Ofurbíllinn Porsche 911 Turbo verður frumsýndur um helgina á Íslandi. Nýjasta útgáfa 911 Turbo er aflmesta útgáfa 911 sem er aðeins um 2.7 sekúndur í hundrað í S útfærslu.

Eigendur sögulegra Porsche bifreiða munu einnig sýna bíla sína og er því gefst tækifæri til að sjá stóran hluta úr Turbo línunni saman komin á einum stað. Á staðnum verða meðal annars 930 Turbo, einstakt söfnunareintak, auk 996 Turbo og 997 Turbo S.

Einnig verður að finna rafmagnsbílana Taycan og Taycan Cross Turismo ásamt Platinum Edition af Cayenne jeppanum sem fæst nú með stærri rafhlöðu.

Allir þessir bílar verða á sýningunni á Krókhálsi 9 á laugardaginn frá 12-16.