*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Flýtival:
Innlent
|
Fólk
|
Erlent
|
Frjáls verslun
|
Sjónvarp
|
Neðanmáls
|
Staðreyndavogin
Tímabil:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|


maí, 2021

Forstjóri Kauphallarinnar segir mikilvægt að Ísland hafi farið í gegnum COVID-19 kreppuna án þess að grípa til gjaldeyrishafta.


Arion banki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra lána um 0,1% og fasta vexti óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára um 0,15%.


Tekjur Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi jukust um 79% milli ára og námu 6,4 milljörðum króna.


Innlent
31. maí 2021

Kvika lækkar mest

Hlutabréf Kviku lækkuðu um 3,13% í 1,4 milljarða veltu en Arion hækkar mest eða um 1,89% í 1,2 milljarða veltu.


Teymi sem hafa farið í gegnum hraðla hjá Icelandic Startups eru áberandi í vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs.


Afkoma Orkuveitunnar batnar um 8,5 milljarða króna á milli ára, einna helst vegna liðar sem tengist álverði og forstjórinn kallar froðu.


Útgerðarfélag Gylfa Þórs Sigurðssonar og fjölskyldu fjárfesti í stærsta bát Trefja frá upphafi. Ólíklegt er að Gylfi verði munstraður á bátinn.


Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir of marga á bótum hafa lítinn áhuga á að vinna. Efla þurfi eftirlit með bótaþegum.


Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra lána um 0,25% og fasta vexti óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára um 0,55%.


Stjórnendur KEA gagnrýna harðlega stefnuleysi um þróun ferðaþjónustunnar þegar ferðamennska er að hefjast á ný eftir COVID.


Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,15% en vextir á verðtryggðum íbúðalánum haldast óbreyttir.


Landsframleiðsla á fyrsta ársfjórðungi dróst saman um 1,7% að raungildi frá fyrra ári.


Nova er að ganga frá milljarða innviðasölu. Hagnaðurinn jókst milli ára.


Héraðsdómur hafnaði kröfu lögmanns Björgólfs Thors um að allir meðlimir málsóknarfélaga í málum gegn honum kæmu fyrir dóm.


Bjarni Benediktsson segir ekkert nýmæli að stórfyrirtæki skipti sér af stjórnmálum. Málið snúist ekki um kvótakerfið.


Hagnaður Bakarameistarans dróst saman um tvo þriðju hluta milli ára og nam 22 milljónum í fyrra.


Með því að tryggja samkeppnishæfni flugsins sé hægt að skapa gjaldeyristekjur sem séu margfaldar á við sjávarútveg eða ál.


Aðalhagfræðingur Íslandsbanka furðar sig á spám um þrálátt atvinnuleysi næstu ár. Sjálfur er hann mun bjartsýnni.


Samherji biðst afsökunar á harkalegum viðbrögðum við og óheppilegri umræðu um neikvæða umfjöllun.


Forstjóri Kauphallarinnar sér fyrir sér að hún geti stækkað verulega til viðbótar við það sem nú er.


Nýtt eignastýringasvið Fossa markaða mun þjónusta þá sem sýna eignaflokkum sem kalla á faglega stýringu áhuga.


Tap félagsins dróst saman milli ára og nam 131 milljón króna. Nýtt fjármagn mun þurfa til að treysta rekstrargrundvöll félagsins.


Tekjur Jarðborana drógust verulega saman á síðasta rekstrarári. Stjórnin segir reksturinn í járnum en félagið sé vel fjármagnað.


Þrír fyrrverandi eigendur Deloitte höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gamla vinnustaðnum í Landsrétti.


Miklu atvinnuleysi er spáð næstu árin. Margir gætu orðið tregir til ráðninga og launahækkanir gert illt verra.


Yfir 400 milljarða króna hækkun á virði Marel stendur undir helmingi af vexti Kauphallarinnar frá ársbyrjun 2019.


Forstjóri Kviku segir bankann sjá tækifæri í því að útvíkka fjártæknilausnir ætlaðar almenningi en ætli þó ekki að bjóða alþjónustu.


Tilkynnt var viðskipti níu stjórnenda Kviku banka í dag, m.a vegna nýtingar á áskriftarréttindum.


Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,8% í dag en sautján af nítján félögum Kauphallarinnar voru rauð.


Trúnaður hefur ríkt um samkomulag PWC við slitastjórn fallna Landsbankans en honum var aflétt með dómi Landsréttar.


Orkla komst að samkomulagi um kaup á 80% hlut í Nóa Síríusi í byrjun maí og mun eftir heimildina eignast 100% eignarhlut í félaginu.


Landsréttur hefur gert Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, að greiða slitabúi bankans skaðabætur.


Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Ungra athafnakvenna í gær. Þrjár koma nýjar inn í stjórn og Andrea Gunnarsdóttir kjörin formaður.


Á lokadegi samfélagshraðalsins Snjallræðis munu frumkvöðlar stíga á stokk sem vilja leiða mikilvægar samfélagsbreytingar.


Í fyrsta sinn frá árinu 2007 var halli á þjónustujöfnuði en búist er við því að viðskiptajöfnuður verði kominn í jafnvægi við lok árs.


Allir átta framkvæmdastjórar Origo fá úthlutað krauprétti að 930 þúsund hlutum í félaginu hver um sig.


Lífeyrir Íslendinga var um 6.155 milljarðar í lok mars. Séreignasparnaður í vörslu lífeyrissjóða hækkar þrátt fyrir úttektarheimildir.


Áætlaður hagnaður Kaldalóns af sölu á dótturfélaginu U26 ehf., umfram bókfært verð, nemur 60 milljónum króna eftir skatta.


Greenwater, sem á Betra Bak, Dorma og Húsgagnahöllina, segir tekjur hafa aukist til muna í fyrra.


Tilfærsla Íslands þykir viðurkenning fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og skapar tækifæri gagnvart erlendum fjárfestum.


Meðal hugmynda í Startup SuperNova í ár er app fyrir heilsu og þjálfun hunda og rúta með innbyggðri sánu.


Samanlagður hagnaður Kviku, TM og Lykils var 2,5 milljarðar króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi. Samlegðaráhrif námu 270 milljónum.


Velta með hlutabréf Síldarvinnslunnar nam 1,1 milljarði króna á fyrsta degi viðskipta.


Þrátt fyrir tvo dóma Hæstaréttar í dag er enn útistandandi málsástæða sem gæti orðið ÍL-sjóði og ríkinu að falli.


Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa á Kjarvalsversluninni á Hellu og verslun Krónunnar í Nóatúni 17.


Samkeppniseftirlitið hefur fallist á sameiningu Eldeyjar og Kynnisferða. Úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.


Sjö manna Hæstiréttur kvað upp dóm í tveimur málum sem varða ÍL-sjóð. Í öðru var ríkið sýknað en hitt var sent heim í hérað.


Sjónvarpsmaðurinn skipar 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi en Þorgerður Katrín er í 1. sæti.


Viðskipti með hlutabréf Síldarvinnslunnar voru hringd inn í morgun um borð í skipinu Berki við höfn í Neskaupstað.


Breki Logason er nýr forstöðumaður Samskipta- og samfélagssviðs hjá Orkuveitu Reykjavíkur.


Bláa Lónið hefur ráðið til sín 112 nýja starfsmenn á undanförnum vikum og gerir ráð fyrir enn fleiri ráðningum á næstunni.


Auglýsingastofan hefur ráðið þau Sölku Þorsteinsdóttur, Kristján Gauta, Önnu Bergmann og Margréti Ósk í margvísleg störf.


Verðbólga hjaðnar um 0,2% frá því apríl þegar að hún var 4,6%. Hækkanir á húsnæðisverði vega þyngst til hækkana.


Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók þátt í útboði Síldarvinnslunnar fyrir 60 milljónir króna.


Birna María Másdóttir, oft kölluð MC Bibba, er nýr samfélagsmiðaráðgjafi hjá Brandenburg.


Um þriðjungur fyrirtækja á landinu hyggst bæta við sig starfsfólki og helmingur fyrirtækja eru vel undirbúinn fyrir áföll.


„Hugsum stærra - Ísland í alþjóðasamkeppni“ er yfirskrift Viðskiptaþings í ár.


Fyrirhugað útboð verður tvískipt. Annars vegar almennt útboð innanlands en hins vegar lokað útboð fyrir valda erlenda fjárfesta.


Félag í eigu Pálma Jónssonar hefur selt hlut sinn í Emmessís til 1912, sem er meðal annars í eigu Ara Fenger.


Útivistarvöruverslunin mun í lok næsta mánaðar opna nýja verslun í Hallarmúla 2. Sprengdu húsnæðið í Kringlunni utan af sér.


Smásölufyrirtækin Festi og Hagar lækkuðu bæði í dag eftir að gengi beggja félaga náði methæðum í gær.


Íslandsbanki samþykkti á hluthafafundi að gefa 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna.


Bandaríska sendiráðið hyggst selja eignir sínar við Laufásveg þar sem að sendiráðið var til húsa áður en það flutti yfir í Engjateig.


Afkoma Íslenskra verðbréfa hf. batnaði milli 2019 og 2020 en stöðugildum hjá félaginu var fækkað.


Mikill áhugi er á landinu frá bandarískum og breskum ferðamönnum. Neysla hvers ferðamanns hefur stóraukist frá því 2019.


Hagar hf. hafa keypt helmingshlut í Djús ehf. sem rekur veitingastaði undir merkjum Lemon.


Mikil eftirspurn var eftir fjárfestingum í VEX I, framtakssjóði í rekstri VEX ehf., sem hefur lokið 10 milljarða fjármögnun.


TM hefur selt allan 11,6% eignarhlut sinn í Stoðum sem vó um 14% af fjárfestingareignum félagsins í lok fyrsta fjórðungs.


Þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,2 prósentum lægri en Hagfræðideild Landsbankans spáði fyrir um.


Úrvalsvísitalan náði sínu hæsta gengi frá upphafi í dag en fjórtán af átján félögum Kauphallarinnar hækkuðu í viðskiptum dagsins.


Kaupsamningum fækkar í apríl miðað við mars en þrátt fyrir það er eftirspurn þó enn gífurleg og ótti er um að fasteignabóla sé farin að myndast.


Kaupin eru sögð mikilvægur hluti af uppbyggingu Malbikstöðvarinnar og Fagverks og einn liður í baráttu fyrirtækjanna um aukna markaðshlutdeild.


Arion banki hefur sagt upp um tuttugu manns.


Hlutabréf hafa hækkað nokkuð í dag og krónan styrkst um nærri 2%. Erlendir fjárfestar sækja inn á íslenskan hlutabréfamarkað.


ASÍ birti samanburð á launum Play og Icelandair í kjölfar ályktunar miðstjórnar samtakanna. Hér er farið ítarlega yfir rangfærslur ASÍ.


Viðskiptavinir Landsbankans munu nú geta fjárfest í sjóðum Goldman Sachs.


Gildi hefur lagt til að umfang kaupréttarkerfis Haga verði 1% af hlutafé félagsins í stað 2% sem stjórn félagsins hafði lagt til.


Forstjóri Regins segir félagið á fleygiferð við að fylgja þróun um þéttingu byggðar, hæstu tekjurnar séu í blönduðum kjörnum.


Um 15-20% af 71 lúxusíbúð í Austurhöfn hafa þegar verið seld eða eru í söluferli að sögn fasteignasala.


Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og lóðum í Suðurnesjabæ þrátt fyrir 25% atvinnuleysi á svæðinu.


Umsvif Garðheima jukust í farladrinum og hagnaður félagsins fór úr 22 milljónum í 139 milljónir króna á milli ára.


Arkio hefur verið í þróun í fjögur ár. Hilmar Gunnarsson stofnandi hefur fjármagnað alla þróun forritsins sjálfur.


Vörustjórnunarfyrirtækið Parlogis hagnaðist um 108 milljónir króna í fyrra miðað við 6 milljónir árið 2019.


Hagnaður Daga hf. nam um 71 milljón króna á árinu.


Björgólfur Thor Björgólfsson féll um átta sæti á lista The Times yfir ríkustu menn Bretlands. Hann er eini Íslendingurinn á topp 250.


Forstjóri Reita býst við því að töluverðar breytingar verði á þátttakendum á hótelmarkaði eftir faraldurinn, enda lifandi markaður.


Framkvæmdastjóri Nox Medical hvetur ríkið til að líta á endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði sem fjárfestingu en ekki styrk.


Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins áætla að 8 þúsund nýjar íbúðir komi inn á markaðinn árin 2021-24.


Starfsmenn hjá Tollinum bentu á að breytt flokkun á jurtaostum bryti gegn samræmdri alþjóðlegri tollflokkun.


Lögmannsstofan hagnaðist um 83 milljónir króna í fyrra og jókst hagnaðurinn um 48% frá fyrra ári. Tekjur jukust lítillega.


Héraðsdómur taldi kröfu lögmannsstofu Sveins Andra Sveinssonar ekki nægilega trygga til að fallast á skipti.


Forstjóri Play Air og forseti ASÍ tókust á í beinni útsendingu og mátti þáttarstjórnandi hafa sig allan við að stýra umræðunni.


Taugin milli Hæstaréttar og lagadeildar HÍ var til umræðu á Sprengisandi í dag.


Íbúum Vesturbyggðar hefur fjölgað um tæplega fjórðung á rétt rúmum áratug en framboð á húsnæði hefur ekki fylgt með.


Forstjóri Eikar, vonast til að gosið flýti viðspyrnu hótelgeirans og að ný hótel dragi að ferðamenn sem stækki kökuna.


Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í embættistíð nýs seðlabankastjóra á miðvikudag.


Kársnesið í Kópavogi hefur tekið miklum breytingum. Bæjarstjórinn líkir hverfinu við flott bútasaumsteppi sem myndi eina heild.


Í samanburði forseta ASÍ var ekki tekið tillit til framlags Play í séreignarsjóð, sem er 3,5% stigum hærra en í lífskjarasamningi.


Tollar á svokallaða jurtaosta hækkuðu skarpt á síðasta ári eftir háværar ásakanir um tollasvindl.


Nox Health-samsteypan, sem varð til er Nox Medical sameinaðist FusionHealth, velti 5,3 milljörðum króna á síðasta ári.


Fjárfestir í lúxushóteli á Grenivík efnaðist ríkulega á veðmálasíðunni PartyPoker. Hann kynntist verkefninu í þyrluskíðaferð.


Innlent
21. maí 2021

Krónan styrkist

Krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart evru frá því í upphafi faraldursins í mars í fyrra og gagnvart dollara frá því í árslok 2019.


Félagið var sektað eftir að hafa ekki tilkynnt fyrir fram um áform þess að eignast virkan eignarhlut í TM og dótturfélögum þess.


Brim hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag og hefur nú hækkað um 16,4% á síðustu tíu dögum.


Útgjöld ríkissjóðs fyrir fjármagnsliði voru 240 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi, um 20% aukning frá fyrra ári.


Reistar verða 11 nýjar 150kW almennar hraðhleðslustöðvar á landsbyggðinni í ár auk 7 Tesla ofurhleðslustöðva.


Leyfilegur opnunartími veitingastaða lengist um eina klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23, og þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti.


Terra hefur ráðið Guðmund Pál Gíslason sem sölu- og rekstrarstjóra og Davíð Þór Jónsson sem fjármála- og tæknistjóra.


Benedikt Jóhannesson sóttist eftir oddvitasæti hjá Viðreisn en var boðið neðsta sæti á lista sem hann hafnaði.


Eitt elsta hús í Reykjavík við Vesturgötu 6-8 hefur verið auglýst til sölu af Karli Steingrímssyni, kenndur við Pelsinn.


Biobú hefur keypt meirihluta hlutafjár í ísgerðinni Skúbb eftir fjögurra ár samstarf.


Dómurinn taldi Isavia hafa farið að reglum útboðs á leigurými, öll tilboð hafi verið gild og Kaffitár því með óhagstæðasta tilboðið.


Fimm aðilar buðust til að selja Landhelgisgæslunni nýtt varðskip en hæsta boð var nærri tvöfalt hærra en það lægsta.


Brim hækkaði um 4,6% í Kauphöllinni í dag, mest allra félaga, og hefur nú hækkað um 13,5% frá 11. maí síðastliðnum.


Fyrsta loðnuvertíðin í þrjú ár hafði í för með sér að afkoma Brims batnaði til muna á milli ára.


Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarmaður Icelandair og framkvæmdastjóri Fractal 5, keypti hlutabréf í Icelandair fyrir um fimm milljónir.


Framkvæmdastjórar Frjálsa, Almenna og Íslenska eru nokkuð harðorðir í garð ASÍ í viðbótarumsögn til efnahagsnefndar þingsins.


Skrifstofustjórar og fyrrverandi framkvæmdastjórar hagsmunasamtaka vilja stýra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.


Dómur Hæstaréttar í nýáfrýjuðu tollkvótamáli mun hafa áhrif á tíu önnur mál en dómkröfur eru á annan milljarð króna.


Seðlabankastjóri segir það ekki hlutverk þjóðhagsvarúðartækja að slá á verðbólguþrýsting.


Hið nýja félag verður skráður rekstraraðili sérhæfðra sjóða og mun að mestu leyti leggjast í sérhæfðar fjárfestingar.


Flugfélagið Play skýtur á Drífu Snædal, forseta ASÍ, í nýrri auglýsingu. Miðstjórn ASÍ sakaði Play um undirboð launa.


1.300 kaupsamningar voru gefnir út í mars og hafa aldrei fleiri íbúðir verið seldar á tólf mánaða tímabili.


Þrotabú félags sem stofnað var utan um kaup á Keahotels árið 2017 var eignalaust og námu lýstar kröfur um 3,8 milljörðum króna.


Yfir helmingur heimilanna nota ekki reiðufé og í 90% tilvika við kaup á vörum og þjónustu eru rafrænar greiðslulausnir notaðar.


Ísbúðin Huppa, sem stofnuðu var árið 2013, er orðin ein stærsta ísbúðakeðja landsins.


Flugfélagið Play hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ályktunar miðstjórnar ASÍ. Félagið mun leita réttar síns dragi ASÍ ásakanir ekki til baka.


Innlent
19. maí 2021

501 aftur í 101

Levi's snýr aftur í miðbæ Reykjavíkur eftir fimmtán ára fjarveru með nýrri verslun á Hafnartorgi sem opnar í sumar.


Skeljungur býður fjárfestum að leggja fram tilboð í P/F Magn en um 38% af heildartekjum Skeljungs komu frá dótturfyrirtækinu.


Fullyrðingar ASÍ standast ekki skoðun. Lægstu föstu laun Play eru rúm 350 þúsund, samanborið við 307 þúsund hjá Icelandair.


ASÍ hefur hvatt landsmenn til að sniðganga Play þar sem að það telur samninga flugfélagsins ekki boðlega.


Iceland Seafood hækkaði um 1,8% í dag og hefur nú hækkað um 140% frá því í mars á síðasta ári.


Í mars var fyrirkomulag útboðs tollkvóta dæmt í andstöðu við stjórnarskrá þriðja sinni. Málið fer fyrir Hæstarétt.


Hollenska fjártæknifyrirtækið Swishfund er fyrsta fyrirtækið til að nýta ° neo, nýja skýjalausn Five Degrees.


Eyrir Vöxtur hefur samið um að nýsköpunarfyrirtæki sem félagið fjárfestir í fái tækifæri til að fara í gegnum viðskiptahraðal MIT.


Margrét Guðmundsdóttir kaupir hlutabréf í Festi fyrir fimm milljónir króna. Hún situr stjórn félagsins og var formaður til mars 2020.


Gjaldþrotaskiptum á Kosti lauk í síðustu viku án þess að greiðslur fengust upp í lýstar kröfur, sem námu um 254 milljónum.


Skúli Mogensen ætlar að selja þrjátíu eignarlóðir Í Hvammsvík auk þess að opna sjóböð og aðra þjónustu á svæðinu.


Lífeyrissjóðurinn Gildi keypti um þriðjung alls hlutafjárins sem var selt í útboði Síldarvinnslunnar í síðustu viku.


Seðlabankinn útskýrir á blaðamannafundi hvers vegna bankinn ákvað að hækka stýrivexti í fyrsta sinn frá því faraldurinn hófst.


Peningastefnunefnd hefur ákveðið að hækka stýrivexti úr 0,75% í 1% þar sem verðbólgan var meiri og þrálátari en spáð var.


Rafnar hafa samið um smíði á fyrsta 15 metra báti félagsins í Bandaríkjunum sem ber nafnið Rafnar 1500.


Neytendasamtökin ætla að stefna bönkunum vegna „verulega matskenndra og ógegnsærra“ skilmála á lánum með breytilegum vöxtum.


Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl og hefur nú hækkað um 13,7% á ársgrunni.


Hlutabréf Iceland Seafood hækkuðu um 3,4% í dag eftir birtingu fjórðungsuppgjörs í gær og Sýn lækkar mest annan daginn í röð.


Velta Landsvirkjunar á árinu var um 16,8 milljarðar króna og hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði var 6,3 milljarðar.


Brimilshólmi hefur keypt allt hlutafé í Eðalfiskur ehf. og tekið við rekstri félagsins.


Spá Landsbanks telur að landsframleiðsla muni vaxa um 4,9% á árinu og að spennu á fasteignamarkaði muni linna með tímanum.


Fyrirtækið Hrauney, í eigu sex nemenda við Verzlunarskólann, var valið fyrirtæki ársins í fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla.


Kristín Inga Jónsdóttir er nýr forstöðumaður markaðsdeildar Póstins. Hún hefur starfað hjá Póstinum frá 2019 sem markaðssérfræðingur.


Níu þingmenn hafa óskað eftir úttekt á Samkeppniseftirlitinu, m.a. um framkvæmd samrunamála, meðferðatíma og óháða kunnáttumenn.


Innlent
18. maí 2021

Enn fellur Bitcoin

Óstöðugleiki bitcoin veldur fjárfestum áhyggjum en gengi myntarinnar hefur fallið um 29% á einum mánuði.


Flugfélagið Play hóf sölu farmiða snemma í morgun. Fyrsta flug félagsins verður til London Stansted þann 24. júní.


Nýútkomin bók Eiríks Ragnarssonar fjallar um hagfræði hversdagsleikans og hvað má læra af henni.


Sýn á í viðræðum við þrjá aðila til viðbótar um frekari sölu fjarskiptainnviða. Vonast er til að ganga frá samningum í sumar.


Fasteignaverð hefur ekki hækkað meira í einum mánuði í 14 ár samkvæmt leiðréttum tölum frá Þjóðskrá sem gerði mistök við upphaflega vinnslu gagnanna.


Hagnaður Reita fyrir matsbreytingu dróst saman um 6,5% milli ára á síðasta ársfjórðungi.


Iceland Seafood skrifar undir viljayfirlýsingu um kaup á 80% hlut í spænsku félagi sem sérhæfir sig í framleiðslu á reyktum laxi.


Hlutabréfaverð Origo hefur hækkað um 160% frá því í mars á síðasta ári.


Félag atvinnurekanda andmælir því að ríkið niðurgreiði námskeið á vegum endurmenntunardeilda ríkisrekna háskóla.


Fjármálaráðherra er ekki vongóður um áframhaldandi vöxt rafmynta. Hann sér þó tækifæri í rekstri gagnavera á Íslandi.


Þrefalt fleiri sóttu um sumarstörf hjá Advania en í fyrra, eða um 800 manns. Fleiri konur sækja um störf í upplýsingatækni en áður.


ÁTVR mun fara fram á lögbann á vefverslanir sem selja áfengi í smásölu hér á landi og höfða dómsmál gegn þeim.


Íslandsbanki hefur spáð því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,4% í maí og að verðbólga verði 4,4%, úr 4,6% í apríl.


Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur keypt hlutabréf fyrir 10 milljónir í Icelandair. Hún óskaði eftir því að láta af störfum á föstudaginn.


Arion banki mun sölutryggja allt að 5 milljarða króna í nýju hlutafé fyrir skráningu Kaldalóns á aðallista Kauphallarinnar.


Eiganda Arnarins finnst nóg um söluna í COVID en lagerinn hefur verið tómur í ár. Salan jókst um 700 milljónir og hagnaðurinn nam 271 milljón.


SKE setur skilyrði við kaup TFII á 50% hlut í Hringrás og HP gámum vegna hlutar lífeyrissjóða í félaginu og keppinaut þess.


Eignir fyrrnefnda félagsins eru metnar á 146 milljónir rúmar og er eigið fé jákvætt um 82 milljónir tæpar.


Björgólfur Thor hefur fjárfest fyrir tugi milljarða í fjármálafyrirtækjum síðastliðin tvö ár.


Undirbúningur að fyrsta flugi Play er í fullum gangi og fyrsta vélin á leið í skýli þar sem hún verður máluð í Play litum.


Velta Good Good var 624 milljónir á síðasta ári og hefur félagið vaxið hratt í faraldrinum.


Skynsamlegt væri ef löggjafinn tæki af skarið og kvæði á um stöðu hluthafasamkomulaga í íslenskum rétti að mati lögmanns.


Gylfi Zoëga telur að nýta hefði mátt síðastliðið ár til að koma skipulagi á ferðaþjónustuna svo að hún ofrísi ekki aftur.


Hlutdeild þeirra þótti ekki vís til að leiða til markaðsráðandi stöðu eða umtalsverðrar röskunar á samkeppni.


Fiskeldisfélagið tapaði 168 milljónum króna á síðasta ári en velta jókst þó um 129 milljónir króna.


Fluglestin – þróunarfélag ehf. fær ekki inni á virðisaukaskattskrá þar sem brautarteinar teljast ekki vegamannvirki.


Jón Bjarki segir Seðlabankann geta sett verðstöðugleika aftur í forgang nú þegar efnahagsóvissa fer dvínandi.


Upp er sprottin deila um það hvort íslensku félagi sé heimilt að markaðssetja lyfið Rivaroxaban WH hér á landi.


Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, er farinn af stað með fatalínuna J.K. Power.


Mussila náði nýverið hópfjármögnunarmarkmiði sínu og gerði stóran samning við Kópavogsbæ.


Hlutabréf Sýn og Brim komust á skrið í dag í 1,4 milljarða króna veltu á hlutabréfamarkaði.


Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group.


Dómur yfir Birni Inga Hrafnssyni um að endurgreiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir króna auk vaxta hefur verið staðfestur.


Heildarvelta með greiðslukort lækkaði um 7,1% í apríl, vísbendingar um að ferðamannaiðnaðurinn sé að byrja að rétta úr kútnum.


Greiningardeild Íslandsbanka telur að stýrivextir Seðlabankans verði um einu prósentustigi hærri að ári liðnu.


Sigurður Gíslason á að baki ævintýralega sögu af flugrekstri í Indónesíu undanfarna áratugi.


Þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing var rekið með 38 milljóna króna tapi á síðasta ári og velta dróst saman um 87%.


Hlutur Samherja og Kjálkaness í Síldarvinnslunni er mun verðmætari en félögin hafa skráð hann í ársreikningum sínum.


Bókanir hafa tekið við sér hjá ferðaskrifstofum. Þegar er uppselt í ferðir til Tenerife um jólin og í skíðaferðir eftir áramót.


Amazon þarf ekki að greiða 250 milljónir evra í afturvirka skatta til Lúxemborgar, eftir úrskurð Almenna dómstólsins í gær.


Samtök ferðaþjónustunnar leggja til víðtækar stuðningsaðgerðir, meðal annars skattaafslætti og lægri álögur.


Hagnaður Hagvangs fyrir árið sem var að líða var 23,4 milljónir króna úr 7,2 milljónum árið 2019 þrátt fyrir minni veltu.


Endanlegur dómur í málinu kann að hafa talsverð áhrif jafnt á hluthafa sem og lánveitendur.


Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins telur heppilegast að Seðlabankinn myndi horfa fram hjá hækkunum á hrávöru og flutningskostnaði.


Bjóðendur í tilboðsbók B sem buðu undir 60 krónum á hlut fengu hlutum ekki úthlutað við skráningu Síldarvinnslunnar.


Kæru áskrifendur — Viðskiptablaðið kemur ekki út í fyrramálið vegna uppstigningardags, heldur á föstudaginn.


Guðjón Reynisson sem að situr í stjórn Festi kaupir hlutabréf í félaginu fyrir um 50 milljónir króna.


Forstjóri Sýnar segir ljóst að félagið muni í ár ná að greiða upp skuldir sem það tók á sig vegna kaupa á eignum 365 miðla.


Hlutabréf Icelandair hækkuðu um 3,1% í 284 milljóna króna veltu, mesta veltan með bréf Símans.


Afkoma af hlutabréfasafni Sjóvá var „langt yfir því sem alla jafna má vænta“, að sögn Hermanns Björnssonar.


Lumina hafa selt heilbrigðislausn sína til Origo, stefna á erlenda markaði og horfa til Spánar.


Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að Geymslur beri ekki ábyrgð á tjóni leigjenda vegna bruna í húsnæði félagsins.


Anna Þorbjörg Jónsdóttir mun stýra nýju eignastýringarsviði Fossa markaða sem verður til húsa í Næpunni.


Hagnaður Kjúklingastaðarins var 4,1 milljónir á árinu sem var að líða og dregst líttillega saman á milli ára.


Markaðsaðilar búast við 2,5% verðbólgu eftir eitt ár og hafa langtímavæntingar frá síðustu könnun lítið breyst.


Sölufulltrúi hjá TM2 er sagður geta þénað yfir eina milljón króna á mánuði. Framkvæmdastjórinn hefur komið víða við.


Alvotech stefnir AbbVie, framleiðanda mest selda lyfs í heimi og segir það beita bellibrögðum til að halda í einokunarstöðu sína.


HS Orka keypti keypti eigin bréf fyrir 5,6 milljarða króna á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins lækkaði úr 63,8% í 56,5%.


Forstjóri flugfélagsins segir að stefnt sé að því að stækka flugflotann en félagið rekur í dag níu Boeing 747 fraktflugvélar.


17 af 18 félögum kauphallarinnar lækkuðu í viðskiptum dagsins og var Eimskip þar í fararbroddi.


Tekjur Eimskips á fyrsta ársfjórðungi jukust um 11,5% milli ára og námu rúmum 27,3 milljörðum króna.


Félag Björgólfs Thors kaupir bandarískan húsnæðislánarisa sem frændi hans tók þátt í að stofna og er yfirmaður hjá.


Á ársfundi Samáls, sem hefst kl. 14, verður meðal annars sagt frá því að öll íslensku álverin eru komin með ASI-vottun.


Þrátt fyrir atvinnuleysi sé í hæstu hæðum hér á landi og landsframleiðsla dregist saman, hefur kaupmáttur launa hækkað talsvert.


Afkoma veitingastaðarins Tjöruhússins á Ísafirði var 24 milljónir króna fyrir síðasta ár. samanborið við 1,8 milljónir árið áður.


Stöðugildum hjá Olís hefur verið fækkað um 72 frá upphafi faraldursins sem sagt er farið að skila sér í bættri afkomu.


Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,84% í dag er VÍS leiddi lækkanir, þá var mesta lífið í kringum hlutabréf Haga sem hækkuðu um 1%.


Transmaður á rétt á launum í veikindaleyfi sem til var komið vegna kynleiðréttingaraðgerðar. Vinnuveitandi vildi ekki greiða.


Landsréttur hefur staðfest að verkfallsagerðir FÍA, sem hafa staðið yfir síðan í febrúar, séu lögmætar.


Félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur og Bjarna Ármannssonar verða með sitthvorn 26% hlut í Domino's á Íslandi.


Lögmaðurinn ferðaðist landshorna á milli til þess eins að komast að því að fyrirtöku hafði verið frestað degi áður.


Eigendur Ernst & Young hafa sett skrifstofur félagsins í Borgartúni 30 á sölu, en alls telur húsnæðið yfir 1.100 fermetra.


Hagnaður framtakssjóðsins Akurs fjárfestinga nam 1,5 milljörðum króna fyrir síðasta ár sem er 2 milljarða viðsnúningur frá 2019.


Bruggstofan, sameiginlegt verkefni Tíu Sopa og RVK Brewing Co., mun opna við Snorrabraut þar sem áður var Roadhouse.


Lögmannsstofan Lex færði niður allan eignarhlut sinn í innheimtufyrirtækinu Gjaldskilum á síðasta ári.


Hagnaður Málningar jókst úr 92 milljónum króna í 263 milljónir króna á milli ára.


Stjórn Arctica Finance telur að tilmæli fjármálaeftirlitsnefndar falli ekki vel að eðli félagsins og leggur til arðgreiðslur yfir tilmælum.


Eigendur BL og Sverrir Viðar Hauksson hafa stofnað leigufyrirtækið Flex og segja aukinn sveigjanleika það sem koma skal útleigu bíla.


Formaður Framsóknarflokksins segist vel geta hugsað sér hærra skattþrep fyrirtækjaskatts á stærri fyrirtæki.


Hagnaður SNV, eignarhaldsfélags fjárfestisins Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, jókst um 111 milljónir frá árinu 2019.


Velta Benchmark Genetics, sem áður hét Stofnfiskur, jókst um 14% og nam tæpum 4 milljörðum í fyrra.


Söluferli á Já tafðist í heimsfaraldrinum auk þess að hafa nokkuð neikvæð áhrif á rekstur félagsins.


Fátt bendir til þess að verðbólga verði viðvarandi hærri en spáð hefur verið þrátt fyrir óvænta hækkun síðast.


Hótel Akureyri ræktar nú eigið grænmeti í húsnæði sem áður hýsti þvottahúsið.


Skjárinn, sem Luxor og SmartSignage kaupa saman, vegur 13 tonn og verður notaður á komandi rafíþróttamóti.


Hagar kynnti á dögunum til leiks Uppsprettu, nýsköpunarsjóð sem styður við þróun innlendrar matvælaframleiðslu.


Takmörkuð ánægja virðist vera með fyrirhugaðar breytinga á lífeyrissjóðakerfinu, í það minnsta er hún vart sjáanleg í umsögnum.


Áætlanir Síldarvinnslunnar hf. (SVN) gera ráð fyrir að EBITDA þessa árs verði á bilinu 72-77 milljónir Bandaríkjadala.


Íslenskir svarendur Fjármálastjórakönnunar Deloitte eru vel yfir meðaltali þegar kemur að bjartsýni til næstu mánaða.


Atlanta var nærri því að enda með fimm breiðþotur í fanginu í upphafi faraldursins sem forstjóri félagsins telur að hefðu að líkindum fellt Atlanta.


Forstjóri Play segir launakostnað ekki stærsta liðinn í flugrekstri. Ekki þurfi að níða skóinn af starfsfólki til að halda kostnaði niðri.


Hagnaður Kælismiðjunnar Frosts tvöfaldaðist á síðasta ári og nam 230 milljónum króna.


British Airways vill að millilandaflug verði leyft á ný, móðurfélagið tapaði milljarði evra á fyrsta fjórðungi. BA flýgur senn til Íslands.


Hlutur A-deildar LSR í Eimskip er nú um 4,9% eftir að lífeyrissjóðurinn seldi fyrir 124 milljónir króna í félaginu í dag.


Árni Oddur Þórðarsson seldi í dag hluti í Marel fyrir um 168 milljónir króna.


Samanlögð eign Brimgarða í Eik nemur rúmlega 29% að teknu tilliti til framvirkra samninga og annarra réttinda.


Unnur Ásta hefur gengið í hóp eigenda Magna Lögmanna, hún hefur starfað hjá Magna síðan 2012.


Ragnar Þór er á móti því að fyrirtæki með fiskveiðikvóta séu á markaði. LIVE er þriðji stærsti hluthafinn í Brimi.


Bjarni Benediktsson hefur mælt fyrir frumvarpi sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna Covid-19.


Riverside Capital ehf., fjárfestingafélags Örvars Kjærnested, stjórnarmanns í Stoðum. hagnaðist um 544 milljónir króna í fyrra.


Nota matarvagn til að prufukeyra Barion og Hlölla í ákveðnum úthverfum áður en endanleg ákvörðun er tekin um að fjárfesta í stað.


Arnarlax hefur náð samkomulagi um kaup á tveimur eldisstöðvum á Hallkelshólum og í Þorlákshöfn.


Bogi Nils er vongóður um framtíðina hjá Icelandair og segir að Bandaríkjamenn séu sérlega spenntir fyrir ferðum til landsins.


„Ég leyfi mér að vona að hvorki almenningur né sjóðir í okkar eigu láti krónu í þetta fyrirtæki,“ skrifar Ragnar Þór.


Hagnaður framtakssjóðsins SÍA III þrefaldaðist á árinu 2020 en afkoma SÍA II fór ú 151 milljóna tapi 7 milljóna hagnað.


Yfirtaka og margföldun í sölu á sóttvarnarvörum ástæðurnar höfðu jákvæð áhrif á rekstur Kemi á síðasta ári.


Gengi flestra félaga hækkaði á hlutabréfamarkaði í dag og voru Hagar þar fremstir í fylkingu en bréf fyrirtækisins hækkuðu um 1,6%.


Matsbreytingar fjárfestingareigna Regins á síðustu tveimur ársfjórðungum nema um 2,8 milljörðum króna.


Jakobsson Capital metur Síldarvinnsluna á 118 milljarða króna, eða um nærri 25 milljarða yfir lægra verðbil félagsins í útboðinu.


Tvöþúsund fjölskyldur og einstaklingar tóku lán hjá Landsbankanum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.


ÍAV hafa stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum vegna ágreinings um uppbyggingu lóða á Kirkjusandsreitnum.


Hæstiréttur hefur fallist á að afar brýnt sé að fá botn í deilu Fosshótel Reykjavík og leigusala félagsins. Málið fer beint til réttarins.


Vöruviðskiptahalli fyrir síðasta mánuð var 6,9 milljarðar í samanburði við 7,3 milljarða króna á sama tíma fyrir ári síðan.


Kröfur borgar og Vegagerðar til umferðarljósa útiloka flesta þjónustuaðila, að einum undanskildum, frá þátttöku í útboðum.


KOM hyggst nú sækja markvisst inn á ráðstefnumarkaðinn og hefur stofnað nýja ráðstefnudeild.


Forstjóri Atlanta segir með ólíkindum hvernig gengið hafi hjá Atlanta miðað við horfurnar í upphafi faraldursins.


Algalíf er fyrsta íslenska fyrirtækið til að vinna Alþjóðlegu líftækniverðlaun tímaritsins Global Health and Pharma.


Kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs og skráningar Síldarvinnslunnar á markað hófst klukkan 8:30 í morgun í Hörpu.


Hagnaður Líflands var 110 milljónir á síðasta ári og dróst saman um 42% miðað við árið áður.


Birgir Jónsson, forstjóri Play, trúir því að samkeppnisbroddur félagsins til lengri tíma muni felast í smæðarhagkvæmni félagsins.


Hagnaður vísisjóða Frumtaks nam samanlagt 2,2 milljörðum fyrir síðasta ár, í samanburði við 79 milljónir árið áður.


Hlutabréf Marel hækkuðu í dag um 3,1%, þriðja daginn í röð var meiri velta með skuldabréf en hlutabréf.


Bankinn hagnaðist um 6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi og arðsemi eiginfjár var 12,5%.


Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi, en í fyrra tapaði bankinn 1,4 milljörðum á sama tímabili.


Bjarni Benediktsson hefur lagt fram nýtt frumvarp um lengingu heimildar til að greiða skattfrjálst inn á höfuðstól íbúðalána.


Manninum hafði verið sagt upp störfum árið 2015 fyrir að keyra kennitölur samstarfsmanna við staðgreiðsluskrá Skattsins.


Fjárfestingasjóðurinn MF1 undirbýr nú sölu á 79% hlut sínum í Opnum Kerfum.


Flugfélagið Jet2.com og Jet2CityBreaks flýtir um mánuð áætlunum sínum um flug og borgarferðir frá Manchester til Íslands.


Túlkun dómstóla á réttarfarslögum, hvað varðar fresti eftir setningu tryggingar, gæti opnað á ýmsa möguleika fyrir skiptastjóra landsins.


Tap Gullfosskafii fyrir síðasta ár var 89 milljónir fyrir árið 2020 en hagnaður ársins áður nam 123 milljónum.


Norska fyrirtækið hefur fest kaup á eftirstandandi 80% hlut í Nóa Síríus. Finnur Geirsson hættir sem forstjóri eftir 31 ár í starfi.


Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að Malbikunarstöðin Höfði yrði sett í söluferli. Oddviti flokksins furðar sig á þögn sem ríki um málið.


Fótbolti.net fékk ekki fjölmiðlastyrk í fyrra en samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi uppfyllir miðillinn skilyrði fyrir rekstrarstuðningi.


Flugfélagið Play auglýsir eftir fólki í fjórtán stöður, þar af eru þrettán í höfuðstöðvum félagsins í Hafnarfirði.


Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuflokka sem vilja inngöngu í ESB sjá allt sem nagla, þar sem þeirra eina verkfæri sé hamar.


Tap framtakssjóðsins Horn III, í rekstri Landsbréfa, var 260 milljónir fyrir síðasta ár. Félagið á Hagvagna, Hópbíla og Hvaleyri auk hluta í öðrum félögum.


Sextán af átján félögum Kauphallarinnar lækkuðu í viðskiptum dagsins er úrvalsvísitalan lækkaði um 1,7%.


Fáist full áskrift í útboði Síldarvinnslunnar verður söluandvirði Samherja á 12% eignarhlut um 11,2-11,8 milljarðar króna.


Félagið Betelgás ehf., í eigu Magnúsar Júlíussonar, seldi í dag hlutabréf fyrir 48,5 milljónir í Festi hf.


Varaþingmaður Framsóknarflokksins telur tímabært að íhuga að setja lög um það hvenær börn mega eignast snjallsíma.


Íslenskur textíliðnaður náði ekki að vinna upp í allar sölupantanir á handprjónabandi, sem jukust um 22% á milli ára.


Hagnaður Flúðasveppa jókst um 150% á milli áranna 2019 og 2020.


Eyrir Invest fjárfesti um fimm milljörðum króna í dótturfélaginu Eyrir Ventures á síðasta ári.


Samherji og fleiri aðilar munu hið minnsta selja 26,3% hlut í Síldarvinnslunni í hlutafjárútboði í næstu viku fyrir skráningu á markað.


Velta veitingastaðarins jókst um 21% á síðasta ári þrátt fyrir sóttvarnatakmarkanir. Veltan hefur aukist um 41% það sem af er ári.


Það voru fleiri rauðar tölur en grænar á aðalmarkaði kauphallarinnar í dag, til að mynda lækkaði OMXI10 vísitalan um 1,14%.


Hagnaður Gagnaveitu Reykjavíkur dróst lítillega saman frá fyrra ári. Netumferð jókst gífurlega á faraldurstímum.


Tap félags sem að heldur utan um eignarhlut íslenskra fjárfesta í Marriott Edition hóteli sem rís við Hörpu var 735 milljónir í fyrra.


Verkfræðistofan VISTA og Bentley Systems hafa gengið frá samningi um kaup Bentley Systems á hugbúnaðarlausninni VDV.


Um 1,2 milljarða króna neikvæð gangvirðisbreyting litaði afkomu fjárfestingasjóðsins Icelandic Tourism Fund I á síðasta ári.


Stjórn Hvals hf. hefur birt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þar sem um 1% hlutabréfa í félaginu séu týndir eða glataðir.


Innlent
3. maí 2021

Aukið tap Vilko

Tap Vilko jókst á síðasta ári en heimsfaraldurinn hafði lítil áhrif á rekstur félagsins.


Minnihluti stjórnar Íslandspósts var ekki hrifinn af ákvörðun félagsins um að fella niður tiltekna afslætti og töldu hana vafasama.


Velta Útilegumannsins jókst um nærri 50% á síðasta ári. Aukin innanlandsferðalög vegna faraldursins helsta skýringin.


Forstjóri Play segir flugfélagið svo vel fjármagnað að það gæti lifað án farmiðasölu í tvö ár.


Rut Kristjánsdóttir er nýr sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Fyrsti yfirmaður hennar í geiranum reyndist mikil fyrirmynd.


Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, skoðaði eldstöðvarnar í Geldingadölum á verkalýðsdaginn.


Skyldleika má finna með afhendingu bréfa í Landsbankanum til starfsmanna og kaupaukamála sem FME hefur gert athugasemdir við.


Tap Brimborgar helmingaðist milli áranna 2019 og 2020 úr 670 milljónum í 330 milljónir króna.


Heimsfaraldurinn hafði neikvæð áhrif á fasteignafélögin en síðan síðasta haust hefur hlutabréfaverð þeirra snarhækkað.


Aðalhagfræðingur SI telur lausnina við þenslu á fasteignamarkaði vera að auka framboð fremur en að stíga á bremsuna á eftirspurnarhliðinni.


Umbúðagerðin hefur hafið pappakassaframleiðslu til að koma til móts við smærri fyrirtæki, að sögn framkvæmdastjórans.


Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið MainManager hefur sameinast norska fyrirtækinu View Software undir nafninu Ørn Software.


Heimsferðir töpuðu 156 milljónum króna á síðasta ári, svipað og árið 2019. Velta dróst verulega saman en eignir félagsins jukust.


Ræstingaþjónustan Hreint hagnaðist um 55 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 38 milljónir frá fyrra ári.


Samningur Íslandsstofu við Business Sweden tryggir íslenskum fyrirtækjum mun betri stuðning erlendis.


Samanlögð fjárhæð útlána með yfir 90% veðsetningarhlutfalli í atvinnuhúsnæði jókst um tæplega helming á síðasta ári.


Tenerife er nýr áfangastaður í leiðakerfi Icelandair. Eitt flug í viku í maí en flogið verður tvisvar til þrisvar í viku er faraldri linnir.


Skiptar skoðanir eru um hvort bregðast þurfi við þenslunni á fasteignamarkaði með því að byggja meira en þegar stendur til.


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.