Bar Cañete

Það má segja að Bar Cañete sé bæði blanda af lókal stað og fínna veitingahúsi fyrir þá sem sækja borgina heim. Hann er í Raval-hverfinu sem var skítahverfi fyrir aðeins 20 árum síðan.

Þegar líður á kvöldið mæta heimamennirnir á staðinn og ræða aðskilnaðinn við kónginn í Madríd.

Það er upplifun að sitja við barinn og horfa á þjónana og matreiðslumennina vinna. Þetta er einskonar blanda af því að fara út að borða og fara í leikhús.

Það er ágætis ráð að fara í einn jógatíma fyrir matinn til að vera vel undirbúinn fyrir hrópin og köllin – sem gætu ært óstöðugan. Því er staðurinn alls ekki fyrir hjartveika.

Sjávarréttir eru áberandi á matseðlinum ásamt hefðbundnari katalónskum tapas réttum. Hráefnið er mjög ferskt. Það finnur maður meðal annars á ostrunum sem eru lostæti.

Umfjöllun um fleiri veitingastaði í Barcelona er að finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom nýlega. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.