Paul Allen stofnaði Microsoft með Bill Gates árið 1975. Allen greindist með krabbamein árið 1983 og lét þá af störfum en var kosinn varaformaður stjórnarinnar.

Allen var mikill listunnandi og eignast gríðarlega verðmikið safn málverka. Þegar hann lést var hann í 44. sæti á Forbes listanum yfir ríkustu menn heims. Þá átti hann tæplega 3.000 milljarða króna.

Yfir 150 verk út safni Allen verða boðin upp í næstu viku af uppboðshúsinu Christie’s. Verkin eru eftir marga af frægustu listmálurum veraldar. Má þar nefna Monet, Botticelli, Cezanne, Seurat, Hockney, Van Gogh, Picasso og Jasper Johns.

Uppáhalds verk Allen var Módelin þrjú eftir franska Seurat sem lést aðeins 32 ára að aldri.

Safnið er metið á um 1 milljarða Bandaríkjadala, tæpa 150 milljarða króna. Upplýst hefur verið að sjóður Allen, sem tók við öllum hans eignum þegar hann lést, eigi enn listaverk fyrir um 500 milljónir dala, um 70 milljarða króna.

Þetta er verðmætasta listaverkasafn sem hefur farið uppboð í heiminum en Allen safnaði listaverkum í 26 ár.

Uppáhaldsverk Allen var olíumálverkið Módel þrjú (f. Les Poseuses) eftir franska listamannin Georges Seurat sem notaðist við aðferðir impressjónistanna sem grunn þó hann teldi þeir máluðu of handahófskennt. Myndin er metin 100 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa 15 milljarða króna.