Nýr BMW iX1 verður frumsýndur hér á landi um næstu helgi. BMW iX1 er fjórhjóladrifinn og 100% rafknúinn borgarjepplingur með allt að 438 km drægni á rafhlöðunni.

BMW iX1 fer allt að 438 km á hleðslunni. Það tekur um tíu mínútur að hlaða allt að 120 km drægni á rafhlöðuna og innan við 30 mínútur að hlaða í 80% á næstu hefðbundnu hraðhleðslustöð. Bíllinn er hannaður á nýjum undirvagni til stækka rými farþega og farangurs.

Stór bogadreginn aðalskjár veitir góða yfirsýn á margvísleg stjórntæki. Sítengt fjórhjóladrifið og öryggisbúnaður bregst við um leið og breyting verður á aðstæðum og stýrir aflinu á rétt hjól fyrir hámarks grip og stöðugleika.

BMW iX1 verður frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða nk. laugardag, 11. mars milli kl. 12 og 16.