Leikarinn og grínistinn David Spade hefur sett húsið sitt í Beverly Hills til sölu á 19,995 milljónir dala, eða sem nemur um 2,6 milljörðum króna. WSJ greinir frá þessu og birtir myndir af lóðinni.

Húsið, sem var byggt árið 1978, er staðsett í hinu stjörnuprúða Trousdale Estates hverfi. Fasteignin, 595 fermetrar að stærð, er með fjögur svefnherbergi og þrjá arna. Í garðinum er glæsileg sundlaug og tennisvöllur. Ekki er útsýnið slæmt heldur. Þá er hann með bílakjallara sem rúmar þrjá bíla.

Spade keypti fasteignina árið 2001 fyrir tæplega 4 milljónir dala, eða um 520 milljónir króna. Hann segir við WSJ að hann hafi viljað kaupa húsið um leið og hann sá fyrstu loftmyndina af lóðinni fyrir meira en tuttugu árum síðan. „Þetta leit svo töff út, þetta var gamli stíllinn frá áttunda áratugnum og ég vildi það um leið,“ segir leikarinn og bætir við að hann hafi skynjað að húsið hefði „góða stemningu“.

Spade segir að hann hafi komist að því að Jennifer Aniston og Courteney Cox voru nágrannar hans á sínum tíma þar sem ferðaþjónustufyrirtæki voru með hóðferðir að heimilum fræga fólksins í hverfinu.

Hinn 57 ára gamli leikari festi nýlega kaup á nýju 1.050 fermetra húsi í Hollywood Hills hverfinu fyrir 13,8 milljóna dala, eða fyrir 1,8 milljarða króna. Ásett verð var 15,5 milljónir dala. Sjá myndir af húsinu á vefsíu Dirt .