Davíð Oddsson hefur setið lengst allra forsætisráðherra frá upphafi, samfellt og samanlagt, eða í tæpt 13 og hálft ár.

Hann var alla sína forsætisráðherratíð á þýskum Audi. Hann var aðeins á tveimur bílum alla forsætisráðherratíð sína.

Þegar Davíð yfirgaf ráðuneytið 14. september 2004 var hans bíll orðinn með elstu bílunum í ráðherrabílaflotanum.

Audi 100 1991-1996

Audi 100 bíll Davíðs.
Audi 100 bíll Davíðs.

Þegar Davíð kom í forsætisráðuneytið vorið 1991 var þar fyrir Oldsmobile-inn sem Steingrímur Hermannson hafði látið kaupa.

Um haustið voru keyptir nýir bílar fyrir forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Báðir voru þeir Audi 100 og bláir að lit en bíll Davíðs var betur búinn.

Audi A8 1996 - 2004

Í janúar 1996 keypti ráðuneytið Audi A8 fyrir Davíð, bláan að lit, í hefðbundinni lengd. Bíllinn var ráðherrabíll Davíðs þangað til hann færði sig yfir í utanríkisráðuneytið haustið 2004.

Davíð keypti þá bílinn sem þá var orðinn elsti og ódýrasti bíllinn í ráðherrabílaflotanum. Kaupverðið var 1,1 milljón króna og Davíð á bílinn enn.

Davíð, sem er í dag ritstjóri Morgunblaðsins, ekur um á Mercedes-Benz GLE.

Davíð Oddsson þáverandi forsetisráðherra við Audi A8 ráðherrabíl sinn.
© vb.is (vb.is)

Umfjöllun um fleiri ráðherrabíla má finna í blaðinu EV - Bílar sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.