Snapparinn landskunni, Hjálmar Örn Jóhannsson, hefur einungis innbyrt boozt drykki frá Booztbarnum það sem af er vikunni og stefnir á að gera það út vikuna.

Hjálmar ætlar að leyfa fylgjendum að fylgjast með heilsuátaki sínu á snappinu en í byrjun vikunnar steig hann á vigtina og sýndi hún að kappinn vegur um 112 kg. „Ég var að koma úr alveg svakalegri ferð frá London og því algjörlega nauðsynlegt að keyra hollustuna hratt og vel í gang. Maður nýtur jú mikið betur þegar manni líður vel í eigin skinni,“ segir Hjálmar.

Eins og fyrr segir er það Booztbarinn sem heldur Hjálmari í gangi fram á föstudag en næstu daga er svokölluð áramótabomba barsins inni á AHA.is en þar sem viðskiptavinir geta keypt inneignarkort fyrir 10 booztdrykki á kr. 6.990,- í stað kr. 12.950,-. Kristinn Ingi Sigurjónsson, eigandi Booztbarsins, segir að fyrirtæki sitt og AHA.is sé búið að eiga í samstarfi í mörg ár og hafi komið með tilboð sem þessi til að gera viðskiptavinum sínum auðveldara með að koma sér í form eftir hátíðirnar. „Við erum að slá 46% af drykkjunum og það er rosalega gaman að sjá hversu góðar viðtökurnar eru. Á fyrsta degi tilboðsins seldist boozt sem myndi duga til að fylla 1440 lítra heitan pott, en ég mæli þó með að fólk drekki booztið í stað þess að baða sig upp úr því,“ segir hann.

Hægt er að fylgjast með snappi Hjálmars undir notendanafninu Hjalmarorn110.