Þýski bílaframleiðandinn Audi tilkynnti í morgun að hann ætli að taka þátt í Formúlu 1 árið 2026.

Markus Duesmann sagði í yfirlýsingu frá félaginu að Formúla væri mikilvægt alþjóðlegt svið fyrir vörumerki þeirra og mjög krefjandi í þróun bílanna."

Audi, sem er með aðsetur í Ingolstadt, hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort þeir sameinist eða taki yfir önnur lið. Bílaframleiðandinn hefur átt í samtölum við McLaren og Sauber.

Volkswagen samstæðan, með Audi innanborðs, hefur fylgst með ótrúlegum árangri Mercedes-Benz í Formúlu 1 sem vann sjö heimsmeistaratitla í röð í keppni ökumanna og átta í keppni bílasmiða. Porsche, sem er einnig hluti af Volkswagen, hyggst einnig taka þátt í Formúlu 1 en óvíst hvenær.

Ef vel gengur í Formúlu 1 getur það haft veruleg áhrif stöðu bílaframleiðanda. Mercedes sneri aftur í Formúlu 1 undir eigin merkjum árið 2010. Mercedes metur vörumerki sitt í Formúlu á einn milljarð Bandaríkjadala, um 140 milljarða króna,.