Um síðustu helgi fór fram Götubitahátíð Íslands í hljómskálagarðinum þar sem keppnin um besta götubita Íslands var haldin í samstarfi við European Street Food Awards.

Dómnefnd skar út um eftirtallinna flokka: Besti Götubitinn, besti grænmetisrétturinn, besti smábitinn, og svo kaus almenningur um götubita fólksins. Dómnefndina skipuðu, Óli Óla veitingamaður, Binni Löve áhrifavaldur, Helgi Svavar matgæðingur, Shruthi Basapa frá Grapevine og Sefanía Thors húsmóðir og kvikmyndagerðarmaður.

Yfir 15.000 manns mættu og bar Silli Kokkur sigur úr býtum. Reykur BBQ hafnaði í öðru sæti og Vængjavagninn Just Wingin It í því þriðja. Chikin bar sigur úr býtum í bæði besta smábitanum og besta grænmetisréttinum. Just Wingin it var síðan kosinn götubiti fólksins.

Dómnefndin var hress

Körfuboltakempan Justin Shouse heldur á verðlaunum Just wingin it fyrir götubita fólksins

Strákarnir hjá Chikin með verðlaunin sín tvö.