Sumarbústaður dönsku tónlistarkonunnar Tinu Dickow og Helga Hrafns Jónssonar eiginmanns hennar og tónlistarmanns við Þingvallavatn hefur vakið athygli fjölda erlendra fjölmiðla. Tina er meðal þekktustu tónlistarmanna Dana en hjónin búsett á Íslandi.

Bústaðurinn var á forsíðu danska blaðsins Bo Bedre í janúar og hefur síðan þá verið til umfjöllunar í fjölmiðlunum víða um heim, nú síðast í Business Insider .

Mikið útsýni er yfir Þingvallavatn úr bústaðnum sem er allur hinn glæsilegasti. Bústaðurinn sem er um 170 fermetrar og fellur vel inn í umhverfið við vatnið. Þar má meðal annars finna veglegt baðkar á stofugólfinu þar sem njóta má útsýnisins yfir vatnið.

Húsið var hannað af arkitektunum Kristjáni Eggertssyni og Kristjáni Erni Kjartanssyni hjá arkitketastofunni KRADS.

Úr umfjöllun Business Insider: