Drykkjavöruframleiðandinn Anheuser-Busch InBev, sem er með heimsþekkt vörumerki á borð við Stella Artois og Corona á sínum snærum, hefur sett á markað sinn fyrsta bjór sem inniheldur engin kolvetni. Bjórinn kolvetnisskerti, sem ber heitið Bud Light NEXT, er afrakstur áratuga rannsóknar- og þróunarstarfs innan raða félagsins.

Bjórinn kemur inn á markað vestanhafs á besta tíma þar sem næstkomandi sunnudag er keppt um Ofurskálina (e. Super Bowl). Þar mætast NFL-liðin Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals. Fáir viðburðir vestanhafs laða að sér meira sjónvarpsáhorf á ári hverju en leikurinn um Ofurskálina og er bjórsala með mesta móti í kringum leikinn.

Er Ofurskálin að sama skapi risastór auglýsingagluggi og ætla forsvarsmenn drykkjavöruframleiðandans að nýta sér hann til að auglýsa hina langþráðu nýjung.