður.


 

Segir Icelandair ekki ætla að biðja um styrk frá ríkinu


 

Arðsemi eiginfjár lækkar en vaxtamunur helst hár


 

Afkoma Íslandsbanka var jákvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt óendurskoðuðum árshlutareikningi. Tekjuskattur er áætlaður 807 milljónir króna. Heildarstærð efnahagsreiknings í lok mars var 699,9 milljarðar króna og heildarútlán námu um 465 milljörðum króna. Eigið fé nam 95,7 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall bankans var 20,8%. Þá kemur fram að arðsemi eigin fjár fyrir tímabilið hafi verið 15,3% á ársgrundvelli.


 

Um helmings samdráttur er á innflutningi dagblaðapappírs fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra sem þó var slakt ár í dagblaðapappírsinnlfutningi. Hefur innflutningur á dagblaðapappír ekki verið minni í annan áratug miðað við tölur Hagstofu Íslands. 


 

Sjóvá hefur boðið undirverð í tryggingar sveitafélaga


 

Reikna má með því að í haust ráðist örlög SPRON-sjóðsins, sjálfseignarstofnunar sem átti 15% hlut í SPRON.


 

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur haldið áfram að lækka í dag eftir verðlækkanir undanfarna daga. Er verðið hjá Brent í London nú skráð á 73,84 dollara tunnan. Hjá WTI í New York er verðið 74,75 dollarar á tunnu.


 

Í nýbirtum ársreikningi Askar Capital 2009, sem lagður var fram í gær, kemur fram að greiðslur til Tryggva Þórs herbertssonar, Alþingismanns, hafi verið um 5,6 milljónir á árinu 2009.


 

Samstæða Askar Capital tapaði nær 4,5 milljörðum í fyrra en langstærsta hluta tapsins má rekja til Avant sem tapaði tæpum 4 milljörðum. Vegna dóms Hæstaréttar er allt í óvissu um framtíð fjármögunarfyrirtækjanna, þ.m.t. Avant, sem er sjálfstætt dótturfélag og í 100% eigu Aska. Um leið má segja að líf Aska Capital hangi á bláþræði og ekki hægt að fullyrða að félagið uppfylli lágmarksskilyrði um eigið fé fjármálafyrirtækja.


 

Hætti sem forstjóri í júlí 2008


 

Stjórnarkjöri á aðalfundi MP Banka, sem fram fór í gær, var frestað um nokkrar vikur. Fram kom í hádegisfréttum útvarpsins gær að Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi fjármálastjóri Haga, og Sveinn Margeirsson verkfræðingur hefðu tilkynnt um framboð sín. Þau sátu í stjórn Byrs sparisjóðs á sínum tíma en hafa hvorugt setið í stjórn MP Banka. Hingað til hafa kosningar til stjórnar bankans verið rússneskar.


 

Meðallaun bankamanna hafa almennt séð lækkað verulega eftir hrunið og hefur lækkunin orðið mest hjá starfsmönnum stóru fjármálafyrirtækjanna eða nærri 30-50%.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.