Hygge Coffe & Micro Bakery

Eins og nafnið gefur til kynna þá er Hygge bæði notalegt kaffihús og lítið bakarí. Staðurinn er að danskri fyrirmynd og var opnaður hérlendis í ársbyrjun 2022. Bakararnir á Hygge eru óhræddir við að leika sér með hráefnið og bjóða upp á nýtt bakkelsi. En allt bakkelsið er bakað á staðnum.

Sanholt er yfir 100 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki.
Sanholt er yfir 100 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki.

Sandholt

Sandholt er eitt elsta bakarí landsins en dyr þess voru opnaðar 1920. Frá upphafi hefur stefna Sandholts verið að bjóða upp á heimalagað bakkelsi úr fersku hráefni. Sandholt býður ekki bara upp á súrdegisbrauð og bakkelsi eins og önnur bakarí. Einnig er hægt að nýta sér veisluþjónustu fyrirtækisins þar sem hægt er að fá m.a. snittur, pinntamat og kökur.

BakaBaka er bakarí á daginn og veitingastaður á kvöldin.
BakaBaka er bakarí á daginn og veitingastaður á kvöldin.

BakaBaka

BakaBaka opnaði í byrjun árs 2022 og er bæði bakarí og veitingastaður. Frá morgni til eftirmiðdags býður staðurinn upp á brauð og bakkelsi líkt og önnur bakarí en um helgar breytist bakaríið í ítalskan veitingastað. Þá er m.a. í boði að fá eldbakaðar pítsur og pastarétti.

Deig er bakarí með amersískum stíl.
Deig er bakarí með amersískum stíl.

Deig

Inn af veitingastaðnum Le Kock er að finna bakaríið Deig. Bakari staðarins ólst upp í Bandaríkjunum svo bakkelsið er mjög innblásið þaðan. Upphaflega var ekki planið að opna bakarí en vinsældir bakkelsis og baksturs Markúsar Inga bakara á Le Kock urðu til þess að ákveðið var að opna bakarí inn af staðnum. Á boðstolnum á Deig eru m.a. fjölbreytt úrval beygla og kleinuhringja.