*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


mars, 2021

Formaður SAF sakar Ölmu Möller og Gylfa Zöega um upplýsingaóreiðu. Hagfræðingar segja engin fórnarskipti á milli heilsu og hagsældar.


Síðasti viðskiptadagur fyrir páska einkenndist af ríflegri veltu og hækkunum flestra fyrirtækja á aðalmarkaði.


Norska vegagerðin semur við verkfræðistofuna EFLU. Samningurinn gæti skilað EFLU allt að hálfum milljarði á ári í fjögur ár.


Straumlind, raforkusala sem tók til starfa síðustu mánaðamót, hefur kvartað til SKE vegna Íslenskar orkumiðlunar.


Ekki verður lengur hægt að versla Cocoa Puffs og Lucky Charms á Íslandi þar sem litarefni samræmist ekki Evrópureglum.


Afkoma Fjárfestingarfélagsins Mídasar versnaði í fyrra en verðmæti listaverka í eigu félagsins jókst.


Fullyrt er að forstjóri Alvogen hafi lagt á ráðin gegn tveimur embættismönnum eftir dómsmál árið 2018.


Níu teymi taka þátt í nýsköpunarhraðlinum Hringiða sem ætlað er að styðja við lausnir í umhverfismálum.


Ljósmyndarinn Haraldur Guðjónsson Thors lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum og myndaði það sem fyrir augu bar.


Hluthafar í BVS telja Íslandsbanka vera að selja hlutabréf í VISA á undirverði til „huldumanns“.


Verjandi Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir dóm í máli hans vera fordæmisgefandi og geta haft umtalsverðar afleiðingar.


Forstjóri Bláfugls segir kjör fastráðinna flugmanna þurfa að lækka um þriðjung til að félagið verði samkeppnishæft.


Bláa lónið var rekið með tapi í fyrra í fyrsta sinn í áratug enda var lónið lokað hálft árið. Lífeyrissjóðir færa niður virði félagsins.


Vörur hins íslenska Lava Cheese eru komnar í 130 Coop verslanir í Svíþjóð og bætast fleiri við dag hvern.


Skipulagsstofnun tilkynnti Arnarlaxi að stofnunin hygðist ekki ætla að taka ákvörðun í máli félagsins um stækkun eldis í Arnarfirði.


Með samþykki hluthafa Kviku og TM er nú búið að uppfylla alla fyrirvara í samrunasamningi félaganna.


TM lækkaði mest allra félaga í dag eða um tæp þrjú prósent. Gengi Kviku banka hækkaði um eitt prósent í dag.


Samkeppniseftitlitið segist ekki hafa borist erindi frá Festi um breytingar á aðkomu óháðs kunnáttumanns.


Hjálmar Gíslason telur að með bættri umgjörð fyrir erlenda ferðamenn væri hægt að minnka hættuna af smitum við gosstöðvarnar.


Heildartekjur Valitor drógust saman um 12% á milli ára og námu um 14 milljörðum króna.


Rekstrarniðurstaða Mosfellsbæjar var 770 milljónum króna lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.


Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að ekki séu komin fram skýr merki um aukningu í sveiflutengdri kerfisáhættu.


Gray Line býður nú upp á tíu manna „búbbluferðir“ að upphafi gönguleiðarinnar á gosstöðvunum í Geldingadal.


Sala óhagkvæmra íbúða og lokun skammtímaleigustarfsemi hafði mikil áhrif á afkomu félagsins, að sögn Maríu Bjarkar.


SA hafa kallað eftir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Samkeppniseftirlitinu vegna máls Festi um sölu verslunar á Hellu.


Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 3,2% á ársgrundvelli, sem er mesta lækkun á einu ári frá upphafi mælinga.


Áslaug Magnúsdóttir vill nýta þörunga úr Svefneyjum í Breiðafirði í sína nýjustu fatalínu sem og að dvelja á eyjunum á sumrin.


Arion banki hækkaði um 4,3% í dag en sala vogunarsjóðsins Taconic Capital á öllum hluta sínum í bankanum fór í gegn í morgun.


Fjármögnun Nefco gerir íslenska fyrirtækinu kleift að opna nýjar söluskrifstofur og efla framleiðslugetu í austur-Evrópu.


Fengu 11 tilnefningar til European Search Awards. Tilnefningarnar eru fyrir þrjú fyrirtæki; Lanullva, Olís og Verkfærasöluna.


Haraldur og Margrét Rut stefna á að opna listamannasetur, tónlistarstúdó og gallerí á Kjarlarnesi árið 2023.


„Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti,“ segir Róbert Wessman.


Móðurfélag FlyOver Iceland þarf að greiða This is City sem nemur 3,5% af tekjum vegna seldra miða í flugupplifuninni í 15 ár frá opnunardegi.


Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri Ísmars, verður framkvæmdastjóri beggja félaga, sem verða rekin áfram í sitt hvoru lagi.


Rekstrarhagnaður Vinnslustöðvarinnar nam 800 milljónum króna á síðasta ári, sem er um 40% minna en árið áður.


Róbert Wessman er sakaður um „morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir“ á hendur meintra óvildarmanna.


Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, mun láta af störfum.


Fjárfestingafélagið Helgafell jók hagnað sinn úr 1,3 milljörðum í 1,9 milljarða króna á milli ára.


Skúli Mogensen segir margt mis gáfulegt hafi verið skrifað um endalok WOW Air á þeim tveimur árum sem liðin eru frá gjaldþroti þess.


Félag Skúla í Subway stefndi gistiheimili til greiðslu leigu og var Sveinn Andri Sveinsson til varnar. Sýknað vegna aðildarskorts.


Guðmundur Rúnar Pétursson stofnar fjártæknifélag og kaupir bóndabæ á Íslandi. Félag hans í Filippseyjum var selt á 10 milljarða.


Þorsteinn í Teatime og Guðjón í Oz skoða húsnæði og safna saman reynslumiklu fólki sem passar í dýnamík klasans.


Fyrri eigendur Borgunar fengu 1,9 milljarða greiðslu vegna forgangshlutabréfa í VISA Inc. Leit stendur yfir að kaupanda.


Viðsnúningur varð á rekstri CCP í fyrra eftir tæplega 400 milljóna tap árið 2019.


Formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að ráðningarstyrkir muni ekki nýtast mikið á næstunni.


Ari Helgason fjárfestir og stjórnarmaður í fjárfestingasjóðnum Kríu mun leggja áherslu á alþjóðlega sýn og aðferðir.


Það tók íslenska ginið Ólafsson innan við ár að verða þriðja mest selda ginið í Vínbúðinni. Hefja sókn á erlenda markaði.


Ari Helgason vinnur að stofnun umhverfismiðaðs fjárfestingasjóðs með bróður sínum, Davíð Helgasyni, stofnanda Unity, og félaga þeirra.


Lögmannsstofan Lögmenn Laugavegi 3 hagnaðist um 41 milljón króna í fyrra samanborið við tæplega 35 milljónir árið 2019.


Matsmaður verður dómkvaddur til að leggja mat á meint tjón Frigusar II við sölu Lindarhvols á Klakka.


Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir starfsfólk orðið vant því að haga seglum eftir vindi í heimsfaraldrinum.


Stærsti hluthafi bankans hverfur úr eigendahópnum með tæplega 20 milljarða króna sölu.


Ekki liggur fyrir hvort Hvalur hf. mun áfrýja dómum Héraðsdóms Vesturlands um innlausn á rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu.


Fjárnám var gert hjá eldri rekstraraðila Truenorth vegna 24 milljóna króna kröfu samkvæmt dómi héraðsdóms.


Alls var ríflega 61 milljón króna gerð upptæk í innherjasvikamáli Icelandair. Landsréttur sýknaði Kjartan Berg Jónsson.


Mesta veltan var með bréf Símans sem stóðu í 10,10 krónum á hlut við lokun markaða, sem er hæsta lokagengi félagsins frá skráningu.


Laki Power hlaut Nýsköpunarverðlaun Samorku á ársfundi samtakanna í dag en alls voru sex fyrirtæki tilnefnd.


Siðanefnd RÚV telur að ummæli Helga Seljan um Samherja feli í sér alvarlegt brot gegn siðareglum RÚV.


„Gæði, lóðir og auðlindir Reykjavíkur má aldrei gefa eins og gert var með Gufunesið,“ segir Vigdís Hauksdóttir.


Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Íslands og þriggja borga í Bandaríkjunum, þar á meðal Boston, í maí næstkomandi.


Halldór Benjamín Þorbergsson segir fullreynt að ætla að ráðstafa verðmætum sem eru ekki til skiptanna.


H-listinn í Fjallabyggð sér fyrir sér að Týr gæti átt heima í Ólafsfjarðarhöfn þar sem hann yrði gerður að sýningargrip.


Messuföll hafa orðið síðustu tvær hvalveiðivertíðir og er útlit fyrir að skip Hvals muni ekki sækja miðin þetta sumarið.


Will Smith birtir drónamyndband Björns Steinbekk af eldgosinu í Geldingadölum og hrósar honum í hástert.


„Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu," segir Halldór Benjamín um ummæli Ragnars Þórs.


Áhugi ferðamanna á Íslandi sem áfangastað hefur ekki aukist mikið vegna gossins enn sem komið er, sé horft til ferðatengdra leita á Google.


YAY, rafræn gjafabréfalausn, hefur vakið athygli stórfyrirtækja erlendis og tekur þátt í Mastercard Lighthouse, fyrst íslenskra félaga.


„Ef ákvörðunin stendur óbreytt er í uppnámi ein mikilvægasta framkvæmdin í flutningskerfi raforku,” segir forstjóri Landsnets.


Þrettán af nítján félögum Kauphallarinnar hækkuðu í viðskiptum dagsins og úrvalsvísitalan hækkaði um 1,1%.


Hæstiréttur dæmdi Júlíus Vífil Ingvarsson í hálfs árs fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára.


Athafnir og fyrirhöfn stjórnvalda eru tilefnis- og ástæðulitlar og valda sjávarútvegsfyrirtækjum tjóni, segir forstjóri Brims.


Aldrei hefur íbúðum í byggingu fækkað jafn skarpt frá því mælingar hófust, og þær ekki verið færri í fjögur ár.


Atmonia, Pure North Recycling, Sidewind, GeoSilica, Laki Power og Icelandic Glacial eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Samorku.


Ferðamálastofa hefur sett upp teljara á stikaðri gönguleið að eldgosinu í Geldingadölum.


Um 887 milljóna króna neikvæður viðsnúningur var á afkomu Fríhafnarinnar á síðasta ári.


Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli og hafa fjölmiðlar um allan heim fjallað um gosið.


Um 14,4 milljarða króna viðsnúningur var á afkomu Isavia á síðasta ári.


Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni Festis og umfjöllunar um mál tengd samrunanum við N1.


Hugbúnaðarfyrirtækið Taktikal „sprakk út“ á síðastliðnu ári en áskriftartekjur tífölduðust og notendafjöldinn hundraðfaldaðist.


Einkaleyfi Össurar í flokki almennrar hreyfihjálpartækni eru alls 448 en einungis Toyota er ofar með 462 einkaleyfi í sama flokki.


Alvotech sakar keppinaut sinn um ljótan leik með stefnu í Bandaríkjunum. Markmiðið sé að hægja á lyfjaþróun Alvotech.


Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,43% milli mánaða og um 4,8% á ársgrundvelli.


Carbon Insight, ný umhverfisvara Meniga, gerir notendum netbanka kleift að sjá áætlað kolefnisspor á einkaneyslu sinni.


Forsvarsmaður ferðaþjónustunnar segir jákvætt að framlengja aðgerðir líkt og ráðherra boðar en meira þurfi til.


Fjöldi „smass“ hamborgarastaða hefur opnað að undanförnu. Smass reiða á vaðið, Plan B Burger opnaði nýlega og 2Guys opnar á morgun.


Hertar sóttvarnaraðgerðir setja strik í reikninginn hjá Icelandair. Gengið hlutabréfa lækkaði um ríflega 6% í viðskiptum dagsins.


Skeljungur skoðar framtíðarkosti eignarhalds á P/F Magn í Færeyjum sem stóð undir 38% af tekjum Skeljungs í fyrra.


10 manna samkomutakmarkanir munu taka gildi nú á miðnætti. Skólar loka fram yfir páska.


Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar um sóttvarnarráðstafanir í Hörpu nú kl. 15. Hertar aðgerðir kynntar.


Frumkvöðlasetrið Eldey hefur opnað í Keili. Aðstaðan í setrinu gjaldfrjáls til áramóta.


Bandaríska lyfjafyrirtækið AbbVie sakar Alvotech og fyrrverandi starfsmann um að hafa stolið trúnaðarupplýsingum.


Hlutabréfaverð Icelandair hefur fallið um 7,2% í viðskiptum dagsins og um 30% frá hápunktinum í febrúar.


Ríkisstjórnin fundar síðar í dag um nýjar tillögur Þórólfs Guðnasonar. Kári Stefánsson vill skella öllu í lás strax í dag.


Tólf starfsmönnum á upplýsingatæknisviði Íslandsbanka var sagt upp í morgun.


Seðlabankastjóri telur líklegt að bankinn dragi úr gjaldeyrisinngripum haldi krónan áfram að styrkjast.


Hægt væri að skera niður biðlista eftir leikskólaplássi fyrir sumarið með skattfrjálsum greiðslum til foreldra að mati hagfræðinema.


Áskriftir fyrir tuttugu milljarða króna bárust í framtakssjóðinn SÍA IV sem er fjórði sjóður Stefnis af þeirri tegund.


Ásgeir Jónsson og Rannveig Sigurðardóttir seðlabankastjórar fara yfir horfur í efnahagsmálum og ræða óbreytta stýrivexti.


Stýrivextir verða óbreyttir þrátt fyrir lítillega versnandi verðbólguhorfur og minni samdrátt í fyrra en á horfðist.


Festi og Hagar hækkuðu ein félaga á aðalmarkaði í dag. Mest velta með bréf í Marel.


Fyrrverandi starfsmaður Borgarleikhússins krafði það um bætur vegna uppsagnar sem hún taldi ólögmæta og meiðandi.


Starfandi fækkaði um 7% milli ára á síðasta ársfjórðung 2020. Hlutfall starfandi hjá hinu opinbera hefur farið vaxandi.


Öllum sem koma frá eða hafa dvalið á skilgreindum áhættusvæðum verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi meðan á sóttkví stendur.


Fjölmiðlar víða um heim hafa birt drónamyndefni Björns Steinbekk af eldgosinu. Bresk fjölmiðlasamsteypa vill sýningarrétt á heimsvísu.


Nýbygging á Borgarholtsbraut mætti andstöðu nágranna og féll byggingarleyfið á 0,02 muni á nýtingarhlutfalli.


Fyrstu viðburðir Nýsköpunarvikunnar þetta árið voru kynntir til leiks á Clubhouse í morgunsárið.


Eftir skarpa lækkun á síðasta ári hafa stýrivextir Seðlabankans hafa haldist óbreyttir síðan í nóvember.


Fjármálstjóri Controlant segir vanta fjárfesta á Íslandi sem fylgi sprotum í miklum vexti lengur eftir og gagnrýnir áhættufælni lífeyrissjóða.


Velta Controlant fer úr 200 milljónum í 6 milljarða á 3 árum. Búnaður félagsins til að fylgjast með bóluefni við COVID-19 er kominn á Smithsonian.


Ný stjórn Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, var kjörin fyrir helgi.


Sýn var eina félagið sem hækkaði í verði á aðalmarkaði. Mest var velta með bréf Arion banka en gengi þeirra lækkaði um 2,9%.


Hagstofan spáir 2,6% hagvexti á árinu. Atvinnuleysi nái hámarki í ár og verðbólga einnig, og lækki svo út spátímann.


Festi bjóst við því að kostnaður við óháðan kunnáttumann myndi minnka þegar á leið en stjórnarformaður segir það ekki vera svo.


Kristrún Frostadóttir segir atvinnustig eiga að vera útgangspunkt fjármálaáætlunar frekar en skuldastaða ríkisins.


Neytendastofa telur ekki tilefni til að aðhafast vegna líkinda Júmbó frá Sóma við vörmerki JÖMM frá Veganmat og Oatly.


Jón Ásgeir segir milljarðamæringum hafa fjölgað þó minna beri á þeim. Mun betur sé haldið utan um einkavæðingu í dag en um aldamótin.


Síldarvinnslan leggur til við hluthafa að 14,5% hlutur félagsins í Sjóvá verði greiddur út til hluthafa fyrir skráningu á markað.


Innlent
22. mars 2021

21 smit um helgina

Talið er að 5 til 6 manns utan við sóttkví hafi greinst með veiruna um helgina. Yfirlæknir hefur áhyggjur af stöðunni.


Hagnaður nam 91 milljón í fyrra, en þá voru greiddar 190 milljónir í arð. Í ár er lögð til arðgreiðsla upp á 70 milljónir.


Davíð Oddsson og Halla Tómasdóttir eru tekin fyrir í nýrri bók Adam Grant sem fór í efsta sæti metsölulista New York Times.


Minnihlutaeigandi í Stofnfiski hefur stefnt félaginu til ógildingar á ákvörðun hluthafafundar um að gangast í ábyrgð fyrir 21 milljarðs skuld móðurfélagsins.


Eiganarhaldsfélagið Hof opnar fyrstu IKEA verslunina í Eistlandi í fullri stærð. Félagið hagnaðist um 2,6 milljarða í fyrra.


365, leigusali Íslensku auglýsingastofunnar, lýsti ekki kröfu í þrotabú félagsins. Ekkert fæst upp í almennar kröfur.


Það var stutt í grínið við aðalmeðferð gjaldþrotaskiptabeiðni Sveins Andra Sveinssonar gegn DataCell.


Hugbúnaðarfyrirtækið Reon hefur keypt 70% hlut verkfræðistofunnar Mannvits í gagnavinnslufyrirtækinu Hugfimi.


Breytt fyrirkomulag strandsiglinga mun ekki skila þeim árangri sem Ásmundur Friðriksson vonast eftir.


PCC á Bakka við Húsavík stefnir að því að endurræsa annan ljósbogaofn kísilversins í apríl og hinn fljótlega í kjölfarið.


Kaldalón auglýsir til sölu byggingarrétt að tveggja til fimm hæða fjölbýlishúsi í Vogabyggð.


Innlent
20. mars 2021

Kvika kaupir Aur

Kvika banki hefur keypt allt hlutafé í Aur af Nova, Borgun og fleiri aðilum.


S&P telur síðasta ár hafa verið vonbrigðaár hjá Alvogen. Fyrirtækið segir reksturinn þó hafa gengið vel miðað við aðstæður.


Tekist var á í Héraðsdómi Reykjavíkur um hvort lagaskilyrði væru uppfyllt til að hefja skipti á DataCell.


Fyrsta eldgosið á Reykjanesskaganum í nær 800 ár hófst fimm klukkustundum eftir að Víðir Reynisson ætlaði að byrja í fríi.


Eldgos er hafið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Gosið er það fyrsta á Reykjanesskaga frá því á 13. öld.


Eigið fé Snæbóls, í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, nemur 16 milljörðum króna.


Í árslok 2020 var verðmæti lóða og byggingaverkefna dótturfélaga Kaldalóns 7,8 milljarðar króna.


Áætlaður kostnaður framkvæmda er 916 milljónir króna en auk þess verða framkvæmdir við malbiksviðgerðir fyrir 201 milljón.


Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% í 2,4 milljarða króna veltu í dag og stendur nú í 2.850 stigum.


Icelandair mun fljúga einu sinni í viku til Barselóna og þrisvar í viku til Portland í sumar.


Fyrirkomulag útboðs á tollkvótum stenst ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um að skattamálum skuli hagað með lögum.


Mögulegt skammhlaup í Hyundai Tucson bifreiðum er ástæða þess að innkalla þarf meira en þúsund bíla af þeirri gerð.


Citigroup, J.P. Morgan og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafa verið valin úr hópi 24 aðila sem sóttust eftir að verða söluráðgjafar.


Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Póstsins, segist ekki ætla sér að verða forstjóri í ríkisfyrirtæki á ný.


Velta gististaða á Íslandi dróst saman um 64 milljarða króna eða um 64% á síðasta ári.


Krónan hefur ekki mælst sterkari gagnvart evru frá því í byrjun júní á síðasta ári.


Köfunarþjónustan ehf. gekk frá kaupum á KrÓla, sem var í eigu Kristjáns Óla Hjaltasonar, í byrjun marsmánaðar.


Hvalur hf. þarf að leysa inn hluti þriggja hluthafa þar sem félagsstjórn hafi aflað Kristjáni Loftssyni ótilhlýðilegra hagsmuna.


Forstöðumaður hjá Origo bendir á mikilvægi þess að skapa fleiri kvenfyrirmyndir í upplýsingatæknigeiranum.


Hlutabréf Eimskips hafa hækkað um 13% frá áramótum og um rúmlega 135% frá því í byrjun maí síðastliðnum.


Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að búvörusamningar framtíðarinnar taki mun meira mið af framleiðslu grænkerafæðis.


Ýmis skilyrði gætu verið sett fyrir því að Kjarnafæði, Norðlenska og SAH afurðir geti gengið í eina sæng.


Fjöldi mánaðarlegra áskrifta í tónlistarforriti Mussila fjórfaldaðist árið 2020 og tekjurnar af sölu appsins sjöfölduðust.


Sala Festi á verslun á Hellu stoppaði meðal annars á áliti kunnáttumanns. Samkeppniseftirlitið kannar hvort brotið hafi verið gegn sátt.


Rafbílaframleiðandinn hefur nú afhent 1.000 bíla á Íslandi en þar af hafa 912 Model 3 bílar verið nýskráðir hér á landi.


Hækkun leiðandi hagvísisins gefur til kynna auknar líkur á viðsnúningi í átt að efnahagsbata á öðrum eða þriðja ársfjórðungi.


Kalli í Pelsinum er með húsnæði Skólabrúar við Austurvöll á sölu. Húsið var byggt af landlækni árið 1907.


Í tilefni af aðalfundi SVÞ frumsýna samtökin þátt undir yfirskriftinni: Uppfærum Ísland - stafræn umbreyting eða dauði.


Innlent
18. mars 2021

Play á markað?

Flugfélagið er sagt á leið á First North-markaðinn. Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Póstsins og Iceland Express, meðal ráðgjafa.


Summit Heliskiing er nýtt ferðaþjónustufélag sem sérhæfir sig í þyrlu- og fjallaskíðaferðum á Tröllaskaga á Norðurlandi.


Meira en helmingur félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar hækkaði í viðskiptum dagsins en OMXI10 vísitalan lækkaði.


Forstjóri og stjórnarformaður Festis keyptu fyrir rúmar 200 milljónir í félaginu í dag. Heildarvelta nam 586 milljónum.


Stærsti hluthafinn í Eik fasteignafélagi hefur óskað eftir því að margfeldiskosning verði viðhöfð við kjör stjórnar.


Heimild til frestunar á skattlagningu söluhagnaðar kauprétta verður útvíkkuð þannig að hún nái til stjórnarmanna nýsköpunarfélaga.


Hlutabréf í Icelandair Group hafa hækkað töluvert það sem af er degi og hefur verð bréfanna ekki verið hærra í tæpan mánuð.


Skattrannsóknarstjóri, saksóknarar og lögmenn hafa tekist hart á í umsögnum um frumvarp um rannsókn skattalagabrota.


Dótturfyrirtæki Pipar/TBWA hefur opnað skrifstofu í Kaupmannahöfn.


Stjórn Arion banka hætti við að leggja fram tillögu um 22% hækkun stjórnarlauna á aðalfundi bankans í gær.


Arion banki kynnir hagspá fyrir árin 2021 til 2023.


Alfa Framtak er sagt eitt í viðræðum um kaup á Domino's á Íslandi.


Tveir stjórnarmeðlimir Hampiðjunnar, annar þeirra formaður, keyptu bréf í félaginu fyrir alls 188 milljónir í dag.


Lögmenn, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar og fyrrverandi bæjarstjóri sækjast eftir embætti skrifstofustjóra Hæstaréttar.


Eftir að gengi Icelandair hafði um tíma hækkað um ríflega 9% endaði hækkun bréfa félagsins í viðskiptum dagsins í 6%.


Sænska fjárfestingafyrirtækið hefur keypt allt hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor.


Framtakssjóðurinn Iðunn mun leggja áherslu á fjárfestingar á sviði lífvísinda og heilsutækni. Hilmar Bragi stýrir Iðunni.


Menlo Ventures meðal fjárfesta í Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni.


Að mati héraðsdóms var ósanngjarnt að krefjast fullrar leigu en að sama skapi ósanngjarnt að leigusali fengi ekkert í sinn hlut.


Fólk utan EES sem hefur verið bólusett eða þegar smitast af COVID-19 getur komið hingað til lands án þess að fara í sóttkví og skimanir.


Ríkisstjórnin er með til skoðunar að gefa landsmönnum á ný ferðagjöf í sumar, að sögn ferðamálaráðherra.


Innlend greiðslukortaeyðsla Íslendinga heldur áfram að aukast og jókst um 9,2 milljarða í síðasta mánuði miðað við sama tímabil í fyrra.


Leigusamningi Fosshótels Reykjavík og Íþöku vikið til hliðar í héraði og hótelinu gert að greiða helming vangoldinnar leigu.


Lögmenn, yfirlögfræðingar og fyrrverandi þingmaður eru meðal þeirra sem vilja verða skrifstofustjóri Landsréttar.


Gengi 15 félaga af þeim 19 sem skráð eru á Aðalmarkað lækkaði í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.


Heildarafli í febrúar var rúmlega 76.000 tonn sem er 48% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Munar mest um endurkomu loðnunnar.


Lífeyrissjóðurinn leggur til að laun stjórnarmanna í Arion banka verði lægri en stjórn bankans hefur lagt til fyrir aðalfund.


Verðbólguspá Íslandsbanka reiknar með að verðbólga muni aukast úr 4,1% í 4,2% í marsmánuði.


Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt 30% hlut í tæknifyrirtækinu DataLab.


SKE hefur hafnað því að Sigurður Elías Guðmundsson fái að kaupa verslunina Kjarval af Festi. Telja hann háðan og tengdan Festi.


Yfirmaður færeyska skattsins segir í stöðuuppfærslu á Facebook að tilkynning Samherja frá því fyrir helgi sé á misskilningi byggð.


Fjárfesting Novators í fjártæknifyrirtækinu Stripe hefur nærri þrefaldast á ríflega einu ári. Stripe metið á 95 milljarða dala.


Controlant hefur keypt veflausnina BI Manager frá ráðgjafafyrirtækinu Intenta.


Íslenskir fjárfestar leggja aukið fé í Reykjavík Creamery, mjólkurbú Gunnars Birgissonar í Pennsylvaníu.


1,7% hlutur Brunns í Grid er metinn á 84 milljónir í bókum sjóðsins. Miðað við það er sprotafyrirtækið metið á um 5 milljarða króna.


Samanlagður hagnaður Fitjaborgar ehf. og Pólóborgar ehf., rekstrarárið 2019, nam rúmum 290 milljónum króna.


Stjórnarformaður Glitins fær 916 þúsund krónur í laun á dag.


Skatturinn taldi engar líkur á því að sala Einars Páls Tamimi á kröfu sinni hefði átt sér stað milli ótengdra aðila.


Virk hefur gengið frá kaupum á Borgartúni 18 af Arion banka.


Í lok mánaðar fer fram Ullarþon, keppni þar sem markmiðið er að auka verðmæti verðminnstu flokka íslensku ullarinnar.


Aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs segir mikilvægt að leikreglur Covid-úrræða verði skýrar þegar fram í sækir.


Brunnur vaxtarsjóður, samlagshlutafélag sem fjárfestir í sprota- og vaxtarfyrirtækjum, hagnaðist um 424 milljónir króna í fyrra.


Hlutafé sprotafyrirtækisins Viss var aukið um 230 milljónir króna í lok ársins með skuldbreytingu, að mestu frá stofnendum Strax.


Fjórar viðskiptahugmyndir voru verðlaunaðar í hraðlinum AWE sem er samstarfsverkefni bandaríska sendiráðsins og HÍ.


Ingólfur Guðmundsson, forstjóri Carbon Recycling, bindur miklar vonir við metanól sem orkugjafa í þungaflutningum.


Samherji hafnar því að skattrannsókn sé hafin á hendur félaginu í Færeyjum og vísa til staðfestingar yfirmanns færeyska skattsins.


Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leitast ekki eftir endurkjöri í alþingiskosningunum næsta haust.


Skatturinn og síðar yfirskattanefnd hækkuðu tekjuskattstofn Einar Páls Tamimi um tæpar 46 milljónir króna.


Landsréttur féllst á kröfu um að félagið Álfasaga væri óheimilt að nota vörumerkið „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt“.


Stjórn Icelandair mun áfram skipa Úlfar Steindórsson, Guðmundur Hafsteinsson, Nina Jonsson, John Thomas og Svafa Grönfeldt.


Síminn lækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,4% en gengi fjarskiptafélagsins hefur engu að síður hækkað um 24% í ár.


Jón Ásgeir segist hafa verið of ragur að selja eignir og að það hafi verið mistök að fjárfesta í geirum sem hann hafði litla sérfræðiþekkingu.


Ragnar Þór Ingólfsson hlaut 65% greiddra atkvæða í formannskosningu VR sem lauk í hádeginu.


Rekstrartekjur Orkuveitu Reykjavíkur jukust um 4,4% milli ára, sem má aðallega rekja til aukinnar sölu á heitu vatni.


Lífeyrissjóðurinn mun gera athugasemdir við og greiða atkvæði gegn tillögu stjórnar Arion banka um starfskjarastefnu.


Alls renna 727 milljónir króna til sauðfjárbænda og 243 milljónir króna til nautgripabænda.


Gildi lífeyrissjóður er orðinn stærsti hluthafi Arion en Taconic Capital hefur nú selt um 15% í bankanum frá síðasta sumri.


Atvinnuleysi féll milli mánaða í febrúar, og ástæða er sögð til bjartsýni um að svo verði áfram á næstunni.


Kaupfélag Borgfirðinga auglýsir húsnæði Food Station í Borgarnesi til sölu. Það var metið á 463 milljónir króna fyrir ríflega ári.


Átta eru í framboði til stjórnar – á síðustu árum hefur verið töluverð endurnýjun í stjórn félagsins.


Sé leiðrétt fyrir dótturfélögum sem komu inn í samstæðu Hampiðjunnar á árinu þá drógust tekjur saman um 6,8 milljónir evra.


Hrund Rudolfsdóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu hjá Eimskip.


Hlutabréf Eimskips hafa hækkað um 8,5% það sem af er ári og rúmlega 87% á ársgrundvelli þrátt fyrir 2,8% lækkun í dag.


Fjárfestingarbankinn Pareto Securities telur að virði Arctic Fish Holding sé nærri 35% hærra en markaðsvirði félagsins.


Eigendur ÍS 47 ehf. sjá tækifæri í mögulegu samstarfi eða sameiningum við önnur félög sem stunda fiskeldi á Vestfjörðum.


Alls sóttu níu erlendar lögfræðistofur og sex innlend fyrirtæki eftir því að starfa sem lögfræðiráðgjafar fyrir söluna á Íslandsbanka.


Heildareignir Varðar námu 28,3 milljörðum í árslok 2020 en það er um 13% hækkun milli ára.


Halli á tekjuafkomu hins opinbera, sem mældist 215 milljarðar króna á síðasta ári, hefur ekki verið meiri frá árinu 2009.


Samantekt Viðskiptaráðs leiðir í ljós að meira fé hefur verið varið í aðgerðir sem nýtast heimilum heldur en fyrirtækjum.


Forstjóri CRI, telur best að skrá félagið á Euronext Growth markaðinn - gangi allt að óskum gæti það gerst eftir tvo mánuði.


Icelandair Group hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar vegna stjórnarkjörsins á föstudaginn.


Tesla Model 3 hækkar í verði á Íslandi en lækkar annars staðar þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst að undanförnu.


Microsoft er meðal fjárfesta í koltvíoxíðbindingu á Hellisheiðinni. Þá sækist dótturfélag OR eftir fé úr sjóði Elon Musk.


Meira en helmingur heildarveltu viðskipta dagsins í Kauphöllinni var með bréf Arion banka. Icelandair lækkaði mest.


Icelandair selur og endurleigir tvær Boeing 767 farþegavélar sem síðar verður breytt í fraktvélar.


Fimm lögmannsstofur og ráðgjafafyrirtækið Deloitte hafa lýst áhuga á að veita lögfræðiráðgjöf við söluferli Íslandsbanka.


Olíuverð er orðið hærra en gert var ráð fyrir í fjárfestakynningu Icelandair fyrir árin 2021 til 2024.


Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi umfjöllun Fréttablaðsins brjóta tóbaksvarnalög og hótaði blaðinu dagsektum og kæru.


Reisa á 100 rampa í miðborginni að frumkvæði Haraldar Þorleifssonar sem vinnur einnig að því að opna kaffihús.


Laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur hækka um 370 þúsund krónur á mánuði í 2,9 milljónir króna.


„Ég var í ökumannssætinu, færði mig yfir í farþegasætið og er núna kominn aftur í,“ segir Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo.


Landeigendur telja eignarnámið ólögmætt. Vegagerðin hefur fengið umráð landsins áður en eignarnámsbætur liggja fyrir.


Íslenskir fjárfestar leggja líftæknifélaginu til um 2 milljarða króna. Gengið var frá fjármögnuninni í lokuðu útboði í síðustu viku.


Samkeppniseftirlitið telur að vísbendingar séu um að til staðar séu yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni.


Nokkuð var um hóflegar hækkanir á gengi hlutabréfa þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöllina á nýloknum viðskiptadegi.


Reitir fasteignafélag og Reykjavíkurborg hafa gert samkomulag um uppbyggingu á um 440 íbúðum á hinum svokallaða Orkureit.


Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru á hendur uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni.


Alls bárust umsóknir um stofnframlög til byggingar eða kaupa á 472 almennum íbúðum fyrir ríflega 4 milljarða króna.


10 aðilar taka þátt í útboði Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á þremur nýjum björgunarskipum, þar á meðal Rafnar og Trefjar.


Ráðherrar kynna úthlutun ársins 2021 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða.


Félög sem ráku verslanir Geysis hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Heimsfaraldurinn lék verslanirnar grátt.


Fyrrum samkeppnisaðilar gagnrýna MS harðlega í kjölfar staðfestingar Hæstaréttar á 480 milljóna sekt vegna samkeppnisbrota.


Framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners hefur keypt ráðandi hlut í Creditinfo Group, móðurfélagi Creditinfo á Íslandi.


Eigandi Domino's á Íslandi færir niður verðmæti rekstursins um 42%. Gera má ráð fyrir að reksturinn verði seldur með milljarðatapi.


Leiðarkerfi Icelandair og Air Iceland Connect verða eitt auk þess að sölu- og markaðsstarf sameinast undir merkjum Icelandair.


Eigendur bílapartasölu geymdu sjóðseign félags síns í peningaskáp á heimili sínu þar sem þeir vantreystu fjármálastofnunum.


Háskólinn á Bifröst hefur óskað þess að fasteignin Bifröst verði seld nauðungarsölu vegna vanefnda á skuldabréfi.


Bensínlítrinn kostar nú allt að 247,9 krónur. Olíuverð hefur hækkað nokkuð undanfarið með hækkandi heimsmarkaðsverði.


Mætt verður fyrir hönd 53% útgefinna hluta á aðalfundi Icelandair sem fram fer síðar í vikunni.


Úrvalsvísitalan féll 0,91% og velta aðalmarkaðar nam 2,1 milljarði, en þar af var yfir helmingur með bankana tvo.


Kosið verður um samruna félaganna auk Lykils á hluthafafundum beggja félaga þann 30. mars næstkomandi.


Íslensk lögreglu- og skattayfirvöld hafa leitað til færeyska skattsins um að aðstoða við rannsókn á félögunum Tindhólmi, Harengus og Scombrus.


Viðbúið er að stærsta krafan í þrotabúið verði rúmir tíu milljarðar frá ríkissjóði vegna endurákvarðaðra skatta.


Stofnandi Ueno, sem nýverið sameinaðist Twitter, auglýsir eftir forriturum til starfa hér á landi.


Þema alþjóðlegs dags kvenna þetta árið er #ChooseToChallenge og er markmiðið að vekja máls á kynjahlutdrægni og ójafnrétti.


Verðmæti Deliveroo, sem er á leið á markað, hefur margfaldast frá því Novator fjárfesti í félaginu fyrir fimm árum.


Íbúðum í byggingu fækkar milli ára. Hins vegar hefur ekki verið lokið við bygginga fleiri íbúða frá því talning hófst.


Birgir Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttir kaupa Domino‘s í Svíþjóð. Fyrir eiga þau Domino‘s í Noregi og vilja reksturinn á Íslandi.


ÍAV taldi að Harpa ohf. hefði ekki virt rétt sinn til stýriverktöku við byggingu bílastæðahúss undir húsinu.


Framundan eru miklar fjárfestingar hjá skyrframleiðandanum Icelandic Provisions í Bandaríkjunum.


Afar erfiðlega gekk að birta Magnúsi Garðarssyni stefnu í fjárnámsmáli Arion banka gegn honum.


Tekjur af rafíþróttamóti sem haldið verður hér í sumar munu hlaupa á hundruðum milljóna hið minnsta.


Birgitta Jónsdóttir telur skorta á upprunalegar áherslur Pírata. Hún sjái ekki mikinn mun á Pírötum og Samfylkingunni.


Nýjar höfuðstöðvar CCP í Vantsmýrinni eru nær alfarið í eigu Novator og tengdra aðila. Brunabótamat hússins er 6,6 milljarðar.


Tekjur móðurfélags Skagans 3X, dróst saman um 55% á fyrstu átta mánuðum ársins 2020 vegna heimsfaraldursins.


Formaður Viðreisnar segir að fjármálaráðherra hafi skipað undirmann sinn í stjórn Póstsins til að losna við gagnrýni.


Guðlaugur Þór Þórðarson segir íslensk fyrirtæki búa yfir reynslu og þekkingu sem geti nýst á á erlendum vettvangi.


Kol framleidd úr lífrænum úrgangi er hugarfóstur Ársæls Markússonar og eru þau meðal verkefna í Startup Orkídeu.


Björgólfur Thor leiðir Aurora Acqusitioin sem lauk frumútboði á dögunum og hefur verið skráð á markað vestanhafs.


Framkvæmdastjóri Kynnisferða er bjartsýnn á næsta haust. Hlutafé félagsins var aukið í aðdraganda samruna.


Hlutafé fjártæknifyrirtækisins Two Birds hefur verið aukið úr 75 milljónum króna í 130 milljónir króna.


FÍA gagnrýnir hugmyndir um 4-5 milljarða framkvæmd til að gera flugvöll í Skagafirði að varaflugvelli fyrir alþjóðaflug.


Heimstorg Íslandsstofu aðstoðar íslensk fyrirtæki við að koma auga á viðskiptatækifæri í þróunarlöndum og víðar.


Arion banki fer fram á að sér verði dæmd heimild til að gera fjárnám í fasteign fyrrverandi forstjóra United Silicon.


Björgólfur Jóhannsson ræðir í Flugvarpinu um feril sinn, samkeppnina við WOW og aðdraganda þess að hann hætti hjá Icelandair.


Martin J. St. George, framkvæmdastjóri hjá LatAm flugfélaginu, er níundi aðilinn sem býður sig fram til stjórnar Icelandair.


Íslandsbanki mun hætta að innheimta lántökugjald ásamt því að veita 0,10% vaxtaafslátt á grænum húsnæðislánum.


Icelandair hækkaði um 2,9% í dag og hefur því hækkað um nærri 6% á síðustu tveimur dögum.


Ein breyting varð á stjórn Íslandspósts á aðalfundi í dag. Sérfræðingur úr ráðuneyti kom í stað fulltrúa stjórnmálaflokks.


Alvogen og Alvotech munu styrkja UNICEF um rúmlega 13 milljónir króna í verkefni sem snýr að dreifingu bóluefnis til lág- og millitekjuríkja.


Tap af alþjónustu Íslandspósts nam 749 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1,1 milljarðs tap árið áður.


Af 28 framleiðendum áfengs öls hér á landi standa þrír framleiðendur undir 96% af áfengisgjaldinu.


Alls gáfu sjö aðilar kost á sér til að verða sjálfstæður fjármálaráðgjafi Bankasýslunnar við frumútboðið á Íslandsbanka.


Forstjóri HS Orku óskaði í nóvember síðastliðnum eftir formlegum viðræðum um kaup á Fallorku.


Alls hafa nú átta manns tilkynnt um framboð til stjórnar Icelandair fyrir aðalfund félagsins þann 14. mars.


Ungar athafnakonur héldu á miðvikudaginn fyrstu ráðstefnuna með gestum í Hörpu síðan faraldurinn hófst.


Nanna Björk Ásgrímsdóttir og Sigurður Kristinn Egilsson voru kjörin ný inn í stjórn Skeljungs á aðalfundi félagsins í gær.


Kántrýbær á Skagaströnd er auglýstur til sölu af nýjum eigendum. Líkur séu á að umferð aukist um svæðið með sjóböðum.


Heimildir Viðskiptablaðsins herma að kallað hafi verið eftir því að stjórnarmönnum í Póstinum verði skipt út fyrir aðra „þægari“.


Stefnt er að afhenta fyrstu íbúðir við Eiðsvík í Gufunesi í lok árs 2022 en alls verða byggðar 600-700 íbúðir á vegum Spildu.


Hlutabréfaverð Símans hefur hækkað um fjórðung frá áramótum og um rúmlega 114% frá því í mars á síðasta ári.


Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli Mjólkursamsölunnar gegn Samkeppniseftirlitnu.


Stjórnarformaður Icelandair segir að góður árangur í hlutafjárútboði félagsins hafi sýnt trú fjárfesta á sitjandi stjórn.


Lausn Tactica verður hluti af vöruframboði Placewise, sem sinnir stafrænni þjónustu fyrir yfir þúsund verslunarmiðstöðva.


Stjórn Kríu sprotasjóðs er skipuð til næstu fjögurra ára en fjármálaáætlun gerir ráð fyrir 8 milljörðum króna til fjárfestinga Kríu.


Iðnþingi 2021 verður streymt frá Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 13:00-15:00.


Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun hringja opnunarbjölluna á viðburði Kauphallarinnar fyrir Alþjóðadag kvenna í ár.


Íslenska ríkið mun greiða níu milljónir króna vegna sátta í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og Milestone málinu.


Bolli Kristinsson varar þjóðina við að kjósa Samfylkinguna í útvarpsauglýsingu sem beint er gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.


Formaður FÍA segist ekki vilja sjá Stein Loga í stjórn Icelandair meðal annars vegna framgöngu Bláfugls gagnvart starfsfólki sínu.


Taconic Capital, stærsti hluthafi Arion, hefur selt um 12% hlut í bankanum í ár fyrir rúmlega 21,5 milljarða króna.


Innflytjandi bíópoppolíu má ekki dreifa henni hér á landi þar sem hún inniheldur litarefnið karótín.


Eimskip vill greiða meira fé til hluthafa eftir lágar arðgreiðslur síðustu ár. Óverulegar fjárfestingar séu framundan næstu þrjú árin.


Hjónin Óðinn Geirsson og Aðalheiður Maack hafa sett Stimplagerðina á sölu og hyggjast setjast í helgan stein.


Steinn Logi Björnsson hefur opnað vefsíðu um framboð sitt til stjórnar Icelandair þar sem hann gagnrýnir tilnefningarnefnd félagsins.


Borgarstjórinn telur margt benda til að Hvassahraunið sé einna ákjósanlegasta svæðið á Suðvesturlandi til flugvallargerða, m.a. út frá eldvirkni.


Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði úr 1,42 krónum á hlut í 1,3 á tíu mínútum í kjölfar frétta um mögulegt gos á Reykjanesi.


Nýsköpunarfyrirtækið bætti við sig viðskiptavinum á borð við Fender, Turo, Doodle og Patreon á síðastliðnu ári.


Fyrirtækið segist ekki hafa fengið greitt vegna vinnu við Kirkjusandsreitinn frá því í lok nóvember og boðaði því stöðvun verks í janúar.


Eliza Reid forsetafrú stýrir fundinum og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnar Heimstorgið.


Fyrirtækin skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning um dreifingu vara Icelandic Glacial á Íslandi.


Félagið YNWA ehf., í 100% eigu Arnórs Gunnarssonar, forstöðumanns fjárfestinga hjá VÍS, keypti fyrir 14,7 milljónir króna í VÍS í dag.


Danny Burton, framkvæmdastjóri Iceland Seafood UK, á eftir viðskiptin 15,4 milljónir hluti í ISI að andvirði 227 milljóna króna


Forsvarsmenn Alvogen hafna fréttum um að stærsti hluthafi félagsins sé í viðræðum um að selja allan hlut sinn.


Auglýst er eftir leigjanda til að taka við húsnæði skemmtistaðarins Austur við Austurstræti 7.


Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið hyggist stækka með samrunum en skráning þess í Kauphöllina greiðir aðgengi að fjármagni.


Markmið sjóðsins er að fjárfesta að lágmarki í tólf íslenskum sprotafyrirtækjum en vænta má að um 20 félög verði í eignasafninu.


Miklar tafir á afhendingu einstakra verkþátta ásamt meintra vanefnda á frágangi húsnæðisins eru sagðar liggja að baki ákvörðun 105 Miðborgar.


Félagsbústaðir fjárfesti í 127 nýjum íbúðum á liðnu ári en það eru mestu íbúðakaup félagsins í meira en áratug.


5,5 milljónir króna fengust upp í tæplega 2,1 milljarðs króna kröfu í þrotabú Sátts, sem var í eigu fyrrverandi forstjóra Milestone.


Með kaupum Twitter á Ueno opnar samfélagsmiðilinn skrifstofu í Reykjavík.


Á kjörskrá voru 457 starfsmenn en 93,6% þeirra kusu með kjarasamningnum sem gildir til þriggja ára, afturvirkur um eitt ár.


Hlutabréf flugfélagsins höfðu lækkað um 6,5% um tíma í dag en enduðu daginn í aðeins 2,4% lækkun.


Eignarhaldsfélag sem Guðný Hansdóttir, stjórnarmaður VÍS, er hluthafi í, keypti fyrir 11 milljónir króna í tryggingafélaginu í dag.


Uppljóstrarinn í Samherjamálinu segist ekki geta fengið bót meina sinna hér á landi og hyggst safna fyrir meðferð erlendis.


Krafa um margfeldiskosningu barst stjórn Skeljungs frá hluthöfum sem ráða yfir meira en 10% hlutafjár félagsins.


Fyrsta fyrirhugaða farþegaflug Icelandair með MAX þotu frá því að þær voru kyrrsettar í mars 2019, verður mánudaginn 8. mars.


Erlendar eignir lífeyrissjóða juskust um 426 milljarða króna eða um 25% á síðasta ári.


Norðurál hefur nú náð samkomulagi við bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um birtingu raforkusamninga.


Tilnefningarnefnd Origo leggur til að Auður Björk Guðmundsdóttir taki stað Svöfu Grönfeldt í stjórn fyrirtækisins.


ELKO birtir nú verðsögu á öllum vörum á elko.is. Hluti nýrrar stefnu þar sem lögð er áhersla á gagnsæi, þjónustu og aukið samtal.


Fyrirtækin hafa náð samkomulagi um að sameinast undir merkjum Wise en starfsmenn hins sameinaða fyrirtækis verða 110 talsins.


Jón Daníelsson telur að rafmyntir muni annað hvort koma í staðinn fyrir valdboðsgjaldmiðla að fullu eða ekki ná neinni fótfestu.


Fyrrum forstöðumaður leiðakerfis Icelandair segir Aer Lingus sýna að hægt sé að reka flugfélag í hálaunalandi.


Þrotabú Sameinaðs Sílikons hf. fór fram á 405 milljón króna bætur frá EY og endurskoðanda félagsins en hafði ekki erindi sem erfiði.


Langmest velta var með hlutabréf í Arion banka og bréf bankans hækkuðu jafnframt mest. Reginn lækkaði mest.


Stærsta tölvuleikjamót Norðurlandanna verður í Laugardalshöll í sumar. 8 þúsund gistinætur verða leigðar.


Gerplustræti 2-4 ehf. sá um uppbyggingu á 32 íbúðum í Mosfellsbæ sem fór 300 milljónum króna yfir áætlun.


Alls voru fimmtán fyrirtæki frá sex löndum valin til þátttöku en sigurvegarinn fær samstarfssamning við Mastercard.


Versnandi efnahagsástand eftir gjaldþrot Wow air olli taprekstri fasteignafélags í Ásbrú í Reykjanesbæ.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.