Ford Bronco er kominn aftur á íslenska vegi eftir aldarfjórðungs framleiðsluhlé. Fyrsta kynslóðin, sem kom til Íslands árið 1965, var vinsælasti jeppinn á Íslandi um langt árabil og seldist hvergi í heiminum meira en á Íslandi – á hvern íbúa. Ástæðan var sú að hann þótti bæði góður til innanbæjaraksturs og í torfærum.
Við á Viðskiptablaðið erum miklir aðdáendur þess að byggja á sögunni í bílasmíði. Ástæðan er sú að eldri bílar eru með sál en nýir bílar almennt ekki. En þeir sem byggja á fortíðinni eru með meiri sál. Nýi Bronco-inn minnir töluvert á fyrstu kynslóðina.
Nýi Bronco-inn er stór og enn stærri en fimmta kynslóð hans. Hann er 4,85 metrar á lengd og 1,98 metrar á breidd. Hann er svolítið hrár að innan en öll stjórntæki eru þægileg viðureignar. Skjárinn er stór og einfaldur.
Spræk vél
Við prófuðum jeppa með 2,7 lítra V6 bensínvél sem skilar 330 hestöflum og togið er 557 Nm. Hún er feikilega spræk og hljómurinn er bæði amerískur og sannfærandi. Tíu þrepa sjálfskiptingin er mjúk og maður tekur ekki mikið eftir henni þó maður botni græjuna. Bíllinn kemur á 35 tommu dekkjum og vegur 2.413 kg, sem er töluvert enda stór.
Umfjöllunin birtist í sérblaðinu Bílar, sem kom út fimmtudaginn 16. mars 2023. Áskrifendur geta lesið hana í heild hér.