BMW i4 er fallega hannaður bíll frá bæverska lúxusbílaframleiðandanum. Gran coupé hönnunin á þessum 5 dyra bíl er ákveðin fagurfræði.

Húddið er langt og hliðarsvipurinn straumlínulagaður og flottur. Langt hjólahafið með stuttri skögun og flæðandi topplínu. Framendinn er afar sportlegur með lóðrétt, tvískipt grill með áberandi mynstri og LED ljós sem gefa fögur fyrirheit.

Hönnuðir BMW kunna þetta vel.

Innanrýmið er laglegt. Bíllinn er með 14,9“ sveigðum snertiskjá og 12,3“ stafrænu mælaborði sem sameinast.
Innanrýmið er laglegt. Bíllinn er með 14,9“ sveigðum snertiskjá og 12,3“ stafrænu mælaborði sem sameinast.

Fjarkinn er laglegur að innan og þar er allt eins og búast má við í BMW. Mælaborðið er klassískt og fallegt.

Bíllinn er með 14,9“ sveigðum snertiskjá og 12,3“ stafrænu mælaborði sem sameinast.

Bíllinn er aflmikill og ekki við öðru að búast frá Bæverjunum. Rafmótorinn skilar 340 hestöflum og togið er 430 Nm. Það er þrælgaman að aka þessum sportlega bíl.

Fjarkinn er aðeins 5,7 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraðinn er 190 km/klst.

Bíllinn er afturhjóladrifinn og liggur vel á veginum. Maður finnur varla fyrir hraðanum. Hann er með stífa og sportlega fjöðrun og stýringin er mjög góð.

Húddið er langt og hliðarsvipurinn straumlínulagaður og flottur. Langt hjólahafið með stuttri skögun og flæðandi topplínu.
Húddið er langt og hliðarsvipurinn straumlínulagaður og flottur. Langt hjólahafið með stuttri skögun og flæðandi topplínu.

Bíllinn steinliggur í beygjum þótt ekið sé allgreitt. Þykkt M stýrið er þægilegt. Bíllinn er mjög þéttur og lítið sem ekkert heyrist inn í stjórnrýmið.

Ég er persónulega mjög hrifinn af sjálfskiptingunum í BMW sem eru svolítið eins og stýripinni – jafnvel í orustuþotu.

Drægnin á rafmagninu er allt að 590 km sem verður að teljast mjög gott.

Nánar er fjallað um bílinn í blaðinu Bílar sem kom út 26.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.